Ætlunin var að ganga til austurs eftir Alfaraleiðinni, hinni gömlu þjóðleið milli Innnesja (Hafnarfjarðar) og Útnesja (Voga, Njarðvíkna, Hafna, Keflavíkur, Garðs og Alfaraleiðin í HvassahraunslandiSandgerðis). Vestari hluti leiðarinnar, milli Hvassahrauns og Voga, hefur jafnan verið nefnd Almenningsleið (Menningsleið), en kaflinn frá Hvassahrauni til Hvaleyrar Alfaraleið.
Gangan hófst við nýlegt bílastæði sunnan undirganga Reykjanesbrautar innan (austan) við Hvassahraun. Þegar Reykjanesbrautin var breikkuð var tekinn hluti af Alfaraleiðinni á þessum kafla. Áður sást hún sunnan brautarinnar, liggja undir hana og síðan spölkorn af henni norðan brautarinnar, ofan við gömlu réttina. Í dag er leiðin augljós norðan bílastæðisins að hraunkanti Kapelluhrauns (Nýjahrauns/Brunans) við Gerði.

Sjá meira undir Lýsingar.