Entries by Ómar

Selvogsgata – Setbergshlíð – Hádegisholt (Flóðahjalli)

Gengin var gamla Selvogsgatan frá Lækjarbotnum upp með austurbrún Gráhelluhrauns að Gráhellu milli Svínholts og hraunbrúnarinnar, í Kershelli, þaðan að vörðunni í Smyrlabúðahrauni og síðan Setbergshlíðin og Vatnshlíðin til baka. Skoðuð var hlaðin stífla og hleðslur undir vatnsveituhúsið í Lækjarbotnum. Vegna þess hve vatnið var slétt mátti vel greina síðasta bútinn af gömlu tréleiðslunni neðan […]

Snorri – jarðfall austan Geitahlíðar

Upplýsingar höfðu fengist um jarðfall austan Geitahlíðar. Jarðfallið átti að vera nokkrir metrar í ummál og um sex metra djúpt. Þar ofan í sást í rásir. Haldið var upp slóða, sem liggur upp með girðingunni vestan Sýslusteins og honum síðan fylgt upp hraunhlíðina. Á slóðanum er einn og einn girðingastaur á stangli, en hann hefur […]

Njarðvík – Áki Grënz

Farið var um Ytri- og Innri-Njarðvík í fylgd Áka Guðna Grënz. Áki byrjaði að sýna uppdrætti og myndir, sem hann hefur unnið eftir heimildum af svæðinu. Uppdrættir þessir eru mjög vel gerðir og lýsa vel staðháttum og einstökum stöðum fyrr á árum. Áki leiddi hópinn um svæði ofan við þar sem staðið hafði fyrrum bær […]

Kjalarnesþing – Jón Jónsson

“Heimildarritin geta eigi nema tveggja þinga hér á landi áður en alþingi var sett á stofn, Þórsnesþing og Kjalarnesþing. En að leiða út af þessu þá ályktun, að fleiri þing hafi eigi verið til hér á landi fyrir 930, virðist nokkuð hæpið. Það er auðvitað, að þinganna hér á landi er eigi getið nema í […]

Herdísarvík – Seljabót – Sýslusteinn

Gengið var framhjá bæ Einars Benediktssonar, skálds, og Hlínar Johnson í Herdísarvík. Dyttað hafði verið að húsinu daginn áður og lítur það bara nokkuð vel út núna. Þegar farið var eftir heimtröðinni að gamla bænum mátti sjá gamla netasteina, steinum með mörkum í sem og gamla myllusteina. Framan við gamla bæinn er sjórinn að brjóta […]

Herdísarvíkursel – Seljabót

Haldið var niður frá Sýslusteini, eftir slóðanum með sýslugirðingunni, og staðnæmst við Gamla veg, er liggur þarna á milli hrauna, þvert á girðinguna. Önnur gömul gata, líklega angi af hinni, er þarna litlu norðar. Gengið var eftir veginum með hraunjaðrinum, líklega Krýsuvíkurhrauns, framhjá vatnsstæði og áfram niður og suður með austanverðum hraunkantinum. Þegar komið var […]

Reykjanes á Reykjanesskaga

Drepið á örnefni: „Þegar sagt er í veðurfregnum, að djúp og kröpp lægð sé skammt undan Reykjanesi, vita sjómenn, hvað átt er við, en í máli fréttamanna og ýmissa, sem vilja þó fræða um landið, er Reykjanes alloft allur Reykjanesskagi. Ef menn vilja virða mál sjómanna og hefðbundið mál Suðurnesjamanna, segja þeir ekki, að Keflavík […]

Jónsbúð – fornleifarannsókn

Úr skýrslu Bjarna F. Einarssonar fornleifafræðings um fornleifarannsókn í Jónsbúð segir m.a: Inngangur Félagskapurinn, Umhverfis- og útivistarfélag Hafnarfjarðar, kom að máli við undirritaðan árið 1997 um að kanna fornleifar á svæðinu Hraunum við Straumsvík. Ekki var um eiginlega fornleifaskráningu að ræða, heldur fornleifakönnun, sem er leitun að, og staðsetning á rústum á korti/loftljósmynd. Rústirnar voru […]

Staðarborg I

Fjárborg á Strandarheiði, 2-3 km frá Kálfatjörn, í stefnu þaðan og á Dyngju. Hún er hringlaga, hlaðin eingöngu úr grjóti og er hverjum steini hagrætt í hleðslunni af hinni mestu snilld. Vegghæðin er um 2 m og þvermál að innan um 8 m. Ummál hringsins að utanverðu er um 35 m. Gólfið inni í borginni […]

Hafnarfjarðarhellar – fjárskjól – sæluhús o.fl.

Á Reykjanesskaganum er vitað um a.m.k. 600 hella og hraunskjól. Hraunskjólin eru yfirleitt skútar, sem hlaðið hefur verið fyrir, ýmist í jarðföllum eða í hraunrásum. Nær undantekningalaust hafa þau verið notuð sem skjól fyrir fé því engin voru fjárhúsin á skaganum fyrr en kom fram á 20. öldina eða til að hlífa fólki á langri […]