Entries by Ómar

Vogar – Grænaborg – Arahólsvarða

Gengið var frá íþróttahúsinu í Vogum að Grænuborg austar með ströndinni. Síðan var ströndin gengin til baka, í gegnum Voga, framhjá Vogatjörn og upp að Arahólsvörðu. Á leiðinni að Grænuborg var fylgst með mófuglunum þar sem þeir lágu á eggjum sínum eða fylgdust með hinum aðkomandi furðufuglum. Endurnar hreyfðu sig varla á hreiðrum sínum þótt […]

Kvennagönguhóll – Djúpadalshraun – Djúpudalaborg

Gengið var frá þjóðveginum um Selvog, gegnt Hnúkunum, áleiðis niður á Kvennagönguhól, eða-hóla. Á leiðinni var rifjuð upp þjóðsagan um hólinn sem og notkunargildi hans fyrrum. Kvennagönguhóll og Orustuhóll eru á miðri Selvogsheiði í Árnessýslu. Saman eru þeir nefndir Kvennagönguhólar. Þá eru til Kvennagönguhóll í Viðey við Reykjavík og Kvennagönguhólar í landi Minna-Mosfells í Grímsnesi […]

Dysjar Krýsu og Dísu

Í Krýsuvíkurlandi, skammt ofan Kerlingahvamms undir Geitahlíð, eru þrjár dysjar, ýmist nefndar Kerlingadysjar, Smaladysjar og Hundadysjar, Krýsudys og Dísudys. Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar (aðalheildarmaður; Ólafur Þorvaldsson og Krýsuvíkurbræður synir Guðmundar í Krýsuvík, aðallega tveir; voru fluttir til Hafnarfjarðar, annar bjó á Holtsgötu ?, en hinn í Þorgeirstúni. Unnið á milli 1960–70) er dysjanna getið sem […]

Verbúðarrústir á Selatöngum – Þór Magnússon

Þór Magnússon skrifaði um „Verbúðarrústir á Selatöngum“ í Lesbók Morgunblaðsins 27. júní 1976: „Selatangar eru undarlegt ævintýraland og óvíða munu jafnskemmtilegar minjar um útræði hér á landi og einmitt þar, þótt  staðurinn hafi verið litt þekktur fyrr en nú á síðustu árum. Selatangar eru um það bil miðja vegu milli Grindavíkur og Krýsuvíkur, nokkru austan við […]

Fornubúðir og Hvaleyrartjörn

Gísli Sigurðsson skrifaði um „Fornubúðir og Hvaleyrartjörn“ í tímaritið Sögu árið 1963: „Fornubúðir hét hann, verzlunarstaðurinn við Hafnarfjörð á miðöldum. Hann er talinn hafa staðið á Hvaleyrargranda, sem líka er nefndur Hafnarfjarðargrandi eða Grandinn við Hafnarfjörð. Þarna er hann talinn hafa staðið, frá því sögur hófust um verzlun og siglingar til Hafnarfjarðar fram til ársins […]

Vogaheiði – Pétursborg – Kálffell – fjárhellar – Oddshellir

Gengið var inn á Skógfellaveg frá Reykjanesbraut og upp fyrir Brandsgjá, upp Vogaheiði um Huldugjá, að Péturborg og síðan áfram upp heiðina í Kálffell. Í Kálffelli eru hlaðin mannvirki, s.s. gerði, kví, rétt, fjárskjól og þar er mannvistarbústaður; Oddshellir. Kálffellið er, séð úr fjarlægð, líkt og lítil þúst í heiðinni. Þegar komið er að því […]

Máldagi Staðarkirkju 1477

[1477] – Máldagi kirkjunnar á Stað í Grindavík [er Magnús biskup Eyjólfsson setti]. Landsb. 268. 4to. bl. 122a—122«. Yngri en Vilchins máldagi, því þar á kirkjan að eins hálft heima land. Líklega er þetta máldagi Magnúsar biskupa Eyjólfssonar 1477. Sbr. Stefána máldaga c. 1518 (AM. 238. 4to). Grindavijk. Kirkian ad stad j grinndavijk er vijgd […]

Bein þriggja manna á Hvaleyri

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1926 má lesa eftirfarandi um „Fundin bein á Hvaleyri þriggja manna„: „Á Hvaleyri, sunnan við Hafnarfjörð, brýtur jafnan af túninu að norðanverðu, og eru þar nú orðnir háir bakkar við fjörðinn, neðst berg, allhátt, á því malarlag þykt og efst þykt moldarlag. Fyrir 30 árum, svo jeg veit til, […]

Kaldársel – Vatnshellir – Fosshellir – Músarhellir – Kaldárhnúkar

Gengið var um Lambagjá frá Kaldárseli með viðkomu í Níutíumetrahellir ofan við enda gjárinnar. Síðan var haldið yfir í Vatnshelli, sem er við gömlu Selvogsgötuna þar sem hún liggur niður í Helgadal. Á leiðinni var gegnið fram á þrastarungakríli, sem fallið hafði úr hreiðri sínu, en móðirin fylgdist gaumgæfilega með öllu. Fornar tóftir í Helgadal […]

Markhella – Búðarvatnsstæðið – Sauðabrekkugjá – gígar – Hrútagjárhraun

Gengið var frá Krýsuvíkurvegi um Hrútargjárhraun yfir að Markhellu eða Markhelluhól eins og hún er stundum nefnd. Frá henni var gengið niður að Búðarvatnsstæði, upp um Sauðabrekkur að Sauðabrekkugjá og norður eftir henni um Sauðabrekkugíga á leið til baka niður hraunið. Í leiðinni var gengið framhjá Gapinu, mikilli holu í miðju hrauninu. Á Markastein, oftar […]