Entries by Ómar

Árni Óla

Árni Óla fæddist 2. des. 1888 að Víkingavatni í Kelduhverfi. Hann hóf störf við stofnun Morgunblaðsins 1913 og starfaði þar meira og minna til dánardags, 1979. Auk blaðamannstarfans skrifaði hann fjölmargar bækur um efni nátengdu landi hans og þjóð. Tilvitnanir í þær má sjá víða hér á FERLIRsvefnum. Í Alþýðublaðið 1966 skrifar Hannes á horninu […]

Hlemmur

Hlemmur Í skýrslu Minjasafns Reykjavíkur (Árbæjarsafns); „Húsakönnun Snorrabraut – Hverfisgata – Rauðarárstígur – Laugavegur“ árið 2004 eftir Páll V. Bjarnason, arkitekts, og Helgu Maureen Gylfadóttir, sagnfræðings, má lesa eftirfarandi um Hlemmtorg og nágrenni: „Á mótum Rauðarárstígs, Hverfisgötu og Laugavegar er svokallað Hlemmtorg sem í daglegu tali kallast Hlemmur. Þar rann Rauðará (Rauðarárlækur) til sjávar. Á […]

Jólakort

Fyrsta jólakortið varð til fyrir algera slysni. Í desember árið 1843 áttaði Henry Cole, mikilsmetinn Lundúnabúi, sig á að hann hafði gleymt að skrifa bréf með jólakveðjum til vina og ættingja. Honum hraus hugur við því að þurfa að skrifa öll þessi bréf á svona stuttum tíma og þess vegna bað hann vin sinn, listamanninn […]

Ármúlaskóli – álfhóll – letursteinn

Við Ármúlaskóla í Reykjavík er álfhóll. Hóllinn er aflíðandi brekka norðaustan við skólann með lágu klettabelti er vísar í áttina að honum. Við norðvesturhornið er einnig stakur steinn, sem látinn hefur verið óhreyfður. Á hann er klappað ártalið 1941. Á þessu svæði munu hafa verið grjótnámur á árunum 1940-1950 skv. upplýsingum Minjasafns Reykjavíkur. „Auk Grásteins […]

Esja

Esja er fjall við ofanvert Kjalarnes í Reykjavík og er eitt af einkennunum á norðanverðu höfuðborgarsvæðisins. Fjallið ræður veðri og vindum auk þess sem útsýni yfir fjallið hefur í gegnum tíðina haft áhrif á fasteignaverð á svæðinu. Til er fólk sem segist geta spáð fyrir um veðrið út frá litunum í fjallinu svo hvernig þaulsetnir […]

Íslenskt þjóðlíf – Daniel Bruun

Daniel Bruun var Dani. Hann ferðaðist um Ísland fyrir og um aldamótin 1900, skoðaði og skráði ógrynni staða og örnefna, auk þess sem hann teiknaði, ljósmyndaði og ritaði greinagóða lýsingu á íslensku þjóðlífi. Daniel fjallaði ekki sérstaklega um sel í einstökum landshlutum, en um selstöður og afréttir segir hann: “Auk þeirra sömu haga, sem allt […]

Saltfisksetrið – ljóslifandi saga sjómennsku

Segja má með sanni að Saltfisksetur Íslands sé ein ein mest áberandi skrautfjörður Grindvíkinga um þessar mundir – ljóslifandi saga sjómennskunnar frá lokum hefðbundinnar verbúðarmennsku til þessa dags. Eldri minjar fiskþurrkunar er víða að finna í umdæmi Grindavíkur, s.s. á Seltöngum, við Nótarhól við Ísólfsskála, í Slokahrauni í Þórkötlustaðahverfi, í Strýthólahrauni á Þórkötlustaðanesi, við Síkin […]

Um selsbúskap – Jónas Jónasson

Um selsbúskap (úr bókinni „Íslenskir þjóðhættir“ eftir séra Jónas Jónasson). “Alsiða var það fyrrum, einkum þar sem þröngt var um haga heim um sig, og þurfti ekki til, að hafa búsmala í seli á sumrum frá fráfærum og til tvímánaða eða til þess er nálega 16 vikur voru af sumri. Selin voru byggð til dala […]

Reykjavík – úr sveit í borg

„Búskapur „Reykjavíkurbænda“ setti svip á höfuðstaðinn alveg fram á sjöunda áratuginn. Enda þótt sárafáir Reykvíkingar hefðu viðurværi sitt af landbúnaði eftir síðari heimsstyrjöldina og bændurnir væru ekki margir í hlutfalli við aðra íbúa hafði búsýsla þeirra áhrif á þróun bæjarins og dreifingu byggðarinnar. Þeir sem stunduðu einhvers konar búskap réðu yfir stórum og smáum túnum, […]

Sólskin fyrir 25 krónur

„Reykjavík hefir þá sérstöðu fram yfir margar aðrar höfuðborgir heims, að í hæsta nágrenni eru stór óbyggð svæði, sem eru tilvalin leikvangur þeirra, sem unna útiveru og gönguferðum. T.d. er svæðið frá Sandskeiði og suður að Keflavíkursvæðinu, svo óbyggt, að ekki er um að ræða einu sinni sumarbústaði. Að vísu er svæðið víða gróðurlítið, en […]