Entries by Ómar

Cap Fagnet strandar

Í mars 1931, tæpum 5 mánuðum eftir að slysavarnardeildin Þorbjörn í Grindavík var stofnuð, og aðeins viku eftir að heimamenn höfðu fengið tilsögn í meðferð fluglínutækja, strandaði skip skammt austan við Grindavík. Aðfaranótt 14. mars 1931 varð heimilsfólk á Hrauni þess vart að togari hefði strandað þar framundan bænum. Skipið, sem hét Cap Fagnet og […]

Krýsuvíkurkirkja að fornu og nýju – Ólafur Þorvaldsson

“Eftir öllum líkum mun óhætt að segja, að kirkja hafi verið í Krýsuvík í átta til níu aldir. Ég held, að sögu Krýsuvíkurkirkju sé þannig farið, að erfitt sé að rekja hana, í það minnsta fyrstu aldirnar, svo öruggt samhengi fáist. Ég held, að margur myndi hnjóta um það spursmál, hvar fyrsta kirkja Krýsuvíkur hafi […]

Lögréttur, þinggerði og dómhringar á Reykjanesi

Á a.m.k. átta stöðum á Reykjanesskaganum má finna skráðar minjar af lögréttum, þinggerðum og dómhringjum. Þær eru eftirfarandi: -Stafnes – lögrétta – skráð 1854 -Hvalsnes – lögrétta – skráð 1854 -Jófríðarstaðir – þinggerði – skráð 1703 -Hausastaðir – dómhringur – skráður 1820 -Ráðagerði – dómhringur – skráður 1840 -Hofstaðir – dómhringur – skráður 1840 -Kópavogur […]

Snorrastaðasel – Dalsel

Gengið var frá Háabjalla að Snorrastaðatjörnum og þar að Snorrastaðaseli norðan við tjarnirnar. Þar mun hafa verið kúasel. Gengið var suður fyrir vatnið og inn á Skógfellagötuna austan þess. Götunni var fylgt upp yfir Litlu-Aragjá og áfram yfir Stóru-Aragjá þar sem er Brandsgjá, yfir hraunið norðan Mosadals, niður vestari Mosadalsgjá og yfir Mosana. Farið var […]

Krýsuvík – Alþýðublað Hafnarfjarðar 1949

Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar 10. des. 1949 er fjallað um framkvæmdir í Krýsuvík, s.s. vegagerð, garðyrkjubú, kúabú og raforkuvinnslu. Þar segir m.a.: “Þegar menn tóku að beita sér fyrir lagningu Suðurlandsbrautar um Kýsuvík til að fá snjóléttan vetrarveg milli Árnessýslu og Reykjavíkur, opnuðust möguleikar fyrir Hafnarfjörð, að færa sér í nyt auðsuppsprettur Krýsuvíkur. Í Krýsuvík hefur […]

Sundhnúkahellar

Sundhnúkahraun er um 1900 ára m.v. raunaldur (MÁS). Norðaustur af Hagafelli er áberandi hnúkur, sem heitir Sundhnúkur (innsiglingamerki) og þaðan er nafnið komið af reyndar röð lítilla gíga. Skógfellavegurinn liggur meðfram hluta eldvarpanna. Hraunin eru dreifð víða um Grindavíkursvæðið og m.a. byggt upp Þórkötlustaðanesið og myndað þannig brimbrjót fyrir Grindavík. Norðan við Sundhnúkahraunið er Skógfellahraun […]

Klifhæðarhellir

Í örnefnalýsingu GS fyrir Herdísarvík segir m.a. af gömlu alfaraleiðinni til vesturs; „Alfaravegurinn gamli liggur þarna um hraunið um Klifhæð, sem einnig ber eftirtalin nöfn:  Klifið, Háaklif, Illaklif og Vondaklif. Nú hefur mikil og stæðileg varða verið hlaðin í Klifið, Klifsvarða, og ofan hennar er svo Sýslusteinn, og liggur (svo) þar um landa- og sýslumörk. […]

Setbergssel – Hamarkotssel

Vestan við Kershelli sér niður á grassvæði. Þarna var selstaða Setbergs í Garðahreppi hinum forna (nú að mestu í Hafnarfirði). Selvogsgatan (Suðurferðavegur) gamla liggur niður um selstöðuna og áfram í gegnum hana uns hún sveigir að Þverhlíð. Á norðanverðu svæðinu er stekkur í kvos. Hleðslur eru til að hindra uppgöngu úr kvosinni. Op er til vesturs. […]

Reykjanesfólkvangur – upphaf, markmið og framtíð

Árið 2004 vann Sigrún Helgadóttir skýrslu fyrir stjórn Reykjanesfólkvangs um fólkvanginn, upphaf hans, markmið og framtíð. Hér birtist útdráttur úr skýrslunni, sem er 43 bls. með margvíslegum fróðleik og tillögum. Auk þess að lýsa Reykjanesfólkvangi getur höfundurinn um menningar- og samfélagsverðmæti hans m.t.t. sögu, minja og þjóðtrú, náttúrufegurð (hughrif), útivist og ferðamennsku, lista, náttúruvísindastarfa og […]

Hraunsholtssel

Gengið var frá Fjarðarkaup við Flatarhraun, framhjá Stekkjarlaut (þar sem sjá má tóft stekks) og inn á Flatarhraun skammt norðaustar. Ætlunin var að komast inn á Hraunsholtselsselstíg. Hann fannst fljótlega, enda vel greinlegur í hrauninu. Eftir að hafa fylgt Hraunsholtsselsstíg suður hraunið var komið að Hádegishól syðst í Flatahrauni (Vífilsstaðahrauni/Garðahrauni). Sunnan undir hólnum, sem eru […]