Entries by Ómar

Viðarkol

Í „Sagnir og þjóðhættir“ eftir Odd Oddsson er kafli um Viðarkol. Þar segir m.a.: „Þar sem ekki var kostur á rekavið, sem mjög víða hlaut að vera sökum staðhátta, var eigi annars að neyta til hita í húsum og til matselda en skógarviðar, sem til allrar hamingju var nægð af, því að víst hefur það […]

Exploring Iceland…

Í morgun var vinsælasti morgunsjónvarpsþáttur Bandaríkjanna, NBC Today show, sendur út héðan frá Íslandi. Útsendingar fóru fram í Bláa lóninu, við Gullfoss, á jökli og víðar. Um 6-8 milljónir manna horfa jafnan á þennan þátt. Að þessu sinni bar hann þemayfirskriftina „Ends of the earth“. Auk Íslands var Belize, Ástralía og Afríka fyrir valinu. Á myndinni hér til hliðar er […]

Eldhnötturinn

Eftirfarandi sögu um „Eldhnöttinn“ í Höfnum má lesa í Leiftri árið 1915: „Saga Árna prests Þórarinssonar á Stóra-Hrauni. En samkvæmt bendingu frá honum var leitað umsagnar Ketils bónda Ketilssonar yngra í Kotvogi, er gaf í sumum atriðum fyllri og nánari frásögn, sem bætt var inn í aðalsögnina. Sumarið 1886 kom eg að Kotvogi í Höfnum til […]

Frá Grindvíkingum

Eftirfarandi er úr frásögn Bjarna Sæmundssonar um hrakningarveðrið mikla 24. marz 1916. Hún er byggð á viðtölum við sjómennina sem og skipstjórann á kútter Esther frá Reykjavík, sem bjargaði áhöfnum fjögurra Grindavíkurskipa þennan dag. „Hann mun verða mörgum Grindvíkingum minnisstæður föstudagurinn fyrsti í einmánuði (24. marz) 1916. Að morgni þess dags var logn og blíða og […]

Grísanes – Kaldársel – Ásfjall

Í maí 2000 var fimmti Ratleikur Hafnarfjarðar opinberaður. Pétur Sigurðsson, útivistarkempa, hefur verið driffjöður leiksins. Leikurinn gengur út á að far á milli merktra staða á korti, fræðast um þá og reyna að finna númeruð spjöld, semþar eru með áletrunum. Áletrunina á síðan að skrá á kortið og skila því inn til Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í […]

Húshólmi 1902 – Brynjúlfur Jónsson

“Krýsuvík hefir til forna staðið niðurundir sjó fyrir vestan endann á Krýsuvíkurbjargi. Nafnið Krýsuvík bendir á það. Engum hefir dottið í hug að kenna bæinn við vík, ef hann hefði fyrst verið settur þar sem hann er nú. En þar sem hann stóð fyrst hefir þetta átt við og svo hefir nafnið haldist er hann […]

Sel ofan Hafnabæja

Ofan við Mönguselsgjá er Merkinessel. Þetta eru 4 sérstæðar kofarústir og eru hlaðnar undir gjárbarmi. Þetta er í landi Merkiness og er talið, að haft hafi verið í seli þar fram á 19. öld. Norðan í hæð er kvos, grasi gróin og ofurlitar kofarústir í botni hennar. Þetta er Möngusel. Við skoðun á seljunum sumarið […]

Vogastapi

„Vogastapi er nær 80 metrar á hæð og skagar fram sem núpur milli Voga og Njarðvíkur innri. Þverhnípt björg eru framan í honum og eru það hin fornu Kvíguvogabjörg. Þar verpir nokkuð af sjófugli. Alfaraleið lá fyrrum yfir Stapann þar sem heitir Reiðskarð, en aksvegurinn var gerður á öðrum stað. Efst á Stapanum er hóll, […]

Saurbæjarsel og Matthías Jockumsson

Haldið var í Saurbæjarsel í Blikdal (Bleikdal) á Kjalarnesi. Með í för var Þorvaldur Bragason og fjölskylda (eiginkona og sonur). Tilgangurinn var að skoða selið, sem svo eftirminnilega kom við sögu í aðdrætti forföður Þorvaldar, Matthíasar Jockumssonar, skálds, og Guðrúnar Runólfsdóttur, dóttir bóndans í Saurbæ, á síðari hluta 19. aldar. Í framhaldi af heimsókn Matthíasar […]

Breiðagerði ofanvert

Menningarminjar á Reykjanesskaganum komu til umræðu meðal tveggja manna. Annar hafði gengið um og kynnt sér svæðið og taldi sig vita nokkurn veginn hvað það hefði að geyma. Hinn hafi ferðast um það vítt og breytt á bíl og taldi sig einnig vita ýmislegt. Verulegur munur var þó á þekkingu þeirra hvað varðar úrval og […]