Entries by Ómar

Skógfellavegur – horfinn að hluta

Skógfellavegur er hluti gamallar þjóðleiðar milli Voga og Grindavíkur og dregur nafn sitt af Litla- og Stóra-Skógfelli sem standa stutt frá veginum. Á leiðinni, nærri Grindavík skiptist vegurinn og liggur annar í austurátt og nefnist Sandakravegur. Skógfellavegur er auðfundinn. Hann er varðaður með 99 vörðum, misjafnlega vönduðum, og sumstaðar má sjá djúp hófför í hraunklöppum. […]

Búrfellshraun – aldur II

Á Vísindavef HÍ var spurt: „Hvaðan kemur hraunið sem liggur yfir Hafnarfirði og að hluta til Garðabæ, og kom það allt úr sama gosi?“ Svarið var: „Fyrir um 8000 árum varð eldgos sem myndaði eldborgina Búrfell fyrir sunnan Hafnarfjörð og þaðan runnu í því gosi hraunin sem sýnd eru á meðfylgjandi korti. Í heild sinni […]

Húshöfði – Hvaleyrarvatn – Selhöfði

Gengið var um Húshöfða og Höfðaskóg þar sem Skógræktarfélag Hafnarfjarðar hefur aðstöðu á austanverðum Beitarhúsahálsi. Félagið hefur stundað þarna trjárækt frá 1956, fyrst á 32 ha landi við Húshöfða, en síðan hefur félagið aukið ræktunarsvæði sitt til muna í Höfðalandi. Góðir og greiðfærir stígar liggja um skóginn í hlíðinni og ef fólk vissi ekki betur […]

Skagagarðurinn mikli – Magnús Gíslason

Eftirfarandi frásögn Magnúsar Gíslasonar í Garðinum er í félagsriti Landssambands eldri borgara, 9. árg. 2004. „Menn hafa lengi velt fyrir sér hvaðan Garðurinn dregur nafn sitt. Margir telja hann draga nafn sitt af því, þegar jarðeigendur voru að ryðja grýtta jörðina til ræktunar fyrir bústofn sinn og nýttu grjótið í garðhleðslu bæði til skjóls og […]

Óskipt land Þórkötlustaða

Af gefnu tilefni, í kjölfar nýlegra eldgosa á Reykjanesskaga ofan Grindavíkur, er rétt að minna hlutaðeigendur á rétt eigenda óskipts lands Þórkötlustaða ofan Grindavíkur. Þeir hafa hingað til ekki verið virtir viðlits er komið hefur að ákvörðunum um einstakar framkvæmdir á þeirra landi. „Þórkötlustaðir : Landamerkjabréf dags. 20.06.1890, þinglýst …………. …..fyrir miðju Markalóni í fjöru, […]

Skúlatún – Helgadalur – Garðaflatir

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1908 skrifar Brynjúlfur Jónsson m.a. um Skúlatún og tóftir í Helgadal undir fyrirsögninni „Rannsóknir fornleifa sumarið 1907„: „Skúlatún Í Árbók fornleifafélagsins 1903, bls. 33—34, hefi eg getið þess, að nafn Skúlastaða, — þar sem Ásbjörn landnámsmaður Özzurarson bjó, — sé nú týnt, og jafnframt, að eg hefði síðan heyrt […]

Að lesa landið – Ferðahópur Rannsóknardeildar Lögreglunnar í Reykjavík í 100. ferð sinni um Reykjanes

Í Morgunblaðinu árið 2001 er skemmtileg umfjöllun; „Að lesa landið – Ferðahópur Rannsóknardeildar Lögreglunnar í Reykjavík í 100. ferð sinni um Reykjanes„; „Rannsóknarlögreglumenn sem beygja út af Reykjanesbraut og þramma skimandi um hraun og hlíðar, eru án efa að leita verksummerkja um glæpsamlegt athæfi. Eða hvað? Sigurbjörg Þrastardóttir og Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari, slógust í för […]

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga – Jón Jónsson 1978

Vélritað og síðan ljósritað rit Jóns Jónssonar frá árinu 1978, útgefið af Orskustofnun, „Jarðfræðikort af Reykjanesskaga„, er tvískipt. Annars vegar eru skýringar við jarðfræðikort, 303 bls., og hins vegar sjálf jarðfræðikortin. Hér verður gerður úrdráttur og samantekt skýringanna. Í formála segir: „Í skýrslu þessari er dreginn saman árangur af rannsóknum sem spanna yfir 18 ára […]

Vífilsstaðasel II

Í ritinu Heima er best árið 2012 ritar Þorkell Jóhannesson, „Þankabrot um Vífilsstaðasel, sel og selbúskapur á Íslandi„. Þar segir hann m.a.: „Örugglega má telja, að landnámsmenn hafi í árdaga flutt með sér þekkingu á seljum og selbúskap til nýrra heimkynna á Íslandi og þá væntanlega mest frá vestanverðum Noregi. Um þetta vitna frásagnir í […]

Hveragerði – söguhringur

Hveragerði hefur að geyma marga áhugaverða staði, bæði hvað varðar upphaf bæjarfélagsins sem og sögu þess. Listamannahverfið Árin 1940-1965, bjuggu eða dvöldu fjöldi þekktra listamanna í Hveragerði,- skáld, rithöfundar, tónskáld, listmálarar og myndhöggvarar. Af þeim eru þekktust skáldin og rithöfundarnir Jóhannes úr Kötlum, Kristmann Guðmundsson, Kristján frá Djúpalæk, Gunnar Benediktsson, Sr. Helgi Sveinsson, Kári Tryggvason […]