Entries by Ómar

Grindavík – innsiglingin

„Þessi mynd er tekin þar sem nú er innsiglingin í Grindavíkurhöfn. Því myndu fáir trúa að nú sigla þarna um 2000 lesta skip. Myndin er tekin árið 1939 af Einari Einarssyni og sýnir hvernig byrjað var að grafa rennuna inn í Hópið. Um þetta segir Tómas Þorvaldsson á þessa leið í Sveitastjórnarmálum: „Sumarið 1939 var […]

Austurvegur – sunnan Lyklafells

Ætlunin var að reyna að rekja syðri Austurleiðina (Hellisheiðargötuna) frá Elliðakoti upp fyrir sunnanvert Lyklafell að austan. Nyrðri leiðin var rakin nýlega, en bæði skv. heimildum og gömlum kortum lá gata einnig niður í Lækjarbotna frá gatnamótum Dyravegar norðaustan Lyklafells um svonefndan Strangarhól. Gatan liggur upp sneiðing Elliðakotshlíða og liðast síðan upp heiðina með stefnu […]

Kölkuvísur

Keflavíkurflugvöllur Eftirfarandi [hluti úr] grein er framsaga Jóns Tómassonar, flutt á Faxafundi s.l. vetur. Þó að einhverjar tölulegar breytingar hafi átt sér stað síðan, taldi blaðstjórn Faxa rétt að birta framsöguna, þar sem hún flytur ýmsan fróðleik, sem lesendur blaðsins kunna að hafa ánægju af að kynnast. „Þetta hérað [Keflavíkurflugvöllur] nær yfir 9200 ha. — […]

Leiran II

Eftirfarandi frásögn Gísla Brynjólfssonar um Leiruna birtist í Lesbók Morgunblaðsins 1966: „Á Suðurnesjum er nú fleira fólk en nokkru sinni. Og þar er meira um að vera en víðast annars staðar á þessu athafnasama landi. Þar er hliðið inn á loftbrúna, sem liggur til umheimsins héðan frá Ægi girtu Islandi, sem svo lengi hefur verið […]

Elsta steinhús á Íslandi

Haukur Ólafsson, sendifulltrúi FERLIRs í Lundúnum, semdi eftirfarandi ábendingu: „Ég rakst á þetta í fasteignaauglýsingu um Vogalandið sem virðist, óskipt, vera til sölu!! Þar segir m.a.: Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17 er með til sölu áhugavert land í Vogum. Um er að ræða óskipt land svonefndra Vogajarða (Vogatorfa) í sveitarfélaginu Vogar (áður Vatnsleysustrandarhreppi) þ.e.a.s. Austurkots, Minni-Voga, Tumakots, […]

Gatvörður

Svonefndar „gatvörður“ hafa valdið mönnum heilabrotum um langa tíð. Sjá má nokkrar slíkar á Reykjanesskaganum. Ein helsta kenningin hefur verið sú að þær eigi sér skírskotun til sambærilegra mannvirkja í Norður-Ameríku og hefðu því bæði verið hlaðnar af sama fólkinu beggja vegna Atlantshafsins og/eða gegnt sambærulegu hlutverki. Hvert fólkið var eða hvaða hlutverki þær áttu að […]

Dauðadalastígur I

Gengið var um Dauðadalastíg frá Bláfjallavegi að Helgafelli og síðan til baka upp götu vestar í Tvíbollahrauni, upp með Markraka og að upphafsstað. Í leiðinni var litið á hina einstöku Dauðadalahella. Í lýsingu af Dauðadalastíg segir m.a.: „Dauðadalastígur liggur á milli Kaldársels og Kerlingaskarðs um Dauðadali. Þegar farið var upp með Helgafelli að austanverðu var […]

Þróun Miðnesheiðarbyggða

Framsöguerindi, flutt á málfundanámskeiði Iðnaðarmannafélagsins 28. febrúar 1967. – „Það litla, sem Landnáma segir um upphaf byggðar á Suðurnesjum er eftirfarandi: „Steinunn in gamla frændkona Ingólfs fór til Íslands og var með honum inn fyrsta vetur. Hann bauð að gefa henni Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun, en hún gaf fyrir heklu flekkótta enska og vildi […]

Sveppir II

Sveppir (fræðiheiti: fungi, eintala: fungus) eru um margt sérstæðar lífverur og því flokkaðir í sitt eigið ríki, svepparíkið. Lengi vel voru þeir samt flokkaðir með plöntum enda við fyrstu sýn líkari þeim en dýrum. Til að leggja áherslu á sérstöðu sveppa eru sveppafræðingar farnir að nota orðið funga á sama hátt og flóra eða fána. […]

Frekari upplýsingar um Ölfusselin

Upplýsingagjafi var að sjálfsögðu upplýstur þegar í stað um síðustu FERLIRsferð, enda manna fróðastur um það landssvæði. Viðbrögð hans voru eftirfarandi: „Þið hafið greinilega verið óvenjufundvís á selin. Í örnefnalýsingu Saurbæjar er nefndur: „Seldalur: Gróin laut í Hrauninu. Þar sér enn fyrir tóftum. Selið var frá Saurbæ.“ Hraunið nefnist Saurbæjarhraun og sunnan og vestan tungu úr því […]