Entries by Ómar

Rúnasteinn í Flekkuvík

Eftirfarandi umfjöllun Árna Óla um „Rúnasteininn í Flekkuvík“ birtist í Lesbók Morgunblaðsins 1959: „Utan við Hvassahraun á Reykjanesskaga gengur inn Vatnsleysuvík og inn úr henni utarlega skerst önnur lítil vík, sem Flekkuvík nefnist. Stendur bær samnefndur fyrir botni víkurinnar. Þar í túninu er lítill hóll, eða stór þúfa, sem kallast Flekkuleiði, og þar ofan á […]

Járngerðarstaðahverfi II – Járngerðarstaðir

Hverfin í Grindavík eru þrjú; Þórkötlustaðarhverfi austast, Járngerðarstaðarhverfi í miðið og Staðarhverfi vestast. Hér er gengið um miðhverfið (seinni hluti). Járngerðarstaðir eru ekki síst minnistæðir vegna Tyrkjaránsins 1627, en þá var rúmlega tug hverfisbúa rænt af alsírskum sjóræningjum ofan við Fornuvör, auk nokkurra Dana. Bærinn kom einnig við sögu í Grindavikurstríðinu 1532 þá er heimamenn […]

Staldrað við í Straumsvík

Eftirfarandi skrif, „Staldrað við í Straumsvík“, birtust í Fálkanum árið 1966: „Ísland á óhemju mikla náttúru á öllum sviðum og á sumum sviðum svo skrítna, að hún hefur komizt í alfræðibækur og sandala-Þjóðverjar koma árlega til að sjóða sér kartöflur í Geysi. Við eigum samt enga fossa, sem renna upp í móti, en því meira af […]

Óttarsstaðir – fólkið og fjárborgin

„Fjárborgir eru víða að finna á Reykjanesskaganum og víðar og vitna um gott verklag og hyggjuvit þeirra sem hlóðu þær. Flestar borgirnar eru kenndar við þá bæi sem þær tilheyrðu en ein fjárborg er kennd við konu og nefnd Kristrúnarfjárborg. Þessi fjárborg stendur á nokkuð sléttum hraunhrygg skammt vestan við Smalaskála í Hraunum sunnan við […]

Kálfatjörn – Norðurkot II

Gengið var um Kálfatjarnarsvæðið í fylgd staðþekkjaranna Sesselju Guðmundsdóttur og Sigrúnar Frjóns, en koma átti eftir í ljós að ekki var til sá blettur á landssvæðinu, sem þær ekki þekktu eða höfðu skoðað. Byrjað var á því að ganga veginn niður að Liltabæ, Bjargi, Bakka og Gamla-Bakka austan Kálfatjarnar. Tekið var hús á Geir á […]

Straumsvík – upp- og fiskeldi

Nokkrir sumarbústaðir voru byggðir í Hraunum við Straumsvík nokkru fyrir miðja 20. öldina. Meðal þeirra sem heilluðust af þessu sérstæða og að margra mati fallega landsvæði voru þrír félagar, bræðurnir Marinó og Kristinn Guðmundssynir sem voru báðir málarameistarar og Björn Jóhannesson doktor í jarðvegsfræði sem hafði mikinn áhuga á hegðun laxfiska. Þeir voru afar heillaðir […]

Kjarvalsklettar í Gálgahrauni

Listasafn Reykjavíkur efndi til gönguferðar um Gálgahraun og Klettahraun að kvöldi 14. júní 2012 í tengslum við sýninguna „Gálgaklettur og órar hugans“ sem stendur yfir á Kjarvalsstöðum um þessar mundir. Þar eru m.a. sýnd um 30 málverk sem Jóhannes Sveinsson Kjarval málaði í Klettahrauni, sem er hluti Garðahrauns, en hann nefndi myndirnar ýmist úr Bessastaðahrauni, úr […]

Bárðartóft

Bárðartóft er ofan Mosfellsdals, í sunnanverðu Bárðarholti norðan Jónsselslækjar. Tóftin hefur látið verulega á sjá vegna ágangs hesta. Hún er eitt rými, auk lítils bakrýmis (sennilega svefnbálkur). Framgafl hefur snúið mót suðvestri. Í Örnefnalýsingu segir: „Þarna nokkuð ofan við Gljúfrastein, fast við veginn, er Grænaborg, […] þar skammt ofar, rétt við Jónsselslæk, er Bárðartóft. Þar […]

Flagghúsið – endurnýjun I

Nú (júlí 2005) er verið að endurbyggja Flaghúsið svonefnda í Grindavík. Flagghúsið er eitt elsta hús Grindavíkur, talið vera byggt árið 1890. Erling Einarsson í EP verk h/f, eigandi hússins, áformar að koma húsinu í upprunalegt horf og eru framkvæmdir hafnar. Ljóst er að mikið verk er fyrir höndum. Erling er þegar búinn að smíða […]

Garður – mannvistarleifar

Hörður Gíslason frá Sólbakka leiddi göngu um Garð. Gengið var um byggðina og fræddi Hörður þátttakendur um þróun hennar frá upphafi og sögu fólksins. Auk þess að segja frá breyttum staðsetningum hinna 13-15 bæja er mynduðu bæjarsamfélagið, bæði vegna ágangs sjávar og breyttra verkhátta, lýsti Hörður einkennum þeirra er lengst hafa staðið nálægt núverandi húsum, […]