Entries by Ómar

Grjóti í Garðahverfi

Hjalti Harðarsson sendi FERLIR eftirfarandi: „Ég hef haft gagn og gaman af samantekt ykkar um Garðahverfi. Móðurforeldrar mínir, Lovísa Guðmundsdóttir og Tryggvi Gunnarsson, bjuggu í Grjóta í Garðahverfi alla sína búskapartíð frá 1925 (skv. byggingarbréfi). Afi og amma (Tryggvi og Lovísa) tóku töluvert af myndum fram eftir tuttugustu öld. Afi framkallaði og stækkaði myndirnar sjálfur. […]

Fagradalsfjall – mótun

Fagradalsfjall er móbergsfjall á Reykjanesskaganum vestanverðum. Það er talið vera vestasti hluti Reykjanesfjallgarðsins, en vestan þess eru stök fell. Fagradalsfjall er aflangt frá austri til vesturs, um 385 metrar á hæð og er þar með hæsta fjall á Reykjanesskaga. Það hefur orðið til á ísöld við gos undir jökli og er smáhraunlag á því ofanverðu, […]

Hraun – Hraunssel

Grindavíkurbær, Saltfisksetrið og FERLIR buðu upp á þjóðháttakynningu um seljabúskap á vettvangi. Mæting var við Ísólfsskála, u.þ.b. 7 km austur frá Grindavík á Krýsuvíkurleið. Gangan var liður í Menningar- og viðburðadagskrá Grindavíkur. Frá Ísólfsskála var haldið að Méltunnuklifi. Um það lá hin forna þjóðleið til Krýsuvíkur. Þaðan var gengið eftir nýlegri slóða á gömlu leiðinni um Leggbrjótshraun og inn með vestanverðum Núpshlíðarhálsi […]

Gossaga 2000 ára

ÞÁTTUR ÚR GOSSÖGU REYKJANESS – Gosskeið fyrir um tvö þúsund árum Náttúrufar Reykjanesskaga hefur dregið að sér athygli náttúrufræðinga allt frá 18. öld er Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson stunduðu sínar rannsóknir þar. Hefur athyglin einkum beinst að hraunum og gígum, jarðhita og misgengjum, en allt setur þetta sterkan svip á ásýnd Reykjanesskaga. Allskýr mynd […]

Selvogsleiðin gamla – Gísli Sigurðsson

Í tilefni af því að FERLIRsferðirnar náðu tölunni 1800 laugardaginn 14. júlí var gamla Selvogsleiðin gengin frá Bláfjallavegi í Selvog. Leiðin er um 24 km. Eftirfarandi lýsing Gísla Sigurðssonar um gömlu Selvogsleiðina birtist í Þjóðviljanum árið 1973: „Áður fyrr var álgengt, að farið væri í kaupstaðarferð til Hafnarfjarðar úr Selvogi. Gísli Sigurðsson, umsjónarmaður Minjasafns Hafnarfjarðar, […]

Örninn – sögur og sagnir

Arnarörnefnin hér á landi eru fjölmörg. Þótt fuglinn hafi hörfað frá flestum fyrrum óðulum sínum á suður- og suðvesturlandi standa örnefnin eftir. Þá eru arnarörnefndin oft tengd landa- og hornmerkjum. Svavar Sigmundsson, fyrrum forstöðumaður Örnefnastofnunar, fjallar m.a. um örninn á Vísindavef HÍ þar sem hann fjallar um framangrein auk örnefnisins Arnarhóls (Arnarhváls): „Í Landnámabók segir […]

Skógfellavegur (Sandakravegur)

Stefnan var tekin á Skógfellaveginn, gamla þjóðleið milli Voga og Grindavíkur. Vegarkaflinn er u.þ.b. 16 km langur, en greiðfær og augljós, enda er hann bæði varðaður alla leiðina og auk þess hefur hann verið stikaður í seinni tíð. Í bók Sesselju Guðmundsdóttur, Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi, er m.a. fjallað um Skógfellaveginn. Þar segir: „Í […]

Reykjanes

Í Ægi árið 1926 er fjallað um Reykjanes. „Ferðir fara nú að verða tíðar til Reykjaness og þegar farnar að birtast skemtilegar ferðasögur um leiðina og landslag. Vænta má, að framvegis verði ferðir þangað tíðar, að sumarlagi og þeir sem vilja taka eftir ýmsu, sem þar er að sjá, gefst kostur á að bera saman […]

Sandskeið – flugvélaflak

Pétur Jónsson hafði samband við FERLIR. „Sælir, var að skoða vefinn hjá ykkur og þá sérstaklega um flugvélaflök. Sá ekkert þar um leifar af vél sem er á Sandskeiði. Greinilega var um vopnaða vél að ræða þar sem brunnin og sprungin skothylki eru á svæðinu.“ Pétur var spurður hvort hann vissi eitthvað meira um sögu […]

Oddur V. Gíslason – brúðarránið

Í bók Guðna Jónssonar, Íslenskir sagnaþættir og þjóðsögur XII, er m.a. fjallað um „Brúðarránið“ svonefnda. Erlendur Marteinsson er heimildarmaður og segir hann frá því þegar séra Oddur V. Gíslason, nam konu þá er hann elskaði, á brott frá Kirkjuvogi í Höfnum og flúði með hana til Reykjavíkur einn fagran haustdag árið 1870. Í frásögnum hefur […]