Grjóti í Garðahverfi
Hjalti Harðarsson sendi FERLIR eftirfarandi: „Ég hef haft gagn og gaman af samantekt ykkar um Garðahverfi. Móðurforeldrar mínir, Lovísa Guðmundsdóttir og Tryggvi Gunnarsson, bjuggu í Grjóta í Garðahverfi alla sína búskapartíð frá 1925 (skv. byggingarbréfi). Afi og amma (Tryggvi og Lovísa) tóku töluvert af myndum fram eftir tuttugustu öld. Afi framkallaði og stækkaði myndirnar sjálfur. […]