Entries by Ómar

Breiðholt

Í skýrslu Borgarsögusafns Reykjavíkur um „Borgarhluta 6 – Breiðholt„, segir m.a. um sögu bæjarins Breiðholts, Breiðholtssel og nágrenni: Breiðholtsbærinn Landamerki Breiðholtsjarðarinnar lágu í vestri, suðri og suðaustri að nágrannajörðunum Digranesi, Hvammkoti (Fífuhvammi) og Vatnsenda, sem tilheyrðu upphaflega Seltjarnarneshreppi en síðar Kópavogshreppi. Í norðri og norðvestri lágu landamerki Breiðholts að jörðunum Bústöðum, Ártúni og Árbæ. Til […]

Afstapahraun – Eldborg – Lambafellsklofi

Gengið var um Trölladyngjusvæðið norðanvert, þ.e. um Eldborg og Lambafellsklofa. Um er að ræða tvær andstæður; annars vegar fallegan og verðmætan eldgíg út frá bæði jarðfræðilegu og ferðamannalegu sjónarmiði, sem nú hefur verið eyðilagður, og hins vegar jarðfræðifyrirbæri, misgengi gegnum fjall, sem fengið hefur að vera í friði. Það er því óneitanlega skemmtilegri aðkoma að síðarnefnda staðnum. […]

Misgengi

Reykjanesskaginn er allur mjög sprunginn. Á liðnum öldum hafa miklar jarðskorpuhreyfingar átt sér stað á skaganum. Þessar hreyfingar eiga sér enn stað og munu einnig eiga sér stað í framtíðinni. Mikið er um misgengi og gjár í hraununum í kringum Hafnarfjörð. Stöðug og hæg hreyfing í jarðskorpunni veldur spennu í bergi. Spennan getur orðið svo […]

Búrfellsgjá – Gjáarétt – Garðaflatir

Gengið var um Búrfellsgjá, litið á Gjáarrétt og síðan gengið upp á Garðaflatir austan gjárinnar, norðan Búrfells. Búrfell er eldstöð frá nútíma og þaðan hefur runnið mikið hraun sem þekur um 18 km2 lands. Búrfellsgjáin sjálf er mikil hrauntröð úr gígnum að vestanverðu, um 3,5 km löng. Hún er meðal bestu dæma um hrauntraðir frá […]

Reykjanes – háhitasvæði

Reykjanes „Við fyrstu sýn er Reykjanes lágreistur, eldbrunninn og hrjóstrugur útkjálki við ysta haf. Basalthraun frá nútíma þekja mestan hluta svæðisins en lágar móbergshæðir eru við jaðra þess. Jarðhitasvæðið er á miðju Reykjanesi, milli lágra fella, og það er eitt minnsta háhitasvæði landsins. Hveravirkni á yfirborði einkennist af leirhverum, gufuhverum og heitri jörð. Á síðustu […]

Austurengjar

Krýsuvíkursvæðið nær yfir jarðhitasvæðin á Austurengjum, Krýsuvík, í Köldunámum, Trölladyngju, og við Sandfell. Fjögur þau fyrst töldu sýna sig samfelld í viðnámsmælingum, en Sandfellssvæðið er laust frá. Meginsvæðið er hringlaga um 50 km2 að flatarmáli innan 10 ohmmetra jafnlínu. Austurengjahitinn er í útjaðri jarðhitakerfisins skv. viðnámsmælingum, líkt og Trölladyngjuholurnar vestan megin. Á Austurengjum er jarðhitinn […]

Helguvík – Garðabærinn

Á norðvestanverðu Álftanesi er falleg vík, nánast falin á bak við háan sjóvarnargarð. Sumir segja víkina heita eftir húsi bæjarstjórans, en því mun vera öfugt farið, enda kom hvorutveggja til löngu fyrir hans daga í embætti. Á landakortum er hún nefnd Vestri-Skógtjörn, en á seinni árum hefur hún jafnan verið nefnd Helguvík. Víkin er grunn […]

Hvítingur

Eftirfarandi frásögn um drauginn Tanga-Hvíting eða Hvíting má finna í Skruddu. Draugurinn var erlendur að uppruna, gekk með hvíta húfu, en ekki mórauða og var því nefndur Tanga-Hvítingur. Hvítingur var háseti sem rak nakinn við Vogastapa og var grafinn á Kálfatjörn en gekk þegar aftur og sést víða um Vatnsleysuströnd. „Þegar ég var 24 ára […]

Festarfjall – rofin eldstöð, aðfærsluæð og berggangar

Óvenjulegt er að sjá þverskurði af móbergsfjöllum eins lýsandi um innri gerð þeirra og í Festarfjalli. Þar hefur sjávarrof verið að verki. Undirlag fjallsins er móberg og á því grágrýti. Fjallið sjálft er úr móbergsbreksíu en grágrýti í toppnum. Á skilunum er rauðagjall. Berggangur, Festi, gengur upp í gegnum undirstöðuna og móbergshluta fjallsins upp að […]

Kaldárbotnar – vatnsvernd

Þann 11. maí árið 2002 var Dagur vatnsins haldinn hátíðlegur. Gestum var veitt leiðsögn um vatnsbólin og rakin saga beinnar og óbeinnar vatnsöflunar í 84 ár. Þetta tækifæri er einnig nýtt til þess að heiðra Jón Jónsson jarðfræðing fyrir störf hans að hinni fyrstu eiginlegu vatnsvernd, sem sett var á höfuðborgar-svæðinu á sjöunda áratug liðinnar […]