Entries by Ómar

Hlíðardalur – Strandardalur

Selvogsgatan frá Selvogi til Hafnarfjarðar liðast um Strandardal og Hlíðardal á leið sinni milli byggðalaganna. Þegar komið er upp á efstu brún Strandarheiðarinnar verður Strandamannahliðið (Suðurfararhliðið) síðasti áfangi hennar áður en lagt er á brún Kötlubrekkna upp í Strandardal. Ofan hliðsins greinist gatan; annars vegar til Selvogs/Hafnarfjarðar og hins vegar að og frá Vogsósum. Gatnamótin […]

Brennisteinsnám á Reykjanesskaga – saga og fornleifaskráning

Um er að ræða skýrslu um sögu brennisteinsnáms á Reykjanesskaganum frá upphafi, byggt á munnlegum sem og skráðum heimildum, auk ítrekaðra vettvagnsrannsókna. Skýrslunni fylgir heildstæð  fornleifaskráning af öllum minjum á þremur megin brennisteins-námusvæðum; Seltúni og Baðstofu í Krýsuvík og í Brennisteinsfjöllum. Öll námusvæðin, sem að öllum líkindum hafa verið notuð meira og minna af og […]

Ratleikur Hafnarfjarðar 2010

Ratleikur Hafnarfjarðar er nú af stað genginn í 14. sinn. Markmið með ratleiknum er að hvetja til útivistar og náttúruskoðunar í fjölbreyttu landi nágrennis Hafnarfjarðar og um leið að vekja athygli á þeim fjölmörgu perlum sem leynast í næsta nágrenni. Þema leiksins að þessu sinni er hleðslur. Stöðvarnar eru 27 talsins og á þeim öllum eru […]

Vatnsleysuströnd – ártalssteinn (1710)

FERLIRsfélagi, sem var á göngu á Vatnsleysuströnd fyrir skömmu, rak skyndilega auga í ártalsstein í fjörunni. Hann hafði margsinnis áður gengið sömu leið, en nú voru birtuskilyrðin (tilsýndarskilyrðin) hins vegar mun betri en áður, þ.e. sólin í réttu sjónarhorni svo skuggi féll á ártalið. Við fyrstu skoðun virtist ártalið vera 1710, en þegar betur var […]

Óttarsstaðasel – Búðarvatnsstæði

Gengið var upp í Óttarsstaðasel og síðan áfram upp í Búðarvatnsstæði. Þar hjá á að vera hár steindrangur; Markhelluhóll, landamerki Óttarsstaða, Hvassahrauns og Krýsuvíkur. Í dag eru þau dregin um Markhelluna, u.þ.b. 800 metrum ofar. Eins og flestir vita er „hóll“ og „hella“ sitthvað. Í bakaleiðinni var komið við í skotbyrgjunum við Fjallsgrensbala og gengið […]

Litluborgir II

Haldið var í Litluborgir, stundum einnig nefndar Hraungerði og Minni-Dimmuborgir, með viðkomu í Helgadal og Valabóli. Litluborgir eru hraunborgir og gervigígar skammt fyrir sunnan Helgafell ofan Hafnarfjarðar sem myndast hafa við það að hraun hefur runnið yfir stöðuvatn. Aðrar merkar og áhugaverðar myndanir á svæðinu eru dropsteinar og kísilgúr. Hið friðlýsta svæði er 10,6 hektarar […]

Selstöður versus sjóbúðir

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1703 er fjallað um landshagi á þeim tíma – sem og fyrrum, jafnvel eins lengi og elstu menn muna á þeim tíma er ritið var undirbúi og unnið. Tvennt af mörgu því er fjallað er um í Jarðarbókinni, ef aðskilja ætti einstaka tvo þætti frá öðrum, svona til […]

Sprungugildrur

Lýst var hér fyrir nokkrum dögum gamalli refagildru, sem hvergi hefur áður verið sagt frá; gildru er nefna mætti „sprungugildru“, sbr. „Theodór Gunnlaugsson lýsir þó í bók sinni „Á refaslóðum“, fallgryfjum sem gerðar hafi verið í snjó fyrrum, en ekki getur hann þess, hve veiðnar þær hafi verið, enda hefur hann aðeins heyrt um þessa […]

Landnáma – aldur

Á Vísindavef HÍ má lesa eftirfarandi skrif Sverris Jakobssonar um aldur Landnámu: „Landnámu má nota bæði sem frásögn og sem leif. Hún er leif um það að Íslendingar voru byrjaðir að skrifa um landnámið á 12. öld. Hún sýnir okkur einnig hvernig þeir skrifuðu um það og hvað þeim fannst mikilvægt að segja frá í […]

Refir

„Á Íslandi lifir ein tegund refa villt. Það er tófan eða melrakkinn, sem fengið hefur latneska heitið Alopex lagopus. Tófan settist að á Íslandi í lok ísaldar, fyrir um það bil 10 þúsund árum, en hingað komst hún á hafís. Útbreiðslusvæði tegundarinnar er allt í kringum Norðurheim-skautið, bæði á meginlöndum og eyjum, en útbreiðslan er […]