Entries by Ómar

Þerneyjarsel

Að sögn Magnúsar Jónassonar, bónda í Stardal, munu tóftir tveggja selja vera undir bakka skammt ofan við Tröllafoss í Leirvogsá, norðan árinnar. „Gengið er yfir hæð og við taka móaflákar. Þar eru selin“. Fyrst er Varmárselið og ofar er Þerneyjarselið. Enn ofar eru beitarhúsatóftir frá Stardal. Enn eitt selið er suðaustur undir Þríhnúkum, austan Esjubergslækjar, […]

Garðaviti

Við bifreiðastæði á Garðaholti, við Garðaveg, eru tvær tóftir, misstórar. Þær eru leifar er tengdust „Garðavita“. Á holtinu var höfð lukt á tímum Séra Þórarins Böðvarssonar og séra Jens Pálssonar (19. öldin). Nefndist lukt þessi Garðaviti. Skammt innar á holtinu eru sex járnfestingar og leifar af keðjum á fjórum stöðum umhverfis. Um er að ræða […]

Dufl í heiðinni

Þegar gengið var upp í Vogasel í Vogaheiði fyrir skömmu var sérkennilegur hlutur fyrir fótum fólks; grár ílangur hólkur með amerískri áletrun. Af áletruninni að dæma gæti þarna verið um einhvers konar mælitæki að ræða. Ekki var að sjá snúrur eða tauma er gátu gefið til kynna tengsl þess við uppihaldið, en tækið virtist hafa […]

Ratleikur Hafnarfjarðar 2015

Gráhelluhraun. Gráhelluhraun kom úr Búrfelli. Samkvæmt aldursákvörðun á mó sem kom í ljós hjá Bala á Álftanesi er Búrfell um 7240±130 ára. Í heild sinni eru öll hraunin þaðan  Búrfellshraun, en í dag bera ýmsir hlutar þess sérstök nöfn. Fyrst rann taumur niður í Straumsvík – en hann er nú grafinn undir yngri hraunum (Stórabolla- […]

Austurengjahver og umhverfi

Ætlunin var að skoða umhverfi Austur-Engjahvers (Nýjahvers / Engjahvers), sem birtist skyndilega með eftirminnilegum látum nótt eina árið 1924 – og er enn að. Svo mikil var krafturinn í nýmynduninni að stór stór steinn, sem staðið hafði syðst í Austur-Engjum, tókst á loft og kom ekki niður fyrr en allnokkru sunnar. Um er að ræða […]

Gamla gatan á Hellisheiði – Tómas Einarsson

Í Morgunblaðinu 1980 fjallar Tómas Einarsson um  „Gömlu götuna á Hellisheiði„: „Frá upphafi Íslandsbyggðar hefur Hellisheiði verið fjölförnust allra fjallvega á Íslandi. Það er því vel við hæfi að eyða dagsstund til þess að ganga þessar gömlu götur, sem blasir við sjónum, þegar ekið er yfir heiðina, en svo fáir þekkja af raun. Þegar komið […]

Suðurstrandarvegur – hellir

FERLIR bregst jafnan skjótlega við berist tilkynningar um áhugaverð og aðkallandi efni. Einn félaganna hafði haft spurnir að því að hellir hefði opnast við framkvæmdir við svonefndan Suðurstrandarveg austan Grindavíkur. Upplýsingarnar bárust svo til í beinu framhaldi af opinberuninni. Vegaframkvæmdir stóðu yfir á Suðurstrandarveginum ofan Grindavíkur, milli Hrauns og Ísólfsskála orið 2006. Þegar Arnar Helgason, […]

Keldur

Eftirfarandi fróðleikur um örnefni í Keldnalandi eru tekin saman af Halldóri Vigfússyni laugardaginn 27. ágúst 1949 í viðræðum við við Björn gamla Bjarnarson (93 ára) í Grafarholti. Þar kemur m.a. fram staðsetning á hringmyndaðri rúst er nefnd hefur verið Helguhjáleiga, Helgustekkur eða Helgutóft. „Um þann stað er sú þjóðsaga, að þar hafi búið Helga Bárðardóttir […]

Laupur

Hrafninn er einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Hann er algengur um allt land og er mjög áberandi í byggð yfir veturinn þegar jarðbönn eru. Hann er staðfugl hér og duglegur að bjarga sér þegar hart er í ári. Þegar FERLIR var á ferð um Heiðmörk nýlega náði sérkennileg hegðun tveggja hrafna athyglinni um stund. Að […]

Gapi – Gaphæðahellir (Hrauntúnsfjárskjól) – Hrafnagjárhellir

Tvö eru þau örnefni í Þingvallahrauni, sem einna erfiðast er að staðsetja af nákvæmni, þ.e. Gapi og Gaphæðaskjól, öðru nafni Hrauntúnsfjárskjól. Tvennt kemur til; bæði eru Gaphæðir nokkrum öðrum nálægum hæðum líkar og auk þess þarf að standa svo til á barminum á niðurfallinu (jarðfallinu) er nefnt hefur verið Gapi, til að koma auga á […]