Entries by Ómar

Sundhnúkahraun – Rauðhóll

Gengið var frá Svartsengisfelli, öðru nafni Sýlingarfelli, þvert yfir Sundhnúkahraun með stefnu á hæsta gíg Sundhnúkagígaraðarinnar sunnan Stóra-Skógfells. Sundhnúkahraunið, sem er um 2400 ára, kom upp á sprungurein líkt og svo mörg hraunin á nútíma á Reykjanesskaganum. Gígaröðin nær frá Hagafelli upp að Kálffelli og er um 10 km löng. Besta yfirsýnin yfir gígana er […]

Selvogur – minja- og örnefnakort

Gefið hefur verið út minja- og örnefnakort fyrir Selvog í Sveitarfélaginu Ölfus. Undirbúningur og gerð kortsins hefur staðið yfir um langt skeið, en í góðu samstarfi við „gömlu mennina“ og aðra kunnuga hefur tekist að ljúka verkinu. Til hafa verið örnefnalýsingar fyrir Selvog, en þær eru mjög misvísandi. Þegar Kristófer Bjarnason frá Þorkelssgerði lést á […]

Minjar á Reykjanesskaganum – erindi á Ferðamálakynningu FSS

Fornritin eru almennt talin til hinna mestu gersema. En hvað um minjarnar á vettvangi? Á Reykjanesi býr yfir helmingur Íslendinga, á einu fjölbreyttasta útivistarsvæði landsins, en jafnframt því vannýttasta. Á svæðinu er mikill fjöldi ómetanlegra minja, bæði náttúruminja og menningarminja. Flestar lýsa menningarminjarnar sögu þjóðarinnar frá upphafi norræns landnáms, stig af stigi, sem og búskapar- […]

Örnefna- og minjakort fyrir Selvog

Gefið hefur verið út minja- og örnefnakort fyrir Selvog í Sveitarfélaginu Ölfus. Undirbúningur og gerð kortsins hefur staðið yfir um langt skeið, en í góðu samstarfi við „gömlu mennina“ og aðra kunnuga hefur tekist að ljúka verkinu. Til hafa verið örnefnalýsingar fyrir Selvog, en þær eru mjög misvísandi. Þegar Kristófer Bjarnason frá Þorkelssgerði lést á […]

Selstaða frá Görðum

Í „Skýrslu um landshagi á Íslandi 1861„, kaflanum „Brauðamat á Íslandi“, er getið um selstöðu frá Görðum á Álftanesi: „Garðar á Alptanesi – Brauð þetta hefir ekki verið metið, en frá sóknarprestinum hefir komið uppteiknun yfir allmargar af tekjugreinunum, og verður henni hér fylgt, þó í mörgu hljóti að vera ábótavant. Tekjur – 1. Tekjur […]

Dvergasteinn

Dvergasteinar eru margir á landinu. Má t.d. nefna Dvergastein við norðanverðan Seyðisfjörð. Niðri í fjöru þar við fjörðinn, neðan bæjar, er stór steinn, sem líkist húsi í lögun. Sagan segir, að þessi steinn og kirkja hafi staðið hlið við hlið sunnan fjarðar. Þegar kirkjan var flutt norður yfir, kom steinninn siglandi á eftir henni yfir […]

Borgarkot – garður

Borgarkot eru tóftir býlis austan Bakka og Litlabæjar, skammt austan Kálfatjarnar. Talið er að Borgarkot hafi tilheyrt Viðeyjarklaustri um tíma, eins og svo margar jarðir aðrar á norðanverðum Reykjanesskaganum. Þá mun Krýsuvík um sinn hafa haft þar stórgripi í skiptum fyrir afnot af landi innar á skaganum. Að þessu sinni var ætlunin að fylgja svonefndri […]

Lífið fyrir einum mannsaldri

Í Lesbók Mbl. þann 31. janúar 1954 fjallaði Árni Óla um „Lífið fyrir aldamótin 1900„. Um var að ræða frásögn sem hann hafði eftir Stefáni Filippussyni um fyrstu langferð hans, 18 ára gamall, frá Fljótshverfi vestur að Höfnum á Reykjanesi. “Þetta gerðist árið 1888. Þá hafði foreldrum mínum enn eigi tekizt að koma sér upp […]

Garður – álagasteinn með ristum

Árni Óla ritaði eftirfarandi grein um „Álagasteininn í Garði“ í Lesbók Mbl. á gamlársdag 1961. “Sumarið 1960 dvaldist eg um tíma í Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Var þar margt annara sumargesta, þar á meðal Una Guðmundsdóttir frá Gerðum í Garði, fróðleikskona og velhygggjandi. Hún gaf sig eitt sinn á tal við mig og mælti: -Þú ættir […]

Ufsaklettur – Selsvör – Stórasel

Árið 2007 skrifaði Helgi Þorláksson grein í Vesturbæjarblaðið um „Ufsaklett og Selsvör„. Þar segir m.a.: „Ufsaklettur er norðvestur af torginu sem er fyrir fram JL-húsið við Hringbraut 121 og hann á sér merka sögu. Hún verðu reifuð stuttlega í eftirfarandi samantekt. Fyrir hálfri öld var fjaran við götuna Ánanaust eitt helsta athafnasvæði æskufólks vestast í […]