Í “Skýrslu um landshagi á Íslandi 1861”, kaflanum “Brauðamat á Íslandi”, er getið um selstöðu frá Görðum á Álftanesi: “Garðar á Alptanesi – Brauð þetta hefir ekki verið metið, en frá sóknarprestinum hefir komið uppteiknun yfir allmargar af tekjugreinunum, og verður henni hér fylgt, þó í mörgu hljóti að vera ábótavant.
Kaldarsel-223Tekjur – 1. Tekjur af jörðum, sem prestakallinu fylgja og sem eru: a) Prestssetrið Garðar. Dýrl. óviss. Kúgildi heima. Jörðin tjáist að fóðra 8 kýr; henni telst til gildis: aflavon af sjó meiri part ársins; sauðganga góð á vetrum í fjöru, »ef mátulega margt er haft«. Sumarhagar litlir, og örðugleiki á mótaki. »Kirkjan á land fyrir ofan Setbergs, Áss, Ófriðarstaða- og Hvaleyrarlönd, sem getur verið góð selstaða«; en það tjáist að öðru leyti svo fjarlægt, að illt sé að nota, sem og að verja skógarló þá sem þar er.”
Hér er væntanlega átt selstöðu í Kaldárseli og/eða í Helgadal.

Heimild:
Skýrslur um landshagi á Íslandi, 2. árg. 1861, 2. bindi, bls. 626-627.

Selgjá

Stekkur í Selgjá.