Entries by Ómar

Vilborgarkeldan og vegamálin

Svarthöfði skrifaði í Vísi árið 1981 um Nýja og Gamla Þingvallvegina undir fyrirsögninni „Vilborgarkeldan og vegamálin„: „Þótt enn sé snemmt og sumardagurinn fyrsti ekki alveg kominn, bauð tíðarfarið upp á margvíslegar ferðir um páskana. Flestir munu hafa lagt leið sína um nágrenni Stór-Reykjavíkursvæðisins og látið sig hafa það að aka nokkurn óþarfa í bíl, þótt […]

Fiskþurrkun

Skreið er framleiðsluheiti yfir þurrkaðan, afhausaðan fisk. Þurrkun er gömul aðferð til að auka geymsluþol fisks. Íslendingar hafa þurrkað fisk í aldaraðir en í nútímanum má segja að hér á landi sé aðeins borðuð ein tegund skreiðar þ.e. harðfiskur. Hér áður fyrr var skreiðin mikill þáttur í neyslu landsmannna og einnig sem verslunar- og útflutningsvara. […]

Leiðir á Mosfellsheiði

Tómas Einarsson skrifaði grein í Morgunblaðið árið 1990 um „Leiðir á Mosfellsheiði„: „Gamli Þingvallavegurinn og sá nýi koma saman við Vilborgarkeldu austast á Mosfellsheiðinni. Líklegt er að þessi leið milli Þingvalla og Reykjavíkur hafi verið fjölfarin frá fornu fari. Hún er greiðfær, laus við torfærur ogvíða gátu menn „skellt á skeið“. Á árunum 1890-96 voru […]

Kleifarvatnshellar

Ib Ibsen, norskur maður, sendi FERLIR eftirfarandi umfjöllun um svonefnda Kleifarvatnshella. Ib hefur stúderað jarðfræði Krýsuvíkur með aðaláherslu á ummyndun bergs beggja vegna vatnsins. Að vestanverðu afmarkast sigdældin, sem myndar Kleifarvatn, af móbergshálsi frá ísaldarskeiði og að austanverðu grágrýtisdyngju frá hlýskeiði. Vatnsskarðið lokar afrennsli úr vatninu til norðurs og grágrýtisháls til suðurs. Reglulega hefur Kleifarvatn […]

Selatangar II

Gengið var um Selatanga og einstakar minjar gaumgæfðar. Skoðaðar voru m.a. sjóbúðir, verkhús, þurrkbyrgi, þurrkgarðar, brunnur, smiðja, skiptivöllur, byrgi, hella, hlaðnar refagildrur og gamlar götur. Síðan var gengið um Katlahraunið eftir Rekagötunni að Ísólfsskála. Á leiðinni var rifjuð upp jarðsaga svæðisins. Í þessari heimsókn kom berlega í ljós hversu varnarlausar minjarnar á Selatöngum eru. Hraunþakið […]

Krókur

Krókur á Garðaholti er lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923. Bærinn er í dag með þremur burstum en árið 1923 var miðburst bæjarins reist og bæjarhúsin þá aðeins baðstofa og eldhús auk lítils skúrs við útidyrnar. Um vorið 1934 hafði Þorbjörg Stefanía Guðjónsdóttir fenguð ábúð á Króki en maður hennar var […]

Fiskur á seilum – viðtal við Árna Guðmundsson

Eftirfarandi er úr viðtali sem Bragi Óskarsson tók við Árna Guðmundsson frá Teigi, fyrrverandi formann í Grindavík. Árni lést árið 1991, mánuð fyrir 100 afmælið. Árni bjó fyrst í Klöpp, torfbæ austan við Buðlungu, og síðar í Teigi. Frá honum og konu hans, Ingveldi Þorkelsdóttur frá Þorbjarnarstöðum í Hraunum, eru Teigaranir komnir (eða það segir a.m.k. […]

Blesaþúfa – ísaldarminjar

Við Blesugróf er Blesaþúfa, leifar af fornri óseyri. „Í Elliðaárdal er nokkuð mikið af setmyndunum jökla frá lokum ísaldar, en henni lauk fyrir um 10 þúsund árum. Þá hófu jöklar að hörfa af Bláfjallahálendinu og Hengilssvæðinu þar sem skriðjökullinn, sem lá yfir Elliðaárdal, átti upptök sín. Á þessum tíma hafði þykkur jökulísinn myndað mikið farg […]

Laxnes

Bæjarnafnið Laxnes er órofa tengt skáldinu Halldóri Laxness (fæddur Halldór Guðjónsson 23. apríl 1902 – dáinn 8. febrúar 1998). Millinafnið Kiljan tók hann upp þegar hann skírðist til kaþólskrar trúar síðar á ævinni. Dreingurinn ólst upp að Laxnesi í Mosfellsdal, kenndi sig alla tíð við bernskustöðvar sínar og settist að í dalnum sem fulltíða maður. […]

Konungskoman árið 1907

Í byrjun ágúst árið 1907 hefði verið vandalaust að feta sig slóð Friðriks 8. og 200 manna fylgdarliðs hans. Fyrst var riðið á Þingvöll, svo austur að Laugarvatni, að Geysi og Gullfossi, yfir Hvítá á nýrri brú við Brúarhlöð. Síðan niður Hreppa hjá Álfaskeiði, yfir Stóru- Laxá og að Þjórsárbrú. Þaðan um Ölfusárbrú í Arnarbæli […]