Entries by Ómar

Bringnavegur

Bringnavegurinn var rakinn frá Laxnesi upp á Háamel á Mosfellsheiði. Vegurinn var lagður af tilstuðlan Guðjóns Helgasonar, föður Halldórs Laxness árið 1910. Á göngunni var m.a. komið að upptökum Köldukvíslar, reiðleið frá Bringum yfir í Seljadal, veginum um Illaklif, Grafningsvegi og reið- og vagnveginum frá Seljadal yfir að Vilborgarkeldu auk Þingvallavegarins frá 1894 og konungsveginum […]

Þú fríði Hafnarfjörður

Eftirfarandi lýsing birtist í Vísir árið 1967: „Máske verður einhverjum lesendanum á að hugsa sem svo, þegar hann sér þessa „myndsjá,“ að fyrirsögnin sé ekki i samræmi við myndirnar og má það til sanns vegar færa. Það er ekki meiningin að „særa“ Hafnfirðinga með birtingu myndanna, þvert á móti er höfundur þeirra mikill aðdáandi Hafnarfjarðar […]

Guddulaug

Í Mosfellsdal var lítil laug… Halldór Laxness var mikill útivistarmaður og gekk mikið í nágrenni Gljúfrasteins enda umhverfið fagurt. Tíðum hefur hann gengið niður með Köldukvísl, yfir Laxneslæk og upp með litlum læk neðar, Laxnestungulæk. Í lækinn rennur (rann) vatn úr kaldavermsl norðan hans. Þau voru nefnd Guddulaug. Halldór segir frá lauginni í einni bóka […]

Þorlákshöfn – sagan II

Í Sveitarstjórnarmálum 1976 fjallar Gunnar Markússon um „Ágrip af sögu Þorlákshafnar„: „Sögu Þorlákshafnar má skipta í tvo höfuðkafla — sögu sveitabýlisins og sögu sjávarþorpsins. Upphafið að sögu sveitabýlisins er svo algjörlega hulið í móðu fjarskans, að ekki er einu sinni á hreinu með nafn staðarins. Munnmæli herma, að bær hér hafi í upphafi heitið Elliðahöfn […]

Óttarsstaðir – Lónakot – minkur

Gengið var í rólegheitum um ströndina hjá Óttarsstöðum og yfir að Lónakoti. Víða sáust fótspor eftir minka í snjófölinni, fiðurþæfingur á stangli og veiðitæki. Annars  var það helst fréttnæmt úr ferðinni að vaða þurfti yfir ógrynni af ósprungnum „paintball-kúlum neðan Eyðikots, „hlaðinn brunnur fannst norðan við Óttarsstaði eystri og nýmóðins minkagildrur við Lónakot. Þá voru skoðaðar nánar […]

Kútter „Esther“ og skipstjóri hennar 1916

 Eftirfarandi frásögn um mannbjörgina miklu 24. mars 1916 birtist í Ægi árið 1933: „Lengi hef ég nuddað við hafnsögumann Guðbjart Ólafsson í Reykjavík um að láta í té skýrslu um hina miklu björgun, er hann og skipverjar hans, framkvæmdu hinn 24. marz 1916 og sem var slík, að stjórn Fiskifélags Íslands fann sig knúða tíl […]

Þorlákshöfn – sagan I

Í Sjómannadagsblaðinu 1982 er fjallað um „Sögu Þorlákshafnar„: Höfundur Þorlákshafnar, höfðingjarnir tveir „Þorlákshöfn mun draga nafn sitt af Þorláki helga, er biskup var í Skálholti (1139—1193) en þar mun hann hann hafa stigið á land, eftir að hafa tekið biskupsvígslu, árið 1178. Hann þótti hinn skörulegasti biskup og reyndi mjög að efla kirkjuvaldið, sem kunnugt […]

Grindavík – hafnargerð

 Á fyrri öldum, og allt undir síðari heimsstyrjöld, ýttu Grindvíkingar bátum sínum á sjó og lentu í vörum. Var þá oftast svo, að ein vör a.m.k. fylgdi hverju lögbýli. Þær voru flestar við vík eða víkur, sem gengu inn í ströndina. Í þeim var eilítið meira skjól en utar, brimaldan sumstaðar lítið eitt minni og […]

Garðhús – gestahús

Í Grindavík standa nútíminn og fortíðin hlið við hlið, fjöldi nýrra íbúðarhúsa bera vott um góða afkomu, en niðri á sjávarkambinum standa nokkur rauðmáluð bárujárnshús og bera fortíðinni vitni. Láta mun mærri að 30 bátar séu nú gerðir út frá Grindavík og sjálfsagt eru útgerðarmenn þar af leiðandi stærri hluti af bæjarbúum en víðast annars […]

Bryggja í Keflavík

„Herra Óskar Halldórsson hefur tekist það á hendur, sem mörgum hefur óað við. Það er hvorki meira né minna en að koma hafskipabryggju eða bryggju fyrir í Keflavík. Er sagt, að verkið vinnist vel og munu flestir óska þess, að Óskari heppnist að fullgera og leiða til lykta þetta fyrirtæki sitt. Það eru mörg ár […]