Entries by Ómar

Hamrahlíð og Eiði – dæmi um smákot í Mosfellssveit

Hér eru tekin til frásagnar tvö smábýl, Hamrahlíð og Eiði, í Mosfellssveit. Hvorugt býlið stendur enn, einungis má sjá tóftir þeirra við fjölfarna vegi. Tóftir þess fyrrnefnda er nálægt Vesturlandsvegi ofan við Korpúlfsstaði og hið síðarnefnda á hæðarrana vestan við eiðið landmegin að Geldinganesi. Þau hafa verið svipuð að stærð og svipuð að gerð; lítið […]

Lækningajurtir og galdraplöntur

Efirfarandi fróðleikur um „Lækningajurtir og galdraplöntur“ birtist í Lesbók Morgunblaðsins árið 2000: „PLÖNTUR hafa fylgt manninum frá upphafi vega. Þær hafa gegnt veigamiklu hlutverki í sögu hans og menningu. Land-búnaðarbyltingin grundvallaðist á því að menn fóru að rækta korn og eftir það hófst myndun borga og nútímamenning varð til. Í indversku spekiritunum Rig Veda segir […]

Þorvaldur Thoroddsen

Þorvaldur Thoroddsen ritaði m.a. ýmislegt fróðlegt um Reykjanesið í Ferðabók sinni (1913-1915). Hann fæddist 6. júní 1855 í Flatey á Breiðafirði. Hann var frumburður foreldra sinna, Jóns Thoroddsens skálds og sýslumanns og Kristínar Þorvaldsdóttur. Þekktustu verk Jóns eru skáldsögurnar Piltur og stúlka (1850) og Maður og kona (1876). Þorvaldur gekk í Lærða skólann í Reykjavík […]

Selvogur – ofan garðs og neðan

Farið var með Þórði Sveinssyni um Selvogssvæðið, en hann er (að öllum öðrum ólöstuðum) fróðastur núlifandi manna um minjar og sögu svæðisins. Ætlunin var m.a. að staðsetja Imphólaréttina, sem í fornleifaskráningu er sögð „horfin“, Fornugötu, Járnhellra, Víghól eða Dómshæð (dómsstað fyrrum), Víghólsrétt, Nesstekk og Bjarnastaðastekk o.fl. Þórður les Selvogslandið eins og hverja aðra skruddu. FERLIRsfélagar höfðu örnefnalýsingar […]

Hestaþinghóll

„Leirurnar við Leiruvog hafa ætíð laðað að sér ríðandi fólk, bæði það er átti erindi milli héraða og þess sem vildi nota sléttar og mjúkar skeiðflatir. Þar var hægt að spretta úr spori eða stefna til hestaats. Hestaþing, hestaat eða hestavíg voru samkomur þar sem menn öttu saman stóðhestum og létu þá bítast og slást. […]

Sauðhóll

Fjallað er m.a. um Sauðhól í bókinni Mosfellsbær – Saga byggðar í 1100 ár. Þar segir: „Það var um veturnætur að bóndinn á Helgafelli í Mosfellssveit fór fram í Skammadal til að smala heim fé sínu. Veðurútlit var slæmt, kafaldskóf og skyggni því ekki gott. Bónda gekk vel að ná saman fénu, enda undan veðrinu […]

Ketill á Gufuskálum

Í Egils sögu Skallagrímssonar má lesa eftirfarandi um búsetu Ketils gufu á Gufuskálum og í Gufunesi: „Þá er þetta var tíðenda, at Egill var vt kominn ór þessi ferð, þá var heraðit albygt. Voro þá andaðer aller landnámamenn, en synir þeira lifðu eða sonarsyner, ok bjuggu þeir þá í heraðe. Ketill gufa kom til Íslandz, […]

Í verinu 1880 -´90

Strax á haustin var farið að búa út “færur” þeirra, er róa áttu í verunum, en færur var nefnt einu nafni allt það, sem vermaður þurfti að hafa að heiman, svo sem föt, gerðir skór, skinnklæði, ýmsir smámunir, sem búast mátti við, að ekki fengjust í verinu, eða væru dýrari þar, og verskrínan með smjöri, […]

Mosfellssveit – landnám

Í bókinni Mosfellsbær, Saga byggðar í 1100 ár, er m.a. fjallað um landnám í Mosfellsveit. Þar segir um landnámsmennina: „Landnámabók (Landnáma) greinir frá því að liðlega 400 nafngreindar fjölskyldur, ásamt vinnufólki, þrælum og búpeningi, hafi numið land á Íslandi á árunum eftir 870. Landnám Ingólfs Arnarssonar náði frá Hvalfjarðarbotni, suður um Þingvallavatn og austur að […]

Trantar – Hattur – Kvennagöngubásar

 Gengið var frá Ísólfsskála inn á Skollahraun, litið á hlaðnar refagildrur á tveimur stöðum í hrauninu sem og byrgi refaskyttu og ströndinni síðan fylgt um Tranta og Hattvík inn í Kvennagöngubása þar sem kvenfólk baðaði sig fyrrum. Þar átti að vera „brimketill“, sem fáir hafa augum litið. Hið formfagra Hraunsnes var skammt utar. Ætlunin var […]