Entries by Ómar

Nykur í Bjarnarvatni

Sagan um nykurinn í Bjarnarvatni, sem skrá er eftir Jóni M. Guðmundssyni, er svohljóðandi: „Á árunum um og fyrir 1930 var rekið stórbú á Reykjum í Mosfellssveit og því fylgdi allmikið mannahald, bæði konur og karlar. Þá var tvíbýli á jörðinni og félagsbú sem rekið var með ráðsfólki en bændurnir höfðu sín heimili sér. Á […]

Dýrfinnuhellir II

Dýrfinnuhellir er skammt ofan við Grindavík, örskammt frá Skipsstígnum norðvestan við Lágafell. Þótt staðurinn sé nú flestum gleymdur lifði hann lengi vel í hugum Grindvíkinga, líkt og nokkrir aðrir staðir ofan við Plássið er tengdust komu „Tyrkjanna“. Þeir komu til Grindavíkur, skyndilega og öllum að óvörum, í byrjun sumars 1627, fyrir 379 árum síðan. Lífið […]

Méltunnan

Í Safni til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju árið 1856 er m.a. getið um eignaskipti á jörðunum Görðum og Vífilsstöðum: „Annis 1557 og 1558 var Knútur samt hér höfuðsmaður, og á þessu síðara ári út gaf hann á Bessastöðum, dag 4. júlí, Eggerti lögmanni Hannessyni bréf fyrirSnæfellsness- og Ísafjarðarsýslum. Og á sama […]

Hvalvatn – Skinnhúfuhöfði – Arnesarhellir

Leiðin umhverfis Hvalvatn liggur með vatnsborðinu, er auðveld yfirferðar og veitir bæði fróðleik og skemmtun. Tveir litlir hellar eru á þeirri leið. Sá minni er í Skinnhúfuhöfða við vatnið austanvert. Segir þjóðsagan að þar hafi tröllkonan Skinnhúfa búið, en um afreksverk hennar fara engar sögur. Norð-austan úr miðju Hvalfelli gengur klettahöfði fram að vatninu. Í […]

Hofin og goðin

Í „Íslandssögu handa börnum„, eftir Jónas Jónsson frá árinu 1915, segir m.a. frá hofum og goðum: „Hofin — Svo nefndust guðahús Ásatrúarmanna. Sum voru aðalhof, sem heilar sveitir áttu sókn að; það voru miklar byggingar. Önnur voru heimilishof, er einstakir menn bygðu á bæjum sínum og höfðu til eigin afnota. Þau voru náttúrlega miklu minni en […]

Krýsuvíkur Guðmundur (Krýsuvíkur-Gvendur)

Eftirfarandi frásögn birtist í Blöndu, fróðleikur gamall og nýr, sem Sögufélagið gaf út á árunum 1921-1923. “Guðmundur hét maður og var Bjarnason, ættaður úr Breiðafirði. Hann felldi ástarhug til stúlku einnar, er hann fékk ekki að eiga, og fór þá suður á land og létti eigi fyrri en suður kom í Gullbringusýslu, en þar hafðist […]

Um 100 refagildrur á Reykjanesskaga

FERLIR hefur skráð 93 grjóthlaðnar refagildrur á Reykjanesskaga; í fyrrum landnámi Ingólfs. Flestar eru þessar gildrur fornar og eiga í grunnin rætur að rekja til þess fólks er fyrst byggði landið.  Gildrurnar lögðust að mestu af eftir að byssan kom til sögunnar. Upp frá því voru hlaðin skjól fyrir refaskyttur víðs vegar í hraunum, holtum […]

Botnsdalur

Innst í Hvalfirði er Botnsvogur og inn af honum gengur Botnsdalur. Hann er stuttur, gróðursæll og skjólgóður. Tvö býli eru í dalnum, Litli-Botn og Stóri-Botn. Fyrir botni dalsins gnæfir Hvalfellið (852 m) en eftir honum liðast Botnsáin, tær og sakleysisleg og fellur í voginn. Hún kemur úr Hvalvatni, sem er austan við Hvalfell. Endur fyrir […]

Málmleitartæki til fornleifaleitar

Í frétt á mbl.is þann 4. nóv. 2009 mátti lesa eftirfarandi frétt af manni er „Fann fjársjóð frá járnöld“ (á Norðurlöndunum er járnöldin talin ná frá 5. öld f.Kr. til upphafs víkingaaldar um miðja 8. öld e.Kr. (mismunandi þó eftir landssvæðum og óafmörkuð tímaskil): „Skoti sem ákvað að prófa málmleitartæki, fann í sinni fyrstu tilraun […]

Dysjar – Haakon Shetelig

Haakon Shetelig skrifaði í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1938 um „Íslenskar dysjar“ og fornleifar frá víkingaöld: „Eftir frásögn Ara fróða var landið numið á árunum sextíu frá 870—930. Verða færð ýms rök að því, að tímatalið er ábyggilegt um þetta að öllu verulegu leyti, að fyrstu landnámin áttu sér stað á árunum 870—80, en […]