Entries by Ómar

Gálgahraun – Ólafur Sigurgeirsson

Ólafur Sigurgeirsson skrifaði um „Gálgahraun“ í Morgunblaðið árið 1988: „Einhver aðgengilegasti staður til útiveru og gönguferða hér í nágrenni Reykjavíkur er Gálgahraun, en það er sunnan við Arnarnesvog og er raunar nyrsti hluti Garðahrauns, en sker sig að nokkru úr vegna þess hvað það er úfið og sundur skorið af sprungum. Þessi hraun eiga upptök […]

Árbæjarsel á Nónhæð – (Gröf)

Í Örnefnalýsingu fyrir Grafarholt, Björn Bjarnason 1967, er getið um sel frá Árbæ á Nónhæð, „austanverðum ásnum“ ofan Grafar, suðaustan Grafarvogs. Í þá daga hafði jörðin Gröf ekki verið byggð eftir að hafa verið í eyði um tíma. Sömu sögu var að segja um Grafarholt og Grafarkot (Holtastaði). „Um Grafarkot segir í A.M. 1703; „byggð […]

Grindavík um aldamótin

Eftirfarandi grein Sæmundar Tómassonar, Æskuminningar [frá Grindavík], birtist í Lesbók Mbl 26.  mars 1961: “Þegar ellin sækir að, mun flestum svo fara, að minningar fá æskuárum og æskustöðvum verða áleitnar. Og þá gera menn ósjálfrátt samanburð á því sem var og er, daglegum störfum og lífsvenjum, og undrast þær breytingar, sem orðið hafa á öllum […]

Nykur

Fyrirbærið „nykur“ kemur fyrir í ýmsum þjóðsögum, án þess að vitað sé til tilvist þess hafi nokkru sinni verið staðfest með óyggjandi hætti; ljósmynd, rissi eða nákvæmri lýsingu fleiri vitna á tilteknum stað á skráðri stundu. Nykur er því þjóðsagnaskepna. Hann á að líkjast gráum hesti, en þekkist á því að hófar hennar snúa aftur. […]

Tilkynning frá ríkisstjórninni – varnarsvæði

Eftirfarandi „Tilkynning frá ríkisstjórninni“ birtist í Morgunblaðinu árið 1942: „Í því skyni að ameríska hernum megi takast að verja Ísland og draga sem mest úr áhættu landsmanna, er aðeins takmörkuð umferð leyfð um svæði það á Reykjanesi, sem sýnt er á hjer birtum uppdrætti. Á Reykjanesi norðvestanverðu alt það svæði, sem afmarkast af línu dreginni […]

Stapadraugurinn

Af Stapadraugnum fara ekki miklar sögur. Sagnir herma að draugurinn hafi haldið sig í Vogastapa sem er milli Innri-Njarðvíkur og Voga á norðanverðum Reykjanesskaga. Hins vegar er ekki greint frá því hvernig hann hafi verið til kominn. Hann var sagður hafa hrellt ferðamenn og farið um þá óblíðum höndum. Í Íslenzkum sagnaþáttum og þjóðsögum sem […]

Gróður

Enginn veit með vissu hvað íslenzka flóran hefur að geyma margar tegundir af plöntum. Á hverju ári finnast allmargar nýjar tegundir, bæði af sveppum, fléttum og mosum sem ekki var áður vitað að væru til á Íslandi. Það er hins vegar sjaldgæfara að nýjar blómplöntur og byrkningar finnist. Undantekningar eru þó þó blómin sem fundust […]

Grótta

„Af Gróttu fara litlar sögur, og ekki er mjer kunnugt um hvenær bygð hefir hafist þar, en upphaflega var þarna hjáleiga frá Nesi, og hefir þó sennilega áður verið útróðrastöð. Þess er getið í Jarðabók Árna og Páls 1703 að kóngsskip, fjögra manna far, hafi fyrrum gengið þaðan, en því hafi ekki fylgt nein verbúð, […]

Þórkötlustaðahverfi – kirkjugatan

Kirkjan í Grindavík var á Stað í Staðarhverfi fram til 1909. Þá var hún flutt yfir í Járngerðarstaðar-hverfi þar sem hún hefur verið síðan – að vísu á tveimur stöðum. Kirkjugatan frá Hrauni og Þórkötlustaða-hverfi lá yfir norðanvert Þórkötlustaða-nesið, um Gjána og framhjá Vatnsstæðinu að Rifsósi, eiðinu er lokaði Hópið af að utanverðu. Síðar, á […]

Handritasýning í Þjóðmenningarhúsi

Hin áhugaverða handritasýning „Handritin“ er í fjórum rýmum á fyrstu hæð Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu. Fyrst eru sýnishorn af myndristum frá Norðurlöndum og Bretlandseyjum (myndinar segja sömu goð- og hetjusögur og lesa má um í Snorra Eddu og eddukvæðum) lýst munnlegri geymd (aðstæður við lifandi flutning sagna og kvæða), kristni og upphafi ritunar (Biblían, bókin og […]