Entries by Ómar

Krýsuvíkurkirkja IV

Gengið var um svæðið í kringum Krýsuvíkurkirkju og tóftir bæjanna Snorrakots, Norðurkots, Lækjar, Suðurkots og Hnausa skoðaðar. Krýsuvíkurkirkja á sér langa sögu. Athyglinni var því einkum beint að kirkjunni að þessu sinni, sögu hennar að fornu og nýju. Til hliðsjónar var lýsing Ólafs Þorvaldssonar er hann ritaði í jólablað Alþýðublaðs Hafnarfjarðar árið 1961. Í henni […]

Gvendarstekkur – Gvendarbrunnur – brunnur við Suðurkot

Gengið var að Gvendarstekk ofan við Voga og síðan haldið til vesturs um holtið að Gvendarbrunni. Þá lá leiðin niður í bæinn og götur þræddar að Suðurkoti. Skammt norðvestan við húsið er Suðurkotsbrunnur. Hann var skoðaður. Gvendarstekkur er skammt vestan við þjóðveginn niður í Voga, skammt ofan hólinn Skyggni, en hann stendur rétt norðan við […]

Bieringstangi – Árni Óla

Árni Óla skrifaði bókina „Strönd og Vogar“ 1961. Í bókinni fjallar Árni m.a. um „Bieringstanga“ og nágrenni hans á Vatnsleysuströnd: „Hann [Bieringstangi] er fyrir sunnan Brunnastaðahverfið, og mun þar hafa verið útræði afar lengi. Vörin þar var hin stærsta á Ströndinni og hlaðnir kampar beggja vegna við hana fram í sjó. Var norðurkampurinn meiri og […]

Grindavíkurhöfn

Fyrstu grindvísku árabátarnir voru litlir, jafnvel aðeins fyrir tvo til fjóra enda ekki ætlunin að veiða mjög mikið heldur aðeins í soðið. Bátarnir stækkuðu smám saman. Talið er að um miðbik 14. aldar hafi tólfæringar verið mjög algengir í Grindavík. Strax á 15. öld sóttust erlendir menn mjög eftir fiski í Grindavík og lögðu útvegsmenn […]

Hafmeyjan í Grindavík

„Það var nálægt 1705 er Sigurður prestur Eyjólfsson hélt Stað í Grindavík að skip það er prestur átti lét úr vörum til fiskifangs og renndi færum á svokölluðu Þórkötlumiði. Ormur hét stjórnbitamaður er réði næst formanni; hann var forsöngvari að Stað. Þeir draga þegar nægan fisk. En þá sjá þeir allt í einu hvar skýst […]

Raufarhólshellir II

Í MBL 16. jan. 1955 lýsir prófessor Harold H. Munger ferð í „Raufarhólshelli við Þrengsli„: „Mætti útlendingi leyfast að lýsa einu af náttúruundrum Íslands, sem er ekki eins vel þekkt og það verðskuldar? Ég hef átt því láni að fagna að geta farið víða og líta augum fjölmargar af dásemdum Íslands, þau tæp 2 ár, […]

Arnarfell – bæjartóttir – stekkur – Arnarfellsvatn

Gengið var umhverfis Arnarfell í Krýsuvík. Skoðaðar voru tóftir Arnarfellsbæjarins sunnan undir fellinu, útihúsatóftir í fellinu miðju, litið á Arnarfellsvatnið suðaustan við fellið og síðan skúta og stekk norðan við það. Að Arnarfelli að vestanverðu liggja miklir garðar er tengast Suðurkoti og Læk. Frægastur ábúanda á Arnarfelli var Beinteinn Stefánsson, sá er byggði Krýsuvíkurkirkju þá […]

Mannlíf í Leiru – Njáll Benediktsson

Njáll Benediktsson skrifar um „Mannlíf í Leiru“ í Faxa árið 1991: „Kæri lesandi Faxa, ég undirritaður hef verið beðinn um að rifja upp manntal í Leiru um aldamótin 1900 og hef ég tekið árið 1901 og byrja í Inn-Leiru eins og hún var kölluð. Innsta húsið hét Bergvík, þar stóð tveggja hæða hús á steinhlöðnum […]

Atvinnumál og ferðaþjónusta

Gengið var eftir Melabergsleið (Hvalsnesleið), upp að Vatnshólavörðu og síðan var leiðinni fylgt áfram um Miðnesheiðina að hringtorginu austan við Leifsstöð. Vatnshólavarðan sést vel frá Melabergsvötum. Þegar komið var framhjá þeim blasti Leifsstöðin við – inngöngudyr ferðamanna til Íslands. Á leiðinni var tækifærið notað og vöngum velt yfir stöðu og framtíð ferðaþjónustunnar á svæðinu. Undanfarin […]

Jarðsaga Þingvalla

Í Lesbók Mbl 27. maí 1956 skrifar Tómas Tryggvason grein er nefndist „Jarðsaga Þingvalla„. Í henni er m.a. rakin myndun og mótun svæðisins frá upphafi: „Þegar rannsaka skal og rekja jarðsögu einhvers svæðis, er hægt að líkja því við bitaþraut, þar sem nokkur hluti bitanna er glataður. Þrautin er sú, að koma þeim bitum, sem […]