Entries by Ómar

Vogavík og Vatnsleysuvík

„Um og eftir aldamótin 1900 var útgerð í Vatnsleysustrandarhreppi vart svipur hjá sjón miðað við það umfang sem verið hafði á meginhluta síðari helmings liðinnar aldar. Róðrabátaútgerð var þó stunduð á vetravertíð frá flestum bæjum meðfram ströndinni frá Hvassahrauni að Vogastapa. Segja má að útvegsmenn í hreppnum hafi verið nokkuð fljótir að tileinka sér vélbáta […]

„Sjóðheit djásn beint úr ofninum“ – Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson

Í Fréttablaðinu þann 30. ágúst 2021 segja Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson sögu gossins í Geldingadölum á Fagradalsdfjalli í stuttu máli og lýsa aðstæðum eftir goslokin undir yfirskriftinni „Sjóðheit djásn beint úr ofninum„: „Það eru ekki margir staðir á jörðinni þar sem náttúrudjásn bókstaflega poppa upp úr jörðinni. Ísland er einn þeirra, enda eitt […]

Hveragerði – stofnun og þróun

Hveragerði er að mörgu leyti sérstakt samfélag – svo að segja í miðju öðru sveitarfélagi. Í Sveitarstjórnarmálum 1986 fjallar Karl Guðmundsson um „Hveragerðishrepp fjörutíu ára„. Þar segir m.a.: „Á árinu 1946 var Hveragerðishreppur stofnaður með skiptingu úr Ölfushreppi. Dómsmálaráðuneytið gaf út tilskipun hinn 13. marz það ár þess efnis, að frá og með 1. janúar […]

Bálkahellir – að liðnum áratug

Gengið var í Klofning í Krýsuvíkurhrauni. Þar var farið í Bálkahelli og Arngrímshelli. Fyrrnefndi hellirinn er um 500 m langur. Hann endurfannst fyrir einum áratug eftir að hafa gleymst og legið í þagnargildi í um 170 ár. Efsti hlutinn er að jafnaði um 7 m breiður og 5 m hár. Neðsti hlutinn er heill með […]

Mela-Seljadalur – Melasel

Stefnt var að því að ganga upp í Melaseljadal ofan við Tindsstaði, Kiðafell og Mela í Kjós. Áður en lagt var af stað var kíkt á eftirfarandi grein um svæðið, sem birtist í MBL 24. nóv. 1968 og bar fyrirsögnina „Hún amma mín það sagði mér“. „Í þetta skiptið ætlum við að ganga í Tinnuskarð […]

Kerlingahnjúkur – Kóngsfell – drykkjasteinn – Grindarskörð

Gengið var upp frá gígunum í Strompahrauni norðvestan við suðurmörk Bláfjalla. Ætlunin var að ganga yfir á Kerlingarhnúk og fylgja síðan Heiðarveginum niður að Grindarskörðum, kíkja á Kóngsfell og fylgja síðan götunni um Kerlingargil niður á Bláfjallaveg (Selvogsötu). Þegar gengið var upp Strompana í Strompahrauni mátti vel sjá hvernig hraunið hefur breytt úr sér til […]

Í Risaklóm – þjóðsaga – Vigdísarvellir

Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar, jólablaðinu 1960, er birt þjóðsagan  „Í risaklóm„. Sagan birtist einnig í Æskunni árið 1981: „Endur fyrir löngu bjuggu hjón á bæ þeim, skammt frá Krýsuvík, er Vigdísarvellir hét. Sá bær er nú í eyði. Þau hjón áttu sér eina dóttur. Hún hét Guðrún. Guðrún var forkunnar fögur. Svo fögur að hennar líki […]

Kapelluhraun – Hellnahraun – aldur

Gengið var um Kapelluhraun og Hellnahraun sunnan Hafnarfjarðar. Í göngunni var höfð hliðsjón af skrifum Sigmundar Einarssonar, Hauks Jóhannessonar og Árnýjar Erlu Sveinbjörnsdóttur um „Krýsuvíkurelda II – Kapelluhraun og gátan um aldur Hellnahrauns„, er birtust í Jökli nr. 41 1991. Gangan hófst við Gerði ofan við Straum, nyrst í vesturjaðri Kapelluhrauns. “Samkvæmt annálum urðu eldgos […]

Rúnasteinar á Hvalsnesi I

Fyrirspurn hafði verið send fulltrúa Þjóðminjasafns Íslands varðandi rúnasteininn á Hvalsnesi. Eftirfarandi svar barst um hæl: „Rúnasteinarnir frá Hvalsnesi eru í vörslu Þjóðminjasafnsins. Líklega eru þeir í geymslu safnsins í Dugguvogi (fremur en í Vesturvör). Það gæti verið dálítið maus að komast að þeim. Þeir hafa skráningarnúmerin Þjms. 10929 (aldur: 1450-1500) og Þjms. 5637 (aldur: […]

Selsvellir – útilegumenn

Ólafur Briem skrifaði í Andvara árið 1959 um „Útilegumannaslóðir á Reykjanesfjallgarði„. Þar getur hann m.a. um útilegumenn við Selsvelli undir Sveifluhálsi í byrjun 18. aldar: „Selsvellir og Hverinn eini. Nokkru vestar en Sveifluháls eða Austurháls við Kleifarvatn er annar háls samhliða honum, sem heitir Núpshlíðarháls eða Vesturháls. Vestan við Núpshlíðarháls miðjan er víðáttumikið graslendi, sem […]