Vogavík

“Um og eftir aldamótin 1900 var útgerð í Vatnsleysustrandarhreppi vart svipur hjá sjón miðað við það umfang sem verið hafði á meginhluta síðari helmings liðinnar aldar.
Róðrabátaútgerð var þó stunduð á Haukurvetravertíð frá flestum bæjum meðfram ströndinni frá Hvassahrauni að Vogastapa. Segja má að útvegsmenn í hreppnum hafi verið nokkuð fljótir að tileinka sér vélbáta sé miðað við framvindu vélvæðingar á Suðurnesjum. Besti möguleiki til að halda bát á legu var í Vogavík sem jafnframt var talin ein besta höfnin á Suðurnesjum frá náttúrunnar hendi. Einnig var hægt að láta báta liggja við festar á Vatnsleysuvík. Frá þessum stöðum hófst vélbátaútgerðin í hreppnum.

Fyrsti vélbáturinn
HöfrungurFyrsti vélbáturinn í eigu heimamanna kom haustið 1908, var það Vonin GK. 352. rúmlega 7. tonn að stærð í eigu Ásmundar Árnasonar og fl. í Vogum. Vonin var fyrst gerð út á vetrarvertíð 1909, en þá vertíð hófu einnig tveir aðrir vélbátar róðra frá Vogavík. Voru báðir bátarnir frá Akranesi, Höfrungur um 7. tonn í eigu Haraldar Böðvarssonar og fl . og Fram um 12. tonn í eigu Bjarna Ólafssonar og fl. Var útgerð Akranesbátanna með aðstöðu á hólma undir Vogastapa þar sem verstöðin Hólmabúð hafði áður haft aðsetur.

Sjö vélbátar á vetrarvertíð

Stapinn

Stapinn – flugmynd.

Á vetrarvertíð 1913 voru gerðir út sjö vélbátar af heimamönnum, fimm frá Vogavík og tveir frá Vatnsleysuvík. Frá Vogavík voru auk Vonarinnar. Sörli um 10. tonna bátur í eigu Sigurjóns J. Waage og Klemensar Egilssonar. Björgvin tæplega 5 tonn. eigendur voru bræðurnir Þórður og Bjarni Skúlasynir. Báturinn var síðan umbyggður og stækkaður og hét eftir það Skúli. Hafalda tæplega 11 tonn, eigendur voru bræðurnir Eyjólfur, Andrés og Ólafur Péturssynir. Auk þess var leigubátur Víkingur tæplega 8 tonn, sem Benedikt Pétursson gerði út. Frá Vatnsleysuvík voru Hermann um 6,5 tonn. í eigu Sæmundar Jónssonar og fl. af Vatnsleysubæjum, og Barðinn, tæplega 9 tonn, leigubátur gerður út af Auðunni Sæmundssyni og fleirum.

Aflinn breytilegur
VatnsleysuvíkUm þetta leyti var vélbátaeignin í hreppnum í hámarki, tveir bátar bættust að vísu við og fylltu upp í skörð annara. Voru báðir með kútterlagi, nýrri gerð vélbáta sem þá voru að verða allsráðandi. Annar báturinn Haukur, um 11 tonn, var fyrst í eigu Hallgríms Sc. Árnasonar og fl. Vogum en síðar sameign manna frá Vatnsleysum, Hvassahrauni og Þorbjarnarstöðum. Hinn var Sæbjörg, um 11 tonn að stærð, í eigu Auðuns Sæmundssonar og fl. af Vatnsleysubæjum. Úthaldstíminn var að mestu bundinn við vetrarvertíðina en lítið var um útgerð vélbáta á öðrum tíma ársins. Afli var breytilegur frá ári til árs og þegar skoðað er afl abrögð vertíðanna 1913-1917 þá hefur aflinn verið að jafnaði um 50 tonn á bát. En sá afli hefur vart dugað til endurnýjunar báta.

Sjóslys
VogavíkSlysfarir settu svip sinn á tímabilið. Tveir vélbátar fórust með allri áhöfn með fi mm ára millibili, og voru báðir frá sömu útgerðinni. Vélbáturinn Hermann frá Vatnsleysu fórst þann 24. mars 1916 í illviðri sem þá gekk yfir. Báturinn réri frá Sandgerði og var í fiskiróðri suður í Miðnessjó en fékk á sig brotsjó og sást ekki til bátsins eftir það. Með bátnum fórst öll áhöfnin sjö menn. Þá fórst vélbáturinn Haukur frá Vatnsleysu þann 9. febrúar 1921 með allri áhöfn fi mm mönnum. Báturinn hafði stundað róðra frá Sandgerði og farið til veiða þá um morguninn. Af einhverjum ástæðum hefur hann farið inn á Vatnsleysuströnd og síðan farist við Keilisnes, en þar fannst báturinn og var svo grunnt að siglutrén stóðu upp úr sjónum. Ef litið er til þessa tímabils má segja að á sama hátt og útvegsmenn hafi verið fl jótir að tileinka sér vélbáta þá sé eins og þessi útgerð hafi ekki staðist væntingar og að hún hafi staðnað. Lítil endurnýjun varð á bátum og með tímanum fór svo að það dró úr útgerðinni og þegar leið á þriðja áratuginn var þessi kynslóð vélbátaútgerðar nær liðin undir lok.”

 

Heimild:
-Haukur Aðalsteinsson – Faxi 2008, bls. 20-21.

Sæbjörg