Entries by Ómar

Búðarvatnsstæðið

Í Örnefnalýsingu fyrir Krýsuvík segir Þorsteinn Bjarnason frá Háholti m.a. frá Búðarvatnsstæðinu: „Frá Dagon er landamarkalínan í Núphlíð. Austan í henni, syðst, er Skalli, en austan undir Núphlíð er Sængurkonuhellir. Frá Núphlíð eru landamerki sjónhending í vesturrætur á Trölladyngjum, frá þeim í Markhelluhól við Búðarvatnsstæði. Að norðan eru mörkin sjónhending úr Markhelluhól, norðvestan við Fjallið […]

Hvammskotssel í Hádegishólum

Í „Fornleifaskrá Kópavogs – Enduskoðuð 2019“, segir m.a. um rúst í Hádegishólum: „Hádegishólar – rúst Norðan undir malarvegi, um 60 m SSV af stupu á Hádegishól. Í holti. Fífuhvammur (Hvammur/Hvammskot). Rúst. 4,5 x 8 m (NNV – SSA). Veggir úr grjóti og torfi, um 1 – 1,5 m breiðir og 0,2 – 0,5 m háir. […]

Helgufoss, Helgusel, Helgustekkur, Helgusker, Helguhóll, Helguvík, Helguklettur

Í Mosfellingi 2014 segir af „Stofnun fólkvangs í landi Bringna í Mosfellsdal – 18.6 hektarar við Helgufoss„: „Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri hafa staðfest friðlýsingu fólkvangs á hluta af jörðinni Bringum, efst í Mosfellsdal við Helgufoss. Samtals er hið friðlýsta svæði um 18,6 hektarar að […]

Engjaborg

„Engjaborg“ var landamerki milli jarðanna Kópavogs, Digraness, Fífuhvamms og Arnarness. Borgin er við endann á Lindasmára 59 og 57. Við hana er skilti það, sem sjá má hér að ofan. Engjaborgin var stutt fyrir vestan býlið Smárahvamm, en það var nýbýli frá Fífuhvammi. Á þessum stað fundust tóftir af fjárhúsi og heygarði, sem líklegast er […]

Leiran – Guðmundur A. Finnbogason I

Í Lesbók Jólalesbókar Morgunblaðsins 1984 segir Guðmundur A. Finnbogason frá „Leirunni„: „Sjávarpláss á Suðurnesjum, sem eitt sinn slagaði uppí Keflavík — þyrping fátæklegra býla með ofurlitlar grasnytjar, en lífsbjörgin kom umfram allt úr sjónum. Nú býr þar enginn, — bærinn á Stórhólmi stendur einn eftir, en þotur koma í lágflug inn yfir þessa grænu vin, […]

Hafnarfjörður – Hvaleyri og Straumur

Í „Fornleifaskrá Hafnarfjarðar árið 2021“ fyrir Hvaleyri og Straum segir: „Hvaleyri Hvaleyri er ein af elstu bújörðum í Hafnarfirði og sýndi fornleifarannsókn, sem Dr. Bjarni F. Einarsson gerði árið 2005, að þar væru minjar sem hægt var að segja með 95% öryggi að væru frá tímabilinu 780-980 (líklega voru minjarnar frá því um 900) og […]

Hafnarfjörður – Suðurbær

Í „Fornleifaskrá Hafnarfjarðar árið 2020“ segir frá Suðurbæ: „Hamarskot Elsta heimild um Hamarskot er frá 1565 en það skjal segir frá byggingu jarða Garðakirkju á Álftanesi, þar segir að Hamarskot sé „bygt fyrer iij vætter fiska. Vallarslätt. Med jördunne j kugillde“. Í annarri heimild frá 1579 segir að jörðin hafi fyrir allöngu verið komin í […]

Hið raunverulega Reykjanes – Leó M. Jónsson

Í grein í Faxa árið 2008 skrifar Leó M. Jónsson um „Ökuferð um Hafnahrepp“ og getur þar um skilgreininguna á „Hinu raunverulega Reykjanesi„, sem er að öllu leyti rétt, bæði skv. örnefnalýsingum og kortum fyrri tíðar: „Hið raunverulega Reykjanes Þegar haldið er lengra suður eftir veginum er komið á hæð þar sem vegurinn sveigir til […]

Skipströnd í Hafnahreppi árin 1800-1930 – Ólafur Ketilsson

Í Brúnni árið 1930 er fjallað um „Skipströnd í Hafnahreppi árin 1800-1930„. Frásögnin er hluti greinar Ólafs Ketilssonar í Höfnum í Ægi sama ár. Þar eru tíunduð skipströndin á nefndu tímabili, en í Brúnni er einungis fjallað um þann hluta er lítur að strandi Jamestown: „[Í síðustu tölublöð „Ægis“ (Ægir 01.11.1930 og 01.12.1930) skrifar Ólafur […]

Skipstrand í Höfnum – Friðrik Gunnlaugsson

Í Faxa  árið 1967 ræddi Hallgrímur Th. Björnsson við Friðrik Gunnlaugsson, 95 ára gamla sækempu, um „Skipstrand í Höfnum fyrir 85 árum„. Skipið, sem strandaði, var hið sögufræga Jamestown: „Fyrir tveimur árum, eða nánar til tekið í jólablaðinu 1965, birtist hér í Faxa langt og fróðlegt viðtal við hinn háaldraða sægarp og heiðursmann, Friðrik Gunnlaugsson, […]