Entries by Ómar

Hafnarfjörður – Hraunajarðir sunnan Reykjanesbrautar

Í „Fornleifaskrá Hafnarfjarðar árið 2021“ segir frá Þorbjarnarstöðum: Þorbjarnarstaðir Þorbjarnarstaðir voru ein af svokölluðum Hraunjörðum en það voru þær jarðir sem voru innan staðarmarka Hafnarfjarðar suðvestur af kaupstaðnum. Elsta heimild um Þorbjarnarstaði var frá 1395 í skrá um kvikfé og leigumála á jarðeignum Viðeyjarklausturs en þá var jörðin í eyði, þannig hún hefur verið í […]

Hafnarfjörður – Kaldársel

Í „Fornleifaskrá Hafnarfjarðar árið 2021“ segir frá Kaldárseli: Kaldársel Kaldársel var við Kaldá og var selstaða frá prestsetrinu á Görðum og tilheyrði Garðakirkjulandi. Elsta heimildin um Kaldársel er í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1703: „Selstöðu á staðurinn þar sem heitir við Kaldá, þar eru bæði hagar og vatnsból gott.“10 Í ferðabók […]

Hafnarfjörður – Ásland

Í „Fornleifaskrá Hafnarfjarðar árið 2021“ segir frá Áslandi: Ás Elsta heimild um Ás er svokallað Gilzbréf en það var ritað þann 4. ágúst 1506 í Ási og var vitnisburður um að Eiríkr Þorsteinsson hafi selt Þórarni Jónssyni jörðina Gil í Borgarþingum í Skagafirði fyrir þrjá tigi hundraða. Næst var sagt frá Ási í fógetareikningum frá […]

Hafnarfjörður – Setberg

Í „Fornleifaskrá Hafnarfjarðar árið 2021“ segir frá Setbergi: Setberg Jörðin Setberg hafði þá sérstöðu, öfugt við aðrar jarðir í kring sem voru annaðhvort í konungseign eða í eign Garðakirkju, að hún virðist hafa verið í bændaeign í gegnum aldirnar en elsta heimildin um byggð í Setbergi er frá árinu 1505 og var kvittunarbréf Þorvarðs Erlendssonar […]

Hafnarfjörður – Krýsuvík

Í „Fornleifaskrá Hafnarfjarðar árið 2021“ segir frá Krýsuvík: Krýsuvík Elstu heimildir um Krýsuvík má finna í Hauksbók Landnámu, þar sagði að Þórir haustmyrkur hafi numið Selvog og Krýsuvík. Þarna er þó verið að tala um Gömlu-Krýsuvík sem líklega hefur staðið í Húshólma en þar má sjá fornar tóftir innan um hraunið sem rann yfir þær […]

Grindavík – aldur hrauna umhverfis

Grindavík og umhverfi bæjarins er hraun, mismunandi gömul. Flest hraunin mynduðust umleikis hraun frá ísaldarskeiðum fyrir 14000 – 8000 árum. Önnur eru yngri, þau yngstu frá því á 13. öld. Þorbjörn, bæjarfjallið, er úr móberg frá eldri jökulskeiðum Bruhnes. Þvert í gegnum það liggur misgengi. Hagafell austan Þorbjarnar er einnig úr móberg frá fyrri hluta […]

Reykjanesviti – Sýningin „Leiðarljós í lífhöfn“

Áhugaverðri sýningu um Reykjanesvita og sögu sjóslysa á Reykjanesi hefur verið komið upp í „Radíóhúsinu“ neðan við vitann undir yfirskriftinni „Leiðarljós í lífhöfn„. Eftirfarandi umfjöllun um sýninguna birtist í Víkurfréttum 23. okt. 2021: „Þetta er skemmtilegt verkefni sem við byrjuðum á árið 2018 þegar við settum upp skjöldinn á Reykjanesvita og í framhaldi af því […]

Elísabet Reykdal af Setbergi – jólaviðtal 1991

Í Fjarðarpóstinum 1991 er viðtal við Elísabetu Reykdal, fyrrum húsfreyju á Setbergi, undir fyrirsögninni „Hornið í stofunni er sálin mín„: „Elísabet Reykdal hefur talsverða sérstööu aö því leyti, að hún og hennar fólk var þekkt í bænum sem Garðhreppingar, en nú er Elísabet oröin Hafnfirðingur, þó hún hafi aldrei flutt um set og alltaf búið […]

Krían – Finnur Jónsson

Finnur Jónsson, náttúrfræðingur, fjallar um kríuna í Náttúrufræðingnum árið 1957: Íslenzkir fuglar XIV – Kría (Sterna paradisaea) „Máfaættinni (Laridae) er venjulega skipt í tvær deildir, hina eiginlegu máfa (Larinae) og þernur (Sterninae). Þernur eru að ýmsu leyti frábrugðnar hinum eiginlegu máfum. Þær eru meðal annars miklu lágfættari og smáfættari en máfarnir, og nefið er oftast […]

Camp Russel – skilti

Ofarlega á Urriðaholti hefur verið komið skilti um herkampinn „Russel“. Kampurinn sá er hluti af mörgum slíkum á stór-Hafnarfjarðarsvæðinu frá heimstyrjaldarárunum síðari. Í texta á skiltinu stendur eftirfarandi: „Í landi Urriðakots og Vífilsstaða er víða að finna minjar um hernaðarumsvif í seinni heimstyrjöld. Stórar herbúðir stóðu sunnan megin á Urriðaholti og voru varðstöðvar víða í […]