Maístjarnan er einn dýrmætasti hraunhellir landsins. Hann er í Hrútagjárhrauni. Hvort sem litið er til staðsetningar og þeirra náttúru(jarðmyndana)-fyrirbæra er hann geymir er nauðsynlegt að varðveita hann til langar framtíðar. Þegar 

Maistjarnan-21FERLIR heimsótti hellinn fyrir skömmu þakti snjór jörð og frost beit í kinn. Inni var hins vegar bæði hlýtt og hljótt. Ljóst var að umferð um hellinn að undanförnu hafði leitt af sér brotna dropsteina og fallin hraunstrá. Hvorutveggja verður erfitt að bæta eftir tæplega 6000 ára friðveislu.
Eftir stutta dvöl í kyrrðinni mátti heyra eftirfarandi, líkt og hvísl, ef mjög gaumgæfilega var lagt við eyru. Það var endurtekið aftur og aftur: 

Ó, hve létt er þitt skóhljóð.
Það er vetrarhret úti,
napur vindur sem hvín.
En ég veit aðra stjörnu
aðra stjörnu sem skín.
Það eru erfiðir tímar,
það er hrunaþref.
Maistjarnan-22Í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnandi manns,
og á morgun skín maísól.
Það er maísólin mín,
Fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands.

Textinn var ekki nákvæmlega eins og í ljóði Halldórs Laxness um “Maístjarnan“. Sá texti hefur reyndar bæði verið fluttur af ýmsum í mismunandi útfærðum útgáfum og vitað er að Halldór sótti jafnan efni og hugmyndir í verk sín til annarra. Þannig telja jafnvel sumir að ljóðið og/eða lagið eigi uppruna að leita til verka Friedricks Hendels.
Sammerkt er þó með “Maístjörnunum” tveimur, ljóðinu og hellinum, að hvorutveggja vekur hrifningu þess er nýtur á hverjum tíma.

 

Maístjarnan

Maístjarnan – op.