Entries by Ómar

Selhraun og selminjar vestan Hvaleyrarvatns

Selhraun vestan við Hvaleyrarvatn er hluti af dyngjuhrauni sem er mest áberandi í kringum Skúlatún, sem er grasi gróinn óbrennishólmi rétt vestan við Helgafell. Jarðfræðingar hafa kallað þetta hraun einu nafni Skúlatúnshraun, en það ber líka ýmis önnur nöfn, [s.s. Hellnahraun]. Þar sem hraunið rann fram í sjó myndar það eldra Hellnahraun og heitir á […]

Hvaleyrarvatn – hringur

Gönguleiðin um og í kringum Hvaleyrarvatn er tiltölulega greiðfær – þéttur malarstígur alla leiðina. Skjólgott umhverfið tekur mið af árstíðunum og því breytilegt frá einum tíma til annars. Vindstigin og birtan hafa einnig áhrif á ásýndina. Hringurinn er um 2.2. km. Hvaleyrarvatn, sem er 1-2 m á dýpt um mitt vatnið (fer eftir hvernig stendur […]

Krýsuvíkurhellir – Bálkahellir

Farið var frá Bergsendum eystri að Krýsuvíkurhelli neðan Klofninga. Mannvistarleifar eru bæði ofan við hellisopið og niðri í hellinum sjálfum. Þar er hlaðið skjól. Innan við það liggur rás út að gömlu bjargbrúninni og opnast þar út. Rásin er um 30 metra löng. Út um gatið er hægt að skoða bergið og nýrra hraun fyrir […]

Kálfatjörn

Kálfatjörn er bær, kirkjustaður og fyrrum prestsetur á Vatnsleysuströnd á Suðurnesjum. Kirkjan tilheyrir [nú] Tjarnaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Kálfatjarnarkirkja er sóknarkirkja Vogabúa. Núverandi kirkjubygging var vígð þann 13.júní árið 1893 og var ein stærsta sveitakirkja á landinu en hún rúmaði öll sóknarbörnin í einu. Umhverfi hennar á sér merka sögu en hlaðan Skjaldbreið sem hlaðin var […]

Arngrímshellir (Gvendarhellir) – Grákolla

Sagan segir að Arngrímur hafi um aldarmótin 1700 haft fé sitt í helli í Klofningum í Krýsuvíkurhrauni. Við hellisopið byggði hann lítið fallegt hús úr rekavið. Fénu var beitt í Klofningana sem og í fjöruna, sem þó er all stórbrotin neðan þeirra. Arngrímur hélt 99 kindur og eina að auki frá systur sinni. Sú kind […]

Húsakynni og aðbúnaður – Karel, Stanley og Mackenzie

Húsakynni Íslendinga fyrrum voru mörgum erlendum ferðamönnum umfjöllunarefni. Margir lýstu gerð þeirra og útliti nákvæmlega og greindu frá því að þau litu einna helst út eins og lágir grasi vaxnir hólar, enda mætti oft sjá búsmala á beit á þökunum. Hið innra væru húsin lág, rök og óhreinleg og innanstokksmunir heldur fátæklegir. Aðalíverustaður væri baðstofan […]

Fyrsti ríkisstjórinn

Í tímariti sjálfstæðismanna, Þjóðin, var árið 1941 fjallað um „Fyrsta ríkisstjóra Íslands„: „17. júní síðastl. var merkisdagur í sögu Íslands. Þá var á Alþingi kjörinn hinn fyrsti ríkisstjóri landsins. Varð fyrir kjöri Sveinn Rjörnsson fyrrum sendiherra Íslands í Danmörku. Var það vel ráðið og viturlega, að velja þann mann í æðsta virðingarsæti ríkisins, sem allir […]

Á leið yfir Kapelluhraun

Mynd af mönnum á hestum á leið yfir Kapelluhraun birtist í The Illustrated London News árið 1866. Þeim sem ferðuðust um Ísland þótti hvað einkennilegast og ógnvænlegast að fara um landsvæði sem voru þakin hrauni, “þar sem ekki óx strá, ekki var vatnsdropa að finna, hvergi var fugl á flugi og ekkert lífsmark sjáanlegt”. Í […]

Merkir brunnar á Reykjanesskaga

Á Reykjanesskaga eru fjölmargir brunnar og vatnsstæði. Sumir þeirra eru eldri en aðrir. Svo segir Abraham Ortelius (1528-1598), sem var mikilvirkur landfræðingur á 16. öld og gaf út kort og kortabækur. Þekktast verka hans er Theatrum orbis terranum, sem kom fyrst út árið 1570. Þar er stutt Íslandsfrásögn með hefðbundnum hætti. Í útgáfu frá 1590 […]

Rosmhvalanes – frá Leiru til Sandgerðis

Gengið var frá Leirunni um Stóra-Hólm, Litla-Hólm, Gufuskála, Rafnkelsstaði, um Gerðar og skoðaðar hinar 14 varir á leiðinni. Haldið var áleiðis að Útskálum að Garðskaga með viðkomu við Skagagarðinn, en þangað og þaðan var gengið til suðurs um Hafurbjarnastaði, Kirkjuból og Flankastaði. Samið hafði verið um hið ágætasta gönguveður á svæðinu og gegkk það eftir […]