Selhraun og selminjar vestan Hvaleyrarvatns
Selhraun vestan við Hvaleyrarvatn er hluti af dyngjuhrauni sem er mest áberandi í kringum Skúlatún, sem er grasi gróinn óbrennishólmi rétt vestan við Helgafell. Jarðfræðingar hafa kallað þetta hraun einu nafni Skúlatúnshraun, en það ber líka ýmis önnur nöfn, [s.s. Hellnahraun]. Þar sem hraunið rann fram í sjó myndar það eldra Hellnahraun og heitir á […]