Garðar

Í Fornleifaskráningu Garðabæjar 2009 segir m.a. um Bakka í Garðahverfi:

Dysjar

Dysjar, Bakki, Pálshús – Túnakort 1918.

1397; Eign kirkjunnar á Görðum. DI IV, 107. 1565, skrá yfir byggðar jarðir staðarins, sem ekki voru hjáleigur: “Backe Jone Jonssyne fyrer iiij. vætter fiska. vallarslátt. mannslán. med jordunne ij kugillde.” DI XIV, 437. Garðakirkjueign. “Kallast lögbýli því það hefur fult fyrirsvar,en stendur þó í óskiftu Garðastaðar landi og samtýniss við Garða so sem aðrar hjáleigurnar í hverfinu. Jarðardýrleiki er óviss. … Þessum bæ fylgdi til forna Garðamýri (ein mýri þarí hverfinu … Mýrina tók hjer frá Sr. Þorkell Arngrímsson og lagði til heimastaðarins sökum eklu á torfristu og útheyss slægjum og færðist so aftur landskuldina …” JÁM III, 182-183.
1910, byggð lagðist af. GRG, 77.
1703: “Túnið spillist stórlega af sjó, sem það brýtur og sand á ber; hefur þetta smám saman ágjörst so að menn segja að bærinn hafi þess vegna þrisvar frá sjónum fluttur verið og sýnist að túnið mestan part muni með tíðinni undir gánga.” JÁM III, 182-183.
1918: “Bakka túnið alt sléttað og meirihluti hinna túnanna.”

Bakki

Bakki – rof á sjávarbakka. Sjá má minjar í bakkanum.

“Á Túnakorti árið 1918 má sjá tvær byggingar í bæjarstæðinu á Bakka alveg niður við sjó og er sú stærri líklega bærinn. Í Örnefnaskrá 1964 er nefndur Bakkahryggur “er lá eftir vesturtúni Pálshúsa […] heiman frá bæ allt niður undir Bakka […] Bærinn stóð á Bakka og hafði verið margoft færður undan sjó og eru nú rústir hans að falla niður í fjöruna”. Bakkatún heitir “tún býlisins, sem sjór brýtur stöðugt til skemmda” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Niður af íbúðarhúsinu í Pálshúsum er u.þ.b. 200 m langur hryggur niður að sjó. Hann heitir Bakkahryggur. Neðst á honum stóð bærinn á Bakka. Sjórinn brýtur nú stöðugt landið þarna, og er bakkinn niður í fjöruna víða ein til tvær mannhæðir. Bakki er löngu komin í eyði og liggur undir Pálshúsum. Fjárhús og hlaða frá Pálshúsum eru nú á Bakka. Gamli bærinn á Bakka stóð fast vestan við, þar sem hlaðan er” […] Skv. Fornleifaskráningu 1984 var Bakki “frammi á sjávarbakkanum í vestur frá Pálshúsum […] heimatúnið að baki (til austurs) sjávarbakkinn beint fram af,” segir í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003.
“Túnakortið [1918] sýnir þrjú aflöng og samföst torfhús, miðhúsið minna en hin. Þau eru með standþili og snúa í norðvestur. Þessi hús stóðu skv. Fasteignabók enn árið 1932 […] en þau eru ekki lengur sýnileg.
Þarna er hins vegar tóft hlöðu sem byggð var ofan í þar sem bærinn stóð, um 8,5 x 7 m að utanmáli, þvermál að innan 3,5. Hún er með grjóthlöðnum hringlaga veggjum, göflum og bárujárnsþaki og virðist ögn niðurgrafin.”

Dysjar

Bakki – Dysjarétt.

“Á Túnakortinu 1918 er útihúsabygging í gamla bæjarstæðinu rétt suðaustan við suðurhorn bæjarins […].  Tvö aflöng samliggjandi hús snúa nokkurn veginn í suður og aftur úr því eystra gengur þriðja húsið sem er minna og ferningslaga. Húsin eru úr torfi og með standþili.”

“Við hlið hlöðu í gamla bæjarstæðinu á Bakka hefur jarðhús með kúptu grasþaki verið byggt ofan í skotvarnarbyrgi.”

“Við Fornleifaskráningu 1984 eru “einhverjar tættur í túninu, nú horfnar – ekki vissu Pálshúsamenn hver þær voru eða hvað” […] Sennilega eitt af útihúsunum sem sjá má á Túnakortinu.” s

“Suður af rústunum í bæjarstæðinu var fiskibyrgi en það var farið í sjóinn þegar Fornleifaskráningin fór fram 1984.”

Bakki

Bakki – skotbyrgi fallið í fjöruna.

“Í Örnefnaskrá 1964 segir: ,,Bakkabrunngata: Hún lá heiman frá bæ upp kringum Garðamýri í Garðalind […].”

“Á Túnakorti 1918 sést gata liggja frá Bakkavör meðfram sjávarbakkanum og að bæjarstæðinu vestan megin. Hluti hennar hefur e.t.v. farið í sjóinn en hún virðist byrja við garðlag sem liggur frá vesturhorni Bakkabæjar. Í Örnefnaskrá 1964 segir um Bakkastíg: “Svo hét stígur er lá frá Bakka eftir sjávarbökkunum,” segir í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003.

“Bretar byggðu þar tvö loftvarnarbyrgi á stríðsárunum, og eru þau nú að fara í sjó,” segir í örnefnaskrá KE. “Í Fornleifaskráningu 1984 segir að jarðhús hafi verið byggt ofan í eitt þessarra byrgja “en þau voru mörg hér frammi á bakkanum, með skotgröfum á milli. Sumt er brotið ofan í flæðarmál, annað á leiðinni þangað. Mikið brýtur hér af landi að sögn heimamanna í Pálshúsum”.”

Bakki

Bakki – skorbyrgi fallið í fjöruna.

“Bretar byggðu þar tvö loftvarnarbyrgi á stríðsárunum, og eru þau nú að fara í sjó,” segir í örnefnaskrá KE. “Í Fornleifaskráningu 1984 segir að jarðhús hafi verið byggt ofan í eitt þessarra byrgja ,,en þau voru mörg hér frammi á bakkanum, með skotgröfum á milli. Sumt er brotið ofan í flæðarmál, annað á leiðinni þangað. Mikið brýtur hér af landi að sögn heimamanna í Pálshúsum”,” segir í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003.

Bakki

Bakki – Jobbasteinninn; rekasteinn.

“Skv. Örnefnaskrá 1964 heita Bakkafjörur “fram við Bakkatún” en bakkagrandi er “sjávarkamburinn næst við Bakka” eða “syðsti hluti malarkampsins við Bakka” en þar er samkvæmt Túnakorti 1918 “molaberg grýtt […] er sjór brýtur”. Bakkabryggja er svo skerjahryggur er liggur fram í sjó frá Bakka […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Skerjarani suðvestur frá Bakka heitir Bakkabryggja.” […] Aðrar náttúrulegar bryggjur í Garðahverfi eru fyrir neðan Dysjar, Miðengi og Hausastaði,” segir í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003.

Heimildir:

-Fornleifaskráning í Garðabæ 2009.
-Fornleifaskráning í Garðaholti 2003.

Garðaholt

Garðaholt – Bakki.