FERLIR

FERLIR stóð upphaflega fyrir FErðahóp Rannsóknardeildar Lögreglunnar Í Reykjavík.

Ómar

Ómar – fyrirhugaðar helgarferðir FERLIRs undirbúnar.

Áhugasamt lögreglufólk um útivist og hreyfingu frá hversdagsins önn, öðrum en hugkrefjandi rannsóknum, s.s. vegna manndrápa, rána og fjársvika og jafnvel löngum kyrrsetum rannsóknanna á millum, tók sig saman árið 1999 og ákvað að líta svolítið í kringum sig – víttka sjóndeildarhringinn og kynnast betur sínu nærtækasta náttúrulega umhverfi. Deildin hafði þá tekið við öllum verkefnum Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem þá hafði verið lögð niður sem slík. Á þessum tíma tókst nýliðum rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík, með góðum stuðningi fyrrum starfsfólks RR, að leysa öll tilfallandi manndrápsmál, öll hinu fjölmörgu vaxandi ránsmál á þeim tíma og nánast öll áður óupplýst tilfallandi fjársvikamálin. Hvort framangreind útvistun í náttúruna hafi eitthvað með árangurinn að gera skal ósagt látið. Rannsóknardeildinn hafði reyndar á þessum tíma á að skipa sérstaklega hæfu starfsfólki, enda árangurinn í frásögu færandi.

Ferlir

FERLIRsfélagar í Bálkahelli.

Helgarferðirnar voru fyrirfram ákveðnar með það fyrir augum að upplýsa eitthvað áður sögulega óþekkt. Leiðtogarnir, sem og aðrir er að komu, unnu allir sína vinnu, bæði hvað varðaði undirbúning og framvæmd, í sjálfboðavinnu – öðrum þátttakendum að kostnaðarlausu.

FERLIR

FERLIR – elsta vefsíðan.

Árni Torfason setti upp fyrstu, einfalda, vefsíðu FERLIRs árið 2000, með styrk frá Rannsóknarsjóði Seðlabankans. Í styrknum fólst helmingskaup á fartölvu, sem þá þótti ekki bara dýr, heldur rándýr – með hliðsjón af launum lögreglumanns á þeim tíma.
Vefsíðan var endurnýjuð árið 2007 í Webman hjá Nethönnun og síðan uppfærð í núverandi Word Pressútgáfu hjá Premis árið 2019 með styrk úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar.
Fyrir þá, sem vilja hafa samband, er eftir sem áður bent á netfangið ferlir@ferlir.is. Allur fróðleikur um Reykjanesskagann er vel þeginn….

Nálgast má eldri vefsíðu FERLIRs (dags. 15. nóv. 2006)  HÉR.

FERLIR

FERLIR – vefsíðan fyrir uppfærsluna 2019.

FERLIRsvefsíðan var á sínum tíma sett upp af vanefnum og -þekkingu á síkri tækni, en með aðstoð hjálpsamra fjögurra handa og tveggja skilningsríkra huga var fræinu sáð.

Dropinn

Stoðhola í skála í Ögmundarhrauni er hraunið í eldgosahrinunni 1151-1153 rann yfir byggð landsnámsfólks.

Morgunblaðið lagði þar m.a. tvær hendur á plóg, auk tveggja annarra Árna Torfasonar er hannaði vefsíðuna með tíu fingrum sem og stuðningi þáverandi bæjarstjóra Grindavíkurbæjar, Ólafs Ólafssonar. FERLIRsvefsíðan hefur, þrátt fyrir góðan skilning margra, þurft að bregðast við aðstejandi vanda í umleitun stöðugrar þróunnar. Ótrúlegum fróðleik um afmarkað landssvæði hefur á skömmum tíma verið safnað á einn stað. Eitthvað sem fáum hefur áður tekist. En eitt er að leita uppi, vettvangsstaðfesta, skrá, ljósmynda, draga upp og safna efni inn á síðuna – og annað að viðhalda, uppfæra og skrá nýtt efni er varða nýjar uppgötvanir, upplýsingar, ábendingar og viðbætur um skrásett efni frá áhugasömum lesendum.

Ferlir

Þátttakandi í fyrstu FERLIRsferðinni, Jóhann Davíðsson, tilbúin í hvað sem er, enda aldrei að vita við hverju var að búast…

Nú eru liðinir a.m.k. kvart auk tveggja áratuga aukreitis frá upphafinu. Í nútímanum gera nokkur ár því miður (eða sem betur fer) tækin fljótt úrelt. Tíminn gerir því sífelldar kröfu um skjót og vakandi viðbrögð. FERLIR mun fagna endurnýjuðum áfanga þann 12. 01. 2009 n.k. kl. 12.01. Síðan mun smám saman taka ítrekuð par ár að uppfæra gamalt efni á nýjum vefsíðum.
Tilgangur upphafsins var einfaldur; að bjóða þaulsetnu skrifstofufólkinu upp á tilbreytingu er fælist í hreyfingu og hugeflingu. Málið er að þegar fólk, er felst til tiltekinna starfa, festist smám saman í hugarfari áráttu rannsóknanna. Stundum reynist mikilvægt að líta út fyrir „kassann“ og skoða aðra möguleika utan hans.

Göngur og  hreyfing um ókunnar slóðir efla jafnan hugarþelið; draga viðkomandi út úr hversdagsleikanum; gera honum kost á skoða og meta söguna á annan hátt með hliðsjón að verkefnum líðandi stundar.
Fólk, hvort það eru bankastjórar, alþingismenn, ráðherrar, forseti, læknir, skrifstofumaður, verkamaður/-kona eða hreingerningarmaður/-kona hefur alltaf gott af hollri hreyfingu út í því sögulega umhverfi sem forferður allra þeirra hafa alist upp við í gegnum tíðina…

Ferlir

FERLIRsfélagar á góðri stundu um jól við Rauðshelli.

 

Sveifluháls

FERLIR stóð upphaflega fyrir FErðahóp Rannsóknardeildar Lögreglunnar Í Reykjavík.

Í Gvendarhelli

Í Gvendarhelli (Arngrímshelli). Formaður Ferðafélags Grindavíkur, Erling Einarsson, skoðar aðstæður.

Áhugasamt lögreglufólk um útivist og hreyfingu frá hversdagsins önn, krefjandi rannsóknum og stuttum kyrrsetum þeirra á millum, tók sig saman árið 1999 og ákvað að líta svolítið í kringum sig – víttka sjóndeildarhringinn og kynnast betur sínu nærtækasta umhverfi. Umræðan um svonefnt „Burn out“; úti í heimi, nú túlkað sem „kulnun í starfi“, hafði þá verið til umræðu, án þess þó að njóta sérstakrar athygli annarra stétta hér á landi á þeim tíma. Reykjanesskaginn varð fyrir valinu, bæði vegna nálægðarinnar og ekki síður vegna lítils áhuga fólks almennt á því svæði (þótt undarlega megi teljast).

Ferlir

FERLIRsfélagar á göngu um Almenningsveginn á Vatnsleysuströnd í frábæru veðri.

Eftir að þátttakendur höfðu kynnt sér og rannsakað gaumgæfilega margvíslegar heimildir, -bæði gamlar og nýjar, skráðar og óskráðar – kom í ljós að Skaginn hafði upp á ótrúlega mikla fjölbreytni að bjóða.

Forn

Húshólmi – skáli.

Allt frá fornum minjum um búsetu frá upphafi norræns landsnáms til áþreifanlegrar atvinnuþróunarsögu frá fornöld til vorra tíma, þjóðsagnakennda staði, fornar þjóðleiðir, stórkostlega og síbreytilega náttúrufegurð, tímasetta jarðsögu, fjölbreytta flóru og fánu, sendnar strandir jafnt sem rísandi björg, magnþrungið brim, langa fjallgarða, formfagur fjöll, gróna dali, tifandi læki, fjölskrúðug jarðhitasvæði og svo mætti lengi telja.

Ferlir

FERLIRsfélaga á göngu um ofanverð Hraunin í frábæru veðri.

Til að gera alllanga sögu mjög stutta er rétt að nefna að þegar hafa verið farnar rúmlega 3300 gönguferðir um Reykjanesskagann, sem markast af hinu forna landnámi Ingólfs, vestan línu milli Hvalfjarðarbotns og Ölfusárárósa.

Ferlir

Ferlir á ferð um vetur á Sveifluhálsi.

Hópurinn, breytilegur frá einum tíma til annars, hefur notið leiðsagnar frábærs fólks, sem miðlar hefur fróðleik og sértæka vitneskju um einstök svæði. Því fólki verður seint fullþakkað fyrir móttökurnar.

Ferð

Undirbúningur næstu ferðar.

Auk texta má sjá fjölda mynda og uppdrætti af yfir 200 minjasvæðum. Margt mjög áhugasamt fólk hefur verið með í ferðum. Sumt af því hafði áður skoðað og skráð upplýsingar á afmörkuðum svæðum. Þátttaka þess hefur gert hópnum kleift að auka víðsýnið og fræðast um ýmislegt það, sem áður virtist óþekkt. Við leitir hefur hópurinn fundið áður óþekktar minjar og staðsett aðrar, sem heimildir voru um en virtust týndar. Alls staðar, þar sem bankað hefur verið að dyrum, hefur hópnum verið mjög vel tekið.

Ferlir

Reynir Sveinsson miðlar fróðleik við Hvalsneskirkju.

Þátttakendur hafa einnig átt frábært samstarf við ágæta fulltrúa Hellarannsóknarfélagsins, Ferðamálafélags Grindavíkur, kirkjuverði, skólastjórnendur, innfædda leiðsögumenn og margra fleiri á ferðum sínum. Sem dæmi má nefna að bæjarstjórinn í Grindavík. Ólafur Ólafsson, var sérstaklega áhugasamur um sitt umdæmi og mætt í margar ferðir er farnar voru innan umdæmisins.

Uppgötvanir

Í hellinum FERLIR í Brennisteinsfjölum.

Verður það að teljast einkar virðingarvert því talsverður tími hefur farið í ferðir um það víðfeðma umdæmi. Safnað hefur verið miklum fróðleik um Skagann, skráðir GPS-punktar á minjar, hella, skúta, sel og annað er merkilegt hefur þótt. Þá hafa einstök minjasvæði, s.s. Gömlu Hafnir, Húshólmi, Selatangar, Krýsuvík, Selalda, Strandarhæð, Kaldársel o.fl. staðir verið dregin upp skv. lýsingum eldra fólks, en fróðleiksmiðlun þess verður seint metin að verðleikum.

Selatangar

FERLIRsfélagar á Selatöngum.

Ágætt samstarf var við Örnefnastofnun á meðan hún var og hét. Naut stofnunin góðs að því með því að fá afrit af örnefnakortum er gjörð voru. Viðtöl hafa og verið tekin við fólk, sem enn man hvaða minjar voru hvar og hvað var gert á hverjum stað.
Afraksturinn má nú sjá hér á vefsíðunni… 

Ganga

Gengið um Sveifluháls – í frábæru veðri.

Breiðholtshvarf

Í bókinni „Elliðaárdalur – Perla Reykjavíkur“ er m.a. fjallað um stríðsminjar í Elliðaárdal:

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur – loftmynd.

„Elliðaárdalur er stærsta græna svæðið innan Reykjavíkur, hluti af umhverfi og menningarsögu borgarinnar og eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarinnar.
Í nýrri bók um Elliðaárdalinn, Elliðaárdalur – Perla Reykjavíkur, er fjallað um gróðurfar, fuglalíf og fjölbreytilega jarðfræði dalsins og einnig sögustaði og friðlýstar minjar. Í eftirfarandi kafla úr bókinni er í máli og myndum gerð grein fyrir ýmsum minjum frá stríðsárunum síðari.

Stríðsminjar í Elliðaárdal
Í síðari heimsstyrjöldinni, 1940-1945, var kömpum, þ.e. braggaþyrpingum setuliðsins, komið upp nánast alls staðar í borgarlandinu þar sem því varð við komið. Þar á meðal voru nokkrir í Elliðaárdal.

Kampar og stríðsminjar í landi Ártúns

Camp Ártún

Camp Ártún 1942.

Fimm herkampar voru í landi Ártúns, þar af þrír á því landi sem nú er undir borgarvernd og einn í jaðri þess. Tveir kampar voru sitt hvorum megin við bæjarhólinn.
Camp Alabaster (Camp Pershing) var skammt frá Elliðaárstöð. Þar voru aðalstöðvar breska setuliðsins eftir að þær voru fluttar úr Menntaskólanum í Reykjavík við Lækjargötu. Alabaster var nafn á hernaðaráætlun Breta við töku Íslands. Þann 13. maí 1942 flutti bandaríska setuliðið hluta af aðalstöðvum sínum eða „Iceland Base Command HQ“ í þennan kamp. Breyttu þeir nafni hans í Camp Pershing.
Camp Battle var norðan við Camp Alabaster/Pershing, hinum megin við bæjarhól Ártúns.
Camp Hickham var í Ártúnsbrekku, þar sem jarðhýsin eru nú, reistur af bandaríska setuliðinu.
Camp Fenton Street var á þeim slóðum sem bílaumboðið BL er nú.

Fossvogur

Fossvogur; RCAF-Camp.

Þann 22. apríl 1942 tóku Bandaríkjamenn við yfirstjórn hers bandamanna á Íslandi úr höndum Breta. Af því tilefni fór herforingi Breta af landi brott en við yfirstjórn breska hersins hér tók fylkisforingi og voru aðalstöðvar hans í Camp Fenton Street.
Auk þessa var einn kampur á Ártúnshöfða (Camp Ártún) og tveir kampar voru vestan við Elliðaár, á móts við Ártún (Camp Pony og Camp New Mercur).
Eins og nærri má geta höfðu kamparnir mikil áhrif á líf fólksins á svæðinu. Til að mynda var öryggisgæsla svo ströng að jafnvel börnin þurftu vegabréf til að komast heim til sín.

Fossvogur

Fossvogur – braggi.

Eftirminnilegt þótti að Elliðaárstöðin var máluð í felulitunum á stríðsárunum, ekki hvít eins og alltaf. En svo var raunar um ýmis önnur mannvirki einnig.
Þegar setuliðið hvarf af landi brott í stríðslok fluttust íslenskar fjölskyldur inn í Camp Fenton Street og fékk hann þá nafnið Elliðaárhverfi. En nú hafa nær öll hernaðarmannvirki verið fjarlægð úr landi Ártúns. Einu ummerkin eru í Ártúnsbrekkunni. Annars vegar er það dæld eftir sandpokavígi sem nú er að mestu fallið saman. Hin ummerkin eru undir yfirborði jarðar, neðanjarðarbyrgi, sem búið er að hylja munnann á með jarðvegi.

Camp Baldurshagi

Fossvogur

Braggahverfi í Fossvogi.

Hann var þar sem nú er skeiðvöllur hestamannafélagsins Fáks á Víðivöllum. Þetta var stór kampur með um 100 bröggum sem breska setuliðið reisti. Fyrst voru þarna breskir hermenn úr Duke of Wellington hersveitinni. Síðar, þegar landgönguliðar bandaríska sjóhersins komu til landsins, 7. júlí 1941, fengu þeir þar inni. Bretarnir fluttust þá að Geithálsi þar sem þeir reistu nýjan kamp.
Ummerkin sem nú sjást eftir Camp Baldurshaga eru leifar af braggagólfum og sökklum. Ennfremur var eitt húsið úr kampinum flutt í Seláshverfi og gert að íbúðarhúsi. Nafnið á kampinum er raunar villandi því að hinn upphaflegi Baldurshagi er við Suðurlandsveg. Meðal íbúa í Camp Baldurshagaárið 1941 var Ralph Hannam, sem eftir stríðið settist að í Elliðaárdal.

Skotbyrgi
Í Breiðholtshvarfi, ofan við Árbæjarlón, er steypt skotbyrgi af þeirri gerð sem algeng var á stríðsárunum og finnast enn m.a. í Öskjuhlíð. Þetta er steinkassi, um 3 m á hvern veg, og hefur verið skotrauf framan á honum. Þakplata byrgisins er steypt og hefur lítið látið á sjá. Veggir eru hins vegar hlaðnir úr holsteini og eru þeir farnir að molna nokkuð.“

Heimild:
-Morgunblaðið – 294. tölublað, fimmtudagur 15. desember 2016, bls. 62.

Letursteinn

Letursteinn í Elliðaárdal.

Garðar

Sigurður Björnsson skrifaði um „Garðabæ“ í Félagsrit eldri borgara árið 2007:
„Garðabær er hluti af Álftaneshreppi hinum forna, sem fyrst var skipt árið 1878 í Garðahrepp og Bessastaðahrepp. Síðar var Hafnarfjörður skilinn frá Garðahreppi og fékk kaupstaðarréttindi árið 1908. Þessi sveitarfélög heita nú Garðabær, Hafnarfjarðarkaupstaður og Sveitarfélagið Álftanes.

Álftanes

Álftanes – Örnefnakort.

Umhverfi og ásýnd Garðabæjar mótast að verulegu leyti af hrauninu, sem brann fyrir um það bil 7200 árum og rúmlega 3000 árum eftir að síðasta jökulskeiði lauk. Hraun þetta rann frá eldvarpinu Búrfelli, sem er suðvestan Heiðmerkur, 7,2 km í suðaustur frá Garðatorgi og 2,5 km norðaustur frá Helgafelli, sem er móbergsfjall myndað í eldgosi undir jökli á síðustu ísöld. Búrfellshraunið heitir ýmsum nöfnum eftir því hvar menn eru staddir hverju sinni, svo sem Smyrlabúðarhraun, Svínahraun, Vífilsstaðahraun, Urriðakotshraun, Garðahraun og Gálgahraun.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Hluti Búrfellshrauns rann einnig vestar og heitir þar ýmsum nöfnum, sem ekki verða rakin hér, nema hvað Hafnarfjarðarhraunið er hluti þess. Hér er því hvorki skortur á hraunum né örnefnum. Tómas Guðmundsson skáld komst snilldarlega að orði þegar hann sagði í kvæði sínu, Fjallganga: „Landslag yrði lítils virði, ef það héti ekki neitt.“
Mér er ætlað að rekja hér örnefni og greina frá kennileitum í Garðabæ frá fjöru og fram til fjalla. í bókinni Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar eftir Guðlaug Rúnar Guðmundsson er örnefnaskrá á 78 blaðsíðum svo ljóst má vera, að hér verður aðeins stiklað á stóru í stuttri grein. í þeirri bók geta þeir, sem áhuga hafa, aflað sér nánari fróðleiks um Garðabæ og örnefni þar.

Skógtjörn

Garður/brú milli Skógtjarnar og Aukatjarnar.

Mörk Garðabæjar og Álftaness liggja um tvær tjarnir, Lambhúsatjörn og Skógtjörn. Eiðin, sem áður skildu þessar tjarnir frá sjó, eru nú horfin í hafið, þannig að þær eru raunar báðar orðnar að vogum. Afrennsli frá Skógtjörn var til suðurs um Oddakotsós við miðbik tjarnarinnar og lágu hreppamörkin um ósinn. Vestan óssins var Hliðsnesið í Bessastaðahreppi með samnefndum bæ, og lá nesið til suðurs frá Álftanesinu. Hafið rauf eiðið norðan bæjarins og stóð hann þá á eyju, erfiðara varð um aðföng og róa þurfti með börnin á báti til þess að þau kæmust í Bjarnastaðaskóla.

Garðahverfi

Garðahverfi – Örnefnakort.

Fyrstu jarðýturnar í eigu íslendinga komu til landsins 1942 og eina þeirra, e.t.v. þá fyrstu, áttu bræðurnir Eyþór og Gunnar Stefánssynir frá Eyvindarstöðum á Álftanesi. Þeir voru fengnir með ýtuna til þess ýta upp í gamla ósinn og koma Hliðsnesinu í vegasamband inn í Garðahrepp.

Skógtjörn

Við Skógtjörn.

Bæjamörkin liggja hins vegar óbreytt, þar sem áður var ósinn suður úr Skógtjörninni. Hér er land allt hægt og sígandi að hverfa í hafið eins og sjá má af því, að bæði á botnum tjarnanna og úti fyrir ströndinni suður af Garðaholti og umhverfis Álftanes eru víða myndarlegir móhleifar, en mór myndast af gróðurleifum í mýrum inni á landi en aldrei í söltu vatni, enda engar gróðurlendur þar. Á báðum þessum tjörnum er fjölskrúðugt fuglalíf, einkum vor og haust, þegar norðlægir farfuglar hafa þar viðkomu og er margæsin þar áberandi. Á eiðinu milli Lambhúsatjarnar og Skógtjarnar, hægra megin við veginn þegar ekið er út á Álftanes, er lágur hóll með tóftarbroti. Þarna stóð bærinn Selskarð. Sunnan við Selskarð og austur af Skógtjörninni, vestan Álftanesvegar, heitir Álamýri.

Selur

Selur í Skógtjörn.

Suð-austur frá Skógtjörn rís Garðaholtið. Vestan í holtinu standa Garðar, höfuðból og kirkjustaður frá fornu fari. Garðakirkja var aflögð árið 1914 og um miðja öldina var svo komið að aðeins stóðu eftir grjótveggirnir opnir fyrir veðri og vindum, gluggalausir og þaklausir. Til tals kom að brjóta veggina niður og nota í hafnargarð við Hafnarfjarðarhöfn. Því menningarslysi var þó forðað, sem betur fer, fyrir atbeina nokkurra góðra manna og þó einkum vegna atorku kvennanna í nýstofnuðu Kvenfélagi Garðahrepps, og fórnfúsra starfa þeirra. Þær endurreistu Garðakirkju og var hún vígð af séra Sigurbirni Einarssyni biskupi hinn 20. mars 1966.

Álftanes

Álftanes – herforningaráðskort 1903. Hér sjást landamerkimum Skógtjörnina.

Sunnan og vestan í Garðaholtinu er Garðahverfið. Þarna voru 25 býli og þurrabúðir árið 1868. Mörg þessi býli standa þar enn.
Nyrst i Garðahverfinu, niður undir Skógtjörn, eru Hausastaðir. Þar er minnisvarði um einn fyrsta vísi að reglulegu skólahaldi fyrir börn og unglinga hér á landi. Þessi skóli var starfræktur á vegum Thorkillisjóðsins árin 1791-1812, en sjóður sá varð til samkvæmt ákvæði í arfleiðslubréfi Jóns Þorkelssonar fyrrum skólameistara í Skálholti og átti hann að standa straum af skólahaldi fyrir fátækustu og mest þurfandi börn í Kjalarnesþingi.
Skammt suðaustur frá Garðakirkju stendur félagsheimilið Garðaholt, sem upphaflega var reist árin 1908-11 sem skóli og þinghús hreppsins.

Garðahverfi

Minnismerki um Hausastaðaskóla og Hausastaði.

Aukið hefur verið við húsið nokkrum sinnum og hefur það í mörg ár þjónað sem samkomuhús bæjarins. Kvenfélagið sér um rekstur Garðaholts. Örskammt til vesturs frá Garðaholti, neðan við veginn til Hafnarfjarðar, stendir býlið Krókur, sem Garðabær á nú og rekur þar byggðasafn. Fyrri eigendur gáfu bænum húsin ásamt öllu innbúi. Efst á Garðaholtinu er fagur og mikill skógarreitur. Holtið var áður autt, grýtt og gróðurvana, því þarna næða norðanvindar. Árið 1955 fékk Sigurður Þorkelsson, skipasmiður, þarna land á leigu, girti það og hóf uppgræðslu og trjáplöntun. Hann byggði sér bústað ásamt konu sinni, Kristínu Gestsdóttur, sem nú er nýlátin. Þennan stað gerðu þau að þeim unaðsreit, sem þar er orðinn, og nefndu hann Grænagarð.

Garðaholt

Garðaholt – hringsjá.

Á Garðaholti er hringsjá, sem Rótarýklúbburinn í Görðum lét gera. Sigurður Björnsson, verkfræðingur, sá er ritar þessa grein, mældi á holtinu og hannaði hringsjána. Hún sýnir fjallahringinn, hæðir fjallanna og fjarlægðir frá Garðaholtinu. Á skífunni er sólúr.
Nyrst í Garðahrauni, skammt frá Lambhúsatjörn, er hraungúll, sem klofnað hefur og myndar tvo kletta eða þrjá. Klettana notaði Bessastaðavaldið sem aftökustað þeirra ógæfumanna, sem þeir töldu dauðaseka að þeirra tíma reglum og lagabókstaf. Klettarnir nefndust Gálgaklettar eða Gálgaklofningar og hraunið Gálgahraun.

Hádegishóll

Hádegishóll – landamerkjavarða.

Austan Gálgahrauns er Arnarnesvogur. Nyrsta spýja Garðahraunsins skagar í mjóum tanga út milli Arnarnesvogar og Lambhúsatjarnar og heitir þar Eskines.
Suður frá Arnarnesvogi rís Hraunsholtið og austan þess rennur Hraunsholtslækur til sjávar. Hann á upptök sín í Vífilsstaðavatni og nefnist efri hluti hans Vífilsstaðalækur. Lækurinn rennur með hraunjaðrinum sunnan við Flatahverfið. Úti í hrauninu er stakur hóll er nefnist Hádegishóll, eyktamark frá bænum Hraunsholti, og er á bæjamörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar.“

Heimild:
-Félagsrit eldri borgara, 2. tbl. 12. árg. 2007. „Listin að lifa“ – 2. tölublað (01.06.2007), Sigurður Björnsson, verkfraðingur, Gengið um Garðabæ, bls. 44-45.

Garðabær

Garðabær – uppland – kort.

Hnúkar

Gengið var um Hnúka á Selvogsheiði.

Hnúkar

Í Hnúkum.

Ætlunin var m.a. að skoða Hnúkahelli suðaustan undir Efstahnúk og mannvistarleifar norðaustan við hann – við stóra hraunbólu. Við hann eru tóftir og hleðslur, óskráðar. Norðan við hnúkinn er hraundrýli, eitt hið fallegasta á landinu, þriggja mannhæðarhátt og um fimm metra djúpt. Ekki er vitað til þess að maður hafi stigið þar niður fæti. Hæfilega langur sigbúnaður var með í för. Norðar er gróin hrauntröð, hluti Selvogsheiðardyngjunnar, og vatnsstæði. Norðvestar er gat ofan í jörðina. Lítið ber á því, en óvíst var hvað það hefði að geyma. Vestar er Afmælishellir þar sem haldið var upp á FERLIR-800 með reyktri grásleppu, lifrapylsu og harðfisk að þjóðlegum sið – niðurskolað með mysu. Ætlunin var að skoða hellinn og nágrenni hans gaumgæfilega. Um er að ræða stóra klofna og heillega hraunbólu með ágætt útsýni yfir Selvogsheiði.

Hnúkar

Hnúkar – Bjrn Hróarsson í hraundríli.

Í ferðinni, auk þessa, fannst hellir í austanverðum Hnúkum. Við op hans er klöppuð áletrun í bergið.
Hnúkar skiptast í Austurhnúka og Vesturhnúka. Austurhnúkar eru þrír, Syðstihnúkur, Austastihnúkur og Vestastihnúkur. Vesturhnúkar eru líka þrír, Neðstihnúkur, Miðhnúkur og Efstihnúkur. Hnúkarnir, strýturnar á Selvogsheiði, eru ekki gjall- eða klepragígar líkt og halda mætti við fyrstu sýn – þegar horft er á þá úr fjarlægð. Þeir eru í rauninni af ætt hraundrýla – þ.e. risaætt þeirra. Selvogsheiðin er dyngja. Strýturnar marka nokkurn veginn gíginn. Hraundrýli myndast oft á yfirborðsþekju hrauna við uppstreymisop, nálægt gígnum, þar sem lofttegundir, einkum vetni (H2), streyma upp, brenna, og rífa með sér hraunslettur. Hraunsletturnar falla sem kleprar umhverfis opið og mynda þannig holan kleprahrauk sem oft líkist einna helst ofni, samanber erlenda heitið á þessum myndunum, hornito. Það mun vera komið úr spænsku og merkir ofn.

Hnúkar

Hnúkar – hraundríli.

Algengast er að hraundrýli myndist nálægt eldgígum t.d. á gígbörmunum umhverfis hrauntjarnir í dyngjum eins og Selvogsheiði. Hraundrýli eru nokkuð algeng í hraunum og þá jafnvel langt frá gígunum eins og t.d. Tröllabörn í Elliðaárhrauni (Leitahrauni) neðan Lækjarbotna, í Eldvarpahrauni og í Hvassahrauni. Þar eru reyndar um að ræða hraundrýli af „eðlilegri“ stærð, en hnúkana sjálfa verður hins vegar að telja til yfirstærðar slíkra drýla. Þeir eru mjög form- og litfagrir á að líta – myndast vel. Eflaust munu einhverjir framkvæmdaverktakar renna hýrum augum til þeirra í framtíðinni. Í þeirra augum eru slík fyrirbrigði fyrst og fremst efnisleg verðmæti en ekki jarðfræðidjásn eins og þau eru í augum ferðamanna og náttúruunnenda. Nefna má önnur sambærileg dæmi: Í augum hestamannsins er hesturinn farartæki, gæðingur, vinur, fegurð og náttúruundur, en í augum kaupmannsins er hann kjöt. Í augum sumarbústaðaeigandans er sumarbústaðurinn afdrep, snerting við umhverfið, hvíld, endurnæring, en í augum innbrotsþjófsins er hann verðmæti í skiptum fyrir fíkniefni. Í augum bíleigandans er bíllinn tæki til að komast á milli staða, tímasparnaður, möguleiki, stöðutákn, en í augum bifvélavirkjans er hann tekjulind. Hjólhýsi eru væntingar um þægindi í augum sumra, en óþarfi í augum annarra. Svona lítur fólk misjöfnum augum á lífsins gæði/verðmæti. Það sem einum er kært er öðrum kærara – á annan hátt. Góð heilsa er þó jafnan fyrir mestu.

Hnúkar

Fjárskjól í Hnúkum.

Því miður er hin sögulega staðreynd sú að „hugverðmæt“ náttúran og umhverfið hefur ávallt þurft að víkja fyrir „krónuverðmætum“, jafnvel þótt mun færri hafi með umtalsverðar krónur að gera en hughrif. Hið síðarnefnda er og hefur alltaf verið allra – og gagnast öllum – alltaf, en eir og seðlar verða að teljast „glópagull“ – a.m.k. að fenginni reynslu í meira en 5000 ára menningarsögu mannkynsins. En hversu mörg árhundruðin eða jafnvel -þúsundin enn þarf maðurinn til að læra það sem til þarf? Flestar „mikilvægar“ ákvarðanir, sem taka þarf í dag, hafa verið teknar áður (sumar með hörmulegum afleiðingum), flest viðbrögð fólks við teknum ákvörðum hversdagsins hafa áður komið fram og flest af því sem skiptir „raunverulegu“ máli hefur því miður einungis varðað fáa. Þannig er og verður rándýrt hjólhýsið einungis skammvinn ánæga – eða í besta falli dýrmæt reynsla.
Að framansögðu má ekki endilega halda að um einskæra speki sé að ræða, heldur er hér fyrst og fremst verið að reyna að nota ákveðna orðtækni til að koma að a.m.k. einni af hinum góðu myndum til viðbótar, sem teknar voru á hinu myndræna svæði Hnúkanna. Í rauninni skiptir umhverfið – jörðin okkar – engu máli. Hún er og verður – meðan við lifum a.m.k. Og af hverju ættum við að hafa áhyggjur af öðrum, sem á eftir koma?
Hnúkahellir er suðaustan undir Efstahnúk. Hann er um 30 metra langur, sléttur í botninn. Við suðurvegg hans eru smávaxnir dropsteinar.
Suðaustan við Hnúka var gengið fram á op í jörðinni. Nálægt því var lítil varða. Hellirinn er um 20 m langur, mannhæðarhár og sléttur í botninn. Við op hans er klöppuð áletrun í bergið. Svo virðist sem sjá megi ?ÖKJU – HE??. Fróðlegt væri að reyna að komast að því fyrir hvað þetta gæti staðið. Hellirinn hefur fengið vinnuheitið „Leturhellir“.
Nokkru vestan við hellinn eru mannvistarleifar við stóra hraunbólu; tvær tóftir og hleðslur, óskráðar.
Í hellinum, hér nefndur „Tóftahóll“, eru hleðslur, m.a. hringhleðsla. Tóftin framan við munnan er greinilega gömul. Hin tóftin er norðan við hólinn. Þá sést vel móta fyrir stvískiptum hlöðnum stekk eða kví norðan við hólinn. Hellirinn sjálfur er aðgengilegur og hin myndarlegasta aðstaða. Hraunbólur sem þessi eru jafnan nefndar hraunhvel á jarðfræðimáli. Þau myndast vegna þrýstingsáhrifa sem verða sökum mismunandi rennslishraða á milli hálfstorknaðs yfirborðs og hraunkviku undir. Hólar og hæðir í helluhraunum stafa líka af því að djúpir hraunstraumar kaffærðu hóla og hæðir sem fyrir voru í landslaginu. Mishæðirnar koma svo aftur í ljós þegar kvikan rennur undan storknaðri hraunskáninni í lok gossins. Þarna norðvestan við er gróin hluti dyngjugígsins. Norðvestast í henni er vatnsstæði. Ekki er ólíklegt er hér sé um að ræða gamalt sel frá Nesi í Selvogi, en svæðið er innan landamarka þess. Nes er fyrrum stórbýli.

Hnúkar

Hnúkar – hellir.

Norðan við hnúkinn er hraundrýli, eitt hið fallegasta á landinu, þriggja mannhæðarhátt og um fimm metra djúpt. Björn Hróarsson fór niður í það og niður á botn. Botninn er heill svo lengra verður ekki komst niður á við.
Norðvestar er gat ofan í jörðina. Lítið ber á því, en óvíst var hvað það hafði að geyma. Eftir að hafa fjarlægðir höfðu verið nokkrir steinar fór Björn niður. Þar kom hann inn í lítið herbergi og voru veggir þess „glerjaðir“ með þunnu hraunlagi. Ekki sást í rás út úr því. Svo virðist sem þarna hafi legið glóandi kvika um tíma og brætt grannbergið, en sigið síðan undan.
Vestar er Afmælishellir (FERLIR-800). Ætlunin var að skoða hann gaumgæfilegar. Um er að ræða stóra klofna, rúmgóða og heillega hraunbólu. Hann vildi hins vegar ekki láta líta á sig í þetta skiptið. Það er reyndar ekkert verra því fara þarf á þetta svæði að nýju fljótlega og skoða þá svæðið norðvestan við dyngjuna.

Hnúkar

Hnúkar – áletrun við hellisop.

Hnúkarnir eru einstaklega fallegt útivistarsvæði og líklegt má telja að þarna kunni við nákvæma leit að leynast áður ófundnar minjar og mannvistarleifar.
Hins vegar fannst fjárskjól vestan við Hnúka. Þar er rúmgott gat á jafnsléttu og fallin varða ofan við. Verður skoðað betur næst.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mínútur.

Heimild m.a.:
-http://www.ismennt.is/not/gk/jfr/ordskyr/
-Örnefnaskrá fyrir Nes.

Hnúkar

Hnúkar.

Garðar

Skv. Örnefnaskrá 1964 lá Garðagata „frá Garðahliði norður holtið hjá Prestahól í Stekkinn“, þ.e. Garðastekk og við hana hefur Götuhóll eða Göthóll e.t.v. verið kenndur, „klapparhóll litlu norðar en Prestahóll, rétt við Garðagötu“. Framhald virðist vera af götunni um 100 m norðan við stekkinn, á móts við núverandi Garðaholtsveg, en þar liggur skv. Fornleifakönnun 1999 annar slóði upp í hraunið til norðausturs og sameinast Álftanesgötu eða Gálgahraunsstíg nyrðra.

Garðastekkur

Garðastekkur.

Í Örnefnalýsingu 1958 er Garðastekkur sagður vera norðaustan Presthóls, „niður við hraun“. Skv. Örnefnaskrá 1964 var hann „í hraunbrún Gálgahrauns miðs vegar milli Garðaholtsenda og Lambhúsatjarnar […] spölkorn niður frá vegamótum. Þar eru hleðslur og tættur gamla stekksins.“ Við hann eru kennd Garðastekkatún „grónar flatir út frá hrauninu kringum stekkinn […] Þar var seinna girt af land til ræktunar og nytjað frá Görðum.“

Garðastekkur

Fjárborg ofan Garðastekks.

Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: „Krummaklettar eru fyrsta örnefnið á hægri hönd, þegar farið er norður hraunbrúnina norðan Álftanesvegar. Hefur hraunskelin brotnað þar niður og myndað klettana. Þarna hefur hrafn orpið annað slagið. Rústir af gamalli fjárrétt, Garðastekk, eru u.þ. b. 150 metrum norðan við Krummakletta, á móts við Garðaholtsveg, þar sem hann kemur á Álftanesveg. Rétt þessi var notuð fram yfir 1930.“

Garðahverfi

Garðahverfi.

Kristján Eldjárn skoðaði svo minjarnar og lýsti þeim árið 1978: „Beint austur af [Presthól], við jaðar Gálgahrauns, heitir Stekkur og er þar nú að sjá allstórt ræktað tún, sem nytjað er frá Katrínarkoti. Vafalítið mun hafa verið þarna stekkjarstæði frá Görðum og nokkur tún umhverfis.

Garðastekkur

Garðastekkur.

Talsverðar minjar er enn að sjá, og mun þó það sem mest ber á ekki vera tengt stekknum, heldur er það sýnilega rétt, hlaðin úr hraunsteinum og virðist varla geta verið mjög gömul. Mætti ef til vill segja að réttin sé almenningur og þrír dilkar. Hún er um 20 x 6 m og hlaðin upp að hraunbrúninni. Auðséð er að réttin hefur verið byggð á einhverjum rústum sem mótar fyrir inni í almenningnum og í krika milli norðurveggjar hennar og dilkveggjar þar. En rétt fyrir norðan réttina er grasivaxin tóft, um 10 m löng og 4-5 m breið. Ekki er skynsamlegt að fullyrða hvað þetta er, en sennilega eru öll þessi gömlu ummerki á einhvern hátt tengd stekkjarlífinu. Mikill graslubbi torveldar að gera sér grein fyrir rústunum. Grjótgarður hefur verið kringum allstórt stekkjartún og sér nú víða undirstöður hans en þó ekki allt í kring. Mann grunar að grjót hafi verið tekið úr þessum garði þegar réttin var hlaðin. Ætla má að stekkjartúnið hafi verið allt að 80 x 100 m, en ekki er þetta nákvæmt. Heim að Görðum er hæfilegur stekkjarvegur og staðurinn er upplagður sem stekkjarstæði.“

Garðahraun

Götur í og við Garðahraun.

Kristján rissaði upp réttina, hugsanlegar stekkjarleifar og tóft en suðurveggur hennar liggur nokkurn veginn samhliða norðurvegg réttarinnar. Skv. Fornleifaskráningu 1984 er þetta um 350 m í norðaustur frá Bessastaðaveg. Þarna er ræktað tún sunnan undir hraunbrúninni, tveir túnbleðlar, og rústirnar þar upp við hraunið. Í vestsuðvestur sést lítill grýttur hóll. Um 10 m eru milli réttarinnar og tóftarinnar en hún er í vestari túnblettinum. Tóftin er skýr þótt hún sé grasi vaxin en lögunin ógreinileg. Hún mælist 10,1 m á lengd og 5,2 á breidd, veggirnir um 1 m á breidd og 0,5 m á hæð. Skrásetjari giskar á að þarna hafi verið fjárkofi. Aftur fór svo fram Fornleifakönnun 1999 og segir þá að í krikanum sem myndast vestan við réttina sé „grasi gróin tóft, 10 x 4 m að utanmáli og mögulega kró eða smátóft aftanúr henni að austan. Gæti verið hinn eiginlegi stekkur.“ Tóftin hefur stefnuna norðvestur-suðaustur.

Fógetastígur

Fógetastígur.

Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: „Krummaklettar eru fyrsta örnefnið á hægri hönd, þegar farið er norður hraunbrúnina norðan Álftanesvegar. Hefur hraunskelin brotnað þar niður og myndað klettana. Þarna hefur hrafn orpið annað slagið. Rústir af gamalli fjárrétt, Garðastekk, eru u. þ. b. 150 metrum norðan við Krummakletta, á móts við Garðaholtsveg, þar sem hann kemur á Álftanesveg. Rétt þessi var notuð fram yfir 1930.“  Eftir að hafa sagt frá stekknum segir Kristján Eldjárn 1978 að þarna í stekkjarstæðinu séu enn „talsverðar minjar […] að sjá, og mun þó það sem mest ber á ekki vera tengt stekknum, heldur er það sýnilega rétt, hlaðin úr hraunsteinum og virðist varla geta verið mjög gömul. Mætti ef til vill segja að réttin sé almenningur og þrír dilkar. Hún er um 20 x 6 m og hlaðin upp að hraunbrúninni. Auðséð er að réttin hefur verið byggð á einhverjum rústum sem mótar fyrir inni í almenningnum og í krika milli norðurveggjar hennar og dilkveggjar þar. […] Grjótgarður hefur verið kringum allstórt stekkjartún og sér nú víða undirstöður hans en þó ekki allt í kring. Mann grunar að grjót hafi verið tekið úr þessum garði þegar réttin var hlaðin.“

Garðastekkur

Garðastekkur – uppdráttur ÓSÁ.

Skv. Fornleifaskráningu 1984 er þetta „vel hlaðin rétt, skiptist í 4 megin hólf – 1 „safn“ og 3 hólf […] hlaðin úr hvössu grjótinu úr Gálgahrauninu“. Veggir eru 0,3-1 m á breidd og 0,5-1 m á hæð. Við Fornleifakönnun 1999 segir svo: „Grjóthlaðin rétt með 4 hólfum og vestan við hana gróin tóft. Réttin er hlaðin utan í hraunkant og hefur stekkjartún verið í kring. […] Réttin skiptist í fjögur hlaðin hólf en milli hennar og hraunsins myndast einnig tvö hólf til viðbótar. Þá sjást leifar af fimmta hólfinu nyrst. Sunnan við það er 11 x 9 m hólf með dyrum á vesturvegg og eru hleðslurnar allar bogadregnar í þessu hólfi. Sunnan við það er stærsta hólfið og er ekki gengt á milli. Það er 19 x 6 m og er aðeins gengt úr því í annað af tveimur minni hólfum sem eru áföst við það sunnan við. Þau eru bæði um 5 x 5 m með dyr á suðurvegg.“

Garðastekkur

Garðastekkur (Garðarétt).

Skv. Örnefnaskrá 1964 voru Garðastekkatún „grónar flatir út frá hrauninu kringum stekkinn […] Þar var seinna girt af land til ræktunar og nytjað frá Görðum.“  Um það segir Kristján Eldjárn árið 1978: „[…] er þar nú að sjá allstórt ræktað tún, sem nytjað er frá Katrínarkoti […] stekkjarstæði frá Görðum og nokkur tún umhverfis. […] Grjótgarður hefur verið kringum allstórt stekkjartún og sér nú víða undirstöður hans en þó ekki allt í kring. Mann grunar að grjót hafi verið tekið úr þessum garði þegar réttin var hlaðin. Ætla má að stekkjartúnið hafi verið allt að 80 x 100 m, en ekki er þetta nákvæmt.“ Við Fornleifakönnun 1991 segir: „Stekkjartún hefur verið í kringum stekkinn og hefur það verið ræktað upp og er enn notað. Norðan við stekkjartúnið eru kálgarðar frá þessari öld […] Fjær eru stórgrýttir flagmóar.“

Garðaflatir

Garðaflatir og Garðahraun – uppdráttur ÓSÁ.

Í Minnispunktum úr skoðunarferð 1978 segir Kristján Eldjárn: „Fjárborg hefur verið á hraunbrúninni; (Gálgahrauns) beint andspænis Görðum, fáeinum metrum ofan við réttina og aðrar minjar þar sem heitir Stekkur. Varla er unnt að segja með réttu að fjárborgin sé hluti af stekksminjunum, þótt hvort tveggja sé viðkomandi sauðfé, og þess vegna er borgin talin sér. Nú er ekkert eftir af borginni nema undirstöðurnar, en þær eru líka mjög greinilegar og skemmtilegar. Borgin hefur verið hlaðin úr hraungrjóti og alveg kringlótt, um 10 m í þvm út á ytri brúnir. Veggir allþykkir.

Garðar

Garðar – fjárborg við Garðastekk í Garðahrauni.

Trúlegt virðist að borgin hafi verið rifin til þess að fá grjót í réttina sem hlaðin hefur verið á stekkjarstæðinu og enn stendur. Ég var að athuga stekkjarminjarnar og réttina 20. sept. þegar ég allt í einu rak augun í þennan skemmtilega hring í hrauninu. Grjótið er allt með skófum og litum eins og hraunið sjálft svo að næstum lítur út eins og náttúran sjálf hefði teiknað  þennan hringferil svona hárrétt á jörðina. En svo er þó reyndar ekki, heldur er þetta eitt af mörgum fjárskjólum hér á Reykjanesi, þar sem útigöngufé var ætlað að ganga af, helst allan veturinn.“

Garðastekkur

Garðastekkur – tóft.

Við Fornleifaskráningu 1984 er fjárborgin sögð vera „á hrauntá í jaðri Gálgahrauns“ um 30 m norðaustan og ofan fjárkofans og rúmlega 375 m frá Bessastaða veg. Rústin er þá mjög skýr, „hringlaga eða réttur hringur að utanmáli“, um 11 m í þvermál. Veggir eru um 2 m á breidd og auðgreinanlegir því þeir eru ólíkt umhverfinu lítt mosagrónir. Hæð þeirra er ekki teljandi en í rústinni miðri er grjót og hún er há miðað við umhverfið. Líklegt má telja að veggir fjárborgarinnar hafi síðar verið nýttir í réttina (stekkinn).

Sjá meira um Fógetastíg og Garðahraun.

Mæðgnadys

Mæðgnadys við Garðagötu.

Heimildir:
-Gísli Sigurðsson: 1964, Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi hinum forna: Bessastaðahreppi: Garðahreppi: Hafnarfirði og Hraunum.
-Orri Vésteinsson: 1999, Fornleifakönnun. Álftanesvegur milli Engidals og Selskarðs. Fornleifastofnun Íslands FS087-99081. Rvk.
-Ari Gíslason: 1958, Örnefnalýsing Garðahverfis.
-Kristján Eiríksson: 1976-7, Örnefnalýsing Garðahverfis skráð eftir lýsingu heimamanna.
-Kristján Eldjárn: Garðar, Garðahreppi, Gullbringusýslu. Minnispunktar úr skoðunarferð, dags. 20. sept. 1978.
-Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: „1300-80“. Fornleifaskráning í Garðabæ 1984. Þjóðminjasafn Íslands.

Fógetastígur

Fógetastígur.

Ásfjall

Útsýnisskífan á Ásfjalli átti sér langa sögu eins og segir í 50 ára afmælisriti Rotaryklúbbsins. Þegar hún var komin á sinn stað og vígsluathöfn hafði farið fram 26. júní 1987 voru fimmtán ár liðin frá því að fyrst var rætt um það í klúbbnum að hann ætti að beita sér fyrir því að koma upp útsýnisskífu á Ásfjalli. Málinu var hreyft öðru hvoru en úr framkvæmdum varð ekki fyrr en þetta ár að forseti klúbbsins, Steingrímur Atlason, fékk nokkra vaska drengi í lið með sér og verkið var unnið.

Ásfjall

Frá vígslunni.

Frá vígslu á útsýnisskífunni á Ásfjalli. Þessir félagar voru auk forsetans: Jón Bergsson og Sigurbjörn Kristinsson, Gísli Guðmundsson, Hjalti Jóhannsson, Einar Ágústsson og Gunnar Hjaltason. Gunnar heitinn Ágústsson hafði einnig liðsinnt í þessum efnum. Lögðu þeir allir fram góð ráð, mikla vinnu og fagþekkingu án þess að ætlast til launa.

Útlagður kostnaður við verkið varð þó um 100 þúsund krónur og kom í hlut klúbbsins að greiða hann. Loks stóðu 14 manns á Ásfjalli við vígslu skífunnar 26. júní 1987.

Steingrímur Atlason

Steingrímur Atlason.

Forseti og Jón Bergsson röktu sögu framkvæmda og veðurguðir sáu um hressilega vatnsskírn því að regn bókstaflega hvolfdist úr loftinu.

Vígsluskálina hafði forseti í fórum sínum og þótti mönnum ekki vanþörf á. Þegar menn bergðu á veigunum reyndust þær vera íslensk mysa. Sló þá þögn á mannskapinn! – um stund.

Útsýnisskífan er efst á Ásfjalli, skammt austan við endurhlaðna vörðuna.

Heimild:
-http://gamli.rotary.is/rotaryklubbar/island/hafnarfjordur/verkefni/utsynisskifa/
-Ljósmyndir; Gísli Jónsson.

Ásfjall

Ásfjall – uppdráttur ÓSÁ.

Hreindýr

Guðmundur G. Bárðarson skrifar um „Hreindýr á Reykjanesskaga“ í Náttúrufræðinginn árið 1932:

Kerlingaskarð

Kerlingaskarð.

„Það mun hafa verið árið 1771, að hreindýrum var hleypt á land á Reykjanesskaga og sleppt í hraunin fyrir sunnan Hafnarfjörð. Voru hreindýr þessi fengin frá Finnmörku. Hreindýrin munu hafa þrifizt þar vel og talsvert fjölgað. Er þeirra oft getið á skaganum síðan, og hafa stundum veiðst þar til muna. Þorvaldur Thoroddsen hyggur, að þau hafi flest fallið harða veturinn 1880—1881, en eftir það hafi þeim nokkuð fjölgað aftur. Segir hann, að 1890 hafi sézt 15—20 hreindýr í einum hóp nærri Bláfjöllum. (Lýsing Íslands II, bls. 457—58).

Hreindýr

Hreindýr.

Síðar munu eigi hafa komið svo harðir vetur, að hreindýrunum hafi stafað veruleg hætta af. Þó er nú svo komið, að hreindýrin munu vera orðin afar fágæt hér á skaganum, ef ekki alveg horfin. Síðustu sumrin hefi eg farið mjög víða um fjalllendin og hraunin á Reykjanesskaga, gengið upp á flest fjöllin, og notið útsýnis með góðum sjónauka yfir héruðin umhverfis þau; en hvergi hefi eg getað komið auga á hreindýr, og ekki heldur fundið horn eða bein af hreinum. Ýmsa kunnuga menn, sem fengizt hafa við smalamennsku, hefi eg líka spurt um hreindýrin, og kváðust þeir ekki hafa séð þau síðustu árin.

Brennisteinsfjöll

Í Brennisteinsfjöllum. Hvalhnúkur fjær.

Guðmundur Jónsson, frá Setbergi í Hafnarfirði, er manna kunnugastur í hraununum og fjöllunum suður og austur frá Kaldárseli. Hann hefir sagt mér, að hann hafi séð 35 hreindýr í hóp uppi á Lönguhlíðarfjöllum fyrir vestan Brennisteinsfjöll. Það var um haustið, í réttum, árið 1880. Um aldamótin síðustu sá hann 2 hreindýr seint í maímánuði; var það bæði kýr og tarfur, og fylgdi þeim kálfur. Það var fyrir neðan Skörðin, fyrir vestan Þrívörðuhnúk. Smalahundur Guðmundar hljóp á eftir hreinunum, og flýðu dýrin upp brekkuna; varð þar brattur skafl á leið þeirra. Runnu þau upp skaflinn, en þar varð kálfurinn seinfærari og hrataði niður skaflinn aftur. Sótti þá hundurinn að honum. Snéru þá fullorðnu dýrin í skyndi aftur. Réðist tarfurinn móti hundinum með miklum ofsa og reyndi að stanga hann. En kýrin lagði af stað með kálfinn upp skaflinn á meðan; lét hún hann ganga við hlið sér, brekkumegin, svo að hann hefði stuðning af sér, meðan þau sneiddu fönnina. Loks tókst Guðmundi að aftra hundinum. Tók þá tarfurinn á rás eftir hinum dýrunum. — Guðmundur kveðst sjálfur ekki hafa séð hreindýrin hér á skaganum eftir þetta.

Hreindýr

Hreindýr.

Á árunum 1885—’90 voru tvö hreindýr skotin hjá Sandfelli, fyrir vestan Vífilsfell; hafði veiðimaðurinn hitt þau í Kristjánsdölum og elt þau þvert yfir brunahraunin unz hann náði færi á þeim við Sandfell. Síðla vetrar um 1890 komu 9 hreindýr í hóp, niður undir Smalaskála hjá Kaldárseli. Þá var heldur harður vetur og knappt um haga. Hreinar þessir urðu fyrir styggð af hundum og flýðu norður fyrir Búrfell.
Ólafur Þorvaldsson, sem nú er bóndi í Herdísarvík, kveðst hafa séð 4 hreindýr í október 1910. Lágu þau á hæð upp á Lönguhlíðarfjöllum norðaustur af Vörðufelli, er hann sá þau fyrst. Komst hann mjög nærri þeim og gat um stund athugað þau í næði. Loks urðu þau vör við hann og tóku á rás. Hlupu þau stóran hring umhverfis hann og fóru á brokki, en stukku eigi; en við og við stönzuðu þau til að athuga hvað manninum liði. Síðan héldu þau áfram í enn stærri hring, unz þau hurfu austur fyrir Brennisteinsfjöll.

Brennisteinsfjöll.

Í Brennisteinsfjöllum.

Dr. Bjarni Sæmundsson hefir sagt mér, eitt hreindýr hafi sézt nærri sjó, skammt fyrir vestan Grindavík, að vorlagi um 1877. Þótti það nýlunda, því að þau voru víst mjög fágæt svo utarlega á skaganum.

Hreindýr

Hreindýr.

Guðmundur Einarsson, listamaður, frá Miðdal, kveðst hafa séð tvö hreindýr í maí 1918 eða 1919. Voru þau suður hjá Bláfföllum. Í september 1926 sá hann eitt ungt hreindýr nálægt Lyklafelli. Er það síðasta hreindýr, sem eg veit til að hafi sézt hér nærlendis. Hann kveðst og hafa séð spor eftir hreindýr að vetrarlagi upp á Heiðinni-há, fyrir 3—4 árum síðan.
Þórður Eyjólfsson frá Vindheimum hefir sagt mér að all-mikið hafði verið af hreindýrum á austur hluta skagans, einkum kringum Bláfjöll og á Heiðinni-há, þegar hann var drengur, rétt fyrir 1880. Sáu menn stundum 50 dýr saman í hóp. Voru þau þá talsvert veidd. Vorið 1908 sá hann 9 í hóp sunnan við Grindaskörð, og á þeim árum kom það fyrir að nokkur hreindýr komu niður að sjó í Selvognum. Var þá fannþungt og hagleysur til fjalla. Meðan hreindýrin voru algengari, var það oft að menn fundu hreinahorn í smalamennskum og fjallleitum þar efra.
Hreindýr
Guðmundur Hannesson, sem eitt sinn bjó á Vigdísarvöllum, hafði oft veitt hreindýr hér á fjöllunum. Mér hefir líka verið sagt, að skotmaður nokkur hafi komið að hreindýrahóp í Marardal, vestan vert við Hengilinn. Er dalurinn girtur klettum á allar hliðar, nema einstígi út úr honum að vestan. Maðurinn komst í einstigið og sat fyrir dýrunum. Þau leituðu fast á að komast út, en hann skaut þau niður hvert af öðru. Hann hafði afturhlaðna byssu, og var það mesta þrekraun fyrir hann, að verja dýrunum útgöngu, meðan hann hlóð byssuna.

Marardalur

Marardalur.

Segja sumir, að hann hafi að lokum orðið að gefa upp vörnina, og sleppa miklu af hópnum, en hafði þó fengið góða veiði. Aðrir segja að hann hafi fellt öll dýrin. Eigi hefi eg getað grafið upp hvaða ár þetta var eða hver þessi skotmaður var. Þætti mér vænt um, ef einhver gæti frætt mig um það.
Af þessum strjálu upplýsingum má ráða það, að aðalheimkynni hreindýranna hafi verið í f jöllunum á austanverðum Reykjanesskaga. Þó hefi eg heyrt þess getið, að þau hafi stundum sézt á Mosfellsheiði og Strandaheiði. Þau munu hafa verið mjög algeng eftir miðja síðustu öld, fram til 1880, en hafa víst týnt mjög tölunni harða veturinn 1880—’81, eins og Þorv. Thoroddsen skýrir frá. Þau hafa líka verið mikið veidd árin þar á undan. Ef til vill hefir þeim fjölgað nokkuð aftur. En síðustu tvo áratugi hefir þeim farið sí fækkandi og eru nú að mestu eða öllu leyti horfin héðan af skaganum. Ástæðan til þessarar síðustu fækkunar hreinanna hér um slóðir geta margar verið, t. d. aukin veiði, að stofninn hafi verið genginn úr sér og orðinn ver fær til þess að bjarga sér, eða það að þau hafi flutt sig af skaganum lengra til norðausturs upp í hálendið, vegna sí-vaxandi umferðar og ónæðis á hinum fornu stöðvum sínum.
Hreindýr
Eigum vér að láta hér við sitja og gera eigi neitt til að koma upp hreindýrastofni á Reykjanesskaga aftur? Í Norður-Ameríku hefir Vilhjálmur Stefánsson landkönnunarmaður beitt sér fyrir því, að hin köldu og óræktanlegu haglendi nyrzt í Ameríku, yrðu gerð að arðbæru landi, með því að koma upp hreinahjörðum, er gengu þar sjálfala, en hefðu aðhald af girðingum, svo að smala mætti þeim saman, reka í kvíar, og velja úr hópunum dýr til slátrunar. — þetta er þegar að nokkru komið í framkvæmd, og þykir bera ákjósanlegan árangur. Austurf jöllin á Reykjanesskaga virðast ágætiega fallin fyrir hreindýr. Á Lönguhlíðarfjöllum, Heiðinni-há og hálendinu þar í grend, er gnægð af fléttugróðri (skófir, hreindýramosi o. fl.) og allmikið af öðrum kjarngróðri, sem góður ætti að vera til beitar handa hreindýrum.
Hreindýr
Nú er komin fjárgirðing úr Selvogi alla leið norðaustur á Hellisheiði. Með lítilli endurbót ætti hún að nægja til að hindra það, að hreindýr af skaganum reikuðu austur. Til viðbótar vantaði girðingu, er stæði fyrir þeim að norðan, svo eigi töpuðust þau þá leið af skaganum.

Hreindýr

Hreindýr.

— Ef til vill gætu og hreindýrin þrifist í þrengri girðingum, þar sem hægra væri við þau að ráða, gefa þeim í harðindum og velja úr þeim til slátrunar. Hreindýrahjarðir hér á skaganum ættu að geta veitt nokkurn arð, ef að svo væri frá girðingum gengið að hafa mætti hemil á þeim, og reka þau saman á haustin til að velja úr þeim slátursdýr.
Verði byrjað á slíku, væri öruggast að fá nýjan og hraustan stofn frá Finnmörku, ala hann fyrst í girðingu, svo hafa mætti eftirlit með dýrunum fyrstu árin. Hagagirðingin á Straumi fyrir sunnan Hafnarfjörð væri hafandi til slíks. Þar er víðlendi nokkuð mikið innan girðingar, og góður gróður, sem hreindýr mundi geta þrifist á, og girðingin sögð traust. Ef til vill mundi og hagagirðing Hafnarfjarðarkaupstaðar, með lítilli viðbót, geta orðið hentug handa slíkum hreindýrum.“ – G.G.B.

Sjá meira um hreindýrin á Reykjanesskaga HÉR.

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn – 1.-2. tölublað (01.02.1932), G.G.B. – Hreindýr á Reykjanesskaga, bls. 7-10.

Hreindýr

Hreindýrshorn við Hjartartröð ofan Hafnarfjarðar.

Reykjanes

Á vefsíðunni eldey.is má lesa eftirfarandi fróðleik um Reykjanes:

Reykjanes – Stórbrotið hraun og eldstöðvar

Reykjanes

Reykjanes – Skálafell.

„Á Reykjanesskaga má finna allar tegundir eldstöðva sem gosið hafa á Íslandi. Talið er að um tólf hraun hafi runnið þar frá því að land byggðist eða að meðaltali eitt hraun á öld.
Á Reykjanesskaganum eru þrjú háhitasvæði sem eru sérstök fyrir það að í þeim hitnar jarðsjór er hann kemst í snertingu við kólnandi kviku. Þessi háhitasvæði eru Reykjanes, Eldvörp og Svartsengi þar sem jarðsjórinn er notaður til að hita upp kalt vatn fyrir Hitaveitu Suðurnesja.

Jarðfræði

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.

Reykjanesskaginn er um 1.700 ferkílómetrar að flatarmáli og er þar að finna margvíslegar menjar um eldvirkni undanfarinna 200.000 ára. Reykjanes er til að mynda eini staðurinn á jörðinni þar sem berlega má sjá hvar úthafshryggur gengur á land með eldsumbrotum og jarðhræringum.
Reykjanesskagi dregur nafn sitt af Reykjanesi á suðvesturhorni skagans. Mest af skaganum er innan gosbeltis Íslands og yst á skaganum skríður Mið-Atlantshafshryggurinn á land. Gosbeltið liggur eftir miðjum skaganum frá vestri til austurs þar sem það tengist svo aðalgosbeltum landsins.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – sveimar.

Fjórar sprungureinar eru á skaganum: Reykjanes-, Krýsuvíkur-, Brennisteins-, fjalla og Hengilsreinar. Hver þeirra samanstendur af hundruðum opinna spungna. Þá er þar einnig fjöldi gíga og gígaraða. Önnur gerð af eldfjöllum á Reykjanesskaga eru dyngjur, skjaldarlaga bungur sem eru svipaðar og eldfjöllin á Hawaii nema mun minni.
Gosbergið er að mestu af tveimur gerðum. Annars vegar er móberg sem er samanþjöppuð gosaska sem myndaðist við eldgos þegar landið var að mestu hulið jöklum. Hins vegar eru hraun; apalhraun með úfnum karga á yfirborði og helluhraun sem eru slétt og oft með hraunreipum. Eldri hraun hafa verið slípuð af jöklum, og er yfirborð þeirra því jökulrákað.

Grindavík

Grindavík – skemmdir á Dvalarheimili aldraðra eftir jarðskjálftahrinu árið 2023.

Jarðskjálftar eru tíðir á svæðinu vegna eldvirkninnar og stöku sinnum valda þeir tjóni. Flestir eru þó minni háttar og finnast sem titringur.

Jarðsaga

Reykjanes

Reykjanes – Háleyjabunga.

Jarðsaga Reykjanesskaga er tiltölulega vel þekkt og hefur verið rakin nokkur hundruð þúsund ár aftur í tímann.
Elsta bergið á skaganum er í grennd við Reykjavík og er talið vera um 500 þúsund ára gamalt. Mest af jarðlögum á skaganum eru hins vegar innan við 100 þúsund ára gömul. Á þessum tíma hefur loftslag verið mjög breytilegt og óstöðugt. Á vissum tímabilum var Ísland hulið mikilli íshellu. Á milli voru tímabil með svipuðu loftslagi og nú er. Kuldatímabilin eru nefnd jökulskeið og hlýrri tímabilin eru nefnd hlýskeið. Við lifum á hlýskeiði.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – jarðfræðikort; nútímahraun.

Þau hraun sem runnið hafa síðan síðasta jökulskeiði lauk eru ekki slípuð af jöklum.
Á jökulskeiðum áttu sér stað gos undir jökli, og móbergsfjöll mynduðust í geilum sem gosin bræddu upp í ísinn. Þegar jöklarnir hopuðu stóðu eftir óregluleg móbergsfjöll. Á hlýskeiðum runnu hraun svipað og nú þ.e.a.s. frá gosstöðvum undan halla og oft til sjávar. Kappelluhraun og Ögmundarhraun eru dæmi um slík hraun.
Allt gosberg á Reykjanesskaganum er basalt (gosberg með lágt kísilsýrumagn).

Ísöld

Reykjanes

Reykjanes – Stóra-Sandvík.

Loftslag hefur verið mjög sveiflukennt síðustu þrjár milljónir ára. Á því tímabili hafa komið um 30 jökulskeið. Meðalhiti var þá 8 gráðum lægri en nú. Hvert jökulskeið stóð í um 100 þúsund ár en hlýskeiðin á milli aðeins í um 10 þúsund ár. Síðasta jökulskeiði lauk fyrir um 10 þúsund árum. Tímabilið sem síðan er liðið nefnist Nútími.
Jöklarnir skófu og hefluðu landið sem þeir skriðu yfir og mýktu það. Þeir mynduðu U-laga dali, rispuðu berggrunninn sem undir var og skildu eftir sig hvalbök og jökulrispur.

Patterson

Lífstöðumyndanir (skeljar) við Pattersonflugvöll.

Á jökulskeiðunum var gríðarlegt vatnsmagn bundið í jöklum, og meðan þau stóðu yfir lækkaði yfirborð sjávar á jörðinni um allt að 130 m miðað við núverandi sjávarmál. Aftur á móti fergðu jöklarnir landið undir næst sér.
Jökulskeið enda snögglega og meðalhitastig hækkar undrahratt. Þá bráðna jöklar á tiltölulega stuttum tíma. Sjávarborð hækkar og sjór gengur á land. Fornar strandlínur eru því allhátt yfir núverandi sjávarmáli. Munar þar um 110 m á Suðurlandi. Skeljar og bein sávarspendýra finnast í gömlum sjávarsetlaögum. Einn slíkur staður er við Pattersonflugvöll á Njarðvíkurheiði.

Eldgos á Reykjanesi

Reykjanes

Reykjanes – Karlinn.

Gossaga Reykjanessskagans er tiltölulega vel þekkt. Eldvirknin virðist hafa verið stöðug síðustu árhundruðþúsundin. Dyngjugos virðast hafa verið algeng á fyrri hluta Nútíma þ.e. fyrir 5000 – 10 000 árum en sprungugosin hafa verið nær einráð síðustu 5000 árin.
Eldgos eru ekki jafndreifð í tíma. Þau virðast koma í hrinum. Á Reykjanesskaganum koma hrinurnar á um 1000 ára fresti og stendur hver goshrina í 200 – 350 ár. Síðasta hrinan hófst um miðja tíundu öld og lauk á seinni hluta þrettándu aldar.

Eldgos

Eldgos á sprungurein ofan Grindavíkur 2024.

Eldgosin hegða sér þannig að í upphafi þeirra opnast spunga og landrek á sér stað. Rekið er nokkrir metrar í hverri hrinu. Hvert gos er líka í hrinum. Það stendur í fáeina daga eða vikur og síðan er að draga úr virkninni í mánuði eða ár áður en næsta gos verður.
Neðansjávargos verða einnig á Reykjaneshryggnum, suðvestur af Reykjanesi. þau hegða sér svipað og gos undir jökli. Spungugos undir jökli mynda móbergshryggi og eru þeir algengir á Reykjanesskaganum.

Eldgos á sögulegum tíma

Reykjanes

Reykjanes – eldgos ofan Grindavíkur 2024.

Sögulegur tími á Íslandi nær frá landnámsöld til okkar daga, þ.e.a.s. í yfir 1100 ár. Ein meiri háttar goshrina hefur átt sér stað á Reykjanesskaganum á þeim tíma. Þeirri hrinu má skipta í þrjú aðalgos.
Það elsta eru: Bláfjallaeldar. Það hófst um árið 950 og stóð fram yfir árið 1000 í þessu gosi myndaðist feiknarmikið hraun.
Miðgosið er nefnt Krýsuvíkureldar. Aðalgos þeirra var árið 1151 en minniháttar gos varð 1188. Í því fyrra opnaðist um 25 km löng gosspunga og rann hraunið til sjávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjanesskaganum. Að sunnan heitir hraunið Ögmundarhraun en að norðan Kapelluhraun. Þá tók af stórbýlið Krísuvík sem stóð niður á sjávarbakka. Hraunið rann allt um kring kirkjuna á staðnum.
Þriðja gosið voru svonefndir Reykjaneseldar sem urðu á árabilinu 1210 til 1240. Það gos var yst á skaganum og hluti umbrotanna var í sjó. Þá reis upp eyja sem heitir Eldey í fárra sjómílna fjarlægð frá stöndinni.

Stampahraun

Stampahraun. Í dag má sjá leifar hraunsins undan ströndinni, þ.e. Karlinn. Strákur, Stelpa og Kerling eru horfin í sjáinn. Þó má enn sjá móta fyrir gíg Kerlingar í Kerlingarbás.

Aðalgosið var árið 1226 við Reykjanestána, að mestu í sjó. Mikil aska kom upp og dreifðist hún undan suðvestanvindi yfir Reykjanesskagann. Sést öskulagið víða greinilega í jarðvegssniðum. Í kjölfarið jókst mjög jarðvegseyðing á Reykjanesskaga.

Jarðhiti

Jarðhiti er mjög algengur á íslandi. Jarðhitasvæðum má skipta í lág- og háhitasvæði. Á þeim fyrri eru volgar eða heitar uppsprettur sem nefnast laugar eða hverir sem sumir eru goshverir.

Gunnuhver

Reykjanes – Gunnuhver.

Einkenni háhitasvæða eru gufuaugu, leir- og brennisteinshverir. Á Reykjanesskaganum er mest af jarðhitanum háhiti. Í Krýsuvík eru bæði leirhverir og gufuaugu. Í gufuaugunum sést gulur brennisteinn.
Vatnið í hverunum er oftast upprunalega úrkoma sem hefur falið sem regn eða snjór. Það hefur síðan sigið niður í heit berglög á nokkurra kílómetra dýpi og hitnað þar upp í 200 – 300 gráður á Celsíus. Þegar vatn hitnar stígur það aftur upp á yfirborð jarðar, ýmist sem vatn eða gufa.
Á flestum háhitasvæðunum á utanverðum Reykjanesskaga er það hins vegar aðallega sjór sem sígur inn í berglögin og hitnar þar.

Gunnuhver

Við Gunnuhverá Reykjanesi.

Jarðhiti er ein aðalorkulind Íslands Nær 90% húsa eru beint eða óbeint hituð með hveravatni. Háhitasvæðin eru einnig noðuð til raforkuframleiðslu.
Önnur helsta orkulind Íslendinga er vatnsorka.

Brú milli heimsálfa

Mið-Atlantshafshryggurinn sem klýfur Atlantshafið í tvær úthafsplötur, sem rekur hvora frá annari, kemur í land á Reykjanesi. Þar eru glögg merki gliðnunar sem fólki gefst kostur á að upplifa með því að ganga yfir brú milli heimsálfa sem staðsett er við Sandvík.

Reykjanes

Reykjanes – Brú milli heimsálfa.

Skilin milli flekanna sem reka í sundur birtast ýmist sem opnar sprungur og gjár eða sem gígaraðir og er brúin staðsett við eina slíka en Reykjanesið er virkasti hluti gosbeltisins. Hægt er að fá viðurkenningarskjal þess efnis að viðkomandi hafi „gengið milli heimsálfa“ á Upplýsingamiðstöð Reykjaness.

Áhugaverðir staðir
Víða er að finna áhugaverða staði á Reykjanesi. Þar eru mikil fuglabjörg og stutt er í ákjósanlega staði fyrir fuglaskoðun svo sem á Hafnabergi. Brimfjörur eru stórbrotnar, t.d. við Reykjanesvita. Árið 1878 var fyrsti viti á Íslandi byggður á Valahnúki skammt norðan við Reykjanestá.

Síðasti Geirfuglinn veginn

Geirfugl

Geirfugl á Náttúruminjasafninu.

Þann 3. júní 1844, voru tveir síðustu geirfuglanir í heiminum drepnir á syllu í Eldey, suðvestur af Reykjanesi.
Geirfuglinn var allt að 70 cm hár, vóg um 5 kg og var ófleygur. Í útliti líktist geirfuglinn nokkuð mörgæsum, en er ekki af sömu ætt. Geirfuglinn var góður sundfugl og nærðist einkum á fiski. Útbreiðslusvæði geirfuglsins voru strandsvæði Norður-Atlantshafsins.

Geirfuglinn var algengur víða í Norður-Atlantshafinu allt fram á 16. öld, en veiði gekk grimmt á stofninn. Lengst lifði geirfuglinn af við Ísland, en eins og áður segir voru síðustu tveir geirfuglarnir voru drepnir í Eldey.
Einhverjar sögur fara af því að til geirfugls hafi sést eftir það, einkum á Grænlandi allt fram á sjötta áratug 19. aldar, en óvíst er um áreiðanleika þeirra sagna.

Sigurður Eiríksson

Sigurður Eiríksson í Norðurkoti með geirfugla, sem hann hannaði eftir frummyndinni.

Framan af var geirfugl veiddur til matar, en þegar fuglinum fór að fækka verulega fóru safnarar og náttúrugripasöfn að borga háar fjárhæðir fyrir fuglinn og má segja að það hafi verið hinn endanlegi dauðadómur tegundarinnar. Um 80 uppstoppaðir geirfuglar hafa varðveist til dagsins í dag. Einn þeirra má finna á Náttúrufræðistofnun Íslands.

Kjörlendi göngufólks

Reykjanes

Reykjanes – Sandfellshæð.

Segja má að Reykjanesskaginn sé kjörlendi göngufólks en þar er fjöldi merktra gönguleiða frá fornu fari. Á gönguleiðum má skoða merka jarðfræðisögu eða menjar um gamla búskaparhætti.“

Á vefsíðu Markaðsstofu Reykjaness; „Visit Reykjanes„, er hún sögð vera „samstarfsverkefni sveitarfélaga og fyrirtækja í ferðaþjónustu á Reykjanesi. Megin hlutverk stofunnar er að vinna að markaðssetningu fyrir svæðið á innlendum markaði og erlendis og stuða að samstarfi innan greinarinnar á þeim vettvangi. Markaðsstofan vinnur einnig að ýmsum verkefnum sem styðja við rekstarumhverfi greinarinnar og uppbyggingu innviða í landshlutanum„.

Reykjanesskagi

Reykjanesskaginn er „lifandi“ eldfjallagarður.

Rétt er að vekja athygli á að nefnd „stofa“ eða „stofnun“ á Reykjanesskaganum hefur aldrei, hvorki reynt að eiga samstarf við þátttakendur gönguhópsins né vefsíðuna www.ferlir.is, sem u.þ.b. 800.000 manns heimsækja á hverju ári í leit að fróðleik um möguleika svæðisins – bæði innlendir og erlendir.

Heimild:
-http://is.wikipedia.org/wiki/Reykjanes
-https://www.visitreykjanes.is/is/thjonusta/markadsstofa-reykjaness

Eldgos

Eldgos vekja jafnan mikla athygli. Eldgos í Fagradalsfjalli ofan Grindavíkur 2023.