Gálgaklettar eru á yfir 100 stöðum á landinu. Flest örnefnin tengjast aftökum eða aftökustöðum, hvort sem slíkar hafi farið þar fGálgaklettarram eða ekki. Ofan við Stafnes er einn slíkur; tvær klettaborgir með u.þ.b. 6 metra bili á millum þeirra. Á skilti við klettaborgirnar má lesa eftirfarandi: „Við erum stödd við Gálgakletta (sem einnig [eru] nefndir Gálgar í landi Stafness, en örnefnið og munnmæli í sveitinni benda til að hér hafi menn verið hengdir til forna. Hér upp af heitir Gálgahraun.“
Ósabotnavegur, milli Hafnavegar og Stafnesvegar (Hvalsnesvegar) liggur framhjá Gálgaklettum.

Sjá meira undir Fróðleikur.