Arnarvatn

Gengið var á Miðdegishnúk, besta útsýnisstaðinn á Sveifluhálsi (394 m.y.s.). Frá hnúknum má berja augum bæði mikla formfegurð og sérstakar náttúruandstæður.
MiðdegishnúkurÍ suðri er Arnarvatn, Kleifarvatn í austri með bakgrunn Brennisteinsfjalla, Folaldadalir í norðri og Djúpavatn og Trölladyngja í vestri. Og höfuðborgarsvæðið nýtur sín vel í landnorðri. Þá var ætlunin að ganga norður á hálsinum áleiðis að Stapatindum og jafnvel Hellutindum. Ofan við Huldur, sunnan við Huldur, er gamall járnkross til minningar um flugslys er þar varð árið 1944. Átta manns fórust í slysinu. Enn má sjá brak úr flugvélinni efst og ofan við gilmyndunina.
Lagt var upp frá Hofmannaflöt við Djúpavatnsleið. Örnefnið hefur löngum verið fólki ráðgáta, en slík eru fleiri en eitt hér á landi. Hofmannaflöt er t.d. rennisléttur völlur austan Ármannsfells og norðan Þingvalla. Hún er kringd fjöllum á þrjá vegu og opin móti suðri. Austan hennar er Mjóafell og norðan þess Goðaskarð. Norðan flatarinnar er allsérstætt Útsýni á Sveifluhálsi - að Arnarvatni og Hettufell, sem lítur út eins og sæti og ber nafn með rentu, Meyjarsæti (237m). Beggja vegna þess eru Sandkluftir, þröng skörð, sem hafa bæði borið umferðina milli Sandkluftavatns og Hofmannaflatar öldum saman.
Fyrrum lá bílvegurinn um eystra skarðið en síðustu áratugina hefur vestara skarðið verið notað. Aðalástæða þess er, að sandskaflar lokuðu oft veginum austan Sandkluftavatns, sem gerist tæpast vestan þess. Gömul, friðlýst veghleðsla upp í eystra skarðið sunnanvert sést enn þá greinilega.
Flötin sjálf var löngum ræktuð og slegin fyrr á tímum og þar var kærkominn áningarstaður ferðamanna, sem komu langa leið um Kaldadal. Ármannssaga segir frá leikum, sem fóru fram á Hofmannaflöt, þegar helztu tröll landsins hittust þar.
Þá segir í örnefnaskrá að “norðan Hestabrekkuhæðar er Hofmannaflöt (-flatir) sem að líkindum er gamall áningastaður enda liggja gamlar götur þaðan í Almannadal, þetta dalverpi norðan Þingvallavegar Stapatindarer nú ekki svipur hjá sjón, blásið upp að mestu.”
Í þjóðsögunni um Eyfirðingana Guðmund og Þorstein er örnefnisins getið: “En áður en karl kvaddi þá Guðmund bað hann þá að selja sér fisk þann er þeir öfluðu að vetrinum, því hann sagði sér vera farið að leiðast hangikjötið; bað hann þá að flytja fiskinn á vertíðarlokum upp á Hofmannaflöt, kvaðst hann þá skyldi verða þar fyrir og klyfja hesta þeirra aftur með ull og tólg. Þeir játuðu þessu og skildust síðan með blíðu.
Síðan héldu þeir leiðar sinnar og bar ekki fleira til tíðinda; komu þeir suður á undan öllum öðrum Norðlingum og fengu góð skiprúm og öfluðu vel. Um vorið fluttu þeir fisk sinn á átta hestum upp á Hofmannaflöt og var þar karl fyrir með jafnmarga hesta klyfjaða með ull og tólg, og höfðu býttin eins og ákveðið var. RiddarinnVarð þeim þetta hinn mesti gróðavegur.”
Þá er Hofmannaflöt innst í Ölfusdal ofan Hveragerðis.
Hofmannaflötin undir vestanverðum Sveifluhálsi er sambærileg nöfnum hennar annars staðar á landinu; slétt gróin flöt. Lækur rennur um flötina á vorin. Einhverjir hafa viljað tengja örnefnið við hefðarfólk, en líklegra er að það bendi til áningastaðar. Ekki hefur verið gerð skipuleg leit að hugsanlegum tóftum við flötuna, en ein slík er á Hofmannaflötinni við Þingvelli. Þá má leiða líkur að því að þarna hafi fyrrum verið greiðasta leiðin með hesta inn á og yfir Sveifluháls. A.m.k. er hvergi betra og auðveldara að ganga á hálsinn en einmitt þarna.
Þegar grónum bökkum uppþornaðs lækjarfarvegs var fylgt upp aflíðandi og mjög aðgengilegt gil var komið í ofanverða gilskál, sem jafnan hefur verið orðuð við riddara. Nafngiftin er augljós; móbergsstandur í henni ofanverðri að norðanverðu er einstaklega líkur riddara á taflborði. Heilsað verður upp á hann síðar í göngunni.
Þegar upp í skálina var komið var stefnan tekin til suðurs og gamalli götu fylgt upp áframhaldandi ávala hlíðina. Nú hafa ökumenn torfærutækja ekið eftir götunni og dýpkað hana til mikilla muna. Þegar FERLIR fór eftir endilöngum Sveifluhálsinum árið 2000 sáust engin för eftir slík tæki á þessum slóðum. Af ummerkjunum að dæma þá virtist augljóst að þarna hefðu kunnugir farið með hesta því þessi leið er sú greiðfærasta ef farið var til/frá Krýsuvík, hvort sem var um Ketilsstíg eða Hettustíg. Í ljósi þessa er örnefnið líka vel skiljanlegt.
Þegar upp á veðurbarinn ofanverðan ás var komið birtist Miðdegishnúkurinn framundan, formfagur, en óárennilegur. FERLIR leit ekki beinlínis á hann sem áskorun, líkt og margir aðrir, heldur var stefnan tekin suður með honum Krossinn ofan við Huldurvestanverðum og á mosagróna hæð, sem virðist úrleiðis, en er öllum fagurkerum á landslag ómetanleg.
Á hæðinni eru allnokkri skessukatlar, en þegar yfir hana er komið birtast herlegheitin; eitt hið stórbrotnasta útsýni á Reykjanesskaganum og þótt víða væri leitað. Sanddalur umgirtur móbergshömrum (sem FELRLIR nefni “Fyrstudeildardal” á umræddri ferð sinni árið 2000) með útsýni alla leið yfir að Arnarvatni, Stapatind, Hnakk og Hettu. Í tilefni útsýnisins var þrífótum stillt upp innanvið dásemdina, myndavélar festar á skúfur og síðan “panaoramamyndir” teknar í gríð og erg. Eflaust eiga þær eftir að birtast á einhverjum mikilsvirtum landslagsmyndasíðum á næstunni.
Þá var stefnan tekin á Miðdegishnúk. Gengið var upp á hann suðaustanverðan. Þegar upp var komið birtist til stórbrotnasta útsýni, sem hugurinn um getur – og jafnvel betur. Þeir landsmenn, sem hafa lagt á sig ómælt  ferðalag og mikið erfiði til að komast á Mont Blanc eða Kilimanjaro, myndu öfunda þá mikið er notið hafa þessa útsýnis – á innan við klukkustund.
Brak úr flugvélinniÁ næstefstu brún (einungis Stapatindur er hærri (395 m.y.s.) og Arnarnýpa (396 m.y.s.)var tilefni til að huga að tilurð uppefnismassans. Sveifluháls er móbergshryggur sem myndast hefur við gos undir íshellu á kuldaskeiði. Sprungugosin, sem áttu
sér stað á jökulskeiðum og mynduðu móbergshryggina Sveifluháls og Núpshlíðarháls, hefðu eflaust myndað dyngjur ef landið hefði verið íslaust. Þess í stað mynduðust þessu miklu langstapar.
Kleifarvatn er undirliggjandi að austanverðu. Vatnið er stærsta vatnið á Reykjanesskaga og liggur á milli Sveifluháls og Vatnshlíðar. Það er þriðja stærsta vatnið á Suðurlandi, 9,1 km², og eitt af dýpstu vötnum landsins, 97m. Það hefur lítið aðrennsli en ekkert frárennsli. Handans vatnsins, að austanverðu, er Gullbringa er öll sýslan dregur nafn sitt af. Milli þess og hálsins er Krýsuvíkurvegurinn. Hann var lagður á árunum 1935-1945.
Leifar fæugvélarinnarÞá var haldið niður á “láglendi” Sveifluhálsins. FERLIR hafði, sem fyrr segir, gengið eftir Sveifluhálsinum endilöngum. Hægt er að velja tvær leiðir; þá auðveldu eða þá erfiðu. Fyrir venjulegt fólk er auðveldari leiðin jafnan valin, en hún er mun fallegri en sú síðarnefnda. Að vísu er hún svolítið lengri, en aldrei er teflt í tvísýnu á þeirri leið. Ýmist má sjá á henni austanverða hálslínuna eða þá vestanverðu. Sanddaldir, s.s. Folaldadalir og “Fyrstudeildardalur” eru þræddir af öryggi, alveg að Arnarvatni þar sem sem velja má á milli tveggja öruggra leið eða bara þá auðveldustu; að fylgja vesturhlíð Sveifluhálsins alveg til enda við Krýsuvíkur-Mælifell. Á þeim leiðarhluta eru einnig ákveðnar náttúrugersemar, sem ekki verður getið hér.
Erfiðari leiðin liggur bæði um efstu brúnir sem og tækifærismöguleikana undir þeim. Fyrir ólofthrædda er þessi leið greið; t.d. er gengið utan í hábrúnum í vestanverðum nyrstu Stapatindunum og yfir háhrygg efstu eggja uns komið Rallýbónusinner að gilsskorningi sunnan næstsyðstu Stapatindanna. Þá þarf að sæta lagi, en eftir það er leiðin greið að Miðdegishnúk. Ef lofthræddir eru með í för, er miklu mun betra að velja auðveldari leiðina.
Auðveldari leiðin var þrædd til baka að hnúkunum ofan við Huldur. Þar er ryðgaður málmkross til minningar um þá, sem létust þar í flugslysi efstu brúnum Sveifluhálsins. Brak má enn sjá niðri í hlíðinni austanverðri, uppi á hálsinum og einnig sunnar á hondum.
Kanadískur flugbátur, svonefndur “Canso” (systur Catalinaflugbátsins), fórst í Stapatindum á Sveifluhálsi þann 19. desember 1944 á leið til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. Átta manna áhöfn flugvélarinnar beið bana þarna á hálsinum þennan örlagaríka dag.
FolaldadalirFlugvélin var úr 162. flugsveit Hins konungslega kanadíska flughers, RCAF. Einkennisnúmer hennar var 11061 “L” Vélin var að koma úr eftirlitsflugi og áhöfnin var að búa sig undir lendingu á Reykjavíkurflugvelli þegar slysið varð. Talið var að flugvélin hafi lent í niðurstreymi við Fjallgarðinn. Flakið fannst dreift yfir snarbratta fjallshlíðina. Hafði vélin rekist utan í fjallið um það bil 80 metra frá fjallsbrúninni. Höggið var svo mikið að djúpsprengjurnar og eldsneytið hafði sprungið og brunnið og áhöfnin látist samstundis. Leitarflokkur fann lík áhafnarinnar, sem voru jarðsett með hernaðarlegri viðhöfn í Fossvogskirkjugarði.
Flugvélaskrokkurinn var síðar dregin á snjóbíl að vetrarlagi niður vestanverðan hálsinn, niður Hrútadyngjuhraun og alla leið til Hafnarfjarðar. Þar var m.a. álið notað til að stansa út þurfahluti. Á leiðinni duttu hluti af skrokknum. Neyðarútgönguhurð töpuðst t.a.m. í Hrútadyngjuhrauni. Þegar þær fundust síðar í myndarlegri hraunrás var rásin að sjálfsögðu nefnd “Neyðarútgönguhurðarhellir”. (Sjá meira hér).
Hið smávægilega skiptir máliÞátttakendur í göngunni fengu óvæntan ánægjuauka; 28. Reykjavíkurrallýið, sem þá fór fram á Djúpavatnsvegi. Frá mosavöxnum austurbrúnum hálsins var hægt að setjast niður og þá var hvergi betri yfirsýn yfir keppnina – alveg frá Norðlingahálsi í norðri og suður fyrir Djúpavatn. Rykkófið spratt í afturfar ökutækjanna, hljóðin í skiptingunum bergmálaði um hlíðina og sprengingar frá hreyflunum gáfu heillegheitin til kynna. Ekki komust þó allir ökumennirnir á leiðarenda.
Niðurgangan um hinn uppþornaða lækjarfarveg ofan Hofsmannsflatar gaf tilefni til eftirfarandi íhugunnar; jafnan hafa verið tilgreindar tilteknar götur eða leiðir, jafnvel nafngreindar, milli áfangastaða. Gæti verið að hér sé að nokkru leyti um hugarsmíð höfundanna að ræða? Tilgreind nöfn á elstu leiðum, götum eða stígum á þessu svæði sem og öðrum virðast hvergi til í skriflegum lýsingum. Einungis hefur þeim nýrri verið lýst og þá af ónákvæmni.  Álitlegra væri að draga einhverjar ályktanir úr frá fyrirliggjandi verksummerkjum, kennileitum og aðgengilegheitum þegar farið var á millum staða fyrrum.
Þessi stutta gönguleið er líklega sú fjölbreytilegasta og fegursta á öllum Reykjanesskaganum.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Miðdegishnúkur

Miðdegishnúkur.