Tag Archive for: Garðabær

Vífilsstaðir

Ólafur Marteinsson fann hlaðna refagildru í gönguferð um Urriðavatnslandnám og Svínahraun 11.12.2005. Gildran er ca. 660 m frá Vífilstaðaspítala. Hann skoðaði síðan gildruna nánar þann 26.12.2005. Ólafur taldi gildruna, sem er utan alfaraleiðar, greinilega forna, „þakið á gildruhólfi er fallið að hluta en veggir heilir og inngangur sömuleiðis“.

Refagildra

Refagildran.

Við skoðun á mannvirkinu kom í ljós að þar gæti hafa verið um refagildru að ræða, en þar sem hún er hvorki í lægð undir brún, á brún eða á „tilleiðanlegum“ stað fyrir tófuna, heldur á litlum hraunhól, er líklegast að hún hafi verið gerð í tilteknum tilgangi. Þegar umhverfið er skoðað nánar má sjá að hlaðið hefur verið sunnan við gildruna, eins og umhverfis op á greni. Gildran sjálf er svo til hliðar við grenið. Þarna gæti verið komin skýringin á tilvist refagildrunnar á þessum stað. Hún hafi verið gerð til að leiða rebba „rétta“ leið að greninu og þá…. – tófubandið snarast af hælnum og lokhellan féll. Enn mátti heyra ámótlegt vælið í dýrinu.
Skoða mætti nánar hliðarhleðslurnar.

Svínahraun

Í Svínahrauni.

Álfhóll

Álfhólar eru nær óteljandi hér á landi. Örnefni er tengjast þeim má nánast finna í sérhverri örnefnalýsingu. Einn Álfhóllinn er suðaustan við Eyvindarstaði á Álftanesi. Honum hefur verið þyrmt þótt búið sé að byggja allt um kring.
Norðvestan við Eyvindarstaði á að vera Eyvindarleiði, haugur í túninu, að sagt er. Þá höfðu borist spurnir af örnefninu Kirkjuhóll þar skammt frá.
Álfhóll - Akurgerði fjærÁður en lagt var af stað gaf Jónína Hafsteinsdóttir hjá Örnefnastofnun Íslands eftirfarandi upplýsingar um framangreint: „
Í Örnefnalýsingu fyrir Eyvindarstaði segir: Eyvindarleiði er fast vestan við húsið í Akurgerði. Það eru tvær þúfur og er sú sem fjær er húsinu stærri. Þar á Eyvindur sá sem Eyvindarstaðir eru kenndir við að vera heygður og hundur hans í minni þúfunni. (Ath.: [Benedikt] Gröndal [Dægradvöl] getur þess að Eyvindur og kona hans hafi verið grafin í Eyvindarleiði).
Álfhóll er u.þ.b. 60–70 m beint austur frá bæ. Álfhóll og Eyvindarleiði hafa verið vernduð í gegnum aldirnar, og eru nú friðlýst af eigendum landsins, þó ekki sé búið að merkja staðina. Hjátrú er bundin þessum stöðum; ekki mátti raska leiðinu og aldrei slá Álfhól eða skerða hann.

Eyvindarstaðir

Eyvindarstaðir – Benedikt Gröndal 1902.

Íbúðarhúsið á Eyvindarstöðum var byggt 1922–3 og er úr steinsteypu. Áður stóð húsið fast fyrir norðan, þar sem íbúðarhúsið er nú. Komu þau nokkurn veginn horn í horn. Þar fyrir norðan, þar sem hóllinn var hæstur, mun gamli bærinn hafa staðið (þ.e. sá sem Sveinbjörn Egilsson bjó í).
Benedikt Gröndal getur þess, að nyrzti hluti hólsins hafi heitið Kirkjuhóll. Sennilega er átt við smá bungu við bílskúrinn í Akurgerði.
Auk þessa var Réttin í þessu landi og var hún notuð til þess að geyma þar hesta um nætur meðan tún voru ógirt (sjá Dægradvöl Ben. Gröndal). Þar sem réttin var stendur nú spennistöð rafveitunnar. Þarna mátti sjá hestasteina með krókum í til skamms tíma og e.t.v. má finna einhverja þeirra enn.“ Lýsinguna gerði Jóhanna Stefánsdóttir frá Eyvindarstöðum (f:1919).
Þá var gengið af stað og byrjað á því að taka hús á heimilisfólkinu að Eyvindarstöðum. Ólafur Sverrisson tók vel á móti þátttakendum. Sagði hann Eyvindarleiðið vera á bak við bílskúrinn í Akurgerði. Annars kynni Stefán Eyþórsson þar á bæ betri skil á örnefnum á svæðinu.
Eyvindarleiði - Stefán Eyþórsson að bakiStefán (f:1936) benti óhikað á leiðið að baki bílskúrsins, fast vestan við íbúðarhúsið í Akurgerði eins og getið er um í örnefnalýsingunni. Hann kannaðist ekki við örnefnið „Kirkjuhóll“, en skv. lýsingunni mun það vera á sama stað og leiðið, „smá bunga við bílskúrinn í Akurgerði“. Réttina kvaðst Stefán ekki hafa heyrt nefnda og mundi ekki eftir spennistöð þarna nálægt. Á Álfhólnum kunni hann hins vegar góð skil.
Frá upphafi fornminjaskráningar hér á landi hefur áhersla jafnan verið á hauga og álagabletti. Í „Lögum um verndun fornmenja“, dags. 16. nóv. 1907, er tiltekið hvað teljist til fornleifa (þ.e. staðbundnar), sbr. 2. grein: “
Til fornleifa teljast: a. Þingbúðarústir, gömul mannvirki á fornum þingstöðum, sögustöðum og öðrum merkisstöðum, sem nokkurs er um vert fyrir menningarsögu landsins, rústir af hofum, hörgum og hverskonar blótstöðum frá heiðni, af kirkjum og kirkjugörðum, kapellum og bænahúsum, forn vígi eða rústir af þeim, forn garðlög, rústir af fornum bæjum, seljum, búpeningshúsum, farmannabúðum, naustum og öðrum fornbyggingum, enn fremur fornir öskuhaugar.
b.  Fornar grafir, haugar, dysjar og leiði i jörðu eða á, er menn hafa verið grafnir, heygðir eða dysjaðir í.“
Í nýjustu þjóðminjalögunum,  frá 17. júlí árið 2001, má enn sjá hliðstætt ákvæði í 9. gr.: „Til fornleifa teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á, svo sem: a. Álfhóllinnbúsetulandslag, byggðaleifar, bæjarstæði og bæjarleifar ásamt tilheyrandi mannvirkjum og öskuhaugum, húsaleifar hvers kyns, svo sem kirkna, bænahúsa, klaustra og búða, leifar af verbúðum, naustum, verslunarstöðum og byggðaleifar í hellum og skútum; b. vinnustaðir þar sem aflað var fanga, svo sem leifar af seljum, verstöðvum, bólum, mógröfum, kolagröfum og rauðablæstri; c. gömul tún- og akurgerði, áveitumannvirki og leifar eftir veiðar til sjávar og sveita; d. gamlir vegir, stíflur, brýr, vatnsvöð, varir, hafnir og bátalægi, slippir, ferjustaðir, kláfar, vörður og vitar og önnur vega- og siglingamerki ásamt kennileitum þeirra; e. virki og skansar og önnur varnarmannvirki; f. gamlir þingstaðir, meintir hörgar, hof og vé, brunnar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð; g. áletranir, myndir eða önnur verksummerki af manna völdum í hellum eða skútum, á klettum, klöppum eða jarðföstum steinum og minningarmörk í kirkjugörðum; h. haugar, dysjar og aðrir greftrunarstaðir úr heiðnum eða kristnum sið;“
Orðið haugur (kk) hefur verið skilgreindur sem „Legstaður heiðins manns sem einkennist af haugi, þ.e. jarðvegi eða grjóti sem hefur verið hrúgað eða hlaðið ofan á gröfina.“ Í fornritum er oft talað um legstaði fornmanna sem hauga. Eiginlegir haugar sjást þó sjaldan á Íslandi þótt örnefnin gefi annað til kynna. Því lagði Kristján Eldjárn til að hlutlausara orð væri notað: Kuml. Þau eru gjarnan þúfulaga kollar í jaðri fornra túna, á mörkum fornra jarða, við fornar leiðir eða á útsýnisstöðum jarðanna.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Lög um verndun fornmenja, dags. 16. nóv. 1907.
-þjóðminjalögun,  frá 17. júlí árið 2001.
-Örnefnalýsing fyrir Eyvindarstaði – ÖÍ.

Álftanes

Álftanes, Bessastaðahreppur fremst, Reykjavík, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður,

Bessastaðir

Í Tímanum árið er sagt frá göngu blaðamanns með dr. Kristjáni Eldjárn um land Bessastaða:
„Bessastaðir á Álftanesi… Þeir hafa verið stjórnarsetur, kirkjustaður og skólajörð, prentsmiðjupláss með bóka- og blaðaútgáfu. Þeir hafa verið í eign fræðimanna og skálda, eins og Snorra Sturlusonar og Gríms Thomsen. Þar hafa setið landstjórnarmenn og fyrirmenn eins og höfuðsmenn og amtmenn og fógetar, ríkisstjóri og forseti. Þar hafa stafað uppeldis- og skólamenn eins og Hallgrímur Scheving og vísindamenn eins og Sveinbjörn Egilsson og Björn Gunnlaugsson.
Bessastadir-221Þar hafa stundað skólanám sitt öndvegismenn eins og Jónas Hallgrímsson,… um langan tíma eru örlög og saga margra smábýla og lífskjör margra leiguliða tengd við þetta höfuðból. Það er saga um kúgun og eymd og yfirtroðslur. Loks er saga Bessastaða saga um erlenda ásælni og yfirdrottnun útlends valds og þjóðlegt viðnám við því eða tilraunir til þess“. Þannig kemst Vilhjálmur Þ. Gíslason að orði í bók sinni um Bessastaði. Þótt hér sé getið um ýmsa þætti í langri og litríkri sögu staðarins fer því þó fjarri að á allt sé minnst. Á Bessastöðum gæti hver steinn og hver þufa sagt sögu ef hún hefði mál, og það var þvi ekki undarlegt að forvitni okkar vaknaði þegar við fréttum af ritgerð dr. Kristjáns Eldjárns í nýjasta hefti Árbókar Hins íslenska fornleifafélags, þar sem hann ritar um örnefni og minjar í landi Bessastaða. Við fórum þess því á leit við dr. Kristján að hann liti með okkur blaðamönnum yfir Bessastaðaland og tók hann því ekki fjarri. Varð það loks úr að við ökum suður á Álftanes í einstöku góðviðri sl. fimmtudag, í því skyni að heimsækja nokkra minjastaði í Bessastaðalandi.
Leiðin liggur um Álftanesveg meðfram Gálgahrauni sem eins og raunar Hafnarfjarðarhraunið allt er komið ofan úr Búrfelli. Sólin blikar á Skerjafirðinum og Reykjavík er vissulega fögur til að sjá núna.Ekki fer hjá að okkur detti í hug að í svona veðri mundi hafa viðrað vel fyrir skólapilta að skreppa í róðrarferð yfir til höfuðstaðarins. Ekki er erfitt að setja sér fyrir hugskotssjónir dálítinn hóp ungra manna á leið niður að Skólanausti þar sem piltar áttu bátkænu, sem þeir notuðu til slíkra ferðalaga. Það var reyndar hún sem varð stofninn að Bræðrasjóði Lærða skólans þegar skólinn var fluttur frá Bessastöðum til Reykjavíkur 1846.
Bræðrasjóður er enn til og á að styrkja fátæka nemendur. Það er ekki illa til fundið, því þegar Bessastaðaskóli var og hét, voru margir nemenda ekki loðnir um lófana.
„Nú sést hvernig Álftanes takmarkast í þrengri merkingu af Lambhúsatjörn og Skógtjörn“, segir dr. Kristján, þegar við ökum eftir eiðinu milli þeirra. „Þetta eru allt kallaðar tjarnir þótt raunar séu þetta fremur firðir, opnir út í sjó. Það er vegna þess að þetta hafa verið tjarnir þegar landið var hærra fyrr á tíð. En við skulum aka hér norður fyrir staðinn að Bessastöðum og líta á Bessastaðatjörn“.

Bessastaðahólmi og Kári
Bessastadakirkja-221Við göngum nú niður að sjálfri Bessastaðatjörn en Bessastaðaland takmarkast að sunnan af Lambhúsatjörn en að norðan af Bessastaðatjörn. Að austan er svo Skerjafjörður.
„Bessastaðatjörn var áður opin út í sjó,“ segir Kristján, „en henni var síðar lokað með varnargarði og því er nú í henni ferskt vatn og þar er hvorki flóð né fjara nú. Þetta var gert vegna þess hve sjór sótti á landið en hér má sjá hvar gamla strandlínan hefur áður verið. Nú er þetta allt að gróa upp. Í varnargarðinum er lokubúnaður, sem þannig er gerður að það streymir út úr tjörninni þegar fjarar út, en hins vegar kemst enginn sjór inn, þegar fellur að.
Hér úti í tjörninni má sjá Bessastaðahólmann sem var nokkuð stækkaður og treystur í tíð Ásgeirs Ásgeirssonar, forseta og einnig hólmann Kóra en hann lét Ásgeir gera og skírði eftir fæðingarstað sinum Kóranesi á Mýrum. Ásgeir lét einnig gera dalilið sund í gegnum blátangann norður af bílstjórahúsinu og búa þannig til ey eða hólma sem kallast Andey. Allt hefur þetta verið gert vegna æðarfuglsins. Ósinn út úr tjörninni hét Dugguós, en hann er nú úr sögunni eftir að stíflan var gerð. Nú, hér ofan við tjarnarbakkann má sjá leifar af gamla túngarðinum og það sést best á því hve nærri hann er kominn tjörninni hve sjór hefur veriö búinn að brjóta landið niöur. Garðurinn hefur svo legið hér i átt fyrir vestan húsið sem hann Snorri Jónasson bílstjóri býr í, en garðinn, eins og hann var, má sjá á uppdrætti sem Björn Gunnlaugsson gerði 1831 og er nú í Þjóðskjalasafni. Ég studdist við þann uppdrátt, þegar ég tók saman ritgerð mina um örnefni og minjar hér, auk fleiri heimilda sem mér voru tiltækar, svo sem Dægradvalar Gröndals og fjölmargra annarra. Túngarðurinn lá svo alla leið niður í Lambhúsatjörn“.

Prentsmiðjudanskan
Bessastadir - sjobud - 2Við göngum nú vestar í landið og hér verður fyrir okkur ferkantaður, steinsteyptur grunnur undan húsi einu. „Já, hér erum við komnir að prentsmiðjuhúsi Skúla Thoroddsen. Þetta var herjans mikið hús enda bæði skólahús og prentsmiðjuhús. Oft verður mér hugsað vegna hvers það hefur verið byggt svona langt frá bænum og hef helst komist að þeirri niðurstööu að það hafi þótt hentugt að hafa það svona nálægt sjónum. Þá var ekki búið að loka Bessastaðatjörn og hægt að komast hingað á bátum. Skúli Thoroddsen keypti Bessastaði 1898 og var hér með sína stóru fjölskyldu svo sem frægt er. Hjá honum var Jón Baldvinsson sem síðar varð þekktur stjórnmálamaður, lengi prentari en hér prentaði Skúli Þjóðviljann. Já, og hérna varð prentsmiðjudanskan til. Hér var mikið af ungu fólki í skóla fyrst og fremst börn hjónanna og vinir þeirra, og þau léku sér að því að tala blending af dönsku og íslensku sem þau tóku upp á að kalla prentsmiðjudönsku. Þarna austan við prentsmiðjugrunninn sjáum við svo garðspotta, sem stefnir þvert á sjávarbakkann og austanvið hann svolitlar húsatóttir. Það er ekki alltaf auðvelt aö sjá hvernig svona nokkuð hefur þjónað lífinu. Sennilega hefur þetta verið sjóbúð því hér hefur verið athafnapláss við sjóinn. Hér hafa aðeins smábátar getað komist að, en þegar við komum út í Skansinn sjáum við út á Seyluna, þar gátu skip lagst.“

Bessastaðanes
Bessastadanes-221Leiðin liggur nú út á Bessastaðanes. Á leið okkar verður barnabúskapur, kjálkar horn og leggi
r í röðum eins og börn léku sér að á Íslandi öldum saman. Skyldi það tíðkast enn einhversstaðar í sveitum? Við komum einnig að Brunnhúsinu sem notað var þar til frá því fyrir tíu árum, þegar Bessastaðir komust loks í samband við vatnsveitu. Um sama leyti var fyrst lagt malbik á veginn þangað.
Bessastaðanes er mikið land, flatlent en þó ekki árennilegt til túnræktar, vegna þess hve grýtt það er. Sem kunnugt er var lengi rætt um að hér yrði gerður flugvöllur, en margar ástæður liggja til þess að best færi á að hér yrði lýst friðland. Á leiðinni úti Skans göngum við eftir jökulruðningsöldu sem gengur út allt Bessastaðanes og heldur áfram handan Skerjafjarðarins. Á þessari öldu stendur t.d. Kópavogskirkja. Það eru því ekki einungis sögulegar minjar sem hér er að finna heldur einnig jarðsögulegar.

Skansinn
Bessastadir-222Þá er komið að merkilegustu fornminjum i Bessastaðalandi en það er „Skansinn“ svonefndi. Skansinn er virki. Í stórum dráttum fjórir moldarveggir, sem upphaflega hafa verið mjög háir, en eru nú ávalir grasi grónir. „Hingað komu Tyrkir árið 1627″, segir Kristján. „Siglingaleiðin hér á Skerjafirðinum er heldur óhrein og annað skip Tyrkjanna festist á grynningum hér úti á Seylunni. Tyrkir fluttu þá fólk sem þeir höfðu rænt og varning úr strandaða skipinu yfir í hitt skipið og létu þeir sem hér stóðu í landi þá óáreitta á meðan. Þetta þótti nú heldur skammarleg frammistaða hjá Bessastaðamönnum, að þeir skyldu ekki ráðast á þá, þegar þeir sáu að þeir voru strandaðir, því þeir höfðu hér einhverja fallbyssuræfla og önnur eldvopn. Var sagt aö Holgeir Rtísenkrans höfuðsmaður hefði haft söðlaðan hest hér að húsabaki, til þess að geta komist burtu ef Tyrkir gengju á land. Þessir atburðir urðu til þess að Skansinn var byggður skömmu á eftir. Þá var farið að leggja skatta á menn til þess að koma upp einhverjum vörnum. Þetta hefur tekið langan tíma, ekki síður en nú á dögum gerist. Menn hafa verið áratugum saman að byggja Skansinn og það var víst ekki fyrr en um 1680, sem hann mátti heita fullgerður. Var hann kallaður Ottaskans, eða Ottavirki eftir Otta Bjelke höfuðsmanni. Auðvitað voru vinnukvaðirnar og gjöldin til byggingarinnar óvinsæl. Byggingarefnið er mest mold, en sjálfsagt er grjót í þessu líka. Þetta er með meiri mannvirkjum frá þessum tíma hér á landi eins og enn má sjá. Þarna hafa verið dyr og fallbyssur þarna í veggjunum, sem sneru út á sjóinn. Fallbyssurnar lágu hér mjög lengi og sukku niður í svörðinn, en þegar Jörundur hundadagakóngur kom til landsins, þá lét hann taka þær og flytja til Reykjavíkur og kom þeim upp á Battarí

ið sem hann lét gera. Þegar hann féll voru byssurnar svo enn teknar, farið með þær út á Viðeyjarsund og sökkt þar í sæ. Samt eru til nokkrar kúlur úr Skansinum í Þjóðminjasafninu og hér á Bessastöðum amk. tvær. Þær eru svo sem eins og mannshnefi á stærð.
Nei, það hefur aldrei verið grafið hér í Skansinn og enda ekki við miklu að búast hér, þar sem þetta var aldrei notað. En það er glöggt að Skansinn hefur verið hafður þetta stór til þess að menn gætu flúið hér inn og hægt að verjast hér með töluverðu liði manna aðvífandi ófriðarmönnum af hafi.“

Óli Skans
Skansinn-221
Hér var síðar býli og það má sjá af því að hér er bæði tún og túngarður. Þetta hefur verið kotbýli, kotrass auðvirðilegur,“ eins og Benedikt Gröndal segir í Dægradvöl. Hér bjó á sinni tíð maður sem Ólafur hét og var kallaður Óli Skans, en braginn um hann kunna víst allir. Þótt lýsingin sé ófögur á Óla í bragnum og lýsing Gröndals á kotinu þá er allt önnur lýsing á þessu hjá Erlendi Björnssyni á Breiðabólsstöðum, sem þekkti hann vel. Eftir bók hans „Sjósókn“ að dæma, en þá bók ritaði Jón Thoroddsen, hefur þetta verið ágætis náungi. Auðvitað ber að trúa orðum Erlendar fremur.
Hér má sjá túngarð kotsins Skans, sem er allur hlaðinn úr grjóti. Það hefur ekki verið lítil vinna að hlaða þetta. Á hlið við garðinn hér með sjónum hefur svo verið hlaðinn garðspotti sem ég skil ekki hvernig stendur á. Hann er hér eins og 5-6 metra frá hinum garðinum og það er eins og hætt hafi verið við að hlaða hann lengra.
Hér má loks sjá leifar af veggjum húss þar sem Gísli Jónsson listmálari fékk leyfi til að byggja og stóð hér uppi við Skansinn. Hann var merkilegur alþýðumálari og bróðir Guðjóns á Hverfisgötunni, sem margir kannast við. Menn kunna að spyrja hvar menn hafi fengið vatn hér fyrir býlið Skans. Þarna gæti hafa verið brunnhola. enda óskiljanlegt til hvers annars menn hafa grafið hér svo djúpa holu og þarna má sjá. Þarna uppi á Skansinum og í þýfinu hér má svo sjá menjar um útihús.“.

Skólanaust
skansinn-222„Þegar Bessastaðir voru seldir Skúla Thoroddsen 1898 var Skansinn skilinn undan, vegna þess að menn ætluðu einhverjir að efna til útgerðar sem aldrei varð þó af. Ég sá í einhverjum gjörningi að sú sneið sem undan var skilin hefði markast af línu sem dregin var frá Skólanausti í Bessastaðatjörn. Það er ekki þó líklegt að þessir tveir veggstúfar hérna séu leifar af Skólanausti og að línan í tjörnina hafi verið miðuð við járnstöngina sem þarna stendur og hefur staðið þarna mjög lengi. Eins og sjá má er sjórinn að brjóta bakkann hérna niður og sé þetta Skólanaust, þá eru þessar síðustu leifar þess nú í hættu. Það var að líkindum hér sem Bessastaðapiltar höfðu bát sinn, þann sem Bræðrasjóður var síðar stofnaður fyrir, þegar hann var seldur.“

Æðarvarp
Á göngu okkar um Bessastaðaland mætti halda að ekki hefðu orðið á vegi okkar nema dauðar minjar umliðins tíma sem töluðu sínu þögla máli. En því fer fjarri því á Bessastaðatjörn syntu álftir, sem Kristján segir að stundum séu þarna allt að þrjátíu saman og nær bakkanum sjást nokkrar virðulegar heimagæsir frá Bessastöðum. Þarna er líka líflegt af kríu á sumrum og ekki má gleyma æðarfuglinum.
„Já, æðarfuglinn fer að verpa hérna í maí,“ segir Kristján.
„Þetta varp er nokkuð þétt á vissum stöðum, en er annars úti um allt landið hérna. Mér er sagt að góðir æðarbændur hafi einhver ráð með að fá fuglinn til að verpa þéttar. Það er auðvitað mikið hagræði bæði við að verja varpið og við dúntekjuna. En æðarvarpið er viðkvæmt meðan það stendur yfir frá því í maí eins og ég sagði og fram í endaðan júni. Það er því ákaflega mikilvægt að fuglinn sé ekki styggður á þeim tíma og vonand

i verður þetta spjall okkar ekki til þess að auka ónæði á fuglinum. En menn hafa til þessa ekki verið ágengir við landið hérna og ég vona að svo verði framvegis. Æðarfuglinn er friðhelgastur fugla á Íslandi, eins konar húsdýr, og það gerir enginn sæmilegur maður að trufla hann um varptímann, nógur er nú vargurinn samt, hrafn og svartbakur. Og reyndar er það að sjálfsögðu svo að alls ekki er ætlast til að menn fari um Bessastaðanesið nema með sérstöku leyfi þeirra, sem á staðnum ráða.“
Já, það er ekki neinn hörgull á lífi í Bessastaðalandi og það má geta þess að úti hjá Skothúshólnum komum við auga á eldfjöruga fjallakónguló á hlaupum, sem við töldum vera öruggt vormerki.
Leiðin liggur nú lengra út á Bessastaðanes og héðan er fögur sýn til Reykjavíkur.
bessastadir - 2013-2„Það er nokkurn veginn víst að hvergi á öllu Íslandi er eins gott stæði fyrir stóra borg og í Reykjavík segir Kristján. Það er því athyglisverðara þar sem það er næstum því tilviljun að höfuðborgin reis hér. Sé farið nokkuð aftur í tímann, þá var Reykjavík aðeins þessi litli verslunarstaður, „Holmens Havn“, eins og hann var kallaður og vissulega reis borgin ekki hér af þeirri ástæðu að hún hafði allt það til að bera sem þarf til þess að stórborg geti risið, t.d. nær óendanlegt landrými. Borgin getur þanið sig í allar áttir, nema í sjó fram: — inn eftir öllu Kjalarnesi upp alla Mosfellssveit og loks í þessa áttina ef vill, sameinast Hafnarfirði, þegar þar að kemur. Landið er líka hæfilega öldótt, til þess að fá borginni nauðsynlega fjölbreytni.“
Nú er komið suður fyrir sjómerkið sem stendur á Bessastaðanesinu og hér verður fyrir okkur sérkennileg þúst í landinu nokkra tugi metra frá merkinu. Þetta er töluverð upphækkun mjög þýfð að ofan en að öðru leyti eins og 1 metra hár pallur. ,,Ég held að þetta hljóti að hafa verið sauðaborg,“ segir Kristján Eldjárn, ,,eða ef til vill skjól bæði fyrir kindur og hesta. Þessi er sporbaugslaga en hér skammt frá er önnur rúst af fjárborg, allnokkru stærri og hún er kringlótt, en þannig voru fjárborgir oftast hér á landi. Hringur er enda stysti veggur sem hægt er að reisa í kring um tiltekna spildu. Leifar af enn einni fjárborg er svo hér lengst frá, einnig kringlóttri. Hún er innarlega í Bessastaðanesi þar sem hallar til Skerjafjarðar, andspænis Kópavogskaupstað. Sú borg hefur verið úr grjóti um 10 metrar í þvermál og innan í henni er annar hringur, 4-5 metrar í þvermál.“
Kristján tekur reyndar fram hvað eftir annað að það sé fremur lítið um minjar eftir búsumstang á jafnstórum stað og Bessastöðum.
Ljósmyndarinn hefur skroppið frá á þessari göngu okkar um Bessastaðanes og fært bílinn nær hliðinu skammt frá Bessastaðabúinu, Lambhústjarnarmegin í Nesinu. Þangað liggur nú leiðin og Kristján segir okkur að þar munum við koma að hóli þeim, þar sem hið svonefnda „skothús“ fálkafangara konungs á að hafa staðið.
„Já, konungur hafði áður fyrri einkarétt á öllum fálkum sem veiddust í landinu. Það var hans privilegium. Fálkaveiðarnar voru líka all mikið fyrirtæki. Fálkafangarar voru ráðnir um land allt, þ.e. menn sem þjálfaðir höfðu verið í því að handsama fálkana. Þeir voru fluttir hingað til Bessastaða og geymdir í Fálkahúsinu og hingað kom sérstakt skip til þessað sækja þá, „Fálkaskipið“. Þeir sem kunnugir eru í Kaupmannahöfn og Fredriksbergi munu kannast við Falkonerhuset og Falkonerallé, þar sem fuglarnir voru áður fyrri tamdir og vandir.“
Nú er komið að tóftunum, þar sem Benedikt Gröndal taldi að Fálkahúsið hefði staðið. Segir hann svo í Dægradvöl: „Þar hæst á bungunni er kringlóttur grasblettur og rúst eftir gamalt byrgi þar sem fálkarar hafa líklega legið við fyrrum, það var kallað „skothúsið og er þaðan víðsýni mikið og fagurt.“ Kristján telur að hvað sem líður ummælum Gröndals megi telja sennilegt að þarna hafi verið skotbyrgi. En satt hefur Gröndal sagt um víðsýnið enda er þetta hæsti staður í Bessastaðalandi.

Grásteinn
bessastadir-223Við höfum víða gert stans, en einn staður er þó eftir. Það er Grásteinn.
Grásteinn liggur að vísu utan lands Bessastaða, hár og reisulegur steinn, nokkuð vestur af hliðinu heim að Bessastöðum. Í hann eru klappaðar nokkrar holur í röðum og ber það til þess að þegar vegurinn var lagður út nesið var fyrst ætlunin að hann lægi yfir þann stað þar sem steinninn stendur. Var þá búist til að kljúfa steininn og holurnar gerðar. En einhver álög voru á steininum að sögn Kristjáns, og fór svo að þegar átti að reka fleygana og kljúfa steininn slasaðist einn maðurinn. Var þá hætt við verkið.
„Þar fór vel“, segir Kristján því steinninn er hinn ágætasti og sögufrægur. Segir frá honum m.a. í Dægradvöl. Landamerki milli Eyvindarstaða og Bessastaða eru og bein lína úr Grásteini í miðjan Bessahólma og milli Brekku og Bessastaða úr Grásteini í Lambhúsatjörn.“
Hjá Grásteini nemum við staðar og litum á steininn. Fornleifafræðingar hafa sjötta skilningarvit, þegar faldir fjársjóðir eru annars vegar og því kemur okkur ekki á óvart þegar Kristján stingur fingri niður í rifu í steininum og dregur þar upp krónupening. Hann er að vísu sleginn eftir síðustu myntbreytingu og Kristján lætur hann í rifuna aftur, — og hver veit nema einhverjir fornfræðingar framtíðarinnar eigi eftir að finna hann þarna(!)
En við Grástein er óhætt að gera að gamni sínu, — það leyfðu þeir sér að minnsta kosti skólapiltarnir á Bessastöðum sem voru einmitt að yrkja um Grástein þegar þeir kváðu um heiðursmanninn Jón Jónsson skólameistara:
Á Grandanum heyrist grátur og
raus
grátur og raus, grátur og
raus,
á grandanum heyrist grátur og
raus,
getið þið hvern ég meini.
Lector situr sálarlaus
sálarlaus, sálarlaus.
Lector situr sálarlaus
sunnan undir steini
Virðar segja viskulaus,
viskulaus, viskulaus,
virðar segja viskulaus
vestan undir steini.
Aðrir segja ærulaus,
ærulaus, ærulaus,
austan undir steini.
Nokkrir segja náttúrulaus,
nátturulaus, náttúrulaus,
nokkrir segja náttúrulaus
norðan undir steini.

Leiðarlok
Þessum stutta göngutúr okkar í góðvirðinu með Kristjáni Eldjárn er nú að ljúka. Hér vantar ekki viðsýnið eins og rétt nú áður var minnst á og land Bessastaða blasir við næst okkur og í fjarlægð blá fjöll sem geyma að baki sér byggðir landsins í fjörðum þess og dölum. Hingað var lengi mænt, bæði með kvíða og von. Héðan lituðust þeir um ýmist skemur eða lengur, landnámsmaðurinn Bessi Þormóðsson, Diðrik Pining, Týli hirðstjóri Pétursson, Hvidfeld og Rosenkrans, Grímur Thomsen, Hallgrímur Scheving, Sveinbjörn Egilsson, Jónas Hallgrímsson og fleiri merkismenn sem koma við íslenska sögu. —AM“

Heimild:
-Tíminn 8. apríl 1982, bls. 16-18.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – uppdráttur ÓSÁ.

Finnsstaðir

Norðan Vífilsstaðavatns eru rústir á lágum hól; Finnsstekkur. Í örnefnalýsingum er einnig getið um Hálshús og Finnstaði.
FinnsstadirÞessar tóftir eru „þegar farið er inn með Vífilsstaðavatni. Er þá komið í vog eða krika, sem nefnist Hálshúsakriki. Hafa Hálshús verið þarna nálægt. Þarna eru rústir á lágum hól, nefnist þar Finnstekkur (ÖS-GS). Stekkur var í eina tíð við voginn Hálshúskrika sem er í nyrsta hluta Vífilsstaðavatns (ÖS).“ Þá segir: „Í gömlum skjölum er þess getið að þarna hafi verið hjáleiga nefnd Finnsstaðir (ÖS). Þarna eru rústir í lágum hól, en í fornu bréfi og Jarðabók Árna og Páls eru Finnastaðir hjáleiga frá Vífilsstöðum, þá niðurlögð fyrir nokkru (ÖS, 1971).“
Tóftirnar gætu einnig um tíma hafa þjónað sem beitarhús sbr..: „Björn Konráðsson ráðsmaður á Vífilsstöðum taldi að þarna hefði verið býli og peningshús, sem var seinna breytt í beitarhús“. Ásýnd tóftanna benda til þessa, en undir þeim eru greinilega eldri búsetuminjar, hugsanlega Finnsstaða.

Heimildir:
-Örnefnastofnun, Ari Gíslason og Örnefnastofnun, 1971.
-Örnefnastofnun, Gísli Sigurðsson.

Finnsstaðir

Finnsstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

Breiðabólstaður

Eftirfarandi viðtal við Gísla Sigurðsson birtist í Þjóðviljanum árið 1967:
Gisli Sigurdsson 1967„Mig grunar að fjöldi Reykvíkinga viti lítið um Álftanes, annað en að þar situr forseti íslenzka lýðveldisins og að áður fyrr sátu á Bessastöðum óvinsælir útlendir umboðsmenn hans hátignar danakóngs. En sagan um Álftanesið er ekki einungis sagan um kóngsins menn og kúgara, heldur líka sagan af hinum kúguðu, þrælakistunni og aftökum fyrir misjafnar sakir, stundum engar, Ég fékk Gísla Sigurðsson lögregluþjón í Hafnarfirði til fylgdar um nesið nú á dögum, en hann er einn kunnasti maður þar um slóðir og hefur safnað ógrynni örnefna af Álftanesi og víðar.
Kóngsnes er gamalt uppnefni á Álftanesi, enda sölsaði kóngur það snemma undir sig ásamt ölflu kviku, bændum og búaliði. Þannig voru Álftnesingar i nánara sambýli við hið veraldlega vald en flestir aðrir landsmenn og kvaðir þær, sem hans hátign þóknaðist að leggja á menn, komu harðar niður á þeim en nokkrum öðrum. Má því með nokkrum rétti segja, að þeir hafi um aldir lifað í hreinni ánauð umboðsmanna kóngs á Bessastöðum. Þeir skyldu róa á kóngsskipum, leggja til menn og hesta í hvert sinn er umboðsmaður krafðist, ásamt óteljandi öðrum kvöðum. Benedikt Gröndal, sem var alinn uþp á Bessastöðum og Eyvindarstöðum á Álftanesi, segir svo frá í Dægradvöl sinni, að oftsinnis hafí menn verið kallaðir frá róðrum tiil að sigla höfðingjum og kvinnum þeirra um sundin. Þá var oft vani þeirra, þá er þeir báru kvinnurnar út í bátana, að hrasa með þær í sjóinn og misstu þær við það löngun til nánari kynna af þeirri hráblautu höfuðskepnu. Kóngur gerði út nær öll, ef ekki öll skip af Álftanesi, en þaðan var mikið útræði og varir framundan hverjum bæ að heita mátti. Þannig varð hans hátign mesti útgerðarmaður á Íslandi næstur á eftir Guði almáttugum og ekki síður harður húsbóndi.
Nú mun það vera nokkuð almenn skoðun að Álftnesingar hafi verið kúgaður kotalýður, frugtandi sig fyrir Breidabolsstadur og AkrakotBessastaðavaldinu með kollhúfuna í annarri hendinni, en hálftóma pontuna í hinni. Gísli vill ekki viðurkenna þessa mynd af Álftnesingum fyrri alda. Hann segir þvert á móti að það bera vott um talsverðan mannsbrag, að þeir skyldu yfirleitt hafa tórt og skilað landinu eftirkomendum við svo hroðalegar aðstæður.
Til þess að gera langa sögu Bessastaða stutta verður hér tilfærður kaflinn um þá úr bók Þorsteins heitins Jósepssonar, „Landið þitt“.
„Bessastaðir (GK) forsetasetur og fornt höfuðból á Álftanesi. Fyrst þegar Bessaataða er getið í fornum heimiidum, eru þeir í eigu Snorra Sturlusonar, eins kunnasta sagnfræðings og rithöfundar á Norðurlöndum á sínum tíma — sjá Reykholt (BO). Skömmu síðar kemst jörðin i konungseign og verður brátt að höfuðsetri æðstu valdsmanna konungs á islandi og það allt til loka 18. aldar.

Landakot og Deild

Þá hafa allan þann tíma verið teknar ákvarðanir um ýmsa þá atburði sem hvað örlagaríkastir hafa orðið fyrir íslenzku þjóðina og ekki ætíð á sem beztan veg. Í byrjun 19. aldar er lærði skólinn, þá æðsta menntastofnun Íslendinga, fluttur að Bessastöðum og starfar þar undir handleiðslu mikilhæfra og góðra kennara um 40 ár, þar til hann flytzt til Reykjavíkur 1846.
Á seinni hluta 19. aldar eða frá 1867, eru Bessastaðir í eigu eins af kunnustu og mikilhæfustu skáldum 19. aldarinnar, Gríms Thomsens (1820-1896). Eftir hann liggur fjöldi ritsmíða, einkum um fagurfræði og bókmenntir og mikið af því var birt á erlendum tungumálum, en kunnastur er hann fyrir ljóðaskáldskap sinn, sem í ýmsu skipar sérstöðu í íslenzkri ljóðagerð. Grímur Thomsen lét sig landsmál allmiklu skipta og sat á Alþingi Íslendinga um fjölda ára.
Á Bessastöðum fæddist Benedikt Sveinbjarnaron Gröndal (1826-1907), eitt af sérkennilegustu skáldum og rithöfundum okkar á síðari hluta 19. aldarinnar. Hann hefur skrifað fjölda skáldrita, auk kennslubóka og bóka og ritgerða um náttúrufræði.
Svidholt 1967Eftir lát Gríms Thomsens hafa Bessastaðir verið lengst í eigu einstakiinga, unz Sigurður Jónasson forstjóri í Reykjavík gaf ríkinu staðinn fyrir þjóðhöfðingja-setur. Síðan hafi báðir forsetar Íslands dvalið þar, Sveinn Björnsson frá því hann varð ríkisstjóri 1941 og síðan forseti 1944 til dánardægurs og sáðan Ásgeir Ásgeirsson, sem hefur setið þar frá 1952.
Forsetabústaðurinn á Bessastöðum er með elztu húsa á Íslandi, byggður 1763 sem amtmannssetur, síðan hefur húsinu verið nokkuð breytt og byggt við það.
Á Bessastöðum er kirkia, líka gamalt hús, en hún var í smíðum frá 1780 títt 1823. Fyrir fáum árum hafa verið settir í hana nýir gluggar með litglerjum eftir íslenzka listamenn. Í Bessastaðakirkju eru tveir legsteinar, annar yfir Pál höfuðsmann Stígsson d. 1566, hinn yfir Magnús amtmann Gíslason d. 1766.
Í Bessastaðalandi var gert virki á 17. öld (Skansinn) til að verjast sjóræningjum og óvinaher, ef þeir gerðu sig líklega til að ráðast á staðinn. Skansinn er í Bessastaðalandi með háurn veggjum, nú grasi gróinn. Gegnt Bessatöðum er Gálgahraun. Í því er Gálgaklettur, þar sem sakamenn voru hengdir — sjá Kópavogur (GK). Voru líkin urðuð í klettaskoru skammt frá aftökustaðnum, og sagt er að þar hafi fundizt mannabein á sl. öld.“ Svo mörg eru þau orð og má af þeim ráða að þarna eru miklar söguslóðir þrungnar miklum örlögum bæði einstaklinga og þjóðar okkar sem heildar.

Bjarnastadir - barnaskoli

Gísli kann sögu af manni nokkrum, sem dæmdur hafði verið af lífi og skyldi hengjast í Gálgahrauni. Manninum fannst sér milkil virðing sýnd, að hann skyldi hengjast að höfðingjaboði við hátíðlega opinbera athöfn og hagaði klæðaburði sínum í samræmi við það. Hann fór í sparifötin og voru gylltir hnappar á jakkanum. Líkið var síðan látið hanga uppi um nóttina, eins og þá var siður, en um morguninn var búið að reyta skarthnappana af jakkanum fangans. Það var gott að njóta leiðsagnar Gísla um Áltftanesið, en ekki verður sagt í stuttri blaðagrein að gera sagnfræði eða örnefnum nein skil, svo að gagn verði að. Við munum því fara fljiótt yfir sögu og reyna að kynna fólki þetta fallega nes við bæjardyr Revkvíkinga, Kópavogsbúa, Garðhreppinga og Hafnfirðinga.
Maður hefur strax á tilfinningunni að maður sé kominn langt upp í sveit, þegar hrauninu sleppir og við tekur hið eiginlega Álftanes. Úti á nesinu er allt gróðri vafið. tún við tún og myndarleg býli hvert sem augum er rennt. Þar eru Breiðabólsstaðir, Eyvindarstaðir. Sviðholt, Langbolt, Bjarnastaðir, Skógtjörn að ógleymdum Bessastöðum. en þangað snerum við fyrst fararskjótum okkar.
Litlibaer - sumarhusÆtlunin var fað fara út á Skansinn, en þegar til átti að taka var öll umferð þangað út stranglega bönnuð, og nenntum við ekki að þiðja leyfis að fara þangað. Tveir hólmar eru þarna við landið og heitir annar Bessahólmi. Enginn veit hvernig það nafn er til komið, en sagnir enu um að þar sé haugu í Bessa þess er fyrstum mun hafa byggt á Bessastöðum, en þeir eru ekki taldir með landnámsjörðum í Landnámu. Þar fyrir er svo sem engan veginn víst að svo sé ekki. Í hólmanum er æðarvarp og eins í öðrum hólma nær landi.
Það er fallegt á Bessastöðum í góðu veðri eins og var þennan dag. Heyskapur var þar í fullum gangi og heyjað fyrir þjóðina, þvtí að öll eigum við þessa vildisjörð. Eyvindarstaðir eru skammt þar frá. Þangað er búsældarflegt heim að líta og þar bjó Sveinbjörn Egilsson skáld, meðan hann var refctor Bessastaðaskóla. Þar bjó líka Benedikt Gröndal um tíma. Þarna ekki alllangt í burtu er steinn einn mikill og mæla fjórar jarðir land sitt í hann. Um hann er sú saga, að skólapiltar á Bessastöðum hafi setið þar fyrir Jðni Jónssyni meðan hann var lektor við skólann og hýtt hann þar. Út af því var kveðinn gamansamur bragur, eins og títt var í þá daga, er stóratburðir gerðust.
Helguvik - skurarÍ þessu bjarta og fagra veðri var viðsýnt af nesinu, þótt það sé lágt, en sagt er að af Garðaholti megi sjá til byggða þar sem meira en helmingur þjóöarinnar er saman kominn. Sjálft er nesið lágt, eins og fyrr er sagt og sjórinn hefur sífellt verið að eyða af því stórum skikum og eru heimildir til um, að eítt kotið hafi sex sinnum verið fært undan sjávarágangi. Það er því ekki undarlegt að víða er hægt að sjá fyrir sjóvarnargörðum, sem hlaðnir hafa verið á undangengnum öldum. Í landi hvers stórbýlis hefur verið fjöldinn allur af kotum og hjáleigum ásamt þurrabúðum. Nöfn þeirra margra lifa enn í dag, þó að þau sjálf sáu löngu horfin. Þannig er um örreitiskot úr Sviðholtslandi. Það hét Friðrikskot, en var uppnefnt „Friðriksgáfa“ eftir stórhýsi á Möðruvöllum norður. Þarna var og Bakkakot og þar var glímuvöllur, sem nefndur var Bakkakotsbakki, en á honum var mikið glímt á árunum 1880-1884. Upphaflega var kotið hjáleiga frá Sviðholti, en kóngsumboðsmaður gerði það að sjálfstæðu býli og tók fyrir það fulla leigu. önnur kot hétu Gesthús, Hákot, Sveinskot, Marmarakot og Glerhöll, og eru fáein talin.
Nafnið á síðastnefnda kotinu er þannig til komið að settar voru tvær glerrúður í glugga og hefur ÁlBessastadir 1967ftnesingum þótt slíkt nokkurt oflæti hjá kotkarli. Ein af kvöðum Álftnesinga sem leiguliða hans hátignar, var að róa á skipum hans. Umboðsmaður sá hag sinn og kóngs í því að hafa skipin sem flest og smæst, til að fá því fleiri skipshluti.

Eitt sinn stóð hjáleigan Litlibær niðri undir sjó hjá Bjarnastöðum, þar sem nú stendur barnaskóli hreppsins. Árið 1918 tók Gísli þátt i því ásamt fleirum að rífa niður tætturnar af kotinu og rakst þá á hellu eina, og var klöppuð vangamynd af manni á hana. Myndin var nauðalík vangamynd þeirri sem til er af Jónasi Hallgrímssyni. Gísli lagði helluna til hliðar, en hafði ekki rænu á að tilkynna þjóðminjaverði fundinn og er hellan nú sennilega glötuð með öllu, nema hún hafi lent einhversstaðar í hleðslu. Mé nærri geta hvílíkur missir er af líkum gripum, svo fátækir sem við erum af steinmyndum frá fyrri öldum, ef legsteinar eru ótaldir. Nú stendur í landi Litlabæjar sérkennilegur sumarbústaður. Hann er alllur hlaðinn úr grjóti þaðan úr fjörunni og ákaflega skemmtilegt mannvirki.
Það er hægt að aka um nesið þvert og endilangt, en þar sem höfund þessara skrifa skortir bæði ritsnilld og þekkingu til að gera nesinu nokkur afgerandi skil i svo stuttu máli, getur hann ekki annað en ráðlagt íbúum þéttbýlisins hér í suðvesturhorni Faxaflóans að líta út á Álftanes, áður en þeir fara að skokkast eitthvað út í buskann í sumarleyfinu sínu, jafnvel til útlanda. Að vísu ferst höfundi ekki að liggja fólki á hálsi fyrir að Heita að vatni handan lækjarins, því u.þ.b. eitt hundrað metra frá heimili hans er einn af alvíðsýnustu útsýnisstöðum hér í nágrenninu. Þangið hefur hann komið nákvæmlega tvisvar og í fyrra skiptið eftir að hafa búið í námunda við hann í átta ár. Svona er mannfólkið skritið að horfa ævinlega út í blámann en aldrei niður fyrir tærnar á sér og svo er sagt að við séum skammsýn!
Undirritaður vill hérmeð þakka Gísla Sigurðssyni samfylgdina um Álftanesið og afsaka hve sorglega lítið hefur orðið úr þeim fróðleik, sem hann reyndi að miðla höfundi á leiðinni.“

Heimild:
-Þjóðviljinn 30. júlí 1967, bls. 6-7. Gísli Sigurðsson.

Bessastaðir

Bessastaðir.

Urriðakot

„Tún og tóftir eyðibýlisins „Urriðakots“ þekkja margir sem þarna eiga leið um, en eðlilega er saga býlisins minna kunn.
Urridakot-22Til að bæta nokkuð úr því fer hér á eftir lýsing á mannlífi í Urriðakoti á meðan það var og hét. Um er að ræða hluta úr lengri ritgerð um þetta svæði, sbr. eftirmála. Tölur í svigum vísa til heimildaskrár aftast í textanum. Urriðakot var áður konungseign og síðar ríkiseign, en komst í einkaeign 1890. Alþingishátíðarárið 1930 bjuggu þar og höfðu búið í áratugi hjónin Guðmundur Jónsson (1866-1941), frá Urriðakoti, og Sigurbjörg Jónsdóttir (1865-1951), frá nágrannabænum Setbergi og áttu þau jörðina. Þau eignuðust 12 börn og er frá þeim mikill ættbogi kominn. Samkvæmt Fasteignabók 1932 var bústofn þeirra 140 sauðkindur og 5 kýr og auk þess 2 hross. Voru þá einungis fjórir bændur í Garðahreppi og aðliggjandi hreppum (Seltjarnarneshreppur, Bessastaðahreppur og Vatnsleysu-strandarhreppur), sem voru fjárríkari en þau hjón og þar af einungis tveir, sem áttu að marki fleira fé en þau. Fimm kýr þótti og álitleg nautgrtipaeign í þá daga.
Urridakot-23Er því nokkuð ljóst, að Urriðakotshjón hafa orðið að halda vel á spöðunum til þess að sjá bæði bústofni sínum og sér og sínum börnum farborða. Í Urriðakoti og nágrannabæjunum þar, sem sauðfjáreign var umtalsverð, byggðist sá búskapur mjög á útibeit. Voru þá höfð fjárhús ýmist heima við bæ eða beitarhús frá bæ þar, sem útibeit þótti góð. Sauðaeign var einnig veigamikill liður í fjárbúskap í þá tíð, en sauðir voru jafnan látnir ganga nær sjálfala úti árið um kring. Jón Guðmunds-son á Setbergi (1824-1909), faðir Sigurbjargar í Urriðakoti, var einn mesti fjárbóndi, sem sögur fara af hér um slóðir. Hann átti og fleiri sauði en allir aðrir. Í æviþætti af honum segir: “Allt fé á Setbergi í tíð Jóns bjargaðist á útigangi nema lömb og hrútar.”  

Urridakot-24

Guðmundur í Urriðakoti hafði á vetrum lömb og hluta af ánum í fjárhúsi heima við tún og beitti ánum með gjöf. Hluti af ánum var hafður fram eftir vetri við beitarhús í hraunjaðrinum þar nærri, sem nú er golfvöllurinn. Þegar snjóþyngsli voru, fór Guðmundur með hey í stórum poka upp eftir að hygla ánum. Guðmundur átti einnig um það bil 20 sauði, þegar mest var. Gengu þeir sjálfala, einkum í austanverðri Vífilsstaðahlíð, Selgjá, Búrfellsgjá og á Tungum, og gátu haft afdrep í hellum og skútum, sem þar eru víða.
Á síðari árum notaði Guðmundur skúta í jaðri Urridakot-25Búrfellshrauns undir Vífilsstaðahlíð, sunnan við Kolanefsflöt og örskammt frá grillstæðinu og bílastæðinu, sem nú er til þess að gefa við sauðum sínum í harðindum. Hann bar heyið í pokum yfir hraunið frá beitarhúsunum. Áður hafði mundur vanið sauði síns við veglegra fjárbyrgi, sem er skammt sunnan línuvegarins í hrauninu. Ef Guðmundur í Urriðakoti mætti nú rísa úr gröf sinni og skunda um Urriðakotsland, myndi honum án efa finnast púttarar í námunda við beitarhús sín og grillarar í námunda við sauðaskúta sinn framandlegir menn og óvelkomnir á sínu landi. Ef þeir Tóftabrot í Urriðakoti. Tóftir Urriðakots, Urriðakotsvatn og Hrauntangi.
Setbergshamar ber við loft til vinstri. Horft til Hádegisholts frá bæjarstæðinu í Urriðakoti. hinir sömu skyldu hins vegar sjá mann Urridakot-26koma hlaupandi við fót (Guðmundur í Urriðakoti var með afbrigðum léttstígur), er eins víst, að þeim yrði líkt við. Og þó! Þeim myndi án efa falla allur ketill í eld, þótt ekki væri nema vegna klæðaburðar mannsins. (“Þótt snjór væri eða bleyta var hann alltaf á kúskinnsskóm og án yfirhafnar hvernig sem viðraði“).
Mjólkin úr kúnum var mjög spöruð heima fyrir og var hún vafalaust drýgsta tekjulind búsins. Var mjólkin seld til Hafnarfjarðar og flutt á reiðingi allt fram undir 1930, að ökufær vegur var lagður milli Urriðakots og Setbergs. Um líkt leyti var tekið að nota heygrind til heyflutninga, en sláttuvél eignaðist Guðmundur aldrei.
Eitt var sérlega athyglisvert í tengslum við Urridakot-29heyskap í Urriðakoti, en það var nýting fergins (tjarnarelftingar), sem óx í vatninu. Fergin er nú horfið í vatninu og því miður er engin mynd til af því sérstaka verklagi, sem tengdist nýtingu þess. Um þetta farast Guðmundi Björnssyni svo orð: “Ferginið stóð ca. 30 cm upp úr vatninu og glitti í það á köflum. Við sláttinn voru menn á þrúgum úr tunnustöfum eða klofháum stígvélum og höfðu nót á milli sín. Með gaffli var því skóflað í land og síðan þurrkað á svokallaðri Ferginisflöt. Það var svo gefið kúm sem fóðurbætir.” Svo mikill var þessi ferginsheyskapur í vatninu, að hann nam 40-50 hestburðum (ekki tíundað sérstaklega í Fasteignabók 1932). Voru kýrnar sólgnar í þennan “fóðurbæti” og hafa án hafa verið vel haldnar og í góðri nyt. Ferginið í Urriðakotsvatni var með vissu slegið 1952. Engin bein skýring er hinsvegar á því hvers vegna fergin er nú horfið úr vatninu. Talið er, að það hafi horfið eftir 1973-1974 og orsökin hafi verið breytingar á frárennsli vatnsins. Önnur skýring kann þó að liggja beinna við, sem sé að vöxtur og viðgangur fergins í vatninu hafi verið háður því að það hafi verið slegið reglulega.

Lok búskapar í Urriðakoti.

Urriðakot

Urriðakot – túnakort frá 1908.

Þau Guðmundur og Sigurbjörg hættu búskap í Urriðakoti 1935. Þau voru þó áfram í Urriðakoti með 20-30 kindur. Jörðina leigðu þau dóttur sinni og tengdasyni. Um mitt ár 1939 seldu þau tveimur sonarsonum sínum jörðina og fluttust alfarin frá Urriðakoti 1941. Að heimsstyrjöldinni lokinni komst jörðin í eigu Oddfellowa. Eftir það bjuggu ýmsir á jörðinni fram undir 1960. Þá fór jörðin endanlega í eyði og skömmu síðar brann bærinn þar. Sú verðbólga, er hófst í landinu í kjölfar hernáms Breta, gleypti andvirði jarðarinnar og urðu Guðmundur og Sigurbjörg þá eignalaus. Auður þeirra fólst því í börnum þeirra og öðrum afkomendum líkt og hefur orðið hlutskipti fjölmargra annarra, sem hafa séð eignir sínar furða upp í verðbólgubáli.“
Framangreind lýsing Þorkels Jóhannssonar er að mörgu leyti skemmtileg. Öllu áhugaverðara, en óljósara, er að við Urriðavatn var selstaða frá landnámstíð; að öllum líkindum frá Hofstöðum, bæ Vífils ferðafélaga Ingólfs þess er fyrstur var skráður til heimilis hér á landi. Nýlegur uppgröftur á staðnum varpar nýju ljósi á upphaf og þróun selstöðva, sem verður að teljast til tímamóta í fornleifafræði hér á landi.

Heimild:
-http://www.ismennt.is/not/ottarkjartans/skrif/Horfin%20t%C3%AD%C3%B0%20%C3%AD%20Urri%C3%B0akoti.pdf

Urriðakot

Urriðakot – uppgröftur.

Sjómaður

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1955 er m.a. fjallað um „Kolaveiði í Dugguósi við Bessastaði“: „Í ósnum, sem er milli Bessastaðatjarnar og sjávar og nefndur er Dugguós, var ákaflega mikil kolaveiði og einnig fyrir utan hann. Var kolinn venjulega veiddur þar frá því hálfum mánuði fyrir fardaga og allt til Mikjálsmessu.
Bessastadatjorn-221Var kolinn veiddur í svokölluð kolanet. Var alltaf vitjað um net þessi einu sinni á dag. Aflinn var misjafn, þetta frá 60 og mest upp í 150 fiska. Þætti slíkt nú daglega góður fengur. — Var þetta spikfeitur skarkoli, til jafnaðar rúmlega pund að þyngd. Stundum kom fyrir að smálúða kæmi í netin, og voru þær frá fimm og allt að tólf pundum. Þótti kolaveiðin einhver indælustu hlunnindi sem fylgdu Bessastöðum og Breiðabólsstöðum. Ári eftir að fyrstu togararnir komu hér í Faxaflóa, hurfu þessi dýrmætu hlunnindi frá þessum tveimur jörðum og verður sá skaði alltaf ómetanlegur. – (Sjósókn).“
Í Lögbergi-Heimskringlu árið 1963 er jafnframt fjallað um Dugguós: „Þar sem áður flæddi sjór, eru nú ræktaðar karlöflur.
Við brugðum okkur í vikunni suður á Álftanes og litum þar á kartöflugarð, sem segja má, að unninn hafi verið úr greipum Ægis, því fyrir nokkrum árum lá þar allt undir sjó. Nú er á nesinu fimm hektara kartöfluakur, og er uppskeran ágæt, því jarðvegurinn virðist auðugur af öllum efnum, og heppilegur til kartöfluræktar.
Bessastadir - sjobudÁrið 1952 og ’53 var hlaðinn varnargarður í hinn svonefnda Dugguós, eða Bessastaðaós á Álftanesi, og fékkst við það mikið land, sem áður hafði allt verið undir sjó, en fyrir innan þennan garð myndaðist einnig tjörn sú, sem kölluð er Bessastaðatjörn og ræktaður er í lax.
Það var Sveinn Björnsson fyrrverandi forseti, sem lét hefjast handa um gerð garðsins, og hélt Ásgeir Ásgeirsson forseti áfram verki hins látna forseta. Þar sem nú er kartöflugarðar voru einu sinni mógrafir norðurbæjanna á Álftanesi aðallega Landakots og Breiðabólstaðar, en í stórstreymi gekk sjórinn alla leið þangað upp. Svo var einnig gerður varnargarður fyrir vestanáttinni fyrir nokkrum árum, og á enn eftir að framlengja hann nokkuð svo hann nái að garðinum, sem er fyrir Dugguósi, en við það fæst enn nokkurt land til ræktunar.
Sett var niður í garðinn, sem er eign Erlends Sveinssonar lögregluþjóns, 6. júní og hefur verið unnið við upptöku undanfarna viku. Jarðvegur er þarna auðugur af öllum efnum og hefur uppskeran verið góð. — Í fyrra, en þá var fyrst sett niður í þennan garð, varð uppskeran sumsstaðar í honum 16 til 17 föld, og þykir víst ekki ónýtt að fá svo góða uppskeru. Auk kartaflanna eru þarna ræktaðar rófur og hafa þær sprottið mjög vel í sumar. – Tíminn 5. okt.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 27. febrúar 1955, bls. 124.
-Lögberg-Heimskringla 31. okt. 1963, bls. 8.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – örnefni.

Sótaleiði

Kristján Eldjárn skrifar í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1981 um „Örnefni og minjar í landi Bessastaða á Álftanesi„. Þar getur hann m.a. um svonefnt „Sótaleiði“:

sotarleidi-1„Ath.: Ekki er nú vitað hvar Grímur Thomsen lét heygja hest sinn Sóta, framar en segir í Sjósókn, bls. 46, ,,í túninu fyrir norðaustan staðinn“. Í umtali er þetta stundum kallað Sótaleiði (47) [51], sem virðist mega telja með örnefnum.
Ókunnugt er mér, hvar Fálkahúsið stóð, eins og svo margt í fyrri tíðar húsaskipan á Bessastöðum.“

Í Sjósókn segir: „Árið 1663 skipaði konungur svo fyrir, að bjóða skyldi höfuðsmanninum á Bessastöðum alla hesta, sem ætlað væri að selja til útlanda. Nokkrum árum seinna (1574) bað konungur að senda sér til Hafnar 10 eða 12 graðfola og reiðhest góðan, og átti hann þá allmargt fyrir íslenska hesta. Kristján IV. fékk einnig íslenska hesta. Herluf Daa keypti fyrir hann á Bessastaðaárum sínum 10 hesta og greiddi 12 rd. fyrir hvern þeirra. Oft er endranær getið um hesta á Bessastöðum.
Sotaleidi-3Einn frægur gæðingur var þar löngu seinna, og er hann heygður með öllum reiðtygum í túninu á Bessastöðum. Það er Sóti Gríms Thomsen, einn frægasti góðhestur síns tíma, hornfirzkur að ætt. Hann var hár og langur, faxfagur og taglprúður, bar sig hátt að framan og greiddi sig vel, afburða skeiðhestur, fótviss og fótsterkur, ferðmikill og vakur, en styggur nokkuð og geðríkur og bráður, og þýddist ekki aðra en Grím sjálfan. Grímur hafði haft hann með sér til útlanda og síðan aftur heim til Bessastaða og hélt hann þar í 15 ár í miklu eftirlæti og ól hann á úrvalstöðu og nýmjólk.
Um Sóta orti Grímur þetta:
Sanda þylur, sverfir mél,
Sóti mylur grjótið vel,
fótaskilin fljót sem él,
fer sem bylur yfir mel.
Sjálfsagt er það einnig hugsunin um Sóta, sem kemur óbeinlínis fram í kvæðinu um Skúlaskeið. – Sóti var felldur 27 vetra, árið 1882, og kom Grímur þar hvergi nærri, en gekk síðan að opinni gröfinni og stóð þar agndofa um stund, og flóðu tár um vanga hans. Síðan gekk hann þögull inn í bæ aftur, en haugur var orpinn yfir Sóta.“
Bessastadanes-230Þegar loftmynd var skoðuð af Bessastöðum mátti sjá tvær greinilegar haugmyndanir í túninu norðaustan við Bessastaðastofu, hlið við hlið. Eftir að haft hafði verið samband við ráðsfólkið á Bessastöðum var ákveðið að skoða vettvanginn með hliðsjón af framangreindu. Myndanirnar reyndust vera þrær (þó sennilega sú vestari gamall byrgður brunnur). Norðaustar var hins vegar komið að manngerðum hól í túninu er líklegur megi telja „Sótaleiði“.
Dr. Gr. Th. minnist á ratvísi hesta, skýrir frá ýmsu og segir svo: „Hest hefi eg átt, sem var svo veg viss og ekki einasta vegvís, að hann tók sína vanaspretti, eins í dimmu sem björtu, og vissi eg á stundum ekki, hvar eg var, fyrr en hann tók sprettinn; eg var sem sé vanur að láta hann skeiða og stökkva til skiftis, og vissi eg þá hvað leið, eftir því sem hann gfeip stökk eða skeið. Aldrei varð eg þess var, að hann drægi neitt af sér skeiðið, þótt niðamyrkur væri, en hann stökk hægra. Einu sinni datt hann með mig í alla þá tíð, sem eg átti hann (25 ár). Svo stóð á, að eg lét eitt sumar heyja á Elliðavatnsengjum; reið eg upp eftir í bezta veðri, en um daginn gerði nokkrar skúrir, og urðu götur sleipar; á heimferðinni um daginn missti hann allra fjögra fóta utan í Vífilsstaðahálsi og skall með mig á hliðina. Reið eg sömu leið eftir það, en svo var klárinn minnugur, að nær sem hann kom á þann stað á hálsinum, sem hann fallið hafði, fór hann að frísa og skjálfa. Seinasta sumarið, sem hann hann lifði, lofaði eg honum að standa í túninu; var hann orðinn svo tannlaus, að hann náði ekki til grasa, nema loðið væri.
Fólk mitt reyndi stundum til að reka hannskolavardan-2 úr túninu; þótti því, eins og von var, ekki beysinn búskapur, að láta hest standa í túninu um hásláttinn. En klárinn hafði tekið eftir því, að eg amaðist ekki við honum, þótt hann leitaði sér bjargar, þar sem hana var að fá, því að eg kom stundum út í tún til hans og spjallaði við hann. Gaf hann því engan gaum að því, þótt sigað væri á hann hundum; hann hljóp að eins heim á hlað, eins og hann væri að skjóta máli sínu til æðra dóms, enda vann hann málið.“ Orð dr. Gr. Th. um Sóta í „Dýravininum“ ná eigi lengra en þetta. En hér er að líta frásögn merkismanns, byggða á orðum dr. Gr.: „Þessa sögu kann eg um Bessastaða-Sóta, og sagði Grímur Thomsen mér sjálfur. Þeir Grímur og Sóti áttu oft leið saman milli Bessastaða og Reykjavíkur. Það varð að fastri venju á þeirri leið, að Sóti skifti um gang á vissum stöðum, svo að í hverri ferð fór hann sama spölinn á sama gangi. Milli Eskihlíðar og Skólavörðu fór hann t. d. ávallt á stökki. Þetta var Sóta orðið svo tamt, að ekki þurfti á að minna. En annars hafði Grímur þann sið að gefa Sóta merki með því að skella tungu í góm, þegar hann vildi láta hann taka til stökksins.
Einu sinni reið Grímur með kunningja sínum frá Bessastöðum til Reykjavíkur. Ekki man eg nú, hver sá maður var, en hann var hestamaður og reiðmaður góður. Fannst honum til um Sóta, dáðist að skeiði hans, og mátti heyra, að hann fýsti að koma á bak honum. Ekki segir af ferðum þeirra, fyrr en þeir komu á þann stað, er Sóti var vanur að taka síðasta stökk-sprettinn á leið til Reykjavíkur. Eg man ekki hvort það var hæst í Eskihlíð eða vestan við hlíðina. Þar stigu þeir af baki, og bauð þá Grímur samferðamanni sínum að koma á bak Sóta, og ríða honum ofan að Skólavörðu. Því boði var tekið með þökkum. „En ekki mun Sóti skeiða undir þér,“ segir Grímur. Hinum þótti sú spá ekki trúleg, því að ekki hafði Sóti verið tregur til kostanna undir Grími, og það á verra vegi en nú var fram undan. „Eg heiti á þig,“ segir Grímur, „þú mátt eiga klárinn, ef þú nær skeiðspori úr honum áður en við komum niður hjá Skólavörðu.“
Bessastadanes-229Ekki ræddu þeir þetta lengur, en höfðu hestaskifti og stigu á bak. Grímur var á hlið við Sóta, þegar þeir lögðu af stað, og skellti í góm, svo að lítið bar á, en þó svo, að Sóti myndi heyra. Sóti tók sprettinn og linnti ekki stökkinu, fyrr en þeir námu staðar hjá Skólavörðunni, og ónýtti þannig áheit Gríms, eins og til var ætlað. (Hruna, 11. júlí 1929. – Kjartan Helgason.)“
Örkula vonar er eigi um að enn kunni að geymast meðal góðra manna sagnir um Sóta, þær sem byggðar eru á orðum dr. Gr. Th. Verða þær fluttar, eftir því sem við má komast, áður en raktar yrði aðrar sagnir um Sóta, svo sem á var vikið að framan. – E.Þ.“

Kristján minnist hins vegar í skráningu sinni ekki á hugsanlega selstöðu minjar undir lágum ísaldarhrygg sunnan við Litlumýri. Þar vottar fyrir tveimur þúfnagrónum þyrpingum. Ekki er hægt að greina veggi í þeim svo, ef þetta eru minjar, virðast þær mjög gamlar. Ofar, á hryggnum, eru greinilegar leifar vörðu. Á milli hennar og þyrpinganna efst í mýrinni, má merkja leifar af garðhleðslum.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska forleifafélags, Kristján Eldjárn, Örnefni og minjar í landi Bessastaða á Álftanesi, 78. árg. 1981, bls. 139.
-Sjósókn, bls. 46.

Bessastaðir

Bessastaðir.

Skansinn

Fyrir tæplega hálfri öld (um 1960) var Gísli I. Þorsteinsson (f. 1952) á ferð um norðanvert Álftanes með föður sínum, Þorsteini Einarssyni. Gísli var þá á tíunda ári. Þeir feðgar voru m.a. að skoða fuglalífið í fjörunni við Seyluna. Þeir gengu um Dugguós. Þegar þeir komu út að Skansinum og voru á gangi yfir útveggi hans ofan fjörunnar ráku haukfrá augu Gísla óvænt í eitthvað áhugavert í fjöruborðinu rétt neðan hans (þar sem sjórinn hafi brotið gróðurbakkann).

Gísli á fundarstaðnum neðan við Skansinn

Betur að gáð kom í ljós að þarna var um heillega blýkúlu að ræða. Við viktun síðar mældist hún um 920 gr. (tæp 2 pund) að þyngd, 5.7 cm að þvermáli og 18.0 cm að ummáli. Drengnum fannst mikið til koma og ákvað að varðveita kúluna. Hún hefur fylgt honum æ síðan með einum eða öðrum hætti.
Fyrir skömmu rifjaðist ferðin forðum upp í tveggja manna tali og Gísli ákvað að leita kúlunnar – og var ekki lengi að finna hana. Við endurheimt hennar var tilefni talið að huga nánar að upprunanum og hugsanlegum tengslum hennar við söguna, skrifaðar heimildir, vangaveltur og aðrar minjar, sem síðar hafa fundist við Bessastaði, t.d. fallbyssuhlut þann er fáum er kunnugt um, en varðveittur hefur verið í þegjandi hljóði undir Bessastaðastofu.
Ákveðið var að reyna að kanna hvort hugsanlegt væri að þessi blýkennda kúla frá Skansinum, er virtist einna líklegast hafa tilheyrt fóðurfangi fallbyssu, gæti með einhverjum hætti tengst fallbyssuhlutnum í kjallara hins sögufræga menningarseturs að Bessastöðum. Með það að markmiði var haft samband við Guðmund Ólafsson, hinn mæta fornleifafræðing hjá Þjóðminjasafni Íslands er tók m.a. hvað virkastan þátt í fornleifauppgrefti þeim að Bessastöðum er endurheimti fallbyssuhlutinn, og hann spurður hvort hann gæti komið og lagt mat á umleitunina.

Skansinn febr. 2008

Þegar vettvangurinn við Skansinn var skoðaður með Gísla í aðdraganda síðdag einn í febrúarmánuði árið 2008 gekk hann hiklaust á staðinn þar sem hann fann kúluna umrætt sinn. Hann staðnæmdist uppi á grónum virkisveggnum, horfði í kringum sig og gekk ákeðnum skrefum niður að fjöruborðinu, síðan þrjú fet áfram og benti; „Hér var það“. Segja verður eins og er að það hefur þurft bæði forvitin og áhugasöm barnsaugu til að koma auga á kúluna innan um jafnlitt fjörugrjótið. Kannski það hafi bara alls ekki verið af einskærri tilviljun. Gæti verið að barninu, sem áður hafði lifað af alvarlegt bílslys, hafi beinlínis, á yfirnáttúrulegan hátt, verið bent á þennan ofurlitla hlut í fjöruborðinu með það fyrir augum að tengja hann síðar við hin menningarsögulegu myndbrot vettvangsins? Fæstir fræðimenn er vildu láta taka sig alvarlega myndu opinberlega samþykkja þá tilgátu, en leikmenn er upplifað hafa hliðstæð tilvik myndu án efa samþykkja hana. Þeir síðarnefndu gætu hins vegar lent í vandræðum ef þeir þyrftu að rökstyðja samþykki sitt því slíka skortir jafnan áþreifanlegar sannanir þegar til kastanna kemur (eða eiga a.m.k. erfitt með að rökstyðja mál sitt).
Karl Gíslason, umsjónarmaður á Bessastöðum, hafði við umleytan reynst góðfúslega tilbúinn að leyfa FERLIRsfélögum að skoða fallstykkishlutann í kjallaranum og bera kúluna við það. (Svona eiga opinberir starfsmenn að vera – jákvæðir og ávallt reiðubúnir (eins og Fallbyssukúlan - ljósm. KKgóðum skátum sæmir)). Tilgangurinn var að meginefni sá að kanna hvort kúlan gæti haft minjagildi eða ekki. Hafa ber í huga að hér gæti verið um „aðskotahlut“ að ræða, þ.e. hann gæti hafa komið úr einhverjum byssum hernámsliðsins er hafði bækistöðvar á Álftanesi í Seinni heimsstyrjöldinni, verið kastað úr flugvél, skolað á land úr skipsflaki eða hreinlega verið kastað þarna af einhverjum áhugalausum um slíka gripi. Eftir sem áður gæti kúlan verið það gömul að hún myndi flokkast undir fornminjar – þótt uppruninn gæti verið annar en beintenging við „verkfærin“, sem notuð voru á Skansinum.
Áður en lengra er haldið er sjálfsagt að rifja eitthvað handhægt upp um fundarstaðinn: „Skansinn er yst á Álftanesi, innan við Seiluna, en þar var byggt vígi til varnar konungsgarðinum á Bessastöðum ef sjóræningjar skyldu leggja þangað leið sína. Inn á Seiluna sigldu sjóræningjarnir sem rændu í Grindavík 1627 og ætluðu að gera Bessastöðum sömu skil. En þeir strönduðu skipi sínu á skeri og sneru frá. Árið 1688 var hlaðið virki á Skansinum, með nokkrum fallbyssum til að verjast innrás sjóræningja og annars illþýðis. Þær voru aldrei notaðar.
Um síðustu aldamót var smákot á Skansinum. Þar bjuggu þá hjónin Málfríður og Eyjólfur ásamt syni sínum Ólafi. Þótt búið væri lítið ríkti þar mikill þrifnaður og ekki spillti Ólafur fyrir því hann var kátur, fjörugur og lífsglaður ungur maður, en enginn söngmaður, svo vitnað sé í samtímaheimild um hann. Ólafur Eyjólfsson er þó þekkt persóna í dansbókmenntum okkar, því um hann var saminn textinn við dansinn Óla skans sem hvert mannsbarn á Íslandi kannast við.“
Skansinn - úr bókinni Sjósókn - Esjan í baksýnSkansinn, þetta gamla virki, var friðlýst 1930, sbr.:„Bessastaðaskans (Ottavirki) er við Skerjafjörð þar sem Dugguós var áður en stíflan var gerð milli Bessastaðatjarnar og sjávar. Skansinn er virki, í stórum dráttum fjórir moldarveggir, sem upphaflega hafa verið mjög háir en eru nú ávalir og grasi grónir.“
Í bók Vilhjálms Þ. Gíslasonar, „Bessastaðir, þættir úr sögu höfuðsbóls“ er m.a. fjallað um Skansinn og Seyluna: „Bessastaðir hafa einu sinni verið herstöð og bardagasvæði. Það var í Tyrkjaráninu 1627. Þó að í þeirri viðureign væri að vísu „fallstykkjum affírað“, og höfðingjar sætu þar á riddaravísu ú gylltum söðlum vopnaðir, þá var sá hernaður enginn hetjusaga. Fyrirliðinn hafði einnig hest söðlaðan að húsabaki, til þess að geta flúið.
Sjóræningar komu að Reykjanesi í júni 1627. Hertóku þeir fólk í Grindavík og sigldu síðan vestur fyrir land. Þessi ótíðindi úr Grindavík spurðust fljótlega til Bessastaða. Þar var þá höfuðsmaður Holger Rosenkranz. Kaupskip varnarlítið lá þá á Seylunni, og skip voru einnig í Hafnarfirði, Keflavík og á Hólmshöfn. Þeim var stefnt til Bessastaða, og urðu þá þrjú hafskip á seylunni. Viðbúnaður var einnig hafður í landi og hlaðið virki úr torfi og grjóti fyrir ofan Seyluna. Þangað voru fluttar fallbyssunar sem til voru á Bessastöðum.Þar voru þá staddir ýmsir fyrirmenn í embættiserindum, og kyrrsetti höfuðsmaður þá alla og setti ýmsa þeirra til varnar í virkið. Meðal þeirra, sem þannig voru staddir á Bessastöðum, voru Þorlákur Skúlason, síðar biskup, Jón Sigurðsson á Reynistað, fyrrum lögmaður, Þorbergur og Sigurður Hrólfssynir úr Þingeyjarsýslum og Jón Ólafsson Indíafari, vestan úr fjörðum, en hann var þar með skilaboð frá Ara í Ögri.
FallbyssaÞetta var kvöldið fyrir Jónsmessu, og sáust nú Tyrkjaskipin sigla inn fyrir Álftanes og inn á Seylu og skutu nokkrum fallbyssuskotum. Þeir dönsku í Skansinum skutu á móti. Hugðu nú Tyrkir samt gott til góðarinnar og bjuggust við miklu herfangi úr Seyluskipunum. Almenningur um Nesin var lostinn miklum ótta og flýði. Konur og börn og búsmali var fluttur upp til selja eða upp um hraun til fjalla, segir Björn á Skarðsá.“
Til að gera langt mál stutt þá strandaði annað ræningjaskipið á Seylunni, en áhöfninni tókst að forfæra bæði fanga og farm yfir á hitt skipið og losa þannig um það. Í Reisubók Jóns Ólafssonar Indíafara, samin af honum sjálfum 1661 með viðbót, segir m.a. um þetta: „
Fýrað var af byssum bæði frá landi og frá skipum. Orrustan var hafin. “En um þetta bil, af Guðs tilsettu ráði, bar annað reyfaraskipið upp á grynningar svo það stóð, því fjörumikið orðið var. Var það það skipið, sem hertekna fólkið á var og mestallt góssið.” Til að létta skipið hófust þá menn af hinu skipinu handa við að flytja fólk og góss af hinu strandaða skipi yfir á hitt. Köstuðu þeir miklu af góssinu í sjóinn, mjöli, öli og annarri góssvöru sem þyngst var. Og sem þeir voru í þessu sjóarsvamli og flutningi skipanna á milli létu þeir dönsku af að skjóta, því miður, en íslendingar vildu að að þeim væri sem mest skotið meðan þeir voru í þessu svamli. Íslendingarnir fengu engu um ráðið…“ Að því búnu var báðum ræningjaskipunum siglt úr úr Skerjafirði óáreitt.

Bakhlaðið fallstykki í Týhússafninu í Kaupmannahöfn

„Eftir þetta var öðru hvoru haldið uppi nokkrum herskap eða herþjónustu í sambandi við Bessastaði. Holger Rosenkranz kom þangað árið eftir Tyrkjaránið með fjögur herskip til landvarnar og eftirlits. Á næstu áratugum var farið að hugsa til þess að hafa að staðaldri virki á Bessastöðum, upp af Seylunni. Með konungsbréfi 3. júlí 1667 var krafinn af landsmönnum skattur til þess að byggja upp Bessastaðaskans næsta ár. Nú var stundumfarið að kalla forráðamann Bessastaða Commendant. Skanstollurinn eða Ottagjaldið, eins og almenningur kallaði hann, var óvinsælt gjald.
Í fyrstu höfðu menn ætlað að mæla á móti þessum skatti, enda galzt hann sums staðar með refjum, en Brynjólfur biskup gekkst í það, að menn skyldu játa honum, því að hann kvaðst óttast að annars yrði annar þyngri á lagður.
Teikning Halldórs Baldurssonar af fallstykkinuAllur heimtist tollurinn ekki fyrr en eftir nokkur ár og ei nema með sleitum.
Suðurnesjamenn voru látnir byggja Skansinn. Sumir segja, að þeir hafi mátt vinna að því kauplaust, og það hefur Árni Magnússon eftir Þormóði Torfasyni, en aðrir sögðu, að kaup hefði verið greitt.
Ekki varð mikið til frambúðar úr Skansbyggingunni, en þó er sagt, að Bjelke hafi gert konungi 800 rd. reikning fyrir viðhaldi virkisins. Ýmsar fleiri álögur var reynt á þessum tímum reynt að leggja á Íslendinga til herskapar, en þeir viku þeim af höndum sér.
Herskapur á Bessastöðum var enginn eftir þetta, og Skansinn féll, og greri yfir hann að mestu. Benedikt Gröndal sagði seinna, að „Skansinn var þá kotrass auðvirðilegur og er enn“.
Ennþá sér vel móta fyrir Skansinum og grasigróinni grjóthleðslunni. Nú er þar hvorki virki né bær. Er þar einn hlýlegasti blettur á Bessastaðalandi og þaðan er oft fagurt að sjá út á Seyluna og yfir um fjörðinn.“
ÍHorft á Skansinn yfir Dugguós - að fundarstaðnum bókinni „Sjósókn“ segir Erlendur Björnsson í endurminningum sínum að „Skansinn var hjáleiga frá Bessastöðum. Í Skansinum var lendingin frá Bessastöðum. Þar var hið gamla virki, kringlóttur, upphlaðinn garður fyrir fallbyssur fógetanna á Bessastöðum, og til skamms tíma voru kúlur úr byssum þessum uppi á lofti í Bessastaðakirkju.
Í Skansinum var lítil torfbaðstofa með þili á suðurgafli. Túnbeðillinn fóðraði eina kú. Þar bjuggu hjónin Eyjólfur og Málfríður. Þau áttu einn son, Ólaf að nafni. Hann var meðalmaður að vexti, heldur grannur, dökkur í andliti, langleitur, ennið lágt, nefið frekar stutt, enn allhátt. Gekk hann alltaf alrakaður. Hann var með frekar ljósleitt, slétt hár, sem var skipt fyrir miðju. Eyrun voru stór og áberandi. Hakan var óvenjulega breið. Hann var lotinn í herðum. Var hann þrifnaðarmaður hinn mesti, kátur, fjörugur og lífsglaður, en enginn söngmaður. Hann var kenndur við fæðingarstað sinn og kallaður Óli Skans. Hann dó á spítalanum í Laugarnesi“
.
Til að lengja textann svolítið til að koma að fleiri ljósmyndum í tengslum við ferðina er rétt að rifja upp ákvæði Þjóðminjalaga um hvað telst til fornleifa. Sérhver kynslóð hefur skilið eftir sig minjar í jörðu sem geyma menningarsögu hennar og vitna um lífsbaráttuna á hverjum tíma. Þessar minjar kallast fornleifar og þær geyma oft mikilvægar heimildir sem hvergi er hægt að fá fram með öðrum hætti. Þess vegna er mikilvægt að fornleifum sé ekki spillt og að þær séu varðveittar fyrir komandi kynslóðir.
En hvað eru fornleifar? Þegar Þjóðminjasafnið hóf undirbúning að skipulagðri fornleifaskráningu árið 1978 kom í ljós að menn hafa lagt mjög misjafnan skilning í hvað séu fornleifar. Sú skoðun var lengi útbreidd að það væru eingöngu mannvirki frá söguöld sem kallast gætu fornleifar, og væru þess virði að skrá og friðlýsa.

Bessastaðir í dag

Þessi hugmynd sem er mjög í anda sjónarmiða sem uppi voru á 19. öld, hefur fyrir löngu vikið fyrir nútímalegri hugmyndum. Flestar friðlýsingar síðustu áratuga 20. aldar tengjast til dæmis atvinnusögu þjóðarinnar á seinni öldum.
Í Þjóðminjalögunum frá árinu 1989 er í III. kafla um fornminjar m.a. getið um 2e; virki og skansa og önnur varnarmannvirki;  [Að jafnaði skal telja minjar 100 ára og eldri til fornleifa, en heimilt er þó að friðlýsa yngri minjar, sbr. 18. gr.].
Sjá einnig sambærilegt ákvæði í þjóðminjalögunum frá árinu 2001. Í 1. g. laganna segir að „Fornminjar samkvæmt lögum þessum eru annars vegar fornleifar og hins vegar forngripir“. Megináherslan virðist þó fremur hafa verið á minjasvæðin og mannvirkin, sem þekkt hafa verið eða kynnu að finnast. Ákveðnar gripategundir eru tilgreindar sérstaklega, þ.e. kirkjugripir og minningarmörk. Þó eru og nefndir „listmunir og nytjahlutir, svo og myndir og aðrar heimildir um menningarsögu þjóðarinnar“. Ætla má þó að fallbyssukúla sú er hér um ræðir gæti falli’ innan ákvæða þjóðminjalaga er varðar verndun því í þjóðminjalögunum (sem reyndar eru ekki afturvirk), 18. gr., segir að „Forngripir eru lausar fornminjar, einstakir hlutir, 100 ára og eldri…“ Jafnframt að „allir munir, sem grein þessi fjallar um… eru eign ríkisins“. Með ákvæðinu um tilkynningaskyldu til þjóðminjayfirvalda um fund á einstaka grip er verið að auka líkur á að fornminjar varðveitist, ekki síst hið smáa í heildarmyndinni.

Bessastaðir fyrrum

Guðmundur hafði haft samband við fallbyssusérfræðing safnsins, Halldór Baldursson, og boðað hann að Bessastöðum þennan dag. Baldur hefur m.a. skrifað greinar í Árbók fornleifafélagsins um fallbyssubrot frá Bessastöðum og um Skansinn.
Áður en gengið var í Bessastaðastofu var viðeigandi að rifja upp forsögu hússins. „
Bessastaðastofa var byggð 1761-66, í amtmannstíð Magnúsar Gíslasonar. Saga Bessastaða er hluti af íslenskri þjóðarsögu allt frá landnámstíð til vorra daga. Rannsóknir fornleifafræðinga hafa leitt í ljós að fyrstu íbúar á Bessastöðum settust þar að á landnámsöld og búseta hefur verið þar óslitið síðan. Á þjóðveldisöld bjó þar skáldið og höfðinginn Snorri Sturluson eins og getið er um í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar. Eftir dauða Snorra sló Noregskonungur eign sinni á staðinn og síðari hluta miðalda sátu í konungsgarði á Bessastöðum æðstu fulltrúar erlends valds á Íslandi. Við einveldistöku Danakonungs breyttist hérlend stjórnsýsla talsvert og árið 1688 urðu Bessastaðir embættisbústaður fulltrúa konungs, landfógeta og amtmanns allt þar til yfirstjórn landsins fluttist til Reykjavíkur.
Þegar viðgerðir og endurbætur hófust á Bessastaðastofu árið 1987, kom í ljós að undir henni voru allt að 3,5 m þykk mannvistarlög, sem hlaðist höfðu upp af eldri mannvistarleifum. Hófust þá á staðnum umfangsmestu fornleifarannsóknir sem enn hafa verið gerðar á Íslandi. Á árabilinu 1987 – 1996 var stór hluti bæjarhólsins á Bessastöðum rannsakaður og er rannsóknarsvæðið rúmlega fjögur þúsund fermetrar. Við fornleifauppgröftinn á Bessastöðum fundust á annað þúsund gripa. Flestir þeirra eru brot af hversdagslegum búsáhöldum, sem hafa brotnað og verið hent. Nefna má fjölmörg leirkers- og postulínsbrot úr diskum og ílátum, kljásteina, fiskisleggjur, nagla, pottbrot, krítarpípur, brýni, kvarnarsteina o.s.frv. Nokkra furðu hefur vakið hve fáir gripir hafa bent til þess að þarna var aðsetur helstu höfðingja landsins á sínum tíma. Þó má ráða af sumum fundanna að hér var ekki venjulegt bændabýli. Nefna má byssukúlur og byssutinnu, leifar af fallbyssu, myndskreyttar glerrúður og austurlenskt postulín, og síðast en ekki síst mikið magn af vínflöskum.“  Sjá meira á www.forseti.is.
Bessastaðir - konungsgarðurÞegar ljóst varð hve vel varðveittar minjar voru undir gólfi Bessastaðastofu, var ákveðið að varðveita þær og gera þær sýnilegar fyrir gestum Bessastaða. Gengið var frá minjunum í kjallara Bessastaðastofu og þar er hægt að ganga niður og horfa inn á gólf landfógetabústaðar konungsgarðsins frá 18. öld og eldri minja frá 15. – 16. öld. Einnig er þar lítið sýnishorn gripa sem fundist hafa á Bessastöðum.
Það var einmitt í þennan kjallara, sem Karl Gíslason, umsjónarmaður á Bessastöðum, leiddi þátttakendur að þessu sinni.
Í fordyrinu eru leifar af annarri fallbyssunni, sem fannst í framangreindum fornleifauppgreftri.
Halldór Baldursson ritaði, sem fyrr sagði, grein í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1990 um „Fallbyssubrot frá Bessastöðum“. „Fallbyssur voru fluttar í skansinn frá Bessastöðum [þegar Tyrkir rændu hér á landi 1927]. Skansinn var endurbættur 1668 undir stjórn Otte (eða Otto) Bjelke. Þetta var í tilefni af ófriði, sem þá var á milli Dana og Englendinga. Svo virðist, sem fallbyssum hafi verið bætt í Bessastaðaskans um svipað leyti.
Kjallarinn undir BessastaðastofuSumarið 1800 voru þær fallbyssur, sem nothæfar töldust, fluttar úr Bessastaðaskansi í nýtt vígi við Arnarhól, sem nefnt hefur verið Phelps skans, Jörundarvígi eða Batteríið. Þetta voru sex langar fallbyssur, ætlaðar fyrir 6 punda járnkúlur. Engar heimildir hef ég fundið um hvort ónothæfar fallbyssur voru þá skyldar eftir í Bessastaðaskansi.
Bessastaðaskans hefur lítt komið við sögu eftir þetta.
Í Þjóðminjasafni Íslands eru nokkrir hluti, sem geta verið tengdir Bessastaðaskansi. Meðal þeirra eru tveir hlutir, sem líkur bentu til, að væru brot úr fallbyssum. Annar hluturinn fannst við fornleifagröft heima á Bessastöðum 1987. Þetta er járnrör, mjög ryðbólgið, ca. 27 cm langt og ca. 6 cm vítt. Á rörinu eru mjög greinilegar sprungur lagsum. Tveir járnhringir eru þversum utan um rörið, annar við enda og hinn nálægt miðju. Hinn hluturinn er „Kanona gömul og ryðbrunnin mjög, hún er nær al(in) á lengd, mun vera samsett úr hólkum því margir upphækkaðir hringir eru utaná, fylgir mikil járnhalda, sem hún hefir leikið í, og 2 kúlur fundnar þar niðrí jörð“. Þetta er járnrör, ca. 50 cm langt og 8 cm vítt. Utan um rörið eru þversum sex járnhringir með jöfnu millibili. Gapandi sprungur eru þversum utan á rörinu við hringina, en sjást ekki innanfrá.
Á 15. og 16. öld voru fallbyssur oftast smíðaðar úr járni og þá samsettar úr stöngum og þynnum… Fallbyssur úr smíðajárni voru oftast bakhlaðnar og var sérstök laus púðurkrús sett aftan við hlaupið, þegar skotið var, líkt og skothylki í nútíma byssum. Slíka púðurkrús nefnir Jón Indíafari byssukamar.
Fallbyssuhlutinn undir Bessastaðastofu - og kúlanByssurnar á Bessastöðum gætu hafa verið sendar úr vopnabúri konungs til landvarna eða til að sýna veldi höfuðsmanns gagnvart þegnunum. Þær gætu í sama tilgangi verið keyptar úr farskipum hér við land. Fallbyssur á Bessastöðum gætu hafa verið upp runnar í ýmsum löndum og hafa borist þangað með skiptum allra þjóða, sem sigldu til Íslands eða á Íslandsmið. Varla hefur jafn-afskekktur hluti Danaveldis og Bessastaðir fengið nýjustu og dýrustu tegundir vopna og er því líklegt, að fornar byssur hafi lengur staðið í Bessastaðaskansi en í þeim virkjum, sem nær voru konungi. Byssurnar geta hafa verið notaðar til að skjóta púðurskotum við hátíðleg tækifæri, eftir að þær voru orðnar lítils virði sem vopn.
Byssurnar eru líklega frá 15. og 16. öld. Þær gætu hafa verið til varna á Bessastöðum fram á 17. öld eða jafnvel lengur.“
Í grein Halldórs í Landnámi Ingólfs 1996 (Holger Rosenkrantz höfuðsmaður og atlaga Tyrkja að Seilunni 1627) segir m.a.: „Í virkið voru fluttar þær fallbyssur, sem til voru á Bessastöðum“. Meðfylgjandi er ljósmynd af bakhlaðinni fallbyssu í Týhússafninu í Kaupmannahöfn. „Hún er svipuð að gerð og stærð og fallbyssuleifar, sem fundist hafa á Bessastöðum. Vel er hugsanlegt að byssur líkar þessari hafi verið í virkinu við Seiluna 1627“. Einnig svolítið til varnar meintu hugleysi Holgers: „Fæstar fallbyssur á 17. öld gátu valdið teljandi tjóni á hafskipi á svo löngu færi. Ekkert bendir til, að Holger hafi ráðið yfir öflugum fallbyssum. Auk þess að eyða skotfærum til einskis (e.t.v. af litlum birgðum), væri með skothríðinni verið að auglýsa fyrir óvininum getuleysi vopnanna. Hér virðist því vera haldið aga og skotfærin geymd, þar til þau hefðu áhrif.“
Í grein sinni í Fylkir um jólin 1997 lýsir Halldór fyrrnefndri fallbyssu (könnubyssu eða porthundi). „Byssur þurftu helst að vera svo öflugar, að þær væru skeinuhættar skipum í innsiglingu og svo liprar, að þær væru hentugar til að verja Skansinn gegn árás óvina, sem leituðu þar inngöngu.
Hér þurfti tvenns konar vopn, annars vegar allstórar framhlaðnar fallbyssur fyrir 6 punda kúlur eða meir, og hins vegar léttar og meðfærilegar byssur, fakonettur eða léttar bakhlaðnar fallbyssur (svokallaðir porthunmdar með kúluþyngd 1/2-2 pund og þyngd byssu jafnvel aðeins nokkrir tugir kílóa… Vitað er, að léttar bakhlaðnar fallbyssur voru á Bessastöðum. Slík vopn gætu hafa verið látin á Skansinn 1585.“
Bessastaðanes- loftmyndBlýblönduð kúla hefur verið áreiðanlegri en járnkúlur. Á sjó gátu hinar síðarnefndu t.d. ryðgað og því orðið varhugaverðar þegar á þurfti að halda. Blýhúðin hefur farið betur með hlaupið og því aukið endingu byssunnar.
Sérfræðingarnir voru eðlilega varfærnir í áliti sínu. Kúlan virtist við fyrstu sín tilheyra þessari tegund fallbyssna. Hlaupið á byssuhlutanum á Bessastöðum er bólgið af ryði svo kúlan rann ekki greiðlega inn í það. Þó munaði einungis afar litlu. Guðmundur tók við kúlunni og mun reyna að láta meta hana með hliðsjón af mögulegum tengslum hennar við tiltekna tegund skotvopna. Hafa ber einnig í huga aðra möguleika á tilvist kúlunnar við Skansinn, s.s. að einhver hafi skilið hana þar eftir á síðari tímum, hún gæti verið hluti af vopnabúri Breta, sem höfðu bækistöð þarna skammt frá á Álftanesi í Seinni heimsstyrjöldinni, ekki er útilokað að kúlan hafi verið í aðra tegund fallbyssna hvort sem þær hafi verið eldri eða yngri en sú sem hér var miðað við, henni gæti hafa verið skotið frá skipi og lent í torfi við Skansinn. Kúlan gæti einnig hafa verið í torfi, sem síðan var stungið og notað í virkisvegginn eða hún gæti hafa komið hingað til lands með skipi og orðið eftir. Hins vegar eru samt sem áður verulegar líkur á að kúlan hafi verið notuð í fallbyssu, sem var á Skansinum, en fallið til hliðar eða ekki þurft að brúkast lengur og síðan gleymst. Þá er ekki útilokað að komið hafi í ljós að hún passaði ekki í byssu á Skansinum og því verið lögð til hliðar. Sjórinn náði þó loks, u.þ.b. þremur öldum síðar, að krafla í felustaðinn og afhjúpa kúluna á ný, skömmu áður en hin haukfráu augu drengsins komu augu á hana efst í fjörunni neðan virkisveggjarins.

Heimildir m.a.:
-Vilhjálmur Þ. Gíslason – Bessastaðir, þættir úr sögu höfuðsbóls, 1947, bls.111-116.
-Erlendur Björnsson – Sjósókn, Jón Thorarensen, 1945, bls. 36.
-Natmus.is
-Þjóðminjalög nr. 52 19. maí 1969.
-Þjóðminjalög nr. 88 29. maí 1989.
-Þjóðminjalög nr. 107 31. maí 2001.
-www.forseti.is
-Reisubók Jóns Ólafssonar Indíafara, samin af honum sjálfum 1661 með viðbót, sem er þriðji partur ævisögunnar. Guðbrandur Jónsson og Bókfellsútgáfan gaf út 1946.

-Halldór Baldursson – Holger Rosenktantz höfuðsmaður og atlaga Tyrkja að Seilunni 1627, Landnám Ingólfs 1996.
-Halldór Baldursson – Fallbyssubrot frá Bessastöðum, Árbók hins íslenska fornleifafélags 1990.
-Halldór Baldursson – Vígbúnaður á Skansinum 1586-1997, Fylkir 1997.
-Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur, Þjóðminjasafni Íslands.
-Gísli I. Þorsteinsson, lögreglufulltrúi hjá LRH.

Bessastaðir

Friðrik Bjarnason

Í blaðinu „Akranesi“ árið 1956, skrifar Friðrik Bjarnason um „Minningar“ sínar um allt og nánast ekki neitt. Hvað Garðahrepp og Hafnarfjörð varðar eru þær flestar því miður fánýtar í ljósi staðreynda sögunnar, en þær eru þó ekki alveg allar alvitlausar. Það er ávallt fróðlegt að sjá hvað öðrum finnst um hitt og þetta. Skoðum nokkrar þeirra Friðriks er varða Reykjanesskagann:

XXI.
Hraunin

Friðrik Bjarnason

Friðrik Bjarnason.

„Sunnan Hafnarfjarðar, sem og víðar kringum Fjörðinn eru víðlend hraun, úfin og ill yfirferðar. Þar gefur að líta háa og margvíslega lagaða hraunsnaga. Þar eru líka djúpar dældir, sumar mosavaxnar og með ýmsum gróðri, og einnig eru þar djúpar gjár og sprungur, er oft reynast illar yfirferðar og hættulegar. Hellar eru þar víða, margvíslegir að lögun og stærð Hraunkleprar, dropasteinar eru sums staðar. Þar eru einnig mannvirki, svo sem fjárhellar og aðrir, er líkastir eru því, sem þar hafi mannabústaðir verið.
Eitt sinn var bóndi af Hraunabæjum að huga að fé sínu suður í hrauni. Þetta var að vetri til, er snjór var á jörðu. Rakki fylgdi bónda, og rann hann á undan, sem hundum er títt. Er komið var langt út í hraunið, veitir bóndi því athygli, að hundurinn hverfur skyndilega, niður í hraunsprungu. Bóndi hraðaði sér sem mest hann má að sprungunni, heyrir hljóð hundsins niður í gjánni, en smám saman veikara, þar til það hverfur með öllu. Bóndi heldur áfram för sinni og svo heim til bæjar aftur. Á sextánda degi frá atburði þessum, kom hundurinn heim, allur blóðrisa og kviðdreginn mjög.

Piltur og stúlka fóru eitt sinn yfir sama hraun, en á öðrum stað og höfðu hest með í förinni, sem stúlkan reið. Þegar þau voru því nær komin upp úr hrauninu, festist hægri framfótur hestsins í hraunsprungu og varð eigi losaður. Fer þá piltur heim til næsta bæjar, en það var löng leið, og fær mann með sér og sleggju, til þess að brjóta bergið frá fæti hestsins, og tókst það svo vel, að hesturinn kom alheill upp úr sprungunni. En á meðan pilturinn var fjarverandi lá stúlkan ofan á hestinum, svo að hann brytist ekki um, og mun það hafa verið nálægt þremur tímum.

XXII.
Eyðibýli

Þorgeirsstaðir

Þorgeirsstaðir.

Þorlákstún nefndist eyðibýli sunnan í Hvaleyrarholti. Býli þetta var lengi í eyði, en er nú aftur byggt og nefnist Þorgeirsstaðir eftir þeim, er reisti. Í fornum skrifum er getið um stórbýli eitt, að nafni Þorláksstaðir. Munnmæli herma að það hafi þarna verið. Sögusagnir segja, að þar hafi eitt sinn verið bænahús frá Hvaleyri og á því 18 hurðir á hjörum, með koparhúnum.

Straumssel

Straumssel – uppdráttur ÓSÁ.

Straumsel er eyðibýli upp af Hraunbæjum sunnan Hafnarfjarðar. Sagnir herma, að það hafi í byggð verið lengi vel. Fyrir rúmum mannsaldri bjó þar maður að nafni Jón Þorsteinsson.
Bærinn brann, og fórst Jón bóndi þar, og hefur þar eigi byggð verið síðan.

Bali

Vigdísarvellir – tóftir undir Bæjarfelli. Bali er vestar, undir hlíð Vesturfells.

Vigdísarvellir heitir eyðibýli norðvestur af Krýsuvík. Jörð þessi hefur í byggð verið nokkurn tíma, eða frá því um 1830 að sumra sögn. Oft var þar tvíbýli. Slægjur voru þar engar, nema túnið, en sauðbeit allgóð niður í Núpshlíð, og er þangað löng leið frá bænum. Sumarhagar em þar ágætir heima við.
Mór var notaður til eldsneytis og mosi. Vatnsból er gott. Ástæður fyrir því að jörðin lagðist í eyði, eru sagðar margar. Fyrir aldamótin síðustu hrundi bærinn þrisvar sinnum af jarðskjálftum á rúmum 30 árum. Ágangur var mikill af sauðfé og hrossum úr Grindavík og af Ströndinni. Örðugt er þar til aðdrátta og langt til vetrarbeitar, sem fyrr segir og býlið nokkuð afskekkt. Sá, er síðast bjó þar, hét Ívar.

Garðaflatir

Garðaflatir – óskilgreindar minjar.

Sagnir eru til um það, að í fyrndinni hafi byggð verið á Garðaflötum og síðar selstöð, einnig i Helgadal, Skúlatúni og víðar. Sumir draga þó í efa, að svo hafi verið, einkum vegna skorts á neyzluvatni. Gamlir menn, er bezt máttu um þetta vita, svo og rannsóknir, er fram hafa farið á þessu, benda ótvírætt í gagnstæða átt. Vatnsskortur hefur ekki valdið heldur aðrar orsakir.

Akranes, 7.-9. tbl. 01.07.1956, Minningar – Friðrik Bjarnason, bls. 99.

XXIV.
Vígslur

Hafnarfjarðarkirkja

Hafnarfjarðarkirkja.

Þjóðkirkjan í Hafnarfirði var byggð árið 1914 og vígð það ár, 20. desember. Vígsluna framkvæmdi Þórhallur Bjarnason biskup. Safnast var saman vígsludaginn við barnaskólahúsið og þaðan gengið til kirkju klukkan 12 á hádegi.
Í broddi fylkingar fór biskup og sóknarpresur, síra Árni Björnsson, en næstir þeim voru prófastur, síra Kristinn Daníelsson og síra Bjarni Jónsson og þá þeir síra Árni Þorsteinsson og síra Janus Jónsson, allir hempuklæddir. Þar næst kom sóknanefnd og þar á eftir aðrir kirkjugestir einnig í skrúðgöngu. Þegar að kirkju kom var klukkum hringt og leikið preludium á orgelið og því næst hófst sálmasöngur. Þar á eftir flutti biskup vígsluræðu, frá háaltari, og svo hin venjulega messugerð. Stólræðuna flutti sóknarpresturinn, en prófastur tónaði.
Um tólf hundruð manns voru viðstaddir athöfn þessa, eftir því sem nánast var talið. Sagt er að kirkjan taki 450 manns í sæti. — Athöfnin fór virðulega fram, enda til hennar vandað eftir föngum.
Um kvöldið bauð Ágúst kaupmaður Flygenring og kona hans biskupi, prestunum, kirkjusmiðnum, svo og öllum starfsmönnum kirkjunnar til kvöldverðar að heimili sínu, og var þar veitt af mikilli rausn. — Kirkjuvígslunnar er hér getið, því ekki var hennar minnzt í blöðunum, sakir annríkis í prentsmiðjunum fyrir jólin.
Fyrstur manna var jarðsunginn frá kirkjunni Guðni Þorláksson, yfirsmiður hennar. Naumast var lokið smíði kirkjunnar, er hann tók sótt þá, er dró hanri til dauða.
Fyrstu hjónin, sem gefin voru saman í kirkjunni, voru Björn Árnason og Guðfinna Sigurðardóttir frá Ási.

Kirkjugarðsvígsla

Hafnarfjarðarkirkjugarður

Kirkjugarðurinn á Öldum.

Hinn nýi kirkjugarður Hafnarfjarðarkaupstaðar, uppi á svonefndum Öldum, var tekinn til notkunar og vígður 3. marz 1921 að viðstöddu miklu fjölmenni. Athöfnin fór fram kl. 3 í hinum nýja grafreit. Sunginn var viðeigandi sálmur, og að því loknu hóf prófasturinn, síra Árni Björnsson, vígsluræðu og þar á eftir var sunginn sálmur. Að því loknu var jarðsett lík Einars Jóhannessonar Hansen, hið fyrsta í grafreit þessum. Hann var moldu ausinn af presti sínum, síra Ólafi Ólafssyni, fríkirkjupresti, og loks var sálmur sunginn. Söngflokkar beggja kirknanna sungu við athöfn þessa. Bylslitringur var á, dimmviðri og vestangarri.

Hafnarfjarðarkirkjugarður

Kirkjugarður Hafnarfjarðar hefur þjónustað Hafnfirðinga og nærsveitunga frá víglsudegi, 3. mars 1921. Garðurinn var vígður að viðstöddu fjölmenni séra Árni Björnsson prófastur flutti vígsluræðuna og var Einar Jóhannesson Hansen jarðsettur. Einar er því vökumaður garðsins. Þjóðtrúin segir að sá sem er fyrst grafinn í kirkjugarði eigi að vaka yfir garðinum og taka á móti þeim sem eru greftraðir þar á eftir honum.

Hinn nýi grafreitur á svo nefndum öldum, stendur á þurru moldarbarði. Þegar nokkuð kemur niður í grafirnar tekur við deiglumór, svo að grafirnar eru þarna þurrar og þokkalegar. Steyptur garður er í kringum reitinn. Inni í honum er dálítið skýli, til afnota fyrir gæzlumann garðsins.“

Heimildir:
-Akranes, 4.-6. tbl. 01.04.1956, Minningar – Friðrik Bjarnason, bls. 59.
-Akranes, 7.-9. tbl. 01.07.1956, Minningar – Friðrik Bjarnason, bls. 99.
Friðrik Bjarnason