Færslur

Grindavík

Jökull Jakobsson gengur með Tómasi Þorvaldssyni forstjóra um Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Frá 3.mars 1973. Þetta er annar hluti. Her er birtur er meginhluti viðtalsins:

“Við höldum áfram göngu okkar í Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Nú höldum við áleiðis til sjávar. Hér er dálítil skúraþyrping. Tómas Þorvaldsson heldur áfram að segja okkur deili á húsum og fólki.”

Tómas

“Við erum hér á Víkurhlaði, sem kallað er og horfum beint til sjávar. Af einhverju dregur þetta nafn Járngerðarstaði og Þórkötlustaðir. Sagan segir að hér hafi fyrir löngu síðan búið tvær kerlingar; Járngerður og Þórkatla…. Járngerður lét jarða sig hér fyrir framan og sagan segir jafnframt að það hafi verið með þeim hug að piltar, sem kæmu frá Járngerðarstöðum til sjávar, skyldu ganga hér framhjá. Þetta er saga sem lifir í munnmælum.
Vík, þ.e. rústirnar, sem voru hér, það brann íbúðarhúsið fyrir örskömmum tíma. Það sem hér er næst er gamla Víkurhúsið endurbyggt og þar býr fólkið sem var hér síðast í Víkurhúsinu og er afkomendur þeirra er bjuggu hér. Hér bjó Júlíus Einarsson, bróðir Einars í Garðshúsum. Hann var giftur Vilborgu Vilhjálmsdóttur en missti hana snemma á búskaparárum. Ég man fyrst eftir Gísla Jónssyni frá Rafnshúsum og Kristólínu Jónsdóttur, ættuð frá Hópi. Þau áttu þrjár dætur og sex syni. Synirnir voru allir miklir sjómenn og sjósóknara og margir þeirra formenn. Elstir voru tvíburar, Jón og Guðjón. Guðjón var formaður á síðasta áraskipinu sem gert var út héðan. Það var að ég held 1928. Ég man vel eftir því. Hann aflaði geysimikið. Þá voru komnar vélar í fleytur, sem notaðar voru.

Víkurbræður hafa stundað sjóinn af kappi. Nú eru komnir hingað nýir Víkurbræður. Nú býr hér JárngerðarstaðirÞorlákur Gíslason og Valgerður Jónsdóttir og eiga þau marga drengi sem nú eru hinir eiginlegu Víkurbræður. Hér bjó maður að nafni Magnús og kallaður Mangi frændi. Hann var formaður hjá Gísla. Þeir voru báðir formenn og sóttu sjóinn af kappi og eru ýmsar sögur um það hvernig það gekk til. Gísli átti allan útveginn sem Magnús fór með. Einn daginn voru þeir að leggja veiðarfæri, lögðu hér vestur með, en það var þröng og ákaflega naumt fyrir að lenda ekki uppi á mjög slæmu hrauni, vestan við þá. Þrættu þeir um staðsetningar. Annar er sá þáttur er kemur Magnúsi við, eftir að hann var hættur að vera á sjó. Hann hafði gaman að fá sér í staupinu. Þá hafi hann gaman að sýsla eitthvað nálægt sjó. Fór hann eitt sinn niður í naust og setti alla Víkurdrengina um borð og lét þá róa þar af kappi – á þurru landi.
KrosshúsHérna sjáum við tvö útihús. Þar stóð hús sem hét Vallarhús. Fyrir mína tíð bjuggu þarna Símon og Guðrún. Þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu hér Þorsteinn Símonarson og Gróa Magnúsdóttir, bæði ættuð héðan úr Grindavík. Þau áttu þrjár syni og eina dóttur og hafa þau verið starfandi hér í byggðalaginu um langan aldur. Þorsteinn lifir konu sína, hún er nýdáinn. Það voru mikil og skemmtileg tengsl milli Vallarhúsa og Járngerðarstaða. Drengirnir og stúlkan léku sér með okkur alla daga. Á milli þessarra húsa fjögurra; Járngerðarstaðanna þriggja og Vallarhúsa, voru samkomur um jólin. Þá komu allir saman og undrar mig hvernig var hægt að koma öllum fyrir, sérstaklega í Vallarhúsum. Þorsteinn vars tór og myndarlegur maður og Gróa var myndarleg líka. Kökurnar hjá Gróu voru sérstaklega góðar. Í mannlegu lífi ber oft skugga á ýmislegt. Einn var sá atburður sem gerðist þarna sem var eitt af þremur þess fyrsta er minntu mig á alvöru lífsins að Magnús sonur þeirra, jafnaldri minn, dó árið eftir að hann fermdist úr botnlangabólgu.
Hinir atburðir voru þeir að hér Vík og Hliðfórst skip með allri áhöfn 1924, ég horfði á það, og svo aftur að stúlka, sem var skólasystir mín, fékk sjúkdóm sem lamaði hana upp að mitti, en sem betur hefur hún verið frísk að öllu öðru leyti. Fleiri voru nú þarna til húsa, vermenn og annað, en ég man sérstaklega eftir einum sem var þarna um langan aldur. Hann hét Jón og var kallaður Jón smali. Það er kannski ekki stór yfirskrift. En í hugum okkar krakkanna var Jón smali stór maður því hann var glaðsinna, léttur og skemmtilegur við okkur. Ég hafði gaman af því að segja okkur frá skútuöldinni því hann hafði verið á skútum í gamla daga. Ég minntist á Velli. Þar bjó Dagbjartur Einarsson og Valgerður Einarsóttir
[
Valgerður var dóttir Guðmundar í Klöpp]. Dagbjartur var bróðir Einars G. Einarssonar í Garðshúsum. Hann var farinn að stunda útgerð, en í flóðinu fór húsið svo illa að það lagðist af.
Þá byggði hann hús hér austar og skírði Ásgarð. Það hefur það búið síðan og þar búa tveir synir Dagbjartar og stunda sjó. Á Völlum Flagghúsiðvar eldri maður er hét Bárður. hann var vinnumaður og hafði sérstakt göngulag. Krakkarnir voru sérstaklega hændir af honum. Fyrst voru við hrædd við hann því hann hafði sterka rödd. Bæklunin stafaði að því að hann hafi fótbrotnað ungur og greri ekki rétt saman.
Strönd voru tíð. Vín rak stundum að landi. Í uppboði var Magna eitt sinn slegin tunna. Kom hann þá með stígvélið, en ekki komst allt í það. Hreppsstjóri spurði þá: “Hvað ætlar þú að gera við afganginn, Mangi?” “Ég sýp það bara”, svaraði hann og átti hann síðan erfitt með að komast upp úr förunni.
Ég reri 11 vetrarvertíðir og af sjö þeirra gekk ég framhjá dys Járngerðar á meðan ég bjó hér á Járngerðarstöðum.

Einarsbúð

Við eru þá komnir á þessa gömlu sjávargötum og stoppum framan við Garð og Hlið. Þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu hér á Garði Árni Helgason frá Hvítaársíðu, einstaklega eftirminnilegur persónuleiki, og Petrúnella Pétursdóttir, fríð kona og myndarleg. Þau eignuðust 17 börn en 14 af þeim komust til fullorðinsára og eru mörg þeirra kunn, a.m.k. Svavar Árnason, oddviti okkar frá 1946, ef ég man rétt. Hann hefur komið mjög við sögu Grindavíkurhrepps. Eins og gefur að skilja var hluti af þessu húsi sem við sjáum núna ekki áður fyrir hendi svo þar hefur verið ákaflega þröngt, en þar sem hjartað er þar er húsrými. Árni þjálfaði kirkjukórinn og voru æfingarnar haldnar hér og undrar mig hvernig æfingarnar gátu átt sér stað. Svavar er okkar organisti í kirkjunni og æfir kór. Hlutur húsfreyjunnar hlýtur að hafa verið stór við þessi þrengsli.
JárngerðardysHér er Hlið. Þegar það er að verulegu leyti í sama formi og þegar ég man fyrst eftir mér. Þetta hús átti Guðjón Einarsson héðan úr Grindavík og María Geirmundsdóttir, ættuð undan Eyjafjöllum. Guðjón var mikill sjósóknari og var formaður hér í hálfa öld, byrjaði snemma sjósókn. Hann var kvikur og snar í snúningum, ákaflega skemmtilegur þó hann ætti til að vera kvatur og snar í fyrirskipunum. Hann stundaði fyrstur manna lúðuveiðar og voru ótaldar lúðurnar sem hann dró með eigin höndum, sérstaklega yfir sumarmánuðina. Ég man eftir því að á heimilinu var, auk barnanna, gamall maður er Björgólfur hét og vann hjá þeim á meðan hann gat unnið og annar með honum sem Stefán. Þeir voru í sama herbergi og fluttist síðan til fólksins í Vík. Björgólfur var börnunum ákaflega góður. Honum þótti gott vín, lét hálfu árin þó líða án þess að líta á þetta en tók síðan tarnir. Eina sögu sögu heyrði ég og hefur honum þá þótt nóg um. Það var gjá hér fyrir utan húsið. Eitt sinn tók hann sig til, tók vínið og henti því í gjána. Þegar hann var spurður sagði hann að þetta gengi ekki lengur…
TómasHér er gróin vegghleðsla. Hér stóð hús, hét Rafnshús. Það hefur  verið nokkuð gamalt því það kemur upp í Jarðabók Árna Magnússonar. Það var búið í þessu fram yfir 1935, að vísu var farið að nota það sem verbúð þá. En þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu hér Jón Jónsson og Maren Jónsdóttir. Maren var systir Sæmundar á Járngerðarstöðum og Einars Jónssonar í Garðshúsum og sonur þeirra var Gísli í Vík. Framar höfum við grænan blett fram í kantinn. Þar stóð hús sem hét Kvíghús. Gömul kona, Steinþóra Einarsóttir, sagði mér að hér hafi verið búið, en flutt var úr því er sjórinn var farinn að ganga að því. Hér utar á þessum græna hól var timburhús, Akurhús, en það tók af með öllu í flóðinu 1924. Það fór hér upp á tún í heilu lagi. Krakkarnir týndu hér karfa og keilu eftir á og meira að segja undan húsinu. Hér bjuggu Valgerður og Páll, mesta dugnaðarfólk, og af þeim eru komið margt fólk. Eftir þetta byggðu þau annað hús uppi í plássinu; Pálshús.
Í miðju Gamla bryggjantúninu handan við veginn stóð hús, Eiði. Faðir minn, Þorvaldur, og móðir mín, Stefanía, byggðu þetta hús í stríðslokin Fyrri heimsstyrjaldar. Þau bjuggu  þarna um nokkurra ára skeið. Þar var fyrsta símstöðin. Móðir mín undi ekki hag sínum þarna allt of vel eftir einhvern draum sem hana dreymdi svo þau byggðu annað hús á Járgerðarstöðum og fluttu þangað. Í flóðinu 1924 varð að bjarga fólkinu út um loftgluggann. Húsið var í byggð fram yfir 1950 en þá var það rifið seint á 5. áratugnum.”
“Framar er húsaþyrping. Neðar er gömul bryggja, brotin í sjó. Athafnasvæðið hefur færst frá þessum stað. Tómas á héðan margs að minnast. Oft hefur verið hér meira um manninn.”

Gamla höfnin

Hér var mikið líf og fjör í minni bernsku og raunar mikið lengur, allt fram í seinni heimsstyrjöldina. Þá fór öll sjósókn hér fram hér frá þessum vörum sem viðhorfum hér fram á. Bryggjan var byggð um 1930 og síðar. Lendingin var áður hér til hliðar, beggja vegna þessarar bryggju. Klöpp liggur undir bryggjunni. Skipin voru sett niður og tekin upp morgna og kvölds með handgerðum spilum þegar farið var að róa. Þetta var erfitt verk. Þessi svæði sem við horfum á hér í kringum okkur eru gömlu skiptivellirnir. Þá var fiskur færður hér upp á skiptivöll og honum var skipt milli skipshafna og það var kallað að skipta í fjöru og hver skipverji gerði að sínum hlut. Maður var stundum sendur niður í fjöru til að fylgjast með þegar skipin komu og hve margir seiluðu. Þegar við gátum sagt frá því þegar við komum heim gat fólkið reiknað út hver mikið aflaðist. Síðan var allt borið upp á bakinu allt fram til 1930 og skipt hér eins og ég greindi frá áðan.
Þá voru fleiri og erfiðari handtökin við fiskinn en hér áður.
Húsin voru mest fiskverkunarhús og verbúðir. Sumt er farið en sumt er enn í gamla forminu. Eitt Einarsbúðhöfum við hérna, en það er gamla búðin, verslun Einars í Garðhúsum. Hann  verslaði þar í mög ár. Verslunin var eins konar samkomustaður þegar landlegur voru, hér fór fram fréttaflutningur og menn stóðum í vomum, þ.e. menn stóðu og biðu ef þannig var veður. Einar umbar þetta allt ákaflega var og var oft hrókur alls fagnaðar. Einar var einskonar plásskóngur, svipmikill maður, stór í skapi, en frá barnæsku voru samskipti mín við hann ákaflega góð. Hann bauð alltaf góðan daginn. Þegar ég átti seinna viðskipti við hann byggðist það á gagnkvæmu trausti. Þegar verkalýðshreyfingin kom sterk inn og gat ekki komist hjá því að átök og sviptingar ættu sér stað.

Grindavíkurhöfn

Í svona litlu byggðalagi og fámennu fór ekki hjá því að í verkalýshreyfingunni tóku þátt menn sem Einar hafði lánað og stutt. Einari tók að sárt að sumir urðu forystumenn í hreyfingunni. Bein átök voru þó aldrei, en viss ágreiningsatriði komu upp á meðn þetta var að ganga yfir og stormar fóru yfir byggðalagið, en þetta hefur allt sléttast út og eru afkomendur hans ágætisfólk.
Hér neðar er vik í fjöruna. Þetta vik heitir Staðarvör. Hér mun Brynjólfur biskup Sveinsson og kannski fleiri gert út og ráðið ríkjum á stóljörðinni. Og akkúrat hér, 3-4 metra frá okkur, man ég eftir gömlum húsatóftum og var mér sagt að það væru gömlu búðartóftirnar frá vermönnunum sem Brynjólfur biskup hafði, en það er kunnugt að það henti geysilegt slys árið 1602 á þorranum þegar þessar skipshafnir voru að koma hingar til vetrardvalar til sjósóknar að þá fórst Skálhólsskipið með allri áhöfn hér út af Hópsnestánni. Þar með lauk stórskipaútgerð Skálholtsstóls héðan, en útgerð hélt áfram héðan og frá Selatöngum og víðar.

Grindavíkurkirkja

Við kirkjuna má sjá röð af gömlum húsum.  Kirkjan var flutt frá Staðarhverfi árið 1909. Tvö húsanna voru í byggð hér áður fyrr, þ.e. Akrahóll og Akrakot. Í Akrahól bjó á þessum tíma Sigurður Árnason og Gunnhildur Magnúsdóttir með börnum sínum sem voru þá öll ung en eru nú öll búsett hér í Grindavík. Sigurður var sérstæður persónuleiki. Hann var mjög glaður og var einn af þeim mönnum sem gat gengið inn á hvert heimili hér án þess að banka. Gunnhildur var stór og myndarleg kona. Í Akrakoti bjó Magnús Guðmundssom, bróðir Tómasar afa míns á Járngerðarstöðum. Kona hans hét Þóra. Magnús þótti sérstök týpa, þurfti alltaf að tala mikið við unglinga og börn og sérstaklega við skepnur, allt í góðum tón.

Vorhus-3

Austan við kirkjuna standa 4 hús með nýstísku númerum. Þetta eru Litla-Gimli og Stóra-Gimli, Templarinn og Vorhús. Á Litla-Gimli bjó Helgi Elíasson. Hann var barnakennari, reyndar fyrir mína tíð. Kona hans var Elín Eyjólfsdóttur, dóttir Vilborgar og Eyjólfs í Krosshúsum. Þau áttu eina dóttur, Vilborgu, sem nú býr á Járngerðastöðum. Á Stóra-Gimli bjuggu Hallbera og Árni. Þau voru orðin gömul þegar ég var ungur. Raunverulega bjuggu hér Ólafur Árnason og Gunnhildur Pálsdóttir. Gunnhildur var frá Akurhúsum, sem tók af og getið var um hér áðan.
Handan við götuna eru Vorhús. Fyrir mitt minni bjuggu Guðmundur og Sigurveig, en í mínu ungdæmi bjuggu hér Ráðheildur Guðjónsdóttir, dóttir Guðjóns á Hliði, og Sigurgeir Jónsson frá Hrútarfirði, elskulegt fólk. Sigurgeir var stór og mikill og átti einsklega gott með að umgangast fólk. Börn þeirra eru ákaflega dugandi fólk hér í byggðalaginu.”

Heimild:
-rúv – Jökull Jakobsson, Gatan mín – viðtal við Tómas Þorvaldsson 3. mars 1973.

Grindavík

Grindavík.

 

Selsvellir

Gengið var inn á Selsvelli til suðurs með vestanverðum Núpshlíðarhálsi. Fagurt umhverfið allt um kring. Trölladyngjan að baki, Keilir og Moshóll á hægri hönd, Kúalágar og Selsvallafjall á þá vinstri og Hraunsels-Vatnsfell framundan.

Selsvellir

Á Selsvöllum.

Í samantekt Orra Vésteinssonar um menningaminjar í Grindavík segir að “í bréfi sr Geirs Backmanns til biskups árið 1844 hafi hann notað sér selstöðuna á Selvöllum ásamt tveimur hjáleigubændum. Það hafi forverar sínir líka gert þegar þeir hafi verið það fénaðarmargir, að þeim hafi fundizt það borga sig. Þegar prestur notaði sér ekki selið, fóru sóknarbændur að fara með fénað sinn á Selvelli, í fyrstu með leyfi sóknarprests og keyptu þá af honum selhúsin. Vogamenn ásældust Selsvellina, en Grindavíkurprestur var einarður um að Vellirnir væru Grindavíkurbænda.

Selsvellir

Gömlu selin á Selsvöllum.

Í tíð sr. Geirs var svo komið, að ásamt honum höfðu 6 bændur í seli á Selvöllum. Áttu þeir allir selhús þar og var fénaður þeirra um 500 fjár, ungt og gamalt, og um 30 naugripir. Kvartar prestur yfir því, hve lítil not honum séu að selinu þegar slíkur skepnugrúi gangi á Selvöllum. Þeta valdi því líka, að reka verði allan selfénaðinn horaðan og nytlausan heim að bæjum einatt í 17. viku sumars (fyrir miðjan ágúst). Þessir bændur töldu sig eiga jafnan rétt til selstöðu eins og Staðarprestur, sumir jafnvel meiri. Var nú svo komið, að í stað þess, að Staðarprestur hefði átt að hafa talsverðan arð af selstöðu þessari hafði hann, að dómi sr. Geirs, af henni óbætanlegan skaða vegna þess hve nytlítill og rýr peningur hans verður meðan slíkur fjöldi fjár er á Selvöllum og fyrr er lýst. Þannig var selstaða prestsetursins “leyfis- og borgunarlaust brúkuð eins og almennings eða allra selstaða væri þeirra hér í sókn, sem hana nýta vildu”. Ef þessu héldi áfram, yrði selstaðan ekki einungis arðlaus fyrir Stað heldur ónýt með öllu fyrir “óhemju átroðning og yfirgang”.

Selsvellir

Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Ennfremur segir og er þá vísað í skýrslu Guðrúnar Gísladóttur frá árinu 1993: “Á Selsvöllum eru rústirnar mjög fallnar en má þó vel sjá þær enn. ..Þarna eru rústir í hraunjaðrinum, sem liggur vestan Selsvalla og uppi undir hlíðinni. Haft var í sel á Selsvöllum þegar á 17. öld og jafnvel fyrr. Selstaðan tilheyrði prestsetrinu á Stað í Grindavík. Um miðja 19. öldina var gróður og jarðvegseyðing þó orðin svo alvarleg að bændur í Grindavík höfðu nánast allir í seli á Selsvöllum við fátæklegar undirtektir Staðarprests”. – Árið 1703 höfðust útileguþjófað við í helli við Selsvelli og í helli hjá Hvernum eina í nokkrar vikur – þeir voru gripnir og hengdir á alþingi sama ár [Ólafur Briem í Útilegumenn og auðar tóttir].
Á tveimur stöðum á Völlunum er miklar selsrústir. Allir Grindavíkurbæirnir nema Hraun höfðu þar selstöðu. Hraunsselið er nokkru sunnar með hálsinum, neðan svonefndra Þrengsla. Þar var síðast haft í seli á Reykjanesi eða til ársins 1914. Sogavallalækirnir tveir renna um sléttuna.

Selsvellir

Rétt á Selsvöllum.

Austan á Völlunum, upp undir Selsvallafjalli eru tóttir eldri seljanna. Ein er þeirra stærst, en neðan hennar eru allnokkrar húsatóttir. Gengið var spölkorn áfram til suðurs og síðan beygt eftir gamalli götu svo til þvert á Vellina. Gatan, sem hefur verið nokkuð breið, liggur að nýrri seljunum suðvestast á Völlunum. Þar eru a.m.k. selstóttir á þremur stöðum, auk stekkja og kvía. Miðstekkurinn, sem er einna heillegastur, mun hafa verið notaður sem rétt af Vogamönnum, nefnd Vogarétt.

Selsvellir

Selsvallaselsstígur.

Selsstígnum til vesturs frá seljunum var fylgt inn í hraunið. Eftir u.þ.b. 500 metra kom hann inn á gömlu leiðina frá Hraunssels-Vatnsfelli.
Þeirri götu var fylgt áfram til vesturs, en hún greinist fljótlega í tvennt. Einn hópurinn fylgdi gömlu slóðinni að fellinu, en annar fór slóð er lá til vinstri. Sú gata liggur inn á breiðan stíg er liggur frá Hraunssels-Vatnsfelli nokkru sunnar en hinn og áfram austur yfir tiltölulega slétt helluhraun. Þessi gata er mun greiðfærari en sú nyrðri, en ekki eins klöppuð. Vestast í hrauninu nær slétt mosavaxið helluhraunið til suðurs með fellinu.
Engar vörður voru við þessa stíga. Syðri stígnum var fylgt til austurs og var þá komið inn á Selsvellina u.þ.b. 500 metrum sunnan við selstóttirnar.

Selsvellir

Gengið um selsstíginn að Selsvöllum.

Ljóst er að vestanverð nyrsta gatan hefur verið mest farin.
Syðsta leiðin liggur beinast við Grindavík, en sú nyrsta liggur beinast við vatnsstæðinu á Hraunssels-Vatnsfelli. Selstígurinn í miðjunni er greinilega leiðarstytting á þeirri götu að og frá seljunum. Tvennt kemur til er skýrt gæti hversu nyrsta gatan er meira klöppuð en hinar. Gatan er einungis meira klöppuð að vestanverðu eftir að selsstígurinn kemur inn á hana. Í fyrsta lagi gæti það verið vegna þess að gatan var notuð til að komast að og frá vatnsstæðinu. Vesturendi hennar bendir til þess að hún hafi einungis legið upp að því. Þegar 500 fjár og 30 naugripir arka sömu götuna fram og til baka sumarlangt í nokkur hundruð ár eru ummerkin eðlileg. Aðdrættir og fráflutningur hefur líklega farið um hluta götunnar, en þá verið beygt út af henni á tengigötuna inn á þá syðri og áfram suður með austanverðu Hraunssels-Vatnsfelli. Til stendur að fara fljótlega upp Drykkjarsteinsdal og áfram á leið að vestanverðum hraunkantinum og fylgja honum þar til suðurs. Í öðru lagi gæti þarna verið um gamla þjóðleið að ræða og gæti stígurinn þvert á Selsvellina gegnt henni skýrt það. Sú gata liggur í áttina að grónum sneiðing í Núpshlíðarhálsi, en þar virðist hafa verið gata upp hálsinn. Þetta þarf allt að skoða betur í enn betra tómi síðar.
Sjá MYNDIR.

Selsvellir

Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Kerlingarskarð

Ætlunin var að feta Selvogsgötuna (Suðurfararveg) um Kerlingarskarð og skoða mögulegar leiðir námumanna inn í Námuhvamm í Brennisteinsfjöllum á árunum 1883-1885.
Brennisteinsvinnsla var Kerlingarskardtekin upp á svæðinu á þessum tíma í framhaldi af endalokum Krýsuvíkurnámanna 1880. Bretar þeir er þar voru við stjórn undir handleiðslu Patersons ákváðu að reyna Fjöllin til þrautar, en torleiðið reyndist þeim fjötur um fót. Allar minjar brennisteinsnámsins í Fjöllunum (en svo voru þau nefnd fram að vinnslunni) eru frá þessum tveimur árum. FERLIR hefur um áratug reynt að staðsetja götur inn í námurnar ofan Skarða með takmörkuðum árangri. Þó má, ef vel er að gáð, bæði sjá götukaflann upp með sunnanverðum Kerlingarhnúk, kafla milli Draugahlíða og Kerlingahnúks (-a), upp ás að Lönguhlíðarfjallstjörn og síðan á ská til suðurs áleiðis að Námuhvammi.

Brennisteinsnamur

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Krýsuvík segir m.a.: “Eftir lægð norðan Draugahlíðar liggur Námastígurinn stígur sem liggur af Grindaskarðavegi [hér eru Skörðin sögð vera fleiri en eitt] í vestur um ónafngreinda staði, utan hvað hann liggur hjá Lönguhlíðarfjallstjörn, sem er lítið vatnsstæði og þrýtur þar aldrei vatn. Stígurinn liggur niður í Námahvamm sem er fallegur hvammur snýr móti suðri. Austast um hvamminn rennur lítill lækur Námahvammslækur. Á bala í hvamminum sér enn rúst Námamannaskálans. Á brún þessa hvamms eru Námahvammshverirnir, allmargar volgrur með svolitlu rennsli. Neðar eru svo Brennisteinsnámurnar, í hraunkvosum og má enn sjá nokkurt magn brennisteins, sem ekki hefur verið fluttur til Hafnarfjarðar. Gjallhaugar eru hér miklir frá námunum.”
Konráð Bjarnason 1993 lýsir Suðurfararveginum milli Selvogs og Hafnarfjarðar: “Vestan við apalhrauntunguna lá vegurinn upp á Kerlingarskarð í allsnörpum halla, vel ruddur á tímum lestarferðanna sem og vegurinn yfir nefnda hrauntungu. Þá verður að taka fram að girðing sú sem títt er nefnd í nútíma var enn í þekkt á tímum lestarferðanna því hún var uppsett vegna mæðiveikivarna á stríðsáratugnum.

Brennisteinsnamur-2

Þá verður að minnast þess að hér skárust saman í sömu uppgöngu á Kerlingarskarð, Eystri leið eftir Katlahrauni og Vestri leið upp Selsstíg frá Herdísarvík og Stakkavík. En rétt áður en við beygðum upp á Skarðið blöstu við á vinstri hönd Draugahlíð og framhjá þeim í vestur sér til Eldborgar. En nær nefndri hlíð er að finna leifar af brennisteinsvinnslu Breta á púðurskots- og hernaðarárum þeirra.
Þegar lest okkar er komin á norðurbrún Grindarskarða rétt ofan við Kerlingarskarð blasir við augum víð og fögur sýn allt til þéttbýliskjarna á strönd hins fagurbláa Faxaflóa og til Akrafjalls og Esju í norðri, nær okkur Helgafell og Húsfell. Og enn nær okkur hið mikla helluhraun sem verður illþyrmislega úfið neðan undir Kerlingarskarði.
DraugahlidargigurÞað er í fyrsta sinn sem nú við 12 ára aldur lít augum hina kvöldfögru strandbyggð Faxaflóans og óraði ekki fyrir því að þar myndi um hálfraraldar skeið æfi minnar renna. Á háskarði höfðum við verið um 5 klukkustundir á ferð úr heimabyggð.
Fyrir niðurgöngu Kerlingarskarðs er litið eftir klyfburði á hestum og gjarðir enn hertar. Við niðurgöngu var sýnt að gatan var vel valin í sveigum og nú vel rudd og vel tókst hinum vönu burðarhestum að spyrna framfótum sínum til móts við aðstæður. Lestinni farnaðist því vel niður aðalbrattann.”
Ólafur Þorvaldsson segir í Árbók Hins íslenska fornleifafélags eftirfarandi um brennisteinsnámið í Fjöllunum: “Austur af Stórkonugjá skammt fyrir norðan veginn er Kóngsfell. Þar koma saman lönd Gullbringusýslu og Árnessýslu.
Þegar komið er austur af Brennisteinsnamur-3fjallshryggnum er komið að afarstórri hraunbreiðu. Tvær vörður eru þar við götuna og skiptast þar leiðir, liggur austasta leið til Selvogs, miðleiðin til Stakkavíkur og Herdísarvíkur, ens ú þriðja, sem nú er sjaldan farin, liggur til Brennisteinsfjalla suðurmeð Draugahlíð. Var það leið þeirra manna sem brennisteinsnám stunduðu í Brennisteinsfjöllum þegar þeir fóru um helgar til Hafnarfjarðar, því að flestir af þeim áttu þar heima, en mest var þessi leið farin af þeim sem fluttu brennisteininn til Hafnarfjarðar, og var hann fluttur á klökkum. Hafnfirðingum, sem hesta áttu, svo og bændum þar í grennd, var að einhverju leyti gefinn kostur á þessum flutningum og skyldu þeir fá eina krónu á hestburðinn í flutningsgjald. Ferðin mun hafa tekið 12-14 klst. Eitthvað mun þessu hafa verið sinnt, þrátt fyrir þetta lága gjald, sem að lokum reyndist samr félaginu ofvaxið. Þetta var á síðari hluta nítjándu aldar.”
Brennisteinsnamur-4Eftir að hafa skoðað námurnar var gengið til baka um
eðlilegan framangreindan ofanlegg á sunnanverðum Draugahlíðum frá Námuhvammi. Leiðin er mjög greiðfær, en nokkru lengi en ef farið væri beint upp úr Námuhvammi og inn með vestanverðum Drauga-hlíðum. Ekki markar fyrir götu á þessum kafla, en horfa verður til þess að námutímabilið í Brennisteinsfjöllum varði einungis í örfá misseri á árunum 1883 til 1885, líklega þó bara í eitt og hálft ár í mesta lagi. Umrótið í námunum sem og lítil ummerki að öðru leyti gefa það a.m.k. til kynna.
Á göngunni upp með austanverðum Draugahlíðum var gengið fram á eina vörðu á lágum hraunhól í stefnu til austurs af Draugahlíðargíg (Bláfeldi). Varðan vakti upp þá vitund að varla hafi gefist tími til vörðugerðar á framangreindum leiðum inn í námurnar nema á lykilsstöðum, s.s. við Lönguhlíðarfjallstjörn (sumir hafa nefnt hana Kerlingarpoll). Leiðirnar, hvort sem farið er neðan Draugahlíðar, eru mjög greiðfærar bæði hestum og mönnum.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimildir:
-Kornráð Bjarnason, Suðurfararvegur, Selvogi 1993.
-Ólafur Þorvaldsson, Árbók fornleifafélagsins 1943-48, Grindaskarðsvegur (Selvogsleið), bls. 98-99.

Námuhvammur

Tóft í Námuhvammi.

Vigdísarvellir

Gengið var frá rótum Trölladyngju inn á Selsvelli þar sem ætlunin var að fylgja Þórustaðastíg yfir Núpshlíðarhálsinn að Bæjarfelli ofan Vigdísarvalla og Bala. Tilefnið var að staldra þar við og horfa á eldflaugaskot, sem þar átti að framkvæmast kl. 13:00 skv. auglýstri dagskrá.

Gangan inn að Selsvöllum var auðveld, enda gamburmosinn frosinn. Selsvallalækurinn lék við klakahulu. Lækurinn hafði þó myndað öndunarop á nokkrum stöðum og lágu þau líkt og nýmyndaðar “hrauntraðir” út frá þeim og fylgdu lækjarfarveginum ofan á hulunni.
Þórustaðastígurinn fer þarna yfir Selsvellina á móts við sunnanverðan Moshól og áleiðis upp hlíðina norðan lækjarins þar sem hann kemur úr litríkum litlum dal í henni miðri. Leið lækjarins niður hlíðina er áhugaverð og margt ber fyrir augu á ekki lengri leið. Hitagróður er í farveginum. Þennan dag skartaði lækurinn tímabundnum og síbreytilegum ísskánslistaverkum. Ljóst er að dalurinn er hluti af Sogasvæðinu. Þarna hefur verið jarðhiti, en hann mun nú að mestu kólnaður. Neðar eru grónar sléttur er hafa að öllum líkindum verið hin ákjósanlegasta beitaraðstaða. Kúadalur er neðar, norðaustasti kriki Selsvalla – jafnhæða.
Þórustaðastígurinn liggur allt frá bænum Þórustöðum á Vatnsleysuströnd og liðast upp heiðina. Stígurinn heldur þessu nafni allt upp fyrir Núpshlíðarháls og að Vigdísarvöllum.
Þegar komið var upp á hálsinn mátti sjá Keili norðar skarta sínu fegursta í vetrarsólinni. Austan við eru Grænuvatnseggjar og neðar Krókamýri. Sveifluhálsinn hafði ekki fyrr gefið jafn skýra heildarmynd af sér.
Þórustaðastígnum var fylgt á ská niður á við til suðurs austan við Núpshlíðarháls, allt að ofanverðu Bæjargili. Efst í gilinu er hlaðinn brú á stígnum. Þegar komið var á sunnanverða brún Bæjarfellsins mátti sjá þrjá bíla á bílastæðinu milli Vigdísarvalla og Bala.
Skömmu fyrir kl. 13:00 færðu ökumennirnir sig sunnar með Djúpavatnsveginum, að gígaröðinni vestan Bleikingsvalla. Þar mynduðu menn sig við undirbúning eldflaugaskotsins.
Þarna átti að fara fram tilraunaskot á vegum A.I.R áhugamannfélag um eldflaugar og eldflaugaskot á Íslandi. (Amateur Icelandic Rocketry). Að verkefninu standa þrír ungir menn, þeir Magnús Már Guðnason, Smári Freyr Smárason og Steinn Hlíðar Jónsson. Halda þeir félagar úti vefsíðunni www.eldflaug.com og má þar sjá framvindu um smíðina á eldflauginni og ýmislegt er varðar eldflaugarskotið. Að öllum gefnum tilskildum leyfum var allt orðið klárt og átti flaugin að fara á loft kl. 13:00, sem fyrr sagði.
Fyrir þá sem ekki vita þá er flaugin 203 cm að hæð og 63 mm í þvermá og um 5 kg. Hún mun ná allt upp í 1200 metra hæð og allt að 600 km/klst. Eldflaugin fer þessa 1200 metra á aðeins 15 sekúndum og eftir aðeins 0,5 sekúndur mun hún ná hámarkshraða eða um 600 km/klst. Í efstu stöðu (sem sagt í 1200 metrum) skýst út fallhlíf og fellur þá flaugin á um það bil 20 km hraða til jarðar. Allt ferlið var áætlað að tæki um það bil 2-3 mínútur.
Markmið með Áhugamannafélaginu AIR (Amateur Icelandic Rocketry) er að hanna og smíða áhugamannaeldflaugar. Um er að ræða nýsköpunarverkefni hér á landi þar sem aldrei áður hefur verið skotið upp eldflaug (að þeirra vitandi).
Upphaflegar áætlanir hljóðuðu upp á þrjár eldflaugar í sumar (2006) en þar sem ekki hefur fengist nógur tíma til að smíða og hanna þær allar á svo skömmum tíma munu líklegast einungis tvær verða tilbúnar á þessu ári.
Aðalmarkmið verkefnisins til að byrja með er að komast yfir hljóðhraða eða á um 1200 km/klst. Sú flaug mun væntanlega verða tilbúin einhvern tímann á næsta ári (2007) ef allt gengur upp og ef við fáum styrki til að framkvæma skotið.
Seinna meir langar hönnuðina að komast yfir veðrahvolfið eða yfir 10 km en það mun skýrast seinna hvort þær áætlanir ganga upp.
Frostið var um 15 °C. Eftir tæplega klukkustundar bið á Bæjarfelli var ákveðið að halda til baka.
Gengið var að vörðu á efsta toppi Bæjarfells. Um er að ræða litla vörðu, en frá henni er óvenju víðsýnt um nágrennið. Þá var haldið norður með austanverðri Núpshlíðunni, inn að Grænavatni. Þegar komið var yfir öxlina vestan hins formfagra fjalls norðan vatnsins blasti við stórkostlegt útsýni yfir vestan- og norðanvert láglendið þar sem Keilir var toppurinn. Sólin skein fagurlega á Selsvellina og vildi greinilega með því undirstrika fegurð þeirra. Sunnan og vestan Grænavatns hefur utanvegaakstur verið stundaður um allnokkurn tíma og valdið miklum skaða á gróðurlænum í í hlíðum.
Gengið var norður með vesturhlíð Núpshlíðarhálssins, að Sesseljuvatni og Spákonuvatni. Sumir nefna þessi vötn Stóra-Spákonuvatn og Litla-Spákonuvatn, en aðrir nefna stærra vatnið einungis EldflaugSpákonuvatn en hitt Sesseljutjörn eða Sesseljuvatn.
Þaðan var haldið á ská niður að upphafsstað, með Sogagíg og Trölladyngju á hægri hönd. Í fjarska naut höfuðborgarsvæðið sín í miðdegissólinni.
Í kvöldfréttunum var m.a. fjallað um eldflaugaskotið við Vigdísarvelli fyrr um daginn.
Var talið að “merkur árangur hafi náðst þegar AIR skaut þarna upp sinni fyrstu eldflaug (AIR 203). Allt gekk að óskum fyrir utan bilun í innbyggðu myndavélinni.
Mikill fjöldi fólks mætti á svæðið og fagnaðarlætin leyndu sér ekki þegar eldflaugin tókst á loft.
Flaugin náði hámarkshraða á einungis 92,1 metra hæð eða 590 km hraða. Hámarkshröðunin á þessum tíma var 332 m/s^2 eða 34 g. Eftir 14,9 sekúndur var hún komin í efstu stöðu eða í 1081 metra hæð. Þar tók við fallhlíf sem sveif með flaugina á 28,7 km hraða til jarðar og lenti flaugin upp í fjallshlíð, 400-500 metra frá skotstað.
Þess má geta að flaugin var 5,2 kg og 203 cm að hæð og einungis þurfti 610 grömm af eldsneyti til að knýja flaugina áfram.”
Í annarri frétt sagði: “Eldflaug var skotið upp í fyrsta sinn frá Íslandi af Íslendingum í dag. Enginn varð þó fyrir skotinu enda til gamans gert. Sumir hafa sérkennilegri áhugamál en aðrir…
Fjöldi fólks var saman kominn á Vigdísarvöllum skammt frá Krýsuvík til að fylgjast með þessari fyrstu íslensku eldflaug sem skotið hefur verið á loft hér. Markmiðið var að ná henni upp í um það bil 1000 metra hæð, koma henni í 5-600 km hraða á um hálfri sekúndu og fá hana niður í fallhlíf í um 500 metra radíus frá skotstaðnum.
Og það tókst. Flaugin kom stráheil niður, náði 590 km hraða á hálfri sekúndu og fór upp í 1080 metra hæð við mikinn fögnuð viðstaddra.
En til hvers í ósköpunum að smíða eldflaug? “Þetta er bara gaman,” segir efnafræðineminn Magnús. En þetta er dýrt hobbí, þessi flaug hefur kostað þá skólapilta 350-400 þús. kr. “En tilgangurinn er að smíða þrjár flaugar og ná hljóðhraða með þeirri þriðju, um 1200 kílómetra á klukkustund,” segir Smári Freyr sem er forsprakki eldflaugasmiðanna. En hvað er fengið með því annað en fúttið?
“Fúttið,” svaraði Smári og brosti í kampinn.

Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-http://www.eldflaug.com/

Keilir

Staður

Jökull Jakobsson gengur með Einari Kr. Einarssyni um Staðarhverfi í Grindavík.  Frá 20.janúar 1973.

Stadur 202

Staður.

“Byggðalagið sem við göngum um í dag er svolítið sérstakt. Fólkið er allt horfið en húsin standa ein eftir. Þetta er Staðarhverfið við Grindavík. Leiðsögumaður okkar í dag er fluttur héðan eins og allir hinir. Hann er kominn til að segja okkur frá húsunum og fólkinu sem fór. Maðurinn er Einar Kr. Einarsson. Hvers vegna fór fólkið héðan úr þessum vinalega reit?”
“Það voru ýmsar ástæður til þess, en fyrst og fremst það að þegar varð til góð höfn í Járngerðarstaðahverfi og bátar gátu legið við bryggju þar allan sólarhringinn var hægt að stækka bátana er ekki þurfi að setja þá upp í naust. Bátarnir stækkuðu og urðu um leið betri skip og öruggari og þá reyndist erfiðara að fá fólk á þessa smærri báta ar sem aðstaða öll var erfiðara. Ég að þetta hafi fyrst og fremst verið ástæða að fólk fór að flytjast héðan. Á stríðsárunum varð næg og góð atvinna í öllum áttum og unga fólkið fýsti að leita fyrir sér með betri afkomumöguleika en á þessum afskekkta stað.”
“Hvernig var félagslífi háttað hér?”
“Félagslíf var sameiginlegt fyrir þessi hverfi þrjú. Miðstöð þess var í Járngerðarstaðahverfinu. Það var langfjölmennast upp úr aldarmótunum. Þar var fysrt komið upp samkomuhúsi og þangað mætti ungafólkið til skemmtana. Komið var upp leikritum, s.s. Skuggasveini og Ævintýri á gönguför og fleiri góðum leikritum. Fyrst var leikið í pakkhúsi frá Einari í Garðhúsu þar sem tjaldað var gömlum seglum. Árið 1915-20 var byggt lítið samkomuhús em templarar stóðu að . Þar voru samkomur og dansleikir. Þarna mættust Grindvíkingar. Heima fyrir kom unga fólkið þegar það hafði frístundir við útileiki, á veturnar á sleðum og skautum á sumrin við ýmsa útileiki sem þá voru almennir. Allir voru mjög glaðir og ánægðir og glöddust einlæglega.
“Fyrst verður fyrir okkur reisulegt og björguðlegt hús.”
“Þetta eru Hústatóftir í Griondavík. Jörðin hefur verið í bændaeign frá fyrst tíð. Í Jarðabókinni 1703 er þess getið að Húsatóftir sé eina jörðin sem ekki var kirkjueign. Hér var áglætisbúskapur, jörðin er víðelnd, túnið stórt og fjörubeit ágæt og frá frstu tíð hefur sjórinn verið stundaður héðan og vafalaust hefur hann gefið mestu björgina í búið. Fyrr á tímum voru eldiviðavandæði víða og fólkið hafði ekki annað að hita en það sem náttúran gaf því og þá voru fjörunar notadrjúgar er gáfu margar góða spýtuna. Þangið var skorið og reitt á hestum og breytt upp á bakkana. Þetta  var aðaleldiviður fólksims, auk taðs og svo var talsvert tekið af gráamosa í apalhraununum hér fyrir ofan. Þangið og mosinn þótti heldur léttur eldiviður og þá var gott að hafa spýtu i augað.
Þeir fullorðnu stunduðu sjóinn og ræktuðu jörðina og þeir ungu hjálpuðu til eins og hver gat. Þeir söfnuðu þara og þönglum og smáspýtum og safna taði út um hagana. Þetta var allt þurrkað, reitt heim og haft til eldiviðar.
Unglingar voru látnir starfa frá því að þeir komust á legg. Á veturnar unnu þeir með fullorðna fólkinu að tóvinnu, netagerð, reiða utan um kúlur og allir voru uppteknir.
Eftir að útistörfum lauk söfnuðust við inni að kvöldin. Bræður mínuir dittuðu að veiðifærunum. Móðri og systur unnu að tóvinnu auk matreiðslu. Frá 1910 var faðir minn hrepsstjóri. Hann sat jafnan að skriftum á kvöldin. Það var aldrei látið vanta að við bræðurnir læsum eitthvað hátt. Þetta eru einhverjar ánægjulegustu stundirnar frá bersnku minni. Í litlu baðstofunni voru 10-12 manns samankomnir.

Húsatóptir

Húsatóftir.

Við seldum Húsatóftir í kringum 1940 af illri nauðsyn. Okkur þótti öllum mjög vænt um staðinn eins og gefur að skilja. Á þessum árum var þröng í búi hjá mörgum og við sáum okkur ekki fært að sitja hér ein eftir í Staðarhverfinu þegar aðrir voru farbnir. Við ákváðum því aðs elja jörðina. Fjárhagslega treystum við okkur ekki til að halda húsinu í því standi sem við vildum og ekki heldur að sjá það grotna niður í vanhirði. Ríkið eignaðsit jörðina og fyrir nokkrum árum leituðum við eftir því að fá Húsatóftir leigða. Það gekk greiðlega og nú greiðum við hóflega leigu, 6000-7000 kr. á ári.”
“Svo þið eruð á leiðinni heim?”
“Vafalaust því leið allra Grindvíkinga liggur að lokum hingað út í Staðarhverfi því kirkjugarðurinn er hér áfram.”
“Einhver örnefni eiga sér eflaust einhverja sögu?”
“Já, þau eiga nú það. Fallegu dagarnir og fallegust stundirnar eru okkur ríkasta í huga. Mikið var barsit við myrkur og kulda á þessum árum. En það var ævintýralegt hvernig sögurnar gátu lyft fólkinu yfir þetta. Örnefnin gefa til kynna hvernig fólkið leitaði eftir birtu og yl. Ef við lítum á þetta hamrabelti þá heitir þetta Hjálmagjá. Það var alls ekki út í loftið. Gamla fólkið þóttist hafa séð gjána lýsta upp með ljóshjálmum.

Staðarhverfi

Gengið um Staðarhverfi.

Brekkan þessi hérna fyrir neðan heitir Hjálmaveita. Norðar í túninu er svolítil laut. Húnn heitir Dans. Þar sáust álfarnir stundum dansa á stungsbjörtum nóttum þegar ís var. Þessar sögur sýnir hversu hugurinn var fjór og hvert fólk leitaði.
Tvær vörður hérna uppi á hæðinni heita Nónvörður. Sagan segir að þegar Tyrkjaránið var hér uppi á landi 1627 gerði presturinn á Stað sér lítið fyrir og labbaði upp á þesa hæð, hlóð þessar vörður og mælti svo fyrir um að Grindavík skyldi ekki verða af sjóræningum rænd meðan steinn stæði yfir steini. Þetta hefur gengið eftir. Svo virðist sem prestarnir hafi kunnað meira fyrir sér en bara kristin fræði. Sannleikurinn er að vörðurnar heita Nónvörður og eru eyktarmerki frá Húsatóftum þaðan sem gamli bærinn stóð. Sól var þarna yfir kl. 3 séð frá gamla bænum.
Minningar eru margar, bæði góðar og sorglegar. Austan við Vörðunestanga er bás, Jónsbás. Þar strandaði togari, Albert hét hann. Neslon hét skipstjórinn…
Togarinn fórst með allri áhöfn. Grindvíkingar veittu þeim dánu sómasamlega útför, eins og venja var.
Frú Helgu Ketilsdóttur dreymdi nokkru áður en þetta strand var. Henni fannst hún koma út frá sér á Stað og þá stoð fyrir dyrum hópur ókunnugra manna. Þeir spurðu hvort hún gæti leyft þeim að vera. Hún svaraði að elkki væri venja ða úthýsia fólki en þeir væru bara svo margir. Sá sem var fyrir hópnum sagði að það gerði ekkert til. Ef hún vildi leyfa þeim að vera myndi Einar gamli sjá  um hitt hvar þeir lægju. Pabbi sálugi. Einar á Húsatóftum, var hrepsstjóri þá og það kom í hans hluta ða sjá fyrir leggstað fyrir þá í kirkjugarðinum. Eftir á að hyggja var þetta merkilegur draum.
Annað var líka dálítið einkennilegt við þetta tilfelli en fáir vita um það. Pabba hafði verið uppálagt að skrá nákvæmlega ef eitthvað fynndist á þessum líkum og senda það á enska konsúlatatið í Reykjavík. Það var gullhringur á fingri eins þessara líka. Pabbi tók lýsingu á líkinu, tók hringinn og fór með hann heim að Húsatóftum og ætlaði að senda með öðru dóti. Daginn eftir kom til hans maður, Bjarni í Bergskloti, og segir við hann að honum hefði dreymt einkennielga í nótt. Bjarni segir að komið hafi til sín ókunnur maður og beðið sig um að fara til Einars hrepsstjóra og biðja hann að láta hringinn aftur þar sem hann hafði verið. Enginn átti að hafa vitað þ.etta utan heimilisins því þetta var daginn eftir sem Bjarni. Pabbi varð við þessari ósk og lét hringinn aftur á fingur mansnins. Það eru margir hlutir sem erfitt er að skilja.
“Hér erum við staddir á móts við lítið hús úr steini, skörðugt eins og af gömlum kastala. Fúinn bátur liggur á hvolfi í fjörunni. Hvað heitir þetta hér, Einar?”
“Við eru nú staddir á hæð sem heitir Hvyrflar. Þessi hæð skilur á milli Húsatóftarlands og Staðarlands.

Staðarhverfi

Staðarhverfi.

Við víkina hér fyrir neðan eru bundin skemmtileg örnefni er benda til þess að hér hafi einhvern tímann verið selstöð, verslun eða kóngsverslun, s.s. Kóngsklöpp, Barlestarsker og í tanganum beint á móti, Vatnstanga í Staðarlandi, er sagt að skipin hafi verið svínbundin milli þessara tanga. Það virðist vera meira en sögusögn. Í Vatnstanga er járnbolti. Í gildari endar er hann 12-15 cm á breidd og fleygmyndaður, með odda í hinn endann. Auga er í gildari endanum, svona 6-8 cm í þvermál. Boltinn hefur verið rekin niður í klöppina um þrönga skoru og blý sett með boltanum í Barlestaskeri í Húsatóftarlandi var svo annar bolti nákvæmlega eins. Einhvern tíma mun sá bolti hafa verið fluttur heim að Húsatóftum, fyrir mitt minni, og notaður sem nokkurs konar hestasteinn vegna járnaugans. Hestar voru bundnir við þennan bolta. Á seinni tíma, þegar járnæðið greyp alla og allt var selt, hvarf boltinn. Honum var stolið frá Húsatóftum. Fyrrum komu skip með salt frá útlöndum hingað að Staðarhverfi og bendir það ti þess að þau hafi siglt eftir gömlum kortum Þá kom lóðs og fylgdi þeim yfir í Járngerðarstaðahverfi. Hér er Búðarsandur er bendir til verslunar. Þar hefur verið farið með útlendan varning. Þegar við voru krakkar fundum við oft krítarpítur o.fl. í sjávarbakkanum.
Hér við sjóinn er bryggja. Hún var byggð eftir 1930 og kom að gagni í nokkur ár, en vegna þess hvernig bar við landið varð að setja bátana upp eftir að búið var að afferma. Árin 1926 og 27 voru tveir mótorbátar gerðir út héðan frá Staðarhverfi, Málmey og Öðlingur. Þau urðu endalok Málmeyjar að báturinn var á leið til Grindavíkur að hann hrökklaðist vestur fyrir Reykjanes eftri að hafa vísað frá með ljósmerkjum í brotsjó. Veður var vont. Hann sást utan við Hafnir. Togari ekki langt undan, tók áhöfnina um borð og bátinn í tog. En vegna þess hversu veður var vont þoldi Málmeyin þetta ekki og sökk.

Staðarhverfi

Bryggjan í Staðarhverfi.

Hérna sjáum við skip á hvolfi. Þetta skip hét Geir og var mjög happasælt, róið margar vertíðar. Fyrst var þetta árabátur en síðar var sett í hann vél og reyndist happafleyta. Fiskhúsin sjást hér niðurbrotin. Býlið hér ofar hét Reynisstaður og hjónin sem byggðu það hétu Kristján og Anna Vilmundsdóttir. Þau bjuggu hér skamma hríð. Þá fór húsbóndinn á togara en hann átti ekki afturkvæmt úr þeirri ferð. Síðan hefur ekki verið byggð svo teljandi hér á Reynisstað.
Hér norðan við okkur var Dalbær, gamalt tómthús frá Húsatóftum. Blómsturvellir eru norðar og var þar búið í fá ár. Pétur Jónsson og Ágústa Árnadóttir bjuggu þar. Hann var faðir Kristins Reyrs, skálds og málara og hljómlistamanns.”
“Og við höldum spölkorn í vestur og erum komin heim á stórbýli. Hér er lífvænlega, gardínur í gluggum. Fyrir framan er kirkjugarður. Hér er sérstaklega falleg fjallasýn til austurs. Þetta mun vera hinn forni kirkjustaður þótt kirkjan sé horfin á braut.”
“Já, þetta er Staður. Staður var prestsetur, áður í miðri sveit en er nú í enda sveitarinnar, þ.a.s. Móakot hér nokkru vestar. Jörðin er stór og beitarland mikið. Rekasækt með afbrogðum því Staður á rekaréttindi út að Reykjanesvita, í Valahnjúk.
Um miðja 19. öldina voru búandi hér Þorvaldur Böðvarsson og Sigríður Snæbjörnsdóttur. Þetta var fyrirmyndarklerkur og fær góða umsögn. Þessi hjón voru afa og amma Haraldar Böðvarssonar hins mikla athafnamanns á Akranesi.
Hér bjó Oddur V. Gíslason… Bárufleygurinn var uppfinning hans. Á tímum árabátanna eftirleiðis fóru þeir ekki á sjó án þeirra. Árið 1894 flutti hann búferlum frá Íslandi.
Sóknarkirkjan, Staðarkirkjan, var flutt frá Stað árið 1909 austur í Járngerðarstaðahverfi. Þórarinn Böðvarson hafði byggt fyrstu timburkirkjuna á Stað um miðja 19. öldina, en áður höfðu verið torfkirkjur hér á Stað.”
“Hér úti á víkinni var hvalur að velta sér. Eitthvað er nú fleira um hús eða húsarústir eða tóftir í kringum stórbýlið að Stað?”
“Húsinu hér á Stað ráða nú tveir presta, Gísli Brynjólfsson og félagi hans, annar prestur, hafa húsið á leigu og koma hingað á sumrin þegar gott er veður. Hér er töluvert um rústi í túnfætinum. Ef við bregðum okkur niður á tangann var býli líklegast til 1918. Hér bjuggu þrjú systkin fyrir og um aldarmótin, Sigríður, Vernharður og Þorgeir. Ekkert þeirra giftist. Sigríður hafði öll fjárráð og réði öllu á heimilinu, utan húss sem innan. Þorgeir var annálaður var annálaður fyrir það hve hann var duglegur að bera og var notaður meira til áburðar en til annars. Versta bagga sem hann taldi sig hafa borið var kommóða frá Stað yfir í Járngerðarstaðahverfi. Hún var full að leirtaui. Ekki var talin ástæða til að tæma kommóðuna því Þorgeir ætti að  bera. Kistunni skilaði hann en taldi þetta vonda byrði. Þorgeir þótti gott í staupinu. Það mun hafa verið einasta gleði mannsins. Það taldi Þorgeir sárgrætilegustu stund síns lífs er strandaði skúta, vel útbúin koníaki og öðrum víntegundum. Sjómennirnir sem björguðu skútunni báru vínið heim í skóm sínum og sjóhöttunum En Þorgeir, sem aldrei hafði verið misdægurt, lá þessa daga, enda taldi hann það mestu ógæfu síns lífs. Þau voru orðin gömul þegar ég man eftir þeim. Það var líklega 1918 þegar Sigríðru var dáinn að þeir bræður komnir fótum fram þá gerðust þeir próventumenn ekkju Ólafs bróður þeirra sem bjó hér í Móakoti, en Ólöf og Ólafur í Móakoti voru forledra Guðmundar R úr Grindavíkinni sem margir kannast við. Síðar fór Þorgeir til Reykjavíkur til varanlegrar dvalar, en kom aftur gangandi eftir þrjá daga með þeim orðum að þar vildi hann ekki verða í þeim hundsrassi því þar gæti maður ekki einu sinni pissað úti.

Staðarhverfi

Stóra-Gerði í Staðarhverfi.

Í Kvíadal var í túnfætinum. Eyjólfur Oddsson og Vilborg bjuggu þar. Faðir hans var formaður á bát frá Járngerðarstaðahverfi og drukknaði í góðu veðri. Talið var að hann hafi hlaðið bátinn til sjós.
Hérna eru rústir af Löndum. Það er ekki gamalt tómthús. Ég man eftir þegar það var byggt upp. Á Staðarbringnum fyrir aftan okkur voru hvorki meira né minna en fjögur býli; þrjú hétu Bergskot og eitt hét Nýibær. Þau voru byggð fram til 1915-20. Þetta voru bara tómthús og höfðu bara sjávarnytjar. Höfðu nokkrar kindur. Aftur Móakot og Staðargerði voru hjáleigur og höfðu talsverðar grasnytjar.
Alltaf höfðum við gaman af sögunni af Sigga á Löndum. Víntunnu rak á Móakotsmalir. Presturinn gerði boð um þetta til hreppsstjórans á Húsatóftum. Hann mælti svo fyryir að tunnan yrði færð í skemmu sem gerð var úr rimlum. Milliverk var í skemmunni og tunnan færð inn í það allra helgasta. Sýslumanninum var tilkynnt um rekann. Hann lét rannsaka innihaldið og komst að því að þett væri spíritus og hellt niður. Þá liðu nokkrir dagar. Sigurði þótti gott í staupinu. Einhvern tímann kemur Magnús bóndinn í Móakoti heim til Vilmundar og sagði að eitthvað væri einkennilegt við atferli við atferli Sigurður. Hann sæti þarna úti í tóftunum og væri hann hvítur eins og engill og sætglaður. Í ljós kom að brotið haði verið gat á skemmuna og lítið glas látið síga niður og ná í vínið úr tunnunni. Eitthvað var hann orðinn valtur svo ekki tókst betur til en hann steig á hveititunnu og varð allur hvítur vegna þess arna.
Tunnunni var síðan velt út úr skemmunni mættu Siggi á Löndum og Sveinn Hall sem bjó á Vindheimum í Staðarhverfi. Hann var mjög vínhneigður maður. Þeir fylgdu tunnunni til hinstu stundar. Sponsinn var tekinn úr og allt vínið látið leka niður, en pabbi gaf þeim körlum væna krús. Þeir tárfelldu þar sem þeir stóðu og sáu mjöðinn renna niður í sandinn.

Heimild:
-Jökull Jakobsson gengur með Einari Kr. Einarssyni um Staðarhverfi í Grindavík. Frá 3.febrúar 1973
.

Grindavík - kort 1751

Grindavík – kort 1751.

 

Staður

Hér gengur Jökull Jakobsson með Einari Kr. Einarssyni um Staðarhverfi í Grindavík. Þriðji þáttur. Frá 3.febrúar 1973.

Staður

Staður – uppdráttur ÓSÁ.

“Í gamla daga var Staðarhverfið afskekkt, vegakerfið ekkert, en slóðar víða um hraunin. Það er ákaflega fróðlegt að sjá hin djúpu för í hraunhelluna. Þá gengu menn í skinnskóm svo það hefur tekið langan tíma að móta stígana. Allt var borið á bakinu. Ég man eftir því að fram undir 1925 urðu sjómenn að sækja síldina á bakinu til Keflavíkur. Þegar svo erfitt var að ná í beituna var farið sparlega með hana. Enda gættu formenn þess vel að ljósabeitan, lýsa og karfi og hrognkelsi þegar komið var fram á vertíðina, væri vel nýtt. Þetta þótti ágæt beita og oft fékkst vænn fiskur á ljósabeituna. Ýmsir áttu hér leið um. Sumt voru kynjakvistir og nokkri eru mér minnistæðir frá því að ég var strákur. Má þar nefna Einar póst, Hann var Árnason og var ættaður af Ströndum og hafi sérkennilegt útlit. Hann var dvergvaxinn, með stórt höfuð, hendurnar náðu niður að hnésbótum, boourinn langur en fæturnir mjög stuttir. Þetta var maðurinn sem bar póstinn til Grindvíkinga þegar ég man fyrst eftir. Póstferðunum var þannig háttað að hann var sendur með skipi frá Reykjavík til Keflavíkur þar sem Einar átti heima. Þótt Einar væri lítill var hann annálaður hversu duglegur hann var að bera út. Leið hans lá um Hafnir og til Grindavík og um Grindavík í Selvoginn og austur á Eyrarvakka. Hann skilaði af sér pósti hvar sem hann kom og rölti til baka frá Eyrarbakka til Keflavíkur. Hann var alltaf með hálffula töskuna. Við strákarnir hlökkuðum alltaf til þegar pósturinn kom. Við fylgdumst vel með því er hann kom. Hann birtist upp á Gjánni. Þar stansaði Einar og blés í lúðurinn. Við strákarnir hlupum á móti honum og tókum við pokanum og bárum hann heim í hlað. Einar átti það til að vera erinkennilegur í svörum.
Eitt sinn var Grindvíkingur staddur í Keflavík og spurði Einar. “Er þetta bærinn þinn, Einar”. “Við köllum þetta ekki bæ hér í Keflavík. Við köllum þetta hús.”
Snúum okkur aftur af póstferðum Einars. Við leiddum hann í bæinn. Einar var stuttur í svörum. Svo var honum jafnan borinn matur og drykkur. Hann var jafnan þreyttur eftir gönguna. Það var ekki fyrr en Einar var sestur að góðum málsverði og  fengum við lánaðan lúðurinn undir það er Einar var að verða saddur.
Sigurður Erlendsson (Siggi bóki). Hann var þekktur hé rí Grindavík fyrir það að hann fór á hverju vori um Reykjanesið og seldi bækur. Þær bar hann í þungu kofforti. Hann var rauðbirkinn og talaði hægt og seint. Hann kom hér að Húsatóftum á leið hans frá Höfnum. Pabbi keypti alltaf eitthvað af honum. Siggi bóki las stundum upp úr bókum fyrir okkur krakkana.
Okkur þótti vænt um þegar Hjálpræðisfólkið var hér á ferðinni. Það seldi bækur, Herópið og Unga Ísland. Þessu þótti okkur unga fólkinu mikill fengur.
Þessar konur gengu bæ af bæ og sendu bækur, en voru ekki með samkomuhald, ekki fyrr en seinna. Þær voru tilbreyting við daglega lífið.
Vafalaust var rætt við trúmál við þær, en ég man ekki eftir traumum sérstökum. Gamla fólkið hafði sinn prest og það virtist duga.
Einn þessara manna, Sigurður Sveinbjörnsson, var þekktur lengi í Reykjavík, kallaður Siggi á kassanum og prédikaði á Lækjartorgi. Hann þótti strangur í kenningum. Hann kom hingað og seldi bækur. Hann gisti einu sinni hjá okkur á Húsatóftum. Um kvöldið var þeim, mömmu minni og hann, ósammála um trúmál. Mamma hafði álit á kenningum Haralds heitins Níelssonar, en þær voru Sigga á kassanum ekki að skapi. Um morguninn spurði Siggi hvað næturgreiðinn kostaði: Mamma sagði það ekki venjan að taka fyrir gistingu. Þá tópk Siggi up veskið sitt og lagði 10 kr á borðið og sagði “Ég fer nú ekki að þiggja ókeypis næturgreiða frá andartrúakerlingu”.

Staður

Staður fyrrum.

Það var auðvita fáförult vegna þess hversu hérna var einangrað. Vegur kom fyrst til Grindavíkur 1918. Það voru óskapleg viðbrigði. Vegurinn til Keflavíkur var kominn fyrr og það þurfti átök að fá veginn til Grindavíkur. Grindvíkingar höfðu með sér samtök og samþykktu að leggja til hálfan hlut af vetrarvertíðinni þangað til vegurinn væri kominn til Grindavíkur. Þetta var gert og það tók 4 ár að gera veginn til Grindavíkur. Síðan var haldið áfram og vegur lagður út í Þórkötlustaðahverfið og síðan út í Staðarhverfið. Lífsviðhorfið með tilkomu vegarins gjörbreyting.
Ég gekk í skóla út í skóla út í Járngerðarstaðahverfi. Þangað er þriggja kortera gangur. Við fórum annan hvorn dag. Við sátum í skólastofunni. Þá heyrðist undirgangur, ferlegri en áður hafði gerst í Grindavík. Þá sáum við hvar bíll kom niður veginn og niður að verslun Einars í Garðhúsum. Allir risu úr sætum sínum og við krakkarnir hlupum á dyr og kennarinn kom röltandi á eftir. Við hlupum niður að sjónum þar sem bæíllinn var stoppaður og komum nokkrun veginn jafnt niður að honum. Einar, virðurlegur, kom úr úr sinni búð og tók á móti bílsstjóanum. Það er mér minnistætt hversu bílstjórinn var stór og mikill, með borðalaga húfu, guði líkastur. Honum var boðið inn fyrir búðaborðið, boðinn vindill og Einar spjallaði um bíla og við krakkarnir göptum af forundran.
Svo kom að því að maðurinn fór til baka. Þar kom hann að garði, sem var hindrun. Þar bjuggu bræður sem ekki voru alltaf sammála. Þegar bílstjórinn var að snúa við rakst bíllinn í garðinn og braut hann niður áður en ekið var í burtu.
“Hvað með símann og útvarp?”

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur ÓSÁ.

“Mér er ákaflega minnistætt þegar við náðum í útvarp. Ég var þá 15 eða 16 ára. Ég var staddur úti í Játnegrðarstaðahverfið. Þá sagði kunningi minn að í kvöld væri hægt að hlusta á útvarp í samkomuhúsinu. Menn komu frá Reykjavík og ætluðu að selja atganginn. Það kostaði 2 kr. og 50 aurar. Þetta var dýrt. Kunningi minn lánaði mér upphæðina og ég fór með öðru höfðingsfólki á samkomuma. Þarna var presturinn, kaupmaðurinn og aðrir betri borgarar. Eftir mikið brak og fyrirgang heyrðum við eitthvert surg. Okkur var sagt að hljóðið kæmi alla leið frá London. Okkur þótti mikið til koma. Meira heyrðum við ekki að þessu sinni. Þeir sýndu okkur þó heyrnartæki og leyfðu nokkrum að koma upp á svið til að hlusta. Með því var hægt að einhverra orða skil. Ekki átti ég þó kost á því.
Árið 1930 kom útvarp fyrst út í Staðarhverfi. Þá var keypt útvarp heima hjá okkur. Það var stór stund þegar við gátum hlustað á fréttir, fróðleg erindi og söng. Messurnar voru á sunnudögum. Staðhverfingar komu frá ýmsum bæjum messuklæddir að Húsatóftum til að hlusta á messuna. Menn höguðu sér á allan hátt eins og þeir væru í kirkju.
Þegar horft er yfir víkurnar má minnast þess aðs jórinn hefur gefið mikið, Grindvíkingum og þjóðinni allri. En hann hefur líka heimt sína tolla. Hér hafa örlög ráðst á mjög skammri stundu. Eftir að Slysavarnafélag Ísland kom til sögunnar breyttist margt og með þeim tækjum, sem það bjó yfir. Björgunarsveitin Þorbjörn var stofnuð 29 jan. 1928 og u.þ.b. 4 mánuðum seinna fékk hún sína eldskírn því þá björguðu hún 38 mönnum af frönskum torgara út á Hrauni. Örksömmu eftir að síðasti maðurinn var dreginn í land brotnaði skipið í öldurótinu.
Þessi strönd hefur marga sögu að geyma og sumar þungar. Mér dettur t.d. í hug þegar færeyska skútan Anna frá Tóftum fórst hér. Það var 4. apríl 1924 að menn, sem gengu í fjörunni, fundu brak og það leyndi sér ekki að skip hafði farsit. Fyrsta kvöldið fannst lík og fleiri eftir það. Brak af skútunni fannst skammt utar. Næstu dag avar gengið um fjörur og hinir dánu flutti utan sjó til byggða. Það var ákaflega þungt yfir þessa daga.
Einn morguninn vakti pappi sálugi mig og sagði aðég þyrfti að fara vestur meðs tröndinni að leita. Ég færðist undan þessu, en hann sagði að þetta yrði að ske áður en færi að falla að. Ekki var um annað að hlíða. Þórhallur yngri bróðir minn fór með mér.
Þegar mér var litið niður í föruna á stórgrýttum kampi sá ég mannsfót. Við fórum niður og þá lá líkið í djúpri holu. Fóturinn stóð upp úr. Eftir nokkra erfipðleika náðum við þeim dauða upp úr. Hann var fatalaus, hafði verið stór maður með svöðusár á enninu. Loksins tóks okkur að ná honum upp. Þegar upp á fjöruborðið kom lögðum við manninn til. Ég sneri við honum baki og ætlaði að halda áfram eftir fjörunni. Þá greip mig mikill ótti svo ég tók strikið upp eftir heiðinni og beint heim.
Í nefinu fyrir framan okkur strandaði 1924, fjórum mánuðum fyrr en Anna frá Töfte strandaði, þá strandaði þýskur togari, Slúturp hét hann. Þetta var hans fyrsta ferð og sigldi á fullri ferð upp á malarkampinn. Salt var í honum og stóð hann réttur. Þegar fór að bresta út settu skipsmenn út stiga og gengu þurrum fót í land. Togarinn gaf Reyknesingum mikið af kolum. Þetta strand var í sjálfu sér ekkert harmað. Það meiddist enginn. Farið var með skipsmennina á hestum út í Járngerðarstaðahverfi. Skipstjórinn var mér minnistæður, ákaflega feitur maður. vegna þess að kampurinn var ósléttur var að brúa kampinn með timburrörum svo hægt væri að koma honum yfir heilu og höldnu. Ekki hefur verið auðveldara með björgun en úr þessu strandi.

Staðarhverfi

Staðarhverfi.

Árið 1933 var hér hörmulegt strand, aðeins hérna utar, í Alnboga. Þar strandaði Skúli fógeti. Af honum var  bjarga 24 mönnum en 13 fórust. Um nóttina var mjög vont veður, kafaldsbylur, snjóaði mikið og hvassvirði. Ekki sá út úr augum.
Björgunarsveit frá Reykjavík lagði af stað vegna sambandleysis við Grindavík, en komst varla. Björgunarmenn fóru héðan og komu á strandsstaðinn um kl. 05:00 um morguninn. Aðkoman var ömurleg, hátt var í sjó og miðjan á skipunu og brúin voru að mestu í kafi. Björgunarsveitin kom fyrir sínum tækjum. Á mjög skömmum tíma tókst að bjarga eftirlifendum til lands. Þá voru 13 menn dánir. Þeir sem komust á hvalbakinn björguðust allir. Hvað eftir annað gengu holskeflur yfir hvalbakinn og af og til sáust menn hanga utan á hvalbaknum, en alltaf tókst að draga þá inn aftur. Tveimur mönnum aftan á skipinu tókst á milli stórsjóa að komast fram á hvalbakinn og björguðust. Talar var um það að björgunarmennirnir hefðu þarna unnið mikið afrek.
Ef við förum svo hér nokkuð vestar, vestur fyrir Háleyjar, þá strandaði þar botnvörpungurinn Jón Baldvinsson. Það var 31. mars 1955. Þar var 42 mönnum bjargað. Björgunarsveitin var mjög fljót á vettvang enda þótt þeir hafi þurft að bera tækin alllanga leið. Aðstaða til björgunar var góð því báturinn hafði farið upp undir berg, en hins vegar var veltubrim og stórsjóir gengu yfir hann. Mennirnir voru dregnir í land og fljótlega veltu brimskaflarnir Jóni Baldvinssyni á hvolf.

Clam

Clam á strandsstað.

Færum aðeins vestar og þá vestur fyrir litla vitann. Þar strandaði olíuskip, Clam held ég að hafi heitið. eitthver stærsta skip sem strandað hafði á Íslandi um 10.000 tonn að stærð. Verið var að draga það frá Reykjavík áleiðis til Englands. Ekki var vont veður. Þegar kom hér við Reykjanesið slitnaði dráttartauginn og það rak að  landi. Skipið strandaði nokkrum mínútum áður en björgunarsveitina bar að. Lágir sjóir skullu á það. Svo óheppilega vildi til að menn þustu í tvo björgunarbáta. Yfirmenn skipsins lögðu brátt bann við að menn færu í bátana, en ekki var hlustað á það. Þegar bátarnir voru fullir rak bátana og hvolfdu. Allri drukknuðu, nema tveir menn sem sjórin kastaði upp á bergsillurnar. Eftri einum þeirra varð að síga. Vel gekk að bjarga hinum, sem um borð í skipinu voru. Þetta voru Englendingar og Kínverjar. Mér var sagt að álíka margir hefðu farist af hvoru þjóðerni. Þarna var 24 mönnum bjargar að ég tel 54. Skipið var þarna lengi vel á eftir, en nú sést ekkert til þess lengur.
Búðarklettur frá Hafnarfirði strandaði hér utan við í vondu veðri. Skipverjar björguðust, en tveir farþegar um borð fórust. Öðlingur, lítill bátur af Stokkeyri, rak þarna upp, en hann var mannlaus. Hann hafði verið yfirgefinn utan við Stokkseyri í vopndu veðri og brotnaði undir Hrafnkelsstaðabergi. Bátur frá Vestmannaeyjum var á veiðum grunnt undan Háleyjum þegar kviknaði í honum. Áhöfnin gat stímað honum í land og allir björguðust.
Síðasta opna skipið sem fórst héðan úr Staðarhverfinu var á vetrarvertíðinni 1915. Það var tvíróið þennan dag, gekk á með éljum. Báturinn fór út til að leggja þorskanetum. Sást til hans undir seglum. Nokkru síðar skall á él og báturinn sást ekki meira. Ellefu menn voru um borð, þ.á.m. þrír bræður, synir Árna Jónssonar, sem bjó hér í Staðarhverfinu þá.
Hér hafa orft orðið hrakningar þegar einuns var hægt að treysta á árar og segl. Brimað gat á nokkrum mínútum. Þá var oft erfitt því ekki var árennilegt að fara hér í gegn. Þá urðu menn að leggja á sundin upp á líf og dauða. Stundum heppnaðist þetta, en ekki alltaf. Hrakningsveður mikil gátu verið hérna. Eitt sinn 1916 var róðið héðan í rennisléttu veðri og hægum andvara. Þá skall á norðanveður eins og hendi var veifað. Einn náði höfn. Aðrir bátar hröktust hér fyrir utan og náðu sumir landi í Víkunum hingað og þangað út eftir, nema fjórir. Þá hrakti út fyrir litla vitann og röstin tók við þeim. Þá vildi til að skúta frá Reykjavík, Ester, var stödd þar fyrir utan. Áhöfnin bjargaði bátsverjum af hinum hröktu skipum. Það var mikið afrek því sjálft var Ester ekki nema 100 tonn.
Næstu dagar voru þungir hjá Grindvíkingum eða allt þar til Ester sigldi inn á víkina með áhafnirnar.
Lífsbaráttan setti mark sitt á mannlífið í Staðarhverfi, einkum á kvenfólkið. Sérstaklega gat þetta verið erfitt fyrir mæðurnar. Þegar útlið var sem erfiðast héldu þær konur sig ekki mikið innan um aðrar, fóru einförum, háðu sína baráttu sína út af fyrir sig.
Sjá meira HÉR.

Heimild:
-Jökull Jakobsson gengur með Einari Kr. Einarssyni um Staðarhverfi í Grindavík. Frá 3.febrúar 1973
.

Drumbdalastígur

Eftirfarandi er frásögn Gísla Sigurðssonar um leiðir í Krýsuvík. Hér lýsir hann Drumbdalastígnum og leiðum að honum frá Krýsuvík…

Bæjarfell

Bæjarfell.

“Við höfum verið við guðsþjónustu í Krýsuvíkurkirkju. Við höfum notið góðgerða á heimili kirkjuhaldarans. Við kveðjum þá alla með virktum. Komnir fram á hlað ráðum við ráðum okkar, því um tvær leiðir er um að ræða. Við tökum þá sem liggur austur úr túni, enda verðum við samferða Norðurkotsbóndanum. Við förum ofan traðanna og yfir Dalinn í Norðurkotstraðir og eftir þeim. Norðurkotsbóndinn fer heim til sín, en við höldum austur og innar með Bæjarfelli. Erum áður en langt um líður komin að garði er liggur ofan úr fellinu og út á Rauðhólsmýrina, er garður þessi átti að liggja norðan og ofan við Litla-Nýjabæ, en verkinu lauk þarna úti í mýrinni. Þegar komið er alveg norður fyrir fellið verður fyrir okkur steinn mikill og n okkrar rústir kringum hann. Hér er Hafliðastekkur, en hvenær sá Hafliði bjó hér og hafði hér stekk er ekki að vita. Héðan stefnum við svo norður og upp mýrina austan við Skugga og þar upp á hálsinn.

Krýsuvík

Krýsuvík – Arnarfell (t.v.) og Bæjarfell.

Við erum þá aftur stödd heima á hlaði í Krýsuvík. Og nú höldum við vestur um Dal í túninu og þar vestur úr Vesturtúngarðshliði og erum áður en varir komin á Alfaraleiðina gömlu, upp á Bæjarhálsi og höldum eins og leið liggur vestur yfir melana að Svartakletti, vestur frá honum norðan við Einbúa og þar upp á Hálsinn og erum þá komin að Stóra-Drumb.

Höldum svo norður um ofanverða Drumbsdali og yfir hálsinn hjá Litla-Drumb. Leið þessi nefnist Drumbsdalastígur. Þegar þangað kemur sveigir gatan nokkuð til norð-austurs og niður að læk. Þá er vert að staldra við. Ég var svo heppinn fyrir nokkru, að fá í hendurnar kort, sem út var gefið 1931 af Bókmenntafélaginu, eins og þar stendur “af Hinu íslenska bókmenntafélagi”.

Bæjarfell

Bæjarfell – tóft.

Þegar ég leit á þetta kort og tók að lesa örnefni og fleira, hvað er það þá sem ég rekst á? Ekkert minna en að leiðin sem við erum að fara um, þegar kemur norður fyrir Litla-Drumb. Hún nefnist S V E I F L A: Og þá höfum við fundið hvers vegna Austurhálsinn er kenndur við, en eins og þið vitið nefnist hann SVEIFLUHÁLS: Vil ég einnig minna á að hálsarnir hér eru á korti Ólafs Ólavíusar, kallaðir Móhálsar og leiðin hér, kirkjugatan frá Vigdísarvöllum er þar nefnd MÓHÁLSASTÍGUR. Einnig eru hálsarnir nefndir Núpshlíðarháls (Vesturháls) og Sveifluháls (Austurháls) eins og áður greinir.

Drumbdalastígur

Drumbdalastígur.

Við höldum svo niður af hálsinum að Kringlumýrarlæk og austur með honum að vaði yfir hann. En áður en við höldum áfram er ómaksins vert að koma við þar sem lækurinn fellur vestur af og niður. Þar fellur hann um móbergsklappir. Hefur hann, þó lítill sé, grafið gil í móbergið og skilið þar eftir sig þvílíkan skúlptúr að aðdáunarvert er. Brestur mig orð til að lýsa hvílíka fegurð þar er að finna. En sjón er sögu ríkari og komið þið með með og skoðið listaverk þessa litla lækjar.
Við höldum svo niður af Hálsinum í dalinn milli Móhálsanna og yfir að Vigdísarvöllum. Það er af Vigdísarvöllum að segja, að um aldir var þar selstöð frá Þorkötlustöðum í Grindavík. Var selstaðan látin í té fyrir skipsuppsátur á Þorkötlustöðum. 1834 segja kirkjubækur fyrst frá því, að þar sé ábúandi, leiguliði frá Krýsuvík. Bali aftur á móti er ekki byggður fyrr en 1845 og er í byggð fram til 1870. En Vigdísarvellir voru í byggð fram um aldamótin síðustu. Um æði margar gönguleiðir er að ræða frá Vigdísarvöllum.”

-Handrit Gísla Sigurðssonar – Landslag og leiðir – Útvarpið – Gönguleiðir út frá Krýsuvík.

Drumbdalastígur

Drumbdalastígur.

Kleifarvatn

Pálmi Hannesson skrifaði fróðlega grein um Kleifarvatn í Náttúrufræðinginn árið 1941. Hér má sjá hluta hennar:

KLEIFARVATN

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Sumarið 1930 rannsakaði ég Kleifarvatn eftir tilmælum dr. Bjarna Sæmundssonar. Tilgangur rannsóknanna var sá að afla nokkurrar vitneskju um lífsskilyrði í vatninu, eðli þess og gerð, en það vex og minnkar til skiptis, eins og kunnugt er, og hafa menn verið harla ófróðir um orsakir þeirra breytinga. Í þennan tíma var eigi bílfært nema skammt eitt suður frá Hafnarfirði, og gat ég því eigi komið við þeim tækjum, er ég hefði helzt kosið. Ég keypti norskan bát, fjórróinn, og lét flytja hann suður að vatninu með allmiklum erfiðismunum. Á bátinn lét ég festa tvær litlar vindur (spil), aðra fyrir línu, til þess að mæla vegalengd frá landi, en hina fyrir lóðlínu.

DÝPT

Kleyfarvatn

Kleifarvatn – dýpi.

Höfuðverkefni mitt var það að fá vitneskju um dýpi vatnsins og botnlag, enda hafði hvorugt verið rannsakað áður, svo að kunnugt væri. Alls mældi ég dýpi á nálega 100 stöðum, og reyndist það býsna tímafrekt með þeim útbúnaði, er ég hafði, því að torvelt var að mæla, ef á vatninu var nokkur alda að ráði. Niðurstaðan af mælingunum er í stuttu máli þessi: Vatnið er yfirleitt mjög djúpt eftir stærð og víðast mjög aðdjúpt, einkum undir Sveifluhálsi. Megindýpið liggur eftir vatnsfætinum endilöngum, samhliða hálsinum og nærri honum. Er það þannig að skilja, að hlíð hans gengur niður undir vatnsflötdnn óbrotin af öðru en vagli því eða þrepi, sem öldurótið hefir skapað. Mest dýpi í vatninu, 87,5 m, mældist út frá Syðri-Stapa, aðeins 200 m frá landi. En þar er megindýpið mjóst, því að Stapinn þrengir að því sín megin, en frá hinu landinu gengur grunn lengra út en í mitt vatnið. Sunnan við þessa mjódd breiðist megindýpið út, og er vatnsbotninn suður þaðan nokkuð regluleg skál með jöfnu aðdýpi og þó allmiklu, allt suður undir Geithöfða. Þó verður þar um 50 m. hár hamar, er gengur suður frá Syðri-Stapa nokkuð úti í vatninu.
Kleifarvatn liggur þannig í lokuðum dal og fyllir dalbotninn. Vatnsflóturinn er um 9,5 km2, og er þá mælt eftir uppdrætti herforingjaráðsins danska, sem gerður er samkv. mælingu frá 1908, en þá var mjög hátt í vatninu. Árið 1930 var vatnið allmiklu minna. Þá var þurr fjara framan við Innri-Stapa, norður vík vatnsins, Lambhagatjörn, þurr með öllu, svo að hvergi sá þar vatn, en að sunnan vatnaði aðeins inn fyrir tangana, sem afmarka víkina, er gengur upp að Nýjalandi. Telst mér svo til, að þá hafi flatarmál vatnsins verið um 8,65 km2 eða nærri 90 ha minna en þá, er mest er í vatninu.

BOTN

Kleifarvatn

Kleifarvatn – botnhverir.

Í öllu megindýpi vatnsins er leirbotn og raunar víðast þar, sem dýpi er 15 m eða meira. Út frá Syðri-Stapa eru þó hamrar og stórgrýti að minnsta kosti niður á 40 m dýpi. Leirinn á vatnsbotninum er límkenndur og mislitur, víðast gráblár eða grár, en sums staðar þó svartur, rauðleitur eða mógulur. Hann reyndist að langmestu leyti ólífrænn, enda mun hann vera veðrað móberg og hafa borizt í vatnið með vindi og í leysingum. Ofan á sandinum er víðast mógrátt lag eða himna, og kveður þar mest að lífrænum efnum, rotleifum og eskilögnum. Í víkunum undir Sveifluhálsi er dökkur vikursandur, léttur og hvarflandi fyrir öldugangi. Við báða enda vatnsins og víkina sunnan við Lambhaga er kastmöl í fjörum og út þaðan í vatnið. Hefir öldurótið orpið henni upp í granda og malargarða.

FJARA
Við suðvesturlandið er fjaran víðast föst, og er þar víðast grjót, en sums staðar klappir.Svo er og við stapana báða, Lambatanga, Geithöfða og Lambhaga, nema hvað þar eru hamrar víðast. í víkunum beggja vegna við Syðri-Stapa er dökkur vikursandur mjög laus, en malarfjörur við vatnsendana, eins og áður getur.

HITI

Kleifarvatn

Hverir við Kleifarvatn.

Þá daga, er ég dvaldist við vatnið, neyndist yfirborðshiti þess um 10° C eða mjög hinn sami og meðalhiti loftsins í júlímán., enda breyttist hann með lofthitanum. Botnhiti á megindýpinu mældist 4,6° C, en á grunnunum tæp 9° C. Hitavarp (Sprungschicht) virtist eigi greinilegt, en þó lækkaði hitinn mest á 20 —30 m dýpi. Ekki var þó unnt að rannsaka þetta til hlítar né mæla botnhita á mesta dýpinu, því að mælitækin, sem raunar voru af vanefnum ger, ónýttust fyrir óhapp, er til vildi, áður en slíkt mætti verða.
Tveir hverir að minnsta kosti koma upp í vatninu, báðir í því sunnanverðu, er annar skammt norður frá Lambatanga, en hinn austan við Geithöfða, nærri landi. Virðast þeir hafa hlaðið um sig hóla á vatnsbotninum og kemur allmikið vatn upp úr þeim. Hita gætir þó eigi nema örskammt út frá þeim og aðeins í yfirborði, enda hafa þeir engin áhrif á hita vatnsins í heild. Sumarið 1930 vatnaði yfir hveri þessa, en þó eigi meira en svo, að bátur flaut ekki yfir þann eystri, og rauk þar upp úr vatninu, þegar loft var kyrrt og rakt. Árið 1932 voru þessir hverir komnir upp úr vatninu.

AÐRENNSLI OG VATNSKOSTIR

Kleifarvatn

Afrennsli í Kleifarvatn frá Seltúni og Hveradal.

Svæði það, er veitir vatni Kleifarvatns, er ca 30 km-, enda hefir vatnið ekkert fast aðrennsli ofan jarðar. Lækjarkorn eitt rennur þó að jafnaði sunnan í það, en sumarið 1930 þornaði þessi lækur upp áður en hann næði vatninu. Hann kemur frá hverasvæðinu hjá Seltúni og er nokkuð mengaður brennisteinssamböndum. Allt umhverfis vatnið má kalla gróðurleysur, nema að suðvestan, en þar liggja engjalönd frá Krísuvík. Mjög lítið af áburðarefnum, einkum köfnunarefni, mun því berast í vatnið, enda er það ófrjótt. Sjóndýpi mældist ca 8 m norðanvert í vatninu, en ca 4,5 í því sunnanverðu, og hygg ég, að þar kenni brennisteinssambanda (kclloida) frá hverunum.

GRÓÐUR OG DÝRALÍF
Botnfastur gróður í vatninu er nær einvörðungu bundinn við grunnin, en þar eru talsverðar græður af Chara allt út á 10 m dýpi. Annarra plantna gætir lítið. Allstórir blettir eru þó á víð og dreif gróðurlausar með öllu, og yfirleitt eru plönturnar heldur þroskalitlar, enda mun köfnunarefni skorta. Grunnin og þeir aðrir hlutar vatnsins, þar sem botngróður getur þrifizt, munu varla vera meira en ca 180 ha, þegar ekki eru taldar víkurnar við vatnsendana, er þurrar voru vorið 1930. Á grunnunum er allmikið um vatnabobba (Limnaea psregcr), einkum nærri landi, þar sem grýtt er. Mest virðist mér kveða að þeim sunnan til, og nálægt hverunum voru þeir mjög margir. Eigi fann ég önnur botndýr, en þó nokkuð af hömum og hýsum eftir skordýralirfur, bæði í vatninu sjálfu og vogrekum úr því. Aftur er mikil mergð hornsíla í vatninu og mörg stórvaxin. Mjög mörg þeirra voru með bandorm (schistccephalus), svo að ég hefi hvergi annars staðar slíkt séð. Veltust þau hundruðum saman við fjörurnar dauðvona með orminn hálfan út úr kviðnum. Heyrt hefi ég, að eitt sinn hafi lifandi silungur verið fluttur í vatnið, en hans sér nú engin merki. Svifdýr eru fá, einkum virðist einstaklingafjöldinn lítill í samanburði við önnur vötn, og eigi fann ég nema hinar algengustu tegundir svo sem Bosmiina obtusirostris, Cycliops strenuus og Diaptcmus glacialis. Fjörubeltið er tiltakanlega lífsvana, og veldur þar vafalaust miklu, að vatnið vex og minnkar frá vori til hausts og ári til árs. Nokkurt mý var við vatnið og fáeinar vorflugur. Sundfuglar dvöldust þar ekki að jafnaði, en nokkrar stokkendur komu þangað öðru hverju sem gestir.

VATNSHÆÐARMÆLINGAR

Kleifarvatn

Indíánin í Kleifarvatni – kemst stundum á þurrt.

Áður en ég fór til rannsóknanna fékk ég mér nokkur merki til þess, að unnt væri að mæla vatnshæðina og fylgjast með þeim breytingum, sem á henni verða. Eftir allmikla leit að hentugum stað, setti ég merki þess í klett í Syðri-Stapanum. Lítil vík gengur inn í stapann frá norðri, klettum kringd, og eru merkin utarlega við víkina að austan. Þau eru fimm naglar, sem reknir eru inn í móbergið og surhjir festir með brennisteini. Efst er járngaddur, laust fyrir ofan efstu sýnilgeg flóðmörk, þá eirfleinar tveir og neðst tveir járnnaglar.
Það er gamalt mál, að í Kleifarvatni gæti flóðs og fjöru og komi hvorttveggja á 40 ára fresti þannig, að vatnið vaxi í 20 ár, en minnki í önnur 20. Tvenn merki höfðu menn til þessa. Annað er það, að Krýsvíkingar fóru með kaupstaðarlestir sínar fram með vatninu, þegar þar var fært með hesta, en þar er ófært talið nema fara megi fjöru framan við Innri-Stapa. Hitt merkið er engiland frá Krýsuvík, sem liggur sunnan við vatnið og fer í kaf, þegar hæst er í því. Má gera ráð fyrir því, að Krýsuvíkurmenn hafi gefið gaum að þessum merkjum, og er því líklegt, að munnmælin um vatnið hafi við rök að styðjast. Guðmundur Jónsson, sem síðastur bænda bjó að Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík, sagði mér það, sem hér fer á eftir:

Kleifarvatn

Við Kleifarvatn.

Árið 1880 fluttist Árni sýslumaður Gíslason að Krýsuvík. Var vatnið þá talið minnkandi, en þó mikið. Engjarnar voru komnar upp, en fífugróður þar svo mikill, að á Nýjalandi „fékkst vel á engjalest”, og bendir gróðurfar þetta til þess, að engjarnar hafi verið komnar undan vatni fyrir nokkrum árum.
Árið 1895 fluttist Guðmundur að Nýjabæ. Var vatnið þá talið vaxandi, og ófært fyrir Stapann. Ekki vissi Guðmundur, hvenær vatnið hefði orðið minnst milli 1880 og 1895, en taldi þó, að það hafi alltaf verið fremur mikið á því tímabili og vafasamt, hvort þá hafi verið fært fyrir Stapann, enda var tíðarfar kalt og votviðrasamt á þeim árum.
Eftir 1895 óx vatnið jafnt og þétt, og fóru Krýsuvíkurengjar í kaf árið 1907 eða 1908. Telur Guðmundur, að vatnið hafi komizt hæst árið 1912, en tekið síðan að lækka, og árið 1916 komu engjarnar aftur upp úr. Eftir 1920, einkum eftir 1924, hyggur hann að mestu hafi munað um lækkunina, en ekki var þó farið fyrir stapann fyrr en 1929, en þá var komin þar allgóð fjara, svo að hann telur líklegt, að þar hafi verið fært 1—2 árum fyrr. Á uppdrætti herforingjaráðsins er vatnsborðið talið 135,00 m yfir sjó árið 1908, en ekki mun sú ákvörðun alls kostar nákvæm.
Eftir samanburðarmælingum, sem Jón Víðis hefir gert, stóð vatnið 132,44 m yfir sjó árið 1930, en 131,67 m árið 1932, þegar það var lægst. Samkvæmt þessu hefir vatnið staðið 3,33 m hærra árið 1908 en árið 1932, en eftir 1908 hækkaði það enn til 1911 eða 1912, og má því ætla, að munurinn á mestu og minnstu hæð þess hafi verið 4,0—4.5 m.
Árið 1926 tók Emil Jónsson, vitamálastjóri, mynd við vatnið, og mátti af henni marka hæð vatnsins þá með mikilli nákvæmni. En síðan 1930 hefir vatnshæðin verið mæld árlega og sum árin oftar en einu sinni. Mælingarnar annaðist Emil Jónsson frá 1932 —1938, en vegamálastjórnin eftir það. Það gefur að skilja, að þessar mælingar séu of fáar til þess, að af þeim megi draga miklar ályktanir um breytingar vatnsins, hversu þær gerist eða hve lengi hver umferð (cyclus) standi. Þó sýna þær, að vatnið hefir ekki vaxið jafnt hin síðari ár, heldur í stökkum með kyrrstöðu á milli eða jafnvel afturhvarfi. Þannig hækkaði vatnsborðið um 212 cm frá 1932—1934, stóð svo í stað til 1935, en lækkaði síðan á næsta ári um 107 cm. En heimildir þær, sem hér hefir verið getið, benda til þess, að hið síðasta breytingaskeið vatnsins hafi verið um 40 ár, eins og munnmælin herma, og má því ætla, að þau styðjist við athuganir. Að minnsta kosti má telja víst, að vatnið hafi orðið mest árið 1911 eða 1912, en farið síðan minnkandi til 1932.

ORSAKIR VATNSBORÐSBREYTINGA

Kleifarvatn

Kleifarvatn um Stapana.

Ýmsar tilgátur hafa komið upp um það, hvað valda muni þessum breytingum á vatninu, og mun sú almennust, að það hafi afrennsli neðanjarðar gegnum gjár eða hella, er ýmist teppist eða lokist einhverra orsaka vegna. Sumir hugsa sér þetta afrennsli sem einhvers konar sogpípu, er taki að verka, þegar vatnið er hæst, en fyllist lofti, þegar í því lækkar. Ekki virðast mér þessar skýringar næsta sennilegar, og kennir þar raunar misskilnings á eðli stöðuvatna. Mun því rétt að ræða þetta mál nánar og freista þess að finna skýringu, er við megi hlíta, að minnsta kosti sem undirstöðu frekari rannsókna.
Kunnugt er, að Kleifarvatn vaxi á vetrum, en minnki á sumrum, hvað sem hinum langvarandi breytingum líður. Guðmundur í Nýjabæ sagði mér, að þegar bátt væri í vatninu, gengi það hærra á Krýsuvíkurengjar á vetur en sumar, og er fjara tæki. kæmu engjarnar upp úr að sumrinu aðeins, en hyrfu undir vatn á veturna fyrst í stað. Sumarið 1931 mældum við Emil Jónsson lækkun vatnsborðsins frá efstu fjörumörkum um vorið til 15. júlí, og nam hún 70 cm. Síðari mælingar sýna og, að vatnið minnkar frá vori til hausts. Þannig lækkar vatnsborðið um 20 cm frá 18. maí til 25. cm. árið 1938, en árið 1936 lækkar það um 20 cm frá 16. júlí til 16. ágúst, eða nærri því um 0,6 cm á sólarhring að meðaltali.
Kleifarvatn er ekkert einsdæmi að þessu leyti, heldur eiga öll afrennslislaus vötn sammerkt í því, og er munurinn á vatnsborðinu vor og haust sums staðar miklu meiri, t. d. í ýmsum smávötnum á hálendinu. Þar hefi ég mælt fulla 6 m frá vatni að efstu fjörumörkum ársins. Skýringin á þessum árlegu vatnshæðarbreytingum virðist mér í stuttu máli þessi:
Afrennslislaus stöðuvötn eru hluti af jarðvatninu og verða þar, sem jarðvatnið liggur ofar en yfdnborð jarðar. Vatnsborð þeirra er því raunar jarðvatnsborðið sjálft. Nú nærist jarðvatnið á úrkomum;, þeim hluta hennar, sem ekki gufar upp eða rennur fram ofanjarðar. Jarðvatnsborðið hækkar því í úrkomum, en lækkar í þurrkum. Sama máli gegnir þá um afrennslislaus vötn Þau hækka því að jafnaði yfir veturinn, en lækka yfir sumarið. Á hálendinu verður þessi árstíðamunur meiri en á láglendinu, því að þar geymist vetrarúrkoman að mestu sem snjór, er leysir á skömmum tíma á vorin. Vötnin verða því mest, er leysingum lýkur.

Kleifarvatn

Við Kleifarvatn.

Hver er þá orsök hinna langvarandi vatnsborðsbreytinga? Samkvæmt þeirri skoðun, sem hér hefir verið lýst, verður að ætla, að þær stafi af langvarandi breytingum á úrkomu. Ekki er mér kunnugt um, að slíkar úrkomubreytingar hafi verið rannsakaðar hér á landi, en svo ber við, að erlendir fræðimenn hafa fært að því veigamikil rök, að þær eigi sér stað.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Maður er nefndur Bruckner. Hann rannsakaði afrennslislaus vötn á meginlandi. Evrópu og komst að þeirri niðurstöðu, að þau tækju langvarandi breytingum líkt og Kleifarvatn. Þessar breytingar reyndust misjafnlega miklar á hinum ýmsu vötnum, þannig að sum hækkuðu og lækkuðu meira en önnur, en öll fylgdust þau að, og reyndust breytingaskeiðin um 35 ár að meðaltali. Jafnframt rannsakaði hann skýrslur um veðurfar og sýndi fram á, að frá því um 1700, er slíkar skýrslur hefjast, og fram undir síðustu aldamót hafa jafnan skipzt á þurr tímabil og rök. Reyndust þurrkatímarnir 17 ár að meðaltali og votviðraskeiðin 18, en umferðin öll 35 ár. Við samanburð kom í ljós, að vötnin fylgdu veðráttunni, uxu á votviðratímunum, en minnkuðu á þurrviðristímunum. En sagan er ekki fullsögð enn. Bruckner og aðrir héldu rannsóknunum áfram, og kom þá í ljós, að þessara breytinga gætti í öllum heimsálfum, ekki aðeins í afrennslislausum vötnum, heldur í öllum vötnum og ám, jöklum og jafnvel úthafinu sjálfu. Vitanlega hafa þessar rannsóknir verið vefengdar, en almennt eru þó niðurstöður þeirra taldar góð latína meðal jarðfræðinga. Verður því að ætla, að þær eigi við hér á landi sem annars staðar. Þess er þó að geta, að langvarandi vatnsborðsbreytingar eru ekki kunnar hér nema frá Kleifarvatni einu, en auðvelt er að færa rök að því, að menn hafi fremur veitt þeim athygli þar en annars staðar. Kleifarvatn liggur fast að byggð. Þegar það vex tekur það engjar af og alfaraveg, en er það lækkar, þorna allstór svæði við enda þess ibáða, og fær slíkt ekki dulizt fyrir kunnugum. Önnur afrennslislaus vötn eru aftur lítil flest eða fjarri byggðum, svo að þeim hefir verið minni gaumur gefinn. Hins er og að geta, að eftir munnmælunum eiga tjarnirnar hjá Straumi í Hraunum að hækka og lækka að sama skapi sem vatnið. Guðmundur í Nýjabæ kvaðst hafa tekið” eftir því, að þetta væri rétt, ög auk þess taldi hann að vötnin hjá Krýsuvík, Grænavatn og Gestsstaðavatn, væru sams konar breytingum báð, en breytingarnar væru þar minni en í Kleifarvatni í sömu átt benda athuganir, sem ég hefi gert við Rauðavatn í Mosfellssveit. Árið 1931 setti ég þar merki, og næstu árin virtist vatnið breytast á sama hátt og Kleifarvatn, aðeins í minna mæli. En síðan 1937 hefi ég ekki getað fundið merkið, og mun það hafa verið tekið. Varð því ekki af mælingum eftir það.
Samkvæmt munnmælunum, er breytingaskeið Kleifarvatns 5 árum lengra en tímabil Bruckners, en ekki er ósennilegt, að þar skeiki munnmælunum, enda þótt þau séu rétt í meginatriðum, og telji þau breytingaskeiðið fremur í fullum áratug en hálfum. Ekki skiptir það heldur máli, þó að síðasta hækkunarskeið vatnsins hafi reynzt 20 ár, því að sumir votviðrakaflar Bruckners voru svo langir.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Hér virðist því, að öllu athuguðu, fengin viðunandi skýring á breytingum Kleifarvatns. Vitanlega verður þó að halda rannsóknum áfram, unz úrskurður fæst, og þarf að mæla jöfnum höndum úrkomuog vatnshæð. Varla mun mega mæla sjaldnar en einu sinni í mánuði, enda er slíkt sæmilega auðsótt, þar sem ágætur vegur er kominn að vatninu.
Ekki er unnt að skiljast við þetta mál, án þess að geta um merkilega athugun, sem Ólafur Friðriksson hefir gert við Kleifarvatn. Árið 1938 kom hann að ósnum, sem verður milli aðalvatnsins og víkurinnar í norðurenda þess, Lambhagatjarnar. Sá hann þá, að straumur er í ósnum, og rennur úr vatninu inn í víkina. Ég hefi síðar gengið úr skugga um, að þetta er rétt, og er ósinn raunar lygn lækur eða stokkur. Af þessari athugun dró Ólafur þá ályktun, að í víkinni væri einhvers konar svelgur, er kyngdi jafnmiklu og inn streymdi um ósinn.
Árið 1930 var Lambhagatjörn þurr með öllu. Gekk ég þá um botn hennar allan. Það er sléttur leirbotn, og sér þar engin merki svelgs né annars afrennslis. Eftir það lækkaði vatnið enn í tvö ár, eins og áður segir, og hlýtur annað að hafa valdið þeirri lækkun en leki á botni Lambhagatjarnar. Ef menn fallast á þá skoðun, að Kleifarvatn sé hluti af jarðvatninu, er næsta ósennilegt, ef ekki óhugsandi, að hað hafi annað afrennsli en rennsli jarðvatnsins sjálfs, því að glufur og gjár, sem kynnu að vera í bergið undir því og umihverfis, hljóta að vera fullar af vatni upp að jarðvatnsborðinu, og gera verður ráð fyrir því, að rennsli jarðvatnsins sé mjög jafnt, nema hvað það hlýtur að vaxa eitthvað, ef jarðvatnið hækkar. Sogpípa kemur ekki til álita fyrir margra hluta sakir.

Kleifarvatn

Gengið um Litlu-Grindavík í Kleifarvatni þurrum fótum.

Kleifarvatn liggur í djúpri dalkvos milli bbrattra hlíða. Beggja vegna við það hlýtur því jarðvatnsiborðið að liggja allmiklu hærra en vatnsflöturinn og halla að honum. Jarðvatnið hlýtur því að streyma stöðugt til vatnslægðarinnar, en aðstreymi þess er ekki svo mikið, að það nægi til þess að fylla hana svo, að vatnið fái framrás ofanjarðar. Hins vegar hallar svo stóru svæði að vatninu, að óhugsanlegt er, að uppgufun frá vatnsfletinum hamli á móti aðrennslinu. Vatnið hlýtur því að hafa afrennsli neðan jarðar, og það afrennsli er rennsli jarðvatnsins. Nú getur jarðvatnið ekki fremur en annað vatn runnið þangað, sem hærra vatnsborð er fyrir, en þannig er háttað beggja megin við Kleifarvatn, eins og áður segir. Hæð Grænavatns og Gestsstaðavatns sýnir, að sama máli gegnir um lægðina suðvestur frá vatninu. Afrennsli vatnsins hlýtur því að vera til norðausturs, undir skarðinu, sem verður milli Lönguhlíðar og Sveifluháls. Í Kleifarvatni öllu er því straumur til norðausturs — straumur jarðvatnsins. Þegar vatnið er svo hátt, að Lambhagatjörn sé þurr. Liggur afrennslið undir botni hennar. En ef vatn er í tjörninni, rennur fyrst inn í hana úr aðalvatninu, en síðan aftur út úr henni um norðausturfjöruna. Í ósnum hlýtur straumurinn að vera mestur, og þar má mæla afrennslið. Mjög væri fróðlegt að fá úr því skorið, hvort þetta afrennsli er jafnt eða ekki. Í miklum þurrkum er trúlegt, að uppgufunin úr vatninu verði meiri en aðrennsli þess, og ætti þá að renna úr tjörninni inn í vatnið, að minnsta kosti ætti straumurinn í ósnum að verða mjög lítill. Í júlí 1930 mældi ég vatnshæðina daglega, og virtist mér bún fara mjög eftir veðri. Mest var lækkunin 0,9 cm á sólarhring, og var þá hinn glaðasti þurrkur. Samkvæmt því hafa á þessum tíma horfið úr vatninu um 778 500 smálestir og svarar það til nærri 9 m3 rennslis á sekúndu. Er næsta ótrúlegt, að aðrennslið nemi, svo miklu.
Jarðvatnsborðinu hallar alls staðar að Kleifarvatni, nema að norðaustan, og hallinn er víðast mikill. Úrkomuaukning á því greiða leið að vatninu. Aftur liggur afrennsli þess gegnum þröngt skarð og eykst því ekki svo mjög, þó að vatnsborðið hækki, heldur stendur það fyrir líkt og stífla. Er ekki ósennilegt, að þetta skýri það, að Kleifarvatn virðist hækka og lækka meira en önnur vötn.”

Heimild:
-Náttúrfræðingurinn, 11. árg. 1941, 3.-4. tbl. bls. 156-168.

Kleifarvatn

Hellir við Kleifarvatn.

Eldvörp

Haldið var eftir gömlum skriðdrekaslóða norður eftir Bræðrahrauni með stefnu á Lat. Suðvestan hans er stærðarinnar hraundrýli, sem FERLIRsfélagar gengu fram á fyrir stuttu síðan. Það er um fimm metra hátt og op uppi í því miðju, en niður í það er u.þ.b. níu metra dýpi.

Hraundríli

Hraundrýli í Eldvörpum.

Gengið var með stiga síðasta áfangann. Drýlið er í einni gígaröðinni nyrst og skammt austan við Eldborgagígaröðina. Svo virðist að um gasuppstreymisop sé að ræða sem og klepragíg af innvolsinu að dæma. Að horfa niður er ekki ólíklegt að þar niðri kynnu að leynast göng, en tilgangurinn með þessari ferð var að skoða innviðina betur. Ekki eru mörg hraundrýlin hér á landi er bjóða upp á þessar aðstæður, en þó má finna slík á Reykjanesskaganum, s.s. í Hnúkunum (mjótt og um 6 m djúpt), á Strokkamelum í Hvassahrauni (minni) og Tröllabörnin undir Lögbergsbrekkunni við Suðurlandsveginn (breiðari). Þá má nefna Trinton við veginn milli Þingvalla og Laugarvatns.

Hnúkar

Hraundríli í Hnúkum.

Hraundrýli myndast oft á yfirborðsþekju hrauna við uppstreymisop þar sem lofttegundir, einkum vetni (H2), streyma upp, brenna, og rífa með sér hraunslettur. Hraunsletturnar falla sem kleprar umhverfis opið og mynda þannig holan kleprahrauk sem oft líkist einna helst ofni, samanber erlenda heitið á þessum myndunum, hornito. Það mun vera komið úr spænsku og merkir ofn. Algengast er að hraundrýli myndist nálægt eldgígum t.d. á gígbörmunum umhverfis hrauntjarnir í dyngjum eins og Selvogsheiði. Hraundrýli mynduðust einnig við gosið í Surtsey. Hraundrýli eru nokkuð algeng í hraunum og þá jafnvel langt frá gígunum eins og t.d. Tröllabörn í Elliðaárhrauni (Leitahrauni) neðan Lækjarbotna og í Aðaldalshrauni. Skammt frá þessu tiltekna hraundrýli í Eldborgarhrauni er tiltölulega (m.v. jarðsögulegan mælikvarða) nýslökknaður gígur og virkt hverasvæði.

Eldvörp

Í Eldvörpum.

Stiginn var látinn síga niður í hraundrýlið. Hann náði niður á brún þess, ca. þremur metrum ofan botnsins. Þegar niður var komið sást vel hvernig barmarnir voru; líkir klepragíg að innan, en þó fínlegri. Fjölbreytileg litadýrð blasti við. Ljóst var af ummerkjum að dæma að þarna hafði ekki nokkur lifandi vera stigið fæti áður. Ótrúlegt að á jafnfjölmennu og fjölförnu svæði og Reykjanesskaginn er, skuli enn vera til svæði þar sem enginn virðist áður hafa stigið niður fæti. Í lotningu fyrir að slíkt skuli enn vera fyrir hendi var drýlið nefnt því einfalda, en samt margslungna nafni Ó.
Gjall myndast við kvikustrókavirkni í basískum gosum en hún stafar af miklu útstreymi lofttegunda úr kvikunni efst í gosrásinni.

Tröllabörn

Myndun hraundrýla.

Við loftbólumyndunina í kvikunni léttist hún snögglega og hröðun hennar upp á við eykst mjög þannig að kvikan nær að þeyta kvikustrók hátt til lofts. Nái sletturnar að storkna áður en þær falla mynda þær frauðkennt gjall. Séu sletturnar aðeins hálfstorknaðar fletjast þær út og hrúgast upp sem skánir úr kvikuslettum eða kleprahrúgöld. Í svokölluðum blandgosum er um báðar þessar myndanir að ræða og myndast þá gjall- og klepragígar. Vegna hraðrar storknunar er yfirborð gjalls og klepra mjög glerkennt og storkan er blöðrótt. Þessar myndanir fá oft rauðleitan blæ vegna oxunar járnsambanda í storkunni. (Bætt hefur verið inn á FERLIRsvefinn nýjum tengli; Jarðfræði – glósur, en á honum má finna hinar ýmsu skilgreiningar um jarðfræðileg álitamál).

Eldvörp

Eldvörp – útfelllingar í hraundríli.

Af syllunni, það sem stiganum sleppti, var hægt að fella stærðar stein niður í dýpið fyrir neðan. Með því að halda sér í stigann og stíga á steininn var hægt að komast niður á botn. Þar blasti dýrðin við; opið að ofan og stuttar rásir til hvorrar handar; “Paradís jarðfræðingsins”. Vegna þess að engu hafði verið raskað mátti sjá fallegar brennisteinsútfellingar og stórbrotnar kísilmyndanir á syllum. Þessar myndanir höfðu greinilega fengið að dafna þarna í friði um alllangan tíma. Með því að standa þarna og virða fyrir sér fyrirbærin mátti í raun lesa jarðmyndunarsöguna, án bókastafa.
Stuttar og litlar rásir eru beggja vegna. Í rauninni gleymdist uppopið um sinn þegar jarðmyndanirnar voru skoðaðar. Fjallað hefur verið um göng og stigaverk í Þríhnúkahelli. Hér dygði stuttur stigi til að virða fyrir sér það sama í minni mælikvarða.
Þegar upp úr hraundrýlinu var komið sáust ljósin við Bláa lónið við í austri. Snjór þakti jörð og Þorbjörninn var skyndilega orðinn “gráhærður”. Ljóst er að nýta má betur svæðið í kringum “Lónið”.
Haldið var til baka – með stigann og minningarnar um einstakt hraundrýli í Eldborgarhrauni (Bræðrahrauni).
Frábært veður (miðað við árstíma) – Gangan tók 5 mín, en skoðunin tók tíu sinnum fimm mínútur.

Eldvörp

Gígur í Eldvörpum.

Festisfjall

Langflestar hæðir og ásar ofan Grindavíkur hafa fellsnefnur, en þó eru þar til einstök fjöll. Festarfjall (Festisfjall) er brimsorfin eldstöð þar sem um helmingur móbergsfjallsins er burt. Mikið er um hnyðlinga í hrauninu og einnig má sjá merki kvikublöndunar í berginu.

Festarfjall-27

Áður hafi FERLIR farið um Skálasand frá Lambastapa yfir á Hraunssand við Hraunsvík að Hrólfsvík, en nú var leiðin tilbakagengin með það að markmiði að skoða nánar hinar fjölbreytilegu og margvíslegu jarðmyndanir í þessum þverskornu merkilegheitum, sem Festarfjallið og Lyngfellið eru. Einungis er hægt að ganga fjörunar undir fellunum á lágfjöru, en gæta þarf vel að brimlagi og flóðahættu því auðvelt er að lokast inni á Skálasandi ef og þegar aðstæður eru óhagstæðar. Þá þarf að varast að ganga og nálægt berginu vegna stöðugs grjóthruns.
Á jarðfræðikorti ÍSOR er Festarfjallið talið einn af athyglisverðari stöðum á Reykjanesskaganum: “Óvenjulegt er að sjá þverskurði af móbergsfjöllum eins lýsandi um innri gerð þeirra og í Festarfjalli. Þar hefur sjávarrof verið að verki. Undirlag fjallsins er móberg og á því grágrýti.
Festarfjall-28Fjallið sjálft er úr móbergsbreksíu en grágrýti í toppnum. Á skilunum er rauðagjall. Berggangur, Festi, gengur upp í gegnum undirstöðuna og móbergshluta fjallsins upp að grágrýtishettunni, greinilegur úr fjarlægð. Festarfjall er stapi að gerð, myndaður á stuttri gossprungu í jökli og Festin er aðfærsluæðin. Norðan megin hvílir móbergsbreksían í Festarfjalli á eldri og lægri stapa. Gígurinn í honum er norðan undir Festarfjalli, að hálfu grafinn undir því. Ekki verður greint úr fjarlægð hvort eldri stapinn komi fram í brimklifinu.
Festarfjall kemur við sögu í riti sem tékkneskur jarðfræðingur skrifaði um jarðfræði Reykjanesskaga og út kom árið 1943. Hann benti á að undirlagið gengi óbrotið undir fjallið sem sönnun þess að móbergsfjöll Skagans væru ekki ris-spildur.
Festarfjall-29Í staðinn hélt hann fram jafngalinni kenningu um að þau væru leifar af víðáttumikilli myndun sem rofist hefði burt að mestu. Bergganginn nefnir hann ekki. Þar missti hann af réttum skilningi. Kannski hefði það rétta runnið upp fyrir honum hefði hann velt honum fyrir sér.”
Í verndunartillögum frá 2002 segir m.a.: “Skammt austan við Hraunsvík er Festarfjall þar sem sjávarrof hefur sorfið helminginn af móbergsfjalli. Í Festarfjalli og bergstálinu vestan þess eru merkilegar opnur. Í Hraunsvík er hraunlag með mesta magni hnyðlinga sem þekkist hérlendis. Jökulberg á milli móbergs (með hnyðlingum) og hrauns. Greinilegar jökulrákir á móberginu. Hnullungabergslag í móbergi, hraunstraumur (gangur) hefur troðið sér þar inn á litlu dýpi. Festin í Festarfjalli er berggangur sem gengur upp í gegnum móbergið og tengist hraunlagi ofar. Litlu vestar eru áberandi gaspípur í berginu. Skjólgóð sandströnd er neðan Festarfjalls og er talsvert varp í björgunum og í grastorfum (lundi, rita, fýll). Ógnir: Vegagerð og námavinnsla.
Landnotkun: Einhver efnistaka er ofan vegar við Hraunsvík og við Festarfjall. Tillaga er um verndarsvæði í Hraunsvík.”

Í þjóðsögu er fjallsins getið. “Austarlega í Grindavík, hér um bil miðja vegu milli bæjanna Hrauns og Ísólfsskála, er þverhnípt fell fram við sjóinn, sem heitir Festarfjall. Neðan undir felli þessu er hátt blágrýtisstandberg og ægisandur undir sem ganga má þurrum fótum með lágum sjó. Frá Hrauni blasir við í miðju berginu grá rák sem gengur þráðbeint upp í gegnum bergið og nefnist Festin. Sagan segir að rák þessi sé silfurfesti sem tröllkona ein hafi einhvern tíma í fyrndinni hengt fram af berginu með þeim ummælum að þá er dóttir bóndans á Hrauni, sú sem bæri nafn hennar, gengi þar neðan undir þá skyldi festin detta niður og verða eign stúlkunnar. Því miður lét tröllkonan ekki nafns síns getið svo að ekki hefir verið auðvelt að láta heita eftir henni, enda hangir festin óhreyfð enn í dag. 

Í þessari ferð FERLIRs var ætlunin m.a. að hlusta eftir rödd úr fjallinu. Þegar staldrað var við í sjávarhelli rétt austan við syðsta bergganginn, sem skagar út úr fjallinu, mátti heyra eftirfarandi, endurtekið nokkrum sinnum með lágum og dimmum rómi:

Í Festarfjalli oss býr
á Hraunsbónda hug snýr
heitir ey[eið] björg.
Verði orð fleiri
bara einu of mörg
þætti vér miður
ef nefnds dóttir heyri
fellur þá festin niður.

Festarfjall-30Jón Trausti skrifaði eftirfarandi um Festarfjall á leið hans frá Grindavík til Krýsuvíkur: “Eitt örnefni lærði jeg að minsta kosti á leiðinni frá Grindavík til Krýsuvíkur. Það er Festarfjall, rjett innan við Grindavíkurbygðina. Mjer var sagt, að það drægi nafn af því, að einhvern tíma í fyrndinni hefði verið feiknamikil fuglatekja í bjarginu framan í fjallinu, en þá var landið auðvitað ekki bygt öðrum en tröllum og landvættum. Frá þeim tíma hengi festar miklar framan í fjallinu ofan bjargið og væri ein þeirra úr gulli. Þegar jeg nálgaðist Festarfjall sá jeg undir eins festarnar og það langt til. Svo stendur á þeim, að fjallið, sem er úr fornu móbergi, hefur sprungið sundur við jarðrask einhvern tíma fyrir langa löngu og þá hefur bráðin eldleðja að neðan ollið upp í sprungurnar og storknað þar. Af því að þessar sprungur hafa verið mjög þröngar, eru gangarnir mjóir. Nú er sjórinn að smásverfa framan af fjallinu, og hefur verið að því síðan löngu fyrir landnámstíð. En af því að bergtegundin í sprungunum er harðari en hin, sem er í sjálfu fjallinu, slitnar hún seinna og liggja því upphleyptar bergraðir upp og ofan fjallið. Það eru festarnar.”
Frábært veður. “Þegar veðrið er gott í Grindavík er það hvergi betra” [Guðbergur Bergsson].
Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Rauðskinna I 45.
-isor.is
-Verndun jarðminja á Íslandi – Tillögur vegna náttúruverndaráætlunar 2002, Helgi Torfason og Ingvar Atli Sigurðsson. Unnið af Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúruvernd ríkisins, Reykjavík, nóvember 2002.
-Lesbók Morgunblaðsins, Jón Trausti, 6. nóv. 1949, bls. 508.

Grindavík

Festarfjall og Hraunssandur.