Tag Archive for: Grindavík

Kastið

Í hlíðinni ofan við Kastið er brak úr B-24 sprengiflugvélinni „Hot Stuff“ er fórst þar mánudaginn 3. maí árið 1943, kl. 16:20.
Flugvélin Slysavettvangurvar að koma frá Bretlandi með stefnu á Meeks-völl. Hún var hluti af 8. flugsveitinni í Bovington í Englandi. Fjórtán menn af fimmtán manna áhöfn fórust í slysinu. Þetta var mesta flugslys hér á landi fram á þennan dag. Leitarsveitir komu að flakinu daginn eftir, kl. 15:05. Aðkoman reyndist hryllileg. Afturhluti vélarinnar var brunninn og annað eftir því.
Gengið var vestur fyrir Kastið og síðan haldið á fjallið. Innst á því, upp undir hlíðum Fagradalsfjalls, eru hlutar flugvélarinnar á víð og dreif. Margir eru í fjallshlíðinni, s.s. hluti hjólastells o.fl. Einhver athöfn virðist hafa farið fram við hjólastellið því skrælnaðar rósir trjónuðu upp úr því. Traðk var í kring. Þarna má sjá ýmsa vélarhluta. Einnig hvar álið hefur bráðnað utan um steina úr hlíðinni. Um borð í vel þessari var m.a. hershöfðinginn Frank Andrews. Hann fórst þarna ásamt ásamt þrettán öðrum félögum sínum.
Eftirminnilegar Á slysavettvangiljósmyndir voru teknar á vettvangi skömmu eftir slysið. Einn maður, George A. Eisel, skytta í afturturni vélarinnar, komst lífs af. Hann sat fastur í flakinu í 26 tíma og það tók hjálparmenn einn til viðbótar að ná honum út. Eldur kom upp í vélinni, en hellirigning á svæðinu slökkti hann fljótlega. Vegna strangrar ritskoðunar var ekki skýrt frá slysinu fyrr en þremur dögum síðar. Auk hershöfðingjans og fylgdarmanna hans fórst lútherski biskupinn Adna Wright Leonard, sem var á ferðalagi að heimsækja hersveitir Bandaríkjanna um allan heim.

Hot Stuff

Áhöfnin á Hot Stuff er fórst í Kastinu hinn örlagaríka dag, auk þriggja annarra.

Aðrir, sem fórust þennan örlagaríka dag, voru skv. slysaskýrslu Bandaríkjamanna þeir Charles H. Barth, Frank L. Miller, Morrow Krum, Fred. A. Chapman, Theodore C. Totman, Robert Humprey, Joseph T. Johnson, Robert H. Shannon, James E. Gott, Lloyd C. Weir, Kemmeth A. Jeffers og Paul H. McQueen, Sá er lifði

Kastið

Kastið – leifar Hot Stuff.

flugslysið af hét George. A. Eisel og var stélskytta, sem fyrr sagði.
Þessa örlaganótt nálgaðist flugvélin Kaldaðarnesflugvöll. Fllugvélinni var flogið lágt yfir flugbrautinni, en flugmaðurinn gerði ekki tilraun til að lenda. Þess í stað hélt hann áfram til vesturs með suðurströndinni í u.þ.b. 60 fetum. Við Reykjanes snéri vélin til norðurs. Ekkert fjarskiptasamband var við hana. Flugvélinni var beygt í austlæga stefnu og flugmaðurinn virðist stefna sjónflug inn á Meeks-völl. Lélegt skyggni og lágskýjun hindraði það. Flugmaðurinn reyndi að fljúgja undir skýjum. Þá varð slysið. Hún rakst á 1100 feta hæðina, 150 fet frá toppnum á a.m.k. 160 mílna hraða.
Í febrúar þetta ár hafði 
Andrews hershöfðingi orðið yfirmaður alls herafla Bandaríkjamanna í Evrópu. Í minningargrein um hans sagði H.H., „Hap“ Arnold, yfirmaður flugflota Bandaríkjamanna að hann teldi að Andrews hefði verið gerður að yfirmanni innrásarliðs bandamanna í Evrópu, en þá stöðu fékk síðan Dwight D. Eisenhower, hershöfðingi, síðar forseti Bandaríkjanna. Segja má því með sanni að atburður þessi hafði viss áhrif á heimssöguna.

Áhöfn og farþegar
Capt. Robert H. Shannon – Pilot †
Lt. Gen. Frank Maxwell Andrews – Copilot †
Capt. James E. Gott – Navigator †
T/Sgt. Kenneth A. Jeffers – Radio Operator †
S/Sgt. Lloyd C. Weir – Crew Chief †
S/Sgt. Paul H. McQueen – Gunner †
Civilian Adna W. Leonard – Methodist Bishop and Chairman of the Corps of Chaplains †
Brig. Gen. Charles A. Barth Gen. Andrews Chief of Staff †Hot Stuff Crew in front of aircraft
Col. Marlow Krum – Member of Gen. Andrews Staff †
Col. Frank L. Miller – US Army, Chief of Chaplains †
Maj. Theodore C. Totman – Gen. Andrews Secretary †
Lt. Col. Fred A. Chapman – US Army†
Maj. Robert H. Humphrey – US Army Chaplain †
Capt. Joseph T. Johnson – Gen. Andrews Aide †
S/Sgt. George A. Eisel – Tailgunner – lifði slysið af

Andrews
Flugvélin

Consolidated B-24D-1-CO Liberator
Serial no: 42-23728
USAF 8th. Airforce 93rd. Bombardment Group.

FERLIR hefur það jafnan fyrir sið að láta allt óhreyft á vettvangi. Dæmi eru um að fólk, sem tekið hefur með sér hluti úr óhappaflugvélum, til minningar um atburðinn eða einungis komur þess á Kastid-7slysavettvang, hafi sjálft orðið fyrir óhappi skömmu síðar.

Þannig má nefna dæmi um komu FERLIRs í Kastið utan í Fagradalsfjalli þar sem skoðuð var nefnd flugvél. Einn félaganna vildi ólmur taka með sér bráðinn álbút til minningar um þennan sögufræga atburð. Hann var talinn frá því. Skömmu síðar gerði hann sér ferð á vettvang með það fyrir augum að ná sér í hlut úr flugvélinni. Á leiðinni til baka týndi hann gleraugunum sínum, farsímanum og krítarkortinu, hlutum sem hvað mikilvægastir eru nútímamanninum. Hann fór þá til baka og skilaði hlutnum, en gripirnir eru enn ófundnir. Ef hann ætlar að endurheimta þá þarf hann líklegast að fara á Vörðufell í Selvogi og hlaða þar vörðu. Skv. þjóðsögunni á hann þá að endurheimta gripina.
Sjá meira HÉR og HÉR.

Kastið

Kastið lengst t.h. í Fagradalsfjalli.

 

Krýsuvík

Í „Svæðisskráningu fornleifa í Hafnarfirði 1998“ segir m.a. um Gestsstaði og Kaldrana í Krýsuvík.

Gestsstaðir

Gestsstaðir

Tóftir Gestsstaða.

„Gestsstaðir skal hafa verið jörð heitið nálægt Krýsuvík undir Móhálsum austanverðum, þar allnærri sem nú liggur almenningsvegur. Sjer þar enn nú bæði fyrir túngarði og tóftum. En völlur er allur uppblásinn og kominn í mýri, mosa og hrjóstur, so ómögulegt er jörðina aftur að byggja. Þar með liggur hún aldeilis í Krýsuvíkurlandi og kann ekki fyrir utan skaða Krýsuvíkur landsnytjar að hafa. Hefur og so lánga tíma í eyði legið, en engi veit til nær hún hafi bygð verið.“

Gestsstaðir

Tóft vestan við Gestsstaði.

„Gestsstaðir eru eða voru norðvestan við Krýsuvík sunnan undir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Sér þar fyrir miklum tóftum. Mun þetta hafa verið stórbýli, enda eru þau ummæli til, að þessi bær hafi fyrrum heitið Krýsuvík. …Fram undan Hverafjalli eru rústir Gestsstaða, sem sagt er, að séu undir Móhálsinum, og er það nafn nú glatað.“
„Gestsstaðir heitir eyðibær, norðvestur frá Krýsuvík, þar sem hún er nú. Hann hefir staðið sunnanundir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi.

Gestsstaðir

Gestsstaðir – vestari tóftin (skáli).

Bæjartóftin er 10 ft löng frá austri til vesturs, hefur engan miðgafl, og mun hafa verið þiljuð sundur. Dyr sjást ógjörla, en á suðurhlið hafa þær verið, því hvorki eru þær á endanum nér norðurhliðinni. Skammt austar er fjóstóft, 5 fðm löng, og heygarður eigi lítill. Túnið hefir verið umgirt, er það víða komið í sand af frárennsli. – Þau ummæli heyrði eg í Grindavík fyrir 40 árum sannleikann í þeim. Jörðin Gestsstaðir hefir verið í eign Krýsuvíkurkirkju. Hefur bærinn og kirkjan því verið flutt í Gestsstaðaland eftir [jarð]eldinn. En við það hafa Gestsstaðir verið að nýta hjáleigur í nytum, og meir og meir þrengt að þeim, unz þeir lögðust í eyði.“

Kringlumýri

Kringlumýri undir Móhálsum.

Fram kemur að Gestsstaðir hafi fyrst, eftir eldana, sem lögðu Gömlu Krýsuvík í og við Húshólma í eyði, verið „Fram undan Hverafjalli, sem sagt er, að séu undir Móhálsinum, og er það nafn nú glatað“. Sunnan undir Hverafjalli, nú Hettu, er að finna minjar, mjög fornar, í svonefndri Kringlumýri. FERLIRsfélagar fundu rústirnar árið 2010 og töldu að þar hefði verið selstaða frá Húshólmabæjunum fyrrum. Selstígurinn liggur til suðurs í átt að Krýsuvíkur-Mælifelli. Minjarnar, sem eru miklar umleikis, verulega fornfálegar, eru í grasi gróinni hlíð ofan mýrardraga. Neðan þeirra er ágætt vatnsból í grónum gígbotni.

Kringlumýri

Minjar í Kringlumýri. – uppdráttur ÓsÁ.

Minjar þessar hafa nánast ekkert verið metnar,  hvergi skráðar (annars staðar en hér á vefsíðunni – sjá HÉR), en þær eru augljóslega eldri en þær fornu minjar,  sem nú má sjá sunnan við Gestsstaðavatn.

Kaldrani

Kaldrani

Tóftir Kaldrana.

„Inn við Kleifarvatn er svo kallaður Kaldrani. Þar eiga að vera leifar eftir bæ með þessu nafni. Er hans getið í þjóðsögum. Þar eru leifar af gömlum túngarðu úr grjóti og lítil grasflöt fyrir ofan, utan í sléttum melhál.“ „Á Kaldrana er sagt að ein hjáleiga Krýsuvíkur hafi verið fyrr meir, og segja munnmæli, að hún hafði eyðst vegna álaga, sem mæltu svo um, að allur silungur í Kleifarvatni skyldi að loðsilungi verða, en hann á óætu að vera, samanber vísuna sem sagt er, að kveðin hafi verið á glugga í Krýsuvík, eftir að fólkið á Kaldrana hafi étið silunginn, en það vissi ekki, að það var búið að gera hann að umskiptingi.“. Vísan er svona:
Liggur andvana
lýður á Kaldrana
utan ein niðurseta
sem ei vildi eta.

Kaldrani

Kaldrani – garður.

„Kaldrani er nefndur í þjóðsögum. Er sagt að hann hafi verið hjáleiga frá Krýsuvík og staðið inn við Kleifarvatn. Og líka er sagt að þar hafi fólk dáið af loðsilungsáti. Örnefnið Kaldrani er til við vatnið. Sést þar 34 fm langur túngarðsspotti úr stórgrýti og lítil grasflöt fyrir ofan suðaustan í sléttum melhól. Uppi á hólnum er dálítil dreif af hleðslugrjóti, sem virðist flutt þangað af mönnum. Gæti það verið leifar af bæ. Því garðsspottinn sýnir að þar hafi menn búið á sínum tíma.“

Því miður hefur vegur nú verið lagður yfir meint bæjarstæði Kaldrana. Mönnum hefur löngum verið meint að sjá fyrir gildi þess, sem raunverulega skiptir máli…

Það er ávallt gaman að uppgötva eitthvað nýtt (reyndar er allt slíkt nýtt nú orðið gamalt).

 

Gestsstaðir

Gestsstaðir sunnan Gestsstaðavatns – skáli.

Hér kemur fram að Gömlu Gestsstaðir hafi verið vestan við Móhálsa, en í dag er þeirra minnst austan þeirra, sunnan undir Gestsstaðavatni, sem fyrsta byggð Krýsuvíkur eftir eldanna 1151. Eldri bústaðurinn er sagður týndur í heimildum.
Vestan hálsanna eru reyndar óskráðar tóftir, sem að öllum líkindum voru framhald byggðarinnar í Húshólma og því líklega eldri en elstu heimildir eru um byggð í þeirri Krýsuvík, sem við þekkjum í dag.

Sjá meira um Krýsuvík og Kaldrana HÉR.

Heimildir:
-Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði, 1998.
-JÁM III, 7; Ö-Krýsuvík, 8 15; Árbók 1903, 50.
-Ö-Krýsuvík, 8-9; Árbík 1943-48, 92, Árbók 1803, 59.

Gestssaðir

Gestsstaðir – uppdráttur – ÓSÁ.

Þórkötlustaðanes

Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur 1996 fjallar Þórarinn Ólafsson um „Vetrarvertíð í Þórkötlustaðahverfi„.

Þórarinn Ólafsson

„Trilluútgerð í Þórkötlustaðahverfi á sér langa sögu, en hún lagðist niður 1946. Vertíð hófst eftir að aðkomumennirnir sem ráðnir höfðu verið komu, og var það venjulega um miðjan janúar. Þá var hafist handa við undirbúning fyrir vertíðina. Að vísu voru heimamenn búnir að fara yfir línuna, hreinsa ásinn, hnýta á, setja upp línu, fella og bæta net, en það var aðallega gert á haustin því þá var nægur tími til þeirra hluta. Einnig var búið að bika og lita línu og net. Var það aðallega gert í heimahúsum.
Eitt var það sem higa þurfti vel að, var ískofinn. Hver trilla hafði sinn kofa og þurfti að fylla hann af snjó til að hægt væri að geyma beitu og beitta línuna, því ekki var til íshús í Þórkötlustaðarhverfi þá. Í ískofanum var kassi sem geymdi síld og bjóð og utan um þennan kassa var hólf, 5-6 tommu breitt, og í það var settur snjór blandaður meðs alti og við það fékkst ágætis frost í kassann. Það þurfti að líta vel eftir kassanum og þótti það leiðinleg vinna að passa upp á kassann.

Þórkötlustaðanes

Athafnasvæðið í Nesinu – uppdráttur ÓSÁ gerður eftir Pétri Guðjónssyni í Höfn.

Rafmagn þekktist ekki á þeim tíma í Þórkötlustaðahverfi. Notaðar voru gasluktir í skúrana en svokallaðar hænsnaluktir til að lýsa sér þegar gengið var til skips. Var oft gaman að sjá ljóslínuna sem myndaðist alla leið suður í Nes, því margir voru mennirnir með luktir og allir fóru á sjó á svipuðum tíma.
Þegar í Nesið kom var farið fyrst í ískofann og balarnir teknir og bornir á bakinu niður á bryggju. Síðan var skipið sett niður, bjóðin tekin um borð og haldið í róður. Yfirleitt voru níu menn á hverju skipi, fjórir á sjó og fimm í landi. Skipin voru tólf að tölu, 4-7 tonn að stærð. Vertíðin 1941 var að mig minnir síðasta vertíðin sem fiskur var saltaður að einhverju marki í Nesinu. Síðar var fiskurinn bara slægður og þótti það mikill léttir á vinnu hjá mannskapnum. Þá var aflinn seldur í skip og siglt með hann á Englandsmarkað. Þegar skipið var róið tók beitningin við. Að henni lokinni var aðgerðarvöllurinn undirbúinn, en alltaf var gert að úti þegar saltað var.
Þórkötlustaðanes
Uppþvottakista, flatningsborð og hausningabúkka var komið fyrir á sinn stað. Síðan fóru sumir að leggja á hnífa en aðrir að ná í sjó í kistuna, sérstakleha þegar lágsjávað var, því þá var langt að fara. Oftast var þó reynt að bíða eftir að sjór kæmi í Skottann, en í honum var fljóð og fjara og var þá miklu styrttra að fara. Þegar skip kom að var fiskinum kastað upp með stingjum á bryggjuna og þaðan upp á bílpall sem ók honum upp á aðgerðarvöll.
ÞórkötlustaðanesNæst var að setja skipið upp á kamp. Til þess var notað heimatilbúið spil, en það var sívalur trjádrumbur sem tvö göt voru í gegnum ofarlega og spírur teknar í gegnum götin svo kross myndaðist. Á spírurnar lagðist mannskapurinn og gekk hring eftir hring og voru þeir margir þegar lágt var í. Tveir menn studdu skipið og formaðurinn hlunnaði fyrir, Þessi aðferð lagðist af stuttu seinna og kom þá vélknúið spil og hlunnarnir steyptir niður, skipið lagt á sliskju og skipshörfninn horfði bara á.
Þá var eftir að gera að. Fiskurinn hausaður, flattur, þveginn og saltaður. Hrogn og lifur voru auðvitað hirt og lagt inn hjá lifrabræðslunni. Það var passað vel up á lifrina því hún sagði til um fiskiríið yfir vertíðina. Sá taldist aflakóngur sem hafði flesta potta af lifur.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – lifrabræðsla.

Hjá lifrabræðslunni var fyrsti vísir að verslun í hverfinu, því hjá Guðmanni bræslu, eins og hann var kallaður, fékkst sítrón, malt, vettlingar og tóbak og mig minnir að hann hafi verið með kæfubelgi stundum og kannski eitthvað lítilsháttar fleira. Það var ekki ónýtt hjá krökkunum að verða sér úti um lifrarbodd á bryggjunni og leggja inn hjá Guðmanni bræslu og fá sítrínuflösku í staðinn.

Þórkötlustaðanes

Fiskigarðar á Nesinu.

Þegar landlega var, þá var tíminn notaður til að umsalta fiskinum, spyrða upp hausa og hryggi og koma þeim út í hraun til þurrkunar. Þegar kom fram í febrúar var farið að huga að netunum, tína grjót í fjörukampinum, það borið í skúrana og hoggin rauf í steinana og snærishanki utan um þannig að úr urðu netasteinar. Einnig þurfti á stjórum að halda, en það voru þungar hellur sem meitluð voru göt í gegnum og tréklossi rekinn í gatið og voru þeir notaðir á sitt hvorn enda netratrossunnar.
ÞórkötlustaðanesLoðnan gekk yfirliett um mánaðarmótin febrúar og mars og var þá strax skipt yfir á net. Netatíminn stóð í 2-3 vikur og var þá skipt yfir á línu aftur til 11. maí, en þá var sá einlegi lokadagur. Var þá búið að ganga frá skipum í naust, formaðurinn búinn að gera upp við aðkomumennina, en þeir voru yfirlitt ráðnir upp á kaup. Nú gátu menn gert sér glaðan dag. Man ég að okkur krökkunum þótti lokadagurinn ein mesta hátíð ársins, mkikill gleðskapur og sungið við raust. Loks komu bílar frá Steindóri og sóttu mennina og var ekki frítt við að saknaðarsvipur væri á mörgu andlitinu.

Þórkötlustaðanes

Ískofi á Þórkötlustaðanesi.

Ekki má gleyma þætti húsmæðranna á vertíðinni. Sjómennirnir þurftu fæði og þjónustu, því þeir voru á heimilunum. Braggar þekktust ekki. Þegar róðir var, var þeim færður maturinn suður í Nes og lenti það meðal annars á börnunum. Það lenti líka á kvenfólkinu að verka sundmagana úr þorskinum. hann var plokkaður, þveginn og saltaður. Á vorin var hann útvatnaður, þurrkaður og seldur. Á einstaka heimilum var hann nýttur til matar.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – Höfn; kjallari. Efri hæðin var flutt yfir í Járngerðarstaðahverfi.

Á flestum heimilum réði húsmóðirin sér húshjálp, svokallaðar hlutakonur, yfir vertíðina, því mikið var að gera. Það var eins með þær, þessi mikla vinna sem af þeim var krafist kom ekki í veg fyrir að þær kæmu aftur og aftur, ef þær þá ekki náðu sér í mannsefni og fóru hvergi. Eins og áður segir voru aðkomumennirnir ráðnir upp á kaup og þess vegna gat formaðurinn gert upp við þá á lokadag, en heimamenn voru ráðnir upp á hlut. Við hlutamenn var ekki hægt að gera upp fyrr en búið var aðs elja fiskinn. Það lenti því á heimamönnum að vaska, þurrka og pakka fiskinum og við það unnu allir sem vettlingi gátu valdið.

Þórkötlustaðanes

Gamla bryggjan í Nesi.

Að endingu langar mig að minnast á þann góða félgasskap sem var í Þórkötlustaðahverfinu sem ég man eftir. Aaðkomumennirnir voru á einkaheimilum og urðu þeir einir af fjölskyldunni. Oft kom það fyrir þegar við krakkarnir vorum að leika okkur að sjómennirnir voru með okkur í allskonar leikjum, Ég minnist þess einnig að margir sjómannanna komu vertíð eftir vertíð og við marga aðkomausjómennina bundust löng vináttubönd.
Fyrsta vertíðin mín var árið 1941, þá 14 ára gamall. Það fiskaðist vel þessa vertíð og man ég að fyrripart vertiðar var norðanstilla og róið upp á hvern dag og mikið að gera. Það var nú ekkert að því þótt vinnan væri mikil og erfið, en svefnleysið, það var hrikalegt.
ÞórkötlustaðanesÉg veit ekki hvað sagt yrði við formann í dag, sem ekki leyfði 14 ára ungling að sofa nema 2-3 tíma á sólarhring hátt í mánaðartíma, en þetta gerðist nú samt í því skiprúmi sem ég var í fyrstu vertíðna. Helgarfrí þekktust ekki. En þetta gleymdist og áfram verið á sjó og urðu árin næstum 50 á sjónum.
Ef ég ætti að velja mér ævistarf aftur mundi ég vilja endurtaka allt, nema fyrstu vertíðina.“ – Grindavík 10. apríl 1996, Þórarinn Ólafsson

Heimild:
-Sjómannadagsblað Grindavíkur 1996, Vetrarvertíð í Þórkötlustaðahverfi, Þórarinn Ólafsson, bls. 49-51.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – loftmynd.

Selatangar

Í samantekt FERLIRs um Selatanga, hinu fornu verstöð, má sjá ýmsan fróðleik.

Selatangar

Selatangar – rit.

Krýsuvík­ur- og Ísólfsskálabændur, auk leiguliða Skálholtsbænda reru frá Selatöngum. Sagnir eru og um að Sk­álholtsstóll, sem átti m.a. veruleg ítök­ í Grindavík­ sem og annars stað á sunnanverðum Skaganum, hafi gert langtíma ú­t frá Töngunum. Sagt er að síðast hafi verið róið þaðan árið 1884, en vitað er að bæði róður og selveiðar voru stundaðar nok­k­ur ár eftir það. Síðar var oft­  lent á Selatöngum, ef lending var ófær annars staðar, meðan róið var á opnum skipum, s.s. frá Þórk­ötlustöðum, Járngerðarstöðum, Hrauni og víðar.

Við Dágon, k­lett í fjörunni á Selatöngum, eru landamerk­i Ísólfssk­ála og Krýsuvík­ur. Dágon er nú­ minnstur og austastur þriggj­a k­letta neðan við vestustu sj­óbú­ðina. Neðan Dágons, við lágfjöruborð, er LM (landamerk­i Krýsuvík­ur og Ísólfssk­ála) mark­að í k­löppina. Ögmundarhraun (rann 1151) umlyk­ur Selatanga. Þar sj­ást enn mik­lar og heillegar rú­stir verbú­ðarmannvirk­j­a, hlöðnum ú­r hraungrýti. M.a. má sj­á þar tóft­ir sj­óbú­ða, hlaðin fisk­byrgi þar sem hertur fisk­ur var geymdur, og fisk­garða þar sem fisk­urinn var þurrk­aður þegar gaf. (Jón benti FERLIRsfélögum á áletrunina).

Selatangar

Selatangar – Smíðahellir.

Sums staðar er hlaðið fyrir hraunhella, en talið er að þeir hafi  verið notaðir sem byrgi. Vestan við Selatanga er hellir (Mölunark­ór) sem sagður er hafa verið notaður til „eldamennsk­u“ – mötuneyti þess tíma, og Smíðahellir er vermenn notuðu til smíða í landlegum. Einnig má sj­á þarna a.m.k­. fjórar hlaðnar refagildrur frá síðustu öld.
Á Selatöngum gek­k­ aft­urgangan Tanga-Tómas lj­ósum logum, svo hatrömm að ek­k­i þýddi að sk­j­óta á hana silfurhnöppum sem yfirleitt dugðu á drauga. Auk­ Tanga-Tómasar eru margir aðrir draugar á ferli á Selatöngum og nágrenni, eink­um þegar sk­yggj­a tek­ur.

Hér má lesa meira um Selatanga:

Selatangar

Á Selatöngum.

Nú­verandi  minj­ar á Selatöngum eru lík­ast til innan við tveggj­a alda gamlar. Þær hafa eflaust tek­ið allnok­k­rum breytingum frá því að verstöðin var fyrst notuð sem slík­. Eldri minjar hefur sjórinn náð að afmá með landbroti. Á Selatöngum má enn sj­á greinilega tóftir  tveggj­a bú­ða (vestustu bú­ðarinnar og austustu búðarinnar), auk­ þess sem sé­st móta fyrir ú­tlínum þeirrar þriðj­u miðsvæðis. Þar eru og a.m.k­. þrj­ú­ verk­unarhú­s þar sem gert var fyrst að fisk­i, þurrk­byrgi, þurrk­garðar, þurrk­reitir, brunnur, smiðj­a, sk­ú­tar með fyrirhleðslum, hesthú­s, Nótarhellir (þar sem dregið var fyrir sel), Mölunark­ór eða Sögunark­ór og Smíðahellir, auk­ gamalla gatna og hlaðinna refagildra.

Nótarhellir

Selatangar – Nótarhellir.

Vestan við Selatanga er hið merk­ilega náttú­rufyrirbrigði „Ketillinn“ í Katlahrauni. Sk­ammt norðan hans er hlaðið fj­ársk­j­ól þeirra Vigdísarvallamanna. Talið er að verstöðin á Selatöngum hafi lagst af um 1880. Sumardag einn árið 2002 var gengið um Selatanga með Jóni Guðmundssyni2 frá Ísólfssk­ála, sem man eftir minj­unum eins og þær voru eftir að verstöðin var yfirgefin. Hann k­om m.a. með föður sínum í vestustu sj­óbú­ðina árið 1926 er Sk­álabóndi gerði enn ú­t frá Töngunum. Afi Jóns, Guðmundur Hannesson, reri frá Selatöngum með sonum sínum, Brandi og Hj­álmari, á sumrin á árunum 1880 til 1884. Reru þeir á bát, sem þar var og hé­ldu þá til í bú­ðinni. Guðmundur bj­ó þá á Vigdísarvöllum.

Selatangar

Selatangar – Vestari rekagatan.

Jón minnist þess vel að rek­i var reiddur frá Selatöngum að Ísólfssk­ála eftir vestari Rek­agötunni, sem enn mótar vel fyrir og liggur í gegnum Ketilinn og áleiðis heim að Sk­ála. Leiðin er vörðuð að hluta og víða sj­ást í k­löppinni för eftir hófa og fætur liðinna alda. Austari Rek­agatan liggur til norðausturs vestan Vestari-Látra. Rek­agöturnar voru einnig nefndar Tangagötur eða Lestargötur, allt eftir notk­un og tilgangi á hverj­um tíma.

Í ferð með Jóni Guðmundssyni frá Skála var tæk­ifærið notað og svæðið rissað upp eftir lýsingu hans. Fylgir uppdrátturinn þessum sk­rifum. Sennilega er þetta eina heillega rissið, sem dregið hefur verið upp af þessu ú­tveri, einu heillega sem enn er eftir á Reyk­j­anesskaga.

Selatangar

Uppdráttar af minjasvæðinu næst bílastæðinu – ÓSÁ.

Jón vísaði m.a. á það helsta, sem k­emur við sögu hé­r á eftir, s.s. smiðj­una, sk­ú­tana, lendinguna og Dágon (landamerk­j­astein Ísólfssk­ála og Krýsuvík­ur, en verstöðin er að mestu innan landamerk­j­a síðarnefndu j­arðarinnar).

Selatangar

Selatangar – sjóbúð (tilgáta).

Á slé­ttri k­löpp neðan við Dágon eru k­lappaðir stafirnir LM (landamerk­i). Þá benti hann á lendinguna, sk­iptivöllinn o.fl. (sj­á uppdráttinn). Lj­óst er að ströndin hefur tek­ið mik­lum stak­k­ask­iptum á síðustu áratugum og þarf að meta aðstæður á staðnum með tilliti til þess. Sj­órinn hefur nú­ að mestu brotið sk­iptivöllinn sem og Dágon. Einnig hefur hann brotið niður byrgi og bú­ðir næst ströndinni. Til merk­is um það hefur miðverk­unarhú­sið syðst á Töngunum látið mik­ið á sj­á á sk­ömmum tíma. Fyrir ári síðan var það að mestu heilt, en sj­órinn hefur nú­ brotið niður suðurhlið þess. Jón taldi almennan missk­ilning rík­j­a um hlaðna fjárbyrgið norðan við Ketilinn. Sumir hafa talið það mj­ög fornt, en það var í raun hlaðið af föðurbræðrum hans frá Vigdísarvöllum sk­ömmu fyrir 1884. Ástæðan var sú­ að fé­ þeirra Vígdísarvallamanna leitaði tíðum niður í fj­öruna og þeir áttu  í erfiðleik­um með að rek­a það hina löngu leið til bak­a. Því hafði verið hlaðið fyrir sk­ú­tann, fé­nu til sk­j­óls.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

„Austan við Hraunnef [þar sem leiðin er hálfnuð ú­t á Selatanga er] er Veiðibj­öllunef. Austan við Veiðibj­öllunef kemur Mölvík­ og þar upp af Mölvík­ austan til heitir Katlahraun. Austast í Katlahrauni er Nótarhellir og gengur í sj­ó fram. Fyrir austan Nótarhelli er sandfjara og síðan tak­a við Selatangar,“ segir í örnefnask­rá Ísólfssk­ála. „Nok­kuð austan við bæinn á Ísólfssk­ála, sem svarar k­luk­k­utíma gang, gengur tangi fram í sj­óinn. Hann heitir Selatangar,“ segir í örnefnask­rá AG um Ísólfssk­ála. Friðlýstar minj­ar: „Verbú­ðartóft­ir, fisk­byrgi, fisk­igarðar og önnur gömul mannvirk­i í henni fornu verstöð á Selatöngum.“

Selatangar

Selatangar – austasta sjóbúðin.

Á Selatöngum var aldrei föst bú­seta, heldur einungis ú­tver með nok­k­rum verbú­ðum. Þaðan var eink­um ú­træði Krýsuvík­urmanna, en Krýsuvík­ fylgdu lengi nok­k­rar hj­áleigur. Til er gömul þula sem telur 73 (aðrir segj­a 82) menn við róðra í Krýsuvík­. Ástæðan fyrir þeim kveðsk­ap er sögð vera sú­, að strák­ur einn hafði orðið mötustuttur í verinu. Lík­legt er að bæði Krýsuvík­urbændur og Vigdísarvallabændur hafi gengið til sk­ips, en ek­k­i haldið til í verinu.

Selatangar

Selatangar – vestasta sjóbúðin.

Þótt aldrei væri stórt ú­tver á Selatöngum eru þó þar talsverðar verminj­ar. Þaðan var seinast róið 1884 skv. fróðleik á upplýsingaskilti við bílastæðið. Jón Guðmundsson frá Skála segir það reyndar ekki rétt. Skálabændur hafi t.d. róið frá vestustu sjóbúðinni árið 1913. Guðrú­n Ólafsdóttir lýsir rú­stunum svo í sk­ýrslu frá 1993: „Þarna eru nú­ minj­ar um verbú­ðir, fisk­byrgi og garðhleðslur sem eru að mestu horfnar. Rú­stirnar eru margar og er hægt að telj­a þær upp undir 20, auk­ garðhleðslanna sem eru á hraunnefunum og eru nú­ að mestu horfnar.“
Snemma á öldum breytast bú­sk­apar- og viðsk­iptahættir landsmanna á þá lund, að sj­ávarfangið verður þeim æ mik­ilsverðara og samtímis fjölgar þeim stöðum, þar sem ýtt er á flot til fisk­j­ar.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Fisk­ur varð hluti af verslun og viðsk­iptum. Sá staður, sem menn k­omu saman til fisk­veiða, hefur heitið ýmsum nöfnum og mismunandi aðstaða varðandi veiðarnar hafa ráðið þeim nafngift­um. Orðið ver, í merk­ingunni veiðistöð, hefur lík­legast tíðk­ast í málinu frá fyrstu tíð, þótt það k­omi ek­k­i fyrir nema eitt sinn í þeirri merk­ingu í íslensk­um fornritum. Á síðmiðöldum er hins vegar orðið algengt að nefna veiðistöð ver, og virðist þá j­afnan átt við stað, þar sem menn hafa bú­ið sé­rstak­lega um sig til fisk­veiða. Orðið verstaða er  einnig haft í sömu merk­ingu og ennfremur orðið fisk­ver, er virðist hafa verið fremur algengt á miðöldum.

Selatangar

Á Selatöngum.

Aðeins er tvívegis getið um ú­tver í íslensk­um fornritum og j­afnoft í Fornbré­fasafni, en sú­ vitnesk­j­a þarf ek­k­i að gefa til k­ynna litla tíðni þess orðs í málinu. Eftir að miðöldum sleppir eru orðin verstöð og ú­tver oftast notuð yfir þá staði, þar sem menn dvöldust við fisk­veiðar. Orðið veiðistöð var og býsna algengt fyrr og síðar, en þó eink­um á 17. og 18. öld. Meðan landsmenn sóttu til veiða á opnum bátum var aðstaðan til þess eink­um með þrennu móti, og mætti eink­enna verstöðvarnar með hliðsj­ón af því. Að róa ú­r heimavör var heimræði. Oft hagaði svo til, eink­um þar sem margbýlt var, að nok­k­rir bátar höfðu sameiginlega lendingu eða sk­ipstöðu, og mætti því k­alla slík­a veiðistöð heimver. Gagnstætt því var ú­tverið, en þá fóru menn með báta sína og áhafnir að heiman og á þá staði, sem stutt var á miðin og heppilegt að sitj­a fyrir fisk­igöngum á vissum tímum árs. Misj­afnlega margir bátar voru saman k­omnir á hverj­um stað, og voru áhafnir þeirra um k­yrrt, meðan á veiðum stóð, enda höfðu þeir þar íveru, ýmist verbú­ðir eða tj­öld. Sj­ósók­n ú­r ú­tveri var nefnt ú­træði, en þeir, sem því sinntu, voru ýmist vermenn, ú­tversmenn eða ú­tróðramenn.

Selatangar.

Vestasta sjóbúðin á Selatöngum – Ísólfsskálabúðin – ÓSÁ.

Þegar sagt var um menn, að þeir reru ú­t var eink­um átt við þá, er fisk­inn stunduðu ú­r ú­tveri. Sk­ammt austan við Hólmasundið, neðan Húshólma, sk­ammt austan við Selatanga, eru Seltangar. Höfundur vill ek­k­i ú­tilok­a með öllu að hægt sé­ að rek­j­a Selatanganafnið (Seltangar – m.a. örnefni austan Hólmasunds) til gamallar selstöðu á Töngunum því þarna eru grónir botnar, fjörubeit og fersk­t vatn. Hafa ber í huga að kunnugt er um a.m.k­. 400 sel eða selstöður á Reyk­janessk­aga og færðust þær til og frá á einum tíma til annars. Bendir það til þess að þrátt fyrir mik­la áherslu á fisk­veiðar hafi bú­sk­apur víða verið stundaður.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Heimildir benda til þess að svo til hver gróðurblettur á annars gróðurlitlum Reyk­janesskaganum hafi löngum verið nýttur til beitar, j­afnvel svo að sumstaðar var ofbeitt. Ek­k­i er með óyggj­andi hætti k­unnugt um ummerk­i eft­ir aðra selstöðu frá Ísólfssk­ála, en nafnið Selsk­ál undir Fagradalsdalsfjalli bendir til að þar hafi einhvern tímann verið selstaða. Hlaðinn stek­k­ur er þar a.m.k­. í hraunk­anti sunnan Einbú­a. Selatanganafnið bendir þó fremur til þess að þarna hafi selur verið fyrrum, mjög líklega heimasel. Jón benti á að austur af austustu bú­ðinni væri vík­, sem heitir Vestari-Selalátur eða Vestari-Látur. Þar er og lón, sem heitir Selalón.

Selatangar

Selatangar – herforingjaráðskort frá 1903.

Næsta vík­ fyrir austan heitir Eystri-Selalátur. Austan hennar er Selhella, sem sk­agar þar alllangt fram í sj­ó. Jón sagðist muna eft­ir því er Selhellan og Látrin voru full af sel. Þar hafi hann eitt sinn talið 60-70 seli á landi. Selurinn var veiddur og spik­ið notað í bræðing saman við lýsið. Það k­om í veg fyrir að tólgin stork­naði. Þótti hú­n mik­il hollusta. Heimver – útver – viðleguver Þeir staðir, sem með einhverj­um hætti eru tengdir fisk­veiðum, hafa frá öndverðu verið margir.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Til er  gömul þula sem telur 73 menn við róðra í Krýsuvík­. Ástæða fyrir þeim k­veðsk­ap er sögð vera sú­, að strák­ur einn hafi orðið mötustuttur í verinu. Buðust þá hásetar á sk­ipum þeim sem þar reru að gefa honum mötu til vertíðarlok­a, ef hann k­æmi nöfnum þeirra allra í eina þulu:

Tuttugu og þrjá Jóna telja má,
tvo Árna, Þorkel, Svein.
Guðmunda fimm og Þorstein,
þá Þorvald, Gunnlaug.
Freystein, Einara tvo, Ingimund, Rafn,
Eyvind, tvo Þórða þar.
Vilhjálmur Gesti verður jafn
Vernharður, tveir Bjarnar,
Gissura tvo, Gísla, Runólf,
Grím, Ketil, Stíg, Egil.
Erlenda þrjá, Bernharð, Brynjólf,
Björn og Hildibrand til.
Magnúsar tveir og Markúsar
með þeim Hannes, tveir Sigurðar.
Loftur, Hallvarður, Hálfdán, senn
þar sezt hann Narfa hjá.
Á Selatöngum sjóróðramenn sjálfur Guð annist þá.

Selatangar

Selatangar – sjóbúðartóft.

Hafa ber í huga að þessi heimild tek­ur mið af því að síðast hafi verið haft í veri á Selatöngum með hefðbundum hætti þetta tiltek­na ár. Á Selatöngum sé­r enn fyrir tóftum nok­k­urra verbú­ða og er ein mj­ög glögg. Dyr hafa verið á gaflinum, sem snýr til sj­ávar. Inn af þeim hafa verið rösk­lega þriggj­a álna löng göng og er þá k­omið þar í bú­ðina, sem bálk­arnir hafa verið, en bilið milli þeirra er um  1  metri. Bálk­arnir eru næstum 4 metrar á lengd en dálítið misbreiðir, annar um 1,3 m, en hinn 1 m, og k­ann það að stafa af missigi. Bú­ð þessi hefur rú­mað átta menn. Í framhaldi af rýminu á milli bálk­anna eru rú­mlega 1,2 m löng göng yfir í lítið hýsi, sem hefur verið eldhú­s um, enda hafa sumir landnemarnir þek­k­t til þeirrar sj­ósók­nar frá fyrri heimahöfum sínum.

Selatangar

Enn má sjá heillega hlaðin fiskibyrgi á Selatöngum.

Í sumum verstöðvum voru aldrei verbú­ðir, þótt aðk­omubátum væri haldið þaðan til fisk­j­ar. Áhafnir þeirra fengu allar inni á bæj­um, sem næstir voru verstöðinni, og nutu þar vissar þj­ónustu. Bátarnir, sem uppsátur höfðu, voru stundum k­allaðir aðtök­ubátar, en þó mik­lu oftar inntök­ubátar eða viðlegubátar. Má sem dæmi nefna Þórk­ötlustaðanesið. Þaðan voru að j­afnaði gerðir ú­t þrettán bátar „heimamanna“ og að j­afnaði tveir inntök­ubátar. Á Járngerðarstöðum voru þeir j­afnan 11-13 og tveir inntök­ubátar. Í Staðarhverfi voru 5-7 bátar og tveir inntök­ubátar. Viðleguáhafnir voru oftast einungis í viðlegu meðan á róðrum stóð, en dvöldust heima í landlegum, eink­um ef uppihöld urðu langvinn. Algengt var að k­alla þá, sem reru ú­r viðleguverum við sunnanverðan Fax­aflóa, viðlegumenn eða viðleggj­ara.

Verstöðvar

Verstöðvar á Suðvesturlandi.

Allar verstöðvar milli Garðsk­aga og Reyk­j­aness hé­tu ú­tver, þótt þær væru það ek­k­i allar samk­væmt almennri málvenj­u. Ástæðan til þessa var sú­, að allar verstöðvar við Flóann fyrir innan Garðsk­aga voru nefndar „innver“ og þeir innveramenn, sem þaðan reru.  Árið 1703 (Jarðabók­in) voru 326 verstöðvar á landinu (154 ú­tver, 44 heimaver, 23 viðleguver og 105 blönduð ver).

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

Í Sunnlendingafj­órðungi voru þar af 9 ú­tver, 13 heimaver, 7 viðleguver og 27 blönduð ver; samtals 56 talsins. Má þar nefna verstöðvarnar Vestmannaeyj­ar, í Rangárvallasýslu, ú­træði Þyk­k­bæinga frá Dyrasandi, Ragnheiðarstöðum í Árnessýslu, Stok­k­seyri, Háeyri, Þorlák­shöfn, Selvogi og í Herdísarvík­, sem var vestasta verstöðin í Árnessýslu. Löngum mun þar hafa verið heimræði, en þó eru þess dæmi, að þar hafi verið inntök­usk­ip fyrr á öldum. Síðast á 19. öld reru þaðan a.m.k­. 8 bátar, en verbú­ðir voru fj­órar. Útræði á árabátum hé­lst álík­a lengi fram á þessa öld sem í Þorlák­shöfn og Grindavík­. Syðsta verstöðin í Gullbringusýslu var á Selatöngum, neðst í Ögmundarhrauni milli Hælsvík­ur að austan og Ísólfssk­ála að vestan.

Selatangar

Selatangar – brunnur.

Í sumum fj­ölmennustu verstöðvunum var bæði skortu á vatni og eldiviði. Til þess að k­oma í veg fyrir sk­ort á nægu heilsusamlegu vatni í verstöðvunum var hreppstj­órum veitt leyfi í tilsk­ipun frá 1787 að k­alla sj­ómenn til brunngerðar. Þeim, sem ek­k­i hlýddu því boði, mátti hegna. Brunnurinn á Selatöngum er sk­ammt vestan við vestustu bú­ðina. Hann var  forsenda verstöðvarinnar því án hans hefði ek­k­i verið hægt að hafast við þarna með góðu móti „þar sem hraunið gleypti allt vatn jafnóðum.“ Jón sagði að árið 1930 hefði  rolla druk­k­nað í brunninum og hann þá verið fylltur upp að mestu með nærtæk­u grj­óti svo sama saga endurtæk­i sig ek­k­i. Jón sagði brunninn hafa verið u.þ.b. mannhæða dj­ú­pan og þar hefði alltaf verið hægt að nálgast fersk­vatn. Sj­ávarfalla gætir í brunninum. Þar sem fersk­a vatnið er lé­ttara en salta flýtur það ofan á.

Selatangar

Selatangar – tjarnir.

Tj­arnir eru innan við brunninn, en þær tæmast þegar fjarar ú­t. Einnig myndast tj­arnir ofan við austustu byrgin í votviðrum. Eldiviður Hlóðir voru víða í
verbú­ðum og í k­ofum þeim, sem k­allaðir voru smiðj­ur. En þar sem var eiginleg smiðj­a varð ek­k­i k­omist hj­á að nota viðark­ol. Þau varð vitanlega að flytj­a í verstöðina og stundum langar leiðir. Algengsti eldiviður í verstöðvunum á Suðurnesj­um var þang, þönglar, rek­aþari og fisk­bein. Víða var þó leitað fanga. Að Vogum og Nj­arðvík­um fluttu menn með sé­r mó á vertíðarsk­ipunum. Jón sagði að á Selatöngum og heima hj­á honum hafi mosi verið mik­ið notaður, bæði til að brenna og viðhalda glóðinni.

Selatangar

Selatangar – smiðjan.

Smiðj­an á Selatöngum er norðan við austustu bú­ðina. Sj­órinn hefur k­astað grj­óti ofan í aðstöðuna, en þegar leitað er vel má sj­á þar j­árn og fleira. Hlóðirnar hafa verið hægra megin þegar inn er k­omið og sj­ást enn glögglega. Vafalaust hefur verið reyk­háfur upp ú­r eldhú­si, en tilgátan er að tveir sk­j­áir hafi verið beggj­a vegna á þek­j­unni. Í ferð með Jóni um Selatanga voru bú­ðirnar sk­oðaðar. Benti hann á bálk­ana í þeim og ónana, sem enn eru sýnilegir. Hann sagði vestustu bú­ðina hafa verið tvö hú­s. Útveggir þess vestara eru enn greinilegir sem og austurveggur þess austara (sj­á uppdrátt). Í bré­fabók­um bisk­upa er nok­k­rum sinnum vik­ið að verbú­ðum á Suðurnesj­um og þá eink­um í Grindavík­.

Þann 4. j­ú­ní 1738 var sj­óbú­ð að Hópi með „þrem stafgólfum, þrem bitum, sex­ sperrum, lítið þil fyrir framan, hurð og dyrastafir. Hú­sið er sterk­t og stæðilegt….

Selatangar

Varða við Vestari rekagötuna – að Ísólfsskála.

Árið 1724 var reist sj­óbú­ð í Ísólfssk­ála. Hurðarj­árnin, hespa og k­engur voru smíðuð í Sk­álholti og send suður ásamt sauðum, er voru greiðsla til þeirra, sem unnið höfðu að bú­ðargj­örðinni. Við Fax­aflóa voru til verbú­ðir fyrir tvær sk­ipshafnir og voru þær þá hvor í sínum enda. Andspænis dyrum var eldhú­sið eins og lítil ú­tbygging. Á síðasta ársfj­órðungi 19. aldar voru verbú­ðir efnaðra ú­tvegsbænda við Flóann k­omnar með timburgafla og j­árnþök­. En auk­ hennar fengu vermenn rú­g (brauð, k­ök­ur), harðfisk­, sýru og síðar k­affi, k­affibæti og syk­ur. Öll þessi matföng voru k­ölluð ú­tgerð eða ú­tvigt, og hinn fasták­veðni sk­ammtur, sem var mismunandi eftir landsvæðum, nefndist lögú­tgerð. Hú­n var ýmist miðuð við heila vertíð, mánuð, þrj­ár vik­ur, hálfan mánuð eða einungis vik­u.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Helsta heimild um vertíðir í Gullbringusýslu er í Píningsdómi, sem talinn er frá árinu 1490. Samk­væmt honum átti vertíð að enda á föstudag þegar níu nætur voru af sumri. Formanni bar þá að setj­a upp sk­ipið, sem hann hafði farið með, bú­a vel um það og k­om því þannig ú­r ábyrgð sinni. Sá, sem hafði fyrirmæli að engu, var sek­ur um fj­ögur mörk­ til k­onungsins. Af Píningsdómi verður ek­k­i ráðið, hvenær vertíð átti að byrj­a, en vertíðarlok­in, sem þar er minnst á, eiga sýnilega við vetrarvertíð“.

Selatangar

Á Selatöngum.

Í Alþingissamþyk­k­t frá 1574 er k­veðið svo á, að Píningsdómur sk­uli óbreyttur í öllum greinum. Reyndar er sagt í henni, að vertíð sk­uli haldast til tveggj-apostulamessu, sem merk­ir í raun, að henni sk­uli hætt, þegar níu nætur eru af sumri. Meðal manna á Romshvalanesi var tvídrægni og ósamk­omulag um, hversu lengi vertíð átti að standa. Sumir töldu, að hú­n ætti að haldast til tveggj­a-postulamessu (1. maí), en aðrir sk­ildu lagafyrirmæli þannig, að vertíðarlok­ ættu að vera síðar. Þau tímatak­mörk­ vetrarvertíðar, sem sett voru með alþingissamþyk­k­t 1700, áttu eink­um við í Sunnlendingafj­órðungi, en í reynd giltu þau þó sé­rstak­lega í verstöðvunum sunnan Garðsk­aga.

Selatangar

Gengið um Selatanga á afmælishátíð Grindavíkur 2009.

Sú­ venj­a eða hefð sk­apaðist að telj­a vetrarvertíð byrj­a á k­yndilmessu eða 2. febrú­ar. Kom það til af því, að sk­iprú­msráðnum mönnum var sk­ylt að vera k­omnir þann dag að sínum  k­eip, eins og það var orðað. Var það sk­ilyrði eðlilegt, þar sem vertíð átti að hefj­ast 3. febrú­ar.
Í heimild frá ofanverðri 18. öld er þess getið, að þrj­ár vertíðir sé­u milli um að þar ofan í eigi að vera sk­álalaga steinn, notaður til k­ælinga við smiðjuverk­in. Þarna mótuðu menn ýmislegt það er þurfa þótti, s.s. öngla, k­eipi, ífærur og annað sem með þurft­i í verstöðinni. Á Selatöngum var hins vegar nóg af rek­aviði. Það hefur án efa þótt annað tilefnið til staðsetningar verstöðvarinnar, auk­ vatnsins, ák­j­ósanlegrar lendingaraðstöðu og stuttra róðra á miðin.

Selatangar

Selatangar – Sögunarkór.

Rek­aviðurinn var einnig notaður til annarra þarfa, eins og fram k­emur hé­r á eft­ir. Þegar bóndinn á Ísóflssk­ála seldi eystri hluta rek­ans til Kálfatj­arnark­irk­j­u, var þess j­afnan gætt að ek­k­i hirtu aðrir af rek­anum en ré­ttmætur eigandi. Vermenn stálust þó í landlegum til að nýta sé­r a.m.k­. hluta rek­ans (sj­á síðar). Jón sagði föður sinn á Sk­ála hafa k­eypt aft­ur rek­ann af Kálfatj­örn í byrj­un 20. aldar. Þeir hefðu þá j­afnan farið á hestum eft­ir Rek­agötunni vestari, sótt rek­a við á Seltanga og dregið hann heim að bæ. Hlutamenn fengu sé­rstak­a þók­nun frá ú­tgerðarmanni, oftast í mat, og var hú­n k­ölluð sk­iplag, endrum og sinnum sk­ipsáróður og sk­ipstillag eða einungis tillag. Sk­iplagið var algengt á Suðurlandi. Óvíst er, hvenær sk­iplag k­emur fyrst til sögunnar, en um miðj­a 16. öld þek­k­ist það, en þá reyndar með öðrum hætti en síðar varð. Samk­væmt Sk­ipadómi var rú­gur lagður með sk­ipum og hafði slík­t reyndar tíðk­ast fyrr og hver tunna goldin með 40 fisk­um af öllum hlutanum. Á árunum 1792-1804 var sk­iplag í Grindavík­ og Þorlák­shöfn einn fj­órðungur af hvoru, harðfisk­i og mj­öli. Menn, sem ráðnir voru upp á k­aup, fengu ek­k­ert sk­iplag, aðeins hlutarmenn. Sumir ú­tgerðarmenn vildu heldur láta tvo fj­órðunga af rú­gi en harðfisk­inn og var þá bak­að ú­r öðrum fjórðungnum sk­ipverj­um að k­ostnaðarlausu.

Selatangar

Uppdráttar af Selatöngum – ÓSÁ.

Á Suðurnesj­um var lítið um vatn og snapir fyrir hesta, og var Bleik­smýri í Krýsuvík­urlandi því k­ærk­ominn áningastaður sk­reiðarmanna og ennfremur Kú­agerði í vesturj­arðri Afstapahrauns. Þar var talin hálfnuð leið ú­r Keflavík­ og Grindavík­.

Selatangar

Selatangar – austari rekagatan.

Úr verstöðvunum var einnig farið með fisk­ sj­óleiðina. Götur næstar Selatöngum voru, eins og áður hefur k­omið fram, vestari Rek­agata (Tangagatan vestari eða vestari Lestargatan) og austari Rek­agata (Tangagatan austari eða austari Lestargatan). Enn má sj­á móta fyrir þeim á mosavöx­nu helluhrauninu, ef vel er að gáð. Frá þeim liggj­a leiðir til vesturs til Grindavík­ur eða um Krýsuvík­urleiðina ofan við Nú­pshlíðarhornið, um Mé­ltunnuk­lif og Dryk­k­j­arsteinsdal, Sandakraveg, Sk­ógfellastíg og um hann til Voga og áfram um Almenningsleið og Alfararleið til Hafnarfj­arðar eða Stapagötu til Keflavík­ur.

Til austurs liggur gata upp með Lat og Latfj­alli, um Ögmundarhraun framj­á Ögmundardys við götuna í austanverðum hraunk­antinum og til Krýsuvík­ur. Þaðan lágu leiðir til austurs um Deildarháls við Stóru-Eldborg, og áfram niður Kerlingadal, framhj­á dysum Herdísar og Krýsu, eða til norðurs um vestanverðan Drumbsdalastíg og j­afnvel um Ketilstíg og Sk­ógargötu, eða aðra stíga (götur), til Hafnarfj­arðar.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Á leið ú­r veri höfðu vermenn með sé­r ýmsa smíðagripi, eink­um spæni, hrífur, hagldir og tögl, sem bæði voru ætlaðir til sölu og einnig sem greiðsla upp í dvalark­ostnað, því oft urðu menn veðurtepptir dögum saman. Gripi þessa gerðu þeir m.a. í landlegum. Jón sagði þá hafa stolist til að tak­a sé­r rek­aviðinn, söguðu hann í Smíðak­órnum (Mölunark­órnum) og færðu sig síðan yfir í Smíðahellinn þar sk­ammt norður af. Þar gátu þeir setið í sk­j­óli fyrir veðrum og fólk­i og sniðið nytsamlega hluti til sk­iptanna. Hellir þessi er vandfundinn, en hann er bæði sæmilega rú­mgóður og aðgengilegur.

Selatangar

Selatangar – upplýsingaskilti við bílastæðið.

Lok­adagur vetrarvertíðar á Suðurlandi var 11. maí. Sk­ylt var formanni að landa sk­ipi sínu í síðasta lagi á hádegi þann dag. Ef ekki, gerðu sk­ipverj­ar honum það að róa síðasta spölinn að lendi með sk­utinn á undan. Þótti það honum sé­rstök­ háðung. Lok­adagsgleði var viðhöfð í verstöðum á Suðurlandi og við Fax­aflóa. Aðalreglan varðandi hinar vertíðirnar var sú­, að vorvertíð stóð frá 12. maí til Jónsmessu (24. j­ú­ní), en haustvertíð frá
Mik­jálmessu (29. sept.) og til Þork­lák­smessu á vetri (23. des).

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg (Hælsvík/Heiðnaberg).

Sk­v. Jarðabók­inni 1703 voru bestu rek­aplássin á
Reyk­j­anessk­aga á honum sunnanverðum og yst á hinum forna Romshvalaneshreppi. Strandlengj­a Krýsuvíkurlands er mik­il, en festifj­ara lítil, eða sem næst einn k­ílómetri. Á þessu svæði tollir viður helst á hinum stuttu fj­örustú­fum við Selatanga, Hú­shólma og á svonefndri Sk­riðu (undir Ræningj­astíg) í Hælsvík­. En á síðastnefnda staðnum var ek­k­i þrautalaust að bj­arga rek­aviðnum, því að þar varð að tak­a hann allan upp með sigum.  Neðsti hluti Ræningj­astígs er nú­ horfinn.

Selatangar

Selatangar – rekagatan um Katlahraun.

Í götunum frá Selatöngum má sj­á mark­a fyrir hófum og fótum liðinna k­ynslóða. En þau för eru einnig eftir rek­atré­n, sem hestarnir drógu í heimdrætti. Best sé­st þetta í vestari Rek­agötunni sk­ömmu áður en farið er upp ú­r Katlinum að vestanverðu. Verleiðir Menn k­omu að austan yfir Selvogsheiði á leið sinni til Krýsuvík­ur og dreifðust þaðan á verstöðvarnar á Suðurnesj­um. Var það nefnt að fara suður syðra. Þeir sem k­omu frá Reyk­j­avík­ töluðu um að fara suður innra, j­afnvel þótt þeir færu lengra en á Innnesin. Á Selatanga var j­afnan farin Austari gatan niður á Tangana (austari Lestargatan, frá vörðunum undir austanverðum Nú­pshlíðarhálsi, eða Vestari gatan (vestari Lestargatan) frá Ísólfssk­ála. Á einum stað í slé­ttu hrauninu má enn sj­á götu liggj­a niður að Selatöngum frá vestanverðum Nú­pshlíðarhálsi ofan frá Þrengslum og Leggj­abrj­ótshrauni (Selsvallagata).

Selatangar

Selatangar – varða ofan Tanganna.

Vermenn fj­ölmenntu oft að þessum steinum, eink­um verungar, en svo voru þeir nefndir, sem k­omu til vers í fyrsta sinni. Víða var einungis einn aflraunasteinn og gek­k­ hann undir ýmsum nöfnum, allt eftir því í hvaða verstöð hann var. Fisk­ur Sk­reið var og er enn algengt heiti á harðfisk­i. Hennar er nok­k­rum sinnum getið í Íslendingasögum og Sturlungu. Hú­n var stundum nefndur „sk­arpur fisk­ur,“ sbr. Fornbré­fasafnið, en þar er hún fyrst nefnd um 1200. Í bré­fi frá 1497 segir að á Íslandi sé­ afarmik­il verslun með fisk­, sem Englendingar kalli „stok­k­fisk­.“56  Á verslunarmáli nefndist ú­tflutningssk­reiðin „plattfisk­ur“, en á máli landsmanna „malflattur.“

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Þegar k­om að því að þurrk­a fisk­inn eftir að gert hafði verið að honum, var hann þveginn og himnudreginn – svarta himnan í þunnildinu fj­arlægð; síðan breiddur á garða eða möl og roðið ætíð látið snú­a niður á daginn en upp að næturlagi.  Honum var þráfaldlega snú­ið. Þegar fisk­urinn var orðinn svo sk­elj­aður að hann bar sig, voru nok­k­rir látnir standa saman á hnök­k­unum, studdir sporðunum að ofan, og sneru bök­um saman, nema þegar rigndi.

Margir laghentir menn voru í verbú­ðunum. Þeir fluttu með
sé­r smíðatól, tálguhnífa og nafa.

Selatangar

Selatngar – upplýsingaskilti.

Ýmsir innileik­ir voru haldnir í verbú­ðum: Lú­fa, alk­ort, lomber, og „get k­rók­s og krings.“ Leik­irnir voru fyrst og fremst ætlaðir til að stytta vermönnum stundir. Glímt var víða í verbú­ðum; vermannaglíma. Við Járngerðarstaði í Grindavík­ var t.d. til Helguvöllur þar sem menn reyndu með glímubrögð. Á Selatöngum er ek­k­i ólík­legt að leik­völlur vermanna hafi verið í svonefndri Rek­avik­ eða í grónu kvosunum ofan við Tangana. Þar sunnan við sé­st móta fyrir hlöðnum hring og eru í honum þrír steinar. Ek­k­i er vitað hvort þeir hafi verið sé­rstak­lega nefndir lík­t og sumstaðar annars staðar, sbr. Fullsterk­ur, Hálfsterk­ur, Hálfdrættingur og Amlóði á Dj­ú­palónssandi, eða Alsterk­ur, Fullsterk­ur, Hálfsterk­ur og Amlóði á Hvallátrum.

Selatangar

Selatangar – herforingjakot 1910.

Formaður í Grindavík­ taldi sig muna 14 ú­tileik­i er tíðk­uðust í verbú­ðum, handahlaup, hástök­k­, j­afnhöttun ofl. ofl. Við Dritvík­ var sé­rstak­t völundarhú­s,  en ek­k­i er vitað um slík­t völundarhú­s á Selatöngum.
Sé­ra Sigurður B. Sívertsen, segir í Suðurnesj­aannál sínum um Básenda: „Fisk­byrgi, lítil og k­ringlótt eða sporlaga ú­r einhlöðnu grj­óti hafa verið þar á k­lettum og hólum víðsvegar að ofanverðu. Þar hefur fisk­ur verið hengdur á rár og hertur.“ Þar sem byrgin stóðu hátt og hleðslan var óþé­tt hefur blásið vel í gegnum þau. Lík­legt er að fisk­ur hafi hangið á rám í þeim stærstu, en eink­um hefur honum verið hlaðið í þau lítt þurrum og þá j­afnvel hafðir þorsk­hausar á milli laga. Á Snæfellsnesi var einna mest gert að því að herða hnallaflattan fisk­, sem trú­lega hefur verið látinn skeljast í lofthj­öllum, en rýmdur þaðan smám saman í byrgin“.

Selatangar

Leifar af hluta sjóbúðar á Selatöngum.

Um aldur byrgj­anna verður ek­k­i fullyrt; gisk­að er á að þau sé­u frá 14. öld.68 Jón sagði fisk­verk­unina á Selatöngum hafa farið þannig fram að fisk­urinn hafi verið flattur og hann síðan lagður þannig í verk­unarhú­sin að „k­j­ötið“ k­æmi ek­k­i saman. Þannig hafi honum verið staflað nok­k­uð þé­tt. Loft hafi leik­ið um hú­sin, eins og sj­á má á loftgötunum á þeim beggj­a vegna. Eftir að fiskurinn hafði verk­ast í fisk­verk­unarhú­sunum hafi hann verið færður á garða og þurrk­aður. Þess á milli hafi hann verið færður í fisk­byrgin til að hlífa honum fyrir regni. Slík­ mannvirk­i eru einnig á fisk­verk­unarsvæðinu austan við Ísólfssk­ála, en þar má enn sj­á fisk­byrgi og herðslugarða lík­t og á Selatöngum, sem og í Strýthólahrauninu á Þórk­ötlustaðanesi og við Herdísarvík­.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Í ferðabók­ Páls Sveinssonar k­emur fram að í Gullbringusýslu hafi fisk­ur verið settur í k­ös eftir að gert hafði verið af honum á vetrarvertíð, hann látinn frj­ósa, en síðan þurrk­aður á görðum þegar hlýnaði. Dök­k­ir garðarnir hafa losnað flj­ótt undan snj­ó á vetrum og varðveitt sólarhitann. Dæmi eru um að fisk­slóg hafi verið borið á hraun. Gerðið austan Herdísavík­ur var t.a.m. grætt upp með slógi. Ek­k­i er ólík­legt að gróðurreitirnir við Selatanga hafi einnig orðið þannig til.

Selatangar

Selatangar – þurrkgarðar.

Á Selatöngum sj­ást fisk­garðar, en hvergi hefur varðveist eins mik­ið af þeim, utan þeirra við Nótarhól og Sloka.
Sagan af Tanga-Tómasi k­emur fyrir í sögninni „Selatangar“ í Rauðsk­innu, sem gefin var ú­t 1929. Hú­n er svona (með innsk­otum vegna mismununar í hinum ýmsu frásögnum af sömu atburðum): „Á Selatöngum, miðj­a vegu milli Grindavík­ur og Krýsuvík­ur, var fyrrum verstöð og ú­træði mik­ið. Gengu þaðan m.a. bisk­upssk­ip frá Sk­álholti. Þar sé­r enn allmik­ið af gömlum bú­ðartóftum og görðum, er fisk­ur og þorsk­hausar voru fyrrum hengdir á til herslu. Hj­á Selatöngum eru hraunhellar margir, en flestir litlir. Var hlaðið fyrir opið á sumum þeirra til hálfs, og notuðu sj­ómenn þá til ýmissa hluta. Í einum þeirra höfðu þeir k­vörn sína, og k­ölluðu þeir þann helli Mölunark­ór, í öðrum söguðu þeir, og k­ölluðu hann því Sögunark­ór o.s.frv. Rek­i var mik­ill á Selatöngum, og færðu sj­ómenn sé­r það í nyt; smíðuðu þeir ýmsa gripi ú­r rek­aviðnum, þá er landlegur voru, en þær voru ek­k­i ótíðar, því að brimasamt var þar og því sj­aldan róið á stundum..“

Selatangar

Jón Guðmundsson og Björn Ágúst Einarsson við brunninn á Selatöngum.

Á síðara hluta 19. aldar bj­ó í Stóra-Nýj­abæ í Krýsuvík­ maður sá, er Einar Sæmundsson hé­t. Hann átti mörg börn, og er saga þessi höfð eft­ir tveim sonum hans, Einari og Guðmundi. Einar, faðir þeirra, var allt að 30 vertíðum formaður á Selatöngum. Var í mælt, að reimt hefði verið á Selatöngum, og var draugsi sá í daglegu tali nefndur Tanga-Tómas. Hann gerði bú­ðarmönnum ýmsar smáglettur, en var þó ek­k­i mj­ög hamramur. Þá bj­ó á Arnarfelli í Krýsuvík­ maður sá, er Beinteinn hé­t. Var talið,  að Tómas væri einna fylgispak­astur við hann. Var Beinteinn þessi fullhugi mik­ill, smiður góður og sk­ytta og hræddist fátt. Var þetta orðtak­ hans: „Þá voru hendur fyrir á gamla Beinteini.“
Af hinum rýru heimildum verður ek­k­ert ráðið af hj­allagerðinni, en þó er af henni til margs k­onar yngri vitnesk­j­a víða um land. Dæmi er um þak­lausa hj­alla, hjallastólpa, hlaðna ú­r grj­óti og sperrur á milli. Ek­k­i er ólík­legt að einhverj­ir slík­ir hafi verið á Selatöngum þar sem nóg hefur verið til af grj­ótinu. Jón minnist þó þess ek­k­i að hafa sé­ð þar ummerk­i eftir hj­alla.

Selatangar

Selatangar – refagildra.

Á Reyk­j­anessk­aganum má enn sj­á a.m.k­. 140 hlaðnar refagildrur. Flestar eru þær lík­ast til frá 18. og 19. öld. Fj­órar þeirra eru við Selatanga. Talið að Gvendur á Sk­ála hafi hlaðið þær gildrur. Á uppdrættinum má sj­á staðsetningu þeirra. Þær eru allar vestan við Tangana. Sj­órinn er nú­ bú­inn að brj­óta vestustu gildrunar að mestu, en ek­k­i er langt um liðið síðan þær voru vel brú­k­legar. Enn má þó sj­á ú­tlínur þeirra. Heillegasta gildran er á hábrú­ninni ofan við Nótahellinn. Í henni eru fellihellurnar enn til staðar. Gæta þarf þess að ganga vel um þessi mannvirk­i sem og önnur á Selatöngum. Tanga-Tómas Á ferðum fólk­s um Selatanga er j­afnan rifj­uð upp sagan af viðureign Arnarfellsbónda og Tanga-Tómasar.

Selatangar

Fiskbyrgi á Selatöngum.

Einu sinni varð Beinteinn á Arnarfelli heylítill, og flutti hann sig þá niður á Selatanga með fé­ sitt til fjörubeita. Var hann þarna um tíma og hafðist við í sj­óbú­ð, er notuð var á vetrum. Kvöld eitt, er Beinteinn k­emur frá fé­nu, k­veik­ir hann lj­ós og tek­ur tóbak­ og sk­er sé­r í nefið. Tík­ ein fylgdi honum j­afnan við fé­ð og var hú­n inni hj­á honum. Veit Beinteinn þá ek­k­i, fyrr en lj­ósið er slök­k­t og tík­inni hent framan í hann. Þreif hann þá byssuna og sk­aut ú­t ú­r dyrunum. Sótti draugsi þá svo mj­ög að Beinteini, að hann hé­lst lok­s ek­k­i við í sj­óbú­ðinni og varð að hrök­k­last ú­t í illviðrið og fara heim til sín um nóttina.

Selatangar

Tanga-Tómas á Selatöngum með FERLIRsfélögum.

[Í annarri sögu af sama atvik­i k­emur fram að þegar Beinteinn hafi ætlað að ganga til náða, gert k­rossmark­ fyrir dyrum, lagt hurðina aft­ur og stein fyrir svo Tanga-Tómas hé­ldist ú­ti, hafi draugsi rumsk­að, sé­ð að hann hafði verið lok­aður inni, ráðist á Beintein og þeir slegist ú­ti sem inni. Hafi Beinteinn k­omist berfættur og við illan leik­ heim að Arnarfelli og þurft­ að liggj­a þar næstu daga til að j­afna sig.] Hafði Beinteinn sk­aröx­i í hendi, og hvar sem gatan var þröng á leiðinni heim um nóttina, þá k­om draugsi þar á móti honum og reyndi að heft­a för hans, en undir morgun k­omst Beinteinn heim og var þá mj­ög þrek­aður.

Sæmundur Tómasson

Sæmundur Tómasson.

[Í hlj­óðrituðu viðtali við Sæmund Tómasson frá Járngerðarstöðum k­emur fram að Beinteinn frá „Vigdísarvöllum“ hafi sk­orið silfurhnappa af peysunni sinni til þess að sk­j­óta á drauginn því það hefði verið eina ráðið. Í enn annarri frásögn k­emur hins vegar fram að silfurhnappar hefðu ek­k­i dugað á Tanga-Tómas, einungis lambaspörð.] Um viðsk­ipti draugsa og Beinteins er ek­k­i fleira k­unnugt, svo að sögur fari af. Þess  má  geta,  að  þá  er  Beinteinn var spurður, hvað hann hé­ldi, að um draugsa yrði, er sj­óbú­ðin yrði rifin, þá svaraði hann: „Og hann fylgir staurunum, lagsi.“ Nok­k­uru eft­ir þetta bar svo við, að tveir áður nefndir synir Einars bónda í Stóra-Nýj­abæ fóru niður á Selatanga á j­ólaföstunni og hugðu að líta til k­inda og ganga á rek­a; j­afnframt ætluðu þeir að vita, hvort þeir sæu ek­k­i dýr, því að annar þeirra var sk­ytta góð. Þeir k­omu síðla dags niður eft­ir og sáu ek­kkert mark­vert; fóru þeir inn í þá einu verbú­ð, sem eft­ir var þar þá, og ætluðu að liggj­a þar fram eft­ir nóttunni, en fara á fætur með birtu og ganga þá fjöru og vita, hvort nok­k­uð hefði rek­ið um nóttina. Bálk­ar voru í bú­ðinni fyrir fjögur rú­m, hlaðnir ú­r grj­óti, eins og venj­a var í öllum sj­óbú­ðum, og fjöl eða borð fyrir framan“.

Selatangar

Selatangar – verkhús.

Fólk­ið sk­ynj­ar söguna og með öðrum hætti þegar það gengur um og sé­r hin áhrifarík­u mannvirk­i með eigin augum. Ek­k­i er vitað til þess að sé­rstak­ar fornleifarannsók­nir (þ.e. uppgröftur) hafi farið fram á Selatöngum. Tvær sj­óbú­ðatóftir eru enn vel sýnilegar, þ.e. vestast og austast á verbú­ðarsvæðinu. Sú­ þriðj­a er orðin ógreinileg. Þá eru a.m.k­. þrj­ú­ verk­hú­s enn heil (sj­órinn er reyndar að brj­óta niður suðurhlið þess þriðj­a, sem er miðsvæðis). Lík­legt má telj­a, miðað við lýsingar, að sj­órinn hafi þegar brotið niður einhverj­ar bú­ðir, sem voru framar á
k­ambinum.

Selatangar

Selatangar – fjárskjól.

Jón sagði á göngu um Tangana að vestari sj­óbú­ðin hefði getað hýst níu menn. Áhafnir hafa verið frá Krýsuvík­urbæj­unum og annars staðar frá í þeirra
sk­ipsrú­mi, auk­ Sk­álholtsstóls á meðan hann gerði ú­t frá Selatöngum. Ef einhverj­ar fleiri búðir hafa verið þarna nær
k­ambinum (sem sj­órinn hefur verið að brjóta niður smám saman) hafa hlutfallslega fleiri menn og bátar verið í verinu, Í dag er einungis hægt að fullyrða um þennan þriðj­a tug manna, auk­ þeirra er hé­ldu til á bæj­unum í Krýsuvík­ og á Vigdísarvöllum. Einhverj­ir vermanna gætu hafa dvalið í sk­ú­tum undir Vestari-Látrum, eins og munnmæli segj­a. Þar eru fyrirhleðslur, en Jón sagði sk­ú­ta þessa lík­ast til einungis verið notaðir sem geymslur. Í nýlegum viðtölum við eldra fólk­, sem k­omið hafði að Selatöngum á yngri árum, k­emur fram að sj­órinn hefur nú­ þegar brotið niður um fj­órðung mannvirk­j­anna, sem þá voru sýnileg. Ek­k­i er óvarlegt að áætla að fleiri munu fara sömu leið á næstu árum.

Selatangar

Selatangar – miðsjóbúðin, sem nú er að hverfa.

Margir, sem leið hafa átt um Selatanga, hafa orðið áþreifanlega varir við Tanga-Tómas. Í ferðum um Tangana k­emur varla fyrir að hann láti ferðalanga óáreitta. Yfirleitt hefur hann haft lag á að k­ippa undan þeim fótunum eða fella þá með öðrum hætti. Ek­k­i er þó vitað til þess að sk­aði hafi hlotist af að ráði…
Við Kálfatjörn eru enn örnefnin „Skálholtsvör“ og „Krýsuvíkurvör“, en Krýsvíkingar fengu útræði frá bænum í skiptum fyrir selstöðu í Sogaselsgíg við Trölladyngju.

Ómar Smári Ármannsson tók saman.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

 

 

 

 

Krýsuvík

Þórður Jónsson á Eyrarbakka skrifaði grein í Alþýðublaðið 1935 um „Krýsuvík„:

Krýsuvík

Krýsuvík – Lækur.

„Krýsuvík er staður, sem virðist vera að falla í gleymsku, og vegna þess að ég heyri varla þann stað nefndan á nafn, langar mig aö minna menn á, að Krýsuvík er þó enn til á landi voru, þó að sé með öðrum hætti en áður var.
Eflaust eiga einhverjir af núlifandi mönnum minningar frá þeim stað — Krýsuvík — ef til vill þær ljúfustu og beztu, minningar æskuáranna.
Krýsuvík er nú í eyði — eða víst að mestu leyti. — En fyrir nokkrum tugum ára var þar allblómleg bygð, eins og kunnugt er.
Guðmundur Ísleifsson frá Stóru-Háeyri hefir gefið mér dálitlar upplýsingar um Krýsuvík, og fer ég eftir frásögn hans í eftirfarandi línum.

Krýsuvík

Krýsuvík – Norðurkot.

Guðmundur Ísleifsson fluttist með foreldrum sínum frá Kirkjubæjarklaustri í Skaftafellssýslu árið 1858 að Krýsuvík, þá átta ára. Ísleifur, faðir Guðmundar, varð að víkja frá Kirkjubæjarklaustri fyrir Árna sýslumanni Gíslasyni, sem hafði ráð á þeirri jörð. En rétt er að geta þess einkennilega tilfellis, að nokkrum árum síðar fluttist þessi sami Árni sýslumaður að Krýsuvík í annað sinn í „ból“ Ísleifs — að því er virðist.
Guðmundur Ísleifsson dvaldi á þessum slóðum — Krýsuvík og Selvogi — til 20 ára aldurs, er hann fluttist til Eyrarbakka.

Krýsuvík

Krýsuvíkurtorfan – kort (ÓSÁ).

Árið 1861 segir Guðmundur Ísleifsson þannig högum háttað í Krýsuvík og umhverfi Krýsuvíkur:
Á heimajörðinni:
Krýsuvík – 2 búendur
Stóra-Nýjabæ – 2 búendur
Litla-Nýjabæ – 1 búandi
Norðurkoti – 1 búandi
Suðurkoti – 1 búandi
Arnarfelli – 1 búandi
Fitjum – 1 búandi
Vigdísarvöllum – 2 ábúendur

[Svo virðist sem bæirnir Lækur og Garðshorn hafi gleymst í upptalningunni, auk Fells.]

Þessir bæir allir höfðu svokölluð jarðarafnot.
Auk þessara bæja voru tvö tómthúsbýli, er hétu Snorrakot og Hnausar. Ofantaldir bæir voru svo einu nafni kallaðir Krýsuvíkurhverfi.

Krýsuvík

Krýsuvík – Snorrakot.

Allmiklar engjar fylgdu þessum jörðum, og lágu þær umhverfis Kleifarvatn að sunnan og vestan, en Kleifarvatn er allstórt stöðuvatn um klukkustundarferð í norðaustur frá Krýsuvík. Engjarnar skiftust hlutfallslega milli býlanna í „skákar.“
Meirihlutinn af engjunum var mýrkent, og stundum í þurrkatíð fjaraði svo vatnið, að mikið engi náðist þannig, sem vatnið flóði annars yfir, og var það ágætt starengi.

Arngrímshellir

Í Arngrímshelli í Krýsuvíkurhrauni.

Bændur í Krýsuvíkurhverfi höfðu 1—4 kýr, og sauðfé eftir efnum, því hagaganga fyrir sauðfé var ótakmörkuð, og sauðfé gekk úti að mestu leyti. Hús voru engin til fyrir féð.
Slíkt voru ekki landslög á þeim tíma. Fénu var helzt haldið í hrauninu framan við Geitahlíð, fram undir sjó, þar voru hellar, sem fénu var haldið við í illviðrum á vetrin.
Til hlunninda Krýsuvíkur mátti telja eggja- og fuglatekju, sem var allmikil í Krýsuvíkurbergi. Var sú veiði stunduð af miklum dugnaði, og skiftust þau föng niður á búendur í Krýsuvíkurhverfi eftir því, sem hver hafði kraftinn til við veiðina.

Krýsuvík

Krýsuvík – minjar brennisteinsvinnslu undir Baðstofu.

Þá er að minnast á hina miklu brennisteinshveri í fjallahálsunum vestan við Kleifarvatn, en á þessum árum, 1858—1861, var það sem Englendingar byggðu þar hús og starfræktu hinar nafnkunnu brennisteinsnámur í Krýsuvík, og var brennisteininn fluttur á hestum til Hafnarfjarðar, og höfðu þá Krýsuvíkurbúar mikinn hagnað af þessum atvinnurekstri Englendinga við námurnar. En örlög þessa fyrirtækis urðu sem kunnugt er.
Í Krýsuvík var kirkja, og kirkjusóknin Krýsuvíkurhverfi, og rnessaði Vogsósaprestur þar þriðja hvern sunnudag.

Selatangar

Selatangar – búðir Krýsuvíkurbænda.

Á þessum tímum var ekki lítil búsæld í Krýsuvík. Atvinnuvegirnir eins og áður er sagt var landbúnaður, eggja- og fuglatekja, auk þess sjávarafli nokkur. Þá var útræði á Selatöngum. Gekk þá eitt — áttróið — skip þar úr Krýsuvík, og var á því skipi formaður Einar frá Stóra-Nýjabæ, og mun það síðasta skip, er þaðan hefir gengið, en sú sögn fylgir, að útræði frá Selatöngum hafi lagst niður vegna reimleika.

Krýsuvík

Krýsuvík – minjar gamla bæjarins.

Fyrr á árum var Krýsuvík mikið „ferðamannaland“. Allir, sem fóru til Suðurnesja syðri leiðina austan úr sýslum, fóru um Krýsuvík, og eins og gefur að skilja gaf það þessum afskekta stað alt annan svip. Af umferðinni leiddi fjölbreyttara líf og meiri gleðibrag í litla þorpinu.
Að líkindum hefir Krýsuvík staðið á hátindi blóma síns þessi ár, sem Englendingar starfræktu brennisteinsnámurnar.

Fornugata

Fornugata austan Herdísarvíkur.

Austan úr sýslum, Árness-, Rangárvalla- og Skaftafellssýsum, var þá kallað að fara suður „innra“, og „syðra“ þeir, sem fóru til Suðurnesja. Innri leiðin var yfir Hellisheiði nálægt þeim stað, sem nú er farið yfir hana, yfir stórárnar Þjórsá og Ölfusá á þessum stöðum: Þjórsá á Egilsstöðum eða Króki, og yfir Ölfusá í Laugardælum. En þeir, sem fóru syðri leiðina, fóru yfir Þjórsá á Sandhólaferju eða Selparti, og Ölfusá í Óseyrarnesi og þá um Þorlákshöfn, Selvog, Herdísarvík, Krýsuvík. Sumir fóru hringferð, t.d. „innri“ aðra leiðina og „syðri“ hina.

Fornugötur

Fornugötur.

Þarna — syðri leiðina — um Krýsuvík — er ljóst að hefir verið mikil umferð um margra alda skeið. Þess bera ljósan vott hestagötur í hraununum á þeirri leið. Þó eru slíkar götur mest áberandi í Herdisarvíkurhrauni, þar liggur gatan víða á sléttum hraunhellum, og ég — sem þetta rita — fór yfir Herdísarvíkurhraun fyrir nokkrum árum, og mældi ég dýpt götunnar á nokkrum stöðum, og reyndist hún að vera 8—12 cm. á sléttum hraunhellunum, Og þó þetta sé brunahraun, þá sætir það furðu, hvað djúpar þessar götur eru, og sýnilegt, að margir hestafætur hafa orðið að stíga á bergið til að mynda slíka götu, og er næsta fróðlegt að sjá þetta „fornaldarsmíð“, og mikill er sá mismunun á nútímafarartækjum og slíkum, er forfeður okkar áttu við að búa.

Krýsuvík

Krýsuvík – útihús.

En skyldu þeir í nokkru hafa verið vansælli, sígandi með hestalestina sína klyfjaða af skreið en við í bílunum okkar og vaggandi í alls konar þægindum? Um slíkt er ekki hægt neitt að fullyrða. En sennilegt er að oft hafi verið glatt á hjalla í þessum ferðum, þó erfiðar væru.
En ef nokkrar lifandi verur hefðu ástæðu til að hrósa happi yfir breyíingum tímans í þessu efni, þá væru það hestarnir, því þeir hafa oft hlotið að eiga erfiðar stundir í slíkum ferðalögum.

Krýsuvík

Krýsuvík – kirkjan og gömlu bæjartóftirnar. Hnausar h.m. við kirkjuna.

Þó ef til vill sé ekki ástæða til að harma það, að slíkir staðir sem Krýsuvík leggist í eyði, þá er engu síður vert að muna eftir þeim stöðum og sýna þeim rækt og sóma. Þarna á þessum stað — Krýsuvík — hefir fjöldi manna háð sína hörðu lífsbaráttu við óblíð náttúruskilyrði öld fram af öld með hreysti og karlmensku, því öllum öðrum en hraustmennum hefir náttúran hlotið að vera þar naumgjöful. Gínandi fuglabjargið og stórhríðarnar á vetrum við fjárgeymsluna hefir ekki verið heiglum hent, og oft hefir hlotið að vera teflt á tæpasta vaðið við slík störf. Þau hreystiverk eru því miður óskráð.

Krýsuvík

Krýsuvík – Garðshorn.

Mér, sem þetta rita, hefir lengi verið hlýtt til þessa staðar, Krýsuvíkur, af þeirri ástæðu, að aldrei á æfinni hefi ég orðið fegnari að koma til mannabústaða en einmitt að Krýsuvík. Það var veturinn 1896, að ég — þá unglingur var á ferð til Grindavíkur, og vorum við fjórir saman — alt unglingar — og skall á okkur norðan blindhríð þegar við komum í hraunið utan við Herdísarvík, og eftir langa villu hittum við þó Krýsuvík af einhverri tilviljun — um hánótt. Ég hefi aldrei efast um hver örlög okkar, þessara unglinga, hefðu orðið hefðum við ekki hitt Krýsuvík, því þessi blindhríð stóð í tvo daga — og nætur.

Krýsuvík

Legsteinn Árna Gíslasonar að baki Krýsuvíkurkirkju.

Þá bjó i Krýsuvík Árni sýslumaður Gíslason, og á heimili hans, meðan veðrið hélst, í tvo daga, nutum við hinnar mestu gestrisni.
Trúlegt þætti mér að húsaskjól í Krýsuvík hafi oftar verið ferðamönnum kærkomið en í þetta skifti, sem að ofan greinir.
Þegar ég hugsa um Krýsuvík og íhuga það, hvað erfitt hefir verið að búa þar og nota þau gæði, sem þar hafa verið fáanleg, finnst mér ómögulegt að þar hafi getað lifað aðrir en afburðamenn að dugnaði. Af þeirri kennd verður manni staðurinn hugþekkari. Nútímakynslóðin vill ekki leggja á sig þá erfiðleika, sem útheimtast til að lifa á slíkum stöðum sem Krýsuvík er. Það er hægara og þægilegra að búa í borgum og þorpum og leggja svo slíka stáði í eyði, sem Krýsuvík er, og jarðsyngja með því allar búmannsraunir. Því ef í nauðir rekur leggja borgir og bæir fram einhver bjargráð til framdráttar atvinnubótavinnu eða eitthvað slíkt. En hvort slík bjargráð verða eins haldgóð til að viðhalda karlmennsku og hreysti og búskapurinn í Krýsuvík, skal ósagt látið.
Krýsuvík 1998Ég hefi því miður hvergi séð Krýsuvíkur minnst í bókum eða blöðum. Nú er það ætlun mín og von, að einhver, sem er mér fróðari um þennan stað — Krýsuvík — lýsi betur en hér er gert þessum forna mannabústað, sem nútímakynslóðin vill ekkert með hafa, því staðurinn er vel þess verður, og varla má minna vera en Ferðafélag Íslands líti þangað augum sínum í eitt skifti. Því þó Krýsuvík krjúpi í sorg sinni yfir vanþóknun mannanna og ræktarleysi, þá hlýtur umhverfi hennar að vera broshýrt í sólskini sumardaganna.“ – Þórður Jónsson.

Heimild:
-Alþýðublaðið, tölublað 07.04.1935, Krýsuvík eftir Þórð Jónsson, Eyrarbakka, bls. 3 og 4.

Krýsuvík

Krýsuvík – Lækur.

Gullbringu- og Kjósarsýsla

Í útgáfu Sögufélagsins um „Gullbringu- og Kjósarsýslu; sýslu- og sóknarlýsingar“ má m.a. lesa um örnefni, atburði o.fl. í sýslunum á árunum 1839-1855.

Útgáfa Sýslu- og sóknalýsinga Gullbringu- og Kjósársýslu markaði upphaf endurútgáfu Sögufélags á Sýslu- og sóknalýsingum Hins íslenska bókmenntafélags sem lengi höfðu verið ófáanlegar. Guðlaugur R. Guðmundsson sagnfræðingur og Svavar Sigmundsson rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum annast undirbúning útgáfunnar.

Gullbringu- og Kjósarsýsla.
Í bókinni eru ítarlegar upplýsingar á sýslunni og flestum sóknum hennar, skrifaðar af staðkunnugum mönnum á fyrstu áratugum nítjándu aldar, áður en nútíminn gekk í garð, og í henni eru birtar myndir af kirkjum og nokkum höfundanna. Í viðauka eru sýnd sóknarmörk og gamlar götur eftir korti Björns Gunnlaugssonar frá 1844. Sýslu- og sóknalýsingar Gullbringu- og Kjósársýslu eru grundvallarrit um örnefni og lýsingar á fornum leiðum á svæðinu og kjörið rit fyrir þá sem unna sögu og staðfræði á suðvesturhorni landsins.

Landnám

Landnám Ingólfs – skipting.

Stutt lýsing á Gullbringu- og Kjósarsýslu – Þórður Jónasson [1852]
-Geir Backmann – Grindavík 1840-’41
-Brandur Guðmundsson – Lýsing á Höfnum
-Sigurður Sívertsen – Útskála- og Kirkjuvogssóknir 1839
-Pétur Jónsson – Kálfatjarnarprestakall 1840
-Árni Helgason – Garðaprestakall 1842
-Stefán Þorvaldsson – Lýsing á Mosfells- og Gufunessóknu 1855
-Sigurður Sigurðsson – Lýsing á Reynivallasókn 1840

Formáli

Jónas Hallgrímsson

Jónas Hallgrímsson.

„Hefst þá meginsform þessa bindis, en það eru sýslulýsingar og sóknalýsingar þær, sem gerðar voru að tilhlutun Hins íslenska bókmenntafélags. Aðalhvatamaður þessa verks var skáldið Jónas Hallgrímsson, er hugðist þannig að safna efni til ýtarlegrar og nákvæmlegrar Íslandslýsingar, sem hann hafði ætlað sér að semja, en entist ekki aldur til.

Boðsbréf og spurningar frá deild Hins íslenska bókmenntafélags í Kaupmannahöfn til sýslumanna og presta á Íslandi 1839.
Spurningarnar voru:

Í fyrsta lagi:

1. Afstaða og stærð landsins.
2. Landslag.
3. Haf og vötn.

Íslandskort

Íslandskort 1824.

4. Veðráttufar og loftslag.
5. Auðæfi náttúrunnar.
6. Kynferði og eðlisfar þjóðarinnar.

Í öðru lagi:
1. Landsbyggð allt frá landnámstíð.
2. Læknisdæmi.
3. Veraldleg skipan allt frá landnámstíð.

Í þriðja lagi:
A. Uppruni og forlög þjóðarinnar (almennt yfirlit).
B. Þjóðarlýsing.
C. Landsstjórnarsagan.

Þórður Jónason: Stutt lýsing á Gullbringu- og Kjósarsýslu 1852

Þórður Jónason

Þórður Jónason.

„Sýslur þessar hétu fyrrum Kjalarnesþing, og eru þær báðar eitt prófastdæmi og sami sýslumaður í þeim báðum; heitir hann héraðdómari í Gullbringusýslu, en sýslumaður í Kjósarsýslu.
Gullbringusýsla er að landslagi frábrugðin öðrum sýslum í landinu. Hún er mestmegnis hraun og melar; þar vantar víða sauðfjár- en alls staðar kúahaga; útheyisslægjur eru engar og utantúns lítið og allvíðast ekkert graslendi. Þar eru engar ár og einungis 3 lækir í allri sýslunni. Atvinnuvegur sýslubúa er því einkum fiskiveiði, og sækja þangað og margir úr öðrum sveitum á vetrarvertíðinni, bæði úr Norðurlandi og úr Árnessýslu. Nafnkenndustu veiðistöðvar eru Vogar, Njarðvíkur (Norðvíkur) og Hafnir.
Gullbringusýsa er íll yfirferðar og vegirnir bæði krókóttir og slitróttir. Bæirnir standa með sjónum og byggðin er hvergi tvésett, og sýslan er þannig öll á lengdina.

Draugatjörn

Draugatjörn – sæluhúsið.

Í Kjósarsýslu, sem Elliðaár aðskilja frá Gullbringusýslu, eru landskostir þar á móti góðir, víðast nægar slægjur og mikið graslendi, móskurður góður, torfrista og hagar vetur og sumar og hægt til allra aðdrátta, og má að vísu telja Kjósarsýslu í þessu tilliti með hinum bestu sýslum á landinu.
Innan sýslu eru engir fjallvegir, nema ef telja skyldi Svínaskarð milli Kjósar og Mosfellssveitar, sem mun vera hér um bil 2 mílur bæja á milli.
Bæði Mosfells- og Hellisheiði eru býsna langir fjallvegir og vandrataðir á vetrardag. Eru því vörður reistar og sæluhús byggð á heiðum þessum, eitt á Mosfellsheiði, en 2 á Hellisheiði handa ferðamönnum, og eiga þeir oft náttstað á Hellisheiði í sæluhúsum þessum, þegar þá dagar uppi á leiðinni. Torfærur eru engar á vegum þessum, nema menn villist af réttum vegi, en þá kvað ferðamönnum hætta búin, einkum á Hellisheiði, þegar fara skal niður af heiðinni, því heiðin er mjög brött að austanverðu.

Grindavík – Geir Backmann 1840-’41
Gullbringu- og Kjósarsýsla
Takmörk sóknarinnar eru að vestanverðu Valahnúkur, sem aðskilur bæði land og reka Hafna og Grindavíkur. Á Selatöngum er drangi eða klettur í fjörunni, Dagon kallaður, og skilur hann bæði land og reka Krisi- og Grindavíkur.

Staður

Staður 1925.

Í Grindavíkursókn eru einasta 7 aðalbýli, en hina bæina köllum vér hjáleigur, og eru þær nú á tímum 13 byggðar. Hinn fyrsti og vestasti bær í sökninni er Staður. Stekkjarveg í landnorður frá Stað er annað aðalbýlið Húsatóttir. Hið þriðja býlið er Járngerðarstaðir. Fjóra býlið er Hóp. Hið 5ta býlið eru Þorkötlustaðir. 6ta aðalbýlið er Hraun. Á milli Hrauns og hins 7da býlisins, Ísuskála, alii Ísólfsskála, sem er austasti bærinn í sókninni, er hið minnsta 1 1/4 míla, því nú verður að afra almenningsveg upp svo kallað Hálsa.

Geir Backmann

Geir Backmann.

Það er vel að merkja við allar jarðir í sókn þessarri, að þær árlega að segja má, ganga af sér bæði til lands og sjávar, sumar af sjó og sandfoki, t.d. Staður, Hraun og Þorkötlustaðir, af sandfoki Húsatóttir, af sjávargangi Járngerðarstaðir, Hóp og Ísuskáli, en við hvertveggi mætti þó með pössun og atorku mikið gjöra.

Staður á selstöðu á Selsvöllum. Selsvellir eru héðan í landnorður upp í fellum, og er Keilir, þegar í sel þetta er komið, rétt í útnorður. Stendur selið í Strandarmannalandi eður fyrir norðan Grindavíkur landamerki. Þar er allgrösugt, en bíst fljótt upp, því allir bæir í sókninni nema Hraun hafa þar í seli, og þó að engu goldið Staðarprestinum. Vilja menn hér gjöra þess selstöðu almenning, og þyrfti þó ei að vera. Litlu vestar en Selsvellir er selstaða frá Hrauni; hér er árlega haft í seli frá bæ þessum, og eru landamerkin milli seljanna í svoköllum Þrengslum.

Selsvellir

Selsvellir – sel Grindvíkinga; uppdráttur ÓSÁ.

Flestir bæir í Grindavík hafa haft í seli einhvers staðar til fjalla; er mér sagt, að vatnsleysi olli því, að allar þær eru afræktar og getur vel verið sannleiki. Sú mun og orsök, að allir hafa þyrpst á Selsvelli, því þar er dálítill rennandi lækur rétt við selið. Vanalegt er að reka sel í 8du v(iku) sumars, og aftur úr því 16 eða síðast 17 v(iku) af sumri, nema óþerrir hafi hamlað fólki að ná töðum af túnum sínum. Ekkert er hér afréttarlandM allt fé ungt og gamalt, lömb og sauðir er rekið í selið og þar smalað á hverju máli; lömbin eru kefluð.
Hér skulu hvergi finnasdt nokkrar fornmannaleifar, nema ef væru nokkur garðlög úti um hraun, sem ég ímynda mér helst gjörð umkring gamalla manna beitiland. Ekki veit ég að fornleifar hér fundnar og því ekki heldur vera hér í nokkurs manns geymslu.
Ég óska, að línur þessar mættu koma að því gagni, sem til er miðað.“

Lýsing á Höfnum – Brandur Guðmundsson
Gullbringu- og kjósarsýsla
Byggð þessi er við sjóinn, hvar Kirkjuvogsósar byrja; er sjór fyrir vestan og norðan, en Ósarnir liggja til austurs landnorðurs, eru um hálfa viku sjávar að lengd með skerjum víða. [Í Jarðabók ÁM segir, að Gamli Kirkjuvogur hafi legið í auðn lengur en 120 ár 1703, en það bæjarstæði var í Kirkjuvogslandi.

Gömlu-Hafnir

Gömlu-Hafnir – Kirkjuhöfn, Sandhöfn og Eyrarhöfn; uppdráttur ÓSÁ.

„Heyrt hefi eg, að þær 3 jarðir Stóra- og Litla-Sandhöfn og Kirkjuhöfn hafi lagst í eyði, að kirkja hafi staðið þar, eftir að jörðin lagist í eyði, en ofnaumt mun tilnefnt tímatalið á annað hundrað ár síðan [hefir lagst í eyði um 1660, því tilnefnd Ingigerður sál. vissi aðeins til, að uppblásin mannabein í hennar minni hefðu verið flutt til Kirkjuvogskirkju og lögð í kirkjugarð, og eru þó síðan full 100 ár… – Á sama aukablaði getur Brandur og þess, að hann hafi á „landcommissiþingi á Járngerðarstöðum 1801 séð í bók hjá commissariis Kirkjuvog nefndan fyrir norðan Ósa ár 1516, sem mig minnir og þar í getið eyðijarða Haugsenda hér og Arnargerðis“].

Gamli-Kirkjuvogur

Gamli-Kirkjuvogur – kirkjugarður.

24 geirfuglum alls á skip langmest, en optast 5 til 8, en seinustu 2 vorin hafi hann ekki sést.
Engar vita menn þar fornmenjar í jörðu eða á, en steinkol meina menn vera á Reykjanesi.
Þetta er þá sú upplýsing, er eg get í stuttu máli meðdeilt yður, prestur minn góður, í því áður umtalaða og bið eg yður auðmjúklega að virða, en skyldi þurfa nokkru við að bæta, vilda eg að því leyti get sýna viljann, en bið auðmjúklega leiðréttingar á missmíðinni og yfirsjónum.“

Útskálaprestakall – Sigurður B. Sívertsen 1839
Gullbringu- og Kjósarsýsla
Útskálaprestakall inniheldur 3 aóknir, nl. Útskála, Hvalsness- og Kirkjuvogssóknir; þær 2 síðari voru lagðar við 1811.
Takmörk milli Útskála- og Kirkjuvogssóknar er Háaleiti, milli Hvalsness- og Kirkjuvogssóknar Ósar þeir, er skerast inn í austur-landnorður, og þaðan upp að Háaleiti. Á millum Útskála- og Hvalsnessóknar eru engin örnefni, sem sóknir skilja.
Í Útskálasókn eru þessi byggðalög: Keflavík, Leiran, Stórihólmur, Gufuskálar (landnámsjörð) og Rafnkelsstaðir.

Kirkjuból

Kirkjuból – grafstæði.

Fyrir sunnan Skagann kemur Nesið, sem liggur suður með sjónum. Þar var í fyrri daga höfuðból, sem Kirkjuból heitir, sem nú að mestu má heita komið í eyði. Á Kirkjubóli var áður hálfkirkja eða bænahús, sem síðar var af tekið. Eftir máldögum átti Péturskirkja að Kirkjubóli xl hndr. í heimalandi, fjórðung í Geirfuglaskeri og viðreka allan á Skarðaurð. (Á Kirkjubóli var junkherra Ívar Hólmur drepinn af biskupssveinum í Skálholti 1443. Líka Kristján skrifari í hefndir eftir Jón biskup Arason, voru þeir, sem Norðlingar drápu, dysjaðir fyrir norðan túngarð á Hafurbjarnastöðum, hafa bein þeirra í núverandi manna minnum blásið upp úr sandinum.

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja.

Flangastaðir er jörð. Hennar er getið í Landnámu, og mælt, að Flangur, sem fyrstu skyldi hafa byggt hana, sé heygður þar í túninu; er grjót umhverfis leiði hans, ef tilhæfi er í.
Á Býjaskerjum var áður kirkja, sem um er geið í Vilchins-máldaga, og kennd er við Ólaf kóng helga; er haldið, að hún hafi staðið á svonefndum Kirkjukletti.
Sunnar, í fullt útsuður, stendur Hvalsnes. Þar er snotur timburkirkja, annexía frá Útskálum. Hvalsneskirkja var fyrst byggð og vígð 1370, með þeim máldaga.
Syðst liggja Bátssandar, gamall kaupstaður, sem fór í stórflóði, sem síðan er kallað Básendaflóðið. Það var árið 1799, nóttina m(illi) 8. og 9. jan.

Þórshöfn

Þórshöfn – áletranir á klöpp; flestar frá um og eftir 1880.

Sunnar með sjónum liggur Þórshöfn; það er mjó vík, sem þýskir höfðu lagt inn skipum sínum, þá þeir höfðu verslun.
Tveir liggja alfaravegir útúr sókninni, sem nefnast Sandgerðis- og Hvalsnesvegur. Liggja þeir báðir inn í Keflavík; kemur sá fyrri á Garðveg skammt fyrir innan Keflavík, en hinn liggur beint að sunnan og byrjast við Melbergsá. Til er líka gamall vegur, sem aflagður er, frá Stafnesi og suður með sjó, inn fyrir Ósa og suður í Hafnir; það er gamall kaupstaðavegur frá Bátssöndum; er hann grýttur og langur.

Sigurður Sívertssen

Sigurður Sívertsen.

Sunnan við Kalmanstjörn er Sandhöfn, eyðijörð, sem af lagðist og fór í eyði vegna sandsfoks, því ekkert sést eftir nema lítið af hól, hvar bærinn skyldi hafa staðið. Sunnar er Eyrin, fyrir innan Hafnarberg. Þar var bær og útræði fyrir rúmum 50 árum síðan.
Sunnar eru Skjótastaðir, sem meint verið hafi ein eyðijörð, enda er í mæli, sem satt mun vera, að allt Reykjanes hafi fyrr meir byggt verið.
Sunnar eru Valhúkar, sem er bergnös há, þá Valahnúksmöl (við hvörja trjáviðaskipið mikla strandaði um árið, eða réttara sagt þau mörgu og stóru tré bárust að landi).
Eldey er stór klettur í hafinu í vestur frá Reykjanesi. Mest hafa fengist þar á seinni tímum 24 geirfuglar í einu, en í 2 skipti seinast ekki sést.
Af fornleifum veit ég öngvum innan þessara <sókna> merkilegum. Steinn er eða klettur, sem stendur í svo nendu Kistugerði nálægt Rafnkelsstöðum með áklöppuðum rúnastöfum. Ekki hafa menn getað lesið úr þeim, en hafa þó oft verið af teiknaðir. (Líklega er það frá seinni tímum og skammstafað eða bundið mannsnafn).

Kistugerði

Kistugerði – rúnasteinn.

Að þar skammt frá sé heyður Rafnkell sá, sem jörðin er kennd við, eru munnmæli, sem við ekkert hafa að styðjast.)
Á Flangastöðum eða þar í túni nálægt Klöll er grjóthrúga, líkt sem dys. Þar hafa gamlir menn sagt, að heygður væri Flangur sá, sem í landnámstíð mundi fyrstu byggt hafa þá jörð, eða sem hún nefnist eftir. Annað dys eða haug þykjast menn geta séð í túni á Nesjum, sem áður lá til Másbúða, og segir fólk, að þar liggi undir Már sá, sem fyrstur hafi byggt Mársbúðir. Því er líka bætt við munnmæli þessi, að Katla hafi heitið kona hans, skörungur mikill. Annar haugur sé og í túninu, undir hverjum að liggi smali Márs.
Þetta, í flýti saman tekið og uppskrifað, en þó sem sannleikanum næst og nákvæmast sem orðið gat, biður undirskrifaður félagið vel að virða.“

Kálfatjarnarprestakall – Pétur Jónsson 1840
Gullbringu- og Kjósarsýsla
Takmörk Njarðvíkusóknar að utanverðu er skurður eður dæld, sem liggur beint frá heiði, rétt við höndlunarstaðinn Keflavík ofan við sjó; frá hans efri enda upp í heiðinni að Gömlu-Þúfu á svo kölluðu Háaleiti, af hvörju sjá má umhverfis 3já vegu í sjó.

Stekkjarkot

Brunnur við Stekkjarkot.

Hvergi er rennandi vatn, en brunnar grafnir, víðast slæmir og saltir.
Höfuðbæir í Njarðvíkum eru tveir; innri- og Ytri-Njarðvík; hinir eru afbýli, hjáleigur og kot.
kirkjan í Njarðvík, orðin altimburkirkja, á ekkert utan það hún á stendur, þar sem hún fékki ekki kirkjrétt fyrri en í Jóns biskups Vídalíns tíð, og Njarðvíkur áttu áður kirkjusókn yfir heiði, suður í Hafnir; varð fyrst annexía frá Hvalsnesi og þar eftir að Kálfatjörn.
Á Kálfatjörn er nýbyggð altimburkirkja.
Þetta er það helsta, sem ég get skýrt frá.“

Garðaprestakall – Árni Helgason 1842
Gullbringu- og Kjósarsýsla
„Álftanessveit, sem yfir grípur Garða- og Bessastaðasóknir, hefur að norðanverðu við sig Reykjavíkursókn, að sunnanverðu Kálfatjarnar.

Straumur

Óttarsstaðir/Straumur /Jónsbúð – örnefni og minjar; uppdráttur ÓSÁ.

Á næstliðnu sumri þóttist fyrrverandi kaupm(aður) í Keflavík A. Gunnarsson hafa fundið brennisteinsnámu í Hraunamannalandi, nálægt Stórhöfðastígsvegi, er enginn vissi af áður. Hann segist hafa sent út með kaupmanni Siemsen nokkuð af þessum fundið, en eg þekki ei dóminn.

Þessir bæir eru í Garðasókn: Syðst Lónakot, þá Óttarstaðir með tveimur hjáleigum, Straumur, Þórbjarnarstaðir með tveimur tómthúsum, Lambhagi. Allir þessir bæir heita einu nafni Hraunabæir. Nú kemur Hvaleyi með 5 hjáleigum; ei hafa þær allar grasnyt. Óseyri með tómthúsi. Ás með tíomthúsi. Ófriðarstaðir, Hamarskot. Sá eiginlegi Havnarfjarðarhöndlunarstaður tekur nú við. Þar var áður jörð tilheyrandi Garðakirkju, sem hét Akurgerði; nú sjást hennar ekki menjar. Þessi jörð var tekin frá Garðaprestakalli fyrir hálfa Rauðkollsstaði vestur í Hnappadalssýslu.

Hafnarfjörður

Herforningjaráðskort; Hafnarfjörður og Álftanes 1903.

Enginn veit nú, hvað mikið land Akurgerði fylgdi, og þingsvitni, sem tekið var nálægt 1790, gat engu orkað, það hefir dankað svona, að kaupmenn, sem eiga Akurgerði, eigna sér ströndina frá Fiskakletti og inn að Hamrakotslæk, og prestar í Görðum hafa eigi ákært. Á þessu petti eru nú þrjú höndlunaraðsetur, grossera Knutzons, Thomsens og Linnets.
Í Bessastaðasókn eru þessir bæir: Bessastaðir, Lambhús og Breiðabólstaðir.

Árni Helgason

Árni Helgason.

Ég veit ekki nema það, að Garðar eiga selstöðu í því sokallaða Kirkjulandi, sem liggur fyrir ofan byggðina, frá Elliðavatns- og Vatnsendalandi, suður að Krýsuvíkurlandi og upp undir fjöllin. Hitt veit eg og, að nú brúkar enginn hér selstöður, og séu Garðar undanteknir, sem höfðu pening í seli til 1832, hafa ei selstöðu héðan verið brúkaðar í næstliðin 50 a 60 ár.

Úr sókninni liggur vegur úr Hafnarfirði upp í Selvog, sem heitir Grindarskarðavegur. Syðst er Ólafsskarðsvegur, svo er Lágaskarð og loks Hellisheiðarvegur. Á þessum vegi eru, þá Hellisheiði er farin, 3 sæluhús; þeir, sem fara Lágaskarð, gefa haft gagn af einu þeirra, og af öðru þeirra þeir, sem fara Ólafsskarð. Hjá Arnarnesi liggur og vegur og til hægri handar, þá héðan er farð, upp úr Kópavogi inn að Helliám, sem kemur þar saman við alfaraveg allra austa, norðan- og vestanmanna, sem ferðast til Reykjavíkur. Við fleta þessa vegi er gjör árlega, brýr lagðar hér og hvar yfir bleytuflög, en vörður brúkast ei nema á fjallvegum og þó ei öllum. Á Hellisheiðar- og Lágaskarðsvegi eru Bolavellir, upp við fjallið, og Vötnin, nokkru nær byggðinni hérna megin, almennustu áfangastaðirnir. Helliskot er næsti bær á sama vegi hérna megin við fjallið, hinum megin Reykir eða Reykjakot.

Flókaklöpp

Flókaklöpp við Hvaleyri.

Fornleifar eru varla, að megi kalla. Skoðað hef eg klappir þær, sem eru utarlega á Hvaleyrarhöfða, og séð, að þær eru margvíslega útrispaðar (bergið er ekki hart). Mörg nöfn get eg þar lesið, sem voru alþekkt nöfn danskra og þýskra, og eru þessi nöfn líklega skrifuð þar af sjómönnum framandi þjóða, helst meðan kaupstaðurinn var þeim megin við fjörðinn, rétt eins og margir hafa grafið nöfn sín inní bergið í Rauðshellir, sem þangað hafa komið; sums staðar er hvað skrifað ofan í annað. Mögulegt er, að þeir, sem betur eru læsir, geti hér fundið rúnir.
Gerði tvö, sem sumir ætla, að séu dómhringir, finnast. Hið annað á Hofstöðum, hitt í Ráðagerðistúni, sem er næsti bær við Garða.

Lýsing á Mosfells- og Gufunessóknum – Stefán Þorvalddson 1955
Gullbringu- og Kjósarsýsla
Mosfellsprestakall er tvær kirkjusóknir, Mosfells og Gufuness.
Þrír liggja þjóðvegir um sóknirnar; 1. Vegur sá, er liggur norðan yfir Svínaskarð, sem er stuttur fjallvegur milli Kjósar og Kjalarness og Mosfellssveitar. – 2. Sá, er liggur austan yfir Mosfellsheiði og fram í Seljadal, niður hjá bæjunum Þormóðsdal, Miðdal og Reynisvatni og Árbæ, og 3ji vegurinn liggur suðaustan yfir Hellisheiði, fyrir sunna Helliskot og norðan Klapparholt og Árbæ.

Hraðaleiði

Hraðaleiði.

Fornmenjar eru hér fáar sem engar, hvörki rúnir eða myndir, húsatóftir eða dómhringar. En haugur einn er hér í dalnum, á landamærum milli Hraðastaða og Mosfells, á sléttu undirlendi við Suðurá, og er haugur sá nefndur Hraðaleiði. Hann er aflangur og snýr í norður og suður og ekki allstór. Það er mælt, að Hraði hafi verið þræll í fornöld, en hafi fengið frelsi, og hafi hann þá reist bæ sinn þarm er enn kallast Hraðastaðir, og sé þessi haugur yfir hann orpinn og við hann kenndur.“

Lýsing á Reynivallasókn – Sigurður Sigurðsson 1940
Gullbringu- og Kjósarsýsla
„Meðtekið hefi eg á næstl(iðnu) sumri ykkar heiðursverða og góða bréf til mín af 30. apríl f.á., áhrærandi það efni að svara upp á þær spurningar, sem bréfið hljóðaði upp á. En bæði varleysi þá í stað og sumarannir hindruðu mig frá því að sýna lit á að koma þessu í verk, síst í lagi nokkuð eftir óskum, sem þurfti, þar fáviska, aldurdómur og ókunnleiki, þar sem maður kemur gamall langt að, bægði mér að geta nákvæmari útmálan gefið en þessa.“

Heimild:
-Gullbringu- og Kjósarsýsla; sýslu og sóknarlýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1855, Guðlaugur R. Guðmundsson og Svavar Sigmundsson, Sögufélagið 2007.

Gullbringu- og Kjósarsýsla

Kort Björn Gunnlaugssonar.

Ása

Í Þjóðmálum, 2. hefti 01.06.2015, er fjallað um „Ásustrandið 1926“ utan við Járngerðarstaði í Grindavík, en það mun hafa verið upphafið að endalokum Duus-verslunar í Keflavík. Enn í dag má sjá ketilinn úr togaranum á fjöru í Stórubót, auk þess enn má bera augum skipsbjölluna sögulegu á veitingastaðnum Bryggjunni í Grindavík.

Duus

Hús Duusverslunar í Keflavík.

„Peter Duus og kona hans, Ásta Tómasdóttir Beck, stofnuðu útgerðar- og verslunarfélagið H.P. DUUS árið 1848. Það var starfrækt í Keflavík til ársins 1920 þegar starfsemin var flutt til Reykjavíkur. Árið 1904 keypti H.P. Duus, eða Duusverslun, tæplega níutíu tonna kútter sem bar nafnið Ása. Kútter Ása strandaði við Hvalsnes 10. október 1917. Þrátt fyrir erfið skilyrði bjargaðist áhöfnin í land og varð ekki manntjón.

Kútter

Kútter.

Skipið var á leið til útlanda með saltfiskfarm, veðrið var ágætt en skyggni lítið vegna þoku.
H.P. Duus lét óhappið ekki slá sig út af laginu og uppfærði hinn ónýta kútter þegar í almennilegan togara úr járni. Sá hét áður Vínland en fékk nú nafnið Ása. Hann var var ríflega þrjú hundruð tonn, smíðaður í Hollandi 1917 og talinn hið ágætasta skip.
Útgerðin gekk ágætlega næstu árin, allt fram að því að Ása strandaði á Víkurflúðum undan Malarrifi í desember 1925. Togarinn eyðilagðist á strandstað en áhöfnin bjargaðist eftir nokkra hrakninga, líkt og gerðist þegar kútterinn Ása strandaði við Hvalsnes. Rétt eins og þá var það var talið sérstakt happ að áhöfnin skyldi sleppa ósködduð úr strandi á þessum stað í slæmu veðri.

Duus

Duushús – Bryggjuhúsið 1877.

Fram að þessu strandi hafði verið nokkur völlur á Duus-verslun. Hún átti í byggingu nýjan togara í Englandi hjá skipasmíðastöðinni Smiths Dock Co. Ltd. Þrátt fyrir að strand Ásu við Malarrif skekkti nokkuð fjárhag fyrirtækisins var nýsmíðinni haldið áfram og og var nýi togarinn sjósettur í febrúar 1926. Mánuði síðar kom skipið til Reykjavíkur í fyrsta sinn, nefnt Ása RE 18, þrátt fyrir fyrri áföll tveggja skipa með því nafni.

Ása
Duus-verslun átti allt sitt undir útgerð þessa skips. Það var vel vandað að allri gerð og talið eitt glæsilegasta og best búna skip togaraflotans.  Skipið fór í sínu fyrstu veiðiferð á svonefndum Grunnhalla á Selvogsbanka. Þar fékkst fullfermi og upp úr miðnætti 2. apríl 1926 var haldið af stað til Reykjavíkur.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir og Gerðavellir – uppdráttur ÓSÁ.

Klukkan að ganga fjögur um morguninn varð fólk í Grindavík þess vart að skip var strandað á Flúðum austan Járngerðarstaðahverfis. Skipverjar sendu belg í land með orðsendingu þess efnis að þeir myndu halda kyrru fyrir í skipinu uns fjaraði út. Með orðsendingunni fengu Grindvíkingar að vita um hvaða skip var um að ræða.
Um hádegisbil lét áhöfn Ásu björgunarhring með línu reka í land. Björgunarmenn drógu síðan togvír á línunni og festu í landi. Áhöfnin sagaði í sundur tunnu og útbjó björgunarstól og einnig bjuggu skipverjar til dragreipi.

Ása

Ketill Ásu í Stórubót – h.m.

Á þessum tímum voru ekki komin björgunartæki sem nú eru til, enda var erfitt að koma á sambandi milli skips og lands. Það var álandsvindur á suðaustan og nokkur stormur en í land var löng leið því að þarna er útgrynni. Fyrst vildi línan festast í botni þar til haft var nógu stutt á milli flotholta á henni, þá fékkst hún til að reka vestur á Stórubót. Á lága sjónum var hægt að fara á bát út á Bótina og ná þannig í belginn. Þá var eftir að bera línuna þangað sem styst var í land frá skipinu en það var í Eystri-Hestaklettinum. Eftir að það hafði tekist var fljótlega gengið frá tækjum svo að hægt væri að draga mennina í land. Það gekk vel og allir björguðust.
Þar sem hér var um nýtt skip að ræða var mikið gert til að ná því út aftur. Meðal annars var fengið til þess danskt björgunarskip, Uffe. Það mun hafa verið í maímánuði sem Uffe byrjaði á björgunarstarfinu og var við það nokkuð fram í júnímánuð. Mestur tíminn mun hafa farið í að létta Ásu og steypa í göt sem komin voru á botninn og einnig að slétta fjöruna sem draga átti skipið eftir.
Ása
Þegar þessum undirbúningi var lokið var á stórstraumsflóði farið að taka í skipið og var það dregið 2–3 lengdir sínar út. Af einhverri ástæðu var þá hætt að draga skipið þannig út, með afturendann á undan, og farið að snúa því þarna í fjörunni. En þegar skipið var komið nokkurn veginn þversum, þ.e. lá flatt fyrir sjónum, hreyfðist það ekki meira — og þannig var skilið við það litlu seinna. Það hélt margur hlutlaus áhorfandinn að hægara hefði verið að snúa skipinu þegar það hefði verið komið á flot en að gera það meðan það lá í fjörunni.

Brim

Brim við Stórubót.

Fyrstu dagana í júlí gerði storm og brim. Á einu flóðinu hvarf Ása algerlega svo að ekkert sást eftir nema brak í fjörunni og ketillinn þar sem skipið hafði verið. Svo virðist að það verki eins og dínamítsprengja þegar brimsjór fellur ofan í skip með opnar lúgur, krafturinn er svo mikill á sjónum ásamt því að samþjappað loft er inni í skipinu. Jafnvel þótt um járnskip sé að ræða geta þau tæst í sundur undan nokkrum sjóum.
En þótt brimaldan brjóti skipskrokka, gamla sem nýja, eru nokkrir hlutir um borð í togurum sem brim nær ekki að mala. Togspil, gufuketill og aðalvél eru svo gegnsterk að þótt allt annað hverfi standa þau af sér stórsjóina til áratuga og verða eins konar minnismerki um liðna atburði og hálfgleymda. Þannig er einmitt um ketil og aðalvél Ásu RE 18 sem enn má sjá á fjöru neðan við Stórubót vestan Grindavíkur.

Ása

Ása – bjallan á Bryggjunni.

Vel má gera sér í hugarlund það áfall sem eigendurnir urðu fyrir þegar hinni nýju Ásu tókst ekki einu sinni að ljúka sinni fyrstu veiðiferð. Það hafði aldrei verið landað afla úr skipinu en það var að fara í land, sem fyrr segir, með fullfermi úr sinni fyrstu veiðiferð.

Ása

Duus-Ása, í eigu HP Duus 1900-1920.

Sú saga gekk á sínum tíma manna á meðal að upphaf endaloka Duus-verslunar hafi verið þegar hún hóf byggingu fiskhúss við Kaplaskjól í Reykjavík árið 1917. Þar sem húsið átti að standa var fyrir hóll. Þegar farið var að grafa fyrir grunni hússins dreymdi stúlku eina í nágrenninu að til hennar kæmi kona. Hún bað stúlkuna að fara til Duus og segja honum að hún byggi í hólnum og biðja hann að byggja hús sitt annars staðar. Stúlkan gerði svo sem fyrir hana var lagt. En hún talaði fyrir daufum eyrum. Duus hafði ekki trú á draumnum og lét halda áfram byggingunni. Konan hélt áfram að birtast stúlkunni í draumi og varð því þungbúnari sem byggingunni miðaði áfram. Að endingu lét hún svo um mælt að verk þetta skyldi marka endalok velgengni Duus-verslunar.
Hvort sem marka má drauminn eður ei reið hvert áfallið af öðru yfir Duusverslun upp frá þessu og þrjá skipstapa á nokkrum árum — síðast strand hinnar nýju Ásu — þoldi fyrirtækið ekki.
Eitt af því sem varðveittist í Ásu-strandinu við Grindavík 1926 var skipsbjallan. Líklega hefur Einar Einarsson, útgerðarmaður og stórkaupmaður í Grindavík, eignast bjölluna eftir strandið. Næstyngsti sonur Einars, Hlöðver Einarsson, seldi bjölluna síðar Davíð Sch. Thorsteinssyni iðnrekenda og athafnamanni. Haustið 2014 gaf Davíð Jóhannesi Einarssyni, einum af yfirmönnum Cargolux í Lúxemborg, síðar ræðismanni Íslands í Mónakó, bjölluna, en Jóhannes er yngri sonur Einars Sigurjóns Jóhannessonar sem var fyrsti vélstjóri á Ásu.“
Bjallan framangreinda hangir nú á veitingastaðnum Bryggjunni við höfnina í Grindavík þar sem meðfylgjandi mynd var tekin.

Heimild:
-Þjóðmál. 2. hefti 01.06.2015 – Ásu-strandið 1926, bls. 52-55.

Ása

Ása – skipsbjallan á Bryggjunni.

Húsatóftir

Í Faxa árið 1958 fjallaði Jóhanna Kristinsdóttir um „Skátaskólann“ að Húsatófum við Grindavík.

Húsatóftir„Eins og flestir Keflvíkingar vita, réðist Skátafélagið Heiðarbúar í Keflavík í það stórræði í sumar, að starfrækja skátaskóla að Húsatóftum í Staðahverfi í Grindavík. Jörðin Húsatóftir, sem löngu var komin í eyði, er ríkisjörð. Húsið er myndarlegt, eins og meðfylgjandi mynd sýnir, en eftir að skátarnir höfðu fengið umráðarétt yfir því, endurbættu þeir það mikið og gerðu hið vistlegasta. Forstoðukona var frú Jóhanna Kristinsdóttir, sam góðfúslega varð við þeim tilmælum blaðsins, að segja í stuttu máli frá starfseminni í sumar.
Fer frásögn hennar hér á eftir:
„Skátaskólinn að Húsatóftum, tók til starfa 28. júní í sumar, og komu þá 4 telpur og 13 drengir, sem voru fyrstu vikuna, strax næstu viku á eftir varð fullskipað, eða 12 telpur og 18 drengir.
Sunnudaginn 5. júlí var svo vígsla skátaskólans, og var það sambandi við afmæli kvenskátasveitarinnar, en hún átti 15 ára afmæli 2. júlí, í því tilefni komu 50 skátastúlkur í útilegu svo og nokkrar af þeim elztu og nokkrir gestir. Séra Björn Jónsson messaði, úti, skátar og gestir sungu, síðan var staðurinn sýndur og loks almenn kókódrykkja, var þetta hinn ánægjulegasti dagur.

Húsatóftir

Húsatóftir.

Starfsfólk við skátaskólann auk mín voru, frú Hera Olafsson, matráðskona, Rakel Olsen, sveitarforingi, Rut Lárusdóttir, Ragnhildur Árnadottir, Sveinbjörn Jónsson, Svan Skúlason, flokksforingjar og síðustu 3 vikurnar Gunnar Guðjónsson, því hinir hættu.
Börnunum var skipt niður í flokka og var þeim stjórnað af flokksforingjum, t. d. eldhúsflokk, hann þvoði upp, lagði á borðið og þvoði borðsalinn. Í þessum flokki var starfað í einn dag. Skálaflokkur, hreinsaði til innan húss, þvoði gólf og fl. Sorp- og AraBínuflokkur, brenndi rusli, dældi vatni og þvoði AraBínu, en svo nendist kamarinn.
Út á AraBínu, okkar skari fer,
að hitta annað þeirra, erindið oftast er
Bína syngur hátt, og brosir blítt,
en Ari raular og hlær á víxl
og okkur líður vel.
HúsatóftirÚtivinnuflokkar voru tveir, þeir hreinsuðu til í kringum húsið, brutu spýtur í eldinn, og sóttu kol, og löguðu girðinguna umhverfis.
Þessi vinna var yfirleitt unnin fram að hádegi, annars var dagskráin á þessa leið:
Kl. 8.00 Vakið, morgunleikfimi þegar veður var gott.
Kl. 8.45  Skálaskoðun, foringjar skoðuðu í töskur og kojur.
Kl. 9.00 Hafragrautur, brauð og mjólk.
Kl. 10.00 Fáni dreginn upp.
Kl. 10—12. Flokkar við störf.
Kl. 12.00 Hádegismatur.
Kl. 1.00 Hvílt. Þá máttu börnin leggja sig.
Kl. 2.00 Flokksfundir.
Kl. 3.00 Kókó, brauð, kringlur, kex.
Kl. 3.30 Gönguferðir, leikir o.fl.
Kl. 5.00 Þvottur.
Kl. 6.00 Kvöldverður.
Kl. 7.00 Fylkst.
Kl. 8.00 Fáni dreginn niður.
Kl. 8.15  Varðeldur eða kvöldvaka.
Kl. 9.00 Kvöldbænir.
Kl. 9.15  Kyrrð, og voru þá flestir sofnaðir.
Varðeldur var yfirleitt tvö kvöld í viku, eða kvöldvaka, e£ veður var vont, svo var lesin framhaldsaga í hverju herbergi hin kvöldin.
HúsatóftirGönguferðir voru farnar um nágrennið, t. d. tvisvar gengið á „Þorbjörn“ einu sinni farið út í Þórköllustaðarhverfi, oftast var þó farið út í hraun og út að Stað. Fjaran var líka könnuð og mikið týnt af skeljum og kuðungum.
Börnin fengu ekki að fara út fyrir girðingu nema í fylgd með foringja.
Þá höfðum við þann sið að gefa kross, ef einhver braut reglurnar, t. d. fór út fyrir girðinguna, lék sér í vatnsdælunni, blótaði og fl. fl. Krossarnir voru svo lesnir upp á varðeldum á föstudögum, og þótti það mikil hneisa að hafa fengið kross, sum fengu nokkuð marga krossa en önnur engan, t. d. var einn drengur hjá okkur í þrjár vikur og fékk níu krossa, hann kom svo aftur seinna og var í viku og fékk þá engann, og það gladdi okkur mikið því þá fundum við einhvern árangur af starfinu.
Á flokksfundum voru kennd atriði úr skátahreyfingunni, t. d. hnútar, leynimerki, armbendingar, teikna ísl. fánann og þekkja meðferð hans, skátasöngvar og leikir og fl. Einnig voru búin út hnútaspjöld sem börnin fóru svo með heim.

Húsatóftir

Húsatóftir – skátasamkoma.

Einn drengur tók nýliðapróf og vann skátaheitið, var það Margeir Margeirsson, og var hann einnig skipaður flokksforingi yfir drengjunum. Hann sat við borðsendann og hélt reglu við borðið, flautaði ef einhver hávaði var. Þessi vísa var búin til um hann:

Hann Maggi Magg er flokksforingi
og stjórnar litlu strákaþingi.
Þegar hann flautar borðið við
þagna strax ólætin.

Einnig tóku 7 drengir ylfingapróf og unnu yfingaheitið, eru þetta fyrstu ylfingar í félaginu. Þá tóku ljósálfar mörg sérpróf.
Það bjargaði okkur alveg hvað veðrið var dásamlegt í allt sumar, en það hefði orðið nokkuð þröngt hjá okkur ef mikið hefði ringt, því ennþá á eftir að gera við útihúsin, setja þar upp rólur og fleira sem hægt er að una við í leiðinda veðri.
Að síðustu vil ég láta í ljós þá von að skátaskólinn á Húsatóftum fái að starfa af krafti næstu ár, því þetta er mikill menningarauki fyrir bæjarfélagið í heild.
Þetta var allt á byrjunarstigi hjá okkur í sumar, og mjög dýrt að setja húsið í stand og koma þessu í gang, en ef allir standa saman um að hlú að þessu starfi, megum við líta björtum augum á framtíðina.“ – Jóhanna Kristinsdóttir.
Faxi

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall er móbergsfjall á Reykjanesskaganum vestanverðum. Það er talið vera vestasti hluti Reykjanesfjallgarðsins, en vestan þess eru stök fell. Fagradalsfjall er aflangt frá austri til vesturs, um 385 metrar á hæð og er þar með hæsta fjall á Reykjanesskaga. Það hefur orðið til á ísöld við gos undir jökli og er smáhraunlag á því ofanverðu, sem gefur til kynna að gosið hafi náð lítið eitt upp úr jöklinum. Fjallið flokkast því sem stapi.

Fagradalsfjall

Stóri-Hrútur í Fagradalsfjalli.

Fagradalsfjallskerfið er fyrst nefnt hjá Mary Gee. Hún dregur fram öll helstu einkenni þess, en það er um flest ólíkt öðrum eldstöðvakerfum á Reykjanesskaga. Kerfið er um fimm kílómetra breitt á milli Svartsengis- og Krýsuvíkurkerfanna. Lengdin er um 15 kílómetrar milli Keilis í norðaustri og Húsafjalls í suðvestri.

Eldgos

Litli-Hrútur við Fagradalsfjall; eldgos 2023.

Sérstaða þess felst í því að eiginlegur sprungusveimur tengist því ekki, og fátt er um misgengissprungur og gjár með norðaustur-suðvestur stefnu. Þar er ekki heldur að finna langar gossprungur. Hins vegar eru þar allmargar skjálftasprungur með norð-suðlæga stefnu. Háhitasvæði tengist því heldur ekki.
Einkennandi gosmyndanir eru dyngjur eða ígildi þeirra, það er stapar, bólstrabergs- og móbergsstrýtur, sem og stuttar gossprungur og snubbóttir móbergshryggir. Langihryggur er þeirra lengstur, um tveir kílómetrar. Tvær stórdyngjur eru í kerfinu, Fagradalsfjall, raunar stapi, vart eldri en frá síðasta jökulskeiði, og Þráinsskjöldur frá síðjökultíma, sjá mynd. Aldursgreiningar á skeljum næst undir breksíuhluta Þráinsskjaldar á Vatnsleysuströnd gáfu aldurinn 12.620±55 og 12.605±50 kolefnisár sem samsvarar um 14.100 almanaksárum.

Land á Reykjanesskaga utanverðum hefur orðið íslaust á Bølling-Allerød hlýskeiði. Það hófst fyrir um 14.500 árum og lauk fyrir 12.500 árum. Eftir fylgdi 1000 ára kuldaskeið, yngri Dryas, með nýrri framrás jökuls. Þetta 3000 ára tímabil er oft nefnt síðjökultími og þá runnu elstu hraunin á utanverðum Reykjanesskaga, þar á meðal Þráinsskjöldur. Þegar hann myndaðist hefur sjávarborð verið um 35 metrum lægra en nú, en skilin milli hrauns og breksíuhluta í honum eru á því dýpi.

Kristján Sæmundsson

Kristján Sæmundsson í FERLIRsferð undir Festisfjalli/Lyngfelli.

Að frátöldum stórdyngjunum eru 30-40 smáfell í Fagradalsfjallskerfinu. Þau eru þó ekki endilega mynduð í jafnmörgum gosum. Sex þeirra, þar á meðal Skála-Mælifell, eru úr öfugt segulmögnuðu, ólivínríku bergi. Aldursgreiningar sýna þau um 90.000 ára, frá segulflöktstíð sem kennd hefur verið við Skála-Mælifell. Af öðrum goseiningum kerfisins má nefna Festarfjall. Þar má sjá gosganginn í sjávarhömrum, Festina sem fæddi það. Gangur úr pikríti með stefnu á Lyngfell (einnig úr pikríti) sést í fjörustálinu nokkru austar en Festin, efalaust aðfærsluæðin. Gossprungan hefur í því tilviki verið um 700 metra löng. Bergið í goseiningum kerfisins er þóleiít, ólivínbasalt og pikrít.

Vatnsheiði

Við op K-9 neðst í Vatnsheiði.

Í kerfinu eru tólf gígar og stuttar gígaraðir frá eftirjökultíma, allt í því vestanverðu, nema ein dyngja á austurjaðrinum, norðan í Hraunsels-Vatnsfelli. Óvíst er hvort gos hafi verið jafnmörg.

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall og nágrenni – örnefni.

Elst hraunanna er sennilega Hrólfsvíkurhraun, frægt fyrir fjölda hnyðlinga sem aðallega sjást í einu belti. Líklega hefur gosið byrjað í sjó og þá myndast túffbingurinn í Berjageira upp af Hrólfsvík. Sjór hefur eytt honum að hluta áður en hraunið úr Vatnsheiði lagðist að og varði hann fyrir frekara rofi.

Aðalgosreinin frá eftirjökultíma nær frá Vatnsheiði norðaustur fyrir Fagradalsfjall með tíu hraunum.

Þráinsskjöldur

Þráinsskjöldur – einn gíganna. Kistufell (t.h.) og Hraunssels-Vatnsfell fjær.

Stærst þeirra, að undanskildum Þráinsskildi, eru smádyngjan Vatnsheiði, að mestu leyti úr pikríti, og Borgarhraun úr þóleiíti. Borgarhraun er upprunnið í fjórum gígum suðvestan í Fagradalsfjalli. Önnur hraun eru lítil, en erfitt er þó að ákvarða stærð þeirra, því að yngri hraun hafa lagst yfir þau vestan frá. Yngsta hraunið í kerfinu mun vera Beinavörðuhraun, en það er eldra en Reykjanesgjóskan R~6000.

Á árunum 2021-2023 gaus þrívegis í Fagradalsfjalli, þ.e. í Geldingadölum, við Meradali og við Litla-Hrút. Það þarf þó ekki að koma á óvart því hraun hafa runnið á ýmsum stigum allt umhverfis fjallið.

Heimildir:
-Gee, M. A. M., 1998. Volcanology and Geochemistry of Reykjanes Peninsula: Plume-Mid-Ocean Ridge interaction. Doktorsritgerð, Royal Holloway University of London. 315 bls.
-Kristján Sæmundsson, óbirt gögn 2011.
-Kristján Sæmundsson, 1995b. Jarðfræðikort af Svartsengi, Eldvörpum og Reykjanesi, 1:25.000. Blað 1. Orkustofnun, Hitaveita Suðurnesja og Landmælingar Íslands, Reykjavík.
-Kristján Sæmundsson, 1995c. Um aldur stóru dyngnanna á utanverðum Reykjanesskaga. Eyjar í eldhafi. Afmælisrit til heiðurs Jóni Jónssyni jarðfræðingi. Gott mál, Reykjavík, 165-172.
-Sveinn P. Jakobsson og fleiri, 1978. Petrology of the Western Reykjanes peninsula, Iceland. Journal of Petrology, 19, 669-705.
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=65697

Stóri-hrútur

Stóri-Hrútur; útsýni yfir að nýjum gíg ofan Meradala í Fagradalsfjalli.

Gunnuhver

Í „Íslenskar þjóðsögur og ævintýri“ Jóns Árnasonar, sem bókaútgáfan Þjóðsaga gaf út 1954 eru fjórar sögur um Gunnuhver á Reykjanesi:

Gunnuhver

Gunnuhver

Gunnuhver.

Vilhjálmur Jónsson lögréttumaður bjó á Kirkjubóli á Rosmhvalanesi; hann dó 1706. Hann átti illt útistandandu við kerlingu eina sem hét Guðrún Önundardóttir, út af potti sem hann átti að hafa tekið af henni, líklega upp í skuld. Kerling tók sér það svo nærri að hún heitaðist við Vilhjálm.
Þegar hún var grafin var Vilhjálmur þar við, en leið hans lá um Skagagnn sem kallaður er fyrir utan Útskála. Hann fór heimleiðis um kvöldið, en fannst daginn eftir dauður á Skagagnum og var þá allur blár og beinbrotinn.

Gunnuhver

Við Gunnuhver.

Lík hans var flutt í bænhúsið á Kirkjubóli og Gísli prestur á Útskálum fenginn til að vaka yfir því á næturnar, því allir þóktust vita að Gunna hafði drepið hann og væri nú afturgeingin. Þóktist prestur eiga fullt í fangi að verja líkið fyrir kerlingu að ei drægi hún það úr höndum sér. Afturgangan magnaðist síðan mjög og nú dó ekkja Vilhjálms snögglega; var Gunnu það kennt. Fólk sem fór um Skagann villtist sumt, en sumt varð vitstola. Varð allt af völdum Guðrúnar og sáu menn nú óvætt þenna fullum sjónum. Gjörði þá Gunna skaða mikinn svo ekki var viðvært mönnum né málleysingjum.

Gunnuhver

Gunnuhver og nágrenni.

Þegar í slíkt óefni var komið og enginn gat stemmt stigu fyrir afturgöngunni, þá voru tveir menn nokkuð kunnandi sendir til fundar við séra Eirík á Vogsósum til að biðja hann hjálpar. En með því prestur var ekki altént vanur að taka slíkum málum greiðlega, þá voru þeir látnir færa honum nokkuð af brennivíni, því allir vissu að honum þókti það gott. Sendimenn fóru nú á fund Eiríks prests og gjörðu allt eins og og fyrir þá var lagt. Tók hann þeim vel, en þegar þeir fóru á stað aftur fékk hann þeim hnoða og sagði að þeir skyldu láta Gunnu taka í lausa endann á hnoðinu. Sagði hann að hnoðað mundi þá sjálft velta þangað sem hún ætti vera að ósekju.

Gunnuhver

Gunnuhver.

Sneru sendimenn heim við þetta og gjörðu allt sem prestur hafði fyrir þá lagt. En undireins og Gunna hafði tekið í lausa endann á hnoðinu valt það afs tað, en hún fór á eftir. Sást það seinast til hvort tveggja, hnoðað og Gunna, steyptist ofan í hver þann suður á Reykjanesi sem síðan er kallaður Gunnuhver. Hefir síðan ekki orðið meint af afturgöngu Gunnu.
Sumir segja að hnoðað færi ofan í hverinn, en Gunna héldi í endann; var endinn svo langur að gunna gat staðið hálfbogin uppi á hverabarminum og trítlar hún þannig eintatt til og frá kringum hverinn á blábrúninni hálfborgin, því hún vill fyrir hvern mun síst fara ofan í vilpu þessa.

Guðrún Önundardóttir

Gunnuhver

Gunnuhver.

Vilhjálmur bjó á Kirkjubóli í Kirkjubólshverfi í Útskálasókn og Snjálaug kona hans. Landseti þeirra var bóndi í Sandhólakoti (nafn hans hefi ég ekki heyrt) og hét kona hans Guðrún Önundardóttir. Þau voru svo fátæk að þau áttu ekkert í landskuldina. Því tók Vilhjálmur pott upp í hana, þann eina sem þau áttu. Þessu varð Gunna Önundardóttir næsta reið, en vann ekkert á, gekk heim að Kirkjubóli og lagðist þar niður á bekk í dyrunum mállaus af reiði. Snjálaug færði henni messuvín. Hún saup á og spýtti síðan framan í Snjálaugu.

Gunnuhver

Gunnuhver.

Síðan dó kerling og var smíðað utan um hana. Líkmenn báru kistuna á öxlunum eins og þar var þá siður; stundum var hún svo létt sem ekkert væri í henni, en stundum svo þung að þeir roguðu henni varla. Hún var flutt að útskálum og jarðsungin fyrir norðan kirkjuna. En á meðan verið var að moldausa hana sáu þeir sem skyggnir voru hvar hún var milli húsanna og hjá þangkestinum uppi á garði. Erfið eftir hana var haldið á Lambastöðum. Var Vilhjálmi boðið að fylgja honum suður yfir Skagann, en hann vildi ekki. Vilhjálmur var talinn vel tveggja maka maður. Um morguninn eftir fannst hann örendur þar á skaganum beinbrotinn og illa út leikinn.

Gunnuhver

Gunnuhver.

Eftir þetta var Gunna á gangi þar á Skaganum og um hverfið og villti menn, en gerði ekkert annað til meins. Þá var síra Eiríkur á Vogsósum; var honum sagt af þessu og beðinn úrræða. Hann sendi vinnumann sinn suður og fekk honum hvítan trefil og bað hann rétta Gunnu annan enda; mundi hann hitta hana í bæjardyrunum í Hofi; skyldi hann passa að vera hennar á milli og veggsins svo hún kæmist ekki út um vegginn. Maðurinn fór og hitti hana þar sem síra Eiríkur sagði. En er hún tók í trefilinn rak hún upp hljóð mikið. Teymdi hann hana fram á Reykjanes – að fyrirsögn Eiríks – og að hver einum og sleppti henni þar,og gekk hún þar í kringum hann og sögðu menn hún hefði fallið ofan í hverinn; og er sá hver síðan kallaður Gunnuhver. – Tveir eru hverirnir og er annar stærri en annar; greinir menn á um það hver hverinn það er.

Reykjanes-Gunna

Gunnuhver

Gunnuhver.

Kona hét Guðrún, nú almennt nefnd Gunna. Hún var ill í skapi og óvinsæl svo enginn vildi hafa hana nærri sér. Því bjó hún í einhýsi á Reykjanesi þar sem heitir í Grænutóft. Böndi í Höfnum hafði léð henni pott einn vetur og fór um vorið að sækja hann.

Gunnuhver

Gunnuhver.

Gunna skammyrti bónda, en slepti ekki pottinum og fór bóndi heim svo búinn. Hann þurfti þó á pottinum að halda því enginn gat léð honum pott og fór hann þá aftur til Gunnu, en áður en hann fór bað hann menn að vitja sín ef hann yri lengi. Því var lofað. Bóndi kom ekki heim um kvöldið og var hans leitað um morguninn eftir og fundu hann ekki. Þeir komu að Grænutóft og lá Gunna í bæli sínu og var dauð, helblá og uppblásin. Þeir vöfðu hana rekkjuvoðum og létu hana liggja og fóru aftur. Á heimléiðinni fundu þeir bónda skammt frá veginum drepinn og sundurrifinn. Þar var hjá honum potturinn mölbrotinn. Þeir fluttu lík bónda heim og var hann jarðaður. Kista var smíðuð um Gunnu og var hún flutt í henni frá Grænutóft til Kirkjuvogs, en á leiðinni þóttust sumir sjá hana dansa fyrir líkfylgdinni.

Gunnuhver

Við Gunnuhver á Reykjanesi.

Nú var kistan grafin, en Gunna gekk um allt eins og grár köttur og var engu óhætt fyrir henni. Þá var sent til Eiríks prests á Vogsósum og fékk hann sendimanni trefil og bað hann færa Gunnu og segja henni að þvætta hann. Sendimaður fer og færir Gunnu trefilinn og segir um leið og hann fleygði honum í hana: „Þetta áttu að þvætta“. „Hvur segir það?“, segir Gunna. „Eiríkur á Vogsósum,“ segir maðurinn. Henni brá við og sagði: „Ekki var von á verra.“ Hún fór strax af stað og að hvernum á Reykjanesi og kastaði enda trefilsins í hann, og varð hann fastur í hvernum, en hinum gat hún ekki sleppt og genur síðan kringum hverinn og er nú búin að ganga sig upp að knjám, segja menn. Nú á dögum er hverinn kallaður Gunnuhver.

Önundar-Gunnar

Gunnuhver

Gunnuhver.

Guðrún hefur kona heitið og mun hafa verið ekkja er þessi frásaga gjörðist. Hún mun hafa búið einhvörsstaðar suður með sjó, í Garðinum eða þar nálægt. Kort hét maður er búið hefur einhvörstaðar þar á Suðurnesjum; hann átti jörðina sem Guðrún bjó á.

Gunnuhver

Við Gunnuhver.

Guðrún var heldur fátæk en rík og þó ekki betri til útláta en efna. kort var maður örlyndur og frjálslegur, nokkuð harður í lund, en fékk þó fremur gott orð. En Guðrún var almennt kölluð skaphörð og mjög óvinsæl. Svo var sagt að hún hafi verið almennt nefnd Önundar-Gunna (en af hvaða Önundi hún hafi tekið það nafn eða hvört það hefur verið maður hennar vita menn ekki) og með því nafni var hún alþekkt. Svo fóru skipti þeirra Korst og Önundar-Gunnu að hún galt ekki með skilum eftir ábúðarjörð sína, en Kort þoldi það illa og svo kom loks að Kort tók með kappi jarðargjald sitt. Eitthvört sinn tók hann pott af Gunnu, en hún vildi ekki láta hann lausan, en þó er þess ekki getið að hún hafi viljað láta annað af heni í hans stað; því tók Kort pottinn hvað sem Gunna sagði. En það fékk henni svo mikils að það dró henni snögglega til dauða.

Gunnuhver

Gunnuhver.

Svo er sagt að þegar gunna var grafin þá hafi hún sést á gangi og verið að gægjast fram úr húsasundunum, og hafi hún þá ávarpað þá sem voru að taka gröfina með þessum orðum: „Ekki þarf djúpt að grafa því ekki á lengi að liggja“.

Gunnuhver

Gunnuhver.

Efrisdrykkja skal hafa verið haldin eftir Gunnu og er svo sgat að Kort hafi verið einn meða borðsgesta, en er fólk fór að fara vildu menn að Kort færi ekki einn, því menn hugðu Gunna mundi vilja vitja hans og er þess þó getið að Kort hafi verið hið mesta karlmenni. Varð þá Kort samferða einhvörjum boðsmanni þar til hann átti allskammt heim til sín; var þá komin dimma og bauð maðurinn honum að fylgja honum alla leiðina heim, en Kort vildi ekki. Kort kom eigi heim um nóttina, en að morgni var hans leitað.

Gunnuhver

Við Gunnuhver.

Sáust þá augljós merki til að Gunna hafi hitt hann þegar maðurinn var nýskilinn við hann. En það þóktust menn sjá að þau höfðu glímt fjarska lengi og loks fannst kort dauður og mjög illa útleikinn.

Eftir þetta gerði Gunna ýmsar óspektir svo eigi leið á löngu að maður var sendur til séra Eiríks á Vogsósum og skyldi hann biðja prest að sjá fyrir Gunnu. Prestur tók því vel og kvað nauðsyn til að bera að ráða bót á slíku. Bað hann þá sendimann bíða litla stund, fór inn og kom innan skamms aftur; fékk hann þá sendimanni hvítan trefil langan og var pappírsmiði festur á annan endann.

Sagði prestur svo fyrir að maðurinn skyldi rétta seðilinn að Gunnu; kvað hann Gunnu mundu við honum taka og skyldi hann síðan teyma hana á treflinum að hver þeim sér á Reykjanesi og sleppa þar. Kvað hann eigi mundi meira við þurfa.

Gunnuhver

Gunnuhver.

Síðan fór sendimaður, fékk sér menn til fylgdar, færði Gunnu seðilinn og tók hún strax við, en mælti um leið og hún leit á: „Á helvíti átti ég von, en ekki þessu.“ Var hún síðan leidd þangað sem ákveðið var; varð hún þar eftir æpandi og stökk einart kringum hverinn, dró eftir sér trefilinn, en hélt á seðlinum og komst aldrei burt þaðan, og þóktust margir menn sjá hana þannig á hlaupum kringum hverinn lengi síðar og sumur bættu því við að hún væri búin að ganga sig upp að knjánum.

Heimild:
-Íslenskar þjóðsögur og ævintýri, 3. bindi 1955, safnað hefur Jón Árnason III, nýtt safn; Bókaútgáfan Þjóðsaga 1954, bls. 508-510.

Gunnuhver

Gunnuhver.