Tag Archive for: Hafnarfjörður

Selalda

Annað sinn komu Tyrkjar undir Krýsuvíkurbergi og gengu upp, þar sem heitir Ræningjastígur. Þá var sel hjá Selöldu, og fóru Tyrkjar þangað, drápu matseljuna, en eltu smalann heim að Krýsuvík.

Arnarfell

Eiríksvarða á Arnarfelli.

Þá var sunnudagur, og var Eiríkur prestur að messa í Krýsuvíkurkirkju. Segja sumir, að hann væri fyrir altarinu, en hitt mun sannara, að hann væri í ræðustól, er smalinn kom hlaupandi í kirkjuna og mælti: “Tyrkjar komu og drápu matseljuna og eltu mig hingað”.
Prestur mælti: “Viljið ekki lofa mér að ganga fram í dyrnar, góðir menn?” Menn játtu því. Eiríkur gengur fram í dyr og lítur út og sér Tyrkja kom á túninu. Hann mælti til þeirra: “Farið nú ekki lengra, drepið þarna hver annan. Væri annar dagur eða ég öðruvísi búinn, munduð þið éta hvern annan”. Þar börðust þeir og drápust niður, og heitir þar síðan Orrustuhóll eða Ræningjahóll, en Ræningjaþúfur, þar sem þeir eru dysjaðir.

Krýsuvíkursel

Krýsuvíkursel.

Eftir það hlóð Eiríkur vörðu á Arnarfelli og mælti fyrir henni sem hinni (á Svörtubjörgum), að meðan hún stæði, skyldu Tyrkjar aldrei granda Krýsuvík. Sú varða stendur enn (1859).

-Tillag til alþýðlegra fornfræða – Brynjúlfur Jónsson – 1953.

 Heiðnaberg

Heiðnaberg og Ræningjastígur.

Krýsuvík

Í Krýsuvík eru alsnægtir jarðfræðiáhugafólks – jarðhiti, ísaldarmyndun fjalla, jökulsorf og bergmyndanir í ólíklegasta formi, Má þar nefna bólstraberg, móberg og hnyðlinga, að ónefndum einsökum bergmyndunum í norðanverðu Bæjarfelli.

Sveifluháls

Sveifluháls.

Einhverju sinni skrifaði spakmælt dóttir föður sínum, eftir að hún hafði farið til framhaldsmenntunar í fjarlægðri heimsálfu, eftirfarandi: „Sæll pabbi minn, fór í heimsókn og bar úr bítum lús. Tók eftir því er ég lagðist í rúmið mitt um kvöldið. Segja má því að nú sé ég loksins komin í skóla lífins“. Það má sama hæti segja að enginn jarfræðingur eða áhugamaður/-kona um jarðfræði hafi numið í skóla lífsins fyrr en hann/hún hafi skoðað og gaumgæft Krýsuvíkursvæðið.
Jarðfræðiskóli lífsins er því í Krýsuvík. Þar má sjá með eigin augum ferðalög efnis og áfangastaði þess um allnokkurn tíma, afleiðingar jarðskjálfta og eldsumbrota og þar má auðveldlega geta sér til um hvert framhaldið kann að verða.

Krýsuvík

Grænavatn í Krýsuvík.

Í Krýsuvík er ágætt dæmi um ker, þ.e. sprengigíg með lágum gígrima og þar sem nær eingöngu koma upp gosgufur. Oft er og stöðuvatn í slíkum gígum. Ker þetta er Grænavatn.
Ker, sem á vísindamáli kallast maar, verða til við gufusprengingar á sívalri gosrás þegar eingöngu gýs gosgufum og bergmylsnu sem rifnað hefur úr gosrásinni. Oft er sprengikrafturinn svo mikill að upphleðslan verður lítil sem engin á börmunum. Kerin eru yfirleitt svo djúp að þau ná niður fyrir grunnvatnsborð og vatn safnast því fyrir í gígnum að gosi loknu.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg.

Strangt tiltekið fellur líklega enginn íslenskur sprengigígur undir þessa skilgreiningu því þeir hafa flestir gosið gjósku eða hraunspýjum úr ferskri kviku. Grænavatn í Krýsuvík kemst því líklega næst því að kallast ker. Í þennan flokk er einnig venja að flokka gígvötnin í Veiðivötnum, Ljótapoll og Hnausahyl. Heiti sitt dregur þessi gerð eldfjalla af Kerinu í Tjarnarhólum í Grímsnesi sem lengi vel var líka talið til þeirra þó síðar hafi komið í ljós að það er venjulegur gjall- og klepragígur sem hraun hefur runnið frá.
Grænavatn er einnig ágætt dæmi um svonefnd gígvötn.

Hnyðlingur

Hnyðlingur.

Hnyðlingar eru brot úr framandbergi sem berst upp með kvikunni og því ekki eiginleg gosefni. Brotin eru líklegast úr gígrásinni eða úr þaki kvikuþróarinnar. Oft eru slík brot úr grófkornóttu djúpbergi og skera sig því greinilega úr fín- eða dulkornóttum bergmassa hraunsins eins og til dæmis í hrauninu í Hrólfsvík austan Grindavíkur. Hnyðlingarnir þeytast oft hátt upp úr gígnum og lenda síðan hjúpaðir storku kvikunnar. Slíkir hnyðlingar eru algengir umhverfis sprengigíginn Grænavatn við sunnanvert Kleifarvatn í Krýsuvík.
Þekktur fundarstaður gabbróhnyðlinga á Íslandi eru t.d. við Grænavatn í Krýsuvík og Miðfell og Mælifell við Þingvallavatn. Greina má ólivín (grænt) og plagíoklas (grár) í hnyðlingnum á myndinni auk þess sem greinilega má sjá næstum hvítan hvarfarima á milli hnyðlings og grannbergs. Riminn er svo til eingöngu úr plagíóklas sem hefur vaxið hornrétt á hyðlingana.

Krýsuvík

Hraunmyndun.

Reykjanesinu er gjarnan skipt í 4 eða 5 eldstöðvakerfi, Reykjanes-Grindavík-Vogar (oft talið sem tvö kerfi), Krýsuvík-Trölladyngja, Brennisteinsfjöll-Bláfjöll og Hengill-Selvogur. Hliðrunarbelti með austur-vestur stefnu í gegnum þessi kerfi veldur tíðum jarðskjálftum á Reykjanesi og á því hafa myndazt háhitasvæði á yfirborði, s.s. á Reykjanesi, í Eldvörpum, í Svartsengi, í Krýsuvík og í Brennisteinsfjöllum. Eldstöðvakerfin hafa öll skilað blágrýti (þóleiískt berg) til yfirborðsins á nútíma nema Hengilssvæðið. Píkrít er að finna í gömlu og minni dyngjunum á svæðinu en ólivínþóleit í hinum yngri og stærri. Fjöldi dyngnanna frá nútíma er u.þ.b. 30 og gossprungur eru í tugatali. U.þ.b. 52% Reykjanesskagans (mælt úr botni Kollafjarðar til Þorlákshafnar) er þakinn hraunum, sem runnu eftir síðasta skeið ísaldar (43 km²). Flest fjöll, t.d. Keilir, eru úr móbergi frá síðasta kuldaskeiði.

Seltún

Seltún.

Hverasvæðin í Krýsuvík hafa um aldir haft mikið aðdráttarafl. Stærsti leirhver landsins er í Krýsuvík og þar má reyndar finna flest allt er prýtt getur slík svæði. Fjölbreytnin er ótrúlega mikil. Brennisteinn var m.a. unninn á svæðinu á 19 öld. Hverasvæðunum er gerð skil í annarri umfjöllun á vefsíðunni.
Helstu skjálftasvæðin á Íslandi eru tvö. Á Suðurlandi er jarðskjálftasvæði sem nær eftir Reykjanesskaga um Ölfus og

Krýsuvík

Krýsuvík – Hetta og Hattur.

Suðurlandsundirlendið austur að Heklu. Úti fyrir Norðurlandi er annað skjálftasvæði. Það nær frá mynni Skagafjarðar og austur að Melrakkasléttu. Á báðum þessum svæðum eru þverbrotabelti með þvergengjum á Atlantshafshryggnum. Á Suðurlandi er vinstra sniðgengi en hægra sniðgengi úti fyrir Norðurlandi.

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg og Geitahlíð..

Vegna ármilljóna langrar sögu af jarðskjálftum og jarðummyndunum á svæðum sem Reykjanesinu þarf enginn í raun að hafa áhyggjur. Ef eithvað áhugavet gerist verður að án efa einhverjum, og jafnvel fleirum, til framdráttar. Eldgos hér á landi hafa ávallt orðið til að auka við landið, sem náttúruöflin hafa reynt að brjóta niður með einum eða öðum hætti. Sjórinn nagar strandirnar, jöklar, vindur og vatn sverfa fjöll og hlíðar og ár og lækir reyna að fletja út bakka og fjallshlíðar.
Lúsin kemur og hverfur. Það gera fjöllin einnig – jafnvel þótt þau virðist tilkomumikil um stund.

Austurengjar

Austurengjalækur.

Hvaleyrarvatn

Selhraun vestan við Hvaleyrarvatn er hluti af dyngjuhrauni sem er mest áberandi í kringum Skúlatún, sem er grasi gróinn óbrennishólmi rétt vestan við Helgafell. Jarðfræðingar hafa kallað þetta hraun einu nafni Skúlatúnshraun, en það ber líka ýmis önnur nöfn, [s.s. Hellnahraun]. Þar sem hraunið rann fram í sjó myndar það eldra Hellnahraun og heitir á kafla Hvaleyrarhraun.

Selhóll

Selhóll.

Aldur Selhrauns er ekki kunnur en það er sennilega ekki eldra en 3000-4000 ára. Þegar það rann myndaðist fyrirstaða í tveimur dalkvosum sem varð til þess að Hvaleyrarvatn og Ástjörn urðu til.

Þessi tvö vötn áttu sinn þátt í að umhverfis þau myndaðist ágætis gróðurbelti sem varð til þess að þar var þótti vera beitiland eftir að land byggðist. Ásbærinn var byggður skammt ofan við Ástjörnina, undir Ásfjalli og þar nærri var annað býli sem fékk nafnið Stekkur. Við Hvaleyrarvatn var selstaða frá höfuðbólinu og kotunum á Hvaleyri, Ási, Stekk og Ófriðarstöðum (Jófríðarstöðum), en allar þessar jarðir áttu land sem náði að Hvaleyarvatni, þó megnið af vatninu tilheyði Ási.

Höfðaskógur

Jófríðastaðasel.

Norðan við vatnið á Beitarhúsahálsi undir Húshöfða var Ófriðarstaðasel, en þar stendur ennþá ágætlega byggð beitarhúsatóft á þeim stað þar sem talið er að selið hafi verið. Skammt frá er gamall grjóthlaðinn stekkur, eða ígildi fjárborgar á háhrygg hálsins.

Norðan við Selhöfða er lítill tangi eða nes sem skagar fram í Hvaleyrarvatnið og þar eru tóftir þriggja selja, sem hafa líklega tilheyrt Ási og Stekk, en vera má að eitt þeirra hafi verið nýtt af ábúendum á Ófriðarstöðum í skiptum fyrir verbúðina Ásbúð sem var í landi Ófriðarstaða. Ás átti ekki land að sjó þannig að þessháttar skipti voru ekki óalgeng.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn-Hvaleyrarsel.

Þriðja staðsetningin er vestan við Hvaleyrarvatn, skammt frá þeim stað þar sem skáli Hafnarfjarðarbæjar stóð til skamms tíma. Þar er lítill hraunbali sem ekki ber mikið á en þegar betur er að gáð má greina vallgrónar hleðslur á balanum. Þar taldi Gísli Sigurðsson lögregluþjónn að ein selstöðin frá Hvaleyri hafi verið. Lítill hlaðinn stekkur er í hraunbrún skammt langt frá þessum gróna bala en stekkurinn sést illa þar sem furutrjám var plantað út í hann fyrir um tveimur áratugum.

Seldalur

Tóft í Seldal.

Suðaustur frá Hvaleyrarvatni er Seldalshálsinn sem lokar Seldal af frá Selhrauninu. Á norðaustanverðum hálsinum er lítil tóft sem hefur verið nefnd Seldalskofi og gæti allt eins verið selrúst. Sagnir voru um að selstaða hafi einnig verið í Seldalnum en þar hafa ekki fundist neinar minjar sem staðfesta þá tilgátu.

Líkt og jafnan gleymast ýmsar minjar í umfjöllun um afmörkuð svæði.

Stórhöfði

Stórhöfði – nátthagi.

Hér að framan er ekki getið um stekkinn fyrrum og fjárborgina á Selhöfða, selstöðu vestan Hvaleyrarvatns eða nátthaga sunnan Stórhöfða. Jafnan hefur verið reynt að koma slíkum upplýsingum á framfæri, síðast við fornleifaskráningu Hafnarfjarðar, en fyrir daufum eyrum. Um er að ræða einstaklega áhugaverðar minjar um fyrrum búsetu í Hafnarfirði.

Heimild:
-https://www.hraunavinir.net/selhraun-og-selminjar/

Ássel

Ássel – tilgáta; ÓSÁ.

Hvaleyrarvatn

Gönguleiðin um og í kringum Hvaleyrarvatn er tiltölulega greiðfær – þéttur malarstígur alla leiðina. Skjólgott umhverfið tekur mið af árstíðunum og því breytilegt frá einum tíma til annars. Vindstigin og birtan hafa einnig áhrif á ásýndina. Hringurinn er um 2.2. km.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn.

Hvaleyrarvatn, sem er 1-2 m á dýpt um mitt vatnið (fer eftir hvernig stendur á vatnsstöðunni hvert sinn) er í dalkvos sem er umvafin grágrýtishryggjum á þrjá vegu og hrauni að einn.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn – minjar.

Vatnshlíð er við norðvestanvert vatnið (þar er t.d. skógrækt Hákons Bjarnasonar), Beitarhúsaháls (m.a. beitarhúsatóft og stekkur frá Ófriðarstöðum) og Húshöfði að norðaustanverðu, en Kjóadalsháls og Selhöfði að austan og sunnan (fjárborg og stekkur efst á höfðanum). Fyrir vestan vatnið er Selhraun, sem er hluti Hellnahraunsins eldra (þar er t.d. stekkur frá Hvaleyrarseli og greni í Selhól). Hraunið rann fyrir um 2000 árum og kom frá gígum við Stóra Bolla (Konungsfell) við Grindarskörð.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn.

Þegar Hellnahraunið lokaði dalnum myndaðist Hvaleyrarvatn í þessari kvos þegar grunn- og regnvatn safnaðist þar fyrir. Litlir vorlækir eru úr nálægum hlíðunum en þar er ekkert afrennsli. Hvaleyrarvatn er fremur snautt þótt þar hefur silungi verið sleppt öðru hvoru sem fólki gefst kostur á að veiða, þ.e. börnum og unglingum sem og öldruðum og öryrkjum, þótt veiðimenn í fullum skrúða sjáist stundum við „æfingar“ þarna, einkum á vorin.

Gangan hefst á bílastæði við vesturenda Hvaleyrarvatns. Við vatnið er þjóðsagnastemning, auk þess sem áþreifanlegrar sögu skógræktar landsins á 20. öld gætir þar árið um kring. 

Hvaleyrarvatn

Hólmarnir í Hvaleyrarvatni.

Tóftir Hvaleyrarsels sjást glögglega sunnan við vatnið. Selstaðan er dæmigerð; þrjár tóftir, auk stekks. Hefðbundið vatnsstæðið er Hvaleyrarvatnið sjálft.
Sagt var að nykur hafi verið í Hvaleyrarvatni annað árið, en hitt árið í Kasthúsatjörn á Álftanesi (sumir segja Urriðakotsvatni).
Sagt er, að einu sinni hafi börn úti á Álftanesi, fjögur að tölu, verið að leika sér við Kasthúsatjörn og hafi þá séð dýr eitt, grátt áð lit, sem þau héldu að væri hestur og lá við tjörnina.

Hvaleyrarvatn

Upplýsingaskilti við Hvaleyrarsel.

Þau settust öll á bak nema eitt barnið; það sagðist ekki nenna á bak. Þegar barnið sagðist ekki nenna á bak, hristi dýrið börnin af sér og stökk út í tjörnina. Þóttust menn af þessu sjá, að þarna hefði nykurinn verið.“
Síðast á að hafa sést til hans frostaveturinn mikla árið 1918.
Sagan segir að eitt sinn voru í Hvaleyrarseli karl og kona og gættu búpenings.- Konan fór sem oftar að sækja vatn, en kom ekki aftur. Seinna fannst lík hennar mikið skaddað rekið upp úr vatninu, og þótti líklegt, að nykurinn hafi drekkt konunni.

Höfðaskógur

Jófríðastaðasel.

Eldri menn höfðu oft heyrt mikinn skruðning og hávaða út í Hvaleyrarvatni, einkum þegar ísa leysti, og þótti líklegt, að það hafi stafað af völdum nykursins.
Selhöfði eða Hvaleyrarselhöfði er sunnan við Hvaleyrarvatn, en landið er að mestu í Áslandi. Sunnan undir höfðanum eru fyrrefndar rústir eftir Hvaleyrarsel. Vestan við Selhöfða er hins vegar svo alldjúpur dalur, sem heitir Seldalur, sem að vestan myndast af hæstu hæðinni á þessum slóðum, sem heitir Stórhöfði.

Seldalur

Seltóft í Seldal.

Sunnan undir Selhöfða, á gróinni torfu, er tóft, væntanlega heimasel. Selsrústin hefur löngum verið talið beitarhús, en við nánari skoðun virðst hún fremur vera leifar selstöðu, sem fyrr segir. Rýmið er tvískipt; baðstofa og búr, en ekki mótar með góðu móti fyrir eldhúsi og því eru tóftirnar sem slíkar ekki dæmigerðar selsminjar á Reykjanesskaganum. 2)

Á meðal tófta Hvaleyrarsels má skammt austar við Hvaleyrarvatn sjá tóftir selstöðu frá Ási. Selstaðan virðist hafa verið snemmbær í tíma. Hún er líkari takmörkuðu nytjaseli, s.s. kola eða tímabundinni veiðistöð en t.d. fjárseli eða húaseli. 3)

Hvaleyrarvatn

Kvöld við Hvaleyrarvatn.

Gildisskátar Hraunbúa í Hafnarfirði eiga bláþaksmálaðan skála í Skátalundi, í hlíðinni milli Selhöfða og Húshöfða. Skálinn, sem var reistur árið 1967, hefur nýst skátunum vel í gegnum tíðina, en hefur því miður ósjaldan orðið fyrir skemmdarverkum ódælla.

Skátalundur

Skátalundur við Hvaleyrarvatn.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar var stofnað í ársbyrjum 1947. Staðreyndin var sú að ekki höfðu allir bæjarbúar trú á að skógræktaráhuginn ætti eftir að endast lengi. Það blés ekki byrlega til að byrja með og reyndi verulega á þrautsegju og þolgæði þeirra sem stýrðu málum af hálfu Skógræktarfélagsins. Þar munaði miklu um þekkingu og dugnað frumkvöðlanna sem létu ekki deigan síga þó svo að á móti blési.

Gunnlaugur Kristmundsson

Gunnlaugur Kristmundsson.

Gunnlaugur Kristmundsson sandgræðslustjóri átti sæti í stjórn félagsins fyrstu fjögur árin. Hann var kunnur af störfum sínum við uppgræðslu landsins og þekkti betur til en flestir aðrir. Að ráði hans var leitað til bæjaryfirvalda og óskað eftir landi til ræktunar við Hvaleyrarvatn, í svonefndum Vatnsenda neðan við Beitarhúsaháls og Húshöfða. Þegar til átti að taka vorið 1947 var mikil kuldatíð og útlitið við Hvaleyrarvatn alls ekki nógu gott. Gunnlaugur stakk þá upp á því að reynt yrði að fá leyfi til að girða af nokkra hektara nyrst í Gráhelluhrauni, skammt frá Lækjarbotnum. Hann taldi að þar yrði vænlegt að planta út trjám, þrátt fyrir kuldann, og hann hafði rétt fyrir sér.
Árið 1956 gat félagið ráðið til sín sumarstarfsmann á launum. Um sumarið voru sumarmennirnir tveir og veitti ekki af enda ætlunin að hefja girðingavinnu við Hvaleyrarvatn árið eftir. Þegar 32 ha spilda við Hvaleyrarvatn hafði verið girt vorið 1958 hófst gróðursetning með aðstoð félagsmanna Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar, sem gróðursettu 7000 plöntur. Almennir félagsmenn gróðursettu annað eins þetta sumar og starfið var blómlegt. 

Hval-5Þegar staldrað er við og svæðið er skoðað meðfram Hvaleyrarvatni má sjá þar nokkra nafngreinda höfða að austanverðu; Húshöfða, Selhöfða, Miðhöfða (Þormóðshöfða) og Efstahöfða (Fremstahöfða), auk Stórhöfða að suðaustanverðu. Auk þess eru þarna tveir hálsar; Kjóadalaháls og annar ónafngreindur í vestur frá Fremstahöfða (Efstahöfða). Alla þessa höfða og hálsa prýða vörður, hér nefndar Höfðavörður, reyndar tvær á Húshöfða er virðast greinast í Húshöfðavörðu (vestar) og Kjóadalsvörðu (austar). Sumar eru landamerkjavörður. Kjóadalsháls er einnig nefndur Langholt. 

Bleiksteinar

Bleiksteinar á Bleiksteinshálsi.

Skoðum fyrst skráðar heimildir um svæðið. Í örnefnalýsingu AG fyrir Ás segir m.a.: „Svo er hár hnúkur syðst á fjalli, sem heitir Vatnshlíðarhnúkur. Vestur af honum hallar fjallinu niður og myndar þar háls, sem nær niður á Hamranesið fyrrnefnda og heitir Bliksteinaháls eða Bleiksteinaháls. Á honum eru tveir steinar ljósir að lit, sem heita Bliksteinar. Þeir eru í hálsinum norðanverðum og eru á merkjum móti Hvaleyri.
Sunnan við Vatnshlíðarhnúkinn fyrrnefnda er hlíð með giljum og skógarbörðum, sem hallar niður að Hvaleyrarvatni, og heitir hlíð þessi Vatnshlíð. Að norðan eru merki Jófríðarstaða svo nærri vatninu, að þegar hátt er í vatninu, getur Jófríðarstaðabóndinn vatnað hesti sínum í því.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn – skilti.

Norðan við Hvaleyrarvatn, við svonefnda „Sandvík“ er upplýsingaskilti um örnefni í næsta nágrenni. Fólk má þó ekki taka það mjög bókstaflega. Á því er t.d. getið um „Hundraðmannahelli“ í Helgadal, en á auðvitað að vera „Hundraðmetrahellir“.
Um miðjan sjötta áratuginn var Vatnshlíð vart annað en berangurslegir grágrýtismelar með einstaka, ofbeittum rofabörðum, þegar Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, fékk úthlutað gróðursetningarlandi þar árið 1955, sem er rétt um 8 ha að stærð. Hvergi var skjól að finna og í leysingum á vorin beljaði vatn niður hlíðina, og settu djúpar vatnsrásir sterkan svip á landið.
hvaleyrar-21Þegar Hákon sýndi konu sinni, Guðrúnu, landið í fyrsta skipti, féllust henni hendur, leit á mann sinn og spurði: »Hvað ætlar þú að gera hér?«
Landið var girt undir haust 1955, því að allmargt fé væri þá þar í haga. Árið 1968 var girðingin stækkuð til vesturs. Bústaðurinn var reistur sumarið 1958 en stækkaður rúmum áratug síðar. Lítið gróðurhús var reist 1975 norðvestur af bústaðnum og hafa þar einkum verið ræktuð jarðarber þau ár, sem það hefur fengið að standa í friði fyrir skemmdarvörgum.
Hval-21Fyrstu trén voru gróðursett vorið 1956, bæði á hólnum ofan við bústaðinn og austan við hann. Allar götur síðan hefur einhverju verið plantað á hverju ári. Langmest hefur verið gróðursett af sitkagreni, stafafuru, bergfuru og alaskaösp.

Að auki er hér að finna allmargar aðrar tegundir af ýmsum barr- og lauftrjám, svo og nokkrum runnum, og má nefna blágreni, hvítgreni, lindifuru, eini, hegg og blæösp sem fáein dæmi.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn 2023.

Allnokkur efniviður frá Alaska fór forgörðum í bruna 1962, en af plöntum þaðan, sem hér vaxa má nefna elri, laxaber, stikilsberjarunna, eitt rauðblóma rósayrki, sigurskúf og hálmgresistegund.
Vatnsrof eru nú algjörlega liðin tíð eftir að melarnir klæddust gróðri. Þegar elstu trén voru komin nokkuð á legg var kveikt í gróðri á landinu 1962 og má segja, að allt hafi brunnið sem brunnið gat austur að girðingu.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel- tilgáta; ÓSÁ.

Öðru sinni var kveikt í 1972 og brunnu þá allmörg tré austan við bústaðinn.En þrátt fyrir öll vandkvæðin, bæði af náttúrunnar og mannanna völdum, hefur tekist, með góðum ásetningi hlutaðeigandi, að sýna fram á að vel er hægt að græða upp landið okkar. 

Vinalundur

Vixla Vinalunduar í Vatnshlíð.

Þrír grónir hólar er í norðvestanverðu Hvaleyrarvatni, manngerðir árið 2010. Tilgangurinn með þeim var að gera fuglum auðveldara að koma upp vorvarpi. Staðreyndin hefur hins vegar orðið sú, hingað til a.m.k., að ein gæs kom þar upp þremur ungum árið 2015, en þeir urðu fljótlega fæða fyrir mávagerið, sem tekið hefur sér aðstöðu á vatninu (sennilega er um að ræða útstöð þeirra frá nálægum fiskhjöllunum við Krýsuvíkurveg).

Vinalundur nefnist skógræktarreitur í sunnanverðri Vatnshlíð vestan við Vatnshlíðargil og sumarbústað sem Hákon Bjarnason byggði sér. Reiturinn er tileinkaður Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi og þar hafa erlendir vinir bæjarbúa plantað út trjám í opinberum heimsóknum sínum til bæjarins.

Heimildir:
-Mánudagsblaðið, 13. árg. 1960, 22. tbl. bls. 2.
-Alþýðublað Hafnarfjarðar. 14. árg. 1955, 2. tbl., bls. 8.
-Örnefnalýsing fyrir Hvaleyri – Ari Gíslason – ÖÍ.
-Gísli Sigurðsson skráð í handriti sínu um “Líf og þjóðhættir í Hafnarfirði frá 14. öld” um nykurinn í Hvaleyrarvatni.
http://www.skoghf.is/greinar/84-minningarskjoeldur-4-brautryejenda-a-grahellufloet.
-Minning: Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, fæddur 13. júlí 1907 – dáinn 16. apríl.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel.

Gata

Mynd af mönnum á hestum á leið yfir Kapelluhraun birtist í The Illustrated London News árið 1866.

Kapelluhraun

Ferðast um Kapelluhraun – teikning frá 19. öld.

Þeim sem ferðuðust um Ísland þótti hvað einkennilegast og ógnvænlegast að fara um landsvæði sem voru þakin hrauni, “þar sem ekki óx strá, ekki var vatnsdropa að finna, hvergi var fugl á flugi og ekkert lífsmark sjáanlegt”. Í þessu sambandi töluðu margir um leiðina frá Hafnarfirði til Krýsuvíkur og álitu að erfitt hlyti að vera fyrir aðra að gera sér í hugalund hvernig umhverfið þar liti út. Sennilega líkist það einna helst skriðjökli í sínu úfnasta formi eða jafnvel stórsjóum sem hvirfilvindur hefur farið um en svo skyndilega orðið að steini. Yfir þennan óveg gat þó hinn “vitri íslenski smáhestur” komist klakklaust.

Kapelluhraun

Kapelluhraun 2020.

Samkvæmt lýsingum margra erlendra ferðamann á leið um landið var það hræðilegt á að líta. Leiðin til Krýsuvíkur var oft tekin sem dæmi um hræðilega hraunauðn. Einn ferðamannanna gat t.d. um konuhræ við leiðina, sem enginn virtist hafa áhuga á að færa til graftrar.
Í dag eru hraunin eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna.

-Ísland – framandi land – Sumarliði Ísleifsson – 1996

Kapelluhraun

Kapelluhraun og nágrenni – fornar leiðir og örnefni.

Álftanes - kort 1870

Eftirfarandi er yfirlit yfir sögu einstakra byggðalaga á Reykjanesskaganum vestanverðum:

Saga Reykjavíkur

Saga Reykjavíkur.

 -Anna Ólafsdóttir Björnsson: Álftanesnesið okkar. Kaflar úr sögu Bessastaðahrepps. Bessastaðahreppur 1998. 48 bls.

Þetta er kennsluefni í samfélagsfræði fyrir nemendur Álftanesskóla og er að nokkru stuðst við efni bókarinnar Álftanesssaga. Bessastaðahreppur – fortíð og sagnir. Efnið nær frá landnámi til loka 20. aldar.

-Anna Ólafsdóttir Björnsson: Álftanesssaga. Bessastaðahreppur – fortíð og sagnir. Reykjavík 1996. 311 bls.

Ritið skiptist í þrjá meginhluta. Sá fyrsti nefnist „Frá landnámi til 1800. Kotin og kóngsmennirnir“.

Álftanessaga

Álftanessaga.

Þar er m.a. lýsing Bessastaðahrepps, fjallað um landnám og fyrstu aldirnar, Lénharð fógeta, hvalreka, Bessastaðakirkju, skipskaða og ofviðri og hinstu ferð Appolloníu Swartzkopf. Auk þess eru fjórir undirkaflar sem skiptast á einstakar aldir, þá fimmtándu, sextándu, sautjándu og átjándu. Annar meginhluti kallast „Nítjánda öldin. Blómaskeið sjósóknar á Álftanesi“. Þar er m.a. fjallað um mannlíf á Álftanesi í upphafi aldarinnar, aldarfar og afkomu, skiptingu hreppsins, menntun og menningu, sjósókn og landbúnað. Þriðji meginhluti nefnist „Tuttugasta öldin. Búskapur og upphaf þéttbýlis“. Rætt er m.a um íbúaþróun, samgöngur, búskap, sjósókn og fiskvinnslu, landþurrkun og sjávarvarnir, veitumál, framfærslumál, skipulag, félagsstarfsemi og listir og atvinnulíf almennt.

Saga Hafnarfjarðar

Saga Hafnarfjarðar.

-Ásgeir Guðmundsson: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 I-III. Hafnarfjörður 1983-1984. 446 bls., 446 bls., 557 bls.
Verkið er efnisskipt:

Í fyrsta bindi er einkum fjallað um stjórnmál, skipulagsmál, fjármál, höfnina og atvinnumál almennt.
Í öðru bindi er rætt um veitustofnanir, slökkvilið og löggæslu, skóla- og íþróttamál, heilbrigðismál og kirkjumál.
Í þriðja bindi er sjónum beint að stéttarfélögum, félagsstarfsemi, menningarmálum, félags- og æskulýðsstarfsemi, húsnæðismálum, verslun og viðskiptum, vegamálum og samgöngum og loks er hugað að fáeinum bæjarstofnunum. Í ritinu er einnig æviágrip bæjarfulltrúa og bæjarstjóra.

Álftanes

Álftanes – örnefni og bæir. (ÓSÁ)

Bessastaðahreppur í hundrað og tuttugu ár. Afmælisrit. Umsjón með útgáfu Soffía Sæmundsdóttir. [Bessastaðahreppur] 1998. 36 bls.
Í ritinu er einkum að finna stuttar frásagnir af skólamálum, kirkjustarfi, kórstarfi og félagslífi.
Einnig eru ávörp og viðtöl við yngri og eldri íbúa Bessastaðahrepps.

-Bjarni Guðmarsson: Saga Keflavíkur I-III. Keflavík 1992, 1997, 1999. 302 bls., 371 bls., 448 bls.
Fyrsta bindið tekur til tímabilsins 1766-1890. Greint er frá upphafi þéttbýlis en meginhluti ritsins fjallar um verslun og sjávarútveg á ýmsum tímum, en jafnframt er rætt um íbúa og atvinnuhópa, alþýðuhagi og lífið í þorpinu sem og bjargræði af landi.

Saga Keflavíkur

Saga Keflavíkur.

Annað bindið fjallar um tímann 1890-1920 og skiptist í sautján ólíka kafla. Rætt er um strandsiglingar og vegasamband, umhverfi og bæjarland, fólksfjölgun og húsbyggingar, heimilishald, kaup og kjör launafólks, útgerð og fiskiskip, verslun og viðskipti, heilbrigðismál, trú og kirkju, skólahald, bindindismál, félagslíf og menningarstarf, sveitarstjórn og lífið í Keflavík í fyrri heimsstyrjöldinni.
Þriðja bindið nær yfir tímabilið 1920 til 1949 og skiptist í 23 meginkafla og hefur hver og einn að geyma nokkra undirkafla. Rætt er um íbúaþróun, rafmagnsmál, vatnsveitu, samgöngur og fólksflutninga, útgerð og fiskveiðar, áhrif kreppunnar í Keflavík, verkalýðsmál, bryggjur og hafnarmannvirki, iðnað, verslun, skipulag og húsbyggingar, vöxt þéttbýlisins, lög og reglu, símamál, samkomuhald, félags- og menningarlíf, íþróttir, félagsmál, heilbrigði og velferð, skólastarf, áhrif seinna stríðs og breytingar á sveitarfélaginu.

Seltirningabók

Seltirningabók.

-Heimir Þorleifsson: Seltirningabók. Seltjarnarnes 1991. 320 bls.
Bókin skiptist í sex meginhluta og spannar að mestu tímann frá því um 1800 til 1991. Hver meginhluti skiptist í fjölda undirkafla, en aðallega er fjallað um hreppinn og stjórnsýslu, jarðir og ábúendur á Framnesi, útgerð, Mýrarhúsaskóla, Framfarafélagið og annað félagsstarf og loks kirkjuna í Nesi.

-Jón Þ. Þór: Gerðahreppur 90 ára. 13. júní 1908-1998. Gerðahreppur 1998. 293 bls.

Ritið skiptist í níu meginhluta og er hver þeirra yfirleitt með nokkrum undirköflum. Í upphafi er sögusviðið kynnt. Síðan tekur við kafli þar sem er m.a. fjallað um landnám, mannfjölda í Garðinum fyrir 1908 og eignarhald á jörðum í Garði og Leiru. Því næst er rætt um Garðinn sem verstöð. Stofnun Gerðahrepps er því næst gerð að umtalsefni og þar næst fjallað um starfsemi í Gerðahreppi á árunum 1908 til 1939, mannfjölda þar og byggðaþróun, sjávarútveg, verslun, kirkju og skóla. Þá er kafli um málefni hreppsins á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Því næst er greint frá vaxtarskeiði og velmegun á árunum 1946 til 1998 og m.a. rætt um mannfjölda, sveitarstjórn, veitustofnanir, skipulag, hafnarmál, skólamál og samstarf við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum. Að því búnu er kafli um atvinnulíf og loks er kafli um félagslíf.

Saga Grindavíkur

Saga Grindavíkur.

-Jón Þ. Þór: Saga Grindavíkur. Frá landnámi til 1800. Grindavík 1994. 282 bls.
Jón Þ. Þór og Guðfinna M. Hreiðarsdóttir: Saga Grindavíkur. Frá 1800 til 1974. Grindavík 1996. 386 bls.
Fyrri bókin greinist í tíu meginhluta og eru flestir með nokkrum undirköflum. Í upphafi er sögusviðið kynnt og sagt frá örnefnum. Því næst er fjallað um landnám í Grindavík og upphaf byggðar. Þá eru kaflar um mannfjölda, bólstaði og búendur og búskapar- og lífshætti í Grindavík fyrir 1800. Næst er fjallað um sjávarútveg, síðan tengsl Grindavíkurjarða og Skálholtsstóls og þar á eftir um verslun. Loks eru kaflar um Tyrkjaránið 1627 og sölu stóls- og konungseigna.

Grindavík

Grindavík 2023.

Seinni bókin skiptist í níu meginhluta og eru flestir með fjölda undirkafla. Greint er frá Grindavík á öndverðri 19. öld og fólkinu þar árið 1801 í fyrsta hluta. Í öðrum hluta er fjallað um mannfjölda í Grindavíkurhreppi 1801-1974. Því næst er rætt um hverfabyggð og þorpsmyndun. Fjórði meginhluti tekur til sveitarstjórnar. Sá fimmti fjallar um atvinnuvegi almennt og sá sjötti hefur að geyma þætti úr verslunarsögu. Í sjöunda meginhluta er rætt um menningar- og félagsmál en í þeim áttunda um skólamál. Loks er fjallað um kirkju og trúmál.

Saga Njarðvíkur

Saga Njarðvíkur.

-Kristján Sveinsson: Saga Njarðvíkur. Reykjavík 1996. 504 bls.
Ritið skiptist í sautján meginhluta og hefur hver hluti nokkra undirkafla. Rætt er um umhverfi, staðfræði og náttúrufar; landnám og fyrstu þekkta byggð; búsetu og hagi á fyrri öldum, fram um 1700; íbúa Njarðvíkur og afkomu þeirra á 18. öld; atvinnuhætti og byggðarþróun á 19. öld; menntunar-, félags- og heilbrigðismál á 19. öld; ómagaframfæri, efnahag sveitarsjóðsins og þróun fólksfjölda í Vatnsleysustrandarhreppi á 19. öld; Njarðvíkurhrepp 1889-1908; Njarðvík í Keflavíkurhreppi 1908-1942; fólksfjöldaþróun og atvinnumál 1942-1994; uppbyggingu hafnarmannvirkja; uppbyggingu almenningsfyrirtækja og ýmis verkefni sveitarfélagsins 1942-1994; skipulagsmál, íbúðabyggingar og gatnagerð 1942-1994; skóla og bókasöfn frá 1942; stjórnmál, stjórnkerfi og fjárhag sveitarfélagsins 1942-1994, Njarðvíkurkirkjur á 20. öld; félagsstarf, skemmtanalíf og íþróttir 1942-1994.

Saga Garðabæjar

Saga Garðabæjar.

-[Ragnar Karlsson]: Garðabær. Byggð milli hrauns og hlíða. Safn til sögu Garðabæjar. Umsjón með útgáfu Erla Jónsdóttir. Garðabær 1992. 73 bls.
Farið er nokkrum orðum um þróun byggðar í landi Garðabæjar í aldanna rás, rætt um náttúrufar og umhverfi, fjallað um jarðfræði Garðabæjar, greint frá kirkjustaðnum Görðum, Bessatöðum, Vífilsstöðum, fjallað um byggð og búsetu í Álftaneshreppi, rætt um upphaf Garðahrepps og breytinguna í kauptún, sveitarstjórnarmál, bæjarbrag og félags- og menningarmál.

-Ragnar Karlsson: Keflavíkurbær 1949-1989. Fjörutíu ára kaupstaðarréttindi. Stiklur úr sögu og byggðarþróun. Keflavík 1989. 60 bls.
Ritlingurinn hefur að geyma upplýsingar um bæinn í máli og myndum frá ýmsum tímum í sögu byggðarlagsins.

Kópavogur

Kópavogur – jarðir.

Saga Kópavogs. Frumbyggð og hreppsár 1935-1955. Safn til sögu byggðarlagsins-1955. Safn til sögu byggðarlagsins. Ritstjóri Adolf J. E. Petersen. Kópavogur 1983. 247 bls. Bókin var endurútgefin árið 1990.
Í ritinu eru greinar og viðtöl sem tengjast sögu Kópavogs á umræddu tímabili. Ein grein er langlengst, „Kópavogur 1936-1955“ eftir Lýð Björnsson. Í henni er sagt frá því helsta sem snertir uppbyggingu Kópavogs á þessum árum.

Saga Kópavogs. Þættir úr kaupstaðarsögunni 1955-1985. Safn til sögu byggðarlagsins-1985. Safn til sögu byggðarlagsins. Ritstjórar Andrés Kristjánsson og Björn Þorsteinsson. Kópavogur 1990. 271 bls.

Kópavogur

Kópavogur 1965.

Í ritinu er greint frá upphafi kaupstaðarsögu Kópavogs, sagt frá bæjarstjórum og bæjarriturum, fjallað er um kosningaúrslit og meirihlutasamstarf, kirkju og söfnuði, bókasafnið, skipulags- og byggingamál, heilbrigðismál, félagsmálastofnun, æskulýðs- og íþróttamál og skólamál. Einnig er greint frá listastarfi, almenningssamgöngum, hafnargerð, götuheitum og mannfjölda, löggæslu, tengslum við vinabæi, stórafmælum Kópavogs og kjörnum fulltrúum.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – herforingjaráðsuppdráttur 1903.

Sigurður Skúlason: Saga Hafnarfjarðar. [Hafnarfjörður] 1933. 707 bls.
Bókin spannar tímabilið frá 874 til 1933. Langur kafli er um sögu verslunarstaðarins en síðan koma sjö efnisskiptir kaflar; upphaf Hafnarfjarðarkaupstaðar, landeign og skipulag, stjórnmál sem er að mestu bæjarfulltrúa- og bæjarstjóratal, atvinnumál, heilbrigðismál, kirkjumál, skóla- og menningarmál. Loks er yfirlitskafli. Í upphafi bókarinnar er fjallað um umhverfi Hafnarfjarðar og hinar fornu bújarðir í Firðinum.

http://www.hi.is/~eggthor/thettbyli.htm#9

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1913.

Þorbjarnarstaðir

Gengið var um Hraunin og Hraunabæina svonefndu, s.s. Straum, Gerði, Þorbjarnastaði, Óttarstaði, Eyðikot og Lónakot.

Óttarsstaðir

Straumur og Óttarsstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

Tólf bæir, lögbýli, hjáleigur og þurrabúðir stóðu á ströndinni frá Straumsvík suður að Lónakoti. Þar var kallað í Hraunum og heitir svo enn þó að nú sjáist þar aðeins garðar, tóftir og nokkrir sumarbústaðir. Þarna er unaðsreitur fegurðar, samt minna þekktur en vert væri. Hér verður rifjað upp ýmislegt um sögu byggðarinnar, búskap, náttúrugæði og landmótun í Hraunum.

Sjóróðrar voru snar þáttur í lífsbaráttunni, ekki sízt á Hraunabæjunum þar sem landkostir voru litlir og landþrengsli mikil. Þá hefur munað um sjávarfangið, en ekki hefur alltaf verið heiglum hent að lenda í Óttarsstaðavör þegar norðanáttin rekur ölduna beint á hraunbrúnirnar sem skaga út í fjöruna. Það hefur á hinn bóginn ekki verið talið gott til afspurnar að híma í vomum þegar sólin var komin „Keili á og kotið Lóna“ og Garðhverfingar byrjaðir að lemja sjóinn. Fyrir utan Óttarsstaðavör ýttu menn á flot úr Eyðikotsvör og nokkrum vörum við Straumsvíkina: Péturskotsvör, Jónsbúðarvör, tvær varir voru við Þýzkubúð og ein vör var kennd við Straum.

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir – Stekkurinn.

Meðalbú var 18-20 kindur og 1-3 kýr. Annar bjargræðisvegur á Hraunabæjunum var sauðfjárbúskapur, sem hefur þó verið í smáum mæli hjá flestum vegna þess að túnin voru varla annað en smáblettir og engjar ekki til. Hinsvegar var treyst á kvistbeit í hraununum og ekki tíðkaðist að taka sauði á hús. Þeir voru harðgerðar skepnur; leituðu sér skjóls í hraunskútum í aftökum, en gengu hrikalega nærri beitarlandinu.

Þorbjarnastaðir

Þorbjarnastaðir – tilgáta (ÓSÁ).

Á heimildum eins og Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín má sjá að algeng búfjáreign á Hraunabæjunum í upphafi 18. aldar hefur verið 1-3 kýr og aðeins 18-20 kindur. Síðar á sömu öld snarfækkaði fé af völdum fjárkláðans sem átti upptök sín skammt frá, á Elliðavatni. Búfé í Hraunum fjölgaði á 19. öld og fram á þá 20. Þá var algengt að 80-100 fjár væri þar á bæjunum, svo og tvær mjólkandi kýr og ef til vill ein kvíga að auki. Á stærri jörðunum áttu menn tvo hesta en smákotin stóðu ekki undir hrossaeign.

Kúarétt

Kúarétt í Kúadal.

Af manntölum má sjá að víða hefur verið mannmargt á kotunum og stórir barnahópar komust þar upp. Það er nútímafólki gersamlega óskiljanlegt hvernig fjölskyldur gátu framfleytt sér á landlausum hjáleigum, þar sem bústofninn var nokkrar kindur . Líklega hefur munað mest um sjávarfangið.
Byggðin í Hraunum náði frá Straumsvík og vestur með ströndinni. Lónakot er vestast og nokkuð afskekkt; þangað eru 2-3 km frá megin byggðarkjarnanum, en Hvassahraun er á Vatnsleysuströnd og var ekki talið með Hraunabæjunum.

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir – tilgáta (ÓSÁ).

Þorbjarnarstaðir, snertuspöl sunnan Keflavíkurvegarins, Lónakot, Óttarsstaðabæirnir, Straumur og Stóri-Lambhagi voru landstórar jarðir, en jafnframt var allt þeirra land í hraunum. Fyrir utan þessar stærstu jarðir í Hraunum voru nokkur smábýli, hjáleigur og þurrabúðir. Þar á meðal voru Gerði, Litli-Lambhagi og Péturskot við Straumsvíkina, en Þýzkubúð lítið eitt út með víkinni og Jónsbúð enn utar, Eyðikot, sem var hjáleiga frá Óttarsstöðum eystri, Kolbeinskot og Óttarsstaðagerði.

Straumur

Óttarsstaðir/Straumur – örnefni og minjar. Uppdráttur ÓSÁ.

Umhverfis Óttarsstaðabæina er eina umtalsverða og samfellda graslendið í Hraunum, enda var byggðin þéttust þar. Bílfær vegur liggur frá Straumi, þar sem nú er Listamiðstöð Hafnarfjarðar, vestur að Eyðikoti, en merktur göngustígur er þaðan framhjá Óttarsstaðabæjunum og síðan með ströndinni að Lónakoti. Frá Lónakoti er síðan hægt að ganga ruddan slóða, um 2 km leið, austur á Keflavíkurveg.
Sem útivistar- og göngusvæði búa Hraunin yfir sérstökum töfrum. Stæðilegir og vel hlaðnir grjótgarðar standa sumstaðar ennþá, aðrir hafa hrunið. Í klofnum hraunhóli vestan við Óttarsstaðavör hefur hraunsprunga nýtzt sem veggir fyrir einhverskonar hús og aðeins þurft að hlaða fyrir endana og refta yfir. Þarna gæti hafa verið sjóbúð, þó er það ekki víst.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðavör.

Það er alltaf tilbreytingarríkt að skoða grýtta ströndina í nánd við Óttarsstaðavör, allt frá Vatnsskersklöpp og Kisukletti að Snoppu og út eftir Langabakka að Arnarkletti og Hrúðrinum, þar sem „brimið þvær hin skreipu sker“. Á öðrum stöðum eru minjar um þurrabúðir, fiskreiti, gerði og uppsátur þar sem kjalförin sjást enn á grjótinu.

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel.

Sunnar í hrauninu sjást aftur á móti minjar um sauðfjárbúskapinn. Þar eru nátthagar, kvíaból og fjárskútar, fallega hlaðin fjárborg og réttir. Skammt sunnan Keflavíkurvegarins stendur Þorbjarnarstaðarétt, lítt hrunin, önnur rétt er við Lónakot og sú þriðja við Straum.
Í Almenningi, sem svo eru nefndur suður í hrauni, eru fimm selstöður: Lónakotssel, Óttarsstaðasel, Straumsel, Gjásel og Fornasel. Þar var haft í seli og þar bjó fólk og starfaði sumarlangt.

Straumsselsstígur

Straumselsstígur vestari -(Gjáselsstígur/Fornaselsstígur) ofan Tobburéttar vestari.

En til hvers er verið að gaumgæfa þetta og velta fyrir sér minjum um harða lífsbaráttu á þessari strönd við yzta haf? Hvern varðar um þurrabúðarmenn? Er ekki nóg að njóta þess sem náttúran býður; sjá hvað hraunhólarnir geta verið myndrænir og ströndin falleg þar sem lábarið grjót tekur við af hraunklöppunum og skipskrokkur sem stóð uppi í fjörunni fyrir aldarfjórðungi er orðinn að einskonar beinagrind úr risaeðlu, umvafinn grasi? Það sem eftir er af stefni skipsins stendur hinsvegar upp á endann í fjörunni og gefur engum nútíma skúlptúr eftir.
Vissulega er hægt að njóta náttúrunnar þó að maður viti ekkert um hana og þó að maður þekki ekkert til sögunnar og þess mannlífs sem einhverntíma áður var á staðnum. En það gerir þessa náttúruupplifun dýpri og minnisstæðari að vita að þarna bjó fólk með gleði sína og sorgir fram á miðja 20. öld og lifði nánast á engu eftir því sem okkur finnst nú.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir austari, byggðir að hluta úr rekavið Jamestown.

Hraunabæir áttu kirkjusókn að Görðum í Garðahreppi, sem er talsvert löng leið fyrir gangandi fólk. En það var engum vorkennt að ganga þessa leið til kirkju; heldur ekki börnunum sem á fyrstu áratugum 20. aldarinnar gengu alla þessa leið til þess að komast í skóla. Síðar fengu þau skólastofu í húsinu á Óttarstöðum eystri.

Í Hraunum var ekki venjuleg, íslenzk sveit eða dreifbýli með talsvert langar bæjarleiðir, heldur einskonar þéttbýli með bæjum, smákotum og þurrabúðum, sem voru nefndar svo. Það voru landlaus eða landlítil býli við sjávarsíðuna, sem höfðu ekki grasnytjar. Þurrabúðarmenn stunduðu tilfallandi vinnu; réðu sig í kaupavinnu á sumrin og voru á sjó á vertíðum. Á nokkrum Hraunabæjum var svokallað heimaræði, það er útræði frá þeim jörðum sem áttu land að sjó. Bændur sem bjuggu fjær sjó fengu hinsvegar stundum leyfi sjávarbænda til þess að nýta lendingaraðstöðu og hafa þar mannskap á vertíðum. Það var kallað að hafa inntökuskip á jörðinni.

Óttarsstaðaborgin

Óttarsstaðaborgin.

Við upphaf nútíma fyrir um 10 þúsund árum var öðruvísi um að litast en nú á ströndinni frá Straumsvík vestur að Kúagerði. Raunar var það fagra land, þar sem Hraunabæirnir stóðu, alls ekki til. Ströndin var þá 2-3 km innar, en í goshrinum á Reykjanesskaga, sem einkum hafa orðið á 1000 ára fresti, rann hvert hraunlagið yfir annað og færði ströndina utar. Ein slík hrina varð fyrir um 2000 árum, önnur fyrir um 1000 árum og samkvæmt því ætti að vera kominn tími á næstu hrinu.

Hrútargjárdyngja

Hrútargjárdyngja – hraunið er varð undirstaða Hraunabæjanna.

Á síðasta jökulskeiði lá jökulfargið meira og minna yfir Reykjanesskaga, en hafði að því er virðist ekki áhrif á gosvirknina. Stundum náðu hraunin að dreifa úr sér þegar íslaust var, en stundum gaus undir ísnum og gosefnin hlóðust upp í geilinni sem þau bræddu, hörðnuðu þar og urðu að móbergi. Sum hraun sem náðu að renna og dreifast hurfu alveg undir önnur nýrri. Það elzta sem sést á yfirborði í námunda við þetta svæði er Búrfellshraun, sem rann fyrir um 7.300 árum og Norðurbærinn í Hafnarfirði er byggður á.

Hrútargjárdyngja

Hrútagjárdyngja.

Fyrir um 5000 árum varð mikið gos í Hrútagjá, nyrst í Móhálsadal, milli Sveifluháls og Núpshlíðarháls. Hraunið, sem kennt er við Hrútagjárdyngju, rann til sjávar og myndaði svæðið vestan við Straumsvík þar sem Hraunabæirnir voru byggðir, nærri 4000 árum síðar.

Hrútagjárdyngja er örnefni sem gamlir Hraunamenn hefðu ekki kannast við, enda er það síðari tíma nafngift frá hendi jarðfræðinga. Fyrir utan hraunið úr Hrútagjá hafa tvær aðrar dyngjur átt mikinn þátt í að móta ásýnd Reykjanesskagans vestantil. Þó það komi Hraunabæjunum ekki við má geta þess hér til fróðleiks að flæmi hrauna úr dyngjunni Þráinsskildi þekja svæðið frá Kúagerði að Vogastapa og enn vestar er dyngjan Sandfellshæð; hraun úr henni dreifðust allar götur vestur í Hafnir.

Kapelluhraun

Kapelluhraun – hrauntröð.

Síðar hafa yngri hraun fyllt upp í lægðir og stundum náð til sjávar. Nærtækt er að benda á snarbratta brún Afstapahrauns við Kúagerði. Það er síðari tíma hraun eins og Kapelluhraunið austar. Hraunið undir landi Hraunabæjanna hafði góðan tíma til að gróa upp áður en nokkur lifandi skepna gekk um það og myndaðist víða kjarr í því, eða skógur, sem eyddist af rányrkju á öldum fátæktarinnar. Stærsti hluti þessa hraunflæmis heitir Almenningar og bendir til að þar hafi verið óskipt beitiland.

Stóribolli

Stóribolli – gígurinn.

Hin áreiðanlega vekjaraklukka gosvirkninnar vakti gosstöðvar að nýju fyrir um 2000 árum. Þá varð enn mikil goshrina og frá einni eldstöðinni, Stórabolla í Grindaskörðum, rann mikið hraun í átt til Straumsvíkur og myndaði nýja strönd milli Straumsvíkur og Hvaleyrar. Dálítil óregla í þessari þúsund ára reglusemi kom upp fyrir 1800 árum þegar gaus nyrst í Krýsuvíkurrein, þar sem heita Óbrinnishólar við Bláfjallaveg. Hraunið, sem nefnt hefur verið Óbrinnishólabruni, rann í mjóum taumi niður undir Straumsvík.
Þetta gos hafði þó ekki áhrif á land í Hraunum.

Tvíbolli

Tvíbolli (Miðbolli).

Hin reglubundna dagskrá fór hinsvegar í gang fyrir um 1000 árum; Ísland þá búið að vera numið á aðra öld og ef til vill enn lengur. Þá rann Hellnahraunið yngra, sem svo er nefnt, frá Tvíbollum í Grindaskörðum og náði einn hraunstraumurinn langleiðina til Straumsvíkur, en óvíst er að nokkur bær hafi þá verið í Hraununum; elztu heimildir um byggð þar eru frá því um 1200.

Hálfri öld áður rann Kapelluhraun til sjávar í Straumsvík og hafði áhrif á landmótun þar; yngsta hraunið á þessu svæði. Þó líklegt sé og raunar fullvíst að sagan endurtaki sig létu menn þetta ekki á sig fá þegar álverinu var valinn staður einmitt þar sem Kapelluhraun rann, enda líklegast að margoft væri búið að afskrifa álverið, miðað við venjulega endingu, áður en hraun rennur þar að nýju.

Hvasshraun

Hvassahraun – uppdráttur ÓSÁ.

Frá fornu fari hafði ábúendum og öðru fólki á Reykjanesskaga verið skipt í útnesjamenn, sem bjuggu utan við Kúagerði, og innnesjamenn sem til að mynda bjuggu í Hraunum og á Álftanesi. Fram á 20. öld var mikil umferð ríðandi, en mun oftar þó gangandi manna suður með sjó og þaðan „inn“ í Hafnarfjörð og Reykjavík. Menn fóru í verið til Suðurnesja og svo þurfti að ná í blessaða þorskhausana og reiða þá austur í sveitir á baggahestum. Þorskhausalestir voru dagleg sjón á vorin. Enginn var vegurinn, aðeins götur sem fótspor hesta og manna höfðu markað og þær lágu í krókum og krákustígum eftir því hvar skást var að komast yfir hraunin.

Alfaraleiðin suður með sjó lá ekki um hlöðin á Hraunabæjunum, heldur lítið eitt sunnar, raunar sunnan við Keflavíkurveginn eins og hann er nú. Þessar götur eru nú löngu upp grónar, en samt sést vel móta fyrir þeim. Frá Lónakoti lá stígur suður í Lónakotssel og frá Óttarsstöðum lá Rauðamelsstígur, einnig nefndur Skógargata, suður í Óttarsstaðasel, en þaðan yfir Mosa og Eldborgarhraun um Höskuldarvelli að Trölladyngju. Eftir þessum götuslóðum var annarsvegar hægt að ganga til Krísuvíkur og hinsvegar til Grindavíkur.

Alfaraleið

Alfaraleiðin ofan Þorbjarnarstaða.

Frá Straumsvík lá Straumselsstígur nokkurn veginn samhliða suður á bóginn, við túnfót Þorbjarnarstaða, og um Selhraun að Straumseli suður í Almenningi. Stígurinn lá síðan áfram til suðurs og og heitir Ketilstígur þar sem hann liggur yfir Sveifluhálsinn; þetta var gönguleið til Krísuvíkur.
Sunnarlega í Almenningi voru gatnamót þar sem Hrauntungustígur liggur yfir stígana þrjá og stefnir á Hafnarfjörð. Enn sunnar er komið á Stórhöfðastíg; hann stefnir einnig til Hafnarfjarðar og sameinast Hrauntungustíg vestur undir Ásfjalli. Þetta samgöngukerfi fortíðarinnar er flestum týnt, grafið og gleymt.

En hvað verður um Hraunin?
Lengst af voru Hraunabæirnir í Álftaneshreppi, en þegar Álftaneshreppi var skipt í Bessastaða- og Garðahrepp 1878, var talið að Hraunin væru hluti Garðahrepps eins og Hafnarfjörður. Eftir að Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi 1908 voru Hraunin áfram talin tilheyra Garðahreppi, en þau komu í hlut Hafnfirðinga árið 1967 þegar gerður var makaskiptasamningur við Garðabæ.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir vestari.

Nú má spyrja hvers virði Hraunajarðirnar séu þegar búskapur þar hefur lagzt niður.
Æskilegast væri að friðlýsa Hraunin, sem yrðu þá útivistarsvæði í umsjá Hafnfirðinga. Við ramman reip verður þó að draga því áhugi ráðamanna í Hafnarfirði er að gera svæðið að hafnarsvæði, auk þess sem hluti þess fer undir fyrirhugaða stækkun álversins. Ef af verður mun merk saga og einstök náttúra fara fyrir lítið.

-Byggt á frásögn Magnúsar Jónssonar, fv. minjavarðar, Hafnarfirði.

Þorbjarnastaðir

Þorbjarnastaðir – uppdráttur ÓSÁ.

Þorbjarnarstaðir

Hér verður vitnað í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar um Þorbjarnarstaði í Hraunum og nágrenni. Hún var upphaflega skráð af Gísla á sjöunda áratugnum eftir Ástvaldi Þorkelssyni frá Þorbjarnarstöðum, Gísla Guðjónssyni frá Hlíð, Magnúsi Guðjónssyni frá Stóra-Lambhaga og Gústaf Brynjólfssyni frá Eyðikoti. Einnig studdist hann við gömul landamerkjabréf.

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir og nágrenni – örnefni og minjar.

   3. júní 1978 fóru sr. Bjarni Sigurðsson og Haukur bróðir hans á vettvang ásamt þremur öldruðum mönnum, Gísla Guðjónssyni, Gústaf Brynjólfssyni og Jósef Guðjónssyni. Þeir fimmmenningar gerðu ýmsar athugasemdir við lýsingu Gísla. Flestar þeirra skráði sr. Bjarni jafnóðum, en fáeinar ritaði Sigríður Jóhannsdóttir eftir sr. Bjarna 5. júní 1978. Loks gerði sr. Bjarni fáeinar athugasemdir í október 1980. Gísli Guðjónsson er fæddur á Setbergi 1891, kom í Hraunin um 10 ára og var þar til 1917, 8 ár í Gerði og önnur 8 á Óttarsstöðum. Jósef Guðjónsson er fæddur 1899, kom að Óttarsstöðum 2-3 ára og var þar til 1918. Gústaf er fæddur 1906, kom í Eyðikot 1907 og var þar til 1937. Sr. Bjarni og Haukur bróðir hans ólust upp í Straumi frá 1930.

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

Hér fer á eftir lýsing Gísla með þeim leiðréttingum, sem að framan greinir. Landamerkjalýsing er tekin upp úr Landamerkjabók fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu.

„Þorbjarnarstaðir eru jörð í Hraununum svonefndu. Þeir tilheyrðu áður Álftaneshreppi, en eru nú innan lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðar.
Bærinn stóð í túninu því nær miðju, og sneru stafnar við suðvesturátt. Túnið var umgirt túngörðum á alla vegu. Frá bænum lágu traðir austur túnið og skiptu því í tvennt. Norðan traðarveggsins nyrðri var í túninu Dalurinn nyrðri, smádalur, sem dýpkaði og endaði með hamravegg og hálfgerðum skúta. Kringum dalinn var Flötin nyrðri, lítil lægð í túninu. Hér um lá Lambhúsgatan eða Sjávargatan út í gegnum Lambhúshliðið eða Sjávarhliðið. Frá norðurhlið bæjarins lá svo Réttarstígur út í Réttarhliðið.

Þorbjarnastaðarétt

Þorbjarnastaðarétt.

Við Réttarhliðið er klettur, nefndur Sölvhóll. Þar voru söl þurrkuð. Sölvhóll er háhóllinn, sem réttin stendur norðan undir. Þegar búizt var við halastjörnunni 1910, vildi Þorkell Árnason á Þorbjarnarstöðum safna öllum Hraunamönnum upp á þennan hól, áður en jörðin færist, og láta þá mæta þar örlögum sínum. Sunnan í þessum hól voru Sölvhólsklettar. Þá kom lægð, sem nefnd var Sölvhólsstykki. Innst inni á stykkinu er lítill skúti. Vestar kom Háaklöpp, vestan við sprunguna, sem þarna er í klettunum. Þar sunnar komu Vonduhólar, klappir margsprungnar, sem lágu að nokkru inn í túnið.

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir – brunnur í Brunntjörn.

Í skrá Gísla Sigurðssonar segir: „Heiman frá bænum í suðvestur lá Mosastígur út í Mosaskarð, sem þar var á garðinum.“ Þessi örnefni kannast sr. Bjarni og heimildarmenn hans ekki við. Mosinn var sóttur út í Kapelluhraun (sjá síðar), sem er í annarri átt. Konur báru mosann heim í pokum eða jafnvel sátum. Hann var notaður í eldinn og einnig í einangrun, m.a. í Gerðishúsið, sem Guðjón Jónsson frá Setbergi reisti og enn stendur. Mosi var sóttur frá Lambhögum, Gerði, Þorbjarnarstöðum og Péturskoti. Heiman frá bæ lá Skógarstígur suður túnið fram í Skógarhlið á túngarðinum. Í suðurtúninu var lægð, sem nefnd var Dalurinn syðri. Kringum hann lá Flötin syðri, allt upp að traðargarðinum syðri. Frá traðarhliðinu lá Brunngatan út í Brunninn, sem var í Brunntjörninni.
Meðfram austurtúngarðinum lá Straumsstígurinn, og fylgjum við honum norður með garði.

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir – Lambúsgerði.

Er þá fyrst komið að Lambhúsinu, sem er rétt utan við Lambhúshliðið. Við norðurtúngarðinn var Þorbjarnarstaðarétt, vel hlaðin rétt af grjóti. Þar var haustrétt fyrir Innhraunin eða Austur-Hraunabæi, þ.e. Litla- og Stóra-Lambhaga, Gerði, Þorbjarnarstaði og Péturskot. (Þess má geta, að í Hraunum voru um 60 manns 1918.)
Eitt örnefni enn er hér nálægt túninu, Mosaflesjur, þar sem mosinn var þurrkaður til eldiviðar. Í skrá Gísla segir, að þær séu út frá Mosaskarði. Litlu norðar var Péturskotsstígur. Hann lá yfir að Péturskoti, sem var þurrabúð í Þorbjarnarstaðalandi. Var það fyrst byggt fyrir aldamót af Pétri Péturssyni, Helgu konu hans og Signýju dóttur þeirra. Þarna var ofurlítið tún, og var túngarður umhverfis það.

Péturskot

Péturskot árið 2000.

Háatún nefndist nokkur hluti túnsins sunnan bæjarins og ofan, oftast þá nefnt Fagrivöllur. Kotið var í spaugi nefnt Hosiló, en það festist aldrei við sem örnefni. Austan við túnið var matjurtagarður. Þar eru nú sumarbústaðir. Þessi garður tilheyrði Litla-Lambhaga, en einnig var kálgarður í Péturskotstúni. Pétursspor var stígur, sem lá heiman frá bæ niður á Straumshólmana og um Straumsrásirnar frá Straumstjörnunum. Stígur þessi lá fram á Pétursbyrgi svokallað. Þar var Byrgisvör eða Pétursbyrgisvör. Í vörinni sér enn djúpar skorir eftir bátskilina. Gísli Sigurðsson segir, að það muni vera þessi staður, sem í bréfi frá 1849 nefnist Brynjólfsskarð og var nyrzta mark landamerkja milli Þorbjarnarstaða og Straums. En þetta kannast sr. Bjarni og heimildarmenn hans ekkert við og þykir það óskiljanlegt, því að ekkert skarð er á þessum slóðum.

Péturskot

Péturshróf.

Annar stígur lá austur hólmana og nefndist Sporið. Segir Gísli, að það hafi legið af hólmunum um Litla-Stróka, sem hann nefnir svo, og þaðan upp á Stróka eða Stóra-Stróka að Litla-Lambhaga, sem í fyrstu nefndist Nýjakot. Sr. Bjarni og heimildarmenn hans kannast ekki við nafnið Litli-Stróki og telja hæpið, að Stróki hafi verið kallaður Stóri-Stróki. – Þetta eru tangar, sem ganga í sjó fram, og standa smáklappir upp úr.

Lambhagi

Lambhagaeyrarbyrgi.

Litli-Lambhagi stóð í Litla-Lambhagatúni. Lá túngarður tvíhlaðinn með allri norðurhlið þess. Fram milli Stróka lá Ósinn eða Nýjakotsósinn, sem eiginlega var lækur. Mest bar á honum við útfall, og var þar í allmikið vatn.
Gísli segir, að í túninu hafi verið þessir matjurtagarðar: Geiragarður, Stórigarður og Hraungarður. Sr. Bjarni og heimildarmenn hans muna ekki eftir kálgörðum í túninu, en garðar voru utan túns og m.a. einn við fjárhúsin við upphaf Ólafsgötu.
Syðst var Hjallatún. Gísli segir, að þar hafi í eina tíð staðið Hjallatúnsfjárhús, en heimildarmenn sr. Bjarna mótmæla því og segja, að tvö fjárhús hafi staðið undir Brunanum, en ekkert inni í túni. Úr Hjallatúni lá Hraunhornsstígur upp á Hraunhornið og suður á alfaraleið. Austan við bæinn var Nýjakotstjörn og suður úr henni Hlöðuvík.
Sjávargatan lá frá bæ norður á Stróka í Litla-Lambhagavör, sem einnig var nefnd Litla-Lambhagalending. Þar hjá var Litla-Lambhagahróf.

Lambhagi

Litla-Lambhagavör.

Lambhagavík lá frá Stróka austur á Eyri. En Lambhagamenn nefndu svo Straumsvíkina sín megin. Um suðurhluta túnsins liggur nú vegur inn til álversins og einnig Reykjanesbrautin. Nokkru sunnar má enn sjá Suðurnesjaveginn ofan af Brunanum niður af Hraunhorninu. En af honum lá Gerðisstígur heim að Gerði eða Gerðisbæ, sem stóð í hjalla í Gerðistúni. Stígur lá frá bænum upp á Brunabrún upp í Hraunhornsstíg. Niður undan Hjallanum voru Gerðisbalar, Stóri-Bali nær og Litli-Bali fjær. Norðan Balanna var Gerðistjörn. Í henni var Gerðisvatnsból og vestur frá henni Stakatjörn. Fyrrnefndur stígur, sem lá upp á Brunabrúnina, var kallaður Kirkjustígur. Hann sést enn, liggur upp frá túninu norðan við Gerði og upp á alfaraleið. Þessi stígur var mest genginn, er sóttur var mosi í Kapelluhraun.

Gerði

Gerði og Gerðistjörn.

Sunnan Gerðistúns var tjörn, er nefndist Gerðistjörn syðri, en sameiginlega voru allar tjarnirnar nefndar Gerðistjarnir eða Þorbjarnarstaðatjarnir.
Lambhagatjarnarós rann fram úr Stóra-Lambhagatjörn til sjávar milli Stróka og (Stóra-)Lambhagagranda. Vestast á grandanum var klettur, er nefndist Laufahjalli. Austan við hann var Þorbjarnarstaðavör og Gerðisvör. Þar má enn sjá móta fyrir hleðslu af bátshrófi eða skipahrófinu.

Lambhagi

Litli-Lambhagi – útihús.

Austar nokkuð var hraundrangur, nokkuð sprunginn að ofan, en gras á honum. Gísli Guðjónsson segir, að hann hafi alltaf verið nefndur Leikarahóll. (Í eldri skránni stendur Leikhóll). Krakkar hafa getað leikið sér þar, en einnig kann nafnið að stafa af því, að lömbin hafi leikið sér þar. Af vesturodda grandans lá garður um þvera Lambhagatjörn. Upp í Aukatún lá gangbraut hlaðin sem garður, nefndist Steinbogi. Aukatún var smátunga út frá Brunahrauninu. Það var grætt upp og notað sem túnblettur frá Stóra-Lambhaga. Túnið var greiðfært, en ekki slétt. Á því stóð hesthús. Nokkru fyrir innan fyrrnefndan Steinboga mátti sjá marka fyrir öðrum Steinboga.

Litli-Lambhagi

Eldhús við Litla-Lambhaga. Straumur fjær.

Á miðjum Stóra-Lambhagagranda stóð bærinn í Stóra-Lambhaga og stendur enn, þótt nú sé þar fjárhús með hlöðu. Austan bæjarins lá skerjagarður fram í víkina. Hann nefndist Kelatangi, en ekki er vitað, af hvaða Kela hann dregur nafn. Þar fyrir sunnan var Lambhagavör og upp af henni Lambhagahróf. Lambhagatúnið lá um grandann og Lambhagahólma, en milli þeirra voru Lambhagatjarnir. Í þeirri, sem næst var bænum, var brunnurinn, grafinn niður í leirinn, og frá honum Brunnstéttin, helluflórað upp til bæjar. Hér úti í tjörninni var lítið, upphlaðið byrgi, Tjarnarbyrgið.

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir – túnakort 1919.

Stóra-Lambhagastígur lá um hólmana eða austur fyrir þá upp að Brunanum og norðan undir honum og vestur með og var þar nefndur Hallinn. Ef gest bar að garði, sem fór þessa. leið, var vanalega sagt, að gesturinn væri á Hallanum. Hallinn lá út í Aukatún og þaðan út með vesturbrún Brunans fram hjá hesthúsinu á Aukatúni, að vesturtúngarði Aukatúns, sem var stuttur, aðeins ofan úr Brunanum niður að tjörn. Í skrá Gísla segir, að þarna hafi verið Vesturtúngarðshlið og þá komið á Litla-Lambhagastíg. Þetta nafn er hins vegar óþekkt, en gæti hugsanlega átt að vera Aukatúnshlið.

Austurtúngarðurinn lá úr Beinaviki upp á klettastall og suður eftir honum suður á Brunann.

Lambhagi

Lambhagi um 1970.

Um Brunann lá einhlaðinn grjótgarður vestur á Hraunhornið, Brunagarðurinn. Uppi á klettastallinum var Yrðlingabyrgið, sporöskjulaga og nokkuð hátt, með lágum dyrum. Um aldamótin síðustu hafði Guðjón Gíslason þarna yrðlinga í fóstri. Þarna er líka Fiskabyrgið, þar sem fiskur var kasaður hér í eina tíð og síðan hertur. Þarna uppi voru einnig tvö til þrjú fjárhús, og stóðu veggir þeirra til þessa. Sunnan við þau lá stígur upp frá túninu í hlið á austurtúngarðinum. Frá hliðinu lá stígur austur eftir hraunhrygg allháum. Var hann lagður hellum langt austur. Gísli Sigurðsson segir, að hann hafi heitið Ólafsstígur, en það er rangt. Ólafsstígur liggur upp á hraunið hjá kálgörðunum í Litla-Lambhaga.

Lambhagi

Lambhagi – stífla v/fiskeldis.

Skammt austur frá hliðinu á austurtúngarðinum voru tveir hraundrangar, nær mannhæðarháir og áberandi af sjó. Þeir nefndust Riddarar. Um þá og Riddarann á Helgafelli var mið á Rifið út frá Óttarsstaðatúni. Beinavíkurhlið, sem nefnt er í skrá Gísla, er óþekkt.
Fjárslóðin vestari liggur um Lambhagaeyrarkletta, og er stígur þessi heldur ógreiður. Miðja vegu í klettunum var Litlaeyri, vík. Í skrá Gísla Sigurðssonar segir, að upp af henni inni í hrauninu hafi verið Klettstjarnir, með fersku vatni. Þessu mótmælir Gísli Guðjónsson og segir, að þar hafi aðeins verið ein tjörn, sem hét Eyrartjörn. Þó kann að vera, að einhverjar smátjarnir hafi komið upp þarna um hásjávað.

Lambhagi

Lambhagi fyrir 1960.

Víkin var einnig kölluð Litla-Sandvík. Nokkru utar var svo komið á Lambhagaeyri. Lá hún í sveig og var nokkuð stórgrýtt. Hingað rak mikið af sölvum, sem fé sótti mjög í. Gísli Sigurðsson segir, að eyrin hafi líka verið kölluð Stóra-Sandvík, en það kannast heimildarmenn sr. Bjarna ekkert við. Eyrin lá út að Lambhagaeyrarnefi, sem lá fyrir mynni Straumsvíkur. Lambhagaeyrartangar var nefið kallað ásamt Lambhagaeyrarrifi, sem lá beint á sjó út. Háasker var drangur út frá eyrinni, en milli hans og eyrar var Músarsund. Eyrin var allbreið, og hallaði inn af henni. Þar var Lambhagaeyrarflöt og í henni matjurtagarður. Niður frá flötinni var Lambhagaeyrartjörn. Í henni gætti flóðs og fjöru. Þó var þarna ferskt vatn. Vestan við tjörnina var Lambhagaeyrarskjól og þar við Lambahageyrarbyrgi. Sunnan við tjörnina eru Skotbyrgin, Skotbyrgið eystra og Skotbyrgið vestra. Hér upp af ganga geilar og bugður og nefnast Katlar. Af eyrinni liggur fjárslóðin eystri inn eftir Eyrarklettum.

Stóri-Lambhagi

Tóftir Stóra-Lambahaga við Straumsvík.

Út af þeim var klettur, nefndur Einbúi. Slóðin lá allt inn í Þórðarvík, en þar voru mörk milli Þorbjarnarstaða og Hvaleyrar. Hér kemur niður stígur, er sameinast alfaraleiðinni austan og ofan við Gjögur. Sveinn í Eyðikoti, fóstri Gústafs Brynjólfssonar, kallaði hann Lambhagastíg. (Gísli Sigurðsson kallar hann ranglega Ólafsstíg.) Hér út frá Þórðarvík er Þórðarvíkurþari. Gísli Sigurðsson segir, að Hraunavík heiti hér fram undan austan frá Hvaleyrarhöfða vestur að Óttarsstaðatöngum en heimildarmenn sr. Bjarna þekkja hvorki nöfnin Hraunavík né Óttarsstaðatanga. Þó gætu þessir tangar verið nefndir Óttarsstaðatangar frá öðrum bæjum en Óttarsstöðum.

Alfaraleið

Í fornleifaskráningum hefur Alfaraleiðin millum Þorbjarnarstaða og Gerðis ekki verið skráð (einungis sögð „óljós“).

Um Brúnaskarð eystra liggur alfaraleiðin upp á Kapelluhraun, en svo nefnist neðsti hluti Nýjahrauns, sem ofar kallast Bruninn og enn ofar Háibruni. Áður hefur verið getið um mosatekju í Kapelluhrauni. Landamerkjalínan liggur úr Þórðarvík suður og upp um Leynidali og síðan áfram upp austurbrún Brunans. Alfaraleiðin lá suðvestur eftir Brunanum. Nær miðju var Kapellan, húsnefna hlaðin úr grjóti uppi á hól. Var hún 2×2 metrar að ummáli, og sneru dyr í vestur. Kapella þessi var helguð heilagri Barböru, sem var verndari ferðamanna og gegn hvers konar háska af eldsvoða.

Alfaraleið

Alfaraleiðin – Stóravarða við leiðina; einnig landamerki Lambhaga og Hvaleyrar neðan Leynis.

Síðan liggur leiðin áfram, þar til komið er í Brunaskarð vestra. Við hvort skarð eru vörður, er nefnast Stóravarðan eystri og Stóravarðan vestri. Sagnir voru um, að einn sveina Kristjáns skrifara, sem drepinn var á Kirkjubóli á Miðnesi, hafi verið dysjaður við Kapelluna. Var því þarna stundum kölluð Dysin eða Kapelludys.

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðaker.

Úr skarðinu liggur alfaraleiðin vestur um Hraunin ofan eða sunnan garðs á Þorbjarnarstöðum. Þegar hér er komið, verður fyrir stígur, er liggur frá Gerðinu, nefnist Gerðisstígur. Lá stígur þessi suður með vesturbrún Brunans. Skammt sunnar lá stígurinn um Hólaskarð milli Brunans og Hólanna, og var hann því allt eins nefndur Hólaskarðsstígur. Rétt sunnan við Skarðið var vik í Brunann. Hér vestur af eru klettaborgir miklar; í lægð milli þeirra er Þorbjarnarstaðaker, djúpt jarðfall, og var þar hætta fyrir fé. Það komst ekki upp úr. Þorkell Árnason bóndi á Þorbjarnarstöðum hlóð tröppur upp, og eftir það var fé engin hætta búin. Lægðin nefndist Stóridalur. Skammt vestar var svo Litlidalur.

Selhraun

Gerðisstígur (Hellnastígur) um Selhraun.

Ofan við Hólana allt frá Bruna og vestur að Óttarsstaðarauðamel liggur Seljahraun. Seljahraunsstígur liggur gegnum það upp með Brunanum. Seljatún nefndist lítil, gróin flöt norðan hraunsins. Þegar komið er yfir Seljahraun, blasir við á hægri hönd mikill melur, Rauðimelur eða Þorbjarnarstaðarauðimelur. Rétt fyrir norðan Rauðamel eru Neðri-Hellar eða Litlu-Hellar. Rauðimelur var einnig nefndur
Rauðhólar. Norðan melsins voru klettaborgir, áberandi vegna gróðurs í kringum þær. Nefndust þær Rauðamelsklettar syðri og Rauðamelsklettar nyrðri eða bara Rauðamelsklettar. Vestur frá þeim tóku við Ennin, lágar brekkur.
En Rauðamelsstígur lá vestur norðan við melinn, samkvæmt skrá Gísla Sigurðssonar. Nú man enginn eftir honum, e.t.v. hafa þetta. bara verið fjárslóðir. Suður frá melnum var Réttargjá. Gjá þessi var sprunga, sem sneri suður og norður.

Vorrétt

Rauðamelsrétt (Vorrétt).

Skammt suður þaðan í Brúnabrúninni var Þorbjarnarstaðarétt eða vorréttin, einnig nefnd Rauðamelsrétt, þótt hún væri drjúgan spöl frá melnum. Héðan var stígurinn kallaður Efrihellnastígur allt upp að Efrihellum, sem hér voru við brúnina á Brunanum. Þegar hér var komið, nefndist hraunið Brenna, ofan Efrihellna, brunatunga, er lá hér suður. Úti á hrauninu var Brennuhóll, neðst í Brennunni. Guðmundur Bergsveinsson í Eyðikoti sótti kvarnarsteina í Brennuna og bar á bakinu, setti mosa undir bakið.

Hrauntunguskjól

Hrauntunguskjól.

Halda skal nú hér fram með Brennu, allt þar til kemur í Hrauntungukjaft. Þar taka við Hrauntungur, sem liggja norðaustur eftir milli Brennu og Brunans. Þær eru nokkrar að víðáttu, og er skógurinn einna mestur þar, allt að 4 m há tré. Úr kjaftinum liggur Hrauntungustígur norðaustur og upp á Háabruna, út á helluhraunið og austur eftir því upp að Hamranesi vestan Hvaleyrarvatns. Er þetta skemmtileg gönguleið. Efrigóm Hrauntungukjafts gerir Hellishóll. Hér í hólnum eru Hrauntunguhellar (að sögn Gísla Guðjónssonar; Gísli Sigurðsson kallar þá hins vegar Hellishólshelli og Hellishólsskjól). Í vætutíð má fá þar vatn. Uppi á hólnum er Hellishólsker. Hér nokkru sunnar er Fjárborgin á tungu út úr brunanum. Hún stendur enn, og er innanmál hennar um 7 m. Suður og upp frá brunanum eru Brundtorfur. Þar var hrútum hleypt til ánna forðum daga. Þar voru Brundtorfuvörður og Brundtorfuhellir.

Brundtorfur

Brundtorfuhellir.

Einnig var þetta svæði kallað Brunntorfur, Brunntorfuvörður og Brunntorfuhellir. Hér vestnorðvestur var Gjásel, sel frá Þorbjarnarstöðum, stoð á Gjáselshæð. Rétt hjá selinu var vatnsstæði. Á hæð skammt suður og upp frá selinu var Gjáselsvarða. Norðaustur frá Gjáselsvörðu (G.G.) voru þversprungnir hólar, Vonduhólar. Frá selinu lá Gjáselsstígur, en hann er nú óglöggur mjög. Upp frá Hrauntungukjafti eru hólar, sem nefnast Skyggnirar. Þar um liggur Hrauntungustígurinn og er ekki vel greinilegur.
Í skrá Gísla Sigurðssonar segir: „Hér lengra og ofar er Þúfuhólshraun með Þúfuhól og þar á Þúfuhólsvörðu. Svæði þetta nefndist líka Hundaþúfuhólshraun, Hundaþúfuhóll og Hundaþúfuhólsvarða.“ En Gísli Guðjónsson og Jósef Guðjónsson segja, að þessi örnefni séu ekki til hér, heldur séu þau vestur af Tóhólum í Óttarsstaðalandi.

Kolbeinshæðarskjól

Kolbeinshæðarskjól.

Í suðvestur uppi á hrauninu frá Efri-Hellum er hraunhæð, nefnd Kolbeinshæð, og er vel gróið kringum hana. Sunnan í henni er vestanvert Kolbeinshæðarskjól, en austanvert er Kolbeinshæðarhellir. Uppi á hæðinni er Kolbeinshæðarvarða. Kolbeinshæðarstígur liggur hér um skarð í hæðinni suður og upp hraunið, og er þá komið að stórri, ferhyrndri laut þarna í hrauninu. Gísli Sigurðsson segir, að hún sé kölluð Kvíin, en það kannast heimildarmenn sr. Bjarna ekki við, telja þó, að það geti staðizt. Hraunflákinn milli Rauðamels og Kolbeinshæðar heitir Gráhelluhraun. Suður og upp frá lautinni, sem fyrr var nefnd, er Fornasel, sel frá Þorbjarnarstöðum. Má enn sjá, að þrjár hafa verið þarna vistarverur.

Gjásel

Gjásel. Í örnefnaslýsingunni er því lýst sem Fornasel.

Selið stendur á Fornaselshæð. Rétt við Selið er vatnsstæði, nokkuð niðurgrafið. Norðan undir hæðinni eru rústir eftir kvíar. Suður og upp frá selinu var Gránuskúti eða Gránuhellir. Suðvestur héðan var Litlaholt og lá milli Straumssels og Hafurbjarnarholts, en um Hafurbjarnarholtsvörðu lá landamerkjalínan. Þaðan lá línan um Nyrztahöfða og um Norðurhöfðaslakka, á Mjóhöfða og um Miðhöfðaslakka, þaðan í Fremsthöfða í Þrívörður. Gísli Sigurðsson segir, að þær hafi verið nefndar Lýritti, en það hafa heimildarmenn sr. Bjarna ekki heyrt. Héðan lá aftur á móti línan austur og ofan við Brundtorfur og kom þar á Stórhöfðastíg, sem lá svo áfram vestur að Fjallinu eina.

Hafurbjarnarholt

Hafurbjarnarholt – varða.

Úr Hafurbjarnarholti lá landamerkjalínan niður um hraunið austur af Straumsseli niður um Katla og niður á Fremri-Flár. Austan við Katlana var Laufhöfðahraun með Laufhöfðavatnsstæði, sunnan undir Laufhöfða. Í brúninni á hrauni þessu var Kápuhellir. Landamerkjalínan liggur um Katlana í Jónshöfða austast í Straumsselshöfðum ofan Kápuhellis (Gísli Guðjónsson). Verður þá Straumsselsstígurinn innan merkjanna.

Héðan frá Jónshöfða liggur Fornaselsstígur suður og upp í Laufhöfðahraun suður í selið.

Gjásel

Gránuskúti í Gjáseli.

Frá Jónshöfða liggur Straumsselsstígurinn niður um Neðri-Flár eða Flárnar. Á miðjum Flánum er Fláavarðan. Eru nú engin örnefni, fyrr en kemur í Tobbukletta, Tobbuklett eystri og Tobbuklett vestri, en þar var Tobbuvarða, og lá landamerkjalínan um hana. Tobbuklettaskarð var allbreið lægð milli klettanna. Hér var stígur, sem lá allt til Krýsuvíkur, jafnframt fjallreiðarvegur á kafla.
Í skrá Gísla segir, að framan í Tobbukletti vestri hafi verið Tobbuklettsrétt. Það nafn þekkist nú ekki lengur, en þó sést enn fyrir réttum í Grenigjám litlu vestar, og ljóst er, að hægt hefir verið að reka að í breiðri sprungu, sem hlaðið hefir verið fyrir í, í Tobbukletti vestri (skoðað 21. júlí ’80, B. S.).
Tobbuvarðan eystri var á eystri klettinum. Þaðan er skammt í Seljahraun, en austur frá klettunum eru Ennin áðurnefnd.

Tobbuklettarvarða eystri

Tobbuklettavarða eystri.

Landamerkjalínan liggur úr Tobbuvörðu norður í Stekkatúnshæð vestari, þaðan í Tóhól eða Tó rétt vestan við Sölvhól og þaðan í Pétursbyrgi. En stígurinn liggur frá Seljahrauni vestan Jóhannshóls og milli Stekkatúnshæðar vestari og eystri. Á Stekkatúnshæð eystri var Hádegisvarða, stóð hátt og var mikil um sig. Hæðin var því allt að einu nefnd Hádegishæð. Varða þessi var ekki eyktamark frá Þorbjarnarstöðum, heldur sennilega Gerði. Norðan undir hæðinni var Stekkurinn eða Stekkatúnið með Stekksgerðinu. Þarna var líka Stekksgatan eða Þorbjarnarstaðagatan. Er þá komið heim að túngarði.

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir – Miðdegisvarðan; Hádegisvarðan frá Straumi.

Suðvestan Þorbjarnarstaðatúns er Miðmundahæð, eyktamark frá Þorbjarnarstöðum. Þar er stór varða. Enn standa margir túngarðar og veggir óhaggaðir í Hraununum. Eru þeir hlaðnir af Guðmundi Sveinssyni frá Óttarsstöðum, sem var mikill hleðslumaður. M. a. hlóð hann eldhús á Óttarsstöðum upp úr aldamótum, sömuleiðis skemmu í Stóra-Lambhaga, og standa þau enn óhögguð. Athugasemd: Sr. Bjarni kannast ekki við Fremri-Flár. Á þessum stað virðist lýsingin ekki í fullu samræmi við lýsingu Straums, en enginn núlifandi maður treystir sér til að leiðrétta þetta misræmi.“ – Örnefnastofnun, 11. nóv. 1980; Sigríður Jóhannsdóttir [sign.]

Heimild:
-Örnefnaskrá Gísla Sigurðssonar um Þorbjarnarstaði í Hraunum með athugasemdum.

Alfaraleiðin

Alfaraleiðin- varða.

Krýsuvíkurbjarg

Eftirfarandi texta um „Átakið mikla – Landnámið í Krýsuvík; merkilegasti þátturinn í þróunarsögu Hafnarfjarðar“ mátti lesa í Alþýðublaði Hafnarfjarðar árið 1950:

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Alþýðublað Hafnarfjarðar 1950.

„Eftir að hafa lesið greinarstúf nokkurn, sem birtist í „Hamri“ þ. 20. þ. m. og bar nafnið: „Búskaparbröltið í Krýsuvík„, eftir Ingólf fyrrverandi bónda Flygenring, hefur sjálfsagt margur hugsað á þessa leið: Því fer nú enn þessi blessaður maður að skrifa um landbúnað og reyna að leggja stein í götu landnámsins í Krýsuvík. Á kannske hans bitra reynsla við landbúnað að vísa okkur leið til nýrra átaka á þessu sviði? Eða er það ef til vill kaldhæðni örlaganna, að einmitt nafnið, sem höfundur velur á grein sína, er svo átakanlega sönn lýsing á búskaparháttum höfundar sjálfs, er hann fyrir mörgum árum, sem ungur búfræðingur rak landbúnað að á heimajörðinni Hvaleyri, einni beztu jörð hér í grennd?
Á ekki hér við: ver farið, en heima setið? Ég verð nú að segja það, að mér finnst yfirleitt ekki svo mikill áhugi hjá þjóð vorri fyrir landbúnaði, að annað henti betur en að þeir sem orðið hafa úti á vettvangi landbúnaðarstarfa séu með úrtölur og vonleysi.

Ingólfur Flygerieng

Ingólfur Flygering – f: 24. júní 1896, d; 15. september 1979. Bóndi á Hvaleyri við Hafnarfjörð 1916–1919.  Í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 1951–1954. Alþingismaður Hafnfirðinga 1953–1956 (Sjálfstæðisflokkur). Landskjörinn varaþingmaður (Hafnfirðinga) nóvember–desember 1950.

Væri ekki betur viðeigandi að heyra eitthvað um landbúnað frá fyrirmyndarbændum, sem hafa jákvæða reynslu, eins og t. d. Helga Þórðarsyni, sem tók við jörðinni, er höf. gafst upp og hætti að búa, og hefur rekið fyrirmyndarbúskap á þessari jörð um fjölda ára með glæsilegum árangri, og sýndi með því hversu megnug móðurmoldin er að skapa börnum sínum velsæld og auð, ef fyrir hendi er framsýni, dugnaður og óbifanleg trú á mátt moldarinnar. Við höfum ávallt nóg af víli og voli, og stunum uppgefinna manna, þessum eldgamla kotungs hugsunarhætti, sem gætir enn allt of mikið, þessar sífelldu úrtölur og skammsýni, sem virðast vera eins og óumflýjanleg örlög margra þeirra manna, sem hrakið hafa eins og reköld upp á náströnd íhaldsins.

Það eru hugumstórir hugsjónamenn, sem eru stöðugt eins og í snertingu við sjálfa framvindu lífsins, sem hverju bæjarfélagi er svo nauðsynlegt að hafa til starfa á hverjum tíma, og við Hafnfirðingar getum hrósað happi yfir að hafa haft slíka menn í fararbroddi um langt skeið, og munu áreiðanlega hafa áfram.

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Alþýðublað Hafnarfjarðar 1950.

Þjóðfélagsleg þróun hinna síðari ára hefur verið mörgum ærið áhyggjuefni, þessi sífelli fólksstraumur úr sveitunum á mölina, jafnhliða því að fisikimiðin eru ískyggilega að láta á sjá, og eins hitt að hinn aukni sjávarhiti, beínlínis valdi því að margar fiskitegundir leiti nú norðar á bóginn, og þar með fjarlægjast strendur vors lands.
En þessi loftlagsbreyting getur aftur á móti haft óútreiknanlega þýðingu fyrir landbúuaðinn, og vel mætti segja mér, að við værum nú að komast inn á hitatímabil. Þessu til sönnunar skal bent á fátt eitt.

Fyrir um þremur árum koma í ljós bæjarrústir undan jökulröndinni á Breiðamerkurfjalli. Þetta er talinn vera bær Kára Sölmundarsonar, Breiðamörk.
Á hvað bendir þetta?

Hnaus

Hnausar í Krýsuvík.

Það bendir til þess, að þá er Kári reisti bæ sinn þá hafi staðið yfir langt hitatímabil, því að engum dettur í hug að Kári hafi reist bæ alveg uppi við jökulrönd, heldur hafi jökullinn þá verið mjög fjarri. En nú eru jöklarnir alltaf að eyðast og gera vonandi langan tíma enn.
Það er kannske eðlilegt, að í peningaflóði stríðsáranna hafi tilfinning manna fyrir þýðingu landbúnaðar eitthvað sljóvgast.

En nú beinast hugir hugsandi manna aftur að þessum mikilvæga atvinnuvegi.

Krýsuvík

Krýsuvík.

Og er það ef til vill ekki táknrænt upp á hinn rnikla framfararhug, sem ríkt hefur hér í þessu bæjarfélagi undanfarin 24 ár, að Alþýðuflokkurinn sem var brautryðjandi í bæjarútgerð hefur nú merki landbúnaðarins hátt á loft með hinu glæsilega landnámi í Krýsuvík. Og svo aftur á móti sami flokkurinn, sem skellti sér eins og steinrunnið nátttröll í veg fyrir bæjarútgerðina, ætlar sér að leika sama leikinn við landnámið í Krýsuvík.

Krýsuvík

Krýsuvík.

En við Hafnfirðingar sjáum nú til þess 29. jan. að sú aðför misheppnaðist.
Nei, það er áreiðanlegt að nú ríður mikið á, að allir sameinist bæði það opinbera og einstaklingar í hinu „mikla átaki“, sem bíður íslenzku þjóðarinnar í því að hefja landbúnaðinn á það stig, sem honum ber, til þess að hann verði fær um að skapa sjálfum okkur og börnum okkar velsæld og auð um ókomin ár.

Reykjavík

Kútterar á legu.

Ekki er úr leið að minna á í þessu sambandi, að stórútgerðin á sína fyrstu tilveru að þakka landbúnaðinum. Þ.e.a.s. að fyrstu kútterarnir, sem keyptir voru til landsins og urðu grundvöllur stórútgerðar, voru keyptir í Englandi fyrir gullpeninga, sem fengust fyrir íslenzku fjallasauðina, sem seldir voru lifandi til Englands. Þetta er ekki ófróðlegt fyrir þá að vita, sem líta niður á landbúnaðinn. Minna má á, að Alþýðuflokksmenn mega vera ánægðir yfir því að eiga ekki ómerkari samherja í áhuga fyrir eflingu landbúnaðar en t. d. eins og Jón H. Þorbergsson, bónda á Laxamýri, sem hefur verið óþreytandi árum saman að hvetja íslenzku þjóðina til nýrra átaka landbúnaðinum til eflingar, og eins sjálfan forseta Íslands, sem í gagnmerkri nýársræðu hvatti íslenzku þjóðina til nýrra dáða á sama sviði.

Krýsuvík

Fjósið og turnarnir í Krýsuvík 2023.

Kjósendur góðir, forustumenn okkar Hafnfirðinga eru áreiðanlega á réttri leið. Þeir eru vissulega í samræmi við sjálfa framvindu lífsins, því að framtíðin mun sýna, ef við Íslendingar eigum að geta lifað menningarlífi í okkar eigin landi og verða sjálfum okkur nógir, þá verður það landbúnaður, að meira leyti en sjávarútvegur og iðnaður, sem mun koma til með að standa undir velsæld okkar um ókomin ár.
Möguleikarnir í Krýsuvík eru nær ótæmandi, og ef miðað er við það þar sem tækni og nýting hvers konar jarðargæða er komin á fyllsta stig, þá er óhætt að fullyrða, að Krýsuvíkin gæti fætt okkur Hafnfirðinga, að verulegu leyti. – M

Hmar 1950

Hamar 1950.

Í nefndum Hamri 1950 mátti lesa nefnda grein Ásgeirs um „Búskaparbröltið í Krýsuvík“.: „Þegar Krýsuvíkureignin var keypt, var lítið látið uppi um, til hvers hún yrði notuð, nema að reynt yrði að nota jarðhita eða orku gufunnar til þess að framleiða rafmagn, sem leitt yrði til Hafnarfjarðar. — Aftur á móti virtist allt óráðið með ræktun landsins, en margir bjuggust við, að geta fengið þar smáblett fyrir sumarbústað og einhverja garðrækt. Ur þessu hefur ekki orðið ennþá, enda annað komið upp á teningnum, því að eftir 1940, þegar bærinn hafði orðið miklar tekjur, fóru Alþýðuflokksmenn í bæjarstjórn að líta hýru auga til Krýsuvíkur og láta sér detta í hug að reka þar búskap. Smámsaman kom þetta betur í ljós og út úr ráðagerðum Alþýðuflokksins kom fjós fyrir 100 kýr — til að byrja með — og fyrst og fremst ræktun vegna nauðsynlegs heyafla, en auk þess átti að reisa garðyrkjustöð, þar sem hita átti gróðurh. með hveragufu. Þessu næst voru menn ráðnir til þess að skipuleggja og síðan að stjórna framkvæmdum þessum.

Hamar 1950

Hamar 1950.

Fyrst var hafist handa um byggingu gróðurhúsa og húsnæðis garðyrkjumanna, einnig plægt upp nokkuð land, sem ætlað er að rækta. Síðastliðið sumar er hafin bygging á fjósi, tveir heyturnar voru byggðir og haldið áfram smíði á íbúðarhúsi fyrir bústjóra kúabúsins. Svona standa framkvæmdir þessar nú og er það mikið kapps mál bæjarstjórnarmeirihlutans, er enn situr við völd hér í bæ, að halda þessu áfram, hvað sem tautar.
Væri nú ekki úr vegi að staldra við og spyrja: „Hver nauður rak bæjarstjórnina til þess að ráðast í þetta?.
Fyrst er byrjað á gróðurhúsum, þar sem ræktaðir eru tómatar og blóm og máske eitthvað fleira. Var einhver skortur á þessum vörutegundum eða var það gróðavonin sem dró? Allir vita að nóg er til af þessum varningi og þeir sem framleiða þess ar vörur eiga yfirleitt gróðurhús, sem ekki kosta nema lítið brot af því verði er gróðurhús og aðrar framkvæmdir í Krýsuvík kosta, svo að með öllu er útilokað að þessi framleiðsla geti staðið undir kostnaði, hvað þá gefið arð, því að sjálfsögðu bætist við beinan reksturskostnað afborgun og vextir, eins og allir þurfa að greiða.
KrýsuvíkÞá er næsta að athuga kúabúið, sem eins og áður er getið, er skemmra á veg komið, eða með öðrum orðum, fæst er þar enn fyrir hendi sem með þarf, nema ráðsmaðurinn, en verkefni virðist lítið fyrir hann enn sem komið er, þó hefir hann verið á launum vegna þessa fyrirtækis nær 3 ár og mun hann ráðinn alllangt fram í tímann. Hefði nú ekki verið hyggilegra að leita til ráðunauta Búnaðarfélags Íslands um þessi mál, í stað þess að ráða menn til margra ára til þess að undirbúa þessi verk, fyrst endilega þurfti að fara út í þetta ævintýri, það hefði ekki kostað mikið fé að leita til Búnaðarfélagsins.

Krýsuvík

Gróðurhúsin 1950.

Nú er búið að eyða í framkvæmdir í Krýsuvík hátt á fjórðu milljón króna, þar hefur bæjarútgerð og bæjarsjóður lagt fram fé og auk þess verið tekið lán til viðbóta með veði í Krýsuvík. Til þess að ljúka þessum mannvirkjum þarf enn mikið fé, að minnsta kosti tvær milljónir króna. Hvernig þeir, sem málum þessum hafa stjórnað, hugsa sér að fá lán til þessara framkvæmda, veit ég ekki, en hitt veit ég að aðrar framkvæmdir bíða, sem meira liggur á og ég er þess vegna með því að harðloka Krýsuvíkurhliðinu — eins og Alþýðublað Hafnarfjarðar orðar það —, því það er fásinna að halda áfram á þessari braut, án þess að stinga við fótum; en að sjálfsögðu þarf jafnframt að gæta þess að bjarga því, sem bjargað verður. Bæjarsjóður fer ekki neins á mis við slíka ráðstöfun, því að frá Krýsuvíkurbúskapnum er ekki neinna tekna að vænta.

Krýsuvík

Borað á hlaðinu í Krýsuvík um 1950.

Þær framkvæmdir, sem mest liggur á að haldið sé áfram eftir fyllstu getu, eru fyrst og fremst hafnargerðin, vatnsveitan og elliheimilið auk þess er viðhald gatna og endurbætur á því sviði, sem veitir ólíkt meiri atvinnuverkamönnum til handa framkvæmdir í Krýsuvík.“ – Ingólfur Flygenring

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 4. tbl. 27.01.1950, Átakið mikla – Landnámið í Krýsuvík; merkilegasti þátturinn í þróunarsögu Hafnarfjarðar, bls. 1 og 2.
-Hamar, 3. tbl. 20.01.1950, Búskaparbröltið í Krýsuvík, Ásgeir Flygering, bl.s 4.

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Alþýðublað Hafnarfjarðar 1050.

Hamarinn

Á Hamrinum í Hafnarfirði er skilti. Á því má lesa eftirfarandi fróðleik:

Hamarinn

Hamarinn – mörk friðlýsingar.

„Hamarinn var friðlýstur sem náttúruvætti árið 1984. Á Hamrinum er að finna jökulminjar og setur hann mikinn svip á miðbæ Hafnarfjarðar og nýtur vinsælda sem útivistarsvæði. Hamarinn er mótaður af skriðjöklum ísaldar og hefur sérstakt rofform sem kallast hvaldbak. Jökull með skriðstefnu til norðvesturs hefur gengið út á Hamarinn og sorfið breggrunninn í slétta og aflíðandi klöpp og má greinilega sjá jökulrákir sem skriðjökullinn rispaði í bergið. Bratta hlið Hamarsins vissi undan straumi jökulsins, þar sem hann kroppaði úr berginu og myndaði bergstál.

Bergið í Hamrinum er Reykjavíkurgrágrýti (grátt basalt) sem er talið hafa myndast á hlýskeiði ísaldar fyrir um 300-500 þúsund árum. Þykk grágrýtishraunlög mynda berggrunn höfuðborgarsvæðisins en upptök þeirra eru óþekkt.

Hamarinn

Hamarinn – auglýsing um friðlýsingu.

Til er saga um heimsókn bóndans í Hamarskoti til álfa er bjuggu í Hamarskotshamri. Maður þessti hét Gunnar Bjarnason og segir sagan að eitt sinn er hann var á gangi norðan- eða austanmegin í Hamrinum á vetrarkvöldi um jólaleytið hafi hann heyrt söng í honum. Gekk hann þá á hljóðið og kom að opnum dyrum á Hamrinum, sem hann gekk inn um. „Kemur hann inn í mannahýbýli og stendur söngurinn þá sem hæst. Þá var það venja á landi hér, ef að gest bar að garði, meðan á húslestri stóð, þá gekk hann hljóðlega inn, yrti ekki á neinn og heilsaði ekki fyrr en að lestrinum loknum. Þessari venju fylgdi Gunnar. Sat hann hljóður meðan á söngnum stóð og hlustaði með gaumgæfni á lesturinn, sem á eftir fór. Er mælt, að hann hafi kannast við lögin og sálmana en eigi hugvekjuna eða predikunina. Eftir lesturinn var sunginn sálmur og að honum loknum gekk Gunnar úr jafnhljóðlega og þá er hann kom inn.“ Þrátt fyrir margar tilraunir Gunnars varð hann aldrei aftur var við álfana í Hamrinum.

Hamarinn

Hamarinn – hvalbök.

Margir Hafnfirðingar sem hafa leikið sér í Hamrinum telja sig hafa séð það hvítklædda veru sem er böðuð ljóma með silfurbelti um sig miðja. Sumir hafa talið sig heyra fagran söng án þess að sjá lifandi sálu.

Í bókinni „Bær í byrjun aldar“ segir Magnús Jónsson frá bæjum, kotum og fólki í Hafnarfirði í byrjun 20. aldar. Um Hamarskotið segir hann: „Nú eru löngu horfin öll ummerki um hvar þetta kot stóð, en að það var í slakkanum uppi á Hamrinum. Upphaflega hefur bærinn sjálfsagt dregið nafn sitt af hamrinum, en svo var farið að kenna hamarinn við kotið, og hann nefndur Hamarskotshamar.“

Hamarinn

Hamarinn – friðlýsta svæðið.

Í „Saga Hafnarfjarðar 1908-1983“ segir m.a. um Hamarskotshamar: „Eftir að gagnfræðiskólinn í Flensborg tók til starfa árið 1882 og aðkomupiltar tóku að sækja hann, mátti segja að allmikið lifnaði yfir firðinum á hverju hausti við komu þeirra. Brenna var oftast annaðhvort á gamlárskvöld eða á þrettándanum og venjulega var álfadans í sambandi við hana. Var þá dansað úti á einhverri tjörninni. Oftast var brennan á Hamarskotshamri, en stöku sinnum í Kvíholtinu norðan Jófríðarstaða, þar sem nú er nunnuklaustur.“

Stærð náttúruvættisins er 2,1 ha.“

Hamarinn

Hamarinn – jökulsorfin klöpp.

Af framangreindu getur sá er þetta skráir staðfest tilvist hvítklæddu verunnar í Hamrinum norðanverðum því hann sá hana þar með berum augum á unga aldri. Álfabrenna var hins vegar aldrei í Kvíholti eða á þeim stað er klaustrið er nú. Særsta áramótaberannan í Hafnarfirði var um nokkurra ára skeið á sléttu holtinu vestan Keflavíkurvegarins og ofan og austan klaustursgarðsins.

Heimildir m.a.:
-https://ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/fridlyst-svaedi/sudvesturland/hamarinn-hafnarfirdi/
-https://ust.is/library/Skrar/Einstaklingar/Fridlyst-svaedi/Auglysingar/hamarinn_188_1984.pdf

Hamarskot

Hamarskot  á Hamarskotshamri – tilgáta.