Færslur

Kaldranasel

Ætlunin var að brjótast gegn verði og vindum, yfir flóð í Seltúnslæk og sandbleytur Nýjalands um Rifið inn í Litla-Nýjabæjarhvamm. Þar er skv. gamalli örnefnalýsingu tóftir sels, sem taldar eru vera frá bænum Kaldrana, elsta bænum í Krýsuvík. Hvammaháls er vestar og svo Hvammar. Ætlunin var að skoða tóftirnar, sem legið hafa í þagnargildi um aldir.

Seltóft

Svæðið sunnan Kleifarvatns var nefnt Nýjaland. “Að austan takmarkast það af Rifinu, lágu sandrifi, sem þó fór ekki í kaf er flæddi. Við syðri hluta Rifsins var Refanes. Suður og upp frá Nýjalandi voru svo Hvammarnir, Stórihvammur með Laugina öðru nafni Hvammalaug og Hvammagil. Hér í hvamminum hafa skátar frá Hafnarfirði byggt sér Skátaskála. Hvammahryggur liggur ofan skálans. En sunnan við hann er Litla-Nýjabæjarhvammur. Seljarúst er þarna og talið, að sel hafi þarna verið í eina tíð frá Kaldrana, sem var eitt býli í Krýsuvíkurlandi. Selgil kemur ofan úr Selásum eða Selhæðum og Selgilslækur nefnist hann. Frá Stórahvammi liggur Hvammholt niður á Rifið. Eftir Rifinu liggur akvegur með vatninu, neðan Hvamma út á svo nefndan Geithöfða suður af honum og inn með vatninu.” Framangreint er úr örnefnalýsingu fyrir Krýsuvík, skráð af Gísla Sigurðssyni.
TóftÞegar til átti að koma var brostin á bongóblíða á svæðinu, logn og hiti. Byrjað var á því að skoða Litla-Nýjabæjarhvamm. Neðst í hvamminum eru “hnakkageymslur” félagsmanna hestamannafélagsins Sörla. Seltóftin átti að vera upp með hlíð þar sem lækur kemur niður úr gilinu ofan Hvammsins.  Búið er að raska þarna töluverðu og erfitt að sjá hvað hefur verið hvað. Gilið er fallegt upp að líta. Það var rakið upp til enda og síðan beygt til norðurs yfir Hvammaháls. Þegar komið var niður í Hvammana gat verið að finna tóftir á a.m.k. tveimur stöðum. Nyrðri tóftin var áhugaverðari. Hóllinn, sem hana geymir, er mjög þýfður, en sker sig úr annars grösugu umhverfinu. Hann er grænni, en mosi byrjaður að taka völdin.
Kaldrani er sagður elsti bær í Krýsuvík. Leifar hans sjást undir hól suðvestan við Kleifarvatn. “Meðal manna lifir enn sú sögn, að heitið Kaldrani sé af býli, er þarna hafi verið” segir Þorsteinn Bjarnason í örnefnalýsingu fyrir Krýsuvík. Ari Gíslason segir í sinni örnefnalýsingu að “inn við Kleifarvatn er svokallaður Kaldrani. Þar eiga að vera leifar eftir bæ með þessu nafni. Er hans getið í þjóðsögum. Þar eru leifar af gömlum túngarði úr grjóti og lítil grasflöt fyrir ofan, utan í sléttum melhól.”

Gata

Tóftin þarna, er þess vegna gæti verið seltóftin sem Gísli minnist á í sinni örnefnalýsingu. Syðri tóftin gæti tengst hinni því stutt er á milli þeirra. Ofan þeirra er gil og lækur, líkt og kemur fram í fyrrnefndri lýsingu.
Tóftin, ef tóft er, gæti verið ævagömul, enda næstum orðin jarðlæg. Með góðum vilja má þó greina þar rými, sem legið hafa samhliða. Hóllinn er um 4 m breiður og um 8 m langur.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Örnefnalýsing fyrir Krýsuvík skráð af Gísla Sigurðssyni.
-Örnefnalýsing fyrir Krýsuvík skráð af Þorsteini Bjarnasyni.
-Örnefnalýsing fyrir Krýsuvík skráð af Ara Gíslasyni.

Bráðið hraun

Óbrinnishólahellir

Gengið var að Óbrinnishólahelli suðvestan syðri Óbrinnishóla, í Óbrinnishólakeri. Þetta er fornt fjárskjól, sem rúmaði nokkra tugi fjár og var notað af Hvaleyrarbændum, en þeir nýttu vetrarbeitina á þessum slóðum öldum saman.

Óbrinnishólahellir

Óbrinnishólahellir.

Hellirinn er um 10 metra langur suðvestan í kerinu. Hlaðið er fyrir framan opið og fyrir innan er gólfið flórað fremst.

Gengið var yfir Óbrinnishólabruna, yfir á Stak og upp með honum norðavestanverðum. Á Stak sést móta fyrir smalabyrgi, sem Hvaleyrarbændur notuðu þegar setið var yfir fé þarna á beit.
Sunnar í hrauninu er mikið gat í sprungu. Þunnfljótandi hraunið hafði greinilega runnið þarna niður og svo virtist sem gangur væri inn undir sprunguna beggja vegna (Aukahola). Dýpið var um 10 metrar. Gengið var frá henni til vesturs eftir gjánni og var þá fljótlega komið að Aðalholu. Hún er um 15 metra djúp (17 m ef neðsta hæðin er tekin með). Eki verður farið niður í holurnar nema á bandi eða með stiga.

Bruninn

Bruninn – gígaröð.

Gengið var yfir í Stóra-Skógarhvamm undir Undirhlíðum, mikið skógræktarsvæði. Þarna hefur vaxið nokkuð hár greniskógur á u.þ.b. 40 árum.
Í bakaleiðinni var gengið norður yfir hraunið, að gígaröð og hún skoðuð. Síðan var hraunhrygg fylgt til norðausturs og m.a. skoðuð falleg hraunmyndun á honum. Á einum stað má t.d. sjá nokkurs konar utanáliggjandi tanngarð. Hraunið þarna er nokkuð slétt, en fjólbreytilegt.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Óbrinnishólahellir

Óbrinnishólahellir.

Aukahola

Gengið var frá Krýsuvíkurvegi eftir slóða til austurs með Undirhlíðum í áttina að skógræktarsvæði, sem þar er ca. 2/3 að Bláfjallavegi. Björn Hróarsson,

Aðalhola

Aðalhola og Aukahola – loftmynd.

hellafræðingur, leiddi hópinn. Gengið var framhjá Markrakagili og að skógræktinni. Þar austan við, undir hlíðunum, hefur nú vaxið mikill greniskógur. Mikil og falleg gil eru í hlíðunum. Þarna og nokkru austar dunduðu vinnuskólasveinar úr Krýsuvík sér undir röksamri stjórn Guðmundar Þórarinssonar að planta græðlingum fyrir u.þ.b. 40 árum. Nú eru þetta hin myndarlegustu tré, líkt og vinnuskólasveinarnir.
Við horn girðingar tók Björn örugga stefnu til norðurs yfir mosahraun og hraunhrygg, sem liggur þarna samhliða hlíðunum. Norðan við hrygginn eru tvær djúpar holur. Þær liggja báðar niður í Aukaholu. Hún er um 10 metra djúp.

Aðalhola

Í Aðalholu.

Farið var niður í eystra gatið með aðstoð bands. Aukahola virðist vera gjá, sem hraun hefur runnið niður í, líkt og Ginið. Þegar komið var niður mátti sjá fallegar rauðleitar hraunmyndanir. Þunnt fljótandi hraunið hefur smurt gjáveggina og myndað gúlpa og jafnvel hraunsúlur hér og þar. Hægt var að fara spölkorn inn eftir gjánni til austurs. Þar inni er mjög falleg hraunsúla. Á leiðinni þangað sást hvar hrjúfur seigfljótandi hraunfoss hefur runnið niður frá lofti og myndað hraundellur undir.  Sepamyndaðir veggirnir þar eru sérstaklega fallegir á að líta. Til vesturs mátti sjá lengra niður og inn í stærra rými. Fyrir neðan opið er gat lengra niður. Með aðstoð bandsins var farið þar niður. Þaðan er hægt að fara inn í stærra rými vestra, en opið er upp úr því um gatið.
Aukahola er fallegt jarðfræðifyrirbirgði. Aðalhola er annað stærra gat, eða göt, þarna skammt norðar í gjánni. Hún er um 17 metra djúpt, ílöng og falleg á að líta, svipuð Aukaholu, einungis minni í sniðum. Einnig þarf band til að komast niður í Aðalholu. Hún er undir hraunveggnum þar sem hann er einna hæstur. Ákjósanlegt er að nálgast hana frá Óbrennishólum, ganga yfir Óbrennisbruna, sem er nokkuð sléttur á köflum, um fallega hrauntröð og að gjárveggnum. Þá kemur Aðalhola fljótlega í ljós.

Undirhlíðarnar eru hluti af vestra gosbelti landsins, sem liggur eftir endilöngu Reykjanesi noður í Langjökul, oft kallað Reykjanesgosbeltið. Helstu einkenni þess eru móbergshryggir með hraunþekju inn á milli.

Aukahola

Aukahola.

Móbergshryggirnir hafa sennilega myndast á síðasta jökulsskeiði, sem stóð yfir í um 100.000 ár og lauk fyrir um 10.000 árum. Þeir hafa myndast við gos undir jöklum, þars em gosefni ná ekki að renna sem hraun heldur hlaðast þau upp nálægt gosstöðvum sem móbergsfjöll eða móbergshryggir, allt eftir lengd gossprungu.
Undirhlíðar er dæmigerður móbergshryggur,sem myndast hefur á ísöld, en síðustu ísöld lauk fyrir u.þ.b. 10.000 árum. Á hlýskeiðum renna gosefnin aðallega sem hraun er mynda breiður í dali og lægðir á milli gosbergsmyndana. Harun, sem myndast hafa eftir síðustu ísöld kallast nútímahraun og eru Kapelluhraun (rann 1151) og Skúlatúnshraun dæmi um slík hraun. Skúlatúnshraun er svonefnt dyngjuhraun, en dyngjuhraun eru í raun stafli af mjög þunnum hraunlögum.
Bólstraberg er stundum nefnt kubbaber eða bögglaberg eftir stærð bólstranna.

Stóri-Skógarhvammur

Stóri-Skógarhvammur framundan.

Vestan við Stóra-Skógarhvamm er alllöng sprunga á misgengi. Um er að ræða eldri sprungu í nýrra hrauni. Óbrennisbrunahraunið hefur runnið niður í gömlu gjána og myndað falleg litbrigði sem og formað hinar ýmsustu hraunmyndanir.
Óbrinnishólar er röð gígaraða í hæð sem stendur upp úr hraunhafinu um 700 metra vestan við Undirhlíðar og tæpum 2 km sunnan við Kaldársel. Hólaröðin sjálf er um 900 metrar á lengd. Hæsti gígurinn er um 44 metra hár yfir næsta umhverfi og 124 metrar yfir sjó.
Óbrinnishólar tilheyra Krísuvíkureldstöðvakerfinu. Talið er að um tvö gos hafi verið að ræða sem sést af gróðurleifum sem fundust milli gosmyndanna.

Aukahola

Í Aðalholu.

Um fyrra gosið í Óbrinnishólum er lítið vitað eða hvenær það gaus, en frá því eru a.m.k. 3 gígir og virðist gosið hafa verið á sama stað þá og í því síðara. Hraun frá þessu gosi er nú hulið yngri gosmyndun. Það er aðeins á einum stað sem fundist hefur hraun frá fyrra gosinu og var það í sjálfum gíghólnum. Þetta hraun er frábrugðið hinu hrauninu að það inniheldur verulega meira ólivín. Síðara gosið hófst fyrir 1800 árum og voru nyrstu gosstöðvarnar í Óbrinnishólum. Hæðin sem Óbrinnishólar eru á er að mestu úr bólstrabergi og grágrýti. Eftir endilangri hæðinni er um 50 metra breiður sigdalur. Að vestan takmarkast hann af 4-6 m háu misgengi. Rétt austan við sigdalinn rísa gígarnir og stefnir röðin eins og dalurinn. Óbrinnishólahraun er undir Kapelluhrauni við Straumsvík.
Eftir að kíkt hafði verið niður í Aukaholu, lítt árennilega í fyrstu, var haldið yfir að Aðalholu skammt norðar með sprungunni. Sigið var á böndum niður í hana. Fallegar hraunmyndanir eru niður í sprungunni og enn bættu grýlukertin og klakaseparnir á gólfum um betur. Hellirinn í holunni er á tveimur hæðum. Birta kemur og niður um stórt op sunnan við það sem farið var niður um.
Gengið var til baka um Óbrinnishólabruna með stefnu á Kaldársel. Víða sáust refa- og rjúnaspor, auk þess fjölmargar rjúpur sásust á flugi með hlíðunum.

Aðalhola

Aðalhola.

Garðakirkja

Á vefsíðu Garðakirkju er m.a. fjallað um kirkjuna fyrr og síðar. Fyrrum var kirkjan sóknarkirkja Hafnfirðinga og þurftu þá bæði bæjarbúar og sóknarbörn Garðaprestakalls, sem bjuggju sunnan bæjarins, að sækja þangað messur. Í þá daga var ekki þyrlum fyrir að fara svo nota þurfti annað hvort tvo jafnfljóta eða þess umfram tveimur fljótari.

Garðavegur

Kirkjugatan – gamla sjávargatan.

Löngum fetaði fólkið austan kirkjunnar fjörugötuna, en fljótlega um og eftir aldarmótin 1900 var farið að huga að því að leggja slóða og götur um hið strjála kofaþyrpingasvæði Hafnarfjarðar ofan strandarinnar. Ein af fyrstu götunum, sem lagðar voru í byrjun aldarinnar var Garðavegur – kirkjugatan, sem þá lá upp frá austanverðu Akurgerði og nefndist Kirkjuvegur.
Garðavegurinn hefur týnst að hluta, einkum þar sem hann lá um Víðisstaði og núverandi byggingarsvæði Norðurbæjar Hafnarfjarðar að ofanverðum Hleinum (þar sem Hrafnista trjónir nú ofan við gamla Allianz fiskreitinn). Í nýlegri fornleifaskráningu fyrir Hafnarfjörð hefur láðst að skrá Garðaveginn þar sem hann lá fyrrum í gegnum Norðurbæinn. Þar er einungis vitnað í þekkta fiskreiti og hlaðna garða (sem flestir eru reyndar frá nútíma).
Hér verður reynt að gefa fólki mynd af legu þessa gamla tímabundna kirkjuvegar, er þjónaði sínu hlutverki allt fram yfir fyrsta áratug 20. aldar.

Garðavegur

Garðavegur 1942.

“Garðakirkja hefur staðið í Görðum frá fornu fari. Garðakirkja var frá upphafi Péturskirkja en algengt var, er menn fóru að reisa kirkjur hér á landi eftir kristnitöku, að þeir helguðu kirkjur sínar Pétri postula. Máldagar greina frá, að Bessastaðakirkja sé í fyrstu talin Maríukirkja og síðar Nikulásarkirkja, og bendir það til þess, að Garðakirkja sé eldri. Í Vilkins-máldaga frá 1397, þar sem skráðar eru allar eignir kirkna í Skálholts- biskupsdæmi, vekur það sérstaka athygli, að eignir Garðakirkju eru þá þegar orðnar ótrúlega miklar, og það svo, að landaeignir hennar munu ekki hafa aukist svo neinu næmi eftir það. Í þessu felst skýr ábending um háan aldur hennar, því svo miklar eignir hlóðust ekki á kirkjur yfirleitt nema þá á all löngum tíma. Sterk rök virðast því hníga að því, að Garðar séu hin forna landnámsjörð Ásbjarnar Össurarsonar, bróðursonar Ingólfs Arnarsonar, og jafnframt með elstu kirkjustöðum þessa lands.

Jón Vídalín

Jón Vídalín.

Í Görðum er fæddur séra Jón Þorkelsson Vídalín (1666-1720), sem var biskup í Skálholti 1698-1720. Jón biskup Vídalín samdi “Guðrækilegar predikanir yfir öll hátíða og sunnudaga guðspjöll” og gaf út í húspostillu sinni, sem prentuð var fyrst á Hólum í Hjaltadal 1718-20. Árið 1995 var Vídalínspostilla gefin út í fimmtánda sinn, og hefur sú bók lengst, ásamt Passíusálmunum, dugað íslensku þjóðinni til guðrækilegrar iðkunar, allt þar til að húslestrar lögðust af eftir að Ríkisútvarpið tók til starfa og útvarpsmessur hófust árið 1930.

Árið 1875 vísiterar Dr. Pétur Pétursson biskup í Görðum. Þá stóð þar gömul timburkirkja í miðjum gamla hluta kirkjugarðsins og svo hrörleg orðin, að hún verður ekki talin nothæf öllu lengur að dómi biskups. Séra Þórarinn Böðvarsson, sóknarprestur í Görðum og prófastur í Kjalarnesprófastdæmi, hvatti til þess, að kirkjan yrði endurreist en ágreiningur varð um hvort byggja skyldi í Görðum eða í Hafnarfirði og náðist ekki samkomulag.

Garðavegur

Garðavegur 1957.

Séra Þórarinn lét því árið 1879 byggja nýja kirkju í Görðum á eigin kostnað. Hann velur kirkjunni nýjan stað ofar og hærra en aðrar Garðakirkjur höfðu áður staðið og ákvað, að þessi nýja kirkja yrði gjörð af steini og var grjót til hennar tekið úr holtinu fyrir ofan kirkjuna. Þórarinn leggur allan sinn metnað í það, að kirkjan verði svo vönduð og vegleg sem verða má. Til marks um hve vel var vandað til alls, sem að kirkjusmíðinni laut, má geta þess, að þegar Garðakirkja var rifin, nær 60 árum síðar, sást hvergi ryðblettur á þakjárni hennar, og hafði þakið þó aldrei verið málað.

Garðakirkja

Garðakirkja 1879.

Kirkjuhúsið var hlaðið úr tilhöggnum steini, eins og fyrr er sagt.. Blámálað hvolfþak var í ferhyrndum reitum með gylltri stjörnu í hverjum reit og þótti kirkjan eitt glæsilegasta guðshús landsins á þeim tíma. Ekki hefur fundist skráð hvenær kirkjan var vígð, en trúlega var það á annan í hvítasunnu 1880.

Eftir vígslu nýrrar kirkju í Hafnarfirði hinn 20. desember 1914 er Garðakirkja lögð af sem sóknarkirkja, en kirkjulegar athafnir fóru þó fram í Garðakirkju eftir það, enda sat sóknarpresturinn, séra Árni Björnsson, prestsetrið að Görðum og flutti ekki til Hafnarfjarðar fyrr en um haustið 1928. Séra Árni kom að Görðum frá Reynistað í Skagafirði árið 1913. Hann varð prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi 1916. og þjónaði Garðaprestakalli til dauðadags 26. mars 1932.

Garðavegur

Garðavegur – loftmynd 1952.

Útfarir fóru fram öðru hverju frá Garðakirkju þegar jarðsett var í Garðakirkjugarði, einnig eftir að kirkjan var seld í nóvember 1917. og fór síðasta athöfnin fram í maí 1937.
Eftir byggingu Hafnarfjarðarkirkju var söfnuðurinn í fjárþröng. Á aðalsafnaðarfundi 31. október 1915 var smþykkt einróma að selja Garðakirkju og í apríl næsta ár er auglýst eftir tilboðum. Þrjú tilboð bárust og voru opnuð á sóknarnefndarfundi 10. maí. Hæsta tilboðið reyndist sautján hundruð krónur. Horfið var frá því að taka nokkru tilboði þar eð fundinum barst eindregin ósk frá herra Þórhalli Bjarnarsyni biskupi, sem lofaði í þess stað tvö þúsund króna láni úr almennum kirkjusjóði með veði í Garðakirkju.

Garðavegur

Garðavegur – loftmynd 1952 m.v. loftmynd 1992.

Sú orðsending fylgdi frá biskupi, “að hann mætti ekki til þess hugsa að hið fornmerka kirkjuhús væri niður rifið, og það því fremur, sem Garðakirkja væri minnisvarði þjóðhöfðingjans, Þórarins heitins Böðvarssonar, sem hafði byggt hana og lagt til hennar mjög stóran skerf úr eigin vasa”. Á safnaðarfundi 29. október 1916 eru á ný flutt eindregin tilmæli frá Þórhalli biskupi um, að frestað yrði enn að selja Garðakirkju. Biskup hafði þá sótt um heimild stjórnarráðsins um að Garðakirkja yrði keypt af Thorchillisjóði er síðar kæmi þar upp “barnauppeldisstofnun”. Áður en stjórnarráðið svaraði þessu erindi lést biskup hinn 15. desember 1916. Hinn 21. maí 1917 ritar sóknarnefnd eftirmanni hans, herra Jóni Helgasyni biskupi langt bréf með beiðni um að málið yrði tekið upp að nýju en sú málaleitan bar engan árangur.

Garðakirkja

Garðakirkja 1956.

Loks kemur að því, að Garðakirkja er auglýst til sölu öðru sinni. Hinn 11. nóvember 1917 eru tvö tilboð opnuð, hið hærra kr. 2.000 og er báðum tilboðum hafnað. Á fundinn voru komnir þeir Ágúst Flygenring og Einar Þorgilsson og tjá sóknarnefnd að þeir og átta menn aðrir hafi bundist samtökum um að kaupa Garðakirkju, svo að hún yrði ekki rifin niður, og var tilboð þeirra kr. 2.800. Sóknarnefnd samþykkti tilboð þeirra. Þeir aðrir, sem að kaupunum á Garðakirkju stóðu, voru: Carl Proppé, Christian Zimsen, Gunnar Egilsson, Jes Zimsen, Jón Einarsson, dr. Jón Þorkelsson, Sigurgeir Gíslason og Þórarinn Egilsson. Árið 1938 var Garðakirkja orðin mjög illa farin og turn hennar að falli kominn. Hvorki þeir, sem eftir lifðu af eigendum hennar né sóknarnefnd töldu sér fært að gera á kirkjunni bráðnauðsynlegar endurbætur og fór svo að kirkjan var rifin næsta ár.

GarðakirkjaSvo var komið um miðja tuttugustu öldina að eftir stóð af Garðakirkju tóftin ein, þak- og gluggalaus og hinir hlöðnu steinveggir Þórarins Böðvarssonar óvarðir fyrir veðri og vindum. Kom jafnvel til tals að brjóta þá niður og flytja grjótið í fyllingu í Hafnarfjarðarhöfn. Því menningarslysi varð þó forðað og komu konurnar í nýstofnuðu kvenfélagi Garðahrepps þar til sögunnar og ákváðu að hefjast handa og endurreisa Garðakirkju. Þær máttu ekki til þess hugsa, að þessi forni og merki kirkjustaður legðist af. Garðar höfðu skipað virðingarsess í íslenskri kirkjusögu um aldir. Meðal fyrstu verkefna Kvenfélags Garðahrepps var endurreisn Garðakirkju. Á fundi félagsins hinn 6. október 1953 voru þrjár konur, þær Úlfhildur Kristjánsdóttir, Dysjum, Ásta G. Björnsson, Reynihlíð og Ólafía Eyjólfsdóttir, Hausastöðum, kosnar í nefnd til að vinna að þessu mikla áhugamáli. “

Hátíðarræða flutt í Garðakirkju 6. mars 2016.

Garðavegur

Garðavegur í dag – Fátt markvert að sjá….

Við hátíðarguðsþjónustu, sem haldin var þann 6. mars af tilefni 50 ára vígsluafmæli Garðakirkju, fluttu hjónin Steinar J. Lúðvíksson og Gullveig Sæmundsdóttir afar fróðlega og skemmtilega hátíðarræðu um sögu Garðakirkju.

“Hér erum við stödd í helgu húsi á sögufrægum stað. Senn eru liðin 50 ár frá því kirkjan okkar hér í Görðum var endurreist og endurvígð til þeirra mikilvægu verkefna sem unnin eru í kristilegu starfi í bæjarfélaginu okkar. Garðakirkja er eitt af kennileitum bæjarfélagsins. Kennileiti sem okkur þykir einkar vænt um og vístum til með virðingu og stolti. Að stofni til er kirkjubyggingin senn 140 ára sem telst hár aldur í byggingasögu landsins. Hún var á sínum tíma reist af miklum stórhug og þótti þá ein glæsilegasta kirkjubygging landsins.

Garðavegur

Garðavegur í gegnum Norðurbæinn fyrrum (1952).

Á þeim tímamótum að minnst er 50 ára endurvígslu Garðakirkju er ekki nmea eðlilegt að hugurinn reiki til fyrra tíma og hann sé borinn saman við þann tíma sem við lifum nú. Það er undarlegt að hugsa til þess að það eru ekki nema nokkrir mannsaldrar síðan að næfellt fjórðungur íslensku þjóðarinnar var á flótta. Voru flóttamenn í eigin landi og að á tveimur árum fórst nærfellt fimmtungur þjóðarinnar af fátækt og hungri. Miðað við það alsnæktaborð sem við sitjum nú við er hollt fyrir okkur að minnast þess að hér á þessu svæði bjó kynslóð afa okkar og önnu við það að vita ekki hvort til væri málungi matar næsta dag, – hvort unnt yrði að gefa börnunum eitthvað að borða þótt ekki væri nema þang eða fiskruður.

Garðar

Garðar í nútíma..

Og vert er líka að geyma í minni að það eru innan við hundrað ár síðan hreppsnefnd Garðahrepps sat á rökstólum í þinghúsinu hérna á holtinu og freistaði þess að útdeila mat til nánast allra heimila í hreppnum. Það var ekki auðvelt hlutskipti, ekki síst vegna þess að þá vildi enginn sem átti veraldleg verðmæti lána þau Garðahreppi.

Þótt fátækt og erfiðleikar væru miklir hér á svæðinu hélt kirkjustaðurinn Garðar jafnan reisn sinni. Í gegnum tíðina urðu margir Garðaklerkar nafntogaðir og landsþekktir og höfðu mikil áhrif á samtíð sína. Enginn þó eins og Jón Vídalín sem fæddist og ólst upp hér. Var hér sóknarprestur í eitt ár en lengst af starfsævi sinnar biskup í Skálholti.

Garðakirkja

Garðakirkja 2023.

Hér er ekki staður né stund til að fjalla um þann merka mann en aðeins sagt að enginn einn maður hefur haft eins djúpstæð áhrif á trúarlíf Íslendinga í langan tíma sem hann, auk þess sem hann lagði mikilvæg lóð á vogaskálar menntunar og uppbyggingar landsins á mörgum sviðum. Faðir Jóns, Þorkell Arngrímsson, sonur Arngríms lærða, var prestur hér í tvo áratugi. Hann var sagður lærðasti maður samtíðar sinnar – fyrsti Íslendingurinn sem lauk háskólanámi í læknisfræði og var einnig hámenntaður í jarðvísindum en mun aldrei hafa lokið námi í guðfræði. Marga aðra mætti nefna svo sem séra Jón Kráksson sem sat embættið í 50 ár, séra Guðlaug Þorgeirsson, séra Árna Helgason sem jafnan var nefndur „biskupinn í Görðum.“ Honum margstóð til boða biskupsdómur en afþakkaði jafnan, séra Helga Hálfdánarson sálmaskál, séra Þórarin Böðvarsson og séra Jens Pálsson. Og meðal merkra presta hér má vissulega líka nefna samtímamann okkar, séra Braga Friðriksson.

Garðaholt

Garðaholt 1952.

Fáum sögum fer af kirkjubyggingum í Görðum. Líklega hafa þær verið eins og víðast annars staðar á Íslandi, fyrst byggðar úr torfi og grjóti en síðar úr timbri. Ugglaust hefur það verið timburkirkja sem á sínum tíma fauk í ofvirði alla leið út á Svið. Vildi til að þar sat maður undir árum á báti sínum og sá svarta flyksu stefna til sín. Greip hann flyksunar og reyndist hún vera Garðakirkja. Lét hann sig ekki muna um að hengja hana aftan í bátinn er hann reri til lands og koma henni fyrir á grunninum. Ekki var kannski alveg að marka söguna, þótt góð væri, því sá er hana sagði var Vellygni Bjarni sem sjaldan gerði lítið úr afrekum sínum.

Garðavegur

Garðavegur í dag (2022).

Þegar leið á 19. öldina tók byggðamynstrið hér á svæðinu verulegum breytingum. Með skútuútgerðinni myndaðist þéttbýli í Hafnarfirði og þá fóru að heyrast raddir um að sóknarkirkjan væri best komin þar. Hafnfirðingar þóttu latir að ganga illfæra leið út að Görðum til kirkjulegra athafna. Á sama tíma var kirkjan í Görðum orðin svo hrörleg að endurbygging var nauðsynleg. Þegar ekkert gerðist í málinu bauð séra Þórarinn Böðvarsson sókninni að byggja hér steinkirkju á eigin kostnað. Var það ekki eina stórgjöfin sem séra Þórarinn færði sveitarfélaginu þar sem hann og eiginkona hans Þórunn Jónsdóttur gáfu líka skóla – Flensborgarskólann – til minningar um son þeirra, Böðvar, sem þótti einstakur efnismaður en lést ungur, þegar hann var við nám í Lærða skólanum.

Víðistaðir

Garðavegurinn um Víðistaði.

Nýja kirkjan var reist á árunum 1878-1880. Hleðslugrjótið var tekið hér í Garðaholti en gífurleg vinna var að höggva það til. Kalkið sem notað var til að líma steinana saman var úr Esjunni, unnið í kalkofni sem stóð skammt frá Arnarhól. Ekki hafa fundist heimildir um vígsludag kirkjunnar en séra Bragi Friðriksson taldi líklegt að hann hefði verið hvítasunnudagur árið 1880.

Nú þarf að gera langa sögu stutta.

Hafnarfjarðarkirkja

Hafnarfjarðarkirkja.

Árið 1909 var ákveðið að byggja sóknarkirkju í Hafnarfirði og var hún vígð 20. desember árið 1914. Eftir stóð yfirgefin kirkja að Görðum sem nýbyggð var talin ein glæsilegasta kirkja á Íslandi. Nú laut hún allt í einu lögmálum yfirgefinna bygginga, – að láta smátt og smátt undan veðri og vindum og grotna niður. Árið 1938 var turn kirkjunnar rifinn svo og þak og gluggar. Eftir stóð gapandi steintóft sem enginn vissi hvað átti að gera við. Til stóð reyndar að rífa hleðsluna og nota sem uppfyllingu í hafnarmannvirki í Hafnarfirði en þegar á herti var slíkt ekki talið svara kostnaði. Úr varð að kirkjan var auglýst til sölu og barst í hana tilboð upp á tvö þúsund krónur. Enn átti kirkjan sér velunnara?. Nokkrir menn sem áttu rætur í Garðahverfinu yfirbuðu og keyptu rústirnar á 2.800 krónur.

Garðakirkja

Garðakirkja 2022.

Og árin liðu. Garðakirkja hafði verið traustlega byggð og steinhleðslan stóð eins og hún vildi sýna að hennar tími myndi koma. Og sá tími kom þegar konur í Garðahreppi tóku málin í sínar hendur.  Stórt skref var stigið er Garðasókn var endurvakin árið 1960 en þá tók sóknarnefnd undir forystu Óttars Proppé við framkvæmdum við kirkjuna.

Garðakirkja var endurvígð 20.mars 1966. Var það vel við hæfi þar sem þá var þess minnst að þrjár aldir voru liðnar frá fæðingu Jóns Vídalín.”

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – herforingjaráðskort frá 1903. Hér sjást báðir kirkjuvegirnir á milli Garða og Hafnarfjarðar.

Í framgreindum fróðleik kemur ekki fram hvaða veg og torfærur allan ársins hring Hafnfirðingar og útliggjandi Garðhreppingar þurftu að feta til að komast að og frá Garðakirkju til að hlusta á guðspjallið er annað er klerkinum lá að hjarta, þá og meðan kirkjan var við líði. Hér hefur verið úr því bætt…

Heimild:
-http://gardasokn.is/gardakirkja/

Garðakirkja

Garðakirkja.

Kaldársel

Voru Steinhús gamalt sel? Eða bara hús úr steini?
Á gömlum kortum er örnefnið Steinhús sunnan Kaldár, skammt sunnan Kaldársels. Samkvæmt landamerkjalýsingum Garðabæjar, gömul mörk, er Steinhús (Steinhes) sögð vestan Kaldársels og sunnan Efstahöfða (Fremstahöfða). Af þessu að dæma getur staðsetning Steinhúsa skipt máli. Og ekki bara það heldur er örnefnið sjálft einkar áhugavert.
En til þess að geta skoðað staðinn þurfti að finna hann.

Steinhes

Steinhes. Helgafell fjær.

Steinhúsa er ekki getið í seinni tíma gögnum. Vitnað er til þess í örnefnalýsingu að þar hafi verið sel, væntanlega Kaldársel. Það nafn virðist yngra. Örnefnið vakti forvitni FERLIRs, ekki einungis vegna misvísandi upplýsinga um það heldur og vegna nafnsins.
Þegar gengið var um svæðið voru rifjaðar upp gamlar heimildir um viðfangsefnið.
Í Landnámu er tveggja jarða getið innan þess svæðis sem Garðabær nær til. Ásbjörn Özurarson, bróðursonur Ingólfs Arnarsonar, er sagður hafa búið á Skúlastöðum, en nam land milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns og Álftanes allt. Eru munnmæli um að Skúlastaðir hafi verið þar sem Skúlastaðahraun er, sem er norðan við Lönguhlíðarhorn, innan Almenningsskóga Álftaneshrepps. Hin jörðin er Vífilsstaðir, eða Vífilstóftir, sem þó telst ekki til hinna eiginlegu landnámsjarða, en hún var byggð af Vífli, húskarli Ingólfs Arnarssonar. Vífilsstaðir munu fljótlega eftir landnám hafa komist í eigu kirkjunnar, fyrst Viðeyjarklausturs, en árið 1558 eignaðist Garðakirkja jörðina. Talið er að kirkja hafi verið að Görðum á Álftanesi allt frá því að kristni var lögtekin á Íslandi árið 1000. Hvar Garðar voru er hvergi getið. Þjóðsagnaskýring hefur varðveist þess efnis að Garður hafi fyrrum verið þar sem Garðaflatir eru nú, ofan Búrfellsgjár.

Garðakirkja

Garðakirkja 1956.

Garðakirkju er fyrst getið í heimildum um 1200 í kirknamáldaga Páls biskups Jónssonar. Á þjóðveldis- og Sturlungaöld eru litlar heimildir um íbúa Álftaness og þar í kring. Eftir að hreppskipan komst á, á þjóðveldisöld, tilheyrðu núverandi landsvæði Garðabæjar Álftaneshreppi og einnig bæði höfuðbólin Garðar og Bessastaðir. Afréttarland Álftaneshrepps hafði ýmist nöfnin Garðaland, Garðakirkjuland eða Garðastaðarland. Hreppamörk Álftaneshrepps vestan og suðvestan féllu saman við landamerki Hvassahrauns og Lónakots og Straumstorfunnar, í suðri land að mörkum Grindavíkurhrepps um vestanverð Brennisteinsfjöll austur að sýslumörkum Gullbringu- og Kjósarsýslu og Árnessýslu, en að norðan við landamerki jarðanna Arnarness og Vífilsstaða. Álftaneshreppi var skipt upp árið 1878, í Garðahrepp og Bessastaðahrepp. Var Álftaneshreppur þá lagður niður samhliða. Með úrskurði landshöfðingja dags. 17. sept. 1878 var áðurnefnd tvískipting ákveðin. Eftir skiptinguna 1878 tilheyrði byggðin suður fyrir Hafnarfjörð Garðahreppi. Sú skipting hélst þar til Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi árið 1908. Eftir það og fram til ársins 1959 náði lögsaga Garðahrepps beggja vegna við Hafnarfjörð, en þá var mörkum sveitarfélaganna breytt. Garðahreppur fékk kaupstaðarréttindi og sérstakt lögsagnarumdæmi með lögum nr. 83/1975, en skv. þeim skyldi umdæmið ná yfir allan fyrrum Garðahrepp.

Steinhes

Steinhes.

Samkvæmt framangreindu voru fyrrum mörk Garðarhrepps í Arnarbæli og úr Arnarbæli (Arnarstapa) lá línan í Hnífhól, þaðan í Húsfell. Úr Húsfelli lá línan í Þríhnúka, og þaðan í suðurenda Bláfjalla (Bláfjallahorn). Úr Bláfjallahorni í Kistufelli, þaðan í syðra horni á Fagradalsbrún, þaðan í Vatnsskarði(Melrakkaskarð), í Fjallið eina og svo í Markhelluhól. Úr Markhelluhól fór línan í Búðarvatnsstæði, þaðan í Steinhús, og þaðan í miðjan Ketshelli. Úr Ketshelli lá línan svo og endaði aftur í Arnarbæli (Arnarstapa).
Ef byggt er á merkjalýsingu Garðakirkjulands samkvæmt landamerkjabréfi nr. 154, sem Þórarinn Böðvarsson prófastur í Görðum undirritaði 7. júní 1890, er Garðakirkjulandinu m.a. lýst svo: „…beina línu í suður landsuður í Arnarbæli, þaðan austur í landsuður upp í Hnífhól, þaðan til austurs landsuðurs í mitt Húsfell, úr miðju Húsfelli beint til suðurs í efri Strandartorfu, þaðan beint í (suður) í Markraka í Dauðadölum, þaðan til vesturs í Markrakagil í Undirhlíðum, sem er norðanvert við Fjallið Eina, þaðan til norðurs ofanvert við Hvaleyrar og Ás lönd í Steinhús, sem er við neðri Kaldárbotna….“.
Svæðið að norðanverðu, milli Arnarbælis, Kethellis og Steinhúss, er einnig getið í lýsingu í eiginhandarbréfi séra Árna Helgasonar í Görðum til sýslumanns, dags. í Görðum 13. janúar 1848, sem inniheldur svofellda lýsingu á Garðakirkjulandi: “Á sydri hraunbrúnina hjá Nordurhellrum og so sudur eptir Smillubúdar hraunsjadri og I midjan Kjötshellir og so hraunid allt fram ad Steinhusinu, og so beint ur steinhusinu og upp sydri Kaldárbotna; þadan, og allt Helgafell, I Markraka, úr Markraka og í Daudadali úr Daudadölum og í Strandartorfu, úr Strandartorfu rettsýnis í Húsfell, so úr Husfelli og I Hnífhól úr Hnífhól og heim í Arnarbæli“.

Kaldársel

Hálkarað fjárhús skammt frá Kaldárseli.

Landinu er lýst í merkjalýsingu sem var þinglýst á manntalsþingi í Görðum á Álftanesi 22. júní 1849: „Fyrst milli Garðakirkju fjalllands, úr Steinhúsi suður í Markagil (Marakka) eða Undirhlíðum, þaðan í Hæðstaholt á Dauðadölum á annan veg úr Dauðadölum norður í Húsfell, af Húsfelli upp í þríhnjúka, þaðan á suðurenda Bláfells á milli afrétta Álftanes- og Seltjarnarneshrepps. Á milli Gullbringu- og Árnessýslu af Bláfjöllum vestur á Kistufell. Á milli Álftaneshrepps og almennings og Krýsuvíkur landa af Kistufelli niður í syðra horn á Fagradalsbrún, þaðan í Marakkagil, svo í þúfu á Fjallinu Eina. Þaðan í Helguflöt norðan á Búðarhólum. Á milli jarðanna Heimalands og afréttar af Búðarhólum eptir Búðarhólagjá, þaðan aptur í Steinshús“. Mun Búðarvatnsstæði vera þar sem Helguflöt norðan á Búðarhólum er, sbr. kort af Almenningsskógi Álftaneshrepps, dags. 20. apríl 2004.
Afréttarland Álftaneshrepps var áður ýmist nefnt Garðaland, Garðakirkjuland eða Garðastaðarland. Sama land heyrði eftir skiptingu Álftaneshrepps árið 1878 undir Garðahrepp, sbr. einnig síðar lög nr. 83/1975 um kaupstaðarréttindi til handa Garðahreppi. Garðakirkjulandi er lýst í eiginhandarbréfi séra Árna Helgasonar í Görðum til sýslumanns, dags. í Görðum 13. janúar 1848, sem virðist vera svar prests við fyrirspurn sýslumanns um skóglendi í landi Garðakirkju: “Þetta Land hefir þessi ummerki. „Á sydri hraunbrúnina hjá Nordurhellrum og so sudur eptir smillubúdar hraunsjadri og I midjan Kjötshellir og so hraunid allt fram ad Steinhusinu, og so beint ur steinhusinu og upp sydri Kaldárbotna; þadan, og allt helgafell, I markraka, úr markraka og í daudadali úr daudadölum og í strandartorfu, úr strandartorfu rettsýnis í húsfell, so úr husfelli og I hnífhól úr hnífhól og heim í Arnarbæli. Þetta vidurkenna allir ad til heyri Gardakirkiu, brukad hefi eg þad, nockur ár fyrir selstödu, hvar til þad væri hentugt, ef ei være so lángt í burtu, nu er þad leigt bondanum Jóne Hjörtssyne á Hvaleyri, sem betur getur notad en eg, so sem búandi miklu nær þessu Landi.“

Hamarskotssel

Hamarskotssel/Setbergssel – markavarðan.

Samsvarandi lýsingu á Garðakirkjulandi var að finna í eldri merkjalýsingu, því í biskupsvísitasíu hinn 19. september 1661 er lögð fram lögfesta séra Þorkels Arngrímssonar, gerð á Bessastöðum á Jónsmessu 1661. Mun aðalefni hennar hafa verið innfært í Vísitasíubókina, en finnst einnig í Kirknaskjölum í endurriti séra Árna Helgasonar úr skjalabók Garðakirkju frá 1701. Er endurrit hans dagsett 4. ágúst 1839. Landamerki Garðakirkjulandsins eru skv. þeirri merkjalýsingu talin vera: „Á syðri hraunsbrún hjá Norður hellum og svo suður eftir Smyrlabúðarhraunsjaðri og í miðjan Ketshelli og svo hraunið allt fram að Steinhesi. Svo beint úr Steinhesinu og upp í syðri Kaldárbotna, og allt Helgafell og í Strandartorfu og í Húsfell. Úr Húsfelli og í Hnífhól, og Hnífhól og heim í Arnarbæli.“ Merkjalýsing Garðakirkjulands samkvæmt landamerkjabréfi nr. 154, er gerð rúmum 40 árum síðar. Þórarinn Böðvarsson prófastur undirritar hana í Görðum 7. júní 1890 og er merkjalýsingin þinglesin á manntalsþingi í Görðum hinn 9. júní 1890. Eru lýsingarnar sammála um merkin úr Arnarbæli í Markraka í Dauðadölum: „…beina línu í suður landsuður í Arnarbæli, þaðan austur í landsuður upp í Hnífhól…, sem er norðanvert við Fjallið Eina, þaðan til norðurs ofanvert við Hvaleyrar og Ás lönd í Steinhús, sem er við neðri Kaldárbotna….“.

Kaldársel

Kaldársel.

Í allar landamerkjavörður var steypt á áttunda áratug síðustu aldar, sbr. vörðurnar við Bala, í Engidal, á Miðdegishól og við Ketshelli.
Í örnefnalýsingy fyrir Hafnarfjörð eftir Guðlaug R. Guðmundsson er Steinhús (eða Steinhes) nefnt. Staðsetning er þannig að það sé “hornmark Hvaleyrarlands syðst á Fremstahöfða”. Í annarri lýsingu er Fremstihöfði nefndur Efstihöfði. Guðlaugur vitnar í skrif Gísla Sig. um þjóðhætti (ljósrit í Hafnarfjarðardeild Bókasafns Hafnarfjarðar), um að Steinhes muni vera eldra nafn. Staðsetning Steinhúss er yfirleitt heldur snubbótt í lýsingum þar sem það er nefnt, en í Örnefnastofnun er loftmynd af svæðinu (“orthomynd”) sem Svanur Pálsson merkti örnefni inn á 1980. Þar er Steinhús merkt. Í kaflanum um Kaldársel í skrá G.R.G. er vitnað í Fornleifaskrá 1990 um friðlýstar fornleifar í Kaldárseli en þar er Steinhús ekki nefnt. Í lýsingum Hvaleyrar og Garðakirkjulands er nefnt Steinhús en engin staðsetning að gagni, aðeins að lína liggi úr því eða um það…

Steinhús

Steinhús.

Í auglýsingu um fólkvang á Reykjanesi í Stjórnartíðindum B 1975 segir m.a. um mörkin: “Lína dregin.. á mörkum Garðahrepps og Hafnarfjarðar við Kershelli. Þaðan eftir þeim mörkum inn fyrir sumarbústaðahverfi í Sléttuhlíð á hæð er Klifsholt heitir, þaðan beint í Steinshús, sem er glöggt og gamalt eyktamark. Frá Steinshúsi liggur línan…..”
Skýringin á Steinshúsi er sem sagt að það sé “þekkt eyktarmark”. Þarna er það þá komið. Hús úr steini – holur hraunhóll á þeim stað, sem hornmarkið er tilgreint vestan Kaldársels. Skammt frá hraunhólnum, sem er eins og hús í laginu efst á holtinu, eru gamlar hleðslur af húsi, syðst á Efstahöfða (Fremstahöfða). Það er því hraunhóllinn sem örnefnið er kennt við, en ekki húsið, enda er það forgengilegt, en hóllinn ekki. Hann er því öllu sennilegra hornmark landamerkjanna. Þetta örnefni virðist hafa horfið af landakortum í seinni tíð, en á eldri kortum er örnefnið sett sunnan við Kaldársel, sunnan Kaldár. Þar er ekkert er gefur tilefni til slíks. Líklega hefur örnefnið verið tekið út af kortum vegna þess hve fáir vissu hvað eða hvar það var í raun og veru.

Heimildir m.a.:
-http://www.obyggd.stjr.is/svland/53.pdf
-Örnefnalýsing Hafnarfjarðar – Guðlaugur R. Guðmundsson – ÖÍ.
-Gísli Sigurðsson. Þjóðhættir í Hafnarfirði. Handrit í Bókasafni Hafnarfjarðar.
-Örnefnalýsing fyrir Hvaleyri. Ari Gíslason skráði – ÖÍ.
-Stjórnartíðindi B. 1975, nr. 520.
-Jónína Hafsteinsdóttir- ÖÍ.
-Jón Sigurðsson, hrdl.

Kaldársel

Kaldársel – minjar. ÓSÁ.

Aukahola

Gengið var frá Krýsuvíkurvegi eftir slóða til austurs með Undirhlíðum í áttina að skógræktarsvæði, sem þar er ca. 2/3 að Bláfjallavegi. Björn Hróarsson, hellafræðingur, leiddi hópinn.

Aukahola

Aukahola.

Gengið var framhjá Markrakagili og að skógræktinni. Þar austan við, undir hlíðunum, hefur nú vaxið mikill greniskógur. Mikil og falleg gil eru í hlíðunum. Þarna og nokkru austar dunduðu vinnuskólasveinar úr Krýsuvík sér undir röksamri stjórn Guðmundar Þórarinssonar að planta græðlingum fyrir u.þ.b. 40 árum. Nú eru þetta hin myndarlegustu tré, líkt og vinnuskólasveinarnir.
Við horn girðingar tók Björn örugga stefnu til norðurs yfir mosahraun og hraunhrygg, sem liggur þarna samhliða hlíðunum. Norðan við hrygginn eru tvær djúpar holur. Þær liggja báðar niður í Aukaholu. Hún er um 10 metra djúp.

Aðalhola

Í Aðalholu.

Farið var niður í eystra gatið með aðstoð bands. Aukahola virðist vera gjá, sem hraun hefur runnið niður í, líkt og Ginið. Þegar komið var niður mátti sjá fallegar rauðleitar hraunmyndanir. Þunnt fljótandi hraunið hefur smurt gjáveggina og myndað gúlpa og jafnvel hraunsúlur hér og þar. Hægt var að fara spölkorn inn eftir gjánni til austurs. Þar inni er mjög falleg hraunsúla. Á leiðinni þangað sást hvar hrjúfur seigfljótandi hraunfoss hefur runnið niður frá lofti og myndað hraundellur undir.

Aðalhola

Aðalhola.

Sepamyndaðir veggirnir þar eru sérstaklega fallegir á að líta. Til vesturs mátti sjá lengra niður og inn í stærra rými. Fyrir neðan opið er gat lengra niður. Með aðstoð bandsins var farið þar niður. Þaðan er hægt að fara inn í stærra rými vestra, en opið er upp úr því um gatið.
Aukahola er fallegt jarðfræðifyrirbirgði. Aapalhola er annað stærra gat, eða göt, þarna skammt norðar í gjánni. Hún er um 17 metra djúpt, ílöng og falleg á að líta, svipuð Aukaholu, einungis minni í sniðum. Einnig þarf band til að komast niður í Aðalholu. Hún er undir hraunveggnum þar sem hann er einna hæstur. Ákjósanlegt er að nálgast hana frá Óbrennishólum, ganga yfir Óbrennisbruna, sem er nokkuð sléttur á köflum, um fallega hrauntröð og að gjárveggnum. Þá kemur Aðalhola fljótlega í ljós.
Frábært veður – Gangan tók 2 klst og 22 mín (með skoðnun).

Aukahola

Aukahola.

Kaldársel

Eftirfarandi frásögn um upphaf Kaldársel (sumarbúðanna) birtist í Bjarma árið 1967:
kaldarsel-990“Að aflokinni messu á Bessastöðum á annan hvítasunnudag árið 1921, var haldinn stuttur K.F.U.M.-fundur þar í kirkjunni. Þá var stofnaður sjóður, sem hafa skyldi þann tilgang að koma upp sumarbúðum fyrir K.F.U.M. Það voru tveir félagar úr K.F.U.M. í Hafnarfirði, sem lögðu fram hundrað krónur. Seinna mynduðu nokkrir félagsmenn í Hafnarfirði og Reykjavík samtök um þetta mál. Var ákveðið að koma saman fyrsta föstudag hvers mánaðar, annan hvern mánuð í Reykjavík en hinn í Hafnarfirði. Fundir þessir voru bænafundir, þar sem beðið var fyrir málefninu, og að því loknu var lögð fram fórn til sjóðsins. Allt fór þetta fram í mestu kyrrþey. Vorið 1925 var sjóðurinn orðinn nær fjögur þúsund krónur. Var þá farið að hugsa til framkvæmda og lét bæjarstjórn Hafnarfjarðar félaginu í té eignarhald á túninu umhverfis eyðibýlið Kaldársel.

Kaldársel 1930

Kaldársel 1930. Seltóftirnar hægra megin.

Þetta sama vor var hafizt handa um að byggja skálann. Minnast ýmsir þess enn í dag, er við hin erfiðustu skilyrði varð að bera efnivið allan yfir hraunhálsinn þaðan, sem bifreiðir komust lengst, og upp að Kaldárseli. Um miðjan júní var unnt að vígja skálann. Var þá í honum svefnsalur með 24 rúmum, auk þess lítið herbergi og eldhús. Síðar var hann stækkaður um helming, með því að byggð var fyrir vestan skálann álma til norðurs. Nú fyrir fjórum árum var enn hafizt handa um stækkun skálans, og eru vonir til, að henni verði nokkurn veginn lokið í sumar.
Skálinn var fyrst sameign félaganna í Reykjavík og Hafnarfirði, en eftir nokkur ár varð hann einkaeign kaldarsel-991Hafnarfjarðarfélagsins.
Fyrst framan af var skálinn mikið notaður í sambandi við útilegur um helgar. Snemma var farið að nota hann til dvalar flokka, og síðari árin hefur hann verið í látlausri notkun þrjá sumarmánuði. Skiptast K.F.U.M. og K.F.U.K. í Hafnarfirði á að nota skálann, og hafa drengjaflokkar heldur lengri tíma til umráða.
Aðsókn hefur undanfarin ár verið ákaflega góð að sumarstarfinu í Kaldárseli. Benedikt Arnkelsson, guðfræðingur, hefur veitt drengjastarf inu forstöðu mörg undanfarin sumur. Margar konur og stúlkur hafa skipzt á um að stjórna starfinu meðal stúlknanna.
Kaldárselsskálinn stendur í mikilli hraunbreiðu skammt frá Helgafelli. Þar er ákaflega mikil náttúrufegurð. Sérstaklega er kvöldfegurðin rómuð. Einkanlega þó síðari hluta sumars. Aðstaða er þarna mjög góð til útiveru og fjallgöngu. Margs konar náttúrufyrirbrigði er þarna að skoða, eins og yfirleitt er í brunalandi.”

Heimildir:
-Bjarmi, 61. árg. 1967, bls. 32.

Kaldársel

Kaldársel.

Jóhannes Reykdal

ÚRDRÁTTUR:

“Rafmagnið útrýmdi fljótlega öllum öðrum ljósgjöfum hvar sem það kom vegna yfirburða sinna, bæði hvað snertir birtumagn, þægindi og verð, og hafa rafljósin með sanni orðið ljós hins nýja tíma.”

Eldhús

Hlóðareldhús – Gaimard.

1. Híbýli manna hér á landi allt fram á þessa öld buðu ekki upp á mikla innanhússbirtu. Þykkir veggir torfbæjanna áttu að veita sem besta vörn gegn kula og dragsúg og á meðan ljósop voru raunveruleg op, eins og margt bendir til að þau hafi verið fyrst á landnámsöld, máttu þau hvorki vera mjög stór né mörg.
2. Mjög lítið er vitað með vissu hvernig ljósopum eða gluggum var háttað á húsum hér á öndverðu. Á meðan dagsbirtu naut við barst ljós að utan inn um ljóra. Ljóri, sem er samstofna orðinu ljós, var ljósop eða reykop sem var yfirleitt í þekjunni yfir langeldinum. Í ramma var settur skjár og var hann hafður til aðþétta reykopin þannig að þau gæfu samt svolitla birtu.

Gluggi

Steindur gluggi.

3. Glergluggar munu fyrst hafa verið nefndir í Páls sögu biskups þar sem þess er getið að hann hafði með sér tvo glerglugga og færði dómkirkjunni í Skálholti þegar hann kom heim árið 1195. Á 13. öld er alloft getið um glerglugga í íslensku fornbréfasafni og víðar, en eingöngu í kirkjum. Á venjulegum bæjarhúsum fara gluggar að tíðkast á síðari hluta miðalda í Skandinavíu, en á Íslandi líkega ekki fyrr en á 18. öld.

4. Helsti birtugjafinn í húsum landnámsmanna eftir að skyggja tók hefur að öllum likndum verið langeldurinn, sem upphaflega var á miðju skálagólfi.
5. Dagsbirtan, sem inn í húsin barst gegnum ljósop, var látin nægja á sumrin ásamt birtu sem lagði af eldum er á gólfinu brunnu á fyrstu öldum byggðar í landinu. Af seinni alda heimildum að dæma mun ljós ekki hafa verið kveikt sérstaklega til að lýsa upp vistarverur fólksins nema á svonefndum ljósatíma.

Langeldur

Langeldur.

6. Það var nokkuð á reiki hvenær ljósatími byrjaði að hausti. Algengast virðist hafa verið að ljós væru látin loga innahúss á kvöldin frá miðjum september fram í miðjan mars. Víða var miðað við tiltekinn atburð, t.d. göngur eða réttir. Ljósatíma lauk almennt á vorin um miðja góu eða í góulok.
7. Allt fram á 19. öld urðu tiltölulega litlar breytingar á ljósfærum hér á landi og notkun þeirra. Helstu ljósfærin voru kolur, lýsislampar og kerti.

Gluggi

Gloggi á torfbæ.

8. Algengast var að kalla einfaldan lampa kolu, en væri hann tvöfaldur nefndist hann lampi. Kolur gátu verið úr ýmsum efniviði, einkum steini, en lampar voru nær alltaf úr málmi.
9. Elstu ljósfæri sem fundist hafa við fornleifarannsóknir hér á landi eru kolur úr steini, einnig nefndar lýsiskolur. Víða er sagt frá slíkum ljósfærum í fornsögum og að líkundum hafa þær verið helsta ljósfæri sögualdarmanna.
10. Lýsislampar eru taldir hafa komið til sögunnar um miðja 17. öld.

Víkingaheimar

Kola í Víkingaheimum.

11. Algengast var að nota fífukveiki í kolur og lýsislampa og þóttu þeir langbestir. Fífunni var safnað í ágústmánuði eða þegar hún var fullsprottin.
12. Lýsi var það ljósmeti sem notað var í kolur og á lampa fram á þessa öld. Algengast var að nota sellýsi á lampa og kolur. Hákarlalýsi þótti mjög gott þar sem það fékkst.

Tólgarkerti

Tólgarkerti.

13. Kertaheitið er dregið af latneska orðinu ceratus, sem þýðir með vaxi á. Til forna voru kertin búin til úr býflugnavaxi. Kertavaxið varð að flytja inn erlendis frá og var því afar dýrt. Eftir að farið var að nota tólg til kertagerðar var komið efni sem allir áttu aðgang að og ekki þurfti að kaupa dýrum dómum.
14. Olíulampinn var fundinn upp árið 1855 af bandarískum efnafræðingi. Til Íslands fóru þeir að berast að marki á árunum 1870-1880. Fyrstu olíulamparnir voru nefndir flatbrennarar, þ.e.a.s. lampar með flötum kveik.

Lýsislampi

Lýsislampi.

15. Steinolíuampar voru hafðar í baðstofu fyrst eftir að þeir fóru að berast til landsins. Sjaldan var nema einn slíkur lampi á hverjum bæ. Í edhúsi, göngum eða útihúsum voru lýsislamparnir notaðir áfram. Einnig var algengt að menn reyndu sjálfir að búa sér til olíulampa. tekin voru lítil glös, flöskur eða jafnvel blekbyttur, sem tappi var settur á (tvinnakefli), gat borða í gegnum tappann og látúnspípa sett þar í. Kveikur úr bómullargarni var hafður í pípunni og varð að skara hann upp með nál. Þessi lampaglös voru nefndar týrur.
16. Eldfæri lndnámsmanna tóku litlum breytingum fram á 19. öld. Það var eldstál og tinna. Slegið var með stálinu á tinnuna og hrökk þá neisti í fnjóskinn og tendraði eld.

17. Eldspýtur voru fundnar upp á fyrri hluta 19. aldar.
18. Gas sem ljósagjafi áti sér stutta sögu á íslandi í byrjun þessarar aldar og mun varla hafa verið notaður utan Reykjavíkur.

Eldspýtur

Eldspýtur.

19. Rafmagnsljós komu með rafmagnsdýnamó Jóhannesar Reykdals í Hafnarfirði árið 1904.
20. Segja má að ljósfæri landsmanna hafi tekið sáralitlum breytingum í um þúsund ár. Á söguöld hefur langeldurinn verið aðal ljósgjafinn ásamt ljórunum. Elstu eiginlegu ljósfærin, sem við þekkjum, eru lýsiskolurnar sem voru í notkun alveg fram á þessa öld, lítið breyytar. Tvöföldu lýsislamparnir, sem sennilega fóru að tíðkast hér á 17. og 18. öld, eru líklega eina tækninýjungin sem fram kemur á þessu sviði fram á 19. öld. Kertin voru alla tíð einkum notuð í kirkjum og til hátíðarbrigða. Steinolíulamparnir sem hingað fóru að berast í lok 19. aldar valda straumhvörfum á heimilum manna og eru fyrstu boðberar væntanlegrar tæknibyltingar sem breytti á örskömmum tíma fornu bændasamfélagi með rætur í rótgróinni járnaldarmenningu í nútímaþjóðfélag.

-Íslensk þjóðmenning I – uppruni og umhverfi – 1987 Frosti F. Jóhannsson (bls. 195-366).
-Ljósfæri og lýsing – Guðmundur Ólafsson.

Jóhanne Reykdal

“Reykdalsstíflan” ofan Hörðuvalla.

Krýsuvík

Ólafur Einarsson skrifaði í Lesbók Morgunblaðsins árið 1986 um síðustu ábúendurna í Krýsuvíkursókn.
Hjónin í Stóra Nýjabæ héldu lengst út og komu öllum sínum seytján börnum til manns:
Storinyja-1
Stytzta og fljótfarnasta leiðin til Krýsuvíkur, að minnsta kosti fyrir þá, sem á höfuðborgar-svæðinu búa, er að aka til Hafnarfjarðar, suður og niður Hvaleyrarholtið og beygja við fyrstu vegamót til vinstri, halda síðan þvert yfir Kapelluhraun, þar til að Snókalöndum kemur. Aka þá til hægri og halda ferðinni áfram upp í Vatnsskarð og enn áfram eins og leið liggur meðfram Kleifarvatni, allt þar til kemur að Krýsuvík. En hún var, eins og mörgum er kunnugt, höfuðból Krýsuvíkursóknar, en fór í eyði um síðustu aldamót. Bærinn stóð undir samnefndu fjalli (Bæjarfelli) stuttan spöl frá Krýsuvíkurkirkju.
Um það bil 10 til 15 mínútna gangur var frá höfuðbólinu til Stóra-Nýjabæjar, sem var austan við Stóra-Kambafell á Austurengjum. Stóri-Nýjibær er þekktastur fyrir, að ábúendur, Guðmundur Jónsson frá Hiíð í Selvogi og kona hans, Kristín Björnsdóttir frá Herdísarvík, bjuggu þar myndarbúi og héldu lengst út við búskapinn allra þeirra, sem í Krýsuvíkursókn bjuggu. Þess ber að geta, að Guðmundur Jónsson frá Selvogi missti föður sinn, þegar hann var á fermingaraldri, með sviplegum hætti. En faðir hans féll niður um ís á Hlíðarvatni og drukknaði. Mikill harmur hefur það verið syninum. Og varð hann að taka að sér forsjá heimilisins strax eftir fermingu. En sú þolraun, sem föðurmissirinn hlýtur að hafa orðið syninum unga, mun óefað hafa mótað hann og hert, enda var Guðmundur alla tíð mikill búforkur, jafnhliða því að vera afbragðs formaður á vetrarvertíðum um áratugi.
Storinyja-2Næsti bær við Hlíð í Selvogi, var Herdísarvík. Það gat því varla hjá því farið, að þau Kristín frá Herdísarvík og Guðmundur frá Hlíð kynntust. Tókust með þeim ástir þegar á unglingsárum. Og voru þau gefin saman í hjónaband í Krýsuvíkurkirkju af séra Eggert Sigfússyni á Vogsósum, þann 8. september 1895. Hún 18, en hann 29 ára að aldri. Eins og fram hefur komið, var Guðmundur í Stóra-Nýjabæ afburða búforkur og jafnhliða því mikill formaður. Gerði út bát frá Herdísarvík árum saman í félagi við Símon á Bjarnastöðum í Ölfusi og var ennfremur formaður í Grindavík í þrjár eða fjórar vertíðir fyrir Júlíus Einarsson, ættaðan þaðan.
Undirritaður ræddi við þau Nýjabæjarsystkini, Hrafnhildi Guðmundsdóttur og Sigurð Guðmundsson. Þau voru sammála um, að ekki hafi verið einmanalegt á heimili þeirra í Nýjabæ. Alltaf nóg að gera, segir Sigurður. Auðvitað gat það verið erfitt á stundum, t.d. var um fimm kílómetra gangur milli að Krýsuvíkurbergi og þangað þurfti oft að fara til fugla- og eggjatöku frá heimili þeirra og austur að Herdísarvík var vegalengdin um það bil 10 kílómetrar. Og sama var að segja um leiðina vestur að Ísólfsskála, hún er svo til jafn löng. Þessi nefndu býli voru næstu nábúar okkar og oft heimsótt, þegar vel stóð á, og veður hamlaði ekki, segir Sigurður að lokum.
Storinyja-3Það voru Nýjabæjarhjónin, frú Kristín Bjarnadóttir, heimasætan frá Herdísarvík og Guðmundur Jónsson frá Hlíð í Selvogi, sem lengst héldu út. Þau hófu búskap að Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík árið 1893 og fluttu þaðan alfarin 1933 til Hafnarfjarðar og bjuggu á Jófríðarstöðum 8B, allt til æviloka. Þegar á það er litið að Nýjabæjarhjónin þraukuðu lengst af við búskapinn í Krýsuvíkursókn, á erfiðleikaárum eftir fyrri heimsstyrjöldina, þá lýsir það skapgerð þeirra og dugnaði.
Í viðtali, sem Árni Óla átti við Guðmund árið 1932 segir svo: „Hlunnindi eru lítil, trjáreki er þó nokkur og eggja- og fuglatekja í Krýsuvíkurbjargi, en síga verður eftir hverju eggi og hverjum fugli. Í Geststaðavatni, sem er þar uppi í heiðinni, er dálítil silungsveiði. Var silungur fluttur þangað fyrir mörgum árum, að ráði Bjarna Sæmundssonar, og hefur hann þrifist þar vel. Það hefði einhverntíma verið kallað gott bú hjá bóndanum í Nýjabæ: 3 kýr, 14 hross og rúmlega 400 fjár framgengið. En hvað er gott bú nú?
Ég hefi reynt að halda í horfinu, segir Guðmundur, og búið hefur ekki gengið saman. En nú er svo komið, að það er einskis virði, nema það sem fæst af því til heimilisins. Í haust sem leið fékk ég 200 krónur fyrir jafnmargar kindur og lögðu sig á 1100 krónur á stríðsárunum. Ull og gærur telur maður ekki lengur. Fyrir 10 punda sauðagæru fékk ég t.d. kr. 1,50 í haust sem leið.”
Það var kreppan, sem skapaðist í heiminum eftir fyrri heimsstyrjöldina, sem svarf að Nýjabæjarheimilinu, eins og fleirum. En Guðmundur í Nýjabæ var ekki á þeirri reiminni að gefast upp, eða að óska eftir aðstoð. Ekki sótti hann um lán úr Kreppulánasjóði, og enga aðstoð þáði hann vegna ómegðar.
Þau Nýjabæjarhjónin komu öllum sínum sautján börnum vel til manns. Og öll urðu þau myndar- og dugnaðarfólk. Það verður að teljast þrekvirki.
Sautján afkomendur ög allt dugnaðarfólk. Það er hvorki meira né minna en ein til tvær skipshafnir. Hve mikils virði er það þjóðfélaginu, þegar að hjón frá afskekktu byggðarlagi skila slíku ævistarfi?”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 24. desember 1986, bls. 47.

Stóri-Nýibær

Stóri-Nýibær í Krýsuvík.

Kerlingarskarð

“Reykjavík hefir þá sérstöðu fram yfir margar aðrar höfuðborgir heims, að í hæsta nágrenni eru stór óbyggð svæði, sem eru tilvalin leikvangur þeirra, sem unna útiveru og gönguferðum. T.d. er svæðið frá Sandskeiði og suður að Keflavíkursvæðinu, svo óbyggt, að ekki er um að ræða einu sinni sumarbústaði. Að vísu er svæðið víða gróðurlítið, en sums staðar er líka mjög gróðurmikið, jafnvel kjarr. Sérkennileg fjöll og eldstöðvar frá fyrri tíð eru þarna margar, og er landið svo ósnortið, að glögglega má gera sér grein fyrir, hvernig þessar hroðalegu hamfarir eldsumbrotanna hafa farið fram.

Jón Kristinn

Jón Kristinn.

Óskandi er, að þessi stóru svæði fái að verða ósnortin af mannavöldum, svo að við útivistardýrkendur fáum að njóta lengi enn.
Ein af ákjósanlegri gönguleiðum á þessum slóðum er leiðin úr Kaldárseli og suður til Selvogs, eftir gamalli hestagötu, sem er rudd og óslitin frá Setbergshlíðinni fyrir ofan Hafnarfjörð og alla leið suður úr, til Selvogs. Leið þessi er vörðuð svo að segja alla leiðina, og standa flestar þeirra enn, þó að vafalaust séu mörg ár síðan þær voru hlaðnar.
Fyrir nokkru lögðum við þrír göngufélagar land undir fót og fórum þessa leið frá Kaldárseli, en þangað létum við aka okkur. Ferðafélagarnir voru, auk mín, þeir Björn Þorsteinsson sagnfræðingur og Gísli Sigurðsson lögregluvarðstjóri í Hafnarfirði, sem safnað hefir örnefnum á þessum slóðum, svo að báðir þekktu þessir menn svo að segja hvert fótmál.
Vegarslóðinn frá Hafnarfirði liggur í gegnum Helgadal, og gengum við þangað frá Kaldárseli, og síðan með Valahnúkum, en þar er hellir einn, sem Farfuglar hafa gert að bústað sínum með því að innrétta hellinn og setja í hann trégólf að nokkru. Fyrir nokkrum árum var þarna mannaferð um hverja helgi, en nú hefir þessi annars ágæti útilegubústaður verið vanræktur að nokkru. Farfuglar kalla þetta „hreiður” sitt Valaból og er hin gamla Selvogsgata rétt við hellinn.
Frá Valahnúkum liggur leiðin nokkurn veginn beint yfir hraunið og í áttina að Grindaskörðum Við gefum okkur góðan tíma til að skoða okkur um, því að leiðin þarna suður um er skemmtileg, margir hellar og skútar, sumir mjög forvitnilegir. Og sumir eiga jafnvel sína sögu í fórum Björns og Gísla. Ekki er vitað, hvenær ferðir hófust þessa leið, en vafalaust er langt síðan, því að útræð; var snemma frá Selvogi og Herdísarvík. en kaupskip komu oft í Hafnarfjörð. Ennfremur var þessi leið farin til að sækja brennistein í námurnar í Brennisteinsfjöllum en á árunum 1860—1890 var unninn brennisteinn á þessum slóðum til útflutnings. Var brennisteininum mokað í poka, en síðan tóku ýmsir hestaeigendur að sér að reiða brennisteininn til Hafnarfjarðar fyrir eina krónu hestburðinn. Í Hafnarfirði var brennisteininum skipað um borð í kaupskip til útflutnings. En nú er umferðin minni þarna um slóðir, og segir Gísli okkur, en hann er oft þarna á ferðinni, að það teljist til tíðinda, ef að fólk sjáist á ferð um þessar slóðir. Til sanninda um, hversu fjölfarin leið hefir verið þarna áður fyrr, má sjá, að hestarnir hafa markað með hófunum djúpar hvilftir í harðar klappirnar.
Á meðan við erum á gangi yfir hraunið finnst okkur hann gerast rigningarlegur í lofti. Það þótti góður og gegn siður, áður fyrr, að heita á helga menn og kirkjur sér til fulltingis, ef á lá, og finnst okkur það vel við eiga, eins og á stendur að gera áheit, ef veður haldist bjart og rigningarlaust á ferð okkar suður yfir fjöllin. Ekki kemur okkur saman um á hverja sé bezt að heita, en við ákveðum að heita tuttugu og fimm krónum hver. Gísli telur Strandakirkju öruggasta, en ég hafði áður heitið á heilagan Þorlák með góðum árangri undir svipuðum kringumstæðum. Taldi Gísli þá, að ekki lægi á að ákveða til hverra áheitið skyldi renna, en það tók Björn af, því að það gæti kostað átök á himnum, ef við ákvæðum ekki sjálfir fyrirfram, hverjir skyldu fá krónurnar. Varð það að samkomulagi, að við Björn skyldum heita á heilagan Þorlák, en Gísli skyldi senda sínar tuttugu og fimm krónur til Strandakirkju, ef við fengjum sólskin.
Vegarslóðinn upp í Kerlingarskarðið er í ótal krákustígum vegna brattans. örnefni eru þarna mörg, enda blasa hnúkarnir og skörðin vel við frá Stór-Reykjavík. Flestar eru hæðirnar gamlar dyngjur og eldfjöll, sem gosið hafa fyrr á öldum, sum jafnvel fyrir ísöld. Örnefni eins og Bollarnir, þeir eru einir sex, Kerlingarskarð, Draugahlíð, og mörg fleiri heyrast af vörum Björns og Gísla, þegar við göngum suður í gegnum skarðið.
grindarskord-322En hnúkarnir blasa einnig við langt utan af sjó, og sjómennirnir þekktu þá ekki alltaf til sömu örnefna og þeir, sem á landi ferðuðust. Höfðu þeir sinn hátt á í nafngiftum og til útskýringar góðum fiskimiðum. Sem dæmi má nefna, að utan úr Faxaflóa þóttust þeir sjá Þykkvalæri og Þunnalæri, en á milli þeirra var auðvitað Klofið. Þetta voru hnúkarnir í Grindaskörðum, en hins vegar var einn Valahnúka öðrum meiri, frá þeim að sjá, enda er hann mörgum kílómetrum nær sjó. Var sá kallaður Drellir á sjómannamáli. Þegar Drellir bar neðan til í Þykkvalærið, töldu sjómenn sig vera á öruggri fiskibleyðu út í Faxaflóa, í rennunnii á milli hrauna, eins og það var kallað. Þarna voru fengsæl togaramið, og fengu margir glöggir fiskimenn á togaratímanum góða afladaga á þessum slóðum, fyrr á árum. En tímarnir breytast og örnefnin á þessum slóðum hætta að hafa þá þýðingu í daglegu starfi manna, sem þau höfðu.
Ofanvert í Grindaskörðum [Kerlingaskarði] skiptist vegurinn, en slóðinn suður í Brennisteinsfjöllin liggur til vesturs, en leiðin til Selvogs áfram í suður. Við höldum áfram til suðurs.
Þrátt fyrir áheitin hafði Björn verið svo hygginn að hafa með sér feikimikla regnhlíf af enskri gerð, forláta grip, sem spannaði faðm eða meira í þvermál. Við Gísli efuðumst um, að slíkir gripir heyrðu ferðaútbúnaði til, en Björn taldi einmitt slíkan grip skara fram úr öðrum að notagildi, og það sannaði hann, þegar viö settumst til að borða nesti okkar, en þá spennti hann út regnhlífina góðu og snæddi í skjóli. En Björn hefir aldrei verið talinn feta troðnar slóðir í ferðamennsku.
Við félagarnir fórum okkur heldur hægt, þurftum margt að athuga á leiðinni, og margt að ræða, enda var okkur fæst mannlegt óviðkomandi. Þeir Gísli og Björn vitnuðu gjarnan til fyrri tíma og fornra heimilda, en þá varð ég að hafa mig allan við því að þar stóð ég svo langt að baki, hvað allan fróðleik snertir. En á söguslóðum eru sagnfróðir menn í essinu sínu, svo að þessu sinni skipaði ég sæti hins forvitna hlustanda.

Stóri-Bolli

Stóri-Bolli í Kóngsfelli.

Við gengum á Kóngsfell [Litla-Kóngsfell], sem er þarna á miðri heiði. Það er gamall reglulaga gígur, sem hefur merkilegu hlutverki að gegna að vera landamerki á milli Krýsuvíkur, Herdísarvíkur og á milli sýslnanna, Árnessýslu og Gullbringusýslu. Þaðan var gott útsýni yfir heiðina, en ekki er Kóngsfell svo tígulegt, að það veiti manni útsýn til höfuðborgarinnar, enda sést Kóngsfellið ekki frá Reykjavík. Á þessum slóðum er margt furðulegra steina, sem gaman er að skoða, en gjallið úr gígnum hefir tekið á sig hinar furðulegustu myndir. Ég vildi að ég hefði getað borið með mér helmingi meira en ég gerði.
Viö félagarnir komum víða við í umræðunum okkar í millum. Við ræðum um steina, jurtir og sagnfræði, en allt þetta freistar ferðalangsins. Einhvern tíma hefi ég lesið og ég sé nú, að í því er fólgin mikill sannleikur, að þegar maður ferðaðist til staðar í fyrsta sinn, að þá geri maður það einungis til að viðra sig og til að hafa komið á staðinn, en í annað sinn geri maður það til að glöggva sig enn betur á náttúrunni og fegurð hennar, en í þriðja sinn og fjórða fer maður að kafa dýpra og byrjar að forvitnast um sögu staðarins. Ef maður er í góðum félagsskap getur maður því gert sér það til erindis að ferðast um sömu staði aftur og aftur til aukinnar ánægju, vegna þess að maður sér ekki sama staðinn alltaf í sama ljósi. Þegar maður hefir kannað einn stað frá hinu náttúrufegurðar- eða frá jarðfræðilegu sjónarmiði, fer forvitnin að leiða mann inn á hin sögulegu sjónarmið, sem jafnvel eru óendanleg, því að ímyndunin getur leitt mann þangað, sem staðreyndirnar geta ekki. Þess vegna er líka gaman að sögunni.

Dauðsmannsskúti

Dauðsmannsskúti.

Sunnan Kóngsfells tekur við sérkennilegt landslag, gróðurmelar og brunnið hraun á víxl. Við komum að Dauðsmannsskúta, en þar áttu að hafa orðið úti menn í vetrarferð, og kann Gísli að segja fornar sögur um þá harmaatburði.
Nú tekur að halla á móti suðri, gróðurinn tekur að aukast, jarðvegurinn að verða meiri, og götuskorningurinn tekur að verða jafnvel dýpri, því að hestarnir ganga niður á fast jarðlag með tímanum.
Áheitin virðast hafa komið að fullkomnu gagni því að gott skyggni hélzt. Brátt kemur Selvogsviti í ljós, og suður á Selvogsbanka sjáum við óljóst togbátana vera að draga björg í bú, hvort sem þeir nú eru innan eða utan hinnar svokölluðu landhelgi.
Uppi á heiðinni hafði maður vart heyrt fuglakvak, enda gjörsamlega gróðurlaust, en eftir því sem sunnar dregur, heyrir maður fjölbreytilegar til fuglanna, og við heiðarbrún er samfelldur fuglaniður, enda horfir þarna á móti suðri og nýtur vel sólar. Við fylgjum hestagötunni alveg að þjóðveginum, enda bíður þar bíllinn, sem átti að flytja okkur heim aftur. Við höfum staðizt áætlun, því að við höfðum reiknað með sjö tíma hægri ferð og það reynist standa heima. Bíllinn reyndist ekki hafa þurft að bíða lengi.
Kaffisopi ferðalok er alltaf kærkominn, áður en við höldum í bæinn aftur, en elskuleg eiginkona beið með sopann í bílnum, enda átti hún í vændum miklu frískari eiginmann en þann, sem hún skildi við í Kaldárseli fyrir sjö tímum. – Jón Kristinn.

Heimild:
-Vísir, 18. júlí 1967, bls. 9-10.

Kerlingaskarð

Kerlingaskarð framundan.