Tag Archive for: Ísólfsskáli

ísólfs

Farið var að Ísólfsskála og Selatöngum í fylgd Jóns Valgeirs Guðmundssonar, syni Guðmundssonar Hannessonar frá Vigdísarvöllum. Lýsing á hluta ferðarinnar fer hér á eftir.

Notarholl-223

Ísólfsskáli – fiskbyrgi við Nótarhól.

Haldið var eftir Ísólfsskálavegi frá Hrauni. Jón benti m.a. á hvilft í vestanverðum Siglubergshálsi þar sem hann kemur í Fiskidalsfjall og nefndi hana Lyngbrekku. Hann benti og á gamla veginn, sem lagður var frá Hraunssandi, upp hálsinn og áfram áleiðis yfir að Skála. Hann sést vel ofanvert í hálsinum og áfram á milli og yfir Móklettana. Þar liggur vegurinn inn með hlíðinni uns hann liggur áleiðis norður fyrir Slögu austan við Litlaháls.
Jón sagðist muna vel eftir LM-merkinu (ártal) í austanverðum Móklettum. Það var skoðað og benti Jón á stað, sem merkið er. Landamerkin að vestanverðu liggja úr Festisnýpu, í merkið á Móklettum og yfir í Rauðamelshól uppi á sunnanverðu Borgarfelli.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – fiskgarðar.

Ekið er yfir Litlaháls og þá er Lyngfjall á hægri hönd, síðan Festisfjall sunnan við það. Áður en haldið var að Ísólfsskála var farið inn í Drykkjarsteinsdal að Drykkjarst. Á leiðinni var farið framhjá grettistaki suðvestan í Slögu, er Jón sagði heita Hattur. Jón sagði Símon Dalaskáld hafa ort fallegt kvæði um steininn, en hann er sunnan við þjóðleiðina austur að Mjöltunnuklifi og til Krýsuvíkur. Jón sagðist nú einn vera eftirlifandi þeirra, sem lögðu veginn árið 1933. Þeir hefðu þá verið fimm saman, en vegurinn hafi verið gerður að beiðni Hlínar í Krýsuvík og á hennar kostnað.

Méltunnuklif

Méltunnuklif.

Þeir hafi haft einn hest, Nasa, og einn vagn við vegagerðina. Hún hafi verið tiltölulega auðveld að Méltunnuklifi, en þá hafi þeir þurft að ryðja sér braut niður klifið og í gegnum Leggjabrjótshraun, yfir Núpshlíðina og áfram yfir hraunið að Latfjalli. Þá hafi Ögmundarhraunið tekið við og liggur gamli vegurinn skammt norðan núverandi vegar. Við austurenda hans er komið inn á leið þá er Ögmundur lagði forðum. Gengið var að dysinni, teknir punktar og hún skoðuð. Þá var gengið spölkorn eftir gömlu leið Ögmundar. Enn sést vel móta fyrir henni á kafla í hrauninu.
Komið var að Ísólfsskála. Vestan við Huldukonustein (norðan íbúðarhússins) er Bjallinn. Undir honum, þar sem hann er sléttastur og gamalt garðlag liggur að honum, voru Skálaréttir. Í þeim voru dilkar og almenningur. Þangað komu Grindvíkingar í réttir. Eftir að Borgarhraunsréttir voru hlaðnar lögðust þær af.
Notarholl-224Á Ísólfsskála benti Jón á Gvendarvör, sem er innan í fallegu lóni utan við Nótarhól austan við túnin á Skála. Á hólnum og við hann eru mikil fiskibyrgi og þurrkgarðar frá þeim tíma er fiskur var verkaður og þurrkaður á staðnum. Jón sagði að fiskurinn hafi verið flattur eins og saltfiskur nú, hann síðan lagður inn í byrgin og þess gætt að roðið lægi saman. Þannig hafi fiskurinn verið um veturinn. Um vorið hafi hann verið tekinn og lagður á garðana uns honum var pakkað og skúturnar komu erlendis frá og sóttu hann. Þær hafi verið á legu utan við víkina, stundum margar saman. Utan við Nótarhól er Gvendarvör, eins og fyrr sagði og heitir ysta mark lónis Gvendarsker. Frá því myndast alnbogi til lands með því austanverðu og sker að vestanverðu.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – gamli bærinn.

Lending hafi verið í Börubót, sem verið hafði beint neðan við bæinn. Bærinn sjálfur var þar sem nú er bílastæði vestan við græna sumarbústaðinn vestast á túninu, undir Bjallanum. Enn sést móta svolítið fyrir hleðslum hússins að hluta. Austan við veginn að bústaðnum eru einnig hleðslur gripahúsanna, en göng voru yfir í þau úr bænum. Sjóbúðun var framan og vestan við bæinn, fast við veginn að bústaðnum. Hleðslurnar sjást þar að hluta. Beint þar fyrir neðan sjóbúðina er hlið. Sjávarmegin við það, þar sem nú er sjávarkampurinn, var hlaðinn brunnur bæjarins.

Notarholl-225Kampurinn hefur gengið mikið upp síðan því tún var niður að honum allt að móts við Lambastapann, sem er austasti klettur Festisfjalls, Skálamegin. Ofan hans er Hjálmarsbjalli, nefndur eftir bróður Guðmundar. Hann ruddi svæðið ofan við bjallann, hlóð veggi og gerði þar túnblett. Norðan við húsið er stakur steinn er nefnist Huldukonusteinn. Segir sagan að huldukona hafi eitt sinn birst heimasætunni er var að leik við steininn og beðið hana um að lána sér dúkku, sem hún hafði. Heimasætian lánaði huldukonunni dúkkuna, en svo óheppilega vildi til að hún missti hana svo hún brotnaði. Varð af grátur og gnýstan tanna, en huldukonan hvarf inn í steininn.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – steinninn.

Haldið var að “nýja” Skálahúsinu, sem byggt var 1931. Austan þess er stór steinn. Hann féll úr Bjallanum er faðir Jóns var níu vetra og lenti á höfði hans. Hlaut hann langt og mikið sá þvert yfir höfuðið svo leðrið hékk laust. Varð að sækja lækni til Keflavíkur til að vinna saumaskapinn. Suðaustan við húsið, þar sem nú er grunnur, stóð Bergsstaðahúsið. Það var síðar flutt út í Þórkötlustaðahverfi og loks út í Járnegarðastaðahverfi, a.m.k. hluti þess. Guðbergur Bergsson hefur búið þar. Í stefnu austur frá húsinu, ríst klettaborg úti í hrauninu. Hún nefnist Kista. Fjárbólið var uppi í klettunum norðan við bæinn. Jón sagðist muna eftir því, t.d. árið 1928, að mikið af skútum hafi verið við veiðar utan við ströndina. Þær voru franskar, færeyskar, danskar og hollenskar.

Notarholl-226

Séð frá húsinu, í átt að Nótahól, er lágur grashóll og utan í honum hleðslur. Hann nefnist Hestagerði. Rangagerði er djúp skora utar með ströndinni og skerst hún allangt inn í bergið. Þangað komst t.d. sjómaður eitt sinn á bát sínum í vonskuverði og bjargaðist. Rangagerði varð áður fyrr austurmörk Ísólfsskála, eða eftir að bóndinn gaf Kálfatjörn rekann frá gerðinu að Dágon á Selatöngum sem sálargreiða. Í staðinn eftirlét Kálfatjörn Ísólfsskála grásleppuveiði utan við Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd. Bárður, bóndi á Skála, keypti hann til baka árið 1916 svo nú eru austurmörkin aftur í Dágon.

Brandur

Vörðurnar Brandur og Bergur.

Þegar haldið var áfram austur Ísólfsskálaveg lýsti Jón Hrafnsskriðu undir Slögu, Stórusteinum, Lágaskarði o.fl. stöðum. Vörður tvær á hægri hönd heita Bergsvarða (nær veginum) og Bárðarvarða. Bergur, faðir Guðbergs, hlóð þá veglegri er hann sat yfir fénu þarna og vildi hafa eitthvað um að sýsla. Gil eitt á vinstri hönd er merkilegt fyrir það að í því eru drykkjarskál. Þar settist vatnið og gat fé gengið að því vísu.

Ögmundardys

Jón Guðmundsson við Ögmundardys.

Fyrsta hornið við veginn á vinstri hönd heitir Fyrsta brekka í Méltunnuklifi. Síðan tekur við Önnur brekka í Méltunnuklifi. Þangað voru kýrnar frá Skála venjulega reknar til beitar. Loks er Méltunnuklifið. Þá hafi vegurinn um klifið bæði ve mjór og svo þröngur að erfitt gat verið að komast með hesta þar um. Gamla þjóðleiðin, sem fyrr var líst, kemur ofan af klifinu skammt norðar. Þar heitir Innsta brekka í Méltunnuklifi. Grasi gróið dalverpi er þar austanvið. Farið er í gegnu gjallgíga. Þeir heita Moshólar.
Áður en haldið var að Selatöngum var farin gamla leiðin í gegnum Ögmundarhraun, þá er Jón og félagar ruddu á sínum tíma. Jón lýsti leiðinni og vinnunni. Verst gekk, að hans sögn, að komast í gegnum hraunhaftið skömmu áður en komið er austur fyrir hraunið. Í Mjöltunnuklifinu hafi þurft að sprengja klett, sem slútti út í stíginn og orsakaði erfiðleikana við flutninga fyrrum. Við austurjaðar hraunsins er dysin skammt frá. Enn má vel sjá móta fyrir hleðslum í henni.

Jón Guðmundsson

Jón Guðmundsson á fer með FERLIR á Selatöngum 2004.

Á leiðinni niður að Selatöngum lýsti Jón Eystri lestarleiðinni frá Krýsuvík, Rekagötunni og Vestari lestarleiðinni, um Katlahraun út að Ísólfsskála. Eystri leiðin liggur með hraunkantinum, sem er handan hraunssléttunar austan vegarins. Jón að þeir hefðu verið svo til allt haustið að reiða reka heim frá Selatöngum. Tanga Móri hefði stundum gert vart við sig, en vitað var að hann hafi verið vesalingur, sem orðið hafði úti þarna við Tangana. Fræg er sagan af viðureign hans og Arnarfellsbónda.
Gengið var að refagildrunum vestan við Selatanga. Faðir Jóns hlóð þær á sínum tíma. Jón sagði hann hafa verið meira gefinn fyrir veiðar en búskap. Gildrurnar hafði hann ekki séð í u.þ.b. hálfa öld. Gengið var eftir Vestari lestargötunni í gegnum Katlahraun og að Smíðahelli. Á leiðinni benti Jón á skarð suðvestan í Katlinum, en af því var áður tekið mið í Geitahlíðarenda – fiskimið. Jón sagði vermenn á Selatöngum stundum hafa stolist í Smíðahelli í landlegum, tekið með sér rekavið, og dundað við að smíða úr þeim ausur, spæni, tögl o.fl. Þetta hefðu þeir ekki mátt, en í hellinum gátu þeir dulist án þess að nokkur yrði þeirra var.

Selatangar-221Þar sem setið var utan við hellinn í kvöldsólinni benti Jón á Langahrygg í norðri. Hann sagðist hafa verið þarna niður á Töngunum haustið 1940 er hann og bróðir hans hefðu orðið var við hvítann flekk utan í hryggnum. Þeir hafi haldið heim, en síðan farið upp á hrygginn. Þegar þangað kom hafi þeir sé líkamsparta dreifða um hlíðina og brak úr flugvél upp og niður um hana alla. Þeir hafi gengið niður til Grindavíkur til að láta vita. Þaðan hafi verið haft samband við herinn, því þarna var um ameríska flugvél að ræða með marga háttsetta innanborð. Haldið var á hrygginn í bryndreka, en það hafi verið í fyrsta og síðasta skiptið sem hann hafi ferðast með slíku farartæki.

Selatangar

Selatangar – fjárskjólið.

Litið var á fjárskjólið norðan Katlahrauns. Jón sagði það hafa verið hlaðið um 1870 af föður hans, sem þá hafi búið á Vigdísarvöllum, vegna þess að féð hafi leitað niður í sunnanverðar Núpshlíðar og alveg niður í fjöru á Selatöngum. Eftir að faðir hans flutti að Skála komu þangað íslensk kona og fylgd hennar var Þjóðverji. Þetta var á stríðsárunum. Þau hafi beðið um húsaskjól. Guðmundur hafði slíkt ekki á lausu, en vísaði þeim á fjárskjólið. Þar dvaldi parið um tíma eð þangað til þau voru sótt þangað af Bretum.

Nótarhellir

Nótarhellir.

Jón vísaði á Nótahellir vestast á Seltöngum. Þar sagði hann bændur hafa lagt nótina yfir vík, sem þar er, til að veiða selinn, sem hafi verið fjölmennur á og utan við tangana í þá daga. Hellirinn sést vel á lágfjöru, en erfitt er að komast að honum í annan tíma. Fé leitaði stundum inn í hellinn og flæddi þá stundum inni. Þess vegna var reynt að gera gerði utan við hornið landmegin, en það fór veg allrar veraldar.
Þá var gengið um Selatangasvæðið sjálft. Það skal tekið fram að eftir gönguna sáu þátttakendur svæðið í allt öðru ljósi en áður. Þarna er svo margt og merkilegt að finna að erfitt er að lýsa því stuttum texta. Þess vegna var ákveðið að nota ferðina og gera uppdrátt af svo til öllum mannvirkjum á Seltaöngum, nefna þá og staðsetja svona nokkurn veginn.

Selatangar

Selatangar – verkhús.

Vestan við sjálfa Selatangana eru brunnurinn, þar sem vatn aldrei þraut. Ofan hans eru Brunntjarnirnar. Jón sagði að hann og bróðir hans hefðu fyllt svo til alveg upp í brunninn eftir að dauð rolla fannst ofan í honum. Hann hafi áður verið meira en mannhæða djúpur.
Vestast á Selatöngum, austur undir kletti, er hlaðið hesthúsi Á austurveggnum eru garðarnir. Sunnan hesthússins eru búðir þær, sem síðast var hafst við í. Innst, nyrst, er eldhúsið. Sjá má ennþá hlóðarsteinana í suðausturhorni þess. Framan við eldhúsið eru tveir bálkar, svefnhús. Austan við þá er hús, sem var hluti búðanna. Í þeim var hafst við allt til ársins 1880, en þá gerði faðir hans út bát frá Selatöngum.

Selatangar

Selatangar – verbúð.

Báturinn var jafnan í Tangasundinu, sem er neðan við vestasta fiskibyrgið á hól sunnan búðanna. Að því er gengið frá búðunum um hlaðið hlið. Byrgið stendur svo til heilt. Göt eru á báðum göflum. Jón sagði þau hafa verið lyklinn að önduninni. Fiskinum hafi verið staflað líkt og á Nótarhól og þess gætt að kjötið snertist ekki. Þannig hafi hann verið um veturinn. Um vorið hafi fiskurinn verið tekinn og borinn út, þurrkaður og ýmist fluttur út í skútur eða heim. Fiskibyrgin standa sum svo til heil, bæði með húslagi og ein hringlaga. Verbúðirnar eru við fyrstu sín illa sjáanlegar, en þegar betur er að gáð, sjást þær vel. Austustu búðirnar er vestan við Selalónið, en austan þess er klettaveggur. Hann heitir Vestari Látur. Austari Látur eru þar skammt austar. Rétt sést móta fyrir austustu búðunum, sunnan við austasta þurrkbyrgið, sem stendur þar nokkuð heillegt. Búðirnar eru vestan við hlaðinn stíg er liggur frá fiskbyrginu niður að ströndinni. Ofan byrgisins er Smiðjan í klettasprungu. Austan þess er hlaðið hringlaga fallegt fiskibyrgi.

Selatangar-223

Selatangar – Dágon fyrir miðju (nú horfinn).

Dágon er nær horfinn. Hann sést þó í fjöruborðinu sem lítill klettur, suðaustan við vestasta fiskibyrgið. Vestan hans er hærri klettur og annar stór uppi á bakkanum á milli þeirra og byrgisins. Á tiltölulega sléttum grágrýtisklöppunum neðan við Dágon er klappað LM, en þar voru austurmörk Ísólfsskála og Krýsuvík tók við. Áletrunin sést einungis á lágfjöru. Jón sagðist hafa ætlað að skýra fyrsta bátinn sinn Dágon, en þegar hann frétti að nafnið þýddi “djöfull” á dönsku, hafi hann hætt við það.
Neðan við það fiskibyrgi, sem er heillegast miðsvæðis, er Skiptivöllurinn, bergrani út í sjó. Þar voru áður sléttar klappir og voru þær notaðar sem skiptivöllur líkt og vellirnir við Stokkasundið í Selvogi.

Selatangar

Selatangar – gömul verstöð á Reykjanesskaga. Þetta byrgi er nú horfið til hálfs.

Þegar gengið er til vesturs á Töngunum má t.d. sjá þurrkgarða, fiskbyrgi fremst, verbúð austan undir kletti (þeirri er lýst var áður), hesthúsið norðar, fiskibyrgi, fjögur kringlótt fiskibyrgi, íveruhús, fullt að sandi, skiptivöllinn, hús, hringlaga fiskibyrgi, fiskibyrgi, tvö sandfyllt hús, tvo hringlaga byrgi, Smiðjuna, fiskibyrgi, hús, eldhús, bálka og loks fiskibyrgi. Utar er Selalón, eins og áður sagði. (Sjá nánar í bæklingi Ferðamálafélags Grindavíkur um Selatanga. Í honum er m.a. fyrrnefndur uppdráttur af Töngunum).
Veður var í einu orði sagt frábært – logn, sól og hiti.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

Slaga

Gengið var um Skollahraun í blíðskaparveðri. Vestast í hrauninu eru gamlir fiskigarðar og fiskbyrgi frá árabátaútgerðinni við Ísólfsskála.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – fiskbyrgi við Nótarhól.

Þarna, líkt og í Strýthólahrauni, Slokahrauni, á Selatöngum og í Herdísarvík eru hundruðir metra af þurrkgörðum er liggja um hraunið. Inni á milli má sjá þurrkbyrgin. Erfitt er að koma auga á sum þeirra vegna þess hversu mosavaxin þau eru orðin. Enn einn verstöðvaminjastaðurinn við strönd Reykjanesskagans. Þessar minjar hafa varðveist vel vegna þess hversu fáir hafa vitað af þeim.
Skoðaður var fjárhellir Skálabúa undir öxlinni er liggur suðvestur úr Slögu og síðan kíkt á vatnslind þeirra undir hlíðinni.

Slaga

Slaga.

Slaga er merkilegt jarðfræðifyrirbæri. Undir henni sunnanverði voru fyrrum sjávarhamranir, en nýrra hraun færði hana utar þar sem hún nú er. Á bak við Slögu að norðanverðu er Drykkjasteinsdalur. Dregur dalurinn nafn sitt af Drykkjarsteininum, sem aldrei á að þrjóta vatn í. Hann er við gömlu þjóðleiðina um dalinn austur til Krýsuvíkur.
Síðan var haldið á Núpshlíðarháls þar sem gengið var eftir eldgígaröðinni og skoðaðar hraunæðar og hraunfarvegir.

Stóri-Hamradalur

Stóri-Hamradalur.

Gengið var um Stóra-Hamradal og við norðurenda hans upp á Núpshlíðarhálsinn þar sem útsýni er um bakland Keilis, norður til höfðuborgarsvæðisins og vestur til Grindavíkur. Neðan undir hálsinum kúrði Hraunssel með tóttum og stekkjum. Á bakaleiðinni var gengið að gígunum, sem Ögmundahraun kom úr, dáðst að útsýninu yfir Bleikingsdal og síðan haldið með gígaröðinni til suðurs.
Um var að ræða frábæra göngu í fallegu umhverfi.

Ísólfsskáli

Refagildra Í Skollahrauni við Ísólfsskála.

Ísólfsskáli

„- Þegar hann er einu sinni lagstur í suðvestanátt er hætt við því að útsynningurinn verði þrautseigur hérna við ströndina, segir Ísólfur Guðmundsson, bóndi á Ísólfsskála við Grindavík, er blaðamann og ljósmyndara Nýs Helgarblaðs bar þar í hlað á dögunum. Þetta voru orð að sönnu. Heimamenn hafa orðið að fresta smalamennsku í Grindavíkurfjöllum um viku tíma sökum slagveðurs og þoku.
isolfsskali-231Ísólfsskáli er um margt sérstakur. Þrátt fyrir að jörðin sé skammt austan Þórkötlustaðar-hverfis í Grindavík, er yfir slæmfæran fjallveg að fara – Festarfjall – til að komast á milli. Á Ísólfsskála er austasta byggð í landi Grindavíkur og óravegur er í næsta byggt ból austur með hrjóstugri suðurströnd Reykjanesskagans. Ísólfsskáli er eina bújörðin á Reykjanesskaganum vestan Selvogs, þar sem ábúendur hafa framfæri sitt eingöngu af landbúnaði, en þar stunda þau Ísólfur og Herta kona hans sauðfjárbúskap með hálft annað hundrað fjár.
– Við vorum með 300 kinda kvóta. Í dag er þetta ekkert orðið, enda naumt skammtað af hálfu þeirra sem fara með stjórn landbúnaðarmála. Núna höfum við aðeins leyfi fyrir 165 ærgildum og fullnýtum þann kvóta. Maður getur harla illa framfleitt sér af þessu lengur, segir Ísólfur, – en svona er þetta orðið. Bændum eru allar bjargir bannaðar. Það er engu líkara en að við Íslendingar séum að taka upp sama skömmtunarkerfið og sömu miðstýringuna og þeir þarna austantjalds hafa verið að bagsa við að leggja niður.
Isolfur-231– Nei blessaður vertu. Það hefur ekki hvarflað að mér, segir Ísólfur, þegar hann er inntur eftir því hvort honum hafi aldrei komið til hugar í kreppudansi sauðfjárræktar-innar að reyna fyrir sér í loðdýrarækt. – Enda hefur það reynst óðs manns æði fyrir flesta að leggja út í þessar nýju búgreinar.
Á sínum tíma átti minnkurinn að leysa allan vanda íslensks landbúnaðar. Síðan varð lausnarorðið refaræktin, þá kom kanínuræktin og fiskeldið og nú hafa snillingarnir fundið upp að við eigum að lifa af skógrækt, segir Ísólfur og er auðheyrilega ekki par hrifinn.
– Svo er reynt að telja manni trú um það að skógræktin geti blessast vegna þess að einu sinni hafi landið verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Þessi vitleysa tekur vart tali. Heldurðu að við fyndum ekk rætur af trjám ef svo hefur verið. Það sem menn eru að tala um að hafi verið skógur, hefur vart verið annað en venjulegt kjarr, segir Ísólfur.
– Eftir skrifum DV að dæma er það eiginlega orðin þjóðarskömm að standa í þessu hokri. Nei, við sauðfjárbændurnir eigum ekki upp á pall í samfélaginu í dag, svo mikið er víst.
Gudmundur - 231Nei, ég lét ekki ginnast. Það var einhver sérfræðingurinn sem ráðlagði mér að taka helminginn af fjárhúsunum og setja þar upp refabú. Ég væri svo vel settur hérna, skammt frá Grindavík þar sem nægt fóður fellur til frá fiskvinnslunni. Ég bað hann bara að átta sig á einu sem honum yfirsást. Yfir fjallið og til Grindavíkur, en nú eru hér hvorki hross né nautgripir. Það er því af sem áður var.
En hvað með uppblásturinn og landeyðinguna, skýtur blaðamaður inní.
– Það er ekki nóg að friða landið – það grær ekki upp sjálfkrafa. Ef ekkert er borið á sprettur ekkert. Þetta þekkjum við bændur fullvel. Ef ekki er borið á garða og bletti fer allt í órækt. Þeir hjá Landgræðslunni tala sýknt og heilagt um það að friða og friða og að girða fyrir lausagöngu búfjár.
– Það er nú ein plágan til, segir Ísólfur. – Menn eru að skrattast þetta hér um skagann og aðallega akandi vegleysur. För og skorningar eru upp um allt. Það segir sig sjálft að það er engin hollusta fólgin í því fyrir landið að um það sé ekið í mars, apríl og maí þegar gróður er hvað viðkvæmastur.
– Svo er verið að tala um ofbeit, meðan bæjarbúum þykir ekkert sjálfsagðara en andskotast eins og þeim sýnist út og upp um allt. Þegar maður minnist á þetta við þessa menn er viðkvæðið einatt: þú átt ekkert meira í landinu en við helvítið þitt.
Þegar blaðamaður beinir talinu að uppblæstri á Reykjanesskaga og spyr eins og álfur út úr hól hvort ekki sé ástæða til að koma alfarið í veg fyrir lausagöngu búfjár á skaganum, hleypur Ísólfi fyrst verulega kapp í kinn.
– Það er ekki meiri ofbeit hér en víða annarsstaðar. Ef sauðféð er of margt, eins og alltaf er verið að tala um, þá þarf að fækka því til jafns allsstaðar á landinu. Menn eru látnir hokra við búskap víða við miklu verri skilyrði en hér, þar sem allt verður að leggja niður.
Í dag er svo komið að það er eiginlega ekkert orðið eftir af skepnum á Reykjanesskaganum. Það eru eitthvað um tólf hundruð kindur á öllum Reykjanesskaganum. Áður fyrr var sauðfé hér milli tuttugu og þrjátíu þúsund og það gekk úti árið um kring.
Ég minnist þess þegar ég var stráklingur, þá gengu í fjallinu hér fyrir ofan um eitt hundrað hross. Á öllum kotum var hið minnsta einn hestur og ein til tvær sveitarfélaga á Suðurnesjum og íslenskir aðalverktar hafa verið að dreifa á landið lítilsháttar áburði og sá í það.

Ég veit ekki betur en að austur við Strandakirkju hafi verið landgræðslugirðing í ein 60 ár. Ef eitthvað er, þá er ástand gróðurs innan þessarar girðingar verra núna en þegar var girt, enda hefur ekkert frekar verið að gert eftir að girðingin var sett upp. Uppblásturinn og landeyðingin hér stafar ekki af ofbeit. Þar er við veðráttuna að sakast. Það sjáum við skýrast þegar gerir miðsvetrarhláku. Þegar svörðurinn er frosinn og þurr og það gerir asahláku með vindbeljanda er, ekki að sökum að spyrja. Vatnselgurinn og sjávarseltan vinna þá auðveldlega á öllum gróðri. Það nægir bara að líta á suðurhlíðar Reykjanesfjallanna. Þau eru gróðurvana af þessum sökum. Svo mikið er víst að þar er ekki við sauðkindina eina að sakast, segir Ísólfur.
– Það er ekki ábætandi þegar menn eru akandi hér upp um fjöll of firnindi á torfærubílum og fjórhjólum, segir húsfrúin Herta, sem hefur ekki blandað sér til þessa í umræðurnar, enda verið önnum kafin við að taka til úr búri bakkelsi, heimabakaðar flatkökur og annað góðgæti, eins og góðra búkvenna er gjarnan siður er gesti ber að garði. þessara jarðvöðla og fá birt í blöðunum.
En ábúendurnir á Ísólfsskála hafa orðið varir við annan og öllu óhuggulegri átroðning af hálfu þéttbýlisbúa.
– Við búum ekki afskekktara en það að hér koma menn og skjóta á allt sem hreyfist, segir Herta – og það dugar ekki til. Það hefur komið fyrir að skotið hefur verið á útihúsin og bæjarhúsið.
– Þannig að þið hafið verið höfð að skotspæni í eiginlegri merkingu þess orðs?
– Já, það má segja það, segir Herta og bætir því við að eitt sumarið hafi lögreglan gert upptækar 18 byssur af skotveiðimönnum í landi Ísólfsskála.
– Öll meðferð skotvopna er óheimil hér við suðurströndina, frá Reykjanesi og allt austur að Ölfusá. Landeigendur á svæðinu tóku sig saman og bönnuðu alla skotveiði í landi þeirra. Það virðist þó koma fyrir lítið. Grimmdin er slík að fýllinn fær ekki einu sinni að vera í friði þegar hann er skríða á hreiðrin í fjallinu hér fyrir ofan, segir ísólfur, er getur trútt um talað enda alvanur meðferð skotvopna eftir að hafa verið grenjaskytta um áraraðir.
– Ég er búinn að vera viðloðandi þetta síðan ég var sextán eða sautján ára, segir Ísólfur um grenjaleitina.
– Það hafa verið mikil áraskipti í þessu. Sum árin vinnast mörg dýr, en færri önnur árin. í fyrra gekk grenjaskyttiríið vel. Þá náði ég 53 dýrum, en í vor hefur þetta gengið fremur illa.

Það er töluvert um búref hérna á skaganum sem slapp út úr refabúinu í Krýsuvík á sínum tíma og það er alltaf talsvert um að maður nái búrtófu. Annars er útilokað að segja til um það hvaðan dýrin eru upprunnin. Ég veit dæmi þess að tófa sem slapp úr búinu í Krýsuvík hafi náðst austur undir Lómagnúp. Það er ekki nein smávegalengd. Hún er fljót í förum og fer hratt yfir. Hún fer þetta tuttugu og fimm til þrjátíu kílómetra í leit að æti. Eitt er víst að refur bítur aldrei nálægt greninu.
Ísólfur segist vita um ein 200 greni á Reykjanesskaga. Honum telst svo til að það þurfi að fara yfir 300 kílómetra til að komast á milli þeirra allra. – Sum grenin hef ég fundið sjálfur en vitneskju um önnur hef ég eftir tilvísun mér eldri manna.
– En er skolli eins skæður og af er látið?
– Já, ef um bitdýr er að ræða. Ég hef fundið allt að tuttugu til þrjátíu lambshausa við greni. Við höfum þó náð að leggja að velli skæðustu bitdýrin. Eftir að rifflarnir komu til sögunnar varar refurinn sig ekki á því að það er hægt að skjóta hann af lengra færi en áður. Það getur verið bölvað slark í grenjaleitum. Eg hef legið allt upp í fjóra sólarhringa úti. Skolli er bæði var um sig og getur verið ansi skæður.
Mannfólkið getur lært margt af því að fylgjast með rebba, reyndar eins og fleiri skepnum. Það er gaman að sjá hvað yrðlingarnir eru eftirtektarsamir og vel uppaldir. Ungviðið er ekki látið komast upp með neitt múður eins og hjá okkur mannskepnunni, segir Ísólfur sem ber auðheyrilega engan kala til skolla. Ísólfur segir refinn vera afburða lyktnæman og heyra vel.
– En hann sér ekki vel. Það er orðið sáralítíð um bitdýr hérna á skaganum. Þessi refur sem er hér er aðallega í fuglinum, fýlnum og- mófuglinum og hann er ansi skæður. Núorðið sér maður varla mófugl. Það sagði mér grenjaskytta að hann hefði eitt sinn náð ref á Mosfellsheiði sem var með átján þrastarunga í kjaftinum. Refurinn er eins og ryksuga þegar því er að skipta.
– Hvað skyldi Ísólfi finnast um þá skoðun að ástæða sé til að friða refinn?.
– Ef við friðum tófuna verður hún óviðráðanleg eins og minkurinn. Það er tómur kjánaskapur að halda þessu fram eða þá að um er að ræða fólk sem hefur engra hagsmuna að gæta við að stemma stigu við útbreiðslu rebba. Ef menn vilja friða tófuna þá eru menn um leið að kveða upp dauðadóm yfir öllu fuglalífi. Það er reyndar mikið verra að eiga við minkinn en tófuna. Minkurinn getur leynst í hrauninu. Það er eins og silunganet, hann smýgur allsstaðar í gegn.
Það er minkur hérna meðfram öllum fjörum. Ég hef náð þetta einu og einu skotti. Hann hefur drepið hjá mér lömb heima við fjárhús. Þannig var að ég setti tvö þriggja vikna lömb út í sól og blíðu. Seinna um daginn tek ég eftir því að annað lambið er búið að liggja hreyfingarlaust nokkra stund. Þegar ég athuga málið er það steindautt. Daginn eftir fór á sömu leið – hitt lambið liggur dautt þegar að var gáð. Herta fláði bæði lömbin og þá kom það sanna í ljós. Innanverður lærvöðvinn á þeim báðum var eins og gatasigti. Þar hafði minkurinn bitið og sogið úr lömbunum allt blóð og þrótt.
Á mæli Hertu má greina að hún er af erlendu bergi brotinn. Hún er nánar tiltekið þýsk. Við spyrjum Hertu um ástæður þess að hún er komin hingað upp.
– Ég kom til Íslands árið 1949, þá um tvítugt. Ég kom hingað upp ásamr átta samlöndum mínum með togaranum Maí frá Hafnarfirði sem hafði verið í sölutúr til Cuxhaven, segir Herta, en þetta sama ár réðu Búnaðarsamtökin nokkur hundruð Þjóðverja til vinnumesku vítt og breitt um sveitir.
– Ég er fædd í Pommern sem er austur undir pólsku landamærunum. Eftir stríðið var enga atvinnu að fá í Þýskalandi. Rauði herinn brenndi æskuheimili mitt og fjölskyldan hraktist til vesturhluta Þýskalands. Einn bróðir minn féll á Krímskaga, annar var í fangelsi á Krít eftir stríð og það sem eftir var af fjölskyldunni var á tvist og bast. Ég hafði því vart í nein hús að venda á þessum árum.
Vissulega voru það mikil viðbrigði að koma hingað, en okkur var vel tekið. Það gerði gæfumuninn, segir Herta. Hún segist hafa kunnað ljómandi vel við sig hér á landi. Fljótlega eftir að hún kom til landsins réði hún sig í vinnumennsku á Ísólfsskála hjá Guðmundi föður Ísólfs.
– Ég sé ekki eftir neinu. Ég held að ég gæti ekki sest aftur að í Þýskalandi eftir þetta langan tíma. Þar er allt orðið breytt frá því sem áður var þegar ég bjó þar. Þeir tímar koma reyndar stundum að maður hugsar heim til æskustöðvanna með ljúfsárum söknuði, en það nær ekkert lengra. Hér á ég heima. Ég hef enga ástæðu til að sýta mitt hlutskipti í lífinu, segir Herta.
– Í fyrra voru liðin fjörutíu ár frá því að við komum hingað upp. Við ætluðum að hittast og halda sameiginlegan gleðskap, en vegna heyanna og rysjótts tíðarfars varð ekkert úr, segir Herta aðspurð hvort Þjóðverjarnir sem komu hingað 1949 og eru enn búsettir hér á landi haldi hópinn.
Ísólfur er fæddur og uppalinn á Ísólfsskála. Hann tók við búi af föður sínum, en þar á undan hafði afi Ísólfs búið á jörðinni eftir að hann fluttist frá Vígdísarvöllum.
– Afi var þrígiftur og átti aðeins þrjátíu og þrjú börn, þar af eitt á milli kvenna. Hann var heljarmenni að burðum. Hann var mikil hreindýraskytta og hann lá einnig á grenjum þegar svo bar við, segir Ísólfur. Þar á meðal segir Ísólfur eftirfarandi hreystisögu af afa sínum, sem honum hefur auðheyrilega fundist mikið til koma.
– Sjáðu þennan stein sem liggur hérna á flötinni fyrir utan stofugluggann. Hann er ekki nein smásmíði og það er ekki fyrir hvern sem er að taka hann upp. Ég er ekki að segja að þú sért neinn amlóði, en þennan stein tvíhenti gamli maðurinn á loft kominn vel á efri ár.
Tildrög þessa voru þau að pabbi sem var níu ára, að mig minnir, var að leika sér upp við rétt hérna undir fellinu sem verið var að hlaða. Afi var með kindur í réttinni sem hann kannaðist ekki við markið á. Hann biður pabba að gæta kindanna meðan hann skjótist heim í bæ til að sækja markabókina. Pabbi var eitthvað að rjátla við grjót undir hamraveggnum og allt í einu veit hann ekki meira af sér. Það hafði hrunið fylla ofan á hann. Piltungur sem var þarna líka, hleypur þá heim í bæ og hrópar: „Hann Gvendur er dauður“. Afi rauk í snarhasti upp eftir og tínir ofan af pabba grjótið og þar á meðal þennan stein.
Pabbi fór illa. Höfuðleðrið rifnaði og hann tvíbrotnaði á öðrum handlegg. Þegar afi er að bera drenginn sinn inn um bæjardyrnar rekst hann í dyrastafinn og viðþað rankar lagsi við og öskrar: „Ætlarðu að drepa mig?“, en þá hafði brotið gengið út í vöðvann og strákur komist til meðvitundar út af sáraukanum.
Á þessum tíma var næsti læknir í Keflavík. Afi reið í hendingskasti þangað til að sækja Þorgrím Þórðarson sem þá var þar þjónandi læknir. Þorgrímur saumaði ein 18 spor í höfuðið á pabba og spelkaði handlegginn. Eftir þriggja vikna tvísýna legu var pabbi kominn algóður á fætur sem má heita hreinasta kraftaverk. Pabbi sagði mér síðar að honum hefði ekki farið að batna fyrr en eftir að sér hafi fundist að til hans kæmi kona sem bæði hann að koma með sér, sem hann neitaði.
Efir þessa sögu Ísólfs berst talið að dulrænum fyrirbærum og dulargáfum.
– Eg get ekki neitað því, segir ísólfur þegar hann er inntur eftir því hvort hann verði var við svipi og dularfull fyrirbrigði í fámenninu. – Það er ekki svo að skilja að hér sé eitthvað illt á kreiki, bætir hann við. Herta segist aftur á móti aldrei verða vör við neitt þótt hún gjarnan vildi.
– Ég skal segja þér eina sanna sögu. Er ég var 14 ára var ég sendur einhvern tíma í maí austur á Selatanga að sækja þangað dauða rollu sem hafði flætt. Eg fór ríðandi flóðfarið og er ég var kominn austur ríð ég þar fram á lík í flæðarmálinu, sem síðar reyndist vera af sjómanni af togara sem fórst við Eyrarbakka í marsmánuði.
Ég varð skelkaður mjög en tek þó rolluna og held heim. Ég segi pabba strax frá því að ég hafi fundið dauðann mann. „Þvæla er þetta í þér drengur“, segir pabbi og vill í engu sinna málinu. Eftir miklar fortölur, fellst hann þó á að fara út að Selatöngum, en segist ætla að hlusta á kvöldfréttirnar í útvarpinu fyrst. Þegar hann ætlar að kveikja á útvarpinu, snýst takkinn laus. Eftir að hann hafði fullvissað sig um það að útvarpið væri bilað og hann fengi ekkert hljóð út tækinu, afréð hann að skreppa með mér austur eftir. Þegar þangað var komið var farið að flæða undir líkið. Við bárum það upp úr flæðarmálinu og bjuggum um það. Líkið var síðan sótt daginn eftir og flutt til Grindavíkur.
Þegar heim var komið um kvöldið fer pabbi aftur að fikta í útvarpinu og það er alveg sama, engu tauti var við það komandi. En viti menn næsta dag var allt í lagi með útvarpið. Hefðum við farið að hlusta á fréttirnar hefði flætt undir líkið og það tekið út, segir Ísólfur.
– Það hefur aldrei hvarflað að mér að bregða búi. Sagt er að þangað sæki klárinn sem hann er kvaldastur. Ætli það eigi ekki við um okkur mennina líka. Við hímum flest þar sem við erum niðurkomin mestan part af okkar hundsævi, segir Ísólfur.
Hvað skyldi nú verða um Ísólfsskála í framtíðinni þegar þau ísólfur og Herta verða að láta af búskap fyrir aldurs sakir? Þau segjast engar áhyggjur hafa af jörðinni. Öllu verra sé að segja til um það hvort hún muni haldast áfram í byggð.
– Haft hefur verið eftir Einari Benediktssyni, stórskáldi, er átti Vatnsenda og fleiri stórbýli, að allar þær jarðir sem liggja nærri þéttbýli verða fyrr eða síðar gullnáma. En þegar Ísólfsskáli hækkar í verði verðum við náttúrulega margdauð, segir Ísólfur. – rk“

Heimild:
Þjóðvilinn – Nýtt Helgarblað, 20. júlí 1990, bls. 14-15.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – uppdráttur ÓSÁ.

Ísólfsskáli

Viðtalið er við hjónin á Ísólfsskála, Agnesi Jónsdóttur og Guðmund Guðmundsson. Það birtist í Vísi árið 1967:

Isolfsskali-23„Á milli brattra gróðurlítilla hæða, skammt ofan við brimsorfna strönd nokkru austar en Grindavíkurþorp, stendur snoturt og vel umgengið býli sem heitir ísólfsskáli. Þangað hef ég nú lagt leið mína og notið til þess atbeina tveggja systkina, sem slitið hafa þar barnsskónum á bröttum brimlúðum mölum. Og í notalegri stofu, þar sem ég get hreiðrað um mig í mjúku hægindi, situr andspænis mér kona. — Já, víst er aldurinn orðinn hár, því nú á hún 90 ár að baki. — En hvort aldurinn segir alla sögu tel ég vafasamt og nú skulum við heyra stutta þætti úr lífssögu þessarar konu, og blik bjartra augna segir mér að þar á megi nokkurt mark taka — ennþá sé minnið trútt og dómgreindin óbiluð.
— „Ég heiti Agnes Jónsdóttir og er fædd á Þórkötlustöðum í Grindavík. Foreldrar mínir voru Jón Þórðarson og Valgerður Gamalíelsdóttir, sem þar bjuggu, og þar ólst ég upp.
— Það er sennilega orðin mikil breyting á frá þeim tíma?
— Já, það er meira millibilið. Þá voru bara nokkrar torfbaðstofur í Þórkötlustaðahverfinu, og öll útgerð á áraskipum. Veiðarfærin voru handfæri og lína. Afli var oft ágætur, einkum á vertíðinni, og fiskurinn gekk  mjög nærri landi. Þó brimlending sé í Grindavik og oft tvísýn landtaka kom mjög sjaldan fyrir að ekki væri fært Þórkötlustaðasund.
— Manst þú eftir mikilli fátækt í æsku þinni?
Isolfsskali-24— Ójá. Það höfðu nú margir lítið fyrir framan hendurnar. Flestir höfðu mjög fáar kindur, t. d. höfðu foreldrar mínir 11. Þegar ég var 23ja ára gömul fór ég frá foreldrum mínum og réðist til manns og var hjá honum í 11 ár og áttum við saman 6 börn. — En svo sundraðist það samband og fór ég þá aftur til foreldra minna og var hjá þeim um tíma. En svo vorið 1910 fór ég til hans Guðmundar míns, sem þá var lausamaður á Hrauni og þar vorum við í 6 ár, en fluttum þá hingað að ísólfsskála og höfum verið hér síðan eða 51 ár, þann 4. júní í vor.
— Hvernig var nú um að litast þegar þú komst hingað?
— Það var nú ekkert björgulegt. Jörðin hafði þá verið þrjú ár í eyði og fremur köld aðkoman. Baðstofan var lítil.
— Þú manst hörðu árin um 1880?
— Já. Þá var af skaplega mikill snjór, t.d. man ég það að grafa þurfti göng til að komast út úr bæjunum. Þeir voru að vísu ekki háreistir.
Isolfsskali - 25— Hvenær ert þú fædd?
— Þann 3. desember 1876.
— Þú ert þá orðin vaxin kona um aldamót?
— Já, og ég man eftir slysförum sem urðu hér á sjó aldamótaárið, það var úti á rúmsjó — ekki við land. Þetta var 28. október um haustið. Af þessum báti var einum manni bjargað en þrír fórust. Hann var þó ekki langlífur því á vertíðinni lézt hann. Og ævilok hans urðu þau, að hann fór fram í Þórkötlustaðanes, og hafði með sér byssu. Það var oft siður að skjóta fugl til bjargræðis heimilum. Skot hljóp úr byssunni. — Meðan við dvöldum á Hrauni hafði Guðmundur þar útgerð á stóru áraskipi, sem á voru 11 menn og höfðum við þá 18 manns í heimili. Fyrstu árin eftir að við fluttum hingaö hafði hann áfram útgerð á Hrauni yfir vertíðina, og þá var ég ein heima með krakkana. — En það, að við fluttum hingað orsakaðist nokkuð af því, að ég hygg, að Guðmundur er hér fæddur og uppalinn. Hann er nú 83 ára og við höfum átt saman 6 börn. Mín börn eru því 12 og af þeim 11 á lífi.
Isolfsskali-29— Þetta er orðið þó nokkuð ævistarf?
— Já, það hefur stundum orðið að taka til hendinni. Fyrst þegar við komum hér var aðeins örlítill túnblettur kringum húsið. En hér er nú orðin töluverð ræktun og mest unnin upp úr sandi.
— Hvað er þér nú sérstaklega minnisstætt frá þessari 50 ára veru hér í Ísólfsskála?
— Hér í skálanum hefur okkur liðið mikið vel. Aldrei orðið fyrir neinum óhöppum eða undan neinu að kvarta. Við vorum að vísu mjög fátæk fyrstu árin meðan börnin voru í æsku. Hjá okkur voru tvö börn mín frá fyrra sambandi og svo öll börn okkar Guðmundar. Auk þess tókum við tvö börn í fóstur.
– Bættuð við það sem lítið var?
— Já, þess var þörf vegna barnanna.
— Þú manst þá tíð þegar askar voru matarílát fólksins?
— Já, heima hjá pabba og mömmu var ætíð borðað úr öskum og með hornspónum, og á þá voru Isolfsskali-31grafin fangamörk eigendanna. Ljósabúnaður á heimilinu voru fýsislampar — kveikurinn í þá var snúinn úr ljósagarni. — Og fræðin mín — Helgakverið — lærði ég við lýsislampa. — Eldiviðurinn sem brennt var í eldhúsinu var mosi og þang. — Ég man mjög vel eftir því að ég var þar að lesa kverið mitt og þá féll sótkökkur úr mæninum niður á bókina.
— Fékkst þú tilsögn í skrift á þínum uppvaxtarárum?
— Já, ég var látin í skóla, sem þá starfaði í Garðhúsum og vorum við tvær systur þar sína vikuna hvor. – Og hérna getur þú séð skriftina mína, — og nú réttir hún mér bók sem er þannig frágengin að margur 70 árum yngri gæti verið hreykinn af. — Og þessi bók hefur að geyma mikinn og merkilegan fróðleik, í hana er skrifuð dagleg veðurlýsing síðustu 30 ára. — Og það virðist svo sem höndin sé þvi nær jafnstyrk á síðustu og fyrstu síðum bókarinnar.
Isolfsskali-30— Finnst þér minni þitt nokkuð farið að förlast?
— Nei, ekki held ég það, ennþá man ég flesta atburði sem nokkurs er um vert í lífshlaupi mínu — og ég get fylgzt með því sem fram fer í kringum mig og haft full not af blöðum og útvarpi.

Og nú er hér kominn bóndi Agnesar, Guðmundur Guðmundsson, en foreldrar hans, Guðmundur Hannesson og Guðrún Jóelsdóttir, bjuggu hér í Ísólfsskála í 20 ár — en þegar setjast undir svo stórar árar á þeim aldri?
— Jú, náttúrlega var það erfitt, og svo að setja skip og bera upp fiskinn. En skipin varð öll að setja af handafli, spil voru ekki komin fyrr en á síðustu sjófaraárum mínum, en þau voru nú fremur ófullkomin í fyrstu.
Hraun-91— Og hvað segir þú svo um fimmtíu ára samstarf ykkar hjóna hér á Ísólfsskála?
— Mér finnst það hafa verið gott og lífið hér ánægjulegt og boðið okkur marga góða kosti, þótt örðugt væri í fyrstu.
— Hefur þú aldrei róið héðan að heiman?
— Það er tæpast teljandi. Fyrstu árin reri ég frá Hrauni — lá þar við, en hún var ein heima með börnin og satt að segja var ég þá aldrei í rónni þegar vond voru veður. — En vorum að reyna að rétta okkur við þetta hlutskipti meðan við vorum að reyna að rétta okkur úr kútnum og börnin að komast á legg. — Öll innkaup varð að spara til að geta staðið í skilum og borgað allt upp einu sinni á ári — þá hlaut maður líka nokkra tiltrú í viðskiptum.
— Eru engin selalátur eða lagnir hér í nágrenninu?
— Jú, líklega hefur það nú verið, því hér framan við tána hérna er hóll, sem hét Nótarhóll. Svo hér fyrri — 1703 — var stunduð selveiði í látrum hér austur á Selatöngum — en þann veiðirétt áttu Krýsuvíkingar að nokkru.
Notarholl-2— Þú manst eftir byggð í Krýsuvík?
— Já, en hún var þó farin að dragast saman þá. Faðir minn bjó þar nokkur ár á Vígdísarvöllum.
— Hefur þú aldrei lent í neinum verulegum erfiðleikum á sjó, Guðmundur?
— Nei, ég hef nú verið formaður hér og svo líka verið austur á fjörðum, bæöi Borgarfirði, Seyðisfirði og Fáskrúðsfirði og reri út í Seley, en aldrei lent í neinu sem í frásögur er færandi og á sér ekki ótal hliðstæður í lífi íslenzkra sjómanna.
— En þú hefur oft aflað vel?
— Já, svona eftir mætti en mig skorti efni til að hafa nægilega góðan útbúnað hvað veiðarfæri snerti. Ég þurfti að fá allt að láni hjá kaupmanninum — Einari í Garðhúsum. Hann var svo sem ágætur ef maður stóð í skilum og eins og ég sagði áðan, þannig hafðist þetta. — En svo þurfti að byggja hér upp, þá fór ég til Tryggva Þórhallssonar og hann aðstoðaði mig við að fá til þeirra framkvæmda 6000 króna lán úr byggingar- og landnámssjóði.
— Voru það ekki talsverðir peningar þá?
— Jú, en það var nú sama. Það var nú ekki nóg.
— Tengst af ykkar búskap hér á Ísólfsskála, að frá teknum fyrstu árunum, hafið þið haft ykkar aðalframfæri af landbúnaði?
— Já, það hefur verið svo, en við höfum alrei haft stórt bú, til þess eru engin skilyrði,
Thorkotlustaðanes-305— Nei, en faðir minn gerði héðan út tvo báta einu sinni. Það var vegna þess að hann fékk ekki uppsátur úti i nesi. Þetta gekk nú ágætlega, það var í tvö skipti sem þeir hleyptu til út i nes. Annað skiptið fyrir brim — en annað skipti vegna þess að hann var svo hvass á norðan og þá börðu þeir upp í nesið.
— Hvernig lending er hér?
— Hún getur nú ekki talizt góð. Með landinu er alltaf geysilegur austanstraumur. Og þegar komið var úr róðri var aflinn allur settur á seilar utan við lendinguna, færi bundið við og dufl sett á, en færið var í hnykli í skipinu og rakti sig þegar tekinn var landróðurinn, um leið og lagið kom. Þegar
skipið kenndi grunns, stukku allir út og brýndu því undan sjó. Þurfti hér oft mikið snarræði og örugg handtök. Síðan voru seilarnar dregnar í land og bornar á bakinu hér upp á kambinn, þar sem aflanum var skipt. — Það var stórt atriði að formaðurinn væri öruggur.
— Þú hefur haft sauði?
— Já, ég held þeir hafi komizt upp í 40. Hvað sumarhaga snertir er hér mikið landrými.
Seltangar-905— Hér kemur ekki hafís?
— Aldrei hefur það komið fyrir svo langt sem við munum, en af því höfum við haft sagnir frá eldri tímum.
— Hvað gerði fólkið sér til skemmtunar á ykkar æskuárum?
— Það þætti nú held ég fábreytt núna. Gíslakeðja — Höfrungaleikur og feluleikur. — Fullorðna fólkið lagði sig í rökkrinu og þá fengu unglingarnir að leika sér með því móti að hafa ekki hátt.
— Þú segist ekki hafa gert út héðan?
– Það var gert út frá Seltöngum.
— Var þaðan útræði?
— Já, ég hef heyrt að fyrir Bátsendaflóðið hafi gengið þaðan 14 skip og ennþá sjást glögg merki verbúðanna.
— Já, það er margs að minnast frá fyrri árum, t.d. á haustin, þá var „þangað“ í fjörunni og reitt upp á fleiri hesta.
— Þangað? — Hvað kallarðu að þanga?
Mosi-4— Nú, þangið í fjörunni var tekið og reitt upp og svo þurrkað til eldiviðar. — Svo var reittur mosi. — Þetta var aðaleldsneytið, og svo dálítið af taði. Þetta var svo allt borið heim til bæjar á bakinu og þar var eina eldstóin hlóðir. t.d. þegar konan fór í mosatekju, þá bar hún hann heim í „fætli“ og prjónaði á leiðinni. — Svona var nú vinnumennskan þá.
— Er ekki hægt að fara með sjó úti í Grindavík?
— Nei. Það er ógengt, verður að fara hér efra — eins er það inn til Krýsuvíkur.
— Hvernig voru skiptin á þessum áraskipum hér?
— Væru 11 á þá var skipt í 14 staði. — Þrír hlutir dauðir, einn fyrir skipið og tveir fyrir veiðarfærin — formannshlutur þekktist ekki, enginn aukapartur fyrir það. — En nú skal ég segja þér nokkuð: — Einu sinni rauk hann upp í suðvestan veður að næturlagi, þeir fara allir ofan og þá er báturinn farinn en skipið komið á hliðina — Þeim tókst að bjarga því við illan leik. — En hvar heldurðu að bátinn hafi rekið? — Hann rak vestur á Hraunssand á móti þessu stórviðri

Guðmundur og Agnes

Guðmundur og Agnes á Skála.

— Svona sterkur er straumurinn. —
— Hve langa línu höfðuð þið?
— Það var nú dálítið misjafnt — stundum á vorin lögðu þeir 300 króka hérna í leirinn og fylltu bátana. Og eftir því man ég, að pabbi reri stundum á vorin með 60 króka skötulóð hérna austur á Mölvíkina — og það var oft skata á hverju einasta járni — kannski ber svona einn öngull. — Allt saman stór skata. — Það er góður matur vel verkuð skata. — Þá var svo mikið lifað á harðæti og bræðingi. Þetta kom mergnum í mann — sérstaklega bræðingurinn — en hann var búinn til úr bræddri tólg og sjálfrunnu þorskalýsi. — Hver útvegsbóndi varð að leggja háseta til eitt fat undir lifur og ég held einnig fjórðung af rúgi og fjórðung af fiski. — Svo fékk hver maður 50 pund af mjöli, sem átti að duga í kökumat yfir veturinn, og einn sauð, sem átti að duga í kæfu, hvort sem menn vildu heldur stykkjakæfu eða soðkæfu — svo tvo fjórðunga af tólg og einn af smjöri — eða þrjá af smjöri. — Þetta var matan. Soðninguna tóku menn af afla. Það voru tveir í hverju rúmi, þeir höfðu kastið Selatangar-923saman og tóku af því. — Fiskurinn var svo verkaður sem harðfiskur eöa skreið á þeirra tíma vísu, en með nokkuð ólíkum hætti og nú er gert. Salt var þá ekki fáanlegt.
-Ég tók eftir mjög vel hlöðnum grjótgörðum víða hér umhverfis túnið og niður við sjóinn. — Eru þeir þín verk?
— Já, flestir eru þeir hlaðnir eftir mig.
— Er ekki trjáreki hér?
— Jú, dálítill. T. d. get ég sagt þér að báturinn sem brotnaði hérna vestur á Hraunssandinum var smiðaður úr einu rekatré. Já, það er margt sem rifjast upp þegar litið er til baka um langan veg — og víst væri fróðlegt að heyra meira úr lífssögu þeirra Ísólfsskálahjóna — sem svo margt er frábrugðin þeirri sögu sem skráð yrði um hagi þeirra, sem nú eru ungir eða innan við miðjan aldur.
— Ungir? — Það er nú spurningin.
— Er það gamalt fólk, sem hér hefur talað? — ánægt með sitt hlutskipti — laust við andlega lífsþreytu, að vísu með rúnir áranna ristar í skurnið.
— Hver er ungur? „Oft hefur sjötugur fyrir tvítugs manns tær stigið“.

Heimild:
-Vísir, 12. júní 1967, bls. 16-17, Fimm tugir ára á bröttum kambi við brimlúðar flúðir, vital við Guðmund Guðmundsson og Agnesi Jónsdóttur á Ísólfsskála.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – uppdráttur ÓSÁ.

Ísólfsskáli

Erling Einarsson, Ísólfsskálabóndi, hafði samband og kynnti fund á hlaðinni refagildru í Skollahrauni austan Ísólfsskála. Skammt frá gildrunni væri jafnframt hlaðið byrgi refaskyttu.
RefagildraÞegar gengið var með Erling um svæðið kom í ljós að umrædd refagildra var nokkuð heilleg að sjá. Fallhellan var fyrir opinu. Gildran fellur mjög vel inn í aðrar hraunþústir á svæðinu.
Byrgið er kringlótt og fremur lítið. Ljóst er að þarna eru eða hafa verið greni. Víða eru op í grunnum yfirborðsrásum. Við sum þeirra má sjá lambabein. Hraunsvæði þetta er nokkuð slétt og sér þaðan vel heim að Skála. Rekagatan milli Skála og Selatanga liggur þarna í hraunlægð skammt sunnar. Nótarhóll með öllum fiskvinnslumannvirkjunum eru þar enn sunnar.
Norðan við svæðið taka við hraunhólar og lægðir. Handan þeirra er svo önnur hraunslétta, vestan Kistu. Um þessi hraunsvæði má sjá móta fyrir gamalli leið til norðausturs upp í gegnum hraunið með stefnu á Skollanef í Slögu.
Þegar efra svæðið var skoðað nánar mátti sjá vestast í brún þess enn aðra hlaðna refagildru. Þakið var fallið niður að hluta, en þó mátti enn sjá ganginn og hluta gildrunnar. Líklegt má telja að Guðmundur Hannesson, fyrrum bóndi á ísólfsskála, hafi hlaðið þessar gildrur, en hann var m.a. annálaður refaveiðimaður. Guðmundur kom frá Vigdísarvöllum austan við Núpshlíðarháls um aldamótin 1900. Fjórði ættliður hans á nú aðstöðuna og eignirnar á Ísólfsskála.
Refagildra Guðmundur er frægastur fyrir að hafa verið mikill veiðimaður og hafa verið víðförull þar sem hann fór um. Frá honum er kominn mikill og langur leggur dugmikilla manna og kvenna.
Í örnefnalýsingu Guðmundar Guðmundssonar, bónda á Ísólfsskála segir m.a. um þessi svæði Skollahraunsins: „Rétt innan við bæinn skagar klapparnef fram úr Slögunni, sem heitir Skollanef. Niður af henni, austur af túni, út í hrauni, er klettur, sem sker sig úr að lögun og heitir Kista. Fremst í Slögunni, rétt við túnið innanvert, er Fjárból, við alllangan hamravegg. Vestur af Slögunni er gróðurlítið svæði, sem nefnt er Melar. Vestan við þá heitir Lágar.“
Eftir Ísólfi Guðmundssyni, bónda á Ísólfsskála, er eftirfarandi haft árið 1983: „Skollanef er suður úr Slögu. Skollahraun er suður af því; þar var og er enn greni.“
Loftur Jónsson segir í örnefnalýsingu sinni að „fyrir austan Löngukvos er Skollanef og er nokkurs konar öxl eða klapparnef fram úr Slögu. Skollahraun er þar suður af. Í hrauninu austan við túnið er sérstæður klettur sem heitir Kista. Hvammur austan Skollanefs með stórum steinum er Innri-Stórusteinar.“

Samkvæmt örnefnalýsingum eru framangreindar refagildur í Skollahrauni, austan túns og vestan Kistu.
Með þessum refagildrum meðtöldum er nú vitað um a.m.k. 29 hlaðnar refagildur á Reykjanesskaganum. Trúlega má telja að Guðmundur Hannesson hafi hlaðið þær margar sem fundist hafa í nágrenni Ísólfsskála fyrir aldamótin 1900, s.s. á Selatöngum og allt upp í Hrútargjárdyngu. Annars er talið að hugmyndin af gildrunum hafi komið hingað til lands með norskum landnámsmönnum því sjá má svipuð mannvirki þar í landi allt frá þeim tíma.
Kista Annars staðar á vefsíðunni er sagt frá notkun refagildranna sem og nýtingu afurðanna.
Fyrirhugað vegstæði Suðurstrandarvegar átti að liggja um hraunið þar sem refagildrurnar eru, en með úrskurði var ákveðið að fara með hann norðar, eða nálægt núverandi vegstæði. Ekki er að sjá að refagildranna sé getið í fornleifaskráningu vegna vegstæðisins. Líklegt má telja að enn sú allnokkur mannvirki á þeirri línu, sem mannlegt auga hefur enn ekki komið auga á. Þannig var það t.a.m. með sæluhúsið undir Lat. Það var ekki fyrr en FERLIR benti hlutaðeigandi aðilum á það að þess var getið í lokaumferð fornleifaskráningarinnar, en Jón Guðmundsson frá Skála hafði áður upplýst um tilvist þess eftir minni. Hann treysti sér hins vegar ekki til að finna það aftur. Hið sama gildir um leiðina fyrrnefndu. Þó eru vörðurnar undir Skollanefi, sem bræðurnir á Skála hlóðu um miðja 20. öldina, sagðar í skráningunni vera fornar. Svona er nú margt skrýtið í kýrhausnum.
Guðmundur Hannesson, refaskytta og bóndi á Ísólfsskála í Grindavík. Hann fæddist á Arnarhóli, Gaulverjabæjarhreppi, Árnessýslu, þann 1. júní 1830. Guðmundur lést 27. janúar árið 1901 og því væntanlegar allar refagildrur, sem hann hlóð, nú friðaðar skv. þjóðminjalögum.
Byrgi refaskyttu Foreldrar hans voru Hannes Guðmundsson, 1800-1888, bóndi á Hjalla Ölfusi, og kona hans Guðlaug Sæfinnsdóttir, 1795-1841.
Guðmundur var bóndi á Bala í Krýsuvík og á Vigdísarvöllum, en fyrir 1880 er hann fluttur á Ísólfsskála í Grindavík og býr þar með konu sinni Helgu Einarsdóttur, 1825-1889, frá Breiðagerði á Vatnsleysuströnd, ásamt tveim sonum þeirra, þeim Hjálmari (1860-1947) og Brandi (1863-1955).

Seinni kona Guðmundar var Guðrún Jónsdóttir (1856-1898) frá Þórkötlustöðum í Grindavík. Þeirra börn voru Guðmundur (1884-1977) og Indriði (1894-1947).
Sem fyrr sagði má telja mjög miklar líkur á að fleiri hlaðnar refagildrur finnist í Skollahrauni ef vel væri gaumgæft. Þá má og telja líklegt að slíkar gætu fundist neðst í Ögmundarhrauni austan við Eystri-Látur. Þar eru greni, hlaðið byrgi refaskyttu og ákjósanlegar aðstæður til hleðslu. Segja má að þangað komi varla maður nema svo sjaldan á ári að telja megi á fingrum annarrar handar.
Frábært veður.

Refagildra

Refagildra við Ísólfsskála.

Ísólfsskáli
Eftir að sagt var frá opinberun  hellisgýmalds ofan Bjalla við Ísólfsskála, sem að öllum líkindum hefur verið þarna um tugþúsundir ára, þar af síðasta árþúsundið undir fótum manna og dýra, (örskammt inn undir Bjallabrúninni vestan Bólsins vottar reyndar fyrir þröngri rás inn undir móbergsstandinn og er munninn þakin kindabeinum – afurð fyrrum tófuveitinga), barst FERLIR eftirfarandi ábending.
Ísólfsskáli

Ísólfsskáli.

Áður en kemur að henni er rétt að upplýsa um að þarna hafði tófan um tíma fundið sér skammskjól, stutt frá bústað mannanna, og ekki er ólíklegt að einhver hennar hafi einhvern tímann kíkt alla leið inn í gýmaldið. Úr því verður varla skorið úr þessu því nú er búið að eyðileggja það gersamlega og það án nokkurra undangenginna rannsókna eða í það minnsta einfaldrar skoðunnar, s.s. á mögulegum mann- eða dýrvistarminjum.
En hér kemur ábendingin eftirfylgjandi:
„Mundi eftir því þegar minnt var á hellafund ýtustjórans í MBL og á FERLIRsvefnum að ég átti einhverstaðar frásögn Ísólfs af dreng sem fór inn í helli þarna og var lengi að koma til baka. Svona svipaða sögu og er til um Breiðabáshellinn. Ég leitaði í öllum mínum blöðum, en ég tók upp samtal við Ísólf [á Skála] og hafði þann hátt á að skrifa svo samtalið inn á tölvu í rólegheitum. Loks fann ég viðtalið á spólu og hlustaði á það. Talið barst að hellum og Ísólfur fer að tala um Breiðabáshelli og eyðir drjúgum tíma í það að lýsa honum og talar um að efra gatið sé hátt uppi í Mosaskarði, kringlótt gat o.fl. [hér er sennileg átt við opið á Mosaskarðshelli uppi í miðju Mosaskarði].

Grafan

Þessa lýsingu Ísólfs lagði ég ekki fram þegar byrjað var að leita að Breiðabáshelli, mundi ekkert eftir henni á spólunni. Jæja, í viðtalinu fer hann að tala um að menn þurfi að hafa með sér súrefni og kaðla þegar farið er inn í hella. Ég strögglaði eitthvað varðandi súrefnisnotkun, taldi að nóg súrefni væri í hellum því ég hafði þá nýverið farið inn í Hýðið og Maístjörnuna. Þá fer hann að segja mér frá þessu atviki um strákinn sem var hjá honum og fór inn í hellinn og kom eftir langan tíma út í hálfgerðri andnauð. Hér kemur þetta orðrétt sem hann sagði, sem reyndar er ekki mikið. Ég tel mjög líklegt að þessi maður sé á lífi og ætti að vera tiltölulega auðvelt að finna hann. Vel gæti verið að Erling hefði heyrt þetta, eða jafnvel fleiri, sem voru í miklum tengslum við Ísólf: (Viðtal árið 1992 við Ísólf Guðmundsson á Ísólfsskála, afritað af segulbandi 30. maí 2006).
„Það var strákur sem var hjá mér, hann frændi minn. Það datt gat á klöpp þarna fyrir neðan húsið hjá mér, smá helvítis klöpp, og hann skreið inn í hellinn. Svo verð ég ekkert var við hann og ég fer að kalla í hann og hann ansar ekki. Andskotinn maður. Þá skreið hann þarna inn og ætlaði aldrei að koma út aftur, hann ætlaði aldrei að ná andanum. Hann gerði það ekki aftur.“

Ísólfsskáli

Erling sagðist aðspurður reka minni til að gat hafi verið við Skála. Hann væri þó ekki alveg viss. Ísólfur hafi búið í húsi því er Bergur reisti, s/a við núverandi hús. Þar við var matjurtargarður. Utan við garðinn var lítil hola, sem hægt að komast niður í. Líklega hafi verið fyllt upp í opið. Hann kvaðst myndi ræða við Guðmund Einarsson (Grindavík) eða Val Ármannsson (Keflavík), en þeir tveir frændur Ísólfs voru þeir er þarna voru lengstum.
Eftir að Erling hafði rætt við báða sagðist Guðmundur muna óljóslega eftir gatinu. Það hafi síðan verið fyllt og væri nú hluti af túninu eða jafnvel komið undir vegslóða á því. Hann taldi að þetta hefði verið lítill skúti, sem jafnvel hefði verið hægt að skríða inn í. Líklega hefði strákurinn í framangreindri sögu verið að fela sig fyrir Ísólfi, enda átti hann það til að vera helst til leiðinlegur við vinnumennina, sem hjá honum voru. Guðmundur gæti þó bent nokkurn veginn á staðinn þar sem gatið var, en leyfi landeigendafélagsins þyrfti til ef raska ætti bletti í túninu.
Ekki var talin ástæða til að leita staðfestingar á þessari sögu með kraftmiklum greftri, líkt og gert var í Draugshelli í Litlalandi í Ölfusi, en þar varð gröfturinn þó til að opinbera og staðfesta að hluta til forna þjóðsögu. Kannski væri því og þó, þrátt fyrir annað og í ljósi alls þessa, ástæða til að beita spaða á spönn í Ísólfsskálatúninu – og það fyrr en seinna. Þarna gæti leynst stærri hellir en talið er að óathuguðu máli.
Hellirinn

Hellisopið.

Brandsgjá

„Ísólfsskáli er austasta býli Staðarkirkjusóknar í Grindavík og afskekkt mjög. Jörðin er fremur lítil.
Í sóknarlýsingu séra Geirs Bachmanns 1840 er jörðin talin 16 hundruð, en í Jarðatali Johnsens er hún sögð 4,5 hundrað. Hlunnindi nokkur fylgja jörðinni. Gisli Sigurdsson-221Rekar allmiklir og allskonar og selalátur. Rjúpnaveiðar á fjalli og í hálsum og hér fyrrum allgóð hreindýraveiði kringum Móhálsa. Túnið var bæði lítið og rýrt og varð ekki fóðruð af því kýr, en fjárjörð var Skálinn talinn vera. Útibeit góð í flestum árum og fjörubeit, sem aldrei brást. En það var aldrei heiglum hent að búa á Skálanum. Hefur nú í nær heila öld búið þar sama ættin, eða ættmenn Guðmundar Hannessonar. Verður hér sagður lítill þáttur um örlög eins þeirra, Brands Guðmundsonar, og fjölskyldu hans. Haft er eftir Árna Gíslasyni sýslumanni í Krýsuvík: „Góð jörð Skálinn, þegar ekki er búið á Völlunum“ (þ. e. Vigdísarvöllum).

1899 settust að á Ísólfsskála hjónin Brandur Guðmundsson og kona hans Estíva Benediktsdóttir. Brandur var sonur Guðmundar Hannessonar er lengi bjó þar og á Vigdísarvöllum og miðkonu hans Helgu Einarsdóttur. Estíva var dóttir Benedikts Jóhannessonar, ættaðs úr Húnavatnssýslu, og Kristín ar Guðnadóttur úr Hafnarfirði, af hinni merku Veldingsætt. Estíva hafði áður verið gift Sveini Kristjánssyni söðlasmið af Vatnsleysuströnd, höfðu þau búið þar, en Sveinn drukknað í lendingu 5. 9. 1893. Áttu þau eitt barn, Sesselju, sem fædd var 1889. Börn þeirra Brands og Estívu voru: Margrét f. 20. des. 1898, Sveinn Helgi f. 9. ágúst 1905 og Kjartan f. 5. des. 1908. Þegar þau fluttu að Ísólfsskála komu þau eiginlega sitt úr hvorri áttinni. Brandur hafði þá verið í vinnumennsku í Reykjadal í Ytrihrepp, en Estíva vinnukona í Suðurkoti í Krýsuvíkurhverfi og þar er dóttir þeirra, Margrét, fædd.
Lítill vafi er á því að búið á Skálanum hefur vaxið í höndum þessara dugnaðarhjóna, þar sem hvað eina, er jörðin hafði að bjóða, mun hafa verið sótt af elju og harðfylgi. Hvert haust gekk Brandur til rjúpnaveiða. Fyrir þann afla gat hann dregið í búið allverulega til jólanna. Haustið 1911 hafði hann orðið með betra móti fengsæll, svo að í byrjun jólaföstu hugðist hann fara með rjúpu til sölu til Hafnarfjarðar. Dag nokkurn snemma bjó hann sig til ferðar, lagði reiðing á hest, móskjóttan, er hann átti, stólpagrip, en hnakk á annan, rauðstjörnóttan. Brandi voru vel kunnar leiðir um vestanverðan Reykjanesskaga.
Í þetta sinn lagði hann leið sína inn með Núphlíðarhálsi að norðan, hjá Hraunsseli og um Selvelli, Sogin, Höskuldarvelli hjá Jónsbrennum og Eldborg þvert yfir lönd Hvassahrauns og Óttarsstaða á Suðurveginn við Gvendarbrunn hjá Óttarsstaðarauðamel, og þaðan til Hafnarfjarðar. Ekki fara sögur af viðskiptum, nema hvað Brandur lagði inn rjúpuna og tók vörur út, batt í trúss og bjóst svo til heimferðar.
Brandur Guðmundsson-221Það þótti ekki tiltökumál í þá daga, að menn fengju sér tár á glas þegar farið var í kaupstað. Brandur fékk sér því á glas, til að gleðja sig og vini ef svo bæri undir, að þeir yrðu á leið hans. En meðan Brandur var í Hafnarfirði gerði mikla logndrífu seinni part dags. Brandur lagði því ekki upp fyrr en morguninn eftir. Var þá upp stytt, en hné-djúp lausamjöll yfir allt. Brandur lagði svo af stað og hélt nú suður Hraun og Vatnsleysuströnd. Segja mátti, að færðin væri hin versta.
Upp úr nóni var Brandur kominn suður í Voga. Átti hann vinum að heilsa þar, sem var Benedikt Jónsson í Suðurkoti í Vogum. Þar kom hann og var vísað til baðstofu. Eitthvað hafði Brandur dreypt á glasinu og tók það nú upp og gaf vini sínum út í kaffi. Benedikt mun ekki hafa litizt vel á veðrið, því orð hafði hann á því við Brand, að bezt væri fyrir hann að gista hjá sér og fara ekki upp eftir fyrr en morguninn eftir. Bæði væri hann búinn að fara langa leið í mikilli ófærð og það sem eftir væri leiðarinnar væri þó enn verri vegur, aðeins götuslóði á kafi í fönn. Þar við bættist, að á Skógfellavegi væru margar gjár viðsjárverðar í björtu, hvað þá þegar hagaði til eins og nú, að allar leiðir væru kæfðar í snjó. Brandur sagði sem var, að fé hans væri úti um allt og enginn til að sinna því. Svo hefði hann trausta hesta, sem þekktu leiðina og treysta mætti fullkomlega. Þá væri hann ekki óvanur ferðum og á leiðinni þekkti hann hverja þúfu og hvern hól. Ræddu þeir vinirnir þetta nokkuð, en Brandi varð ekki um þokað í ætlan sinni, að ná heim um kvöldið. Kvaddi hann svo vini sína í Suðurkoti og lagði upp í ferð, sem varð honum sannarlega örlagarík.
Skógfellavegur var um aldir alfaraleið eða þjóðleið milli Voga og Grindavíkur. Var hún talin fjögra til fimm klukkustunda lestaferð í góðu færi. Næst Vogunum er leiðin heldur ógreiðfær og eru þar margar gjár og sumar hættulegar. Fyrst er Hrafnagjá og snýr norðurbarmur hennar mót suðri. Þar suður af er svo Huldugjá, þá Holtsgjá, Litla-Aragjá og Stóra Aragjá og er hún syðst. Þar sem vegurinn liggur hefur verið hlaðið í gjárnar, en víðast hvar er hyldýpi beggja megin við. Þegar komið er yfir Stóru-Aragjá tekur við allgóður kafli allt upp að Litla-Skógfelli. Með Fellinu er leiðin heldur ógreiðfær. Þaðan og að Stóra-Skógfelli er leiðin aftur greiðfær um sléttar klappir, þar sem hesturinn hefur rutt götur í klappirnar. Gleymir enginn þeim götum, sem einu sinni hefur séð þær. Þegar suður kemur um Stóra Skógfell tekur við apalhraun og er vegurinn ruddur þar allt niður í Járngerðarstaðahverfi. Þegar haldið er í Þorkötlustaðahverfi er afleggjari neðan til í hrauninu. En ef farið er til Ísólfsskála er stefnan tekin frá Stóra-Skógfelli á Kastið, múla í Fagradalsfjalli, á leið, er þar liggur og heitir Sandakradalsvegur, allt heim á Skála.
Skogfellavegur - 221Brandur hélt nú upp úr Vogunum kl. langt gengin 6 og fór fyrst nýja veginn. Þegar kom undir Stapann lagði hann á Skógfellaveginn. Mátti segja að þegar kæmi í ljós, að þarna var umbrotafærð. Tók Brandur það ráð að láta þann móskjótta ráða ferðinni. Gekk hann svo i spor hans og teymdi hinn. Gekk nú ferðin hægt en þó hiklaust. Móskjóni þræddi slóðina og að því er virtist skeikaði honum hvergi, þrátt fyrir aðsteðjandi myrkur og umhverfið ein mjallhvít breiða, kennileitalaus óravíðátta án upphafs eða endis. Hvergi var snjórinn grynnri en í hné á hestunum og víða í kvið. Vegalengd sem farin hafði verið á klukkustund, varð nú að tveggja klukkustunda leið. Allt í einu rís upp framan við þá Brand og hestana hæðarhryggur. Móskjóni víkur þá aðeins til hægri. Mun Brandur hafa haldið hestinn vera að fara afvega og víkur honum til vinstri upp hæðarhrygginn. Er upp á hrygginn er komið og farin hefur verið um ein hestslengd gefur fönnin eftir og hesturinn tekur að síga niður. Brandur er ekki höndum seinni að grípa í baggana og kippa þeim upp af klökkunum, en hesturinn sígur meira og meira. Brandur þrífur í reiðinginn og reynir að halda hestinum uppi. Hesturinn brýst um og gerir hvað hann getur til að komast upp, en allt kemur fyrir ekki, hann sígur meira og meira, og loks er hann horfinn niður í jörðina svo að rétt sést móta fyrir höfðinu. Brandur er ekki í minnsta vafa um að hesturinn hefur fallið í gjá, og þetta er einmitt Stóra-Aragjá, syðsta gjáin á leiðinni.
Hvort sem Brandur hefur staðið þarna yfir hestinum… föllnum í gjána, lengur eða skemur, verður honum það fyrir, að hann snýr aftur til Voga að sækja sér hjálp, ef vera mætti, að hægt væri að bjarga hestinum. Leggur hann svo leið sína að Suðurkoti til vinar síns Benedikts. Brá fólkinu við að sjá Brand kominn þarna, en ekki minna er hann segir farir sínar og þær ekki sléttar, að hann hafi misst úrvalsgripinn sinn Móskjóna í Stóru-Aragjá. Bað hann vin sinn að vera sér hjálplegan og útvega menn til að bjarga hestinum upp úr gjánni, eða ef það mætti ekki takast þá að hann yrði aflífaður. Var nú skjótt brugðið við og leitað manna til ferðar. Urðu til þess þrír menn: Eyjólfur Pétursson, Þorsteinn Brynjólfsson og Baldvin Oddsson, sem einn er á lífi þessara manna og man atburð þennan ekki ver en atburð dagsins í gær. Þeir komu saman í Suðurkoti og ráðgerðu ferðina. Brandur hafði haft þann rauðstjörnótta með sér og var hann nú settur í hús.
Nú skal taka til veðurlýsingar öðru sinni. Þegar Brandur lagði í rökkurbyrjun upp frá Suðurkoti gerði níðsluslyddu. Af þessum sökum varð Brandur því nær alvotur. En ekki sakaði meðan frostlaust var. Brandur var því blautur og hrakinn er hann kom aftur að Suðurkoti. Vildu húsráðendur þá endilega, að hann færi ekki lengra heldur tæki sér gistingu. Brandur var enn ósveigjanlegur að halda ferðinni áfram. Kvað nú eina skylduna hafa bætzt við, að hann héldi áfram, að sjá hvernig Móskjóna sínum reiddi af. Og hversu hart sem að honum var lagt fór hann af stað með fyrrtöldum hjálparmönnum. Þeir þræddu nú slóðina suður, en nú hafði enn orðið breyting á veðri. Gerði heiðríkju með froststirðnanda í fyrstu, sem óx mikið er leið að miðnætti og gerði þá hörku frost.

Brandsgjá

Vörður við Brandsgjá.

Þegar þeir félagar komu á barm Stóru-Aragjár, var ekki björgulegt um að litast. Móskjóni sokkinn enn dýpra í gjána og enga björg hægt að veita. Varð það úr að hesturinn var skotinn þar sem hann var kominn. Liggja því beinin hans Móskjóna frá Skálanum á botni Stóru-Aragjár. Var því ekki um annað að gera fyrir Vogamenn en halda heim. Ekki vildi Brandur fylgja þeim hvernig sem þeir lögðu að honum. Mátti sjá að Brandur var orðinn allþrekaður og blautur og frostið harðnandi. Konan ein heima með börnin og féð um alla haga. Og þar sem ekki tjóaði Brand að letja, skildi þarna með honum og Vogamönnum. Sagðist Brandur mundi halda að Stóra-Skógfelli og þaðan taka stefnu í Sandakradal undir Fagradalsfjalli.
Í Suðurkoti var enn ljós er þeir komu þangað Vogamenn. Í vökulokin hafði annar Grindvíkingur komið að Suðurkoti, Magnús Þorláksson, frá Móum í Þorkötlustaðahverfi. Er hann heyrði um ferðir Brands og ásigkomulag allt var honum ljóst, að hann væri hjálparþurfi. Bjóst hann því til ferðar. Magnús hélt sporunum allt suður um Stóru-Aragjá. Sá hann glöggt leið Brands og hélt áfram. Þegar hann kom að svo nefndum Hálfnaðarhól er Brandur þar. Verður þeim báðum bráðlega ljóst, að Brandur er kalinn á fótum, eru fæturnir tilfinningarlausir allt að ökklum. Kom það á daginn, að Brandur hafði ekki verið sem bezt búinn í fæturna, í einum sokkum og með íslenzka skinnskó. Mun þeim félögum ekki hafa virzt annað mögulegt en reyna að halda ferðinni áfram. Gekk Magnús fyrir en Brandur í spor hans. En seint gekk ferðin, því víða voru kafhlaup. Magnús fylgdi Brandi að Hrafnahlíðum bak Sigluhálsa. Þá hafði Brandur sagt, að hann kæmist nú heim. Bað Brandur Magnús að koma við á Hrauni og fá Guðmund bróður sinn að koma og huga að fénu, en fara svo að Þorkötlustöðum og fá Hjálmar bróður sinn til að senda menn til héraðslæknisins Þorgríms Thoroddsens í Keflavík og fá ráðleggingar hjá honum um meðferð á kalinu. Magnús gerir nú þetta. Svo sögðu þau hjónin Guðmundur og Agnes á Skálanum, að það hafði verið undir fótaferðatíma sem Magnús guðaði á gluggann hjá þeim þennan morgun og sagði þeim tíðindin. Guðmundur brá þegar við og fór að Skálanum. Þetta haust hafði Guðmundur gert sér skíði úr valborðum. Brá hann þeim undir fætur sér og hélt að Skálanum. Var Brandur þá kominn í rúmið. Guðmundur fór þegar að huga að fénu, austur á Töngum, Selatöngum, og upp undir Hlíð. Hafði féð hnappað sig og var ekkert hægt fyrir það að gera eins og á stóð. Segist Guðmundur aldrei hefði komizt þessa leið hefði hann ekki haft skíðin. Hjálmar sendi þegar tvo harðfríska unga menn til Keflavíkur, þá Júlíus son sinn og Gísla Hafliðason frá Hrauni. Fóru þeir til Keflavíkur og til baka aftur samdægurs, og segist Júlíus sjaldan hafa þurft að leggja harðara að sér en í þetta skipti. Daginn eftir fór hann austur á Skála. Honum sagðist svo frá á síðastliðnu sumri, er hann var inntur eftir: Þegar ég kom að Skálanum og inn í baðstofu sat Brandur á rúmstokknum, með sængur utan um sig, en báðar fæturnar í vatni. Þá var það siður að þýða kal með köldu vatni og helzt kældu með snjó eða klaka. Ég segi það eins og það er mér lá við yfirliði. Eg gekk út, þoldi ekki að horfa upp á þetta. Á Þorláksmessudag, var Brandur fluttur til Keflavíkur og þar var hann undir læknishendi fram á fyrsta sumardag 1912. Kom þá heim örkumla maður. Allar tærnar af báðum fótum og helmingur ristanna. Skein í hælbein annars fótar bert.
Estiva - 221Þegar allar aðstæður eru athugaðar er ekkert undarlegt þó Brandur legði kapp á að komast heim. Á Skálanum er fjörubeit mikil og góð en flæðihætta um alla fjöru, heiman frá bæ um Ragnagjögur og Göngukvennabása allt austur á Selatanga. Konan með drengina tvo heima,, en þá var Margrét vestur í Járngerðarstaðahverfi í skóla. Er Margrét kom í skólann um morguninn, sá hún að eitthvað var á seyði. En hvað og hvort það snerti hana, vissi hún ekki, fyrr en skólastjórinn kallaði hana á eintal og sagði henni hvernig komið væri og nú yrði hún að fara úr skólanum til mömmu sinnar og vera henni til aðstoðar. Snemma leggjast þungar byrðar á veikar herðar og grannar. Og hvert var nú hlutverk Estívu, konunnar, með börnin 12, 6 og 3 ára? Jú, auk húsmóðursstarfanna voru gegningar fjárins. Fara upp hverja nótt og ganga á fjörur, fara út í sker hvernig sem viðraði og reka upp. Skiljandi börnin ein eftir í bænum. Hvað mundi verða um þau ef eitthvað kæmi fyrir hana á leiðinni? Enda stóð hún oft hikandi við dyrastafinn og horfði út í svarta nóttina, að fara eða fara ekki. Sama spurningin nótt eftir nótt. Barátta, hörku barátta, hverja stund, hverja nótt, hvern dag og sigur, en hver er hamingjusamur þó sigur vinnist eftir þvílíka baráttu? Þau Brandur og Estíva bjuggu á Skálanum til fardaga vorið 1912. Fluttust þá í þurrabúð að Hópi og bjuggu þar til vors 1915, að þau fluttust til Hafnarfjarðar. Þar skildu þau samvistir.
Enginn skyldi halda að sjálfsbjargarviðleitni þessa fólks væri buguð, þó allmikið blési á móti. Brandur stundaði sjó eftir sem áður og reri á opnum skipum frá Grindavík og enn var hann með beztu ræðurum, sem þar flutu. Reri hann víða um land, á Austfjörðum og Langanesi. Hann var á kútterum bæði frá Hafnarfirði og víðar og hann var með á því skipi, sem seinast sleytti kili við klappir í Dritvík, auk þess stundaði hann alla verkamannavinnu sem til féll hér í Hafnarfirði: uppi á reitum og niðri í skipum við Hafskipabryggjuna. Og Estiva átti eftir að standa við fiskþvott í mörg ár hér í Hafnarfirði eftir þetta og ganga til hverskonar starfa.
Milli þessa fólks var aldrei einu orði minnzt á þessa hrakninga. En þessi örlagasnjór mun þó hafa lagzt þungt á alla. En þau urðu afdrif hans, að hlýindi gerði rétt á eftir og leysti snjóinn allan upp. Því hefi ég gerzt langorður um þetta, að ég þekkti þetta fólk. Það var lengi hér meðal okkar Hafnfirðinga. Ungur heyrði ég frá þessu sagt og það festist mér í minni. Þegar ég svo frétti að ekki hafði verið eitt orð um þetta skrifað, þá langaði mig að safna því saman sem sannast væri um þetta og var svo lánsamur. að hitta fyrir langminnugt fólk og trútt í frásögn, sem gat frætt mig um viðburði þessa.“

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, Gísli Sigurðsson, jól 1967, bls. 7, 9 og 10.

Brandsgjá

Brandsgjá.

Ísólfsskáli
FERLIR bregst jafnan skjótlega við berist tilkynningar um áhugaverð og aðkallandi efni. Einn félaganna hafði haft spurnir að því að hellir hefði opnast við framkvæmdir við svonefndan Suðurstrandarveg austan Grindavíkur. Upplýsingarnar bárust svo til í beinu framhaldi af opinberuninni.
ÍsólfsskáliVegaframkvæmdir stóðu yfir á Suðurstrandarveginum ofan Grindavíkur, milli Hrauns og Ísólfsskála orið 2006. Þegar Arnar Helgason, stjórnandi stórrar (65 tonna) gröfu verktakans Háfells var [23. maí 2006] að grafa í Bjallarbrúnina vestan við Bólið, fyrrum fjárskjól frá Ísólfsskála, þar sem vegurinn á að liggja niður hann samhliða og austan núverandi vegstæðis, greip skóflan skyndilega í tómt. Í ljós kom að hún hafði verið rekin niður í geysistórt holrúm og stóð grafan uppi á miðju hvolfþakinu. Arnari brá skiljanlega í brún, dró þó andann djúpt og færði gröfuna varlega á örugga undirstöðu. Þarna hefði getað farið illa.
Verktakinn tilkynnti atvikið til jarðfræðings Vegagerðarinnar, sem á eftir að skoða fyrirbærið. Vegfarandi, sem leið átti þarna hjá um það leyti er jörðin opnaðist undan gröfukjaftinum, hafði þegar samband við þá er einna mestan áhuga hafa sýnt á svæðinu.
Þegar Björn Hróarsson, jarð- og hellafræðingur, og einn FERLIRsfélaganna, áhugamaður um útivist, minjar og náttúru- og jarðfræðifyrirbæri á Reykjanesskaganum, komu á vettvang skömmu eftir atvikið, blasti gímaldið við, 12-15 metra djúpt. Angar virtust liggja til norðurs og suðurs, m.a. undir núverandi vegstæði.
Gímaldið hefur myndast sem holrúm í blöndu af gjósku, jökulruðningi og sjávarmöl. Það er í jaðri móberghryggs ofan við Bjallann. Giskað er á að það hafi myndast er gos varð undir jökli er myndaði Slöguna. Risastórt klakastykki hefur þá brotnað úr jöklinum og jarðefni safnast umhverfis það. Ísstykkið hefur síðan bráðnað hægt og skilið þetta mikla holrúm eftir. Sjávarstaðan hefur þá verið þarna í brúninni. Vegna ísfargsins hefur landið legið mun lægra en nú er, en það síðan lyft sér við bráðnun jökulsins.  Einnig gæti verið um gamlan sjávarhelli að ræða, en það mun væntanlega upplýsast við nánari skoðun. Reynt var að nota arm og skóflu gröfunnar til Ísólfsskáliað koma manni til botns, en þrátt fyrir lengd hans náði hann einungis hálfa leið að botni.
Hér er að öllum líkindum um mjög sérstakt jarðfræðifyrirbæri að ræða, sennilega einstakt, jafnvel á heimsvísu. Það mun þó koma í ljós við nánari skoðun, sem væntanlega mun fara fram fljótlega. Þá þarf að taka ákvörðun um afdrif þess því það er í núverandi vegstæði.
Ekki ósvipuð myndun er á Höfðabrekkuafrétti við veginn upp í Lambaskarðshóla.
Benda má á að viðundirbúning Suðurstrandarvegar bentu félagar í Hellarannsóknarfélaginu m.a. á mikilvægi þess að vegstæðið yrði gaumgæft m.t.t. hella á svæðinu, því öruggt mætti telja að á því væru margir hellar og fleiri til viðbótar myndu koma í ljós þegar farið yrði að grafa fyrir veginum. Má segja að opinberun þessi séu sönnun þeirra orða og reyndar ekki sú fyrsta. Enn er verkið skammt á veg komið. Aðilar eru þó sammála um að vilja eiga með sér gott samstarf ef og þegar ástæða verður til eða gaumgæfa þarf eitthvað er finnst, líkt og í þessu tilviki.
Í örnefnaskrá fyrir Ísólfsskála, skráða af Ara Gíslasyni eftir heimildarmanninum Guðmundi Guðmundssyni, þáverandi bónda á Ísólfsskála, kemur m.a. eftirfrandi fram um þetta svæði og næsta nágrenni:
„Bjallinn er ofan við Ísólfsskála. Hjálmarsbjalli er fremstur. Rétt innan við bæinn skagar klapparnef fram úr Slögunni, sem heitir Skollanef. Skollahraun er suður af því. Niður af, austur af túni, út í hrauni, er klettur, sem sker sig úr að lögun og heitir Kista. [Kistan sést vel úti í Skollahrauni þegar komið er að Bjallnum eftir Ísólfsskálavegi úr vestri]. Fremst í Slögunni, rétt við túnið innanvert, er Fjárból, við alllangan hamravegg.
Vestur af Slögunni er gróðurlítið svæði, sem nefnt er Melar. Vestan við þá heitir Lágar. [Lágar eru ofan við Bjallan]. Þær eru vestan við veginn og langur grjótgarður hlaðinn þeim til varnar. Er mikið Ísólfsskálihér af slíkum görðum og víða með mjög fallegu handbragði.“
Loftur Jónsson skráði einnig örnefi á og við Ísólfsskála. Um þetta svæði segir hann: „Bjallinn er klettastallur og nær frá Hjálmarsbjalla og inn í Ból sem er undir fellinu Slögu vestast. Hæðarbunga vestan undir Slögu heitir Slögubringur. Stór klettur er þar sem Hattur heitir en er skráður á kort Grettistak.
Austan við Bólið eru smálautir sem heita Bólkvosir. Lengra austur með Slögu að sunnan, ofan við skriður, er bergstallur sem heitir Hrafnshreiður. Stórusteinar er stórgrýti sem fallið hefur hæst úr Slögu. Þar innan við er Langakvos. Upp af Löngukvos er móklettur sem kallaður er Móklettur. Fyrir austan Löngukvos er Skollanef og er nokkurs konar öxl eða klapparnef fram úr Slögu. Skollahraun er þar suður af. Í hrauninu austan við túnið er sérstæður klettur sem heitir Kista.“ Og þá erum við komin hringinn um nærsvæðið þar sem vegurinn kemur niður Bjallann vestan við Bólið.
Hér eru jafnframt tilfærð svör Ísólfs Guðmundssonar, Ísólfsskála, Grindavíkurhreppi, sem hann veitti við fyrirspurnum (ódagsettum) Örnefnastofnunar og dagsetti 20. apríl 1983 í Grindavík. Við spurningunni „Hvernig er Ból?“ svarar hann: „Hellisskúti þar sem fé var geymt í.“ Meðfylgjandi mynd er úr fjárskjólinu Ból undir Bjallnum.
Forvitnilegt verður að fylgjast með sérfræðingum er rannsaka munu gýmaldið nýopinberaða og skýringum þeirra á tilurð þess. Það mun þó kýrskýrt að þarna er um að ræða enn eina „dularperlu“ Grindavíkur, en sannlega má segja að fleiri slíkar séu enn óopinberaðar í umdæmi hennar.
[Nokkrum dögum síðar var gýmaldið fyllt og þannig gert að engu. Líkast til var það óhjákvæmilegt, bæði vegna þess að ekki var um annað vegstæði að ræða á þessum stað og auk þess var um talsvert grjóthrun að ræða úr opi þess. Því var vettvangurinn varhugaverður og beinlínis hættulegur fyrir óvana].
Framangreint efni varð einungis til vegna glöggskyggni FERLIRsfélaga og markvissra viðbragða hans – þökk sé honum. Í raun er fyrirbærið dæmigert fyrir hellamyndanir á móbergssvæðum, s.s. á Suðurlandi þar sem margir „manngerðir“ hellar ku vera.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli.

Selatangar

Farið var að Ísólfsskála og Selatöngum í fylgd Jóns Valgeirs Guðmundssonar, syni Guðmundssonar Hannessonar frá Vigdísarvöllum. Lýsing á hluta ferðarinnar fer hér á eftir.
GarðarHaldið var eftir Ísólfsskálavegi frá Hrauni. Jón benti m.a. á hvilft í vestanverðum Siglubergshálsi þar sem hann kemur í Fiskidalsfjall og nefndi hana Lyngbrekku. Hann benti og á gamla veginn, sem lagður var frá Hraunssandi, upp hálsinn og áfram áleiðis yfir að Skála. Hann sést vel ofanvert í hálsinum og áfram á milli og yfir Móklettana. Þar liggur vegurinn inn með hlíðinni uns hann liggur áleiðis norður fyrir Slögu austan við Litlaháls.
Jón sagðist muna vel eftir LM-merkinu í austanverðum Móklettum. Það var skoðað og benti Jón á merkið (ártal). Landamerkin að vestanverðu liggja úr Festisnýpu, í merkið á Móklettum og yfir í Rauðamelshól uppi á sunnanverðu Borgarfelli.
Ekið er yfir Litlaháls og þá er Lyngfjall á hægri hönd, síðan Festisfjall sunnan við það. Áður en haldið var að Ísólfsskála var farið inn í Drykkjarsteinsdal að Drykkjarsteini. Á leiðinni var farið framhjá grettistaki miklu suðvestan í Slögu, er Jón sagði heita Hattur. Jón sagði Símon Dalaskáld hafa ort fallegt kvæði um steininn, en hann er sunnan við þjóðleiðina austur að Mjöltunnuklifi og til Krýsuvíkur. Jón sagðist nú einn vera eftirlifandi þeirra, sem lögðu veginn árið 1933. Þeir hefðu þá verið fimm saman, en vegurinn hafi verið gerður að beiðni Hlínar í Krýsuvík og á hennar kostnað. Þeir hafi haft einn hest, Nasa, og einn vagn við vegagerðina.

Verkhús

Vegagerðin hafi verið tiltölulega auðveld að Méltunnuklífi, en þá hafi þeir þurft að ryðja sér braut í gegnum Leggjabrjótshraun, yfir Núpshlíðina og áfram yfir hraunið að Latfjalli. Þá hafi Ögmundarhraunið tekið við og liggur gamli vegurinn skammt norðan núverandi vegar. Við austurenda hans er komið inn á leið þá er Ögmundur lagði forðum. Gengið var að dysinni, teknir punktar og hún skoðuð. Þá var gengið spölkorn eftir gömlu leið Ögmundar. Enn sést vel móta fyrir henni í hrauninu.
Komið var að Ísólfsskála. Vestan við Huldukonustein er Bjallinn. Undir honum, þar sem hann er sléttastur og gamalt garðlag liggur að honum, voru Skálaréttir. Í þeim voru dilkar og almenningur. Þangað komu Grindvíkingar í réttir. Eftir að Borgarhraunsréttir voru hlaðnar lögðust þær af.
Á Ísólfsskála benti Jón á Gvendarvör, sem er innan í fallegu lóni utan við Nótarhól austan við túnin á Skála. Á hólnum og við hann eru mikil fiskibyrgi og þurrkgarðar frá þeim tíma er fiskur var verkaður og þurrkaður á staðnum. Jón sagði að fiskurinn hafi verið flattur eins og saltfiskur nú, hann síðan lagður inn í byrgin og þess gætt að roðið lægi saman. Þannig hafi fiskurinn verið um veturinn. Um vorið hafi hann verið tekinn og lagður á garðana uns honum var pakkað og skúturnar komu erlendis frá og sóttu hann. Þær hafi verið á legu utan við víkina, stundum margar saman. Utan við Nótarhól er Gvendarvör, eins og fyrr sagði og heitir ysta mark lónis Gvendarsker. Frá því myndast alnbogi til lands með því austanverðu og sker að vestanverðu.

Á Selatöngum

Lending var í Börubót, sem verið hafði beint neðan við bæinn. Bærinn sjálfur var þar sem nú er bílastæði vestan við græna sumarbústaðinn vestast á túninu, undir Bjallanum. Enn sést móta svolítið fyrir hleðslum hússins að hluta. Austan við veginn að bústaðnum eru einnig hleðslur gripahúsanna, en göng voru yfir í þau úr bænum. Sjóbúðin var framan og vestan við bæinn, fast við veginn að bústaðnum. Hleðslurnar sjást þar að hluta. Beint þar fyrir neðan sjóbúðina er hlið. Sjávarmegin við það, þar sem nú er sjávarkampurinn, var hlaðinn brunnur bæjarins. Kampurinn hefur gengið mikið upp síðan því tún var niður að honum allt að móts við Lambastapann, sem er austasti klettur Festisfjalls, Skálamegin. Ofan hans er Hjálmarsbjalli, nefndur eftir bróður Guðmundar. Hann ruddi svæðið ofan við bjallann, hlóð veggi og gerði þar túnblett. Norðan við húsið er stakur steinn er nefnist Huldukonusteinn. Segir sagan að huldukona hafi eitt sinn birst heimasætunni er var að leik við steininn og beðið hana um að lána sér dúkku, sem hún hafði. Heimasætian lánaði huldukonunni dúkkuna, en svo óheppilega vildi til að hún missti hana svo hún brotnaði. Varð af grátur og gnýstan tanna, en huldukonan hvarf inn í steininn.

Sjóbúð

Haldið var að “nýja” Skálahúsinu, sem byggt var 1931. Austan þess er stór steinn. Hann féll úr Bjallanum er faðir Jóns var níu vetra og lenti á höfði hans. Hlaut hann langt og mikið sá þvert yfir höfuðið svo leðrið hékk la. Varð að sækja lækni til Keflavíkur til að vinna saumaskapinn. Suðaustan við húsið, þar sem nú er grunnur, stóð Bergsstaðahúsið. Það var síðar flutt út í Þórkötlustaðahverfi og loks út í Járngerðastaðahverfi, a.m.k. hluti þess. Guðbergur Bergsson hefur búið þar. Í stefnu austur frá húsinu, ríst klettaborg úti í hrauninu. Hún nefnist Kista. Fjárbólið var uppi í klettunum norðan við bæinn. Jón sagðist muna eftir því, t.d. árið 1928, að mikið af skútum hafi verið við veiðar utan við ströndina. Hafi hann t.a.m. talið þar um 300 slíkar einn daginn. Þær voru franskar, færeyskar, danskar og hollenskar. Séð frá húsinu, í átt að Nótahól, er lágur grashóll og utan í honum hleðslur. Hann nefnist Hestagerði. Rangagerði er djúp skora utar með ströndinni og skerst hún allangt inn í bergið. Þangað komst t.d. sjómaður eitt sinn á bát sínum í vonskuverði og bjargaðist. Rangagerði varð áður fyrr austurmörk Ísólfsskála, eða eftir að bóndinn gaf Kálfatjörn rekann frá gerðinu að Dágon á Selatöngum sem sálargreiða. Í staðinn eftirlét Kálfatjörn Ísólfsskála grásleppuveiði utan við Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd. Bárður, bóndi á Skála, keypti hann til baka árið 1916 svo nú eru austurmörkin aftur í Dágon.
Þegar haldið var áfram austur Ísólfsskálaveg lýsti Jón Hrafnsskriðu undir Slögu, Stórusteinum, Lágaskarði o.fl. stöðum. Vörður tvær á hægri hönd heita Bergsvarða (nær veginum) og Bárðarvarða. Bergur, faðir Guðbergs, hlóð þá veglegri er hann sat yfir fénu þarna og vildi hafa eitthvað um að sýsla. Gil eitt á vinstri hönd er merkilegt fyrir það að í því eru drykkjarskál. Þar settist vatnið og gat fé gengið að því vísu.
Fyrsta hornið við veginn á vinstri hönd heitir Fyrsta brekka í Méltunnuklifi. Síðan tekur við Önnur brekka í Méltunnuklifi. Þangað voru kýrnar frá Skála venjulega reknar til beitar. Loks er Méltunnuklifið. Þá hafi vegurinn um klifið bæði verið mjór og svo þröngur að erfitt gat verið að kmast með hesta þar um. Gamla þjóðleiðin, sem fyrr var líst, kemur ofan af klifinu skammt norðar. Þar heitir Innsta brekka í Méltunnuklifi. Grasi gróið dalverpi er þar austanvið. Farið er í gegnu gjallgíga. þeir heita Moshólar.
Jón Guðmundsson Áður en haldið var að Selatöngum var farin gamla leiðin í gegnum Ögmundarhraun, þá er Jón og félagar ruddu á sínum tíma. Jón lýsti leiðinni og vinnunni. Verst gekk að komast í gegnum hraunhaftið skömmu áður en komið er austur fyrir hraunið. Þar er komið inn á Ögmundarleiðina og er dysin þar skammt frá. Enn má vel sjá móta fyrir hleðslum í dysinni.
Á leiðinni niður að Selatöngum lýsti Jón Eystri lestarleiðinni frá Krýsuvík, Rekagötunni eða Vestari lestarleiðinni, um Katlahraun út að Ísólfsskála. Eystri leiðin liggur með hraunkantinum, sem er handan hraunssléttunar austan vegarins. Jón sagði að þeir hefðu verið svo til allt haustið að reiða reka heim frá Selatöngum. Tanga Móri hefði stundum gert vart við sig, en vitað var að hann hafi verið vesalingur, sem orðið hafði úti þarna við tangana. Fræg er sagan af viðureign hans og Arnarfellsbónda.
Gengið var að refagildrunum vestan við Selatanga. Faðir Jóns hlóð þær á sínum tíma. Jón sagði hann hafa verið meira gefinn fyrir veiðar en búskap. Gildrunar hafði hann ekki séð í u.þ.b. hálfa öld. Gengið var eftir Vestari lestargötunni í gegnum Katlahraun og að Smíðahelli. Á leiðinni benti Jón á skarð suðvestan í Katlinum, en af því var áður tekið mið í Geitahlíðarenda – fiskimið. Jón sagði vermenn á Selatöngum stundum hafa stolist í Smíðahelli í landlegum, tekið með sér rekavið, og dundað við að smíða úr þeim ausur, spæni, tögl o.fl. Þetta hefðu þeir ekki mátt, en í hellinum gátu þeir dulist án þess að nokkur yrði þeirra var.
Jón GuðmundssonÞar sem setið var utan við hellinn í kvöldsólinni benti Jón á Langahrygg í norðri. Hann sagðist hafa verið þarna niður á Töngunum haustið 1940 er hann og bróðir hans hefðu orðið var við hvítann flekk utan í hryggnum. Þeir hafi haldið heim, en síðan farið upp á hrygginn. Þegar þangað kom hafi þeir sé líkamsparta dreifa um hlíðina og brak úr flugvél upp og niður um hana alla. Þeir hafi gengið niður til Grindavíkur til að láta vita. Þaðan hafi verið haft samband við herinn, því þarna var um ameríska flugvél að ræða með marga háttsetta innanborð. Haldið var á hrygginn í bryndreka, en það hafi verið í fyrsta og síðasta skiptið sem hann hafi ferðast með slíku farartæki.
Litið var á fjárhellinn norðan Katlahrauns. Jón sagði hann hafa verið hlaðinn um 1870 af föður hans, sem þá hafi búið á Vigdísarvöllum, vegna þess að féð hafi leitað niður í sunnanverðar Núpshlíðar og alveg niður í fjöru á Selatöngum. Eftir að faðir hans flutti að Skála komu þangað íslensk kona og fylgd hennar var Þjóðverji. Þetta var á stríðsárunum. Þau hafi beðið um húsaskjól. Guðmundur hafði slíkt ekki á lausu, en vísaði þeim á fjárskjólið. Þar dvaldi parið um tíma eð þangað til þau voru sótt þangað af Bretum.
Jón vísaði á Nótahellir vestast á Seltöngum. Þar sagði hann bændur hafa lagt nótina yfir vík, sem þar er, til að veiða selinn, sem hafi verið fjölmennur á og utan við Tangana í þá daga. Hellirinn sést vel á lágfjöru, en erfitt er að komast að honum í annan tíma. Fé leitaði stundum inn í hellinn og flæddi þá stundum inni. Þess vegna var reynt að gera gerði utan við hornið landmegin, en það fór veg allrar veraldar.
Þá var gengið um Selatangasvæðið sjálft. Það skal tekið fram að eftir gönguna sáu þátttakendur svæðið í allt öðru ljósi Sjóbúðen áður. Þarna er svo margt og merkilegt að finna að erfitt er að lýsa því stuttum texta. Þess vegna var ákveðið að nota ferðina og gera uppdrátt af svo til öllum mannvirkjum á Seltaöngum, nefna þá og staðsetja svona nokkurn veginn. Vestan við sjálfa Selatangana eru brunnurinn, þar sem vatn aldrei þraut. Ofan hans eru Brunntjarnirnar. Jón sagði að hann og bróðir hans hefðu fyllt svo til alveg upp í brunninn eftir að dauð rolla fannst ofan í honum. Hann hafi áður verið meira en mannhæða djúpur.
Vestast á Selatöngum, austur undir kletti, er hlaðið hesthúsið. Á austurveggnum eru garðarnir. Sunnan hesthússins eru búðir þær, sem síðast var hafst við í. Innst, nyrst, er eldhúsið. Sjá má ennþá hlóðarsteinana í suðausturhorni þess. Framan við eldhúsið eru tveir bálkar, svefnhús. Austan við þá er hús, sem var hluti búðanna. Í þeim var hafst við allt til ársins 1880, en þá gerði faðir hans út bát frá Selatöngum Báturinn var jafnan í Tangasundinu, sem er neðan við vestasta fiskibyrgið á hól sunnan búðanna.

Tangarnir

Að því er gengið frá búðunum um hlaðið hlið. Byrgið stendur svo til heilt. Göt eru á báðum göflum. Jón sagði þau hafa verið lyklinn að önduninni. Fiskinum hafi verið staflað líkt og á Nótarhól og þess gætt að kjötið snertist ekki. Þannig hafi hann verið um veturinn. Um vorið hafi fiskurinn verið tekinn og borinn út, þurrkaður og ýmist fluttur út í skútur eða heim. Fiskibyrgin standa sum svo til heil, bæði með húslagi og ein hringlaga. Verbúðirnar eru við fyrstu sín illa sjáanlegar, en þegar betur er að gáð, sjást þær vel. Austustu búðirnar er vestan við Selalónið, en austan þess er klettaveggur. Hann heitir Vestari Látur. Austari Látur eru þar skammt austar.
Rétt sést móta fyrir austustu búðunum, sunnan við austasta þurrkbyrgið, sem stendur þar nokkuð heillegt. Búðirnar eru vestan við hlaðinn stíg er liggur frá fiskbyrginu niður að ströndinni. Ofan byrgisins er Smiðjan í klettasprungu. Austan þess er hlaðið hringlaga fallegt fiskibyrgi.
Dágon er nær horfinn. Hann sést þó í fjöruborðinu sem lítill klettur, suðaustan við vestasta fiskibyrgið. Vestan hans er hærri klettur og annar stór uppi á bakkanum á milli þeirra og byrgisins. Á tiltölulega sléttum grágrýtisklöppunum neðan við Dágon er klappað LM, en þar voru austurmörk Ísólfsskála og Krýsuvík tók við. Áletrunin sést einungis á lágfjöru. Jón sagðist hafa ætlað að skýra fyrsta bátinn sinn Dágon, en þegar hann frétti að nafnið þýddi “djöfull” á dönsku, hafi hann hætt við það.
Neðan við það fiskibyrgi, sem er heillegast miðsvæðis, er Skiptivöllurinn, bergrani út í sjó. Þar voru áður sléttar klappir og voru þær notaðar sem skiptivöllur líkt og vellirnir við Stokkasundið í Selvogi.
Þegar gengið er til vesturs á Töngunum má t.d. sjá þurrkgarða, fiskbyrgi fremst, verbúð austan undir kletti (þeirri er lýst var áður), hesthúsið norðar, fiskibyrgi, fjögur kringlótt fiskibyrgi, íveruhús, fullt að sandi, skiptivöllinn, hús, hringlaga fiskibyrgi, fiskibyrgi, tvö sandfyllt hús, tvo hringlaga byrgi, Smiðjuna, fiskibyrgi, hús, eldhús, bálka og loks fiskibyrgi. Utar er Selalón, eins og áður sagði. (Sjá meira í bæklingi Ferðamálafélags Grindavíkur um Selatanga. Í honum er m.a. fyrrnefndur uppdráttur af Töngunum).
Veður var í einu orði sagt frábært – logn, sól og hiti.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

Ísólfsskáli

„Ísólfsskáli er þar austast við sjó [frá Grindavík]. Getur Jarðabók þess (ár 1703), að vatnsból, sem þá er grafinn brunnur, sé háskalegt bæði mönnum og skepnum, enda sjórinn þá kominn svo nærri, að hætta sé á, að brunninn fylli af möl og grjóti, og þá jafnvel hætta á, að jörðin leggist í eyði af vatnsleysi.

isolfsskali-101

Svo illa hefur þó ekki farið. En að sjórinn hefur gengið upp í brunninn og fyllt hann, má sjá á því, að séra Geir Bachmann getur þess árið 1841 (Geir Bachmann: Lýsing Grindavíkursóknar 1840—41), að mikill vatnsskortur sé á Ísólfsskála og ekki annars kostur þar en fjöruvatna og sé það vatn haft bæði til neyzlu heimilisfólks og búpenings. En fjöruvötn eru nefndar þær uppsprettur, einatt aðeins seytlur, sem koma upp fyrir neðan flóðmál og ekki er hægt að ná til nema um fjöru. Líka getur séra Geir þess, að sjór brjóti land á Ísólfsskála og sandur frá sjónum sé farinn að berast upp í selalátur jarðarinnar undir Festarfjalli og spilla þeim. Frá Ísólfsskála eru 4—5 rastir til hinnar eiginlegu Grindavíkurbyggðar, því að björg eru með sjónum, svo að ekki verður farin stytzta leið, heldur verður að fara kringum Festarfjall.“

Isolfsskali-102

„Eitt örnefni lærði jeg að minsta kosti á leiðinni frá Grindavík til Krýsuvíkur. Það er Festarfjall, rjett innan við Grindavíkurbygðina. Mjer var sagt, að það drægi nafn af því, að einhvern tíma í fyrndinni hefði verið feiknamikil fuglatekja í bjarginu framan í fjallinu, en þá var landið auðvitað ekki bygt öðrum en tröllum og landvættum. Frá þeim tíma hengi festar miklar framan í fjallinu ofan bjargið og væri ein þeirra úr gulli. Þegar jeg nálgaðist Festarfjall sá jeg undir eins festarnar og það langt til. Svo stendur á þeim, að fjallið, sem er úr fornu móbergi, hefur sprungið sundur við jarðrask einhvern tíma fyrir langa löngu og þá hefur bráðin eldleðja að neðan ollið upp í sprungurnar og storknað þar.
Isolfsskali-111Af því að þessar sprungur hafa verið mjög þröngar, eru gangarnir mjóir. Nú er sjórinn að smásverfa framan af fjallinu, og hefur verið að því síðan löngu fyrir landnámstíð. En af því að bergtegundin í sprungunum er harðari en hin, sem er í sjálfu fjallinu, slitnar hún seinna og liggja því upphleyptar bergraðir upp og ofan fjallið. Það eru festarnar. (Jón Trausti).“

– Þegar hann er einu sinni lagstur í suðvestanátt er hætt við því að útsynningurinn verði þrautseigur hérna við ströndina, segir Ísólfur Guðmundsson, bóndi á Ísólfsskála við Grindavík, er blaðamann og ljósmyndara Nýs Helgarblaðs bar þar í hlað á dögunum. Þetta voru orð að sönnu. Heimamenn hafa orðið að fresta smalamennsku í Grindavíkurfjöllum um viku tíma sökum slagveðurs og þoku.
Festarfjall-101Ísólfsskáli er um margt sérstakur. Þrátt fyrir að jörðin sé skammt austan Þórkötlustaðarhverfis í Grindavík, er yfir slæmfæran fjallveg að fara – Festarfjall – til að komast á milli. Á Ísólfsskála er austasta byggð í landi Grindavíkur og óravegur er í næsta byggt ból austur með hrjóstugri suðurströnd Reykjanesskagans.
Ísólfsskáli er eina bújörðin á Reykjanesskaganum vestan Selvogs, þar sem ábúendur hafa framfæri sitt eingöngu af landbúnaði, en þar stunda þau Ísólfur og Herta kona
hans sauðfjárbúskap með hálft annað hundrað fjár.

– Við vorum með 300 kinda kvóta. í dag er þetta ekkert orðið, enda naumt skammtað af hálfu þeirra sem fara með stjórn landbúnaðarmála. Núna höfum við aðeins leyfi fyrir 165 ærgildum og fullnýtum þann kvóta. Maður getur harla illa framfleitt sér af þessu lengur, segir Ísólfur, – en svona er þetta orðið. Bændum eru allar bjargir bannaðar. Það er engu líkara en að við Íslendingar séum að taka upp sama skömmtunarkerfið og sömu miðstýringuna og þeir þarna austantjalds hafa verið að bagsa við að leggja niður. Sér er nú hver vitleysan. –
Isolfsskali-112Nei blessaður vertu. Það hefur ekki hvarflað að mér, segir Ísólfur, þegar hann er inntur eftir því hvort honum hafi aldrei komið til hugar í kreppudansi sauðfjárræktarinnar að reyna fyrir sér í loðdýrarækt. – Enda hefur það reynst óðs manns æði fyrir flesta að leggja út í þessar nýju búgreinar.
Á sínum tíma átti minnkurinn að leysa allan vanda íslensks landbúnaðar. Síðan varð lausnarorðið refaræktin, þá kom kanínuræktin og fiskeldið og nú hafa snillingarnir fundið upp að við eigum að lifa af skógrækt, segir Ísólfur og er auðheyrilega ekki par hrifinn.
– Svo er reynt að telja manni trú um það að skógræktin geti biessast vegna þess að einu sinni hafi landið verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Þessi vitleysa tekur vart tali. Heldurðu að við fyndum ekk rætur af trjám ef svo hefur verið. Það sem menn eru að tala um að hafi verið skógur, hefur vart verið annað en venjulegt kjarr, segir Ísólfur.
Isolfsskali-113– Eftir skrifum DV að dæma er það eiginlega orðin þjóðarskömm að standa í þessu hokri. Nei, við sauðfjárbændurnir eigum ekki upp á pall í samfélaginu í dag, svo mikið er víst.
Nei, ég lét ekki ginnast. Það var einhver sérfræðingurinn sem ráðlagði mér að taka helminginn af fjárhúsunum og setja þar upp refabú. Ég væri svo vel settur hérna, skammt frá Grindavík þar sem nægt fóður fellur til frá fiskvinnslunni. Ég bað hann bara að átta sig á einu sem honum yfirsást. Yfir fjallið og til Grindavíkur, en nú eru hér hvorki hross né nautgripir. Það er því af sem áður var.
En hvað með uppblásturinn og landeyðinguna, skýtur blaðamaður inní.
– Það er ekki nóg að friða landið – það grær ekki upp sjálfkrafa. Ef ekkert er borið á sprettur ekkert. Þetta þekkjum við bændur fullvel. Ef ekki er borið á garða og bletti fer allt í órækt. Þeir hjá Landgræðslunni tala sýknt og heilagt um það að friða og friða og að girða fyrir lausagöngu búfjár.
Isolfsskali-114– Það er nú ein plágan til, segir ísólfur. – Menn eru að skrattast þetta hér um skagann og aðallega akandi vegleysur. För og skorningar eru upp um allt. Það segir sig sjálft að það er engin hollusta fólgin í því fyrir landið að um það sé ekið í mars, apríl og maí þegar gróður er hvað viðkvæmastur.
– Svo er verið að tala um ofbeit, meðan bæjarbúum þykir ekkert sjálfsagðara en andskotast eins og þeim sýnist út og upp um allt. Þegar maður minnist á þetta við þessa menn er viðkvæðið einatt: þú átt ekkert meira í landinu en við helvítið þitt. Í staðinn má ekki einu sinni kötturinn koma til þeirra svo allt ætli af göfl
unum að ganga.

Sauðkindin verður ekki ein dregin til ábyrgðar
Þegar blaðamaður beinir talinu að uppblæstri á Reykjanesskaga og spyr eins og álfur út úr hól hvort ekki sé ástæða til að koma alfarið í veg fyrir lausagöngu búfjár á skaganum, hleypur Ísólfi fyrst verulega kapp í kinn.
Isolfsskali-115– Það er ekki meiri ofbeit hér en víða annarsstaðar. Ef sauðféð er of margt, eins og alltaf er verið að tala um, þá þarf að fækka því til jafns allsstaðar á landinu. Menn eru látnir hokra við búskap víða við miklu verri skilyrði en hér, þar sem allt verður að leggja niður. Í dag er svo komið að það er eiginlega ekkert orðið eftir af skepnum á Reykjanesskaganum. Það eru eitthvað um tólf hundruð kindur á öllum Reykjanesskaganum. Áður fyrr var sauðfé hér milli tuttugu og þrjátíu þúsund og það gekk úti árið um kring. Ég minnist þess þegar ég var stráklingur, þá gengu í fjallinu hér tynr ofan um eitt hundrað hross. Á öllum kotum var hið minnsta einn hestur og ein til tvær sveitarfélaga á Suðurnesjum og íslenskir aðalverktar hafa verið að dreifa á landið lítilsháttar áburði og sá í það. Ég veit ekki betur en að austur við Strandakirkju hafi verið landgræðslugirðing í ein 60 ár. Ef eitthvað er, þá er ástand gróðurs innan þessarar girðingar verra núna en þegar var girt, enda hefur ekkert frekar verið að gert eftir að girðingin var sett upp. Uppblásturinn og landeyðingin hér stafar ekki af ofbeit. Þar er við veðráttuna að sakast. Það sjáum við skýrast þegar gerir miðsvetrarhláku. Þegar svörðurinn er frosinn og þurr og það gerir asahláku með vindbeljanda er, ekki að sökum að spyrja. 

Isolfsskali-116

Vatnselgurinn og sjávarseltan vinna þá auðveldlega á öllum gróðri. Það nægir bara að líta á suðurhlíðar Reykjanesfjallanna. Þau eru gróðurvana af þessum sökum. Svo mikið er víst að þar er ekki við sauðkindina eina að sakast, segir Ísólfur.
– Það er ekki ábætandi þegar menn eru akandi hér upp um fjöll of firnindi á torfærubílum og fjórhjólum, segir húsfrúin Herta, sem hefur ekki blandað sér til þessa í umræðurnar, enda verið önnum kafin við að taka til úr búri bakkelsi, heimabakaðar flatkökur og annað góðgæti, eins og góðra búkvenna er gjarnan siður er gesti ber að garði þessara jarðvöðla og fá birt í blöðunum.

Skotóðir bæjarbúar
En ábúendurnir á Ísólfsskála hafa orðið varir við annan og öllu óhuggulegri átroðning af hálfu þéttbýlisbúa.
– Við búum ekki afskekktara en það að hér koma menn og skjóta á allt sem hreyfist, segir Herta – og það dugar ekki til. Það hefur komið fyrir að skotið hefur verið á útihúsin og bæjarhúsið. Þannig að þið hafið verið höfð að skotspæni í eiginlegri merkingu þess orðs?
Isolfsskali-117– Já, það má segja það, segir Herta og bætir því við að eitt sumarið hafi lögreglan gert upptækar 18 byssur af skotveiðimönnum í landi Ísólfsskála.
– Öll meðferð skotvopna er óheimil hér við suðurströndina, frá Reykjanesi og allt austur að Ölfusá. Landeigendur á svæðinu tóku sig saman og bönnuðu alla skotveiði í landi þeirra. Það virðist þó koma fyrir lítið. Grimmdin er slík að fýllinn fær ekki einu sinni að vera í friði þegar hann er skríða á hreiðrin í fjallinu hér fyrir ofan, segir Ísólfur, er getur trútt um talað enda alvanur meðferð skotvopna eftir að hafa verið grenjaskytta um áraraðir.

Sjaldan bítur refur nærri greni
– Ég er búinn að vera viðloðandi þetta síðan ég var sextán eða sautján ára, segir Ísólfur um grenjaleitina.
– Það hafa verið mikil áraskipti í þessu. Sum árin vinnast mörg dýr, en færri önnur árin. í fyrra gekk grenjaskyttiríið vel. Þá náði ég 53 dýrum, en í vor hefur þetta gengið fremur illa. Það er töluvert um búref hérna á skaganum sem slapp út úr refabúinu í Krýsuvík á sínum tíma og það er alltaf talsvert um að maður nái búrtófu.
Isolfsskali-118Annars er útilokað að segja til um það hvaðan dýrin eru upprunnin. Ég veit dæmi þess að tófa sem slapp úr búinu í Krýsuvík hafi náðst austur undir Lómagnúp. Það er ekki nein smávegalengd. Hún er fljót í förum og fer hratt yfir. Hún fer þetta tuttugu og fimm til þrjátíu kílómetra í leit að æti. Eitt er víst að refur bítur aldrei nálægt greninu.
Ísólfur segist vita um ein 200 greni á Reykjanesskaga. Honum telst svo til að það þurfi að fara yfir 300 kílómetra til að komast á milli þeirra allra. – Sum grenin hef ég fundið sjálfur en vitneskju um önnur hef ég eftir tilvísun mér eldri manna.
En er skolli eins skæður og af er látið?
– Já, ef um bitdýr er að ræða. Ég hef fundið allt að tuttugu til þrjátíu lambshausa við greni. Við höfum þó náð að leggja að velli skæðustu bitdýrin. Eftir að rifflarnir komu til sögunnar varar refurinn sig ekki á því að það er hægt að skjóta hann af lengra færi en áður.
Það getur verið bölvað slark í grenjaleitum. Eg hef legið allt upp í fjóra sólarhringa úti. Skolli er bæði var um sig og getur verið ansi skæður.
Isolfsskali-119Mannfólkið getur lært margt af því að fylgjast með rebba, reyndar eins og fleiri skepnum. Það er gaman að sjá hvað yrðlingarnir eru eftirtektarsamir og vel uppaldir. Ungviðið er ekki látið komast upp með neitt múður eins og hjá okkur mannskepnunni, segir Ísólfur sem ber auðheyrilega engan kala til skolla. Ísólfur segir refinn vera afburða lyktnæman og heyra vel.
– En hann sér ekki vel. Það er orðið sáralítíð um bitdýr hérna á skaganum. Þessi refur sem er hér er aðallega í fuglinum, fýlnum og- mófuglinum og hann er ansi skæður. Núorðið sér maður varla mófugl. Það sagði mér grenjaskytta að hann hefði eitt sinn náð ref á Mosfellsheiði sem var með átján þrastarunga í kjaftinum. Refurinn er eins og ryksuga þegar því er að skipta. Hvað skyldi ísólfi finnast um þá skoðun að ástæða sé til að friða refinn?.
– Ef við friðum tófuna verður hún óviðráðanleg eins og minkurinn. Það er tómur kjánaskapur að halda þessu fram eða þá að um er að ræða fólk sem hefur engra hagsmuna að gæta við að stemma stigu við útbreiðslu rebba. Ef menn vilja friða tófuna þá eru menn um leið að kveða upp dauðadóm yfir öllu refur-101fuglalífi. Það er reyndar mikið verra að eiga við minkinn en tófuna. Minkurinn getur leynst í hrauninu. Það er eins og silunganet, hann smýgur allsstaðar í gegn. Það er minkur hérna meðfram öllum fjörum. Ég hef náð þetta einu og einu skotti. Hann hefur drepið hjá mér lömb heima við fjárhús Þannig var að ég setti tvö þriggja vikna lömb út í sól og blíðu. Seinna um daginn tek ég eftir því að annað lambið er búið að liggja hreyfingarlaust nokkra stund. Þegar ég athuga málið er það steindautt. Daginn eftir fór á sömu leið – hitt lambið liggur dautt þegar að var gáð. Herta fláði bæði lömbin og þá kom það sanna í ljós. Innanverður lærvöðvinn á þeim báðum var eins og gatasigti. Þar hafði minkurinn bitið og sogið úr lömbunum allt blóð og þrótt.

Tvítug og vegalaus
Á mæli Hertu má greina að hún er af erlendu bergi brotinn. Hún er nánar tiltekið þýsk. Við spyrjum Hertu um ástæður þess að hún er komin hingað upp.
– Ég kom til íslands árið 1949, þá um tvítugt. Ég kom hingað upp ásamr átta samlöndum mínum með togaranum Maí frá Hafnarfirði sem hafði verið í sölutúr til Cuxhaven, segir Herta, en þetta sama ár réðu Búnaðarsamtökin nokkur hundruð Þjóðverja til vinnumesku vítt og breitt um sveitir.
Isolfsskali-120– Ég er fædd í Pommern sem er austur undir pólsk
u landamærunum. Eftir stríðið var enga atvinnu að fá í Þýskalandi. Rauði herinn brenndi æskuheimili mitt og fjölskyldan hraktist til vesturhluta Þýskalands. Einn bróðir minn féll á Krímskaga, annar var í fangelsi á Krít eftir stríð og það sem eftir var af fjölskyldunni var á tvist og bast. Ég hafði því vart í nein hús að venda á þessum árum. Vissulega voru það mikil viðbrigði að koma hingað, en okkur var vel tekið. Það gerði gæfumuninn, segir Herta.

Hún segist hafa kunnað ljómandi vel við sig hér á landi. Fljótlega eftir að hún kom til landsins réði hún sig í vinnumennsku á Ísólfsskála hjá Guðmundi föður Ísólfs.
– Ég sé ekki eftir neinu. Ég held að ég gæti ekki sest aftur að í Þýskalandi eftir þetta langan tíma. Þar er allt orðið breytt frá því sem áður var þegar ég bjó þar. Þeir tímar koma reyndar stundum að maður hugsar heim til æskustöðvanna með ljúfsárum söknuði, en það nær ekkert lengra. Hér á ég heima. Ég hef enga ástæðu til að sýta mitt hlutskipti í lífinu, segir Herta.
– Í fyrra voru liðin fjörutíu ár frá því að við komum hingað upp. Við ætluðum að hittast og halda sameiginlegan gleðskap, en vegna heyanna og rysjótts tíðarfars varð ekkert úr, segir Herta aðspurð hvort Þjóðverjarnir sem komu hingað 1949 og eru enn búsettir hér á landi haldi hópinn.

Ekki á færi amlóða
Isolfsskali-121Ísólfur er fæddur og uppalinn á Ísólfsskála. Hann tók við búi af föður sínum, en þar á undan hafði afi Ísólfs búið á jörðinni eftir að hann fluttist frá Vígdísarvöllum.
– Afi var þrígiftur og átti aðeins þrjátíu og þrjú börn, þar af eitt á milli kvenna. Hann var heljarmenni að burðum. Hann var mikil hreindýraskytta og hann lá einnig á grenjum þegar svo bar við, segir Ísólfur. Þar á meðal segir Ísólfur eftirfarandi hreystisögu af afa sínum, sem honum hefur auðheyrilega fundist mikið til koma.
– Sjáðu þennan stein sem liggur hérna á flötinni fyrir utan stofugluggann. Hann er ekki nein smásmíði og það er ekki fyrir hvern sem er að taka hann upp. Ég er ekki að segja að þú sért neinn amlóði, en þennan stein tvíhenti gamli maðurinn á loft kominn vel á efri ár.
Tildrög þessa voru þau að pabbi sem var níu ára, að mig minnir, var að leika sér upp við rétt hérna undir fellinu sem verið var að hlaða. Afi var með kindur í réttinni sem hann kannaðist ekki við markið á. Hann biður pabba að gæta kindanna meðan hann skjótist heim í bæ til að sækja markabókina.
Isolfsskali-122Pabbi var eitthvað að rjátla vi
ð grjót undir hamraveggnum og allt í einu veit hann ekki meira af sér. Það hafði hrunið fylla ofan á hann. Piltungur sem var þarna líka, hleypur þá heim í bæ og hrópar: „Hann Gvendur er dauður“. Afi rauk í snarhasti upp eftir og tínir ofan af pabba grjótið og þar á meðal þennan stein. Pabbi fór illa. Höfuðleðrið rifnaði og hann tvíbrotnaði á öðrum handlegg. Þegar afi er að bera drenginn sinn inn um bæjardyrnar rekst hann í dyrastafinn og við það rankar lagsi við og öskrar: „Ætlarðu að drepa mig?“, en þá hafði brotið gengið út í vöðvann og strákur komist til meðvitundar út af sáraukanum. Á þessum tíma var næsti læknir í Keflavík. Afi reið í hendingskasti þangað til að sækja Þorgrím Þórðarson sem þá var þar þjónandi læknir. Þorgrímur saumaði ein 18 spor í höfuðið á pabba og spelkaði handlegginn. Eftir þriggja vikna tvísýna legu var pabbi kominn algóður á fætur sem má heita hreinasta kraftaverk. Pabbi sagði mér síðar að honum hefði ekki farið að batna fyrr en eftir að sér hafi fundist að til hans kæmi kona sem bæði hann að koma með sér, sem hann neitaði.

Líkið á Selatöngum
Selatangar-501Efir þessa sögu Ísólfs berst talið að dulrænum fyrirbærum og dulargáfum.
– Eg get ekki neitað því, segir Ísólfur þegar hann er inntur eftir því hvort hann verði var við svipi og dularfull fyrirbrigði í fámenninu.
– Það er ekki svo að skilja að hér sé eitthvað illt á kreiki, bætir hann við. Herta segist aftur ámóti aldrei verða vör við neitt  þótt hún gjarnan vildi.
– Ég skal segja þér eina sanna sögu. Er ég var 14 ára var ég sendur einhvern tíma í maí austur á Selatanga að sækja þangað dauða rollu sem hafði flætt. Eg fór ríðandi flóðfarið og er ég var kominn austur ríð ég þar fram á lík í flæðarmálinu, sem síðar reyndist vera af sjómanni af togara sem fórst við Eyrarbakka í marsmánuði. Ég varð skelkaður mjög en tek þó rolluna og held heim. Ég segi pabba strax frá því að ég hafi fundið dauðann mann. „Þvæla er þetta í þér drengur“, segir pabbi og vill í engu sinna málinu. Eftir miklar fortölur, fellst hann þó á að fara út að Selatöngum, en segist ætla að hlusta á kvöldfréttirnar í Selatangar-502útvarpinu fyrst. Þegar hann ætlar að kveikja á útvarpinu, snýst takkinn laus. Eftir að hann hafði fullvissað sig um það að útvarpið væri bilað og hann fengi ekkert hljóð út tækinu, afréð hann að skreppa með mér austur eftir. Þegar þangað var komið var farið að flæða undir líkið. Við bárum það upp úr flæðarmálinu og bjuggum um það. Líkið var síðan sótt daginn eftir og flutt til Grindavíkur. Þegar heim var komið um kvöldið fer pabbi aftur að fikta í útvarpinu og það er alveg sama, engu tauti var við það komandi. En viti menn næsta dag var allt í lagi með útvarpið. Hefðum við farið að hlusta á fréttirnar hefði flætt undir líkið og það tekið út, segir Ísólfur.
– Það hefur aldrei hvarflað að mér að bregða búi. Sagt er að þangað sæki klárinn sem hann er kvaldastur. Ætli það eigi ekki við um okur mennina líka. Við hímum flest þar sem við erum niðurkomin mestan part af okkar hundsævi, segir Ísólfur. Hvað skyldi nú ver
ða um Ísólfsskála í framtíðinni þegar þau ísólfur og Herta verða að láta af búskap fyrir aldurs sakir? Þau segjast engar áhyggjur hafa af jörðinni. Öllu verra sé að segja til um það hvort hún muni haldast áfram í byggð.

Hraun-501– Haft hefur verið eftir Einari Benediktssyni, stórskáldi, er átti Vatnsenda og fleiri stórbýli, að allar þær jarðir sem liggja nærri þéttbýli verða fyrr eða síðar gullnáma. En þegar Ísólfsskáli hækkar í verði verðum við náttúrulega margdauð, segir Ísólfur.“
Við þetta má bæta skemmtilegri sögu af nágrönnum Ísólfs; Manna  (Gamalíel) á Stað og Magnúsi á Hrauni: „Ég var 19 ára 1948. Það sumarið vann ég á jarðýtu er ryðja átti og breikka götuna frá Grindavík að Reykjanesvita. Farið var ofan í gömlu götuna, eins og hún hafði legið. Ég átti að gista á Stað þennan tíma. Einn daginn man ég eftir því að Manni og Magnús komu saman að Stað úr tófuleiðangri. Magnús var með yrðling í einum poka og dauða kollu í öðrum. Svo óheppilega vildi til að hrepsstjórinn kom í heimsókn á þessum tíma – akandi. Hann bauð Magnúsi far austur eftir að heimsókn lokinni, en hann færðist undan. Þegar hann loks þáði farið tók Magnús annan pokann, en ætlaði að skilja hinn eftir. Húsfreyjan á Stað varð hins vegar var við gleymskuna og rétti Magnúsi pokann svo nú ekkert aðkomið yrði þar eftir. Þetta bjargaðist þó þar sem hreppsstjórinn virtist ekki vera meðvitaður um pokakolluna í farangrinum, meðvitað eða ómeðvitað (Sigurður K. Eiríksson frá Norðurkoti – munnleg heimild 2012).
Hreimildir m.a.:

-Lesbók Morgunblaðsins 6. nóv. 1949, bls. 508.
-Náttúrufræðingurinn, 17. árg. 1947, 1. tbl., bls. 42-43.
-Þjóðviljinn 20. júlí 1990, bls. 15-16.
-Sigurður K. Eiríksson frá Norðurkoti í Fuglavíkurhverfi, f: 1929.

Isolfsskali-106