Færslur

Kolviðarhóll

Í Fréttabréfi Ættfræðingafélagsins 2021 tók Guðfinna Ragnasdóttir m.a. saman eftirfarandi fróðleik um Kolviðarhól:

Fréttabréf Ættfræðingafélagsins 2022

Fréttabréf Ættfræðingafélagsins 2022.

“Þegar farið var forðum úr Árnessýslu vestur yfir heiðar, var lengst af um þrjár leiðir að velja. Syðsta leiðin var yfir Grindaskörð, milli Selvogs og Hafnarfjarðar. Miðleiðin var yfir Ólafsskarð, sem lá austan Geitafells í Þrengslum, en lang algengast var að fara yfir Hellisheiðina. Sú leið er um 35 km og var talin tæp þingmannaleið. Þar má enn sjá götur sem járnslegnir hesthófarnir hafa markað í hraunið, sumar svo djúpar að þær ná manni í ökla, eða allt að 20 sm. Enginn veit hvenær fyrst voru hlaðnar vörður yfir Hellisheiðina, en þeirra er fyrr getið 1703. Gamli þjóðvegurinn sker núverandi þjóðveg og það er gaman að hugsa til þess að stór hluti af þessari gömlu leið er enn varðaður. Oftast voru 60-80 faðmar á milli varðanna, eða 115-150 m.

Margir kunna vísuna um vörðurnar og hlutverk þeirra:

Kerling ein á kletti sat
kletta byggði stræti.
Veginn öllum vísað gat
var þó kyrr í sæti.

Hellukofinn

Hellukofinn.

Á Hellisheiðinni mun ekki hafa verið neitt húsaskjól að finna fyrr en 1830, þegar Þórður bóndi á Tannastöðum í Ölfusi hlóð byrgi eða kofa uppi á heiðinni, sem enn stendur, og við þekkjum sem Hellkofann. Hann er mikil listasmíð og enn í besta ástandi. Hann er eins og nafnið gefur til kynna alfarið byggður úr hraunhellum og er þakið einnig stór hraunhella. hann er tæpir tveir m á hvorn veg og tveir m til lofts. Þar geta 4-5 menn sofið. Hann mun hafa verið byggður á svipuðum stað og gamla “Biskupsvarðan”. Hún var ævafornt mannvirki, um sex fet á hæð, krosshlaðin, þannig að menn og hestar gætu fengið skjól fyrir vindum úr nær öllum áttum. Biskupsvarðan stóð fram á 19. öld, en ehnni var ekki haldið við, og var svo notuð til þess að byggja Hellukofann. hann var friðaður 1. jan. 1990.

Draugatjörn

Draugatjörn – sæluhúsið.

Elsta heimild um sæluhúskofa í námunda við Kolviðarhól er eftir Hálfdán Jónsson lögréttumann, í lýsingu Ölfushrepps frá 1703. Þar er minnst á sæluhús á Hvannavöllum (nú Bolavöllum) og segir þar svo:

“Á norðanverðum Hvannavöllum, stendur sæluhús (ei langt frá veginum) svokallað, hverju allt til þessa tíma Ölvesbyggjarar hafa uppi haldið, vegfarandi fólki harla nauðsynlegt á vetrartímum til innivistar, er og lofsvert að þetta sæluhús ei niður falli.”

Draugatjörn

Draugatjörn – sæluhúsatóft.

Þetta hús stóð í nánd við Húsmúla og gæti það örnefni bent til þess að þar hafi hús staðið allt frá fyrtu öldum byggðar og verið ævafornt ferðamannaskýli. Þetta sæluhús var um einn og hálfan km norðvestan við Kolviðarhól.

Sveinn Pálsson náttúrufræðingur minnist á þetta sæluhús, átt í öld síðar, árið 1873, og segir að margir hafi dáið í þessum kofa, örmagna af hungri og kulda.

Grjótbálkur og gluggabora

Draugatjörn

Draugatjörn – sæluhúsatóft.

Jón Vídalín lýsir smæð manna í skammdegismyrkri og hríðarkófi vel í vísu sinni:

Fyrir þreyttum ferðasegg
fölskvast ljósin brúna,
ráði guð fyrir odd og egg,
ekki rata ég núna.

Skammt frá kofanum var dálítil tjörn, nefnd Draugatjörn, og töldu margir svo reimt í kofanum að þar væri naumast vært. Frægar eru lýsingar Nesjavalla-Gríms Þorleifssonar sem hitti þar mann sem tók ofan hausinn fyrir honum og hvarf svo!

Mosfellsheiði

Sæluhúsið í Moldarbrekkum á Mosfellsheiði 1896 – Daniel Bruun. Sæluhúsið við Húsmúla var frá svipuðum tíma.

Þótt Draugatjarnarkofinn væri ísköld og ömurleg vistarvera, var hann þó sá skúti sem betri var en úti. Lengdin að innanverðu var aðeins 2.5 m og breiddin 1.5 m. Við annað gaflhlaðið var hlaðinn grjótbálkur, mýktur með torfi. Yfir dyrum var lítil gluggabora með gleri. Tóftin er enn sýnileg austan Draugatjarnar, á hrauntungu sem þrengir að Bolavöllum og nær norður undir Húsmúla. þarna fundust merkar minjar við fornleifagröft 1958, m.a. járn af reku, til að moka snjó, járnfleygur, til að gera vök á tjarnarísinn. flatsteinn til að kveikja á eldspýtu og blátt bóluglas undir brjóstbirtu. Allir þessir munir eru varðveittir á Byggðasafni Árnesinga.

Húsið á Hólnum

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll – sæluhúsið 1844.

Þar kom að mönnum þótti litli kofinn undir Húshólmanum ófullnægjandi og hafist var handa um söfnun fyrir nýju húsi. Það var svo árið 1844 að reist var sæluhús á hólnum undir Hellisskarði, en svo nefnist skarðið ofan af heiðinni vestanverðri við Kolviðarhól. Þar var þá engin búseta eða eftirlitsmaður. Kolviðarhóll þótti ákjósanlegur staður, en þó var vatnsskortur þar viðloðandi lengi. Hóllinn er heitinn eftir Kolviði sem bjó á Elliðavatni, en var drepinn við Kolviðarhól af Búa Andríðarsyni, eins og segir í Kjalnesingasögu. Til gamans má geta þess að Ólafur Árnason, einn gestgjafanna á Hólnum löngu síðar, skírði son sinn Búa Kolvið.

Kolviðarhóll.Nýja sæluhúsið var timburhús sem stóð á álnardúpri grjóttótt með hellugrjóti á gólfi. Í húsinu gátu gist 24 menn á loftinu og 16 hestar lausar niðri. Þetta þótti gríðarleg framkvæmd og húsið var svo griðastaður ferðalanga yfir Svínahraun og Hellisheiði á fjórða áratug, en um 1855 var það rifið.

Um 1878 var vegur lagður yfir Svínahraun og um Hellisheiðina og kambana um 1880. Þar var mikil samgöngubót, þótt vegurinn yfir hraunið þætti lengi grýttur og hrjúfur.

Söfnun og draumar
KolviðarhóllUm 1870 var sæluhúsið orðið mjög lélegt og hafist var handa um að safna fé til byggingar nýs húss. Þá var það enginn annar en Sigurður Guðmundsson málari sem var hvatamaður að söfnun fyrir nýju húsi. Hann sá fyrir sér veitingahús sem gæti fullnægt flestum þörfum ferðamanna. Hreyfði hann því á fundi í Kveldfélaginu 1871 og lagði þar fram teikningar af húsi. Á miðju þakinu átti að vera turn með gluggum og í gluggunum átti að loga ljós. Blása átti í lúðra þriðja hvern tíma til þess að vísa mönnum veginn og hundar áttu að vera til taks við leit að mönnum. Aldrei sá hann þann draum sinn rætast, því hann lést 1874, þrem árum áður en nýtt hús reis á Kolviðarhóli.

Hellisheiði

Hellisheiði – vörðuð leiðin.

Bændur austanfjalls, sem mest mæddi á, gáfu flestir eina krónu og stórbændur tíu krónur. Söfnunin gekk þó hægt. Að lokum fengust þó eitt þúsund krónur úr Landsjóði og árið 1877 reis nýtt sæluhús á Hólnum og sértakur sæluhúsvörður var ráðinn.

Klukkan góða

Kolviðarhóll

Á Kolviðarhóli var fyrst reist sæluhús 1844. Sigurður Guðmundsson málari var hvatamaður að söfnun fyrir nýju húsi á Kolviðarhóli 1870. Þar vildi hann hafa ljós í gluggum, lúðra sem blésu og hunda sem leituðu manna. Þótt draumur Sigurðar málra um lúðrana rættust ekki, þá var í nýja sæluhúsinu þessi koparklukka, sem hring var í dimmviðrum, vegfarendum til leiðbeiningar heim á Hólinn. Varð hún mörgum til bjargar. Hún hringdi frá 1885 allt til ársins 1907, var geymd á Hólnum, týndist svo í 30 ár. 1927-1957, fannst þá af tilviljun og er geymd á Byggðasafni Árnesinga á Eyrabakka.

Þótt draumur Sigurðar málara um lúðrana rættust ekki þá var í þessu sæluhúsi klukka sem hringt var í vondum veðrum til þess að vísa mönnum á húsið. varð hún mörgum til bjargar. Hún hringdi allt fram til ársins 1907, var þá geymd á Hólnum, týndist svo í 30 ár, 1927-1957, og fannst þá af tilviljun og er nú geymd á Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka.

Lengst af voru flestir sem komu yfir heiðina gangandi eða ríðandi, margir með lausa hesta eða taglhnýtta í lest, oftast með bagga. Þannig gekk það uns hestvagnatómabilið hófst. Þá var ekki lengur hægt að fara brattan stíginn upp og niður Hellisskarðið, ofan Kolviðarhóls, heldur var þá rudd braut suður með Reykjafelli og upp á Hellisheiðina um Hveradalabrekkur.

Koparklukkan; barmavídd 24.0 cm og hæð 24.0 cm, þyngd 7.8 kg. Hún var notuð í gamla sæluhúsinu á Kolviðarhóli og hringt í dimmviðrum, vegfarendum til leiðbeiningar heim á Hólinn. Hún var sett þar upp 1885 og tekin niður mörgum áratugum seinna, en þó lengi geymd á Hólnum, uns hún hvarf þaðan og enginn vissi um hana. Skúli Helgason hélt uppi spurnum um hana um skeið og til ellefu manna var leitað upplýsinga, uns hún kom loksins fram hjá Jóni Sigurðssyni smið á Laugavegi 54 í Reykjavík. Hún hafði þá legið lengi í járnhrúgu í smiðju hans. Einhvern tíma hafði verið komið með klukkuna til Jóns og hún boðin sem brotakopar til bræðslu.

Kolviðarhóll

Koparklukkan, varðveitt í Byggðasafni Árnesinga.

Jón keypti hana en tímdi ekki að bræða hana. Þá falaði bóndi ofan úr Borgarfirði klukkuna og vildi fá hana við heimagrafreit hjá sér. “En ég hummaði það fram af mér”, sagði Jón. Og á síðustu árum var hún geymd, uns Jón var spurður um gripinn. Þá rifjaðist allt upp. Kólfinn vantaði í klukkuna og smíðaði Jón hann sjálfur, þá orðinn áttatíu og sex ára. Renndi hann í rennibekk sínum og gaf klukkuna síðan til Byggðasafns Árnesinga þar sem Skúli var lengi safnvörður. Mælti þá “Það er mikið að hún skyldi ekki vera glötuð fyrir fullt og allt. það er eins og það hafi verið yfir henni einhver hulinn verndarkraftur”.

Gestgjafarnir
EbeneserÁ Kolviðarhóli var búið í 75 ár. Ebeneser Guðmundsson, gullsmiður, var fyrsti gestgjafinn sem var búsettur á Hólnum, stundum kallaður sæluhúsvörður. Hann var aðeins í hálft annað ár. Með honum var kona hans Sesselja Ólafsdóttir. Eftir henni er haft að hvergi hafi henni liðið verr en á Kolviðarhóli, þar hefði hún þolað bæði hungur og kulda. Þau hjónin þóttu bæði gestrisin og greiðvikin og það oftast um efni fram. Af hjónunum tóku við, árið 1880, Ólafur Árnason og Málfríður Jónsdóttir til 1883.

Þriðji gestgjafinn var Sigurbjörn Guðleifsson og kona hans Soffía Sveinsdóttir, en hún var dóttir Hallberu gestgjafa í Lækjarbotnum, svo hún var svæðinu kunnug.

Kolviðarhóll - Guðni og Margrét

Guðni Þorbergsson og Margrét Jónsdóttir.

Þau héldu aðeins út í þrettán mánuði. 1883-1895 eru gestgjafar Jón Jónsson og Kristín Daníelsdóttir, síðan dóttir þeirra Margrét og Guðni Þorbergsson maður hennar, 1895 til 1906. Þá tóku við Sigurður Daníelsson og Valgerður Þórðardóttir, fólk sem allir Sunnlendingar þekktu eða könnuðust við. Þau urðu síðustu gestgjafarnir á Hólnum.

Þegar Margrét og Guðni tóku við gestgjafahlutverkinu 1895 var nýtt tímabil í samgöngum og hestvagnaöld gengin í garð.
Gamla húsið á Hólnum var nú orðið allt og lítið og um aldamótin 1900 byggði Guðni nýtt íbúðar- og gistihús við hlið hins eldra. Það var allt úr timbri, en kjallari var út steinsteypu.
Guðni ræktaði tún og fékk að gera Kolviðarhól að bújörð í Ölfushreppi, og var svo til 1936.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll um 1900.

Endalokin
KolviðarhóllEn allt tekur enda, tímarnir breytast, þörfin fyrir athvarf og skjól gegn veðri og vindum er ekki lengur fyrir hendi, vegurinn austur yfir fjall liggur ekki lengur fram hjá, Sigurður dáinn og Valgerður eldist.

Árið 1970, eftir margra ára niðurlægingu staðarins, moluðu stórvirkar vinnuvélar niður sköpunarverk Guðjóns Samúelssonar, með burstunum þrem, á Kolviðarhóli. Allt sem minnir á fortíðina er horfið, gamla koparklukkan löngu hætt að hringja og ísa mönnum veginn, en milli gufustrókanna glittir í lítið leiði, leiði þar sem síðustu gestgjafarnir á Hólnum fengu sína hinstu hvílu, að loknu ómetanlegu dagsverki. Aðeins sagan er eftir, saga merkrar starfsemi á nokkrum gulnuðum blöðum.”

Heimild:
-Fréttabréf Ættfræðingafélagsins, 3. tbl. 39. árg., sept. 2021, Kolviðarhóll – Guðfinna Ragnarsdóttir tók saman, bls. 3-10.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll 1940.

Konungsvegurinn

Í fornleifaskráningu Kristins Magnússonar frá árinu 2008 er m.a. fjallað um Eiríksbrú; vegagerð um Hellisheiði fyrir 1880:

Kambar

Núverandi vegur um Kamba.

“Árið 1875 voru sett lög um vegi á alþingi. Landssjóður átti að sjá um og annast útgjöld af vegum sem lágu milli byggða og sýslna. Vegur var lagður um Svínahraun á árunum 1877 og 1888. Í reglugerð var sagt að að vegurinn skyldi vera 10 feta breiður (3,13 m), upphlaðinn og púkkaður með grjóti. Lestir áttu að geta mæst á veginum en hestvagnaumferð var ekki höfð í huga við hönnun hans. Eiríkur Ásmundsson frá Grjótá sá um vegagerðina. Hann tók einnig að sér að leggja veg um Kamba árið 1879.

Hellisheiðarvegur

Eiríksvegur ofan Hveragerðis.

Vegurinn um Kamba þótti of brattur og því lítið notaður. 15 árum síðar var lagður annar vegur um Kambana. Árið 1880 hélt Eiríkur áfram vegagerð og lagði þá veginn vestur yfir eystri hluta Hellisheiðar. Þessi vegur var um 4-5 km, beinn og vel gerður. Vegurinn var kenndur við hann og kallaður Eiríksbrú.”

Samkvæmt heimildarmanni, Birni Pálssyni, má finna leifar hestaskjóls suðaustan undir þjóðvegi 1 og sunnan Eiríksbrúar og gömlu þjóðgötunnar. Hestaskjól þetta var notað þegar Eiríksbrú var gerð árið 1879.

Eiríksbrú

Eiríksbrú (Eiríksvegur) á Hellisheiði.

Vegurinn var víða upphlaðinn og púkkaður með grjóti, um 2-3 m breiður. Leifar hans eru sýnilegar á nokkrum stöðum á heiðinni og í Kömbum. Kafli vegarins sem varðveittur er á háheiðinni.

Grjóthlaðin tóft er um 50 m suðaustan undir núverandi þjóðvegi ofan við Hamarinn og er hér líklega um hestaskjólið eða aðhaldið sem Björn Pálsson nefnir. Það er byggt úr hraungrýti ofan á litlum hraunhól, um 19,8m x 9,3 m að stærð og liggur sem næst A-V. Inngangur hefur verið við vesturenda tóftarinnar. Mosavaxin að mestu að austanverðu en hleðslan er sýnileg að vestanverðu. Lyngvaxnir móar í kring.

Hveragerði

Eiríksvegur ofan Hveragerðis – lagður um 1880.

Enn eru varðveittir kaflar af þessum vegi. Einna heillegasti kaflinn er neðan við Kambana í landi Hveragerðis. Verndargildi vegarins felst ekki hvað minnst í því að hann er sennilega með fyrstu vegum á Íslandi sem byggður er samkvæmt forskrift en í reglugerð sem gefin var út um veginn var sagt að hann skyldi vera 10 feta breiður, upphlaðinn og púkkaður með grjóti. Þannig er hann einmitt gerður á þeim stöðum þar sem enn má sjá leifar hans.

“Vegir hafa legið yfir Hellisheiði frá ómunatíð. Gata lá upp Kamba, yfir Hurðará og í stefnu á Gíga ofan við Hellisskarð. Í klöppum á þeirri leið eru víða djúpar götur, gengnar á liðnum öldum. Síðar var lagður upphlaðinn vegur, kenndur við Eirík í Grjóta, sömu leið.”
“Það mun hafa verið nálægt 1880-1881, að Eiríkur Ásmundsson í Grjóta […] lagði steinilagðan veg um Kamba, yfir allar hæðir og lautir, svo að hann yrði þráðbeinn.

Eiríksvegur

Eiríksvegur ofan Hveragerðis 2009.

Vegna brattans víðast hvar og þess, að ekkert var borið ofan í veg þennan, var hann sjaldan eða aldrei farinn, en sumarið 1894 var upphleypti vegurinn yfir Kamba lagður, og var hann krókóttur mjög og aðeins ætlaður gangandi mönnum og ríðandi, svo og vagnhestum […]. Eystri hluti vegarins yfir Hellisheiði var lagður sama árið sem Kambavegurinn […] en vegurinn yfir vestari hluta heiðarinnar var lagður árið áður […].”

“Frá stóru vörðunni á Efra-Skarði lá leiðin til austurs um greiðfært hraun. Þar má sjá götu, sem grjótið hefur verið týnt úr og beinan upphlaðinn veg, þann fyrsta sem lagður var á Hellisheiði. Sá vegur mun hafa verið lagður árið 1879 og kallaður Eiríksvegur. Kenndur við verkstjórann, Eirík Ásmundsson frá Grjótá. Bílaslóðin sunnan fyrir Reykjafell liggur yfir gömlu götuna hjá litlum Gíghól…

Hellisheiði

Hellisheiði – vörðuð leiðin.

Vörðurnar standa sig vel, flestar, og eru 18 vörður frá gíghólnum og austur á Syðri-Þrívörðu. Þar kemur hraunbrún, sem liggur þvert á leiðina. Á brúninni norðan götunnar stendur gamalt sæluhús … Niður af hraunbrúninni liggur sniðgata og enn er helluhraun með sporuðum klöppum. Næsti áfangi er önnur hraunbrún. Sú er nefnd Eystri Þrívörður. Þar var talin hálfnuð leið yfir Hellisheiði. Þá tekur við ósléttara hraun, sunnan við apalhraunið. Þar er greinileg gata og hefur hún gróið grasi. Þegar nálgast austurbrúnina beygir hún til suðurs, vestan við Hurðarásinn, sem gamli bílvegurinn lá yfir. Síðan gegnum skarð sunnan á ásnum…

Eiríksvegur

Hestakjól við Eiríksveg á sunnanverði Hellisheiði.

Síðan lá leiðin eftir vatnsfarvegi niður á Kambabrúnina … Síðan lá leiðin um sniðgötu niður Kambabrúnina, skammt ofan við gamla þjóðveginn, sem bíllinn notaði. Greinileg gata liggur niður Kambabrekkuna, gróin grasi. Síðan lá leiðin um melinn, sunnan Hamarsins.”
“Framhald [vegar Eiríks í Grjóta um Svínahraun, [b. 1877-78], lá upp um Hellisskarð fyrir ofan Kolviðarhól; þar er enn (1973) efst í skarðinu lítt hrunin hleðslan í vegköntunum. Hellisskarðsvegur var ekki vagnfær, til þess var hann of brattur… .
Næst á dagskrá á Suðurlandsvegi var að leggja Kamba- og Hellisheiðarveg. Eiríkur frá Grjóta tók þá vegagerð að sér og gefur þann veg enn að líta ef vel er skoðað í Kömbum.

Kambar

Kambar – vegir og leiðir frá mismunandi tímum.

Er skemmst frá því verki að segja, að Kambavegur var lagður 1879 og var svo brattur að hann þótti lítt nothæfur og var ekki mikið farinn þau 15 ár sem liðu, þar til næst var lagður vegur um Kamba. 1880 hélt Eiríkur áfram vegarlagningu og lagði nú veginn vestur yfir eystri hluta Hellisheiðar; allt til þess er kom á helluhraunið sem var greiðfærara. Lengd þess vegar var um 4-5 km og var hann þráðbeinn og allvel gerður og er enn vel sýnilegur…

Svínahraun

Vagnvegurinn um Svínahraun.

Kunnáttuleysi í vegagerð og vantrú á notkun og framtíð vagna olli því, að vegirnir voru lagður á þann hátt, að þeir útilokuðu þann möguleika að menn hæfu vagnferðir eftir þeim… . Til þess var brattinn í Hellisskarði og Kömbunum of mikill og einnig vantaði akfæran veg frá Reykjavík upp að Svínahrauni.”

Eftirfarandi ábending kom við deiliskipulag Hveragerðisbæjar vegna skipulags byggðar í Kambalandi:
“Það eru ekki allir sem vita að Hveragerði hefur verið í þjóðleið frá því að land byggðist, þó að þéttbýli hér sé ekki eldra en 90 ára.

Svínahraun

Forna gatan um Svínahraun.

Vestast í sveitarfélaginu, undir Kömbunum, er að finna leifar af þremur kynslóðum af þjóðvegum. Með þeim þjóðvegi sem nú liggur um Kamba er því að finna á litlu svæði fjórar kynslóðir af þjóðvegum allt frá landnámi. Mér finnst mikilvægt að við höldum þessum minjum til haga og skipuleggjum byggðina í Kambalandi þannig að sýnishorn þessara þjóðvega fái að njóta sín og vera hluti af skipulaginu. Samkvæmt núverandi skipulagi er aðeins gert ráð fyrir að mjög lítill hluti þessara minja verði varðveittar.

Kambar

Mynd; skipulag – “Hér fyrir neðan er mynd af skipulagi Kambalands þar sem ég er búinn að merkja inn þessar mannvistarleifar, nr. 1-3 og svo eru ljósmyndir af minjunum, sem sjást kannski ekki mjög vel í dag þar sem mosinn hefur náð yfirhöndinni víða.”

Meðfylgjandi voru eftirfarandi fróðleikur með vísan til merkinga á uppdrættinum:
Nr. 1: Gamla þjóðleiðin frá landnámi til um 1880. Hún er sérstaklega merkjanleg í Hrauntungu fyrir ofan Hveragerði en ágangur í margar aldir hefur grafið djúpa rák í hraunið eins og sjá má. Gamla þjóðleiðin liggur niður í Ljóðalaut. Á brotalínunni á skipulagsteikningunni má sjá m.a. hvar þjóðleiðin liggur, m.a. við lóðir næst Ljóðalaut og aðrar lóðir sem munu skera þjóðleiðina í sundur.

Nr. 2: Um 1880 var lagður vegur yfir Svínahraun og Hellisheiði og niður Kamba. Vegavinnustjóri var Eiríkur Ásmundsson í Grjóta og hefur vegurinn verið kenndur við hann, ýmist nefndur Eiríksvegur eða Eiríksbrú.

Kambar

Eiríksvegur frá því um 1880 ofan Hveragerðis.

Vegurinn var steinlagður og einkenni hans var að hann var lagður þráðbeinn yfir hæðir og lautir. Í Kömbunum gat vegurinn því orðið nokkuð brattur. Vegna þessa og að sjaldan var borið í hann var vegurinn sjaldan notaður. Nýr Kambavegur var svo lagður árin 1895-1896. Enn sést móta fyrir Eiríksvegi fyrir ofan byggðina í Hveragerði þó að mosi hylji nú þennan gamla veg. Á brotalínu á skipulagsteikningunni má sjá hvar Eiríksvegur liggur efst uppi við Kambaveg. En Eiríksvegur liggur í raun nánast alveg að byggðinni við Borgarhraun/Kjarrheiði en skipulagið gerir ráð fyrir að hann hverfi alveg undir lóðir og götur.

Kambar

Vegurinn um Kamba 1906.

Nr. 3. Nýr vegur var lagður yfir Hellisheiði og niður Kamba árin 1895-1896 og var sá vegur í notkun allt til ársins 1972 þegar núverandi þjóðvegur var tekinn í notkun. Gamli Kambavegurinn er nú vinsæl gönguleið. Gert er ráð fyrir því í skipulagi Kambalands að vegurinn verði ein af stofnbrautum hverfisins og má þannig segja að hann haldi sínu hlutverki.

Við athugun kom í ljós að engar opinberar fornleifaskráningar hafa verið gerðar um framangreinda vegi og leiðir um Kambana fyrrum.

Kambar

Forna þjóðleiðin frá landnámi til um 1880 um Kamba ofan Hveragerðis.

Á vefsíðu um söguferðir í Hveragerði segir um Eiríksveg:
“Um 1880 var lagður vegur yfir Svínahraun og Hellisheiði og niður Kamba. Vegavinnustjóri var Eiríkur Ásmundsson í Grjóta og hefur vegurinn verið kenndur við hann, ýmist nefndur Eiríksvegur eða Eiríksbrú. Vegurinn var steinlagður og einkenni hans var að hann var lagður þráðbeinn yfir hæðir og lautir. Í Kömbunum gat vegurinn því orðið nokkuð brattur. Vegna þessa og að sjaldan var borið í hann var vegurinn sjaldan notaður. Nýr Kambavegur var svo lagður árin 1895-1896. Enn sést móta fyrir Eiríksvegi fyrir ofan byggðina í Hveragerði þó að mosi hylji nú þennan gamla veg.”

Eiríksvegur

Eiríksvegur ofan Vatnsleysu á Vatnsleysutrönd.

Annar Eiríksvegur er ofan Vatnsleysustrandar: “Eiríksvegur liggur frá Akurgerðisbökkum upp í Flekkuvíkurheiði, áleiðis að Þrívörðuhól. Um er að ræða sýnishorn af vegagerð fyrri tíma.
Vegurinn er nefndur eftir verkstjóranum sem hét Eiríkur Ásmundsson (1840-1893) frá Grjóta í EiríksvegurReykjavík en Eiríkur þessi stjórnaði m.a. fyrsta akvegargerð um Kamba. Eiríksvegur er 3-4 m breiður og í honum er mikið af grjóthnullungum. Ekkert farartæki hefur hingað til nýtt sér “samgöngubótina” því vegargerðin dagaði uppi í Flekkuvíkurheiðinni einhvern tímann fyrir síðustu aldamót. Almenningsvegurinn liggur svo til samsíða Eiríksvegi á þessum slóðum, ýmist ofan eða neðan hans, og á kafla liggja allir þrír vegirnir samsíða, Strandarvegur neðstur, svo Almenninsgvegur og Eiríksvegur efstur.”

Heimildir m.a.:
-Hengill og umhverfi, fornleifaskráning, Kristinn Magnússon – 2008.
-https://krumminn.is/kambaland-og-thjodvegir-fra-landnami/
-https://www.facebook.com/508916472581521/posts/1510638752409283/

Kambar

Gamli Kambavegurinn sem var lagður um 1895-1896.

Brennisteinsfjöll

Haldið var upp Kerlingarskarð frá sæluhúsinu við Bláfjallaveg, gengið suður með vestanverðum Draugahlíðum, inn í brennisteinsnámurnar í Brennisteinsfjöllum, og þær skoðaðar sem og tóftir búðanna. Litið var eftir hellisopum, sem spurnir hafa borist af, í suðaustanverðu Kistufelli og kíkt á flugvélaflak sunnan í fellinu. Þá var gengið upp í Kistufellsgíg og til norðurs austan Hvirfils. Ljósmyndari frá tímaritinu Útiveru var með í för til að festa landslag, minjar og fleira á filmu til birtingar með grein, sem mun birtast fljótlega í tímaritinu.

Kerlingarskarð

Búð námumanna undir Kerlingaskarði.

Þegar gengið er áleiðis upp í skarðið blasa Bollarnir við, nyrst Stóribolli, þá Miðbolli og síðan Syðstubollar (Þríbollar), en einu nafni nefnast þeir Grindarskarðshnúkar. Undir skarðinu er tóft frá tímum brennisteinsvinnslunnar. Þar hafa námumenn “umskipað” afurðunum og tekið með sér birgðir upp á námusvæðið. Tugir hesta voru í hverri lest og margir höfðu atvinnu af vinnslunni og flutningunum. Til stóð að strengja vír úr Grindarskarðshnúkum niður á slétt hraunið neðan skarðsins, vírnum var skipað á land í Hafnarfirði, en hann var það þungur að ekkert farartæki gat flutt hann upp fyrir skarðið. Vírinn lá því óhreyfður á hafnarbakkanum árum saman.

Spenastofuhellir

Í Spenastofuhelli.

Á uppleiðinni eru nokkrir stuttir hellar og stór hrauntröð úr Miðbolla. Fallegar hraunmyndanir eru í sumum hellanna. Efst í Kerlingarskarði er drykkjarsteinn. Hann var hálffullur af vatni. Sumar sagnir segja að drykkjarsteinarnir hafi átt að vera tveir þarna. Þegar betur var að gáð sást hvar önnur skál í móbergsklöpp var þar örfáum metrum ofar. Eftir að hafa hreinsað mold og möl upp úr skálinni kom í ljós hinn myndarlegasti drykkjarsteinn, greinilega mikið notaður í gegnum aldir. Sennilega hefur hann fyllst þegar ferðir lögðust að mestu af um götuna og enginn orðið til að halda honum við (hreinsa upp úr honum eins og drykkjarsteina er þörf). Nú er þessi stærri skál orðin tilbúin að nýju og vonandi fyllst hún fljótlega af vatni, vegfarendum til svölunar.

Kerlingarskarð

Drykkjarsteinn efst í Kerlingarskarði.

Ofan við skarðið var staðnæmst og dást að útsýninu. Ofan þess blasir Miðbolli við í norðri, Kóngsfellið og Bláfjöllin austar. Löngum hefur verið deilt um hvort sýslumörkin mættust í Kóngsfelli eða Stóra-Kóngsfelli við Drottningu undir Bláfjöllum. Sagt er að fjárkóngarnir að austan, sunnan, vestan og norðan hafi mæst í Kóngsfelli og ráðið ráðum sínum. En þar sem menn hafi ekki verið alveg vissir um hvaða fell var hið eina rétta Kóngsfell, enda öll keimlík aðkomu, hafi nöfnin færst yfir á hin. Litla-Kóngsfell er t.d. á mótum þriggja gatna og Kóngsfell er á mótum þriggja sýslna. Kannski þess vegna hefur línan einhvern tímann verið dregin í Stóra-Kóngsfell, svona til að hafa það með í hópnum.

Miðbolli er einn fallegasti eldgígur landsins. Neðar mátti sjá Litla Kóngsfell og sunnar Draugahlíðar. Í suðri voru nokkrir eldgígar.

Brennisteinsfjöll

Miðbolli (t.h.) og Kóngsfell.

Gengið var meðfram þeim og síðan til suðurs vestan Draugahlíða, framhjá útdauðu hverasvæði og síðan suður með miklu misgengi (sigdal), sem þarna liggur þvert í gegn ofan Draugahlíða. Hinn myndarlegi Draugahlíðagígur trjónaði stór og stoltlegur á baki þeim. Hvirfill stendur að vestanverðu, en hann er stærsta eldstöð Brennisteinsfjalla, frá því á síðasta jökulskeiði. Þegar komið var upp á hrygg sunnan gígins opnaðist fagurt útsýni yfir Brennisteinsfjöllin. Þessi fjallshryggur hefur verið eldvirkur fyrir og eftir landnám.

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll.

Gengið var á ská niður gróna hlíð, niður að tóft af búðum brennisteinsnámumanna. Í henni má enn sjá bálkana beggja vegna sem og leifar pottofns. Tóftin stendur undir læk, sem kemur ofan úr hlíðinni. Reyndar var hann vatnslítill þetta sinnið. Tveir hálfleygir rjúpuungar leituðu að öruggara skjóli. Móðirin fylgdist lífsreynd með.

Brennisteinsfjöll

Tóft námumanna í Námuhvammi.

Neðar eru brennisteinsnámurnar. Þær eru í hraunhlíð. Sést vel hvernig grafið hafði verið inn í bakkann og brennisteinskjarninn eltur inn og niður í hraunið. Svæðið hefur að öllum líkindum verið miklu mun virkara á námutímanum. Götur liggja frá námusvæðinu út á stóra hrauka þar sem námumenn hafa losað sig við afkastið. Hlaðin tóft er í skjóli í hraunkvos og við hana ofn hlaðinn úr múrsteinum. Bakki hafði hrunið yfir ofninn, en með því að skafa lausan jarðveg ofan af kom efsti hluti hans í ljós.

Brennisteinsnámur

Brennisteinsnámur í Brennisteinsfjöllum – uppdráttur ÓSÁ.

Englendingar hófu þar brennisteinsnám í kringum 1880 fyrir atbeina Skotans W.C. Spence Paterson, sem kenndi á Möðruvöllum í tvo vetur og varð síðan ræðismaður í Hafnarfirði. Það þurfti að brjótast í gegnum 3-4 m þykka hraunskorpu til að komast að brennisteininum og flutningar voru erfiðir, þannig að þessi starfsemi varð ekki langvinn. Flutningaleiðin sjálfr er sögð hafa verið um Grindaskörð til Hafnarfjarðar.
Brennisteinn var fluttur út frá Íslandi allt frá 14. öld en hann var nauðsynlegur til púðurgerðar og því gat brennisteinsnám verið arðvænlegt. Konungur áttaði sig á þessu snemma og reyndi mikið að ná undir sig einkarétti á þessari verslun.
Á miðöldum var íslenski brennisteinninn notaður til hernaðar og var einkum eftirsóttur á 15. og 16. öld þegar farið var að nota byssupúður en brennisteinn var einmitt nauðsynlegur til púðurgerðar þar sem honum var blandað saman við saltpétur og kol. Brennisteinn var útflutningsvara frá 14. öld en segja má að blómatími brennisteinsverslunar hér á landi hafi verið á 15. og 16. öld.

Brennisteinsfjöll

Bræðsluofn í brennisteinsnámunum.

Nokkuð var um brennistein á Íslandi en svo virðist sem brennisteinsvinnsla hafi hafist snemma hér á landi en elsta heimild um brennisteinsnám er frá 1279. Mest er af brennisteini á norðausturhluta og suðvesturhluta landsins og er þar að finna stærstu námurnar, t.d. í Reykjahlíð í Mývatnssveit á Norðausturlandi en í Brennisteinsfjöllum og í Krísuvík á Suðvesturlandi.
Brennisteininn er að finna á háhitasvæðum og var hann grafinn úr jörðu. Niels Horrebow, erlendur ferðamaður á Íslandi á 18. öld, lýsti aðförunum við moksturinn svona:

Brennisteinsfjöll

Ofninn.

“Þegar heitt er í veðri þola menn ekki að vinna að brennisteinsgreftrinum á daginn. Þá er unnið á nóttunni, sem á sumrin er nægilega björt til þess. Menn þeir, sem að greftrinum eru, vefja vaðmálsdruslum um skó sína. því að annars myndu þeir brenna þegar í stað, en brennisteinninn er svo heitur, þegar hann kemur úr jörðinni að ekki er unnt að snerta á honum, en hann kólnar fljótt.”

Brennisteinninn, sem grafinn var upp hér á landi, innihélt um 14-22% óhreinindi og þurfti því að hreinsa hann. Fyrr á öldum var hann þó fluttur út óhreinsaður en árið 1753 var á vegum Innréttinganna reist hreinsunarverk í Krísuvík og árið 1762 á Húsavík. Samkvæmt skýrslu voru um 72,5 tonn af brennisteini frá Krísuvík flutt út á árunum 1755-1763 á vegum Innréttinganna sem fengið höfðu einkaleyfi til að vinna og hreinsa brennistein um 1752.

Brennisteinsfjöll

Gata í námunum.

Brennisteinninn var hreinsaður með vatni og lýsi og hann síðan bræddur í járnpotti sem yfirleitt var hitaður upp með mó. Gæta þurfti þess að hita pottinn ekki um of því þá gufaði brennisteinninn upp. Við bræðsluna flutu óhreinindi og lýsi, sem notað var við bræðsluna, ofan á brennisteininum, sem fleytt var af með járnspaða. Brennisteininum var síðan hellt ofan í eikarmót gegnum síu og honum síðan raðað ofan í tunnur til útflutnings.
Verslun með brennistein gat verið arðbær en svo virðist sem bæði kirkju- og konungsvald hafi áttað sig á þessu snemma enda reyndu þau mikið til að afla sér einkaréttar á verslun með brennistein. Landið varð snemma frægt fyrir þetta gula efni en í tilraunum Danakonunga fyrr á öldum til þess að veðsetja landið var talinn mikill kostur að landið væri ríkt af brennisteini.

Brennisteinsfjöll

Í brennisteinsnámunum.

Námusvæðið var rissað upp til varðveislu í Reykjanesskinnu til síðari tíma nota.
Þá var gengið til suðurs með Brennisteinsfjöllum og áleiðis upp í suðausturhlíðar Kistufells. Þar var að sjá mikið brak úr flugvél, sem brotlenti í hlíðinni. Mótorinn var neðar, en talsvert af hlutum á víð og dreif hingað og þangað. Um var að ræða Hudson l/251, tveggja hreyfla kafbátaleitarvél frá breska flughernum. Slysið varð í 27. mars árið 1945. Með vélinni fórust fimm menn. Af einhverri ástæðu varð ein FERLIRshúfan eftir þegar svæðið var yfirgefið. Hún kom hins vegar í leitirnar síðar þegar annar leiðangur heimsótti svæðið.

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll – Kistufellsgígur.

Gengið var upp með sunnanverðu Kistufelli og að Kistufellsgíg (Kistugíg). Hann er einn stórkostlegasti gígur landsins. Háir hamraveggir eru umhverfis gíginn og nýrri hraun hefur runnið ofan í hann á tveimur stöðum. Lóuhreiður var á gjárbarminum og var fyrsti unginn að reyna að brjóta sér leið út. Móðirin hafði greinilega verpt öðru sinni þetta sumarið. Hálffleigur lóungi reyndi að flögra í felur, en stefndi fram af gígbarminum. Aðstaðan hlaut að hafa komið honum á óvart. Kistufellið er 602 m.y.s.

Kistufell

Kistufellstaumur.

Að minnsta kosti 12 hraun hafa runnið á Reykjanessskaga síðan land byggðist. Nýjasta er sennilega á 14. öld. Eftir að jökul leysti af skaganum fyrir um 12-15 þúsund árum hafa um 200 eldstöðvar á fjórum eldstöðvarkerum verið virkar á svæðinu og úr þeim runnið um 42 rúmkílómetrar af hrauni sem þekur yfir 1000 ferkílómetra landssvæði. Þar má finna helstu gerðir íslenskra eldstöðva eins og hraunskildir(dyngjur), gígaraðir, gígahópar og sprengigíga. Flest þessara einkenna má finna í Brennisteinsfjöllum.
Gengið var niður í gíginn og hann skoðaður neðanfrá. Þá sást vel hversu stórfengleg náttúrusmíð hann er. Gígurinn er sigdæld líkt og misgengisdalurinn austan Hvirfils. Norðan gígsins er stór og mikið hrauntröð er liggur til norðurs og beygir síðan til vesturs.

Kistufell

Hreyfillinn, sem fjarlægður var úr Kistufelli.

Skoðað var í hellaop suðaustan í Kistufelli og síðan haldið til norðurs milli Hvirfils og Draugahlíða. Þar á ás, ofan við brennisteinsmámasvæðið, er varða. Frá henni sést í aðra vörðu ofar á ásnum. Við hana er stórt vatnsstæði í gíg. Talsverð landeyðing er þarna efst, en þegar götu frá vörðunni er fylgt til norðurs má sjá hana greinilega liggja niður ásinn og áfram með vestanverðum hraunkantinum, milli hans og hlíðarinnar. Varða er við rætur ássins þeim megin og síðan tvær fallnar vörður við stíginn þar sem hann liggur áleiðis að sunnanverðum syðsta Syðstabolla.

Brennisteinsfjöll

Leið vestan Kerlingarhnúka að Kerlingarskarði.

Þar liggur gatan greinilega niður dalverpi með háum hamravegg á vinstri hönd og Bollann á þá hægri. Þetta er mjög falleg leið og auðfarin. Þegar halla fer niður á við beygir gatan til vinstri og síðan áleiðis niður mosahlíðina vestan undir Bollunum. Hér gæti hafa verið um aðra leið brennisteinsnámumanna að ræða, en hún er stysta og einnig sú greiðfærasta þangað, auk þess bæði áreiðanlegt og gott vatnsstæði er á leiðinni.
Frábært veður – sól og hiti. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Um brennistein:
http://www.idan.is/1000/01,01,02_brennisteinn.html

Kistufellsgígur

Kistufellsgígur.

Vörðufellsrétt

“Svo er sagt að ræningjar hafi komið í land ekki langt frá Krýsuvíkurlandi og hefði flokkur mikill af þeim komið gangandi og stefnt fram til Krýsuvíkur, en er til þeirra sást var strax sendur maður til Eiríks prests. Reið hann sem mest mátti, hitti prest og bjóst hann strax með sendimanni, en er þeir sáu heim að bænum þá hafði ræningjaflokkurinn staðar numið á hóli nokkrum fyrir sunnan kirkjuna í Krýsuvík og börðust í ákafa svo að þeir drápust þannig niður fyrir vopnum sjálfra sín, en komust aldrei heima að bænum.

Vörðufell

Vörðufell – LM/krossmark?

En nokkru eftir þetta er sagt að prestur hafi farið austur á Selvogsheiði og numið staðar á felli einu lágu; hafi hann þá byggt þar upp fjarska margar vörður og sagt að meðan nokkur varðan stæði mundi Selvogurinn ekki verða rændur og heitir fellið síðan Vörðufell.”
Í örnefnaskrá fyrir Þorkelsgerði í Selvogi segir m.a. um Vörðufell: “Allangt austan við norður frá strandhæð er Vörðufell, eldgígur. Á því er Markavarða milli Eimu og Þorkelsgarðis [á að vera Eimu og Strandar (ÞS)]. Neðan undir vörðunni er stafur í klöpp (M).

Vörðufell

Markavarðan á Vörðufelli.

Á [Vörðu]fellinu eru margar vörður hingað og þangað, Vörðufellsvörður, sem hlaðnar eru af unglingum. Það brást þeim aldrei, er þeir voru að leita að skepnum, að þeir fundu það, sem leitað var að, ef þeir settu stein í vörðu eða hlóðu nýja, Eyþór kannast vel við þetta.”
Skv. örnefnalýsingum á stafurinn M að vera markaður á jarðfastan stein sunnan við Markavörðuna syðst á fellinu. Þegar betur er að gáð er þar um að ræða kross, en sprungur beggja vegna. Efri hluti steinsins hefur brotnað af skammt ofan við krossinn. Á fellinu eru enn urmull smávarða, en sagt er að smalar hefðu hlaðið vörðurnar og áttu þær að uppskera fundvísi að launum. Víðsýnt er af fellinu þótt það sé ekki hátt.
Á Vörðufelli er gamla lögrétt Selvogsbúa, Vörðurétt eða Selvogsrétt. Hún er fallega hlaðin, almenningur austast, innan dráttur og dilkar um kring. Notkun hennar var hætt árið 1924.

Svörtubjörg

Þórarinn Snorrason á Vogsósum á ferð með FERLIRsfélögum í Vörðufelli.

Jón Árnason III 505

 

Draugshellir
Farið var að mörkum Breiðabólstaðar og Litlalands, en þeir eru tveir af Hlíðarbæjunum svonefndu í Ölfusi. Ætlunin var m.a. að huga að Draugshelli, Bræðraborg, Ingjaldsborg, Litlalandsborg, Huldukletti og Breiðabólstaðarborg.
Í örnefnaskrá fyrir Litlaland í Ölfusi segir m.a. um Draugshelli:

Litlaland

Litlalandsborg.

“Rétt ofan við Vörðuás, við markagirðinguna milli Breiðabólsstaðar og Litlalands, er lítill hóll og í honum lítill hellir, sem heitir Draugshellir. Um hann er skráð saga í Þjóðsögu Jóns Árnasonar, útg. 1955, um pilt sem lézt þar fyrir 200 árum. Hann var jarðsettur að Hjallakirkju, en þoldi ekki í jörðu, gekk því aftur, settist að í hellinum og gerði ferðamönnum glettingar.”
Vel gekk að finna hólinn ofan við þjóðveginn. Vestan við hann er ílöng dæld í túnið. Í enda hennar má sjá hleðslur. Sagt er að hellisopinu hafi verið lokað til að koma í veg fyrir að fé færi sér þar að voða. Síðan hafi gróið yfir það. Beðið er eftir því að fá fjölvitran mann úr Þorlákshöfn á vettvang, en hann gæti mögulega munað hvar opið er að finna með nokkurri nákvæmni.

Ingjaldsborg

Ingjaldsborg.

Gengið var upp Ásinn. Í honum er stór gróin hvilft. Vestast í henni mótar fyrir tóft, líklega stekk. Þarna gætu því verið fleiri mannvirki ef vel er leitað. Annars er Ásinn nokkuð blásinn, en sjá má einstaka gróinn bala eða hlíðardrag.
“Ofan Ássins og vestur frá Ólafsvörðuðum eru á hlíðarbrúninni vörður tvær, sem ber við loft frá Breiðabólsstað. Þær heita Bræðraborg. Þær eru nú hálfhrundar.” Á grónu hæðardragi neðan við vörðurnar er hlaðinn rétt eða borg, Bræðraborg. Vestar og ofar á Ásnum er Ingjaldsborg.
“Um 3 – 4 hundruð metrum vestar [en Bræðraborg] á brúninni er mikil rústaþyrping, og vel gróið kringum þær. Þar eru rústir af nokkrum hringhlöðnum fjárborgum og einu 100-sauðahúsi. Steindór Egilsson byggði það 1912. Þetta heitir Ingjaldsborg.”

Breiðabólstaður

Bræðraborg.

Enn má sjá a.m.k. tvær heillegar borgir, en fjárhúsið er vestast, ílangt og stórt. Hleðslurnar við innganginn mót suðri hafa haldið sér nokkuð vel miðað við aldur.
Gengið var vestur og niður með Ásnum, að Hlíðarendafjalli. Undir hömrum ofan við Litlaland eru miklar tóftir. Svo er að sjá að í miðjum hól, sem þar er, geti verið fjárborg (hér nefnd Litlalandsborg). Sunnan hennar, mót innganginum, er hústóft. Borgin hefur verið hlaðinn, sennilega upp úr gömu bæjarstæði.
Skammt vestar, undir svonefndri Sölvhellu, er allstór klettur sem heitir Hulduklettur. Þar er sagt að huldufólk hafi búið – og býr eflaust enn. Kletturinn er dæmigerður huldufólkssteinn undir háum fallegum hamravegg.

Breiðabólstaborg

Breiðabólstaðaborg.

Austan við Hulduklett á Bæjarbrunnurinn að hafa verið.
“Á Litlalandslæk er brú fram undan bæjarstæðinu gamla og grjótborin braut yfir mýrina. Brúin heitir Steinbogi.”
Þá var haldið að Breiðabólstaðaborg skammt austan Hlíðardals, í Hraunsheiði. “Borgin er hár stórgrýtishóll, með rúst. Hann heitir Breiðabólsstaðarborg, oft nefndur Breiðaborg.” Rúst þessi hefur einhvern tímann verið hringlaga fjárborg, en er nú allgróin þótt enn megi vel sjá fyrir hleðslum.
Veður var frábært – sól og lygna. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimild:
http://www.bokasafn.is/byggdasafn/fornleifaskra/fornleifaskra.htm
Örnefnaskrá – Orri Vésteinsson og Hildur Gestsdóttir

Breiðabólstaðaborg

Breiðabólstaðaborg.

Herdísarvík

Gengið var um Herdísarvík.

Herdísarvík

Herdísarvík 1898.

Eftir að hafa skoðað tóftir gamla bæjarins suðvestan við nýjasta og núverandi hús þar var kíkt á útihúsin vestan þess. Á milli þeirra er hlaðin brú eða stígur í Herdísarvíkurtjörnina og austanvert við hana er hlaðið skeifulaga gerði. Þetta svæði var, að sögn Þórarins Snorrasonar á Vogsósum, sem kunnugur er í Selvogi, fyrrum á þurru, en eftir að sjórinn opnaði leið inn í tjörnina hafa landshættir breyst. Eiðið er lokaði Herdísarvíkurtjörninni var miklu mun utar, en eftir að sjórinn braut sér leið inn í hana breyttust aðstæður verulega. Silungurinn, sem Hlín Johnsen hafi áður veitt í net í Hestavíkinni, hvarf m.a með öllu.

Herdísarvík

Herdísarvíkurbærinn yngri.

Í brúnni og við hana má sjá brotna myllusteina, steinsökkur, letursteina (ankeri og kross) og fleiri mannanna verk. Einar Benediktsson og Hlín Johnsen eru sennilega eftirminnilegustu ábúendurnir í Herdísarvík og reyndar þeir síðustu, en Þórarinn og Ólafur, sem áður voru, eru ekki síður eftirminnilegir. Sá fyrrnefndi var fjármargur og þurfti drjúgt lið aðstoðarmanna. Einn þeirra var Sigurður Þorláksson, sem á efri árum ritaði ógleymanlegar endurminningar frá árum sínum í Herdísarvík og Stakkavík. Ólafur Þorvaldsson ritaði hjartnæmar lýsingar af ferðum sínum um svæðið og kunni skil á staðháttum og örnefndum manna best. Í bókum hans Harðsporum og Eins og fífan fíkur má sjá slíkar lýsingar frá Herdísarvík og nágrenni.

Herdísarvík

Herdísarvíkur – brú og gerði.

Sagt er að Hlín hafi flúið með Einar í nálægan skúta eitt sinn þegar óveður gekk yfir og færði gamla bæinn, sem þau þá bjuggu í, í kaf. Enn má sjá leifar gamla bæjarins sem og reykofns Hlínar og bruggaðstöðu í Herdísarvík. Eggert Kristmundsson frá Stakkavík, nú Brunnastöðum (sjá ferð og viðtal við hann undir Fróðleikur), minnist með mikilli ánægju á hið reykta ærkjöt Hlínar, en það var hvergi betra “vegna þess hve reykurinn kom kaldur inn í reykhúsið”.
Garðarnir í kringum Herdísarvík heita hver sínum nöfnum. Þar er og hver staður með sína merkingu.

Herdísarvík

Hlínargarður.

Gengið var austur með austur með Langagarði, yfir að sjóbúðunum og í Gerðið. Nefndur Sigurður segir skemmtilega frá því í endurminningum sínum þá er beðist var endurreisnar sjóbúðanna, að Hlín hafi sett þau skilyrði fyrir búðaruppgerðinni að einungis einn tengiliður yrði með henni og vermönnum. Hún vildi ekki ágang þann sem af margmenninu gat hlotist. Þó segir hann að samskipti Hlínar og vermanna hafi alla tíð verið hin ágætustu og arðbærustu fyrir báða aðila.

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.

Gengið var um Gerðið og m.a. skoðaður Hlínargarður og fjárhústóftirnar af Langsum og Þversum, en svo nefndust fjárhúsin stóru í Gerðinu. Hafa ber í huga að Gerðið er ræktað upp með slori, sem sett var á hraunið er þannig greri smám saman upp. Norðan þess og norðaustan eru ómældir kílómetrar af þurrkgörðum og litum þurrkbyrgjum. Því miður hefur þjóðvegurinn verið lagður í gegnum garðana, en ætlunin er að nýi vegurinn, svonefndur Suðurstrandarvegur, muni liggja ofan þeirra. Að sögn Þorkels Kristmunssonar (sjá viðtal við hann undir Fróðleikur) frá Stakkavík munu fjárhúsin hafa verið hlaðin upp úr fjárborgunum er minnst er á í örnefnaslýsingum.

Herdísarvík

Í Breiðabás.

Þá var gengið yfir í Breiðabás. Á leiðinni þangað var komið við í fjárhelli, sem þar er í hrauninu. Leifar Herdísarvíkurgerðis, þ.e. kotbýlis frá Herdísarvík er þarna austan við Gerðið. Breiðabás var og fjárhellir, þar sem Herdísarvíkurféð var vistað. Op hellisins var þá mót sjónum, en nú hefur sjávarkamburinn fyllt upp í opið og hulið það. Sagnir eru um menn, sem fóru inn í hellinn, villtust, en komust út aftur eftir illan leik. Einar Benediktsson segir hellinn ná frá Breiðabás upp í mitt Mosaskarð, sem er um og yfir kílómeter á lengd. FERLIR hefur lagt nokkuð á sig til að finna op Breiðabáshellis, en ekki orðið ágengt fram að þessu. Ætlunin er m.a. að reyna að virkja stórtækar vinnuvélar Suðurstandarvegarins væntanlega til að “grafast fyrir um opið”, en flytja þarf sjávarkambinn svolítið til á kafla beint upp af “klofningskletti”.

Herdísarvík

Fiskigarðar.

Í örnefnalýsingu fyrir Herdísarvík segir m.a.:
“Allar gamlar menningarminjar á jörðinni Herdísarvík, svo sem fiskigarðar verbúðir, tættur af íveruhúsum, peningshúsum og öðrum útihúsum, þar á meðal seljarústir [Herdísarvíkursel] í Seljabót” voru friðlýstar af Þór Magnússyni 7.9.1976.
Sagt er frá því að Olafr Gronlendinga byscop kom i Herdisar vik 1262. Árið 1544 á Skálholtsstaður uppgefinn teinæring í Herdísarvík. Kirkjan í Krýsuvík var lögð niður en umboðsmenn Skálholtskirkju skyldu byggja Herdísarvík sbr. bréf frá 1563 þar sem Gísli bp gefur Þórði Jónsyni umboð til að byggja stósljarðir í Grindavík Krýsuvík og Herdísarvík “bæde halftt skip Reka og anna utann hann skilie þar til iiij leigukugillde og landgilldi sem honum þyker moguligtt. Árið1563 ritar Gísli Jónsson biskup um líferni fólks í verstöðvum, þ.á.m. í Herdísarvík. Árið 1677 býr Jón í [Nesi] í Herdísarvík. Í plani til jarðabókarinnar frá 1702 tekur ÁM dæmi af Herdísarvík sem stað við sjávarsíðuna þar sem sé óvenjumikil frjósemi sauðfjár, þar allar ær eður flestar eiga tvö lömb”.

Herdísarvík
“Herdísarvíkurbær stóð vestarlega í Herdísarvíkurtúni undir Skyggni, sem var klöpp, aflöng, og sneri suðaustur-norðvestur. Neðst bæjarhúsanna var stofan og bæjardyrnar undir einu og sama þaki. Bak við stofuna var búrið, en fram af bæjardyrunum var eldhúsið. Þar framan við á vinstri hönd voru göngin og þrjú þrep upp að ganga í baðstofuna, sem var fimm stafgólf, en hlutuð í þrennt. Miðhlutinn, sem var eitt stafgólf, frambaðstofan, er var á hægri hönd, er inn var komið, og aðalbaðstofan á vinstri hönd. Baðstofurnar voru hver fyrir sig tveggja stafgólfa, langar og rúngóðar. Bak við eða norðan við eldhúsið var fjósið fyrir tvær kýr.”

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúð.

“Stígurinn lá norður milli bæjarhúsanna og smiðjunnar að útihúsunum, sem stóðu spölkorn norðan bæjarins. Þar voru þessi hús: Fjós og hesthúskofi, Lambhúsið stóra, Lambhúsið litla, sem líka var notað sem hlaða, og síðan kom hrútakofi, sem seinna var stækkaður, og þar var sjóbúð, sem kölluð var Krísuvíkursjóbúð.”

“Þar norður af [Krísuvíkursjóbúð] er svo Herdísarvíkurhúsið, en þar bjó síðast Einar skáld Benediktsson, og var húsið allt eins kallað Einarshús, eða þá kennt við seinni konu hans og nefnt Hlínarhús…”
“Rétt innan við [túngarðsendann vestari] var lítill tangi, er lá fram í Tjörnina, hét Sauðatangi. Þar austan við var lítið vik, og þar í tveir hólmar, Vatnshólminn og hinn, sem Þvottahóll var nefndur…”

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.

“Rétt innan við [túngarðsendann vestari] var lítill tangi, er lá fram í Tjörnina, hét Sauðatangi. Þar austan við var lítið vik, og þar í tveir hólmar, Vatnshólminn og hinn, sem Þvottahóll var nefndur eða Brúarhóll, en milli hólma og lands var Rásin og yfir hana brúin.”
“Varghólsbrunnur er nefndur í sóknarlýsingu séra Jóns Vestmanns, og þá hefur þar verið Varghóll og var í Tjörninni.”
“Þá kom vik fram af bænum, og var þar heimavörin, þá kom Öskuhóll, og var þangað borin askan.”
“Þá kom Hjallhóllinn, öðru nafni Smiðjuhóllinn, og Tungan þar fyrir innan með lágu garðlagi.”

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

“Hér fyrir austan [Austurtúngarðshliðið] taka við Gerðin, sem voru tvö, Vestragerði og Eystragerði. Einnig var talað um Vestragerðistún og Eystragerðistún. Herdísarvíkurgerðin var líka nafn á þessu svæði. Gerðin voru umgirt miklum grjótgarði, sem kallaður var Langigarður. Hlaðinn að mestu af manni, er Arnór hét, austan frá Ási í Ytri-Hrepp. Á garðinum var svo Langagarðshlið. Garður þessi var stundum kallaður Vitlausigarður eða Langavitleysa.”

Herdísarvík

Þversum – fjárhús.

“Krókur myndaðist, þar sem saman komu eystri túngarður og Langigarður, þar stóð Fjárréttin nýja og er enn notuð.”

“Niður með eystri túngarði var sjóbúð, kölluð Ólabúð, og við hana Ólabúðarbyrgi.”
“Sjávarstígurinn lá með austurtjarnarenda niður á Kamp, en af honum lá annar stígur, Gerðisstígurinn, austur um Gerðin.”
“Búðirnar gömlu voru rétt við [Gerðis]stíginn, en þar eru nú rústir einar.”
“Lítið eitt austar er lágur klapparhryggur, sem heitir hryggur, og þar á tvær gamlar sjóbúðir, Hryggjarbúðir, og stóð önnur framar en hin, kallaðar Hryggjarbúðin fremri, sú er stóð nær sjónum, og Hryggjarbúðin efri.”

Herdísarvík

Langsum – fjárhús.

“Túngarðar lágu um túnið, vesturtúngarður að vestan, norður túngarður ofan bæjarins og austurtúngarður að austan. Skarðið var á vesturtúngarði. Bæjarhlið ofan Bæjarins. Fjárhúshlið rétt ofan við útihúsin, og svo var hlið ofan Einarshúss, sem ég kalla Jöfurshlið. Þar um gekk skjáldjöfurinn, er hann tók sér hressingargöngur um nágrennið.”
“Norðurgarðurinn var kallaður Langigarður. Hlaðinn að mestu af manni, er Arnór hét, austan frá Ási í Ytri-Hrepp. Á garðinum var svo Langagarðshlið. Garður þessi var stundum kallaður Vitlausigarður eða Langavitleysa.”
“Krókur myndaðist, þar sem saman komu eystri túngarður og Langigarður, þar stóð Fjárréttin nýja og er enn notuð.”

Herdísarvík

Herdísarvík – fiskigarðar.

“Niður með eystri túngarði var sjóbúð, kölluð Ólabúð, og við hana Ólabúðarbyrgi.”
“Sjávarstígurinn lá með austurtjarnarenda niður á Kamp, en af honum lá annar stígur, Gerðisstígurinn, austur um Gerðin.”
“Búðirnar gömlu voru rétt við [Gerðis]stíginn, en þar eru nú rústir einar.”
“Lítið eitt austar er lágur klapparhryggur, sem heitir hryggur, og þar á tvær gamlar sjóbúðir, Hryggjarbúðir, og stóð önnur framar en hin, kallaðar Hryggjarbúðin fremri, sú er stóð nær sjónum, og Hryggjarbúðin efri.”

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóðbúðir.

“Austan við Hrygginn var lægð, slétt, kölluð Dalurinn… Á Dalnum var vestar Skiparéttin, þar sem skipin voru höfð milli vertíða, og Fjárréttin gamla. Má enn sjá góðar hleðslur þessara mannvirkja.”
“Austan við Hrygginn var lægð, slétt, kölluð Dalurinn… Á Dalnum var vestar Skiparéttin, þar sem skipin voru höfð milli vertíða, og Fjárréttin gamla. Má enn sjá góðar hleðslur þessara mannvirkja.”

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

“Herdísarvíkursjóbúðir stóðu saman sunnan í hrygg, lábörðum, norðan Dalsins. Þær voru nefndar ýmsum nöfnum eftir formönnum, sem þær byggðu ár hvert. Aðeins ein nú með þaki, en hinar vel stæðilegar. Bjarnabúð, Guðmundarbúð, kenns við Guðmund Jónsson í Nýjabæ í krísuvík. Halldórsbúð, kennd við Halldór í Klöpp í Selvogi og var einnig nefns Dórabúð. Guðmundarbúð var einnig kölluð Gamlabúð og þá Stórbúð. Þá var Símonarbúð og Hjálmholtsbú og Krísuvíkurbúð önnur en sú,sem stóð heima við útihúsin.”

Herdísarvík

Herdísrvík – Yngri bærinn.

“Gerðisgarður skipti Gerðunum í tvennt, og þar á var Gerðisgarðshlið.”
“Í Eystragerðinu voru tvö stór fjárhús. Það vestra hét Þversum og lá þvert suður-norður…”
“Í Eystragerðinu voru tvö stór fjárhús. Það vestra hét Þversum og lá þvert suður-norður og hitt lengra í burtu, Langsum, lá austur-vestur.”
“Austan í Bótinni er klöpp, og við hana var Herdísarvíkurvör, og er rauf milli klapparinnar og malarinnar. Herdísarvíkurlending er Vörin einnig kölluð.”

Herdísarvík

Herdísarvík.

“Austan í Bótinni er klöpp, og við hana var Herdísarvíkurvör, og er rauf milli klapparinnar og malarinnar. Herdísarvíkurlending er Vörin einnig kölluð. Þar ofar var Herdíasrvíkurnaust, sem nú er horfið.”
“Uppi á Kampinum stóðu í eina tíð mörg fiskabyrgi, og hjá þeim var Sundtréð.”
“Þar austur af byrjunum tekur svo við Gerðiskampurinn, en eftir honum endilöngum hefur garður mikill verið halaðinn; fyrir því verki stoð frú Hlín Johnson, og því nefni ég garðinn eftir henni, Hlínargarð, og nær hann austur um Langagarðsenda.”

Herdísarvík

Herdísarvíkurgata til austurs.

“Ofanvert við Breiðabáskamp er fjárhellir í gjótu í hrauninu, kallast aðeins Hellir.”
“Á brunanum, sem liggur þarna upp frá sjónum upp undir fjallið, hafa miklir fiskgarðar verið hlaðnir. Munu þeir vera nokkrir kílómetrar á lengd.”
“Upp frá Bæjarhlaðinu var Kúavegur fram hjá Kúavörðu og lá allt upp undir fjallið.”
“Upp frá Bæjarhlaðinu var Kúavegur fram hjá Kúavörðu og lá allt upp undir fjallið.”
“En úr Skarðinu lá Brunnastígur…”
“Sunnan við Brunna voru á hrauninu tvær fjárborgir, sem nefndust Borgin efri og Borgin neðri. Matjurtargarðar voru í báðum Borgunum, kallaðir Borgargarðar.”
“Sunnan við Brunna voru á hrauninu tvær fjárborgir, sem nefndust Borgin efri og Borgin neðri. Matjurtargarðar voru í báðum Borgunum, kallaðir Borgargarðar.”

Seljabót

Seljabót undir Seljabótarnefi.

“Á Seljabót eru landa- og sýslumörk. Landamörk milli Herdísarvíkur og Krísuvíkur og sýslumörk milli Gullbringusýslu og Árnessýslu. Seljabótarnef er þessi staður nefndur. Þarna má sjá selrústir gamlar…”
“Gamlivegur er götuslóði, er liggur upp á Seljabót, upp undir austurhorn Geitahlíðar.”
“Selvegur er slóði, sem liggur út af Gamlavegi upp undir Löngubrekkum, sem eru nokkrir hraunhryggir uppi í hrauninu.”
“Austur með Selvegi er Selhóll…”

Sængurkonuhellir

Herdísarvíkurhraun – Sængurkonuhellir.

“Austur af Klifhæð er lítill hellis-skúti, nefndur Sængurkonuhellir. Þar var eitt sinn förukona á ferð, dró sig inn í skútann og eignaðist barn:”
“Spölkorn fyrir austan túnið var áður fyrr hjáleiga, Herdísarvíkurgerði, og sjást nú fáar minjar þess, að þar hafi bær verið, en tún er þar nokkurt enn; þó hefur sjór brotið eitthvað af því.”

Þjóðsagan um Herdísi, er bjó í Herdísarvík, og Krýsu, er bjó í Krýsuvík er flestum kunn. Í henni segir að “Þórir haustmyrkur hafi numið Selvog og Krýsuvík. Það hefir verið seint á landnámstíð, því fjölbyggt hefir verið orðið syðra eftir þeirri sögn að fátækt fólk hafi flakkað í Selvog bæði utan með sjó og sunnan yfir fjall.

Grindarskörð

Selvogsgatan efst í Grindarskörðum.

Það þótti Þóri illt og setti því grindarhlið læst í Grindaskarð, en annað í skarð það sem farið er úr Grindavík upp á Siglubergsháls. Þar af skulu þessi örnefni vera dregin: Grindaskarð og Grindavík.
Það er naumast annað en getgáta að Krýsa og Herdís hafi verið dætur Þóris haustmyrkurs; þó hefir það verið sagt.
Krýsa bjó í Krýsuvík, en Herdís á Herdísarvík. Þær deildu um landamerki milli sín. Vildi Krýsa eiga Geitahlíð alla og væru landamerki í stóran stein er stendur í hrauninu fyrir austan hlíðarhornið. Herdís vildi eiga út á Deildarháls. Hann er nokkuð vestar en undir miðri Geitahlíð og hefir spúð eldi því í honum er gígur ekki alllítill, og úr honum hefir runnið hraun það er Klofningur heitir eða Klofningar.

Stakkavík

Stakkavík – uppdráttur ÓSÁ.

Þar hittust þær og deildu þar til báðar heittust, og eru dysjar þeirra á hrygg nokkrum undir hlíðinni skammt fyrir austan hálsinn. Má geta til að Herdís hafi gengið þangað undan, því henni veitti miður þó hvorug hefði vel.
Þangað til hafði veiði mikil verið í Kleifarvatni í Krýsuvíkurlandi og tjörnin í Herdísarvík stararflóð og silungapollur í miðjunni.
Herdís mælti svo um að allur silungur í Kleifarvatni skyldi verða loðsilungur óætur.
Þá lagði Krýsa það á að tjörnin í Herdísarvík skyldi éta sig út og eyða úr sér störinni og brjóta bæinn, en allur silungur skyldi verða að hornsílum. Það skyldi og fylgja að tvær skipshafnir skyldu í henni drukkna.
Þetta gekk allt eftir. Bærinn Herdísarvík stóð áður undir Búrkletti, en tjörnin gróf undan honum grundvöllinn svo hann varð að flytja úr stað og einn vetur sem oftar var tjörnin lögð með ís, þá komu sjómenn frá skipum (þau voru tvö) og gengu tjörnina, en ísinn brast og allir drukknuðu. Og enn er varazt að ganga hana þó hún sé lögð. Svo fór um landamerkin sem Krýsa vildi og heitir nú kletturinn Sýslusteinn.
Skammt fyrir austan Kerlingar (dys Krýsu og Herdísar) eru tveir steinar sem líka hafa verið nefndir Sýslusteinar, en eru auðsjáanlega hrapaðir úr hlíðinni á seinni tímum.”

Mölvíkurtjörn

Við Mölvíkurtjörn.

Gengið var til austurs að Mölvíkurtjörn. Um er að ræða fallega ferskvatnstjörn. Tóftir, Mölvíkurbúð, eru austan hennar, líklega útræði því lending er sæmileg þar undan ströndinni, eða þær tengist rekavinnslu, sem þarna er allnokkur. Hlaðið byrgi er á hraunbakka ofan tjarnarinnar. Varða er á hól austan tóftarinnar er vísar veginn áleiðis að Stakkavík. Sunnar og austar liggur gömul gata í gegnum úfið apalhraunið. Eftir stuttan spöl er komið niður á slétt apalhraun. Þar liggur “Helluvörðustígurinn” tvískiptur til austurs. Eldri stígurinn virðist liggja nær sjónu og sá yngri ofar. Stígurinn er djúpklappaður í bergið eftir hófa, klaufir og fæturliðinna alda.. Áhrifaríkt er að fylgja stígnum yfir að Helluvörðunum. Þegar komið er að Víðisandi liggur gata til norðausturs, að Stakkavíkurbænum. Um hann segir m.a. í örnefnaskrám:

Stakkavík

Stakkavík 1928.

“[Sandur berst vestan af Víðasandi, austur yfir ósinn] Og um leið hefir hann grynt ósinn og við það hækkað vatnið í Hlíðarvatni, svo það hefir brotið burt gamla túnið í Stakkavík, sem var fyrir neðan brekkuna. Stóð bærinn þar fram yfir 1850. Nú er rúst hans lítill hólmi.”
Árið 1840: “Hlíðar, Stakkavíkur og Herdísarvíkur hagar mæta stórum áföllum af grjótkasti og skriðum úr fjallinu, því þeir allir bæri eiga þar land, en hafa þó flatlendishaga ásamt.”
“Stakkavík hefur um aldabil verið í eigu Strandarkirkju; er nú í eyði. Stakkavíkurhúsið stendur á tanga er liggur fram í Hlíðarvatn.”
“[Sandur berst vestan af Víðasandi, austur yfir ósinn] Og um leið hefir hann grynt ósinn og við það hækkað vatnið í Hlíðarvatni, svo það hefir brotið burt gamla túnið í Stakkavík, sem var fyrir neðan brekkuna. Stóð bærinn þar fram yfir 1850. Nú er rúst hans lítill hólmi.”
“Stakkavíkurtúngarður er lágur grjótgarður ofan við túnið.”

Stakkavík

Stakkavíkurrétt.

“Dalurinn er hvammur vestan til við húsið. Vörin liggur undan Dalnum. Bryggjan liggur þar fram í vatnið.”
“Tættur standa á hrauninu ofan Dalsins, og eru þar lambhús, hesthús og Heimaréttin.”
“Á vinstri hönd við [Stakkavíkur]götuna eru klettar tveir, kallaðir Gálgaklettar.”
“Stakkavíkurstígur lá heiman frá húsi, austur yfir hraunið að Botnaviki, um Flötina upp um Lyngskjöld í Selstíg. Stígur þessi var kaupstaðarleið Stakkvíkinga til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.”
“Þá voru hraundrangar þar austur af, síðan tók við vík allbreið, kölluð Mölvík, með Mölvíkurkampi. Austast í henni voru klappir, og var þar kallað Varir eða Mölvíkurvarir.”
“Búðarrúst er austur af Tjörninni, Mölvíkurbúð, frá þeim tímum er útræði var úr Mölvíkurvörum; þar er og Mölvíkurfiskabyrgi.”
“Austan Mölvíkur taka við Draugagjártangar, sker og drangur fram í sjó, og austur af þeim taka svo við Draugagjár, og eru þar klappir og klettar.” “Veit ekki um tilurð nafnsins, en mér og öðrum hefur fundizt draugalegt í gjánni.”

Stakkavík

Stakkavík – álfakirkjan.

“Milli sjávar og Hlíðarvatns, þar vestur af, liggur klapparhraun mikið og slétt, kallast Hellur. Um Hellur liggja gamlar reiðgötur, enda var þarna um hinn gamla alfaraveg að ræða… Gata þessi er ekki eins glögg og hin neðri, en aftur á móti er hún vörðuð Helluvörðum allt austur á Víðisand.”
“Innar, það er norðar [en Flathólmi], er svo tangi, sem kallast Vaðið, en milli Vaðs og Flatatanga er vik inn og heitir Vaðvik; þar hefur stígur eða gata legið upp.”
“Milli sjávar og Hlíðarvatns, þar vestur af, liggur klapparhraun mikið og slétt, kallast Hellur. Um Hellur liggja gamlar reiðgötur, enda var þarna um hinn gamla alfaraveg að ræða. Reyndar eru þeir tveir; liggur annar neðar. Alfaravegurinn neðri liggur um klappirnar því nær niður við sjó, og eru markaðar götur í klappirnar allt vestur að Draugagjám, þar hverfa þær undir brunahraun. Svo segja Selvosingar, að götur þessar stefni í sjó fram í Draugagjár og liggi upp á Alboga.””

Stakkavík

Stakkavík – Gálgar.

“Á þessu vatnsviki (?), sem nú er Gamlatúnið eru þrír hólmar, Hólmarnir. Fyrst er Hólminn syðsti, sem einnig kallast Bæjarhólmi, því þar stóð Stakkavíkurbærinn gamli í eina tíð.”
“Austan við tangann, sem húsið stendur á, var lítið vik og þar í Gamlavörin. Ofanvert við hana var smábyrgir, kallað Naustið. Þar hafði bátur verið geymdur.”
“Stöðulnef var gegnt tanganum, og þar mátti sjá stíg er lá niður í vatnið, Gamlastíg.”
“Úti í vatninu mátti sjá móta fyrir garðlagi, sem kallast Vatnsgarður, ef til vill verið túngarður Gamlatúns eða varnargarður fyrir ágangi vatnsins.”
“Austur af Stöðulnefi var svo Réttarnes og þar á Gamlaréttin, og sést þar móta fyrir veggjum.”
“Þegar kom upp á Háahraun, var þar fyrst fyrir neðan þjóðveginn Fjárborgin og litlu austar Álfakirkja, hóll mikill og sérkennilegur…”

Stakkavík

Álfakirkjan í Stakkavík.

“Álfakirkja. hefi ekki heyrt neinar sagnir um hana frá gamalli tíð. En þá er við bræður vorum ungir strákar, þá var það, að Gísli bróðir minn tók sig til og smíðaði kross úr tré og reisti hann á Álfakirkjunni. Nóttina á eftir dreymdi Gísla, að hann væri staddur úti. Sá hann þá stóran hóp af fólki. Bar þar mest á einum manni, sem hafði höfuð og herðar yfir hitt fólkið. Kemur hann til Gísla og segjir við hann, [að] ef hann eigi framar við kirkjuna, þá verið hann drepinn. Krossinn var því fjarlægður. Síðan hefur Gísli ekki orðið var við neitt, hvorki í vöku né svefni, í sambandi við Álfakirkjuna.”
“Þá kom lægð í hraunið upp af Botnaviki, er hét Flöt. Þá komu Höfðar, og þar voru fjárhúsin, lágu upp frá Austurnesi.”

Stakkavíkuselsstígur

Stakkavíkurselsstígur.

“Um Flötina lá Selstígurinn, og var þetta brött leið.”
“Vestan til við hraunfossinn liggur svo Nátthagastígur upp á fjallið.”
“Selstígur heitir upp á fjallinu; liggur hann í Stakkavíkursel, sem er þar norðar á fjallinu.”
“Austar en [Nátthagastígur] er svo Selskarð, og þar um liggur Selskarðsstígur og síðar norður fjallið.”

Skoðaðar voru minjarnar í Stakkavík og á Réttarnesi. Stakkavík fór í eyði 1943. Síðasti ábúnandinn þar var Kristmundur Þorláksson. Loks var gengið að Selsstíg þar sem hann liggur áleiðis upp á Stakkavíkurselsstíg ofan brúnar skammt ofan fjárhústóftanna (sjá aðra FERLIRslýsingu af Stakkavíkurseli). Neðan hans, í Höfðanum, er fyrrnefnd Álfakirkja.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Heimild:
Örnefnalýsing fyrir Ölfus; Orri Vésteinsson og Hildur Gestsdóttir

Þjóðsagan er fengin af
http://www.snerpa.is/net/thjod/krysa.htm

Ómar

Unnið að uppdrætti Herdísarvíkur eftir að heim var komið.

Hlíðarvatn

Gengið var um Selvogsgötu frá Bláfjallavegi, upp Kerlingarskarð og áfram niður Hlíðarveg, um Hlíðarskarð og niður að Hlíð við Hlíðarvatn.

Selvogsgata

Selvogsgata – Gísli Sigurðsson.

Skammt ofan Bláfjallavegar greinist Selvogsgatan. Annars vegar liggur hún áfram áleiðis upp að Kerlingarskarði og hins vegar til vinstri, áleiðis að Grindarskörðum. Síðarnefnda leiðin hefur lítið verið farin í seinni tíð, en þá leið var t.d. farið þegar burðarhestar voru með í för.
Á leiðinni upp í skarðið blasir Stóri bolli, Tvíbolli og Þríbolli við, en eru einu nafni nefndir Bollar eða Grindaskarðshnúkar. Beggja vegna götunnar eru hellisskútar. Einn þeirra er með einstaklega fallegu rósamynstri í lofti. Skammt austan hennar er stórt ílangt jarðfall, hrauntröð úr Miðbolla, en hann er einn fallegasti eldgígur landsins. Í rauninni eru þrír gígar í honum; sá stærsti efst, einn í honum norðanverðum og annar norðvestanvert í honum.
Ofarlega undir Kerlingarskarði eru tóftir af húsi brennisteinsnámumanna. Efst í því, vinstra megin þegar komið er upp, er drykkjarsteinn, skessuketill í móbergssteini. Hann hefur löngum komið til tals þegar fjallað er um þessa leið, enda stólaði fólk yfirleitt á vatnið í steini um á ferðum sínum. Í sumum frásögnum er talað um fleiri en einn drykkjarstein í skarðinu.

Kerlingarskarðsvegur

Kerlingarskarðsvegur – drykkjarsteinn.

Þegar komið er upp á brún sjást eldgígar á hægri hönd, Draugahlíðar framundan og Miðbolli og Kóngsfell á vinstri hönd. Utar má sjá Stóra-Kóngsfell og Drottningu, Stórkonugjá og Bláföllin. Reykjavegurinn kemur þarna inn á Selvogsgötuna. Þegar gengið er niður brekkuna mót suðri er komið að gömlu hliði á götunni. Nálægt því eru gatnamót. Selvogsgatan heldur áfram áleiðis niður að Litla-Kóngsfelli og síðan áfram til suðurs um Hvalskarð og Strandarhæð í Selvog.
Gata, sem liggur til hægri og nú er vel vörðuð, nefnist Hlíðarvegur og liggur að Hlíðarskarði ofan við Hlíð. Þessi gata hefur verið vinsæl gönguleið í seinni tíð. Hún er vel greiðfær, liggur niður með vestanverðum Hvalhnúk og Austurásum og er síðan tíðindalítið að skarðinu ofan við Hlíð. Stakkavíkurselsstígur kemur inn á götuna neðan Vesturása og miðja vegu að Hlíðarskarði er stór og falleg hraunbóla í hraunhól (hægra megin – lítil varða við opið). Skömmu áður en komið er að henni er ágætt skjól í lágum grónum hraunhól, kjörinn áningarstaður.

Selvogsgata

Selvogsgata – Ólafur Þorvaldsson.

Þegar komið er í Hlíðarskarð blasa við fallegar klettamyndanir og fallegt útsýni yfir Hlíðarvatn, Vogsósa og Selvog. Ágætt er að feta sig rólega niður skarðið og njóta útsýnisins og gróðursins í hlíðinni.
Tóftir eru undir Hlíðarskarði og ofan (norðan) og vestan við veiðihúsið undir skarðinu. “Hlíð var fyrr góðbýli og landnámsjörð í Selvogi. Var hún um aldaraðir eign Strandakirkju og er það enn. Bærinn stóð á Bæjarhól eða lágum hrygg, er lá fram í Hlíðarvatn. Tangi eða hólmi er út í vatninu fram undan bænum; Hjalltangi eða Hjallhólmi er hann nefndur. Þar á bærinn að hafa staðið upphaflega . Árið 1501 selur Grímur Pálsson Þorvarði Erlendssyni lögmanni Hlíð. Auk Bæjarhóls eru í túninu Kirkjuhóll eða Bænhúshóll, en þar á hafa staðið bænhús í katólskri tíð. Ofan við Malarinnar eru rústirnar, en þar segja fróðir menn og konur, að bærinn hafi staðið, eftir færslu úr Hjalltanga.”
Veður var frábært – sól og lygna. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Heimildir eru m.a. úr örnefnaskrá fyrir Ölfus; Orri Vésteinsson og Hildur Gestsdóttir.

Hlíðarskarð

Hlíðarskarð.

Fornigarður

“Landbúnaðurinn hefir hér á Íslandi mikið til þrætt sömu sporin í 900 ár að því er búnaðarhætti snertir. Er það að vísu óræktur vottur um tryggð og fastheldni vor Ísendinga við gamlar venjur og væri að sönnu allrar virðingar vert, ef vér hefðum eigi jafnframt fellt niður aðal-búmannskostina; atorkuna og dugnaðinn.

Óbrennishólmi

Garður í Óbrennishólma.

Slægjulöndin skiftust þá eins og nú í tún og engjar, en sá er munurinn, að á söguöldinni voru slægjulöndin, bæði tún og engjar, rammlega girt og varin fyrir ágangi fénaðar og var það eitt hið fyrsta og æðsta boðorð í landbúnaðarlöggjöf forfeðra vorra. Og eigi létu þeir þar við sitja. Þeir girtu einnig haga sína og afréttarlönd. Þorsteinn Egilsson á Borg lét gera garð um þvera Grísatungu milli Laugavatns og Glúfrár, og hefir það verið býsna mikið verk, enda lét hann þar að vera marga menn um vorið.

Ögmundarstígur

Ögmundarstígur.

Ein af þrautum þeim, er Víga-Styr lagði fyrir berserkinn, er hann mælti til ráðahags við dóttur hans, var sú, að hann skyldi leggja hagagarð yfir þvert hraunið milli landa þeirra Vermundar. Hér er hagagarðurinn um leið merkigarður, og hefir það auðvitað víða fallið saman. Lögin heimiluðu hverjum bónda, að krefjast þess af nágranna sínum, að hann legði merkigarð á milli landa þeirra í félagi við hann, og var nefndur löggarður og verkið löggarðsönn. Löggarður skyldi vera 5 feta þykkur niður við jörð, en 3 feta að ofan, og axlar hár af þrepi. Lögin ætla 12 vikur á ári til garð-anna og sýnir það bezt hve mikla áherslu forfeður vorir lögðu á að verja land sitt. Þeim mönnum, er vel kunnu til garðlags, varð öðrum fremur gott til vistar, og sóttust menn eftir þeim langt að og vildu oft mikið til vinna.

Skagagarður

Skagagarðurinn.

Maður var nefndur Ásbjörn vegghamar, ættaður úr Flóa. Hann var heldur óþokkamenni og illa kynntur, en margir slægðust til að taka við honum, því hann var garðlagsmaður svo mikill, að enginn lagði lag við hann. Hafðist hann við austur í Fljótsdalshéraði og lagði garða um tún manna og svo merkigarða. Var hann svo mikill meistari á garðlag, að þeir garðar stóðu öldum saman í Austfjörðum, er hann lagði. En vér þurfum eigi að leita vitnisburðar fornritanna um atorku og dugnað forfeðra vorra í þessu efni. Verkin sýna merkin. Enn í dag sjást víða hér á landi leifar af fornum merkigörðum, og eru þeir hin mestu mannvirki í sinni röð og óskeikull vottur um hið stórbrotna starfsþrek forfeðra vorra. Fyrir ofan Stóra-Klofa á Rangárvöllum sér enn votta fyrir fornum garði yfir þveran hreppinn, nær ½ mílu á lengd.

Fornigarður

Fornigarður í Selvogi.

Hafa menn eignað Torfa ríka garð þennan, af þeim ástæðum sennilega, að hann var einna alkunnastur höfðingi um þessar slóðir, en óefað er mannvirki þetta miklu eldra. Á Mýrum vestra er og fjöldinn allur af slíkum fornaldargarðlögum, eigi aðeins í grennd við bæina, heldur og víða í höfum úti. Í Suður-Þingeyjarsýslu (Reykjadal, Laxárdal og Reykjahverfi) er örmull af fornum görðum. Liggja þeir meðal annars yfir Fljótsheiði þvera frá norðri til suðurs, nál. 5 mílur vegar á lengd, og yfir Hvammsheiði. Hafa sumir ætlað þetta forna upphleypta vegi, eða “göngugarða”, og meðal annars eignað Guðmundi ríka á Mörðuvöllum einn þeirra, yfir Hvammsheiði, er létta skyldi ferðir hans í Reykjahverfi. En allt munu þetta vera fornir merkigarðar eða afréttagarðar. Sumstaðar sér og votta fyrir fornum túngörðum, er sýna það og sanna, að tún fornmanna hafa verið miklu stærri en nú, enda leiðir það og beint af skepnufjöldanum [sjá frásögn annars staðar].”

Efnið er úr Gullöld Íslendinga eftir Jóns Jónsson, alþýðufyrirlestrar með myndum, Reykjavík 1906, bls. 244-246.

Grjóthleðsla-9

Unnið við endurgerð sjógarðs í Vogum.

Kúluhattshellir

Gengið var frá Sandfelli eftir slóða, vestur yfir grassléttu, Þúfnavelli, austan Geitafells og áfram eftir slóðanum vestur með norðanverðu fjallinu.

Kúluhattshellar

Í Kúluhattshellum.

Norðan og ofan við Geitafell er gróið hraun og því auðvelt yfirferðar. Með í för var m.a. einn helsti hellafræðingur landsins. Þegar komið er upp á brúnina blasir Heiðin á við í vestri. Þegar komið var á móts við norðurhornið, eftir þriggja kílómetra og 15 mínútna göngu, var gengið í norðvestur í átt að Hrossagjárhorni, en það heitir þar sem Hrossagjá beygir úr norðri til vesturs. Þar austan við eru Guðrúnarbotnar; grasi grónar brekkur og dældir utan og neðan við hraunkantinn á Heiðinni há. Botnarnir liggja með hraunkantinum til suðurs. Þegar komið var neðst í Guðrúnarbotna bar kúlahattslegan klett, u.þ.b. tveir metrar í þvermál, við himinn í norðvestri, uppi í heiðinni. Kletturinn er norðaustan við klapparhól, sem reyndar er nóg af á þessu svæði. “Kúluhatturinn” er eina kennileitið á þessu svæði, sem sker sig úr, þótt lítill sé á mælikvarða heiðarinnar.

Kúluhattshellir

Í Kúluhattshellum – hreindýrabein.

Um 200 metrum austan við klettinn eru nokkur jarðföll. Fyrst var komið í jarðfall, u.þ.b. fjórir metrar í ummál og tæplega tveggja metra djúpt. Rás, sem lá niður úr því til suðausturs reyndist vera um 20 metra löng. Efri hluti jarðfallsins skiptist í tvær rásir. Önnur lá til norðurs, en hin til norðvesturs. Sú nyrðri reyndist nokkuð víð, en fremur stutt. Í henni voru dropasteinar og aðrar fallegar hraunmyndanir.

Hin reyndist öllu lengri. Kannaðir voru um 100 metrar af rásinni. Í henni voru m.a. tvö önnur op, þar af eitt stórt og mikið. Skammt innan við opið var beinagrind, að því er virtist af hreindýri, en síðasta villta hreindýrið á Reykjanesi var einmitt drepið á Hellisheiði í lok annars áratugar 20. aldar. Í þessum helli eru því óneitanlega eitthvað skoðunnar virði, auk dropasteina og fleiri myndana.

Kúluhattshellar

Í Kúluhattshellum.

Annað jarðfall var þarna skammt vestar. Sunnan í því var stór og mikil hraunrás, en endaði með hruni eftir um 10 metra. Handan við hrunið mátti sjá niður í rásina þar sem hún hélt áfram til suðausturs. Ofar í jarðfallinu lá hraunrás upp á við.
Líklegt má telja að á þessu svæði kunni að leynast fleiri göt og fleiri rásir. A.m.k. lofaði þetta góðu.
Frá Geitafelli eru tæplega fimm kílómetrar upp í hellana, eða u.þ.b. klukkustunda gangur. Þegar lagt var af stað til baka var orðið myrkvað. Það kom hins vegar ekki að sök því stjörnubjart var og norðurljósin dönsuðu litríkan strikadans um himninn. Það var því tiltölulega auðvelt að rata til baka aftur.
Veður var hlýtt og stillulogn var allan tímann – sem sagt; hið fegursta haustkvöld.

Kúluhattshellar

Kúluhattshellar – uppdráttur ÓSÁ.

Annar í aðventu

Lagt var á Nátthagaskarð. Þegar upp var komið var gengið í beina stefnu á Náttahaga, nyrsta hellinn á Stakkavíkurfjalli. Nátthagi og Annar í aðventu, sem er niður við brún fjallsins skammt vestar, eru í tiltölulega mjórri hraunbreiðu, auk Halls, sem er austastur hellanna, skammt vestan við mitt Nátthagaskarð.

Nátthagi

Í Nátthaga.

Rebbi og Brúnahellir eru vestar, í hraunbreiðu skammt austan við Mosaskarð. Tiltölulega stutt er þó þarna á milli opanna.
Efsta op Nátthaga er í stóru jarðfalli langleiðina upp undir nýja hrunið. Rásin liggur suður og norður, báðar mjög stórar. Þegar haldið er upp norðurrásina er komið niður á stétt hellisgólfið, en síðan tekur við talsvert hrun uns komið er upp í þverrás. Mikil hrauná hefur komið ofan að, frá vinstri, og stefnir niður rásina hægra megin. Vegna árinnar lækkar rásin svolítið, en hægt er að ganga boginn inn eftir henni og niður hana. Hún hækka fljótlega á ný. Rásin liggur í boga og er komið út um sama jarðfallið og farið var niður í, vinstra megin við meginrásina. Þessi leið er um 200 metrar. Þá var haldið niður í syðri rásina og henni fylgt.

Nátthagi

Í Nátthaga.

Komið er niður er komið á fallegan jarðfastan hraunbekk, sem stendur út undan hruninu. Fljótlega tekur við talsvert hrun, en hellirinn er samt nokkuð hár. Á einum stað í hruninu má sjá hraunplötu, sem fallið hefur úr loftinu. Ef skoðað er undir hana má sjá hvernig loftið hefur verið, fallega rautt. Í miðri rásinni er svartur, jarðfastur og svartleitur, sléttur steinn, sem stingur nokkuð í stúf við annað á leiðinni. Glampar á hann af ljósunum. Rétt áður en komið úr út um jarðfall má sjá þrönga rás liggja upp til hægri. Þessi hluti Nátthaga er um 140 metrar. Í jarðfallinu er stutt rás áfram uns komið er upp á nýjan leik. Þar er rásin fallin, beygir til vinstri að opi, sem þar er. Innan við það op liggur falleg rás áfram til suðurs. Í henni eru dropasteinar og loft hennar er á kafla mjög fallegt. Þessi rás endar í þrengslum eftir um 80 metra. Skammt sunnar er enn eitt opið. Úr því liggja hraunrásir bæði til norðurs og suðurs. Þær enda einnig í þrenglsum. Þessar rásir eru um 140 metrar.

Rebbi

Beinagrind af rebba innan við op Rebba.

Haldið var yfir að Brúnahelli, en hann er í rás fremst á fjallinu skammt austan Mosaskarðs, skammt sunnan við Rebba. Falleg og litskrúðug rás liggur þar upp í hraunið og beygir þar til vinstri uns hún lokast þar sem flór kemur undan þrengslum eftir um 20 metra. Hægt væri að skríða áfram, er það væri erfitt. Rás liggur einnig til suðurs um 40 metra. Hún endar í þrengslum. Fallegar hraunmyndanir eru í rásinni á kafla.
Þá var lagt í Rebba. Þekkja má hellinni, sem í hraunholu, á beinum, sem eru þar niður í. Tvö önnur op eru ofar. Til aðgreiningar voru þau nefnd Hiðhellir og Hvalskjaftur, en þær rásir eru að öllum líkindum í sama hellakerfinu. Sama hraunið og sömu litirnir koma þar fyrir í öllum rásunum þótt þeir virðist aðskildir.

Rebbi

Í Rebba.

Rebbi er fallegastur hellanna á þessu svæði. Þegar komið er niður liggja hraunrásir til suðurs og norðurs. Þegar haldið er til suðurs er fljótlega komið að gati í gólfinu. Þar niðri, mannhæðahátt, liggur önnur hraunrás í sömu stefnu og sú efri – um 6 metra í hvora átt. Haldið var niður eftir rásinni, sem er um 60 metrar að lengd. Mjög fallegar hraunmyndanir eru í henni uns hún þrengist verulega. Hægt er þó að þrengja sér inn undir rásina, sem er um meters breið. Fyrir innan er nokkuð sem líkist tvöföldum flór, um 6 metrar á lengd. Þar skammt frá endar hellirinn er loft mætir gólfi. Þegar haldið er til norðurs blasa við geysifallegar hraunmyndanir. Fljótlega kemur eldrauður flór í ljós, um metersdjúpur. Bekkur liggur samhliða honum. Hægt er að fara ofan í flórinn og ganga áfram upp eftir honum. Þá birtast hinar fallegustu hraunmyndir. Flór kemur fram úr hellinum og myndar nokkurs konar björgunarbát, eldrauðan, í honum miðjum. Síðan stallast myndanirnar áfram upp.

Rebbi

Eyjólfur, FERLIRsfélagi, í Rebba.

Hellirinn lækkar síðan, en hækkar aftur. Þar inni er mjög fallegir hraunbekkir, tvílitir. Dekkra hraun hefur lagst þunnfljótandi utan á rauða hraunið og myndað fallegan bolla. Innar eru einnig margar fallegar hraunmyndanir. Þessi hluti hellisins gæti verið um 150 metra langur. Hægt er með erfiðismunum að skríða lengra áfram í gegnum þrengingu og er þá hægt að fara út um 6 metra löng þröng op, sem er annað op á hinum eiginlega Rebba.
Ofan við Rebba, svolítið til hægri, er gat. Þar liggur hraunrás til suðurs. Hún er um 60 metrar að lengd og endar í þrengslum. Til hægðarauka var þessi hluti nefndur Miðhellir.

Rebbi

Í Rebba.

Efst í rásinni hægra megin er fallegur hraunfoss, sem hefur komið niður rás ofarlega í veggnum og storknað neðan við hann. Aðeins lengra er mjó raunrás, einnig upp við loft, og neðan við hann hefur myndast fallegt og stórt hraundríli. Suðvestan við opið er hlaðið skjól fyrir refaskyttur.
Loks er enn ein hraungatið, svolítið norðar, svo til albeg upp undir nýja hraunkantinum. Hægt er að fara ofan í hraunrásir bæði í vesturjarðir opsins og eynni í austurjaðri þess. Þegar komið er ofan í vesturgatið má sjá hinar fallegustu sepamyndanir. Að ofanverðu birtist nokkurs konar hvalskjaftur og ef setið er í kjaftinum má sjá allan tanngarðinn eins og hann leggur sig. Rás liggur til suðurs, um 40 metra, sem kemur upp í litlu jarðfalli. Þegar haldið er niður koma í ljós tvær hæðir. Gólfið á eftir hæðinni er mjög þunnt, en rásin á neðri hæðinni endar í þrengslum.

Rebbi

Myndanir í Rebba.

Í eystra opinu liggur rás til suðurs. Sjá má rásina koma sem hraunæð að ofan og er hún opin upp, mjög lág. Rásin niður er hins vegar myndarleg, en lækkar fljótlega. Hraunnálar eru í loftinu. Skríða þarf áfram, en þá birtist allt í einu 10 fingra krumla niður ú loftinu. Þess vegna er þessi hluti hellakerfisins nefnd Krumlan til hægðarauka. Rásin er um 100 metra löng.
Þá var haldið austur yfir í Annan í aðventu. Varða er austan við brúnina þar sem neðra opið er í jarðfalli frman í bjargbrúninni. Ofar er hlaðinn veggur, skjól fyrir refaskyttur. Hellirinn liggur því til norðurs. Rásin er víð neðst, en lækkar síðan. Skríða þarf hluta hellsins upp að efra opinu. Þessi hluti er um 60 metra langur. Ofan við efra opið liggur rásin í vinstri beygju. Hún er nokkuð stór fyrst, en lækkar síðan uns hún endar í þrengslum. Efri rásin er um 120 metra löng.
Svo virðist sem Annar í aðventu geti verið hluti af hellakerfi Nátthaga, sem er þarna norðan við.

Annar í Aðventu

Annar í aðventu.

Loks var haldið í Hall. Stórt jarðfall er í brekkunni er halla fer að Nátthagasarði. Op liggur úr því til vesturs, vítt til að byrja með, en þrengist síðan uns komið er upp úr því í opi eftir 80 metra. Rásin niður og til austurs er hins vegar öllu stærri. Ljósin ná varla að lýsa á milli veggja, en mikið hrun er í hellinum. Rásin liggur um 200 metra í átt að skarðinu, en hún hallar mikið undir það síðasta.
Skammt norðan við Hall er lítil rás, sem skiptir sér, en endar í þrengslum á öllum leiðum.

Rebbi

Rebbi – op.

Eflaust er eitthvað ósagt um hella þessa, ekki síst jarðfræðihliðina, en þarna er sjón sögu ríkari, ekki síst þegar Rebbi er skoðaður.

Við skoðunina rak smala á fjörur okkar. Aðspurður um hraunið sagðist hann vita af jarðfalli miklu allfjarri. Niður væru líklega einir 6 metrar og virtust miklar rásir liggja þar undir. Lýsti hann staðsetningunni nokkuð vel. Ekki er vitað af hellum á því svæði, en hraunin þar gefa ástæðuna til að ætla að svo geti verið. Eitt af næstu verkefnum FERLIRs verður að kanna það.
Eftir að hafa teiknað upp hellakerfið á Stakkavíkurfjalli var haldið til byggða á ný.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 11 mín.

Herdísarvíkurfjall

Á Herdísarvíkurfjalli við Annan í aðventu.