Tag Archive for: Sel

Upplýsingagjafi var að sjálfsögðu upplýstur þegar í stað um síðustu FERLIRsferð, enda manna fróðastur um það landssvæði. Viðbrögð hans voru eftirfarandi:

Saurbæjarsel

Saurbæjarsel.

„Þið hafið greinilega verið óvenjufundvís á selin. Í örnefnalýsingu Saurbæjar er nefndur:

Seldalur: Gróin laut í Hrauninu. Þar sér enn fyrir tóftum. Selið var frá Saurbæ.“ Hraunið nefnist Saurbæjarhraun og sunnan og vestan tungu úr því hrauni, sem ég hygg að skilji að selin tvö, er lág (Hengladalalág) þar sem þjóðgatan forna fór um á leið sinni upp Kamba og þar var bílvegurinn einnig fyrrum (Eiríksvegur). Því miður hef ég ekki lagt mig eftir að finna selin en götuna gömlu hef ég rakið allt frá byggð í Hveragerði og upp á Kambabrún.
Hvar Gufudal er að finna er nokkuð vandsvarað. Reykjadalur hefst við Ölkelduháls og endar í Djúpagili en áin sem rennur um hann fellur í Hengladalaá (eða Hengladalsá) nokkru vestan grasflatarinnar sem kennd er við Vallasel.

Saubæjarsel

Saurbæjarsel.

Dalurinn sem Hengladala- og síðan Varmaá fellur um og Hamarinn afmarkar að sunnanverðu hefur ekki neitt viðurkennt nafn í Örnefnaskrám. Ölfusdalur er hann oft nefndur og Jónas frá Hriflu nefndur sem nafngjafi. Gufudalur er heiti á nýbýli sem Guðjón A. Sigurðsson byggði laust fyrir 1940 (1938?) á svæðinu milli Sauðár og Varmár. Það býli er þá suðaustur af Reykjadal og norðan Varmár. Best væri að við FERLIRsfélagar hittumst við tækifæri þannig að við gætum borið saman bækur okkar um hvar selja er helst von.“ Selfossi 7. maí 2007.
Þess ber að geta að einn hinna þrautþjálfuðu FERLIRsfélaga var þegar í stað sendur út af örkinni og skoðaði hann þá alla vestanverða hlíðina undir Kömbunum. Hann fann þó engin önnur ummerki eftir selstöðu á því svæði, sem verður, að fenginni reynslu, að teljast nokkuð áreiðanleg tíðindi – því engir hafa meiri þjálfun eða eru líklegri til að finna mannvistarleifar en FERLIRsfélagar.
Í vikunni – sólksinssíðdegis – er ætlunin að skoða Vallasel austan ármóta Hengladálsáar og Reykjadalsáar svo og Núpasel að ofanverðum Núpum undir Núpafjalli, þar sem Seldalur nefnist skv. örnefnaskrá.

Saurbæjarsel

Saurbæjarsel.

 

 

Ákveðið hefur verið að undirbúa uppbyggingu einnar dæmigerðrar selstöðu og einnar sambærilegrar verstöðvar á Reykjanesskaganum.
selstadaEins og flestu upplýsandi fólki ætti að vera orðið kunnugt voru fjöldi selja á þessu landssvæði, fyrrum landnámi Ingólfs, alls u.þ.b. bil 360 talsins. Fáu fólki er nú kunnugt um þennan mikilvæga þátt búskaparsögunnar er spannar u.þ.b. 1000 ár, eða allt frá landnámi  fram til loka 19. aldar.
Verstöðvar á 24 stöðum við strandir á sunnan- og norðanverðum Reykjanesskaga gengdu lykilhlutverki fyrrum í forðaöflun fyrir íbúana, verslun og útflutningi. Verin voru á vertíðum mönnuð fólki hvaðanæva af landinu allt frá því á 12. öld til loka 19. aldar. Húsakostur, önnur mannvirki, bátakostur, klæðnaður, áhöld, fiskverkun og mannlíf í þessum strandútstöðvum settu sinn svip á þjóðarsálina líkt og selbúskapurinn gerði inn til landsins – með ólíkum hætti þó.
Sel og ver voru órjúfanlegur hluti búskapar fyrri alda. Það er því mikilvægt að komandi kynslóðir fái tækifæri til að sjá og skilja mikilvægi hvorutveggja í lífi forfeðra þeirra og -mæðra.
Ætlunin er að undirbúa verkið og hefjast síðan handa. Staðsetningar hafa verið ákveðnar, en eftir er að afla leyfa fyrir mannvirkjunum. Vandað verður til verka. Ferðaþjónustan á og án efa eftir að njóta góðs af til lengri framtíðar.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel – tilgáta.

 

Hópssel

Árið 2007 ritaði einn FERLIRsfélaga BA-ritgerð í fornleifafræði við HÍ; „Sel vestan Esju„… Í inngangi ritgerðarinnar segir: „Viðfangsefni ritgerðarinnar er að safna heimildum um sel og selstöður á landssvæðinu frá vesturhlíðum Esju út að Reykjanestá, vestast á Reykjanesskaganum, bera þær saman, kanna fjölda þeirra, leita þær uppi og merkja inn á uppdrátt, lýsa gerð mannvirkja í seljum á svæðinu og jafnframt að reyna að ákvarða aldur þeirra út frá heimildunum, einkum Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá árinu 1703  svo og helstu útlitseinkennum.

Selin og selminjar á svæðinu eru fornleifar – ein tegund  búskaparminja á afmörkuðu svæði. Ritheimildirnar eru notaðar til að fá vísbendingar um aldur og staðsetningu seljanna. Minjarnar voru leitaðar uppi eftir heimildunum og reynt að meta hugsanlegar breytingar í gerð þeirra eftir aldri. Við leitina, sem stóð samfellt í 6 ár, voru uppgötvuð sel og líklegar selminjar, sem ekki er getið um í heimildum. [Hafa ber í huga að engir launaðir fornleifafræðingar hafa reynt að afla allra þessara upplýsinga og það þrátt fyrir lögbundið hlutverk Fornleifaverndar ríkisins.] Upplýsingar fengnar á vettvangi hafa hjálpað til við að skýra skráðar heimildir og bæta við þær sem fyrir voru. Auk þess hefur með  vinnunni fengist nokkuð heildstæð mynd af þessari tegund búskaparminja á landssvæðinu. Upplýsingarnar voru færðar inn á skrá með gps-staðsetningarhnitum og kort. Hvorutveggja fylgir ritgerðinni.“

Blikdalur

Sel í Blikdal.

Að hans sögn er nú (2008) vitað um 400 selstöður í öllu fyrrum landnámi Ingólfs (þ.m.t. austan Esju). Einungis þremur selstöðum hefur verið spillt með framkvæmdum. Þrátt fyrir yfirferðina hefur reynst erfitt að ákvarða aldur einstakra selminja, enda verðu það ekki gert nema með nákvæmari rannsókn á vettvangi, t.d. með uppgreftri. Með fullri virðingu fyrir öðrum má segja að hvergi hefur verið safnað á einn stað jafn miklum upplýsingum um viðfangsefnið á einn stað, sem hér má sjá. Efnisinnihaldið er eftirfarandi:
Efnisyfirlit

I.     Inngangur  
       1.1.    Þakkir fyrir veitta aðstoð
1.2.    Aðdragandi
       1.3.    Upplýsingaöflun, vangaveltur og vettvangsskoðun
       1.4.    Heimildir
       1.4.1. Ritaðar heimildir
       1.4.2. Munnlegar heimildir
       1.4.3. Vettvangsheimildir
1.5.    Kort
       1.6.    Fjöldi selja
       1.7.    Horfin sel
       1.8.    Leitir
       1.9.    Annað

II.   Ákvæði                                                                                          
       2.1.    Friðslýsingaskrá
       2.2.    Sel og beitarhús
III.   Mannvirkin                                                                                  
3.1.    Hús – megingerð
3.2.    Réttir
3.3.    Fjárskjól
       3.4.    Fjárborg – fjárbyrgi
       3.5.    Nátthagi
       3.6.    Stekkur – kví
       3.7.    Brunnur – vatnsstæði
       3.8.    Gerði – garður
       3.9.    Selsstígur – selsgata
       3.10.  Smalabyrgi
       3.11.  Selsvarða
IV.  Svæðið                                                                                         
       4.1.    Staðhættir
V.    Selin og selstöðurnar – staðsetningar                                    
5.1. Grindavíkur hreppur.
1.                        Krýsuvíkursel I (Selöldu).
Krýsuvíkursel II (Sogasel).                                                                 
2.                        Krýsuvíkursel III  (Seltúni).
3.                        Krýsuvíkursel IV? (Húshólma).
Krýsuvíkursel V (Vigdísarv./Þorkötlust).                                            
4.                        Krýsuvíkursel VI (Kaldranasel).
5.                        Krýsuvíkursel VII?(Litlahraun/Gvendarhellir).
6, 7 og 8.              Krýsuvíkursel VIII, IX og X? (Staðarsel I,II og III).
9.                        Ísólfsskálasel?
10 og 11.              Hraunssel (eldra og yngra).
12.                       Krýsuvíkursel V (Vigdísarvellir/Þorkötlustaðasel).
13.                       Hópssel
14.                       Baðsvallasel.
15.                       Dalssel.
16.                       Selsvallasel – vestari
17.                       Selsvallasel – austari.
5.2. Hafnahreppur.                                                                              
18.                       Sel við Stampa (Gálmatjörn).
19.                       Merkines eldra (Miðsel).
20.                       Merkinessel yngra.
21.                       Möngusel.
22.                       Kirkjuvogur.
5.3. Rosmhvalaneshreppur.                                                              
23.                       Stafnessel.
24 og 25               Hvalsnessel.
26.                       Fuglavíkursel.
27.                       Ró[sa]sel.
5.4.  Vatnsleysustrandarhreppur.                                                       
28.                       Narfakotssel.
29.                       Innra-Njarðvíkursel.
30 og 31.              Vogasel I (Vogasel eldri og Vogaselin yngri).
32.                       Vogasel III (Nýjasel).
33.                       Vogasel IV (Þórusel ).
34.                       Vogasel V (Snorrastaðasel).
35.                       Vogasel VI (Arasel /Arahnúksel).
36.                       Vogasel VII (Gjásel).
37.                       Hólssel (Hólasel).
19.                       Minni-Vogar.
38.                       Brunnastaðasel.
39.                       Hlöðunessel.
40.                       Ásláksstaðasel.
41 og 42.              Knarrarnessel.
43.                       Auðnasel.
44.                       Höfðasel.
45.                       Breiðagerðissel.
46.                       Fornasel (Litlasel).
47.                       Þórustaðasel?
48 og 49.              Fornusel (nyrðri og syðri).
50, 51 og 52.         Sogasel (Krýsuv.sel II), Sogasel ytra og Bakkasel.
53.                       Flekkuvíkursel.
54 og 55.              Oddafellssel (nyrðra og syðra)
56.                       Rauðhólssel.
57.                       Kolhólasel (Vatnsleysusel).
58.                       Hvassahraunssel.
5.5. Álftaneshreppur.                                                                      
59.                       Lónakotssel.
60 og 61.              Eiðiskotssel og Kolbeinskotssel.
62.                       Óttarsstaðasel.
63 og 64.              Brennisel og Kolasel.
65.                       Straumssel.
66.                       Fornasel (Jónssel).
67.                       Gjásel (Lambhagasel).
68.                       Hvaleyrarsel.
69 og 70.              Ássel og Ófriðarstaðasel.
71.                       Hamarskotssel.
72.                       Setbergssel.
73.                       Kaldársel.
74.                       Rauðshellissel?
75.                       Helgadalssel?
76.                       Garðaflatir?
77.                       Gvendarsel.
78                       Sandhússel.
79.                       Hliðssel.
80.                       Selskarðssel.
81.                       Mölshússel.
82.                       Brekkusel.
83.                       Svalbarðssel.
84.                       Sviðholtssel.
85.                       Deild.
86.                       Breiðabólstaðarsel.
87.                       Vífilstaðir.
88.                       Hraunsholtssel.
89.                       Urriðakotssel.
5.6. Seltjarnarnesshreppur.                                                         
90.                       Lambastaðasel.
91.                       Nessel.
92.                       Nærsel.
93 og 94.              Seljadalssel II? og Seljadalssel III?
95.                       Örfiriseyjarsel.
96.                       Víkursel.
97 og 98.              Stórasel  og Litlasel.
99.                       Öskjuhlíðarsel (Hlíðarhúsasel /Víkursel).
100.                     Fífuhvammurssel.
101.                     Breiðholtssel.
5.7. Mosfellssveit.                                                                         
102.                     Grafarsel.
103.                     Keldnasel.
104.                     Gufunessel.
105.                     Viðeyjarsel (Bessastaðasel?).
106.                     Korpúlfsstaðasel.
107.                     Blikastaðasel.
108.                     Suðurreykjasel.
109.                     Úlfarsfellssel?
110.                     Lágafellssel.
111.                     Varmársel.
112.                     Helgafellssel.
113.                     Hraðastaðasel.
114.                     Æsustaðasel?
115.                     Helgadalssel.
116.                     Minna-Mosfellssel (Markúsarsel/Leirtjarnarsel).
117.                     Mosfellssel I (Helgusel).
118.                     Mosfellssel II (Illaklifssel).
119.                     Mosfellssel III.
120.                     Jónssel.
121.                     Hrísbrúarsel.
5.8. Kjalarneshreppur.                                                                  
122.                     Þerneyjarsel.                                                    
123.                     Sámsstaðir (sel?).
124.                     Lambhagasel.
125.                     Grafarsel.
126.                     Mógilsáarsel.
127.                     Esjubergssel.
128.                     Móasel.
129.                     Skrauthólasel.
  5.9. Selvogur.
130.                     Hnúkasel?
131.                     Snjóthússel.
132.                     Nessel.
133.                     Bjarnastaðaból.
134.                     Götusel.
135.                     Þorkelsgerðisból.
136.                     Eimuból.
137.                     Ólafarsel.
138.                     Vindássel.
139.                     Strandarsel.
140.                     Vogsósasel.
141. og 142.          Stakkavíkursel (eldra og yngra).
143. og 144.          Herdísarvíkursel og Bótarsel.
145.                     Hlíðarsel.
5.10. Ölfus 
146.                     Hraunsel.
147.                     Hlíðarendasel.
148.                     Litlalandssel.
149.                     Breiðabólstaður
150.                     Hjallasel.
151.                     Núpasel.
152.                     Þorlákshafnarsel (Hafnarsel).
5.11.         Tölfræðileg samantekt
VI.      Yfirlit um sel og selstöður á Reykjanesskaga – vestan
          Esju.                                                                               
6.1. Yfirlitið

VII. Selin og selstöðurnar – fjöldi                                         
       7.1. Landakort
       7.2. Skrif Egons Hitzlers o.fl. um sel
       7.3. Tegundir selja
VIII. Selin og selstöðurnar – gerð og einkenni                       

IX.  Selin og selstöðurnar – aldur                                            

       9.1. Gullbringu og Kjósarsýsla – fjallskil

X.    Selin og selstöðurnar – endalok                                       


XI.  
Niðurlag                                                                      

Heimildir
Nafnaskrá
Viðauki

I. Inngangur

Viðfangsefni ritgerðarinnar er að safna heimildum um sel og selstöður á landssvæðinu frá vesturhlíðum Esju út að Reykjanestá, vestast á Reykjanesskaganum, bera þær saman,  kanna fjölda þeirra, leita þær uppi og merkja inn á uppdrátt, lýsa gerð mannvirkja í seljum á svæðinu og jafnframt að reyna að ákvarða aldur þeirra út frá heimildunum, einkum Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá árinu 1703 svo og helstu útlitseinkennum.

Uppdráttur af Hraunsseli

Hraunssel.

Selin og selminjar, sem fjallað er um í ritgerðinni, eru ein tegund búskaparminja á afmörkuðu svæði. Ritheimildirnar eru notaðar til að fá vísbendingar um aldur og staðsetningu seljanna. Minjarnar voru leitað-ar uppi eftir heimildunum og reynt að meta hugsanlegar breytingar í gerð þeirra eftir aldri. Við leitina, sem stóð í u.þ.b. 6 ár, voru uppgötvuð sel og líklegar selminjar, sem ekki er getið um í heimildum. Upplýsingar fengnar á vettvangi hafa hjálpað til við að skýra skráðar heimildir og bæta við þær sem fyrir voru. Auk þess hefur með  vinnunni fengist nokkuð heildstæð mynd af þessari tegund búskaparminja á landssvæðinu. Upplýsingarnar voru færðar inn á skrá gps-staðsetningarhnitum. Skráin  fylgir ritgerðinni.
Byrjað verður á því að lýsa seljum á Reykjanesskaganum og tilheyrandi mannvirkjum, staðsetningu, gerð og ástandi eins og það var í byrjun 21. aldar. Bornar eru saman upplýsingar úr Jarðabók Páls Vídalíns og Árna Magnússonar árið 1703 um þekkt sel og reynt verður að ráða í aldur þeirra með hliðsjón af ummerkjum á vettvangi og skráðum heimildum. Einnig verður reynt að áætla hvenær seljabúskapur lagðist af á svæðinu og af hvaða ástæðum.
Höfundur telur líklegt að í öllu landnámi Ingólfs megi finna leifar eftir tæplega 400 sel og/eða selstöður – á svæðinu í vestur frá Botnsá,  Ölfusvatni og Ölfusárósum að Reykjanestá. Á þessu svæði, vestan Esjuhlíða, fundust heimildir, vísbendingar og ummerki á 152 stöðum er geymt geta selminjar. Í Jarðabókinni 1703 er þetta svæðið sem skilgreint er sem Grindavíkurhreppur, Hafnahreppur, Rosmhvalaneshreppur, Vatnsleysu-strandarhreppur, Álftaneshreppur, Seltjarnarneshreppur, Mosfellssveit og Kjalarneshreppur í Gullbringu- og Kjósarsýslu, auk Ölves (Ölfuss) og Selvogs í Árnessýslu. Selin geta hafa verið í notkun frá fyrstu tíð landnáms hér á landi fram til aldamótanna 1900. Þau spanna því u.þ.b. 1000 ára tímabil í búskaparsögu svæðisins. Einungis eitt sel hefur verið rannsakað og aldursgreint.
Skoðuð verða lítillega skrif Hitzlers um sel hér á landi, einkum þau sem hægt er að heimfæra upp á seljabúskap á Reykjanesskaganum, en hafa ber í huga að Hitzler skoðaði þau sel ekki sérstaklega. Einnig verður tekið mið af skrifum Guðrúnar Sveinbjarnardóttur um sel, umfjöllun Guðrúnar Ólafsdóttur um Grindavíkurselin og Sesselju Guðmundsdóttur um Vatnsleysustrandarselin.

Selsstígur

Straumsselsstígur.

Ekki verður komist hjá því að fjalla lítillega um skilgreiningar á selminjunum sem fornleifar með hliðsjón af gildandi lögum og reglugerðum. Selminjar hafa bæði sögulegt gildi og eru áþreifanlegur vitnisburður um lífshætti og atvinnu fólks á svæðinu um aldir.
Uppdrættir af minjum og minjasvæðum og ljósmyndir eru eftir höfundinn. Tilgangurinn með hvorutveggja er fyrst og fremst sá að reyna að fá yfirsýn um selminjarnar á hverjum stað, útlit þeirra og ástand. Teknar hafa verið 17.000 ljósmyndir og gerðir 100 uppdrættir af einstökum minjum eða minjasvæðum á Reykjanesskaganum.
Í ritgerðinni er ýmist fjallað um sel eða selstöður. Skilgreiningin er sú að með seli er átt við staðinn þar sem selstaðan var. Á einum stað getur hafa verið selstaða frá fleiri en einum bæ, s.s. í Knarrarnesseli (3 selstöður), Gjáseli (3 selstöður), á Selsvöllum (6 selstöður), í Selgjá (11 selstöður), og Auðnaseli (3 selstöður). Í yfirliti um sel og selstöður í VI. kafla er listi yfir selin í númeraröð og í viðauka aftast fylgir heildarlisti yfir selin í stafrófsröð. Í þeim lista koma fram staðsetningar m.v. Jarðabókina 1703, hvort þau hafi fundist, hnit einstakra selja og hvaða bæ það tilheyrði skv. heimildum. Listinn, líkt og yfirlitið, gefur jafnframt upplýsingar um hvort tiltekið sel hafi verið þekkt, að önnur selstaða hafi verið á sama stað, selið hafi eyðst af völdum náttúrunnar eða verið eytt af mannavöldum eða vafi geti leikið á að um sel hafi verið að ræða. Jafnframt er tiltekið ef sel gæti hafa verið kolasel og hvaða sel urðu að bæjum. Framangreint er bæði skýrt með litum og táknum.
Seljaorðalisti fylgir aftan við heimildarskrána, en í honum er hægt að sjá hvar fjallað er um einstök sel í ritgerðinni. Í viðauka fylgir ritgerðinni kort af svæðinu þar sem öll selin eru merkt inn á með viðkomandi númeri, auk hnitsetninga.

Sel vestan Esju

(Ritgerðina er hægt að panta, en hafa ber í huga að hún er alls 98 MB að stærð sbr. hlutfallslegan prentunarkostnað (sem reyndar er lítill miðað við alla vinnuna).

Sel - tilgáta

 Áður fyrr voru selsstörfin og smalamennskan órjúfanlegur hluti sumarvinnunnar frá fráfærum til sláttar. Reyndar leið nokkuð misjafn tími frá fráfærum til sláttar. Fór það eftir því hvað gras spratt fljótt, en oftast var það hálfsmánaðartími að minnsta kosti. Var þá nóg að vinna, sem eðlilegt var. Enn í dag má sjá um 250 selstöður á Reykjanesskagnum, en selfarir höfðu lagst af að mestu um aldarmótin 1900.

Selshús

Selshús.

Selsstörfin héldust mikið til óbreytt um aldir. Alsiða var það fyrrum, einkum þar sem lítið var um haga nærri bæjum að hafa búsmala í seli á sumrum frá fráfærum og til tvímánaðar eða til þess er nálega 16 vikur voru af sumri. Selin voru byggð til dala eða svo langt frá bæjum, að náðist til betri og kjarnmeiri haga en heima fyrir var að fá. Þangað var farið með allan ásauð og stundum flestar kýrnar. Dæmi er um kúasel á Reykjanessskaganum, s.s. þar sem aðgengi var að nægu vatni, t.d. við Snorrastaðatjarnir. Í selinu var jafnan einn kvenmaður, selmatseljan (selráðskona), og ef fé var mjög margt, hafði hún með sér eina eða tvær unglingsstúlkur. Svo var smali, sem fylgdi fénu úr kvíunum og var yfir því nótt og dag. Ekki var mulið undir smalann í seljunum stundum. Var ekki dæmalaust, að honum væri ætlað að skaka strokkinn, á meðan mjaltakonur mjöltuðu ærnar. Þótti þá vel úr rætast, ef nokkurn veginn félli saman, að strokkurinn væri skilinn og lokið væri mjöltunum. Af því er talshátturinn: ,,Það stenst á endum strokkur og mjaltir“. Sagt var og, að ráðskonur hefðu haft það til, að binda strokkinn upp á bakið á smalanum við smalamennsku og láta hann hlaupa með hann, og hafi skilist þannig smjörið. En ósennilegt er, að þetta hafi verið gert, síst almennt.
Selin voru venjulega þrjú hús: mjólkurhús og selbaðstofa og eldhús til hliðar eða frálaust. Þannig voru flest selin á Reykjanesskaganum. Oft var og selið í beitarhúsum, ef þau voru langt frá bænum. Kvíar voru og til að mjalta í ærnar og kofi handa kúm, ef þær voru hafðar í selinu. Selmatseljan hafði nóg að starfa; að mjalta ærnar, setja mjólkina og hirða hana, búa í strokkinn og strokka hann, búa út smjörið, flóa mjólkina og gera úr henni skyr. Mjólkin var hleypt í skyr í kössum með loki. Voru þeir háir og mjóir, líkir venjulegu kofforti, og mátuleg klyf, er þeir voru fullir; þeir voru kallaðir selskrínur.

Stekkur

Stekkur.

Bóndinn heima eða einhver annar á bænum hafði það starf á hendi, að flytja heim úr selinu annan eða þriðja hvern dag, eftir því sem á stóð. Var skyrinu steypt í keröld heima og safnað til vetrar. Heldur þótti það vilja þynnast á selflutningunum, sem von var.
Heldur hefir vistin verið einmanaleg fyrir selmatseljuna, þótt mikið hefði hún að gera, enda komst hjátrúin þar að, sem eðlilegt var á þeim tímum. Urðu til margar sögur þar sem selmatseljur komust í tæri við huldumenn og urðu þungaðar eftir þá; ólu þær svo börnin í seljunum, og veitti maðurinn þeim þar alla aðstoð, svo að einskis varð vart; tók hann svo barnið með sér og ól það upp í álfheimum. En hann gat ekki gleymt ástmeynni úr selinu, og kom oftast einhvern tíma löngu síðar, þegar sonur þeirra var orðinn fullorðinn og selmatseljan gift kona fyrir löngu, og birtist henni til þess að endurnýja fornar ástir. En þeir samfundir urðu báðum jafnan að bana.
Svo er að sjá, að selfarir hafi mjög verið farnar að leggjast niður, þegar kom fram á 18. öldina og eymd og ódugnaður landsmanna var kominn á hæsta stig. Gaf þá konungur út lagaboð 24. febr. 1754 að skipa öllum bændum að hafa í seli, að minnsta kosti átta vikna tíma, frá því er átta vikur væru af sumri til tvímánaðar. Lítið mun það lagaboð hafa á unnið, enda var þá landið í kaldakoli af harðindum, fé fallið og fólk að deyja úr harðrétti; og svo kom fjárkláðinn mikli rétt á eftir. Þó var mjög víða haft í seli langt fram á 19. öld, þar sem lítið var um sumarhaga heima, þangað til fólkseklan neyddi menn til að hætta við selfarir og jafnvel fráfærur á síðustu áratugunum.
Selfara er víða getið bæði í fornsögum vorum og lögum; má af því ráða, að sá siður hefir flust hingað frá Noregi og orðið hér að fastri venju.
Smalamennskan var órjúfanlegur hluti sumarstarfanna, líkt og selsstörfin. Síðar var „hleypt á fjall“ og einungis smalað að hausti, en slíkt fyrirkomulag er tiltölulega nýtilkomið. Mjólkurærnar hafa lengi verið nefndar búsmali á Íslandi. Þegar eftir fráfærurnar voru ærnar nytkaðar kvöld og morgna, en hafðar í haga mála á milli.

Kvíar

Kvíar.

Nytkunartíminn kvöld og morgna heitir mál og kallað að mjólka ærnar á málum, mjólkurhirðing kvöld og morgna heitir málaverk, en kvöld og morgunskattur málamatur. Þessi nöfn eru forn. Smalinn hafði það verk á hendi, að sjá um, að féð væri komið í kvíar á dagmálum og náttmálum, til þess að það yrði mjaltað, enda er sá tími enn í dag einatt kallaður mjaltir og verkið líka; vinnukonur sáu jafnan um að mjalta fé. Smalinn gerði ýmist að fylgja fénu eftir í hagana eða láta það sjálfrátt og smala því kvöld og morgna. Þurfti hann því að vera árrisull, ef langt var að fara með féð og erfið varð honum einatt smalamennskan, ekki síst til dala eða þegar ærnar létu illa, voru óspakar, óþekkar sem kallað var, eða sóttu mjög til fjalls; þó tók út yfir, þegar þokan kom, en jafnan var húsmóðurinni að mæta, ef vantaði í kvíarnar; henni þótti það ódrýgja nytina, sem von var. Nóg var nú samt, þegar þokur og rigningar komu og ,,datt úr því dropinn“, þó að ekki vantaði fé. En duglegur og röskur smali var alltaf mesta uppáhald húsmóðurinnar og fékk margan aukabita og sopa, þegar hann stóð vel, og svo er sagt með sönnu, að Sigríður hin stórráða á Grund og Espihóli hafi alltaf tímt að gefa smalanum vel að borða, þó að misbrestur þætti verða á því með hitt fólkið. Þá átti hann alltaf vísa smalafroðuna ofan af flóunarpottinum á málum. En ef hann var lélegur og vantaði oft hjá honum, þá átti hann ekki upp á pallborðið hjá húsfreyju. Því er sagt svo frá, að húsfreyja á einum bæ var að ala barn og var að basla við að segja vinnukonunni fyrir, hvernig hún ætti að skammta. Seinast kom að smalanum, og átti hún þá að hafa sagt: ,,Vantaði ekki af ánum, æ æ?“ Stúlkan sagði, að svo hefði verið. ,,Minna af skyrinu og meira af grautnum, æ æ — látt’ ‘ann eta svikin sín [skömmina sína], og æ æ.“ Má af því ráða, að stundum hafi verið misjöfn ævi, sem smalarnir áttu.
Ef smalanum hafði tekist svo vel fjárgeymslan, að engin ærin missti máls fram að Þorláksmessu á sumar (20. júlí), átti hann að eiga nytina úr bestu kúnni þann dag og skemmta sér við útreiðar. Þetta var útfært á ýmsan máta eftir landshlutum. Á Reykjanesskaganum hefur hann að öllum líkindum fengið frí frá störfum, enda víðast hvar stutt til bæja.

Heimildir m.a.:
-skolavefurinn.is/2005/Samfélagsfræði/Íslenskir þjóðhættir/Störf til sveita.

Vífilsstaðasel

Vífilsstaðasel – tilgáta – ÓSÁ.

Þerneyjarsel

Þegar reyna á að lýsa selsbúskap, eins sjálfsagður og hann þótti, allt frá landnámi fram undir aldamótin 1900, þarf að öllu jöfnu að fara í heimildir út fyrir Reykjanesskagann til að fá upplýsingar um þennan þátt búskaparháttanna. Í nokkrum heimildum er sagt (svona nokkurn veginn) frá staðsetningu selja á landssvæðinu og hvaða bæjum selstaðan tilheyrði, s.s. í jarðabókum og sóknarlýsingum, en ekki er sagt frá því hvað var gert í seli eða til hvers þau voru brúkuð. Að vísu eru til almennar lýsingar á slíku, t.d. í skrifum Daniel Bruun, en þær eru ekki sérstaklega um selsbúskap á Reykjanesskaganum. Þá er á öðrum FERLIRssíðum fjallað um gamlar lýsingar á selsbúskap á Vestfjörðum og við Eyjafjörð. Ætla má að selbúskapur á hraunssvæði Reykjanesskagans hafi verið að sumu leyti sérstakur og jafnvel að nokkru frábrugðinn því sem gerst hefur annars staðar á landinu. Í bók Ólafs Jónssonar, Ódáðahraun III, sem gefin var úr árið 1945, segir hann frá seltilhögun í Austara-Seli í Mývatnssveit:
„Á öræfunum austur af Mývatni er ekki kunnugt um neina forna byggð. Sel hafa þó verið þar á nokkrum stöðum, og munu þau aðallega hafa verið frá Reykjahlíð. Eitt þessara selja, Skarðssel, var við lýði fram undir síðutsu aldamót.
Um 1860 er byggt upp á tveimur af þessum gömlu seljum, og hafin þar föst búseta, sem stóð í nokkur ár. Þótt saga þessara býla sé ekki löng, er hún þó merkilegur vottur um landnámshug og sjálfstæðisþrá þeirra, sem þar byggðu og bjuggu í einangrun, við auman húskost og lítil efni. Skal nú reynt að rekja hér það, sem ég hefi getað til tínt, um búskap á býlum þessum.
Austara-Sel er í heiðinni suður af Jörundi, rétt norðan við veginn milli Grímstaða á Fjöllum og Reykjahlíðar, og eru röskir 10 km. frá Reykjahlíð þangað austur. Selið hefur staðið við vatnsmikla lind, sem sprettur upp þarna í heiðinni, og eru lyngi vaxnar heiðar all umhverfis [mynnir á selin í Seljadal. Síðar var þessi lind notuð til „vatnslandnáms“ í sveitinni – „Austaraselssprings“ upp á útlensku og ritaðar um hana lærðar greinar á engelsaxnesku].
Þarna mun hafa verið haft í seli frá Reykjahlíð fram yfir miðja 19. öld. Guðrún Björnsdóttir í Duluth í Ameríku getur þess í endurminningum sínum, að þá er hún var vinnukona í Reykjahlíð, um eða laust eftir 1852, var búsmali hafður í Austara-Seli einn mánuð á sumrin, og var þá samtímis heyjað á Skarðsseli.
Guðrún og önnur vinnukona voru í selinu, mjólkuðu og unnu milli mjalta að heyskap á Skarðsseli. Fóru þær ríðandi á milli. Dætur Péturs bónda í Reykjahlíð voru til skiptis í selinu og sáu um búverkin. Auk ánna voru tíu geitur hafðar í selinu. Skeknir voru fjórir strokkar dag hvern og gert skyr, en eldiviður var ekki annar en hrís, sem vinnukonurnar rifu þar í heiðinni og báru heim. Smalaranir voru tveir. Gætti annar búsmalans á daginn, hinn á nóttunni. Skyr og smjör var sótt tvisvar í viku og reitt heim á þar til gerðum skrínum (Syrpa IV. brls. 174).
Um aldur Austara-Sels verður ekki vitað, en svo sem fyrr getur (II B, bls. 131), voru það tvær selráðskonur frá Austara-Seli, er fundu lík pilts þess, er hvarf frá Reykjahlíð árið 1729, og vel má vera, að selið hafi verið reist þarna snemma á öldum.
Fyrstu ábúandi á Austara-Seli er Jón nokkur Jónsson, er nefndur var „gæzka“, en orðtak hans mun hafa verið „gæzkan mín“… laust eftir 1860…
Ekki veit ég, hvort Jón hefur byggt upp Austara-Sel, en sennilegra er, að selhúsin hafi verið uppi standandi, er hann flytur þangað og nothæf með einhverjum endurbótum. Smátt mun búhokrið hafa verið, en þó keyrði fyrst um þverbak, þegar hinni litli bústofn féll eða misfórst, en fardagaárið 1866-1887 missti Jón 12 ær, 20 gemlinga og 10 unglömb…. Jón flyst frá selinu með fjölskyldu sína vorið 1870.“
Fá dæmi eru um sel á Reykjanesskaganum er byggðust upp í fasta búsetu, þ.e. á Vigdísarvöllum og í Straumsseli, en víða hefur hokrið síst verið minna en að framan er lýst í Austara-Seli í Mývatnssveit skömmu eftir miðja 19. öld.
Forvitnilegt verður að bera saman gerð selja á Reykjanesskaganum og annars staðar á landinu, aldur þeirra og notkun frá einum tíma til annars.

Heimild:
-Ólafur Jónsson, Ódáðarhraun III, 1945, bls. 148-149.

Blikdalur

Þegar FERLIR fór enn og aftur í sérstaka leitarferð um Blikdalinn fannst enn ein selstaðan, sú efsta í dalnum hingað til.
Blikdalur-226Áður höfðu átta selstöður verið skráðar beggja vegna í dalnum.
Ætlunin var að rekja selstígana og skoða hvert þeir leiddu. Og þar sem engin selstaða hafði áður fundist ofan við miðjan dalinn var lögð sérstök áhersla á að gaumgæfa hana m.t.t. hugsanlegra minja. Og viti menn (og konur); Í ljós komu nánast jarðlægar leifar af þremur húsum og aflöngum stekk. Veggir voru hlaðnir úr grjóti. Efst var stekkurinn, þá minna hús, líklega eldhús, lítill skáli (5-6 m langur) og loks fjós (10-11 m langt). Enn ofar var hlaðið lítið gerði, hugsanlega kví. Selstaðan var á skjólgóðum stað og greinilega mjög gömul.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 40 mín (í 21°C hita og sól).

Blikdalsselin

Selin í Blikdal – uppdráttur ÓSÁ.

 

Blikdalur

Einhver merkasta bók um þjóðleg fræði, sem út hefir komið á síðari árum á Íslandi, er Íslenzkir þjóðhættir, eftir séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
Kaldarhofdi-201Er það heildaryfirlit um þjóðháttu, siðu og þjóðtrú Íslendinga á síðari öldum. Því miður entist höfundinum, hinum merka fræðimanni, rithöfundi og kennara, síra Jónasi Jónassyni, ekki ævin til þess að ljúka þessu merkilega verki. Vantar t.d. alt er að sjómensku lýtur. En annar merkur fræðimaður, dr. Einar Ól. Sveinsson bjó bókina undir prentun og Ísafoldarprentsmiðja gaf hana út. Kafli sá, er hér fer á eftir er tekinn úr bókinni og fjallar um dagleg störf til sveita.
Frá fráfærum til sláttar leið nokkuð misjafn tími, eftir því sem gras spratt fljótt, en oftast var það hálfsmánaðartími að minnsta kosti. Var þá nóg til að vinna, sem eðlilegt var. Verður að taka fyrst þau störfin, er náðu jafnt yfir alt. Mjólkurærnar hafa lengi verið nefndar búsmali á Íslandi.
Stekkur-201Þegar eftir fráfærurnar voru ærnar nytkaðar kvöld og morgna, en hafðar í haga mála á milli. Nytkunartíminn kvöld og morgna heitir mál og kallað að mjólka ærnar á málum, mjólkurhirðing kvöld og morgna heitir málaverk, og kvöld- og morgunskattur málamatur. Þessi nöfn eru forn.
Smalinn hafði það verk á hendi, að sjá um, að féð væri komið í kvíar á dagmálum og náttmálum, til þess að það yrði mjaltað, enda er sá tími enn í dag einatt kallaður mjaltir og verkið líka: vinnukonur mjöltuðu fé jafnan. Smalinn gerði ýmist að fylgja fénu eftir í hagana eða láta það sjálfrátt og smala því kvöld og morgna.

Sel-201

Þurfti hann því að vera árrisull, ef fénaðarferð var löng, og æði erfið var honum einatt smalamenskan, fekki sízt til dala eða þegar ærnar létu illa, voru óspakar, óþekkar sem kallað var, eða sóttu mjög til fjalls; þó tók út yfir, þegar þokan kom, en jafnan var húsmóðurinni að mæta, ef vantaði í kvíarnar; henni þótti það ódrýgja nytina, sem von var. Nóg var nú samt, þegar þokur og rigningar komu og „datt úr því dropinn“, þó að ekki vantaði oft í tilbót.

Natthagi-201

En duglegur og röskur smali var altaf mesta uppáhald húsmóðurinnar og fékk marga aukabita og sopa, þegar hann stóð vel í stöðu sinni, og svo er sagt með sönnu, að Sigríður hin stórráða á Grund og Espihóli hafi altaf tímt að gefa smalanum að eta, þó að misbrestur þætti verða á því með hitt f ólkið. Þá átti hann altaf líka vísa smalafroðuna ofan af flóunarpottinum á málum. En ef hann var lélegur og vantaði oft hjá honum, þá átti hann ekki upp á pallborðið hjá húsfreyju. Því er sagt svo frá, að húsfreyja á einum bæ var að ala barn og var að basla við að segja vinnukonunni fyrir, hvernig hún ætti að skamta. Seinast kom að smalanum, og átti hún þá að hafa sagt: „Vantaði ekki af ánum, æ æ?“ Stúlkan sagði, að svo hefði verið. „Minna af skyrinu og meira af grautnum, æ æ — látt’ ‘ann eta svikin sín, og æ æ.“ Má af því ráða, að stundum hafi verið misjöfn æfi, sem smalarnir áttu
Ef smalanum hafði tekizt svo vel fjárgeymslan, að engin ærin missti máls fram að Þorláksmessu á sumar (20. júlí), átti hann að eiga Arasel-201nytina úr beztu kúnni þann dag og skemta sér við með útreiðum. Þetta var alment í Skaftafellssýslum og undir Eyjafjöllum, en ekki víðar um land, svo að kunnugt sé. Alsiða var það fyrrum, einkum þar sem þröngt var um haga heim um sig, og þurfti ekki til, að hafa búsmala í seli á sumrum frá fráfærum og til tvímánaðar eða til þess er nálega 16 vikur voru af sumri. Selin voru bygð til dala eða svo langt frá bæjum, að náðist til betri og kjarnmeiri haga en heima fyrir var að fá. Þangað var farið með allan ásauð og stundum flestar kýrnar. Í selinu var jafnan einn kvenmaður, selmatseljan (selráðskona), og ef fé var mjög margt, hafði hún með sér eina eða tvær unglingsstúlkur. Svo var smali, sem fylgdi fénu úr kvíunum og var yfir því nótt og dag.
Ekki var malið undir smalann í Hvassahraunssel-uppdrattur-21seljunum stundum. Var ekki dæmalaust, að honum væri ætlað að skaka strokkinn, á meðan mjaltakonur mjöltuðu ærnar. Þótti þá vel úr rætast, ef nokkurn veginn féll saman, að strokkurinn væri skilinn og lokið væri mjöltunum. Af því er talshátturinn: „Það stendzt á endum strokkur og mjaltir.“ Sagt var og, að ráðskonur hefðu haft það til, að binda strokkinn upp á bakið á smalanum við smalamensku og láta hann hlaupa með hann, og hafi skilizt þannig smjörið. En ósennilegt er, að þetta hafi verið gert, sízt alment. — Selin voru venjulega þrjú hús: mjólkurhús og selbaðstofa og eldhús til hliðar eða frálaust. Oft var og selið í beitarhúsum, ef þau voru langt frá bæjum. Kvíar voru og til að mjalta í ærnar og kofi handa kúm, ef þær voru hafðar í selinu. Selmatseljan hafði nóg að starfa: að mjalta ærnar, setja mjólkina og hirða hana, búa í strokkinn og strokka hann, búa út smjörið, flóa mjólkina og gera úr henni skyr. Mjólkin var hleypt í skyr í kössum með loki. Voru þeir háir og mjóir, líkir venjulegu kofforti, og mátuleg klyf, er þeir voru fullir; þeir voru kallaðir selskrínur. Bóndinn heima eða einhver annar á bænum hafði það starf á hendi, að flytja heim úr selinu annan eða þriðja hvern dag, eftir því sem á stóð. Var þá skyrinu steypt í keröld heima og safnað til vetrar (söfnuðurinn). Heldur þótti það vilja þynnast á selflutningunum, sem von var. Heldur hefir vistin verið einmanaleg fyrir selmatseljuna, þótt mikið hefði hún að gera, enda komst hjátrúin þar að, sem eðlilegt var á þeim tímum.

Hraunssel - uppdrattur-201

Mörg selmatseljan komst í tæri við huldumenn og urðu þungaðar við þeim; ólu þær svo börnin í seljunum, og veitti maðurinn þeim þar alla aðstoð, svo að einskis varð vart; tók hann svo barnið með sér og ól það upp í álfheimum. En hann gat ekki gleymt ástmeynni úr selinu, og kom oftast einhvern tíma löngu síðar, þegar sonur þeirra var orðinn fullorðinn og selmatseljan gift kona fyrir löngu, og birtist henni til þess að endurnýja fornar astir. En þeir samfundir verða báðum jafnan að bana. Eru margar þær harmasögur til. Stundum ólu þær og börn í seljunum og báru þau út, og er því víða óhreint hjá gömlum seljum. Aftur er þess sjaldan getið, að útilegumenn hafi komizt í tæri við selráðskonur. Svo er að sjá, að selfarir hafi mjög verið farnar að leggjast niður, þegar kom fram á 18. öldina og eymd og ódugnaður landsmanna var kominn á hæsta stig. Gaf þá konungur út lagaboð 24. febr. 1754 að skipa öllum bændum að hafa í seli, að minnsta kosti átta vikna tíma, frá því er átta vikur væru af sumri til tvímánaðar.

Selsvellir - uppdrattur-21

Lítið mun það lagaboð hafa á unnið, enda var þá landið í kaldakoli af harðindum, fé fallið og fólk að deyja úr harðrétti; og svo kom fjárkláðinn mikli rétt á eftir. Þó var mjög víða haft í seli langt fram á 19. öld, þar sem lítið var um sumarhaga heima, þangað til fólkseklan neyddi menn til að hætta við selfarir og jafnvel fráfærur á síðustu áratugunum.
Selfara er víða getið bæði í fornsögum vorum og lögum; má af því ráða, að sá siður hefir flutzt hingað frá Noregi og orðið hér að fastri venju. Selvenjur hafa þá verið hinar sömu og á síðari tímum, nema skyr hefir stundum verið flutt heim í húðum, skyrkyllum eða í kollum í krókum.
Þá var annað, sem sjálfsagt var að annast um tímann á milli fráfærna og sláttar. Það var grasaferðin. Grasaferða er getið í Jónsbók, Landleigubálki, 58. kap.; segir þar svo: „Eigi skal maðr utan orlofs lesa ber á annars jörðu til heim at bera, en ef less, tvígildi ber ok svá grös, ef hann less þau.“ Þá er og getið um grasaferð í Fljótsdælu og í ýmsum ritum frá 17. öld. Hafa grös verið mikið notuð hér á landi um margar aldir. Þótti hvert heimili til sveita, einkum nyrðra, illa búið til vetrar, ef ekki var farið til grasa. Víða var það og í uppsveitum syðra. Grasatekja var víða ágæt; má einkum til nefna sem orðlagðar grasastöðvar Arnarfell, Lambahlíðar, Kjalhraun, Þjófadali eða Hveravelli, Orravatnarústir o.m.fl.

Fjallagros-21

Grösin voru í miklum metum, og var grasatunnan syðra metin jafnt sölvavætt eða 10 álnir. Nyrðra var kapallinn (4 tn.) vanalega seldur 20 ál., eða 4 m. spec, en á Austurlandi var tunnan af hreinsuðum og hálfmuldum grösum seld í harðindum 30 ál. eða 1 rd. spec, og þótti gott kaup, því að menn álitu, að tvær tunnur grasa væru á við mjöltunnuna til matarnota. Venjulegast var gerður út karlmaður með 2—3 stúlkur frá stórbæjunum, en fólk af smærri bæjum sló sér saman, einn frá bæ, undir forustu eins manns. Venjulega voru 5—8 hestar í hverri lest, og var verið viku til hálfan mánuð í ferðinni, eftir því hvað grasatekjan var góð og tíð hentug. Útbúnaður til grasaferða voru tunnupokar, annað hvort unnir úr togi eða þá hærupokar, ofnir úr faxhári. Voru þeir allþolnir, ef þeir voru vel gerðir í fyrstu. Litlar hornhaldir, 6—8 tals, voru festar í kring í opið, og var svo reimað fyrir opið í hagldirnar með togbandi.
Fjórar tunnur grasa voru ætlaðar hestinum, ef þau voru vel þur. RaudablasturStundum prédikuðu prestar yfir grasaf ólki, áður en það fór, eða sveigðu að því í ræðu sinni sunnudaginn áður. Það gerði síra Jón lærði í Möðrufelli, og muna menn þetta úr ræðunni: „Troðið vel í hornin, svo að ekki verði svik fundin.“ Svo var farið af stað og haldið áfram, þangað til komið var í grasastöðvarnar og tjaldað. Tjöldin voru oftast ofin úr vaðmáli. Prjónatjöld höfðu fáir nema útilegumenn. Grösin eru misjöfn að gæðum. Bezt eru skæðagrös; næst þeim brekkugrös eða Maríugrös og klóungur, kræða þótti kostaminnst, en þó vel hafandi í grauta; hún var helzt notuð á Norðurlandi; hundaló þótti til einskis nýt. Þegar búið var að sofa af sér ferðina, skipaði formaður flokksins til göngu. Bezt þótti grasaveður þokur og hægar vætur, því að þá verða grösin mýkri og ljósari og breiðast meira út, en skorpna saman og dökkna í þurki. Ef þurkar voru, var gengið á nóttunni og neytt döggfallsins. Það þótti meðal grasatekja, ef greiður kvenmaður tók tunnuna í göngunni milli mála. Í göngurnar hafði hver um sig tínupoka, svo sem hálftunnupoka; var fest í pokann band, sem gekk upp um hálsinn.

rekavidur-1

Ýmsar hættur gátu komið fyrir á grasafjalli, ekki sízt, ef þokur voru. Mátti þá alt af eiga á hættu, að útilegumenn væru á varðbergi, til að reyna að nema einhverja stúlkuna burtu, og enda huldufólkið var ekki laust við sama. En miklu tíðara var það, að huldumenn leituðu á selráðskonur. Grösin voru þurkuð, ef veður leyfði, og flutt heim síðan, og þótti heldur en ekki búsílag, ef vel hafði grasást. Þegar vel voraði og snemma tók snjó af heiðum og gróður var kominn, var stundum farið nokkru fyrir fráfærur til grasanna og það að því skapi fyrkomið heim aftur. Annað vorverk var það, er mikið var að gert, þar sem nokkurn skóg var að hafa eða fjalldrapa, sem var í stærra lagi. Það var kolagerðin. Allir þurftu kola við á hverjum bæ til þess að dengja við og smiðir til ljáasmíða og hestajárna; þurfti eitt kolakvartil til að smíða ljáinn. Skógurinn var höggvinn og hrísið rifið á haustin og veturna; svo var það afkvistað og afkvistið haft til eldiviðar. Leggir voru síðan kurlaðir í 3 —4 þuml. langa búta. Síðan var gerð kolagröf, 1—2 faðmar að þvermáli og um 2 ál. djúp, og kurlinu raðað í hana, og var hið stærsta haft neðst. Kúfur var hafður á gröfinni, 1—1 1/2 al. á hæð. Svo var slegið eldi í botninn og látið brenna, þangað til góður eldur var kominn í alla hrúguna.

rekavidur-2

Þá var snöggtyrft yfir og mokað mold yfir, svo að hvergi kæ,mist loft að; síðan var opnað eftir þrjá daga eða fjóra og kolin tekin upp; 4—5 tunnur kola fengust úr slíkri gröf. Stilt veður þurfti að velja til kolagerðar, svo að eigi hlytist óhapp af eins og hjá Ölkofra. Kolin voru seld í skógarsveitunum í aðrar sveitir í tunnutali, og var vanaverð á þeim 5 ál. tunnan. Fnjóskdælir seldu venjulega Eyfirðingum tunnuna fyrir lambsfóður (kolalambið). Í Þingvallasveit seldu menn hana 6 ál., en ef þeir fluttu kolin suður á Suðurnes og seldu þau þar, kostaði tunnan 10 ál. Borgfirðingar gerðu og oft til kola á áliðnu sumri. Kolagerðin hefir orðið skógum og hríslandi á Íslandi til hins mesta tjóns. Alt var höggvið, ungt og gamalt, og þar sem skógar voru ekki, var hrísið rifið miskunnarlaust; jarðvegurinn rótaðist allur upp, og svo blés alt upp ofan í grjót. Sumir skógaeigendur leyfðu líka hverjum, sem vildu, að höggva í skógi sínum og gera til kola, og tóku þá 5 ál. undir kolahestinn, t. d. presturinn á Húsafelli, eða þá einhvern ákveðinn hluta af kolunum. Sama var, ef leyft var að höggva raftvið til húsa. Sumir tóku þó hærri leigu. Konungur eða stjórnin reyndi að sporna við þessari hraparlegu eyðingu skóganna með lögum (10. maí 1755), en fáir eða engir skeyttu þeim.

rekavidur-3

Þá voru, einkum norðanlands, rekaviðarferðir tíðar á vorin, bæði á Strandir, Skaga, Tjörnes, Langanes og Sléttu. Húnvetningar, Vestur-Ísfirðingar, Barðstrendingar og Strandamenn sóttu til Hornstranda sjóleiðis, en sumir Vestfirðingar sóttu rekaviðinn landveg á hestum. Dragklyfjar á hest voru seldar á 5 ál. (= 1 mark); mátti kaupandi þá velja viðinn sjálfur, en varð að höggva hann til og tegla. Húnvetningar, Vestur-Ísfirðingar og Strandamenn höfðu til þeirra ferða sérstök skip, sem þeir kölluðu byrðinga; þau skip voru á stærð við sex- eða áttæringa og rammlega gerð. Þau voru heldur flöt í botninn, flá til hliðanna, og risu stefnin hátt. Á byrðinga þessa settu þeir 10 —15 manns og sendu þá á rekastöðvarnar, og var oft búið að, semja um timburkaupin. Sendimenn voru flestir vanir að höggva og saga við. Svo voru þeir vikutíma eða svo við rekana og höfðu nóg að gera að saga og höggva timbrið. Þeir gerðu langa planka og festu ofan á borðin á byrðingnum, en fyltu hann síðan með timbri, svo að hár búlki varð miðskipa, en autt nokkuð í barka og skut. Þegar þetta var búið, þéttuðu þeir samskeyti hliðarplankanna með mosa, svo að vatnshelt var. Maraði svo byrðingurinn í kafi, svo að upp úr stóðu hnýflarnir einir, en svo vel var um búið, að hvergi gaf sjó inn.

Brennisel-201

Síðan gerðu þeir flota úr timbri, til þess að hafa á eftir byrðingnum í eftirdragi. Til styrkingar reyrðu þeir köðlum um byrðinginn og farminn qg sömuleiðis um timburflotann. Segl höfðu þeir á byrðingnum, stundum 2 eða 3, því að ilt var að komast að að róa þeim, og sömuleiðis á flotanum, en höguðu þó svo til, að flotinn var jafnan gangtregari en byrðingurinn. Svo biðu þeir byrjar og sigldu heim og skiftu síðan með sér farminum að hlutfalli réttu. Tekið er það fram, að nærfelt aldrei hlektist byrðingunum á í ferðum þessum. Byrðingarnir lögðust alveg niður fyrir 1700, og fóru menn þá að sækja rekavið á almennum bátum, sex eða áttæringum, og kölluðu það að fara með stokkafarm, en ferðir þessar kölluðu þeir flotaferðir; 8—10 manns voru á bátnum. Þeir völdu sér viðinn, hlóðu bátinn og gerðu flota og höfðu hann í eftirdragi. Þegar alt gekk vel og byr var hagstæður, gat þetta borið sig, en ef veður gerði að þeim, urðu þeir oft að höggva af sér flotann, ryðja farminum, og stundum fórust skipin alveg. Gerði bæði, að farmurinn var illur og skipin léleg. — Á síðustu áratugum minkar mjög reki til landsins.

Heimild:
Alþýðublaðið – Sunnudagsblað, 3. árg. 1936, 26. tbl. bls. 2 og 6.

Kolagröf

Kolagröf.

Hafnarfjörður

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1703 er fjallað um landshagi á þeim tíma – sem og fyrrum, jafnvel eins lengi og elstu menn muna á þeim tíma er ritið var undirbúi og unnið. Tvennt af mörgu því er fjallað er um í Jarðarbókinni, ef aðskilja ætti einstaka tvo þætti frá öðrum, svona til samanburðar út frá búskaparháttum á þeim tíma, má taka selstöður einstakra jarða annars vegar og hins vegar verbúðir sömu jarða.
LangeyriHér verður umfjöllunin bundin við Hafnarfjörð og Garðahverfi, með framangreint til hliðsjónar. Um Lambhaga í Hraunum (sem þá var bær í Garðahreppi hinum forna) segir um selstöðu: „Selstöðu brúkar jörðin í Þorbjarnarstaðalandi þar sem heitir, eru þar hagar góðir en vatn slæmt“. Um heimræði bæjarins segir: „Heimræði er árið um kring, og lending í besta lagi, gánga skip ábúandans eftir hentugleikum; undir kóngsskipanafni hefur hjer áður oftastnær gengið bátur, tveggja manna far, og ábúandinn hýst áróðrarmenn og ekkert fyrir þegið nema soðningskauo af þeim; næstliðið ár var það ekki. Inntökuskip hafa hjer engin gengið nema skjaldan um hausttíma bátar nágranna fyrir góðvilja eður einhverja þóknan“.
Hvaleyri-221Á Hvaleyri var „heimræði árið um kring og lending góð, og gánga skip ábúenda eftir hentugleikum. Til forna hefur hjer oft undir kóngsskipa nafni gengið eitt tveggja manna far, en síðan Lauritz Hansson Siefing var á Bessastöðum Heidemanns vegna hefur það ekki verið. Inntökuskip hafa hjer stundum gengið ekki stærri en tveggja manna för, og hefur ábúandi þegið undirgift af, mætti og enn vera ef menn vildu“. „Selstöðu á jörin þar sem heitir Hvaleyrarsel, þar eru hagar sæmilegir og vatnsból gott“. Um er að ræða selstöðu austan Hvaleyrarvatns, er enn sést.
Um Ás segir: „Heimræði brúkar jörðin frí og skipsuppsátur í Ófriðastaðarlandi að sumir halda, en sumir eigna skipsuppsátrið Ási so sem ítak á móti selstöðu, sem Ófriðarstaðir skuli eiga og síðar segir. Vita menn ekki glögt hvort þetta skipsuppsátur og búðarstæði sje með skyldurjetti eður fyrir liðunarsemi. Þó gánga þar skip ábúandans og hafa gengið um lángan aldur, en búð var þar ekki það menn minnast fyr en Margret Þorsteinsdóttir bjó að Ási fyrir meir en tuttugum árum“. „Selstöðu á jörðin í heimalandi, þar eru hagar sæmilegir og vatnsból gott“. Um er að ræða selstöðu austan Hvaleyrarvatns, skammt norðaustan Hvaleyrarsels. Má á hvorutveggja staðnum enn vel sjá tóftir þeirra.
skerseyri-1Um Ófriðarstaði segir um heimræði: „Heimræði er árið um kring og lending góð, og gánga skip ábúandans eftir hentugleikum. Kóngsskip haf hjer aldrei verið nema eitt sinni tveggja manna far. Inntökuskip hafa hjer aldrei verið, það menn minnast, nema eitt tveggja manna far fyrir fáum árum“. Og – „Selstöðu á jörin í heimalandi, eru þar hagar sæmilegir en vatnsskortur mikill, og hefur því til forna bóndinn neyðst til að færa selið að eður í Ásland, og fyrir það halda sumir að Áss hafi skipsstöðu eignast í Ófriðastaðarlandi sem áður greinir“.
Hamarskot átti „Heimræði er árið um kring og lending góð, og gánga skip ábúandans eftir hentugleikum. Inntökuskip gánga hjer engin“. „Selstöðu eigna nokkrir jörðinni í Garðakirkjulandi þar nærri sem heitir Sljettuhlíð hjá hellir nokkrum og skuli þar kallast enn í dag Hamarkotssel“.
skerseyri-2Setberg hafði „Selstöðu þar sem heitir Kietshellir, eru þar hagar góðir, en vatnsból ekkert nema snjór í gjá, sem sólarhiti bræðir. „Jörðin á ekki land til sjáfar, en búðarstöðu á hún og skipsuppsátur í Garðastaða landareign þar sem heitir Skipaklettur [þar sem byggðist Hraðfrystihús Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar]. Er þetta eiginlega í Akurgerðislandi, sem Hafnarfjarðarkaupsstað tilheyrir. En þó er undirgiftin fyrir þetta skipsuppsátur betöluð og hefur betalast til staðarhaldarans í Görðum með xx álnum“.
Um Akurgerði, síðar einn helsta verslunarstað í Hafnarfirði segir 1703: „Um næstliðnu vertíð gekk hjer eitt þriggja manna far frá Arnarnesi að leyfi eftirliggjarans [sem var Garðakirkja]“. Svo virðist sem einungis hafi verið að ræða sjávarbúskap því engin selstaða er tilgreind.
Vestan Akurgerðis, sem á þeim tíma var talin austasti bær í Garðahverfi, eru m.a. Einarshús, Digranesbúð, Hólmsbúð, Skerseyri, Bali og Óskarsbúð áður en kom að sjálfum Görðum. Útgerðin á Langeyri virðist síðar hafa yfirtekið Einarshús, Digranesbúð og Hólmsbúð á milli Akurgerðis og Skerseyrar.
Skerseyri-3Í Jarðabókinni 1703 segir um Einarshús: „Hefur verið tómthús uppbyggt af kaupmanninum Petri Reyelssyni [eftirliggjari] fyrir utan túnstæði gömlu hjáleigunnar Akurgerðis… Síðan hefur þetta tómthús í eyði legið, nema hvað eftirliggjarinn hefur brúkað það sem hesthús“.
Um Digranessbúð segir: „Bygð í tíð með leyfi Peturs Reyelssonar kaupmanns lengra inn í Garðastaðar landareign en Einarshús af búandanum í Digranesi á Seltjarnarnesi, sem þessi búð brúkaði og skipi sínu (stundum tveimur, stundum þremur tveggja manna förum) þar hjá til fiskjar hjelt um vertíð orðlofslaust af staðarhaldaranum, so vitt menn vita. Búðin liggur nú í eyði síðan firkiríið brást í Hafnarfirði“.
skerseyri-4Hólmsbúð var „bygð nokkru síðar en Digranessbúð í tíð Knúts Storms kaupmanns í Hafnarfirði og með hans leyfi að menn meina. Stendur þessi búð álíka langt inn í Garða landareign sem Digranessbúð. Brúkaðist hún og brúkast enn nú fyirir verbúð um vertíð af ábúandanum á Hólmi við Seltjarnarnes í leyfi kaupmannsins í Hafnafirði, so framt menn vilja, að vísu leyfislaust af staðarhaldaranum, og gánga þar við þessa búð tvö tveggja manna för jafnlega um vertíð“. Jafnframt segir: „Út með Hafnarfirði í garðastaðarlandi standa þessi tómt hús: Eysteinshús eður Geirahús. Þingvallna búð. Stigshús eður Jodisar hús. Illugabúð eður Langeyrarbúð. Ofanmannabúð. Laugardælabúð. Þessar búðir eru sumar 50 ára gamlar, sumar ýngri, sumar fárra ára. Hefur staðarhaldarinn þær í þeim góðu fiskiárum burt leigt, sumar aðkomandi mönnum með skipsuppsátri fyrir v aura undirgift og sumar tómthúsmönnum fyrir x álna leigu og mannslán. Í sumar lögðust inn skipshafnir, sem reru á staðhaldarans bátum, er þar við búðirnar uppsátur höfðu, og fjekk þá tómthúsmaðurinn soðningskaupið. Þessar grasleysubúðir eru nú síðan fikiríið minkaði sumpart öldúngiss niðurfallnar, sumar hánga uppi enn nú íbúðar og leigulausar á fallanda fæti, ef fiskiríið ei aftur að legst“.
BalamolSkerseyri var hjáleiga frá „Garðarstaðar landi hjer um xx ára gömul. Landsskuld xx álnir. Betalast með i vætt fiska í kaupstað í reikning staðarhaldarans“.
Bali „hefur verið tómtús, fyrir átta eður tíu árum fyrst uppbygt. Nú er þetta býli öldúngis eyðilagt og í tóftarbrot komið og byggist aldrei nema stór fiskigánga inn í Hafnarfjörð komi“.
Óskarsbúð „stendur í Garðastaðar landi og er uppbyggð af Jakob Bang, sem síðar varð sýslumaður í Árness sýslu, fyrir ?? árum eða þar um og bygð einri konu að nafni Ósk, sem hans vegna seldi þar tóbak, brennivín og annan varning. Síðan hafa sjer eignarráð yfir buðinni tiltekið Bessastaðamenn og hafa þar látið gánga kóngsbáta, stundum tíu, stundum fleiri, stundum færri, item inntökuskip fyrir undirgift eður annan góðvilja meðan fikiríið var gott í Hafnarfirði. Búðin stendur enn nú, er þó í auðn“.
Að framansögðu er komið að Görðum, höfuðbólinu. Verður því ekki lýst hér, enda vel lýst annars staðar á vefsíðunni.
Í síðari tíma umfjöllun um framangreint svæði má t.a.m. lesa eftirfarandi: „Hafnarfjörður taldist til Garðasóknar, og landfræðilegu skilin ekki alltaf glögg í því, hvað menn áttu við með Hafnarfirði. Á elztu kortum er fjörðurinn miðaður landfræðilega við Fiskaklett, en síðar við Hliðsnes, en að búsetu til var Langeyri, talið vestasta býlið í Hafnarfirði og þar tæki Garðahverfi við.
ÍBali-223 sóknarlýsingunum, sem hér fylgja er um alla Garðasókn að ræða. „Árið 1780 voru 32 býli í Garðakirkjusókn. Átti konungur 11 þeirra, Garðakirkja 19, en tvö voru í bændaeign. Öll þessi býli áttu land að Hafnarfirði, nema 2. Á býlunum bjuggu samtals 41 ábúandi, (að sýslumanni, presti og kaupmanni meðtöldum), 14 grashúsmenn og 34 þurrabúðarmenn. Áður fyrri höfðu verið þarna 45 bændur og grashúsmenn og 6 þurrabúðarmenn, en auk þess 9 sjóbúðir, er tilheyrðu íbúðum Kjósar- og Árnessýslu. Voru þær ekki byggðar nema á vetrarvertíð. Árið 1780 var þannig 38 fjölskyldum fleira í Garðasókn en áður hafði verið (þar af 10 bænda- og grashúsmanna — og 28 þurrabúðarfjölskyldur), en verbúðirnar 9 voru ekki lengur við lýði.
Árið 1780
var fiskað í Garðasókn á bátum sóknarmanna eingöngu, og gengu þá þaðan 5 fjögra mannaför og 62 tveggja mannaför. Voru á þessum bátum 102 menn úr Garðasókn, 13 Austanmenn, 21 maður af Suðurnesjum og 1 Norðlendingur. Alls námu aflabrögð sóknarmanna 19.822 fiskum og urðu þar af 110 skpd., 2 lpd. og71/9pd. afharðfiski. Auk þessa voru á 8 fiskijögtum, sem verzlunin í Hafnarfirði átti, 30 menn úr Garðasókn, 11 Austanmenn, 6 Suðurnesjamenn og 8 Norðlendingar, eða samtals 55 menn.
Ekki var Skúla Magnússyni kunnugt um, hve mikið þessar 8 fiskijagtir öfluðu á vetrarvertíðinni 1780, enda höfðu hásetar á þeim ákveðið vikukaup, en voru ekki ráðnir uppá hlut. Um þessar mundir var á vetrarvertíð einatt róið úr Hafnarfirði suður undir Vogarstapa og veitt þar bæði á öngla og net“.“

Heimildir:
-Jarðabók ÁM og PV 1703, bls. 166-178.
-Sjómannadagsblaðið, 55. árg. 1992, 1. tbl., bls. 75.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn – verbúð um 1917.

Selvogsheiði

Í „Safn til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fórnu og nýju„, er kafli eftir Finn Jónsson undir yfirskriftinni „Bæjarnöfn á Íslandi“. Þar fjallar hann m.a. um hugtökin „sel“ og „stekk„:

Árbæjarsel

Árbæjarsel á Nónhæð – uppdráttur ÓSÁ.

sel
merkir sumardvalarstað, helst á heiðum eða við fjöll uppi, þar sem ær og kýr eru hafðar á beit og með málnytuna farið, eins og lög gera ráð fyrir; húsakynnin voru ætíð lítil og órífleg, ekki nema 2 herbergi eða svo, enda ekki margt manna að jafnaði. Almennt var »haft í seli« á Íslandi lángt fram eftir öldum, uns það hætti, bæði vegna ódugnaðar og eins hins, að þörfin á að hafa í seli var aldrei eins mikil á Íslandi eins og t. d. í Noregi, nema þá rjett á stöku stöðum.
En nöfnin eru [þó] mjög þýðingarmikil, einmitt fyrir búskap Íslendinga á fyrri öldum. Sel urðu að bæjum (kotum) líkt og fjós o.s.frv.

Ottarsstaðastekkur

Óttarsstaðastekkur – uppdráttur ÓSÁ.

stekkr
er samskonar nafn og Fjós og uppruninn víst hinn sami, bær eða kot byggt upp úr stekk eða við gamlan stekk.
Nöfnin eru tiltölulega ekki svo fá: Eint. Stekkr V. VI. IX. XII. XIII. XV (-inn). Flt. Stekkar V (3; 3) -ir, AM).“

Í „Hinni fornu lögbók Íslendinga sem nefnist Grágás„, 2.b., er kafli um „afrétt“ þar sem hugtakið sel kemur við sögu, sbr. „Of afrettu„, XXXVI. Capituli, bls. 302 (illlæsilegur nútímafólki):

Viðeyjarsel

Viðeyjarsel (Bessastaðasel) – uppdráttur ÓSÁ.

„Eigi scal sel göra i afrett. 2) Ef gört er pa er sel oheilact, oc eigo þeir at briota sel er afrett eigo, enda verdr sa utlagr er sel gördi, eda göra let, vid þa alla er afrett eigo, oc sinni utlegp vid hvern þeirra.
Engi madr scal beita afrett þær vicor II er a midil ero pess er YI vicor ero af sumri oc YIII vicor ero af sumri. Þeir menn er næstir bua afrett eigo at beita avalt afrett hufe sino, nema fra þvi er VI vicor ero af sumri, oc til þess annars dags vico er IY vicor lifa sumars, þvatdaginn apr. Ef menn heita afrett þær vicor 3) er fra ero scildar, þat vardar oc utlegd vid hvern þeirra manna er þann afrett a. Þat vardar oc utlegd, ef menn heita afrett or seliom, 4) [vid hvern] þeirra manna er þann afrett eigo.“
Hér að framan kemur fram að byggi maður sel í afrétt annars skal hann útlægur verða, sýnist þeim svo.

Straumssel

Straumssel – uppdráttur ÓSÁ.

Hlutaðeigandi ákvæði styrkir verulega þá tilgátu Ómars Smára Ármannssonar, fornleifafræðings, að bændur byggðu oftlega selstöður sínar í jaðri jarða þeirra m.a. til að undirstrika eignarhald þeirra. Ómar birti þessa kenningu sína að undangenginni viðarmikilli skoðun á „Seljum vestan Esju“ og birtist í samnefndri BA-ritgerð hans við Háskóla Íslands. Frá því að ritgerðin var gerð árið 2004 hefur hann uppgötvað enn fleirri sel á svæðinu er staðfesta enn frekar þessa kenningu hans.

Í „Skýringum yfir fornyrði lögbókar þeirrar, er Jónsbók kallast„, Landslb 12, bls. 635, er fjallað um sel og selfarir:

Hafnasel II

Hafnasel norðan Krossfjalla – uppdráttur ÓSÁ.

„4) er það víst, að ekki skyldi þá ætla kúm fóður, er skyldugt var í sel að færa úr húshaga, því þá væri ómögulegt að vænta; selhagar skydlu þá grónir á fjöllum uppi, er kúm þyrfti fóður í bygð að ætla; og einn ómögulegra, að verða flytja hey til sels, og mega ei gefa þau í vetrarhús sín, ef ei væru grónir selhagar. Nú er þafi ljóst af Llb. 24.3, hafi skylt er í sel að færa, þegar 2 mánuðir eru af sumri, það er í 9. viku sumar, því alt mánaðatal skal vera þrítugnætt éptir tilætlun lögbókarinnar, eins og áður hefi eg sýnt með rökum um erfitt „tvímánuður“, og þar má lesa, af hverju öllu hugleiddu það eptir fylgir, að þíng þetta, sem Llb. cap. 12. talar um, skuli vera fyrr á vorin, en skyldugt er í sel að fara. Á þess hér að gæta, að þegar lögbókin kom hingað anno 1280, voru liðin ein 17 ár frá því, er Grágás gekk hér fyrir lög, og þess vegna öllum í fersku minni, hafi sein eptir hennar bofiorfium hafið verið lángvarandi venja.“

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Bent skal á að víða á vefsíðunni er fjallað um sel og seljabúskap á Reykjanesskaganum, allt þangað til hann var aflagður í lok 19. aldar.

Heimildir:
-Safn til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fórnu og nýju, „Bæjarnöfn á Íslandi“ – Finnur Jónsson, 4. bindi, bls. 474-475.
-Hin forna lögbók Íslendinga sem nefnist Grágás, 2.b., „Of afrettu“, XXXVI. Capituli, bls. 302.
-Skýringar yfir fornyrði lögbókar þeirrar, er Jónsbók kallast, Landslb 12, bls. 635.

Selsvellir

Selin á Selsvöllum – uppdráttur ÓSÁ.

 

Blikdalur

Í Blikdal (Bleikdal) eiga, skv. Jarðabókinni 1703, að vera leifar af a.m.k. 7 selstöðum. FERLIR hafði staðsett þær í fyrri ferðinni um dalinn (sjá Blikdalur – Brautarholtssel – Saurbæjarsel – I). Skv. upplýsingum Páls Ólafssonar, bónda að BlikdalurBrautarhóli, átti Brautarholt sunnanverðan dalinn að mestu og Saurbær hann norðanverðan. Nes og Hof tilheyrðu Brautarholti, en Hof var jafnan sjálfstæð jörð, enda gömlu Hofselin nefnd til sögunnar. Ártún, Hjarðarnes og Mýrarholt (Mýrarhús) tilheyrðu Saurbæjartorfunni. Og nú er bara að reyna að geta í eyðurnar. Á handrituðu örnefnakorti af norðanverðum Blikdal er getið um Selfjall, Selgil, Selgilsbolla, Sel og Holusel.
Tilgangur þessarar FERLIRsgöngu, nr. 1130, var m.a. að staðsetja allar sýnilegar selstöður í dalnum og reyna jafnframt að
tengja sérhverja selstöðu við uppruna sinn. Þannig átti fyrsta – og jafnframt greinilegasta selstaðan, að vera frá Saurbæ, enda er hennar getið í heimildum sem þeirrar síðustu, sbr. ævisögu Matthíasar Jockumsens, skálds og greint er frá í fyrri lýsingu af ferð FERLIRs um dalinn (Blikdalur – Brautarholtssel – Saurbæjarsel I). Í selinu gerði hann sér dælt við Guðrúnu, dóttur Saurbæjarbóndans. Afraksturinn varð stúlkubarn og giftust þau skömmu síðar.
Vetrarsteinbrjóturinn var í blóma. Gaf hann hlíðum dalsins bleikan lit.
Vetrarsteinbrjótur í BlikdalTekið hafði verið fram í kynningu að hafa þurfti meðförum vaðpoka því þverskera varð Blikdalsána í fjórgang á leiðinni. Selstaða nr. 2 er sunnan þeirrar fyrstu, sömu megin árinnar, en þrjár næstu eru sunnan árinnar. Sjötta selstaðan var áætluð norðan árinnar, en sú sjöunda að sunnanverðu. Áttunda selstaðan og sú eftirvæntingarfyllsta átti skv. forkönnun FERLIRs að vera norðan árinnar, svo til beint neðan við svonefndan Leynidal, en varð við athugun sunnan árinnar. Sú selstaða kom einnig til greina sem stefnumótastaður Matthíasar og Guðrúnar, daladrósarinnar af tilskiljanlegu kvæði er hann orti til hennar, en drós rímar jú við rós. Niðurstaðan var þó sú að fyrsta selstaðan væri Saurbæjarselið, en hin síðastnefnda enn ein selstaðan, sem óþekkt hafði verið í dalnum.
Eins og síðast er jafnan getið var veðrið frábært þennan dag – kjördaginn til alþingiskosninga árið 2007. Umræður
forystumanna stjórnmálflokkanna höfðu tekið drjúgan tíma Tóft við Selgilbeggja fjarsýnisstöðvanna kvöldið áður, en ekki skilað einu einasta – ekki einu einasta – nýju orði umfram það sem áður hafði komið fram alla vikudagana þar fyrrum. Þvílík sóun á tíma fólks. Fuglasöngurinn og náttúrufegurðin í Blikdal þennan dag feykti þó þarflausri umræðunni óravegu frá raunveruleikanum – og sýndarveruleiki stjórnmálanna varð að engu. Umhverfisverndin, náttúruverndin, grunnþarfirnar, skattalækkunarmálin og önnur leiktjöld hversdagsleikans skiptu þarna nákvæmlega engu máli. Það var helst málefni aldraða og framtíð þeirra sem virtust hvað áhugaverðust þá stundina – enda hafa allir þörf fyrir hvíld og afslöppun að lokinni langri göngu eða að afloknum löngum „vinnudegi“, hvort sem þreytan hafi verið af „þjóðfélagslega arðbærum“ ástæðum eða einfaldlega „einstaklingslega menningarsjálfbærum“ ástæðum. Að vel ígrunduðu máli virtist enginn stjórnmálaflokkanna verðskulda atkvæði þátttakenda, enda enginn þeirra náð að sannfæra hlutaðeigandi um að hann hefði vilja og getu til að stuðla að eða standa vörð um grunngildi lífsins.
Blikdalsáin „söng“ hið ljúfa vorlag leysinganna. Sólin hafði lyft sér nægilega til að skína í alla skorninga og gil beggja
vegna dalsins. Mófuglarnir léku við hvurn sinn fót; stelkur, spói, tjaldur, hrossagaukur, þröstur og lóa létu að sér kveða – miklu mun betur sannfærandi um grunnþættina en jafnmargir forystumenn stjórnmálaflokkanna höfðu kveðið kvöldið áður. Kannski þeir ættu að hlusta betur á náttúruhljóðin.
Sel í norðanverðum BlikdalSennilega eru fuglsdýrin eðlislega meira sannfærandi vegna þess að þau eru öll fædd og aldin upp af náttúrunni að hálfu mót foreldrunum. Við þær aðstæður verður skilningurinn á umhverfið og verðmæti þess óneitanlega meiri – og næmari. Ef niðurstaðan er skoðuð eftir á í ljósi allrar þvælunnar vekur sú staðreynd mesta athygli að umhverfisvænasti flokkurinn varð til þess að mestu umhverfisskaðvaldsflokkarnir héldu velli. C’et la vie, söng hrossagaukurinn, enda nýkominn frá Frakklandi.
Blikdalur, stundum kallaður Bleikdalur, skerst langt inn í vesturhluta Esjunnar að vestan og rennur Blikdalsá eftir
honum miðjum. Blikdalur norðan árinnar hefur lengst af tilheyrt jörðinni Saurbæ og suðurhlutinn Brautarholti á Kjalarnesi. Nokkrar jarðir áttu beitarítak í norðanverðum dalnum en þau eru nú fallin niður og gekk dómur um það efni í Hæstarétti þann 29. febrúar 1996. Ætla verður að ítök sunnan megin séu einnig fallin niður. Í fyrrgreindum dómi eru rakin mörk Blikdals norðan megin en þau ná frá Saurbæjarlandi og eftir fjöllum norðan megin eftir sem vötnum hallar fram í Blikdalsbotn og þaðan með Blikdalsá, sem einnig er nefnd Ártúnsá til Blikdalsmynnis.
Sel í sunnanverðum BlikdalMynni Blikdals er mjög skýrt í landslaginu þar sem frekar skörp skil eru á fjallsendunum báðum megin og þeir
teygja sig til Blikdalsárinnar. Við landnám var allt land numið milli Ölfusár og Brynjudalsár af Ingólfi Arnarsyni og hans mönnum. Helgi Bjóla var landnámsmaður á Kjalarnesi og bjó að Hofi, sem er ekki langt frá en Blikdalurinn tengist mjög vel Kjalarnesbyggðinni og er með ólíkindum ef hann hefur ekki verið numinn eins og annað land í kring. Andríður, sem var írskur maður, fékk land hjá Helga Bjólu, og reisti bæ að Brautarholti og Arngrímur sonur Helga fékk land á nesinu og reisti Saurbæ. Það er vart tilviljun að þessar tvær síðastnefndu jarðir hafa átt Blikdalinn til okkar tíma.
Ekki er til sjálfstæð landamerkjaskrá fyrir Blikdalinn að sunnan en í landamerkjaskrá Brautarholts frá 31. maí 1921
segir: „Ennfremur fylgir Brautarholti Bleikdalur allur sunnan Bleikdalsár, suður og austur á fjallsbrún eins og vötnum hallar, ennfremur Andríðsey í Hvalfirði.“ Ekki verður Sel í sunnanverðum Blikdalséð annað en eigendur og umráðamenn nágrannajarða allra hafi undirritað skrána. Þann 8. maí 1960 seldi eigandi Brautarholts allt land sitt í Blikdal til Kjalarneshrepps en við sameiningu Reykjavíkurborgar og Kjalarneshrepps árið 1978 varð þessi eign skráð eign Reykjavíkurborgar.
Samkvæmt fyrrnefndri landamerkjaskrá Brautarholts frá 1921 fylgir Blikdalur sunnan Blikdalsár Brautarholti sem
eign þar sem merkjum landsins er lýst. Því verður að líta á þessa eign sem hluta jarðarinnar og háðan beinum eignarrétti eiganda.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 er ótvíræð heimild um eignarrétt Brautarholts að Blikdal.
Þar segir: „Selstöðu og beitiland á kirkjan (þ.e. Brautarholtskirkja) á Blikdal og liggur það til jarðarinnar, tekur nú mjög af sér að ganga af skriðum og vatnsgangi“. Í jarðalýsingum nágrannajarða kemur fram að þær eigi selstöðu frítt í Brautarholtskirkjulandi.
Á handrituðu örnefnakorti fyrir norðurhluta Blikdals Bær í sunnanverum Blikdalkemur fram að Hálsinn er á vinstri hönd þegar komið er upp
dalinn að norðanverðu. Þar breytir Blikdalsáin um nafn og nefnist Ártúnsá neðar. Mannskaðafoss er í miklum gilskorningum á hægri hönd. Suðurdalurinn að vestanverðu mun hafa verið landareign Bakka, en efsti hlutinn að sunnanverðu, Suðurdalur, eign Brautarholts. Fyrsti hnúkurinn að norðanverðu er Melahnúkur. Undir honum er Berjahóll. Neðan hans er Selgil og Selgilsbolli niður við ána. Skammt vestan hans er Dyrafoss í ánni. Fjallið innan við Melahnúk nefnist Selfjall. Austurendi þess er við Leynidal, skál í fjallið, og þá tekur Kistufell við að Gunnlaugsskarði. Í botni Blikdals, innst í Blikdalsbotni, eru Kjötfossar, Fosshóll neðan við þá og Fossurð enn neðar. Leynidalsáin kemur úr Leynidal. Vestan hennar eru Stórhæðir, Stórhæðaflatir og Stórhæðafoss. Skammt vestan flatanna á Holusel að vera svo og annað sel, merkt „Sel“. Þar mun vera Norðurdalur gegnt Suðurdal, landareign Saurbæjar. Vestar eru Sel í norðanverðum BlikdalBalagilsblettir, Balagil, þá Mörgil og Skjólgarðamýri enn vestar. Allt er þetta austan Selgils, sem áður var nefnt.
Að  sunnanverðu er erfiðara að nefna örnefni, en þegar gengið er upp (austur) dalinn má þó sjá nokkur einkenni. F
remst er klettur er skagar út úr Esjunni, Sneiðingsklettur. Ofar er Arnarhamar. Úr honum liggur Nóngil niður í dalinn. Uppi á fjallinu má sjá líkt og stóra þúfu, en þær eru í rauninni þrjár þegar upp er komið. Nefnast þær Smáþúfur, en eru þó engar smáþúfur. Þá kemur skál í fjallið, Hrútadalur, og ofan hans þverhníptir hamraveggir, Kambshorn vestast og innar Kerhólakambur. Innan hans er Þverfellshorn að Gunnlaugsskarði. Handan þess er Kistufell, líkt og áður sagði um norðurhluta dalsins.
Og þá var að leggja af stað upp frá Ártúni, norðan Ártúnsár. Ofan við bæjartóftirnar er gamla Ártúnsréttin, nú
gróin. Þegar upp á Hálsinn var komið var gamla selstígnum fylgt áleiðis austur dalinn að norðanverðu. Fyrst var ætlunin að leita að hugsanlegum rústum við Selgil. Selgilsbolli er gróin „stétt“ niður við ána eftir framburð gilsins. Sjálft gilið er gróið. Ofarlega með því að austanverðu vottar fyrir tóftum, nánast jarðlægum. Svo er að sjá að í þeim hafi verið þrjú rými. Erfitt er að greina húsaskipan. Þarna er greinilega um mjög forna selstöðu að ræða.
Næsta selstaða hafði verið skoðuð í fyrri FERLIRsferðinni. Um er að ræða formfagurt og vel greinilegt sel. Veggir
standa grónir, um 80 cm háir, og má sjá hleðslur í innanverðum veggjum. Tvö stór rými (baðstofa og búr) eru í meginhúsinu, en framan og til hliðar er lítil tóft, sennilega eldhúsið. Dyr snúa mót vestri, niður dalinn. Frá þeim hefur mátt greina allar mannaferðir að selinu, enda liggur selstígurinn beinustu leið að því. Austan við selið er stór tóft, sennilega leifar af enn eldra seli eða jafnvel fjárborg. Líklegra er að þarna hafi Sel í norðanverðum Blikdaleldra sel verið endurbyggt nokkrum sinnum og hóllinn smám saman hlaðist upp. Dæld er í miðju hans. Norðar og ofan við tóftirnar er ílangt mannvirki, gróið, en sjá má grjóthleðslur. Líklega hefur þetta verið stekkurinn. Lækur rennur austan selsins. Þetta selstæði er fjærst Blikdalsánni af öllum þeim 10 seljum, sem skoðuð voru í þessari ferð.
Næsta sel að norðanverðu er skammt neðar, nær ánni, þar ofan við gróinn árbakkann þar sem hún hlykkjast. Sjá
má þrjú rými í mjög grónum tóftum. Tvö rýmin eru saman og eitt sunnan við þau. Dyr á meginrýmunum eru mót suðri.
Þá var haldið yfir Blikdalsána því á tungu austan við síðastnefnda selið mátti sjá allnokkrar tóftir á a.m.k. fjórum
stöðum. Fremst (vestast) eru svipaðar tóftir og handan árinnar; tvö rými saman og eitt til hiðar. Veggir eru grónir Tóftirnar eru undir lágum bakka. Þessar minjar virðast tilheyra eldri tegundum selja.
Skammt austar eru tóftir. Þar gæti hafa verið um sjálfstæða selstöðu að ræða eða einfaldlega stekk frá
fyrrnefnda selinu svo og því næsttalda. Það sel er einnig þriggja rýma, en sýnu nýlegra og reglulegra. Það virðist vera tiltölulega nýlegt, bæði hvað varðar útlit og ástand. Veggir standa heilir, en grónir, og sjá má hleðslur að innanverðu. Í miðjunni eru tvö rými með dyr mót vestri. Til beggja hliða, samfast, er sitthvort rýmið, sennilega eldhús annars vegar og kví hinsvegar.
Og þá kom að því… Áður hefur komið fram að Helgi Bjóla hafi verið landnámsmaður á Kjalarnesi og búið að Hofi,
sem er ekki langt frá „en Blikdalurinn tengist mjög vel Kjalarnesbyggðinni og er með ólíkindum ef hann hefur ekki verið numinn eins og annað land í kring“. Í Landnámu (Sturlubók) segir m.a. í  11 kafla: „Helgi bjóla, son Ketils flatnefs, fór til Íslands úr Suðureyjum. Hann var með Ingólfi hinn fyrsta vetur og nam meðhans ráði Kjalarnes allt milli Mógilsár og Mýdalsár; hann bjó að Hofi. Hans son var Víga-Hrappur og Kollsveinn, faðir Eyvindar hjalta, föður Kollsveins, föður Þorgerðar, móður Þóru, móður Ögmundar, föður Jóns byskups hins helga.“
Fyrrum lamb í BlikdalÍ 12. kafla Landámu segir: „Örlygur hét son Hrapps Bjarnarsonar bunu; hann var að fóstri með hinum (helga)
Patreki byskupi í Suðureyjum. (Hann) fýstist að fara til Íslands og bað, að byskup sæi um með honum. Byskup lét hann hafa með sér kirkjuvið og járnklukku og plenárium og mold vígða, er hann skyldi leggja undir hornstafina. Byskup bað hann þar land nema, er hann sæi fjöll tvö af hafi, og byggja undir hinu syðra fjallinu, og skyldi dalur í hvorutveggja fjallinu; hann skyldi þar taka sér bústað og láta þar kirkju gera og eigna hinum helga Kolumba. Með Örlygi var á skipi maður sá, er Kollur hét, fóstbróðir hans, annar Þórólfur spör, þriðji Þorbjörn tálkni og bróðir hans, Þorbjörn skúma; þeir voru synir Böðvars blöðruskalla.
Örlygur sigldi vestan fyrir Barð; en er hann kom suður um Snæfellsjökul á fjörðinn, sá hann fjöll tvö og dali í
hvorutveggja. Þar kenndi hann land það, er honum var til vísað. Hann hélt þá að hinu syðra fjallinu, og var það Kjalarnes, og hafði Helgi bræðrungur hans numið þar áður. Örlygur var með Helga hinn fyrsta vetur, en um vorið Blikdalur til vesturs - Akranes fjærstnam hann land að ráði Helga frá Mógilsá til Ósvíf(ur)slækjar og bjó að Esjubergi. Hann lét þar gera kirkju, sem mælt var. Örlygur átti margt barna; hans son var Valþjófur, faðir Valbrands, föður Torfa, annar Geirmundur, faðir Halldóru, móður Þorleifs, er Esjubergingar eru frá komnir. Þeir Örlygur frændur trúðu á Kolumba. Dóttir Örlygs hins gamla var Vélaug, er átti Gunnlaugur ormstunga, sonur Hrómundar í Þverárhlíð; þeirra dóttir var Þuríður dylla, móðir Illuga hins svarta á Gilsbakka.“
Spurningin er: Hvar byggðu Þórólfur spör, Þorbjörn tálkni og bróðir hans sem og Þorbjörn skúma bæi sína?
Sunnan Blikdalsár virðast í fyrstu vera tóftir fornbæjar, en mjög líklega hefur þarna verið selstað frá landnámstíð
. Þrjú hús eru í bæjarhólnum; 5×3 m rými (mælt að innanverðu) með op til norðurs, að ánni. Utan við það er minna rými með op til vesturs. Austan þeirra er svo sjálfstætt rými, 7×3 metrar að innanmáli. Hleðslur eru mjög grónar, en sjá má rýmin greinilega. Þau Bærinn í sunnanverðum Blikdaleru miklu mun stærri en tíðkast almennt í seljum á þessu landssvæði, ekki síst í Blikdalnum. Að öllum líkindum eru þessar tóftir svar við þeirri spurningu að með ólíkindum þykir að Blikdalurinn hafi ekki verið numinn frá fyrstu tíð.
Næsta selstaða er norðan við ána, undir háum grónum bakka. Um er að ræða tvær tóftir, aðra stærri. Þær eru
báðar grónar og greinilegar gamlar. Hér gæti, miðað við handritaða uppdráttinn, Holuselið verið. Selið, sem merkt er svo á uppdráttinn, gæti hafa verið fyrsta selið að norðanverðu, eftir Selgilsselið. Sá, sem þekkt hefur til í Blikdal, gæti ekki annað en hafa vitað af því seli, enda liggur gatan beint að því, auk þess sem þar eru greinilegustu seltóftirnar í dalnum.
Efstu seltóftirnar er fundust (að þessu sinni) eru sunnan við ána, einnig tveggja rýma og mjög grónar. Þær eru,
líkt og aðrar selstöður, í skjóli fyrir austanáttinni. Annars hefur það komið í ljós í báðum FERLIRsferðunum, að mjög misviðrasamt er í dalnum. Hvasst getur verið að austan í honum neðanverðum, en þegar komið er inn að seljunum lygnir. Enn austar breytist vindáttin Blikdalsainog verður vestlæg.
Selstígar eru greinilegir beggja vegna árinnar. Að sunnanverðu hverfur stígurinn við efsta selið. Líkt er komið að
norðanverðu. Með líkum var hægt að staðsetja Saurbæjarselið og Brautarholtsselið. Um Holusel, það efsta að norðanverðu, er getið í handritaða örnefnakortinu. Borgarsel (frá fyrrum kirkjustað) er sennilega nokkru austan við Brautarholtssel (mun eldra) og Nesselið á milli. Ártúnssel er sennilega Holuselið og Hjarðarnesselið ofan við Selgil, fremst í dalnum. Erfitt er að staðsetja Hofselin gömlu, en líklegt er að þau hafi verið þar sem Saurbæjarselið varð síðar því þar við eru miklar fornar tóftir og stór stekkur ofar. 
Spóinn, lóan, tjaldurinn, maríuerlan og þúfutittlingurinn fylgdust enn vel með öllum mannaferðum um dalinn, líkt og
lambamæðurnar.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Saurbaejarsel