Færslur

Garðar

Gísli Sigurðsson skrifar um „Garða á Álftanesi“ í Alþýðublað Hafnarfjarðar 1972:

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson.

„Lengi hefur það verið rnér undrunarefni, hve fáskrúðugar eru sagnir úr landnámi Ingólfs Arnarsonar hér við Faxaflóa. Segja þó bækur, að Ingólfur hafi verið frægastur allra landnámsmanna. Verður og ekki annað sagt um þá frændur, en þeir hafi frægir orðið: Þorsteinn sonur hans stofnar fyrstur til þinghalds og hurfu margir að því ráði með honum, Þorkell máni sonur Þorsteins var lögsögumaður og um hann hafa myndast næstum því helgisögur, og niðjar þeirra í karllegg voru allsherjargoðar og helguðu alþing á hverju ári. Séu nú sagnirnar héðan úr umhverfinu athugaðar, sjáum við, að mikið tóm blasir við okkur.
Hrafna-Flóki og þeir félagar koma við hér í Hafnarfirði, þegar þeir halda brott eftir misheppnaða tilraun til landnáms.
Þá kemur Ingólfur Arnarson og nemur hér land og setur bústað sinn í Reykjavík. Gaf hann síðan land frændum sínum og vinum, er síðar komu. Um landnám næsta nágranna segir Landnámabók: Ásbjörn Össurarson, bróðurson Ingólfs, nam land milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns, Álftanes allt, og bjó á Skúlastöðum. — Líklega hefur Ásbjörn komið hingað á árunum 890 til 900, en þá var hingað mest sigling.
Síðan líða um 300 ár, að því nær ekki er minnzt á þetta landssvæði. Þá segir svo í kirknatali Páls biskups, en það er tekið saman nálægt 1200: Þá er Hafnarfjörður og þá er Álftanes. Kirkja í Görðum og á Bessastöðum.

Garðar

Garðar og nágrenni.

Viðfangsefni mitt nú er að ræða lítilsháttar um annan þessara staða; Garða á Álftanesi.
Áður en lengra er haldið, skulum við staldra við frásögn Landnámuum Ásbjörn Össurarson. Landnám hans nær milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns, það er yfir Álftaneshrepp hinn forna, það svæði, sem nú skiptist í Álftaneshrepp, Garðakauptún, Hafnarfjörð og Hraunin.
Ásbjörn bjó á Skúlastöðum, er sagt. En hvar voru Skúlastaðir? Af þeim fáu nöfnum, sem kunnug eru héðan úr nágrenninu frá fornri tíð, eru nokkur, sem enginn veit nú hvar eiga við. En það verður að teljast með einsdæmum, að nafnið á bústað landnámsmanns sé glatað.

Garðar

Garðar árið 1900.

En eru, þá nokkur líkindi til, að þann stað megi finna, sem Ásbjörn bjó á, Skúlastaði? Nokkuð sérstætt er nafnið. En það kemur á óvænt, því að hvergi verður Skúla-nafnið fundið meðal frænda Ingólfs eða afkomenda þeirra. Engum blöðum er um það að fletta, að býlið hefur verið einhvers staðar á svæðinu milli Hraunshoitslækjar og Hvassahrauns. Nokkuð öruggt er, að bústaðir landnámsmanna verða er fram líða stundir höfðingjasetur og flestir kirkjustaðir. Til þess að verða höfðingjasetur og kirkjustaður þurfti jörðin að vera allstór, ekki minni en 40 hundruð, segja mér fróðir menn. Hvar er þá þessa lands, þessa stóra staðar að leita hér í umhverfi okkar? Sunnan fjarðar er slíkan stað varla að finna. Ofanbæirnir koma naumast til greina, og þótt búsældarlegt hafi oft verið um Álftanes sjálft, þá stöldrum við varla við þar. Til dæmis eru Bessastaðir ekki nema 8 hundruð að fornu mati. Þá er ekki nema einn staður, sem nefna mætti stóran stað og þar sem síðar verður kirkjustaður með höfuðkirkju. Staður sá, sem mér finnst líklegastur til að hafa verið Skúlastaður og bústaður Ásbjarnar, er því Garðastaður. Héðan er fagurt að sjá til allra átta. Hér er gróðursæld og hér er gjöfull sjór fram undan. Í upphafi kristniboðs á Íslandi var þeim höfðingjum, er kirkjur reistu, lofað, að þeir skyldu hafa svo mikil mannaforráð á himnum sem menn rúmuðust í kirkju þeirra. Varð því margur höfðinginn til þess að reisa kirkju á bæ sínum. Til þess að reisa slík hús sem kirkjur voru þurfti og nokkur efni. Þá þurfti kirkjueigandinn að halda prest, en slíkir prestar voru oft eins konar vinnumenn höfðingja.

Garðakirkja

Garðakirkja 1879.

En hafi nú nafnið Skúlastaðir horfið fyrir nafninu Garðar, hver var þá orsökin? Fróðir menn segja mér, að margt bendi til, að allmikil akuryrkja hafi verið stunduð hér um slóðir, um allt Álftanes, allt fram undir siðaskiptin um miðja 16. öld. Benda þar til nokkur örnefni, svo sem Akurgerði í Hafnarfirði, Akrar við Breiðabólstaði og Akurgerði þar í túni, Tröð, sem er bær á nesinu, og Sviðholt, en því er það nafn, að jörð var þar brennd eða sviðin undan sáningu. Þá er hér einnig víða að finna örnefni eins og Gerði og Garða. Þannig voru akrar varðir til forna, að kringum þá voru hlaðnir garðar, bæði til skjóls og til varnar ágangi fénaðar. Geta má þess til, að Ásbjörn og afkomendur hans hafi látið gera akra og haft akuryrkju ekki litla, garðar miklir hafi verið hlaðnir, og þannig hafi Skúlastaðanafnið grafizt undir görðum og hafi þá orðið til Garðar á Álftanesi. Og staðreynd er, að hér var um aldir stór staður og prestssetur.
Næst eftir að getið er um Garða i kirknatali Páls biskups, er þeirra minnzt í Sturlungu, þar sem segir, að 1264 hafi Gissur jarl riðið á Kjalarnes og gist að Einars bónda Ormssonar í Görðum. Var honum þar vel tekið og var hann þar nokkrar nætur.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – Leitukvennabásar.

Þá er þess getið næst, að þrír menn í Grindavík bera vitni um reka Garðastaðar 1307: Garðastaður á reka bæði rekaviðar og hvalreka á fjörum austan við Ísólfsskála milli Rangjögurs og í Leitukvennabása. Þegar þetta gerðist, er hér þjónandi prestur séra Jón Þórðarson, en herra Haukur hafði þá sýslu.

Garðakirkja

Garðakirkja 1925.

Enn líður nokkur tími eða fram undir aldamótin 1400. Þá tekur nokkuð að rofa til. 1395 lætur Vilchin biskup í Skálholti gera máldaga flestra kirkna í Skálholtsbiskupsdæmi. Ég held að segja megi, að þá sé staðurinn i Görðum og kirkjan nokkuð vel sett að andlegum hlutum og veraldlegum. Er ekki úr vegi að taka hér upp þetta ágæta plagg, máldaga Garðakirkju.
Péturskirkja í Görðum á Álftanesi á heimaland allt, Hausastaði, Selskarð, Hlið, Bakka, Dysjar, Hraunsholt, Hjallaland, afrétt í Múlatúni. 18 kýr, 30 ásauða, 7 naut tvævetur, 6 naut veturgömul, 2 arðuryxn. 6 hross roskin, 16 hundruð í metfé. 10 sáld niður færð. 6 manna messuklæði, utan einn corporale brestur, og að auki 2 höklar lausir, annar með skínandi klæði, en annar með hvítt fustan. 3 kantarakápur, 2 altarisdúkar búnir. 6 altarisklæði og eitt skínandi af þeim. 2 dúkar stangaðir. 2 fordúkar. Skrínklæði lítið. 3 sloppar. Smelltan kross og annan steindan fornan. Koparskrín gyllt. Huslker af silfri. Gylltan kross lítinn. Paxspjald steint. Brík yfir altari. Kertastikur 3 úr kopar. Járnstikur 2. Bakstursjárn vont. Item sæmiiegt Ampli. Klukkur 5. Kaleikar 3, 2 lestir og hinn þriðji forgylltur. Maríuskrift. Pétursskrift. Merki eitt. Sakrarium mundlaug. 1 stóll. 2 pallkoddar. Fornt klæði og skírnarsár. Tjöld vond um kór og dúklaus. 2 reflar vondir um framkjrkju. Glóðarker. Graduale per anni circulum. Lesbækur út 12 mánuði þar til pistlar og guðspjöll, per anni circulum með collectario. Liber Evangeliorum. Omilie Gregorii Actis Apostolorum. Apocalipsis. Passionarius Apostolorum et eliorum santcorum. Altarisbók, Psaltari. Söngbók de tempore frá páskum til adventu. Forn sequentiubók. Messufatakista ólæst. Eins og vænta mátti er hér um eitt bezta heimildargagn að ræða.

Garðar

Garðar fyrrum.

Hér er í fyrsta skipti getið þeirra býla, er heyra staðnum til: Hausastaðir, Selskarð, Hlið, Bakki, Dysjar, Hraunsholt, Hjallaland og upprekstur í Múlatún. Til skýringar á Hjallalandi vil ég geta þess, að hér mun átt við svæði sunnan Grunnuvatna milli Sneiðinga innst á Vífilstaðahlíð og landamerkja Vatnsenda, skammt vestan til við fjárborgina góðu, Vatnsendaborg. Þá er vert að veita því athygli, að getið er um 2 arðuryxn gömul. Arðuryxn geta ekki verið annað en yxn, sem draga arð, plóg við akuryrkju. 10 sáld niður færð! Getur hér varla verið um annað að ræða en að sáð hafi verið korni úr 10 sáldum. Hér hefur þá verið nokkur akuryrkja á staðnum.
Og hvað um kirkjubúnaðinn? Er hann ekki sæmilegur? Myndum við ekki verða hýrir á svip, ef fyrir framan okkur lægju gripir þessir. En látum okkur nægja að sjá þá aðeins með innri sjónum.
Frá árinu 1477 er til ágrip af máldaga. Ber honum það sem hann nær algerlega saman við Wilchinsmáldaga. Þó er kirkjan orðin einu messuklæði fátækari.

Vatnsendaborg

Vatnsendaborg.

Næst verður fyrir okkur fróðlegt bréf frá 1558 um viðskipti staðarins við hans Majestet konunginn og umboðsmann hans. Er það all-fróðlegt: Eg Knut Stensen, kongleg Majestetz Byfalingsmaður yfir allt Ísland, kennist með þessu mínu bréfi, að ég hef gjört svoddan jarðaskipti upp á konglig Majestetz vegna við síra Loft Narfason, kirkjunnar vegna í Görðum á Kongsnesi, að ég hef undir kongsins eign til Bessastaða tekið jörðina Hlið er liggur á Kóngsnesi, er þar í landskyld í málnytukúgildi og ein mjöltunna. En þar hefur hann fengið til kirkjunnar í Görðum Viðeyjarklaustursjörð, er heitir Vífilsstaðir í Bessastaðasókn. Tekst þar af landskylda og málnytukúgildi. Og fyrir mismun landskyldanna hefi ég lofað og tilskikkað fyrrnefndum síra Lofti eður Garðakirkju umboðsmanni eina tunnu mjöls á Bessastöðum, að hún takist þar árlega af kóngsins mjöli.
Skal það fylgja hvorri jörð, sem fylgt hefur að fornu og nýju. Skulu þessi jarðaskipti óbryggðanlega standa og vera hér á báðar síður, utan konglig Majestet þar öðruvísi umskipti á gjörir eða skykkan. Samþykkti þessi jarðaskipti herra Gísli Jónsson Superindentent yfir Skálholts stikti. Og til staðfestu og auðsýningar hér um, að svo í sannleika er sem hér fyrir skrifað stendur, þrykki ég mitt signet á þetta jarðaskiptabréf. Skrifað á Bessastöðum 4. dag júlí-mánaðar, Anno Domini 1558. Þá kemur neðan máls ekki ófróðleg klausa um viðskipti við Konglega Majestet og hans Byfalingsmenn. Þessa mjöltunnu hafa prestar í Görðum misst síðan í tíð höfuðsmanns Einvold Krus af óvild, inn féll milli hans og síra Jóns Krákssonar í Görðum.

Steinhes

Steinhes.

Að þetta ofanritað sé rigtug og orðrétt Copia eftir originalnum og höfuðsmannsins bréf vottum vér sem saman lásum og originalinn sjálfan með undirsettu innsigli höfuðsmannsins Knutz Steinssonar sáum og yfirskoðuðum að Görðum á Kóngsnesi 19. júní anno 1675.
Það næsta, sem fyrir okkur verður varðandi Garðakirkju og Garðastað, er að finna í Visitasíubók hans herradóms Brynjólfs biskups Sveinssonar frá 19. sept. 1661 og fjallar um lögfesti á landamerkjum Garðastaðar: Landamerki Garðastaðar eftir lögfesti síra Þorkels eru þessi: Syðri Hraunbrún hjá Norðurhellum og svo suður eftir Smyrlabúðarhraunsjaðri í miðjan Kethelli og svo hraunið allt fram að Steinhesi, svo beint úr Steinhesinu og upp í Syðri-Kaldárbotna og allt Helgafell og í Strandartorfur og í Húsfell. Úr Húsfelli og í Hnífhól og úr Hnífhól og heim í Arnarbæli. Datum Bessastöðum 1661 Jónsmessudag sjálfan.

Jón Halldórsson og Jón Jónsson

Hamarskot

Hamarskot fyrrum – tilgáta.

Item lagði nú síra Þorkell Arngrímsson fram vitnisburðarbréf síra Einars Ólafssonar og Egils Ólafssonar og Egils Einarssonar með þeirra áþrykktum innsiglum, datum Snorrastöðum í Laugardal næstan eftir Maríu-messu á jólaföstu anno 1579, að Garðastaður ætti land að læknum fyrir sunnan Setberg, sem er sá lækur sem rennur milli Stekkatúns og Setbergs og allt land að þeim læk, er menn kalla Kaplalæk. Og það Stekkatún, sem er sunnan við greindan læk, byggði síra Einar ætíð með Hamarskoti, og með sama hætti þeir sem enn fyrr bjuggu í Görðum en hann, og aldrei heyrði hann þar orðtak á að Setberg ætti nokkurt ítak í Hamarskotslandi eður neinstaðar í Garðalandi.
Þessu næst koma svo útdrættir gerðir af síra Árna Helgasyni.

Um Garðastað

Fiskaklettur

Fiskaklettur.

Kirkjan á einnig Hjallaland og afrétt í Múlatúni, bæði eftir vísitazíu og máldögum. Plagg þetta er frá 25.8.1780. Þá er vitnað til bréfs undirskrifaðs 1701, og er svo hljóðandi: Nú koma nokkrar afskriftir af máldögum Garðakirkju og þar á meðal eitt er kallast: Nýtt Registur 1583. Svo hljóðandi: Kirkjan í Görðum á Álftanesi á 20 kúgildi, einn hest. Þessar jarðir: Ás, Setberg, Vífilsstaði, Dysjar, Nýjabæ, Selskarð, Akurgerði, Hlið, Hamarskot, Bakka, Hausastaði, Pálshús, Oddshús, Hraunsholt.
Hvernig Ás og Setberg er undan gengið veit ég ekki, né heldur hvar Oddshús hafa verið. Síðan koma skriftir um skóga og skógaítök og svo undirskriftir. Það fer eins fyrir mér og séra Árna. Ekkert veit ég um Ás utan það, að 1703 á konungur hluta jarðarinnar. En það held ég að ég viti um Setberg, að það sé ein sú jörð, sem slapp í gegnum netið, að hvorki lenti í eigu nokkurrar kirkju né í eigu Viðeyjarklausturs. Hún var alltaf bændaeign. Oddshús tel ég aftur á móti að hafi verið þar sem síðar var Oddakot. Oddakot var austast á eyju þeirri, sem nefnzt hefur Hliðsnes. Má þar enn sjá marka fyrir rústum kotsins. Til skamms tíma lifði hér í Hafnarfirði fólk, sem borið var og barnfætt Í Oddakoti.

Setberg

Gamli Setbergsbærinn.

Eftir að Árni biskup Helgason gerir á margvíslegan hátt hreint fyrir sínum dyrum og kirkjunnar í Görðum með upprifjunum og afskriftum af bréfum og máldögum staðarins, er hljótt um stund, eða allt þar til hingað kemur sá mæti klerkur Þórarinn Böðvarsson. Hann hafði ekki lengi setið staðinn, er hann hóf að grannskoða, hvernig háttað væri um eignir Garðastaðar. 1871 fær hann settan rétt til að rannsaka, hve mikið land tilheyrði verzlunarlóðinni, lóð Akurgerðis, sem upphaflega var hjáleiga frá Görðum. En 1677 höfðu farið fram með vilja konungs makaskipti á hjáleigunni og jörð vestur í Kolbeinsstaðahreppi. Bjarni riddari Sivertsen hafði keypt jörðina af konungi, en Knudtzon stórkaupmaður keypti af dánarbúi Bjarna. Munu engin mörk hafa þar verið sett í milli. Vitnisburðir þeir, sem fengust við þessa athugun, eru gagnmerkir, en verða ekki upp teknir hér nú. Eftir að rannsókn hafði farið fram, var málið lagt í dóm — eða til sáttar. Sú sáttargjörð var svo birt árið 1880. Voru þá landamerki samin milli fyrrum hjáleigunnar Akurgerðis og Garðakirkjulands. Voru þau þessi: Fyrst: Klöpp undir brúnni yfir lækinn niðri í fjöru. Varða á svonefndum Ragnheiðarhól. Varða hjá bænum Hábæ í Hrauni. Varða ofanvert við Hólsbæina á Stakkstæði. Varða hjá Félagshúsinu, rétt við Fjarðarhelli. Varða hjá Veðurási. Varða á hól vestan Kristjánsbæjar, og þaðan beina línu í Fiskaklett.
HafnarfjörðurNokkra skýringu munu þessir staðir þurfa. Klöppin undir brúnni: Klöpp þessi liggur nú undir austurvegg Pósthússins í Hafnarfirði.
Ragnheiðarhóll: Þar er nú risið hús Olivers Steins. Hábær: Hann stóð þar sem nú eru Rafveituskrifstofur.
Varða ofan Hólsbæjar var við húsið nr. 2 við Urðarstíg. Félagshúsið er nr. 7 við Hellisgötu. Veðurás eru húsin nr. 9 og 11 við Kirkjuveg. Varðan vestan Kristjánsbæjar: Við hana er Vörðustígurinn kenndur, og er hún eina merkið, sem enn stendur. Og Fiskaklettur stendur enn snoðinn nokkuð rétt við Vöruskemmu Eimskipafélags Íslands. Sú trú er nú kominn á þann klett, að ógæfumerki sé að hrófla við honum.
Eftir þetta verða litlar breytingar á högum Garðakirkjulands, eða allt þar til að Hafnarfjörður fær kaupstaðarréttindi 1. júní 1908. En þá og nokkru síðar verða miklar breytingar, sem er mjög langt mál og allflókið.
Að síðustu verður hér litið yfir landamerki þau, sem gerð voru á árunum kringum 1890.

Landamerki

Arnarbæli

Arnarbæli – varða ofan Grunnuvatna.

Merki á landi Garðakirkju á Álftanesi, samkv. máldögum og fornum skjölum.
1. Á móti Oddakoti í miðjan Ós þann, sem rennur úr Skógtjörn í sjó fram austan til við túngarðinn.
2. Úr Ósnum norður í Hól hjá Skógtjörn, og er þar hlaðin merkjavarða, þaðan í móti landi Skógtjarnar og Brekku í vörðu á hólnum hjá Núpsstíflum, þar er hlaðin merkjavarða.
3. Þaðan út í miðja Tjörn, Lambhúsatjörn, þá sem er milli Bessastaða og Gálgahrauns, og í miðjan tjarnarósinn í mynni Arnarnesslækjar, upp með læknum sunnanverðum upp í Stóra-Krók á sama læk og úr því keldudragi, sem þar er að sunnanverðu og beina stefnu yfir mýrina upp í Dýjakrók (3. sept. 1870) og þaðan í mitt Hnoðraholt, þaðan fyrir norðan Vetrarmýrina, beina línu suður í Arnarbæli, þaðan í austur-landsuður upp í Hnífhól, þaðan í austur-landsuður í mitt Húsfell. Úr miðju Húsfelli beint til suðurs í Efri-Strandartorfur, þaðan beint í suður í Markraka í Dauðadölum, þaðan til vesturs í Melrakkaskarð (Melrakkagil) í Undirhlíðum, þaðan til norðurs við lönd Hvaleyrar og Áss í Steinhús (Steinhes), sem er við Neðri-Kaldárbotna, þaðan móts við Ófriðarstaðaland vestanvert við Gráhelluhraun beina línu í svonefndan Moldarkrika, þá til norðurs í Vörðu á Hlíðarþúfum, þá sömu línu norður í Öxl á Mosahlíð, enn sömu línu í Vörðu á Kvíholti, loks sömu línu mitt á milli Gíslahúss og Bjarnabæjar í vörðu á miðjum Hamri við Hafnarfjarðarbotn, þaðan allt með Hafnarfirði norðanvert í Ós hinn áðurnefnda hjá Oddakoti.

Garðahverfi

Minnismerki um Hausastaðaskóla og Hausastaði.

lnnan framangreindra takmarka eru auk Garðastaðar þessar jarðir Garðakirkju: Selskarð, Hraunsholt, Hamarskot, Langeyri, Skerseyri, Bali, Dysjar, Bakki, Pálshús, Nýibær, Krókur, Ráðagerði, Hóll, Miðendi, Hlíð, Móakot, Hausastaðir og Hausastaðakot, sem allar hafa afmörkuð tún og rétt til að nota að tiltölu kirkjulandið utantúns til allra leiguliðanota, en ekkert útskipt land fyrir utan túnið, svo og þurrabúðir, sem eru eign kirkjunnar með kálgörðum og túnblettum og timburhúsum sömuleiðis. Innan merkja er kirkjujörðin Vífilsstaðir, áður konungseign, á hún sérstaklega: tún og engi fyrir neðan Vífilsstaðavatn, hálfan Leirdal, allan Rjúpnadal, alla Vetrarmýri og mótak niður undan við Arnarneslæk, Maríuhelli og Svínahlíð fram í Sneiðinga.
Ennfremur eru innan merkjanna þessar jarðir:
1. Setberg: Eru merki þeirrar jarðar sem segir í landamerkjaskjali hennar.
2. Urriðakot: Eru merki þeirrar jarðar, sem segir í landamerkjaskjali hennar.
3. Hofstaðir: Sú jörð á sitt eigið tún, en ekkert land utantúns. Með hagbeit í kirkjulandinu fyrir fénað, sem túnið ber.
4. Hagakot: Þjóðeign, á sitt eigið tún, mýrarkorn neðan túns og mótak í barði og beit fyrir fénað þann, sem túnið og mýrin framfleytir.
5. Akurgerði: Túnlaus verzlunarlóð, merki ákveðin með samningi dags. 27. marz 1880 og þinglýst 17. júní sama ár. Þessi landamerki samþykkt af öllum hlutaðeigendum og síðan þinglýst á manntalsþingi í júní 1890.“

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 1. tbl. 10.01.1972, Garðar á Álftanesi, Gísli Sigurðsson, bls. 7, 13 og 14.

Garðar

Garðar.

 

Setberg

Á upplýsingaskilti við rústir gamla Setbergsbæjarins í Hafnarfirði má lesa eftirfarandi:

„Um aldir hefur verið búið á jörðinni Setbergi við hafnarfjörð en elstu heimildir um jörðina eru frá árinu 1505. Bærinn stóð ofarlega í Setbergstúninu en túnið lá á móti suðvestri. Upp úr 1770 var bærinn teiknaður upp og var þá hinn reisulegasti enda sýslumannssetur. Minjar Setbergsbæjarins, sem hér eru, hafa verið friðlýstar.

Setberg

Gamli Setbergsbærinn.

Setbergsannáll var ritaður af Gísla Þorkelssyni sem fæddist á Setbergi 1676 og bjó þar megnið af ævi sinni. Segja má að þessi annáll sé sérstakt bókmenntaverk því að þar er töfraskilningur ráðandi og reglulega sagt frá fyrirbærum á borð við sæskrímsli, náttúruvættir og himnasýnir eins um staðreyndir hafi verið að ræða. Þar er meðal annars sagt frá ljóni sem rak á land árið 1230 með hafís og tókst að valda miklum skaða en slík sjón eru annars lítið þekkt. Annað dæmi er frá árinu 1206, þar segir: „Rak suður með garði skrímsli með 8 fótum í einu norðanverðri; var grátt sem selur með heststrjónu eður haus, en rófu upp úr bakinu; hvart nóttina eftir. Þetta skeði um veturnætur.“

Setberg

Galdraprestsþúfa við gamla Setbergsbæinn.

Til eru sögur um bænahús eða kapellu við Setbergsbæinn og á hún að hafa staðið þar sem nú er „Galdraprestaþúfa“ skammt frá bæjarrústinni. Þar réð meðal annars ríkjum sr. Þorsteinn Björnsson (d. 1675) en eftir hann liggur kvæðasafnið „Noctes Setbergenes“ eða Setbergsnætur sem varðveitt er í Árnasafninu. Kvæðasafn þetta orti hann meðal annars til að „stytta sér hið leiða líf“ eins og hann orðaði það sjálfur. Þorsteinn þessi var, að telið er, rammgöldróttur og lagði hann svo á að ekki mætti hrófla við þessari þúfu án þess að illa færi.

Íslandskort

Forn Íslandskort með skrímslum og öðrum forynjum.

Þegar Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns var rituð árið 1703 voru allar jarðir í Álftaneshreppi ýmist í eigu konungs eða Garðakirkju með þeirri einni undantekningu að jörðin Setberg var í eigu Þóru Þorsteinsdóttur. Álftaneshreppur náði á þeim tíma allt frá Kópavogslæk og suður að Hvassahrauni. Þá voru heimilismenn sex og á bænum voru fimm kýr, 23 ær, fjórir suaðir veturgamlir og fjórir hestar og selstöð átti jörðin þar sem heitir Ketshellir eða Kershellir. Í sömu lýsingu kemur fram að „silungsveiði hefur hjer til forna verið í Hamarskotslæk, kynni og enn að vera ef ekki spillti þeir með þvernetjum sem fyrir neðan búa“, Setberg átti ekki land að sjó en fram kemur í heimildum að jörðin hafi haft búðaaðstöðu og skipsuppsátur í landi Garða þar sem heitir Skipaklettur og greitt leigu fyrir. Skipaklettur var þar sem Norðurbakkinn er í dag við Hafnarfjarðarhöfn en hann var brotinn niður þegar fiskverkunarhús Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar var byggt um miða 20. öld.“

Setberg

Tóftir gamla Setbergsbæjarins.

Í örnefnaskrá fyrir Setberg segir m.a.:
„Samkvæmt máldaga fyrir jörðinni Setbergi í Garðahreppi, dagsettum 6. júní 1523, eru landamerki jarðarinnar Setbergs sem hér segir: Úr miðjum Kethelli og í stein þann, er stendur í fremsta Tjarnholti; úr honum og í Flóðhálsinn; úr Flóðhálsinum og í Álftatanga, úr honum og í hellu, er stendur í Lambhaga. Þaðan í neðstu jarðbrú, svo eftir því sem lækurinn afsker í túngarðsendann; þaðan í Silungahellu, svo þaðan í þúfuna, sem suður á holtinu stendur, úr henni og í syðri Lækjarbotna, úr þeim og í Gráhellu, úr henni og í miðjan Kethelli. [Nmgr.: Landamerkjaskrá er samkvæmt landamerkjabók Gullbringu- og Kjósarsýslu. J. H.]

Setberg

Setberg – loftmynd.

Setberg, jörð í Garðahreppi, fyrrum í Álftaneshreppi. Setbergsbær stóð í Setbergstúni ofarlega nokkuð og lá túnið mót suðvestri. Túngarðar eða Setbergstúngarðar lágu að því að sunnan, austan og norðan. Suðurtúngarður lá neðan frá læk, sem síðar getur, upp á holtið að fjárhúsi, er þar er. Austurgarður er ofan túns allt út að austurtúngarðshliði og þaðan nokkuð lengra, en þá tekur norðurtúngarður við, og nær hann allt niður að læk. Gamligarður, þar sem túnið er hæst ofan bæjar. Markar enn fyrir þessu garðlagi. Setbergsbrunnur lá í lægð niður frá austurbæjarhorni. Þaðan lá svo brunngatan niður að brunninum. Túnið hér var kallað Niðurtún eða Suðurtún, allt upp undir fjárhúsið. Þar var utan garðs Stöðullinn, og innan garðs var Stöðulgerði. Milli Gamlagarðs og túngarðs voru nefndar Útfæringar allt út að hliði. Frá vesturbæjarhorni lágu Setbergstraðir austur um túnið. Þar sem það var hæst, var farið framhjá Galdraprestsþúfu, en þúfa sú mun vera kapella, sem eitt sinn var hér á Setbergi. Á þúfu þessari sat löngum Þorsteinn Björnsson prestur, og hér orti hann „Noctes Setbergenses“. Eru ströng fyrirmæli um að hrófla ekki við þúfu þessari. Í Norðurtúni var Setbergskot eða Norðurkot og kringum það Norðurkotstún.“  –Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar um Setberg.

Setberg

Setberg 1984. Gamla Setbergsbæinn má sjá efst í hægra horninu – á þeim stað, sem hann var.

Setberg

Gengið var yfir Setbergsholtið og um norðanvert Urriðavatn.
Gamli Setbergsbærin er vestan í holtinu. Enn má sjá tóftir Urriðakot-2hans og garða. Burstirnar hafa snúið á móti vestri, niður að Hamarskotslæk með útsýni yfir Hafnarfjörð. Hlöðnu vörslugarðanir standa margir hverjir enn þrátt fyrir umsvifin á golfvelli Setbergsmanna. Komið var við á Galdraprestshól, en hóllinn stendur fast við gamla veginn upp að Urriðakoti. Við hann er kennd saga prests nokkurs sem koma hafði átt undir á altari kirkju einnar norðlenskrar. Afkvæmið varð prestur og þótti göldróttur með afbrigðum. Til eru margar sögur af fjölkyngi hans.
Norðan við Urriðakot er Lambatangi. Á honum er nokkrar fornar hleðslur, en landamerki Setbergs og Urriðakots eru á honum vestanverðum. M.a. má, ef vel er gáð, hlaðna refagildru. Hlaðnir garðar eru á austanverðum tanganum og skammt norðar er fallega hlaðið gerði í klettasprungu. Álftir höfðu verpt í einum hólmanna austan við tangann.

Urriðakot - letursteinn.

Urriðakot – letursteinn.

Í túninu neðan við Urriðakotsbæinn, sem Jón Guðmundsson, fyrrum stórbóndi á Setbergi (áður bóndi á Bryggju og á Tortu, þeim bæjum einum í Biskupstungum er Skálholtsstóll, auk Haukadals, náði ekki að söðla undir sig), sonur Guðmundar Jónssonar hins fjárglögga í Haukadal (fyrrum bónda á Álfsstöðum á Skeiðum), leit augum hinsta sinni vorið 1907, áður en hann flutti sig háaldraður á láglendið, er letursteinn klappaður af ábúandanum 1846.
Gengið var til baka um gömlu götuna að stíflunni. Sefgrasið í víkinni var orðið nokkuð hátt miðað við árstíma (sbr. meðfylgjandi mynd), en venjulega lítur það ekki svona út fyrr en um mánaðarmótin júní-júlí. Engan fisk var að sjá við stífluna, sem er líka nokkuð óvenjulegt.
Gengið var þvert yfir golfvöllinn á bakaleiðinni. Golfarnir hættu leik sínum, tóku ofan og biðu fullir lotningar á meðan FERLIRsfélagar liðu hjá.
Veður var frábært – logn og sól.

Urriðakotsvatn

Urriðakotsvatn.

Setberg

Eftirfarandi grein um Jón á Setbergi birtist í Litla-Bergþóri árið 1996:
„Einhvern tíman fyrir löngu síðan ákvað ég með sjálfum mér að skrifa þátt um langafa minn, Jón á Setbergi,áður en ég „setti upp tærnar“. Enda er allt hæpið með handskriftina eftir að maður er kominn í þær stellingar. Hann hóf hér vist sína tæpum hundrað árum áður en ég fæddist, þó hefi ég afhonum glöggar sagnir frá fyrstu hendi því móðir mín Helga Eiríksdóttir húsfreyja á Stekk í Garðahreppi sem fædd var 1. október 1879 að Kjarnholtum í Biskupstungum var sonardóttir hans. Hún ólst upp að verulegu leyti hjá þessum afa sínum. Þegar ég var á barns- og unglingsaldri sagði hún mér margt af búskaparháttum á Setbergi og ýmsu fleira varðandi þennan afa sinn. Eg mun vera sá eini af hinum fjölmörgu núlifandi afkomendum Jóns á Setbergi sem hefi af honum glöggar sagnir frá fyrstu hendi, það getur því ekki talist nein ofrausn þó ég komi því nú í verk að skrá eitthvað sem ég veit með vissu um þennan forföður minn.
Skollagróf 14. mars 1996 – Jón Sigurðsson.

Setberg-221Jón Guðmundsson var fæddur 24. desember 1824 á Fossi í Hrunamanna-hreppi. Ég tel þó víst að þarna skakki einum degi, því hann taldi sinn fæðingardag vera Þorláksmessu en ekki aðfangadag jóla.“Hann var samtíða sínum foreldrum óslitið fram yfir sinn tvítugsaldur því er ósennilegt að þarna hafi orðið dagabrengl innan fjölskyldunnar, hitt er mun sennilegra að talan 24. hafi slæðst inn í kirkjubók í stað 23. Faðir Jóns var Guðmundur Eiríksson hinn sauðglöggi, sem jafnan var kenndur við Haukadal í Biskupstungum og móðir hans var Guðbjörg Jónsdóttir frá Ósabakka á Skeiðum. Hún var af hinni þekktu Hörgsholtsætt. Jón sótti til föður síns sauðgleggni og mikla fjármennskuhæfileika, þó hann yrði aldrei þjóðsagnapersóna á sviði fjárgleggninnar á borð við föður sinn. Hann stóð þó tvímælalaust langnæst föður sínum á sviði sauðgleggni og fjármennsku af öllum börnum Guðmundar Eiríkssonar.
Hann var víst ekki hár í loftinu þegar hann fór að fylgja föður sínum um Fosshagana í smalamennskum og annarri fjárgæslu. Á sínum efri árum ræddi hann oft um fjárstúss sitt í Fosshögum enda var hann á 12. aldursári þegar foreldrar hans fluttu þaðan. Á næstu sex árum lenda foreldrar hans í sífelldum búferlaflutningum, búa ekki á færri en fjórum jörðum á þessu sex ára tímabili. Þar til á vordögum 1842 að þau setjast að í Haukadal þá er Jón sonur þeirra á 18. ári. Næstu fimm árin er hann enn með foreldrum sínum í Haukadal.
Fyrri kona Jóns var Guðrún Egilsdóttir frá Tortu. Faðir hennar var Egill Þórðarson bóndi þar og móðir hennar kona Egils var Guðlaug Gísladóttir frá Kjarnholtum. Þannig er ég að tveim þáttum ættaður frá Kjarnholtum, þar sem Guðlaug móðir Guðrúnar langömmu minnar var þaðan og á aðra grein Kristín móðurmóðir mín sem var dóttir Guðmundar Diðrikssonar bónda þar.
Vorið 1847 fara Jón og Guðrún að búa á Tortu. Þeim fæðist drengur vorið áður, þá eru þau bæði á vist í Haukadal hjá foreldrum Jóns. Þegar þessi fumburður þeirra fæddist er Guðrún 30 ára en Jón langafi minn 22ja ára, því hún var röskum átta árum eldri en hann. Eftir 11 ára sambúð missir hann þessa fyrri konu sína. Torta var örreytiskot í túnjaðrinum í Haukadal. Þarna bjó þó Jón langafi minn í 14 ár við sæmilegan efnahag þrátt fyrir íþyngjandi ómegð.
Fyrri hluta þessa tímabils bjó hann í skjóli foreldra sinna og efalaust öll árin við aukinn aðgang að landsnytjum heimajarðarinnar, með öðrum hætti var afkoman á Tortu óhugsandi. Þeir feðgar Guðmundur Eiríksson og Jón sonur hans, sem jafnan var nefndur Jón á Setbergi eftir að hann settist þar að, voru báðir viðkynningar góðir og léttir í máli. Aldrei hafði langafi minn viljað láta tala illa um Tortu sem bújörð þó í raun væri hún bæði lítil og léleg. Hann sagði að Tortu nafnið væri ekki annað en afkáralegt auknefni því jörðin hefði heitið „Laufviðarstaðir á Beinárbökkum“. Þetta sagði hann að sjálfsögðu í gríni, en ég trúi að í bakgrunni hafi legið sú minning að þarna komst hann vel af og átti á margan hátt góða daga, m.a. vegna þess að hann hafði greiðan aðgang að Haukadalslandinu langt umfram það sem landsnytjar hjáleigunnar afmörkuðu.
Seinni kona Jóns var Vilborg Jónsdóttir frá Einholti í Biskupstungum. Hún var fædd árið 1832. Þeirra fyrsta barn fæddist í Einholti 6. maí 1859. Fljótlega fer hún að búa á Tortu með langafa mínum, en á vordögum 1861 flytja þau að Helludal, búa þar í tvö ár. Þar næst eitt ár í Bryggju sem er fardagaárið 1863-4.
Þá tekur langafi minn sig upp úr Biskupstungum með allt sitt, bæði fólk og fénað og sest að á Hvaleyri við Hafnarfjörð. Þessi jörð fylgdi þá Garðahreppi. Þarna fær hann í leiguábúð hálflenduna en á hinum hlutanum voru 5 kot, sem ég ætla að þá hafi verið öll í ábúð. Hann tekst á hendur þessa búferlaflutninga að nokkru leyti fyrir áeggjan föður síns, sem þá var orðinn gamall og blindur, en milli þeirra feðga var góð og varanleg vinátta.
Ekki kunni hann allskostar við þá fjárgæslu sem Hvaleyrarjörðin útheimti því þar var talsverð flæðihætta frá sjó. Engar sögur fóru af því að þessir annmarkar jarðarinnar hafi höggvið skorbilda í bústofn hans, enda var hann víst aldrei orðaður við slóðaskap og slælega fjármennsku í sínum búskap.
Á Hvaleyri búa þau í þrjú ár 1864 – 7. Í fardögum 1867 losnar í ábúð Setberg, sem einnig var í Garðahreppi. þangað flytja þau um vorið. Fljótlega festi hann kaup á jörðinni og þar bjuggu þau þar til þau urðu ellimóð og hætta búskap og luku sínum lífdögum í Hafnarfirði. Segja má að jafnskjótt og þessi hjón voru sest að á Setbergi voru þau kennd við þennan bæ og svo er raunar enn þegar þeirra er minnst. Eftir því sem ég best veit komst þessi langafi minn alltaf heldur vel af alla sína búskapartíð. Hann átti efnaða foreldra, og faðir hans stólaði strax mikið á hann í fárbúskapnum, því mætti ætla að hann hafi strax á unglingsaldir átt í séreign fleira af kindum en almennt gerðist. Slíkt var í þá daga líklegasta leiðin til efnahagslegs sjálfstæðis.
Þau þrjú ár sem Jón bjó á Hvaleyri urðu honum áfallalaus í búskap, og þar fjölgaði hann fénu nokkuð, enda mun hann hafa gengið nokkuð á sauðastofn sinn þá hann tók sig upp austur í Biskupstungum. Fargaði þá öllum rosknum sauðum úr stofninum, e.t.v. mest af því að hann hefir álitið að þeir yrðu óeirnir í ókenndum högum. Þegar hann er sestur að á Setbergi fer hann ört að fjölga fénu, og varð fljótlega fjárríkastur allra Innnesjabænda. Þó hann alla sína tíð kæmist heldur vel af, þá efnaðist hann bæði fljótt og vel eftir að hann gerðist bóndi á Setbergi. Gamla Setbergstúnið þótti á þess tíma mælikvarða allstórt og vel grasgefið. Engjablettir voru einnig í landinu þó í litlum mæli væri.
Fjárland á Setbergi var mjög gott, skjólsælt og kjarngott til beitar. Jón á Setbergi var víst ekki mjög kirkjurækinn en komst þó vel af við prestinn í Görðum, enda var þessi langafi minn maður viðræðugóður og vinsæll.
Eins og áður er komið fram fjölgaði fé hans ört eftir að hann settist að á Setbergi. Þá tók að þrengjast þar í högum. Garðakirkja átti bæði slæju og beitilönd fjarri kirkjustaðnum, sem að hluta til mun hafa, fyrr á tíð, verið sellönd frá Gröðum. Þessi lönd leigði Jón um árabil af Garðapresti bæði til beitar og slægna.
Að jafnaði voru á Setbergi fjórar kýr í fjósi auk geldneyta. í geldgripa hópnum sem ekki var stór voru uxar og þar á bæ nefndir „básgeldingar“ til aðgreiningar frá öðrum geldingum, en langafi minn var langa ævi þekktur sem gildur sauðabóndi. Básgeldingarnir voru að jafnaði leiddir á blóðvöll 3ja vetra gamlir, og það gerðist síðsumars áður en venjuleg sláturtíð hófst. Þarna var gott búsílag til matfanga og húðin til skógerðar.
Þó Setbergshagar séu að mestu óbrunnið land þurftu þeir að smala sínu marga fé vítt um hraunlendi, sem er býsna skæðafrekt. Frá því kýr voru leystar út á vordögum var einhver liðléttingur látinn gæta nautgripanna í haga þar til heima heyskap var lokið. Mest vegna þess að verja þurfti slægjubletti á útjörðinni, en þar syðra voru grasnytjar til slægna mjög takmarkaðar. Hrossaeign á Setbergi var mjög takmörkuð, enda hrossa- gönguland af mjög skornum skammti. Vegna hrossfæðar varð sá sem „fór á milli“ með heybandslestina að ganga, þó var heimreiðsla drjúlöng af Garðaflötum og þar um kring af leigulandinu, þó enn lengra úr Elliðavatnsengi, en þar fékk Jón á Setbergi oft léðar slægjur. Kaupstaðaaðdrættir voru aftur á móti kátlega auðveldir, því leiðin frá Setbergi í Hafnarfjörð var aðeins til jafns við eina bæjarleið.
Langafi minn átti að jafnaði 1 – 2 reiðhesta. Ég veit með vissu að þeir voru vikaliprir og vel tamdir, og þykir mér gott til þess að hugsa að þessi forfaðir minn þurfti ekki að ferðast á stampgengu. Móðir mín mundi vel síðasta reiðhest afa síns, rauðstjörnóttan, lipran og viðbragðsfljótan.
Setbergsmenn smöluðu að jafnaði allt gangandi, enda mikið af hraunlendi því sem þeir þurftu að smala á engan hátt hollt hestafótum. Hér á eftir vil ég greina frá ýmsu öðru varðandi búskaparhætti Jóns á Setbergi og þá fyrst og fremst því sem sneri að fjárbúskap hans. Eins og áður er fram komið var hann mjög nákvæmur og snjall fjármaður. Hafa verður í huga að á þeim tímum var ullin og tólgin aðal verðmætin sem sauðfjárbú skilaði, þá voru ekki enn runnir upp þeir tímar að innlegg dilka væri undirstaða afkomunnar. Fastastæða í fjárbúskap fyrri tíma var því sauðaeign. Þá var mikils um vert að ullarlag þeirra væri gott. Svo til öll hrútlömb voru gelt í vorsmölun nema eitt og eitt sem líkleg þóttu sem hrútsefni. Þau hrútlömb sem ekki komu að í vorsmölun voru gelt að haustinu. Langafi minn setti á svo til alla lambgeldinga, aðeins einn og einn lenti á blóðvelli og þá sem einhver vanmeta skepna. En hann hafði verið vandlátur á val lífgimbra. Þær áttu að vera með breiðan spjaldhrygg og vel holdfylltar á bak, helst með breiða og framskotna bringu, ullargóðar, m.a. ullaríylltar innanlæris, því nárabert fé stóð sig mun verr á beit í vetrarhörkum.
Allt fé á Setbergi í tíð Jóns bjargaðist á útigangi nema lömb og hrútar. Gemlingum var að sjálfsögðu beitt, enda var innlokun ekki holl upphafsvist fyrir verðandi útigöngufé.
Jón á Setbergi hafði engin handahófs vinnubrögð þegar kom að því á haustnóttum að „sauma fyrir“, allar þær „bróderingar“ þurftu að vera afstaðnar fyrir Marteinsmessu sem er 11. nóvember. Fyrst er að telja lambgimbramar sem að sjálfsögðu voru allar fyrir seymdar. Svo saumaði hann fyrir flestar sínar ær sem voru á 2. vetri, aðeins öríáar þær vænstu og þroskamestu höfðu hrút á þeim aldri. Þannig báru flestar hans ær ekki fyrr en 3ja vetra. Með þessum hætti famaðist stofninum miklu betur, og af þessum ungu ám fékk hann mikla og verðmæta ull. Þar að auki sauðarreyfin þykk og þelgóð. Hann saumaði einnig fyrir rosknar ær sem þá skiluðu þyngri föllum og meiri mörtil tólgarinnleggs við frálag á komandi hausti.
Þótt fyrirseymur finnist ekki lengur fjárhjörðum vil ég koma nánar að þessu handbragði, sem fyrst og fremst lýsti smekkvísi Jóns og foreldra hans gagnvart ýmsu er að fjármennsku laut.“Þegar ég var að alast upp syðra í Stekk, sem var í sama hreppi og Setberg varfyrirseymsla enn mjög algeng varðandi lífgimbrar og einnig með rosknar ær, sem farga átti haustið eftir.
Mér er enn í fersku minni hve það var til stórra lýta þegar saumað var fyrir af meiri háttar smekkleysi, en víða vildi það við brenna. Oft stagað út á hnútur og læri „leppar“ óhönduglega sniðnir. Auk þess óvandlega saumað, þá vildi við brenna að ær og gimbrar „lembuðust með leppnum“ eins og sagt var, þar með var ætlunarverkið allt úr skorðum.
Jón á Setbergi lagði svo mikið upp úr því að þetta verk væri unnið af traustleika og smekkvísi að lengi vel vann hann þetta verk sjálfur, og allt til sinna búskaparloka taldi hann tryggara að fylgjast með þessu verki úr nálægð.
Móðir mín var víst fljótlega fim með nálina enda treysti hann henni strax á barnsaldri við þennan „saumaskap“. Hún kenndi mér þessi handtök meðan ég enn var ungur. Þess vegna þykist ég enn kunna þessi löngu aflögðu vinnubrögð.
Langafi minn hafði lært handtökin af móður sinni, en alltaf hafði faðir hans fylgst með verkinu. Sennilega til að fullvissa sig um að traustleika og smekkvísi væri örugglega gætt. Eins og fram kemur áður þá vandaði Jón mjög val á lífgimbrum og eins þeim hrútum sem blanda átti í stofninn en þeim var aldrei sleppt í ær fyrr en þeir voru á öðrum vetri.
Á þessum tímum var ullin verðmæt, þess vegna dugði ekki að horfa framhjá ullargæðunum, enda gerði langafi minn það ekki. Ég veit það af eigin reynslu að talsvert má greina það á feldi unglamba hvort reifi verða illhæruskotin. Hann setti aldrei á gimbrar sem hann taldi að bæru með sér þennan galla og þær ær veturgamlar sem skiluðu illhærum í sínu fyrsta reifi fóru undantekningarlaust á blóðvöllinn, eins var um hrútana. Það leiddi af sjálfu sér að þeir blönduðust ekki ærstofninum. Með þessum hætti ræktaðist fljótlega upp stofn með þeim ullareiginleikum sem að var stefnt. Þelið var megin verðmæti ullarinnar, togið varð þó að vera sterkt og ekki of stutt á algeru útivistarfé.
Jón á Setbergi lét ekki sitt marga útigangsfé þvælast um einhvers staðar eftirlitslaust. Þar kom þrennt til, fyrst og fremst vildi þessi nákvæmi fjármaður fylgjast vel með hjörðinni, í öðru lagi var þess full þörf að hafa stjórn á því hvar og hvernig svo stór hjörð gekk að beitinni, og í þriðja lagi varð að fylgja hjörðinni vegna affalla sem bráðapestin olli. Einmitt vegna „pestarinnar“ varð strax snemma hausts að fylgja fénu öllum stundum daglangt.
Bráðapestin var alltaf skæðust á haustin og aldrei eins mögnuð og í hæglætisveðri þegar hrímfall var mikið og viðvarandi, en hrímið fylgdi mest hægri haustkælu sem kunnugt er. Þessum stóra fjárhópi fylgdu alltaf tveir karlmenn allt frá haustnóttum og framundir vor. Þannig var auðvelt að stjórna því hvar féð gekk að jörð hverju sinni, og með þessu móti einu var hægt að „skera af“ þær kindur sem tóku „pestina“. Bráðapestin var skæðust í yngsta og vænsta fénu. Þessa vegna olli hún mjög miklum skaða. Við þennan vágest hafði verið óbúandi án þess að gæta fjárins svona nákvæmlega. Með þessari daglegu gæslu var unnt að lóga þeim kindum sem dauðvona urðu, þannig spilltist átan af þeim ekki verulega, nema feitin rann við suðu mun meira en þegar fargað var heilbrigðu fé.
Ég trúi að langafa mínum hefði búnast talsvert verr ef nýtingin á þessu fé hefði ekki verið í svo góðu lagi sem hún var, því á Setbergi var þungt heimili vegna mikillar ómegðar. Strax og farið var að gæta fjárins á haustin var það „bælt“ sem kallað var, við tvo hella suðvestur af svonefndri Setbergshlíð. Þarna átti féð náttból allan gæslutímann enda var hraunið vel gróið á alldrjúgri spildu.
Fyrrgreind náttból var drjúglangt frá bænum. Þær kindur sem farga þurfti voru þannig meðhöndlaðar að fyrst var þeim látið blæða, síðan var hleypt innan úr þeim frá þind og aftur úr. Síðan urðu fjármennimir að axla þessar fárakindur og bera heim að kveldi. Með fyrstu skímu að morgni þurftu þeir svo að fara til fjárins, því ekki dugði að það væri farið að dreifa sér þegar komið var að náttbólinu. Auk þess vildu þeir helst koma að hópnum áður en féð stóð upp, því hver ein kind sem teygði sig um leið og hún stóð upp úr bæli sínu varð ekki „pestinni“ að bráð næstu 30 klst. Þetta máttu þeir gerst vita sem stóðu yfir fé að staðaldri.
Ég hefi oft hugsað til þess hve það hefir komið sér vel hve skjólsælt var víða í þessum högum. Þess hafa fjárgæslumenn og hjörðin notið ríkulega í hreti og hreggviðrum.
Víða var í Setbergshögum eski og sauðamergur ásamt valllendis- og víðigróðri. Auk þessa var fénu beitt vítt um hraunfláka sem voru utan heimalands, á því svæði eru víða beitilyngsbreiður.
Eftir því sem ég þekki frá uppvexti mínum í sambandi við vetrarbeit þá er fátt sem jafnast á við beitilyngið. Það er tvennt sem skapar manni sátt við hraunlendið. Í fyrsta lagi lynggróðurinn og þá alveg sérstaklega beitilyngið og í öðru lagi skútar og önnur skjól, sem hraunflákarnir búa sauðkindinni.
Eins og áður er komið fram í máli þessu var Jón á Setbergi líkt og faðir hans Guðmundur Eiríksson vel að sér um allt sem laut að sauðfjárbúskap. Hann var einnig líkur föður sínum í því hve hann var fótfrár og slyngur smali, að mínu viti verður enginn virkilega slunginn smali nema sá sem skynjar hin væntanlegu viðbrögð sauðkindarinnar undir hinum breytilegustu kringumstæðum.
Sínu létta og giktarlausa smalaspori hélt hann fram á gamalsaldur rétt eins og faðir hans, þess vegna entist hann lengi vel að standa yfir fé sínu, sem alltaf var gert haust og vetur. Tveir synir hans af fyrra hjónabandi voru mest með honum í þessar fjárgæslu, þeir Guðjón og Egill.
Eins og áður var getið fylgdu tveir menn hjörðinni frá haustnóttum til vordægra. Þessir fjárglöggu menn þekktu að sjálfsögðu hverja einustu kind og hverjum einstakling var gefið nafn þó hópurinn væri stór. Það er sama um búfé og umhverfið að nöfnin dýpka sambandið á alla lund. Nafnlaus kind, hæð eða slakki er fjær manni í vitundinni en það sem heiti hefur.
Jón á Setbergi var réttabóndi í Gjárarrétt öll þau ár sem hann bjó á þeirri jörð. Hann þótti ölkær nokkuð og veitull á vín en gætti þess hófst að fjármannsheiðri hans var jafnan borgið þó Bakkus væri með í för.
Móðir mín sagði að afi sinn hafi aldrei verið illur né þrasgjarn við vín en stundum smástríðinn. Langafi minn hafði verið dagfarsprúður og þægilegur húsbóndi, enda mjög hjúasæll. Glaðvær og skemmtilegur á heimili og einnig í viðkynningu út á burt. Ekki kann ég neitt að segja frá dagfari Guðrúnar langömmu minnar, sem varfyrri kona Jóns, en Vilborg á Setbergi, sem var seinni kona hans þótti harðlynd nokkuð og átti það til að vera dálítið snefsin í svörum. Hún var mikill forkur til allra verka. Hjálpsöm og greiðvikin við þá sem minna máttu sín. Sýndi stundum mikla höfðingslund og átti það til að vera stórgjöful. Þegar leið á búskaparferil Jóns fór að búa á Setbergi í félagi við hann Guðjón sonur hans. Þeir feðgar höfðu átt vel skap saman, enda báðir lundþjálir og samvaldir í fjármenskunni og öðrum bústörfum. Þeir áttu hvor sinn fénað bæði kindur og annan búsmala. Féð var allt í einni hjörð, og í þessum félagsbúskap var féð í sömu haust- og vetrargæslu og áður hafði verið meðan Jón bar einn ábyrgð á búrekstrinum. Jón á Setbergi var talinn maður vel vitiborinn, einnig verklaginn og afkastadrjúgur. Svo var einnig um marga hans nánustu afkomendur.
Þegar til margra einstaklinga er litið í ætt þessari finnst mér allgreinilegt að konur hafi verið körlum fremri bæði að dugnaði og verklagni.
Enginn má taka það svo að ég álíti t.d. að synir Jóns hafi verið einhverjir amlóðar, enda mun það fjarri veruleikanum. Hitt er margvitað að erfðir greinast á ýmsa lund. Mér kemur þess vegna í hug að þetta hafi greinst svona sérstætt frá foreldrum Jóns á Setbergi. Faðir hans Guðmundur Eiríksson var einstakur fjármaður, m.a. svo fjárglöggur að sá eiginleiki verður nærri að teljast til eindæma, og vissulega hefur þetta erfst frá honum í allríkum mæli.
Þó Guðmundur þessi væri verkfús og fljótur til þá þótti hann hvorki bráðlaginn né burðarmikill. En Guðbjörg Jónsdóttir móðir Jóns þótti bæði mikilvirk, fjölhæf og mjög lagvirk. Einnig var Guðbjörg talin stálgreind en bóndi hennar bara í meðallagi á því sviði. Af því ég hefi mjög glöggar sagnir af þessum langafa mínum trúi ég að hann hafi í ríkum mæli erft bestu eiginleika frá báðum sínum foreldrum.

Í lokin ætla ég að skrá börn þau sem Jón eignaðist, þau voru ekki færri en 19 og 17 þeirra náðu fullorðinsaldri. Með fyrri konu sinni Guðrúnu Egilsdóttur átti hann 9 börn, sem hún ól á 11 árum.
1. Egill f. 21. júní 1846 í Haukadal, hann dó 14. nóv. sama ár.
2. Guðlaug f. 20. okt. 1847, á Tortu í Biskupstungum hún dó á Setbergi 1869, þá 22ja ára gömul. Ógift og barnlaus.
3. Guðbjörg, eldri, f. 13, febrúar á Tortu 1849. Hennar maður var Sveinn Einarsson frá Miðfelli. Bjuggu fyrst í Syðra-Langholti svo í Ásum í Gnúpverjahreppi. Þau áttu 6 börn.
4. Guðrúnf. á Tortu 8. apríl 1850. Hennar maður var Árni Árnason verkam. Hafnarfirði. Þau áttu 3 börn.
5. Guðbjörg, yngri, f. á Tortu 3. ágúst 1851. Hennar maður var Magnús Halldórsson frá Auðnum á Vatnsleysuströnd. Þau fóru til Ameríku. Þau áttu 3 dætur.
6. Guðjón f. á Tortu 29. nóv. 1852. Dó 1913. Hans kona var Stefanía Gísladóttir frá St. Lambhaga í Hraunum. Bjuggu fyrst á Setbergi svo í Suðurkoti í Krýsuvík, síðast í Gerði í Hraunum. Þau áttu 2 syni. (Hraunbæir var syðsta byggð í Garðahreppi).
7. Eiríkur f. á Tortu 5. águst 1854. Dó 1918. Hans kona var Kristín Guðmundsdóttir, frá Kjarnholtum. Þau bjuggu á ýmsum stöðum í Biskupstungum og alltaf við mjög lítil efni. Þau áttu 7 börn. Eiríkur og Kristín voru móðurforeldrar mínir.
8. Egill f. á Tortu 13. des. 1855. Hans kona Guðrún Ólafsdóttir frá Elliðakoti. Þau bjuggu í Krýsuvík. Þau voru barnlaus.
9. Ingveldur f. á Tortu 22. okt. 1857. Hún dó ungbarn. Með seinni konu sinni Vilborgu Jónsdóttur átti hann 10 börn, sem hún ól á 14 árum.
10. Guðrún f. í Einholti, maí 1859. Hennar maður var Sigurjón Jónsson frá Hraunprýði í Hafnarfirði. Þau fóru til Ameríku. Þau áttu 3 börn.
11. Sigríður f. á Tortu 20. maí 1860. Hennar maður var Helgi Sigurðsson verkamaður í Hafnarfirði. Þau áttu 7 börn.
12. Kristín f. á Tortu 12. maí 1861. Hennar maður Hans Linnet kaupmaður í Hafnarfirði. Þau áttu 3 börn.
13. Ingveldur f. í Helludal 22. okt. 1862. Hennar maður Þorkell Árnason frá Guðnabæ í Selvogi. Bjuggu fyrst í Litla-Lambhaga og seinna á Þorbjarnarstöðum, sem eru Hraunbæir. Þau áttu 12 börn.
14. Vilborg f. á Bryggju 2. des. 1863. DÓ21. apr. 1941. Hennar maður var Jón Guðmann Sigurðsson frá Haukadal. Þau bjuggu fyrst í Haukadal síðan á Tortu en lengst á Laug og við þann bæ var Vilborg jafnan kennd. Þau áttu 14 börn.
15. Sigurbjörg f. á Hvaleyri 26. febr. 1865. Hennar maður var Guðmundur Jónsson frá Urriðakoti, sem er næsti bær við Setberg. í Urriðakoti bjuggu þau langa búskapartíð. Þau áttu 12 börn.
16. Elín f. á Hvaleyri 26. júní 1866. Hennar maður var Þorvarður Ólafsson frá Vötnum í Ölfusi. Þau bjuggu á Jófríðarstöðum. Þau áttu 10 börn.
17. Guðmundur f. á Setbergil. ágúst 1868. Hans kona var Guðrún Guðmundsdóttir frá Hlíð í Garðahreppi. Þau bjuggu fyrst á Setbergi fá ár, fluttust svo að Hlíð og þaðan til Hafnarfjarðar. Þau áttu 3 börn.
18. Jón f. á Setbergi 12. júlí 1870. Dó giftur og barnlaus 1926. Hafði ungur numið trésmíðar úti í Noregi. Dó frá miklum efnum en engum afkomendum.
19. Rannveig f. á Setbergi 8. júní 1873. Hennar maður var Kristinn Kristjánsson frá Hlíðarnesi á Álftarnesi. Þau áttu 4 börn.

Ekki er ofmælt að segja að Jón á Setbergi hafi verið sæmilega kynsæll. Af þeim 17 börnum hans sem upp komust áttu 14 þeirra afkomendur og barnabörn hans voru 89 talsins.
Einhvern tíman nálægt aldamótum brugðu þau búi Jón og Vilborg og flytjast þá til Hafnarfjarðar.
Langafi minn lifði fram á árið 1909 og hefir þá verið á 85. aldursári. Vilborg deyr árið 1917 og hefur líka verið á 85. aldursári því hún var átta árum yngri en hann.
Hér lýkur að segja frá langafa mínum Jóni á Setbergi. Hinum léttstíga smala og lundprúða dreng.“

Heimild:
Litli-Bergþór, 17. árg. 1996, 3. tbl. bls. 18-22.

Gráhella

Í Íslenskum fornbréfum er m.a. getið um landamerkjabréf Setbergs í Álftaneshreppi frá árinu 1523. Í rauninni hafa landamerki jarðarinnar lítið breyst í gegnum tíðina:
Ketshellir-21„Þad medkennum vier epterskrifader menn Jon Jonsson-[Runolfur1) biarnason2) og3) Runolfur Oddsson med þessum vorum eigein vitnisburde þad vier vorum vidstadder i skilldinganese á seltiarnarnese vm vorid epter fardaga þan 64) dag Junij.5) Arum epter lausnarans fæding 1523 saum vier og heyrdum6) á vidurtal þessara manna Peturs biörnssonar og Halls biornssonar. en af annare alfu Thomas Jonssonar vm arfaskipte á jordunne setberge. gafv þesser firnefnder menn Thomas Jonson frijan og kuittan fýrer sig sijna arfa med fullnadar handsölum vm jerdina setberg í Alftaneshrepp i Garda kirkju sokn liggiande. og medkiendust fyrer oss ad þeir hefde7) fullnadar betaling8) med tekid af firnefndum thomase jonsyne. handsoludu þesser firnefnde menn petur biornsson og hallur biornsson thomase Jonssyne ]ordena setberg til fullkomlegrar eignar og forraada9) med öllum hennar10) gögnum og giædum sem greindre jordu filger og fýlgt hefur ad fornu og nyu. sem er inan þessara takmarka. Vr midium kietheller og i stein [þan er stendur Urridakot-229i fremsta tiorn11) hollte. vr honum og i flodhalsin12). vr flodhalsinum13) og i alftatanga. vr honum og i Hellvu4) ef stendur i lambhaga. þadan og i [nedstu jardbru15). so epter þui sem lækurinn af skier [j tungards endan16). þadan i silungahellu. so þadan og i þufuna sem17) sudur á holltenu stendur. vr henne og i sidre18) lækiarbotna. vr þeim og i Grahellu. vr henne og i midian kietheller. hier ad auk a Garda stadur tolf19) hesta [reidings ristu20) i setbergs landfe. en opt nefnt21) setberg budarstödu vid skipaklett22) i garda lande. og ad öllu þessu sem hier er fyrir ofan skrifad gafu þesser firnefnder menn huörier adra kuitta [med fullnada“ handsölum1) fyrer sig og sijna erfingia2). Og til meire stadfestu setium vier vor incigle hier vnder. skrifad sama3) stad og dag sem fir seiger.
skilldinganese4) 1523 þan 6 dag Junij. [Undersrifader vitna og medkena ad soleidess ordrett seded hafe þad gamla Pergam entzbref Setbergs i Alfftaesshrepp. so sem hier ad ofan og framan skrifad stendr ad undanteknu þvi er Eydan ordana eda bokstafana til vijsar. ad þetta satt sie stadfesta ockar eigen handnskrifter og hiaþryckt Signet a Saurbæ a Kialarnese þan 27. Aprilis Anno 1723.
Sigurdur Sigurdsson mppria Hans Biarnason mppria
landsþingsskrifare (L. S.)
Birt a mantalsþingi ad Gordum 18 Juni 1852.
Th. Jónasson.5)“

Heimild
-Íslenskt fornbréfasafn, Setbergsbréf 1532, bls. 146-147.

Setbergssel

Um Oddsmýrardal lá gömul leið frá Setbergi, bæði upp í Setbergssel undir Þverhlíð, að beitarhúsum er stóðu á Setbergshlíð, fjárhúsi í Húsatúni og eldri beitarhúsum undir Gráhellu í Gráhelluhrauni.
Önnur varðaLíklegt má og telja að þar hafi þeir einnig farið er áttu leið um gömlu Selvogsgötuna. Sú gata liggur beint við er komið er að sunnan. Þá hefur verið farið um Klifið svonefnda neðan og á milli Sandahlíðar og Flóðahjalla annars vegar og Svínholts hins vegar. Gatan er áberandi um Klifið og mjög eðlilegur hluti af Selvogsgötunni. Þeir, sem fóru þá leiðina, hafa þá farið um Oddsmýrardal, aflíðandi upp Skarðið er skilur Setbergsholt frá Svínholti, á ská niður holtið og áfram inn á syðri Setbergsstíginn til Hafnarfjarðar.
Uppi á Sandahlíð eru fornar grónar markavörður í línu við Markastein og háa myndarlega vörðu í Smyrlabúðarhrauni. Skv. kortum eru suðurmörk LitbrigðiSetbergs sýnd sunnan í Setbergsholti, Svínholti og Setbergshlíð svo ekki geta þær passað við þau mörk. Þær gætu því gefið til kynna norðurmörk Setbergslands, þ.e. við mörk Urriðakots.
Í örnefnalýsingu fyrir Setberg segir m.a. um þetta svæði: „En landamerkjalínan milli Setbergslands og upplands Garðakirkju lá úr hellunum norðaustur eftir Smyrlabúðarhraunsbarmi, norður í Markasteininn á Tjarnholtinu syðsta. Frá þessu hornmarki liggur línan um Efridal. Síðan um Seljahlíð [norðan Sandahlíðar] og þaðan í Flóðahjallavörðu. Þegar komið er fyrir  Háanef og komið þar upp á holtið, er komið í Húsatún, og þar eru beitarhúsin frá Setbergi. Austan og ofan við Húsatún er Þverhlíð, en yfir hana liggur Gamla gatanKúadalastígur upp á Kúadalahæð og þar niður af eru Kúadalir. Þá er hér norðvestur af Sandahlíð; norðan í henni klapparhóll, nefndur Virkið.“
Oddsmýrardalur er nú að gróa upp eftir eyðingu undanfarinna ára. Búið er að planta mikið af trjám í dalnum og þar blómstrar beitilyngið fyrst í júlí. Þó má enn sjá hina gömlu götu liggja á ská í aflíðandi hlíðinni að sunnanverðu, niður í dalinn og eftir honum að Klifinu. Þegar á það er komið blasir Gráhellan við og minjarnar undir henni. Líklegt má telja að gatan hafi og verið leiðin þangað, en undir hellunni höfðu Setbergsbændur beitarhús, líklega áður en beitarhúsin á Setbergshlíðinni voru hlaðin skömmu eftir aldarmótin 1900 (sjá meira HÉR).
Um Oddsmýrardal liggur bílslóði. Vestast liggur hann ofan í gömlu götuna.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Vörðubrot

Setberg

Myndin hér að neðan er af Setbergsbænum við Hafnarfjörð árið 1771. Þar bjó þá Guðmundur Runólfsson, sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Þegar konungur bauð kálgarðagerð í landinu, var svo mælt fyrir, að sýslumenn skyldu ganga á undan Setbergsbærinn á 18. öldöðrum með góðu eftirdæmi. Guðmundur Runólfsson gerði það, en svo dýrseldir þóttu honum kaupmenn, er hann var látinn borga spesíudal fyrir níu kvint af kálfræi, að hann kærði það fyrir rentukammerinu. Eftir það lækkaði verðið, og sýslumaður lét bændum í té fræ án endurgjalds. Komust þá upp 84 kálgarðar í Kjalarnesþingi. En nú hefur sýslumaður þá sögu að segja, að flestir hafi hætt við kálgarðana “eftir að okkar góðu verndarar við verslunina þótti það við hæfi að hræða fólkið frá slíku handafla með því að færa okkur fræ, sem ekki dugar, er ég hef mátt kaupa af þeim í tvö ár. Af því hefur ekki sprottið upp úr jörðinni ein einasta planta, sproti eða blað nokkurs staðar, hvorki í Gullbringu-, Kjósar- né Borgarfjarðarsýslu. – Þess konar fræ kom í Hólminn í tvö ár í röð, og annað árið jafngott í Hafnarfjörð”, segir sýslumaður í greinargerð um frækaup sín.

Öldin okkar 1771Tóftir gamla bæjarins á Setbergi

Setbergsbærinn

Í FERLIRsferð nr. 505 var gengið undir leiðsögn Friðþjófs Einarssonar, bónda, um land Setbergs í Hafnarfirði, fyrrum Garðahreppi. Ferðin var ekki síst áhugaverð vegna þess að einn þátttakendanna var afkomandi Jóns Guðmundssonar, fyrrum bónda á Setbergi og hreppsstjóra í Garðahreppi. Jón var frá Haukadal í Biskupstungum, sonur Guðmundar frá Setbergsbærinn 1771Álfsstöðum, hins fjárglögga. Guðmundur auðgaðist af fé og fluttist að Haukadal þar sem afkomendur hans bjuggu m.a. í Tortu og Bryggju, þeim einu kotum í sveitinni er Skálholtsbiskup auðnaðist ekki að söðla undir sig, þrátt fyrir gjaflyndi fólks á dánardægri með prestinn einan nálægan að vitundarvotti. „Hefðir“ og „lög“ samfélagsins voru ákvörðuð af yfirvaldinu og því erfitt fyrir almúgann að andmæla –  líkt og nú. Þetta var því enn staðfastara fólk en nú þekkist og það stóð á sínu þótt á móti hvessti.
Jón fluttist að Hvaleyri við Hafnarfjörð fyrir aldarmótin 1900, bjó þar í þrjú ár, og fluttist síðan að Setbergi. Þar gerðist hann mikill fjárbóndi uns hann hafði, á gamals aldri, skipti við Jóhannes Reykdal, á jörðinni og húsi „niður í bænum“. Skiptin voru reyndar báðum til góðs þvi þau auðvelduðu hinum aldna Jóni síðustu æviárin og hinum frumkvæðna Jóhannesi drifkraftinn og áræðnina er leiddi síðar til rafvæðingar bæjarins. Börn Jóns og Ingveldar, konu hans, urðu ellefu. Ein dóttir þeirra, Sigurbjörg, bjó síðar að Urriðakoti, og önnur, Ingveldur, að Þorbjarnarstöðum í Hraunum. Þau hjónin, hún og Þorkell Árnason frá Guðnabæ í Selvogi, eignuðust einnig 11 mannvænleg börn er öll komust til manns. Nú standa tóftir Þorbjarnarstaða, líkt og Setbergsbæjarins, eftir sem ómeðvitaður bautarsteinn þess sem var – handan við hornið.
GaldraprestshóllFyrst var gengið að stæði gamla Setbergbæjarins í hlíðinni ofan við Háabergið, við vesturjaðar golfvallarins. Þar var bærinn fram á miðja 19. öld. Af þeim bæ er teikning Collingwoods af bænum frá árinu 1771, sem birtist í bók hans, sömu og teikningin er af Hvaleyrarbænum. Gaflar hafa staðið mót vestri. Friðþjófur benti á eina tóftina og sagði að inni í henni væri heill lýsisbræðslupottur. Þar reyndist hann vera, sennilega á sínum upprunalega tilveru- og notkunarstað, í tóftinni. Við suðurhornið er steinn og í hann reknir margir járnnaglar. Nýrri bærinn stóð vestar og neðar í hlíðinni, en öll ummerki eftir hann eru nú horfin.
Gengið var spölkorn til norðurs og var þá komið að litlum hól við norðurbrún gamla vegarins upp að Urriðakotsvatni. Friðþjófur sagði hólinn heita Galdraprestshóll. Í honum væri grafinn nafngreindur prestur, Einar, og væri til þjóðsaga um hann. Sá hefði komið undir eftir að sýn birtist föður hans, sem jafnframt var prestur úti á landi, í draumi og gat hann í framhaldi af því barn með ungri konu á altari kirkjunnar. Hertrukki var ekið utan í hólinn á stríðsárunum og valt hann við það sama. Ekki er getið um kirkju þarna, en gamall grafreitur er norðan við hólinn. Það hafi komið í ljós þegar verið var að slétta túnið snemma á 20. öldinni. Einar þessi mun hafa verið rammgöldróttur. Í örnefnalýsingu GS segir um hól þennan: „Frá vesturbæjarhorni lágu Setbergstraðir austur um túnið. Þar sem það var hæst, var farið framhjá Galdraprestsþúfu, en þúfa sú mun vera kapella, sem eitt sinn var hér á Setbergi. Á þúfu þessari sat löngum Þorsteinn Björnsson prestur, og hér orti hann „Noctes Setbergenses“. Eru ströng fyrirmæli um að hrófla ekki við þúfu þessari.“
Forn tóft norðan gamla bæjarinsÁfram var gengið til norðvesturs upp á Setbergshamar (Þórsbergshamar) og skoðaðar mjög gamlar tóftir, sem þar eru. Sú eystri er enn heilleg. Ástæðan mun vera sú að óvenju stórt grjót hefur verið notað í hleðsluna. Sést enn móta fyrir burstalaginu.
Nokkru norðan við húsið, ofar í hæðinni, er hleðsla og umhverfis það rúmgóður hringlaga garður, greinilega mjög gamall. Hann er mótaður af stórgrýti. Augljóst er að þarna hafa engi aukvisar verið að verki.
Friðþjófur sagðist hafa rekið augun í þetta, spurt nokkra um hugsanlegar skýringar, en enginn kunnað svör við því hvað þarna kynni að vera. Ekki er með öllu útilokað að um væri að ræða gamlan dómhring líkt og sjá má víðar á Reykjanesskaganum (t.a.m. á Stafnesi og Þingnesi) sem og annars staðar á landinu. Vestan við hringinn er gömul hlaðin tóft. Vel mótar fyrir hleðslum. Snýr framhliðin til norðvestur í átt að miðbænum. Augljóst er að þilgafl hefur verið á henni mót vestri. Lega tóftarinnar bendir til þess að þarna kynni að hafa verið fyrrum bænhús. Fróðlegt væri að fá sérfræðing til að skoða þessar tóftir, en það gæti þó reynst erfitt því ekki var að sjá neina yfirbyggða skrifborðsaðstöðu á svæðinu.
Hlaðinn hringlaga garður ofan við gamla bæinnHlaðinn vörslugarður er skammt norðar. Hann liggur af hamrinum til austurs, en er rofinn á kafla. Friðþjófur sagði afa sinn hafa látið ýta hluta garðsins í haug við enda vestari hluta garðsins þegar holtið var slétt og túnið gert á þeim stað – á grafreitnum og norðan hans.
Þá var gengið austur yfir Fjárhúsholtið og að Svínholti. Norðan undir því, syðst á túni, sem þar er, eru tóftir og hringlaga gerði framan við. Friðþjófur sagði afa sinn hafa byggt þarna fjárhús er þau voru flutt úr Setbergshlíðinni, þ.e. fjárhúsin, sem byggð voru þar 1904 eða 1906 eftir að aðstaðan hafði verið færð þangað úr Setbergsseli. Aftan við húsið hafi verið lítil hlaða, en sjálft hafði það verið byggt úr holsteini. Hins vegar hafi alltaf verið haft á orði að þarna hafi áður verið gamalt mannvirki, sem ekki væru kunn skil á. Það skýrði m.a. hringlaga gerðið við húsin.
Veður var frábært – logn og sólkinsbjart. Gangan tók 43 mín.

Setberg

Tóftir Setbergsbæjarins.