Færslur

Norðurkot

Gengið var með frískum hóp um Kálfatjörn. Ein í hópnum hafði verið svo forsjál að fá léðan lykil af Kálfatjarnarkirkju. Eftir að hafa lokið upp kirkjudyrum var þátttakendum boðið inn fyrir. Þar rakti hlutaðeigandi það helsta sem fyrir augu bar, s.s. hina sérstöku málningarvinnu dansksins Bertelsens, sem enst hefur í meira en öld, og rennismíði Þorkels Jónsson, ábúandi í Móakoti, auk þess sem hún lýsti einstökum munum.
Fram kom að Kálfatjarnarkirkja var helguð kalfatjornPétri postula, en elstu haldbærar heimildir um kirkjuna eru í fornum máldögum og kirkjuskrá Páls biskups Jónssonar frá árinu 1200. Kirkjan var einnig nefn Maríukirkja og kirkja hins heilaga Þorláks biskups í Vogum fyrir 1367. Síðasti staðarprestur á Kálfatjörn var séra Árni Þorsteinsson, en eftir að hann lést árið 1920 tók við jörðinni Erlendur Magnússon frá Tíðargerði og kona hans Kristín Gunnarsdóttir frá Skjaldarkoti. Þau hófu búskap í Tíðargerði en fluttu að Kálfatjörn 1920 og bjuggu þar allan sinn búskap eða allt til ársins 1975. Erlendur var fyrsti og eini kirkjubóndinn á Kálfatjörn. Synir þeirra hóna voru Magnús, Ólafur, Gunnar og Erlendur og dæturnar hétu Herdís og Ingibjörg. Herdís bjó áfram á Kálfatjörn eða þangað til íbúðarhúsið brann með dularfullum hætti.
Efst á kirkjuturninum er ártalið 1893, en það er smíðaár timburkirkjunnar, sem nú stendur. Teiknari og yfirsmiður var Guðmundur Jakobsson, en við grunnbygginguna vann Magnús Árnason steinsmiður frá Holti, viðurkenndur hagleiksmaður. Kirkjan var reist á 14 mánuðum, en þá var kirkjuturninn öðruvísi útlits en nú er.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – ártalssteinn úr sjóbúð.

Þá var gengið niður með hinni aldargömlu hlöðu á kirkjuhlaðinu, framhjá tóttum fjóssins, hinu botnlauslausa Víti og Hólkoti, niður með Kálfatjörn með sjóbúðina á vinstri hönd og síðan áfram til vesturs með ströndinni. Þar var gamla bátagerðið skoðað ásamt fjárhúsunum og Hausaréttinni. Á steinum réttargarðsins voru áberandi hvítar og gular skófir. Einn þátttakenda kunni eðlilega skýringu á því, en hún var eftirfarandi í mjög styttri útgáfu: Bóndakona týndi snældu, en gat ekki endurheimt hana nema greiða fyrir hana með mikið af graut. Dugði það ekki til og þurfti því að taparinn enn og aftur að punga út stiga til viðbótar svo þyggjandinn gæti komið umframgrautnum til Maríu meyjar. Á leiðinni þangað með grautinn hrapaði sá ferðaglaði og lenti að lokum á jörðinni. Hvítu og gulu skófirnar á grjótinu eru síðan ævarandi merki um heilaslettur hlutaðeigandi og grautinn góða”. Engin ástæða er til að draga þessa sögu í efa frekar en margar aðrar.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – skósteinn með ártali.

Gengið var upp að Goðhól og húsin þar skoðuð sem og garðar og annað markvert. Haldið var yfir að Norðurkoti, litið á hlaðinn brunninn og síðan kíkt inn í gamla skólahúsið. Þar voru gömlu kennslubækurnar enn á borðum, bæði orðsins bækur svo og draumabækur unga fjósamannsins. Fengin var að tímabundnu láni handskrifuð Kennsluritgerð Ingibjargar Erlendsdóttur frá árinu 1942 um “nokkra meginþætti í stjórn og starfi barnaskóla”. Ritgerðin skiptist í: I. Inngang og uppeldi, II. Tilgangur skóla, III. Stjórn skóla, IV. Niðurskipan skólastarfsins, V. Refsingar, V. Kennsla og kennsluaðferðir, VII. Námið og gildi þess og VIII. Kennarinn og hlutverk hans. Tilefnið var notað og lesin hluti ritgerðarinnar, en hún verður tölvuritfærð fljótlega og send viðkomandi til gagns og gamans. Ritgerð þessi hefur aldrei áður birst á prenti – sjá HÉR.
Gengið var niður gamla flóraða götu með garðinum að Norðurkotsbyrginu á sjávarkambinum. Þar mun hafa verið salthús. Síðan var ströndin gengin til vesturs og fjaran skoðuð. Komið var að völundar spili í fjörunni og síðan tók fagurhvít sandfjara við, sbr. meðfylgjandi mynd. Staðnæmst var í fjörunni neðan við Landakot, litið á Landakotsbrunninn og síðan gengið var til baka með ofanverðri ströndinni. M.a. var litið á leturssteininn [A° 1690] í kirkjubrúnni á gömlu kirkjugötunni að Kálfatjarnarkirkju og Landabrunninn, hið forna þvottastæði Kálfatjarnarfólksins. Kvenkrían lét í sér heyra að venju á meðan karlkrían tók lífinu með stóískri ró. Golfararnir voru hljóðlátari en jafnan. Þekktu kannski orðið söguna og tilurð vallarins.
Veður var frábært – logn og sól.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – uppdráttur ÓSÁ.

Vogavík

Eftirfarandi frásögn Pálma Hannessonar um hvarf Ólafs Þorleifssonar frá Miðhúsum á Vatnsleysuströnd árið 1900 birtist í Faxa árið 1968:
olafsvarda-501“Á Vatnsleysuströnd ganga hraun út í sjó, sem kunnugt er, og liggur byggðin fast með sjónum fram. Áður fyrr, meðan sjór var sóttur á opnum bátum, var þar fjölbýlt mjög og útróður mikill. Nú er þar færra um, en þó allþéttbýlt, og standa bæirnir í hverfum, samtýnis. Suður frá byggðinni heitir Strandarheiði, flatlendi mikið, er hallar hægt til norðurs, frá Fagradalsfjalli að sjó. Öll er hún hraunum hulin, en hraunin forn og víða grasi gróin eða lyngi. Fyrrum óx þar einir til mikilla muna, en hrísrif var stundað frá flestum bæjum á Ströndinni, því að lítið féll þar til af eldiviði, og eyddist þá einirinn. Vestan við Strandarheiði heitir Vogaheiði eftir Vogum (Kvíguvogum). Gjár og hraunsprungur eru víða á heiðinni. Snúa þær allar frá suðvestri til norðausturs, og hefur landið sigið um sumar þeirra. Hrafnagjá heitir sú, er næst verður byggðinni, og er hún mest. Sunnan við hana er Huldugjá, þá Klyfgjá, sú er hér hefur fengið nafn sitt, en kunnugir telja þó, að það muni stafa frá hrísflutningum þeim, er áður getur.

olafsvarda-502

Sauðland er gott á Strandarheiði, og gengur fé þar úti framan af vetri, þegar tíð er góð, en vitja verður þess öðru hverju, einkum ef áfelli gerir, og er þá oft smalað til heimalanda eða húsa.
Árið 1900 bjó sá maður að Miðhúsum í Hlöðuneshverfi, er Ólafur hét Þorleifsson. Kona hans hét Valgerður Bjarnadóttir, og áttu þau tvö börn ung. Ólafur var nær fertugu, er hér var komið, fæddur 10. júlí 1861 að Austurkoti í Brunnastaðahverfi og alinn þar upp hjá móður sinni, Valgerði Guðnadóttur, er talin var merkiskona, en föður sinn missti hann árið 1896.
Laugardaginn 22. des. þetta ár bjóst Ólafur til heimanferðar til þess að leita kinda, er hann átti uppi í heiði, Vogaheiði eða Strandarheiði, og bjóst hann við að þurfa að fara allt upp að Fagradalsfjalli, en þangað er talinn þriggja stunda gangur. Lagði Ólafur af stað um dagmálabil. Var þá útsynningsstormur og éljagangur, en snjór talsverður á jörðu.

olafsvarda-503

Þegar leið á daginn, harðnaði veðrið, og var þó ratljóst talið til kvölds. Uggðu menn því eigi um Ólaf, enda var hann gagnkunnugur á heiðunum og talinn mikill dugnaðarmaður. Leið svo dagurinn. En um kvöldið, er bóndi var eigi kominn, þótti sýnt, að honum hefði hlekkzt á með einhverjum hætti. Var þá sent til Teits, bónda á Hlöðunesi, bróður Ólafs, og Jóns Jónssonar Breiðfjörð, hreppstjóra á Brunnastöðum. Teitur brá við skjótt, sendi í liðsbón um alla sveitina og varð vel til manna. Næsta morgun í dögun var hafin leit með 30—40 manns, er þeir Teitur og Jón hreppstjóri stjórnuðu. Daginn áður höfðu Vogamenn verið í samalamennsku uppi á Vogaheiði. Kom það nú upp, að þeir hefðu séð til Ólafs um hádegisbil hjá Kálffelli, en svo nefndist hóll sunnanvert á heiðinni skammt frá Fagradalsfjalli. Héldu nú sumir leitarmanna þangað, en hinum var skipað í flokka, og leituðu þeir heiðarnar báðar frá bæjum suður að Fagradalsfjalli. Hjá Kálffelli fundust för Ólafs. Hafði hann setzt þar niður og skotið undir sig staf sínum til þess að blotna ekki. Síðan var slóðin rakin um sinn, en með því að Vogamenn höfðu lagt þarna leið sína sama dag, reyndist eigi unnt að halda henni til lengdar, hversu mjög sem reynt var, og höfðu þeir bræður Ólafs, Teitur og Kristinn, lagt sig mjög í líma um það. Veður var gott þenna dag, og þótti leitast vel, en allt kom það fyrir ekki. Næsta dag, sem var aðfangadagur jóla, var leitað að nýju og enn milli jóla og nýárs tvo daga í röð hið minnsta, en ekki urðu menn neins vísari að heldur um afdrif Ólafs. Hitt var af líkum ráðið, að hann hefði villzt og orðið úti, þótt undarlegt þætti. Eitthvað mun hafa verið leitað meira, einkum næsta vor, er snjóa leysti, en allt var það unnið fyrir gýg sem fyrr. Leið svo tími fram, og fyrntist smátt og smátt yfir atburði þessa, eins og gengur. Hvarf Ólafs Þorleifssonar virtist mundu verða eitt þeirra leyndarmála hins óbyggða auðnageims, sem aldrei verður uppvíst um, en hverfa óráðin í fjarska tímans.
Þannig liðu þrír áratugir. Aldamótakynslóðin týndi tölunni, og miklar breytingar urðu á högum manna, ekki sízt á Vatnsleysuströnd, þar sem hinn forni bátaútvegur lagðist niður að mestu. Þá var svo til einhvern dag á öndverðri jólaföstu árið 1930, að fé var smalað um Stkalffell-501randarheiði.
Að áliðnum degi voru þar þrír menn á ferð með kindahóp, er þeir ráku heim á leið. En er þeir voru komnir að Klyfgjá, vildi svo til, að þrjár kindur hrukku ofan í hraunsprungu, sem verður skammt frá aðalgjánni. Sprunga þessi er um 50 metra löng og á að gizka alin á breidd, þar sem kindurnar fóru niður, en barmar þverbrattir og ókleifir með öllu. Dagur var liðinn að kvöldi, og gátu þeir félagar ekkert að gert til þess að ná fénu að sinni. Var það því ráð þeirra, að hlaða vörðu við sprunguna. Síðan héldu þeir heim.
Daginn eftir fóru þeir félagar aftur upp að gjánni og höfðu með sér vænan kaðal og annað, er með þurfti. Einn þeirra, Rafn Símonarson frá Austurkoti, seig í sprunguna, og reyndist hún 30 metra djúp, þar sem kindurnar höfðu fallið í hana. Hafði ein þeirra rotazt, en hinar voru lifandi og náðust upp jafngóðar. En nokkrir vafningar urðu þó við þetta allt, svo að Rafni vannst tóm til að kanna sprunguna. Kemur hann þá auga á stafbrot, er stóð upp úr rifu ofarlega í sprungunni, og þykir honum augljóst, að það hljóti að vera þangað komið af mannavöldum.

kalffell-502

Litast hann nú betur um og finnur þá annað stafbrot neðar. Rafn hafði heyrt um hvarf Ólafs Þorleifssonar og kemur nú í hug, að hér muni vera stafur hans í tvennu lagi og muni þá eigi langt að leita hinzta náttstaðar sjálfs hans. En snjór var fallinn í sprunguna, og þótti Rafni því örvænt um, fleira fyndist þar um sinn. Hirti hann því stafbrotin, og héldu þeir félagar heim við svo búið.
Í þennan tíma bjó Agúst Guðmundsson að Halakoti, fróður maður og langminnugur. Kom Rafn að máli við hann um kvöldið og spurði, hvort hann myndi eftir stafnum, sem Ólafur í Miðkoti hafði átt og haft með sér, þegar hann varð úti. Ágúst lýsti stafnum þegar, og bar lýsingunni saman við brotin, sem Rafn hafði fundið. Þótti þá sýnt, að Ólafur hefði fallið í sprunguna um kvöldið í útsynningsbylnum, verið á réttri leið og kominn miðja vegu heim frá Fagradalsfjalli. Var nú ekki meira að gert um sinn. En um vorið, þegar leyst hafði snjó úr gjám, var þar til tekið, sem fyrr var frá horfið. Fóru þá fjórir menn af Vatnsleysuströnd suður að Klyfgjá, og var Rafn Símonarson einn þeirra.
Seig hann í hraunsprunguna sem fyrr og fann þar á snös eða olafsvarda-504stalli skammt niður frá brún bein Ólafs Þorleifssonar og fötin, sem hann hafði verið í. Annar lærleggurinn var brotinn en fætur og fótleggir höfðu fallið lengra niður í sprunguna. Rafn tíndi nú saman beinin og lét þau í kassa, en þeir félagar fluttu þau síðan heim að Austurkoti. Þannig komust leifar Ólafs Þorleifssonar heim á æskuheimili hans eftir 30 ára töf. Var nú gerð lítil kista að beinunum, en að því búnu voru þau jarðsett að Kálfatjarnarkirkju. Margt var um þetta talað, eins og vænta má. Enginn veit þó með vissu, hvernig endadægur Ólafs Þorleifssonar hafi að höndum borið, nema hvað augljóst er, að hann hefur fallið í sprunguna hjá Klyfgjá. Hitt var helzt af líkum ráðið, að hann hefði ekki hrapað til botns, heldur stöðvazt á stallinum, þar sem beinin fundust, reynt síðan að vega sig upp á stafnum með því að skorða hann um sprunguna þvera, en stafurinn þá stokkið í tvennt, enda var hann ekki sterkur. Þá, fremur en í fyrri byltunni, virðist hann hafa lærbrotnað, þótt hvort tveggja sé að vísu til. En úr því að svo var komið, voru sundin lokuð, Ætla má, að Ólafur hafi þá setzt á stallinn og beðið þess, er verða vildi. Löng og dapurleg hefur sú vist að vísu orðið slösuðum manni, unz óminni dauðans kom yfir hann.
Það var haft eftir manni einum, sem var í leitinni að Ólafi árið 1900, að þeir félagar nokkrir hefðu farið fast við endann á sprungunni, en engin missmíð séð þar og ekkert heyrt, er vakti athygli þeirra. Kallað hefðu þeir þó öðru hverju. Saga þessi er skráð að mestu eftir heimildum frá Ágústi Guðmundssyni í Halakoti á Vatnsleysuströnd.” Pálmi Hannesson rektor.

Heimild:
-Faxi, 28. árg. 1968, bls. 219-221.

Ólafsvarða

Ólafsvarða.

Eiríksvegur

Í örnefnaskrá og öðrum heimildum úr Vatnsleysustrandarhreppi er Almenningsvegurinn nefndur og er þá átt við þjóðleiðina sem lá úr Vogum (sem og öðrum byggðum sunnar) og inn í Hafnarfjörð. Hér er vegurinn rakinn frá Vogum í Kúagerði, þ.e. þann hluta var nefndur Almenningsvegur eða Menningsvegur, en vegurinn var vestari hluti Alfaraleiðarinnar gömlu millum Innnesja og Útnesja. Alfaraleiðin var sá hluti vegarins jafnan nefndur er lá milli Kúagerðis og Hvaleyrar í Hafnarfirði.
ArnarbælisstekkurVið fylgjum Almenningsveginum eftir endilöngum Vatnsleysustrandarhreppi frá Hæðinni við Voga og eins langt inn úr og hægt er. Ferðin hefst við vegamótin Vogar-Vatnsleysuströnd og  þaðan er stefna götunnar til norðausturs á Presthóla, tvo ílanga hóla sem ber við himin og liggur hún á milli þeirra. Vegna þess hve gatan er óljós að Presthólunum er best að staðsetja hólana frá Hæðinni áður en lagt er upp. Stekkjarholt er rétt neðan Neðra-Presthóls en Brunnastaðalangholt suðaustan við þá.
Vegurinn var í eina tíð vel varðaður og enn má sjá vörðubrot á þessum fyrsta hluta leiðarinnar með tiltölulega stuttu millibili ef vel er að gáð. Fólk ætti að huga að því ef það er óvisst um götuna, en veit nokkurn veginn stefnuna að undantekningalítið má finna hana aftur við hóla þar sem eitthvert graslendi er og á það sama við um flestar gamlar götur sem liggja að hluta um grjótmela og moldarflög.
Á milli Presthólanna er gatan djúp og augljós og skammt austan þeirra sjást hófför í klöppum. Frá hólunum liggur Gamli vegurleiðin svo í stefnu á Arnarbælið sem er að margra mati stærsti og fallegasti hóllinn í heiðinni. Gatan liggur fast við hólinn að ofanverðu og er mjög greinileg þar. Arnarbælið er grasi vaxið og ágætur áningarstaður fyrir göngufólk en vatn er þar ekkert frekar en annars staðar á þessum slóðum. Undir Arnarbæli er “Arnarbælisstekkur”. Frá Arnarbæli til Breiðagerðis er vegurinn mjög óljós og að mestu óvarðaður svo erfitt getur verið að rekja hann síðasta spölinn niður í Breiðagerði.
Ofan Breiðagerðis þar sem Gamlivegur og núverandi Strandarvegur koma saman má sjá vísi að vegagerð fyrri tíma, þ.e. flórlagða götu sem stundum var nefnd Hestaslóðin og gæti verið að sú slóð hafi verið lögð ofan á Almenningsveginn. Gott er að fylgja Hestaslóðinni inn á móts við Kálfatjarnarafleggjarann.
Á köflum allt inn að Prestsvörðu sem stendur rétt ofan og austan afleggjarans er gatan grjótfyllt milli klappa, þ.e. flórlögð svæði sem nú eru mosagróin að mestu.
Austan vörðunnar hækkar landið dálítið og þar heitir Hæðin. Frá götunni á þessum slóðum sjáum við annað veifið í Staðarborgina, stóra  grjóthlaðna fjárborg í StaðarborgKálfartjarnarheiði. Á leiðinni upp hæðina er hætta á að tapa götunni endrum og sinnum enda engar vörður sjáanlegar sem gætu vísað veginn. Neðan við Strandarveginn innst á Hæðinni er Stefánsvarða, falleg og reisuleg, kennd við Stefán Pálsson útgerðarmannn á Stóru-Vatnsleysu (f.1838). Varðan var endurhlaðin árið 1970 af Jóni Helgasyni frá Litlabæ og syni hans Magnúsi. Á stein í vörðunni er klappað nafnið Stefánsvarða. Varðan stendur við gamla götu sem virðist vera frá svipuðum tíma og Almenningsvegurinn og liggur hún neðar og nær bæjum allt frá Vatnsleysu og að Kálfatjörn og hefur  líklega verið meira notuð af heimafólki en hinum almenna vegfarenda. Hólarnir tveir neðan við vörðuna heita Stefánsvörðuhólar, norðan undir nyrðri hólnum er Borgarkotsstekkur.

Almenningsvegur

Almenningsvegur


Þegar komið er upp á Hæðina er auðvelt að rekja sig eftir götunni sem liðast á milli hóla skammt ofan Strandarvegarins. Innri hæðin á þessum slóðum heitir Tvívörðuhæð og gengur Strandarvegurinn í gegn um hana en dálítill slakki skilur á milli hæðanna tveggja.
Haldið er áfram eftir Almenningsveginum og rétt austan Tvívörðuhæðar er Arnarvarða. Varðan sjálf er nú grjóthrúga en hóllinn sker sig nokkuð úr umhverfinu og liggur djúp gatan fast við hann að norðanverðu.  Nær bílveginum er Tvívörðuhóll og lítill stekkur vestan undir honum.

Almenningavegur

Almenningsvegur genginn.

Frá Arnarvörðu er vítt útsýni yfir heiðina og niður til Strandarinnar. Upp undir Reykjanesbraut sjást Hafnhólarnir tveir, Litli- og Stóri-, er sá síðarnefndi í stefnu á Keili séður frá Arnarvörðu. Nær er svo nokkur hæð sem heitir Þorsteinsskáli, er hún í stefnu á Þorbjarnarfell við Grindavík. Suðvestan Þorsteinsskála sést Staðarborgin á sléttlendi. Rétt sunnan við Arnarvörðu er langur klapparhryggur sem heitir Löngubrekkur.
Nú hallar undan fæti og gatan er augljós austur af Arnarvörðu. Á móts við gamla Flekkuvíkurafleggjarann liggur Almenningsvegurinn um 50 m fyrir ofan Strandarveginn, þar er lítið grjótbyrgi sem hlaðið hefur verið við veginn. Á þessum slóðum, rétt ofan hans, er gömul vegagerð sem heitir Eiríksvegur og liggur hann frá Kúagerði og endar í Flekkurvíkurheiðinni. Við breikkun Reykjanesbrautar færðist Strandarvegurinn ofar í heiðina með tilheyrandi hringtorgi að brautinni en þessi lýsing miðar við Strandarveginn eins og hann lá fyrir breytingarnar.
Stuttu innan grjótbyrgisins er farið yfir Hrafnagjá, þrönga misgengissprungu sem gengur niður um tún Stóru VatnsleysustekkurVatnsleysu og í sjó fram. Rétt vestan gjárinnar og neðan Eiríksvegar er komið að Vatnsleysustekk. Á þessum slóðum er erfitt að fylgja götunni og virðist sem Eiríksvegur liggi yfir hana á köflum. Ofan vegar við Stóru Vatnsleysu er túnblettur og ofan hans liggur Eiríksvegur og Almenningsvegurinn hlið við hlið.
Nú hallar aðeins undan fæti og slóðinn nálgast Strandveginn aftur og þar hverfur hann og Eiríksvegur undir afleggjarann að rafstöð fiskeldisstöðvarinnar við Vatnsleysu. Innar, á móts við Steinkeravík (Stekkjarvík), sem er austan stöðvarinnar liggja vegirnir þrír þétt hlið við hlið og er Almenningsvegurinn í miðjunni.
Fagurhóll heitir hóll niður við sjóinn innan víkurinnar og á móts við hann liggja vegirnir tveir undir Strandarveginn, Almenningsvegurinn þó aðeins innar. Áfram er haldið veginn um Akurgerðisbakka en sjórinn hefur sýnt bökkunum töluverðan ágang og næst Afstapahrauninu hverfur hann undir malarkamb en kemur svo aftur í ljós í Kúagerði. Kúagerði var frægur áningarstaður áður, gott vatn í tjörninni og nógir hagar um kring. Þarna liggur Almenningsvegurinn fast við fjörukambinn og myndar nokkuð grasi gróna rönd, kögraða hraungrýti, en þegar komið er að tjörninni hverfur gatan undir umrótið sem varð við byggingu Reykjanesbrautar. Sjá framhaldið HÉR.

Heimild m.a:
-Sesselja Guðmundsdóttir – Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – 2007

Kort

Vegir á Vatnsleysuströnd – G. Ben ’93

 

Alfaraleiðin

Hér er Alfaraleiðin rakin frá Kúagerði að Þorbjarnarstöðum í Hraunum við Hafnarfjörð. Þetta er austari hluti Almenningsvegarins frá Vogum, gamla þjóðleiðin millum Innnesja og Útnesja.
UpphafNæst er haldið frá Kúagerði upp fyrir Reykjanesbrautina og að austurjaðri Afstapahraunsins en þar mátti rekja götuna áfram en líklega er hún nú horfin undir nýbreikkaða brautina. Rétt við gamla Keflavíkurveginn á móts við Hvassahraun er Hvassahraunsrétt og þar finnst gatan aftur ofan vegarins. Hún liðast upp hólaklasann á milli Gamla-Keflavíkurvegarins og Reykjanesbrautarinnar. Innan við hólana hverfur hún síðan undir brautina rétt áður en vegirnir fara að liggja alveg samhliða austan Hvassahraunsbæjarr. Há uppfylling er þar sem Almenningsvegurinn kemur undan brautinni og þar er gatan mjög greinileg en vörður eru engar við hana á þessu svæði.
Handan Reykjanesbrautar kemur gatan í ljós skammt norðvestan við bifreiðaplan austan mislægra gatnamóta. Þar er hún vel greinileg, en vanrækt hefur verið að merkja “upphaf” hennar þar. Þarna er kjörinn upphafsstaður ef fólk vill ganga leiðina áleiðis til Hafnarfjarðar, enda um þægilega göngu að ræða, ca. 1 1/2 – 3 klst.
Framundan er nokkuð hæðótt og gróið hraun þar sem vörður sjást  á stangli við götuna. Áberandi varða á hæð hægra megin götunnar er framundan. Þegar innar dregur liggur hún um nokkuð slétta, vörðulausa hraunfláka sem nefnast Sprengilendi. Í fyrstu er leiðin óljós en þegar komið er hálfa leið yfir „sléttuna“ skýrist hún verulega og hófför fara að sjást í klöppunum. Gatan liggur ofarlega á þessu svæði en þó aldrei meira en 3-400 m frá Reykjanesbrautinni. Varða er úleiðis hægra megin. Um er að ræða gamla hlaðna refagildru.

AlfaraleiðinInnan við Sprengilendið liggur slóðinn ofan við mjög klofinn og sérkennilegan hraunhól en ofan götunnar og hólsins er hæð sem heitir Taglhæð og á henni er merktur jarðsímastrengur. Þarna sveigir Almenningsvegurinn til austurs, hækkar dálítið og fjarlægist Reykjanesbrautina til muna. Næst er haldið yfir kennileitalítið svæði um nokkurn veg. Framundan til hægri við götuna og aðeins ofar er mjög sérkennilegur, stakur klettahóll sem er eins og hetta í laginu. Þessi hóll er mjög áberandi séður frá Reykjanesbrautinni þó hann sé ekki stór. Hér sjást lítil og fá vörðubrot við götuna. Nú fer útsýnið að víkka til muna og fljótlega sést í stóra sprungna klapparhæð í austurátt sem nefnist Smalaskálahæð[ir] og klapparhól í framhaldi af henni til suðurs. Stefna götunnar er fast hægra megin við hólinn í stefnu sem næst á Vífilfellið. Neðar sést í Kristrúnarborg, fallega heillega fjárborg frá Óttarsstöðum sem sögð er hlaðin um 1870 af Kristrúnu Sveinsdóttur húsfreyju á Óttarsstöðum og vinnumanni hennar. Handan borgarinnar er svo Smalaskálhæðir með fallegum jarðföllum sem gaman er að skoða. Í suðaustri sést varða í allnokkurri fjarlægð. Þar er selsvarðan ofan Lónakotssels. Selstígurinn liggur þarna yfir Alfaraleiðina þar sem tvær vörður eru við veginn.
Gvendarbrunnshæð heitir næsta hæð en sveigt er upp fyrir hana og farið um Löngubrekkur sem liggja utan í hæðinni ofanverðri. Nú sést í fjárskjól, Gvendarbrunnshæðarskjól, með hleðslum við op og er hellirinn í hæðinni við götuna. Fast austan við fjárskjólið er svo Gvendarbrunnurinn, gott vatnsból í klöpp en um brunninn þveran liggur gömul fjárgirðing á mörkum Straums og Óttarsstaða. Austar er komið að hárri og uppmjórri vörðu en hún er sú fyrsta af nokkrum fallegum vörðum sem standa við götuna frá Gvendarbrunnshæð að Kapelluhrauni. Nú taka Þrengslin við en þar liggur hún þröngt á milli hárra hraunhóla. Næsta kennileiti er hár og brattur klapparhóll með rismikilli vörðu sem sést víða að. Þar skammt frá liggur Rauðamelsstígur (Skógargatan/Óttarsstaðaselsstígurinn) yfir veginn. Norðar liggur svo vestari Straumsselsstígur yfir götuna, skammt vestan Miðmundarhæðar. Á hæðinni er há varða, Miðmundarvarða, eyktarmark frá Þorbjarnarstöðum. Neðan við Alfaraleidin-37hæðina er gatan mjög greinileg en frá hólnum uns hún hverfur loks undir háan hraunkantinn spöl fyrir ofan Gerði (starfsmannahús á vegum álversins). Þar  sem gatan lá upp á hraunið hét Brunaskarð syðra en það er nú með öllu horfið vegna rasks.
Framundan eru svo brunaruðningarnir á móts við álverið og að sjálfsögðu sést engin gata þar fyrr en komið er að Kapellunni sem stendur á hraunhól í miðju umrótinu rétt ofan við Reykjanesbrautina beint á móti álverinu. Kapellan er friðlýst lítið grjótbyrgi úr hraunhellum og snúa dyrnar í suðvestur en veggirnir eru tæplega mannhæðar háir. Kapellan er tileinkuð heilagri Barböru, dýrðlingi úr kaþólskum sið. Fyrir innan Kapelluna og allt til Hafnarfjarðar er gatan óljós eða með öllu horfin, en norðan Reykjanesbrautar, austan álversins, sést hún liðast um Hellnahraunið áleiðis að Hvaleyri. Þar er nú golfvöllur og stendur ein varðan innan um flatirnar. Skammt innan og norðan við hana stendur há og reisuleg markavarða.
Sjá MYNDIR.

Heimild m.a:
-Sesselja Guðmundsdóttir – Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi.

Ferðalangar

Almenningur

Þær jarðir innan staðarmarka Hafnarfjarðar suð-vestur af kaupstaðnum voru nefndar áður einu nafni Hraun(a)jarðir, vestan Straumsvíkur, nú helsta kennileitis svæðisins. Minna fer nú fyrir minjum og rústum gömlu bæjanna. Þetta voru jarðirnar Stóri-Lambhagi, Þorbjarnarstaðir, Straumur, Óttarsstaðir, Lónakot og Svínakot. Jörðin Hvassahraun var ein af Hraun(a)-jörðunum, en hún var í Vatnsleysustrandarhreppi. Þessar jarðir voru allar í eigu Viðeyjarklausturs um tíma og urðu því kóngsjarðir með siðaskiptunum 1550. Ofan við jarðirnar (sunnan) er stór almenningur þar sem þessar jarðir áttu ítök, sem gert er grein fyrir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns.

Straumssel

Straumssel.

“Eftir að kóngsjarðirnar í Hraununum höfðu verið seldar á árunum 1837-39 – Lambhagi var þó seldur 1827- reis fljótt upp ágreiningur um eignarheimildir á hinum svonefnda Almenningi. Eftir að þeir Magnús Árnason, Guðmundur Eyjólfsson, líklega í Stóra Lambhaga og Guðmundur Guðmundsson, þá á Þorbjarnarstöðum, höfðu skrifað stiftamtmanni 29. 10. 1847, fyrirskipaði hann sýslumanni að rannsaka málið. Stiftamtmaður taldi, að hugsanlegt væri, að Almenningurinn væri eftir sem áður kóngsland, þar sem jarðirnar í Álftaneshreppi ættu ítök þar til viðarhöggs og kolagjörðar, sbr. Kópíubók í Þjskjs. Samkvæmt þessu boðaði sýslumaður bréflega og með auglýsingu 18.5. 1848 til áreiðar, er fram átti að fara 2.6. þ.á., sbr. Kópíubók nr. 767-69. Áreiðin fór fram á tilsettum tíma og var gerðin bókuð í aukadómsmálabók, nú á Þjskjs. Gögnin voru send amtinu 10.6. (nr. 784). Amtið svaraði 15.6. og leyfði þá Hraunbæjarmönnum einum afnot óskert, sbr. Kópíubækur.

Í Straumsseli

Gerði í Straumsseli.

Í samræmi við þetta tilkynnti sýslumaður friðlýsingu skógarins innan tiltekinna marka 19.6. (nr. 789). Friðlýsingin var svo birt á manntalsþingi í Görðum næsta dag, 20.6. 1848, samkvæmt þingbók. En 24.1. 1849 tilkynnti sýslumaður stiftamtmanni, að það myndi ekki vera nauðsynlegt að láta Hraunabændur fá ný bréf fyrir jörðum sínum (nr. 930). Á manntalsþingi í Görðum 22.6.1849 birti sýslumaður auglýsingu Guðmundar Guðmundssonar “sem umsjónarmanns Almenningsskógarins viðvíkjandi takmörkun þessa skógarlands, reglulegri yrkingu sama og fleiru,” samkvæmt þingbók, en sjálf auglýsingin er færð í afsalsbréfabók Ltr. C no. 81.

Laufhöfðavarða

Laufhöfðavarða.

Sama dag voru samþykktar lögfestur Guðmundar fyrir jörðunum Óttarsstöðum og Straumi, Ltr. C no. 81 og 82.” Í skoðunar- og áreiðargerðinni er mörkum lýst með þessum hætti: “Að neðan byrjar það nyrst við Kolbeinshæð, gengur svo til vesturs niður að Markhólum fyrir neðan Lónakotssel, hvar skógurinn endar á móti suðri. Þó gengur skógartunga þríhyrnt niður frá alfaraveginum. Hennar botn eða breidd er að ofan og gengur frá Löngubrekkum til suðurs að Markhólum. Sporður skógarspildu þessarar endar í útnorðri við Brunnhólavörðu skammt fyrir ofan Lónakot. Að norðan gengur skógarlandið frá Kolbeinshæð til landsuðurs langs með Kaphelluhrauni og Brunanum upp að Stórhöfðastíg, þaðan til suðurs í Fremstahöfða langs með Brunanum suður að Fjallinu eina, þaðan til vesturs og útnorðurs í krókum og hlykkjum allt niður að Markhólum. Allt þetta land sem álíst að vera ein fermíla að stærð viðurkenna allir þeir sem mætt hafa að kallað sé með aðalnafni (gamalt) Almenningur.” Ein dönsk fermíla er nú ca. 7,5 x 7,5 km eða ca. 56 ferkílómetrar. Sá hluti sem er innan staðarmarka Hafnarfjarðar er 29,71 ferkílómetri.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel.

Töluverður hluti almenningsins er einnig innan staðarmarka Vatnsleysustrandarhrepps, aðallega upp af Hvassahrauni. Haft er í huga að almenningurinn verði skilgreindur með þeim hætti að hann fari með engu móti inn á eignarlönd Hraunjarðanna, sem eru eins og fram hefur komið Lónakot, Óttarsstaðir, Straumur, Stóri-Lambhagi, Þorbjarnarstaðir og Svínakot, heldur væri hann allur sunnan jarðanna. Í því sambandi má nefna aðalmenningur er í skoðunar- og álitsgjörðinni frá 2. júní 1848 sagður ná að Brunnhólavörðu sem er skammt fyrir ofan Lónakot. Í staðinn er almenningurinn skilgreindur varlega á þessu svæði og látið nægja að fara með norð-vesturmörk almenningsins að alfaraveginum sem er töluvert sunnan Brunnhólavörðu. Getið er um Markhóla í skoðunar- og áreiðargjörðinni. Þrír Markhólar eru í almenningnum, einn neðan Lónakotssels, annar nálægt Óttarsstöðum og sá þriðji við Straum. Þess ber að geta að Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá því um 1700 staðfestir að um gamlan almenning er að ræða. Verður nánar gerð grein fyrir því ígreinargerðinni sem síðar verður lögð fram. Merkjalýsing frá punkti í Markrakagil (Markagil), sem er í samræmi við varakröfu ríkisins, tekur mið af merkjalýsingu Garðakirkjulands samkvæmt landamerkjabréfi nr. 154, sem Þórarinn Böðvarsson prófastur í Görðum undirritaði 7. júní 1890 og þinglesið var á manntalsþingi í Görðum hinn 9. júní 1890, sbr. 3. lið. Verður nánari grein gerð fyrir lýsingunni í greinargerð. Landamerkjalýsingar á Hraunjörðunum sem þinglýst var 9. júní 1890 eru sérstaklega milli jarðanna.

Skjól við Gömlu-þúfu

Skjól við Gömlu-Þúfu.

Í þessum lýsingum er farið langt út fyrir hin eiginlegu eignarréttindi jarðanna til suðurs. Þessar landamerkjalýsingar eru milli eigenda Hraunajarðanna, þær eru einhliða gerðar og ekki samþykktar af öðrum aðilum sem tengjast málinu og hagsmuna hafa að gæta svo sem ríkinu og sveitarfélaginu. Hafnarfjarðarbær er þeirrar skoðunar að umræddur almenningur sé landsvæði utan eignarlanda þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignar-réttindi. Þær landamerkjaskrár sem gerðar voru á milli Hraunajarðanna og þinglýst var 9. júní 1890 og miðuðu við að afmarka þær jarðir breyta því engu um ofangreind mörk milli Hraunjarðanna annars vegar og almenningsins hins vegar. Að því leyti sem þær ná yfir almenninginn voru þær einungis gerðar að nafninu til, þar sem þær eru án samþykktar allra hlutaðeigandi. Landamerkjabréfin frá 1890 breyta því ekki efni þeirrar skoðunar- og áreiðargerðar frá 1848 sem gerð var með samþykki allra hutaðeigandi og fela því enn síður í sér sönnun um beinan eignarrétt yfir því landi sem fyrr var afmarkað sem almenningur. Gildi þessara landamerkjabréfa nær því eingöngu til marka milli Hraunjarðanna. Ljóst er að menn máttu ekki einhliða auka við land sitt eða annan rétt umfram það sem verið hafði. Tilvist þessara landamerkjabréfa breyta því engu um mörk almenningsins sem ákveðin voru með skoðunar- og áreiðargerðinni 2. júní 1848.
Þó að stiftamtmaður hafi heimilað Hraunabæjarmönnum einum afnot af almenningnum árið 1848 veitti það þeim ekki rétt til þess að útvíkka mörk jarða sinna með þeim hætti sem þeir gera með þeim samningum sín í milli sem þinglýst var 9. júní 1890.

Réttarklettar

Rétt við Réttarkletta.

Þessir þinglýstu samningar breyta engu um eignarheimildir eigenda Hraunjarðanna. Hafnarfjarðarbæ finnst rétt að þegar komi fram að þetta land sen ríkið gerir kröfu um að verði úrskurðað sem þjóðlenda er framtíðarbyggingarland bæjarins og litið er svo á að bærinn muni fá þetta land sem er innan staðarmarka Hafnarfjarðarbæjar frá ríkinu sem byggingarland. Rökin bæjarins fyrir því eru: 1) Með lögunum um þjóðlendur o.fl. nr. 58/1998 er ekki gert ráð fyrir því að skerða hagsmuni sveitarfélaga til lands, sem þýðir að land sem er á láglendi, nálægt þéttri byggð og er á skipulagi sem byggingarland sveitarfélags verður það áfram þrátt fyrir gildistöku nefndra laga um þjóðlendur. Þegar litið er til efnis laganna, greinargerðarinnar með frumvarpinu og umræðna á Alþingi er alveg ljóst að það samrýmist ekki nefndum lögum um þjóðlendur nr. 58/1998 að meina Hafnarfjarðarbæ að skipuleggja þetta land sem byggingarland. 2) Með samningi 28. apríl 1964 höfðu Hafnarfjörður og Garðahreppur (nú Garðabær) makaskipti á löndum. Í hlut Hafnarfjarðar kom sá hluti Garðahrepps sem lá sunnan við Hafnarfjörð. Þar var um að ræða umræddan almenning. Á móti féll Hafnarfjörður frá leigurétti sínum á ræktunarspildum úr landi jarðeignadeildar ríkisins á Hraunsholti og við Arnarnes samkvæmt leigusamningi, dagsettum 14. nóv. 1940.

Straumsvík

Straumsvík.

Í framhaldi þessara makaskipta samþykkti Alþingi frumvarp til laga um lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar og breyttust lögsagnarumdæmi sveitarfélaganna tveggja í samræmi við þennan makaskiptasamning. Samþykkti ríkið því með þeim lögum þennan makaskiptasamning sveitarfélaganna. Fær Hafnarfjörður skv. því almenninginn sem framtíðarbyggingarland og Garðabær, Hraunsholtið og Arnarnesmýrina sem Garðabær hefur nú úthlutað að stærstum hluta undir byggingarlóðir. 3) Hafnarfjarðarbær hefur þegar skipulagt þetta umrædda landsvæði að hluta sem byggingarland og hafa atvinnuhús verið byggð nyrst á þessu landi, eða því landi sem næst er álverinu í Straumsvík. Þetta land hefur að öðru leyti verið skipulagt, sbr. meðfylgjandi skipulagsuppdrátt fyrir aðalskipulag Hafnarfjarðar 1995 til 2015.
Þetta landsvæði ofan (sunnan) við Straumsvík er, eins og þegar hefur komið fram, framtíðarbyggingarland Hafnarfjarðar. Framlögð skjöl: 1) Uppdráttur 2) Staðfest ljósrit af samningi milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar dags. 28. apríl 1964 3) Aðalskipulagsuppdráttur fyrir Hafnarfjörð 1995-2015.
Hér er orðið fullljóst að markmið Hafnarfjarðarbæjar er að byggja þar sem nú er óraskað hraunið í Almenningi.
Sjá MYNDIR.

Heimild:
-Óbyggðanefnd.
-Guðmundur Benediktsson hrl. f.h. Hafnarfjarðarbæjar.
-Magnúsar Más Lárussonar fyrrverandi rektors Háskóla Íslands um merki Krýsuvíkurlands. bls. 26.

Í Almenningi

Í Almenningi.

Fuglaþúfa
Gengið var um Flekkuvíkurheiði um Miðmundarhóla, Arnarvörðu, Tvívörðuhól og áfram niður og norðvestur heiðina áleiðis að Réttartöngum vestan Keilisness. Gróðureyðingin er nokkur á heiðinni, en þó má víða sjá geldingarhnapp, blóðberg og lambagras vera að festa rætur í moldardældum á vindsorfnum melum. Það sem vekur mesta athygli á þessu svæði eru reglulegar fuglaþúfur, háar og stæðilegar. Þær gefa til kynna að þarna hafi verið kjörlendi mófugla um allnokkurt skeið. Þúfurnar hafa löngum verið yfirlitsstaðir spóa, kjóa, stelks, tjalds og smærri fugla, en auk þess hefur mávurinn nýtt sér aðstöðuna í heiðinni. Stundum hafa þúfur þessar verið nefndar hundaþúfur af einhverri ástæðu.

Keilisnes

Keilisnes – fornleifayfirlit.

Hundaþúfur voru vel kunnar víða. Sennilega er nafnið til komið vegna merkingaráráttu hunda, en fuglaþúfur eru oft hæstu og jafnvel einu kennileitin í móum og á heiðum.
Miðmundarhólar eru skammt ofan við afleggjarann að Flekkuvík. Þetta er rismikil og falleg hólaþyrping er ber við himinn. Hólarnir eru líklega eyktarmark frá Flekkuvíkurbæjum og ofan þeirra eru Miðmundarlágar. Í þeim er Mundastekkur. Á háheiðinni norðvestur af Miðmundarhólum, nær Strandarveginum, er Arnarvarða, eða hluti hennar, á hól, en við hólinn norðanverðan liggur gamli Almenningsvegurinn. Arnarvarða er á mörkum Flekkuvíkur og Kálftjarnar.

Fuglaþúfa

Fuglaþúfa.

Tvívörðuhóll heitir hóllinn rétt niður og vestur af Arnarvörðu, fast við Strandarveginn. Vestan undir honum er Mundastekkur, sem líklega er frá Flekkuvík. Á hól fast upp af og við Tvívörðuhól er braggagrunnur af einni varðstöð stríðsáranna og að henni liggur greinilegur vegarslóði. Tvívörðuhæð er hæðin þarna kölluð, en Tvívörður voru neðan Strandarvegar. Skammt vestan Tvívörðuhóls eru fallnar hleðslur á tveimur stöðum á lágum klapparhól. Þar sem hæðin er hæst skammt vestar er kallað Hæðin. Á henni er Stefánsvarða, neðan vegar. Í línu til norðurs austan í Hæðinni eru þrjár lágar hæðir. Á hverri þeirra eru fallegar fuglaþúfur. Í línu við þær er hrunin varða á lágri klapparhæð. Hún er í línu við aðra vörðu á hæð ofan Strandarvegar með stefnu í Flekkuvíkurvörina. Keilisnesið er ysta nesið til norðurs, en Réttartangar eru vestar, skammt austan við tóftir Borgarkots.

Fuglaþúfa

Fuglaþúfa.

Í skýrslu, sem Jóhann Óli Hilmarsson vann fyrir Hönnun h.f. í mars 2001, “Fuglalíf við Reykjanesbrautina”, segir m.a. að “geta má eins náttúrufyrirbæris, sem tengist fuglum og er alláberandi víða á vegarstæðinu. Þetta eru fuglaþúfur (sbr. Guðrún Á. Jónsdóttir 2001). Fuglaþúfur einkenna íslenskt landslag og þekkjast hvergi annars staðar svo nokkru nemi. Ekki hefur
verið gerð nein sérstök úttekt á þeim við Reykjanesbraut, dreifingu né öðru, en þær eru sérstaklega áberandi nærri Vogaafleggjara, þar sem ein umferðarbrúin mun rísa.”
Skýrslan fjallar m.a. um fuglalíf á svæðinu, fugla í útrýmingarhættu og fjölda fugla á ákveðnum stöðum. Þá er ljóst að ástæða hefur verið til að tiltaka fuglaþúfur sérstaklega, sem aftur bendir til sérstöðu, eða öllu heldur ásýnd þeirra á heildarmynd umhverfisins á þessu svæði.

Keilisnes

Keilisnes – fuglaþúfa.

Til fróðleiks er þess getið að færuskrúfur vex oft í skjóli fuglnaþúfna. Hann er útbreiddur um allt land, þó algengari á Norðurlandi en á Suðurlandi. Hæruskrúfurinn vex gjarnan á jarðvegsþöktum klettum eða steinum, oft við vörður eða fuglaþúfur. Héluvorblóm vex þar einnig. Það er smávaxin jurt með hélugrá stofnblöð, vegna stjörnuhára sem þekja yfirborð blaðanna. Það vex mjög strjált um landið og vex gjarnan uppi á hæðum, hólkollum eða fjöllum, oft við vörður eða fuglaþúfur.
Í nefndri skýrslu kemur fram að “á válista eru skráðir þeir varpfuglar, sem eru í hættu af ýmsum ástæðum
(Náttúrufræðistofnun 2000). Ernir urpu fyrrum í Arnarkletti í Vatnsleysuvík og Afstapahraun mun hafa heitið Arnstapahraun fram eftir 18. öld, þegar nafn þess breyttist. Ekki er nákvæmlega vitað hvar Arnstapinn var og hvort hann stendur enn (Haukur Jóhannesson og Kristinn Haukur Skarphéðinsson, munnl. uppl.). Ernir hafa smátt og smátt verið að nema land á gömlum varpstöðum og hafa sést á allra síðustu árum, m.a. í
Kúagerði, en sennilega er óróleiki of mikill á þessum slóðum fyrir hina styggu fugla.

Borgarkot

Borgarkot – rétt.

Hrafnar verpa á nokkrum stöðum nærri Reykjanesbraut. Sá staður sem næstur er brautinni er Virkishólar. Tvö hrafnasetur eru í Hrafnagjá og tvö í Vogastapa. (Kristinn H. Skarphéðinsson o.fl. 1990).
Aðrar válistategundir, sem nefndar hafa verið hér á undan á hugsanlegu áhrifasvæði Reykjanesbrautar eru himbrimi, grágæs, fálki, fjöruspói og svartbakur. Ekki þykir ástæða til að hafa sérstakar áhyggjur af þessum fuglum.”

Borgarkot

Borgarkot – refagildra.

Ljóst er að vargurinn hefur tekið sér örugga bólfestu í heiðinni ofan við Borgarkot. Leifar af tveimur hlöðnum refagildrum gefa tilefni til að íhuga hvort ekki væri ástæða til að gefa skolla gamla á nýjan leik tímabundinn séns á svæðinu.
Heiðin ofan við Keilisnes virðist hrá og líflaus, en sá sem gengur um hana að kvöldlagi í sól og stillu verður annarrar skoðunar.
Við Borgarkot eru fjölmargar minjar og sumar hverjar einstakar.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Heimild m.a.:
-http://216.239.59.104/search?
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – Sesselja G. Guðmundsdóttir – 1995.
-http://www.natmus.is/thjodminjar/

Borgarkot

Borgarkot – uppdráttur ÓSÁ.

Marhálmur

Þegar gengið var um Borgarkot á Vatnsleysuströnd birtist m.a. enn ein hlaðna refagildran frá því fyrr á tímum, æði heilleg.
VatnsstæðiðAð vísu hafði FERLIR fundið aðra slíka skamt ofar í heiðinni, en láðst að færa hana í þar til gerða skrá um fornminjar á Reykjanesskaga. Úr því hefur verið bætt. Í ferðinni var gengið fram á áður óséð vatnsstæði ofan við Réttartanga, sem ekki er getið í heimildum. Í vatnsstæðinu vex bæði hin hvítasta og þéttbýlasta fífa er sést hefur sem og lófótur, öður nafni marhálmur. Marhálmur er mikilvæg fæða fyrir ýmsa fugla af andaætt, einkum margæs og álft. Hann er einnig þýðingarmikill sem búsvæði fyrir þörunga og hryggleysingja og bindur saman leir- og sandbotn, líkt og melgras gerir á þurru landi. Áður fyrr var búfénaði beitt á marhálm þegar heyfengur var rýr. Þá var hann nýttur sem stopp í sængur og dýnur fyrr á öldum.
KirkjugatanÞegar gengið er frá ofanverðum Bakka inn í Borgarkotslandið verður fyrst fyrir gamla kirkjugatan að Kálfatjörn. Hún sést enn greinilega allt þar til komið er inn á tjanarsvæði ofan við Nausthólsvík.
“Frá Gamla-Bakkarústum sveigist ströndin miklu meira til austurs en áður inn að Garðsendaklöpp. Innan (norðan) við klöppina skerst inn lítil vík, Nausthólsvík. Norðan hennar og gegnt Garðsendaklöpp er stór og hár hóll, er Nausthóll heitir, nú laus við land. Sagt er, að héðan hafi fyrr meir verið verstöð frá Krýsuvík og jafnvel Skálholti, en engan sér þess nú staðinn. Örskammt innan við Nausthól (60-80 m) eru sléttar klappir á kampi og grónir balar. Þar heitir Litli-Nausthóll; upp frá honum um 100 m, eru fjárhústóftir, Helgahús, nefnd eftir þeim er lét reisa þau, Helga kenndan við Tungu í Reykjavík, Þau voru reist um 1920.
MarhálmurSkammt austan fjárhústóftanna (um 60-70) er Kálfatjarnar-vatnsstæði. Það er allstórt, um 100 ferm., en grunnt. Þar þrýtur ekki vatn nema í almestu þurrkasumrum. Nokkru sunnar með sjónum eru Réttir, dálítið nef allgróið. Efst á því eru tveir hólar, litlir um sig, en algrónir, Réttarhólar. Fram af Réttum eru Réttartangar og Réttarhnífill þar fram af. Líklegt telur Ólafur [Erlendsson], að réttir hafi áður verið á Réttartanga, en þess sér nú engan stað utan hvað garðlag er þvert yfir tangann framarlega. Gæti það hafa verið aðhald fyrir skepnur og hafa þá réttirnar staðið framar, en þar hefur sjór brotið landið.” Reyndar er réttin enn til, bæði heilleg og fallega hlaðinn efst í Réttartöngum. Erfitt er þó að koma auga á hana því hún kúrir undir lágu holti.
Fífan“Inn með sjónum frá Réttum er allbreiður bakki, er Breiðafit nefnist. Nær hún að Borgarkotstúni. Ofan við Breiðufit miðja eru 2 hólar allstórir hver upp af öðrum og grónir nokkuð upp. Norðan undir þeim, sem nær er bakkanum, er lítið vatnsstæði, það heitir Vatnssteinar. U.þ.b. 30 m norðvestur af Vatnssteinum sést smá rúst. Þar heitir Skothús. Veggir þess stóðu vel fyrst þegar Ólafur man eftir. Í Skothúsinu var legið bæði fyrir tófu og sjófugli. Skothúsið hefur líklega verið byggt um miðja 19. öld. Innan við Breiðufit tekur við Borgarkotstún, dálítill túnblettur, mestur á lengdina, meðfram sjónum, illþýft og hólótt. Bæjarrústirnar í Borgarkoti eru nálægt miðju túni á bakkanum; brýtur sjór nú framan af þeim. Einnig rótar sjór nú í seinni tíð mjög miklu grjóti upp á bakkann eins og reyndar allsstaðar á Vatnsleysuströnd sunnan Keilisness. Borgarkot mun hafa farið í eyði á 18. öld.
StórgripagirðingTildrög þess eru sögð þau, að eitt sinn er Flekkuvíkurbóndi fór til kirkju á aðfangadagskvöld, kom hann að bóndanum í Borgarkoti, þar sem hann var að skera sauð frá honum. Varð það til þess að koma honum undir mannahendur og lagðist býlið í eyði eftir það.”
Hér er hlaupið yfir a.m.k. þrennt; stórmerkilega stórgripagirðingu, sem enn sést ofan Borgarkots, rúningsrétt undir lágum ílöngum klapparhól og stóra vatnsstæðiðið, sem fyrr er nefnt. Í því vex bæði fífa og lófótur (marhálmur). Suðaustan við vatnsstæðið eru grónar hleðslur, líklegt aðhald eða nátthagi. Marhálmur er eina blómstrandi háplantan sem vex að öllu leyti í sjó við Ísland.

Vatnssteinar

Plantan getur orðið allt að 1 m á lengd. Marhálmur er grastegund sem vex í sjó, er oftast 30 til 70 cm á lengd en getur orðið meira en einn metri. Ofan í botnleirnum vaxa jarðlægir stönglar og upp af þeim blaðþyrpingar með reglulegu millibili. Blöðin eru löng og bandlaga og bogadregin fyrir endann. Þau eru 2 til 4 mm á breidd og með einum til þremur æðastrengjum. Blöð marhálms eru dökkgræn á litinn en jarðlægu stönglarnir eru hvítir eða ljósgrænir. Marhálmur er fjölær, vex aðallega á vorin og blómgast um mitt sumar. Fræaxið er í fræhulstri á hulsturblaði sem lítur að öðru leyti eins út og laufblöðin. Marhálmur missir megnið af blöðunum í byrjun vetrar en ný blöð fara að vaxa aftur upp af jarðstönglunum snemma vors. Talið er að marhálmur geti lifað í meira en 50 ár.
RefagildraFífan hvíta hefur löngum fangað auga náttúruunnenda. Þegar litið er yfir þær plöntutegundir, sem lagðar voru til grundvallar vali Íslendinga á þjóðarblómi eða plöntu kom fífan sterklega til greina; hana þekkja flestir, hún er sérstök, stílhrein, sterk í formi og myndrænt séð kjörin sem táknmynd; “eitthvað villt og gróft, sem er svo lýsandi fyrir Ísland”.
Fífa er mjög áberandi planta, ekki síst aldinið, sem má telja eitt fegursta djásn íslenskrar náttúru og skrýðir landið lengur en nokkur önnur plantna, eða frá sólstöðum þar til ullin fýkur burt með haustvindum. Þá skreytir fífa öðrum plöntum fremur jafnt hálendi sem láglendi og hefur í aldanna rás stuðlað að jarðvegsfestu, umfram flestar aðrar plöntur landsins: með þéttriðnu rótarkerfi árþúsunda og rotnandi leifum hennar í raklendi hefur aldrei heyrst getið um landrof í fífuflóa; þannig skapar fífa “táknræna samstöðu um gróðurvernd”.
Refagildra ofan við BorgarkotHve einkennandi fífa er fyrir landið sést best á því hvílíka eftirtekt hún vekur meðal erlendra ferðamanna, en hún er fyrsta og að jafnaði eina plantan sem þeir spyrja hver sé, strax á fyrsta degi ferðar um landið; hún er m.ö.o. flestum erlendum ferðamönnum framandi og þar með eitt af sérkennum landsins; hennar gætir vart annars staðar á byggðu bóli í vestrænni veröld utan nyrstu og strjálustu byggða norðurhvelsins; auk þess er fífa enn þann dag í dag sú íslenska planta sem hve mest er safnað til þurrkunar og híbýlaprýði á vetrum, e.t.v. ómeðvitað sem einskonar minni um birtu og gróanda sumarsins.
skeljarFífan var undirstaða íslensks þjóðlífs í aldanna rás, en í u.þ.b. 1.000 ár af sögu landsins brann á kveikjum hennar svo og stönglum sbr.: “Ljósið kemur langt og mjótt, logar á fífustöngum…”, það eina ljós er birtu bar í drungalegar vistaverur genginna kynslóða; þar með gerði hún íslenskri þjóð kleift að vinna, lesa og skrifa á löngum og dimmum vetrarkvöldum; fífa er þannig undirstaða andlegrar jafnt sem verklegrar menningar landsins og um leið tákn ljóssins í tvöföldum skilningi þar eð hún skrýðir landið einnig umfram aðrar plöntur í nóttlausri voraldarveröld íslensks sumars.

Borgarkot

Borgarkot – krossgarður.

“Rétt norðan við túnið í Borgarkoti, á bakkanum, er hlaðinn garður í kross, nefndur Skjólgarður. Þessir garðar voru hlaðnir svona til þess að fé hefði þar skjól í öllum veðrum, hvaðan sem blés. Þarna eru og gerði eða réttir. Allar þessar hleðslur eru mjög ósjálegar, sumar sokknar í jörð að mestu, aðrar sundurtættar af minkaveiðimönnum. Norðan við Skjólgarðinn mun Borgarkotsvör hafa setið. Þess sér nú lítil merki. Frá Borgarkoti inn að Neskletti er nokkur spölur. Þar heitir Keilisnes. Nesklettur er klettarani, sem gengur í sjó fremst á Keilisnesi. Í honum er svolítið skarfakál. Þar á bakkanum, miðsvæðis, er hringlaga tóft um 4 m að þvermáli. í hana er hlaðinn þverveggur. Kallast hún Þjófabyrgi. Því hefur nú verið umturnað af minkaveiðimönnum.”
Hér hefur refagildran góða, lík vörðu á lágum grónum klapparhól, gleymst. Þegar að var komið virtist vera um einfalda vörðu að ræða, en glöggt augað gaf þegar til kynna að þarna myndi Fífanvarða vera óþörf; mannvirkið varð því áhugaverðara fyrir bragðið. Við nánari skoðun komu í ljós tvær fallhellur austan og vestan í “vörðunni”. Þegar þær höfðu verið fjarlægðar birtist inngangur í refagildru. Gildra þessi hefur fengið að vera í friði af a.m.k. tveimur ástæðum; í fyrsta lagi hafa menn almennt talið að þarna hafi bara  og eigi að vera varða á hól og í öðru lagi sáust engin ummerki um að þarna hafi verið refagildra, fyrr en við nákvæmari skoðun. Þessi gildra bætist við a.m.k. þrjár aðrar í landi Borgarkots. Hún var skráð nr. 41 í landnámi Ingólfs, en með skráningu hinna tveggja eru refagildrunar í raun orðnar 43 talsins. Önnur er nokkur ofar í heiðinni, heilleg og með greinileg op, en hin er við fyrrnefnt vatnsstæði. Henni hefur verið raskað verulega. Þá má sjá leifar af enn einni refagildrunni skammt sunnar, utan í lágu klapparholti (44).
Sjá meira um Borgarkot HÉR.
Frábært veður. Gangan tók 3. klst og 3 mín.

Borgarkot

Borgarkotsstekkur ofan Borgarkots.

 

 

Lambafellsklofi

Gengið var um Trölladyngjusvæðið norðanvert, þ.e. um Eldborg og Lambafellsklofa.
Um er að Eldborg - svona gæti hún hafa litið út - ósnertræða tvær andstæður; annars vegar fallegan og verðmætan eldgíg út frá bæði jarðfræðilegu og ferðamannalegu sjónarmiði, sem nú hefur verið eyðilagður, og hins vegar jarðfræðifyrirbæri, misgengi gegnum fjall, sem fengið hefur að vera í friði. Það er því óneitanlega skemmtilegri aðkoma að síðarnefnda staðnum.
Í dag ganga ferðalangar framhjá Eldborginni, án þess að vilja líta hana augum. Borgin er tákn skammsýni mannsins og lítinn skilning á því hver eru  hin raunverulegu verðmæti. Efnið úr gígnum var flutt í vegstæði. Efnið var einnig tekið úr öðrum gíg skammt frá, Rauðhól. Ef á annað borð var nauðsynlegt að taka efni úr fallegum og sérstökum náttúrufyrirbærum hefði verið skömminni skrárra að taka einungis efni af öðrum hvorum staðnum, t.d. Rauðhól. Best hefði verið að láta þá báða ósnerta, en taka efnið í fjarlægari námum nyrst í Afstapahrauni. Það hefði reyndar orðið svolítið Eldborg - sem afleiðingar skammsýni mannsinsdýrara fyrir hlutaðeigandi vegagerðarmenn, en miklu mun ódýrarar til lengri tíma litið – eki síst í ljósi þess að eitt helsta aðdráttarafl ferðamann hér á landi er óspillt og stórbrotin náttúran.
Eldborg við Trölladyngju er einn af gígunum sem Afstapahraun rann úr árið 1151. Afstapahraun er næst yngsta hraunið í sveitarfélaginu. (Yngst er Arnarseturshraun við Snorrastaðatjarnir, frá 1226, skv. upplýsingum Hauks Jóhannessonar, jarðfræðings.) Hin upptök Afstapahrauns eru í fallegum gíðum við Selsvelli nokkru sunnar. Inni í miðju Afstapahrauni, sem fyrrum mun hafa verið nefnt Arnstapahraun, eru óbrinnishólmar; Tóur, þar sem grórningar eru miklu mun meiri og betri en í mosavöxnu nýhrauninu. Fyrrnefndir gígar Afstapahrauns eru sunnan og suðaustan við Driffell, vestan undir Vesturhálsi og hefur hraunið úr þeim runnið þaðan alla leið fram í sjó í Vatnsleysuvík.
LambafellsklofiLambafell er jafnan nefnt Vestara-Lambafell og Austara-Lambafell (sjá loftmyndina). Þau sluppu við að lenda undir Afstapahrauninu, líkt og Snókafell skammt vestar. Austara-Lambafellið er um 160 m.y.s. Því er svo lýst í bók Sesselju Guðmundsdóttur, Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysuströnd: “Í fellinu nyrst er djúp og mikilfengleg gjá, Lambafellsgjá, sem gaman er að skoða. Gjáin gengur inn í mitt fellið og er mjög þröng neðst, eða 1-3 m á breidd, en víkkar þegar ofar dregur, lengd sprungunnar er um 150 m og hærra veggstálið er 20-25 m hátt. Það er skemmtilegur “álfabragur” á því að geta gengið inn í fjall og síðan upp úr því. Í fellinu er bólstrabrotaberg og í gjáveggjunum sést hver “koddinn” við annan. Önefnið Lambafellsklofi hefur einnig heyrst og þá er átt við gjána og ein heimild nefnir fellið sjálft Klofningsfell.”
Snókafellið er að vísu stakt, eins og nafnið gefur til kynna, en í því er ekkert misgengi. Misgengi það sem sjá má í Lambafelli má einnig sjá í Þorbirni (Þorbjarnarfelli) ofan við Grindavík.
Skemmtilegast er að ganga um Lambafellsklofa í ágúsmánuði. Þá er klofinn jafnan fullur af fiðrildum, sem leita þar lyngnunnar. Þegar komið er inn í gjána við slíkar aðstæður er hún  ævintýrlalandi líkust.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Afstapahraun

Víkingaskip í Afstapahrauni.

 

 

Bieringstangi

“Á Reykjanesskaga hefur allt frá fornu fari verið mikill f jöldi verstöðva, stórra og smárra.
Hinar Bieringstangi-31helztu þeirra voru Bieringstangi á Vatnsleysuströnd, Vogar, Njarðvíkur, Leira, Garður, Sandgerði, Stafnes, Hafnir og Grindavík. Frá öllum þessum stöðum og mörgum fleiri, leituðu menn út á mið Faxaflóa og Suðurstrandarinnar. Fiskimiðin reyndust að vísu misjafnlega gjöful, og brugðust stundum, en þegar öllu er á botninn hvolft, má það heita miklum vafa bundið, hvort nokkur annar landshluti hefur átt slíka auðlegð fyrir ströndum úti, sem þessi hrjóstrugi, eldbrunni og hraunrunni skagi, sem teygir bæl og tá út í Atlantshafið.”
Í Tímanum 1965 segir Björn Þorsteinsson m.a. eftirfarandi um Bieringstanga á Vatnsleysuströnd: “Bieringstangi er fyrir sunnan Brunnastaðahverfið, kenndur við Moritz W. Biering kaupmann (d. 1857). Þaðan hefur lengi verið stundað útræði, og þar er stærsta vörin á ströndinni.
Um 1840 er þar risin fisktökustöð, salthús og fisktökuhús, sennilega frá Bieringstangi-33Flensborgarverzluninni í Keflavík. Á lofti þeirra voru verbúðir, en í kring stóðu þurrabúðirnar Vorhús, Hausthús og fleiri. Einnig var þar önnur útgerðarstöð, Klapparholt. Eldra nafn á verstöð þessari er Tangabúðir.
Á Bieringstanga var reimt eins og á fleiri verstöðvum. Draugurinn var erlendur að uppruna, gekk með hvíta húfu, en ekki mórauða og var því nefndur Tanga-Hvítingur. Hann gerði mönnum ýmsar glettur eins og drauga er siður, og beyttu menn ýmissa bragða til þess að losna við kauða. Eitt sinn skaut bóndinn í Halakoti hann með silfurhnappi, en það átti að vera draugum öruggt skeyti. Hvítingur sundraðist í eldglæringar við skotið, en skreið saman aftur og hélt uppteknum hætti fram um 1890, en hvarf um þær mundir að sögn.”
Bieringstangi-34Í Lesbók Morgunblaðsins getur afkomandi Bierings um samnefndan tanga sem og verslunina þar: “Mest kvað að Mouritz Wilhelm, sem ílentist hér á landi og Peter Stefáni, sem fluttist til Danmerkur og eru frá honum komnar merkar ættir þar í landi. Mouritz varð verslunarstjóri við útibú Flensborgarverslunar í Keflavík 1837 og fimm árum síðar tók hann við forstöðu sömu verslunar í Reykjavík. Varð hann þvínæst eigandi þeirrar verslunar árið 1850. Á árabilinu 1852–53 lét Mouritz byggja stórt verbúðarhús ásamt með salt- og fiskgeymsluhúsum á Vatnsleysuströnd skammt fyrir norðan Vogana og var þessi verstöð kölluð Bieringstangi. Var þar rými fyrir 30 manns. Lagðist verstöðin af undir aldamótin 1900.
Bieringstangi-35Símon Dalaskáld dvaldi um skeið í verstöðinni á Bieringstanga og orti þar Bieringsborgarrímur, sem fjölluðu í hetjukvæðastíl um daglegt líf í verbúðunum. Rímurnar komu út í bókinni “Tvennar rímur” árið 1953.
Mouritz gerðist umsvifamikill kaupmaður. Flutti hann flestar vörur að og frá landinu með eigin skipi, „Drei Annas“. Mouritz var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jane Mary Robb og eignuðust þau hjón 8 börn. Jane Mary andaðist árið 1851, en Moritz kvæntist ári síðar Ingibjörgu Amalíu, systur Jane Mary og átti með henni 4 börn. Þau hjónin fórust með
skipinu „Drei Annas“ í mannskaðaveðri út af Álftanesi á Mýrum 27. nóvember 1857 ásamt
tveim börnum Mouritzar af fyrra hjónabandi.”

Heimildir:
-Sjómannablaðið Víkingur, Gils Guðmundsson, Sandgerði, 7. árg. 1945, 8. tbl., bls. 172.
-Tíminn – Sunnudagsblað, Björn Þorsteinsson, Suður með sjó, 20. september 1964, bls. 881.
-Lesbók Morgunblaðsins, Gunnar Biering, Fjársjóður fróðleiks, 25. nóvember 2006, bls. 6.

Bieringstangi

Bieringstangi – uppdráttur ÓSÁ.

Keilir

Gengið var á Keili (379 m.y.s.). Venjan er að ganga að fjallinu frá norðanverðu Oddafelli, en að þessu sinni var gengið að því frá Rauðhól, rúmlega miðja vegu milli Reykjanesbrautar og Oddafells. Stíg var fylgt upp eftir frá Rauðhólsselinu. Þegar komið var upp á hraunbrúnina (varða) áleiðis að fjallinu sást Keilisvarðan við Þórustaðastíginn vel í vestri.
Keilir er einkennisfjall á vestanverðum Reykjanesskaganum. Fjallið, sem er strýtulaga, sést vel víða frá, t.d. frá ásum höfuðborgarsvæðisins, Ströndinni og Rosmhvalanesi. Það er formfagurt og minnir að mörgu leyti á eldkeilu. Hvers vegna fjallið varð nefnt í karlkyni er mörgum hulið. Eðlilegra heiti á því hefði verið Keila.

Upphafsstaður flestra - við Oddafell

Keilir varð til við gos undir jökli á ísöld. Það er því að mestu úr móbergi. Strýtumyndunin er til komin vegna gígtappa eða bergstands á fjallinu miðju. Gígtappinn er að að mestu úr basalti/bólstrabergi og veðrast því síður en móbergið, sem er samanþétt öskumyndun undir þrýstingi. Auk þess ver móbergið kjarnan þótt vindum. Vatni og frosti hefur þó smám saman tekist að flytja efni af efstu brúnum fjallsins niður með hlíðum þess og myndað strýtuna, sem nú má sjá.
Líkt og gott útsýni er að Keili er ekki síðra útsýni ofan frá honum – til allra átta.
Þetta formfagra fjall varð til, sem fyrr sagði, við gos á sprungu undir jökli á ísöld. Upphaflega hefur Keilir því verið hluti móbergshryggjar sem eyddist með árunum af völdum veðrunar og huldist nýrri hraunum þannig að eftir stendur fjallið. Þráinsskjöldurinn hefur t.a.m. hulið hluta þeirra, en þó má enn sjá suma fyrrum hæstu hluta gossprungunnar; Litla-Keili, Litla-Hrút og fjöllin suðvestan við þá. Strýtumynduð lögun Keilis gefur til kynna að gosið hafi á sínum tíma ekki náð að bræða gat í jökulhvelfinguna og mynda hraun.
Frá því sjósókn hófst á norðanverðum Reykjanesskaga hefur Keilir verið notaður til að marka mið sjómanna. Þannig má sjá að margar innsiglingavörður í varir og lendingar á norðan- og vestanverðum Reykjanesskaganum hafa fyrrum haft vísan á Keili.
Fjallið er eitt af þeim fjöllum sem heilla og seiða göngumenn til sín enda vekur það jafnan athygli fyrir fegurð sína og Keilir - uppgönguleiðin framundaneinstæða staðsetningu. Göngutími á fjallið er um 2-3 klst ef lagt er afs tað frá norðanverðu Oddafelli eða frá Rauðhól skammt norðvestar. Hækkunin er um 250 metrar.
Til að komast að Keili er ekið af Reykjanesbraut skammt vestan við Kúagerði, en þar eru mislæg gatnmót Vatnsleysustrandarvegar. Greiðfært er öllum bílum með rólegum akstri um Afstapahraun (yngra) upp að Höskuldarvöllum, þaðan sem venjulega er gengið á fajllið frá norðurenda Oddafells.
Gott er að ganga á fjallið þótt bratt sé á köflum, en vissara er að fara varlega því laust getur verið í rásinni. Auðfarið er þó upp því myndast hefur greinilegur göngustígur eiginlega allt frá Oddafelli og upp á tind. Þegar gengið er upp er Hrafnafell á hægri hönd og gengur út úr Keili til norðurs. Handan þess eru keilisbörn (142 m.y.s.). Uppi á fjallinu gestabók í sérhönnuðum standi og á honum stendur að Alcan hafi gefið hann. Til stendur að setja upp útsýnisskífu á Keili (skrifað í júni 2008), auk örnefnaloftmyndar við norðanvert Oddafellið.
Gestabókastandur á KeiliMóbergsfjöll myndast við gos undir jökli, í sjó eða vatni. Meðan vatnsþrýstingur er nægur yfir eldstöðinni hleðst upp bólstraberg. Ljúki gosi á þessu stigi verður til bólstrabergshryggur, dæmi: Sigalda. Haldi gosið áfram, minnkar vatnsdýpið vegna upphleðslu gosefna undir yfirborði vatnsins/jökulsins og tekur þá fyrir bólstrabergsmyndun enda er vatnsþrýstingur þá ekki nægur til að halda vatnsgufu og gosgufum niðri. Gosvirkni breytist þá í þeytigos. Ofan á bólstrabergið leggst því gjóska sem er ýmist úr vikri, ösku eða brotabergi. Ef gosið hættir á þessu stigi verða til móbergshryggir, dæmi: Sveifluháls, eða keilulaga móbergsfjöll líkt og Keilir (ef um gos á kringlóttu gosopi eða stuttri sprungu er að ræða). Haldi gosið enn áfram, hlaðast gígrimar upp úr vatnsborðinu og vatn nær þá ekki lengur að komast í snertingu við bergkvikuna og snöggkæla hana og valda þeytigosi. Tekur þá að mestu fyrir myndun lausra gosefna og hraun fer að renna úr gígnum. Séu gígrimarnir umflotnir vatni, fyllir hraunið undir sig upp að vatnsborði með skálögðuð bólstra- og gjalllagi sem hraunhella leggst síðan ofan á. Fallegir bólstrar eru í hlíðum Keilis – ef vel er að gáð (enda engin ástæða til að flýta sér).

Útsýni til suðvesturs - Litli-Keilir t.h. - Litli-Hrútur, Kistufell og Stóri-Hrútur framundan fjær

Þegar litið er af Keili yfir “landakortið” neðanvert til vesturs og suðurs má m.a. sjá Þráinsskjöld með Litla-Keili, Fagradals-Hagafell og Fagradals-Vatnsfell, Litla-Hrút, Kistufell og Stóra-Hrút. En það er líkt með þessi fjöll, mishá og -stór, að fólki hefur ekki alltaf verið sammála um nöfnin, þ.e. hvers er hvurs. Ástæðan hefur jafnan verið af “landamerkjatoga” fremur en nákvæmum heimilda- og vettvangsrannsóknum. Litli-Keilir (300 m.y.s.) og Litli-Hrútur (310 m.y.s.) hafa af sumum verið nefndir Keilisbræður. Það er svo sem ekkert vitlausara en hvað annað. Verra er að þeim hefur þeim verið ruglað saman og þá nefndir Litli-Hrútur og Stóri-Hrútur, en sá síðastnefndi er mun sunnar. Litli-Hrútur (Litlihrútur) er fast norðan við Kistufell. Litli-Keilir (Litlikeilir) er milli hans og Keilis, en spölkorn vestar á Þráinsskjaldarbrúninni.
Gengið var niður að austanverðu, mun auðveldari niðurför en í “hálkustigunum” að norðanverðu.
Þegar komið var niður var hægt að velja um nokkrar leiðir; Þórustaðastíg inn á norðanverða Selsvelli, götuna yfir að Oddafelli eða til baka að Rauðhól. Auk þess stíg yfir úfið hraun austan við Driffell. Allt eru þetta áhugaverðar leiðir því hver og ein leiðir vegfarendur að ákveðnum, en ólíkum, dásemdum.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
http://www.landvernd.is/arfjalla2002/fjall_14.html

Litli-Keilir og Keilir