Færslur

Spákonuvatn

Í Andvara 1884 er hluti Ferðabókar Þorvaldar Thoroddsonar þar sem segir frá “Ferðum á Suðurlandi sumarið 1883”. En fyrst svolítið um höfundinn:

Þorvaldur Thoroddsen

Þorvaldur Thoroddsen; 1855-1921.

“Þorvaldur Thoroddsen er fyrsti Íslendingurinn sem lagði jarðfræði fyrir sig í námi og starfi. Hann varð heimsfrægur fyrir rannsóknir sínar á jarðrænni gerð Íslands og þeim ferlum sem þar eru virk. Hann er með mikilvirkustu rithöfundum Íslandssögunnar og í raun landkönnuður Íslands, enda skoðaði hann landið allt að kalla, vítt og breitt, og snúast flest hans skrif um það og náttúrur þess. Fáir munu fyrr en á geimtækniöld hafa ferðast svo vítt um landið og haft jafn víða yfirsýn um það og hann hafði. Fáir hafa líka ritað meira um það en hann. Hjátrúar- og hindurvitnalaus ferðaðist hann á hestum um landið hátt og lágt sumar eftir sumar þegar fólk trúði því býsna almennt að hálendi landsins byggðu fjandsamlegir útilegumenn og þegar mestu harðindaár Íslandssögunnar réðu færð og veðrum.

Þorvaldur fæddist í Flatey á Breiðafirði 1855 og lést í Kaupmannahöfn 1921. Foreldrar hans voru Jón Thoroddsen (1818-1868) skáld og sýslumaður og kona hans Kristín Ólína Þorvaldsdóttir (1833-1879). Á bak við þau bæði eru ættir athafna- og dugnaðarmanna sem hafa haft áhrif á Íslandssöguna. Þorvaldur lærði undirstöðufög í heimahúsum, en ellefu ára gamall fór hann frá foreldrum sínum til Jóns Árnasonar stiftsbókavarðar og konu hans í Reykjavík til þess að búa sig undir skóla. Þorvaldur kom í Lærða skólann 13 ára gamall árið 1868 og varð þaðan stúdent árið 1875. Hann útskrifaðist með 2. einkunn, næstlægstur sinna félaga, og þótti aldrei sérstakur námsmaður í þeim skóla. Fyrir því er þekkt ástæða sem ekki lýtur að skorti á námsgáfum.

Þorvaldur Thoroddsen

Þorvaldur Thoroddsen – Lýsing Íslands.

Þorvaldur varð kennari í nýstofnuðum Möðruvallaskóla árið 1880 og var þar til 1884. Hann var kennari við Lærða skólann frá 1885 til 1895. Árin 1884-1885 var hann á ferðalagi erlendis til náms og gagnasöfnunar og hann var aftur erlendis 1892-1893, þá orðinn vel þekktur fræðimaður. Árið 1895 flutti Þorvaldur alfarinn til Kaupmannahafnar og sat þar við fræðastörf og skriftir það sem eftir var ævinnar.
Þorvaldur notaði sumrin á milli kennslumissera til rannsókna og fór í kerfisbundna leiðangra um landið allt á árunum 1882-1898.
Þorvaldur ThoroddsenÚr þessum rannsóknum kom aragrúi ritgerða og bóka sem lýstu og útskýrðu landið og náttúrur þess. Segja má að landið hafi verið óþekkt jarðfræðilega þegar hann byrjaði, aðeins til fáeinar greinargerðir á víð og dreif eftir hina og þessa, mest útlendinga og mest ómenntaða menn á sviði jarðfræði. Þegar hann lauk sínum skrifum var til heildarmynd svo glögg og yfirgripsmikil að enginn jarðfræðingur sem unnið hefur á Íslandi hefur komist hjá því að fara í fótspor hans og byggja á þeirri frumþekkingu sem hann dró saman. Hann var ekki sérfræðingur með þröngt áhugasvið heldur víðsýnn fræðimaður og landkönnuður sem las alla þá náttúru sem fyrir augun bar og gerði grein fyrir henni.

Þorvaldur ThorodddsenRitstörf Þorvaldar voru með eindæmum mikil og margbreytileg, allt frá stuttum athugasemdum upp í fjögurra binda stórvirki. Landfræðisagan kom í fjórum bindum á árunum 1892-1904 og er nú nýlega endurútgefin (2003-2009), þýsk útgáfa af sama verki kom út í tveimur bindum 1897-1898, Landskjálftar á Íslandi í tveimur hlutum 1899 og 1905, endurbætt 2. útgáfa af Lýsingu Íslands kom út árið 1900, jarðfræðikort af Íslandi í kvarðanum 1:600.000 frá árinu 1901, Island, Grundriss der Geographie und Geologie ásamt nýrri útgáfu af jarðfræðikortinu í kvarðanum 1:750.000 kom út 1906, og stórlega endurbætt Lýsing Íslands í tveimur bindum árin 1908 og 1911 og tvö viðbótarbindi um landbúnað á Íslandi á árunum 1917-1922.

Þorvaldur Thoroddsen

Ferðabókin kom út í fjórum bindum árin 1913-1915 og aftur 1958-1960, Árferði á Íslandi 1915-16 og þriðja útgáfan af stuttu Íslandslýsingunni árið 1919 og fleira mætti telja. Á árunum 1909-1912 ritaði hann einnig hið mikla verk sitt um íslensk eldfjöll, Geschichte der Isländischen Vulkane, sem þó kom ekki út fyrr en að honum látnum. Auk þessara bókverka komu á þessum árum ótal greinar, stuttar og langar, í ýmsum blöðum og tímaritum, íslenskum og erlendum, alþýðlegum og hávísindalegum, um ýmis efni, langflest náttúrufræðileg.
Ísland er ólíkt öðrum löndum og því var Þorvaldur að fást við annað en fræðimenn á sama sviði erlendis. Fyrir vikið er afar margt í skrifum hans sem ekki finnst annars staðar á prenti á þessum tímum. Hann varð enda heimsfrægur fyrir störf sín og mun frægari erlendis en samtímamenn hans hér heima gerðu sér grein fyrir. Dagblöð allt frá New York til Moskvu sögðu frá ferðum hans og uppgötvunum. Honum hlotnuðust líka ótal viðurkenningar erlendis fyrir framlag sitt. Þar á meðal eru viðurkenningar frá virtustu vísindafélögum og akademíum beggja vegna Atlantshafs. Ein þessara viðurkenninga er Dalyorðan frá ameríska landfræðifélaginu sem jafnað hefur verið til Nóbelsverðlauna, sem ekki eru veitt fyrir jarðvísindi. Hér heima var honum lítill sómi sýndur.”

Í “Ferðum á Suðurlandi 1883” segir m.a. um Trölladyngjusvæðið:
Andvari“Úr Grindavík fórum við austur á við fram hjá Hrauni, upp háls hjá Festarfjalli og að Ísólfsskála. Móberg er hjer í fjöllunum, en þó víða dálítil dólerít-lög ofan á. Festarfjall gengur þverhnýpt fram í sjö; austan við það er Ísólfsskáli. mjög afskekktur bær, og taka við hraun rjett fyrir austin túnið. Þau hraun hafa runnið úr gígum vestan við Núpshlíðarháls. Frá Ísólfsskála riðum við upp á Selvelli við Núpshlíðarháls.

Á leiðinni er á einum stað á hálsi nokkru fyrir austan Ísólfsskála svo kallaður Drykkjarsteinn. Það er stór móbergsteinn með djúpum holum í; sezt þar stundum vatn í holurnar, og er það kærkomið ferðamönnum í sumarhita. Við riðum yfir sljettuna vestan við Núpshlíðarháls; er hún öll þakin hrauni: hraun þetta hefir komið úr mörgum gígum, sem eru ofarlega og neðarlega við hálsinn; fellur það niður að sjó milli Núpshlíðarháls og Mælifells vestra, og eru þar í því tveir breiðir hraunfossar, áður en það kemur niður á ströndina; breiðist það síðan út vestur að Ísólfsskála og austur undir Selatanga; en þar hefir Ögmundarhraun runnið yfir það.

Frykkjarsteinn

Drykkjarsteinn.

Fram með vesturhlíðum Núpshlíðarháls er víðast mjög grösugt og fallegt land milli hrauns og fjalls. Komum við fyrst að Hraunsseli; það er nú í rústum, en ágætt gras er í kring og dálítil vatnsdeiglu í klettunum fyrir ofan. Rjett fyrir norðan þetta sel hafa nokkrir hraunlækir streymt út úr hlíðinni niður í aðalhraunið, en eigi eru þar verulegir gígir; hraunið hefir beinlínis gubbast út um sprungu í fjallinu. Alla leið norður á Selvelli eru stórir gígir í röð í hrauninu fyrir neðan hálsinn.

Selsvellir

Selsvellir – seljatóftir.

Selvellir eru stórar grassljettur norður með hálsinum norðanverðum, allt norður fyrir Trölladyngju; er þar ágætt haglendi og vatn nóg: lækur, sem fellur úr hálsinum niður undir hraunin. Þar hefir áður verið sel frá Stað í Grindavík, en er nú af tekið; nú hafa menn þar nokkurs konar afrjett, og reka þangað fje og hesta, enda er þar fríðara land og byggilegra, en víða þar, sem mikil byggð er; væri þar nóg land fyrir 2-3 bæi, því bæði eru slægjur nógar á völlunum og ágæt beit í hálsinum.
Við settumst að hjá læknum á Selvöllum, bjuggum þar sem bezt um tjald vort og dvöldum þar nokkra daga, til þess að skoða hraunin og fjöllin í kring.

Oddafell

Oddafell – Keilir fjær. Þorvaldur nefnir Oddafellið “Fjallið eina”.

Fyrir vestan Selvelli eru tvö fjöll eða hálsar; heitir annar Driffell, en nokkru neðar er »Fjallið eina«.

Mitt á milli Driffells og Trölladyngju, sem er á norðurendanum á Núpshlíðarhálsi, er »Hverinn eini«, mitt út í stóru hrauni norður af gömlum gíg, og suður af “Fjallinu eina”. Í hrauninu er kringlótt skál, 14 fet að þvermáli; í henni er hverinn; það er sjóðandi leirhver. Í botninum liggja hraunbjörg; milli þeirra koma upp gufumekkir, og í kring um þau er bláleitur leirgrautur; sýður og orgar í jörðinni, þegar gufurnar þjóta upp um leðjuna. Hraunsteinarnir eru dálítið sundurjetnir af hinum súru hveragufum og hjer og hvar sjást dálitlir brennisteinsblettir. Hjer um bil 3—4 faðma fyrir norðan »Hverinn eina« er gömul hverahrúðursbreiða; þar er nú enginn hiti; en áður hafa heitar vatnsgufur komið upp um 4 eða 5 op; hverahrúðrið er smágjört, í flögum, og dálítið af sundursoðnum leir og brennisteini innan um hrúðrið; breiðan er 130 fet frá norðri til suðurs, og 150 fet frá austri til vesturs. Úr »Hvernum eina« leggur stækustu brennisteinsfýlu, svo mjer ætlaði að verða óglatt, er jeg stóð á barmi hans. í góðu veðri sjest gufustrókurinn úr þessum hver langt í burtu.

Keilir

Keilir.

Frá Selvöllum fórum við upp á Keilir (1239′); fórum fram hjá Driffelli yfir mikil og úfin hraun, og var þar víða illt að fara. Tilsýndar gætu menn ímyndað sjer eptir löguninni á Keilir, að hann væri gamalt eldfjall, en svo er eigi; hann hefir aldrei gosið; hann er móbergsstrýta með dólerít-klöppum efst uppi. Keilir er strýtumyndaður og mjög brattur ; norður úr honum gengur þó öxl eða rani, svo þar er bezt að komast upp. Litlir mórauðir móbergstindar standa fyrir norðan rætur hans, og eru kallaðir Keilisbörn. Við göngum upp öxlina. Hún er miklu dökkleitari en bergið í kring, af því að hún er mestmegnis úr kolsvörtum hraunmolum þegar ofar dregur verður miklu brattara; þar er lausaskriða ofan á, en sumstaðar sljettar móbergsklappir; þó má nokkurn veginn festa fót á þeim, því smáir hraunmolar standa út úr móberginu eins og oddar og gera það hrufótt. Gekk nokkuð örðugt að sneiða sig upp skriðurnar og móbergsklappirnar, en þegar kom upp á dólerít-klappirnar var það allt ljettara.

Trölladyngja

Gömul FERLIRsmynd tekin við Trölladyngju. Keilir fjær.

Efst er Keilir lítill um sig, og er þar lítill flatur kringlóttur melur, og varða á melnum, sem líklega hefir verið byggð þegar strandmælingarnar voru gjörðar. Móbergið í Keilir er mjög einkennilegt og óvanalega ljett; kemur það af því, að í því eru víða vikurmolar í stað basaltkenndra hraunmola, sem optast eru í móbergi. Keilir stendur einstakur upp úr afarmikilli hraunbungu, sem hefst uppi við Fagradalsfjall, en hallast jafnt og þjett niður að sjó; úr Njarðvík og af Suðurnesjum sjest þessi hraunbunga glöggt, því þaðan tekur rönd hennar sig upp yfir lægri hraunin, sem utar eru á nesinu. Af Keilir gjörði jeg ýmsar mælingar. Þaðan er bezta útsjón yfir Eeykjanesskagann, Innnes og Faxaflóa; sjest þaðan allt frá Eldey og austur í Kálfstinda. þaðan sjest vel, að Strandahraunin gömlu koma úr krikunum uppi við Fagradalsfjöll, en eigi varð jeg þar var við gígi. Sumir kalla hraunin vestur af Keilir Þráinskjölds- eða Þráinskallahraun. Nýleg hraun hafa á einum stað fallið frá Fagradalsfjöllum vestan við gömlu hraunin, er Keilir stendur á; ná þau að vestan hjer um bil saman við Eldvarpahraun, en hafa fallið niður fyrir Vogastapavatn að austan. Dálítill hver sjest í hrauninu fyrir ofan Vogastapavatn; gufustrókur stóð þar beint upp í loptið. Ágætlega sást yfir hraunin hjá Selvöllum, Trölladyngjuhraunin og hraunin frá Undirhlíðum og Máfahlíðum. Afstapahraun hefir runnið alveg niður í sjó hjá Kúagerði og armur úr því nær töluvert til vesturs; mestur hluti þessa hrauns hefir komið frá Trölladyngju, en þó virðist töluvert hafa komið úr gígunum við Máfahlíðar. Upp úr Afstapahrauni ofauverðu stendur einstakt móbergsfell, sem heitir Snókafell. Strandahraun eru þau hraun, sem liggja fyrir vestan Afstapahraun, en hinn eiginlegi Almenningur er á milli Afstapahrauns og Kapelluhrauns.

Driffell

Driffell. Trölladyngja fjær.

Almenningshraun eru afargömul og líklega komin undan Máfahlíðum, Undirhlíðum og ef til vill nokkuð úr Trölladyngju. Milli Keilis og Trölladyngju eru tvö fell, sem áður var getið um, Driffell sunnar og vestar, en “Fjallið eina« norðar. “Fjallið eina” er mjög langur, en lágur háls, rjett við Dyngju, og graslendi á milli og dálítil gömul hraun. Úr ýmsum gígum við Selvelli hefir hraun runnið norður á við milli »Fjallsins eina« og Driffells, og milli Driffells og Keilis eru þau bæði nýleg og úfin; koma þau svo saman við Afstapahraun og önnur eldri Dyngjuhraun; verður þar allt í graut, svo eigi er hægt að greina sundur, því allt er umturnað og öfugt, þar sem öll þessi hraun koma saman. Við norðurendann á Driffelli hefir hraunröndin sprungið frá, er það rann, og standa þar sljéttar hraunhellur 2—3 mannhæðir á hæð, reistar á rönd, þráðbeint upp í loptið. Sum hraunin úr gígunum við Selvelli hafa runnið suður á við niður að Selatöngum, eins og fyrr er getið.

Selsvellir

Moshóll á Selsvöllum. Driffell og Keilir fjær.

Daginn eptir að við gengum upp á Keilir var veðrið svo illt á Selvöllum, að eigi var hundi út sigandi, óg næstu nótt á eptir var svo mikið hvassviðri og húðarigning, að tjaldið ætlaði um koll, og oss kom ekki dúr á auga. Þar við bættist, að vætan varð svo mikil alstaðar, að hvergi var hægt að fá þurran blett til að liggja á, því jörðin saug í sig vatnið eins og svampur, og urðum við allir gagndrepa, þrátt fyrir regnföt og annan umbúnað. Þegar veður er svo, er eigi hægt að rannsaka eða mæla, og sáum við oss því ekki annað fært, en að ílýja til byggða. Húðarigning var, þegar við fórum af stað, og svartaþoka í hálsinum; klöngruðumst við þó upp hálsinn, þó illt væri að koma hestunum, og komumst eptir nokkra hrakninga á stíg niður að Vigdísarvöllum; fórum við síðan yfir Sveifluháls Hettuveg að Krýsuvík. Vegur þessi er mjög brattur og liggur hátt. Þar eru enn þá efst í hálsinum ýmsar hveraleifar, sundursoðinn jarðvegur og brennisteinsblandinn á stöku stað. Dvöldum við síðan nokkra daga í Krýsuvík hjá Árna sýslumanni í góðu yfirlæti.

Hettustígur

Hettuvegur.

Áður en jeg fór af Selvöllum hafði jeg skoðað nokkuð af Trölladyngju, og nú fór jeg nokkrar ferðir þangað frá Krýsuvík, þegar veðrið var orðið bærilegt, og mældi þar og skoðaði eins nákvæmlega og jeg gat; fjallið er þess vort, því það er eitt með meiri eldfjöllum á Íslandi.

Núpshlíðarháls, sem opt hefir verið nefndur, er hjer um bil 2 mílur á lengd, og gengur frá suðvestri til norðausturs nærri niður að sjó upp af Selatöngum, og nær norður undir Undirhlíðar, hjer um bil jafnlangt og Sveifluháls. Háls þessi er allur úr móbergi, allhár, víðast 12—1300 fet og sumstaðar hærri; ofan á honum eru víðast 2 jafnhliða hryggir, með mörgum kömbum og nybbum, tindum og skörðum. Við háls þennan hafa orðið mikil eldsumbrot, og eru langar gígaraðir beggja megin. Nyrzti endinn á Núphlíðarhálsi klýfst í sundur í tvær álmur og er Trölladyngja á vestari álmunni.

Trölladyngja

Mávahlíðar fyrir miðju – Trölladyngja og Grænadyngja fjær. Mávahlíðahnúkur t.v.

Framhald af eystri álmunni eru Máfahlíðar, og eru þær nokkurs konar hjalli niður af Undirhlíðum, sem ganga norður og austur frá endanum á Sveifluhálsi; þó eru á Máfahlíðum dálitlir hvassir móbergstindar. Dalurinn milli Núphlíðarháls og Sveifluháls er fullur af hraunum, og hafa þau öll komið upp að vestanverðu úr gígum, sem annaðhvort eru utan í hálsinum eða rjett fyrir neðan hann; úr Sveifluhálsi hafa hvergi hraun runnið, og par eru engir gígir nema nokkrir mjög gamlir allra syðst í honum. Undan Máfahlíðum hafa mikil hraun runnið, og eru flest nýleg og mjög ill yfirferðar eða því nær ófær gangandi mönnum. Rjett fyrir neðan efsta toppinn á Máfahlíðum er stór gígur, allur sundurtættur af eldsumbrotum, og hlaðinn upp úr stórum hraunstykkjum; hallinn á þessum gíg er um 30°, en hæðin að eins 73 fet; hraunin frá Máfahlíðum hafa runnið vestur á við í mörgum breiðum kvíslum niður í Dyngjuhraunin og saman við efsta hlutann af Afstapahrauni ; í hraunum þessum eru víða stórar sprungur og djúpar; var ís í botninum á sumum. Dalurinn milli Núphlíðarháls og Sveiflubáls er mjög mjór rjett fyrir ofan Vigdísarvelli, því að þar slaga álmur úr Núphlíðarhálsi og smáfell út í dalinn; fyrir neðan þessi fell eru ýmsir gamlir smá-gígir og stdrar raðir af nýrri gígum, sem Ögmundarhraun hefir runnið úr, og skal þess síðar getið.

Eldborg

Eldborg norðan Trölladyngja. Lambafell fjær.

Trölladyngja er stór hnúður á endanum á Núphlíðarhálsi, eins og fyrr var sagt; er lægð mcð mörgum dalverpum í hálsinn fyrir sunnan Dyngjuna og má ríða þar yfir frá Djúpavatni, sem er austan við hálsinn, og yfir á vellina fyrir austan Fjallið eina. í lægðinni eru 4—500 feta djúp gil, sem eru kölluð Sog; skiptast þau í tvö aðaldrög að ofan og mörg smærri efst, en sameinast niður að sljettunni gagnvart Fjallinu eina; í giljum þessum er lílið vatn, en þau hafa samt grafið sig svo djúpt niður í móbergið; hefir þar áður verið fjarskalegur jarðhiti, því allt er þar sundursoðið af hveragufum, og er móbergið í hlíðum þeirra orðið að eintómum leir, sem víðast er rauður, en sumstaðar eru aðrir litir, hvítir, gulir og bláir. Enginn er þar jarðhiti nú svo nefna megi; jeg sá að eins á einum stað neðst í grófinni 3 litla reyki koma út úr berginu. Sunnan við Sogin uppi á fjallinu rjett fyrir ofan þau er leirhver utan í barði; þar bullar rauðleit leðja upp úr mörgum smáholum; hiti er þar 78° C. Í “Fjallinu eina” beint á móti Sogum hefir og verið jarðhiti, því þar sjest upplitað og sundur soðið móberg, og gufar upp úr hrauninu fyrir neðan. Uppi á fjallinu suður af leirhverunum, er jeg síðast nefndi, er vatn í dálítilli hvylft og er kallað Grænavatn. Hin eiginlega Dyngja er fyrir norðan Sogin; eru á henni tveir hnúkar úr móbergi, hinn eystri breiður um sig og kollóttur, en hinn vestari hvass og miklu brattari; djúp rauf er á milli hnúkanna norður úr. Norður af eystri hnúknum gengur langur rani, og úr honum hafa mestu gosin orðið; utan í röndinni á rananum vestanverðum er röð af fjarskalegum gígum. Hefir raninn klofnað að endilöngu og gígirnir myndazt í sprungunni; sjest sprungan sumstaðar í móbeiginu og hallast hraunhrúgur gíganna upp að eystri vegg hennar. Tveir syðstu gígirnir eru langstærstir: hinn syðsti 236 fet á hæð yfir hraunið fyrir vestan, og hallast 34°, en úr því taka við margsamtvinnaðir gígir norður úr, milli 20 og 30 að tölu.

Sogagígur

Sogagígur.

Vestur af gígaröðinni er snarbratt, og hefir hraunið fallið niður í samanhangandi fossi, fyrst úr sprungunni og síðan úr gígunum, er þeir voru myndaðir. Hraunið hefir verið svo seigt og runnið svo hægt úr sumum af minni gígunum, að þeir eru eins og gleraðir pottar með sívölum sljettum röndum; sumstaðar eru eins og stampar af steyptu járni. Fyrir neðan gígaröðina að vestan er lóng sprunga og hefir líka runnið úr henni seigfljótandi hraunleðja, svo barmar hennar eru allir gleraðir af þunnum og þjettum hraunskánum. Uppi í raufinni milli eystri og vestari hnúksins eru og gígir.

Úr öllum þessum gígum hefir komið afarmikið hraunflóð, og eru það upptök Afstapahraunsins, sem hraunin frá Máfahlíðum hafa síðan runnið saman við. Hraunið allt vestan við Dyngjuranann hefir sokkið við gosið líkloga 100—200 fet. Beint norður af vestari Dyngjuhnúknum er stór mjög gamall rauður gígur, rúm 70 fet á hæð (halli 25°). Sunnan við þennan gíg, milli hans og vestari hnúksins, er töluverður hiti í hrauninu; koma vatnsgufur þar upp um ótal göt; er hitinn þar víðast 40—60° C, en í einu opi voru 78°. Fyrir vestan vestari hnúkinn eru sljettir vellir yfir að Fjallinu eina, og eru þeir áframhald af Selvöllum; þeim megin eru nokkrir smágígir gamlir utan í bnúknum, sem hraun hefir runnið úr, og sumstaðar hefir það spýtzt úr sprungunum án þess gígir mynduðust. Móbergið í endanum á vesturhnúknum hefir á einum stað sprungið í sundur, og stendur sú sprunga lóðrjett á eldsprungunni í eystri rananum, en ekkert hraun hefir þar upp komið.

Sogin

Sogin. Keilir fjær.

Elztu gosin, sem orðið hafa úr Trölladyngju, hafa komið sunnar, rjett við Sogin, enda er þar utan í hlíðunum sá urmull af gömlum stórum gígum, að varla verður tölu á komið. Hafa eldsprungurnar myndazt hver við hliðina á annari, og verið svo þjett, að gígirnir virðast standa í hrúgum; en þó má sjá hina vanalegu stefnu frá norðaustri til suðvesturs, þegar vel er að gáð. Fyrir norðan vesturendann á Sogunum niður undir jafnsljettu er ein gígahrúgan; þar eru að minnsta kosti 30 gígir, en allir svo gamlir, grónir mosa og fallnir saman, að illt er að greina hina smærri. Einn hinn stærsti er neðst við Sogalækinn; hann er opinn til suðurs og eins og skeifa í lögun og í botni hans stór grasi vaxinn völlur. Fyrir sunnan lækinn, ofan frá Grænavatni niður á jafnsljettu og suður með fjalli, suður að hrygg, sem gengur út úr Núphlíðarhálsi vestur undinn Hverinn eina, er mesta mergð af gígum (að minnsta kosti 80—100 að tölu). Þeir eru í mörgum röðum utan í hlíðinni og sumir geysistórir. Nyrzt og hæst upp í hlíðinni, við neðri rönd Grænavatns, er einn af stærstu gígunum; hann er að eins hjer um bil 40 fet hærra upp að ofan en yfirborð vatnsins, en hjer um hil 300 fet er hann á hæð að neðanverðu niður að jafnsljettu; hryggur skiptir gíg þessum í tvennt; hann er 140 fet á dýpt og 1700 fet að ummáli. Fyrir neðan hann, rjett niður á jafnsljettu, er kringlóttur “sandgígur, fiatvaxinn (halli 2—3°), og lágur, en mjög stór ummáls (2400 fet). í kring um þessa stóru gígi og suður af þeim er mesti sægur af smærri gígum; þó þeir sjeu eigi mjög stórir í samanburði við þessa, þá eru þeir þó allmerkilegir að mörgu leyti, sumir snarbrattir að innan, aðrir eins og skálar og bollar. Syðsti gígurinn rjett við Selvelli er langstærstur; stendur önnur hlið hans utan í hlíðinni, en hin niðri á völlum; hann er aflangur og opinn í báða enda og yfir 3000 fet að ummáli; innan í honum hafa margir smærri gígir myndazt. Norður af þessum stóra gíg sitja margir smáir utan í hlíðinni, eins og vasar.

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall. Nauthólar nær.

Þess er nokkrum sinnum getið í annálum, að Trölladyngjur hafi gosið ; en optast er gosið að eins nefnt, án þess frekari frásögn sje um það, og verður þá eigi sjeð, hvort átt er við þessar Trölladyngjur eða eldfjall með sama nafni í Ódáðahrauni: en hvergi er beinlínis sagt, að Trölladyngjur í Ódáðahrauni hafi gosið; verður eigi skorið úr þessu fyrr en þetta eldfjall er skoðað, en það hefir enginn enn þá gjört, enda er enginn hægðarleikur að komast þangað. Getið er um fimm gos í Trölladyngjum, fyrst 1151. fá segir svo: “Var eldur í Trölladyngjum, húsrið og manndauði”.

Ár 1188 »eldsuppkoma í Trölladyngjum« (Ísl. ann. bls. 76).

Selvogsgata

Selvogsgata. Bláfeldur fjær. Honum hefur oftlega verið kenndur við “Trölladyngju” í fornum sögnum.

Ár 1340 segir Gísli biskup Oddsson, að eldur hafi verið í Trölladyngjum, og að hraun hafi hlaupið þaðan og niður í Selvog. Að hraun hafi runnið úr Trölladyngju niður í Selvog, er ómögulegt, því tveir háir fjallgarðar eru á milli; hefir þetta verið sagt af ókunnugleika þeirra, er skrifsettu þetta; hraun þetta kom úr eldgígum í Brennisteinsfjöllum, sem fyrr er getið. Í Flateyjarannál er getið um eldgos úr Trölladyngjum 1360, »ok eyddust margir bæir í Mýrdal af öskufalli, en vikurinn rak allt vestur á Mýrar, en sá eldinn af Snjófellsnesi«. Mikil líkindi eru til, að hjer sje átt við Trölladyngju á Reykjanesi. Veturinn 1389—90 var víða eldur uppi á Íslandi; þá brann Hekla. Síðujökult og Trölladyngja; segir Espólín (Árbækur I, bls. 110) að Trölladyngja hafi hrunnið allt suður í sjó og að Selvogi. Hjer or sama villan og við gosið 1340, nefnilega, að brunnið hafi að Selvogi. Vera má að þá hafi brunnið gígirnir, sem ná frá Trölladyngju og allt suður undir sjó vestan við Núphlíðarháls, og hraunið myndazt, er fallið hefir þar niður austan við ísólfsskála. Eitthvað er blandað málum með þessi Trölladyngjugos flest, og hefir það komið af ókunnugleika annálaritaranna; fjöllin hjer syðra eru öll svo eldbrunnin, og hjer eru svo margir gígir, að menn hafa eigi getað greint sundur hina einstöku gosstaði, og hafa öræfin og hraunin þó líklega verið byggðamönnum í kring lítt kunn, og svo er enn. Á hraununum við Trölladyngju er auðsjeð, að sjálf Dyngjan hefir eigi gosið opt síðan land byggðist; hið eina hraun, sem nokkuð kveður að, og auðsjeð er að paðan hefir komið síðan á landnámstíð, er Afstapahraun; aptur hafa þaðan komið mörg og mikil gos áður. Í fjöllunum í kring, hæði í Máfahlíð og Núphlíðarhálsi, hefir og eflaust gosið síðan land byggðist.”

Heimild:
-Andvari, 1. tbl. 01.01.1884, Ferðir á Suðurlandi sumarið 1883, Þorvaldur Thoroddsen, bls. 47-57.
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=58559

Trölladyngja

Trölladyngja. Vættur fjallanna nær.

Keilir

Sesselja Guðmundsdóttir skrifar um Keili og nágrenni í bók hennar um “Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi (ofan Gamla-Keflavíkurvegarins)”.
Rétt er að rifja upp að gefnum ástæðum, nú þegar það allt virðist vera að fara á hvolf, a.m.k. skv. umfjöllun fjölmiðla að undanförnu, þrátt fyrir aðrar slíkar þar í gegnum aldirnar. Starfsfólk Veðurstofunnar virðist hafa fengið ný tæki, sem það hefur límt augu sín við – teljandi skjálfta út og suður, án þess að við hin séum nokkurs nærri hvers er að vænta…
Svæðið, sem um er fjallað, geymir ekki einungis dýrmætar jarðminjar frá fyrri jarðsögutímabilum, heldur og miklar menningarminjar, sem flestum “talningarvísindamönnunum” hversdagsins virðast vera með öllu ómeðvitaðar…

Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysuströnd

“Frá Vestra-Lambafelli höldum við yfir svolítið hraunhaft og komum að Eldborg eða Katli en síðara nafnið er að finna í heimild frá Hvassahrauni. Eldborgin var fallega lagaður gígur um 20 m hár með djúpa og gróna gígskál. Borgin var á náttúruminjaskrá en er þar ekki lengur. Mikið efni hefur verið tekið úr gígnum allt frá því vegur var lagður þarna upp eftir og fram til dagsins í dag. Framkvæmdir við tilraunaborholur á svæðinu hafa tekið sinn toll úr Eldborg og er borgin nú sorglegt merki um aðför að náttúrugersemum. Jarðhiti er í og við borgina. Jón Jónsson jarðfræðingur segir í einni ritsmíð sinni: „Gosið í Eldborg er án efa með þeim síðustu á þessu svœði og sennilega hið síðasta. Það er yngra en Afstapahraun …” (Jarðfrœðikort af Reykjanesskaga, bls. 170). Hraunið er frá sögulegum tíma eins og fyrr segir.
Eldborgarhraun sem þekur tæplega fimm ferkílómetra rann upp að Lambafellum og síðan áfram norður og niður úr. Hraunið liggur m.a. að Mosum, Snókafelli og Sóleyjakrika (sjá síðar). Sumir kalla fyrrnefnt hraun Lambafellshraun en líklega er réttara að kenna það við Eldborgina sem það kom úr.
Trölladyngja (375 m) heitir vestari hnúkurinn og Grænadyngja (402 m) heitir sá eystri. Í fjallinu hefur fundist silfurberg.

Sesselja Guðmundsdóttir

Sesselja Guðmundsdóttir.

Milli Dyngna er skarð sem skipt er þversum aflágum hálsi og heitir hann líklega Söðull. Örnefnið Folaldadalir eða Folaldadalur hefur heyrst og þá notað um skarðið sjálft en þetta örnefni er einnig á Austurhálsinum. Þarna gæti verið um staðarugling að ræða eða þá hitt að sama örnefnið sé til á báðum hálsunum. Góð uppganga er um grasi grónar brekkur á báða hnúkana úr skarðinu.

Trölladyngja

Trölladyngja.

Þegar upp er komið sjáum við vítt yfir, sérstaklega þó af Grænudyngju sem ber nafnið með sóma enda hnúkurinn grasi gróinn til efstu hjalla.

Út úr Grænudyngju til norðausturs gengur Dyngjuháls eða Dyngjurani og utan í honum er fjöldi gíga sem sent hafa hraunstrauma langt niður í Almenning.
Jónsbrennur heitir hitasvæðið suður og vestur af Eldborg og þar sjáum við töluverða gufu á nokkru svæði. Ekki er vitað frá hvaða manni nafnið er komið. Menjar um gamla tilraunaborholu frá Orkustofnun má sjá ofan Jónsbrenna, fast við norðurrætur Trölladyngju.

Grænadyngja

Grænadyngja. Trölladyngja t.v. Sogin framar.

Næst förum við yfir Höskuldarvelli en það eru stórir vellir fast við vesturrætur Trölladyngju. Vellirnir eru rúmlega kílómetri að lengd en tæpur á breidd. Þeir urðu til við leirframburð Sogalækjar sem kemur úr hitasvæðinu Sogum (sjá síðar) og rennur norður um vellina. Ekki er vitað við hvaða mann vellirnir eru kenndir en líklega er þetta ævagamalt örnefni.
Sóleyjakriki heitir nyrsti endi vallanna þar sem graslendið teygir sig inn á milli hraunveggjanna langleiðina norður að Snókafelli (147 m). Fellið er landamerkjapunktur Vatnsleysu og Hvassahrauns. Samkvæmt orðabók merkir snókur fjallstindur eða klettastrýta og einnig rani eða tota. Fellið er umkringt hrauni á alla vegu en auðveldast er að komast að því um fjárgötu frá botni Sóleyjakrika. Eldborgarhraun liggur að krikanum að austanverðu en Afstapahraun að honum vestanverðum. Fast vestan við krikann liggur Höskuldarvallavegur sem fyrr er nefndur. Sogalækur hverfur niður í hraunið í Sóleyjakrika og þornar reyndar oftast upp á sumrin á miðjum Höskuldarvöllum.

Sóleyjarkriki

Sóleyjarkriki. Höskuldarvellir nær.

Á seinni hluta 18. aldar var rúmlega 20 hreindýrum sleppt lausum á Reykjanesfjallgarðinn og eftir miðja 19. öldina hafa þau líklega skipt hundruðum og dreifðust um fjöllin allt austur í Olfus. Vesturslóðir hreindýranna voru við og ofan Keilis og á árunum milli 1860-70 sáust, líklega á Höskuldarvöllum, um 35 dýr. Um aldamótin, eða þegar loks voru sett á lög um algjöra friðun, voru hreindýrin hér í fjöllunum útdauð og þá líklega vegna ofveiði enda veidd án takmarkana eða eftirlits í 33 ár.
Við vesturjaðar Höskuldarvalla er Oddafell sem Þorvaldur Thoroddsen kallar Fjallið eina og er það eina heimildin um þetta nafn á fellinu. Líklega er um nafnarugling að ræða hjá Þorvaldi því Fjallið eina er til á þessum slóðum eða nokkrum kílómetrum norðaustan við Dyngjur. Oddafell er lágt (210 m) en um þriggja kílómetra langt og í austurhlíðum þess, nokkuð sunnarlega, er jarðhiti.

Höskuldarvellir

Höskuldarvellir.

Næst skoðum við tóftirnar af Oddafellsseli sem var frá Minni-Vatnsleysu en það liggur í vesturrótum fellsins skammt fyrir sunnan Höskuldarvallastíg (sjá síðar) þar sem hann beygir út í apalhraunið til vesturs. Þar sjást tvær-þrjár tóftir og einnig kvíahleðslur í hraunjaðrinum rétt sunnan við selið.
Keilir (378 m) er einkennisfjall Reykjanesskagans og fyrrum víðfrægt mið af sjó. Eftirfarandi vísa um Keili er eftir Jón Helgason frá Litlabæ í Vatnsleysustrandarhreppi.

Keilir fríður kennast skal,
knappt þó skrýði runnur,
fagran prýðir fjallasal
fyrr og síðar kunnur.
Þekkti ég siðinn þann afsjón
þekkan liði drengja
Keilir við um flyðrufrón
fiskimiðin tengja.
Sæfarendur reyna rétt
rata’ að lending heilir;
til að benda’ á takmark sett
tryggur stendur Keilir.

Keilir

Keilir. Rauðhólar nær.

Í lýsingu Kálfatjarnarsóknar frá árinu 1840 eftir séra Pétur Jónsson segir að sjófarendur kalli Keili Sykurtopp. Þetta er líklega samlíking við keilulöguð sykurstykki sem menn kölluðu sykurtoppa og voru á markaðnum áður en strásykur kom til sögunnar. Til gamans má geta þess að fjallið sem krýnir innsiglinguna í Rio de Janeiro í Brasilíu heitir Sykurtoppur en það fjall líkist ekki beint „Sykurtoppnum“ okkar. Einnig er til jökulfjall nálægt Syðri-Straumfirði á Grænlandi sem heitir Sykurtoppur.
Keilir varð til við gos undir jökli og strýtumynduð lögunin kemur til af gígtappa í honum miðjum sem ver hann veðrun. Fjallið er tiltölulega auðvelt uppgöngu og við pjökkum upp öxlina að austanverðu þar sem þúsundir fóta hafa markað leiðina. Nokkuð ofarlega í Keili er smá torfæra með klungri en stutt þaðan á toppinn. Á hverju ári koma nokkur hundruð manns á Keilistopp og pára nöfn sín í gestabók sem þar er. Það er víðsýnt af Keili og útsýn tilkomumikil til allra átta. Keilir, Höskuldarvellirnir og næsta nágrenni þessara örnefna eru á náttúruminjaskrá.

Oddafellsel

Oddafellssel.

Norðvestan undir Keili eru þrír móbergsstabbar og heitir sá nyrsti Hrafnafell (142 m) og er fellið nefnt í gömlum landamerkjalýsingum. Fellið dregur nafn af hrafnslaupi sem þar var og enn sjást merki um. Stabbarnir hafa verið kallaðir Keilisbörn og virðist það örnefni vera að festast í sessi. Það nafn var ekki notað af heimamönnum fyrrum.
Þorvaldur Thoroddsen notar örnefnið Keilisbörn yfir sömu hnúka í lýsingu sinni og það er einnig á landakorti frá árinu 1910. Á korti Fandmælinga Islands frá árinu 1989 heitir öxl Keilis Hrafnafell sem er jafnrangt. Skilyrðislaust ættu þau örnefni sem eigendur landsins notuðu og fmnast í gömlum landamerkjalýsingum alltaf að vera gildust á kort.

Keilir

Keilir og Keilisbörn, sem sumir nefna Hrafnabjörg.

Í sandhólunum vestur af Keili eru þrjú tófugreni sem kölluð eru Keilisgrenin.
Við austanvert Hrafnafell komu saman a.m.k. tveir stígar frá byggð. Þórustaðastígur er annar þeirra og liggur sá frá Kálfatjarnarhverfi upp heiðina yfir Vesturháls og allt til Vigdísarvalla. Hinn lá upp frá Kúagerði vestan við Afstapahraunið og upp undir Keili, við hann sjást vörðubrot á stöku stað. Rauðhólsselsstígur lá frá Vatnsleysubæjum og í fyrstu útgáfu þessarar bókar er það nafin sett á götuna upp með Afstapahraunsjaðrinum frá Kúagerði en það er líklega rangt. Trúlega hefur selstígurinn legið beint frá bæ upp í selið eins og aðrar slíkir í hreppnum, ekki er vel ljóst hvar hann lá en þó hafa fundist ummerki um hann, t.d. fyrir neðan Kolhóla. Fólk frá Minni-Vatnsleysu sem nýtti selstöðu við Oddafell hefur líklega einnig notað Rauðhólsselstíginn upp undir það sel en haldið síðan áfram um nú nafnlausa götu upp heiðina og yfir í Oddafellssel. Leiðin upp frá Kúagerði virðist koma inn á Þórustaðastíginn á milli Grindavíkurgjár og Stóra-Kolhóls (Kolhóls) en þar hafa nýlega fundist einhver gatnamót. Á korti frá 1936 sést Þórustaðastígur og gatan frá Kúagerði koma saman nokkru norðan Keilis sem stenst miðað við gatnamótin fyrrnefndu. Það er augljóst að töluverð umferð manna hefur verið fyrrum á þessum slóðum, vermenn, fólk á leið til og frá verslunarstöðum, t.d. Straumsvík og Vatnsleysu, fólk að sækja eldivið, fara til og frá seljum o.fl. Af heiðinni yfir hraunið að Oddafelli heitir svo Höskuldarvallastígur eða Oddafellsstígur og var sá notaður fyrrum af selfólki úr Sogaseli (sjá hér á eftir) og Oddafellsseli.
Nú á tímum er hluti hins upprunalega Höskuldarvallastígs genginn af fólki sem fer á Keili. Til þess að finna upphaf núverandi slóða við Oddafell göngum við spölkorn suður með vesturhlíð fellsins þangað til við komum á stíginn sem er mjög greinilegur þar sem hann liggur yfir 7-800 m breitt Höskuldarvallahraun en það liggur milli Oddafells og heiðarinnar austan Keilis.

Björn Gunnlaugsson

Uppdráttur Björns Gunnlaugssonar.

Á seinni tímum hefur gatan færst sunnar í heiðina og liggur nú að uppgöngunni á fjallið. Gamla selgatan er ekki sjáanleg lengur þarna á háheiðinni en þegar komið er spöl inn í hraunið greinist hún fljótlega út úr núverandi Höskuldarvallastíg og stefnir á selstæðið undir Oddafelli. Á uppdrættinum frá árinu 1831 eftir Björn Gunnlaugsson er merkt gata frá Breiðagerði og upp heiðina. Sú gata er sett inn á kortið sunnan Keilis að Driffelli og svo áfram sömu leið og Þórustaðastígur. Í fyrstu taldi ég að Björn hefði merkt Þórustaðastíginn rangt inn á kortið (þ.e. sett hann sunnan við Keili) en nú hefur komið í ljós nokkuð glögg vörðuröð, en óljós gata, þarna niður heiðina sunnan og vestan Keilis í átt að Knarrarnesseli. Leiðin er sérkennilega vörðuð með „lykilvörðum“ á áberandi stöðum með löngu millibili en á milli þeirra litlar „þrísteinavörður“. Sumstaðar þar sem „lykilvörðurnar“ eru sjást eins konar hlið á götunni, þ.e. lítil varða andspænis þeirri stóru og nokkrir metrar í millum. Gatan endar að því er virðist við Knarrarnessel þannig að þeir sem notuðu götuna hafa svo haldið áfram selstíginn en sá er óvarðaður að mestu.

Þórustaðastígur

Þórustaðastígur við Selsvelli.

Á síðustu öld fóru bændur úr Brunnastaða-, Ásláksstaða- og Knarrarneshverfi með hrossastóðið til beitar í Fjallið þessa leið en þeir sem innar bjuggu á Ströndinni notuðu Þórustaðastíg. Þessi gata sem og Þórustaðastígur hafa ólíklega verið þjóðleiðir fyrrum heldur eingöngu notaðar af hreppsfólki. Nokkurn spöl suðvestur af Keili, u.þ.b. tvo km, er lítil útgáfa af Keili sem heitir Nyrðri-Keilisbróðir og er annar Keilisbræðra. Þessi „bróðir“ er nefndur í landamerkjabréfum Knarrarness og Breiðagerðis frá árinu 1886.
Heimamenn hafa einnig notað nafnið Litli-Hrútur yfir þennan hnúk, þó sérstaklega í seinni tíð. Grindvíkingar nota örnefnið Litli-Keilir þannig að hnúkurinn ber í raun þrjú nöfn. Yngra fólk hér í hrepp er einnig farið að nota nafnið Litli-Keilir enda er hnúkurinn nefndur svo á mörgum kortum Landmælinga Íslands og gætir þar greinilega áhrifa frá Grindvíkingum. Fyrir neðan Nyrðri-Keilisbróður er Hjálmarsgreni í Hábrúnum en það eru hæstu hjallar gömlu hraundyngjunnar Þráinsskjaldar sem við förum um á eftir.

Knarrarnessel

Knarrarnessel – uppdráttur ÓSÁ.

Nú færum við okkur upp fyrir Oddafell og Höskuldarvelli. Milli Trölladyngju og vallanna 1á jeppaslóði fyrrum sem nú er orðinn fólksbílafær með rilkomu rannsóknaborana sem gerðar hafa verið sunnan Höskuldarvalla og við Sogalækinn uppi í hálsinum. Vegurinn liggur upp gjallbrekku sem heitir Sogamelar. Þarna hafa orðið töluverð spjöll og breytingar á annars fallegu landi síðustu árin vegna tilraunanna.
Við höldum upp brekkuna og fylgjum Sogalæknum spöl inn í dalverpi sem heitir Sogaselsdalur eða Sogadalur. Þarna á vinstri hönd er stór gamall gígur sem heitir Sogaselsgígur eða Sogagígur og snýr hann opi til suðurs. Gígurinn er girtur skeifulaga hamrabeltum og mynda veggirnir því gott aðhald fyrir skepnur. Þarna var Sogasel frá Kálfatjarnarhverfi og jafnvel Krýsuvík. Margar kofatóftir eru innst í gígnum og kví undir vestari hamraveggnum.
Sogagígur
Frá Sogaseli förum við í Sogin, djúp gil sem greina Dyngjurnar frá fjöllunum sunnan til og liggja þau þvert um hálsinn. Á leiðinni sjáum við lítinn leirhver nokkuð hátt uppi í grasbrekku handan við Sogalækinn, skammt fyrir ofan efra borplanið. Fyrir neðan brekkuna eru nokkrir djúpir smágígar. Sogin eru 150-200 m djúp litrík leirgil sem mikill jarðhiti hefur verið í fyrrum og aðeins eimir af enn. Frá Sogum er auðveld uppganga á Grænudyngju. Göngufólk ætti að forðast í lengstu lög að ganga í leirnum þarna því hann hleðst undir grófmunstraða skósólana eins og steypa.
Á hálsinum suður og vestur af Sogum er Spákonuvatn og í misgengi rétt vestur afþví er minna vatn og til eru heimildir um Spákonuvötn og þá Stóra-Spákonuvatn og Litla-Spákonuvatn. Heimild er einnig til um Spákonudali og er þá átt við lægðirnar sem vötnin eru í. Þorvaldur Th. nefnir ekki Spákonuvatn en segir umrætt vatn heita Grænavatn og lýsir ítarlega gígafjöldanum sem liggur niður af vatninu til vesturs. Á landakorti frá árinu 1910 er það sama uppi á teningnum.
Grænavatn, sem er stærra er Spákonuvatn, er til þarna á miðjum Vesturhálsi suður af Spákonuvatni og var fyrst sett inn á kort Landmælinga Islands árið 1936. Vatnið er líklega í Krýsuvíkurlandi og því ekki talið með örnefnum í hrepps landinu. Stangveiðifélag Hafnarfjarðar hefur gert tilraunir með fiskirækt í Grænavatni.
Suður afSpákonuvatni förum við um móbergshryggi og stapa og hæst ber hvassa tinda sem heita Grænavatnseggjar (332 m). Eggjarnar eru nefndar í landamerkjalýsingu Þórustaða frá 1886.

Grænavatnseggjar

FERLIRsfélagar í Grænavatnseggjum.

Ofan og sunnan við Grænavatnseggjar er svo Grænavatn sem fyrr er nefnt.
Af Grænavatnseggjum höldum við svo niður á jafnsléttu aftur og að syðri enda Oddafells en spöl suður af honum er Hverinn eini sem nú er nánast útdauður. Hverinn var sá stærsti á Reykjanesskaga fyrir aldamótin síðustu og árið 1888 þegar Þorvaldur Th. ferðaðist um svæðið segir hann hverskálina um 14 fet í þvermál: „… það er sjóðandi leirhver … Í góðu veðri sést gufustrókurinn úrþessum hver langt í burtu, t.d. glögglega frá Reykjavík.“

(Ferðabók I, bls. 181). Upp úr aldamótunum fór hvernum að hraka og árið 1930 var hann aðeins volg tjörn (frásögn heimamanns). Nú er þarna stórt hverahrúðurssvæði með smá dæld í miðið en aðeins til hliðar við það er lítið brennisteinsgufuauga í holu milli steina og á nokkrum stöðum umhverfis stíga daufir strókar til lofts.

Í Ferðabók Eggerts og Bjarna segir: „Hverþessi er kringlóttur og allstór, 7 álnir [1 alin = ca 57 cm] /þvermál og 4 álna djúpur, en nafnið ber aðeins einn hver, hinn steersti afallmörgum heitum hverum og uppgönguaugum, sem liggja þar í þyrpingu … Hverinn eini ber nafn afþví, að hann liggur einn út afjyrir sig.“ Og einnig: „Eitthvert fegursta bergið, sem jarðeldurinn á Suðurlandi hefir eftir sig látið, er lagskiptur, bráðinn sandsteinn. Það af honum, sem við fundum hjá Hvernum eina, er dálítið sérkennilegt tilbrigði.“ Menn segja einnig að „eini“ þýði sá frábæri eða einstaki.

Hverinn eini

Hverinn eini.

Sagnir eru til um Útilegumannahelli nálægt Hvernum eina og í Vallaannál frá árinu 1703 segir: „… á Vatnsleysuströnd. Þar stálu þeir síðast í Flekkuvík og fóru svo til fjalls upp og allt suður um Selsvöllu; þar tóku þeir sér hœli undir skúta nokkrum, … Leizt þeim þá eigi að vera þar lengur, og fóru norður aptur með fjallinu í helli þann, er skammt er frá hverinum Eini. Voru þar síðan 3 vikur, og tóku 3 sauði þar í hálsunum, ræntu einnig ferðamann, …”. Eins og sést er hverinn þarna nefndur Einir en það nafn sést ekki í öðrum heimildum og gæti verið misritun. Töluverð leit hefur verið gerð að hellinum en án árangurs. Samkvæmt munnmælum er hann lítill og ómerkilegur og sagt er að yfir opið hafi verið lögð hella til þess að forða fé frá því að lenda ofan í honum.
Vestur af syðri enda Oddafells er fell úti í hrauninu sem heitir Driffell (254 m). Í fellinu finnst silfurberg og holufyllingar eru þar nokkuð áberandi. Við Driffell að austan og norðan liggur Þórustaðastígur en um hann var féð rekið úr fjallinu á haustin og eins var hestastóð rekið vor og haust um sama veg eins og komið hefur fram. Eins og fyrr segir liggur stígurinn frá Ströndinni upp alla heiðina, fram hjá Hrafnafelli, Keili og Driffelli og síðan upp og yfir hálsinn að Vigdísarvöllum. Þegar farið er um Þórustaðastíg á þessum slóðum þarf aðeins að fara yfir einn apalhrauntaum og liggur sá við Driffell að sunnanverðu.
Melhóll heitir hóll við Þórustaðastíg og stendur hann fast við hraunjaðarinn sem snýr að Keili. Hóllinn er mitt á milli Driffells og Keilis og á gömlum fjallskilaseðlum var mönnum gert að hittast á Melhól og þar var leitum síðan skipt. Nálægt Melhól eru tvö greni, annað er Driffellsgreni en hitt Melhólsgreni.

Trölladyngja

Trölladyngja.

Nafnið Driffell er sérkennilegt og gæti verið komið af nafnorðinu drif, (snjódrífa, fjúk) eða þá af sögninni að drífa eitthvað áfram, reka eitthvað áfram og gæti þá átt við fjárrekstur enda auðveldast að koma fénu yfir úfið hraunið með því að fara Þórustaðastíginn um Driffellsmóana. A þessum slóðum er stígurinn einnig kallaður Driffellsstígur og hraunið umhverfis fellið Driffellshraun.
Við fylgjum stígnum frá Driffelli og yfir að Moshól sem er stór, reglulegur og skeifumyndaður gígur við norðurenda Selsvalla. Mosakápan á austurhlíð hólsins er mjög illa farin eftir hjólför „náttúruníðinga“ sem hafa fundið hjá sér þörf fyrir að aka sem lengst upp í hlíðina. Jón Jónsson jarðfræðingur segir að gosið úr Moshóli hafi líklega verið það síðasta í hrinunni sem myndaði Afstapahraun. Aðeins sunnar er annar svipaður gígur en þó minni. Örnefnið Moshóll er nýtt af nálinni.
Næst komum við að fallegasta gróðursvæðinu á öllum Reykjanesskaganum en það eru Selsvellirnir sem liggja meðfram endilöngu Selsvallafjalli (338 m) að vestanverðu. Fjallið greinist frá Grænavatnseggjum af smá dalverpi eða gili en um það liggur Þórustaðastígurinn upp á fjallið. Vellirnir eru um 2 kílómetrar að lengd en aðeins rúmlega 0,2 á breidd.

Moshóll

Moshóll norðan Selsvalla.

Á Selsvöllum var selstaða frá bæjum í Grindavík og í sóknarlýsingu séra Geirs á Stað frá árinu 1840 er sagt að allir bæir í sókninni nema Hraun hafi þar í seli. Jafnframt segir um sel Staðar í Grindavík: „Stendur selið í Strandarmannalandi, eður fyrir norðan Grindavíkur landamerki.“
Kúalágar heitir lítið dalverpi sem gengur út úr nyrsta hluta Selsvalla að ofanverðu. A milli Kúalága og Sogalækjar er aragrúi gíga bæði stórra og smárra og þar tala Grindvíkingar um Bergsháls en það er malarhryggur sem gengur út úr Vesturhálsi neðan Grænavatnseggja. Ornefnin í þessum hluta Vatnsleysustrandarhrepps eru að mestu leyti komin frá Grindvíkingum sem eðlilegt er því þarna störfuðu þeir sumarlangt, líklega um aldir. Tveir lækir, Selsvallalækir, renna um vellina en hverfa svo niður í hraunjaðarinn sem afmarkar þá til vesturs. Sá nyrðri kemur úr gili fast sunnan Kúalága en sá syðri rennur fram drjúgum sunnar og nálægt Selsvallaseli. Seltóftirnar kúra í suðvesturhorni vallanna fast við hraunkantinn og þar virðast hafa verið þrjár kofaþyrpingar, líklega frá jafnmörgum bæjum og tvær nokkuð stórar kvíar nálægt þeim. Úti í hrauninu sjálfu fast við fyrrnefndar tóftir er ein kofatóft til og lítil kví á smá grasbletti. Í bréfi frá séra Geir Bachmann á Stað í Grindavík til biskups árið 1844 kemur fram að sumarið áður hafi sjö búendur úr Grindavíkurhreppi í seli á völlunum og að þar hafi þá verið um 500 fjár og 30 nautgripir. Út frá selstæðinu liggur selstígur til Grindavíkur í átt að Hraunsels-Vatnsfelli (sjá síðar). Á milli selsins og fellsins sjást djúp hófför í klöppum sem segja okkur að um stíginn hefur verið mikil umferð fyrrum og að hann hafi m.a. verið hluti svonefndra Hálsagatna sem Bjarni Sæmundsson nefnir í skrifum.
Jeppaslóðin liggur með fjallinu og Ijót hjólförin marka endilanga gróðurvinina og þó sérstaklega þar sem lækirnir renna fram. Upp við fjallshlíðina, fast norðan við syðri lækinn, eru eldgamlar tóftir svo grónar að ekki sér í stein og eru þrjár þeirra ofan við vegarslóðann en líklega tvær neðan hans.

Driffell

Driffell.

Fyrir sunnan Selsvelli taka svo Þrengslin við en þau draga nafnið af því að þar er þrengst á milli hrauns og hlíðar. Líklega ná Þrengslin yfir nokkuð langt svæði til suðurs. Í sóknarlýsingunni frá árinu 1840 sem nefnd er hér á undan eru hreppamörkin sögð um Þrengsli og í Framfell (356 m). Fellið var kallað Vesturfell af ábúendum Vigdísarvalla en sá bær var austan við Vesturhálsinn. Sóknarlýsingin er eina heimildin um þessi nöfn og e.t.v. væri einhver til með að deila um staðsetningu Framfellsins því annað ámóta fell er þarna rétt austar og innar á hálsinum (285 m). Ef kort og loftmyndir eru skoðaðar með sóknarlýsinguna að leiðarljósi sést þó glöggt að lýsingin á við vestara og fremra fellið, þ.e.a.s. það sem er nær Grindavík. Frá Vigdísarvöllum sést Vesturfell í stefnu 290 gráður eða rétt norðan við hávestur en hinn hnúkurinn sést ekki frá bæjarstæðinu. Á Framfelli er varða.
Nú höldum við eftir fjárgötum vestur með mörkum yfir nokkuð slétta hraunfláka sem heita Skolahraun en flákarnir draga líklega nafn sitt afskollitnum sem á þeim er.

Trölladyngja

Trölladyngja og nágrenni – kort.

Hraunsels-Vatnsfell (261 m) eða Hraunsvatnsfell verður næst á vegi okkar en um það liggja hreppamörkin samkvæmt elstu heimildum. Í toppi fellsins er stór gígur. Nokkur háls gengur út úr fellinu til norðurs og í honum er lítill gígur með vatni og dregur fellið líklega nafn sitt af því. Við gíginn var stór varða sem Ísólfur bóndi á Ísólfsskála við Grindavík hlóð en hún var hrunin að hluta árið 2005. Annað svipað vatnsstæði er þarna skammt frá. Í elstu heimildum er nafn fellsins Hraunsels-Vatnsfell en Hraunssel var í Þrengslum sunnan landamarkanna.
Frá Hraunsels-Vatnsfelli höldum við að Syðri-Keilisbróður (310 m) sem er þá hinn Keilisbróðirinn og eftir elstu heimildum að dæma er þessi bróðir einnig í hreppslandinu. Eins og nyrðri bróðirinn (sem nefndur var í tengslum við Keili) ber þessi hnúkur fleiri nöfn en eitt og hér í hrepp hefur hann einnig verið kallaður Stóri-Hrútur en af Grindvíkingum Litli-Hrútur.

Selsvellir

Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Frá Syðri-Keilisbróður göngum við upp á gljúpu mosahraunbunguna Þráinsskjöld (240 m) sem nefnd er í kaflanum Heiðar og hraun. Í toppi Þráinsskjaldar eru nokkrir stórir, djúpir, grasi grónir gígar. Sá stærsti er um 200 m á lengd og tæpir 100 m á breidd og heitir Guðbjargarlág en Grindvíkingar kalla hann Guðrúnarlág.
Nú hallar undan af Þráinsskildi í átt að Hagafelli (270 m) eða Fagradals-Hagafelli og útsýnið er ótrúlega vítt til þriggja átta. Landamörk hreppsins eru í elstu heimildum sögð í nyrðri rætur fellsins en nýrri heimildir segja þær í Vatnskatla, það eru litlir gígar með vatni í á nyrðri brún Vatnsfells (248 m) eða Fagradals-Vatnsfells. Hér í hreppi voru fell þessi aðeins kölluð Hagafell og Vatnsfell en Grindvíkingar þurftu að aðgreina þau frá öðrum fellum í sínu landi með sömu nöfnum og því skeyttu þeir Fagradals- framan við. Á kortum Landmælinga Íslands gætir áhrifa Grindvíkinga mun meira en heimamanna hvað snertir örnefnin á eða við markalínuna á þessum slóðum.
Fellin tvö, Hagafell og Vatnsfell, eru „samvaxin“ og tengjast Fagradalsfjalli (391 m) til suðvesturs. Hraunstraumur úr Þráinsskildi hefur runnið á milli Fagradalsfjalls og Vatnsfells.

Selsvellir

Selsstígurinn að Selsvöllum.

Hrafnabjörg eða Hrafnaklettar heita klettar sem skaga út úr austurhluta Fagradalsfjalls fyrir ofan Vatnsfell og þeir eru áberandi séðir frá Vogum og Strönd. Þeir voru fiskimið í svokallaðri Gullkistu undir Vogastapa en veiðislóðin var nefnd svo vegna mikillar fiskigengdar fyrr á öldum.
Áður en við endum ferðina er sjálfsagt að koma við í Dalsseli í Fagradal en dalurinn liggur í krika við nyrðri rætur Fagradalsfjalls og dregur fjallið nafn sitt af honum. Það gæti verið að Fagridalur og þá einnig hluti fjallsins haft tilheyrt hreppnum fyrir margt löngu og þess vegna fá þessi örnefni að fljóta með í lýsingunni. Í Jarðabók 1703 segir um selstöðu Stóru-Voga: «…aðra vill hún eigna sjer þar sem heitir Fagridalur, en þar um eru misgreiningar, því Járngerðastaðarmenn í Grindavík vilja eigna sér þessa selstöðu.“

Dalssel

Dalssel í Fagradal.

Fagridalur má muna sinn fiífil fegurri því nú er hann lítið annað en moldarflög og stendur að engu leyti undir nafni. Nokkuð djúpur lækjarfarvegur liggur úr fjallinu og niður í „dalinn” sem er flatlendi með allháum hraun- og gjallkanti við nyrðri brún. Seltóftirnar eru fast við lækjarfarveginn að sunnan, nálægt rótum fjallsins, og þar sjást tvær-þrjár kofatóftir. Líklega hefur verið mjög gott selstæði þarna meðan dalurinn var grösugur og vatn í farveginum. Fagridalur er á náttúruminjaskrá.

Keilir

Keilir – kort.

Rauðgil heitir gil í fjallinu sunnan Fagradals og er kallað svo vegna rauðamels sem þar er. Gilið er sagt á hreppamörkum í markalýsingu Jóns Daníelssonar bónda í Stóru-Vogum.
Hér lýkur ferð okkar um hreppslandið. Við getum líklega verið sammála um það að svæðið sem við fórum um síðast er það fjölbreytilegasta og fallegasta sem til er í Vatnsleysustrandarhreppi og líklega á öllum Reykjanesskaganum.”

Heimild:
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi (ofan Gamla-Keflavíkurvegarins, Sesselja Guðmundsdóttir, 2007, bls 123-143.

Fagradalsfjall

Stóri-Hrútur í Fagradalsfjalli.

Grímshóll

Í “Huldufólkssögum – úrvali úr þjóðsögum og ævintýrum Jóns Árnasonar” segir m.a. af Grímshól.

Grímshóll

Grímshóll

Á Grímshól.

Það hefir lengi verið siður í Rangárvallasýslu, að menn hafa farið þaðan til sjóróðra eitthvað suður. En einu sinni bar svo við, að unglingsmaður nokkur, Grímur að nafni, ætlaði suður í Leiru til sjóróðra. Grímur var fyrirvinna hjá móður sinni, en faðir hana var dáinn. Grímur fór nú með öðrum Rangvellingum suður, en er þeir koma suður undir Vogastapa, bar svo við, sem oft má verða, að reiðgjörð slitnaði á hesti Gríms, svo að hann varð að staldra við til að bæta gjörðina. Grímur var aftastur í lestinni, og tóku því samferðamenn hans ekki eftir því, að hann stóð við; hjeldu þeir þá áfram og bar leiti á milli. En er Grímur var einn orðinn, kom að honum maður. Sá maður falar Grím til að róa hjá sjer um vertíðina, en Grímur skorast undan og kvaðst vera ráðinn hjá manni í Leirunni, og segir honum, hver sá sje. Spyr Grímur manninn, hvar hann eigi heima, en hann sagði, að bærinn væri þar skamt frá þeim. Leggur hann þá fast mjög að Grími, og segir að aflabrögð hans rauni eigi verða minni hjá sjer en Leirumanninum, sem hann sje ráðinn hjá. Og hvernig sem þeim hafa nú farist orð á milli, þá fór Grímur með hinum ókunna manni.

Stapinn

Tóftir undir Vogastapa.

Komu þeir brátt að snotrum bæ, vel bygðum. Maðurinn spurði Grím, hvað hann ætlaði að gera við hestinn. Grímur kvaðst hafa ætlað að senda hann heim aftur, þótt hann helst hefði viljað hafa hann þar hjá sjer til lokanna, til þess að geta flutt eitthvað á honum með sjer heim til móður sinnar. Maðurinn segist þá skulu sjá eitthvað fyrir hestinum, og tók við honum; en Grímur vissi ekki um hann framar að sinni. Nú byrjar vertíðin, og róa þeir Grímur tveir á báti, og hlóðu í hvert skifti. En er að landi kom, var Grími sagt að ganga heim og hvíla sig, og vissi hann því aldrei hvað um fiskinn varð, eða hvað mikið þeir höfðu fengið í hlut, enda grenslaðist hann eftir hvorugu.
Undi hann sjer mjög vel, og fanst honum tíminn stuttur, og ekki vissi hann heldur, hvað á hann leið. Ekki lagði hann mat á borð með sjer. Einhvern dag, er þeir eru á sjó, bóndi og Grímur, spyr bóndi hann, hvort hanu viti, hvað nú sje liðið á vertíðina, eða hvað mikið þeir sjeu búnir að fiska. Grímur neitti því. Þá segir bóndi honum, að lokadagurinn sje á morgun, og ef við fáum eins og vant er í dag á bátinn okkar, þá höfum við fengið tíu hundruð til hlutar; en sá, sem þú varst ráðinn hjá, hefir fengið hálft fjórða hundrað. Spyr hann þá Grím, hvort hann vilji ekki vera kyrr hja sjer, eða hvort hann þurfi nauðsynlega að fara heim um lokin.
Grímur segist mega til að fara heim. En er þeir höfðu fengið á bátinn, halda þeir að landi; og daginn eftir býst Grímur til heimferðar. Bóndi spyr Grím, hvað hann vilji helst hafa á hestinum austur, og segist Grímur ætla að flytja kvistinn og höfuðin.

Stapagata

Gengin Stapagatan um Reiðskarð.

Bóndi spyr, hvort móðir hans þarfi ekki korns. Grímur segist ekki geta hugsað til að hafa það með sjer í það skifti. Bóndi segir, að á lestunum skuli hann koma með 10 hesta með reiðingi, og geti hann þá hvort sem hann heldar vilji, fengið á þá hjá sjer, eða lagt fiskinn inn hjá öðrum. En er Grímur ætlaði á stað, fær bóndi honum tilbúna bagga á tvo hesta, og voru annað kornbaggar, en annað fiskabaggar, og segir hann skuli eigi þá. Grímur segist ekki geta flutt nema aðra baggana. Bóndi segist skulu ljá honum hest og fær honum brúnan hest. Grímur tók og sinn hest, og var hann svellspikaður. Fer nú Grímur á stað, og hittir samferðamenn sína; þeir voru þá á heimleið líka, Þeir spurðu, hvar hann hefði verið um veturinn, en hann sagði þeim óglögt frá öllu. Þegar heim kom, sagði hann móður sinni alt sem farið hafði. Líður svo fram á lestir; þá býst Grímur heiman með tíu reiðingshesta í lest. Margir voru þeir saman, Rangvellingar. En er suður eftir kemur, dregst Grímur aftur úr, og missa þeir hans, svo þeir vissu ekki, hvert hann fór, samferðamennirnir. Halda þeir svo leiðar sinnar. Kemur nú Grímur til formanns síns; tók hann vel móti honum, og ljet hann fá nauðsynjar allar, er hann þurfti, og miklu meira en hann hafði ætlað. En er Grímur var albúinn til burtfarar, spyr bóndi, hvort hann þurfi eigi peninga við.

Stapinn

Stapinn – flugmynd.

Grímur segir, að svo sje, en hann muni vera búinn að fá fyrir hlutinn  sinn, og því hafi hann ekki nefnt það. Bóndi fær honum þá 40 spesíur. Bóndi spyr Grím, hvort hann hafi sagt nokkurum, hvar hann hafi verið. Engum, nema móður minni einni, segir Grímur. »Jæja, segir bóndi, »jeg vissi það, að þú hafðir sagt frá því; þess vegna hefir það komist á loft. En nú eru þorskhöfuðin þín«, segir bóndi. »Þau verðurðu að sækja seinna«. Grímur játti því. Skilja þeir síðan með kærleikum. Fer Grímur heim, og undruðust menn mjög afla hans. Seinna fór hann skreiðarferð og sótti þorskhöfuðin; bar ekki til tíðinda í þeirri ferð, nema að bóndi falar Grím til að róa hjá sjer aðra vertíðina til, og var Grímur fús á það. Segir ekki af því meir, nema aflabrögð og aðgerðir fóru að öllu eins og fyr. Þessu fór fram nokkurar vertíðir. En einu sinni spyr formaður Gríms hann að, hvort hann mundi ekki vilja fara til sín, þegar móðir hans væri önduð, og eiga dóttur sína. Grímur þekti stúlkuna og fjell hún vel í geð, svo hann þá þegar boð bónda. Líða nú enn nokkur ár, þangað til móðir Gríms deyr. Sjá þá nábúarnir, að ferðasnið er á Grími. Bjóst hann nú hið skjótasta til burtferðar og selur alt það, sem hann gat ekki með sjer flutt. Heldur hann nú suður, en enginn vissi upp á víst, hvert hann fór, nema hvað samferðamenn hans komust næst, að hann mundi hafa farið að hól þeim, sem er á Vogastapa fyrir ofan Reiðskarð. Hóll þessi er æði-stór með vörðu á, og er hann kallaður Grímshóll síðan.
Aldrei varð neitt vart við Grím eftir þetta, hvorki á Raugárvöllum nje í veiðistöðunum syðra.

Heimildir:
-Huldufólkssögur – úrval úr þjóðsögum og ævintýrum Jóns Árnasonar, Ísafoldarprentsmiðja 1920, bls. 86-89.

Stapinn

Fjárskjól í Vogastapa.

Knarrarneshverfi

Guðmundur Björgvin Jónsson skrifaði bókina “Mannlíf og mannvirki í Vatnsleystrandarhreppi, sem hann gaf út árið 1987. Bókin er merkileg heimild um framangreint í hreppnum, en ekki síst segir þar af honum sjálfum.

Formáli
Guðmundur BjörgvinGuðmundur Björgvin er fæddur að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd 1. október 1913, en þar bjuggu þá foreldrar hans, Jón Einarsson útvegsbóndi, d. 1929, og Margrét Pétursdóttir, d. 1918. Hann var því ungur að árum er hann missti móður sína, aðeins 5 ára, og föður sinn á 7. ári. Hann ólst upp hjá móðursystur sinni Guðríði Pétursdóttur að Brekku undir Vogastapa og manni hennar Magnúsi Eyjólfssyni.
Í bók Guðmundar, “Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi”, sem hann gaf út árið 1987, koma m.a. fram fróðlegar upplýsingar um fólk og aðbúnað þess á Vatnsleysuströndinni fyrrum.

Í Landnámu er sagt frá Steinunni hinni gömlu, er gaf Eyvindi fóstra sínum land milli Hvassahrauns og Kvígu-Vogabjargs og er það land nnú nefnt Vatnsleysustrandarhreppur.
Um nafnið Vatnsleysuströnd hefur verið nokkur meiningarmunur. Oftast er nafnið tengt við vatnsleysi, sbr. að varla sjáist rennandi vatn. Önnur skýring er til, sú að vatn renni laust og óbundið neðanjarðar og er hnún trnúlegri. Vatnið er í miklum mæli flæðandi undir þunnum hraunhjnúp, eftir opnum æðum og sprungum (gjám) frá hálendinu þar til það fellur í sjó fram og er vel greinanlegt meðfram allri strandlengunni í Vatnsleysustrandarhreppi, að vísu einungis á lágum sjó, fjöruvötnum.

Vogar
Vogar
Áður hefur verið fjallað um Stóru- og Minni-Voga.

Brunnastaðahverfi
Brunnastaðahverfi
Þegar haldið er frá Vogum til Brunnastaðahverfis, er farið yfir landamerkjalínu sem staðsett er í Dúpavogi. Þar, sem og víðar, er meiningarmunur um hrein mörk. Í landsmerkjalýsingu milli Minni-Voga, Austurskots og Norðurskots, frá 28. des. 1921, er gert það samkomulag um fjörumörk að Minni-Vogamörk skuli vera frá gömlu byrgi á Vatnsskeri í Djúpavogi.
Í öðru landamerkjabréfi nr. 193 frá 22. maí 1890, segir að landamerki milli Brunnastaðahverfis og Norður-Voga og Suður-Voga séu úr dýpsta ós sem til sjávar fellir í Djúpavogi, þaðan upp í vörðu sem stendur fyrir sunnan Presthóla, síðan beina línu í vörðu sem stendur á Hrafnagjá og er kölluð Leifur-Þórður, þaðan í Markhól og síðan í beina línu upp í fjall svo langt sem Vatnsleysustrandarhreppsland er talið ná. Undir þetta skrifa fyrir Brunnastaðahverfi, Jón. J. Breiðfjörð, Guðmundur Ívarsson og Gísli Ívarsson og fyrir Voga, Klemsens Egilsson og Guðmundur J. Waage.
Þetta var lesið upp á manntalsþingi að Brunnastöðum 16. júní 1890 af Franz Siemens sýslumanni. Þarna er verðugt verkefni sem hreppurinn ætti að hafa forgöngu um að vinn að, með aðilum beggja vegna landamerkjanna, og fá ákveðin óumdeilanleg mörk. Þá er einnig umdeilt hvort dýspsti ís í Djúpavogi hafi meininguna “dýpi”, niður á fastan botn, eða “dýpst” (lengst) inni í landið. En vitað er að ósar er breytilegir og því varsamt að haf slíkt til viðmiðunar.

Hlöðversnes (Hlöðunes)
Hlöðuneshverfi
Bæði nöfnin virðast notuð nokkuð jant og má sennilega deila um það hvort réttara sé, en ég nota nafnið Hlöðversnes af tvennum orsökum. Í fyrsta lagi er það ritað þannig í kirkjubókum seinni bæina og í öðru lagi tek ég tryggð við nafnið Hlöðver, sem er komið allt frá landnámi og merkings orðsins er “sá sem sigrar, vinnu stríð (orrustur)”.

Ásláksstaðahverfi
Ásláksstaðahverfi
Atlagerði er í landi Ásláksstaða sem er móðurjörð þess hverfis. Bærinn markaðai upphaf Gerðistanga, en á þeim tanga stendur Gerðistangaviti, sem áður hét Atlagerðisviti. Vestan við Gerðistanga er Álasund eða Álfasund. Um þessar nafngiftir hefur verið meiningarmunur, en Narfakostbræður, sem bjuggju allan sinn aldur í nálægð við vitann og gættu hans í áratugi höfðu ekki heyrt annað nafn á sundinu en Álfasund.

Knarrarneshverfi
Knarrarneshverfi
Vík var syðsti bærinn sem komið var að þegar farið var yfir landamerkin milli Ásláksstaðahverfis og Knarraneshverfis.

Auðnahverfi
Auðnahverfi
Nú er komið yfir landamerki á milli Knarrarnesbæja og Auðnahverfis. Verður þá fyrst fyrir jörðin Breiðagerði og láta mun nærri að þar hafi verið þríbýli um aldamót.

Kálfatjarnarhverfi
Kálfatjarnarhverfi
Árið 1834 var lögð niður torfkirkja á Kálfatjörm og byggð þar ný kirkja með timburþili og stóð hún í 20 ár, eða til ársins 18864 og enn var byggð kirkja. Hana lét séra Stfean Thorrarenssen byggja árið 1863 og var vandað til verksins svo hún stæði sem lengst. Var hún bikuð að utan, en eftir fá ár var hún klædd járni og máluð í ljósum lit. Sú kirkja stíð í 29 ár, en þá var núerandi kirkja byggð og vógð 11. júní 1893.
Frá 1824 til 1893, á 69 árum, voru byggðar fjórar kirkjur á Kálfatjörn. Þá er getið um kirkjur á Kálfatjörn í fornum máldögum og í kirkjuskrá Páls biskups Jónssonar frá árinu 1200. Einnig eru nefndar hálfkirkjur á Vatnsleysuströnd, í Vogum, á Bakka og á Stóru-Vatnsleysu. Þó hér séu ekki taldar upp kirkjur á Kálfatjörn nema frá 1824 þá eru til nokkuð öruggar heimildir um presta staðarins frá 1450 o síðan hafa 18 prestar þjónað staðnum í 536 ár, eða að meðaltali tæp 31 ár hver prestur (þar af einn í eitt ár). Í 93ja ára sögu núverandi kirkju á Kálfatjörn hafa verið 5 prestar.

Innheiðarbærir
Vatnsleysubæir
Nú eru upptaldin öll hverfi á Ströndinni ásamt býlum og því er farið yfir Keilsisnes, sem er austurmörk kirkjujarðarinnar Kálfatjarnar. Þá er komið að innanheiðarbæjunum sem byrja á Flekkuvík að sunnan.

Heimild:
-Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi eftir Guðmund Björgvin Jónsson – útgefið af höfundi 1987.
-https://baekur.is/bok/000147620/0/360/Mannlif_og_mannvirki_i/?iabr=on#page/Bla%C3%B0s%C3%AD%C3%B0a+168++(172+/+444)/mode/2up
Kálfatjörn

Bræðrapartur

Guðmundur Björgvin Jónsson skrifaði bókina “Mannlíf og mannvirki í Vatnsleystrandarhreppi, sem hann gaf út árið 1987. Bókin er merkileg heimild um framangreint í hreppnum.

Formáli
Guðmundur BjörgvinGuðmundur Björgvin er fæddur að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd 1. október 1913, en þar bjuggu þá foreldrar hans, Jón Einarsson útvegsbóndi, d. 1929, og Margrét Pétursdóttir, d. 1918. Hann var því ungur að árum er hann missti móður sína, aðeins 5 ára, og föður sinn á 7. ári. Hann ólst upp hjá móðursystur sinni Guðríði Pétursdóttur að Brekku undir Vogastapa og manni hennar Magnúsi Eyjólfssyni.
Í bók Guðmundar, “Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi”, sem hann gaf út árið 1987, koma m.a. fram fróðlegar upplýsingar um fólk og aðbúnað þess á Vatnsleysuströndinni fyrrum.

Í Landnámu er sagt frá Steinunni hinni gömlu, er gaf Eyvindi fóstra sínum land milli Hvassahrauns og Kvígu-Vogabjargs og er það land nú nefnt Vatnsleysustrandarhreppur.
Um nafnið Vatnsleysuströnd hefur verið nokkur meiningarmunur. Oftast er nafnið tengt við vatnsleysi, sbr. að varla sjáist rennandi vatn. Önnur skýring er til, sú að vatn renni laust og óbundið neðanjarðar og er hún trúlegri. Vatnið er í miklum mæli flæðandi undir þunnum hraunhjnúp, eftir opnum æðum og sprungum (gjám) frá hálendinu þar til það fellur í sjó fram og er vel greinanlegt meðfram allri strandlengunni í Vatnsleysustrandarhreppi, að vísu einungis á lágum sjó, fjöruvötnum.

Bræðrapartur
Bræðrapartur
Syðstra grasbýlið í Vogum er Bræðrapartur (áður nefnt Krúnutóft) og er hann hluti núr Suðurkots- og Stóru-Vogalandi. Það var og er enn umdeilt hvort það var grasbýli eða með jarðarréttindi, þ.e. afréttar- og beitarréttindi utan heimagirðingar, en um langan tíma hefur það verið rekið sem bújörð og er svo gert enn í dag.
Í þeim tíma er Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli fékk skotæfingasvæði til afnota í Vogaheiði um 1960, var deilt um það hvort Bræðrapartur ætti að fá leigugjald í hlutfalli við aðra landeigendur í Vogum, og svo fór að þáverandi ábúandi fékk sinn hlut í landleigunni.
BræðraparturÁrið 1929 byggði Guðmundur Kotsson nýtt hús í Bræðraparti. Eitt var öðru fremur merkilegt við húsið því á því var innsiglingarmerki inn í Vogahöfn. Eftir að Vogavík fékk löggildingu sem höfn árið 1893 voru settir upp tveir staurar um 3 metrar á hæð og stóð annar við suðvesturhornið á Bræðraparti, um 10 metra frá húsinu, en hinn var niður við sjó sunnan við sjávarhúsið. Þessir staurar þurftu að bera saman svo rétt væri siglt inn í höfnina. Í myrkri var ljósker sett á staurana sem sýndu rétta leið. Nokkru eftir að nýja húsið var byggt var ljósker sett í loftglugga er sneri til sjávar og þannig gert að ekki þurfti staurana. Svo þegar húsinu var breytt árið 1947 og sett á það brotið þak, var kvistur settur á á vesturþekjuna og þar í gluggli með ljóskerinu. Þetta þótti nauðsynlegt fyrir skipaferðir, þar til hafnarsvæðið var tekið til endurskoðunar og mælt upp að nýju, Þá kom í ljós að gamla innsiglingaleiðin var talin ónothæf miðað við nýja leið inn í höfnina, er þáverandi vitamálastjóri Axel Sveinsson fann og mældi út. Eftir það voru sett upp ný innsiglingaljós 200 metrum suður af Bræðraparti. Eru það tveir ljósastaurar með sjálfvirku ljósnæmi á 100 metra millibili.

Stóru-Vogar

Í máldaga frá 1367 í Fornbréfasafninu 3. bindi bls. 221 segir: “Maríukirkja og hins heilaga Þorláks biskups í Kvígubogum”, ennfremur segir í bréfi frá 1533, 9. bindi bls. 660, “að Erlendur lögmaður Þorvarðarson hafi slegið prest með könnu til blóðs í hálfkirkjunni í Vogum”.
Trúlega er hér átt við Stóru-Voga og bendir allt til þess að þar hafi verið kirkja fram undir siðaskiptin.
Stóru-Vogarústirnar bera vott um stóran hug og stórverk. Húsið var byggt árið 1871 af Jóni, bróður Magnúsar Waage, og byggingameistari var Sverrir Runólfsson steinsmiður, sá hinn sami er byggði Skólavörðuna í Reykjavík og Þingeyrarkirkju í Austur-Húnavatnssýslu. Allar byggingar Sverris bera vott um vandvirkni vel hugsandi manns. Þess má geta hér að Sverrir gerði tillögu til borgarstjórnar Reykjavíkur árið 1870, um að byggja veitingahús í Tjarnarhólmanum og leggja brú frá Lækjargötu og út í hólmann, en meirihluti í borgarstjórn felldi þá hugmynd Sverris.
Stóru-VogarÞað Stóru-Vogahús, sem áður er getið, var ein hæð og íveruris, en árið 1912 lét Sigurjón J. Waage byggja nýtt hús á sama grunni og var hann kjallari nýja hússins. Hluti grunnsins stendur enn, þó stutt sé orðið í að þetta mikla verk hrynji í sjóinn. Nýja Stóra-Vogahúsið var með glæsilegustu húsum á Suðurnesjum. Smiður þess var Skúli Högnason úr Keflavík. Húsið var rifið árið 1965.
Stóru-Vogar áttu helming Vogalands á móti Minni-Vogum. Um aldamótin 1900 voru nær allar jarðir og tómthús í Suður-Vogum nýttar af Waageættinni eða niðjum Jóns Daníelssonar, föður Magnúsar Waage. Allir Suður-Vogabúendur greiddu landskuld til Stóru-Voga, þar með Stapabúð, Brekka og Hólmabúðir, nema þeir er voru orðnir sjálfseignabændur og höfðu keypt sig úr Stóru-Voga tofunni.
Þegar minnst er á Stóru-Vogaættina, er gjarnan nefndur sem forfaðir hennar Jón Daníelsson “hin ríki og- eða sterki”. Var hann f. 23. mars 1771, d. 16. nóv. 1855.
Í dag á Vatnsleysustrandarhreppur Stóru-Vogajörðina að undanskildum hluta heiðarlands, sem erfingjar Jóns Eyjólfssonar Waage á Seyðisfirði tóku undan við söluna á sínum tíma, og eru eigendur að.

Minni-Vogar
Minni-Vogar

Í Minnivogum bjuggu hjónin Klemens Egilsson, f. 31. okt. 1844, og kona hans Guðrún Þórðardóttir, f. 1846. Klemens var einn af stórbændum hreppsins.
Klemens lét byggja upp Minni-Voga árið 1922, smiður var Þorbjörn Klemensson úr Hafnarfirði. Húsið var byggt sem tvíbýli.
Klemens Egilsson ýmist keypti eða lét smíða skip, sem m.a. fluttu vörur milli landa. Hann og Sigurjón J. Waage létu smíða dekkbát í Noregi og þegar hann var tilbúinn til afgreiðslu, þá sigldi framleiðandinn honum til Íslands. Þetta skip hét Sörli. Skipstjóri var Sigurjón J. Waage, vélstjóri var Sæmundur Klemensson í Minni-Vogum. Útgerðin gekk vel að jafnaði, en Sörli var brellinn. Hann slitnaði tvívegis frá bátalegunni, í fyrra skiptið náðist hann og var fluttur heim, eins og hver annar strokuhestur, en í seinna skiptið tók breskur togari hann og ætlaði að færa hann til Keflavíkur. Hafði áhöfn togarans bundið dráttartaugina um mastrið og talið það öruggt, en Sörli sökk í þessari ferð. Togarinn dró inn dráttartaugina og mastrið fylgdi með. Það komast til eigendanna og mun nú vera notað fyrir ljósastaur við Vogabryggju.

Austurkot
Austurkot
Í manntali árið 1703 er sagt að búið hafi verið á sitt hvorum helmingi jarðarinnar í Minni-Vogum, eða hálflendum sem þá var kallað. Mun þar átt við tvíbýli, en norðurhverfið allt var var Minni-Voar og því síðan skipt í hálflendur, þannig að Minni-Vogar héldu 2/3 af heildinni og Austurkot 1/3 og er svo enn í dag. Að auki er nokkur hluti landsins beggja eign, s.s. Norðurkot, Grænaborg og óunnið land að mörkum Brunnastaðahverfis.

Norðurkot
Norðurkot
Norðurkot var lítið grasbýli í landi Minni-Voga og Austurkots. Ábúandi þar var Nikulás Jónsson, f. um 1830. Hann var af Stóru-Vogaættinni. Kona hans var Guðrún Gísladóttir frá Kröggólfsstöðum í Ölfushreppi, Árnessýslu.
Nikulás var dugnaðarmaður. Hann átti og gerði út marga báta þegar best lét og gerði einnig út með öðrum, s.s. Klemensi í Minni-Vogum. Hann átti lengi lítinn bát sem hann kallaði Þurfaling, enda var sagt að Nikulás berði lóminn manna best, þó talinn væri ríkur. Hann lét breyta opnu skipi sínu í dekkbát og var sá bátur kallaður Lásabátur.
Norðurkot
Nikurlás lét byggja röð af húsum, þannig að fimm stafnar stóðu fram að hlaði. Þótt ekki sé mér kunnugt um hvenær það var gert, þá tel ég að hann hafi látið gera það eftir að hann efnaðist og þó ekki fyrr en eftir að hann eignaðist sitt fyrsta barn árið 1856. Húsin gætu þá hafa verið reist um 1860. Í rústum þeim sem eftir standa má vel sjá að vandað hefur verið til verksins, því nokkrir veggir standa enn sem nýhlaðnir nema hvað gróður hefur fest rætur á þeim. Hluti húsanna eru þó hruninn fram á sjávarbakkanum. Var því byggt nýtt hús úr timbri árið 1882, (úr James-Town strandinu). Var Nikulás þá um fimmtugt.

Grænaborg
Grænaborg
Grænaborg var byggð árið 1881 í landi Minni-Voga að 2/3 hluta og Austurkots að 1/3 hluta. Húsið byggði Ari Egilsson frá Austurkoti og bróðir Klemensar í Minni-Vogum. Þarna hafði verið bær er Hólkot hét, en hann brann, og eru litlar sagnir til um þann bæ. Grænaborg hefur varla verið byggð á sama stað og Hólkot, því sagnir eru til um að á þessum stað ætti hús að brenna þrisvar.
Ari Egilsson var lærður skipstjóri og stjórnaði bæði eigin skútum og bróður síns og föður frá Minni-Vogum. En stutt var dvölin í þessu vandaða nýja húsi, því það brann voru 1883, þá tveggja ára gamalt. Þá voru þar vermenn auk heimilisfólks og komust allir af, nema ein vinnukona er brann inni.
Grænaborg
Grænuborgartóftin stóð opin í 35 ár, eða til ársins 1816, að Benjamín Halldórsson og kona hans Þuríður Hallgrímsdóttir frá Austurkoti, síðar í Stóra-Knarrarnesi 2, fengu leyfi Klemensar í Minni-Vogum til að byggja upp Grænuborg.
Grænaborg brann síðan þriðja sinni 2002.

Sjá meira HÉR.

Heimild:
-Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi eftir Guðmund Björgvin Jónsson – útgefið af höfundi 1987.

Grænaborg

Grænaborg brann þriðja sinni árið 2002.

Guðmundur Björgvin

Guðmundur Björgvin Jónsson skrifaði bókina “Mannlíf og mannvirki í Vatnsleystrandarhreppi, sem hann gaf út árið 1987. Bókin er mjög merkileg heimild um framangreint í hreppnum, en ekki síst þar sem segir af honum sjálfum.

Formáli
Brunnastaðir
Guðmundur Björgvin er fæddur að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd 1. október 1913, en þar bjuggu þá foreldrar hans, Jón Einarsson útvegsbóndi, d. 1929, og Margrét Pétursdóttir, d. 1918. Hann var því ungur að árum er hann missti móður sína, aðeins 5 ára, og föður sinn á 7. ári. Hann ólst upp hjá móðursystur sinni Guðríði Pétursdóttur að Brekku undir Vogastapa og manni hennar Magnúsi Eyjólfssyni.
Í bók Guðmundar, “Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi”, sem hann gaf út árið 1987, koma m.a. fram upplýsingar um landamerkjabréf frá 8. nóv. 1889, skjal nr. 176: “Samkvæmt landamerkjalögum frá 1270 eru landamerki milli Stóru og Minni-Voga í Vatnsleysustrandarhreppi og jarðarinnar Þórkötlustaðar í Grindavíkurhreppi er hér segir: “Frá kletti þeim er stendur við götuna norðan við Skógfell hið neðra (Litla-Skógfell) að Kálffelli og þaðan í Vatnskötlum”. Ofan skrifuðu samþykktir eigendur og umbjóðendur áminnstra jarða. Garðhúsum, Vatnsleysustrandarhreppi þ. 8. nóv. 1889, fyrir Þórkötlustaði, umbjóðandi Magnús J. Bergmann, fyrir 2/3 part Vogatorfunnar Guðm. J. Waage og fyrir 1/3 part Vogatorfunnar Klemens Egilsson. Lesið á manntalsþinginu fyrir Vatnsleysustrandarhrepp að Brunnastöðum 16. júní 1890 og fyrir Grindavíkurhrepp að Járngerðarstöðum 20. júní sama ár. – Frans Siemens sýslumaður (sign).”

Skógfellastígur

LM-merki á Stóra-Steini við Skógfellastíg.

Í Landnámu er sagt frá Steinunni hinni gömlu, er gaf Eyvindi fóstra sínum land milli Hvassahrauns og Kvígu-Vogabjargs og er það land nú nefnt Vatnsleysustrandarhreppur.
Um nafnið Vatnsleysuströnd hefur verið nokkur meiningarmunur. Oftast er nafnið tengt við vatnsleysi, sbr. að varla sjáist rennandi vatn. Önnur skýring er til, sú að vatn renni laust og óbundið neðanjarðar og er hún trúlegri. Vatnið er í miklum mæli flæðandi undir þunnum hraunhjúp, eftir opnum æðum og sprungum (gjám) frá hálendinu þar til það fellur í sjó fram og er vel greinanlegt meðfram allri strandlengunni í Vatnsleysustrandarhreppi, að vísu einungis á lágum sjó, fjöruvötnum.
Í Landnámu er Stapinn nefndur Kvíguvogabjarg og tengist það nafn þjóðsögu Jóns Árnasonar, 1. bindi bls. 127, um Marbendil er sendi bónda kvígur nokkrar og náði hann einni undir Kvíguvogabjargi, en hvenær það nafn verður að Voga-Stapa er mér ekki kunnugt.

Kerlingarbúðir (tóftir)

Kerlingarbúðir

Áletrun á klöpp við Kerlingarbúðir.

Undir Vogastapa er lítið undirlendi og ekki búsældarlegt, og treystu búendur þar því nær eingöngu á sjávarútveg. Vestast undir Stapanum, þar sem minnst er undirlendið, eru Kerlingarbúðir. Þar upp af er hægt að komast uppá Stapann, upp Rauðastíg. Í Kerlingarbúðum má sjá margar tóftir sem ýmist hafa verið mannabústaðir eða fiskbyrgi. Um þennan stað eru til þjóðsögur. Stór steinn sem í var höggvið ártalið 1780 var allt fram á síðustu ár þarna fyrir neðan sjávarbakkann. Sennilega er þarna merkileg saga sorfinn burt af sjávarróti og landeyðingu, utan þær leifar sem enn eru sjáanlegar. Í Kerlingarbúðum eru fyrstu ummerki mannabústaða á vesturenda Vatnsleysustrandarhrepps.

Stapabúð
Stapabúðir
Nokkru austar meðfram Stapanum eru aðrar kofarústir er heita Stapabúðir. Síðast var búið þar árið 1899.
Stapabúð var grasbýli og greiddi landskuld til Stóru-Voga, er átti allt land meðfram Vogastapa. Þar má enn sjá hvernig húsaskipan var háttað. Útræðisaðstaða var mjög góð og fiskisæld mikil.

Hólmabúðir (rústir)
Hólmabúðir
Hólmabúðir voru á svokölluðum Hólma, sem er um 250 metrum útfrá Stapanum og var talið grasbýli þó lítið virðist hafa verið þar grasland. Aftur á móti sést enn vel að þarna hafa verið stórir kartöflugarðar, enda fjölmenni á vetrarvertíð. Þar var mikið útræði um miðja 19. öld og fram yfir aldamót. Voru þar eingöngu svokölluð “inntökuskip”, aðkomuskip um vetrarvertíðina, eða frá byrjun mars til lokadags 11. maí. Komu skip víða að vegna fiskgegndar á innanverðum Faxaflóa. Það svæði var nefnt “Gullkista” og mun legi í minnum haft, því hvergi umhverfis landið var slík mergð fiskjar á þessu tímabili.

Stapakot

Stapabúð.

Á Hólmabúðum voru komin stór salthús 1830-1940 og á lofti þeirra voru verbúðir aðkomumanna. Í jarðabók frá 1849 segir: “Á Stóru-Vogajörð standa nú þrjú salthús, sem kaupmenn eiga og gjalda landsdrottni 48 ndl.” Sýnir þetta nokkur umsvif þeirra tíma.
Talið er að þegar útgerð var mest frá Hólmabúðum hafi verið gerð út þaðan 18 skip og ef áætlað er að jafnaði 7 menn á hvert skip verða það 126 manns. Síðan má telja landverkafólkið og má ætla að þegar mest var hafi verið þarna um 140 til 150 manns á vetrarvertíðinni. Um aldamótin komu fiskleysisár og var þá fólksflótti yfir í aðrar verstöðvar. Hólmahúsin voru rifin, efnið flutt burtu og eftir stóðu grunnar og hálfhrunin fiskbyrgi. Að vísu var útgerð áfram frá Stapabúð og Brekku og síðar komu góð fiskiár af og til.

Brekka (tóftir)
Brekka
Að Brekku undir Vogastapa fluttu hjón frá Hólmabúðum árið 1861. Það voru þau Guðmundur Eysteinsson, f. 1796, og kona hans Valgerður Þórðardóttir, f. 1799. Byggðu þau upp bæinn og bjuggu þar til ársins 1869.
Brekka var grasbýli, leiguland eins og Stapabúð og greiddi afnotagjöldin til Stóru-Voga og um 1925 var gjaldið fyrir bæði býlin kr. 20 fyrir árið. Þetta gjald hélst þar til Brekka lagðist í eyði árið 1928.

Steinsholt (að mestu horfið)
Steinsholt
Guðmundur Magnússon koparsmiður, f. um 1834, og kona hans, Ástríður Guðmundsdóttir, f. 17. júlí 1836 í Reykjavík, byggðu sér tómthús um 1874 er þau nefndu Steinsholt. Var það á milli Vogabyggðar og Vogastapa í landi Stóru-Voga. Landið fyrir neðan Steinsholt, eða sjávarmegin, heitir Kristjánstangi og þar var útgerð, enda landtaka góð. Á Kristjánstanga var þriðja salthúsið; hin tvö í Hólmabúðum, sem fyrr segir. Á miðri nítjándu öld lagðist sá útgerðarstaður niður.
Í Steinsholti má enn sjá klapparskoru (sjá mynd), sem Guðmundur refti yfir og notaði fyrir eldsmiðju. Í Steinsholti lést Guðmundur 29. mars árið 1879, og þar með lagðist sá bær í eyði.
Minna-Knarrarnes
Fyrir norðan og neðan Steinsholts, í sandfjörunni, sést í skipsstefni upp úr sandinum. Þar var skipsskaði í sept. 1904, er seglskip slitnaði upp á Vogavík og rak í fjöru án manntjóns. Skipið var frá Mandal í Noregi og var með timburfarm, er fara átti til Jóhannesar Reykdals í Hafnarfirði, en hafði einhverra hluta vegna lagst við ankeri á Vogavík, sennilega að bíða betri byrjar til Hafnarfjarðar. Hét skip þetta Fjallkonan. Timburfarmur þess var seldur á uppboði á Kristjánstanga. Þangað hafði honum verið safnað saman úr fjörunni og skipinu. Munu mörg hús hér í hrepp vera byggð úr þessu strandgóssi, m.a. Minna-Knarrarnes, af Gísla Sigurðssyni bónda þar. Var það hús rifið 1930 er núverandi Knarrarnes var tekið í notkun.
Vogavík
Í fjörunni skammt frá áðurnefndu strandi, má sjá leifar af öðru skipi er strandaði þar árið 1937, á svokölluðum Sandskerjum. Hét skipið Hansavaag, gamalt tréskip er lengi var notað til flutninga á sandi og steypumöl milli fjarða norðanlands, s.s. frá Sauðarkróki til Siglufjarðar. Áætlað var að nota skipið í þetta sinn sem fljótandi síldarsöltunarstöð og var með því í þessari ferð mikið magn af tómum sílartunnum og einnig starfsstúlkur, sem vinna áttu síldina.
Skipið kom í Vogavík árla dags í björtu og góðu verði, sigldi með landi og á Þórusker, þar sem nú er ysti hluti hafnargarðsins, losnaði þar og rak upp í áður nefnt Sandsker og er hluti skipsins þar enn.

Brekka í Vogum
Brekka Vogum
Eins og áður hefur komið fram, lagðist Brekka undir Vogstapa í eyði árið 1928 og húsið rifið af þáverandi eiganda þess Magnúsi Eyjólfssyni. Var efniviður hússins að hluta til notaður í nýtt hús sem byggt var árið 1931 í landi Bræðraparts.
Þeim hjónum Magnúsi og Guðríði varð ekki barna auðið, en ólu upp systurson Guðríðar, Guðmund Björgvin Jónsson frá Brunnastöðum. Guðmundur kvæntist Guðrúnu Lovísu Magnúsdóttur frá Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd. Byggðu þau við austurenda Brekku árið 1942 og settust þar að.
Árið 1954 seldi Guðmundur Björgvin Brekku og flutti í nýtt hús, Lyngholt.

Lyngholt
Lyngholt
Lyngholt var byggt árið 1954. Byggjandi og smiður var Guðmundur Björgvin Jónsson, fóstursonur Magnúsar og Guðríðar frá Brekku. Guðmundur og kona hans Guðrún Lovísa fluttu frá Brekku í Vogum í Lyngholt með 9 börn og með þeim flutti Guðríður, en Magnús var þá látinn.
Lyngholt er á leigulóð frá Suðurkoti og Bræðraparti og með fyrstu húsum sem staðsett voru samkvæmt skipulagi, sem tók þó ekki gildi fyrr en árið 1960.
Guðmundur Björgvin er vélvirki og hefur unnið við verkstjórn í 40 ár, Árið 1973 var Lyngholt selt, og flutti Guðmundur og Lovísa í nýtt hús að Kirkjugerði 5 í Vogum. Börn þeirra hjóna eru 12 og öll uppkomin; 1) Magnea Guðrún (látin), 2) Erlendur Magnús, 3) Haukur Matthías, 4) Hreiðar Sólberg, 5) Sesselja Guðlaug, 6) Jón Grétar, 7) Helgi Ragnar, 8) Svandís, 9) Halla Jóna, 10) Guðlaugur Rúnar, 11) Björgvin Hreinn, 12) Viktor.
Sesselja Guðlaug skrifaði m.a. bókina “Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi“, sem er gagnmerk heimild um örnefni og minjar í hreppnum ofan þess þess svæðis, sem fjallað er um í bók föður hennar, Guðmundar Björgvins.

Heimild:
-Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi eftir Guðmund Björgvin Jónsson – útgefið af höfundi 1987.
Vatnsleysuströnd

 

Camp Dailey

Í Youtube miðlinum “Vogar TV” má sjá þann 7. okt. 2018 myndband af gönguferð Vogamanna undir leiðsögn Viktors Guðmundssonar að fyrrum herspítalanum Camp Dailey á innanverðanum Stapanum, við gamla Suðurnesjaveginn, er reyndar var upphaflega lagður sem vagnvegur þar á árinu 1912. Vegagerðinni frá höfuðborginni lauk loks í Njarðvíkum árið eftir. Með tilkomu bílsins var vegurinn lagaður að þörfum hans, breikkaður og undirlagið bætt til muna. Síðan hafa framfarirnar jafnan mótast að kröfum nútímans…
Viktor Guðmundsson, svæðaleiðsögumaður á Reykjanesskaga og fyrrum FERLIRsfélagi leiddi gönguna. Hér á eftir má lesa fróðleik og myndir frá henni:

Camp Dailey

Viktor Guðmundsson leiðsegir.

Herdeildin, 22 og eitthvað svoleiðis, kom til landsins í ágúst 1942. Hún staðsetti sig fyrst á Reykjum í Hrútafirði. Í júnímánuðu árið eftir færði sveitin sig suður yfir heiðar. Eftir skamma viðdvöl í Mosfellssveit var ákveðið að reisa ætlað sjúkrahús nálægt Meeks-flugvelli á Miðnesheiði. Á árunum 1942-’43 voru um 50.000 erlendir hermenn hér á landi.

Camp Dailey

Camp Dailey – uppdráttur.

Gert var ráð fyrir veikindum og slysum af 5% af heildarfjölda eða um 2500 manns. Þann 21. ágúst 1943 sama ár hófst bygging sjúkrahússins á Camp Dailey á Vogastapa. Verkið tók 9 mánuði. Spítalinn samanstóð af 32 braggabyggingum. Auk þess bjó starfsfólk spítalans í 42 bröggum er stóðu á víð og dreif umhverfis – auk áberandi frárennslislagnar í sjó fram niður í Vogavík.

Sem betur fer var þurfti herinn lítið á spítalaþjónustinni að halda. Þegar þjónustu hans lauk eftir stríðslok 1945 brann miðkjarni spítalans í óveðri í apríl árið 1946. Í framhaldinu hirtu landsmenn aðrar leifar hans líkt og maurar úr þúfu. Öllu, sem hægt var að stela var stolið.

Camp Dailey

Camp Dailey.

Í dag er minjasvæði Camp Dailey takmarkað því nokkuð af því fór undir núverandi Reykjanesbraut, auk þess sem öðrum hlutum þess hefur lítill sómi verið sýndur.
Afliggjarinn til Grindavíkur á sínum tíma lá í gegnum búðirnar.
Enn má sjá a.m.k. tvær fóðraðar vatnsborholur hersins á svæðinu. Flestar jarðlægar minjar eru huldar lúpínu.
Menn hafa oft verið að rugla Camp Dailey við stóra húsið ofan vegarins, en það var fjarskiptastöð hersins.
Olíutankur var við hvern einasta bragga, líkt og sjá má á vettvangi.
Sýnilegustu minjarnar í dag eru steyptir stöplar undir frárennslislögn frá spítalanum er lá í sjó í Vogavík, eins og áður sagði.
Á árunum 1978-1982 var plantað grenitrjám utan í lágina þar sem spítalabraggahverfið var.
Sjá má líka myndbandið HÉR.

Í “Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi eftir Sesselja Guðmundsdóttur segir á bls, 57-58 um svæðið;
“Næst förum við um Stapann eða Vogastapa (Njarðvíkur-stapa segir Skúli Magnússon, 1785) en eldra nafn á Stapanum er Kvíguvogabjörg eða -bjarg. Vogastapi er um 5 km langur og liggur allt vestur undir Innri-Njarðvík. Sjávarmegin eru klettabelti að mestu með stórgrýtisurðum við sjávarmál en að ofanverðu eru aflíðandi hjallar mót suðri og austri. Gamla þjóð leiðin Almenningsvegur sem liggur um hreppinn endilangan og við höfum fylgt endrum og sinnum heitir nú Stapagata. Hún liggur um Stapann endilangan og er lýst aftast í ritinu.

Camp Dailey

Fyrr á öldum lá þjóðleiðin til Suðurnesja ofar (sunnar) á Stapanum og í heimild frá árinu 1840 er hún kölluð Gamli-Stapavegur. Sú gata er nú horfin að mestu leyti á eystri hluta Stapans en vestar sást hún býsna glöggt fyrir fáum árum allt til Innri-Njarðvíkur. Nú er gamla þjóðleiðin á þeim kafla eyðilögð af vinnuvélum. Mjög villugjarnt var á Gamla-Stapavegi segja heimildir og þess vegna var gerð ný þjóðleið og lá sú nær sjónum.
Við Stapahornið milli Gamla-Keflavíkurvegar og Reykjanesbrautar er slétt svæði en á því var reist herskálahverfi árið 1942 sem kallað var Dailey camp. Þar var sjúkrahús með fullkomnum skurðstofum og sjúkrarými fyrir 250 sjúklinga og var eina starfandi hersjúkrahúsið hér á landi í stríðslok. Dailey camp brann til kaldra kola í óveðri í apríl árið 1946. Eldri hreppsbúar nota enn þetta örnefni yfir umrætt svæði. Frá herskálunum lá skolplögn niður Stapabrekkuna og síðan í sveig allt til sjávar. Á lögninni eru opnir steyptir brunnar, sumir nokkuð háir, með stuttu millibili og hafa þeir ótrúlega lengi staðist tímans tönn.
Við Dailey camp að austanverðu plöntuðu systur úr Soroptimistaklúbbi Keflavíkur trjám árið 1990 og kölluðu svæðið Bjartsýnisreitinn. En það er til önnur skýring: Soror þýðir systir á latínu og optimist þýðir bjartsýnismanneskja þannig að soroptimisti þýðir bjartsýnissystir og þá er örnefnaskýringin ljós.
Bjallar heita hjallarnir eða misgengin sem ganga suðvestur úr Vogastapa og eru þeir fimm í hreppslandinu en sá efsti og syðsti fylgir B-svæði. Eitthvað eru sérnöfn Bjallanna óljós, svo virðist sem tvö nöfn geti átt við einn og sama Bjallann og erfitt er að staðsetja Mýrabjalla, Sandbjalla og Miðbjalla. Næsta víst er þó að sá bjalli sem er fyrir vestan Dailey camp heitir Lyngbjalli og sá vestan hans heitir Kálgarðsbjalli. Bjallinn sá dregur nafn sitt af kartöflugarði (hreppsgarði), norðan Gamla-Keflavíkurvegarins, sem þar var um aldamótin.”

Heimildir:
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi, Sesselja Guðmundsdóttir, bls, 57-58, Lionsklúbburinn Keilir 2007.
-Vogar TV 7, leiðsögn Viktors Guðmundssonar, okt. 2018.

Camp Dailey

Camp Dailey.

Hólmsbúð

Í bók Árna Óla “Strönd og Vogar”,- úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs Arnarssonar, er fjallað um “Gömlu veiðistöðina” Hólmabúð undir Stapanum vestan Voga.

Strönd og vogar

Strönd og vogar – Árni Óla.

“Ég fór að skoða Hólmabúðir, hina gömlu veiðistöð undir Vogastapa. Með mér var Egill kennari Hallgrímsson, sem fæddur er og upp alinn í Minni-Vogum og þekkir hvern stein og hverja þúfu þar í grenndinni. Hann man og þá tíma, er aldahvörf urðu í útgerðarháttum hér.
Stóru-VogarVið gengum inn fyrir Vogavíkina, þar sem nefnist Vogasandur. Austan megin víkurinnar blasir þá við hin nýja byggð, þorpið, sem er samvaxið gamla bæjahverfinu. En sá er enn munur á þorpinu og gamla hverfinu, að í hverfinu eru stór tún umhverfis hin nýju hús, er reist hafa verið á jörðunum. Yst á tanganum er svo frystihúsið og sjóbúðir, en fram af þeim hafnargarður og bryggja, sem hreppurinn á. Við bryggjuna eru bundnir nokkrir vélbátar. Hér er nýi tíminn að ryðja sér til rúms.
Hér voru áður tvær jarðir, Stóru-Vogar og Minni-Vogar, og fylgdu þeim nokkrar hjáleigur, og em orðnar að sérstökum býlum sumar, en aðrar hafa lagst niður. Hér er Suðurkot og Nýibær, Hábær (er áður hét Tuðra) og Tumakot, Austurkot og Norðurkot. Þessi „kota“-nöfn eru löngu orðin úrelt, því að hér eru engin kot. En sjálft höfuðbólið Stóru-Vogar, sem mun veralandnámsjörðin Kvíguvogar, hefir lengi staðið í eyði og er nú að hruni komið. Þarna var þó einu sinni hæsta timburhúsið í Vogunum. En grunnur þess er óbifanlegur. Það em útveggir steinhúss, sem Jón Magnússon Waage reisti árið 1871 og mun hafa verið fyrsta steinhús, sem íslenskur bóndi lét reisa. Smiðurinn var Sverrir Runólfsson steinhöggvari, og segir í Iðnsögu íslands, að þetta hafi verið eitthvert helsta verk Sverris, og smíðaði hann þó bæði Skólavörðuna í Reykjavík og Þingeyrarkirkju. (Í Iðnsögunni er sú villa, að húsið hafi verið reist í Minni-Vogum). Veggir hússins voru tvíhlaðnir úr hraungrýti, sem lagt var í kalk og er veggjaþykktin 1 al. 6”—1 al. 9”. Loft, gólf og þaksúð var úr plægðum borðum og helluþak á húsinu. Sjórinn er alltaf að brjóta bakkann hjá Stóru-Vogum og er kominn alveg heim að húsinu. Nú seinast hefir hann brotið skarð í sjóvarnargarð, sem þar var gerður, svo að undirstaða hússins er í hættu.
Fram af Austurkoti er tjörn á sjávarbakkanum og grandi fyrir framan.
HómabúðÁ þessum granda stóð áður ein af hjáleigunum og hét Eyrarkot, en grandinn Eyrarkotsbakki. Þar var útræði fyrrum. í tjörninni er stór og grasgefinn hólmi og þar verpur fjöldi af kríum. í miðri byggðinni er hár hóll, sem Arahóll nefnist, og stendur á honum varða mikil, sem heitir Aravarða. Undir hólnum er fagur hvammur, og þar á með tímanum að koma skrúðgarður og skemmtigarður þorpsins. Fram undan er svo Vogavíkin, lygn og svipfríð, og í henni speglast Stapinn með grænum geirum, skriðum og klettabeltum. Hann setur og sinn svip á allt umhverfið. Það er fagurt í Vogum, og hvergi hefi ég séð fegurra sólarlag en þar.

Þegar staðið er innan við Vogavíkina, er auðséð, að hér hefir sjórinn brotið mikið land. Er ekki ósennilegt, að í fornöld hafi verið graslendi fyrir botni víkurinnar og út með Stapanum að vestan. En það er þá allt horfið og eftir standa svört sker og tangar. Mestur er Kristjánstangi fyrir miðjum víkurbotninum. Þar stóð einu sinni salthús, og ef til vill hefir verið þar útræði einhvern tíma, en þess sjást nú ekki merki og enginn veit neitt um það að segja. Saltgeymslan hefir ef til vill aðeins verið fyrir Stóru-Voga.
HólmabúðVið höldum nú vestur að Stapa. Á þeirri leið eru réttir þeirra Vogamanna, hlaðnar úr grjóti undir klapparholti nokkru. Þetta eru gömlu réttirnar á Suðurnesjum, og þangað kom fé úr öllum nálægum hreppum og margt fólk, meðan réttadagurinn var einn af hátíðardögum ársins. Skammt fyrir ofan er Suðurnesjavegurinn og liggur upp á Stapann sunnanverðan. Við höldum gamla veginn, sem lá út með Stapanum, og verður þá brátt fyrir okkur dæld eða skarð í Stapann. Þetta er hið alkunna Reiðskarð, þar sem alfaravegurinn lá öldum saman, brattur nokkuð og stundum ófær á vetrum vegna fannkyngi í skarðinu. Utan við skarðið hækkar Stapinn mjög, og með flóði fellur sjór þar upp að honum, svo ekki verður komist nema klöngrast hátt í skriðum. Nú var fjara og leiðin greið. Utan við þessa forvaða er svo komið að Hólmabúðum, sem eru gegnt Vogabæjunum. Hér er enn nokkur undirlendisskák með fram Stapanum. Þar eru háar og grýttar skriður á aðra hönd, með nokkrum grasgeirum á milli, en klettabelti efst í brúnum. Á hina höndina skagar nes út í víkina. Þetta er Hólminn, og hér hefir eflaust verið veiðistöð um margar aldir. Saga þeirrar útgerðar er nú glötuð, nema hvað nokkuð er vitað um sögu Hólmans síðan um 1830—40, að hið svonefnda „anlegg” rís þar upp. En svo nefndu menn í daglegu tali hús þau, er Knudtzon lét reisa þarna, salthús og fisktökuhús. Knudtzon var aldrei kallaður annað en „gróssérinn”.
HólmabúðMjór tangi tengir Hólminn við land. Þar standa skrokkar af tveimur gömlum vélbátum og hallast hvor upp að öðrum í sameiginlegu umkomuleysi. Þetta voru einu sinni glæsilegar fleytur, sem drógu björg í þjóðarbú, en eru nú ekki annað en tvö útslitin hró, sem lokið hafa ætlunarverki sínu. Og á skeri þar rétt fyrir innan er ferlíki nokkurt, hálft í sjó og hálft uppi á skerinu. Þetta er einn af innrásarprjámum þeim, er bandamenn smíðuðu til þess að flytja á herlið sitt til Frakklands 1944.
En hvernig stendur á því, að slíkt fartæki er komið hér inn á Vogavík? Sú er saga til þess, að Óskar heitinn Halldórsson keypti nokkra af þessum stóru prjámum eftir stríðið og lét draga þá hingað. Síðan hafa þeir allir, nema þessi eini, verið notaðir til hafnargerðar á þann hátt, að þeir hafa verið fylltir með steinsteypu og síðan sökkt sem steinkerjum, þar sem hafnargarðar hafa verið gerðir.
Þegar komið er út í Hólminn, er hann nokkuð stór og hringlaga. Má þar sjá leifar af miklum mannvirkjum. Fyrst er þar grunnur undan stóru húsi, sem líklega hefir verið fisktökuhús og íbúðarhús umsjónarmannsins, sem þarna var. Þetta hús hefir verið um 15 metrar á lengd og breitt að því skapi. Þar hjá er grunnur undan öðru húsi, og þar mun hafa verið salthúsið, sem tók 2000 tunnur af salti. Steinstéttir eru umhverfis þessi hús, en hvort það hafa verið gangstéttir, eða ætlaðar til að breiða á þær fisk, verður ekki sagt.

Hólmabúð

Hólmabúð séð af Stapanum.

Fremst á Hólminum eru rústir af grjótbyrgjum, þar sem vertíðarmenn hafa saltað fisk sinn. Hefir sjórinn brotið nokkuð af þessum byrgjum, svo að nú verður eigi séð, hve mörg þau hafa verið, en heillegar tóftir standa eftir af sumum. Þarna eru og leifar af miklum grjótgörðum. Tvö svæði á stærð við meðalkálgarð eru þar afgirt með grjótgörðum, og getur verið, að annað þeirra hafi verið bátaskýli, og hafi menn dregið inn í það báta sína þegar mjög hvasst var, svo að þá tæki ekki upp. Þessi rétt eða skýli hefir verið rétt við lendinguna innan á Hólmi, en svo var önnur lending utan á honum. Seinustu útgerðarmenn þarna, meðan „anleggið“ var, voru bændur úr Kjós, af Kjalarnesi, Seltjarnarnesi og úr Reykjavík. Er talið, að þeir hafi haft þar 18 báta.

Stapabúð

Stapabúð.

Seinasti „útlendingurinn”, sem gerði þarna út, var Haraldur Böðvarsson kaupmaður á Akranesi. Hann eignaðist fyrsta vélbát sinn, „Höfrung“, árið 1908 og gerði hann út í Vestmannaeyjum á vertíð 1909. Þetta var ekki nema 8 tonna bátur, og Haraldi leist ekki á að hafa hann þar. Og eftir að hafa athugað alla staði hér nærlendis, taldi hann Hólmabúðir á Vogavík heppilegasta útgerðarstaðinn fyrir sig. Þar var gott lægi fyrir litla vélbáta innan við Hólminn, og þar mátti draga þá á land, ef þurfa þótti. Að vísu var gamla verstöðin komin í eyði fyrir löngu, en hann reisti þarna dálítið hús í félagi við annan útgerðarmann, og gerði síðan út þar í þrjú ár, eða þar til hann fluttist til Sandgerðis með útveg sinn. Tveir af kunnustu útvegsmönnum við Faxaflóa, Geir Zoega og Haraldur Böðvarsson, byrjuðu því báðir útgerð sína í Vogunum.
Þurrabúð rís fyrst í Hólmi 1830. Bjarni Hannesson hét sá, er þar bjó fyrstur. Hann mun hafa dáið um 1844. Kona hans, Valgerður Þórðardóttir, giftist síðan Guðmundi Eysteinssyni, er verið hafði vinnumaður hjá þeim, og voru þau í Hólmabúðum fram til 1848.
Það er á þessu tímabili, að Knudtzon byrjar „anleggið” þarna. Mun hann hafa haft þar sérstaka afgreiðslumenn, sem ekki hafa dvalist þar nema tíma og tíma. Hólmabúðir munu þá hafa verið orðnar grasbýli. Leggur Knudtzon það undir sig, þegar Guðmundur fór þaðan, og fylgir það síðan stöðinni.

Hólmabúð

Hólmabúð.

Árið 1850 kemur að Hólmabúðum Jón Snorrason dbrm. á Sölvahóli í Reykjavík, og er hann fyrst nefndur verslunarþjónn, en síðar verslunarstjóri. Fær Jón þann vitnisburð, að hann sé „prýðilega að sér og gáfaður dánumaður“. Hann var þarna í sex ár. Næstur honum er Kristján Jónsson, og er hann þar í þrjú ár. Síðan er Guðmundur Magnússon þarna eitt ár.
Árið 1860 koma þau þangað Jón Jónsson prentari, sem kenndur var við Stafn í Reykjavík, og kona hans Sólveig Ottadóttir, Guðmundssonar sýslumanns. Þau eru þar í þrjú ár. Þá tekur við Egill Ásmundsson, en næsta vetur hrapaði hann í Vogastapa og beið bana.
Árið 1864 koma svo Jón Breiðafjörð og Arndís Sigurðardóttir að Hólmabúðum, og var Jón forstjóri stöðvarinnar um 12 ára skeið. Á sama tíma rak hann einnig útgerð fyrir sjálfan sig, og var þarna oft 14 manns í heimili hjá þeim. Vorið 1876 fluttust þau svo að Brunnastöðum, eins og fyrr er getið. Næsti forstjóri Hólmabúða var Stefán Valdimarsson Ottesen, og gegndi hann því starfi fram til 1882. Þá er mjög farið að draga úr útgerð þarna. Eftir það kom þangað Björn nokkur Guðnason og var þar til ársins 1898. Hann hefir sennilega verið seinasti stöðvarstjóri í Hólmi. Seinasti maður, sem þar bjó, hét Elís Pétursson, og var hann þar aðeins árið. Síðan fara engar sögur af stöðinni, og munu húsin hafa verið rifin um aldamót.
[FERLIR barst síðar eftirfarandi tölvupóstur frá Ferne Gudnason, Mirror, Alberta, Canada: “Thank you for the Information on FERLIR about Hólmabúð which mentions my great grandfather, Bjorn Gudnason who was born in 1834 and moved to Canada in August of 1900 and then returned to Iceland in 1916 and died at Narfakot in December 1916. He is buried at Kalfatjornkirkja.
I have been to  Hólmabúð   twice with Viktor Gudmundson from Vogar as a guide.  It is very emotional to stand on the land where one’s ancestors worked and lived. – Thank you.“]

Hólmabúð

Hólmabúð. Drónamynd Elg.

Á undirlendinu með fram Stapanum eru rústir af tveimur býlum, sem upphaflega voru þurrabúðir, en urðu að grasbýlum. Annað þeirra hét Brekka. Þetta býli reisti Guðmundur Eysteinsson, er hann fór frá Hólmabúðum 1848, og bjó hann þar fram til 1861. Síðan eru þar nokkrir ábúendur skamma hríð, en 1869 flyst þangað Guðmundur Jónsson og bjó þar í full 30 ár og hafði oft húsmennskufólk á vegum sínum. Árið 1899 koma þangað hjónin Pétur Jónsson og Guðlaug Andrésdóttir ásamt sex uppkomnum börnum sínum. Pétur bjó þarna til dauðadags 1916, og var þar þá oft mannmargt. Síðan bjó ekkja hans þar eitt ár, en þá tók við búinu tengdasonur hennar, Magnús Eyjólfsson, og bjó þar fram um 1930, en hafði þó býlið undir miklu lengur. Á Brekku stendur enn stofuveggurinn, hlaðinn forkunnarvel úr grjóti.

Stapakot

Stapabúð.

Kippkomi utar eru rústir hins býlisins, en það hét Stapabúð. Það reisti fyrst Jóhannes nokkur Guðmundsson 1872 og bjó þar tvö ár. Næsti ábúandi, Pétur Andrésson, bjó þar þrjú ár. Þá fluttist þangað ekkja, Herdís Hannesdóttir, ásamt 4 börnum sínum og bjó þar til 1885. Seinustu árin bjó þar á móti henni tengdasonur hennar, Eiríkur Eiríksson, sem var kvæntur Guðlaugu Helgadóttur. Eftir það koma þangað hjón, er bjuggu þar aðeins árið. En síðan flytjast þangað Jón Jónsson og Kristín Illugadóttir og búa þar til ársins 1896. Þegar þau fluttust þaðan, lagðist Stapabúð í eyði, en bóndinn á Brekku mun hafa nytjað tún það, sem þar hafði verið ræktað og mun hafa verið um kýrfóðursvöllur. Á Stapabúð er járnþak baðstofunnar enn uppi hangandi. Hér mótar fyrir gömlum grjótgörðum, og má vera, að sumir af þeim hafi verið gerðir til að þurrka á þeim skreið, því að útræði var hér og á Brekku áður en býlin komu. Hjá Stapabúð eru einnig rústir af saltfiskbyrgjum, en þau hafa ekki verið gerð fyrr en farið var að salta fisk, og saltfiskverkun hófst ekki hér við Faxaflóa fyrr en á árunum 1820—1840. Enn utar með Stapanum eru hinar svonefndu Kerlingabúðir. Þar hefir aldrei verið neitt býli, heldur aðeins sjóbúðir og sést nú lítið af þeim, því að sjór hefir brotið þær að mestu leyti.

Hólmabúð

Hólmabúð. Drónamynd Elg.

Hérna undir Vogastapa, þar sem nú eru aðeins gamlar rústir, hefir sjálfsagt verið mikil verstöð fyrrum, jafnvel allt frá Hrolleifs dögum, því að hér hefir hagað enn betur til um sjósókn heldur en á Gufuskálum, þar sem Steinunn gamla ákvað að vera skyldi vermannastöð frá Hólmi í Leiru. Vermenn hafa átt hér búðir öldum saman, þó að þeirra sjáist nú engar minjar. Sumar hefir sjórinn tekið, en aðrar hafa breyst með tímanum °g grjótið úr þeim notað í nýjar byggingar. Hér hafa verið góðir lendingarstaðir, meðan sjór var sóttur á opnum bátum, og sjaldan brást afli undir Stapanum. Eftir að fyrstu, litlu vélbátarnir komu, var gott vetrarlægi fyrir þá innan við Hólminn. En þegar stóru vélbátarnir komu, þá var þar ekki lengur griðastaður, og þá varð að gera höfn og hafnargarð.
Útgerðarhættir breytast og veiðiskapur breytist. Eitt er víst, að róðrarbátaútgerð hefst ekki aftur, og þess vegna eru nú gömlu varirnar og lendingamar til einskis nýtar. En staðhættir breytast ekki að sama skapi, og enn liggur Vogavík vel við útgerð. Sú útgerð verður mjög breytt frá því sem áður var, og jafnvel frá því sem nú er. Og þá minnist ég fyrsta mannsins, sem hafði hug á því að veiða síld í Faxaflóa til söltunar. Hann átti heima hér í Vogunum og var þarna langt á undan sínum tíma. Það er ekki fyrr en nú á seinni árum, að augu manna hafa opnast fyrir því, að hægt muni að stunda síldveiðar með góðum árangri hér í flóanum. Þar hefir Haraldur Böðvarsson verið brautryðjandi, og get ég ekki stillt mig um að taka hér upp það, sem eftir honum var haft á sjötugsafmæli hans: „Faxasíldin er gullnáma, sem enn hefir ekki verið unnin, nema að nokkru leyti, en enginn vafi er á því, að hún verður drjúg tekjulind fyrir þjóðarbúskapinn í náinni framtíð. Síldina er líklega hægt að veiða flesta mánuði ársins.”
Ég held, að útgerðin í Vogunum eigi eftir að breytast bráðlega, að þar sé ný aldahvörf í aðsigi. Ég held, að Voganir eigi eftir að verða að síldarbæ — stórum síldarbæ.”

Heimild:
-Árni Óla – Strönd og Vogar, úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs Arnarssonar, Gömul veiðistöð, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1961, bls. 152-159.

Hólmabúð

Pramminn innan við Hólmabúð. Drónamynd Elg.

Móakot

Í Aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla II, má m.a. lesa eftirfarandi um bæi, s.s. Hlöðunes, Narfakot, Hlöðuneskot, Ásláksstaði, Knarrarnes, Breiðagerði og Vatnsleysubæina, og nokkrar aðrar merkar minjar í sveitarfélaginu.

Hlöðunes (býli)

Hlöðunes

Hlöðunes.

Jarðadýrleiki óviss 1703, konungseign. JÁM III, 127. 9. september 1447: Bréf um jarðaskipti Einar Þorleifssonar og Steinmóðar ábóta í Viðey. Einar lét klaustrið í Viðey hafa jarðirnar, Voga (20 hdr.), Hlöðunes (20 hdr.), tvenna Ásláksstaði (40 hdr.), Knarrarnes tvö ( 30 hdr.), Breiðagerði fyrir (10 hdr.). DI IV 707-708.
1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 115. 1584: Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 4 vættir fiska. Árni Óla: Strönd og Vogar, 26.
1703: Hlöðuneskot eina hjáleigan. JÁM III, 129. 1847: Hjáleigur í byggð eru Narfakot og Hlöðuneskot. JJ, 90. “Hlöðuneshverfi á Vatnsleysuströnd tilheyrðu eftir taldir bæir. Hlöðunes, Halldórsstaðir, Narfakot, Miðhús, Bjarghóll, Nýlenda, Holt var rétt hjá Hlöðunesi og á Töngunum Gerði og Atlagerði.” Ö-Hlöðunes, 3, 5. Klöpp var einnig afbýli sem fór í eyði fyrir aldamótin 1900. GJ: Mannlíf og mannvirki, 253.

Hlöðunes

Hlöðunes 1939.

Jörðin einnig nefnd Hlöðversnes. Þar var tvíbýli og seinni bærinn nefndur Hlöðversneskot, Gilsbakki og Vesturkot (sjá Hlöðuneskot).
1703: “Túnin brýtur sjór með sandi og grjóti æ meir og meir. Engjar eru öngvar. Úthagar litlir um sumar, nær öngvir um vetur nema fjaran.” JÁM III, 129.
1919: Tún 3,6 teigar, garðar 1500m2 samkvæmt túnakorti.

Hlöðunes

Hlöðunes.

Bæjarhóll Hlöðuness er á náttúrulegri hæð í miðju túni. Jörðin fór í eyði í kringum 1960 og er nú í eigu Nesbús sem rekur eggjabú á jörðinni suðaustan við gamla heimatúnið, fast norðan við Vatnsleysustrandarveg. Á bæjarhólnum sjást nokkrir grunnar, m.a. líklega síðasta íbúðarhússins. Engar vísbendingar eru um annað en að bærinn í Hlöðunesi hafi staðið á þessum stað um aldir. Í túninu eru grónar hæðir og suðaustan við bæinn hefur verið tjörn eða mýrlendi en það var þurrt þegar skráningarmaður var á ferð í júní 2012.

Hlöðunes

Hlöðunes.

Sem fyrr segir er bæjarhóll Hlöðuness á náttúrulegri hæð og er bæjarhóllinn sjálfur ekki afgerandi. Hann virðist vera um 30×25 m að stærð og snýr nálega norður-suður. Hann er um 1 m á hæð. Á bæjarhólnum er hlaðinn grunnur íbúðarhúss og ummerki um tengd hús. Húsgrunnurinn (kjallarinn) A snýr norðvestur-suðaustur. Hann er um 7×5 m að stærð. Op er á honum á miðri suðvesturhlið. Þar eru þrep ofan í kjallarann. Í veggjum er sementslím milli steina og eru þeir múraðir að utan að hluta. Kjallarahleðslurnar standa um 0,6 m upp úr jörðu. Kjallarinn er um 1,2 m á dýpt og sjást 8 umför í hleðslum. Veggir eru 1-1,5 á þykkt. Hlaðinn skorsteinn er í kjallaranum.

Hlöðunesbrunnur (vatnsból)
“Hlöðunesbrunnur. Halldórsstaðabrunnur og þá Narfakotsbrunnur voru allir skammt frá bæjum í Túnunum,” segir í örnefnaskrá. Samkvæmt túnakorti frá 1919 var brunnur um 80 m norðan við bæ og er það að líkindum Hlöðunesbrunnur. Brunnurinn er enn greinilegur.
Brunnurinn er í fremur sléttu og flatlendu túni. Brunnurinn er byrgður og því sést ekki ofan í hann. Hann stendur nokkuð upp úr túninu og er um 3×3 m að stærð og 0,4 m á hæð. Brunnurinn er gróinn. Ekki fengust upplýsingar um það hversu djúpur hann er en ætla má að hann sé grjóthlaðinn.

Hlöðunessel (sel)

Hlöðunessel

Hlöðunessel.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: “Selstöðu á jörðin þar sem heitir Hlöðunesskinn, og eru þar hagir bjarglegar en vatnsból í lakasta máta, so orðið hefur fyrir vatnsskort að flytja heim úr selinu,” “… þaðan beina línu sunnan til við Ásláksstaðaholt upp í Hrafnhóla og þaðan beina línu sunnan til við Hlöðunessel Gamla, til Fjalls …,” segir í örnefnaskrá um sama stað. “Undir Hlöðuneskinn í lægð mót austri stóð Gamla-Hlöðunessel eða Hlöðunessel, þar sjáum við tvær mjög gamlar tóftir en túnið er svo til horfið vegna uppblásturs sem hefur verið mikill þarna,” segir í Örnefnum og gönguleiðum. Selið er um 7,1 km suðaustan við bæ. Selið er langt uppi í heiði þar sem uppblástur er nokkuð mikill.
Selið er í brekku móti austri og hefur verið ágætt seltún austan við það í skjóli hlíða til suðurs og suðausturs. Nánast allt seltúnið er horfið vegna uppblásturs en enn sést grænn graskragi í brekkurótum til suðurs og suðausturs. Uppblásturinn er kominn mjög nærri tóftunum sem enn sjást á svæðinu og stafar þeim mikil hætta af honum.
Minjar í selinu eru á svæði sem er um 90×10 m að stærð og snýr norður-suður.

Halldórsstaðir (býli)

Halldórsstaðir

Halldórsstaðir – örnefni.

“Hlöðuneshverfi á Vatnsleysuströnd tilheyrðu eftir taldir bæir. Hlöðunes, Halldórsstaðir, Narfakot, Miðhús, Bjarghóll, Nýlenda, og Holt var rétt hjá Hlöðunesi og á Töngunum Gerði og Atlagerði,” segir í örnefnaskrá. Utan um Halldórsstaðatún er túngarður. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Jörðin var byggð úr 1/4 af torfunni. Búið að slétta allt.” Samkvæmt túnakorti frá 1919 voru Halldórsstaðir um 150 m norðaustan við bæ. Jörðin fór í eyði á síðari hluta 20. aldar. Á túnakortinu eru sýnd 5 útihús, einn brunnur, ein þró og þrír kálgarðar. Fyrir utan bæjarstæðið sáust þrjár tóftir (ein þeirra er ekki sýnd á túnakorti), leifar af brunni og leifar af tveimur kálgörðum. Á túnakorti er afgirt tún NNA við tún Halldórsstaða og stendur þar að það sé útgræðsla og að þar hafi þurrabúðin Bjarghóll staðið en búið sé að slétta úr minjum um það. Ekki er ljóst hvort að útræktin hafi tilheyrt Halldórsstöðum eða Narfakoti á fyrri hluta 20. aldar þegar túnakortið var gert. Í dag (2012) tilheyrir það hins vegar ábúendum í Narfakoti.

Túnið á Halldórsstöðum er nokkuð flatlent nema meðfram austurjaðri þess en þar eru grónar klappir. Vegur heim að Narfakoti liggur austan og norðaustan við túnið og hefur valdið raski á þeim kálgarði sem er næstur bæjarstæðinu.
1919: Tún 1,9 teigar, garðar 1300m2. Hér eru þær minjar sem tilheyra býlinu skráðar saman undir einu númeri en hverju mannvirki gefinn bókstafur til aðgreiningar. Minjasvæðið er um 145×50 m að stærð og snýr norður-suður.

Halldórsstaðir

Halldórsstaðir.

Leifar af íbúðarhúsi og sambyggðu útihúsi A eru norðarlega í túni Halldórsstaða. Þarna eru hlaðin og steypt hús saman sem ná yfir svæði sem er um 20×10 m að stærð og snýr austur-vestur. Íbúðarhúsið var í austurenda svæðisins og var grunnflötur þess um 9×10 m að stærð og sneri það norður-suður. Í norðaustasta hluta hússins er hlaðinn kjallari undir hluta hússins sem er búið að rífa að öðru leyti. Kjallarinn er um 4×4 m að innanmáli en mjókkar til suðurs. Hann er um 1 m á dýpt og sjást 5-6 umför í hleðslum sem eru með sementslími. Kjallarinn er fullur af rusli og steypubrotum. Kjallarinn virðist ekki vera niðurgrafinn, heldur er hann hlaðinn í sprungu í lágum hraunhól sem húsið stóð á.

Miðhús (býli)

Hlöðunes

Miðhús.

“Hlöðuneshverfi á Vatnsleysuströnd tilheyrðu eftir taldir bæir. Hlöðunes, Halldórsstaðir, Narfakot, Miðhús, Bjarghóll, Nýlenda, Holt var rétt hjá Hlöðunesi og á Töngunum Gerði og Atlagerði,” segir í örnefnaskrá. Þar segir einnig: “Miðhús er álitið að sé 10 álnir, að fornu mati úr Hlöðuneshverfi. Lóð sú er býli því fylgir, sem er upphaflega Matjurtagarður og Stakksstæði, er öll afgirt með Grjótgörðum og liggur við sjóinn …”. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Miðhús var eignarland með lítilsháttar grasnyt og var í Hlöðversneslandi.” Miðhús fóru í eyði upp úr aldamótunum 1900 og lagðist býlið undir Narfakot. Minjar um Miðhús eru um 200 m norðan við bæ.
Samkvæmt túnakorti frá 1919 var tún Miðhúsa afmarkað með túngarði B og innan hans voru tvö mannvirki; bæjarhús.
Minjarnar eru í suðausturhorni lítils túns niður við sjó sem afmarkað er með grjótgörðum. Sjórinn hefur mjög gengið á land á þessum stað og brotið af túninu. Meint bæjartóft er á hól í túninu.
Minjar um Miðhús sjást á svæði sem er um 50×30 m að stærð og snýr austur-vestur.

Bjarghóll (býli)

Hlöðunes

Hlöðunes.

“Hlöðuneshverfi á Vatnsleysuströnd tilheyrðu eftir taldir bæir. Hlöðunes, Halldórsstaðir, Narfakot, Miðhús, Bjarghóll, Nýlenda, Holt var rétt hjá Hlöðunesi og á Töngunum Gerði og Atlagerði,” segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Jörðin fór í eyði fyrir aldamótin 1900.” Á túnakorti frá 1919 er staðsetning býlisins Bjarghóls sýnd en þar stendur einnig að öll ummerki um býlið séu horfin. Býlið var um 60 m norðan við Halldórsstaði og um 185 m norðaustan við Hlöðunes. Bjarghóll var á fremur litlum og lágum hól í flatlendu og sléttlendu túnstykki norðaustan við veg heim að Narfakoti. Í norðausturhorni túnsins er allhár hóll sem er að hluta innan túns og að hluta utan þess. Hlaðinn garður er meðfram túni og tengist Narfakotstúngarði.
Engar minjar um býlið Bjarghól sjást á vettvangi og hefur það líklega allt verið rifið og sléttað út við túnrækt. Ekkier hægt að útiloka að einhverjar leifar af því leynist enn undir sverði.

Nýlenda (býli)
“Hlöðuneshverfi á Vatnsleysuströnd tilheyrðu eftir taldir bæir. Hlöðunes, Halldórsstaðir, Narfakot, Miðhús, Bjarghóll, Nýlenda, Holt var rétt hjá Hlöðunesi og á Töngunum Gerði og Atlagerði,” segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Nýlenda var í landi Hlöðversness. … Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur um 1900 og þá lagðist Nýlenda í eyði.” Ekki fengust neinar upplýsingar um það hvar Nýlenda var og því var ekki unnt að staðsetja býlið með innan við 50 m skekkju. Ekki er útilokað að Nýlenda hafi verið þar sem tóft var skráð en þar er líklegt að hafi verið hjáleiga.

Holt (býli)

Holt

Holt.

“Hlöðuneshverfi á Vatnsleysuströnd tilheyrðu eftir taldir bæir. Hlöðunes, Halldórsstaðir, Narfakot, Miðhús, Bjarghóll, Nýlenda, Holt var rétt hjá Hlöðunesi og á Töngunum Gerði.
Í örnefnaskrá segir: “Holt var sem fyrr segir þurrabúð í Hlöðunestúni.” Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Bærinn byggðist fyrir aldamót.” Ekki fengust neinar upplýsingar um það hvar Holt var og því var ekki unnt að staðsetja býlið með innan við 50 m skekkju.

Hlöðversleiði (legstaður)

Hlöðunesleiði

Hlöðversleiði.

Í Frásögum um fornaldarleifar segir: “Firir utan þennan Hól eru hér i Sókninni 3 önnur Fornmannaleidi; þar af, 2 á Asláksstödum sitt yfir hverju fyrstu Hióna þar / ad sagt er/ 1 á Hlödunesi, Öll þessi snúa ad Höfudgafli i Midmundastad, 9 álma ad leingd hvert, og nær 2 al: breid ofan, eru grasi vaxinn, svo sem þau eru í midjum Túnum, innan smárra gamallra Gyrdínga sem adeins siást hinar sydurstu Rústir af, og eru enn nú kölluð Korngerði, likleg til at hafa á fyrri ölldum til Kornfædis höfð, þó nú séu þýfd orðin; hid minsta þeirra er 49 fadmar hit stærsta herum 250.”

“Halldórsstaðir stóðu í Halldórsstaðatúni og í því rétt við Halldórsstaðastíginn er svo nefnt Hlöðuversleiði. Á þar að vera heygður landnámsmaður Hlöðuness, sem þá ætti að heita Hlöðversnes og er af sumum nefnt,” segir í örnefnaskrá. Fjallað er um Hlöðversleiði á heimasíðu Ferlirs: “Helgi [Davíðsson frá Ásláksstöðum stærri] sagði fyrrnefnt leiði [Hlöðversleiði] vera í eða upp á litlum ílöngum hól í Hlöðunestúninu, milli Narfakots og Hlöðuness. Hann hafi einhverju sinni sett stein upp á hólinn, en steinninn væri nú horfinn. Hlöðversleiðið væri ómerkt, en enn væri vitað hvar það væri.

Hlöðversleiði

Hlöðversleiði fremst.

Sesselja Guðmundsdóttir sagði að Klemens Kristmannsson (f. 1917, d. 2005) hafi gengið með henni um túnið í júní 2004 og sýnt henni staðinn þar sem Hlöðvershaugur stóð, ílöng þúst, líktist leiði. Túnið var sléttað út ca 1944. Húsfreyjan þá, Silla, var ekki ánægð með rótið þegar hún frétti af því.. […] Helgi sagði reyndar tvö fornmannaleiði vera við Hlöðunes. Guðrún Kristmannsdóttir, dóttir Kristmanns Runólfssonar, bónda í Hlöðunesi, sýndi honum þau. Það austara er vestast í túni Halldórsstaða, austan í lágum grónum hól. Á því er lítill steinn. Helgi sagði Kristmann hafi eitt sinn þurft að bregða sér til Reykjavíkur, en þá hefðu komið menn að bænum til að plægja. Hann hafði gleymt að segja þeim frá leiðinu svo þeir plægðu yfir það.
Þetta hefði Kristmanni leiðst mjög. Helgi sagði Guðrúnu og hafa sýnt honum annað leiði, vestar, norðan undir bæjarhólnum. Þar ætti að vera svonefnt Hlöðversleiði, en líklega hefði Hlöðunes heitið Hlöðversnes fyrrum. Á því er einnig lítill steinn. Leiðið er á tiltölulega sléttu túni og rétt sést móta fyrir því, óreglulega. Mörkin á Halldórsstöðum og Hlöðunesi voru þarna við hlaðinn garð, sem enn sést að hluta. Kom garðurinn þar rétt austan við brunninn. Svonefnt Hlöðversleiði er því innan garðs á Hlöðunesi, en hitt leiðið, austara, er í Halldórsstaðatúni.” Helgi Davíðsson fór með skráningarmanni á vettvang í þeim tilgangi að staðsetja Hlöðversleiði eins nákvæmlega og hægt er. Hann gekk beint að þeim stað sem er sá austari (hnit A) af þeim tveimur stöðum þar sem talið er að Hlöðversleiði hafi verið. Sá staður er um 80 m NNA við bæ. Vestari staðurinn (hnit B) er um 60 m VSV við þann austari. Hlöðversleiði eru bæði talin vera í túni, það austara á lágum hól en það vestara á flatlendi norðan við bæjarhólinn. Túnið hefur allt verið sléttað og er nýtt fyrir hrossabeit.

Halldórsstaðabrunnur (vatnsból)

Hlöðunesbrunnur

Hlöðunesbrunnur.

“Halldórsstaðabrunnur og þá Narfakotsbrunnur voru allir skammt frá bæjum í Túnunum,” segir í örnefnaskrá. Minjar um brunninn sjást fast austan við afleggjara heim að Narfakoti. Þær eru um 20 m norðaustan við Halldórsstaði. Ekki er útilokað að þessi brunnur sé sá sami og skráður var með býlinu Halldórsstöðum eftir merkingu á túnakorti frá 1919. Brunnurinn er fast austan við malarveg í hraunmóa sem nýttur er fyrir hrossabeit. Brunnurinn hefur verið fylltur með grjóti. Hann er hlaðinn úr grjóti, er um 1,5 m í þvermál að utanmáli og standa hleðslur um 0,1 m upp úr jörðu. Brunnurinn er gróinn en á einum stað sést að steinlím var notað milli steina í hleðslunni. Ekki sést ofan í brunninn og ekki fengust nánari upplýsingar um gerð hans eða aldur.

Árnastekkur (stekkur)

Árnastekkur

Árnastekkur.

“Suður af Hellum og suðvestan Vorkvía er Árnastekkur sem snýr mót austri og fast neðan hans er Árnastekkshæð. Sumar heimildir kalla stekkinn Arnarstekk og hæðina Arnarstekkshæð […],” segir í Örnefnum og gönguleiðum. “Ofar nokkuð í Strandarheiði [en Kirkjuvörður var Árnastekkur við Árnastekkshæð,” segir í örnefnaskrá Hlöðuness. Árnastekkur er um 925 m suðaustan við bæ.
Stekkurinn er sunnan undir grónum hraunhól í tiltölulega grónum móa. Þó er flagmói fast suðaustan við stekkinn. Tvær tóftir eru á svæði sem er um 5×10 m að stærð og snýr nálega austur-vestur. Tóft A er grjóthlaðin, um 5×7 m að stærð og snýr VSV-ANA. Hún skiptist í tvö hólf, inngangur er á SSA hlið. Stærra hólfið I er um 4×3 m að innanmáli, snýr eins og tóft og er L laga. Hólf II er óljóst vegna mikils hruns í VSV-enda tóftar en virðist vera um 1×1 m að innanmáli. Líklega hefur verið gengt inn í það úr ANA. Aðeins er hlaðið að hluta meðfram NNV hlið tóftarinnar en klapparveggur notaður að hluta. Mesta hleðsluhæð tóftar er 0,5 m og mest sjást 4 umför hleðslu.

Ásláksstaðastekkur (stekkur)

Ásláksstaðastekkur

Ásláksstaðastekkur.

“Stuttu ofan og sunnan við Arnarbæli er klapparholt og þar í djúpri kvos mót suðvestri er stór og fallegur stekkur sem líklega heitir Ásláksstaðastekkur. Stekkurinn liggur rétt austan fjárgirðingarinnar en kvosin sjálf heitir Kúadalur,” segir í Örnefnum og gönguleiðum. Stekkurinn er um 1,7 km SSA við bæ og um 1,5 km sunnan við Ásláksstaði. Stekkurinn er í allstórri hvilft innan hraunhólakraga. Hvilftin er gróin og grösug. Stekkurinn er í austurbrekku hólkragans. Hvilftin er opin til vesturs.
Stekkurinn er grjóthlaðinn og skiptist í þrjú hólf. Hann er um 10×7 m að stærð og snýr VNV-ASA.

Rauðstekkur (stekkur)

Rauðstekkur

Rauðstekkur – uppdráttur.

Í örnefnaskrá Ásláksstaða segir: “Fyrir innan Arnarbælishólana er Rauðstekkur, og var grjóthrúga uppi á hólnum, sem hét Rauðhóll,” Í sömu heimild segir: “Rauðstekkur eru stórþýfðir móar eða holt, sem snúa í norðvestur. Komið er að Rauðstekk, ef stefnt er þvert af gamla veginum frá grútarbræðslunni aðeins vestan við deili og gengið 7-8 mínútur. Ekki man Guðjón eftir mannvirkjum þar.” Í bókinni Örnefni og gönguleiðir segir: “Rauðstekkur er nafn á hól eða grjóthleðslum sem standa rétt suðvestan Krummhóls og er u.þ.b. 8 mínútna gangur þangað frá Vatnshólum og Gamlavegi
með stefnu á Keili. Í Rauðstekk var farið með kýrnar frá Sjónarhóli í tíð Magnúsar Jónssonar. Ekki er ljóst af hverju nafnið er dregið.” Stekkurinn er enn greinilegur. Hann er um 1,3 km suðaustan við bæ og um 580 m NNA við Ásláksstaðastekk.
Stekkurinn er á grónu og nokkuð sléttu svæði. Allt umhverfis er hins vegar hraunlendi þar sem mikið er um hæðir og dældir. Stekkurinn er 13×3,5 m á stærð, snýr norður-suður og hallar talsvert til suðurs og er torfhlaðinn að mestu en grjóthlaðinn að hluta.

Ásláksstaðasel (sel)

Knarrarnessel

Knarrarnessel – vatnsstæði.

“Austur með Klifgjánni er Ásláksstaðaholt, margklofið og gengur gjáin í gegn um það. … Í smá graslendi rétt neðan við Ásláksstaðaholt er vatnsstæði en það þornar tiltölulega fljótt upp á vorin. Sagnir eru til um sel neðan við holtið en engar tóftir eru þar sjáanlegar,” segir í Örnefnum og gönguleiðum. Meint selstæði er um 4,9 km sunnan við Ásláksstaðir stærri og um 5,2 km suðaustan við bæ.
Norðvestan undir Ásláksstaðaholt og Klifgjá er nokkur uppblástur á annars grónum svæðum í hrauninu. Klifgjáin er hrikaleg fast sunnan við meint selstæði. Ekki er vitað hvar þetta sel var nákvæmlega og engar minjar um það sáust á vettvangi. Ef sel hefur verið hér er líklegt að það hafi orðið uppblæstri að bráð.

[ÍJarðabókinni 1703 segir um Ásláksstaðasel: “Selstöðu á jörðin frí þar sem heita Knarrarnes sel og eru þar hagar í lakasta máta, en vatnsbrestur til stórmeina”.]

Narfakot (býli)

Narfakot

Narfakot.

Hjáleiga Hlöðuness 1847. JJ, 90.
1919: Tún 1,7 teigar, garðar 700 m2 samkvæmt túnakorti.
Gamli bærinn í Narfakoti stóð á sama stað og núverandi íbúðarhús, á fremur lágum hól í miðju Narfakotstúni. Heilsársbúseta er í Narfakoti. Umhverfis núverandi íbúðarhús eru kálgarðar til norðvesturs og suðvesturs.
Suðaustan við húsið er sléttuð flöt sem er að hluta grasi gróin og að hluta hellulögð. Engar minjar um gamla bæinn sjást og ekki virðist um uppsöfnun mannvistarlaga að ræða á bæjarstæðinu svo að hægt sé að tala um bæjarhól. Ekki virðist vera kjallari undir íbúðarhúsinu en ætla má að eitthvert rask hafi orðið á bæjarstæðinu við byggingu þess.

Narfakotsbrunnur (vatnsból)

Narfakotsbrunnur

Narfakotsbrunnur.

Halldórsstaðabrunnur og þá Narfakotsbrunnur voru allir skammt frá bæjum í Túnunum,” segir í örnefnaskrá. Brunnurinn er merktur inn á túnakort frá 1919 um 40 m austan við bæ. Hann sést enn.
Brunnurinn er fast suðaustan við hæð í túni, um 10 m norðaustan við heimreið að íbúðarhúsi. Brunnurinn er byrgður og ekki hægt að sjá ofan í hann. Hann stendur um 0,3 m upp úr jörðu og er um 3 m í þvermál. Hann er grjóthlaðinn en gróinn. Ferkantaður viðarrammi er ofan á brunninum sem er um 2×2 m að stærð.
Hann er með hlera og ofan á hleranum er grjót.

Hlöðuneskot (býli)

Hlöðunes

Hlöðunes – túnakort 1919.

Ekki er vitað hvar Hlöðuneskot var og ekki reyndist því unnt að staðsetja það með innan við 50 m skekkju. Ekki er ósennilegt að þetta býli hafi verið á sama stað og eitthvert þeirra býla sem nú eru þekkt undir öðrum nöfnum s.s. Halldórsstaðir eða Miðhús en hvorki fundust heimildir né heimildamenn sem gátu varpað ljósi á það.

Áslákstaðir stærri (ytri) (býli)

Jarðadýrleiki óviss 1703, konungseign. JÁM III, 131. 9. september 1447: Bréf um jarðaskipti Einar Þorleifssonar og Steinmóðar ábóta í Viðey. Einar lét klaustrið í Viðey hafa jarðirnar, Voga (20 hdr.), Hlöðunes (20 hdr.), tvenna Ásláksstaði (40 hdr.), Knarrarnes tvö ( 30 hdr.), Breiðagerði fyrir (10 hdr.). DI IV 707-708.
1584: Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 3 vættir fiska. Árni Óla: Strönd og Vogar, 26. 1547-48 er Minni og Stærri Ásláksstaða getið í fógetareikningum. DI XII, 115.
Atlagerði er hjáleiga árið 1703. JÁM III, 131. Ásláksstaðakot hjáleiga 1847. JJ, 90. “Þá hafa verið nefndar nokkrar þurrabúðir, sem nú eru allar óbyggðar: Rás, Fagurhóll, Gerðar, út á Grandanum nefnist einnig Gerðakot og Atlagerði [049], sem stóð alveg út við vitann. Þá er Miðbær [010], og eitt sinn var svo nýbýli ofan þjóðvegar, Garðhús … “Þá eru grasbýlin. Syðst og vestast er Móakot, og norðaustur frá Ásláksstöðum er Hallandi, eða Nýibær, en undir því nafni gengur bærinn nú. Þá er Sjónarhóll, sem er innsti bær í Ásláksstaðahverfi.” Ö-Ásláksstaðahverfi, 8. Bærinn fór í eyði fyrir 10-20 árum.

Ásláksstaðir

Ásláksstaðir.

1703: Túnunum segir bóndinn að spilli tjörn, sem þar liggur innan mitt í túninu og líka nokkur önnur tjörn minni, ogso innangarðs, líka gjörir sjáfarángur nokurt mein, þó ei til stórbaga á heimajörðiunni. Engjar eru öngvar.
Útihagar um sumar og vetur í lakasta máta og nær öngvir nema fjaran.” JÁM III, 131. 1919: Tún alls 1,84 teigar, garðar 1020m2.

Ásláksstaðir

Ásláksstaðir – bruni 2019.

“Á Ásláksstöðum var áður þríbýli, og var bæjaröðin norðaustan við núverandi íbúðarhús, sem byggt var um 1884,” segir í örnefnaskrá. Af tilvísuninni að framan má skilja að allir bæirnir þrír hafi verið á bæjarhólnum í röð.
Ef til vill var Miðbær eitt býlanna þriggja en það var þó líklega fast norðaustan við bæ. Bærinn var fast norðvestan við merkin við Ásláksstaði innri og íbúðarhúsið frá 1884 stendur enn á þessum stað. Á túnakorti sést að kálgarður vestan við bæinn var áfastur íbúðarhúsinu. Hann er því einnig skráður sama númeri.
Bærinn fór í eyði fyrir 10-20 árum og húsin sem enn standa eru í niðurníðslu. Bærinn er í grónu túni á dálítilli náttúrulegri hæð sem hallar til norðausturs og er allmikil tjörn skammt norðan við hann.

Ásláksstaðir

Ásláksstaðir á Vatnsleysuströnd – eitt húsanna byggt úr timbri Jamestowns.

Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Ásláksstaðahúsið sem nú stendur var byggt um 1883-4 úr kjörviði sem seldur var á uppboði úr skipinu James Town, er strandaði í Höfnum …” Ekki sést eiginlegur bæjarhóll á Ásláksstöðum stærri. Sem fyrr segir er bærinn á lágum náttúrulegum hól en ekki er að sjá að á honum sé mikið af uppsöfnuðum mannvistarleifum. Íbúðarhúsið sem byggt var 1884 stendur enn en það er nú ónýtt. Húsið sjálft er um 5×4 m að stærð og snýr NNV-SSA. Með viðbyggingum er það 10×8 m að stærð og snýr eins. Ekki sést hvort grunnur hússins er hlaðinn eða steyptur. Hlaðinn kantur er VSV við húsið. Hann er um 1 m á hæð og um 14 m á lengd, snýr NNV-SSA. Í kantinum sjást 3 umför hleðslu. Fast NNV við íbúðarhúsið er uppistandandi hlaða úr timbri og bárujárni og steypt fjós með niðurgröfnu haughúsi. Þar sem bæjarröðin var, norðaustan við íbúðarhúsið sem enn stendur, er nú slétt plan og um 10 m norðan við íbúðarhúsið er hlöðutóft og sambyggður kálgarður.

Ásláksstaðabrunnur (vatnsból)

Ásláksstaðir

Ásláksstaðabrunnur.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 var brunnur um 40 m sunnan við bæ. “Ásláksstaðir eiga þrjú túnstykki í Norðurtúni. Túnstykki niður við Tjörn, túnstykki niður að Vesturkofa og túnstykki niður á Ásláksstaðabrunni,” segir í örnefnaskrá. Þar stendur einnig: “Hallandabrunnur var framan bæjar í túninu.”
Hallandabrunnur hét Nýjabæjarbrunnur eftir að nafni Hallanda var breytt í Nýjabæ.
Ásláksstaðabrunnur og Hallandibrunnur/Nýjabæjarbrunnur eru að öllum líkindum sami brunnurinn og á túnakorti sést leið liggja frá Hallandi/Nýjabæ að brunninum. Brunnurinn er fast norðan við kálgarð. Brunnurinn er í túni, fast austan við tjörn.
Brunnurinn er grjóthlaðinn en byrgður þannig að ekki sést ofan í hann og ekki ljóst hversu djúpur hann er. Hann er um 3×2,5 m að utanmáli og um 1 m á hæð þar sem hann er hæstur. Hann er gróinn að utan. Að sögn heimildamanns, Helga Davíðssonar, var gott vatn í brunninum og vatn er í honum enn.

Hallandi (býli)

Hallandi

Hallandi.

“Þá eru grasbýlin. Syðst og vestast er Móakot, og norðaustur frá Ásláksstöðum er Hallandi, eða Nýibær, en undir því nafni gengur bærinn nú,” segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Nýibær í Ásláksstaðahverfi stendur enn með litlum breytingum síðan árið 1917. Nýjabæjarjörðinni var skipt út úr Ásláksstöðum í upphafi, en var fyrir nokkrum árum, eða um 1970, keypt aftur undir Ásláksstaði.” Á túnakorti er sýnd bæjarröðin A, lítið útihús B, útihús í norðausturenda túnsins C, og kálgarðar D umhverfis bæ. Bæjarröðin var 80-90 m
norðaustan við bæ.

Atlagerðisviti (viti)

Atlagerðisviti

Atlagerðisviti.

“Sunnan við Tangann er Stóralón, og þar er einnig Litlalón. Hér er svo Atlagerðisvörin, og á Tanganum er Atlagerðisvitinn, en hér mun hafa verið reistur einhver fyrsti viti við strendur landsins,” segir í örnefnaskrá. Í bókinni Mannlíf og mannvirki segir: “Árið 1886 var þar byggð varða og upp úr henni var staur allhár og var olíuljósker halað upp og niður, eftir því hvað við átti. … Ljóskersstaurinn var látinn duga þar til viti, sá sem enn stendur, var byggður árið 1918.” Vitinn sem nú stendur er um 560 m norðan við bæ og um 30 m norðvestan við Atlagerði og af lýsingum má ætla að elsti vitinn hafi verið á sama eða svipuðum stað.
Vitinn stendur á gróðurlausri klöpp á tanga. Vik eru inn í ströndina suðvestan við hann og norðan við hann. Ekki sést til minja um vörðuna sem var forveri núverandi vita. Líklegast hefur sjórinn tekið hana.

Móakot (býli)

Móakot

Móakot.

“Þá eru grasbýlin. Syðst og vestast er Móakot, og norðaustur frá Ásláksstöðum er Hallandi, eða Nýibær, en undir því nafni gengur bærinn nú,” segir í örnefnaskrá.
Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Móakot var tómthús frá Ásláksstöðum, en varð síðar grasbýli og um tíma tvíbýli. Það er suðurhluta Ásláksstaðajarðar og er nú sameinað aðaljörðinni.” Samkvæmt sömu heimild var búið í Móakoti 1 og 2 um aldamótin 1900.

Atlagerði (býli)

Atlagerði

Atlagerði og Atlagerðisviti.

Hjáleiga 1703 samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. “Þá hafa verið nefndar nokkrar þurrabúðir, sem nú eru allar óbyggðar: … […], út á Grandanum nefnist einnig Gerðakot og Atlagerði, sem stóð alveg út við vitann,” segir í örnefnaskrá. “Þar var býlið Atlagerði, fjárrétt og túnblettur,” segir í örnefnaskrá.
Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Atlagerði er í landi Ásláksstaða sem er móðurjörð þessa hverfis. Bærinn markaði upphaf Gerðistanga, en á þeim tanga stendur Gerðistangaviti, sem áður hét Atlagerðisviti.” Tóft Atlagerðis sést enn. Hún er 540 m norðvestan við bæ og 110 m norðvestan við Gerðakot.
“Túnum hjáleigunnar spillir sjóagángur til stórmeina, þar með líða þau og stóran átroðning af skipsáróðarmönnum heimabóndans, sem fyrir sína nauðsyn verður að brúka hjer skipsuppsátur árið um kring,” segir í Jarðabók Árna og Páls frá 1703. Tóftin er á klöpp og allur gróður er horfinn af henni, nema á tóftinni og á litlum kraga meðfram henni. Allt í kringum tóftina er klapparfjara.
Tóftin er 6×3 m á stærð, tvískipt og snýr norðaustur suðvestur. Norðvesturhliðin er hrunin í hólfi I og norðvestur- og suðvesturhliðar hólfs II eru horfnar. Mesta hæð veggja er 1 m og sjást 4 umför af hleðslu í þeim. Innanmál hólfs I er 4×2 m og snýr það norðaustur-suðvestur. Hólf II er suðvestan við hólf I og er innanmál þess 2×2,5 m og snýr það norðvestur-suðaustur. Frá miðjum suðurvegg tóftarinnar liggur garðlag í sveig til austurs og er það líklega leifar gerðis. Garðlagið er grjóthlaðið og er 7 m í suður og beygir svo 2 m í austur. Hleðslan er 0,5 m á hæð og breidd og sjást mest 3 umför.

Gerðakot (býli)

Gerðakot

Gerðakot.

“Þá hafa verið nefndar nokkrar þurrabúðir, sem nú eru allar óbyggðar: […] …, út á Grandanum nefnist einnig Gerðakot og Atlagerði, sem stóð alveg út við vitann,” segir í örnefnaskrá. Tóft Gerðakots sést enn.
Ekki er vitað hvenær býlið var í ábúð en ástand býlistóftarinnar gefur til kynna að hún sé ekki mjög forn og er líklegt að þarna hafi verið búið á síðari hluta 19. aldar og fram undir aldamótin 1900. Ekki er þó hægt að útiloka að býlið hafi verið í byggð með hléum á fyrri öldum. Hún er um 445 m norðan við bæ og 110 m sunnan við Atlagerði.
Tóftin er fast suðvestan við sjávarkambinn en mjó jarðvegsræma liggur eftir honum. Sjórinn nær upp að norðvestanverðri tóft og liggur alveg að henni á flóði. Tóftin er 9×9 m á stærð. Hún er L-laga, grjóthlaðin og þrískipt. Veggir tóftarinnar eru um 1,3 m á hæð og sjást mest 6 umför af hleðslu. Hólf I er í suðvesturhorni tóftarinnar og er 3×3 m að innanmáli. Op er á norðausturvegg þess en ekki innangengt úr því í önnur hólf. Vesturveggur hólfsins er hruninn. Hólf II er austan við hólf I og er 3×2 m að innanmáli og snýr norðvestur suðaustur. Op er á því á norðausturvegg, yfir í hólf III. Hólf III er 2×2 að innanmáli. Nokkuð hefur hrunið úr norðurhorni tóftarinnar vegna landbrots.
“Þá hafa verið nefndar nokkrar þurrabúðir, sem nú eru allar óbyggðar: Rás, Fagurhóll, Gerðar, út á Grandanum nefnist einnig Gerðakot og Atlagerði, sem stóð alveg út við vitann,” segir í örnefnaskrá. Ekki er vitað hvenær Gerðar voru í ábúð en aðeins er þúst sýnileg þar sem talið er að býlið hafi verið.
Það getur bent til þess að nokkuð langt sé síðan það fór í eyði og eru minjar um það t.a.m. mun fornlegri en minjarnar um Gerðakot. Gerðar eru fast suðvestan við fjöruna, um 400 m norðan við bæ. Í tíð heimildamanns, Helga Davíðssonar, voru kýr reknar á beit í Gerðunum.
Minjarnar eru nyrst í þýfðum móa, fast suðvestan við sjávarkamb. Vestan við minjarnar er svæði sem fer á kaf í flóði og virðist sjórinn þá ná alveg upp að minjunum. Til austurs er lítil tjörn. Minjarnar eru á svæði sem er um 33x31m stórt og snýr suðvestur-norðaustur.

Fagurhóll (býli)

Fagurhóll

Fagurhóll.

“Þá hafa verið nefndar nokkrar þurrabúðir, sem nú eru allar óbyggðar: Rás, Fagurhóll, Gerðar, út á Grandanum nefnist einnig Gerðakot og Atlagerði, sem stóð alveg út við vitann,” segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Fagurhóll var í suðausturhorni Ásláksstaðajarðar, rétt utan túngarðsins. Hann var jarðlaus. Lítið veit ég um þetta kot, en fyrir aldamótin bjuggu þar hjón …” Fagurhóls er ekki getið í Jarðatali Johnsens frá 1847 og ætla má að býlið hafi byggst upp á síðari hluta 19. aldar og líklega farið í eyði um og upp úr aldamótunum 1900. Ástand býlistóftarinnar styður þá grófu aldursgreiningu. Ekki er þó útilokað að býlið hafi verið í byggð með hléum á fyrri öldum. Tóft Fagurhóls og lítil gryfja eru um 140 m vestan við bæ.

Rás (býli)

Rás

Rás.

“Þá hafa verið nefndar nokkrar þurrabúðir, sem nú eru allar óbyggðar: Rás, Fagurhóll, Gerðar, út á Grandanum nefnist einnig Gerðakot og Atlagerði, sem stóð alveg út við vitann,” segir í örnefnaskrá. Heimildamaður, Helgi Davíðsson, kannaðist ekki við býlið og vissi ekkert um staðsetningu þess. Á Örnefnauppdrætti eftir Ingólf Einarsson er býlið merkt við tjörn skammt frá Garðhúsum 011. Þar er ein tóft um 240 m suðaustan við bæ 001. Ekki er vitað hvenær býlið Rás var í ábúð. Margrét Þórarinsdóttir, sem fædd var 1911 í Minna-Knararnesi, og maður hennar Brynjólfur Brynjólfsson sem bjó í yfir 40 ár á sömu jörð gerðu athugasemdir og viðbætur við örnefnaskrá Ásláksstaðahverfis árið 1972. Þau könnuðust ekki við að örnefnið Rás ætti við þurrabúð en afrennsli úr Sjónarhólstjörninni var kallað Rás. Býlið hefur líklega dregið nafn sitt af þessari afrennslisrás. Fyrst Margrét og Brynjólfur könnuðust ekki við býlið er líklegt að það sé orðið alllangt síðan það fór í eyði en ekkert verður sagt nánar um hvenær það var nema með frekari rannsóknum. Tóftin er fast austan við tjörn, skammt vestan við sjávarbakkann. Tóftin er tvískipt og gróin en hefur að líkindum verið grjóthlaðin. Hún er um 8×6 m að stærð, snýr norðaustur-suðvestur. Hólf I er um 2,5×2 m að innanmáli og snýr norðaustur-suðvestur. Op er á því í norðurhorni.

Ásláksleiði (legstaður)

Ásláksstaðir

Ásláksstaðir – dys.

Helgi Davíðsson, heimildamaður, greindi frá því að hann teldi legstað vera í túni Ásláksstaða stærri, um 100 m norðvestan við bæ. Meintur legstaður er í sléttuðu og nokkuð flatlendu túni.
Helgi telur litla þúst í túninu mögulega vera legstað. Þústin er um 5×2 m að stærð og snýr norður-suður, mjókkar lítillega til suðurs. Hún er 0,2-0,3 m á hæð, hæst í suðurenda. Í suðausturhorni þústarinnar eru ummerki um að grafið hafi verið í hana. Helgi hefur rekið járntein í þústina og fundið grjót undir sverði. Ekki er ósennilegt að lítil klöpp sé undir sverði og að um náttúrufyrirbæri sé að ræða en einföld rannsókn getur skorið úr um það.

Áslákstaðakot (býli)
Hjáleiga Ásláksstaða stærri árið 1847. JJ, 90. Hjáleigan er ekki merkt inn á túnakort Ásláksstaða stærri frá 1917 og kann því að hafa farið í eyði fyrir þann tíma ef það hefur verið í eða við tún heimajarðarinnar.
Engar þekktar heimildir eru til um þetta býli og er staðsetning þess ókunn. Helgi Davíðsson, heimildamaður, kannaðist ekki við þetta býli og ekki er minnst á það í örnefnalýsingum fyrir Ásláksstaðahverfi. Ef til vill er Ásláksstaðakot eldra nafn á Miðbæ eða Hallanda en þau býli voru í túni Ásláksstaða stærri. Líklegt er að Ásláksstaðakot hafi verið í túni Ásláksstaða stærri en ekkert er vitað um hvar það var nákvæmlega og því ekki hægt að staðsetja það með innan við 50 m skekkju.
Jarðadýrleki óviss 1703, konungseign. JÁM III, 131. 9. september 1447: Bréf um jarðaskipti Einar Þorleifssonar og Steinmóðar ábóta í Viðey. Einar lét klaustrið í Viðey hafa jarðirnar, Voga (20 hdr), Hlöðunes (20 hdr), tvenna Ásláksstaði (40 hdr), Knarrarnes tvö ( 30 hdr)., Breiðagerði fyrir (10 hdr). DI IV 707-708. 1547-48 er Minni og Stærri Ásláksstaða getið í fógetareikningum. DI XII, 115. 1584: Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 4 vættir fiska. Árni Óla: Strönd og vogar, 26.
Býlið var þurrabýli á þessari öld og átti engin tún. Ö-Ásláksstaðahverfi, 2. Bærinn oft nefndur Mangabær. Ö-Ásláksstaðir, 3. Jörðin lagðist undir Sjónarhól. GJ: Mannlíf og mannvirki, 272. Í eyði um 1920.
1703: “Túnin spillast af sjáfarágangi mikilega. Engjar er öngvar. Útigangur um vetur og sumur í lakasta máta og nær öngvir nema fjaran.” JÁM III, 132-133.
1919: Tún 1,6 teigar, garðar 360m2.

Ásláksstaðir innri (býli)

Ásláksstaðir

Ásláksstaðir.

“Í tíð Vilborgar [Magnúsdóttir, f. 1892 á Innri -Ásláksstöðum] voru Innri-Ásláksstaðir þurrabúð. Bærinn stóð á gamla bæjarstæðinu norðan við traðirnar fáein skref austan við hlöðuna á Sjónarhóli. Vilborg man fyrst eftir torfbaðstofu, sem var tvær rúmlengdir, og sneru bæjardyr upp að vegi, en síðar var reist timburhús. Það hús flutti Magnús, faðir hennar, sem síðastur bjó á Innri-Ásláksstöðum, til Hafnarfjarðar, er hann fluttist þangað,” segir í örnefnaskrá. Samkvæmt heimildamanni, Helga Davíðssyni, var ekki búið á Ásláksstöðum innri eftir 1920. Bæjarhóllinn er um 100 m suðaustan við Ásláksstaði stærri og tæpa 50 m norðaustan við Sjónarhól.
Bæjarhóllinn stendur allhátt í hæðóttu túni skammt vestan við fjöruna. Bæjarhóllinn á Ásláksstöðum innri er ekki afgerandi og er líklegt að bærinn hafi í grunninn verið byggður á náttúrulegri hæð í túninu. Af bæjarhólnum er hæst niður til suðurs og vesturs en minni halli til annarra átta. Hóllinn er um 20×30 m að stærð og snýr austur-vestur. Hann er hæstur um 1,5 m. Á hólnum eru tvískipt tóft.

Sjónarhóll (býli)

Sjónarjóll

Sjónarhóll og Ásláksstaðir.

“Þá eru grasbýlin. … Þá er Sjónarhóll, sem er innsti bær í Ásláksstaðahverfi,” segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Um 1886 byggði Lárus Pálsson “hómópati” Sjónarhól.” Bærinn var stundum nefndur Lárusarhús. Lárusarhúsi var seinna breytt í fjós og steypt, tvílyft hús reist 12 m vestan við það árið 1929. Lárusarhús, elsta bæjarstæði Sjónarhóls er um 45 m suðaustan við bæ. Af túnakorti frá 1919 að dæma tilheyrðu a.m.k. fimm mannvirki Sjónarhól auk bæjarins.

Fornmannaleiði [Hjónaleiði] (legstaður)

Hjónaleiði

Hjónaleiði.

“Tvö aflöng leiði voru í túni Lárusar [sennilega í landi Sjónarhóls] niður undir Hallanda (nú Nýjabæ). Það voru talin leiði fornmanna, en ekki heyrði Vilborg getið um nöfn þeirra. Hún segir þó, að þar kunni að liggja Áslákur og Ásláka …,” segir í örnefnaskrá. Meintur legstaður er um 115 m norðan við bæ og um 45 m suðaustan við Hallanda.
“Leiðin” eru í túni nærri merkjum móti Ásláksstöðum stærri. Nokkuð er um mishæðir og hóla í túninu.
Í Frásögnum af fornaldarleifum segir: “Firir utan þennan Hól eru hér i Sókninni 3 önnur Fornmannaleidi; þar af, 2 á Asláksstödum sitt yfir hverju fyrstu Hióna þar / ad sagt er/ 1 á Hlödunesi, Öll þessi snúa ad Höfudgafli i Midmundastad, 9 álma ad lengd hvert, og nær 2 al: breid ofan, eru grasi vaxinn, svo sem þau eru í midjum Túnum, innan smárra gamallra Gyrdínga sem adeins siást hinar sydurstu Rústir af, og eru enn nú kölluð Korngerði, líkleg til at hafa á fyrri ölldum til Kornfædis öfð, þó nú séu þýfd orðin; hid minsta þeirra er 49 fadmar hit stærsta herum 250.” Á svæði sem er um 19×6 m að stærð og snýr ASA-VNV eru þrír litlir hólar í túninu og eru tveir þeirra aflangir og líklega leiðin sem talað er um í heimildum. Ekki er ljóst hvort leiðin í landi Ásláksstaða innri eða leiðið í Hlöðunesi sé innan nefndra Korngerða. Engar leifar af gerðum sjást í túninu og hefur líklega verið sléttað úr þeim ef þau voru hér. Meint leiði A er í ASA enda svæðisins, er um 5×2 m að stærð og snýr ASA-VNV. Það er allt gróið og er hæst um 0,5 m. Ekki sést grjót í því. Fast suðvestan við leiði A er lítill hringlaga hóll sem er um 3 m í þvermál. Um 4 m VNV við hann er meint leiði B sem er um 5×1,5 m að stærð og snýr ASA-VNV. Mesta hæð þess er um 0,5 m. Leiði B er mjög skýrt afmarkað í túninu. Óvíst er hér séu fornmannaleiði en ekki er hægt að útiloka það nema með frekari rannsókn.

Knarrarnes stærra (býli)

Stóra-Knarrarnes

Stóra-Knarrarnes.

Jarðadýrleiki óviss 1703, konungseign. JÁM III, 135.
9. september 1447: Bréf um jarðaskipti Einars Þorleifssonar og Steinmóðar ábóta í Viðey. Einar lét klaustrið í Viðey hafa jarðirnar, Voga (20 hdr), Hlöðunes (20 hdr), tvenna Ásláksstaði (40 hdr), Knarrarnes tvö ( 30 hdr), Breiðagerði fyrir (10 hdr). DI IV 707-708.
1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 115.
1584: Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 5 vættir fiska. Árni Óla: Strönd og vogar, 26.
Árið 1703 er ein hjáleiga í eyði sem heitir Helgahús 041. JÁM III, 136. Í Knarrarnesi var lengi tvíbýli, nefndist Austurbær og Vesturbær. GJ: Mannlíf og mannvirki, 289.
1703: “Túnin fordjarfast árlega af sjáfarágángi og stöðutjörnum þeim, sem innan garðs liggja, og það so frekt, að gamlir menn minnast til þar hafi fóðrast x kýr og i griðúngur, og nú eru þau so spilt, að ekki fóðrast meir en áður er sagt. Þar með blæs upp árlega stórgrýti í túninu. Engjar eru öngvar. Útihagar nær öngvir sumar nje vetur utan fjaran.” JÁM III, 135. 1919: Tún alls 3,1 teigar, garðar 1520m2.

Stóra-Knarrarnes

Stóra-Knarrarnes.

“Í Stóra-Knararnesi er tvíbýli og svo hefur lengi verið. Nefnast bæirnir Vesturbær og Austurbær. Gömlu bæirnir voru sambyggðir og eitt hlað. Nýtt hús var byggt í Vesturbænum 1927 og stendur það aðeins ofar og sunnar en gamli bærinn var. Austurbæjarhúsið stendur beint upp af þar sem gamli bærinn var. Það var byggt 1930,” segir í örnefnaskrá KE. Bæjarhóllinn er norðarlega í túni, fast vestan við klapparfjöru. Vesturbærinn er nú um 40 m suðvestan við gamla bæinn 001 og Austurbærinn er um 35 sunnan við hann.
Bæjarhóllinn er í túni en túnið norðaustan bæjarhólsins er ekki lengur í rækt. Allstór tjörn er á sjávarbakkanum norðvestan við hólinn. Til suðurs eru kálgarðar og íbúðarhús Austurbæjar og Vesturbæjar. Hóllinn er um 20×25 m að stærð og snýr ANA-VSV. Hann er hæstur um 3 m. Á honum er bæjartóft og ein önnur tóft. Norðaustan við hólinn eru kálgarðar og er tóft áföst öðrum kálgarðinum. Á túnakorti eru þessar minjar allar tengdar og því skráðar undir einu og sama númeri. Minjarnar fá bókstafi til aðgreiningar í lýsingu. Bæjartóftin A er um 22×11 m að stærð og snýr ANA-VSV. Tóftin er grjóthlaðin og líklegt er að torf hafi verið notað í hleðslurnar en það sést ekki glöggt. Í austurenda er hólf I. Það er um 2×3 m að innanmáli, snýr norður-suður og er op á því til norðurs. Um 3 m norðan við það er hólf II sem er gróin gryfja, líklega þró sem sýnd er á túnakorti. Hún er um 3×2 m að innanmáli, snýr norður-suður. Ekki sést í grjóthleðslur og er hún um 0,5 m á dýpt. Fast vestan við hólf I er hólf III sem er um 5,5×1,5 m að innanmáli. Nokkuð hefur hrunið inn í hólfið úr veggjum. Hólfið er opið til suðurs, ekki sést veggur á þeirri hlið.

Knarrarnesbrunnur/Gamli Brunnur (vatnsból)

Stóra-Knarrarnes

Gamli Brunnur.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 var mannvirki, líklega brunnur með tröppum ofan í, 20-30 m austan við bæ. Þessi brunnur er að öllum líkindum Gamli Brunnur sem nefndur er í örnefnaskrá. Brunnurinn var þar sem nú er gróinn og lágur sjávarkambur við klapparfjöru. Ekki sést til greinilegra minja um brunninn og hefur sjórinn fyllt hann af möl og grjóti. Mögulega hafa þó hleðsluleifar sem sjást undir sverði í rofi á sjávarbakka tilheyrt þessu mannvirki. Aðeins sést í hluta af hleðslunni sem er um 1 m á lengd og um 0,4 m á hæð. Tvö umför sjást.

Knarrarnesvegur (leið)

Knarrarnes

Gamli-Knarrarnesvegur.

Upphlaðinn vegbútur er á leið á milli Breiðagerðis og Stóra-Knararness um 385 m suðaustan við bæ. Minjarnar eru á milli tveggja nýbygginga og hefur þeim verið raskað af byggingaframkvæmdum og vegagerð. Vegurinn liggur austur-vestur. Hann sést á um 15 m löngum kafla. Hann er grjóthlaðinn, um 4 m breiður.

Stóra-Knarrarnessteinn (áletrun)

Stóra-Knarrarnes

Stóra-Knarrarnes – letursteinn.

Í bók sinni Strönd og vogar segir Árni Óla frá áletrun sem hann fann á steini í Stóra-Knararnesi og er þar sagt frá bónda þeim er bjó þar 1703, Bjarna Eyjólfssyni. Árni fann steininn við gamla garðshliðið þar sem tvö garðbrot mætast 016. Steinninn með áletruninni er fast við suðausturhorn kálgarðs í tröðum 016, um 90 m suðvestan við bæ.
Áletraði steinninn er í óræktarbletti þar sem eystri traðarveggurinn heldur áfram til suðurs frá suðausturhorni kálgarðsins sem er áfastur tröðunum. Steinninn er mikið bjarg en áletrunin er orðin mjög veðruð. Þó er enn hægt að lesa hana að mestu leyti.
Árni Óla las þetta út úr áletruninni: “17 hundruð seiast ár/ sen þó fiogur riett i von/ so þá giorde sem hier stár/ sa hiet Biarne Eiolfsson.”

Helgahús (býli)
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: “Helgahus, eyðihjáleiga, hefur í eyði legið í þrjú ár …” Engar aðrar þekktar heimildir minnast á þetta býli og er staðsetning þess ókunn. Ef til vill er örnefnið Helgavöllur vísbending um hvar býlið var en Helgavöllur er á milli Brandargerðis og sjávar, um 100 m suðvestan við bæ. Ekki reyndist unnt að staðsetja býlið með innan við 50 m skekkju.

Knarrarnes minna (býli)

Minna-Knarrarnes

Minna-Knarrarnes.

Jarðadýrleiki óviss 1703, hét þá Litla Knararnes, konungseign. JÁM III, 134.
9. september 1447: Bréf um jarðaskipti Einar Þorleifssonar og Steinmóðar ábóta í Viðey. Einar lét klaustrið í Viðey hafa jarðirnar, Voga (20 hdr), Hlöðunes (20 hdr), tvenna Ásláksstaði (40 hdr), Knarrarnes tvö ( 30 hdr), Breiðagerði fyrir (10 hdr). DI IV 707-708.
1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 115. 1584: Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 3 vættir fiska. Árni Óla: Strönd og vogar, 26. Þurrabúðirnar Hellur og Vík stóðu í Knarrarnestúni. Ö-Knarrarnes, 2.
1703: “Túnin spillast af vatni og sjáfarágángi. Engjar eru öngvar.” JÁM III, 134 1919:Tún 3 teigar, garðar 1500m2.
Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Gamla húsið að Minna-Knarrarnesi ætla ég [GJ] að hafi verið byggt um 1875. Það var timburhús sem var rifið 1930, þegar flutt var í nýtt hús, þar sem nú stendur.”

Knararnes

Minna-Knarrarnes – letursteinn.

Íbúðarhúsið sem byggt var um 1930 og tók við af timburhúsinu er steinsteypt og stendur í jaðri bæjarhólsins. Kjallari er undir húsinu og var byggt við það undir lok 20. aldar af núverandi ábúendum. Í bókinni Benjamín H.J. Eiríksson Í stormum sinna tíða segir um bæinn í Knarrarnesi árið 1917: “Gamalt eldhús með hlóðum stóð áfast við íbúðarhúsið. Þar var eldað. Við hliðina á eldhúsinu var hlaða, en skammt frá bæjardyrunum var stór og mikil hlandfor. Enginn kamar var við bæinn, líklega hafa konurnar notað fjósið. […] Gamall kartöflugarður stóð við bæinn og umhverfis hann hlaðinn veggur.
Steinlögð stétt lá meðfram veggnum. Þar hægði ég mér út í hlandforina.” Bæjarhóllinn er fast norðaustan við núverandi íbúðarhús, á milli malarplans og Eyrartjarnar. Bæjarhóllin er í snyrtilegu túni, sem er snöggt slegið og sést hann því afar greinilega.
Bæjarhóllinn er um 30×22 m að stærð og snýr nálega norður-suður. Mesta hæð er um 2 m. Hóllinn er allur gróinn og ekki sjást neinar mannvirkjaleifar á honum. Ekki virðist hafa orðið mikið rask á honum en þó var grafið fyrir rotþró í jaðri hans og er rotþróin í norðvesturhorni þar sem Birgir Þórarinsson, heimildamaður, sagði að hefði verið gömul steinsteypt þró, úr fjósi sem stóð áður á hólnum en telst ekki til fornleifa. Við gröftinn kom upp mikið af dýrabeinum en ekki hleðslur að vitað sé. Fast austan við suðausturhorn bæjarhóls eru hleðsluleifar kálgarðs sem sést á túnakorti. Leiðin sem farin var á milli bæjar og kirkju á Kálfatjörn (Kirkjugata) lá fast NNV við kálgarðinn. Ekki sjást leifar leiðarinnar.

Litla-Knarrarnesbrunnur (vatnsból)

Knarrararnes

Litla-Knarrarnesbrunnur.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 var brunnur um 60 m SSV við bæ. Líklega er þessi brunnur Litla-Knarrarnesbrunnur sem nefndur er í örnefnaskrá. Brunnurinn var í túni og eru litlir hólar til austurs og norðvesturs frá honum.
Ekki sjást lengur ummerki um brunninn.

Knarrarnes

Gamlibrunnur.

Gamlibrunnur (vatnsból)
Samkvæmt túnakorti frá 1919 var brunnur 60 m vestan við bæ. Þar sjást enn ummerki um brunninn. Líklega er þessi brunnur Gamlibrunnur sem nefndur er í örnefnaskrá KE. Brunnurinn er í miðju vestanverðu túninu, tæpum 30 m suðaustan við Sjávarhúsið.
Ekki sést í brunninn nema sem lítil dæld túninu á þessum stað. Dældin er 3×2,5 m á stærð.

Vík (býli)

Vík

Vík.

“Minni-Knarrarnes vestan með þurrabúðina Hellur og Vík,” segir í örnefnaskrá. “Vík var þurrabúð, syðst í túni Minna-Knarrarness. Hún fór í eyði laust eftir síðustu aldamót,” segir í örnefnaskrá KE. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Vík var syðsti og fyrsti bærinn sem komið var að þegar farið var yfir landamerkin milli Ásláksstaðahverfis og Knarrarnesshverfis. …
Bærinn var þá utangarðs í óskiptu landi suðaustur af Minna-Knarrarnesi, en lagðist í eyði fyrir aldamótin, þegar feðgarnir [Sigurður Sigurðsson og synir hans Magnús og Þorgrímur] fluttu að Minna-Knarrarnesi.” “Sigurður Sigurðsson frá Minna-Knarrarnesi byggði lítið hús innst í girðingum við mörk Knarrarness, skammt frá vegi, og nefndi það Vík,” segir í örnefnaskrá Ásláksstaða.
Samkvæmt túnakorti frá 1919 var útihús áfast afgirtum túnbletti sem var fast suðvestan við gamla heimatúnið, um 140 m SSV við bæ, þar sem býlið Vík stóð líklega. Í bókinni Benjamín H.J. Eiríksson Í stormum sinna tíða segir: “Í jaðri túnsins í Knarrarnesi var búðartóft úr höggnu grjóti, kölluð Vík.” Útihúsið á túnakortinu er að öllum líkindum búðatóftin sem nefnd er í bókinni og var kölluð Vík.
Afar líklegt er að bústaðurinn í Vík hafi verið nýttur sem útihús frá Minna-Knarrarnesi af einhverju tagi eftir að hætt var að búa þar. Býlið Vík var um 140 m suðvestan við bæ en þar stendur nú þrískipt hús sem notað er sem skemma. Vestan við húsið þar sem býlið var er klapparmói en til annarra átta frá því er tún.

Vík

Vík – uppdráttur.

Alls eru hér minjar á svæði sem er um 60×16 m að stærð og snýr NNV-SSA. Húsið A sem stendur á bæjarstæði Víkur er þrískipt og er um 16×7 m að stærð, snýr nálega austur-vestur. Elsti hluti hússins er í miðjunni en þar eru langveggir steinhlaðnir og er það vönduð hleðsla, um 1,7 m á hæð og sjást 8 umför. Með veggjum er sá hluti hússins 6×7 m að stærð og snýr norður-suður. Dyr eru á norðurhlið. Líklegt er að þessi hluti sé í grunninn býlið Vík en það var úr höggnu grjóti eins og fram kom hér að ofan. Hólfið í austurenda hússins er um 6×7 m að stærð, snýr norður-suður. Hólfið í vesturenda hússins er um 4×7 m að stærð og snýr norður-suður. Þessi tvö hólf hafa steypta sökkla en eru að öðru leyti út timbri og bárujárni. Á húsinu eru þrjár burstir og er það hæst um 2,5 m. Norðan við húsið er um 1 m hár kantur. Þar sem hann endar í vestri liggur 11 m langur grjótgarður B til norðurs í hlykkjum. Hann er niðurfallinn, er um 1 m á breidd og og um 0,5 m á hæð þar sem hann er hæstur. Í hleðslum sjást 2 umför. Garðurinn beygir til austurs í norðurenda og þar er hann 2 m langur. Fast austan við hornið er þúst sem er um 6×2 m að stærð og um 1 m á hæð. Þessi garður er að öllum líkindum leifar af garði umhverfis túnið sem tilheyrði Vík og sést á túnakorti. Um 2 m norðan við garðinn er áframhaldandi jarðlægur garður E sem er hæstur um 0,3 m. Hann er í tveimur bútum á svæði sem er um 25×10 m og snýr NNV-SSA. Annars vegar er garðurinn um 20 m langur og snýr norðvestur-suðaustu.

Hellur (býli)

Hellur

Hellur.

“Minni-Knarrarnes vestar með þurrabúðina Hellur og Vík. … Hellur var þurrabúð með Hellnatúni eða Hellnaflöt Hellnalóð. Bæirnir stóðu í Knarrarnestúni,” segir í örnefnaskrá. “Þurrabúðin Hellur er í landi Minna-Knarrarness, ofan þjóðvegar. Hún er enn í byggð,” segir í örnefnaskrá KE. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Hellur voru til skamms tíma eina íbúðarhúsið í hreppnum ofan þjóðvegar. Þar byggði Lárus Pálsson “hómópati” árið 1873.
Árið 1919-20 var byggt nýtt íbúðarhús á Hellum, nokkuð austan þess gamla.” Bærinn í Hellum var um 225 m suðvestan við bæ. Á þessum stað eru talsverðar minjar. Samkvæmt túnakorti frá 1919 voru þrjú útihús (B, C og D) auk bæjar (A) og gerðis (E) innan túns. Ekki er lengur búið á Hellum en fá ár eru síðan það fór í eyði.
Hellur eru í hæðóttu túni skammt sunnan við veginn um sveitina. Túnið hefur verið stækkað til suðurs frá því sem var 1919.
1919: Tún 0,3 teigar, garðar 920m2. Minjarnar eru á svæði sem er um 105×70 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Bærinn A og útihús B,C og D voru sunnarlega í túninu. Bærinn er horfinn undir afleggjara sem liggur að núverandi íbúðarhúsi en austan við hann sést móta fyrir grunni eða útlínum húss sem er um 3×6 m að stærð og snýr norður-suður. Fast vestan við afleggjarann og um 3 m austan við bæ A er tóft D sem er einföld, um 6×7 m að stærð og snýr norður-suður. Hún er grjóthlaðin og er steinlím í hleðslum.

Litla-Knarrarnesgatan (leið)

Knarrarnes

Knarrarnes – túnakot 1919.

“Frá bæ lá Litla-Knarrarnesgatan upp á veg,” segir í örnefnaskrá. Í bókinni Benjamín H.J. Eiríksson Í stormum sinna tíða segir: “Síðan gengum við Gísli inn að Knarrarnesi, óðum túnin. […] Gísli var með ketil í hendinni, sem hann lagði frá sér á klöpp, þegar hann tók staurinn úr hliðinu að Knarrarnes-tröðunum.”
Á túnakorti frá 1919 sjást traðir liggja frá suðvesturtúnjaðri á um 50 m löngum kafla en þaðan að bæ er sýnd einföld lína sem táknar að líkindum götu. Gatan í túninu sést ekki lengur en leifar af tröðum eru um 135 m suðvestan við bæ. Gatan lá þar sem nú er tún og liggur núverandi heimreið yfir hana að hluta.
Traðirnar eru í suðurjaðri núverandi túns en til suðurs er mói og vegurinn um sveitina. Traðirnar eru um 30 m langar og liggja norðaustur-suðvestur. Þær sjást sem renna á milli gróinna grjótgarða í þeim hluta túnsins sem kominn er í órækt. Rennan er um 1 m á breidd. Utanmálsbreidd traðanna er um 2 m.

Brandsleiði (legstaður)

Minna-Knarrarnes

Brandsleiði – aftan við kirkjuna.

“Lambhúshóll er austan við Vík og austur af honum er Brandsleiði, aflöng þúfa eins og leiði,” segir í örnefnaskrá KE. Í bókinni Benjamín H.J. Eiríksson Í stormum sinna tíða segir: “Í túninu var leiði. Einhver hafði verið grafinn í óvíðum reit. Sennilega hefir sá eða sú svipt sig lífi.” Leiðið er 110 m suðaustan við bæ og 60 m austan við tóft á Lambhúshóli.
Leiðið er á suðaustanverðu túninu nálega miðju. Umhverfis er slétt tún. Leiðið er aflöng þúfa sem er 3×1 m á stærð og um 0,4 m á hæð og snýr norður-suður. Í minningargrein sem birtist í Morgunblaðinu 20. ágúst 1994 er Brandsleiði sagt vera álagablettur en ekki greint frekar frá því hver álögin voru og ekki hafa fundist aðrar heimildir sem styðja það.

Breiðagerði (býli)

Breiðagerði

Breiðagerði – túnakort 1919.

Jarðadýrleiki er óviss, konungseign. JÁM III, 137.
9. september 1447: Bréf um jarðaskipti Einar Þorleifssonar og Steinmóðar ábóta í Viðey. Einar lét klaustrið í Viðey hafa jarðirnar, Voga (20 hdr), Hlöðunes (20 hdr), tvenna Ásláksstaði (40 hdr, Knarrarnes tvö ( 30 hdr), Breiðagerði fyrir (10 hdr). DI IV 707-708. 13.9.1500: segir einnig að jörðin Breiðagerði á Strönd er í Kálfatjarnarkirkjusókn. DI VII, 513, 561. 30.5.1501: Viðeyjarklaustur kaupir Breiðagerði á Strönd fyrir 10 hdr.
DI VII, 561. 1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 115. 1584: Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 4 vættir fiska. Árni Óla: Strönd og vogar, 26.
Jörðin hefur verið í eyði frá 1926 og liggur undir Auðnum. Þar var þríbýli um aldamótin 1900.
Neðan Vatnsleysustrandarvegar í landi Breiðagerðis er húsaþyrping þar sem aðallega eru sumarbústaðir en einnig íbúðarhúsnæði.
1703: “Túnin spillast af sjáfarágángi og tjörn þeirri, sem innan garðs er. Engjar eru öngvar. Útihagar í lakasta máta og nær öngvir um vetur nema fjaran.” JÁM III, 137. 1919: Tún alls 2,4 teigar, garðar 1100m2.

Breiðagerði

Breiðagerði – bæjarhóll.

“Breiðagerði bærinn stóð í Breiðagerðistúni innarlega og var túnið að mestu sunnan (vestan) bæjarins,” segir í örnefnaskrá. Í bókinni Mannlíf og mannvirki segir að þríbýli hafi verið á jörðinni um aldamótin 1900 og að síðustu ábúendur hafi flutt af jörðinni um 1926. Bæjarhóllinn í Breiðagerði sést enn vel. Hann er litlu sunnan við sjávarkampinn, umkringdur nýbýlum og sumarbústöðum sem risið hafa á jörðinni á síðustu áratugum.
Bæjarhóllinn er í litlu túni sem komið er í órækt. Íbúðarhús er litlu suðvestan við hann og fleiri hús eru nálægt honum til suðurs og suðausturs.
Bæjarhóllinn er um 54×30 m að stærð, snýr norðvestur-suðaustur. Hann er breiðastur í suðvesturenda. Norðausturhluti bæjarhólsins virðist vera náttúrulegur hóll en þó kunna að leynast í honum mannvistarleifar. Fast suðvestan við þann hól er steyptur húsgrunnur sem er um 5×8 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Önnur mannvirki er ekki að sjá á hólnum. Hóllinn er allur mjög grasgefinn og vex mikið af þistlum á honum. Hann er víðast um 2 m á hæð en hæstur í norðausturenda.

Breiðagerðisbrunnur I (vatnsból)

Breiðagerðisbrunnur

Breiðagerðisbrunnur I.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 var brunnur um 30 m NNV við bæ. Brunnurinn er í lægð í túni sem komið er í órækt. Eitthvert nútímarask hefur orðið í túninu NNA við brunninn en þar sjást 2-3 samliggjandi grónar rákir.
Ekki er ljóst hvernig þær hafa myndast. Brunnurinn er grjóthlaðinn og samanfallinn. Hann er um 1 m í þvermál og 0,2 m á hæð. Lítið op er niður í hann, um 0,3 m í þvermál og um 0,3 m á dýpt.

Breiðagerðisbrunnur II (vatnsból)

Breiðagerði

Breiðagerðisbrunnur II.

Grjóthlaðinn brunnur er um 20 m norðan við bæ. Brunnurinn er norðvestan undir bæjarhól, við norðausturenda hans þar sem hann er hæstur. Brunnurinn er í lægð í túninu og norðan við hann er nokkurt deiglendi.
Hólmgrímur Rósenbergsson, heimildamaður, greindi frá því að hann hefði byrgt brunninn fyrir um 30 árum með bárujárni og er það enn á sínum stað. Ekki sést því ofan í brunninn en hann var að sögn heill þegar hann var byrgður en ekki fengust frekari upplýsingar um gerð hans eða aldur. Brunnurinn er líklega 2×2 m að stærð en umfang hans sést ekki glöggt.

Knarrarnessel (sel)

Knarrarnessel

Knarrarnessel – uppdráttur ÓSÁ.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: “Selstaða þar sem heitir Knararness sel; eru hagar litlir mjög, en vatnsskortur til stórmeina, so að selstöðuna hafa menn næsta því forlátið, og kaupir bóndinn nokkrum sinnum selstöðu í fjarlægð.” “Þarna voru í eina tíð, og sjást rústir enn, þrjú sel. Fyrst Stóra-Knarrarnessel, Litla-Knarrarnessel og Ásláksstaðasel,” segir í örnefnaskrá. Í Knararnesseli áttu þrjú lögbýli sel og enn sjást greinilega þrjú selstæði. Selið er um 5,2 km suðaustan við Knararnes stærra og um 5 km suðaustan við Breiðagerði. Samkvæmt landamerkjum frá Sveitarfélaginu Vogum er meirihluti tóftanna í selinu í landi Breiðagerðis og því er það skráð undir Breiðagerði þó að sá bær hafi ekki átt selstöðu í selinu svo vitað sé. Selið er hátt uppi í heiðinni í grónu hrauni. Lágir hólar aðskilja selstæðin sem eru þrjú sýnileg. Grösugt er á selstæðinu og virðist rof ekki ógna því. Stórþýft er á svæðinu.

Knarrarnessel

Knarrarnessel.

Í bókinni Örnefni og gönguleiðir segir: “Knarrarnessel er framundan en það liggur nokkurn spöl ofan Klifgjár og þar er flatlendast miðað við önnur selstæði í heiðinni. Selstígurin er ekki augljós frá Klifgjánni en frá jarðbrúnni yfir hana sveigjum við aðeins til hægri og komum að Leirflagsvatnsstæðinu en í það safnast vatn í rigningartíð. […] Selstæðið er stórt með mörgum tóftum enda höfðu líklega flestir bæir í Knarrarnesshverfi selstöðu þarna og í heimildum er getið um Litla Knarrarnessel og Ásláksstaðasel á þessum stað.” Á heimasíðu Ferlirs segir: “Selstæðið er stórt með mörgum tóftum. Þar má finna átta slíkar, misjafnlega stórar og margflóknar.
Þrjá hlaðna stekki er að sjá í selstöðunni. Fjöldi stekkja benda jafnan til fjölda selja á viðkomandi svæði. Hins vegar má geta þess að stekkir virðast ekki alltaf augljósir. Þannig má ætla að enn einn stekkurinn hafi fylgt austustu tóftunum þremur. Þær eru í grónum krika ofan við hinar tóftirnar. Sjá má móta fyrir hleðslu milli tveggja húsa, en alls eru rýmin í þeim fimm að tölu. Tvær tóftanna eru nokkuð heillegar og jafnvel sjá hversu stór rýmin hafa verið.

Knarrarnessel

Knarrarnessel – stekkur.

Í nyrstu tóftinni mældust innanrýmin 140×280. Það er svipað hlutfall og í öðrum rýmum annarra tófta, ekki einungis í þessu seli heldur og fleirum. Ein tóftin, sú syðsta í vestanverðri selstöðunni, er greinilega stærst umfangs. Hún hefur verið með fleiri rýmum en hinar, líklega einum fjórum, en það er óalgengt í seljum á Reykjanesskaganum, sem jafnan hefur þrjú slík, þ.e. eldhúsið með sérinngangi og búr og svefnaðstöðu með sameiginlegum inngangi. Því, sem hér er lýst, er einungis ályktun út frá því sem sést á yfirborðinu, en ef grafið yrði í rústirnar gæti ýmislegt annað komið í ljós, s.s. tengsl einstakra rýma innbyrðis. Stekkirnir eru svipaðir að gerð,
tvö hólf. Þó má sjá móta fyrir bogadreginni hleðslu við endann á vestasta stekknum. Hlaðin kví er skammt norðan við selstæðið. Líklega höfðu flestir bæir í Knarrarnesshverfi selstöðu þarna og í heimildum er getið um Litla-Knarrarnessel og Ásláksstaðasel á þessum stað.” Selið nær yfir svæði sem er um 115×100 m að stærð og snýr norður-suður. Það skiptist í þrjú svæði og verður hverju þeirra lýst fyrir sig. Svæði 1 er vestast og á því eru fjórar tóftir. Tóft A er stærsta tóftin í öllu selinu. Hún er um 16x14m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Hún skiptist í sjö hólf. Í greinilegri hluta tóftarinnar til norðvesturs eru fimm hólf.

Vatnsleysa minni (býli)

Minni-Vatnsleysa

Minni-Vatnsleysa – flugmynd.

Jarðadýrleiki óviss 1703, konungseign. JÁM III, 149. 1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 115.
1584: Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 4 vættir fiska. Árni Óla: Strönd og Vogar, 26.
1703 er ein eyðihjáleiga, Búð 016, og tómthús 017 í eyði. JÁM III, 151.
Grund hét hjáleiga norðan bæjar, Miðengi var einnig hjáleiga, í byggð á 19. öld og fram til um 1916. Ö-Stóra- og Minni-Vatnsleysa, 5. Einnig var kotbýli nefnt Krókur. Ö-Vatnsleysa AG, 1.
Á Vatnsleysu minni bjó oft mikill fjöldi vermanna á vertíð.
1703: “Túnin fordjarfast merkilega af sands og sjáfar ágángi, item leir og vatnsrásum af landi ofan. Engjar eru öngvar. Útihagar lakir um sumur, um vetur nær öngvir nema lítið af fjöru.” JÁM III, 151. 1919: Tún 4,5 teigar, garðar 2200m2 samkvæmt túnakorti.

Minni-Vatnsleysa

Minni-Vatnsleysa.

Árið 1953 keypti Þorvaldur Guðmundsson Vatnsleysu minni og reisti hann þar stórt svínabú sem enn er í rekstri. Gamli bærinn í Minni-Vatnsleysu stóð á svipuðum stað og starfsmannabústaður á vinstri hönd þegar ekið er inn á athafnasvæði svínabúsins. Nýtt hús var byggt á bæjarstæðinu árið 1941 en það hús var rifið árið 1978 og nýtt hús byggt fyrir starfsmenn svínabúsins
litlu vestar. Þorvaldur Guðmundsson lét gera styttu til minningar um þá sem sóttu sjóinn og stendur hún um 35 m austan við starfsmannabústaðinn.
Bærinn á Minni-Vatnsleysu stóð þar sem nú er sléttuð grasflöt fast vestan við litlar klappir en á annarri þeirra er áðurnefnd stytta. Vestan við bæjarstæðið er nýlegt íbúðarhús sem byggt var 1978. Á nær öllu gamla heimatúninu eru byggingar í tengslum við svínabú. Brekka er niður af bæjarstæði til norðurs þar sem leifar af kálgarði sjást enn. Jarðvegi og byggingaleifum hefur verið rutt niður brekkuna og sést þar mikið grjót neðst í brekkunni.
Ekki er sýnilegur bæjarhóll þar sem bærinn var og kann honum að hafa verið ýtt út við framkvæmdir um og eftir miðbik 20. aldar, ef hann hefur á annað borð verið til staðar.

Búð (býli)
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: “Hjáleiga ein hefur hjer til forna verið kölluð Búð; hefur í fjögur ár í eyði legið. … Nú er grasnautn lögð til heimajarðarinnar og þykjast ábúendur að skaðlausu ei missa mega.” Staðsetning býlisins Búðar er ókunn en líklegt verður að teljast að það hafi verið í eða við heimatún. Engar minjar fundust á vettvangi sem gefa staðsetningu þess til kynna.

Grund (býli)

Minni-Vatnsleysa

Minni-Vatnsleysubrunnur.

“Grund hét hjáleiga einhvers staðar norðan bæjar, ekki veit ég hvar,” segir í örnefnaskrá. “Grund var ein með Grundartúni, smá blett, norðan bæjar,” segir í örnefnaskrá Vatnsleysu. Líklegt er að Grund hafi verið þar sem fremur óljós tóft sést í norðvesturhorni túnsins, um 50 m norðvestan við bæ. Tóftin er í þýfðu túni innan um klapparhóla.
Tóftin er gróin en hefur að líkindum verið torf- og grjóthlaðin. Hún er um 5×7 m að stærð og snýr norður-suður. Mesta hleðsluhæð er um 0,5 m. Tóftin virðist vera einföld. Ekki sést skýrt op á henni en líklegt er að það hafi verið í norðvesturenda þar sem veggir eru óskýrari en í suðurenda. Norðurendi snýr að sjó. Á stöku stað sést í grjót. Ekki sjást fleiri tóftir í túninu sem gætu hafa tilheyrt þessu býli. Grundartún er samkvæmt túnakorti frá 1919 um 50×70 m að stærð og snýr nálega norður-suður. Túnið er sýnt sem hluti af heimatúni Minni-Vatnsleysu og er það afmarkað af kálgörðum til suðurs og austurs. Grjóthleðslur eru meðfram norður- og vesturhliðum.

Miðengi (býli)

Stóra-Vatnsleysa

Stóra-Vatnsleysa 1950.

Í Jarðatali Johnsens segir: “Prestur einn telur Miðengi hjáleigu jarðarinnar.” “Rétt neðan stígs [milli bæjanna] eru hólar, sem heita Miðengishólar. Rétt austan við stór bær, sem hét Miðengi. [sennilega í landi Minni Vatnsleysu].
Þar hefur sennilega verið járnvarið timburhús, því grunnur þess sést enn og er nokkuð heill. Neðsti hluti eða undirstaða skorsteins sést enn,” segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Árið 1916 var húsið flutt til Hafnarfjarðar.” Búið var á býlinu á 19. öld. Samkvæmt túnakorti frá 1919 var býlið um 220 m SSA við bæ og sjást leifar þess enn.
Minjarnar eru í grónum klapparhólum og hallar landi frá þeim til austurs að sjó. Svæðið umhverfis þær er beitt af hrossum.
1919: Tún 0,5 teigar. Minjar um býlið sjást á svæði sem er um 20×13 m að stærð og snýr norður-suður. Á því sést grunnur íbúðarhússins sem var flutt til Hafnarfjarðar, steinhlaðin tóft og þúst.

Fúli brunnur (vatnsból)

Stóra-Vatnsleysa

Fúli-brunnur.

“Neðan við Hólshjall er gamall hlaðinn brunnur, sem heitir Fúli. Það er ekki flæðibrunnur eins og aðrir brunnar á bæjunum, heldur safnast í hann úr jarðveginum í kring, enda vatnið ekki neyzluvatn. Fúli var líka kallaður Hólsbrunnur,” segir í örnefnaskrá. Brunnurinn er ekki merktur inn á túnakort frá 1919 og má leiða að því líkum að hann hafi verið hlaðinn eftir gerð þess. Hann er um 245 m suðaustan við bæ og um 50 m norðaustan við Hólshjall.
Brunnurinn er í grónum hraunmóa, nærri sjávarbakka. Brunnurinn er ferköntuð gryfja sem er um 6×5 m að stærð og snýr norður-suður. Hann er fullur af grjóti og drasli. Í suðvesturhorni sjást 3 umför hleðslu en ekki sést til botns í brunninum. Mesta hleðsluhæð utanmáls er 0,2 m.
Líklega er þessi brunnur ekki nógu gamall til að teljast til fornleifa samkvæmt lögum um fornminjar. Hann er hafður með í fornleifaskrá engu að síður þar sem hann er til vitnis um þá hefð að grafa og hlaða vatnsbrunna.

Danski (vatnsból)
“Fleiri brunnar eru nær bænum, sem hafa verið notaðir. Talað er um brunninn Danska,” segir í örnefnaskrá. Engar nánari upplýsingar fengust um brunninn eða staðsetningu hans og tókst því ekki að staðsetja hann með innan við 50 m skekkju. Mögulega var brunnurinn Danski annar tveggja brunna sem merktir eru inn á túnakort frá 1919.

Vatnsleysa stærri (býli)

Stóra-Vatnsleysa

Stóra-Vatnsleysa 1935.

Jarðadýrleiki óviss 1703, konungseign. JÁM III, 151.
1262 : Varðveist hefur gamall máldagi útkirkjunnar á Vatnsleysu, þar segir: “Allra heilagra kirkia a vatnslavsv a fimtan hvndrad j heima lande. tiolld vmhverfuis og allan sinn bvning.” DI II, 65. 1367: “Allra hreilagra kirkia a Vatzlejsu a xvc j heimalande. kluckur ij.” DI III, 221. 1375 segir í máldaga kirkjunnar í Krýsuvík að hún eigi fjórðungspart í Vatnsleysu. DI II, 291.
[1379]: “ok firr nefnd fleckvik aa allann þridivng j vatzleysv jord.” DI III 340.
1479: Síðasti varðveitti miðaldamáldagi kirkjunnar er frá árinu 1397 og segir þar að kirkjan eigi 15 hdr i heimalandi. AM 263 fol. bl. 62.
28.4.1479: Jörðin Vatnsleysa er í Kálfatjarnarkirkjusókn. Í þessu bréfi lýsir Arngerður Halldórsdóttir því yfir að engin ítök séu í jörðinni Vatnsleysu nema að kirkjan í Krýsuvík eigi þar 10 hundruð og jörðin Flekkuvík eigi þriðjung í hvalreka ásamt viðarreka og Vatnsleysa eigi tvo hluta í Flekkuvíkurreka sem og hvalreka. DI VI, 185-86.
1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 115. 1515 kaupir Ögmundur ábóti Pálsson 20 hdr. í Vatnsleysu fyrir 25 hdr. DI VIII, 596.
1518: Viðeyjarklaustri færð 10 hdr. í Vatnsleysu til viðbótar. DI VIII, 673.
1518: Dómur um að heimatíund af Vatnsleysu skuli greiðast heim ekki til Kálfatjarnar. DI VIII, 649. 1584: Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 6 vættir fiska. Árni Óla: Strönd og Vogar, 26.

Stóra-Vatnsleysa

Stóra-Vatnsleysa.

Minjar um fornbýli er að finna nálægt Kúagerði.
1703: hjáleigur í byggð Vatnsleysukot og tvær nafnlausar hjáleigur auk einnar nafnlausrar eyðihjáleigu. Eyðibýlið Akurgerði lagt undir Vatnsleysu á 16. – 17. öld. JÁM III, 153-154. “Austast og neðst var Naustakot, stundum kallað Pallakot … Þá var norðan og ofar Nýibær, Móabær, Sigurjónsbær og Jónasarbær.” Einnig var lítið kot nefnt Kofinn byggt utan í kirkjugarðshleðsluna. Ö-Stóra- og Minni-Vatnsleysa. Garðbær er merktur inná túnakort frá 1919.
Garðhús nefnt í bók GJ, Mannlíf og mannvirki. Heiðarland Vatnsleysubæja er víðáttumikið, nær frá sjó til fjalla. Vesturbærinn í eyði og lagðist undir Austurbæinn og var rifinn um 1940. GJ: Mannlíf og mannvirki, 351.
1703: “Túnum spillir nokkurn part vatnságángur f landi ofan og jarðfast grjót sem árlega blæs upp í túninu. Engjar eru öngvar. Úthagar lítilfjörlegir vetur og sumar.” JÁM III, 153. 1919: Tún alls 7,3 ha, garðar 3800m2 samkvæmt túnakorti.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 segir að ein hjáleiga jarðarinnar hafi verið “heima við bæinn og innanbæjar” og er hún því skráð með bænum. “Tvö íbúðarhús voru eitt sinn á Stóru-Vatnsleysu, aðeins fáir metrar á milli. Voru þau nefnd Vesturbær og Austurbær,” segir í örnefnaskrá. “Vatnsleysubæirnir voru jafnan tveir. Nefndust Austurbær og Vesturbær og stóðu á Kampinum Gamla en þar var ævaforn Sjávarkampur í því nær miðju Stóru-Vatnsleysutúni […],” segir í örnefnaskrá Vatnsleysu. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Núverandi íbúðarhús var byggt 1952. Í Stóru-Vatnsleysu var þríbýli aldamótin 1900. Þá var skáli norður og niður af Vesturbænum.” Bærinn á Stóru-Vatnsleysu er þar sem Austurbærinn stóð. Hann er ofan við mitt túnið sem er afar mishæðótt og eru margir klapparhólar í því, flestir grónir. Frá bænum er víðsýnt til austurs og suðurs. Íbúðarhúsið sem byggt var 1952 er þrílyft, með kjallara og þreföldum áföstum bílskúr að austanverðu. Þetta hús var byggt á sama stað og húsið sem stóð á undan því en var þó fært um 2 m til norðvesturs. Samkvæmt túnakorti frá 1919 og Sæmundi Þórðarsyni, heimildamanni, var Vesturbærinn 003 um 15 m norðvestan við Austurbæinn.
Bærinn stendur á brún í aflíðandi halla til austurs, niður að sjó.

Kapella (útkirkja)

Vatnsleysa

Vatnsleysa – kapella.

“Sunnan bæjarins skammt frá er matjurtagarður, girtur grjótgarði á þrjá vegu. Í suðurhorni er grjótið mest. Þar, er talið, að staðið hafi bænhús eða kapella, og má merkja þar vegghleðslur enn þá. Þetta er kallað Kapellan,” segir í örnefnaskrá. “Heimundir bæ mátti sjá garðhleðslu. Þar hafði Kirkjan staðið og var þetta Kirkjugarðurinn.
Þetta svæði var einnig nefnt Kapellan. […] Kofinn hét kot, sem byggt var utan í garðhleðslu þessari.
Stóð ekki lengi, því svo var reimt, að ekki hélst við,” segir í örnefnaskrá Vatnsleysu. Í bók Árna Óla, Strönd og vogar, segir: “Upphaflega voru þrjár kirkjur á Ströndinni, hálfkirkjur í
Kvíguvogum (Vogum) og Vatnsleysu, en aðalkirkjan á Kálfatjörn.” Meint staðsetning kapellu er um 50 m suðaustan við bæ, í suðurhorni kálgarðs sem skráður er með þústinni.
Kofinn er einnig skráður á þetta númer, enda eru þessar minjar allar á sama stað.
VATNSLEYSA Á VATNSLEYSUSTRÖND (G) – Allraheilagra (KÁLFATJARNARÞING) – HÁLFKIRKJA [haustið 1269]: gamall maldage Allra heilagra kirkia a vatnslavsv a fimtan hvndrad j heima lande. tiolld vmhverfuis og allan sinn bvning. þar skal syngia annan hvern dag loghelgan fra kalfa tiorn. og kavpa .ij. morkum ad presti. Lysa fyri helga daga fra mariv messv vnz lidur paska vikv. heima týund; Máld DI II 65 [1367]: lxiv. Allra hreilagra kirkia a Vatzlejsu a xvc j heimalande. kluckur ij. les Vilchinzbok; Hítardalsbók DI III 221 1397: a xvc. i Heimalandi portio Ecclesiæ vmm x är .c. oc xiij aurar. brestur kirkiunni iij kugilldi; {1598: hálfkirkja; AM 263 fol. bl. 62, 64} Kálgarðurinn er um 28×26 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Hann er grjóthlaðinn og eru hleðslur 1-1,5 m á breidd og hæstar utanmáls um 1,2 m. Sjást 4-6 umför í hleðslum en hleðslan er úr lagi gengin og bætt hefur verið í hana. Meðfram innanverðum veggjum sem afmarka norðaustur- og suðausturhliðar er 0,3 m há brún um 2 m frá veggjum, líklega leifar eldri hleðslu. Þessi brún heldur áfram til norðvesturs, um 2 m lengra en hlaðni veggurinn og beygir svo upp til suðvesturs og sést á um 11 m löngum kafla. Þúst er í suðurhorni kálgarðsins þar sem talið er að kirkjan hafi staðið en þarna var líka kot sem hét Kofinn, líklega þurrabúð. Þústin er um 6×4 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Hún er hæst um 1,5 m. Í suðausturenda hennar er búið að útbúa blómabeð. Mikið er búið að bæta í þústina af grjóti. Engin ummerki um kirkjugarð eða leiði sjást í næsta nágrenni þústarinnar.
Mögulega er þústin leifar af Kofanum. Ólíklegt er að þær minjar sem sjást á yfirborði hafi tilheyrt kirkjunni sem þarna kann að hafa staðið en sennilegt er að minjar um hana séu enn undir sverði ef þeim hefur ekki verið raskað.

Steinn (áletrun)

Stóra-Vatnsleysa

Letursteinn.

Steinn með áletrun á, sem er líklega ekki á upprunalegum stað er um 95 m suðaustan við bæ og um 50 m suðaustan við meinta staðsetningu kirkju.
Steinninn er í túni sem komið er í órækt, fast sunnan við miklar grjóthrúgur sem hreinsaðar hafa verið úr túninu.
Steinninn er um 0,7 m á lengd, 0,5 m á hæð og þykkt. Áletrunin er á flatri og sléttri hlið steinsins. Hún er orðin mjög óljós og máð en fjallað er um steininn og áletrunina á heimasíðu Ferlirs og þar kemur fram að áletrunin sé stafirnir GI sem sameinist í krossmarki að ofanverðu og hægra megin að ofanverðu sé ártalið 1643 eða 1649. Óvíst er í hvaða tilgangi áletrunin var rist en líklegast er hér um legstein að ræða. Hálfkirkja var á Stóru-Vatnsleysu. Líklegt er að kirkjugarður hafi tilheyrt kirkjunni en ekki er vitað hversu lengi grafið var í kirkjugarðinum, né hvenær kirkjan lagðist af.

Vesturbær (býli)

Vatnsleysa

Vatnsleysa – Vesturbær.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 og Sæmundi Þórðarsyni, heimildamanni, var Vesturbærinn um 15 m norðvestan við Austurbæ. Eitt útihús og kálgarður voru samtengd bænum og eru skráð með honum. Ætla má að þró og útihús hafi tilheyrt Vesturbænum þar sem þau standa næst honum. Þar sem minjarnar voru er nú malbikað bílaplan og steinsteypt fjós. Ekki sést til minja um Vesturbæinn eða mannvirki í næsta nágrenni hans og eru þær horfnar vegna niðurrifs.

Akurgerði (býli)
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: “Akurgierde hefur til forna jörð verið næst Vatnsleysu fyrir innan, hefur í eyði legið lángt fram yfir hundrað ár, vita menn hverki dýrleika hennar nje afgjald hvað verið hafi, og eru landsnytjar allar lángt fyrir þeirra minni, sem nú lifa, lagðar til Stóru-Vatnsleysu, og þaðan brúkaðar frí. Túnin, sem verið hafa, eru af hrauni, vatnságángi og sjáfar aldeiliss eyðilögð, þar sem skortir þar vatn, so jörðin kann ómöglega aftur byggjast.” “Upp af víkinni [Kúagerðisvík] vestanverðri eru grónir bakkar, sem ná upp að þjóðvegi og að hraunjaðrinum. Heita þeir Akurgerðisbakkar. Sagt er, að einu sinni væri búið þar, og hét þar Akurgerði,” segir í örnefnaskrá ÞJ. “Austur af því taka við flatir og má sjá Garðlag gamalt og mun vera garður vestan við býli, sem talið er að hér hafi verið og nefnst Akurgerði.” segir í örnefnaskrá. Akurgerði var á svæði sem nú er afmarkað af fjörunni, Strandarvegi og vegarslóða sem liggur samsíða Reykjanesbraut, norðan hennar við Kúagerðisvík. Svæðið er tæpa 100 m norðan við Reykjanesbraut.
Syðst á þessu svæði er grasi gróið og nokkuð hæðótt en ekki eru tóftir eða önnur mannvirki greinileg. Ekkert er vitað um það hvenær Akurgerði var lagt undir Vatnsleysu en Afstapahraun hlýtur að hafa þrengt mjög að býlinu og kann það að hafa farið í eyði í kjölfar þess að það hraun rann. Aldur Afstapahrauns er ekki þekktur en í grein eftir Jón Jónsson kemur fram að athuganir hafi leitt í ljós að hraunið sé ofan á landnámsgjóskunni (871+/- 2) og giskar hann á að hraunið hafi runnið í kringum árið 1325. Frekari rannsóknir þarf til að finna rökstuddan aldur hraunsins. Sé hraunið svo gamalt eru líkur til þess að Akurgerði hafi lagst snemma í eyði.

Nýibær (býli)

Stóra-Vatnsleysa

Stóra-Vatnsleysa – ullarþvottur.

“Margar hjáleigur voru í túni Stóru-Vatnsleysu. Voru þær aðallega í neðsta hluta niðurtúnsins og flatanna. Smátúnblettir voru um hvert þeirra og hlaðið í kring með grjótgörðum. Sumir voru ákaflega vel hlaðnir og voru óskemmdir þar til fyrir fáum árum. … Fyrir nokkrum árum var öllum grjótgörðunum rutt burt og niður í sjávarkampinn. Þar eru nú slétt tún. … Þá var norðan og ofar Nýibær, Móabær, Sigurjónsbær og Jónasarbær,” segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Nýibær var lítið grasbýli niður af Móabæ, við sjávarkambinn, í landi Stóru-Vatnsleysu. … Síðar flutti það fólk sem eftir var til Hafnarfjarðar sem það sem nýtilegt var úr Nýjabæ og byggði upp þar sem nú er Vörðustígur 3 í Hafnarfirði.”
Samkvæmt túnakorti frá 1919 var Nýibær um 180 m austan við bæ. Býlinu tilheyrði þrískipt bæjartóft og tvö önnur hús auk einnar þróar. Engin ummerki sjást um bæinn eða önnur mannvirki sem honum tengdust, ef frá er talin tóft af húsi sem sýnt er á túnakorti um 215 m austan við bæ og um 30 m austan við bæjarhús Nýjabæjar. Með þeirri tóft er skráð önnur tóft sem er fast norðan við hana en er utan túns og því ekki inni á túnakorti.

Stóra-Vatnsleysa

Stóra-Vatnsleysa.

Í örnefnaskrá Vatnsleysu segir: “En neðan við Harðhaus er nú Hrútakofinn. Hann byggði Jónas í Nýjabæ og nefnist Jónasarkofi. Jónasarbær, sama og Nýibær.” Jónasarkofi er að líkindum tóft A sem lýst er hér að neðan. Í fyrstu tilvísun hér að framan úr örnefnaskrá Stóru- og Minni-Vatnsleysu eru bæði Nýibær og Jónasarbær taldir upp eins og um tvö aðgreind býli hafi verið að ræða. Þetta er eina heimildin þar sem þessu háttar svo og er líklega um rugling að ræða. Gengið er út frá því að Nýibær og Jónasarbær séu eitt og sama býlið. Bærinn var austan við klapparhól í sléttuðu túni sem komið er í órækt. Minjarnar sem enn sjást eru á mörkum túns og fjöru.
1919: Tún 0,19 teigar, garðar 260 m2. Á milli Móabæjar og Nýjabæjar er stór þúst þar sem grjóti úr býlunum var ýtt saman og það hulið með jarðvegi. Tóftirnar tvær sem enn sjást og hafa líklega tilheyrt Nýjabæ eru á svæði sem er um 14×10 m að stærð og snýr suðvestur-norðaustur.

Móabær (býli)

Vatnsleysa

Vatnsleysa – örnefni.

“Margar hjáleigur voru í túni Stóru-Vatnsleysu. Voru þær aðallega í neðsta hluta niðurtúnsins og flatanna. Smátúnblettir voru um hvert þeirra og hlaðið í kring með grjótgörðum. Sumir voru ákaflega vel hlaðnir og voru óskemmdir þar til fyrir fáum árum. … Fyrir nokkrum árum var öllum grjótgörðunum rutt burt og niður í sjávarkampinn. Þar eru nú slétt tún. … Þá var norðan og ofar Nýibær, Móabær, Sigurjónsbær og Jónasarbær,” segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Móabær var í landi Stóru-Vatnsleysu, við girðingu milli Vatnsleysanna og austan við götu sem þar er á milli. Var þetta lítið grasbýli. … Jón og Ragnheiður voru í Móabæ fram yfir 1900 og síðustu ábúendur þar.” Lýsing Guðmundar bendir til þess að býlið hafi verið við merki Minni- og Stóru-Vatnsleysu en líklega er átt við girðingu á milli túnhluta Vesturbæjar 003 og Austurbæjar 001, eða á milli eignarhluta Sæmundar og Einars Þórðarsona. Samkvæmt túnakorti frá 1919 var Móabær um 140 m austan við bæ 001. Býlinu tilheyrðu tvö hús, brunnur, kálgarður og túngarðar. Býlið var í sléttuðu túni sem komið er í órækt.
1919: Tún 0,17 teigar, garðar 600m2. Engin ummerki um býlið sjást á yfirborði en mögulega leynast leifar af því undir sverði.

Sigurjónsbær (býli)

Vatnsleysa

Vatnsleysa – túnakort 1919.

“Margar hjáleigur voru í túni Stóru-Vatnsleysu. Voru þær aðallega í neðsta hluta niðurtúnsins og flatanna. Smátúnblettir voru um hvert þeirra og hlaðið í kring með grjótgörðum. Sumir voru ákaflega vel hlaðnir og voru óskemmdir þar til fyrir fáum árum. … Fyrir nokkrum árum var öllum grjótgörðunum rutt burt og niður í sjávarkampinn. Þar eru nú slétt tún. … Þá var norðan og ofar Nýibær, Móabær, Sigurjónsbær og Jónasarbær,” segir í örnefnaskrá. Í annarri örnefnaskrá eftir Ara Gíslason segir: “[…] innan við Naustakot var Sigurjónsbær.” Sigurjónsbær er að öllum líkindum sami bær og Garðhús. Hann er ekki merktur inn á túnakort og hefur verið utan túns. Samkvæmt bókinni Mannlíf og mannvirki bjuggu Sigurjón Jónsson og Guðrún Filippusdóttir í Garðhúsum. Þar segir einnig: “Þau byggðu Garðhús rétt eftir aldamótin [1900] og voru þar í nær 20 ár, en fluttu síðan til Hafnarfjarðar, rifu bæinn og byggðu hann upp þar sem nú er Krosseyrarvegur 11. Eins og fyrr segir var einginn fyrir né eftir þeirra dag í Garðhúsum.” Býlið hefur að líkindum verið um 260 m ASA við bæ en nákvæm staðsetning hans er ekki lengur þekkt.
Garðhús hefur líklega verið á fjörukambinum en þar sem nú eru mörk stórgrýttrar klapparfjöru og túns í órækt. Grjóti sem rutt var úr túninu við sléttun er nú á þessum stað.
Ekki sést til minja um bæinn vegna niðurrifs og sléttunar.

Garðbær (býli)
Samkvæmt túnakorti frá 1919 var býlið Garðbær um 200 m suðaustan við bæ og 65-70 m sunnan við Kotbrunn. Býlinu tilheyrði tvískipt bæjartóft auk þriggja útihúsa, kálgarðs og túngarða. Engar leifar um býlið sjást á yfirborð vegna sléttunar. Ekki er minnst á þetta býli í örnefnaskrám og líklegt að það hafi einnig borið annað nafn.
Ef til vill hefur það líka heitið Jónasarbær og það skýrir þá hvers vegna Nýibær og Jónasarbær eru báðir nefndir í örnefnaskrá Stóru- og Minni-Vatnsleysu. Þar sem býlið var er sléttað tún sem komið er í órækt en dálítill flatur stallur er í túninu þar sem bærinn stóð að líkindum.
1919: Tún 0,25 teigar, garðar 550m2.

Kotbrunnur (vatnsból)

Kotbrunnur

Kotbrunnur.

“Á flötunum, rétt ofan þar sem kotablettirnir voru, er flæðibrunnur, vel hlaðinn innan. Þó mun eitthvað vera hrunið úr veggjum hans nú. Vatnið í honum var saltminna en í brunninum vestar í túninu, sem áður er sagt frá. Þessi brunnur var kallaður Kotbrunnur,” segir í örnefnaskrá. Brunnurinn er merktur inn á túnakort frá 1919 og er um 180 m ASA við bæ. Brunnurinn er í sléttuðu túni sem komið er í órækt. Til vesturs eru hólar og hæðir en nokkuð flatlent er til annarra átta. Brunnurinn er grjóthlaðinn, um 2 m í þvermál, en stendur aðeins lítillega upp úr sverði. Honum virðist lítið sem ekkert hafa verið raskað og er líklegt að hann hafi verið notaður eftir að sléttað var úr býlunum á svæðinu þar sem vatnið í honum þótti betra en í brunni. Brunnurinn er um 8 m á dýpt og sést til botns í honum. Hleðslan í brunninum er 4-5 m á hæð en neðan við hleðsluna er klöpp sem grafið hefur verið ofan í. Ekki sást vatn í botni brunnsins þegar hann var skráður á fjöru á vordögum 2012.

Þýskubúðir (þingstaður)
“Í hafnartali Rexens er Vatnsleysuvík talin höfn á 16. öld, en þess getið, að þangað séu engar siglingar. Þó hafa Hamborgarkaupmenn nokkuð síðar silgt þangað og verzlað þar. … Konungsbréf, sem útgefið var 1602, tilkynnir, að þýzkum kaupmönnum hafi þó verið leyft að sigla á hafnirnar Vatnsleysuvík og Straum þetta sumar, til að innheima skuldir sínar, en þeir megi alls ekki verzla við Íslendinga,” segir í bókinni Strönd og vogar. Í Söguriti XXIX er héraðslýsing Guðmundar Runólfssonar sýslumanns frá 1770 þar sem hann fjallar m.a. Um hafnir. Þar segir: “Auk þessa höfdu Þiisker, þegar höndludu hier vid Land, sýnar Sumar Hafner allvýda i þessu Hierade, er nú ei brúkast, so sem Stroimswiik i Hroinumm, Watnsleysuwiik á Strönd og výdar, hvar umm Búdartofternar enn i Dag audsienar bera ljósast Vitne.” Í örnefnaskrá segir:”Víkin þar fyrir innan [Naustakotsvör] heitir Búðavík.”

Vatnaborg (vatnsból)

Vatnaborg

Vatnaborg – vatnsstæði.

“Upp af [Stekkhól] nokkuð fyrir ofan gamla þjóðveginn er hóll, sem heitir Grænhóll. Suður af honum er annar minni, sem heitir Efri-Grænhóll. Skammt þar fyrir ofan er slakki eða lægð. Þar á smábletti kemur upp vatn, og myndast þar oft vatnsból. Heitir það Vatnaborg og er rétt ofan steypta vegarins,” segir í örnefnaskrá. Um 150 m ofan Reykjanesbrautar (sunnan) og um 170 m austan við Vatnaborgina sjálfa er vatnsbólið.
Svo er að sjá á gróðri á þessum slóðum að vatnsbólið hafi verið stórt áður eða um 20 m í þvermál. Nú er hins vegar aðeins rakur mosagróður á þessu svæði nema á um 2 X 0,8 m svæði þar sem enn er vatn.

Tóustígur (leið)

Tóustígur

Tóustígur.

“Skammt neðan Gráhellu liggur gamall stígur upp hraunið. Liggur hann í suðaustur og endar í allstórri lægð, sem er girt háu hrauni á alla vegu. … Stígurinn frá hraunbrún og upp að þessum lægðum heitir Tóustígur,” segir í örnefnaskrá. Í bókinni Örnefni og gönguleiðir segir: “Austan og neðan við Gráhellu komum við að Tóastíg, Tóarstíg eða Tóustíg en hann liggur upp í Tórnar eða Tóurnar eins og málvenja er núorðið. Stígurinn var eyðilagður að mestu þegar efni í Reykjanesbrautina var tekið en hluti hans sést þó vel enn þá rétt neðst þar sem hraunið er enn óraskað. Stígurinn kemur aftur í ljós fyrir ofan ruðningana.” Leiðin sést þar sem hún liggur ofan í Tó tvö um 2,5 km suðaustan við bæ.
Leiðin liggur um móa innan um hraun.

Gvendarborg

Gvendarborg á Vatnsleysuheiði.

Gvendarborg (fjárskýli)
“Góðan spöl ofan Gráhellu liggur löng hraunbreiða út í heiðina. Heitir það Hraunsnef. … Rétt ofan Hraunsnefs á heiðarholti er gömul hlaðin rétt eða fjárborg. Heitir það Gvendarborg,” segir í örnefnaskrá. Í bókinni Örnefni og gönguleiðir segir: “Á nokkuð háu klapparholti upp og suðaustur af Djúpadal en suður af Hraunsnefi stendur hálfhrunin fjárborg sem heitir Gvendarborg. Borgina hlóð Guðmundur Hannesson er seinast bjó á Ísólfsskála en hann var fæddur árið 1830 […]” Gvendarborg er um 4,2 km suðaustan við bæ. Borgin er hátt í Strandarheiði á nokkuð flatlendu svæði í hraunmóa. Allgróið er hér í kring en flagmói á stöku stað.
Borgin var líklega um 6 m í þvermál þegar hún var heil en mikið hefur hrunið úr hleðslum, aðallega úr utanverðum veggjum svo leifar af borginni ná yfir svæði sem er um 9×9 m að stærð. Mesta hleðsluhæð er um 1,8 m og mest sjást 8 umför en meirihluti veggjahleðslna er hruninn. Opið inn í borgina sést enn og var gengið inn í hana úr suðaustri. Grjót hefur hrunið í opið sem er aðeins um 0,3 m á breidd og var um 0,7 m á hæð.

Stóri-Kolhóll (kolagröf)

Kolhóll

Stóri-Kolhóll.

“Frá Einiberjahól liggja mörkin um hól, sem nefnist Stóri-Kolhóll. Þarna eru fleiri hólar eða holt, sem kallaðir eru einu nafni Kolhólar. Kolhólar eru, sem kallað er, á háheiðinni,” segir í örnefnaskrá. Kolhóll eða Stóri-Kolhóll er um 6,5 km sunnan við bæ 001 og um 1,5 km sunnan við sel. Í Kolhól er mikil hringlaga dæld sem er um 3 m djúp og um 12 m í þvermál. Hóllinn er í mosagrónu, hæðóttu hrauni.
Ekki sést til ummerkja um kolagerð í eða við hólinn en ekki er hægt að útiloka að kolagerði haf farið fram á þessum stað. Varða er um 10 m vestan við dældina í hólnum. Hún er óvönduð og líklega ung að árum eða illa endurhlaðin.
Varðan er 1×1 m að stærð og um 0,5 m á hæð. Ekki er hægt að greina fjölda umfara. Grjótið í vörðunni er skófum vaxið. Viðarprik er á milli steina í vörðunni en hefur líklega áður staðið upp úr henni. Hlutverk þessarar vörðu er óljóst en mögulega hefur hún átt að vísa á hólinn, varðað Þórustaðastíg sem liggur fast suðvestan við hólinn, eða verið landamerki því samkvæmt örnefnaskrá var Kolhóll á merkjum milli Flekkuvíkur og Vatnsleysu sbr. tilvísun hér fyrir ofan.

Oddafellssel (sel)

Oddafellssel

Oddafellssel.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: “Selstöðu segja menn jörðin eigi þar sem heitir Oddafell, og er þángað bæði lángt og erfitt að sækja, eru þar hjálplegir hagar og vatn nægilegt.” “Gamall götuslóði eða stígur liggur frá Oddafelli, og fer hann út á hraunið spölkorn vestur með fellinu, frá norðurenda þess vestur yfir hraunið í átt að Keili, og er nefnt Höskuldarvallastígur. Örskammt með fellinu að vestan við hraunbrúnina eru gamlar vegghleðslur. Þar var haft í seli frá Minni-Vatnsleysu,” segir í örnefnaskrá. Selið er um 9,3 km suðaustan við bæ.
Minjarnar eru á mörkum úfins mosagróins hrauns og grösugra hlíða Oddafells sem þó eru uppblásnar á köflum.
Í bókinni Örnefni og gönguleiðir segir: “Næst skoðum við tóftirnar af Oddafellsseli sem var frá Minni-Vatnsleysu en það liggur í vesturrótum fellsins skammt fyrir sunnan Höskuldarvallastíginn (sjá síðar) þar sem hann beygir út í apalhraunið til vesturs. Þar sjást tvær-þrjár tóftir og einnig kvíahleðslur í hraunjaðrinum rétt sunnan við selið.” Tóftir sem tilheyrt hafa selinu eru á svæði sem er um 170×10 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur.

Vatnsleysustekkur (stekkur)

Vatnsleysustekkur

Vatnsleysustekkur.

“Einhversstaðar hér í Heiðinni var Vatnsleysustekkur og hér er Litli-Hrafnhóll …” segir í örnefnaskrá. “Rétt vestan gjárinnar [Hrafnagjá] komum við að Vatnsleysustekk í lítilli kvos fast við og neðan Eiríksvegar en stuttu ofan við nýju tengibrautina. Eiríksvegargerðarmenn hafa látið óhreyft grjótið í stekknum sem segir okkur að líklega hefur hann verið í notkun þegar vinnan stóð yfir,” segir í bókinni Örnefnum og gönguleiðum. Stekkurinn er um 710 m vestan við bæ og um 880 m suðvestan við Minni-Vatnsleysu. Stekkurinn er í gróinni kvos milli tveggja hæða í grónum hraunmóa. Fast sunnan við stekkinn liggur Eiríksvegur og um 50 m eru að stekknum suðvestur af Vatnsleysustrandarvegi.
Tóftin er tvískipt og grjóthlaðin. Hún er um 8,5×7 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Mesta hleðsluhæð er um 0,6 m og mest sjást 3 umför í hleðslum. Þær eru hrundar og grónar, sérstaklega í norðausturhluta tóftarinnar.

Vatnsbergsstekkur (stekkur)

Vatnaborg

Vatnsbergsstekkur/Vatnaborg.

“Sunnar [en Grænhólar] er Vatnsstæðið, Vatnsberg. Þar er Vatnsbergsrétt, en fyrrum var þarna Vatnsbergsstekkur,” segir í örnefnaskrá. “Upp af honum nokkuð fyrir ofan gamla þjóðveginn er hóll, sem heitir Grænhóll. Suður af honum er annar minni, sem heitir Efri-Grænhóll. Skammt þar fyrir ofan er slakki eða lægð. Þar á smábletti kemur upp vatn, og myndast þar oft vatnsból. Heitir það Vatnaborg og er rétt ofan steypta vegarins,” segir í örnefnaskrá “Sunnan við vatnsstæðið er lágur hóll með miklu grjóti og veggjabrotum og þar hefur fyrrum verið stór fjárborg, Vatnaborg eða Vatnsborg og dregið nafn af vatnsstæðinu.” Minjar um fjárborg og stekk eru 185-195 m sunnan við Reykjanesbraut og um 1,5 km suðaustan við bæ.
Hóllinn sem minjarnar eru á er nokkuð hár. Hann er gróinn mosa og grasi. Umhverfis er þýft, mosa og lyngivaxið svæði með hraunhæðum inn á milli.
“Borgin var hringlaga 10-12 m í þvermál og innan í grjóthringnum eru hleðslur. Líklega hefur verið þar stekkur eftir að Borgin sjálf lagðist af enda geta heimildir um Vatnsbergrétt og Vatnsbergsstekk …”
Fjárborgin er hlaðin úr allstóru grjóti. Hún er hlaðin í hring og er 10 m á annan veginn en 12 m á hinn.

Kúagerði (býli)

Kúagerði

Kúagerði.

“Í Kúagerði fyrir sunnan Hvassahraun, má sjá vott þess, að þar hafi bær verið fyrir löngu,” segir Brynjúlfur Jónsson í grein árið 1902 “Sér þar til rústa innan til við sjávarkambinn, og nokkru vestar sést langur partur af niður sokknum grjótgarði og hverfur norðurendi hans í sjávarkambinn. Hefur sjórinn gengið þar á landið og brotið það upp. Þess skal getið að þetta stendur í engu samandi við rúst kot þessa, sem fyrir nokkrum áratugum var byggt í Kúagerði. Þar er hraunsnef á milli og þessarar rústa,” segir Brynjúlfur ennfremur. Ekki sjást greinilegar garðleifar á þessum slóðum. Fast sunnan við Reykjanesbraut og vestan við Kúagerðistjörn er hæð sem hugsanlega gæti verið leifar að garðlagi því sem rætt er um að ofan. Eins líklegt er að hæðin sé náttúruleg. Garðurinn er grasi gróinn en í kring er gróið hraun.
Hæðin er á um 50 m bili frá Reykjanesbraut til slóðans sem liggur samsíða brautinni að norðan. Norðan við slóðann sést svo í framhald sömu hæðar á um 15 m parti að fjörukambi.

Vatnsleysuskóli (hús)
Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum er sagt frá upphafi skólahalds í Vatnsleysu. Einnig er fjallað um skólann þar í ritgerð um skólahald í hreppnum eftir Eyjólf R. Bragason og fleiri.
Skólahald hófst á Stóru-Vatnsleysu árið 1910 og var kennt fyrst um sinn í Austurbænum 001. Nýtt skólahús var svo reist á jörðinni, um 200 m suðaustan við bæinn, árið 1912 og var kennt í því til 1914. Skólahald í Vatnsleysuskóla lagðist þá niður um árabil en hófst að nýju árið 1925 og hélst nokkuð samfleytt til ársins 1943 þegar skólaakstur hófst í hreppnum og skólahúsið var selt Þórði Jónassyni, bónda í Stóru-Vatnsleysu.
Skólinn var í grónum hraunmóa sunnan við tún Stóru-Vatnsleysu og skammt austan við heimreið að bænum. Samkvæmt Sæmundi Þórðarsyni, heimildamanni, var skólahúsið rifið fyrir um 20 árum og sjást lítil sem engin ummerki.

Rauðhólasel (sel)

Rauðhólssel

Rauðhólssel.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: “Selstöðu á jörðin þar sem heitir Rauðhólasel, eru þar hagar viðsæmandi, en stórt mein á vatnsskorti.” “Grasi gróinn halli eða lægt er vestan undir Rauðhól. Þar eru gamlar rústir eftir kofa og fjárrétt. Þar var haft í seli frá Stóru-Vatnsleysu, og heitir þar Rauðhólssel,” segir í örnefnaskrá. Minjarnar eru um 6,5 km
suðaustan við bæ. Tóftirnar eru á litlu mosavöxnu seltúni vestan við Rauðhól.
“Selið er í litlum Hvammi milli brunahóla. Seltún er þarna lítið. Tættur eftir byggingar eru hér líka. Aðalselið hefur verið undir Rauðhól – Nyrðri en fyrir botni er Stóri-Rauðhóll og norðan undir honum eru Kvíarnar og Réttin. Kvíarnar eru hringbyggðar eins og Borg, en Réttin er aflöng, sporöskjulöguð. Þarna var haft í seli fram um sextándu helgi [svo]. Þá gerðist svo magnaður draugagangur, að ekki varð við vært. Við austurenda Stóra-Rauðhóls hefur hraunið runnið niður brekku og þar hefur það myndað Sjálfkvíar eða djúpa laut, sem var hin ágætasta kví,” segir í örnefnaskrá

Rauðhólssel

Rauðhólssel – uppdráttur ÓSÁ.

Á heimasíðu Ferlirs segir: “Ofarlega í heiðinni eru nokkrir grónir rauðamelshólar. Rauðhólar standa við vesturjarðar Afsta[p]ahrauns, en í kring um þá að hluta hefur hraunið runnið. Þetta eru fjórir hólar eða hæðir og tveir sem standa fjærst hrauninu heita Stóri-Rauðhóll eða Rauðhóll og Litli-Rauðhóll, sem stendur neðan hans. Undir þessum hólum að norðaustanverðu er Rauðhólssel, en þar var frá Stóru-Vatnsleysu. Sagt var fyrrum að ekki hefði verið hægt að hafast við í selinu eftir að sextán vikur voru af sumri vegna draugagangs. Við selið finnst ekkert vatnsból [svo].
Aðalbláberjalyng er mjög sjaldgæf [svo] jurt í hreppslandinu, en við hólana má sjá það teygja sig upp úr þröngum gjám.” Ein tóft og ein þúst sjást í seltúninu á svæði sem er um 35×15 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur.
Tóft A er norðvestast á svæðinu. Hún er um 10×8 m að stærð og snýr norður-suður. Hún er þrískipt, torf- og grjóthlaðin. Hólf I stærst og er í suðurenda tóftarinnar. Það er um 3,5×2 m að innanmáli og snýr norður-suður. Op er inn í það á austurhlið. Úr hólfi I er gengið inn í hólf II til norður sem það hólf er mjög samansigið og óskýrt, sem og opið milli hólfanna. Hólf II er um 1 m í þvermál innanmáls. Hólf III er í norðausturhluta tóftarinnar. Það er um 3,5×0,5 m að innanmáli og snýr norður-suður. Op inn í það er á suðurgafli. Mesta hleðsluhæð tóftarinnar er um 0,6 m. Ekki sést fjöldi umfara í hleðslum. Þúst B er um 4,5×8 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Þústin er gróin en hefur líklega verið torf- og grjóthlaðin. Hvorki sést móta fyrir hólfum í þústinni né opi. Þústin er við jaðar seltúnsins og lækkar landið norðaustan við hana. Mesta hæð hennar er 0,3 m.

Vatnsleysukot (býli)

Vatnsleysa

Vatnsleysa – fornleifar.

Samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 var hjáleigan Vatnsleysukot í byggð það ár. Engar frekari upplýsingar fengust um þessa hjáleigu og ekki ljóst hvar hún var. Líklegt er að hún hafi annað hvort verið nærri bæ eða þar sem hjáleignaþyrping var áður vestast í túninu.
Ekki var unnt að staðsetja býlið með innan við 50 m skekkju.

Flekkuvíkursel II (sel)

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.

Lítið sel er um 185 m norðaustan við Flekkuvíkursel I og 3 km SSA við bæ. Heimildum ber ekki saman um hvað ásarnir heita í kringum Flekkuvíkursel en það skiptir miklu máli í þessu tilviki því landamerki Flekkuvíkur á móti Kálfatjörn annarsvegar og Vatnsleysu hins vegar liggja um ása sitt hvorum megin við selið. Í bókinni Örnefni og gönguleiðir er aðeins talað um Vestari- og Nyrðri-Flekkuvíkurselás eins og gert er í landamerkjalýsingu. Í lýsingum af staðsetningu selsins í sömu heimild er talað um að Selásvarða sé á Vesturásnum. Í örnefnaskrá Flekkuvíkur er hins vegar talað um Selásinn vestari, Selásinn eystri og Mið-Selás. Og samkvæmt sömu heimild er Selásvarðan á Mið-Selás. Á vettvangi og af loftmyndum virðast ásarnir vera þrír og er líklegt að Selásinn eystri í örnefnaskrá sé sami ás og Nyrðri-Flekkuvíkurselás í landamerkjalýsingu en þessi ás er norðaustastur ásanna og því geta bæði nöfnin átt við hann. Mið-Selássins er væntanlega ekki getið í landamerkjaskrám af því að landamerkin liggja ekki um hann. Mið-Selás er suðaustan við Flekkuvíkusel og á honum er stór varða sem að öllum líkindum er Selásvarða en tvær vörður eru á Selásnum vestari sem er vestan við Flekkuvíkursel.

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel.

Selið sem hér er skráð er á mörkum Vatnsleysu og Flekkuvíkur. Óvíst er hver tengslin eru milli seljanna tveggja en selið í landi Vatnsleysu virðist vera eldra en Flekkuvíkursel og því tilheyra færri sýnilegar rústir. Selið kann að hafa verið frá Vatnsleysu eða eldra sel frá Flekkuvík þó að selstæði Flekkuvíkursels sé mun ákjósanlegra eins og aðstæður eru nú. Selið er í allgrónu hrauni norðan undir Nyrðri-Flekkuvíkurselási eða Selás eystri. Þar er lítið gróðurlendi og flagmóar eru nærri tóftunum og ógna þeim.
Á heimasíðu Ferlirs segir: “Ásarnir, sem selið stendur við, heita Vestri-Flekkuvíkurselás og Nyrðri-Flekkuvíkurselás. Á vesturásnum er Selásvarða, önnur varða er á miðhluta hans og sú þriðja á nyrðri endanum. Norðan ássins, rétt neðan við vatnsbólið, eru þrjár gamlar tóftir og há grasivaxin grjóthrúga, líklega mjög gömul húsatóft.”

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel.

Í ritgerð Ómars Smára Ármannssonar um Sel á Reykjanesskaga segir: “Í selinu [Flekkuvíkurseli sjálfu má vel greina 8 tóttir. Líklega hafa selstöðurnar verið a.m.k. tvær. Stekkur er undir holtinu skammt sunnar, en vestan við selið eru hleðslur er gætu verið rétt og eldra gerði. Vel gróið er í kringum selið, Seltúnið. Norðan við selið er klapparhóll. Í kvos norður undir norðurholtinu er hlaðin kví. Norðan þess eru þrjár tóftir er benda til þess að þar hafi verið minna sel. Norðan þess er u.þ.b. metershár hóll með hleðslum. Talsverð landeyðing er í kringum hann, en þarna gæti hafa verið stekkur, lítil borg eða hlaðið hús.
Hugsanlega gæti þetta hafa verið sel frá öðrum Flekkuvíkurbæjanna, en Flekkuvík skiptist í Austurbæ og Vesturbæ, auk þess sem bærinn Refshali (Rifshali) var býli þar í túnkróknum (fór í eyði 1920).” Minjar um selið eru á svæði sem er um 95×85 m að stærð og snýr VNV-ASA. Á svæðinu eru þrjár tóftir, vatnsstæði og varða.

Kolhólasel (sel)

Kolhólasel

Kolhólasel – uppdráttur ÓSÁ.

“Í graslendinu fast við hólinn eru fimm greinilega afmarkaðar tóftir eða dældir og er sú stærsta 4×3 m. Ekkert grjót sést í tóftunum. Sagnir eru til um kolagrafir þarna, en hólarnir á þessu svæði heita Kolhólar og grasrindarnir Kolhólalágar. Nú er farið að kalla þessar tóftir Kolhólasel en líklega hefur það heitið Vatnsleysusel fyrrum,” segir í bókinni Örnefni og gönguleiðir. Í örnefnaskrá segir: “Hér suður í heiðinni Vatnsleysuheiði, var fyrr á tímum sel Vatnsleysusel. Nú munu fáir eða engir vita um þann stað, en nafnið lifir meðal eldri manna.”

Kolhólasel

Kolhólasel.

Á heimasíðu FERLIRs segir: “Markmiðið með þessari ferð var m.a. að finna svonefnda Kolhóla og hugsanlega fornar minjar, sem þar áttu að vera. Hólarnir eru í heiðinni, en í landi Vatnsleysu. Eftir svolitla leit fundust rústirnar norðaustan undir hól á vel grónu svæði; tóftir af tveimur húsum með tveimur rýmum hvort. Austast var stekkur. Af nafninu að dæma gætu þarna hafa verið unnin kol á meðan enn var hrís í heiðinni. Annar Kolhóll er þarna nokkuð sunnar í heiðinni. Í hann er nokkuð djúp gróin skál.

Tóftirnar virðast vera mjög gamlar. Líklegt er að Vatnsleysa hafi haft þarna í seli um tíma, en síðar fært sig ofar, í Rauðhólssel og undir Oddafellið.
Forvitnilegt væri að kanna tóftirnar betur. Þessa er hvergi minnst í seinni tíma ritum, s.s. Jarðabókinni 1703 eða í yfirferð Brynjúlfs Jónssonar um Reykjanesskagann á 19. öld.” Seljatóftir eru um 5 km sunnan við bæ og um 1,35 km suðvestan við Gvendarborg. Minjarnar eru í nokkuð flatlendum og grjónum móa innan um hraunhóla sem mynda hring í kringum svæðið, syðst á svæðinu eru minjar undir allháum hól.
Alls eru þrjár tóftir á svæði sem er um 27×18 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur.

Hrafnagjá (áletrun)

Hrafnagjá

Hrafnagjá áletrun við Magnúsarsæti á Stóru-Vatnsleysu.

“Stuttan spöl sunnan milligarðsins og ofan gamla götuslóðans milli bæjanna er mjög gömul og víða uppgróin gjá. Heitir hún Hrafnsgjá … Gjáin liggur um nokkuð háan klapparhól næstum efst í túninu. Sunnan í hólnum ca. 2 m niður er stallur eða sylla, sem kölluð er Magnúsarbæli. Tveir bókstafir eru höggnir í sylluvegginn og er sá fyrsti H, en hinn man ég ekki, hver er,” segir í örnefnaskrá. Áletrunin er í Hrafnagjá um 165 m vestan við bæ.

Hrafnagjá

Hrafnagjá.

Áletrunin er á innanverðum suðaustari gjárveggnum. Gjáin liggur norðaustur-suðvestur. Bælið og áletrunin eru suðvestan við allháan hól sem sprungan liggur í gegnum.
Samkvæmt heimildamanni, Sæmundi Þórðarsyni, mátti ekki slá of nærri gjánni vegna huldufólks. Það sem sést af áletrun í gjánni er fangamarkið SJ efst, þar fyrir neðan ártalið 1888 og neðst stafurinn M. Annað sést ekki skýrt.
Sigurður Jónsson bjó á jörðinni og er fangamarkið að öllum líkindum hans. Áletrunin er vandlega gerð og hefur ekki veðrast mikið. Sæmundur Þórðarson hefur reynt að fylla upp í gjána með braki úr bragga til að minnka hættu á slysum.

Heimild:
-Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla II, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2014.

Vatnsleysuströnd

Vatnsleysuströnd – örnefni – ströndin.

Vatnsleysuströnd

Vatnsleysuströnd – örnefni – heiðin.

Brunnastaðasteinninn

Í Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla III, má m.a. lesa eftirfarandi um bæi, s.s. Brunnastaði, Halakot, Suðurkot, Austurkot, Naustakot, Skjaldarkot, Traðarkot, Hvassahraun og Hvassahraunskot, og nokkrar aðrar merkar minjar í sveitarfélaginu.

Vatnsskersbúðir (verbúð)

Vatnsskerbúðir

Vatnsskersbúðir.

“Yst í Djúpaós er Dýpstiós. Nokkru innar er Vatnasker, þar upp af er Vatnsskersbúðir og Vatnsskersbúðarvör. Einnig Djúpavogsvör,” segir í örnefnaskrá Voga. Farið var á vettvang árið 2006 og fundust ekki minjar um Vatnsskersbúðir þá.
Aftur var farið á vettvang þegar verið var að skrá Brunnastaði árið 2013 og fundust þá tóftir á Vatnsskeri. Vatnsskersbúðir eru merktar inn á kort af býlum, götum, slóðum og hliðum sem fylgir ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. Þar sjást signar tóftir um 320 m SSV við Hvamm og 780 m NNA við Minni-Voga. Ein tóftin er líklega af herslubyrgi. Vatnssker er lítið sker með jarðvegstorfu ofaná. Það flæðir sjór allt í kringum það á flóði.

Brunnastaðir (býli)

Brunnastaðahverfi

Brunnastaðahverfi.

Jarðadýrleiki óviss 1703, konungseign. JÁM III, 123. 1395 er Brunnastaða getið í eignaskrá Viðeyjarklausturs.
Þá eru hálfir Brunnastaðir metnir á 30 hdr. DI III, 597-598. 1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 124.
1584: Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 1 hdr. Í fríðu og 2 vættir fiska. Árni Óla: Strönd og Vogar, 26.
Hjáleigur í byggð 1703, Halakot, Brunnastaðakot, Stöðlakot, Tangabúð og Skjaldarkot. Í eyði Traðarkot, Vesturhús, Naustakot, Austurhús (að öllum líkindum sama og Austurkot) og Suðurhús (að öllum líkindum sama og Suðurkot). JÁM III, 125-127. Hjáleigur í byggð 1847: Halakot, Suðurkot, Austurkot, Naustakot, Skjaldarkot og Traðarkot. JJ, 90. Á Bieringstanga voru nokkrir bæir sem fóru í eyði á árunum 1920-1925. Þeir voru þessir: Grund eða Trumba, Vorhúsabæirnir, Austurbær eða Bjarnabær og Vesturbær eða Guðjónsbær, Hausthús og Hvammur. Gunnar Ingimundarson: Örnefni í Brunnastaðahverfi, 31. Tvíbýli var um tíma á Efri-Brunnastöðum. Guðmundur Jónsson. Mannlíf og mannvirki, 224-33.
1703: “Tún jarðarinnar spillast af sjáfar og sands ágángi meir og meir. Engjar eru öngvar. Útihagarnir um sumur í lakasta máta, um vetur nær enginn nema fjaran.” JÁM III, 124-5. 1919: Tún alls 5,9 teigar, garðar 2300m2.

Efri-Brunnastaðir (býli)

Efri-Brunnastaðir“Neðri-Brunnastaðir eru allnærri sjávarkampinum, en Efri-Brunnastaðir eru talsvert fjær og standa á allháum hól. Ekki ber hverfisingum saman um hvort býlanna séu hinir upphaflegu Brunnastaðir. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín 1923-1924 [skrifuð 1703], er getið Brunnastaða og Brunnastaðakots, en hvort kotið sé annað hvort núverandi býla skal ósagt látið. Sigurjón Sigurðsson í Traðarkoti telur Neðri-Brunnastaði upphaflega býlið, án þess þó að slá neinu föstu um það. Ályktun sína dregur hann af því, að ýmis býli á Vatnsleysuströnd hafi fyrrum verið byggð alveg niðri við sjávarkampinn, en síðan verið færð fjær sjó, eftir því sem landbrot jókst,” segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. Í sama riti segir: “Bæjarhóll heitir sá sem Efri- Brunnastaðir standa á. Hlaðið, eða Brunnstaðahlað er hluti af Bæjarhól.” Samkvæmt túnakorti frá 1919 voru íbúðarhús á bæjarhólnum og samtengt margskipt útihús sem skráð er með bæjarhúsum á bæjarhólnum. Af afstöðu Bænhúshóls að dæma verður að teljast líklegt að bænhús á honum hafi tilheyrt Efri-Brunnastöðum. Það bendir þá til þess að Efri-Brunnastaðir séu elsta bæjarstæði Brunnastaða.
Efri-Brunnastaðir eru á háum hól um 120 m suðvestan við Brunnastaðatjörn. Tún er í kringum bæjarstæðið sem er enn slegið að hluta og að hluta nýtt til beitar.

Efri-Brunnastaðir

Brunnastaðir

Í greininni “Suður með sjó” eftir Björn Þorsteinsson sagnfræðing segir að Jón Breiðfjörð Jónsson sem fluttist að Brunnastöðum um 1870 hafi rekið þar verslun. Að sögn Jóns Hauks Aðalsteinssonar, heimildamanns, sást grunnur verslunarinnar til skamms tíma norðan við íbúðarhúsið á Efri-Brunnastöðum og veginn sem liggur niður að Neðri-Brunnastöðum. Hóllinn sem gamli bærinn var á er um 100 m í þvermál og virðist að mestu leyti náttúrulegur en öruggt má telja að hann sé einnig að stórum hluta uppsöfnuð mannvistarlög. Hóllinn er hæstur um 2 m. Það hús sem nú er á bæjarstæðinu var byggt 1930 og er með niðurgröfnum kjallara. Það er fast suðaustan við eldra íbúðarhús á bæjarstæðinu en það var rifið fyrir fáum árum. Enn sést móta fyrir hleðslum úr grunni þess.

Bænhúshóll (kirkja)

Brunnastaðir

Bænhúshóll.

“Bænhúshóll eða Kirkjuhóll heitir svo því þar á að hafa verið bænhús í kaþólskri tíð,” segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. Bænhúshóll er í landi Neðri-Brunnastaða en virðist hafa tilheyrt Efri-Brunnastöðum 001 ef tekið er tillit til afstöðu hólsins og bæjanna. Hóllinn er um 60 m VSV við Efri- Brunnastaði og um 115 m suðaustan við Neðri-Brunnastaði.
Afgerandi hóll er í túni nærri merkjum milli Efri- og Neðri-Brunnastaða. Túnið hefur verið slegið til skamms tíma en var nýtt til hrossabeitar þegar skráningarmaður var á ferð haustið 2013.
Að sögn Jóhanns Sævars Símonarsonar, heimildamanns, komu upp mannabein og legsteinn við túnrækt á hólnum í kringum 1950. Sléttað var yfir staðinn og beinin látin hvíla áfram á sama stað. Bænhúshóllinn er um 28×24 m að stærð og snýr norður-suður. Hann er um 2 m á hæð og er kúptur að ofan. Ekki sést til minja um kirkjugarð eða kirkju á yfirborði hólsins en á loftmyndum á GoogleEarth frá 2002 má óljóst greina gerði umhverfis hólinn og dökkan blett á miðjum hólnum þar sem líklegt er að bænhúsið hafi staðið.

Neðri-Brunnastaðir (býli)

Neðri-Brunnastaðir

Neðri-Brunnastaðir 1928.

“Neðri-Brunnastaðir eru allnærri sjávarkampinum, en Efri-Brunnastaðir eru talsvert fjær og standa á allháum hól. Ekki ber hverfisingum saman um hvort býlanna séu hinir upphaflegu Brunnastaðir. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín 1923-1924 [skrifuð 1703], er getið Brunnastaða og Brunnastaðakots, en hvort kotið sé annað hvort núverandi býla skal ósagt látið.
Sigurjón Sigurðsson í Traðarkoti telur Neðri-Brunnastaði upphaflega býlið, án þess þó að slá neinu föstu um það.
Ályktun sína dregur hann af því, að ýmis býli á Vatnsleysuströnd hafi fyrrum verið byggð alveg niðri við sjávarkampinn, en síðan verið færð fjær sjó, eftir því sem landbrot jókst,” segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. Þar segir einnig: “Neðri-Brunnastaðir, gömlu, var oft nefnt Húsið í daglegu tali, vegna þess, að það þótti stórglæsilegt timburhús á sinni tíð, er þar var reist, skömmu eftir síðustu aldamót (1907-8). Stendur þetta hús enn ásamt áföstum útihúsum, hvorttveggja hrörlegt mjög. …

Neðri-Brunnastaðir

Neðri-Brunnastaðir.

Núverandi íbúðarhús á Neðri-Brunnastöðum var reist 1957, töluvert fjær sjó en hið gamla.” Neðri-Brunnastaðir eru niður við sjó, um 175 m VNV við Efri-Brunnastaði.
Bæjarstæði Neðri-Brunnastaða er á lágri hæð í túni sem nýtt er til beitar.
Ekki sést afgerandi bæjarhóll en allmiklar breytingar hafa orðið í kringum bæinn vegna húsbygginga, vegagerðar og sjóvarnargarðs. Gamla húsið A sem sýnt er á túnakorti frá 1919 stendur enn. Húsið er bárujárnsklætt milli fjóss og íbúðarhúss. Fjósið sem enn stendur er steypt og verður ekki lýst nánar hér. Jóhann Sævar hefur eftir Símoni Kristjánssyni, föður sínum, að eldra íbúðarhús B í Neðri-Brunnastöðum hafi verið fast norðaustan við fjárhús og um 10 m vestan við húsið sem reist var 1906 og enn stendur. Þar sjást hins vegar engin ummerki um byggingar.

Grund (býli)

Grund

Grund – túnakort 1919.

Bieringstanga voru nokkrir bæir sem fóru í eyði á árunum 1920-1925. Þeir voru þessir: Grund eða Trumba,” segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. Þar kemur fram að tún hafi verið umgirt grjótgörðum og að brunnur hafi verið utan túns. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum kemur fram að húsið í Grund hafi verið byggt upp þegar nýir ábúendur fluttu þangað 1912 en það svo rifið 1920.
Það nýtilegasta úr húsinu var notað í nýtt íbúðarhús, Suðurkot 2. Jón Haukur Aðalsteinsson, heimildamaður, hefur grúskað talsvert í ítarheimildum um Bieringstanga og Brunnastaðahverfið á Þjóðskjalasafni Íslands. Hann hefur fundið heimild um byggð á Grund í Sóknarmannatali Kálfatjarnarkirkju frá 1883. Býlið Grund er um 835 m suðvestan við Efri-Brunnastaði. Sumarhús Magnúsar Ágústssonar frá Halakoti er fast vestan við bæjartóftina og liggur vegur að honum. Á túnakort frá 1919 eru eftirtalin mannvirki teiknuð: bæjarhús, útihús, brunnur, túngarður, kálgarður og fiskreitir.

Bieringstangi

Bieringstangi – uppdráttur ÓSÁ.

Tún býlisins er hæðótt og er það komið í órækt og orðið þýft. Utan túns er grónir hraunmóar til austurs.
1919: Tún 0,29 teigar, garðar 540m2. Minjar um býlið sjást á svæði sem er um 95×75 m að stærð og snýr NNA-SSV. Innan þess eru húsgrunnur, tóft, tveir brunnar, brunngata, sjávargata, kálgarður, garðlag, heimild um fiskreit og þúst. Allar minjarnar fá bókstafi til aðgreiningar í lýsingu. Lýsingin hefst á húsgrunni A þar sem bærinn Grund stóð. Grunnurinn er á lágum klapparhól, um 20 m suðaustan við norðvesturjaðar túnsins og 30 m norðaustan við suðvesturjaðar þess.
Húsið sem stóð á grunninum var rifið 1920. Alls eru sýnlegar leifar hússins á svæði sem er um 6,5×6 m að stærð og snýr norður-suður. Grunnur hússins er um 4×6 m að stærð og snýr norður-suður. Veggirnir eru 0,6 m á þykkt, grjóthlaðnir úr tilhöggnu grjóti og er sementslím í hleðslunni.

Hvammur (býli)

Hvammur

Hvammur.

“Á Bieringstanga voru nokkrir bæir sem fóru í eyði á árunum 1920-1925. … Auk þessara voru í Bieringstanga Hausthús og Hvammur,” segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. Í örnefnalýsingu fyrir Bieringstanga segir: “Hvammsblettur er afgirtur með grjótgörðum og gaddavír. Bærinn [A] stendur austarlega í blettinum. Rétt norðaustan við bæinn er brunnur, Hvammsbrunnur [B]. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Syðsti bær í Brunnastaðahverfi var Hvammur. Nú er þar eingöngu rústir að sjá og grjótgarð umhverfis túnið. Þetta var lítið grasbýli á leigulandi og greiddi afgjald til Neðri-Brunnastaða, en var úr óskiptu landi Brunnastaðahverfis.” Jón Haukur Aðalsteinsson, heimildamaður, hefur grúskað talsvert í ítarheimildum um Bieringstanga og Brunnastaðahverfið á Þjóðskjalasafni Íslands. Hann hefur fundið heimild um byggð í Hvammi í Sóknarmannatali Kálfatjarnarkirkju frá 1883. Hvammur er um 1,2 km suðvestan við bæ og um 70 m suðaustan við Hausthús. Býlinu tilheyrir bæjartóft, brunnur, gryfja, túngarður, brunngata, sjávargata, tvær tóftir, tvö mannvirki og þúst. Á túnakort frá 1919 eru eftirtalin mannvirki teiknuð: bær, þró, útihús og túngarður.
Býlið er sunnan við grösuga hæð í grónum klapparmóa.

Kristmundarvarða (varða)

Kristmundarvarða

Kristmundarvarða.

“Tvær vörður eru í Djúpavogsheiði ofan við Bieringstanga og heitir önnur þeirra Kristmundarvarða, kennd við Kristmund Magnússon sem varð úti á heiðinni þar sem varðan er, svo til beint austur af svonefndum Voghól.
Þessi atburður gerðist 1907 eða 1908 er verið var að smala fé,” segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi.
Varðan er um 360 m sunnan við Töðugerðisvörðu og um 1,1 km suðvestan við Efri-Brunnastaði.
Varðan stendur lágt í hraunmóa sem er að hluta uppblásinn.
Varðan stendur vel. Hún er um 1 m í þvermál og 1,1 m á hæð. Í henni sjást 6 umför. Fast norðaustan undir vörðunni er minningarskjöldur um Kristmund. Ekki er vitað hvenær varðan var upphaflega hlaðin en hún var endurhlaðin árið 1993 af Ragnari Ágústssyni frá Halakoti.

Töðugerðisvarða (varða)

Töðugerðisvarða

Töðugerðisvarða.

“Hin varðan, Töðugerðisvarða eða Halakotsvarða stendur rétt ofan eða sunnan við Skipholt. Þar hjá er reiðgata sem notuð var sem þjóðbraut fram til 1912 og heitir Gamlivegur,” segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. Reiðgatan sem nefnd er Gamlivegur í tilvísun hér að framan er að öllum líkindum leið sem lá á milli bæja og til kirkju í Kálfatjörn eftir að hún varð sóknarkirkja fyrir hreppinn. Varðan er um 395 m austan við Grund og um 230 m suðaustan við Töðugerðisbæina.
Varðan stendur allhátt á hól í hraunmóa. Varðan er stæðileg, ferköntuð og vandlega hlaðin. Hún er um 1×1 m að grunnfleti og 1,3 m áhæð. Í henni sjást 8 umför. Hún virðist ekki mjög gömul en getur hafa verið endurhlaðin. Hlutverk vörðunnar er ekki þekkt en hún gæti verið siglingamerki eða varðað Kirkjugötu.

Hemphóll (áfangastaður)
Í bókinni Örnefni og gönguleiðir segir: “Í Brúnum ofan og austan við Brunnastaðasel stendur Hemphóll eða Hemphólar en þar áðu smalarnir úr Brunnastaðahverfi um leið og skipt var í leitir.
Smalaleiðin lá skammt norðan við Brunnastaðasel og á Hemphól.” Á heimasíðu FERLIRs segir: “Talsvert ofan við selið er hinn sögufrægi Hemphóll, á honum er varða.”
Hemphóll er um 1 km suðaustan við Brunnastaðasel og stendur enn varða á honum. Varðan er á hól í mosavaxinni hraunheiði. Stendur hóllinn mjög hátt í heiðinni og víðsýnt er af honum til allra átta. Efst á hólnum er stór varða úr stóru grjóti. Var mögulega holrými í henni neðst en varðan hefur fallið saman. Hún er um 1,2×1,2 m að grunnfleti og 1,2 m á hæð. Í henni sjást enn 5 umför. Í holrýminu neðst eru gamlar brotnar gosflöskur.

Guðmundarstekkur (stekkur)
“Þar sem lömbum var í eina tíð stíað frá ánum heitir Guðmundarstekkur, en Ragnar Ágústsson nefnir hann aðeins Stekk,” segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. “Stuttu austur af Þúfuhól er svo Guðmundarstekkur norðan undir Stekkholti,” segir í bókinni Örnefni og gönguleiðir. Stekkjartóftin er um 130 m norðvestan við vörðu á Neðri-Presthól.

Syðri-Brunnastaðalangholtsvarða (varða)

Brunnastaðalangholtsvarða

Brunnastaðalangholtsvarða.

“Skammt frá [Einingavegi] er langt og fremur mjótt klapparholt, Brunnastaðalangholt. Á holtinu eru tvær vörður, Nyrðri- og Syðri- Brunnastaðalangholtsvörður …,” segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. Langholtið er hár malarhryggur skammt frá merkjum Voga og Brunnastaða. Á holtinu er áberandi varða sem sést langt að. Hún er um 340 m sunnan við Nyrðri-Brunnastaðalangholtsvörðu og 2,2 km SSA við Efri-Brunnastaði. Holtið er hálfgróið en umhverfis vörðuna, hæst á holtinu, er ógróinn melur.
Á Langholtinu eru auk vörðunnar tvö önnur mannvirki á svæði sem er um 30×30 m. Í lýsingunni verður hverju þeirra gefinn bókstafur til aðgreiningar. Varðan (A) er um 1,5×1,5 m að utanmáli en hol að innan og því um 1 x 1 m að innanmáli. Hleðslan er einföld og um 1,2 m á hæð. Allt að 6 umför grjóts standa en eitthvað virðist hrunið úr hleðslunni. Upp við vörðuna sunnanverða er einföld grjóthleðsla sem myndar einskonar kró við hana. Króin er um 1×1 m að innanmáli en hleðsluhæð um 0,3 m. Umför eru tvö, en virðast hafa verið a.m.k. þrjú í vesturhluta.

Hringurinn (fjárskýli)

Hringurinn

Hringurinn.

“Hringurinn heitir hringlaga grjótbyrgi, sem notað var fyrir fé, síðast á seinni hluta 19. aldar,” segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. Grjóthlaðin (fjár)borg eða rétt er í grónum slakka austan við Langholtið, um 290 m austur af Syðri-Brunnastaðalangholtsvörðu og 2,3 km suðaustan við Efri-Brunnastaði. Réttin stendur í grasi grónum dal á milli hraunholta.
Réttin er tæplega 10×10 m að utanmáli og er ekki hringmynduð eins og fjárborgir eru gjarnan. Innanmál hennar er um 6×6 m. Hleðslur eru að mestu hrundar út en hafa verið miklar og háar og líklega allt að 2 m breiðar. Hæð þeirra er nú mest um 1,5 m og um 6 umför. Op er á suður-, eða suðausturhlið. Það er um 0,5-0,7 m breitt en breikkar inn á við. Yfir opinu hefur verið hella/hellur en er nú hrunin og er opið hálffullt af hruni. Einfaldar grjóthleðslur, 1 umfar, liggja út frá opinu og mynda einskonar rennu að því. Mikið hrun er innan réttarinnar og erfitt að greina hvort þar hafi verið um hólf eða skilrúm að ræða. Þó er greinilegt mannvirki við innanverðan norðurvegg, þar sem mögulega hefur verið einhverskonar kró eða garði.

Gangnabyrgi (áfangastaður)

Gangnabyrgi

Gangnabyrgi.

“Þá koma Strákar eða Strákavörður sem eru þrjár og greinast í Austurvörðu, Miðvörðu og Syðstuvörðu. Þá er Viðaukur og Kánabyrgi enn réttu nöfnin munu vera Viðuggur og Gangnabyrgi,” segir í örnefnaskrá Voga. Gangnabyrgi er norðan við línuveg, um 220 m suðaustan við vörðu 102 og um 180 m norðan við línuveg. Byrgið er uppi á háum hraunhelluhól og er mosa- og lyngi vaxið í kringum það. Frá þessum hól sést vel til allra átta. Allt í kring eru hraunhólar og mosavaxinn mói á milli þeirra.
Í bókinni Örnefni og gönguleiðir segir: “Á Kánabyrgi komu leitarmenn úr Brunnastaðahverfi saman áður en lagt var á heiðina og þar átti hver karl sinn stein til að tylla sér á. Rétt neðan við hólinn er svo lítil vatnshola í klöpp en holan var gerð af mannahöndum svo hægt yrði að svala þorstanum á meðan áð var á hólnum.” Tóft byrgisins er um 3,5×3 m og snýr norðvestur- suðaustur. Hleðslur eru almennt signar, um 0,4 m á hæð en í vesturhluta tóftar er grjóthrúga, um 2×1 m að stærð og um 0,6 m á hæð. Mögulega er það hrunin varða sem hlaðin hefur verið ofan í tóftina. Grjótið í hrúgunni er stórt og vaxið skófum og mosa. Að öðru leyti er tóftin vel gróin, grjóthlaðin, en op ekki greinilegt.

Gjásel (sel)

Gjásel

Gjásel – uppdráttur ÓSÁ.

“Í Gjáseli, en svo heita gamlar selstöður, má nú sjá átta til níu tóttarbrot. Lítið seltún mun hafa verið þar framanvið. Ofan við selið er Gjáselsgjá, sem sagt var um að í væri óþrjótandi vatn, en erfiðleikum bundið að ná því,” segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. “Af Einiberjahólum sjáum við vel til Gjásels sem kúrir undir næstu gjá fyrir ofan Klifgjá. Óvíst er frá hvaða bæ var haft í seli þarna því selstæðið er sagt í eða alveg við austurmörk Brunnastaðalands. Gjásel er ekki nefnt í Jarðabókinni [Árna Magnússonar og Páls Vídalín] 1703 og virðast tóftirnar þar vera með þeim yngstu í heiðinni. Heimildir nefna bæði Hlöðunesmenn og Brunnastaðamenn en líklega hafa Hlöðunesmenn haft þarna í seli því árið 1703 er selstaða þeirra ofar í heiðinni aflögð vegna uppblásturs en Brunnastaðir höfðu þá enn nothæfa selstöðu. Tóftir af átta húsum standa þétt hlið við hlið í beinni röð undir gjárveggnum sem bendir til þess að nokkrir bæir hafi haft þarna í seli eins og reyndar annarsstaðar. Skipulag húsa á þessu selstæði er gjörólíkt því sem er á öllum hinum stöðunum í heiðinni en þar eru tveggja húsa samstæður á víð og dreif á grasblettinum en í Gjáseli er eins konar raðhúsalengja. … Heimildir geta um gott og mikið vatn í gjánni við Gjásel og sagt er að vatnið hafi bunað út úr berginu en jarðskjálftar á fyrri hluta 20. aldar hafi eytt þessum eina “fossi” í hreppnum,” segir í Örnefni og gönguleiðir. Gjásel er um 6,4 km suðaustan við Efri-Brunnastaði og 6,4 km suðaustan við Hlöðunes. Þar eru tvær tóftir og varða. Selið er undir gjárvegg og gjá sem er að miklu leyti gróin og full af grjóti austan við seljatóftirnar. Seltúnið er ekki ýkja stórt en er að mestu gróið.
Minjar í Gjáseli eru á svæði sem er 80×25 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur.

Ólafsvarða (varða)

Ólafsvarða

Ólafsvarða.

“Nokkurn veg norðaustur frá Arahnúk er Ólafsgjá og Ólafsvarða. … Um síðustu aldamót hrapaði í sprunguna Ólafur Þorleifsson úr Hlöðuneshverfi þegar hann var að gá að fé rétt fyrir jól árið 1900. …
Árið 1931 eða um 30 árum seinna fundust svo bein hans í gjánni,” segir í Örnefni og gönguleiðir.
Ólafsvarða er við Ólafsgjá um 1,2 km VNV af Gjáseli og um 5,4 km suðaustan við Efri- Brunnastaði. Varðan er ekki nógu gömul til að geta talist til fornleifa en hún er skráð engu að síður því auk þess að vera minnisvarði um Ólaf Þorleifsson þá er hún einnig minnisvarði um fjárrekstur í Vogaheiði og Strandarheiði og hætturnar sem því fylgdu.
Varðan er við norðvesturbrún lítillar og mjórrar gjár í mosavaxinni hraunheiði. Varðan er um 1,5 m á hæð og um 1 m í þvermál. Grunnflötur hennar er hringlaga. Hún er vandlega hlaðin úr meðalstóru grjóti sem er orðið skófum vaxið. Lítið sem ekkert hefur hrunið úr hleðslum.

Stapahóll (legstað)

Stapahóll

Stapahóll.

Í ritinu Frásögur um fornaldarleifar segir: “Í Búfjárhögum Brunnastada er Haugur sem þeckjanleg gömul Mannaverk eru á, Stapa Hóll /nefndur/.” Hóllinn er um 430 m suðvestan við Gjásel og um 6,6 km suðaustan við Efri-Brunnastaði. Hóllinn er einnig nefndur Stapaþúfa eða Stapaþúfuhóll eins og fram kemur í bókinni Örnefni og gönguleiðir.
Hóllinn er í mosagróinni hraunheiði og stendur hátt í henni. Grónir flekkir er í kring og grjótbreiður. Mjó hraunsprunga er fáum metrum suðaustan við hann.
“Hann er krínglóttur, 14 Fadmar ummhverfis ad nedan, 3ia Fadma hár, 2ia Fadma umhverfis ad efra, með grióthledslulogum hér og þar nærfelldt í Kríng.” Hóllinn er um 6 m í þvermál og 2-2,5 m á hæð. Hann er strýtulaga og er gróinn efst en þar er hundaþúfa. Mögulega er varða þar undir gróðrinum en engin sýnileg mannaverk eru á hólnum og minnir hóllinn ekki á haug.

Brunnastaðasel (sel)

Brunnastaðasel

Brunnastaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: “Selstöðu hefur jörðin við fjallgarð, eru þar hagar litlir, en vatnsskortur að miklu meini, þegar þerrar gánga.” Í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi segir: “Brunnastaðasel heita gamlar selstöður frá Brunnastöðum. Þar má sjá allmörg tóttarbrot.” Í bókinni Örnefni og gönguleiðir segir: “Frá Gamla-Vogaseli höldum við austur af Vogaholtinu og að Brunnastaðaseli undir Brunnastaðaselsgjá … Á efri gjárbarminum fyrir ofan selið er Brunnastaðaselsvarða. Heimildir eru til um Brunnastaðaselsvatnsstæði ofan og sunnan selsins. Selstæðið er stórt og fallegt, snýr í norðvestur, og blasir við af Reykjanesbrautinni þegar ekið er um Stapann og inn úr. Af seljunum í heiðinni er Brunnastaðasel fjærst byggðinni. Upp undir gjánni eru nokkrar gamalgrónar tóftir en aðeins norðar og neðar í grasblettinum eru tvær til þrjár nýrri. Í þröngri gjánni sjáum við litla kví óskemmda með öllu og hafa gjárveggirnir verið notaðir
sem aðhald þegar ærnar voru reknar inn á mjaltatíma.”
Brunnastaðasel er um 1 km suðaustan við Gjásel og 7,4 km suðaustan við Efri-Brunnastaði. Í selinu eru að líkindum tvö selstæði. Selið er norðan undir gróinni brekku í litlu selstæði. Jarðvegsrof umhverfis selstæðið ógnar minjunum.
Minjarnar eru á svæði sem er um 170×55 m að stærð og snýr norður-suður. Þær fá bókstafi til aðgreiningar í lýsingu hér á eftir. Svæðið skiptist í tvö selstæði. Selstæði I sem er umfangsminna og virðist vera yngra er nyrst á svæðinu en þar eru tóftir E og F. Selstæði II er á suðurhluta svæðisins, þar eru tóftir A-D og G. Það hefur tilheyrt Efri-Brunnastöðum. Selstæði I er um 110×110 m að stærð.

Hausabyrgi (herslubyrgi)

Hausabyrgi

Hausabyrgi.

“Inni á landi var einnig svonefnt Hausabyrgi er hlaut nafn sitt af fiskhausum sem í því voru þurrkaðir. Ragnar Ágústsson í Halakoti segir það hafa staðið umhverfis slétta klöpp miðja vegu milli Töðugerðis og Töðugerðisvörðu eða Halakotsvörðu,” segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. Hausabyrgi og þrjú önnur sambærileg herslubyrgi eru 112 m suðaustan við Töðugerðisbæina og og 60 m norðan við Töðugerðisvörðu.
Byrgin eru í allgrónum hraunmóa litlu sunnan við veg sem liggur að sumarbústað í túni Grundar.
“Segir Ragnar, að inn í sjálfu byrginu, sem og öðrum álíka, hafi verið einfaldir grjótgarðar sem vel gustaði um til þess að flýta fyrir þurrkun fiskhausa sem á þá voru settir. Í þessum byrgjum, sem sum hver voru opin, en fjárheld, fékkst skjót og góð þurrkun þess fiskjar sem í þau var lagður,” segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. Fjögur byrgi eru á svæði sem er um 68×42 m að stærð og snýr nálega norður-suður. Byrgin fá bókstafi til aðgreiningar í lýsingu hér á eftir. Almennt má segja um þau að þau eru grjóthlaðin og eru hleðslurnar í þeim hvergi breiðari en 0,5 m og hæð þeirra 0,2-0,5 m. Í þeim sjást 1-3 umför. Stærsta byrgið A er það sem talað er um í heimildum sem Hausabyrgi. Það er nyrst á svæðinu, er 18×16 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Byrgi A er nokkuð hringlaga en hleðslur meðfram norðausturhlið eru horfnar. Innan gerðisins eru grjótgarðar sem eru jarðlægir og hvergi breiðari en 0,5 m. Í suðurhluta gerðisins liggja garðarnir norðvestur-suðaustur en í norðurhlutanum liggja þeir austur-vestur. Gerði B er um 24 m SSA við gerði A.

Halakot (býli)

Halakot

Halakot.

Hjáleiga Brunnastaða 1703. JÁM III, 125. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Halakot var ekki sérstök jörð fyrr en á fyrsta tug þessarar aldar. Mætti ætla að í upphafi hafi verið þarna tómthús frá Brunnastöðum og þá að Efri-Brunnastaðir séu móðurjörð Brunnastaðahverfisins. Í lok 16. aldar, eru aðeins nefndir einir Brunnastaðir, einnig um 1700, en þá er talað um Brunnastaðakot og Halakot sem hjáleigu. …. Hefur Halakot verið tómthús á suðurenda aðaljarðarinnar og þá leiguliða leyft að rækta út sem uppbót á landskuld.” “Töðugerðisbæirnir svokölluðu, Suðurbær og Norðurbær (eða Grímsbær) syðst í Halakotstúninu, í Töðugerði, fóru í eyði á síðustu árum 19. aldar.” Gunnar Ingimundarson: Örnefni í Brunnastaðahverfi, 31.
1919: Tún 2 teigar, garðar 870m2.
“Að sögn heimamanna hefur Halakotsbærinn verið fluttur þrisvar sinnum. Fyrsta húsið stóð rétt við (eða ofan við) sjávarkampinn, skammt norðan við núverandi sjávarhús,” segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Halakot hefur verið byggt upp að minnsta kosti fjórum sinnum (ný íbúðarhús) og það á fjórum stöðum. Fyrst var Halakot niðri við sjó norðaustur af uppsátrinu og síðan var byggt annað sunnan við sjávargötuna, um það bil mitt á milli uppsátursins og núverandi Halakots.” Elsti þekkti bærinn í Halakoti er um 60 m norðan við bæjarstæði. Að sögn Magnúsar Ágústssonar, heimildamanns, er baðstofugaflinn af elsta bænum í sjávarkampinum rétt innan við nýlegan sjóvarnargarð í norðvesturjaðri túnsins. Þar sjást hleðslur á tveimur stöðum. Grýttur sjávarkampur á milli sjóvarnargarðs og túns.
Bæjarhóll er ekki sýnilegur. Hleðslurnar sem sjást eru á svæði sem er um 25×8 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur.

Halakotsbrunnur (vatnsból)

Halakotsbrunnur

Halakotsbrunnur.

“Eftir Sigurjóni Sigurðssyni í Traðarkoti er haft, að fram undir 1908 hafi aðeins verið fjórir brunnar í Brunnastaðahverfi, innangarðs, þ.e. í Halakoti, Neðri-Brunnastöðum, Skjaldarkoti og Suðurkoti. Utangarðs voru brunnar í Grund og Vorhúsum …Í (Neðri-) Brunnastaðabrunni gamla, sem af Hverfisingum er talinn elsti brunnurinn, voru steintröppur, og sömuleiðis í gamla Halakotsbrunni,” segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. Brunnur er um 20 m norðan við bæ og um 30 m norðvestan við bæjarstæði. Brunnurinn er í túni, fast norðaustan við malarveg sem liggur að fjöru og gömlu sjóhúsi sem byggt var 1930 eða 1940 og hefur verið endurgert.
Brunnurinn er við brún í túni og lækkar það NNA við hann. Þar sem brunnurinn er hefur verið steyptur upp ferkantaður stokkur og er hleri ofan á honum svo ekki sést ofan í hann. Ætla má að brunnurinn sé grjóthlaðinn og nokkuð heillegur.

Töðugerðisbæir/Suðurbær/Norðurbær (býli)

Töðugerði

Töðugerði.

“Töðugerðisbæirnir svokölluðu, Suðurbær og Norðurbær (eða Grímsbær) syðst í Halakotstúninu, í Töðugerði, fóru í eyði á síðustu árum 19. aldar,” segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. Í bókinni Mannlíf og mannvirki segir að Töðugerði hafi lagst í eyði rétt eftir aldamótin 1900 en ekki er tiltekið hvor bærinn það var eða hvort það voru báðir bæirnir. Bæjartóft Norðurbæjarins er um 20 m norðaustan við Suðurbæinn og um 220 m suðvestan við bæ. Bærinn er fast sunnan við klapparfjöru og eru sjóvarnargarðar sitthvoru megin við hana. Tóftin er í túnjaðri Halakotstúns til norðurs. Tóftin er þrískipt og snýr austur-vestur. Hún er torf- og grjóthlaðin og er um 10,5×10 m að stærð. Vesturhluti tóftarinnar er vel greinilegur og í honum eru þrjú hólf.

Suðurkot (býli)

Suðurkot

Suðurkot.

Hjáleiga Brunnastaða 1703, sennilega sama og Suðurhús þá, í eyði frá því fyrir 1683. JÁM III, 127. Skólajörðin var upphaflega jörð Vesturbæjarins í Suðurkoti. Þar var reistur einn fyrsti barnaskólinn í landinu 1872.
Kothús 012 stóðu í Skólatúni og fóru í eyði skömmu fyrir 1900. Suðaustan við nýja skólahúsið voru Fögruvellir 013. Þar var búið fram yfir 1920. Gunnar Ingimundarson: Örnefni í Brunnastaðahverfi, 27. Tvíbýli var a jörðinni frá 1920 og búskap var hætt 1942. Guðmundur Jónsson: Mannlíf og mannvirki, 214.
1919: Tún alls 2,99 teigar, garðar 1420 m2.
Í bókinni Mannlíf og mannvirki eftir Guðmund Jónsson segir: “Árið 1871 var Suðurkotsjörðin tvær hálflendur og átti Hafliði nokkur Þorsteinsson … annan hlutann. Þann part seldi Hafliði undir Suðurkotsskólann, eins og Brunnastaðaskólinn var þá kallaður.” Að sögn Jóns Hauks Aðalsteinssonar, heimildamanns, er Suðurkots fyrst getið í búnaðarskýrslu árið 1781 og er þá þegar tvíbýli þar. Bæirnir í Suðurkoti virðast ekki hafa staðið saman og er líklegt að vestari bærinn 004 hafi verið þar sem þrískipt útihús með sambyggðum kálgarði er merkt inn á túnakort frá 1919, 20-25 m vestan við austari bæinn sem hér er skráður.
Í bókinni Mannlíf og mannvirki kemur fram að timburhús hafi verið byggt á austara bæjarstæðinu árið 1920 sem leysti gamla torfbæinn af hólmi. Sama ár flutti Kristján Hannesson að Suðurkoti og byggði Suðurkot 2 um 30 m suðaustan við gamla bæjarstæðið. Þar var gamli Grundarbærinn settur upp árið 1922 og búið var í honum þar til nýtt hús var reist á sama stað árið 1930. Það hús stendur enn og hefur verið gert upp á smekklegan hátt. Búskap var hætt á austurbæ Suðurkots árið 1942 þegar hreppurinn keypti jörðina. Suðurkot 2 hélst áfram í byggð en var eftir þetta aðeins kallað Suðurkot. Gamla bæjarstæði Suðurkots er fáum metrum norðaustan við malarveg sem liggur að Naustakoti, um 160 m sunnan við Efri-Brunnastaði.
Bærinn var á hæð í gömlu túni sem komið er í órækt að hluta til. Ekki sést afgerandi bæjarhóll en bæjarstæðið nær yfir svæði sem er um 20×20 m að stærð. Á því eru minjar um síðustu húsin sem stóðu þar á svæði sem er um 14×12 m að stærð og snýr nálega norðvestur-suðaustur. Í norðvesturenda er hlaðinn grunnur með sementslími í hleðslum. Hann er um 7×5 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. 0,4 m breitt op er á honum á suðvesturgafli. Þar sem hleðslur standa enn eru þær 0,5-0,7 m á hæð og sjást 4 umför. Hleðslur á norðausturgafli grunnsins hafa hrunið undan halla og er ekki nema ein röð af grjóti á suðausturhlið.

Suðurkotsskóli (skóli)

Suðurkotsskóli

Suðurskotsskóli.

Í bókinni Mannlíf og mannvirki eftir Guðmund Jónsson segir: “Árið 1871 var Suðurkotsjörðin tvær hálflendur og átti Hafliði nokkur Þorsteinsson … annan hlutann. Þann part seldi Hafliði undir Suðurkotsskólann, eins og Brunnastaðaskólinn var þá kallaður.” “Fyrsta Brunnastaðaskólahúsið var byggt árið 1872 og var þá með íbúð í risi, er ætluð var kennurum eða starfsfólki skólans. Skólanum fylgdi jarðnæði sem lítið var notað af skólaíbúum, en mest leigt til nytjar. … Sami háttur var á þegar nýtt skólahús var reist árið 1907, en þar var íbúð í vesturenda hússins,” segir í bókinni Mannlíf og mannvirki. Þar kemur einnig fram að skólinn var ýmist kallaður Suðurkotsskóli eða Brunnastaðaskóli. Árið 1886 var byggt við skólahúsið frá 1872. Nýr skóli var reistur skammt frá árið 1944 og var hann kallaður Brunnastaðaskóli. Skólinn er nú íbúðarhús sem ber nafnið Skólatún. Grunnur Suðurkotsskóla sést enn um 50 m VSV við bæ og fast suðvestan við Skólakálgarða.

Suðurkotsskóli

Suðurkotsskóli.

Skólahússgrunnurinn er í gömlu túni sem komið er í órækt. Í grein sem birtist í Þjóðólfi 21. janúar 1873 er stofnun og gerð fyrsta skólahúss Suðurkotsskóla lýst: “Upptök skólans eru þessi: Prestrinn síra St. Thorarensen lét ganga boðsbréf um sóknir sínar haustið 1870 um samskot til barnaskóla; gáfust þá innan sóknanna loforð um nálega 700 rd. á einni viku. Árið 1871 var tekið megnið af timbrinu til skólans, en byggingunni var frestað til næsta árs, sökum þess að nokkra máttarviði vantaði til hússins, er þá fengust hvergi. Sama ár (1871) var keyptr jarðarpartr í Brunnastaðahverfi, undir skólann til ábúðar fyrir skólahaldara (framvegis). Sumarið 1872 var húsið bygt af smiðum, er allir eiga heima í hreppnum ; það er 10 álnir á breidd, 14 álnir á lengd og 5 áln. rúmar undir loft; sakir vanefna er húsið hvergi nærri fullbygt; kenslustofan er í öðrum enda hússins, og nær yfir það þvert (10 áln. á lengd og hérum 7 áln. á breidd); í hinum endanum eru tvö herbergi fyrir kennarann; eldhús er í skólanum með eldavél; uppi á lopti er stórt herbergi, einkum ætlað Thorchilliibörnum, og fyrir setulopt sér í lagi, þá börnum er kend handvinna; að öðru leyti er annað óbygt uppi, en í áformi að gjöra í öðrum enda kenslustofu, ef þörf gjörist síðar meir.”
Húsgrunnur gamla barnaskólans er um 7×13 m að stærð og snýr hann norðvestur-suðaustur. Á miðri norðausturhlið eru tröppur og tvö lítil hólf sitthvoru megin við þær. Þar hefur verið anddyri. Alls er því húsgrunnurinn 10×13 m að stærð. Hleðslan í grunninum er hæst í suðausturenda þar sem hún er 0,7 m á hæð. Þar sjást 3-4 umför og er múrlím í hleðslunni. Grunnurinn er gróinn. Hólfin tvö sem er á norðausturhlið grunnsins eru hvort um sig um 2×1 m að innanmáli og snúa norðvestur-suðaustur. Á milli þeirra er um 1 m. Ekki sjást op inn í þau. Á milli þeirra og norðaustan við þau er steypt stétt og grjóthröngl þar norðaustan við.

Suðurkotsbrunnur (vatnsból)

Suðurkotsbrunnur

Suðurkotsbrunnur.

“Eftir Sigurjóni Sigurðssyni í Traðarkoti er haft, að fram undir 1908 hafi aðeins verið fjórir brunnar í Brunnastaðahverfi, innangarðs, þ.e. í Halakoti, Neðri-Brunnastöðum, Skjaldarkoti og Suðurkoti. Utangarðs voru brunnar í Grund og Vorhúsum,” segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. Á korti sem fylgir ritgerðinni er nafnið Suðurkotsbrunnur gamli. Er það sami brunnur og merktur er inn á túnakort frá 1919. Brunnurinn var 70-75 m ANA við bæ. Hann sést en hefur verið byrgður og er þúst ofan á honum. Brunnurinn er í flatlendum hluta túnsins. Votlent er í túninu sunnan og vestan við brunninn.
Þar sem brunnurinn er sést gróin grjótþúst á yfirborði. Hún er um 3 m í þvermál og 0,4 m á hæð. Ekki var hægt að sjá ofan í brunninn og ekki fengust lýsingar af honum.

Kothús (býli)

Kothús

Kothús.

“Kothús stóðu í Skólatúni og fóru í eyði skömmu fyrir seinustu aldamót,” segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. “Ofan við hana [Móaflöt] var fram á síðustu ár átjándu aldar tómthúsið Kothús.
Suðvestan við bæinn var kálgarður, Kothúsakálgarður, afgirtur með grjótgörðum, sem nú eru að mestu fallnir,” segir í örnefnaskrá fyrir skólann. Kothúsakálgarður sést enn og er hann 130 m sunnan við Suðurkot. Þrjár þústir eru við kálgarðinn. Minjarnar eru í gömlu túni sem komið er í órækt. Trjágróður er í hluta kálgarðsins. Minjarnar eru á svæði sem er um 26×26 m að stærð og fá þær bókstafi til aðgreiningar í lýsingu. Kálgarður er fyrirferðarmestur. Hann er grjóthlaðinn en gróinn, er 26×16 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Búið er að taka grjót úr hleðslum að því er virðist og eru þær 0,3-0,4 m á hæð en ekki sést fjöldi umfara. Kothúsakálgarður tengist Sveitakálgarði í austurhorni.

Fögruvellir (býli)
“Suðaustan við nýja skólahúsið voru Fögruvellir, kot sem byggt var yfir gömul hjón á fyrstu árum þessarar aldar. Þar var búið fram yfir 1920,” segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. Býlið var þar sem húsið Sunnuhlíð stendur nú (2013). Malarplan á milli hússins Sunnuhlíðar og malarvegar sem liggur að nýbýlum og áfram að Naustakoti. Engar minjar um býlið sjást vegna byggingaframkvæmda og vegagerðar.

Austurkot (býli)

Austurkot

Austurkot.

Hjáleiga Brunnastaða 1703, þá nefnd Austurhús, í eyði frá 1683. JÁM III, 127. Byggt upp fyrir 1847. JJ, 90.
1919: Tún 1,3 teigar, garðar 520 m2.
“Gamli bærinn í Austurkoti stóð þar sem útihúsin eru nú, sunnan við bæinn sem byggður var 1930,” segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. Gamli Austurkotsbærinn var 130 m suðaustan við Efri-Brunnastaði og 70 m suðvestan við Traðarkot. Á túnakorti frá 1919 er hann samtengdur kálgarði sem liggur nánast í kringum allan bæinn. Kálgarðurinn skiptist í Suðurgarð og Vesturgarð eins og fram kemur í örnefnalýsingu og var upphlaðinn stígur á milli þeirra. Kálgarðarnir og stígurinn eru skráðir með bænum. Þar sem bærinn stóð eru enn gömul útihús sem kunna að hafa tilheyrt gömlu bæjarröðinni eða tekið við af eldri húsum. Aftan við (VNV við) húsin er mikið búið að raska með því að ýta jarðvegi upp í mön. Vegur að Brunnastaðabæjunum, Austurkoti og Traðarkoti liggur fast NNA við bæjarstæðið.
Ekki er bæjarhóll sýnilegur á bæjarstæði Austurkots en ummerki um bæinn eru á svæði sem er um 24×12 m að stærð og snýr NNA-SSV. Engin ummerki sjást um kálgarðana eða upphlaðna stíginn á milli þeirra.

Naustakot (býli)

Naustakot

Naustakot.

Hjáleiga Brunnastaða, í eyði 1703. JÁM III, 127. Í eyði frá 1965 en tún nytjuð frá Neðri-Bunnastöðum. Gunnar Ingimundarson: Örnefni í Brunnastaðahverfi, 27.
1919: Tún 1 teigur, garðar 320 m2.
“Í Naustakoti var gamla bæjarstæðið alveg í sjávarkampinum og einn veggur bæjarins hluti af sjávargarðinum sem þar var. Telur Sigurjón Sigurðsson, að þar hafi bærinn margoft verið byggður upp, og síðast 1905. Í honum var búið fram til 1924, en þá var bærinn fluttur 10-15 metra ofar í túnið. Það hús fór úr byggð 1965,” segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum kemur fram að Naustakot hafi ekki verið í ábúð um aldamótin 1900. Á túnakorti frá 1919 er kálgarður sýndur sambyggður bæjarhúsunum að norðanverðu og er hann skráður með bænum. Hann hét Norðurgarður samkvæmt korti sem sýnir tún og kálgarða og fylgir ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi.
Bærinn í Naustakoti var um 180 m suðvestan við Efri-Brunnastaði og 150 m sunnan við Neðri- Brunnastaði. Mikið rask hefur orðið á gamla bæjarstæði Naustakots vegna landbrots, vegagerðar og byggingar sjóvarnargarðs. Ekki sést bæjarhóll á bæjarstæði Naustakots. Þar sjást hins vegar leifar af Norðurgarði, hleðsla og húsgrunnur. Þessar minjar eru á svæði sem er um 20×20 m að stærð og fá bókstafi til aðgreiningar í lýsingu. Ætla má að bæjarstæði Naustakots A hafi verið 40×30 m að stærð og sneri nálega norður-suður. Leifar af Norðurgarði B eru norðaustast á svæðinu. Þar afmarkar grjóthlaðið garðlag svæði sem er 3×8 m að stærð og snýr suðaustur-norðvestur. Það er 0,6 m á breidd og 0,3-0,5 m á hæð. Mest sjást 2 umför í hleðslum utanmáls. Stór hluti kálgarðsins er kominn undir malarveg sem liggur meðfram ströndinni á milli Naustakots og Brunnastaðabæjanna. Hleðsla C er 7 m suðvestan við Norðurgarð B og er hún á milli nýlegs sjóvarnargarðs og malarvegar. Hún sést á 11 m löngum kafla og liggur NNV-SSA. Tveir hlykkir eru á hleðslunni sem er úr grjóti og er múrlím á milli steina. Viðarstaur stendur upp úr henni á einum stað. Hleðslan er 0,3-0,5 m á hæð og mest sjást 3 umför í henni.

Skjaldarkot (býli)

Skjaldarkot

Skjaldarkot.

Hjáleiga Brunnastaða 1703. JÁM III, 126-7. Í eyði frá 1958, tún í eigu Efri Brunnastaða og nytjuð þaðan. Gerði 008 var norðaustast í Skjaldarkotslandi. Féll Gerði úr byggð 1905. Tjörn var einnig í Skjaldarkotslandi, að suðaustanverðu. Fór Tjörn í eyði 1918. Gunnar Ingimundarson: Örnefni í Brunnastaðahverfi, 30-31.
1919: Tún 2,8 teigar, garðar 1000 m2.
Bæjarhóllinn í Skjaldarkoti er norðvestarlega í túni, fast suðvestan við nýlegan sjóvarnargarð. Skjaldarkot var um 400 m norðaustan við Efri- Brunnastaði og um 150 m suðvestan við býlið Gerði. Á túnakorti frá 1919 eru sýnd nokkur útihús auk bæjar á bæjarhólnum og tveir samtengdir kálgarðar. Allar þær minjar eru skráðar saman undir númeri bæjarhólsins.
Íbúðarhúsið í Skjaldarkoti var selt og flutt í heilu lagi til Reykjavíkur á síðari hluta 20. aldar. Sléttað tún sem enn er nytjað af Efri-Brunnastöðum.
Vegur, líklega gömul heimreið, liggur yfir bæjarhólinn að suðvestanverðu að sjóvarnargarði. Talsvert rask hefur orðið á og í kringum bæjarstæðið vegna niðurrifs gamalla bygginga og byggingar sjóvarnargarðs.
Bæjarhóllinn er um 24×11 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Hann er um 1,5 m á hæð þar sem hann er hæstur. Hóllinn er gróinn en á stöku stað sést glitta í grjót. Meðfram hólnum að norðaustan og suðaustanverðu en leifar af kálgarði sem eru um 26×25 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Grjóthleðslur sjást í austurhorni á norðausturhlið en garðurinn sést aðeins sem kantur. Mesta hleðsluhæð er um 0,6 m og sjást 2 umför. Suðaustast í bæjarhólnum mótar fyrir litlu hólfi sem er um 1,2×2 m að innanmáli og snýr norðaustur-suðvestur. Í suðurhorni þess sést grjót úr hleðslum. Líklega eru þetta leifar af niðurgrafinni þró sem var fast suðaustan við bæinn og sýnd er á túnakorti. Stutt er niður á yngstu minjar á hólnum.

Skjaldarkotsbrunnur (vatnsból)

Skjaldarkotsbrunnur

Skjaldarkotsbrunnur.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 var brunnur 20- 30 m sunnan við bæ. “Eftir Sigurjóni Sigurðssyni í Traðarkoti er haft, að fram undir 1908 hafi aðeins verið fjórir brunnar í Brunnastaðahverfi, innangarðs, þ.e. Í Halakoti, Neðri-Brunnastöðum], Skjaldarkoti og Suðurkoti. Utangarðs voru brunnar í Grund og Vorhúsum.”
Brunnurinn er í túni, um 50 m suðaustan við sjóvarnargarð. Túnið er í rækt.
Lítið hús með steyptum grunni hefur verið byggt yfir brunninn. Húsið var læst þegar skráningarmaður var á vettvangi vorið 2013 og var því ekki hægt að skoða hann. Ætla má að brunnurinn sé heillegur.

Gerði (býli)

Gerði

Gerði.

Samkvæmt túnkorti frá 1919 var útihús og kálgarður um 150 m norðaustan við bæ. Þar var býlið Gerði.
“Fyrstan er að nefna tómthúsbæinn Gerði sem var norðaustast í Skjaldarkotslandi. Féll Gerði úr byggð 1905, en við hann eru kenndir Gerðiskálgarðar,” segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. Á kort sem fylgir ritgerðinni er merktur brunnur hjá býlinu og er hann skráður með því. Enn sjást kálgarðarnir, allstór tóft og ummerki um brunninn.
Minjarnar eru á og við hóla í túnjaðri nærri mörkum móti Hlöðunesi. Til austurs eru fjárhús og annað hús. Minjarnar eru á svæði sem er um 50×50 m að stærð og snýr norður-suður. Innan þess er tóft, kálgarður, garðlag og leifar af brunni.

Tjörn (býli)

Tjörn

Tjörn.

“Tjörn var einnig í Skjaldarkotslandi, að suðaustanverðu. Fór Tjörn í eyði 1918,” segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Í Skjaldarkotslandi nokkru ofan við Skjaldarkot, nálægt tjörninni Gráhellu, var byggður bærinn Tjörn nokkru fyrir aldamótin 1900.” Þar segir að Tjörn hafi farið í eyði 1920. Samkvæmt túnakorti frá 1919 var býlið um 130 m suðaustan við bæ 001. Því tilheyrðu tvískipt hús og afgirtur blettur sem skiptist í tún og kálgarð. Að sögn Virgils Scheving Einarssonar, heimildamanns, var íbúðarhúsið í Tjörn flutt að Efri-Brunnastöðum 2 á sínum tíma en það er ekki lengur þar. Gamla heimreiðin að Skjaldarkoti liggur yfir bæjarstæðið en enn sést móta fyrir grunni íbúðarhússins og garðhleðslum. Minjarnar eru í túnjaðri fast norðan við Brunnastaðatjörn/Gráhellu.
1919: Tún 0,09 teigar, garðar 560m2. Ummerki um býlið Tjörn sjást á svæði sem er um 30×30 m að stærð. Norðvestast á því sjást óljóst ummerki um húsgrunn. Útflattur og gróinn garður sést syðst á svæðinu. Garðurinn afmarkar svæði sem er 15×30 m að stærð og snýr ASA-VNV. Garðurinn er 1,5-2 m á breidd og 0,3 m á hæð.

Traðarkot (býli)

Traðarkot

Traðarkot.

Hjáleiga Brunnastaða 1703, öðru nafni Fjósahjáleiga, byggð í stað Austurhúsa. Í eyði frá 1693 en byggð aftur fyrir 1847. JÁM III, 127; JJ, 90.

1919: Tún 1,4 teigar, garðar 660 m2.
“Traðarkotsbærinn, gamli, sem byggður var 1904 af Sigurði, föður Sigurjóns, var þar sem nú er hjallur við útihúsin, norðvestan við íbúðarhúsið sem nú er. Það hús byggði Sigurjón 1927. Hvar bærinn stóð áður en faðir Sigurjóns byggði sinn, er ekki gott að segja til um, en nafnið Traðarkot telur Sigurjón vera dregið af heimtröðinni að Efri- og Neðri-Brunnastöðum sem lá þvert yfir
þýfðan móa þar sem nú er Gamlatún í Traðarkoti, og áfram upp eftir, í gegnum Tjarnarhlið eða Heiðarhlið sem þá var. Hafi bærinn staðið nálægt slíkum tröðum er ekki ólíklegt að hann hafi fengið nafn sitt af þeim,” segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. Í örnefnalýsingu segir: “Bærinn stendur á nokkuð háum bala, sem endar með lágum hól suðvestan við bæinn, Bæjarhólnum.” Bæjarstæðið í Traðarkoti er uppi á grónum hraunhól í sléttuðu túni 20-30 m suðaustan við brunn. Á túnakorti frá 1919 má sjá húsaröð á bæjarstæðinu sem var um 15 m á lengd og sneri norðaustur-suðvestur. Hlaðið var suðaustan við
húsaröðina.
Talsvert rask hefur orðið á bæjarstæði Traðarkots vegna byggingar nýrra húsa og niðurrifs eldri mannvirkja. Þar stendur eitt íbúðarhús og er búið að slétta allt í kringum það.
Ekki sést afgerandi bæjarhóll í Traðarkoti en hraunhóllinn sem bærinn er á er um 60×25 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Hann er 2-3 m á hæð. Við norðausturenda hólsins má sjá grjót og steypuleifar sem rutt hefur verið fram af hólnum.

Traðarkotsbrunnur (vatnsból)

Traðarkotsbrunnur

Traðarkotsbrunnur.

“Brunnlaut dregur nafn sitt af Traðarkotsbrunni …, ” segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. Brunnurinn er merktur inn á túnakort frá 1919 og er um 30 m vestan við bæ.
Brunnurinn er í hólóttu túni. Dálítil brekka er frá brunninum upp á hólinn þar sem bæjarstæði Traðarkots er. Brunnurinn er grjóthlaðinn. Hann er 3,5 m í þvermál að utanmáli og 1,5 m í þvermál að innanmáli. Hleðslurnar standa vel og eru 0,5 m á hæð ofan jarðar. Steypt hefur verið ofan á brunninn og sett viðarlok þar ofan á. Gat er á lokinu og hægt að sjá niður um það ofan í brunninn. Hann virðist vera 4-5 m á dýpt og sjást 12-14 umför í innanverðum hleðslum. Ekki sést vatn í brunninum en slanga liggur úr brunninum í fiskikar sem notað er til að brynna skepnum.

Hvassahraun (býli)

Hvassahraun

Hvassahraun – Suðurkot framar.

Jarðadýrleiki óviss 1703, konungseign. JÁM III, 155. Um 1234 segir í máldaga Viðeyjarklausturs að Magnús biskup hafi gefið klaustrinu sjöundahlut úr hvalreka og viðreka í Hvallahraunslandi. (DI I, 507). Um 1284. Þá á klausturið í Viðey sjöunda hluta hvalreka á Hvassahraunslandi. (DI II, 247)1397, vitnisburðarbréf um máldag og reka kirkjunnar í Viðey að Hvassahrauni. (DI III, 341). 1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. (DI XII, 114).
1584: Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 6 vættir fiska. (Árni Óla: Strönd og Vogar, 26) Hjáleigur í byggð 1703, Þóroddskot og tvær nafnlausar. JÁM III, 156-7. Hvassahraunskot hjáleiga 1847. JJ, 91 Sönghóll var býli í byggð um 1840. “Við Sjávargötuna voru ýmis kot, einu nafni nefnd Hvassahraunskotin. Þar var Suðurkot og Suðurkotsgerði. Norðurkot með Norðurkotsgerði, líka Þorvaldskot og Þorvaldskotstún. …” “Vestan Látra tók við Vesturhraun. Þar, er talið, að staðið hafi bær, sem lagðist af við hraunrennslið, nefndist Látur.” Ö-Hvassahraun, 3-4, 6. Lengi tvíbýli að Hvassahrauni og fór Hvassahraun 1 í eyði fyrir 1962, Hvassahraun 2 fór fyrr í eyði.
1703: “Engjar eru öngvar. Úthagar, sem áður voru sæmilegir, gánga mjög til þurðar, því hríssrifið eyðist.” JÁM III, 156.
“Hvassahraunsbær stóð á klapparrana. Þar var oftast í fyrri daga tvíbýli, Austurbær og Vesturbær,” segir í örnefnaskrá. Nú stendur bárujárnsklædd timburbygging þar sem gamli bærinn var áður. Guðmundur Sigurðsson, heimildamaður, man eftir eldra húsi (forsköluðu) á nákvæmlega sama stað og það hús sem nú stendur og taldi að þar hefði Vesturbærinn í Hvassahrauni staðið um langa hríð. Húsið sem nú stendur á þessum stað er með steyptum kjallara. Það er á hæð sem virðist að mestu náttúruleg enda túnið allt í hæðum. Víða sjást hleðslur í og við bæinn. Engar leifar um torfbyggingar hafa sést á þessum stað um áratugaskeið. Hóllinn er um 200 m norðan við Reykjanesbraut.

Norðurkot (býli)

Hvassahraun

Norðurkot.

“Á hægri hönd við Sjávargötuna voru ýmis kot, einu nafni nefnd Hvassahraunskotin. Þar var Suðurkot og Suðurkotsgerði. Norðurkot með Norðurkotsgerði …” segir í örnefnaskrá. Um 185-195 m norðan við Hvassahraunsbæinn var Norðurkot og sjást merki þess enn greinilega. Norðurkot er um 80-90 m norðaustan við Niðurkot og útihús norðaustan við kotið er um 5 m innan við túngarð. Tóftin er tæpum 400 m neðan við Reykjanesbraut.
Norðurkot er á hæð og allt umhverfis er grasigróið tún, ræktað upp á hrauni. Túnið er allt í hæðum og dældum. Tóftin snýr norðaustursuðvestur. Fast aftan austan við hana er önnur tóft sem snýr þvert á hana og eru þær nú samgrónar. Tóftin er 12,5 X 8 m að stærð. Enginn suðvesturveggur er á tóftinni. Hólfið er grjóthlaðið en gróið að utan. Mikið grjót hefur fallið inn í það. Norðvestan við bæinn er djúp dæld og hlaðið umhverfis hana.
Suðvestan við bæinn má sjá óljósar leifar garðlags sem girt hefur af ræktaðan blett. Suðaustan við bæinn eru einnig nokkrar hleðslur garðlags sem girt hefur af tún.

Niðurkot (býli)

Hvassahraun

Niðurkot – uppdráttur.

“Á hægri hönd við Sjávargötuna voru ýmis kot, einu nafni nefnd Hvassahraunskotin. Þar var Suðurkot og Suðurkotsgerði. Norðurkot með Norðurkotsgerði, þá var Niðurkot og Niðurkotstún …” segir í örnefnaskrá. Rúma 120 m norðvestan við bæ sjást enn leifar Niðurkots. Kotið er um 80 m suðvestan við Norðurkot og 300-350 m neðan við Reykjanesbraut. Tóftin er á grasi gróinni hraunhæð en allt umhverfis eru dældir og hæðir.
Tóftin er einföld, um 7 m á lengd en 6 m á breidd. Enginn vesturveggur er fyrir tóftinni. Hún hefur verið hlaðin úr grjóti en er alveg gróin að utan. Hæð hleðslna er 1,3 m.

Þorvaldskot (býli)

Hvassahraun

Þorvaldskot.

“Á hægri hönd við Sjávargötuna voru ýmis kot, einu nafni nefnd Hvassahraunskotin. Þar var Suðurkot og Suðurkotsgerði. Norðurkot með Norðurkotsgerði, þá var Niðurkot og Niðurkotstún, líka Þorvaldskot og Þorvaldskotstún. Sjást þar alls staðar rústir,” segir í örnefnaskrá. Samkvæmt lýsingu virðist Þorvaldskot hafa verið nyrsta kotið í túni Hvassahrauns, fremur nálægt sjó. Guðmundur Sigurðsson man ekki eftir þessu heiti en taldi að lýsingin gæti helst átt við tóftir um 300 m norðvestan við bæ. Þar er hringlaga túngarður og tóft í miðjunni. Tóftin er um rúmum 500 m norðan Reykjanesbrautar.
Tóftin og garðlagið umhverfis eru á grasi grónu svæði fast ofan við fjöruborðið. Svæðið samanstendur af einni einfaldri tóft sem er um 16 X 6 m að stærð og er opin til norðurs og túngarði sem liggur umhverfis hana. Tóftin er hlaðinn úr grjóti en er mjög gróinn að utan. Grjóthleðslur eru byrjaðar að falla inn í tóftina og því er hún aðeins 3 X 9 m að innanmáli. Stærð túngarðsins að innan er 35 m X 24 m. Hleðslur tóftarinnar eru mest 1,5 m á hæð en túngarðurinn er 0,3 m á hæð. Tóftin var þaklaus undir það síðasta og var notuð í tengslum við sjósókn.

Kirkjuhóll (huldufólksbústaður)

Hvassahraun

Kirkjuhóll.

“Kirkjuhóll er í Norðurtúni og Kirkjuhólsflöt. Hóllinn er einnig nefndur Álfahóll, því að þar messaði huldufólkið,” segir í örnefnaskrá. Skáhallt (suðaustur) af Norðurkoti er aflöng klöpp eða hóll sem liggur norðvestur-suðaustur og var nefndur Kirkjuhóll. Hóllinn er um 300 m norðan Reykjanesbrautar. Gróinn aflangur hraunhóll í túni (ræktuðu upp á hraunsvæði). Klöppin er mjög löng og í suðausturenda hennar er fjárréttin.

Látur (býli)
“Vestan Látra tók við Vesturhraun. Þar, er talið, að staðið hafi bær, sem lagðist af við hraunrennslið, nefndist Látur,” segir í örnefnaskrá. Látur er um 800 m vestan við Hvassahraun. Ekki sjást nein merki um bæjarstæði á þessum slóðum. Á svipuðum stað voru hlaðnar 3 tóftir og nokkrar vörður úr grjóti fyrir tökur á kvikmyndinni “Myrkrahöfðinginn”. Látur er um 150 m norðan við Reykjanesbraut. Þröng vík með mörgum skerjum.

Hjallhólaskúti (fjárskýli)

Hjallhólaskúti

Hjallhólaskúti.

“Hellur eru suður og upp frá Tröðunum. Lítið eitt vestar eru Hjallhólar og Hjallhólaskúti þar í. Hann var fjárbyrgi,” segir í örnefnaskrá.
Hjallhóll er rétt suðaustan túns en fast neðan Reykjanesbrautar. Hóllinn er 210-220 m suðaustan við bæ. Frá Reykjanesbrautinni er opið í hellinn greinilegt enda hellirinn innan við 20 m norðan við Reykjanesbraut.
Hraunhóll með jarðsigi. Gengið er ofan í dældina að sunnan og gefur þá að líta klettaveggi sem slúta inn og mynda þannig skjól. Hellar eða skjól eru bæði á austur- og vesturvegg.
Austari hellirinn er líklega sá sem notaður hefur verið sem fjárskýli. Hann er um 10 m á lengd en 4-5 m á dýpt. Hellinum lokar að hluta náttúruleg upphækkun en ofan á hana hefur að hluta verið hlaðið 5-7 m langur veggur.

Loftsskúti (fjárskýli)

Loftsskúti

Loftsskúti.

“Þar suður og upp af [Virkinu] er hólaþyrping, Brennhólar. Loftsskúti er fjárbyrgi milli Smalaskála og Brennhóla,” segir í örnefnaskrá. “Á einum hraunhólnum er varða sem heitir Grændalavarða og við þennan hól sunnanverðan er fjárskjól með hleðslum sem heitir Grændalahellir eða Loftsskúti og snýr op þess í suðurátt,” segir í bókinni Örnefni og gönguleiðir. Í síðari heimildinni er Loftsskúta og Grændalahelli slegið saman í eitt en Grændalahellir er 1,2 km norðan við Loftsskúta og er um tvo aðgreinda staði að ræða. Fjárskýli eru á þeim báðum. Loftsskúti er um 860 m austan við Virkið og um 1,8 km austan við bæ. Varða 124 er 20 m norðan við skútann. Fjárskýlið er ofan í hringlaga jarðfalli í grónu hrauni ofan Reykjanesbrautar. Skútinn er um 13 m á lengd og snýr austur-vestur. Hann er víðast 4 m á breidd og 0,5-1,5 m á hæð. Lofthæðin í skútanum lækkar eftir því sem innar dregur (til norðurs). Hlaðið er fyrir skútann og er hleðslan úr grjóti. Hún liggur frá austri til vesturs og sveigir lítillega til norðurs, inn undir þak skútans, og liggur í mjúkum boga frá austri til vesturs. Hún er 11 m á lengd og 0,5-1 m á breidd. Hæst er hún um 1,5 m og mest sjást 7-8 umför. Vestast í hleðslunni hefur hraunhellum verið tyllt upp á rönd í hleðslunni og halla þær inn að þaki skútans og ná þannig að loka honum alveg. Op inn í skútann er við austurenda hleðslunnar og er það 1,5 m á breidd.

Öskjuholtsskúti (fjárskýli)

Öskjuholtsskúti

Öskjuholtsskúti.

“Sunnan við Rjúpnahraun tekur við hraunhryggur, er liggur frá vestri til austurs. Heitir það Öskjuholt og nær vestur í Afstapabruna. Þar er að finna Öskjuholtsskúta, Öskjuholtsgjá og Öskjuholtsbruna ofan til,” segir í örnefnaskrá. Hleðsla er fyrir Öskjuholtsskúta og hefur hann þjónað sem fjárskýli. Skútinn er um 1,2 km sunnan við Virki og um 1,4 km suðaustan við bæ. Öskjuholtið er afgerandi í landslaginu og er stór sprunga eftir því endilöngu. Holtið er gróið og eru birkirunnar allt í kringum það og uppi á því. Erfitt er að koma auga á skútann vegna gróðurs en hann er neðst á u.þ.b. miðju sunnanverðu holtinu. Þröngt op er inn í skútann í austurenda sem er 0,5 m á breidd. Skútinn er um 1 m dýpri en umhverfið fyrir utan hann.
Grjóthleðsla er við vestanvert opið inn í skútann. Hún er einföld á breiddina en í henni sjást þrjú umför hleðslu og er hún um 1 m á hæð. Skútinn er allstór, 5×10 m að innanmáli og snýr austur-vestur. Í vesturenda hans má sjá kindabein. Skútinn er hæstur innan við opið inn í hann en þar er hann um 1,2 m á hæð. Hann lækkar skarpt til vesturs. Ekki sjást önnur mannaverk á eða við skútann en áðurnefnd hleðsla.

Markhelluhóll (áletrun)

Markhelluhóll

Markhelluhóll.

“Sunnan Einihlíða lá landamerkjalína Hvassahrauns og Krýsuvíkur í Markaklett, sem er austur af Búðarvatnsstæði. Hann er nefndur Markhelluhóll í landamerkjalýsingu. Stafirnir Hvassa. – Ótta. – Krv. eru þar markaðir á hellu, sem snýr við norðaustri. Á hólnum er varða, sem mun heita Markhelluhólsvarða,” segir í örnefnaskrá. Markhelluhóllinn með vörðu og áletrun er um 800 m suðaustan við Búðarvatnsstæði og 7,6 km suðaustan við bæ. Áletrunin hefur einnig verið skráð í landi Krýsuvíkur en þar er vörðunni ekki lýst. Hóllinn er á holti sem er mjög sprungið og margar djúpar gjár eru á því norðvestanverðu. Mosavaxið hraun er allt í kring.
Markhelluhóll er allhár og krosssprunginn. Áletrunin er á flatri hellu á norðausturhlið hólsins. Stafirnir er um 10 sm á hæð og nær áletrunin yfir svæði sem er 0,5×0,6 m að stærð. Hún er enn vel greinileg. Varðan er 10 m sunnan við áletrunina, á hæsta punkti hólsins. Hún virðist ungleg eða hefur verið endurhlaðin. Viðarprik stendur upp úr henni. Varðan er um 1 m í þvermál og 1 m á hæð. Hleðslan í henni er óvönduð en í henni má sjá 3 umför.

Búðarvatnsstæði (vatnsból)

Búðarvatnsstæðið

Búðarvatnsstæði.

“Þaðan [frá Markhelluhól] liggur landamerkjalínan í norður um mitt Búðarvatnsstæði og Búðarhól, sem er Hraunhóll,” segir í örnefnaskrá “Gömul hestagata [069] liggur með fram hrauninu og við fylgjum henni í austurátt fyrir tunguna og að Búðarvatnsstæði. Um vatnsstæðið endilangt liggur gamla sauðfjárveikivarnargirðingin sem hefur vísað okkur veginn hingað til. … Vatnsstæðið er nokkuð stórt miðað við önnur í hreppnum og virðist hafa verið lagað til af mannahöndum. … Það er líklegt að þeir sem unnu við kolagerð og hrístöku í Almenningi hafi hafst við tímabundið við Búðarvatnsstæði og af því sé nafnið dregið,” segir í bókinni Örnefni og gönguleiðir. Vatnsstæðið er um 270 m suðaustan við vörðu, 3,7 km suðaustur af Hvassahraunsseli og 6,9 km suðaustan við bæ.
Vatnsstæðið er á mosavöxnum flata í skeifulöguðu viki inn í úfið, mosavaxið apalhraun. Það er innst/vestast í vikinu, næst hraunbrúninni. Staurar úr gömlu sauðfjárveikivarnargirðingunni sjást enn, sem og hleðsla sem var undir henni. Hún liggur frá hraunjaðri, að vatnsstæðinu og yfir það. Vatnsstæðið er um 5×9 m að innanmáli og snýr norður-suður. Af bakka og niður á vatnsborð er um 0,5 m og niður í botn eru um 0,8 m. Lögun vatnsstæðisins er fremur regluleg og því líklegt að mannaverk séu á því. Engar aðrar skýrar minjar sjást hér í kring en óljós tóft er þó mögulega við suðvesturhorn vatnsstæðisins. Meint tóft er um 6×4 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Hún er grjóthlaðin en nánast algróin. Það sést í grjót í suðvesturenda og utanverðum suðaustur-langvegg. Mesta hæð veggja er um 0,2 m. Innst í meintri tóft, í norðausturenda er ferköntuð dæld sem er 0,3×0,4 m að innanmáli, snýr eins og tóft, og er 0,1 m á dýpt. Ýmsar mosaþústir eru hér í kring en engin þeirra hefur tóftarlag og óvíst er að hér séu fleiri minjar.

Brugghellir (hellir)

Hvassahraun

Brugghellir ofan Hvassahrauns.

“Fast við Strokkamel að suðvestan er djúpur hellir eða jarðfall og til skamms tíma var girðing umhverfis opið svo kindur féllu ekki þar niður. Í hellinum eru hleðslur en niður í hann er aðeins hægt að komast með því að síga eða nota stiga. Sagt er að hellirinn hafi verið notaður til landasuðu á bannárunum og því oft kallaður Brugghellir,” segir í bókinni Örnefni og gönguleiðir. Hellirinn er um 730 m suðvestan við bæ og 1,5 km VSV við fjárskýli í Virkinu.
Hellirinn er í fremur flatlendu og jafnlendu mosagrónu hrauni. Leifar af girðingu eru í kringum hellisopið sem er beint niður í hraunið og tveir uppistandandi staurar.
Hellisopið er um 2 m í þvermál og eru 4-5 m niður úr því ofan á hellisgólf. Ekki sést vel ofan í hellinn sökum myrkurs. Þó sést að vatn stendur í honum (haust 2014).

Grændalahellir (fjárskýli)

Grændalahellir

Grændalahellir.

“Norðaustur af Virkishólum eru Draugadalir. Þar eru einnig Grændalaflatir, Grændalir og Grændalavarða,” segir í örnefnaskrá. “Á einum hraunhólnum er varða sem heitir Grændalavarða og við þennan hól sunnanverðan er fjárskjól með hleðslum sem heitir Grændalahellir eða Loftsskúti og snýr op þess í suðurátt,” segir í bókinni Örnefni og gönguleiðir. Í síðari heimildinni er Loftsskúta og Grændalahelli slegið saman í eitt en Loftsskúti er 1,2 km sunnan við Grændalahelli og er um tvo aðgreinda staði að ræða. Fjárskýli eru á þeim báðum. Grændalahellir er norðan í hólnum sem Grændalavarða er á og gengið er inn að norðan til suðurs. Hellirinn er um 100 m suðaustan við steyptan stöpul frá Landmælingum sem sést greinilega frá Reykjanesbraut. Hann er um 2 km ANA við bæ.
Gróið hraun. Fjárskýlið er að mestu náttúrulegt. Hellirinn er 11-12 m á lengd og 3-4 m á breidd. Hæstur er hann 1,6-1,8 m en hallar mikið inn á við. Fyrir framan hellinn er náttúruleg hraunbrún sem afmarkar hann en ofan á henni er grjót og hleðslur á stöku stað. Skarð er í hraunbrúnina á einum stað.

Suðurkot (býli)

Hvassahraun

Hvassahraun – túnakort 1919.

“Á hægri hönd við Sjávargötuna voru ýmis kot, einu nafni nefnd Hvassahraunskotin. Þar var Suðurkot og Suðurkotsgerði,” segir í örnefnaskrá. Ekki er vitað hvar Suðurkot var. Suðaustan við Hvassahraunsbæinn voru tún nefnd Suðurtún og því eðlilegt að álykta að á þeim slóðum hafi Suðurkot verið. Hins vegar ber að hafa í huga að Sjávargata er sögð liggja frá bænum (Hvassahrauni) og niður að sjó og Suðurkot er sagt austan hennar.
Samkvæmt því ætti því Suðurkot að vera norðan bæjar! Ef svo hefur verið má vera að hringlaga garðlag sunnan Norðurkots gæti hafa kallast Suðurkot. Garðlagið sem enn sést er a.m.k. sunnar en önnur kot sem þekkt eru í túninu. Um þetta verður þó ekkert fullyrt.
Grasi gróið hraunsvæði þar sem skiptast á hæðir og dældir.

Hvassahraunssel (sel)

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel – uppdráttur ÓSÁ.

Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: “Selstöðu á jörðin þar sem heitir Hvassahraunssel; hagar eru þar sæmilegir, en vatnsból brestur til stórmeina.” “Upp af Brennhólum er Hálfnaðarhæð. Þar er hálfnuð leið frá bænum í Selið. Þá tekur við sunnan nokkur Selskrínshæð og þar sunnar er Viðunarhóll, skógi eða hrísi vaxinn. Þá er komið í Selið eða Hvassahraunssel, sem er vestan undir Selásnum. Veggir standa enn nokkurn veginn uppi, og gróður er þar í kring. Vatnsbólið er undir skúta, eiginlega beint austur af selinu og er erfitt að finna það,” segir í örnefnaskrá.” Á heimasíðu FERLIRs segir: “Í austurátt frá Haugrúst og langan veg suðaustur af Bennhólum sjáum við Selásinn eða Selhæðirnar og þar norðvestan undir er Hvassahraunssel.
Selstæðið er nokkuð stórt og þar eru tveir rústahólar en kvíin er vestarlega í seltúninu,” segir í bókinni Örnefni og gönguleiðir. Hvassahraunssel er um 3,1 km suðaustan við bæ 001 og 215 m VNV við vörðu 065 á Selásnum.
Selið er vestan og norðan við Selás sem er afgerandi í landslaginu og veitir skjól. Selstæðið er fremur flatlent næst ásnum en svo taka lágar hraunhæðir við og lautir á milli enn fjær er mosagróið hraun. Gras vex enn á selstæðinu en mikill mosi er í því.
Í bókinni Örnefni og gönguleiðir segir ennfremur: “Jón Helgason frá Litlabæ segir í sendibréfi árið 1984: “Ég tel að alllangt fram á 19. öldina hafi verið haft í seli frá Hvassahrauni, því móðir Þórunnar, sem þar bjó lengi, Ingibjörg, var þar selráðskona þegar hún var ung að árum en hún lifði líklega fram á annan tug þessarar aldar.” … Trúlega hafa öll sel lagst af í kjölfar fjárkláðans sem hófst árið 1856 en þá var allt fé skorið niður hér um slóðir … .” Fjórar tóftir eru sýnilegar á selstæðinu.

Hraunsnesskjól (fjárskýli)

Hraunsnesskjól

Hraunsnesskjól.

“Frá [Hraunsnefs-]tjörnunum blasir við Hraunsneshellir eða Hraunsnesskjól, og tekur þá Hraunsnes við,” segir í örnefnaskrá. Hraunsneshellir er skúti sem hlaðið hefur verið fyrir og notaður sem fjárskjól. Hann er um 280 m norðan við meint skotbyrgi 030, 90 m suðaustan við vörðu 131 og um 2,1 km norðaustan við bæ.
Fjárskýlið er norðan við Hraunsnefstjarnir í litlu viki inn í hraunhóla sem eru krosssprungnir. Grösugt er í kringum tjarnirnar en þar fyrir utan er hraunmói í næsta nágrenni.
Grjóthleðslur eru bæði framan við skútann og uppi á þaki hans og eru þær á svæði sem er 10×5 m að stærð og snýr norðvestur- suðaustur. Skútinn er um 10×2 m að innanmáli og er rúmlega 1 m á hæð þar sem hann er hæstur. Hlaðinn veggur liggur í sveig framan við skútann. Um 2 m norðvestan við suðausturenda veggjarins er op sem er 0,6 m á breidd. Veggurinn er um 1 m á breidd en hrunið hefur úr honum, sér í lagi úr innri brún norðvestan við opið en suðaustan við opið er veggurinn alveg útflattur. Mesta hleðsluhæð er um 1,2 m og mest sjást 5 umför hleðslu. Inni í skútanum og utan hans er spýtnabrak og annað rusl. Frá suðausturenda veggjarhleðslunnar framan við skútann liggur önnur hleðsla upp á þak hans. Hún er um 6 m á lengd og liggur í sveig til norðvesturs. Hleðslan er 1 m á breidd og 0,5 m á hæð. Í henni sjást 3 umför í innri brún en ytri brún sést ekki og er gróin.

Hvassahraunskot (býli)
Hjáleiga Hvassahrauns 1847. JJ, 91.
Norðurkot, Niðurkot og Suðurkot voru oft einu nafni nefnd Hvassahraunskot, einnig getur verið að Hvassahraun 2 hafi verið nefnt Hvassahraunskot en ekkert verður um það sagt.

Heimild:
-Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla III, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2016.

Hvassahraun

Hvassahraun – uppdráttur ÓSÁ.