Garðhús

„Einar G. Einarsson, bóndasonur frá Garðhúsum í Grindavík, var aðeins tuttugu og fjögurra ára er hann sótti um verslunarleyfi til sýslunefndar og sýslumanns Gullbringu- og Kjósarsýslu.

Grindavík

Grindavík – Einarsbúð og nágrenni.

Ekki þarf að efa að þurft hefur kjark og mikið áræði til þeirrar ákvörðunar. Að fá leyfi til verslunarreksturs þá var ekki kvaðalaust, til dæmis þurftu menn að vera bindindismenn og stúkubundnir. ekki var leyfið heldur gefins því það kostaði fimmtíu sem voru miklir peningar árið 1897. Leyfi sitt til reksturs sveitaverslunar í Grindavíkurhreppi fékk Einar svo staðfest með bréfi frá sýslumanni hinn 1. maí með því skilyrði að sækja leyfisbréfið til Hafnarfjarðar á skrifstofu sýslumanns og greiða tilgreinda upphæð, fyrr mætti ekki hefja reksturinn.
Þegar eftir það hófst Einar handa og reisti verslunarhús miðsvæðis í hreppnum fyrir ofan lendinguna í Járngerðarstaðahverfi. Staðsetningin hefir að sjálfsögðu einnig miðast við það að vera sem næst sjómönnunum, því öll úttekt myndi greiðast með sjávarafla hvers og eins. Vafalítið hefir hann þá þegar verið búinn að ákveða að gerast firskverkandi jafnframt, vitað sem var að án þess gæti verslun í Grindavíkurhreppi ekki þrifist. Á þessum tíma voru nær öll viðskipti á Íslandi í vöruskiptum.
Einar G. EinarssonUm fyrstu árin segir Tómas Snorrason svo frá í Ægi, 5.tbl árið 1929: „Það mun flestum skiljast, að erfið hafi staða hans verið í byrjun, hann óþekktur, efnalítill og lítt kunnur verslunarsökum, en staðhættir þannig, að helst varð að byrgja verslunina að vörum að sumrinu, er endast þurfti til næsta sumars. Auðvitað þraut ýmislegt, einkum fyrst framan af, og margan leiðangurinn mun hann hafa gert út með þá hesta er fáanlegir voru að vetrinum til, til að viða að sér nauðsynjum; mun margt hafa stuðlað að því, t.d. varfærni að binda sér ekki þær skuldabyrðar, er hann gæti ekki staðið í skilum með, ört vaxandi viðskipti o.fl. Vafalaust hefir það í byrjun aukið tiltrú til hans hjá þeim, sem hann fékk vörur hjá, að hann átti ríka foreldra…“
Við þetta er því til að bæta að stórbóndinn Lárus í Grímstungu sagði mér, höfundi þessarar greinar, svo frá er ég heimsótti hann í Vatnsdalinn sem oftar að hann hefði í mörg haust rekið stóðhesta til Grindavíkur eingöngu fyrir Einar bónda og kaupmann í garðhúsum. Hann hefðis taðgreitt hrosson og veitt vel bæði í mat og drykk. Sagði hann mér að þessi viðskipti hefðu verið þau ánægjulegustu sem hann hefði átt, og bætti því við að þar hefði verið maður að sínu skapi. Ekki er ólíklegt að einkitt þessir hestar hafi borið mikið af varningi Grindvíkinga.
Einar í Garðhúsum hafði áður en hann hóf kaupmennsku verið sjómaður á bátum förður síns frá sextán ára aldri til tvítugs, en þá byrjaði hann með sinn eigin bát og var formaður á þeim báti næstu fjögur árin. Honum tókst vel til við formennskuna og átti, eftir því sem best verður séð, bjarta framtíð í útgerð og fiskverkun auk búskapar. En það var nokkuð sem han ngat ekki fellt sig við og það voru verslunarhættir þess tíma.

Einarsbúð

Ástæðu þess að hann ákvað að stofna til reksturs lýsir hann í blaðaviðtali við Sigurð Benediktsson í „Stundinni“ árið 1940, á þessa leið: „Mér er í barnsminni, þegar Grindvíkingar báru flestar nauðsynjar sínar á bakinu frá Keflavík, en það er um tuttugu kílómetrar. Jafnvel voru dæmi þess, að fólk bar salt á bakinu frá Keflavík til fiskverkunar í Grindavík.. Og vegna fátæktar áttu Grindvíkingar ekki upp á háborðið í Keflavíkruverslun og urðu ósjaldan að híma þar við búðadyrnar hálfa og heila dagana áður en þeir fengu áheyrn, sem eins vel gat falið í sér fullkomna synjun um úttekt og úrbætur. Svona var þetta þá. Ungur fylltist ég beiskju og uppreisnaranda gegn þessum viðskiptaviðbjóði og ákvað að gera það, sem ég gæti til að bæta úr þessu böli sveitunga minna. Þessvegna, og fyrst og fremst þess vegna, setti ég á stofn fyrstu og einu verslunina í Grindavík.“

Gamla búðin 1961

Ég man allvel hvernig Einarsbúð, en svo var hún oftast nefnd, leit út en vel þó frekar að vitna í æviminingar Tómasar Þorvaldssonar útgerðarmanns, en þar segir svo: „Búð Einars eins og ég man fyrst eftir henni, þætti ekki stór nú á dögum; varla meira en um þrjátíu fermetrar. En hún breyttist og stækkaði smátt og smátt. Verslunarhúsið var úr timbri, ein hæð með lágu risi. Í fyrstu var gengið beint inn í búðina, en fljótlega var byggð lítil forstofa.“
Í búðinni hjá Einari fékkst allt milli heinmins og jarðar, bæði stórt og smátt. Þar ægði saman óskyldustu hlutum eins og sápu og  súkkulaði eða sykri og pipar. Og margs konar varningur hékk í loftinu, einkum búsáhöld og blikuðu eins og stjörnur á heiðskíru húmkvöldi.
Einari í Garðhúsum tókst ætlunarverk sitt, verslunin jókst jafnt og þétt svo og útgerð hans, fiskverkun og búskapur. Fyrr en varði var hann orðinn einn af umsvifamestu athafnamönnum á sínum tíma. Hann hóf nokkuð fljótlega að flytja inn vörur fyrir versluns ína og útgerð beint frá útlöndum með leiguskipum og mun einhverju hafa verið skipað upp í Grindavík og jafnframt skipað út fiski í sömus kip. Hann stofnaði svo Eimskipafélag Reykjavíkur ásamt tveimur tengdasonum sínum, þeim Einari Kristjánssyni og rafni Sigurðssyni ásamt Haraldi Forberg skipamiðlara.

Einarsbúð

Einar í Garðhúsum var einn af fáum athafnamönnum þessa lands sem stóð af sér kreppnuna árið 1930 og er ekki að efa að það eitt hefir verið mikið stórmál fyrir byggðalagið allt ekki síður en hann sjálfan.
Í blaðavitali við Faxa árið 1942 segir Einar m.a.: „Maður kemur í manns stað. Annars held ég að það verði framtíð Grindavíkur að útgerðin færist öll að Hópinu…“
Segja má að Einar í Garðhúsum hafi að miklu leyti lagt grundvöllinn að kauptúninu Grindavík, þeim grundvelli, sem uppvaxandi kynslóð byggði síðan upp af.
Einar rak verslun sína til dauðadags 1954. Einar var fæddur 16. apríl 1872 í Garðhúsum í Grindavík og bjó þar alla sína ævi. Hann kvæntist Ólafíu Ásbjarnardóttur. Eignuðust þau tíu börn og náðu sjö þeirra fullorðinsaldri; fjórar dætur og þrír synir.“

Heimild:
-Mbl 13. des. 1977 – Ólafur Einarsson.

Bryggjan

Rafnshús

Hér segir frá „Sjósókn og fólki á Suðurnesjum“ snemma á öldinni. Frásögnin í heild birtist í mbl. árið 1970. Höfundurinn, Gísli Sigurðsson, lögregluþjónn í Hafnarfirði tók saman. Ekki kemur fram við hvern er rætt.“

 Grindavík á fyrri hluta 20. aldar

Ótrúlegt, en samt er það satt, að 8 ára að aldri fór ég í verið upp í Grindavík.
Foreldrar mínir settust að í Hafnarfirði vorið 1911. Faðir minn hafði um árabil róið í Grindavík. Verið þar útróðramaður, útgerðarmaður. Það er; hann réðst til róðra fyrir ákveðið  kaup hjá einhverjum formanni. Hann hafði lengi verið útgerðarmaður hjá hjónunum í Rafnshúsum, Jóni Jónssyni og konu hans Marenu Jónsdóttur, en róið alla tíð hjá Gísla í Vík, syni þeirra Rafnshúsahjóna. Gísli fór með teinæring og var aflasæll alla sína tíð, svo að aldrei hlekktist honum á né mönnum hans. Hann var einnig með aflahæstu formönnum og því hafði hann ráð á góðum mönnum og dugmiklum. Ráð hafði verið fyrir því gjört, að faðir minn væri í Rafnshúsum þessa vertíð. Þótti foreldrum mínum sjálfsagt að leysa upp heimilið. Móðir mín skyldi vera hlutakona í Vík. Það er þjónustustúlka hjá konu Gísla, Kristjönu Jónsdóttur. Ég átti að fljóta með og vera í Rafnshúsum.

Skógfellavegur

Á kyndilmessu, 1. febrúar, skyldi hver útróðramaður vera kominn til skips.
Við lögðum svo af stað. veður var hið bezta. Pabbi minn bar allt dótið, en við gengum laus. Við gengum sem leið liggur Vagnveginn gamla suður Hraun. Undir túngarðinum í Hvassahrauni fengum við okkur bita. Fórum svo heim og fengum molakaffi. Minnir mig að bollinn kostaði 10 aura. Þaðan héldum við svo áfram eins og leið liggur suður Vatnsleysuströnd. Faðri minn þekkti hvern bæ og kannaðist við flesta bændurna.
Allmikið var farið að skyggja er við komum í Vogana. Ætlunin var að leita þar gistingar á einhverjum bæ. Gistum við að mig minnir í Hábæ hjá Ásmundi Jónssyni og konu hans. Vel var við okkur tekið og gisting auðfengin. Um kvöldið ræddu þeir margt saman Ámundur og faðir minn, um sjósókn og sjómennsku, formenn og sjógarpa á Suðurnesjum. Varð þeim um þetta skrafdrjúgt körlunum.
Snemma morguninn eftir vorum við á fótum. Fengum hressingu og ný skyldi lagt upp í seinni áfangann. veður hafði ekki breytzt og því hið ágætasta veður.
Sigurgeir Gíslason var um þetta leyti ekki lengra kominn með Suðurnesjaveginn en í Voga. Við fórum því eftir hestatroðningunum fyrsta spölinn, eða suður undir Stapa. Þar rétt undir Fálkaþúfu tekur við Alfaraleiðin suður til Grindavíkur, Skógfellaleiðin. Sunnan Bjallanna taka við Gjárnar. Þær hafa allar verið brúaðar með grjóthleðslu. En hættulegar gátu þær verið þegar yfir þær hemaði snjó, því hyldýpi er beggja megin brúnna, sem eru um þrjú til fjögur fet á breidd. Mörg skepnan hefur horfið með öllu í þessar gjár. Menn hafa einnig horfið í gjárnar bæði þarna og í Strandarheiðinni. Óhugnanlegar sögur ganga þar um. 

Brandsgjá

Maður nokkur var hér við smalamennsku og hvarf með öllu. Tugum ára seinna sáu smalar á eftir kind niður í eina gjána. Þegar sigið var eftir henni, fundust bein þessa ógæfusama manns. Og verksummerki þess, að hann hafði hlaðið vegg í gjána, til að komast upp, en ekki komið hleðslunni nógu hátt.
Þegar við komum að syðstu gjánni, Stóru-Aragjá, segir faðir minn: „Hér var það sem Brandur bóndi á Ísólfsskála missti hest sinn niður í vetur á jölaföstunni“. Og faðir minn sagði okkur söguna, en hún verður ekki rakin hér. Það setur að manni hroll við hugsunina um hætturnar. Þó hafa menn verið á ferð um þessar gjár frá alda öðli eins og ekkert hafi í skorizt.
Skógfellaleið var á þessum tímum greiðfær vel og víða vörðuð og því auðrötuð. Gatan liggur upp með austuröxl Litla-Skógfells og vestur með hlíðum þess og þar út á eggslétt klapparhraun, þar sem hestar fortíðarinnar hafa sorfið í hraunhellurnar alldjúpar götur. Á einum stað má greina þrjár götur hlið við hlið. Leiðin stefnir nú á Stóra-Skógfell, en rétt áður er komið að hraunhóli ekki stórum, sem heitir Hálfnunarhóll og er þar hálfnuð leið úr Vogum til Grindavíkur, hvort sem farið er í Járngerðarstaða- eða Þorkötlustaðahverfin eða að Ísólfsskála.
Sunnan Stóra-Skógfells liggur gatan um úfið hraunið, austan við Svartsengi, Sundhnúk, Hagafell og Melhól. Skammt þar sunnar er mikil varða á hraunbrún, en niður undan tekur við Hópsheiðin. Af hraunbrúninni sést vel niður í Járngerðarstaðahverfi. Við héldum götunni niður undir Hópið og  vestan þess og lögðum leið okkar í búðirnar ofan til við Varirnar.

Tóftir

Rafnshús var lítill bær. Baðstofa, bæjardyr og eldhús inn af þeim. Baðastofan var þriggja stafgólfa og hólfuð sundur. Tvö rúm undir hvorri súð í sjálfri baðstofunni. Borð fram milli rúmanna undir sexrúða glugga. Skarðsúð. Framan við milliþilið var borð undir vestursúð, þar sem maturinn var skammtaður og fjögrarúðugluggi, sneri í vestur. Kistur og skápar voru þarna inni. Fyrir bæjardyrum var hurð með klinku og hleypijárni, en lítill gluggi yfir dyrunum. Inni í göngunum var hurð á vinstri hönd í baðstofuna, en inn af göngunum var milligerð með dyrum í eldhúsið, sem var hlóðareldhús. Þar inni voru nokkur ílát sem geymdu mat ýmiss konar og þar var líka geymdur eldiviður. Það var aðallega þang og þari, sem sóttur var í fjöruna neðan við túnið. Lagði af eldiviði þessum sérkennilegan og höfgan þef um bæinn. Lang í frá var hann óþægilegur. Til hliðar við bæinn var fjós fyrir tvær kýr og hlaða. Svolítinn spöl frá bænum stóð hjallur. Þar var allur matur geymdur bæði niðri og uppi, en nokkur hluti hjallsins var þurrkhjallur með grindum. Beint fram af bæjardyrunum var for. Þar var öllu skolpi hellt sem til féll og þangað var slori ekið. Á vorin var svo öllu þessu ekið á tún til áburðar.“

Heimild:
Lesbók mbl 22. nóv. 1970.

Sundhnúkahraun

Sprungur í Sundhnúkahrauni.

Grindavík

„Allt fram yfir síðustu aldamót var á lífi fók fyrir austan Fjall, sem tók svo til orða um sveitunga sína, er löngu voru safnaðir til feðra sinna: Hann er einn af þeim, sem komu úr Eldinum. Þannig var talað um þá, sem höfðu orðið að flýja ógnir Skaftárelda og náð bólfestu í útsveitum Suðurlandsundirlendisins.

Sjómenn

Sjómenn í Grindavík.

En löngu, löngu fyrr, mörgum öldum áður en ölmusulýður Móðurharðindanna hlaut að flýja hraunflóðið úr Laka, höfðu orðið eldsumbrotum í Skaftárþingi með þeim afleðingum að menn urðu að flytjast þaðan á brott. Þeir voru að vísu landnemar á þessum slóðum. Samt höfðu þeir ekki tjaldað tile innar nætur heldur ætlað sér að una þar ævi sinnar daga.
Í Landnámu segir frá Hrólfi höggvanda. Hann átti syni tvo: Vémund og Molda-Gnúp. Hér segir ekki af Vémundi, hvorki vígum hans né smíðum, heldur hinum bróðurnum, Molda-Gnúpi, sem kom til Íslands og nam land milli Kúðafljóts og Eyjarár, þar sem nú er Álftaver og austurhluti Mýrdalssands. Molda-Gnúpur seldi mönnum af landnámi sínu og gerðist þar fjölbyggt áður en en jarðeldur rann ofan og urðu þeir nú að flýja út yfir Sand, í Mýrdal. En ekki var þeim leyfð þar vist til langframa, enda sjálfsagt setinn bekkurinn. Vorið eftir héldu þeir Molda-Gnúpur vestur í Grindavík og staðfestust þar. „Þeir höfðu fátt kvikfjár“, segir í sögunni, svo sem ekki var óeðlilegt eftir þessa hrakningar. Skyldi maður nú ætla að ekki hefði gengið greitt að koma upp stórum bústofni á hrjóstrum Reykjaness, „þessu geigvænlega héraði, þar sem ferleg hraunflóð hafa brotizt hvert á annað ofan frá fjöllunum og allt í sæinn fram“, eins og Sveinn Pálsson kemst að orði í frásögn af ferð sinni um Sandakraveg.
GeitEn hér fór á aðra leið. Einn af sonum Molda-Gnúps hét Björn. Hann dreyndi um nótt, að bergbúi kæmi til hans og bauð að gera félag við hann og þóttist hann játa því. Eftir það kom hafur til geita hans, og tímgaðist þá svo skjótt fé hans, að hann varð vellauðugur. Eftir það var hann kallaður Hafyr-Björn, en af bergbúanum fer ekki fleiri sögum og ekki er þess getið hver varð hans hlutur í þessu hálfmennska kompaníi.
En hversu mikið, sem hæft er í þessum þjóðsögukenndu frásögnum af auði Hafur-Bjarnar í gangandi fé, þá er það sjórinn en ekki landið, sem hefur fætt Grindvíkinga frá upphafi og til þessa dags. Um 1700 bjuggu í Grindavík um 200 manns sem höfðu 66 kýr, 385 fullorðið fé og 58 hross. Þetta eru ekki nema eins og 2-3 væn bú nú á dögum.
Grindavíkurbátar fyrrumÍ ritgerð Skúla fógeta um Gullbringu- og Kjósarsýslu 1782 segir hann 202 menn búsetta í Grindavík, alls 43 fjölskyldur. Á sjö jörðum eru þar 15 bændur, að presti meðtöldum og kaupmanninum, 18 hjáleigumenn og 10 þurrabúðarmenn. En ekki er bústofninn mikill; 55 kýr, rúmlega 300 fjár, þar af 102 sauðir, en hrossin yfir 70. Þetta er ekki nema eins og eitt stórt bú nú á dögum. Það er heldur ekki von. Hér er erfitt að framfleyta nokkrum búpeningi að ráði. Því að það er eins og segir í sóknarlýsingu sr. Geirs Bachmanns, þá er „allt Grindarvíkurland ákaflega hrjóstugt og grýtt…“ Það mun óhætt að fullyrða, að eigi finnist á Suðurlandi jafngraslítil og gróðurlaus sveit sem þessi. Varla má það heita, að nokkurs staðar í nánd við bæi og í svokölluðum heimahögum verði áð hesti um hásumarið.
GrafiðÞað var því engin furða þótt sr. Geir breytti til og færði sig þangað sem mýkra var undir fótinn. Hann fékk seinna Miklholt á Snæfellsnesi. Þó var annað í Grindavík ekki minni annmarki heldur en grasleysið. Það var vatnsskorturinn. Víðast hvar eru fjöruvötn brúkuð til neyzlu eður þá þeim verri sjóblendingur úr stöðupollum og gjám, í hverjar sjórinn fellur að og út með hverju sjávarfalli… Það einasta rennandi vatn, sem finnst í nánd við bæi, er í afardjúpri gjá, Baðstofu nefndri, hér um bil 200 faðma frá bænum Húsatóttum. Eru niður að vatninu nálega 15 faðmar eða máske 20, hvað ei verður með vissu mælt, því það er ekki standberg og vatnsdýpið, þar til að verður komizt, við 3 faðma.
HópiðÞað væri því mikil synd að segja að gott væri undir bú á þessum slóðum og engin furða þótt menn hefðu þar „fátt kvikfjár“ eins og í Landnámu segir.
Um búskap Grindvíkinga segir sr. Geir Bachmann í fyrrnefndri sóknarlýsingu, að kýr verði „alla tíma að hafa inni nema þá tvo mánuði sem í seli eru.
Aldrei eru hestar traðaðir, hvað kopa mundi of mikið þeim gripum með brúkuninni, þar ei má heita hestar kviði sig á hálfri viku eftir eins dags brúkun til Keflavíkur.“
Um sauðféð og aðbúnað þess fer sr. Geir þessum orðum: „Engin eru hér beitarhús á vetrum, borgir né fjárhús. Sauðfé, sem fátt er, gengur allt úti í fjörunni, gjafalaust og kemur aldrei í hús. Það liggur undir upphrófuðum skjólgörðum, til hverra það er rekið á hverju kvöldi.“
Það má því með sanni segja, að eins og manneskjan átti sitt undir sjónum og því sem úr honum fékkst svo var líf hrossanna og sauðskepnunnar háð fjörunni og því, sem hafaldan rak upp á hana.
Þótt liðið sé nokuð á aðra öld síðan þetta var ritað hafa tímarnir furðu lítið breytzt hvað þetta snertir. Landið er það sama. Úfin hraun og gróðurlaus, berar klappir, gráir sandar. Það er ekki betra undir bú heldur en þegar Geir barmaði sér yfir grasleysinu svo varla var hægt að æja hesti um hásumarið. Og eftir þessu hafa menn eðlilega hagað sér á þessum tímum hagræðingar og sívaxandi skipulagningar atvinnuveganna. Nú mun enginn nautpeningur til í Grindavíkurhreppi. Þar eru nú örfá hross og eittyhvað um hálft annað þúsund fjár.

Skipakostur

Hér hefur eins og allir vita, útgerðin, sjósóknin og fiskverkunin, verið fólksins lifibrauð. Ef sjórinn brást áður fyrr, þá tók sveitin og sulturinn við. Nú er það bankinn og samfélagsins breiða bak. Hvílíkur munur.
Á vetrarvertíðinni 1780 reru 27 skip úr Grindavík, 8 áttæringar, 13 sexæringar og 6 fjögramannaför. Áhöfn þeirra var 50 heimamenn og 160 „Austmenn“ eins og skúlu fógeti nefnir þá. Og hér koma fleri við sögu. Stórútgerð þeirra tíma lét sig ekki vanta í þessari aflasælu veiðistöð. Stóllinn – biskupsstóllinn í Skálholti – hélt þar úti 12 skipum, einum tíoæringi og 11 áttæringum, en „áhöfn þeirra var 2 heimamenn og 131 Austmaður.“ Var því engin furða þótt oft sé tekið svo til orða um landseta á stólsjörðunum, að ein af skyldum þeirra sé að róa á skipum stólsins á vetrarvertíðum. Sama máli gegndi um þá, sem sátu á konungsjörðunum. Þar var Bessastaðavaldið sem réði og lagði lítt bærar skyldur og kvaðir á landslýðinn. En hvað þýddi að mögla eða kvarta. 

Nútíminn

Þetta var óumflýjanlegt hlutskipti ófrjálsrar þjóðar, sem var kúguð og þrælkuð í sínu eigin landi. Sjálfsagt mundi ríkisins landsetum þykja hart undir slíku að búa nú á tímum.
Allt er þetta nú löngu liðið. Þetta er eins og ljótur draumur. Börnum sjálfstæðrar þjóðar í ríki velmegunarinnar finnst þetta ekki geta verið veruleiki. Nú sækja Grindvíkingar sjóinn á glæsilegum flota stórra vélbáta allt upp í 300 tonn. Á síðustu vetrarvertíð reru þaðan um 40 bátar. Meira en helmingur þeirra á heima í Grindavík. Slík gjörbylting í sjósókn á sér vitanlega langa sögu. Er hún öllum kunn, þeim, sem fylgzt hafa með atvinnuþróun þjóðarinnar. Og að hún gerist í Grindavík, eins og í mörgum öðrum sjávarplássum, á sér eina höfuð-orsök. Hinn stóri bátafloti Grindvíkinga og öll sú mikla „drift“, sem hann hefur sett í þetta sjópláss og þar með uppgangur staðarins, fjölgun fólksins, – allt byggist þetta á höfninni og þeirri aðstöðu, sem þessum mikla flota er búinn í Hópinu í Grindavík.
Hópið 1945Um Hópið fer sr. Beir Bachmann allmörgum orðum í sóknarlýsingu sinni. Er ekki úr vegi að taka það hér upp að nokkru, svo mjög byggist lífsbjörg Grindvíkinga á því nú framar öllu öðru.
Sr. Geir segir að Hóp (jörðin) hafi miklar nytjar af tjörn þessari, sem sé helmingi stærri en Reykjavíkurtjörn, umkringd af landi á alla vegu nema þeim, sem til vesturs veit. Þar er rif, ca. 200 faðma langt milli Sundvörðu og Svíravörðu, sem eru sundmerki á Járngerðarstöðum. Yfir rifið fellur um hvert flóð, og í stórstraumi fer það svo að segja allt í kaf varða á milli. Ós er út úr Hópinu rétt í útsuður. Má heita í sömu stefnu og Járngerðarstaðasund… „Hafa bændur fyrrum hér í Grindavík eftir tilmælum kaupmanna og fyrir litla þóknun grafið ósinn, dýpri, þótt enn sé hverju haffæru skipi ófær, sökum þess hve grunnur hann er. Mætti þó með litlum tilkostnaði hann dýpri gjöra, svo þiljubátar og smærri fiskiskip örugg gætu haft þar inni lægi og flúið þangað í viðlögum. Kæmust stærri skip inn í Hópið er það ein sú bezta skipalega. Mundi og einn kaupmaður hafa hér nóga verzlun, ef einn væri um hituna, og í engu sakna hinna nálægu kaupstaðanna.“
HópiðEn þetta eru bara ímyndanir, áætlanir, óskir og vonir. Enginn veruleiki. – Þau einu not, sem hægt var að hafa af Hópinu í tíð Geirs Bachmanns, voru þau að „í því veiðist mergð hrognkelsa eftir Jónsmessu, einnig silungur og mikill áll.“
En sú kom tíðin, að Hópið í Grindavík varð Grindvíkingum til annarra og meiri nytja heldur en hrognkelsaveiða (sjá HÉR). Nú má segja að Hópið sé lífæð plássins, undirstaða tilverunnar á þessum uppgangsstað. Nú er Hópið ein sú bezta höfn á landinu þar sem stærstu fiskiskip geta farið hindrunarlaust út og inn. Í staðinn fyrir opna og erfiða brimlendingu smárra báta – er nú öruggt lægi stórra skipa, sem leggjast upp að bryggjum og bólverkum, þar sem er öll hin fullkomnasta aðstaða til útgerðar.
Þessi bylting í útgerðaraðstöðunni hefur valdið miklum breytingum í „byggðaþróun“ Grindavíkur.“

Heimild:
-Lesbók mbl 1. okt. 1955 – Gísli Brynjólfsson.

Grindavík

Höfnin í Grindavík.

Búðarvatnsstæðið

Gengið var upp og suður um Almenning eftir landamerkjum Lónakots og Hvassahrauns austan Lónakotssels. Landamerkjagirðingunni var fylgt upp Taglhæð, um Hólbrunnshæð og áfram upp að Mið-Krossstapa. Girðingin liggur í gegnum stapann og áfam upp í Hraunkrossstapa.

Krossstapi

Neðri-Krossstapi.

Geldingahraunið er vestar, en þegar komið er upp fyrir efsta krossstapann taka við neðri Skógarnefsbrúnir. Skógarnefið sjálft er nokkuð stór kjarri vaxin hraunhvilft, vel gróin. Efri brúnirnar sjást við sjónarmörkin í suðri. Ofan þeirra tekur við tiltölulega slétt mosahraun þar sem fyrir eru heillegar hleðslur grenjaskyttu við a.m.k. tvö greni, sem þar eru. Ofar er Búðarvatnsstæðið.
Ef fylgt er landamerkjalínu Lónakots og Hvassahrauns lá landamerkjalínan úr Söndugrjóti í Markhól eða Hól, sprunginn, með Markhólsþúfu. Þar er sagt að áletrun hafi verið, en hana er ekki að finna í dag. Þaðan liggur landamerkjalínan milli, eða um, austustu lónanna og hólmanna, upp hraunið í Sjónarhól, sem er stór, sprunginn hraunhóll, sem víða sést að, bæði neðan frá sjó, vestan úr hrauni og austan og sunnan langt að. Landamerkjalínan lá um Sjónarhólsvörðu, sem er efst á Sjónarhólshæð, og þaðan áfram suður og yfir Högnabrekkur. Þar kom Lónakotsvegurinn á suðurveginn. En Lónakotsselsstígurinn lá áfram suður á alfaraleiðina, gömlu hestaslóðina á Suðurnes. Högnabrekkur liggja vestan Smalaskála, og ber ekki mikið á þessum brekkum.

Krossstapi

Efri-Krossstapi.

Neðan þjóðvegarins er nafnasnautt upp undir veginn, en um hann liggja hraunbrekkur þvert. Þær heita Högnabrekkur. Svo er þar á vesturmerkjum, nokkuð ofan vegar, Taglhæð og Hólbrunnshæðin, eða Hólabrunahæðin, fyrrnefnda. Enn ofar er svo Lónakotssel. Ofan þess liggur hraunás þvert yfir landið, sem heitir Skorás, og þar, sem landið nær lengst í suður, heitir Mið-Krossstapi. Línan liggur um Skorásvörðu á Skorás og þaðan í Mið-Krossstapa.
Eins og segir í landamerkjalýsingu Lónakots og Óttarsstaða, liggur landamerkjalínan úr Sjónarhól í Vörðu eða Klett austan til við Lónakotssel. Þar höfðu í seli auk Lónakotsbónda hjáleigumenn frá Óttarsstöðum. Enda eru þarna þrjár aðgreindar seljatættur. Selið liggur rétt austan við Skorás, sem af þessum ástæðum er nefndur Lónakotsselshæð. Norðan í því er jarðfall nokkurt og nefnist Skorásbyrgi eða Lónakotsselshæðarbyrgi. Þar mátti nátta ásauðum. Norður frá Skorás er Lónakotsselsvatnsstæði í flagi og þraut oftast í þurrkatíð. Skjöldubali er klapparhæð norður frá Hólbrunnshæð.
Gata liggur upp gróið hraunið um Almenning fast austan krossstapana. Staparnir áttu að hafa verið þrír. Sumir telja að þriðji og neðsti krossstapinn sé Álfakirkjan eða Álfaklettur norðaustan við Lónakotssel, en líklegra verður að telja hann norðan Mið-Krossstapa, í svo til beinni línu við Hraunkrossstapa.

Krossstapi

Krossstapar.

Fyrrnefnd gata liggur til suðurs austan hans.
Þegar komið var upp undir neðri brúnir Skógarnefsins var snúið við að þessu sinni. Vel gróið er undir brúnunum. Skógarnefsgrenin eru skammt vestar. Hraunið austan við krossstapana er úfið, mosavaxið, en tiltölulega greiðfært yfirverðar. Upp úr því rísa hraunklettar, sem taka á sig allskyns myndir í kvöldsólinni. Svo virðist sem vörður séu á stangli þarna í hrauninu, en þær eru klettar eða steinar, sem standa upp úr hrauninu.
Þrátt fyrir góða gaumgæfni á svæðinu vildi fyrrnefndur Skógarnefsskúti ekki sýna sig að þessu sinni. Ekki er ólíklegt að hann kunni að leynast svolítið sunnar og vestar við leitarlínuna. Norðan við hana er hraunið mosavaxið og úfið, en nokkuð greiðfært. Sunnan við það og vestan eru víða hraunhvilftir, sem vert er að skoða nánar.
Frábært veður. Kvöldsólin samstillti haustlitasetteringuna. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Skógarnefsgreni

Skógarnefsgreni.

Leiðarendi

Löng bílalest liðaðist hægt eftir Bláfjallaveginum. Ferðinni var heitið í Leiðarenda. Þátttakendur voru um 90 talsins. Ferðin var m.a. farin til að kenna ungu fólki að umgangast og bera virðingu fyrir hellum landsins. Ferðin var hluti af “Ævintýranámskeiði Hraunbúa”, skátanna í Hafnarfirði.

Leiðarendi

Leiðarendi dregur nafn sitt af endalokum þessarar kindar fyrir árhundruðum.

Áður en farið var í hellinn var unga fólkinu sagt var frá myndun hellanna og hversu nauðsynlegt væri að gæta þess vel að valda engum skemmdum, hvorki á dropsteinum og hraunstráum né nokkru öðru. Gengið var í röð inn eftir hellinum, fyrst skoðað rauðlitur framgangurinn, dropsteinarnir undir veggnum við gangnamótin og hraunstráin þar, flögurnar á veggjunum og dropsteinarnir inn undir á leiðinni. Farið var fetið niður beinu rásina og staðnæmst í stórri niðursettri hrauntjörninni. Þar var unga fólkinu sýndir dropsteinar og enn og aftur brýnt fyrir því að skemmdir á slíkum mörg þúsund ára fyrirbærum væri ekki hægt að bæta. Greinilega var hlustað með andakt. Loks var tvísungið “Lítið skátablóm” áður en haldið var til baka út úr hellinum.

Leiðarendi

Leiðarendi – op.

Ekki var farið upp í efri hluta hellisins. Hann liggur þar um hliðarrás. Gæta þarf vel að öllum kennileitum þegar komið er inn í meginrásina að nýju því annars getur verið erfitt að finna leiðina til baka. Hellirinn er bæði litskrúðugur og hlaðinn „djásnum“.
Unga fólkið stóð sig frábærlega vel, gætti vel að öllu og fræddi hvort annað um að gæta þyrfti að því að skemma ekkert.
Ferðin tók um 90 mínútur. Frábært veður.
Sjá meira um Leiðarenda HÉR, HÉR og HÉR.

Leiðarendi

Í Leiðarenda.

 

Húshellir

Ólafur Briem skrifaði eftirfarandi um „Útilegumannaslóðir á Reykjanesskaga“ í Andvara árið 1959: „Fyrsti útilegumaður, sem vitað er um í Reykjanesfjallgarði, er Eyvindur Jónsson, sem kalla mætti hinn eldra til aðgreiningar frá Fjalla-Eyvindi. Hans er getið í alþingisbókinni 1678 og mörgum annálum. utilmhellir-2
Frásögn alþingisbókarinnar er á þessa leið: „Í sama stað og ár og dag (29. júní) auglýsti valdsmaðurinn Jón Vigfússon eldri þann héraðsdóm, sem hann hafði ganga látið í Bakkakoti í Ölvesi í Árnessýslu það ár 1677 2. novembris undir 12 manna útnefnd ákærandi þær stórbrotamanneskjur Eyvind Jónsson og Margrétu Símonardóttur, sem úr þeirri sýslu burthlaupið höfðu vel fyrir tveimur árum og í opinberum hórdómi brotleg orðið sín á millum með bameign, hann eigingiftur, en hún í einföldum hórdómi áður fundin. Höfðu téðar persónur á þessum tveggja ára tíma saman haldið sig fyrir ektahjón, sem héraðsdómurinn á vísar, urðu svo höndlaðar í einum hellir suður undir Erfiseyjarseli (svo) í Kjalarnesþingi og teknar þann 20. oktobris með fóla af nautakjöti og öðrum hlutum. Voru þá ofanskrifuðum Eyvindi og Margrétu dæmdar þrjár refsingar hvoru um sig á nefndum Bakkárholtsþingstað fyrir þeirra hórdómsbrot og burthlaup úr héraðinu sem og heilagrar aflausnar og sakramentis fortökun, hverjar þrjár refsingar valdsmaðurinn Jón Vigfússon rigtuglega bevísaði á þær lagðar vera. Einnig auglýsti velaktaður Oluf Jónsson Klou, að fyrrnefndar persónur, Eyvindur og Margrét, hefðu úttekið líkamlega refsing í Kópavogi 3. decembris 1677 fyrir útileguna og þar að hnígandi þjófnaðar atburði, svo sem dómur þar um auglýstur útvísar, og svo hefði kona Eyvindar Ingiríður hann til hjónabands aftur tekið.

utilmhellir-3

Að því gerðu voru þessar manneskjur afleystar af æruverðugum biskupinum mag. Þórði Þorlákssyni undir þeirra sakramentis meðtekning í dómkirkjunni að Skálholti. Nú er síðan svo til fallið upp á ný, að þessar vandræða persónur tóku sig aftur til útilegusamvista og fundust báðar í einni rekkju og einu hreysi undir bjargskúta í Ölvesvatnslandeign af Þorsteini Jónssyni og öðrum átta mönnum. Voru svo teknar og síðan í fangelsi forvaraðar á valdsmannsins heimili Stórólfshvoli og nú hingað til Öxarárþings í járnum færðar með fimm fiskum og tveim mathnífum, sem í hreysinu fundust“. Síðan voru þau bæði dæmd til dauða, og fór aftakan fram 3. júlí (Alþingisbækur VII. bls. 403—404).
Frásagnir annálanna eru að mestu leyti samhljóða. Þó segir í Setbergsannál, að þau Eyvindur hafi fundizt „við hellir á Mosfellsheiði fyrir ofan Mosfellssveit, og lifðu við kvikfjárstuld“ og í Fitjaannál, að þau hafi í síðara skiptið lagzt út í Henglafjöllum. Ekki hef ég fengið fregnir af neinum hellum á þeim stöðum, sem alþingisbækur og annálar nefna, og Halldór Kiljan Laxness, sem hefur manna bezt skilyrði til að þekkja staðhætti á þessum slóðum, segir svo í samantekt sinni um útilegumenn: „Staðir þar sem annálar telja aðsetur þeirra eru dálítið óljósir, t. d. eru aungvir hellar ,,á Mosfellsheiði fyrir ofan Mosfellssveit“, ekki vita menn heldur um bjargskúta í Ölvesvatnslandeign, en hellir er reyndar í Villingavatnslandi, að norðanverðu í höfðanum þar sem Sogið fellur úr Þingvallavatni, sömuleiðis ókunnugt um helli nálægt seli Örfiriseyjar hjá Selfjalli, suðrundan Lækjarbotnum. Eftir verða Henglafjöll“.
utilmhellir-4En sunnan í Henglinum eru einu menjar útilegumanna, sem mér er kunnugt um á þessum slóðum. Þar eru þrír dalir, hver vestur af öðrum. Heitir hinn austasti Fremstidalur, annar Miðdalur, en hinn vestasti Innstidalur. Þar á Varmá í Ölfusi upptök sín, og rennur hún austur gegnum dalina og heitir fyrst Hengladalsá. Innstidalur er litlu austar en í hánorður frá Kolviðarhól, og er ekki nema klukkutíma gangur þaðan upp Sleggjubeinsdal og yfir Sleggjuháls ofan í dalinn. Dalbotninn er grasi vaxinn og sléttur og nærri kringlóttur í lögun. Er dalurinn allur fjöllum luktur nema að austan, þar sem útrennsli Hengladalsár er, og sést þar aðeins út úr dalnum. Norðan við sléttuna í dalbotninum er einn af mestu gufuhverum landsins, og örskammt norðvestur af honum er hár móbergsklettur móti vestri. Ofarlega í klettinum er hellir og dálítil grastó fyrir framan hann, og sést hellismunninn strax og komið er yfir Sleggjuháls. Móbergið fyrir neðan hellinn er mjög bratt, en beint niður undan honum er dálítil skora í það, sem sennilega hefur verið rarin í þau fáu skipti, sem menn hafa klifrað upp í hellinn. En það er ekki fært öðrum en góðum klettamönnum.
Páll Jónsson bókavörður kom þangað eitt sinn á snjó og sá þar nokkuð af beinum og leifar af hleðslu í hellismunnanum. En ekki gat ég séð nein merki hennar í kíki neðan af sléttunni. Ekki þarf að efa, að utilmhellir-5menjarnar í hellinum eru eftir sakamenn. Engir aðrir en þeir, sem áttu hendur sínar að verja, hefðu búið um sig í litlum og lélegum skúta hátt uppi í illfærum kletti. En útilegumannabyggð í hellinum er hvergi nefnd í gömlum heimildum, og seinni tíma munnmæli, sem til eru um hann, benda til þess, að það hafi ekki verið Eyvindur Jónsson, sem leitaði þar hælis. Aðeins ein munnmælasaga er til um helli þennan. Hefur Þórður Sigurðsson á Tannastöðum fært hana í letur, og er hún prentuð í Lesbók Morgunblaðsins 1939. En miklu eldri sagnir eru til um útilegumenn í Hengli án þess að bæli þeirra sé nánar tilgreint. Jón Magnússon getur þess í Píslarsögu, að Henglafjöll séu þjófabæli og Jón Grunnvíkingur tilfærir setninguna: „Verðu þig Völustakkur“ og segir, að Völustakkur hafi verið útilegumaður í Hengli. Tilsvarið um Völustakk ber með sér, að náin tengsl hafa verið milli þjóðsögunnar um Hellismenn og sagna um útilegumenn í Hengli. Þau tengsl sjást einnig glögglega í frásögn Þórðar á Tannastöðum um íbúa hellisins sunnan í Henglinum. Þórði segist svo frá: „Þegar ég var unglingur heyrði ég sagt frá því, að útilegumenn hefðu verið í Henglinum; þeir hefðu haldið til í stórum helli og engin leið hefði verið að komast að þeim. Sagt var, að þeir hefðu komið sunnan úr Höfnum og væru þar skipshöfn, sem hefði gert einhver níðingsverk, en aldrei heyrði ég, hver þau hefðu átt að vera. Tóku þeir sér nú stöðu í þessum helli og höfðust þar við, sumir sögðu í tvö ár, aðrir aðeins eitt sumar, en hvort sannara er, verður ekki vitað. Og ekki vissu menn heldur, hve margir þeir voru, jafnvel 6 eða 7, og tvær hlutakonur voru með þeim, að því er sagt var, og eru ef til vill líkur fyrir því. Þeir höfðu með sér langan kaðal eða stjórafæri og drógu konurnar upp í hellirinn og föng sín, jafnóðum og þeir öfluðu þeirra, en það var mest sauðfé Ölfusinga eða Grafningsmanna.

utilmhellir-7

Nú þótti sveitamönnum hart á farið að verða að þola slíka óhæfu, en fengu ekki að gert um sinn. Er frá leið, þá gerðu þeir ráð sitt og tóku sig saman eitt haust litlu fyrir fjallreið og lögðust í leyni margir saman úr báðum sveitum, Ölfusi og Grafningi, sem að vísu var þá sama þingsóknin, og biðu þess, að hellisbúar færu úr hellinum í smalatúr, og ætluðu þeim svo stundirnar, og var þess skammt að bíða. Fóru nú allir úr hellinum, en sveitamenn skipuðu sér sem fljótast fyrir hellisbergið að neðan, og komu hellismenn innan skamms með fjárhóp. En nú var ekki greitt aðgöngu og enginn vegur að ná hellinum. Sveitamenn veittu strax svo harða aðsókn, að hinir héldust ekki við, enda var liðsmunur ákaflegur, því sveitamenn höfðu verið milli 50 og 60. Fjárrekstur útilegumannanna tvístraðist brátt, enda gáfu menn þá engan gaum að fénu. Hellismenn tóku nú að flýja, hver sem bezt mátti, en sveitamenn eltu þá af hinum mesta ákafa og mest þeir, sem fótfráastir voru. Allir komust hellismenn nokkuð langt undan, og vestan í Henglinum urðu mestar eltingar. Þar eru melar og skriður, segja kunnugir menn. Eru þar kölluð Þjófahlaupin enn í dag sem örnefni síðan.

utilmhellir-9

Allir voru hellismenn drepnir, ýmist vestan í Henglinum eða niður á Mosfellsheiði, því undan hlupu þeir slíku ofurefli, meðan þeir gátu uppi staðið sökum mæði. Nú voru hellismenn allir unnir, en fylgikonur þeirra voru enn í hellinum. Þær höfðu veitt hart viðnám, og svo er haft eftir þeim mönnum, sem í atförinni voru, að svo illt sem hefði verið að sigra hellisbúa, þá hefði þó hálfu verra verið að vinna fylgikonur þeirra. En samt að lokum urðu þær teknar og fluttar burtu, og er ekki getið, að þær sýndu neinn mótþróa, eftir að þær komu undir annarra manna hendur“.
Saga þessi er greinileg þjóðsaga, sem ber keim af farandsögum um útilegumenn. Til dæmis minnir frásögnin um viðureignina við konurnar á Hellismannasögu. En í lok sögunnar getur Þórður þess eftir gömlum manni úr Rangárvallasýslu, að verið hafi í Dalsseli undir Eyjafjöllum kerling ein, sem Vilborg hét, og hafi hún dáið um eða eftir 1800, hundrað ára gömul. Átti hún að vera fædd í hellinum og verið dóttir eins útilegumannsins. Eftir þessu að dæma, hefði útilegumannabyggðin í hellinum átt að vera laust eftir 1700, og nú vill svo til, að árið 1703 geta annálar um útilegumenn í Hengli. En hér kemur bobbi í bátinn. Samkvæmt manntalinu 1801 er í Dalsseli Vilborg Nicolaidóttir 59 ára, svo að ekki er hægt að samræma fæðingu hennar útilegumönnum annálanna. Frásagnir annálanna eru einnig tortryggilegar, því að þær minna svo mjög á útilegumenn á Selsvöllum og við Hverinn eina, sem samkvæmt öruggum heimildum voru teknir þar sama ár, að ekki getur hjá því farið, að hér séu aðeins missagnir um sömu mennina. Í Fitjaannál segir svo 1703: „Á alþingi hengdir fjórir þjófar. Höfðu tveir þeirra lagzt út í Henglinum. Þriðji af þeim kagstrýktur, náðaður af lífinu vegna ungdómsaldurs“.
marardalur-21Í Grímsstaðaannál er frásögnin á þessa leið: „Það ár var náð í Hengli suður þremur útileguþjófum. Sagt var, að Gísli Bjarnason, sem lengi var á Arnarstapa síðar, búðarmaður í Bjarnabúð, væri einn af þeim“.
í alþingisbókinni 1703 er einnig getið um refsingu þriggja útileguþjófa, og voru tveir bengdir, en einn aðeins látinn taka út stórfellda húðláts refsingu, og hét sá Gísli Oddsson. Hér er ekkert, sem milli ber, annað en föðurnafn Gísla þess, er sleppt var fyrir æsku sakir, og dvalarstaður útileguþjófanna í Reykjanesfjallgarði, sem var ekki í Hengb’, heldur hjá Selsvöllum og við Hverinn eina miklu vestar í fjallgarðinum.
En áður en vikið er nánar að þeim útilegumönnum og stöðvum þeirra, þykir rétt að birta tvær stuttar frásagnir um þjófa í Reykjanesfjallgarði, aðra frá 1703, en hina frá 1706: „Tveir þjófar höfðu teknir verið fyrr um baustið á Þingvelli, bét annar Bjarni S(igurðsson), annar Ingimundur E(inarsson). Þeir höfðu stolið kviku og dauðu af Mosfellsheiði og í Ölfusi, einkum frá Andrési Finnbogasyni á Kröggólfsstöðum og haft soðning og athvarf á Skálabrekku . . . En þeir sluppu frá þeim, er þá skyldi færa sýslumanni og hlupu vestur til Borgarfjarðar. Varð Ingimundur tekinn í Lundarreykjadal, en Bjarni strauk áfram. Var Ingimundur fluttur í Einarsnes, og síðan suður á Seltjarnarnes, því hann hafði stolið úr Kjósarsýslu“. (Vallaannáll 1703). „Varð vart við tvo útileguþjófa fyrir sunnan Hellisheiði, hverjir að vegfarandi menn fötum og mat rændu og einn mann, er rak tvær landsskuldarkýr frá Hjalla í Ölvesi og að Álftanesi í Borgarfirði til Guðmundar Sigurðssonar. Maður þessi sleppti kúnum, fundust þó síðar“. (Setbergsannáll 1706).
Hér bafa verið raktar þjóðsögur og frásagnir annála um útileguþjófa í grennd við Hengladali, en þær varpa engu ljósi á útilegumannabyggðina þar. Það er aðeins hellirinn sjálfur, sem skýrir frá því á sínu þögla máli, að þar hafi sakamaður (eða sakamenn) leitað athvarfs um stundarsakir.
Nokkru vestar en Sveifluháls eða Austurháls við Kleifarvatn er annar háls samhliða honum, sem heitir Núpshlíðarháls eða Vesturháls. Vestan við Núpshlíðarháls miðjan er víðáttumikið graslendi, sem heitir Selsvellir.

Innstidalur-21

Þar voru áður sel frá Grindavík, og sjást þar enn nokkrar seltóttir. Norðan við Selsvelli nær hraunið á kafla alveg upp að hálsinum. Þar er Hverinn eini úti í hrauninu. Hann er í botninum á kringlóttri skál, sem er alþakin hraunbjörgum, og koma gufur alls staðar upp á milli steinanna, en vatn er þar ekkert. Nú er hverinn ekki heitari en svo, að hægt er að koma alveg að honum án allra óþæginda og gufan úr honum sést ekki nema skamman spöl. En til skamms tíma hefur hann verið miklu beitari. Þorvaldur Thoroddsen lýsir honum sem sióðandi leirbver, þegar hann kom þangað 1883, og segir, að þar sjóði og orgi í jörðinni, þegar gufumekkirnir þjóta upp um leðjuna. Og lýsingunni á hvernum lýkur hann með þessum orðum: „Or Hvernum eina leggur stækustu brennisteinsfýlu, svo að mér ætlaði að verða óglatt, er ég stóð að barmi hans. Í góðu veðri sést gufustrókurinn úr þessum hver langt í burtu, t. d. glögglega frá Reykjavík“.
Fyrir sunnan Selsvelli og við Hverinn eina var athvarf þriggja útileguþjófa vorið 1703. Í alþingisbókinni það ár er skýrt frá dóminum yfir þeim, og talið upp það, sem þeir höfðu stolið og brotið af sér. Þeir eru þar nefndir útileguþjófar, en ekki nánar sagt frá útilegu þeirra. En saga þeirra er greinilegast rakin í Vallaannál, sem ritaður er af séra Eyjólfi Jónssyni á Völlum í Svarfaðardal. En séra Eyjólfur var um þessar mundir uppkominn maður á Nesi við Seltjörn hjá föður sínum, Jóni Eyjólfssyni, sýslumanni í Gullbringusýslu, sem rannsakaði mál þjófanna. Verður því vart á betri heimild kosið. Þar sem skýrt er frá störfum alþingis, segir á þessa leið: „Þennan sama dag voru hengdir þrír þjófar, hét hinn fyrsti Jón Þórðarson, ættaður úr Gnúpverjahrepp, annar Jón Þorláksson, ættaður úr Landeyjum. Þeim fylgdi piltungur nokkur, er Gísli hét Oddsson, ættaður úr Hrunamannahrepp. Þessir komu úr Gullbringusýslu. Það er af þeim framar að segja, að Jón Þórðarson fór austan úr Hrepp um allraheilagramessuleytið veturinn fyrir, og Gísli með honum, flökkuðu síðan vestur um sveitir, unz þeir komu í Hvamm. Þar aðskildi þá Jón Magnússon sýslumaður. Fór Jón einn upp þaðan, unz hann kom á Kvennabrekku, og fann þar á næsta bæ Jón Þorláksson. Gerðu þeir þá félag sitt og fóru báðir suður til Borgarfjarðar og yfir Hvítá í Bæjarhrepp. Þar kom Gísli til þeirra.

Hverinn eini

Hverinn eini.

Fóru síðan allir suður til Skorradals og hófu stuldi mikla; fóru þeir með þeim suður um HvalfjarÖarströnd, Kjós og Mosfellssveit, og svo suður á Vatnsleysuströnd. Þar stálu þeir síðast í Flekkuvík og fóru svo til fjalls upp og allt suður um Selsvöllu; þar tóku þeir sér hæli undir skúta nokkrum, en er þeir höfðu þar lítt staðar numið, kom til þeirra Hallur Sigmundsson, búandi í Ísólfsskála í Grindavík, og vandaði nokkuð svo um þarveru þeirra. Leizt þeim þá eigi að vera þar lengur og fóru norður aftur með fjallinu í hellj þann, er skammt er frá Hvernum eina. Voru þar síðan í þrjár vikur og tóku þrjá sauði þar á hálsunum, rændu einnin ferðamann, er Bárður hét Gunnarsson úr Flóa austan. Loksins í vikunni fyrir alþing fór Jón Árnason, búandi í Flekkuvík upp til hellisins við 12. mann, og hittu þá heima. Vildu þeir ei skjótt í ljós koma, unz Jón hleypti byssu af, er hann hafði, og bað hvern einn fylgdarmanna skjóta sinni byssu. Gerði hann það til skelks þjófunum, því eigi voru fleiri byssurnar en tvær. Hann skaut hettu af Jóni Þorlákssyni, svo að honum grandaði ekki. Féll þjófunum þá hugur og gengu í hendur þeim. Voru síðan allir teknir og fluttir inn til Bessastaða. Þar voru þeir þrjár nætur og á þeim tíma rannsakaðir á Kópavogsþingi, færðir síðan upp á þing og hengdir báðir Jónarnir, en Gísli hýddur sem bera mátti og rekinn svo til sveitar sinnar; var honum vægt fyrir yngis sakir“. Ekki hefur mér tekizt að fá vitneskju um hella á þeim slóðum, þar sem þjófarnir voru. Og vorið 1951 komum við Björn Þorsteinsson að Hvernum eina til að svipast um eftir hellum í hrauninu í kring. Við sáum nokkra örlitla skúta, en engan svo stóran, að okkur þætti hugsanlegur mannabústaður. En hraunið er þannig, að þar getur hellir lengi leynzt sjónum manna, og að sjálfsögðu hafa útilegumennirnir reynt að velja sér skúta, sem ekki var auðfundinn. Líklegt er og, að þeir hafi tekið sér bólstað þarna til þess að geta soðið mat sinn í Hvernum eina, því að ekki þarf að efa, að hann hefur þá verið nógu heitur til þess. Skammt er einnig þaðan að sækja vatn í læk nyrzt á Selsvöllum.“

Heimild:
-Andvari, 84. árg., 1. tbl. 1959, Ólafur Briem, bls. 100-104.

Selsvellir

Horft að Selsvöllum frá Trölladyngju.

Reynivellir

Stefnt var að því að reyna að rekja svonefndan Borgarstíg upp úr Borgardal austan (sunnan) Reynivalla í Kjós. Reynivallaháls heitir hæðarraninn þar fyrir ofan. Tvær aðrar götur liggja upp á Hálsinn beggja vegna, annars vegar Kirkjustígur frá Reynivöllum að Fossá í Hvalfirði og hins vegar Gíslagata frá Gíslastöðum, næstu jörð innan við Reynivelli, yfir í Seljadal þar sem hún kemur inn á Svínaskarðsveg er liggur þar vestan dalsins milli Fossár og Sandfells (Vindáshlíðar).
Reynivellir - ornefniReynivellir er jörð í Kjósarhreppi, næst norðan við Vindás, kirkjustaður um margar aldir. Upplýsingar hér að neðan eru úr örnefnalýsingu frá sr. Halldóri í tvennu eða þrennu lagi. Einnig eru viðtöl við ýmsa og þá mest frá Sigurjóni í Sogni.
Í nefndri örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Reynivöllum í Kjós má finna framangreint örnefni; „Borgarstígur“. FERLIR hefur áður farið fetið um Kirkjustíg, Gíslagötu og einnig um Selstíg skammt austar (sunnar) upp á Hálsinn, en á milli fyrrnefndu leiðanna á Borgarstígur að liggja sbr.: „Sunnan eða austan við Þinghúsgil taka við nafnlausar brekkur að næsta gili, sem heitir Stekkjargil. Þar austur af heita Miðmorgunsbrekkur, og niður af þeim er Gerðistún, þar sem nú eru fjárhúsin. Þar fyrir vestan og neðan er túnið nefnt Nýrækt. Austan við Stekkjargil eru í brekkunni Stekkjarklettar. Næsta gil hér austur af heitir Kaplagil, og Kaplagilsmýri er þar á brún fyrir ofan. Deplhálsar eru hæðir neðst í brekkunum. Þar vestur af er dalur, sem heitir Borgardalur, og austur við þann dal er klapparholt, sem heitir Gíslholt. Það holt er alveg á merkjum. Upp af holtinu er Gíslagata, og Gíslalækjardrög eru þar uppi á hálsi ofan við brúnir. Þaðan kemur Gíslalækurinn, sem er á merkjum.
BorgardalsgilÞá er bezt að halda aftur vestur brúnirnar. Niður í Borgardalinn kemur stórt gil, sem heitir Borgardalsgil, og vestan við það liggur Borgarstígur upp á fjallið.“
Staðarhaldari á kirkjustaðnum Reynivöllum, séra Gunnar Kristjánsson, tók fagnandi á móti FERLIRsfélögum. Benti hann austur með Reynivallahálsi, áleiðis að skógræktinni á Gíslastöðum. Þar í hlíðinni er, að því er virtist, gróinn hóll. Þetta er fjárborg, sem fyrrnefndur stígur dregur nafn sitt af; Borgarstígur. Gunnar sagðist hafa gengið upp með gilinu tvisvar eða þrisvar, en ekki orðið var við eiginlegan stíg eða götu. Þarna væri nokkuð bratt, en þó auðveldlega hægt að komast upp gilið og síðan upp með því að -verðu.
borgardalsgilsvardaÁður en gengið var af stað þótti ástæða til að rifja upp sögu Reynivallakirkju í stuttu máli: „
Séra Gísli Jóhannesson lét reisa kirkjuna 1859 en yfirsmiður var Bjarni Jónsson frá Brúarhrauni. Fyrr á öldum voru Reynivellir kirkjustaður í þjóðbraut þegar helsta hafskipahöfn landsins var Maríuhöfn í Hvalfirði og um hlaðið lá leiðin til Þingvalla og Skálholts.
Kirkjan var reist í svonefndri Kirkjubrekku, skammt austan við kirkjugarðinn. Áður hafði kirkjan staðið vestar í landareigninni, væntanlega í sjálfum kirkjugarðinum. Reynivellir eru ævaforn kirkjustaður, kirkjunnar er getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.
MidmorgunsvardaÁ Reynivöllum var Maríukirkja í kaþólskum sið. Kirkjan sem nú er á staðnum er byggð í hefðbundnum stíl timburkirkna um miðja nítjándu öld. Henni hefur að vísu verið breytt dálítið. Skömmu fyrir 1930 var prédikunarstóllinn, sem upphaflega var fyrir ofan altari, færður að suðurvegg. Þá voru pílárar í skilrúmi milli kórs og framkirkju fjarlægðir og lágur veggur settur í staðinn. Fyrir hundrað ára afmælið 1959 var hún lengd um rúma þrjá metra, gerð geymsla norðan við kórinn en skrúðhús að sunnanverðu, settir nýir bekkir o.fl.
Einar Jónsson frá Brúarhrauni (1818-Reynivallakirkja-31891) smíðaði Reynivallakirkju, hann byggði einnig Útskálakirkju. Hann var sagður „fæddur snillingssmiður“ og einn helsti forsmiður í Reykjavík á sinni tíð. Miklar viðgerðir á kirkjunni hófust sumarið 1997 með því að sökkull var endurhlaðinn og styrktur og leiddur var rafmagnskapall inn í kirkjuna.
Sumarið 1999 var kirkjan klædd að utan, gert var við forkirkju, nýtt timburgólf var sett í kirkjuna í sömu hæð og það var upphaflega, það kallaði á hækkun dyra og dyraumbúnaðar og jafnframt smíði nýrra hurða, innri og ytri, þá voru bekkir einnig smíðaðir að nýju í stíl eldri kirkjubekkja. Kirkjan var máluð að innan með línoleummálningu. Við val á litum var tekið mið af þeim litum sem í ljós komu þegar farið var að skrapa gömlu málninguna af.
Prestar sem þjónað hafa Reynivallakirkju frá 1859 eru: séra Gísli Jóhannesson (1852-1866), séra Björn Jónsson (1866-1867), séra Þorvaldur Bjarnarson (1867-1877), séra Þorkell Bjarnason (1877-1900), séra Halldór Jónsson. (1900-1950), séra Kristján Bjarnason (1950-1975 ), séra Einar Sigurbjörnsson dr. theol. (1975-1978) og séra Gunnar Kristjánsson dr. theol. (frá 1978).“

Borgin - Reynivollum -2

Áður hefur Kirkjustíg og Gíslagötu verið lýst hér á vefsíðunni, sem og Selstígnum skammt sunnar.
Gengið var að borginni í Borgardal undir Borgardalsgili, yst á austurmörkum (suður-) Reynivalla. Þar eru greinilegar grasigrónar tóftir aflangrar þyrpingar; efst (næst fjallshlíðinni) virðist hafa verið hús (norður/suður), neðan hennar aflangt hús (vestur/austur), sennilega beitarhús, og neðast hringlaga fjárborg. Mannvirki þessi virðast hafa við hlaðin úr grjóti í gamalli skriðu úr hlíðinni. Þau eru annað hvort mjög gamlar eða misgömul og gæti það verið skýringin á að minjarnar hafa með tímanum myndað þennan gróna aflanga hól.

prestsvarda á prestas

Skammt vestar eru fyrrnefndir Stekkjarklettar og vestan þeirra stekkurinn, ferhyrndur og hlaðinn úr grjóti.
Og þá aftur að Borgarstíg. Áður en byrjað var að leita að stígnum var hús tekið á séra Gunnari og frú, sem tóku ljúfmannlega á móti FERIRsfélögum með kaffi og meðlæti. Eftir að hafa lagst yfir loftmynd af svæðinu var stefnan tekin á „Borgina“ í Borgardal. Hlaupið var yfir framangreinda málsgrein og strikið tekið upp í hlíðina vestan Borgardalsgils. Leitað var að mögulegum stíg í bergstallaðri hlíðinni, en án árangurs. Neðst er hún gróin, en eftir því sem ofar dregur er bergið bert á köflum og brattar smámalar- og sand(deiguls)skriður gera göngufólki erfitt um örugga fótfestu. Það ætti því enginn að gera það að gamni sínu að fara þarna upp án sérstaks tilefnis.

Teitsvordur

Á leiðinni upp kom jafnvel í hugann ljóð Tómasar Guðmundssonar, Urð og grjót. Gangan upp reyndi vissulega á, en til baka varð varla komist án harmkvæla.
Ef Borgarstígur hefur legið þarna upp fyrrum þá hefur hann nú afmáðst með öllu. Reyndar er það mjög líklegt því sambærilegur kafli á Gíslastíg, þar sem sanddeigull hefur legið utan á klöpp, hefur nú þurrkast út á kafla. Mögulegt væri að endurvekja stíginn þarna í hlíðinni með nokkurri fyrirhöfn, en sú framkvæmd myndi varla endast um langa tíð. Stallar í hlíðinni geta gefið tilefni til götu fyrrum, auk þess sem kindaspor lágu upp hana. Ofan gilsins eru vel grasi grónar flatir og skjólgóðir bakkar svo ætla megi að Borgarstígur hafi fyrst og fremst verið beitargata í tengslum við fjárborgina neðra og önnur fjármannvirki henni tengdri.

Thrivordur

Varðan efst á vesturbrún gilsins bendir a.m.k. til þess að þar hafi stígur legið fyrrum. Hún virðist hafa verið til annarra nota en t.a.m. Kirkjustígur og Gíslagata. Skýringin á hvarfi götunnar gæti einfaldlega verið sú að borgin og nærliggjandi mannvirki hafi lagst af fyrir löngu síðan og viðhaldi hennar því verið sjálfhætt. Söguleg notkun hinna gatnanna tveggja fram á 20. öld gæti hins vegar skýrt skýrleika þeirra enn þann dag í dag, auk þess sem þær hafa jafnan verið notaðar sem reiðleiðir milli undirhálsa. Um Borgarstíg hafa menn ekki farið með hesta.
Þegar upp var komið var gengið inn með sunnanverðum Hálsinum, að hálffallinni vörðu austan Kaplagils; Miðmorgunsvörðu. Hana mætti að ósekju endurhlaða við fyrsta tækifæri.
ThrivordurÞá var ferðin notuð til að skoða mögulega götur um Reynivallaháls með viðkomu á Prestási og Langási.
Á Prestási eru leifar af þremur vörðum. Á fyrri ferð FERLIRs um Kirkjustíginn náðist einungis að skoða eina þeirra (þá er myndin er af á tilvísaðri vefsíðu) en skammt sunnar á ásnum er hins vegar fallin fyrrum myndarleg varða og önnur heilleg skammt suðaustar. Líklegast má telja (þegar horft er yfir ásinn) að fyrrnefnda varðan geti hafa verið nafngreind „Prestsvarða“. Þangað gæti prestur annað hvort hafa gengið til að taka á móti sóknarbörnum sínum úr Hvalfjörðunum og eða fylgt þeim þangað á leið eftir messu.
Teitsvörður eru augljósar við Kirkjustíg á Langamel efst á miðjum hálsi, en örugg staðsetning Þrívarðanna er aftur á móti meiri erfiðleikum háð. Þó má ætla að tvær áberandi vörður nyrst á Langási og önnur, nú gróin, á honum miðjum, kunni að hafa leikið hlutverk þeirra fyrrum. A.m.k. er þessarra augsýnulegra minja á hálsinum hvergi getið að öðru leyti í örnefnalýsingum af svæðinu.

Hvalfell

Þegar gengið var niður af Hálsinum um Gíslagötu kom í ljós að hún er í raun þrjár götur þegar upp úr gilinu ofan við bæinn er komið; hin eiginlega Gíslagata yfir í Seljadal, selstígur í Sognaselið norðanvert við Sandfellstjörn, og loks leið svo til beina leið yfir hálsinn að Fossá þar sem gatan kemur inn á Kirkjustíginn neðan og norðaustan undir Þrívörðum.
Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Heimildir m.a.:
-Ari Gíslason, örnefnalýsing fyrir Reynivelli.
-séra Gunnar Kristjánsson, prestur að Reynivöllum.
-www.kirkjukort.net

Reynivellir

Reynivellir í byrjun 20. aldar.

Bjargarhellir

Haldið var að Bjargarhelli á Strandarheiði. Svart sólskinið lék um heiðina, logn og 5 °C hiti. Í myrkrinu var mið tekið af Nesvita í suðaustri og upplýstri Strandarkirkju í suðvestri. Og með FERLIRshúfuna var tiltölulega auðvelt að finna hellinn, sem er í 410 metra fjarlægð frá veginum.

Bjargarhellir

Innan við op Bjargarhellis.

Gömul sögn er um langa hraunrás inn úr Strandarhelli, sem um 400 metrum ofar, en bent hefur verið á þar geti hafa verið átt við Bjargarhelli. Hellar þessir eru nokkuð líkir og því auðvelt fyrir þá, sem ekki voru vel kunnugir á heiðinni, að villast á þeim. Búið var að kanna með hugsanlega rás úr Strandahelli en engin fannst í það sinnið.

Bjargarhellir

Í Bjargarhelli.

Bjargarhellir er nokkuð rúmgóður fjárhellir. Umhverfis gróið jarðfallið, sem hann er í, er gamall jarðlægur garður. Fyrst var hugað að fyrirhleðslu norðaustan til undir vegg hellisins. Ekkert op var þar að finna. Þá var skoðað á bak við langa fyrirhleðslu sunnan og inn í honum. Þar var heldur ekkert op að sjá. Ekki var þörf á að hreyfa við hleðslunum til að ganga úr skugga um þetta. Þá var staldrað við, íhugað og hugsað, eins og svo algengt er í betri FERLIRsferðum.

Bjargarhellir

Gasuppstreymisop í Bjargarhelli.

Bjargarhellir hafði greinilega myndast í miklu gasuppstreymi. Tvö útstreymisop eru greinileg upp undir lofti í vestanverðum hellinum svo augljóst var að gasið hefur komið einhvers staðar inn að neðan og myndað hvelfinguna áður en það fór út aftur.

Bjargarhellir

Í Bjargarhelli.

Þagað var um stund, hugsað og gaumgæft – og sjá. Athugul augu komu auga á að gólfið á einum stað neðan við uppstreymisopið var ekki eins og annars staðar í hellinum. Var því byrjað á að færa til grjót í moldargólfinu.

Bjargarhellir

Grjót í opi neðri hluta Bjargarhellis.

Fljótlega kom í ljós rás, sem greinilega hafði verið fyllt upp í undir veggnum – undir gólfinu. Náðist að hreinsa nokkuð upp frá opinu, en eftir stóðu 3-4 steinar, sem verkfæri þurfti til að ná upp. Sást ofan í rásina þar sem hún liggur undir vegginn til norðnorðvesturs.

Bjargarhellir

Í Bjargarhelli.

Eftir nokkurt erfiði í blautu moldardrullumalli virtist opið inn vera orðið nógu vítt til þess að hægt væri að skríða þar inn þegar búið var að hreinsa upp frá því. Þegar verið var að hreyfa til stóra grjótið, og það hrundi niður, glumdi í eins og í tómri tunnu uns bergmálið dó einhvers inn undir hrauninu – niðri í iðrum jarðar.
Síðar kom í ljós að ályktunin og allt erfiðið reyndist rétt, sbr. meðfylgjandi myndir….
Bjargarhellir

Opið niður í neðri hluta Bjargarhellis er óárennilegt.

Hraun

Sögu- og minjaskilti var vígt við Hraun austan Þórkötlustaðahverfis í Grindavík. Þetta var sjöunda skiltið á jafnmörgum stöðum víðsvegar í Grindavík. Af því tilefni var efnt til gönguferðar um svæðið með leiðsögn.
Skiltið er staðsett við Ísólfsskálaveg á mörkum Hrauns og Þórkötlustaða. Á því er örnefna- og minjakort og auk þess má m.a. lesa eftirfarandi fróðleik:

Uppdráttur

„Molda-Gnúpur Hrólfsson nam land í Grindavík árið 934. Lítið sem ekkert er vitað um sögu Grindavíkur næstu aldir. Hrauns er getið í rekaskrá Skálholtsstaðar árið 1270.  Í Fitjaannál segir að árið 1602 hafi 24 piltar og 1 stúlka drukknað þegar stórt farmskip Skálholtsstaðar fórst utan við Hraun. Þau voru grafin við kirkjuna á Hrauni. Annað skip frá Skálholtsstóli fórst með allri áhöfn 8. mars árið 1700, auk þriggja annarra frá Grindavík.
Tvær hjáleigur voru í landi Hrauns árið 1703. Önnur var við heimabæinn en bar ekkert sérstakt nafn og hin var hjáleigan Vatnagarðar. Þriðja hjáleigan nefndist Garðhús. Ekki kemur fram hvar hún var. Um gæti verið að ræða býli við túngarðinn í svonefndu Draugagerði við Tíðahliðið. Um miðja 19. öld var heimræði frá Hrauni aflagt vegna erfiðra lendingarskilyrða og var eftir það aðallega róið úr Þorkötlustaðanesi.
Jón Jónsson bjó á Hrauni eftir 1822. Hann reisti m.a. þrjú stór og reisuleg timburhús á jörðinni. Voru það fyrstu timburhúsin í hreppnum.
Selstaða frá Hrauni fram til u.þ.b. 1900 var inn undir Núpshlíðarhálsi. Minjar þar sjást enn.
HraunSkammt austan við gamla bæjarhólinn, sem fjárhúsin eru nú, eru tóftir. Þar var áður sjóbúð ofan við Hraunsvörina. Ofan við hana var kirkjan.
Þegar kemur fram á 19. öld er Hraun orðið hið mesta myndarbýli. Þrjár hjáleigur eru þá á Hrauni, auk Vatnagarða; Hraunkot, Sunnuhvoll og Bakkar (Bakki).
Skammt ofar, milli Húsafells og Fiskidalsfjalls, var loftskeytastöð  hersins um og eftir miðjan síðasta áratug. Við Hraun hefur löngum verið eitt stærsta kríuvarp landsins.

Túngarður, brunnur og refagildra
VatnagarðurHlaðinn garður heimatúnanna sést enn. Honum hefur verið haldið við, enda fékk Jón bóndi „Dannebrogsorðuna“ fyrir hleðslu garða við Hraun. Í þá tíð vildi Danakóngur hvetja þegna sína, ekki síst á Íslandi, til uppbyggingar og framþróunar á ýmsum sviðum – stundum með góðum árangri. Grjót úr görðunum var fyrir miðja síðustu öld tekið og notað undir Grindavíkurbryggjur.
Gömul hlaðin refagild
ra er ofar í hrauninu og önnur nær. Austar er Gamlibrunnur á Hraunssandi. Í hann sótti fólk úr Þórkötlustaðahverfi vatn í þurrkatíð.

Kapellulág

garður

Í Kapellulág (ofan Hrólfsvíkur) er þúst. Við hana er merki: „Friðlýstar minjar”. Á 6. áratug 20. aldar gróf Kristján Eldjárn, þáverandi þjóðminjavörður, þar upp kapellu og fann í henni ýmsa gripi. Síðan var sandi mokað yfir minjarnar. Talið er að kapellan sé frá því á 14. öld.

Dys

Kapellan

Þegar „Tyrkir“ rændu hér á landi árið 1627 gerðu þeir landgöngu í Grindavík.  Sagt er að þeir hafi komið upp á Járngerðarstöðum og söfnuðust menn saman og gengu móti þeim og varð bardagi í fiskigörðunum fyrir ofan varirnar.
„Þá bjó karl gamall á Ísólfsskála. Hann átti stálpaðan son; rauða meri átti hann líka. Karlsson heyrði talað um að Tyrkir væru í Grindavík. Hann bað föður sinn lofa sér að fara þangað til að sjá þá. Karl var tregur til þess, en sonurinn sókti fast eftir. Karl lét það þá eftir og setti hann á bak Rauðku og bað hann ríða hægt þangað til hann sæi Tyrkja og snúa þá aftur og flýta sér sem mest.
Hann fór nú og segir ekki af honum fyrr en hann sá Tyrkja þar sem þeir börðust við landsmenn. Þá stukku tveir strax og ætluðu að taka hann. Hann varð dauðhræddur, reið undan og barði á báða bóga, en Rauðka var ekki viljugri en svo að Tyrkjar voru alltaf í nánd við hana. Þó dróst svo austur á Hraunssand að þeir náðu henni ekki. Ofan til á miðjum sandi náðu báðir undir eins í taglið á henni, en hún sló aftur undan sér og setti sinn hóf fyrir brjóst hvorum Tyrkja svo þeir féllu niður dauðir, en Rauðka hljóp nú svo hart að karlssyni þótti nóg um og kom hann heill heim á Skála.“

„Tyrkirnir“ eru sagðir hafa verið settir í Dysina, sem er rétt við þjóðveginn.

Hellar
FiskigarðarVið Efri-Hellu sunnan undir Húsafelli er hellir. Um hellinn er sagt að í hann ætluðu Grindvíkingar að flýja kæmu „Tyrkir“ aftur. Var talið að hellirinn myndi rúma alla Grindvíkinga. Opið, eða öllu heldur opin, eru vandfundin.
Guðbjargarhellir er skammt ofan við Hraun. Í hann á samnefnd kona frá Hrauni að hafa flúið er hún vildi fá að vera í friði.

Festarfjall
Frá Hrauni blasir Festarfjall við í norðnorðaustri. Í miðju berginu er grá rák, berggangur upp í gegnum bergið, og nefnist Festin. Sagan segir að rák þessi sé silfurfesti sem tröllkona ein hafi einhvern tíma í fyrndinni hengt fram af berginu með þeim ummælum að þá er dóttir bóndans á Hrauni, sú sem bæri nafn hennar, gengi þar neðan undir þá skyldi festin detta niður og verða eign stúlkunnar. Því miður lét tröllkonan ekki nafns síns getið svo að ekki hefur verið auðvelt að láta heita eftir henni. Hangir festin því enn óhreyfð. 

Hnyðlingar

Dysin

Í Hrólfsvíkinni eru hnyðlingar; brot úr framandbergi. Brotin eru úr gígrás eða úr þaki kvikuþróar. Oft eru þau úr grófkornóttu djúpbergi og skera sig því greinilega úr fín- eða dulkornóttum bergmassanum. 

Gamlar götur
Frá Hrauni lágu fyrrum götur til vesturs yfir í Þorkötlustaðahverfi. Neðst (syðst) var Eyrarvegur (Randeiðarstígur), ofar Hraunkotsgata og Þorkötlustaðagata og efst Hraunsvegur. Leið lá einnig til austurs frá Hrauni um Siglubergsháls.

Fiskgarðar
SunnuhvollÍ Slokahrauni eru miklir fiskgarðar, svonefndir Hraunsgarðar, og -byrgi frá þeim tíma þegar fiskur var þurrkaður. Talið eru að þeir séu að hluta frá þeim tíma er Skálholtsstóll átti og gerði út frá Hrauni.

Kirkja
Bænahús eða kirkja var á Hrauni frá 1397 og fram yfir 1600. Þegar kirkjan var aflögð var hún flutt að Stað. Í lýsingu kirkjunnar að Stað segir m.a.: „Hún á tvær klukkur og þriðju sem kom frá Hrauni“.
Í Chorographica Islandica, sem rituð var um 1700, segir Árni Magnússon: „Á Hrauni í Grindavík hefur verið kirkja. Sér enn nú til kirkjugarðs og stendur þar nú í staðinn skemma. Þessi kirkja er úr fallin fyrir 100 árum.“

Þórkötlustaðagata

Skömmu eftir aldamótin 1900 hafði vertíðarfiskur verið saltaður í sjóhúsi við Hraunsbæinn. Um vorið fór pækillinn að renna úr stíunni út á túnið. Á Hrauni, eins og allsstaðar, var hvert strá dýrmætt í þá daga, og til þess að saltvatnið brenndi ekki grasið var tekið á það ráð að grafa holu utan við húsvegginn. Átti að veita pæklinum í hana. Við fyrstu skóflustunguna komu upp mannabein. Var þá fljótt hætt við gröftinn. Sýnt þótti, að hér var grafreitur hinnar fornu kirkju, þar sem Skálholtssveinar höfðu verið grafnir eftir sjóslysið mikla á þorranum 1602.
Á Hrauni má sjá signingarfont frá kaþólskri tíð. Sigurður Gíslason á Hrauni fann gripinn er hann var að grafa við framangreinda skemmu (nú fjárhús). SauðagerðiGætti Sigurður þess að halda honum til haga.

Cap Fagnet
Aðfaranótt 24. mars 1931 strandaði franski síðutogarinn Cap Fagnet á Hraunsfjörum utan við Skarfatanga í slæmu veðri. Áhöfnin, 38 menn, gátu ekki yfirgefið skipið á björgunarbátum togarans. Slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík, sem stofnuð hafði verið tæpum fimm mánuðum áður, brást skjótt við. Fluglínutæki voru flutt á strandstað. Í fyrsta skipti var skotið úr línubyssu til björgunar á Íslandi. Skipbrotsmenn voru dregnir á land í björgunarstól og gekk allt að óskum. Ekki mátti tæpara standa með björgun skipverja því örfáum mínútum eftir að sá síðasti var kominn í land valt skipið enn meira á skerinu. Síðar um daginn brotnaði það í spón.

Steinn

Björgunin markaði tímamót og færði mönnum sannindi þess hversu öflugt björgunartæki línubyssan var og flýtti mjög fyrir útbreiðslu hennar. Alls eiga vel á þriðja þúsund íslenskir og erlendir sjómenn fluglínutækjum og björgunarsveitum á Íslandi lífið að launa.

Þakkir
Uppdrátturinn er byggður á örnefnalýsingum fyrir Hraun. Sigurði Gíslasyni frá Hrauni eru færðar sérstakar þakkir fyrir ómetanlegan fróðleik og vísan á örnefni og einstakar minjar. Þá er öðrum heimildarmönnum, Herði Sigurðssyni, Gísla Sigurðssyni, Árna Jóni Konráðssyni og Lofti Jónssyni, færðar þakkir.“

Skiltið er lokaþáttur í þriggja ára áætlun um gerð sögu- og minjaskilta í Grindavík – frá Skiltiðvestri til austurs. Líklega getur ekkert annað sveitarfélag á landinu státað af því að eiga heilstæðan uppdrátt af örnefnum og sýnilegum minjum í bæjarfélaginu. Verkefnið hefur, og mun verða, notað til kennslu í grunnskólum bæjarins. Uppdrættirnir eru þegar aðgengilegir íbúum og gestum þeirra í Saltfisksetrinu (fyrir sanngjarnt verð), auk þess sem ætlunin er að útbúa á næstunni handhægan bækling með öllum uppdráttunum, ítarlegri textum, teikningum og ljósmyndum af einstökum minjum og minjasvæðum í bæjarfélaginu.

Gengið um HraunÞað er FERLIR (ÓSÁ) sem hefur séð um upplýsinga- og heimildaöflun, texta, uppdrætti, ljósmyndir og teikningar á sögu- og minjaskiltum þessum. Martak hefur séð um hönnun og smíði standsins og Stapaprent um setningu og prentun. Saltfisksetur Íslands, Grindavíkurbær og Pokasjóður fjármögnuðu verkið og verkefnastjóri viðburðardagskrár Grindavíkurbæjar, Sigrún Jónsdóttir Franklín, hefur annast undirbúning, kynningar og framkvæmd sögugangna í tengslum við vígslu skiltanna. Aðstoðarfólk og heimildarmenn eru fjölmargir og eiga allir miklar þakkir skyldar.Hraun

Þorbjarnastaðarauðamelur

„Ekki alllangt sunnan við Straum í Garðahreppi [svæðið tilheyrði ekki Hafnarfirði fyrr en 1967] og skammt vestan við Kapelluhraun eru forn eldvörp. Þar hefur Vegagerð ríkisins tekið rauðamöl til ofaníburðar í vegi, og það er mest þeirri starfsemi að þakka, að hægt er nú að fullyrða að hér er um eldvörp að ræða.
Thorbjarnarstadaraudamelur-2014-21Ekki er mér kunnugt um, hvernig þarna leit út áður en byrjað var að taka þar efni, en svo lítið ber á þeim hluta gíganna, sem enn er eftir óhreyfður, að líklegt má teljast, að þeim hefði alls ekki verið veitt eftirtekt, hefði þarna ekki verið grafið með stórvirkum tækjum. Nú er þarna umrót mikið og ýmislegt fróðlegt að sjá. Gígir þeir, sem hér er um að ræða, eru á línu með stefnu NA—SV, eins og gígaraðir á Reykjanesi yfirleitt eru.

Yngri hraun hylja nú þetta svæði nær alveg, og hafa þau fært hina fornu gígaröð að mestu í kaf. Þau hraun eru komin sunnan að af svæðinu milli Sveifluháls og Vesturháls [Núpshlíðarháls]. Af því að yngri hraun hafa runnið yfir umhverfi gíganna, verður ekki með vissu sagt, hversu mikið hraun hefur frá þeim komið. Það er þó ljóst að eitthvað hraun hefur runnið í þessu gosi, og er það auðþekkt frá hraununum í kring.
Mikill fjöldi hnyðlinga er í þessu hrauni og sumir þeirra nokkuð stórir, eða um 5—7 cm í þvermál. Þeir virðast líkir þeim, sem áður hefur verið getið í þessu riti (Jónsson 1963). Slíkir hnyðlingar hafa nú fundizt víða um land, m. a. í Skaftáreldahrauni frá 1783, Fonti á Tungnáröræfum (heimild Elsa Vilmundardóttir), í Þórsmörk, við Grindavík og nú alveg nýlega fann Jens Tómasson, jarðfræðingur, hnyðlinga í Surtsey.
Thorbjarnarstadaraudamelur-2014-22Í gígnum í Selhrauni fannst ennfremur um fimm cm stór feltspatkristall, sem reyndist vera ólígóklas (An 30). Hann var mjög illa farinn, sennilega mest vegna hita, og liggja jafnvel hárfínar basaltæðar í gegnum hann. Oligóklas á ekki heima í basalthrauni eins og þessu og verður því að telja líklegast, að um sé að ræða kristall, sem brotnað hefur úr eldra bergi nokkuð ólíku þessu að samsetningu og borizt með hrauninu á leið þess upp á yfirborð. Þess má geta að Jens Tómasson fann líka einn ólígóklaskristall í Surtsey.

Hraunið, sem runnið hefur umhverfis gígina og að nokkru leyti yfir þá, hefur ékki runnið fyrr en nokkru eftir, kannske löngu eftir að þeir gusu, því sums staðar má sjá að gjallið í þeim hefur verið farið að veðrast dálítið.
Telja má víst, að þeir hafi verið orðnir mosagrónir, og á einstaka stað vottar fyrir jarðvegsmyndun. Víða í hólunum má greinilega sjá að hraunið hefur orðið fyrir snöggri kælingu, t. d. finnur maður á nokkrum stöðum þunnar basaltæðar í gjallinu og eru þær með svartri glerhúð. Einnig vottar fyrir hólstramyndun á stöku stað. Þetta vekur grun um, að hér hafi gosið í vatni, og við nánari athugun kemur í ljós að svo hefur verið. Á a.m.k. tveim stöðum í stálinu má sjá að hraunið hefur brotist upp í gegnum leirlög, sem nú eru sem vænta má mjög umturnuð og brennd hið næsta hrauninu, er brotizt hefur í gegnum þau. Aragrúi af skeljum hefur verið í leirnum og tekur það af allan efa um að hér hefur gosið í sjó. Sjálfar eru skeljarnar farnar veg allrar veraldar, en mótin eftir þær eru afar greinileg. Það er augljóst, að um allmargar mismunandi tegundir hefur verið að ræða, en mjög erfitt er nú að greina þær með vissu, því allt er þarna í einum hrærigraut og svo laust í sér að það fellur sundur ef við er komið.
Thorbjarnarstadaraudamelur-2014-245Örugglega má þó þarna greina leifar af hrúðurkörlum (Balanus). Smyrslingur (Mya truncata) er þarna líka og líklega rataskel (Saxicava arctica), og nokkrar fleiri tegundir. Diatomeur (kísilþörunga) má og finna í leirnum, en sama máli gegnir um þá, að skeljarnar eru mjög illa farnar og örðugt að ákvarða þær með vissu. Aðeins sárafáar heilar skeljar hefur tekizt að finna. Langmest ber á brotum úr Coscinodiscus og nokkrum öðrum sjávartegundum. Örugglega má ákvarða Biddulphia aurita og Navicula peregrina, en báðar lifa í söltu vatni. Af ferskvatnstegundum reyndist mögulegt að ákvarða Eunotia sp., Pinnularia
sp. og Tabellaria feneslrata.
Það virðist því líklegt, að þarna hafi gosið í sjó, en líklega hefur það verið nálægt strönd og hafa ferskvatnstegundirnar borizt út í sjó með lækjum.
Skammt vestan við Straum er Rauðimelur, en þar hefur rauðamöl verið tekin í mörg ár, og er nú búið að grafa þar niður fyrir grunnvatnsborð. Vafalaust er Rauðimelur leifar af eldvarpi, sem líka hefur myndazt í sjó á sama hátt og e. t. v. á svipuðum tíma og eldvörpin í Selhrauni.“
Raunar sleppir Jón hér tveimur mikilvægum, enn ósnertum sambærilegum gersemum; Litla-Rauðamel norðan hins raskaða Rauðamels og Litla-Þorbjarnarstaðarauðamel skammt sunnan þess aðalumnefnda.
Hafa ber í huga að ef verulega vel væri á málum haldið – og enn verulegri áhugi væri fyrir hendi – myndi umhverfisnefnd Hafnarfjarðar fyrir löngu síðan hafa látið hreinsa Þorbjarnarstaðarauðmelinn af rusli svo nýta mætti svæðið fyrir áhugasama ferðamenn um jarðfræði Íslands. Þarna má nú t.d. sjá fornar gígmyndanir, bergganga, gígtappa, hraun og gjóskumyndanir í sjó, skeljaleifar sem og landmótunina fyrir tugþúsundunum ára.

Heimildarrit – References Jónsson, Jón. Hnyðlingar íslenzku bergi. Náttúrufræðingurinn 88. árg. bls. 9-22.
Tröger IV. E. 1959. Tabellcn zur optischen Bestimmung der gesteinbildenden Mineralen, Stuttgart.

Heimild:
Náttúrufræðingurinn. 35. árg. 1965-1966, 1. tbl. bls. 1-4.

Rauðamelur

Í Þorbjarnastaðarauðamel.