Entries by Ómar

Stóra-Knarrarnes – letursteinn (A°1704)

Í bók Árna Óla, „Strönd og Vogar„, úgt. 1961, er m.a. fjallað um leturstein hjá Stóra-Knarrarnesi á Vatnseysuströnd (bls. 216-229). Benjamín Halldórsson benti Árna Óla á steinninn í samtali, sem þeir áttu saman í herbergi 402 á Hrafnistu, dvalaraheimili aldraðra sjómanna, þ.e. „grágrýtisstein með áletrun“. Árni Óla heimsótti síðan Ólaf Pétursson, bónda á Stóra-Knarrarnesi, sem […]

Fuglavík – letursteinn (1538)

Í Árbók Hins íslenska Fornleifafélags (1903), fyrir nálægt einni öld síðan, segir Brynjúlfur Jónsson m.a. frá letursteini í Fuglavík (bls. 38). Brynjúlfur frá Minna-Núpi ferðaðist um Reykjanesskagann fyrir og um aldamótin 1900 og skráði og skoðaði það sem teljast mátti til fornleifa. Þessi steinn var ein þeirra. Í 17. lið upptalningar hans segir m.a.: „Í […]

Selsvellir – Selsvallastígur

Gengið var inn á Selsvelli til suðurs með vestanverðum Núpshlíðarhálsi. Fagurt umhverfið allt um kring. Trölladyngjan að baki, Keilir og Moshóll á hægri hönd, Kúalágar og Selsvallafjall á þá vinstri og Hraunsels-Vatnsfell framundan. Í samantekt Orra Vésteinssonar um menningaminjar í Grindavík segir að “í bréfi sr Geirs Backmanns til biskups árið 1844 hafi hann notað […]

Hurðarbak – Sandur

Ætlunin var að skoða land Hurðarbaks í Kjós í Laxárdal, norðan Meðalfells, og síðan hluta af landi Sands í Eyjakrókum. Gengið var um Hurðarbaksland með Jóhannesi Björnssyni, bónda í Flekkudal og að Hurðarbaki. Á svæðinu mátti eiga von á minjum selja og fleiri fornra mannvirkja. Í Jarðabókinni 1703 er þó ekki getið um selstöðu frá […]

Brundtorfuskjól

 Brundtorfuskjól (Brunntorfu-/Brunatorfu-) í Brundtorfum (Brunn-/Bruna-) hefur verið vandfundið í senni tíð. Ástæðan er einkum skógur, sem vaxið hefur upp umhverfis skjólið sem og um allt hraunssvæðið. Skjólið er í Brundtorfuhæð (Brunntorfu-/Brunatorfu-).  Áður fyrr var greinileg hlaðin ílöng grjóthleðsla fyrir skjólinu, sem var skúti er slútti inn undir bergvegg austast í grónu jarðfalli. Nú hafa laufblöð og […]

Stóra-Vatnsleysa – letursteinn (1643)

Tekið var hús á Sæmundi bónda á Stóru-Vatnsleysu á Vatnseysuströnd. Hann var úti við þegar FERLIR bar að garði. Sæmundur hafði beðið FERLIR um að reyna að leysa þá torráðnu gátu að lesa úr fornri áletrun á stökum steini í túninu, en það hafði engum tekist til þessa (svo hann vissi til a.m.k.). Byrjað var […]

Æsustaðastekkur

Í „Skráning fornleifa í Mosfellsbæ 2006“ (Skýrslur Þjóðminjasafns Íslands) segir m.a. um Æsustaðastekk: „Vestan við Gleiðaskarð eru einkennilegir móbergsklettar, sem heita Katlar, en niður af þeim á háu melkasti heitir Katlaflöt, og enn neðar, niður á jafnsléttu, er Stekkur (veggjabrot af fornum stekk). Þar sem hann stóð, heitir Stekkjarflöt, og vestan við hana er Stekkjarholt“ […]

Herdísarvík – Gísli Sigurðsson

„Herdísarvík er býli í Selvogi, vestast Selvogsjarða og allra jarða í Árnessýslu. Er nú í eyði. Jörðin var lengi eign Krýsuvíkurkirkju. Herdísarvíkurbær stóð vestarlega í Herdísarvíkurtúni, Vesturtúni svonefndu, undir svonefndum Skyggni, sem var klöpp, aflöng, og sneri suðaustur-norðvestur. Neðst bæjarhúsanna voru stofan og bæjardyrnar undir einu og sama þaki. Bak við stofuna var búrið, en […]

Gjáarrétt

Gjáarrétt stendur á flötum hraunbotni Búrfellsgjár, ekki langt frá misgengisbrúninni á mótum Selgjár og Búrfellsgjár. Réttin er hlaðin úr hraungrýti enda er gnægð af því byggingarefni nærtækt. Veggir, sem enn standa, bera verklagi hleðslumanna gott vitni. Líklegt er að Gjáarrétt hafi verið reist og gerð að fjallskilarétt árið 1840. Síra Árni Helgason prófastur í Görðum […]

Þvottalaugarnar

Þvottalaugarnar í Laugardal eru rétt hjá Valbjarnarvelli. Þær hafa verið gerðar upp og standa nú sem áþreifanlegur minnisvarði um húsmæður í Reykjavík er þvoðu þvotta sína þar um aldir. Í MBL þann 3. júní, 1995 er fjallað um endurgerð þvottalauganna í Laugardal og opnun þeirra við hátíðlega athöfn. Sýningin fjallar um sögu þvottalauganna í máli […]