Entries by Ómar

Björn Hróarsson verðlaunaður

Björn Hróarsson hellafræðingur, stofnandi Hellarannsóknafélags Íslands og FERLIRshúfuhafi fékk árið 2007 erlend rannsóknaverðlaun fyrir verk sitt, Íslenskir hellar. Enska hellafélagið The Shepton Mallet Caving Club velur og verðlaunar árlega mesta stórvirki félagsmanna í hellarannsóknum. Verðlaunin eru kennd við hellarannsóknarmanninn Bryan Ellis en hann teiknaði einmitt kortið af Raufarhólshelli árið 1970. Það kort er í bókinni Íslenskir hellar. […]

Fimm tugir ára… Hjónin á Ísólfsskála

Viðtalið er við hjónin á Ísólfsskála, Agnesi Jónsdóttur og Guðmund Guðmundsson. Það birtist í Vísi árið 1967: „Á milli brattra gróðurlítilla hæða, skammt ofan við brimsorfna strönd nokkru austar en Grindavíkurþorp, stendur snoturt og vel umgengið býli sem heitir ísólfsskáli. Þangað hef ég nú lagt leið mína og notið til þess atbeina tveggja systkina, sem […]

Kerlingarskarð – tóft

Viktor og Jóhanna (FERLIRsfélagar) voru nýlega á ferð um Brennisteinsfjöll. Þau komu m.a. við í námunum vestan Draugahlíða. Á leið þeirra niður Kerlingarskarð gengu þau óhefðbundna leið niður með rótum Tvíbolla (Miðbolla) og Stórabolla. Ofarlega, undir Tvíbollum, eru leifar af húsi námumannanna (hleðsluhús). Neðar taka við gróningar í rótum. Skammt neðan við mesta brettann má […]

Gullbringa – Brennisteinsfjöll

Gengið var upp með Gullbringu yfir að Hvannahrauni og spölkorn norður eftir gömlu þjóðleiðinni að Vatnshlíð. U.þ.b. í miðju hrauninu var haldið til austurs upp hraunið og komið staðnæmst við op á löngum helli, sem þar er. Í honum er m.a. halið bæli er bendir til þess að hann hafi verið notaður sem athvarf, t.s. […]

Hrauntungustígur – Ketill – Hrauntungur

Helstu leiðir milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur voru Stórhöfðastígur, Undirhlíðavegur, Dalaleið, Straumsselstígur og Rauðamelsstígur. Flestar leiðirnar lágu saman við Ketilinn þar sem Ketilsstígur tekur við. Ætlunin var að fylgja enn einni leiðinni af Ketilsstíg/Rauðamelsstíg frá Hrúthólma að Hrauntungum. Þessi kafli leiðarinnar hefur einnig verið nefndur Hrúthólmastígur. Götur og stígar, sem legið hafa saman, hafa gengið undir […]

Járngerðarstaðir – örnefni

Á og við Járngerðarstaðatorfuna má finna ótal örnefni, sem ýmist tengjast atburðum er eiga að hafa átt sér þar stað fyrrum, ábúendum, átrúnaði eða öðru. Hér á eftir eru taldin upp nokkur örnefni. Þau hafa verið færð skilmerkilega inn á drög af uppdrætti af svæðinu, öðru áhugasömu fólki til glöggvunar. Nú hafa einnig verið gerðir […]

Garðahraun – skilti

Skilti hefur verið afhjúpað sunnan Garðastekks utan Garðahrauns (Gálgahrauns) með gagnlegum upplýsingum um sögu og minjar svæðisins. Það voru Hraunavinir í samvinnu við umhverfisnefnd Garðabæjar sem unnu og settu skiltið upp. Á því má m.a. lesa eftirfarandi: Gálgahraun Gálgahraun tilheyrir víðáttumiklu hrauni sem rann frá Búrfellsgíg fyrir um 8.000 árum. Búrfellshraun ber nokkur mismunandi nöfn […]

Bollar og nágrenni

Gengið var um Bollana í Grindarskörðum. Útsýnið var stórbrotið. Þegar Grindarskörðin eru skoðuð virðist a.m.k. tvennt augljóst; annars vegar eru þekkt örnefni ekki rétt staðsett og hins vegar eru þau ekki öll skráð. Þrátt fyrir mikla umferð um Skörðin fyrrum virðast örnefnin sum hver ekki hafa varðveist á bókfell. Ástæðan gæti annað hvort hafa verið […]

Lyklafell II

„Skammt fyrir ofan Lækjarbotna eru Fóelluvötn og Sandskeið. Eru þar á aðra hönd hálsar og hraun, en til norðausturs er að sjá flatt land og er þar aðeins eitt einstakt og lágt fell, sem kallast Lyklafell. Ber talsvert á því, vegna þess hve flatlent er umhverfis það. Þetta fell er merkilegt, því að það er […]

Sjónarhólshellir – Smalaskálaskúti – Gvendarbrunnshellir

Í örnefnalýsingum fyrir Óttarsstaði er getið um þrjá hella eða skúta á tiltölulega afmörkuðu svæði í Óttarsstaðalandi. Fyrst segir frá Sjónarhólshelli sunnan undir Sjónarhól þeim er áheldur Sjónarhólsvörðu; „fjárhellir í stórum krika. Hann hefur verið yfirreftur, en nú er það dottið mikið niður“. Rétt norður af hólnum eru tvær vörður; Ingveldarvörður. Ekki er vitað hvernig […]