Entries by Ómar

Gestsstaðir – Hetta – Drumbur

Gengið var frá Sveinsstofu (-safni) við Gestsstaðavatn um Sveiflu og upp undir Hettu, þaðan niður Hettustíg inn á Bleikingsvelli innan Vigdísarvalla og um Drumbsstíg yfir sunnanverðan Sveifluháls að Gestsstöðum, tóftum elsta bæjar Krýsuvíkur að talið er. Hnakkur blasti við norðan Hettu. Hann er að kortum nefndur Hattur, en sá mun vera þarna næst norðar (þar […]

Bruni í Tvíbollahrauni

Um kl. 15:00 í dag (22.07.2009) var tilkynnt um reyk í hrauninu milli Valahnúka og Helgafells. Slökkviliðsmenn frá SHS komu á vettvang á sexhjóli skömmu síðar. FERLIR fór að sjálfsögðu fótgangandi á vettvang. Þegar á tilkynntan stað var komið varð ljóst að mikinn reyk lagði upp úr hrauninu ofan við Kaplatóur. Eldurinn var í jaðri […]

Lágafellsleið I

Á ferð FERLIRs með vesturmærum Grindavíkur frá austanverðum Valahnúk um Sýrfell, Súlur og Stapafell áleiðis að Arnarkletti var m.a. gengið þvert á forna þjóðleið milli Lágafells og Ósabotna (Hafna/Keflavíkur). Leið þessi er vörðuð litlum vörðum og eru sumar fallnar fyrir alllöngu, einkum norðan af. Þegar fyrrnefnd leið var skoðuð frá sunnanverðu Lágafelli og henni fylgt […]

Sólstafir

Sérhver sá, sem upplifir að sjá sólstafi, gleymir aldrei þeirri sjón. Óvíða eru sólstafirnir fegurri en á Reykjanesskaganum, hvort sem er inn til landsins eða úti yfir sjó. En hvernig stendur á því að sólstafir eru eins og þeir eru; ekki lóðréttir, heldur eins og blævængur á hvolfi? „Sólstafir myndast þegar sólin skín gegnum göt […]

Grindavík – sögu- og minjaskilti endurnýjuð

Bæjarráð Grindavíkur samþykkti fyrir stuttu að kosta endurprentun á öllum minja- og örnefnakortin á skiltastöndunum sjö er settir hafa verið niður í gömlu byggðinni, áhugasömu og fróðleiksfúsu fólki um sögu byggðalagsins til ánægju. Eldri skiltin voru prentuð á pappír og sett undir plast, en hin nýju voru prentuð á ál með sérstakri teflonplastfilmu yfir. Veðrun […]

Staðarhverfi I – Húsatóptir

Gengið var frá Markhól austast í landi Húsatópta vestan Grindavíkur, um Stekkjartún, Vörðunes, Arfadal og Kóngshellu út að Hvirflum. Þá var ofanlandið skoðað, s.s. Nónvörður, Hjálmagjá og Baðstofa, auk hinna gömlu tófta á Húsatóptum. Austast í Tóptarlandi eru brunnarnir, s.s. Tóptarbrunnur og Stakibrunnur, en vestast í Járngerðarstaðahverfi eru Gerðabrunnar eða Gerðavallabrunnar. Grindvíkingar kölluðu og kalla […]

Býtibúr Fjalla-Eyvindar – á æskuslóðum Fjalla-Eyvindar í Hrunamannahreppi

FERLIR fer einungis einu sinni á ári út fyrir Reykjanesskagann í leit að öðrum áhugaverðum viðfangsefnum. Að þessu sinni var stefnan tekin á Hrunamannahrepp. Í sveitarfélaginu eru margir áhugaverðir staðir, t.d. búr Fjalla-Eyvindar í Skipholtsfjalli. Gengið var frá Jötu ofan við Brúarhlöð. Norðan við bæinn hefur verið komið fyrir skilti þar sem lýst er leiðinni að […]

Núpshlíðarháls – landamerki II

Ætlunin var að fara með Sæmundi á Vatnsleysu o.fl. eftir Núpshlíðarhálsi og kíkja eftir ummerkjum um landamerki á hálsinum. Efri merkjalínur höfðuðbólanna á Ströndinni tóku mið af kennileitum á hálsinum. Þar áttu og að vera fallnar vörður er gætu verið nánari vísbendingar um hvar mörkin voru fyrrum. Menn hefur greint á um hvar um Núpshlíðarhálsinn mörk […]

Grindavíkurstríðið 1532 – Fornbréfasafnið

Í Fornbréfasafninu, 287 og síðar, er m.a. fjallað um Grindavíkurstríðið 1532, aðdraganda og eftirmála: 287 – [Um 4. apríl 1532] – [Básendum] „Afrit af sættargerð milli Ludkens Schmidts og manna hans annars vegar og Roberts Leggde, Thomasar Hirlacks, Harije Fijtzerths og Bartrams Farors hins vegar. Þeir síðarnefndu koma til hafnar að Básendum á páskadag (þann […]