Entries by Ómar

Reykjadalir

Gengið var upp Djúpagil áleiðis upp í Reykjadali ofan Hveragerðis. Grændalur og Reykjadalir (Reykjadalur) liggja þar hlið við hlið. Grændalur sem er næst ósnortinn lokast til norðurs og er Ölkelduháls norðvestan hans. Meiri umferð hefur verið um Reykjadali, sem sumir nefna Reykjadal, en þeir eru fleiri en einn og fleiri en tveir. Einn hefur t.d. […]

Coot á Keilisnesi

Stundum er gaman að fylgjast með störfum fornleifafræðinga – og heyra hvað þeir hafa að segja um ólíklegustu hluti. Hafa ber þó jafnan í huga að þeir eru bara mannlegir eins og allir aðrir þegar störf þeirra og orð eru metin. Ágætt dæmi um þetta er Coot, fyrsti togarinn, sem Íslendingar eignuðust. Hann kom til […]

Gálgaklettar

Gengið var um ~7200 ára Gálgahraunið að vestanverðu. Komið var m.a. inn á augljósa forna götu er ekki var að sjá í fornleifaskráningu um svæðið, þrátt fyrir stórkarlalegar áætlanir um vegagerð í hrauninu. Reynslan hefur sýnt að fornleifaskráningum almennt er verulega ábótavant. Þrátt fyrir það hafa ákvarðanir hingað til verið teknar á úrvinnslu þeirra!!! Gatan kom inn […]

Þingvallasel (Sigurðarsel)

Á ýmsum kortum af Þingvallasvæðinu má sjá örnefnið „Sigurðarsel“, en bara á jafn mörgum stöðum og kortin eru mörg. Á sumum þeirra er selið skráð sunnan þjóðvegarins í gegnum þjóðgarðinn, sunnan við svonefndan Klukkustíg, og á öðrum er það staðsett skammt norðan þjóðvegarins. Á öllum kortunum er selið þó staðsett austast í Þingvallahrauni, vestan Hrafnagjár. […]

Gjár og Gjáaskjól

Gjár eru milli Klifsholts og Fremstahöfða, skammt ofan við Hafnarfjörð – norðan Kaldársels. Um er að ræða fjölbreytilegt hraunlandslag og sérstaklega afmarkað sem náttúruverndarsvæði. Hraunið virðist afmarkað og stakt, jafnvel einstakt – og það er það líka, ef betur er að gáð. Uppruni hraunsins er í Búrfellsgíg, 1-2 km fjær. Búrfell er eldborg, u.þ.b. 7,5 […]

Þorlákshöfn – sandfok

Til að hefta sandfokið nálægt Þorlákshöfn var landið friðað fyrir búfjárbeit 1935 og girt af. Girðingin er 21,8 km löng og telst þetta með stærri landgræðslusvæðum um 7.550 ha. Svæðið nær frá Ölfusá og að Nesvita í Selvogi, en sjórinn afmarkar svæðið að sunnan allt austur að Hamarendum sunnan við Hraun í Ölfusi og neðan […]

Sjómerki, innsiglingarvörður, sundmerki og sundvörður

Sjómerki, innsiglingarvörður, sundmerki og sundvörður þóttu ómissandi leiðarmerki sjófarenda fyrr á öldum, langt fram eftir 20. öldinni. Þau voru bæði nýtanlegar til leiðsagnar við landtöku, en ekki síður sem aflamið. Þótt flestir bátar séu nú útbúnir nútíma stafrænum tækjabúnaði má víða á ströndum Reykjanesskagans enn í dag sjá minjar leiðarmerkjanna, sem í fyrstu voru hlaðnar […]

Svínaskarð – Jökulgil – flugvélaflak

Haldið var upp eftir slóða austan Þverár, frá Leirvogsá norðvestan við Hrafnhóla. Stefnan var tekin á hinn gamla Svínaskarðsveg. Tóftir Þverárkots kúra sunnan undir Bæjarfelli austan Þverár. Svo var að sjá að eyðibýlið“ væri að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga. Austar er Þverárkotsháls. Þegar komið var á móts við Þverárdal, þar sem Skarðsá rennur í […]

Ratleikur Hafnarfjarðar 2014

1. Lækjarbotnar: Lækjarbotnar voru vatnslind Hafnfirðinga frá byrjun síðustu aldar. Árið 1917 var vatni veitt úr Kaldá yfir í aðrennslissvæði Lækjarbotna og sjást merki þess enn ofan Kaldársels. Vatnið skilaði sér svo eftir nokkurn tíma í Lækjarbotnum. Merkið má finna í birkikjarri austan við lónið. 2. Fjárhúsatóft: Í Setbergshlíðinni má finna stóra fjárhústóft sem hefur […]

Helgafell I

Helgafell ofanvið Hafnarfjörð er 340 m hátt. Ein sjö samnefnd fell eru til í landinu; þetta suðaustur af Hafnarfirði, ofan Kaldárbotna, klettótt og bratt á flesta vegu, í Mosfellssveit, fjall og bær sem sama nafni, á Þórsnesi á Snæfellsnesi, ávalt að sunnan og vestan en mjög þverhnípt að norðan og austan (einnig samnefndur kirkjustaður), hátt fjall yst sunnan Dýrafjarðar, […]