Entries by Ómar

Elliðakot (Helliskot) II

Í „Skráningu fornleifa í Mosfellsbæ 2006“ segir m.a. um Elliðakot (Helliskot): „Saga Kotsins er fyrst getið árið 1395 í skrá um kvikfé og leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs. Þá er jörðin í eyði og kallast „Hellar“ (Dipl. Isl. III, bls. 598). Í heimild frá 1704 er svo talað um „Hellirs Kot“ og virðist líklegt að um […]

Krýsuvík – Árni Óla 1932

Árni Óla, blaðamaður, grúskari og samhengishugsuður, skrifaði eftirfarandi um „Krýsuvík“ í Lesbók Morgunblaðsins árið 1932: „Krýsuvík er landnámsjörð. Þar nam Þórir haustmyrkur land. Þá hefir byggðin sennilega verið vestar en nú er, eða þar sem kölluð er gamla Krýsuvík. Eru bæjarrústir þar í hrauni og sandi sem nú er óbyggilegt. Um skeið var Krýsuvík höfuðból […]

Grindavík 1944

Lífið í Grindavík haustið 1944 virðist hafa verið bæði sælt og friðsamt. Í bók Agnars Þórðarsonar, Í leiftri daganna, sem kom út hjá Máli og Menningu árið 2000 segir frá bréfi sem Gunnlaugur Scheving, listmálari, skrifaði Agnari frá Grindavík haustið 1944, þegar Agnar lá á Vífilsstaðahæli. Í bréfinu, sem er bráðskemmtilegt, segir m.a. eftirfarandi frá […]

Kolviðarhóll II

Í Tímanum 1977 er fjallað um „Kolviðarhól 1877-1977, fyrsta gisti og veitingahúsið á Hellisheiði…„: „Í byrjun júlí síðastliðins var gamla gistihúsið að Kolviðarhóli, sem nú er eign Reykjavíkurborgar rifið til grunna. Fyrsta gistihúsið á þessum stað var reist 1877, en áður var sæluhús á Kolviðarhóli og var það orðið léleg vistarvera þeim, sem þangað leituðu […]

Byrgisholt – fjárborg

Í Örnefnalýsingu Björns Bjarnasonar fyrir Grafarholt nefnir hann m.a. fjárbyrgi í Byrgisholti er hafi verið frá Grafarkoti (bærinn Gröf var við Grafará ofan Grafarvogs, Grafarholt var þar sem er núverandi Vesturlandsvegur (bærinn var færður þar sem nú eru leifar Grafar 1907) og Grafarkot (Holtastaðir) var rétt norðan við golfskálann , en tóftir kotsins sjást þar […]

Skothúsið á Bessastaðanesi

Í Andvara árið 2005 má lesa eftirfarandi um Skothúsið á Bessastaðanesi: „Rómantíska stefnan réð ríkjum í hugarheimi Bessastaðasveina og þarf ekki annað en lesa bréf Gísla Brynjúlfssonar til Gríms Thomsens þegar sá fyrrnefndi var í Bessastaðaskóla til að ganga úr skugga um það. Benedikt Gröndal skipaði sér ekki síður undir merki hennar. Hann var í […]

Kaldá

Kaldá er kristaltær lindá sem á upptök í Kaldárbotnum norðan við Helgafell. Hún á, líkt og margar aðrar lindár, upptök í lindum á hrauna-, móbergs- og grágrýtissvæðinu millum Kaldárhnúka. Lindár eiga sér jafnan glögg upptök, oft í ólgandi lindum eða úr stöðuvötnum. Flóð eru sjaldgæf nema þegar jörðin er frosin. Hitastig í lindám er jafnt […]

Bessi í Bessahólma

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1981 segir Kristján Eldjárn frá minjum og örnefnum næst íbúðarhúsunum á Bessastöðum: „Heima við bæjarhúsin, norður af flötinni milli húss og kirkju, þar sem fánastöng stendur nú, er hóll með snarbrattri brekku norður af, og segir Benedikt Gröndal (og Björn Erlendsson) að þetta heiti Bessastaðahóll, og voru nýsveinar látnir velta […]

Járngerðardys – Virkið – Junkaragerði – Jónsbás – Arfadalur

Gengið var frá dys Járngerðar á Járngerðarstöðum, um virki Jóhanns breiða ofan við Stórubót, um Junkaragerði Grindvíkinga, að Jónsbás þar sem Anlaby, fórst í janúar árið 1902, yfir í Arfadal, upp í Baðstofu og um Blettahraun til baka. Hér var um að ræða eina af tímamótaferðum FERLIRs, þá 800. að tölu um Reykjanesskagann. Venjulega eru […]

Saga Kolviðarhóls – Þorsteinn Bjarnason

Þorsteinn Bjarnason frá Háholti skrifar í Örnefnalýsingum um „Sögu Kolviðarhóls„: „Hinn forni vegur yfir fjallgarðinn milli Ölfuss og Mosfellssveitar lá af Kambabrún sjónhending í skarðið milli vesturenda Skarðshlíðar og norðurenda Reykjafells. Lá vegurinn þar niður af Hellisheiði um Hellisskarð, yfir Bolavelli, vestur með Húsmúla, niður Norðurvelli með norðurbrún Svínahrauns hjá Lyklafelli, og var þá komið […]