Entries by Ómar

Álfaklettur í Hálshúskrika

Við norðurenda Vífilsstaðavatns á að vera Álfaklettur. Gísli Sigurðsson segir þetta um hann í örnefnalýsingu sinni yfir Vífilsstaði: „Þá liggur Landamerkjalínan í Smalholtsvörðu á Smalholti. Norðaustur frá Vífilsstaðahælinu er hæð, nefnist Skyggnir, og efst þar er Skyggnisþúfa. Þegar Alfaraleiðin var farin hér austur og inn með vatninu var komið í vog eða krika sem nefndist […]

Snorri II

Skýringin á yfirskriftinnni III við Snorra er sú að um er að ræða þriðju ferðina í hellinn eftir að hann fannst árið 2003. Áður höfðu nokkrar ferðir verið farnar um hraunssvæðið við leit að hellinum (jarðfallinu) uns hann fannst loks í einni þeirra. Nú hefur hellirinn verið kortlagður með „nýmóðins“ mælitækjum útlendinga. Það, að það […]

Ögmundarhraun – Mælifellsgreni – Arnarsetursgreni

Ætlunin var að finna og skoða Mælifellsgrenin og Arnarsetursgrenin í Ögmundarhrauni. Gengið var suður með austurkanti Ögmundarhrauns uns komið var að grónu gerði utan í hraunkantinum. Uppi á hraunbrúninni skammt sunnar er há varða. Frá henni liggur stígur vestur í mosahraunið, að stórri vörðu, sem þar er. Þegar komið var að þeirri vörðu var aðara […]

Landnáma – sögugerð

Í sögugerð Landnámu (Um íslenska sagnaritun á 12. og 13. öld – Sagnfræðistofnun Háskola Íslands 2001) fjallar Sveinbjörn Rafnsson m.a. um „Landnámu„. Hann telur að „varðveisla ritverks þurfi að vera ljós þeim sem það ætlar að nota“. Landnáma, grundvallarrit íslenskrar landnámsbókar, er hins vegar alls ekki augljós. Talið er að Melabók, sé elst skráðra heimilda […]

Óskot – Langavatn – Reynisvatn

Ætlunin var að skoða tóftir Óskots norðvestan við Hafravatn, ganga að Langavatni upp á Óskotsheiði, en skoða áður tóftir útihúsa hins gamla bæjar, njóta útsýnisins yfir vatnið af Langavatnsheiði undan Þverbrekkum og halda síðan að Reynisvatni. Nýbyggðin hefur teygt sig að vatninu, en milli hennar og þess eru tóftir gamla bæjarins að Reynisvatni. Aflað hafði […]

Herdísarvík í Selvogi – Páll Sigurðsson

Hér rifjar Páll Sigurðsson upp „Útræði í Herdísarvík í Selvogi„. Frásögnin birtist í Morgunblaðinu árið 2000: „Útræði var mikið frá Herdísarvík, enda fengsæl fiskimið steinsnar frá landi að kalla má, og sóttu þangað margir tugir manna víða að, einkum frá Suðurlandi en einnig úr nágrenninu. Lágu útróðrarmennirnir við í verbúðum, meðan á vertíð stóð, eins […]

Vestan Voga

Í Sunnudagsblaði Tímans árið 1964 er m.a. fjallað um „Mannvirki og minjar vestan Voga„: „Kristjánstangi gengur út í miðja Vogavík. Þar stóð salthús í eina tíð. Hólmbúðir eru forn verstöð undir Stapa. Hólminn er nes, sem gengur út í Vogavík gegnt Vogabæjum. Þar eru rústir af fornum fiskbyrgjum, grjótgörðum (fiskgörðum), „anleggs-húsum“ Knudtzons gróssera reistum á […]

Landnám á Reykjanessskaga

Hér verður fjallað um „Landnám á Reykjanessskaga“ út frá upplýsingum teknum saman af Óbyggðanefnd árið 2004 vegna úrskurðar nefndarinnar í málum Grindavíkur og Vatnsleysustrandar. Landnámabók getur ýmissa manna, sem námu land á þessu svæði. Fyrstur landnámsmanna var Ingólfur Arnarson: „En Ingólfr nam land milli Ölfusár ok Hvalfjarðar fyrir útan Brynjudalsá, milli ok Öxarár, ok öll […]

Ostagerð til forna

Í Búnaðarritinu árið 1915 er m.a. fjallað um ostagerð til forna: „Sögur feðra vorra bera ljóslega með sér, að mikið hafi verið um ostagerð í fornöld, enda leiðir það af sjálfu sér, þar sem kvikfjárrækt var þá margfalt meiri hér á landi en nú. Víða er getið um sel og selstöður í fornsögunum, og í […]

Þorrinn

Samkvæmt Sögu daganna eftir Árna Björnsson er mánaðarheitið „Þorr“ ævagamalt, kunnugt allar götur frá 12. öld. Þorri er oft persónugerður í sögum frá miðöldum og birtist þá ýmist sem harður og grimmur eða umhyggjusamur tilsjónarmaður bænda sem vill hafa gætur á heyjaforða þeirra. Betra hefur þótt að taka vel á móti Þorra og veita honum […]