Álfaklettur í Hálshúskrika
Við norðurenda Vífilsstaðavatns á að vera Álfaklettur. Gísli Sigurðsson segir þetta um hann í örnefnalýsingu sinni yfir Vífilsstaði: „Þá liggur Landamerkjalínan í Smalholtsvörðu á Smalholti. Norðaustur frá Vífilsstaðahælinu er hæð, nefnist Skyggnir, og efst þar er Skyggnisþúfa. Þegar Alfaraleiðin var farin hér austur og inn með vatninu var komið í vog eða krika sem nefndist […]