Entries by Ómar

Reykjanesbær (Keflavík, Njarvíkur og Hafnir)

Sveitarfélögin Keflavík, Njarðvík og Hafnir runnu saman í eitt sveitarfélag og nefnast nú einu nafni Reykjanesbær. Byggð í Keflavík og Njarðvík hefur lengi legið saman og voru bæjarmörk ekki ljós, nema tekið væri eftir skiltum við vegarbrúnir, sem gáfu þau til kynna. Keflavík Mikil verslun var stunduð í Keflavík sem gerði hana að stærsta þorpinu […]

Garður – sveitarfélagið og merkir staðir

Farin var kynnisferð um Sveitarfélagið Garð undir leiðsögn Ásgeirs Hjálmarssonar. Í Garðinum var m.a. fylgst með Prestsvörðunni ofan við Leiru, sagði frá mannlífinu þar, Gufuskálar kynntir til sögunnar sem og Ellustekkur, komið við í Kisturgerði, bent á hinar 14 varir milli Rafnkelsstaða og Garðskaga, kíkt inn í keramikfabrikuna, fornmannleiðið barið augum og letursteinninn þar, staldrað […]

Grákolla – Arngrímshellir – þjóðsaga

 Arngrímur hefir maður heitið Bjarnason, Arngrímssonar hins lærða. Skólagenginn var hann, staðarráðsmaður í Skálholti og síðast lögréttumaður. Hann bjó í Krýsivík frá 1717 til dánardægurs, 9. ágúst 1724. Arngrímur frá Læk í Krýsuvík hafði fyrir aldamótin 1700 fé sitt í helli í Klofningum í Krýsuvíkurhrauni. „Vestanundir Krýsuvíkurhrauni er stór hellir, og bezta hagaland í kring, […]

Folaldadalir – Sköflungur

Gengið var til norðurs norðan Nesjavallavegar skammt fyrir vestan Dyradal vestan Nesjavalla, um Folaldadali og Sköflung. Sköflungur er reyndar gamalt nafn á vegi milli Hafnarfjarðar og Þingvalla (sjá aðra lýsingu). Lagt var í’ann frá veginum skammt ofan við Dyradal, sem fyrr segir. Línuveginum var fylgt til að byrja með þar sem hann liggur í norðaustur […]

Brunnastaðarétt

Fyrrum var réttað í Brunnastaðarétt á Vatnsleysuströnd. Réttin sést vel á loftmynd frá árinu 1954, en í dag (2021) er hún horfin af yfirborði jarðar. Í Úrskurði Óbyggðanefndar árið 2004 var lögð fram lýsing Sæmundar Þórðarsonar á Stóru – Vatnsleysu á smalamennskum á Vatnsleysuströnd og Vogum sem stjórnað var af hreppsnefnd. Þar lýsir Sæmundur bæði […]

Keflavíkurflugvöllur – Meeks

Friðþór Eydal leiðsagði hópnum um varnarliðssvæði Keflavíkurflugvallar og nágrenni. Í maí s.l. (2004) voru liðin 53 ár frá undirritun varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Meðmælendur samningsins segja hann eina mikilvægustu ákvörðun íslenskra stjórnvalda á seinni tímum og eina þá heillavænlegustu. En hún átti sér nokkurn aðdraganda. Alvarleg staða heimsmálanna á seinni hluta síðustu aldar hafði áhrif […]

Runki og Steini

Fyrr á öldum varð fólk úti milli bæja á Miðnesi og Miðnesheiði. Fræg er sagan af Runólfi Runólfssyni húsmanni úr Klapparkoti er í þá tíð nefndist Kólga. Hann varð úti milli Landakots í Sandgerðishverfi og heimilis síns í Flankastaðahverfi aðfaranótt 17. október 1879. Hafði Runólfur komið að Landakoti skömmu fyrir hátt á heimleið úr Keflavík. […]

Sólkerfi á Reykjanesi

Eftirfarandi upplýsingar birtust í Fréttablaðinu árið 2009 undir fyrirsögninni „Sólkerfi á Reykjanesi“. „Unnið er að því hörðum höndum að setja upp pláneturatleik um Reykjanesið í tengslum við sýninguna Orkuverið Jörð. „Stöplarnir fyrir pláneturnar eru komnir upp, en það á eftir að setja pláneturnar á þá,“ segir Róbert Kjartansson, sýningarstjóri Orkuversins Jarðar, í tengslum við svokallaðan […]

Kögunarhóll – Ingólfsfjall – járnbraut

Gengið var frá Kögunarhól og austur með sunnanverðu Ingólfsfjalli að Fellstúni við suðausturhorn þess. Sú örnefnaskýring hefur snemma komist á kreik að nafnið Kögunarhóll sé afbökun úr Knörrhóll og að í honum sé skip Ingólfs heygt. Í Landnámu segir frá því að þriðja vetur sinn á Íslandi hafði Ingólfur Arnarson vetursetu undir Ingólfsfelli fyrir vestan […]

Fornleifar og ferðaþjónusta á Íslandi

Í seinni tíð hefur æ meir verið rætt um mögulega aðkomu fornleifafræðinga að kynningum og leiðsögn um minjastaði, hvort sem um er að ræða óraskaða eða staði sem er verið að rannsaka. Vaxandi áhugi er á meðal fornleifafræðinga að skoða hvort og hvernig er hægt að tengja saman starf þeirra og áhuga almennings á því. […]